Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 92

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi Lognið gekk hægt yfir völlinn það kvöld árið 2014 sem ég fór næstum því holu í höggi. Ég ætlaði aðeins að spila nokkrar holur enda búinn að lofa mér í að grilla fyrir fjölskylduna. En eftir ágætis byrjun hringdi ég samviskusamlega í konuna og lét hana vita að ég væri aðeins lengra frá en ég ætlaði mér. Var ótrúlega sáttur við ákvörðunina stuttu síðar þegar ég sló í stöngina á sjöttu holunni og rak niður 15 cm pútt fyrir fugli. Stóð svo við flötina á níundu holunni og hugsaði með mér að tvö högg í viðbót myndu duga mér til að eiga minn besta hring á fyrri níu. Og að sjálfsögðu döffaði ég fjórða höggið og í pirringi sló ég kæruleysislega með pútternum og kúlan skaust af stað, fór beint í stöngina og ofan í holuna. Par og nýtt met á fyrri níu staðfest. Hávarður Gunnarsson, Jón Júlíus Karlsson og Kristinn Sörensen voru á teig á 10. holunni og hlógu að púttinu og spurðu hvort ég ætlaði ekki að halda áfram. Áður en ég labbaði upp á teig til þeirra hringdi ég aftur

í konuna en í þetta sinn spurði ég hvort ég mætti taka nokkrar holur í viðbót enda hrikalega góður hringur í gangi hjá kallinum. Fékk auðvitað leyfi til að spila þrjár holur í viðbót, en ekki hvað. Innanhöggið á 12. holunni endaði næstum því í stönginni og bara létt 10 cm pútt eftir fyrir fugli. Tók strax upp símann og hringdi enn og aftur í konuna sem góðfúslega gaf mér leyfi til að klára þennan blessaða hring — grillinu var a.m.k. frestað það kvöld. Lítið var að frétta af ferðinni við sjóinn en mikil tilhlökkun í gangi þegar gengið var í áttina að 18. holunni — hugsanlega sögulegur hringur í gangi. Holustaðsetningin það kvöld þótti afar erfið en hún var aftast á flötinni. 8 járnið varð fyrir valinu og reyndist kylfuvalið rétt. Boltinn lenti á miðri flöt, tók skarpa beygju til hægri eftir hryggnum á flötinni og tók stefnuna á holuna. Allir í hópnum voru sammála um kúlan væri nálægt holunni en erfitt var að sjá frá teig hversu nálægt. Nánast yfir holubrún var niðurstaðan og nær verður ekki hægt að fara næstum því holu í höggi. Og, jú, ég kláraði fyrir fuglinum og nýjum methring. Grillaði svo dýrindis máltíð kvöldið eftir og í skaðabætur bauð ég svo fjölskyldunni í ísrúnt eftir kvöldmatinn. Sverrir Auðunsson

“Ekki” og semi-hola í höggi Margir golfarar hafa eflaust upplifað að vera nálægt því að fara holu í höggi en ef einhver getur toppað (já eða botnað) fjarlægðina sem minn bolti var frá því að fara niður, þá er ég til í einvígi við viðkomandi! Þetta var á gömlu 13. holu (12. grínið í dag). Aðrir í hollinu voru fyrrum tengdafaðir minn, Gestur Sæmundsson og einn þáverandi meðlima GG, Davíð Árnason. Ég fann um leið og boltinn fór af stað að höggið var gott. Boltinn lenti og fljótlega heyrðist í hollinu: „heyrðu, hann er á leiðinni niður!“ og þetta var eins og heil eílífð að líða og við görguðum allir í kór „hann er að fara ofan í, hann er að fara ofan

í!“ Við biðum þess að sjá boltann detta en allt kom fyrir ekki og vonbrigðin skiljanlega gífurleg. Oft er ekki gott að átta sig á fjarlægð af svona færi svo kannski voru þetta fleiri sentimetrar en leit út fyrir en þegar við komum að holunni þá kom í ljós að eitt rúll í viðbót hefði skilað mér í Einherjaklúbbinn! Ég lýg því ekki, boltinn var nær en hjá Sverri hér að ofan! Ég hef alltaf kennt Guðjóni Einarssyni, frænda mínum sem þá var vallarstjóri, um að ég skyldi ekki hafa farið holu í höggi en á þessum tímapunkti voru grínin slegin á hverjum degi en ekki þennan dag. Þar með fór draumahöggið!

Það getur ekki verið, ég er með 36 í forgjöf! Ég varð vitni að holu í höggi hjá Jóni Gauta bróður mínum 6. október árið 2006 og það er með eftirminnilegri minningum mínum á golfvelli! Þarna var bróðir minn með fulla hámarks forgjöf, sem á þessum tíma var 36, ég segi fulla því til að byrja með var hann að spila veeeeerulega illa… Svo óx honum nú ásmegin og frá og með 9. – 10. holu var hann bara farinn að slá ansi vel og leit allt í einu út fyrir að vera með 10 í forgjöf – þar til að hann kom að gömlu 13. holunni (þar áður gamla 9. holan), þá leit hann út fyrir að vera með +5 í forgjöf ! Sólin er lágt 92

á lofti á þessum tíma árs og þegar Jónsi eins og ég kalla hann, sló höggið þá sáum við allir þrír (Birgir Hermannsson var með okkur) að höggið væri gott! Boltinn lenti, rúllaði og einfaldlega hvarf ofan í holuna en þar sem sólin blindaði okkur ansi mikið þá gátum við ekki verið 100% vissir. Biggi taldi sig nú samt vera það og öskraði: „Þú fórst holu í höggi!“ Jónsi bróðir á sinn hógværa máta svaraði: „Nei Biggi, það getur ekki verið, ég er með 36 í forgjöf…“

En ég upplifði þetta „semi“ nokkrum árum seinna en þá var ég að spila með Hjálmari Hallgrímssyni í leikfyrirkomulagi sem ég held að Hjalli hafi fundið upp, svokallaður semi-texas. Það virkar þannig að endurtaka má tvö högg á hverri holu svo á par 3 holu þá slær maður eðlilega tveimur boltum. Á gömlu 8. holu þegar völlurinn var með 13 holur (í dag er þetta 1. flötin) lenti fyrri boltinn inni á gríni en sá seinni lenti, tók nokkur skopp og rúll og rakleitt beint í holuna! Eðlilega gat ég ekki skráð mig í Einherjaklúbbinn út á þetta högg og félagarnir grínuðust með að þetta væri ekkert mál, að standa á teig og slá högg eftir högg, á endanum færi boltinn niður!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.