Heimilispósturinn - mars 2021

Page 1

HEIMILISPÓSTUR

Grundarheimilanna

árgangur
tölublað Mars 2021
57.
1.
2 Heimilispósturinn Forsíðumyndin er af páskaeggjum sem Helga Björnsdóttir, eiginkona Gísla Sigurbjörnssonar fyrrum forstjóra Grundar, skreytti eins og henni einni var lagið. Ritstjóri: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Prentun: Litróf Upplag: 1600 Efnisyfirlit Gleðilega páska ............................................................................................ 3 Nýr matsalur í Ási ......................................................................................... 5 Pistill forstjóra ............................................................................................... 6 Slökun á Grund............................................................................................. 9 Sinna áhugamálinu í Mörk ............................................................................ 10 Lyklakippusýning í Ási .................................................................................. 12 Páskaeggjabingó í Mörk ............................................................................... 14 Grundarkórinn hittist á ný 15 Lífssaga gerir gæfumuninn 16 Áttræður íbúi hjá Íbúðir 60+ .......................................................................... 18 Heimilisfólk og starfsfólk bólusett ................................................................. 22 Spariföt og perlufestar .................................................................................. 24 Mikill áhugi á hreyfingu 26 Vinátta við eldhúsborðið í Bæjarási .............................................................. 28 Elín Björnsdóttir á Grund - viðtal................................................................... 29 Gróðurhúsin í Ási .......................................................................................... 33 Páskabingó á Litlu og Minni Grund............................................................... 34 Kíkt á Kaffi Mörk 36 Öskudagur í Ási ............................................................................................ 38 Endurbætur á Grund..................................................................................... 40 Bolludagurinn á Grund.................................................................................. 41 Páskabingó í Ási 42 Vinnustofurnar í Ási ...................................................................................... 44 Páskaundirbúningur í Mörk........................................................................... 46 Karlaklúbbur í Mörk ...................................................................................... 48

Gleðilega páska

Sigurhátíð sæl og blíð ljómar nú og gleði gefur, Guðs son dauðann sigrað hefur, nú er blessuð náðartíð.

Nú er páskahátíðin á næsta leiti, sannköll uð sigurhátíð þar sem við fögnum upprisu Jesú Krists frá dauðum. Undur páskanna er okkur hulin ráðgáta þar sem öllu var snúið á hvolf, dauðinn sem átti alltaf síð asta orðið er nú einungis þrep inn í næsta líf, eilífa lífið með Guði.

Dag er tekið að lengja og dagurinn orðinn lengri en nóttin. Vorið er að koma og krókusarnir farnir að kíkja upp úr moldinni. Þetta er búinn að vera mildur og góður vetur en páskarnir vekja hjá okkur sérstakar væntingar og vonir um að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Sólin mun á endanum sigra veturinn rétt eins og páskarnir sem sigra dauðann og vald hans.

Við heyrum sögur af eldri borgurum sem flýja veturinn til heitari landa enda getur hann verið grimmur. Við þráum sól og sumaryl enda getur veturinn verið kaldur og tekið á bæði líkama og sál. Flestir ef ekki allir óttast dauðann og það sem tekur við af dauðanum. Jesús segir okkur samt að hafa ekki áhyggur, hann segir:

„Sá sem trúir á mig hefur eilíft líf.“

Vonar- og þakkarhátíð

Páskarnir eru vonar- og þakkarhátíð þar sem við þökkum Jesú fyrir píslargöngu hans og krossfestingu til þess að við megum lifa

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 3 PÁSKAHUGVEKJA
Sr. Auður Inga Einarsdóttir.

þrátt fyrir hinn líkamlega dauða. Krossinn hefur löngum vakið hjá okkur óhug, jafnvel hrylling en í raun er hann sigurtákn þar sem dauðinn er sigraður í eitt skipti fyrir öll. Því þurfum við ekki lengur að óttast hið ókomna heldur tökum óhrædd við því sem koma skal. „Ég lifi og þér munuð lifa,“ lofar Jesú fylgjendum sínum.

Páskahátíðin er þó ekki einungis hátíð þar sem við fögnum sigri lífsins yfir dauðanum, heldur er okkur gefin sú fullvissa að Guð fylgi okkur sérhvern dag, sérhverja stund í þessu lífi.

Nú er blessuð náðartíð nú blómgast okkar náðarhagur. Páskarnir og páskafasta minna okkur á það hversu dýrmætt lífið er. Við eigum bara eitt líf og því ber að fara vel með tímann og mikilvægt að njóta líðandi stundar.

Vonandi getur allt heimilisfólk Grundar, Áss og Markar átt gæðastundir með ástvinum sínum yfir páskana. Guð gefi þér og ástvinum þínum gleðiríka páskahátíð.

Kristur er upprisinn. Já, hann er sannarlega upprisinn.

Auður Inga Einarsdóttir

4 Heimilispósturinn JólAHUGVEKJA 2019PÁSKAHUGVEKJA

Bjart og fallegt rými

Nýr salur hefur verið tekinn í notkun í Ási. Hann rúmar um sjötíu manns og mun ekki einungis þjóna því hlutverki að vera matsalur því á stórum skjá er hægt að horfa á leiki og ýmsa viðburði. Einnig er hann tilvalinn til að halda tónleika því hljóðvistin er einstaklega góð. Mikil ánægja er með þennan nýja sal í Ási enda bjart og fallegt rými. Stórir gluggar eru til suðurs og þar fyrir framan hellulögð stétt og fallegur gróður. Til stendur að setja þar stóla og borð nú með vorinu svo hægt sé að sitja þar í góðu veðri og njóta sólar.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 5 NÝR MATSALUR Í ÁSI
Stórir gluggar eru í suðurátt. Salurinn rúmar allt að sjötíu manns í sæti.

Kæri lesandi

PISTILL FORSTJÓRA

Getum andað léttar

Nú er komið að fjórða pistli mínum í Heimilispóstinn. Í vetrarlok ber eðlilega hæst barátta okkar við Covid 19 veiruna og hefur sú barátta gengið bara nokkuð vel. Vegna mikilla takmarkana á heimsóknum ættingja og vina til okkar heimilisfólks tókst að halda veirunni að langmestu leyti utan heimilanna okkar þriggja. Einungis eitt smit greindist í Mörkinni og var brugðist við því af stjórnendum heimilisins af mikilli fagmennsku og leystist það farsællega. Einstaka starfsmenn veiktust einnig en ekki þannig að það hefði alvarleg áhrif á aðra, hvorki starfsmenn né heimilismenn.

Búið að bólusetja heimilismenn Nú hillir undir lok þessa skelfilega tímabils. Búið er að full bólusetja alla heimilismenn og fyrri bólusetningu allra starfsmanna Grundarheimilanna lauk í byrjun mars mánaðar. Við getum andað léttar og smám saman verður takmörkunum á heimsóknum og öðru því sem hefur skert daglegt starf heimilanna, afnumið. Vart er þó hægt að búast við því að það verði komið í samt lag fyrr en í sumar eða haust. En hvert skref afléttingar takmarkana er skref í rétta átt. Nota tækifæri hér til að þakka öllum þeim sem hafa farið með okkur í gegnum þennan tíma, bæði heimilisfólki, starfsfólki og aðstandendum þeirra auk annarra.

JólahugvekJa 2019 6 Heimilispósturinn
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

PISTILL FORSTJÓRA

Eldað í Hveragerði fyrir öll heimilin

Framkvæmdir á Grund og í Ási ganga vel. Breytingum á A – 2 verður lokið fljótlega eftir páska og þar verða sex eins manns herbergi, hvert með sínu baðherbergi. Og í Ási verður farið að elda fyrir Ás, Grund og Mörk, einnig fljótlega eftir páska. Nýi matsalurinn var tekinn í notkun um miðjan febrúar og kemur sú aðstaða öll feikn vel út. Fallegur salur með framúrskarandi góðum hljómburð, eitthvað sem er ekki sjálfgefið í nýjum byggingum. Breytingar á inngöngum á Grund og Litlu Grund eru í undirbúningi auk byggingar sorpskýlis við Grund. Verður vonandi lokið fyrir sumarið.

Amma skreytti hænuegg

Páskarnir eru í uppáhaldi hjá mér. Ég á margar góðar minningar úr æsku um páskana. Og flestar tengjast þær ömmu og afa og dvöl hjá þeim í Hveragerði. Við frændsystkinin fengum að dvelja

Heimilispósturinn 7
Amma Gísla Páls, Helga Björnsdóttir, skreytti þessi einstöku egg.

PISTILL FORSTJÓRA

hjá þeim um allmarga páska og nutum þess mikið. Amma Helga var ein fremsta hannyrða- og föndurkona landsins. Hún skreytti hænuegg sem var búið að blása innihaldið úr. Þessi egg, sem við Alda eigum all nokkur stykki af, eru listaverk af bestu gerð og við notum þau á greinar heima hjá okkur um hverja páska. Við barnabörnin fengum líka að blása úr eggjum og skreyta þau og mála með ömmu. Á, sem betur fer held ég, engin slík egg en kannski þættu þau bara krúttleg, í það minnsta mjög skrautleg. Páskarnir liðu í leik og skemmtun með bros ömmu og afa á vör. Þó var eitt sem var pínu leiðinlegt en það var staðföst trú þeirra og ákvörðun að maður mátti ekki spila eða gera neitt skemmtilegt á föstudaginn langa. Og þannig er minningin um föstudaginn langa, hann var MJÖG langur. Þótti líklega eðlilegt á þeim tíma en þessi regla gildir ekki lengur í Hverahlíðinni.

Stutt í kaffihús frá Grundarheimilunum

Sumarið er framundan. Heima við flest, eða í það minnsta ekki í útlöndum fyrri hluta þess tel ég líklegt. Sem verður bara gaman. Það er dásamlegt að geta notið íslenska sumarsins, svona þegar það er ekki rigning og rok, og björtu sumarnáttanna. Garðar Grundarheimilanna þriggja bjóða upp á notalegar samverustundir með aðstandendum og hvet ég ykkur til þess að notfæra ykkur þá. Einnig er vert að nefna að það er stutt í kaffihús frá Grundarheimilunum og að bjóða ættingjum eða vinum í kaffispjall í kaffihúsi er tilvalin dægrastytting, sem gefur mikið.

Góðar stundir

Gísli Páll Pálsson

Forstjóri Grundarheimilanna

8 Heimilispósturinn

Segja sögur og fara með ljóð

Heimilisfólkið á Grund kann svo sannarlega að meta morgnana í vinnustofu heimilisins en þar býður Valdís Viðarsdóttir upp á notalegar stundir. Heimilisfólkið þiggur við kertaljós að fá heita bakstra á axlir og hita á hendur. Stundum er farið með ljóð eða sagðar sögur en það kemur líka fyrir að fólk hallar bara aftur augum og nýtur augnabliksins.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 9 ólAHUGVEKJA SLÖKUN Á GRUND
Hér eru þær stöllur Elín Sigríður, Sigurlaug og Þorbjörg að njóta samverunnar.

SINNA ÁHUGAMÁLINU Í MÖRK

Frábært að geta haldið

áfram að mála

Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni og sumir heimilismenn prjóna á meðan aðrir syngja eða lesa sér til gamans. Að minnsta kosti þrír heimilismenn í Mörk mála sér til ánægju, þau Guðlaugur

Jón Bjarnason, Jóhann E. Kiernan og Sigurbjörg Jónsdóttir eða Silla eins og hún er kölluð. Öllum ber þeim saman um að eiga myndlistinni mikið að þakka og eru glöð að geta sinnt þessu áhugamáli sínu í Mörk. Silla málaði myndir handa öllum ættingjum sínum í jólagjöf fyrir síðustu jól og Guðlaugur áformar að setja upp sýningu á sínum verkum á göngum Háteigskirkju í júlí. Hann hefur um árin haldið fjöldamargar sýningar á verkum sínum. Jóhann hefur alltaf haft mjög gaman af því að mála. Í dag segist hann hafa mest gaman af því að lita með tússi en notar líka tréliti.

10 Heimilispósturinn

SINNA ÁHUGAMÁLINU Í MÖRK

Sigurbjörg málaði myndir handa fjölskyldunni í jólagjöf.

Jóhann hefur alltaf haft gaman af því að mála.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 11 ólAHUGVEKJA
Guðlaugur á þessa mynd. Mynd eftir Sigurbjörgu.

Í ÁSI

Vekur mikla lukku

Á síðasta ári gaf Ragna Erlendsdóttir Ási lyklakippusettið sitt og við sögðum frá því á síðum Heimilispóstsins að til stæði að halda sýningu á kippunum sem eru um eitt þúsund talsins. Núna er búið að setja upp hluta af safninu á hjúkrunarheimilinu og í báðum vinnustofum iðjuþjálfunar. Ragna hjálpaði sjálf til við að setja upp sýninguna á hjúkrunarheimilinu og um leið og búið var að koma lyklakippunum upp var ljóst að þær myndu vekja mikla hrifningu.

12 Heimilispósturinn
LYKLAKIPPUSÝNING
Örlítið brot af lyklakippunum sem Ragna gaf heimilinu.
Jólahugvek 2019 Heimilispósturinn 13 ól LYKLAKIPPUSÝNING Í ÁSI
Verið að sortera og þrífa lyklakippurnar. Það þurfti að flokka um þúsund lyklakippur.

PÁSKAEGGJABINGÓ Í MÖRK

Allir fengu lítið páskaegg

Fyrir páska var haldið páskabingó á öllum hæðum Markar. Eins og sjá má á myndunum var mikil stemning meðal íbúa 4. hæðar. Hólmfríður, Silla og Guðrún voru að vonum hæstánægðar með vinningana sína. Allir fengu svo að sjálfsögðu lítið páskaegg í sárabót.

Hólmfríður var hæstánægð með vinninginn sinn.

Guðrún alsæl með sinn vinning. Þeir sem ekki fengu aðalvinning fengu málsháttaregg í sárabætur.

14 Heimilispósturinn
Allir tilbúnir í bingó á þessum bæ.

Söngurinn göfgar og glæðir

Það var kátt yfir mannskapnum þegar félagar í Grundarkórnum hittust allir saman eftir árs hlé. Að vísu hafa verið æfingar í vetur en kórnum hefur verið skipt niður eftir sóttvarnarhólfum á Grund svo aðeins þeir sem búa nálægt hver öðrum hafa hist og sungið saman. En nú er kórinn farinn að syngja saman á ný og leggja á ráðin með tónleikahald þegar sólin verður farin að skína og grundirnar að gróa.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 15 ólAHUGVEKJAGRUNDARKÓRINN HITTIST Á NÝ
Grundarkórinn hittist aftur eftir langt hlé.

Rifja upp gamla tíma og

kynnast betur í leiðinni

Stundum er minnið aðeins farið að svíkja heimilisfólkið okkar og þá er gott að geta aðstoðað aðeins við upprifjun. Sumir aðstandendur hafa úbúið veggspjöld þar sem rakið er lífshlaup heimilismannsins í stuttu máli, birtar myndir af mismunandi skeiðum í lífinu og af nánustu ættingjum. Til að hægt sé að veita einstaklingsmiðaða umönnun er lífssagan nauðsynlegt hjálpartæki.

Myndabækur líka gagnlegar

Sumir hafa brugðið á það ráð að útbúa myndabækur með myndum af heimilismanni frá því hann var ungur og fram eftir aldri og jafnvel eru hafðar með myndir af nánustu fjölskyldu, nöfn þeirra og tengsl.

Það er svo ótrúlega gaman að setjast niður með heimilismanni og skoða myndir og þá er starfsfólkið í leiðinni að kynnast betur heimilismanninum og rifja upp gamla tíma.

Hvetur til samræðna

Stundum hafa aðrir heimilismenn líka gaman af því að sjá myndirnar sem og ættingjar og vinir sem koma í heimókn. Lífssagan gerir gæfumuninn við upprifjun og þjónar líka þeim tilgangi að stofna til samræðna og gefa fólki færi á að kynnast betur. Tíundið störf, áhugamál, búsetu og aðrar þær upplýsingar sem þið haldið að geti komið í gagni þegar spjallað er.

Aðstandendur eru hvattir til að útbúa veggspjald eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd eða útbúa myndabók þar sem sagan er sögð í máli og myndum.

16 Heimilispósturinn LÍFSSAGA GERIR GÆFUMUNINN

Hér er gott dæmi um veggspjald sem ættingjar útbjuggu fyrir sinn aðstandenda er bjó á Grund. Myndirnar spanna ævi heimilismannsins og sýna einnig myndir af nánustu ættingjum.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 17 ólAHUGVEKJALÍFSSAGA GERIR GÆFUMUNINN

Hjólar daglega í vinnuna

Við hittumst á kaffihúsinu Kaffi Mörk og Ólafur Ragnarsson er klæddur í frakka því eftir spjallið okkar á hann vikulegt stefnumót við skólabræður úr MR. Hann sagði Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur að líklega hefði hann annars mætt með hjálm því hann hjólar daglega til og frá vinnu.

Hitti skólafélagana vikulega í hálfa öld

„Ég útskrifaðist 1961 frá MR og nokkrum árum síðar ákváðum ég og einn skólabróðir minn að borða alltaf saman á föstudögum í hádeginu. Hópurinn vatt upp á sig og nú erum við sjö MR-ingar sem höldum þessum sið áfram eftir rúmlega fimmtíu ár. Þetta er mjög gaman og við þræðum hina ýmsu veitingastaði og höfum sterkar skoðanir á matnum og stöðunum sem við heimsækjum“, segir Ólafur. Hann leggur nefnilega mikla áherslu á gæði í lífi sínu og sú ákvörðun er þrjátíu ára gömul. „Þegar ég stóð á fimmtugu rann það upp fyrir mér að nú væri þetta ekki spurning lengur um að vera eilífur heldur lífið farið að styttast í annan endann. Þá ákvað ég að kominn væri tími á að leggja áherslu á lífsgæði og hef reynt að standa við það.“

Hugsar vel um heilsuna

Ólafur hugsar vel um heilsuna og eftir að hann flutti í Mörk, stundar hann hreyfingu hjá Reebok, hjólar í vinnuna á hverjum degi, tekur góða göngutúra og fer í sund í Árbæjarlaug. Segist reyndar kíkja stundum í pottinn í heilsulind Markar, en það sé aðallega upp á félagsskapinn. „Án heilsunnar er lítið hægt að gera svo ég legg mig fram um að halda mér í þokkalegu standi.“

18 Heimilispósturinn ÁTTRÆÐUR ÍBÚI HJÁ ÍBÚÐIR 60+

Heppinn að búa nálægt konunni sinni

„Ég er afskaplega heppinn að búa hér í Mörkinni. Konan mín, í meira en hálfa öld, María Jóhanna Lárusdóttir, var svo óheppin að detta árið 2014 og fékk heilablæðingu í kjölfarið sem þýddi að heilsan skertist mikið. Hún flutti svo á hjúkrunarheimilið í Mörk.“ Ólafur fór á biðlista eftir íbúð á sama stað og þegar kom að honum segir hann að það hafi ekki verið spurning í hans huga að flytja úr stóra húsinu þeirra í Árbænum og í Mörkina. „Mér finnst gott að vera nálægt konunni minni. Þetta fyrirkomulag er afskaplega gott og það er innangengt frá íbúðinni minni og yfir á hjúkrunarheimilið til hennar.“

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 19 ólAHUGVEKJAÁTTRÆÐUR ÍBÚI HJÁ ÍBÚÐIR 60+
Daglega hjólar Ólafur til og frá vinnu.Ólafur fékk píanóleik í afmælisgjöf.

Stefna á Spánarferð í sumar

Þó að Hanna eins og María Jóhanna er kölluð fari sinna ferða í hjólastól og eigi erfitt með að tjá sig eins og áður þá láta þau það ekki aftra sér frá því að njóta lífsins saman. „Við hittumst auðvitað daglega og gerum heilmikið saman. Við förum í leikhús, langa göngutúra og fáum okkar gjarnan kaffi á leiðinni og svo kemur hún mjög oft yfir í íbúðina okkar. Ég og við bæði höfum verið ákveðin í að láta þetta ekki stoppa okkur og höfum þessvegna haldið áfram að fara í sólina, því Hanna elskar sól og hita. Það verður líklega í þriðja sinn í sumar sem við förum til Altea á Spáni. Það er gott að heimsækja Altea þegar maður er kominn af léttasta skeiði og ég kaupi þjónustu heilbrigðisstarfsmanns sem aðstoðar okkur eftir þörfum og við getum notið samverunnar og þess að vera í góðu veðri.“

Eiga góða að Ólafur segir að Hanna hafi í þrjátíu og fimm ár kennt íslensku við Verslunarskólann og það sé afskaplega gaman að hitta gamla nemendur hennar því enn í dag séu þau að rekast á þá og þeir beri svo hlýjan hug til hennar. Ólafur og María eiga þrjá syni sem allir búa á höfuðborgarsvæðinu og koma mikið í Mörk sem og þeirra fjölskyldur en barnabörnin eru sex talsins. „Við erum afskaplega lánsöm við Hanna og eigum góða fjölskyldu og góða vini.“

Píanóleikur í afmælisgjöf

Nú fagnaðir þú áttræðisafmæli nýlega og fékkst skemmtilega gjöf sem margir í Mörk gátu notið með þér. „Já, þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk viðburð í afmælisgjöf og mikið þótti mér það skemmtilegt. Ég rek lögfræðistofuna Patice-vörumerkja og einkaleyfisstofu og þar erum við fimm starfsmennirnir. Tvær samstarfskonur mínar færðu mér í afmælisgjöf píanóleik Ólínu Ákadóttur. Við Hanna

20 Heimilispósturinn
ÁTTRÆÐUR ÍBÚI HJÁ ÍBÚÐIR 60+

ÁTTRÆÐUR ÍBÚI HJÁ ÍBÚÐIR

fengum að hlýða á þennan fallega píanóleik sem og allir þeir íbúar sem mættu í vikulegt vöfflukaffi á Kaffi Mörk. Þetta var dásamleg afmælisgjöf og Ólína lék verk sem hún valdi eftir Bach, Beethoven og Schumann.“

Og þar með er Ólafur rokinn af stað, það er föstudagur og hann þarf að sækja einn skólabróður sinn og saman fara þeir svo í vikulega matarklúbbinn sinn.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 21 ólAHUGVEKJA
60+
Hjónin Ólafur og María Jóhanna að hlýða á píanóleikinn.

Mikill léttir fyrir alla

Það er óhætt að segja að með bólusetningu heimilismanna og síðar starfsfólks hafi allt orðið miklu léttara á Grundarheimilunum. Heimilisfólk fékk fyrri bólusetninguna rétt fyrir áramótin og síðari sprautuna þremur vikum seinna. Heimilisfólk fór að hittast meira og fara út með aðstandendum sínum. Það var mikill léttir fyrir heimilisfólkið þegar það gat farið með fólkinu sínu í bíltúra og heimsóknir og yndislegt núna í mars þegar starfsfólk gat tekið niður grímurnar við vinnu. Flest starfsfólkið hefur þegið fyrri bólusetninguna og síðari bólusetningin er síðan ráðgerð þremur mánuðum síðar.

22 Heimilispósturinn HEIMILISFÓLK OG STARFSFÓLK BÓLUSETT
Hér er verið að bólusetja heimiliskonu í Ási.
Jólahugvek 2019 Heimilispósturinn 23 ól HEIMILISFÓLK OG STARFSFÓLK BÓLUSETT
Hér taka Sigrún Faulk og Sigríður Sigurðardóttir við bóluefni fyrir heimilismenn Grundar. Það tók ekki langan tíma að bólusetja heimilismenn Grundarheimilanna.

Föstudagar eru kjóladagar

Í miðri „Covid-einangrun“ sátu þær á spjalli yfir góðum kaffibolla, Hulda Bergrós ritari og heimiliskonurnar Rúrí og Ragna í Ási. Talið barst að þessum skrítnu tímum sem við lifum á og hvað það væri mikil synd að eiga öll þessu fínu föt hangandi inni í fataskáp og geta ekki notað þau þar sem allir verði að sitja heima og engin þorrablót, engar árshátíðir, engar fermingarveislur...

Hulda Bergrós kom með þá tillögu að þær myndu gera sér dagamun á föstudögum, klæða sig upp í kjóla og jafnvel skreyta sig með perlufestum.

Það þurfti ekki að sannfæra heimiliskonurnar og þetta gerðu þær stöllur alla föstudaga og gleðin smitaði út frá sér. Iðjuþjálfunin hefur tekið upp á því að mæta í kjólum á föstudögum.

Núna fögnum við „frelsinu“ og því að við getum nú farið á milli

24 Heimilispósturinn SPARIFÖT OG PERLUFESTAR
Herrarnir láta vera að klæðast kjólum á föstudögum.

„hólfa“ og hitt heimilisfólk sem býr á öðrum heimilum og maður hefur ekki séð lengi.

Gaman að sjá hve margir taka þátt í gleðinni og skarta fallegum kjólum og eru í sínu fínasta pússi.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 25 SPARIFÖT OG PERLUFESTAR
Margir taka þátt í gleðinni á föstudögum. Kjólarnir eru litskrúðugir og allskonar.

MIKILL ÁHUGI Á HREYFINGU

Leikfimitímar í vatni slá í gegn

Þeir sem búa í Íbúðum 60+ í Mörkinni býðst að taka þátt í fjörugri stólaleikfimi sem og aðeins erfiðari leikfimi, vatnsleikfimi, teygjum og fá leiðbeiningar í tækjasal. Þátttakan hefur verið vonum framar í heilsulind Markar að undanförnu og mikil gleði hjá íbúum með að geta nú aftur tekið á eftir Covid og verið í líkamsrækt. Það er Sara Katrín Kristjánsdóttir íþróttafræðingur hjá Heilsuklasanum sem hefur umsjón með öllum þessum tímum. Þess má til gamans geta að hún er einnig dansari og kennir ballet og hefur hún hug á að prófa að bjóða upp á Zumba í vatni við tækifæri. Sara er tilbúin að veita ráðgjöf þeim sem vilja koma í heilsulindina og prófa að

Leikfimi í vatni er vinsæl þessa dagana.
Heimilispósturinn 27

Sauma saman sjal

Þegar vindur blæs og það er kalt úti er notalegt að sitja inni í hlýjunni og gera eitthvað sem maður hefur yndi af. Og það er einmitt það sem þær Guðrún og Freyja í Bæjarási hafa verið að dunda sér við undanfarnar vikur. Útkoman á að vera notalegt sjal.

28 Heimilispósturinn VINÁTTA VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ Í BÆJARÁSI
Guðrún og Freyja í Bæjarási njóta samverunnar.
„Ótrúlegt að hafa dýrmætasta efni í heimi í höndunum“

Viðtal sem birtist í RUV 30. desember 2020

„Ég fylltist eiginlega lotningu vart bóluefninu, þetta er auðvitað dýr mætasta efni í heimi, dýrmætara en gull,“ segir Elín Björnsdóttir, hjúkrunar fræðingur og aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykja vík. Hún var á meðal þeirra sem bólusettu íbúa þar gegn COVID-19 í gær. Nær allir íbúar á Grund hafa nú verið bólusettir.

Elín Björnsdóttir.

„Það var ótrúlegt að sjá bóluefnið og hugsa til þess að fyrir ári síðan var þessi veira að blossa upp í fyrsta skipti. Allt í einu var maður kominn með bóluefnið í hendurnar, hérna á Íslandi, og hreinlega að fara að bólusetja. Þetta var ótrúleg tilfinning sem ég hef ekki upplifað áður. Manni fannst maður skyndilega vera orðinn hluti af sögunni,“ segir Elín í samtali við fréttastofu.

Hún segist hafa haft örlítinn fiðring í maganum í byrjun en fljótt komist í gírinn: „Ég vissi bara að það mætti ekki dropi fara til spillis.“

Héldu upp á bólusetninguna með dansi og söng

Elín lýsir því hvernig heimilisfólkið og starfsfólkið fylltist gleði að lokinni bólusetningu og segir að stemningin hafi verið dásamleg. „Við gerðum þetta dálítið skemmtilegt, þegar við vorum búin að bólusetja alla settum við í gang tónlist og ósjálfrátt vorum við öll að halda upp á þetta. Við sem bólusettum vorum svo glaðar. Okkur

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 29 ELÍN BJÖRNSDÓTTIR Á GRUND

hafði verið gefinn hátalari sem var hægt að tengja við síma, og við spiluðum lagið Happy New Year með ABBA. Við fundum það öll svo ótrúlega sterkt að næsta ár yrði miklu betra en það sem er að líða. Svo var bara dansað þarna og sungið með,“ segir Elín og hlær.

Hún segir að enginn hafi viljað missa af stóru stundinni: „Fyrsta bólusetningin var um tíu-leytið, og þá er yfirleitt mjög mikið að gera hjá starfsfólkinu í umönnun. En það tóku sér allir pásu og komu og horfðu á þennan stóra viðburð. Þetta var svo ofboðslega gleðilegt.“

Þó sé ljóst að lífið á Grund komist ekki í eðlilegt horf fyrr en starfsfólkið hefur líka verið bólusett. „Og við bíðum bara þolinmóð eftir því, eins og við höfum gert síðustu mánuði,“ segir hún.

30 Heimilispósturinn
Elín ásamt afa sínum Hafsteini Sigurjónssyni sem var heimilismaður á Grund.

Hér bólusetur

Væntumþykja og æðruleysi á hörmulegum tímum

Elín rifjar upp að íbúar á Grund hafi þurft að sætta sig við takmarkanir og heimsóknabönn allt árið. Snemma í janúar herjaði Nóró-veiran á Grund. „Sú veira er svo leiðinleg og smitandi að við höfum þurft að hafa smitvarnir upp á tíu síðan þá. Öll Grund hefur verið hólfaskipt nær allt árið. Þetta hefur reynt ofboðslega á okkur öll,“ segir Elín. Það hafi ekki leynt sér hversu mikið það hefur tekið á fyrir íbúana að fá ekki að hitta aðstandendur. „Og það hefur líka reynt rosalega á aðstandendur,“ bætir hún við.

Andrúmsloftið á Grund hafi þó aðallega litast af væntumþykju og æðruleysi. „Það er furðulegt að segja það, en ég held að maður minnist þessa tíma með ákveðinni hlýju,“ segir hún. „Stemningin

Heimilispósturinn 31
Elín heimiliskonuna Sigríði Helgadóttur.

ELÍN BJÖRNSDÓTTIR Á GRUND

er svolítið eins og við séum ein samheldin fjölskylda sem kemst í gegnum þetta saman,“ bætir hún við.

„Fólkið sem býr hér hefur lifað tímana tvenna og hér er kynslóð sem hefur lifað svo ótrúlegar breytingar. Ég held að æðruleysi sé einhvern veginn þeirra æðsta gildi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa stóru fjölskyldu sem ég á innan þessara veggja. Við höfum getað lifað bærilegu lífi í þessum hörmulegu aðstæðum, ýmist með heimsóknabanni eða miklum hömlum á heimsóknir,“ segir Elín.

Starfsfólkið fundið ótrúlegustu lausnir

Starfsfólkið á Grund hefur sýnt mikla þrautseigju í faraldrinum, að sögn Elínar. „Starfsfólkið hefur staðið sig svo ótrúlega vel. Enginn sem annast heimilisfólkið hefur smitast af COVID-19, enda hefur fólk passað sig vel,“ segir hún og bætir við að útsjónarsemi starfsfólksins hljóti að hafa haft mikil áhrif á heimilismenn.

„Starfsfólkið hefur fundið ótrúlegustu leiðir til að gera líf íbúanna bærilegra, farið út í búð fyrir þá og hjálpað þeim að komast í samskipti við ættingja, hvort sem það er í gegnum snjalltæki eða í gegnum glugga,“ segir hún.

„Heiður að fá að taka þátt“

Elín segist að lokum þakka fyrir að íbúar á hjúkrunarheimilum skuli vera í fyrsta forgangshópi fyrir bólusetningar. „Þetta fólk er búið að upplifa svo margt og byggja upp þetta góða land sem við búum í. Og það er svo gott að þetta fólk fái fyrstu skammtana, það á þetta svo innilega skilið. Mér fannst mikill heiður að fá að taka þátt í þessari stund í gær,“ segir hún.

*Birt með góðfúslegu leyfi frá RÚV

32 Heimilispósturinn

Agúrkur komnar í hús og tómatar að detta inn

Sprettan í gróðurhúsum Grundarheimilanna lofar góðu þrátt fyrir tíðina undanfarið. Heimilismenn eru farnir að gæða sér á agúrkunum og fyrstu sendingar af tómötum eru að koma í hús þessa dagana. Ingi Guðmundsson garðyrkjusnillingurinn okkar í Ási segir að nokkrar vikur séu í að heimilismenn og starfsfólk geti gætt sér á papriku en svo er með hækkandi sól von á ýmsu fleiru eins og hnúðkáli og nokkrum tegundum af salati, púrrulauk og gulrótum.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 33 ólAHUGVEKJA GRÓÐURHÚSIN Í ÁSI
Það er fín spretta í gróðurhúsunum þessa dagana.

Aðalvinningur páskaegg númer sex

Það var skemmtileg stemmning á Litlu og MInni Grund þegar boðið var upp á páskaeggjabingó í vikunni fyrir páska.

Aðalvinninginn hlaut Sigrún Þorleifsdóttir, páskaegg númer sex.

Svanhvít fékk vinning númer tvö, egg í körfu og unga. Allir fengu svo málsháttaregg og sumir lítið páskaskraut.

Í lokin var svo stiginn dans af mikilli innlifun, Gunnar bauð konunum upp hverri af annarri og Nonni nikka sá um að halda uppi stuðinu eins og honum einum er lagið.

34 Heimilispósturinn PÁSKABINGÓ Á LITLU OG MINNI GRUND
Eyjólfur og Ellen eru alveg með þetta… Páskakórinn, litlu kallarnir í gulu búningunum sungu við undirspil hjá Nonna nikku. Einbeittir bingóspilarar.
Heimilispósturinn 35 PÁSKABINGÓ Á LITLU OG MINNI GRUND
Og svo var stiginn dans af mikilli innlifun, Gunnar bauð konunum upp. Aðalvinninginn hlaut Sigrún Þorleifsdóttir, egg nr. 6. Svanhvít fékk vinning nr. 2, egg í körfu og unga.

KÍKT Á KAFFI MÖRK

Líkjör og lekkerheit

Nokkrar heimiliskonur í Mörk sem eru saman í konuklúbbi ákváðu að skella sér á kaffihúsið Kaffi Mörk og gera sér glaðan dag. Þar var boðið upp á kaffi og kruðerí og þær fengu sér auðvitað smá Baileys með til að geta skálað. Notaleg samverustund og svo mikil tilbreytni að geta kíkt á kaffihús með góðum vinkonum.

36 Heimilispósturinn
Sigrún og Jónína skáluðu í Baileys. Silla og Unnur voru glaðar með tilbreytinguna.
JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 37 ólAHUGVEKJAKÍKT Á KAFFI MÖRK
Hella, Jóna, Lilja og Hanna Rún alsælar. Auður og Hann Rún mættu í selskapinn.

ÖSKUDAGUR Í ÁSI

Bleikt hár og brosandi andlit

Í ár var ekki hægt að taka á móti syngjandi, grímuklæddum börnum svo þá ákvað starfsfólkið í vinnustofunni og heimilisfólkið að gera sér glaðan dag með öðrum hætti. Höfuðföt voru dregin fram, hárkollur og hálsfestar og svo var bara að taka lífinu létt og brosa breitt.

38 Heimilispósturinn
Sólveig glæsileg að vanda. Svo var púslað. Blómadaman Guðrún.
JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 39 ólAHUGVEKJA ÖSKUDAGUR Í ÁSI
Guðmunda fann sér flottan hatt. Erna og Fanney brosmildar. Erna er alltaf kát. Jakob í góðum gír.

ENDURBÆTUR Á GRUND

Sex einbýli með snyrtingu

Það var tilhlökkun í loftinu seinnipart marsmánaðar þegar sex einbýli með snyrtingu voru tekin í notkun á annarri hæð í austurhúsi Grundar. Áður höfðu þar verið tíu einbýli en ekki með sér snyrtingu. Herbergin eru rúmgóð og einstaklega fallegir gluggar setja sterkan svip á þau. Þeir heimilismenn sem fluttu inn bjuggu áður á sama gangi en höfðu tímabundið farið á aðra staði í húsinu meðan á framkvæmdum stóð. Herbergjunum fylgja fataskápar, náttborð og rúm en eins og venja er setja heimilismenn svo sinn svip á herbergið með bæði húsgögnum og munum sem þeir eiga og kjósa að hafa nálægt sér.

40 Heimilispósturinn
Herbergin eru björt og frönsku gluggarnir setja mikinn svip á þau.

Konurnar skáluðu og gæddu sér á bollum

Flestar konur hafa verið í saumaklúbb eða kvennaselskap einhverjum, þannig er það bara. Þær kunna því vel að meta það, heimiliskonurnar, þegar boðið er upp á saumaklúbbsstund á Grund. Að þessu sinni bar bolludag upp á sama dag og saumaklúbbur var haldinn og auðvitað var boðið upp á sérrí með kaffinu.

JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 41 ólAHUGVEKJA BOLLUDAGURINN Á GRUND
Veitingarnar voru góðar og félagsskapurinn frábær.

PÁSKABINGÓ Í ÁSI

Páskaegg af ýmsum gerðum

Það er nú bara einu sinni þannig að það tilheyrir þessum árstíma að halda skemmtilegt páskaeggjabingó. Heimilisfólkið í Ási kunni svo sannarlega að meta vinningana í bingóinu en það voru auðvitað páskaegg af ýmsum stærðum og fleira skemmtilegt.

42 Heimilispósturinn
Flottir bingóvinningar. Einbeitingin leynir sér ekki.
JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 43 ólAHUGVEKJA PÁSKABINGÓ Í ÁSI
Það lætur sig enginn vanta á páskaeggjabingó. Ætli það sé verið að spila um stóra vinninginn?

VINNUSTOFURNAR Í ÁSI

Maður er manns gaman

Það er engin lognmolla þegar heimilisfólkið í Ási kemur saman í vinnustofum heimilisins. Það er mikið skrafað og hlegið, sumir finna sér líka eitthvað skemmtilegt til dundurs, púsla, prjóna eða teikna nú eða dást bara að því sem vinkonan eða vinurinn við hliðina er að bardúsa við. Það er ekki langt síðan iðjuþjálfun opnaði á ný fyrir alla heimilismenn eftir Covid og það var mikil gleðistund.

44 Heimilispósturinn
Þórdís og Erna velta fyrir sér bolla sem var verið að mála á. Hjördís og Arnfríður skoða myndir til að mála páskaskraut.
Heimilispósturinn 45
Jakob, Guðrún, Arnfríður og Berglind ákváðu að púsla saman. Elísabet og Jóna prjónuðu og spjölluðu.

PÁSKAUNDIRBÚNINGUR Í MÖRK

Gular greinar og fallegt skraut

Í Mörk minnir æ meira á hátíðina sem í vændum er enda heimilisfólk búið að vinna hörðum höndum að því að útbúa skreytingar. Guli liturinn minnir ekki bara á páskana heldur einnig á sumarið sem er handan við hornið.

46 Heimilispósturinn
Hólmfríður með eitthvað fallegt á prjónunum.
JólahugvekJa 2019 Heimilispósturinn 47 ólAHUGVEKJA PÁSKAUNDIRBÚNINGUR Í MÖRK
Sigríður að undirbúa páskana. Guðrún og Þorbjörg mættar í vinnustofuna. Torfi sáttur með sitt. Erla að lita páskaegg.

KARLAKLÚBBUR Í MÖRK

Bjór og smørrebrauð

Karlaklúbburinn í Mörk gerði sér glaðan dag eftir að kaffihúsið Kaffi Mörk var opnað að nýju. Þar buðu kokkarnir upp á dýrindis smørrebrauð og kökur og svo var skálað í bjór. Herrarnir voru afar ánægðir með tilbreytinguna og ekki amalegt að geta svo dáðst að þessu sérstaka málverki í bakgrunni sem er eftir listamanninn Óla G. Jóhannsson.

Hafsteinn og Garðar skála fyrir lífinu. Garðar og Héðinn á góðri stund. Ólafur, Guðlaugur, Jóna, Hafsteinn, Garðar og Héðinn voru glöð með samverustundina.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.