Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 1

1981 - 2021


Golfklúbbur Grindavíkur

40 ára

40 ára afmælisrit Golfklúbbs Grindavíkur Útgefandi: Golfklúbbur Grindavíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Greinarskrif: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson nema annað komi fram undir viðkomandi grein. Forsíðumynd og málverk á bls 95: Pálmar Örn Guðmundsson. Myndasaga PGV: Margrét Ósk HH (MÓSK). Umbrot og hönnun: Svavar Ellertsson. Ljósmyndir: Páll Ketilsson, Hafþór Skúlason, Haraldur. Hjálmarsson, Helgi Dan Steinsson, Finnur Jónsson o.fl. Upplag: 1500 eintök. Björn Steinar Brynjólfsson eftir að hafa farið holu í höggi

Prentun: Litróf.

FRAUÐKASSAR Fyrir flutninga á ferskum fiski

– Mjög léttir og einangra vel, sem sparar notkun á ís sem leiðir til lægri flutningskostnaðar. – Uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til umbúða í matvælaiðnaði. – Falla að alþjóðlegum umbúða- og flutningakerfum og uppfylla kröfur um flutning á ferskum fiski með flugvélum – Allar kassategundir Borgarplasts er hægt að fá fyrir flug (ógataðir) og gámaflutninga (gataðir). – Borgarplast býður upp á merkingar og einnig fylgihluti s.s. ísmottur/gelmottur, bleiur, innri og ytri poka.

BORGARPLAST HF. Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 Hitaveituskeljar, fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 borgarplast.is

2

I


VIÐ ÓSKUM GOLFKLÚBBI GRINDAVÍKUR INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!

40 ÁRA ALLTAF NÝBAKAÐ Í NETTÓ - Glæsilegt úrval af girnilegu bakkelsi -

ÞÚ FINNUR VERSLANIR NETTÓ

Á 17 STÖÐUM VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ

Mjódd • Salavegur • Grandi • Búðakór • Lágmúli • Krossmói • Grindavík Glerártorg • Hrísalundur • Borgarnes • Höfn • Egilsstaðir • Selfoss 3 Húsavík • Iðavellir • Hafnarfjörður • Ísafjörður


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

T

il hamingju með 40 ára afmælisárið hjá Golfklúbbi Grindavíkur! Það má segja að það sé í raun kraftaverk að við eigum og séum að halda úti 18 holu golfvelli í Grindavík. Það er ekki sjálfgefið að slíkt sjáist í 3.500 manna samfélagi. Það er hins vegar staðreyndin í Grindavík, en þeir fiska sem róa og það þekkja Grindvíkingar vel. Stórhuga draumar stofnenda golfklúbbsins og vinnuframlag allra sem hafa síðan í hendur lagt, annaðhvort sem stjórnarmeðlimir, félagsmenn eða sjálfboðaliðar, hafa byggt upp auðlindina sem er Húsatóftavöllur.

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöllur er einstakur golfvöllur þar sem gestir þreyta sig í gegnum þrískiptan golfvöll. Byrjunin á golfvellinum er talin vera erfið en hraunið á þeim hluta vallarins veldur mörgum kvíða og þar geta kylfingar tapað niður höggum ef nákvæmni var ekki tekin með í farteskinu. Um miðjan völl tekur svo við grashluti vallarins og með þeirri skiptingu má oft sjá kylfinga anda aðeins léttar. Hérna gefst mörgum tækifæri til vera djarfari og bregða til sóknar til að bæta upp hugsanlegan höggfjölda sem tapaðist í hrauninu. Þessi hluti vallarins er talinn auðveldastur og þar finnum við þær holur sem gefa oftast flesta fugla á hringnum og það einstaka tækifæri til að slá á milli heimsálfa. Þegar það er svo gengið niður á neðri hluta vallarins tekur við þriðja og jafnframt elsta útgáfan en það er strandvöllurinn. Á þeim hluta ræður vindurinn oft miklu og

þar finnum við bæði holur sem hægt er að sækja á og sem eru fljótar að refsa kylfing-

um. Húsatóftavöllur er hentugur golfvöllur fyrir byrjendur sem lengra komna, unga sem aldna og allir sem keyra suður með sjó getað fundið eitthvað einstakt við það að spila Húsatóftavöll, enn eina auðlindina sem hægt er að finna í Grindavík. Önnur auðlind sem sækir vestur í hverfi eru okkar félagsmenn og þar á golfklúbburinn stóran og dyggan hóp sem samviskusamlega greiðir sín félagsgjöld og stundar íþróttina ár eftir ár - sterkur grunnur sem er klúbbnum mikilvægur. Á árinu 2020 var metaukning í nýjum félagsmönnum og afar ánægjulegt að sjá hversu öflug aukningin var hjá kvenkylfingum en þar tvöfaldaðist félagafjöldinn á milli ára. Fyrir árið 2021 er stefnan hjá okkur að fara vel yfir tvö hundruð og fimmtíu félagsmenn og við teljum niður dagana þangað til við fögnum þeim áfanga að félagatalið fari yfir þrjú hundruð félagsmenn. En það

SKIPARADIO

4


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

þarf meira til en félagsmenn til að tryggja reksturinn á golfvellinum. Við erum afar þakklát að eiga jafn góðan og breiðan hóp fyrirtækja í bænum sem eru tilbúin að opna budduna sína og styðja við reksturinn - það sýnir hversu mikil samheldni og samfélagsábyrgð ríkir í Grindavík. Ómetanlegur stuðningur frá þeim fjölmörgu fyrirtækjum í bænum hefur gert golfklúbbnum kleift að stækka og viðhalda perlunni á Húsatóftum. Þrátt fyrir þá erfiðaleika sem þjóðin er að ganga í gegnum standa styrktaraðilar þétt við bakið okkar. Grindavíkurbær hefur ekki síður stutt við golfklúbbinn í gegnum árin og eru það forréttindi að vera með svona góðan stuðning frá sínu bæjarfélagi. Hlutverk Grindavíkurbæjar er og verður ávallt mjög mikilvægur hlekkur í áframhaldandi uppbyggingu á þessari fjölskylduvænu íþrótt. Í núverandi rekstri eru nokkrir þættir hjá golfklúbbnum sem eru erfiðir fyrir golfklúbbinn að bæta eða framkvæma nema með frekari aðkomu og aðstoð frá Grindavíkurbæ. Opin og heiðarleg samtöl við fulltrúa bæjarins voru tekin á haustmánuðum í fyrra. Góð undirbúningsvinna og skýr framtíðarsýn skiluðu sér og nú inn á fjárhagsáætluninni fyrir árin 2021-2024, er Grindavíkurbær búinn að eyrnamerkja 305 milljónir króna til uppbyggingar á aðstöðuhúsi (til að hýsa tól og tæki í eigu golfklúbbsins) og æfingaaðstöðu (til að hlúa að þörfum og væntingum félagsmanna til golfklúbbsins og golfvallarins). Golfklúbburinn á Grindavíkurbæ miklar þakkir að færa. Í fyrra var Grindavík rísandi bær en er nú hið nýja Ísland og jafnframt heitasti bær á landinu (ég þakka Jóni Þórissyni fyrir þetta skemmtilega orðalag) en þegar ég fyrst flutti til Grindavíkur árið 2009 var algengasta spurningin sem ég fékk ,, af hverju Grindavík,,? Ég viðurkenni fúslega að í fyrstu var svarið oftast að konan væri frá Grindavík og var svarið nærri því að hljóma sem afsökun frekar en einhverskonar sannfæring á búferlum. Ég man vel að það eina ef hægt væri að kalla skilyrði, var að mig langaði að fara að spila golf og þá helst til þess kynnast einhverjum í bæjarfélaginu en fyrir flutningana þekkti ég nánast engan í Grindavík. Árið 2010 var jómfrúarárið mitt í Golfklúbbi Grindavíkur. Það ár var eins og hjá

mörgum öðrum kylfingum sem eru að byrja en það ár prófaði ég mig aðeins áfram á æfingasvæðinu, spilaði oftast þegar fáir voru á vellinum og tók lítið þátt í golfmótum - vildi ekki vera fyrir þeim sem kunnu fagið. Ég var staðráðinn í að fara inn í annað árið mitt með nýtt hugarfar. Það ár tók ég þátt í nánast öllum innanfélagsmótum og kynntist um leið mörgum. Meira að segja afrekaði ég það að spila í einu Stigamóti á 76 höggum, þremur dögum eftir að hafa spilað völlinn á 104 höggum á lokadegi Meistaramótsins. Ég hef alltaf sagt að þessi 76 högga hringur var upphafið að því að mér fannst ég eiga heima í Grindavík. Það Stigamót vann ég með 50 punktum og fljótlega fór ég að fá ansi margar fyrirspurnir um hvað gerðist á hringnum og hreinlega hvernig ég fór að þessu - og, jú, ég spilaði allar 18 holur báða dagana. Reyndar fékk ég líka nokkur skemmtileg augnaráð frá reyndum félagsmönnum enda ekki á hverjum degi að 50 punktum sé skilað inn í hús en það er önnur saga. Eitt gott samtal var með formanni golfklúbbsins á þeim tíma, Páli Erlingssyni en það var einmitt Palli sem fékk mig í stjórn árið 2013 og á ég honum mikla þakkir fyrir það framtak - og í stjórn hef ég verið meira og minna síðan. Árið 2020 var mitt fyrsta ár sem formaður og eitt af mínum markmiðum sem mig langar að deila með ykkur dregur einmitt af minni reynslu að ofan. Ég deildi markmiðinu mínu bæði með stjórninni og Helga Dan Steinssyni framkvæmdastjóra - einfaldlega ætlaði ég mér að spila með tuttugu félagsmönnum sem ég hafði aldrei áður spilað golf með. Sá fyrsti var Gísli kenndur við PGV en Gísli var einmitt að byrja spila golf aftur eftir nokkurra ára hlé. Eftirminnilegasti hringurinn var með þeim unglömbum Willard Ólafssyni og Reyni Jóhannssyni en það hafði lítið sem ekkert við golfið að gera heldur voru það sögurnar og minningarnar sem þeir rifjuðu upp um afa minn heitinn sem fylltu hjartað mitt þann dag. Og lægsti hringurinn minn í Grindavík var einmitt í fyrra og spilaður með mæðgunum Gerðu Hammer og Ragnheiði Árnýju en með þeim hafði ég aldrei áður spilað. Á endanum náðist markmiðið mitt og lokatalan fyrir sumarið voru tuttugu og fjórir félagsmenn í hús og vil ég þakka þeim öllum fyrir.

Það má segja að fólk muni gleyma hvað er sagt við það, fólk mun gleyma hvað var gert fyrir það en fólk mun aldrei gleyma hvernig því var fengið til að líða. Það þarf hugreki til að hafa áhrif - við getum öll haft áhrif á okkar nærumhverfi ef við gefum okkur tíma fyrir einlæg hrós og ef við viljum koma einhverju á framfæri að gera það á uppbyggilegan hátt frekar en bara ausa fram sinni skoðun. Það er nefnilega stutt á milli hreinskilni og dónaskapar en uppbyggileg endurgjöf er jú gjöf. Ég hvet alla félagsmenn til að hugsa um áhrifin sem þeir geta haft á aðra félagsmenn og þora að skrá sig eða jafnvel bjóða öðrum með sér í rástímana sína. Ég hvet alla félagsmenn til að þora að gefa sér aðeins meiri tíma og þolinmæði þegar nýir og/eða óreyndir kylfingar eru nálægt—það byrja allir á sama stað með sitt fyrsta högg. Golfklúbbur Grindavíkur er okkar golfklúbbur og á þessu ári munum við sjá margar skemmtilegar breytingar til hins betra á vellinum, vetrarhúsnæði verður tekið í notkun og margt fleira sem við eigum eftir að fagna. Höfum jákvæð áhrif á okkar golfklúbb og félagsmenn. Hætturnar eru víða þannig að farið varlega á vellinum, fögnum því að eiga 18 holu golfvöll sem við getum spilað nánast þegar okkur hentar og umfram allt, hafið gaman af því að spila þessa mögnuðu íþrótt sem hugsanlega getur fylgt ykkur til æviloka. Til þeirra sem eru eða hafa verið að hugsa um að taka upp golf, verið hugrökk og komið í lið með okkur— það verður tekið vel á móti ykkur. Að lokum langar mig að deila því hér að ég ætla mér að endurtaka leikinn frá árinu 2020 og spila aftur með tuttugu félagsmönnum sem ég hef aldrei áður spilað með þannig að tilhlökkunin að kynnast enn fleiri félagsmönnum og fyrir golfsumrinu framundan er mikil hjá mér. Golf- og sumarkveðja, Sverrir Auðunsson Formaður Golfklúbbs Grindavíkur

5


Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ:

Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu N

ú eru fjórir áratugir liðnir síðan Jóhann Möller bauð Grindvíkingum að leika golf á þeim fjórum golfbrautum sem hann hafði sjálfur útbúið. Þótt langur tími sé liðinn frá frumkvæði Jóhanns þá er óhætt að segja að aldurinn sé afstæður. Golfíþróttin hefur verið leikin í tæp þrjú hundruð ár, þar af í 87 ár hér á landi. Í mannsárum er Golfklúbbur Grindavíkur rétt að verða miðaldra en í golfsögunni er hann enn á grunnskólaaldri. Hvernig sem á málið er litið þá ber klúbburinn aldurinn vel, umvafinn fögrum Húsatóftavelli og drifinn áfram af heilsueflandi samfélagi. Íslenskir kylfingar, þeir redda sér og láta fátt stöðva sig þegar kemur að golfiðkun. Við leikum golf á tímum styrjalda og farsótta - meira að segja í íslenskum haustlægðum og nú síðast innan um spúandi eldfjöll. Minna má það ekki vera í Grindavík. Hjarta og sál golfíþróttarinnar eru golfklúbbarnir og félagsmenn þeirra. Án þeirra væri lítið sem ekkert starf unnið í hreyfingunni og enginn vöxtur ætti sér stað. Það má aldrei líta á það sem sjálfsagðan hlut þegar félagsmenn í golfklúbbum verja frítíma sínum til að gera öðrum kylfingum kleift að leika golf við betri aðstæður. Sjálfboðaliðinn sem sér um ræs-

6

inguna í mótinu, tekur að sér dómgæsluna, situr í vallarnefnd, hirðir golfvöllinn eða málar golfskálann gefur þannig öðrum félagsmönnum frítíma sinn. Margar hendur vinna létt verk og þannig hafa heilu golfklúbbarnir orðið til og vaxið í kjölfarið. Golfklúbbur Grindavíkur er skýrt dæmi þess. Innan klúbbanna verður til vinátta, kynslóðir leika sér saman, börn fullorðn-

ast og eldra fólk nýtur samveru gamalla vina. Golfklúbburinn sameinar félagsmennina og veitir þeim tækifæri til að stunda okkar skemmtilegu íþrótt. Hvort sem það er í keppni eða leik, á níu eða 18 holu velli, þá snýst íþróttin að mestu leyti um félagsstarfið. Það eru forréttindi að tilheyra golfklúbbi en það er golfklúbbum jafnframt lífsnauðsynlegt að eiga félagsmenn. Það á því að vera forgangsverkefni allra aðila innan golfhreyfingarinnar að leggja sig fram við að varðveita félagsandann í hverjum golfklúbbi og þannig næra golfíþróttina og stuðla að framgangi hennar. Þar hefur Golfklúbbur Grindavíkur mikilvægu hlutverki að gegna og ég efast ekki um vilja klúbbsins og getu félagsmannanna til að takast á við verkið. Kæru félagsmenn Golfklúbbs Grindavíkur. Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu því án vinnuframlags ykkar, áræðni og áhuga væri enginn golfklúbbur til og það má aldrei líta á framlag ykkar sem sjálfsagðan hlut. Ég ítreka árnaðaróskir mínar til félagsmanna, stjórnarmanna og starfsmanna klúbbsins. Vegni ykkur vel í starfi og leik næstu áratugina. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands

EC Sk


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Íslandsmeistari kvenna árið 2021 velur

“Ég vel þægindi og gæði, þess vegna vel ég ECCO”

-

7

ECCO Kringlan - Steinar Waage Smáralind - Skóbúðin Húsavík - Golfbúðin Hafnarfirði - Golfskálinn Reykjavík Skór.is - Skóbúðin Keflavík - Nína Akranesi - Sportbær Selfossi - Axel Ó. Vestmannaeyjum - Örninn Reykjavík


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Nýtt tækifæri til náms Einka- og atvinnuflugnám: Sameinaður skóli Keilis og Flugskóla Íslands er einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum. Verkleg þjálfun fer fram í fullkomnum kennsluvélum og nýjum flughermum bæði í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Háskólabrú: Frumgreinanám í fremstu röð þar sem kröfur fullorðinna nemenda eru í fyrirrúmi. Við mætum þínum þörfum og bjóðum upp á námið í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu. Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku: Átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram í verklegri kennslu um allt land. Fótaaðgerðafræði: Þriggja anna fjarnám með staðlotum í nýrri verklegri aðstöðu á Ásbrú. Eina nám sinnar tegundar á Íslandi og miklir atvinnumöguleikar. Einka- og styrktarþjálfaranám: Ítarlegasta þjálfaranám á Íslandi vottað af EuropeActive samtökunum. Námið er kennt í fjarnámi og staðlotum á Ásbrú. Nordic Personal Trainer Certificate: Einkaþjálfaranám á ensku sem fer fram í fullu fjarnámi. Menntaskólinn á Ásbrú: Nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð, þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Opnir framhaldsskólaáfangar: Keilir býður upp á fjölda framhaldsskólaáfanga í fjarnámi. Vinnuverndarskóli Íslands: Vinnuverndarskóli Íslands er nýr skóli á vegum Keilis og býður upp á sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Námskeiðin fara fram í fjarnámi með stuttum vinnulotum á Ásbrú og á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég trúði því í raun ekki að ég ætti eftir að fara aftur í nám. Mig langði mikið, en ég trúði því bara eiginlega ekki að ég gæti það. En ég hafði rangt fyrir mér - hér fann ég sjálfstraustið til þess að takast á við námið.“ Þorbjörg Guðmundsdóttir lauk Háskólabrú Keilis 2016

KEILIR

8

// ÁSBRÚ

// 578 4000

// www.keilir.net

//

keilir@keilir.net


Golfklúbbur Grindavíkur

40 ára

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins Á

rlega gerir Gallup skoðanakönnun um ánægju með þjónustu meðal íbúa 20 stærstu sveitarfélaga landsins. Síðasta könnun var birt í árslok 2020 og er mikil ánægja meðal íbúa Grindavíkur um þjónustu sveitarfélagsins þegar á heildina er litið. Þegar spurt var um ánægju landsmanna með aðstöðu til íþróttaiðkunar í þeirra sveitarfélagi var hvergi meiri ánægja en í Grindavík. Golfklúbbur Grindavíkur er einn af burðarásum íþróttalífs í bæjarfélaginu. Í gildi er samningur milli klúbbsins og Grindavíkurbæjar og með samningnum er ætlunin að efla golfíþróttina í Grindavík til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Í því sambandi skal m.a. boðið upp á fjölbreytt starf þannig að allir fái tækifæri til þátttöku í samræmi við áhuga, vilja og getu. Þá er mikil áhersla lögð á að rækta einstaklinginn og að styrkja sjálfsmynd iðkenda, meðal annars með öflugu íþrótta-, forvarna- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni. Til að klúbburinn geti ræktað hlutverk

sitt styrkir Grindavíkurbær hann árlega með beinum og óbeinum framlögum. Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins. Sem dæmi um sérstöðu vallarins hefur verið nefnt að

einstakt sé að á einum og sama vellinum sé spilað golf í hrauni, meðfram sjó og að kúlan sé jafnvel slegin yfir flekaskil á milli heimsálfa. Venjulega er opnað fyrir sumarflatir snemma vors, en gjarnan er unnt að nýta völlinn á hvaða árstíma sem er. Félagsmenn taka virkan þátt í starfsemi klúbbsins og hafa unnið dyggilega að uppbyggingu hans. Starfsemin er fjölþætt og efnismikil. Mikill fjöldi móta fer fram á vellinum á hverju sumri og svo mikil var aðsóknin 2020 að erfitt gat verið að fá rástíma fyrirvaralítið. „Því meira sem ég æfi mig, því heppnari verð ég.“ Þessi orð eru höfð eftir Arnold Palmer sem talinn hefur verið einn færasti kylfingur sögunnar. Grindvíkingar eru heppnir og jafnframt stoltir yfir því að Húsatóftavöllur skuli vera í bæjarfélaginu. Félögum klúbbsins eru færðar bestu hamingjuóskir í tilefni afmælisins með ósk um bjarta framtíð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur

9


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

starfseminnar felst í þjónustu við fagfjárfesta.“ Ertu búinn að vera spila golf alla tíð? „Já og nei. Ég gekk í Setbergs-golfklúbbinn árið 2001 og spilaði þar til ársins 2010. Færði mig svo í GKG þegar elsti sonur minn byrjaði að æfa í GKG, það lá einhvern veginn beinast við að ganga í þann klúbb. Ég hafði farið í nokkrar æfingaferðir með syni mínum og kynntist þá fullt af góðu fólki í klúbbnum svo það var eðlilegt að ganga í hann. GKG er mjög góður klúbbur með frábæra inniaðstöðu sem ég hef verið duglegur að nýta mér í vetur svo ég mæti fullur bjartsýni inn í þetta golftímabil!“

S

igurður Jónsson er yngsti klúbbmeistarinn í sögu GG en hann varð meistari árið 1992, þá aðeins 16 ára en hann náði bílprófsaldrinum seinna þetta ár. Siggi er af mikilli golffjölskyldu kominn og þetta ár endaði afi hans, Pétur Antonsson í öðru sæti og pabbi hans, Jón Pétursson í þriðja sæti. Ekki nóg með það heldur vann mamma hans, Sigrún Ragna Sigurðardóttir mfl. kvenna og amma hans, Sigrún Jónsdóttir kvennaflokk með forgjöf! Siggi er fæddur og uppalinn í Grindavík en tók fyrstu almennilegu golfsveiflurnar á Akureyri hjá ömmu sinni og afa: „Ég fór oft á sumrin á Akureyri til ömmu og afa og hef verið u.þ.b. sex ára gamall þegar ég byrjaði að sveifla kylfum. Tók t.d. þátt í mínu fyrsta meistaramóti þar og lenti í þriðja sæti. Á unglingsárunum var ég síðan meira í Grindavík og stundaði golfíþróttina grimmt og komst nokkuð vel upp á lagið. Ég man ekki alveg hvað ég var gamall þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki í meistaramótunum, ég hefði getað verið í unglingaflokknum og hver veit nema ég hefði komið nafninu mínu á þann platta líka! En ég vildi keppa við þá bestu í klúbbnum og náði best þriðja sæti ef ég man rétt, árið sem pabbi vann. Árið eftir gekk síðan allt upp og ég náði að vinna þá gömlu. Á þessum tímapunkti stefndi hugur Sigga til sjómennsku, hann menntaði sig sem vélstjóri en vatt svo kvæði sínu í kross árið 2000 og skellti sér í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík: „Ég spilaði ekki oftar í meistaramótinu, árið eftir sigurinn var ég kominn á sjó og sá ekki annað en að sjómennskan yrði ævistarfið. Ég var orðinn vélstjóri en fann síðan að mig langaði til að breyta til, hugur minn hafði oft leitað til viðskipta og það var gaman að setjast á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík og útskrifast sem viðskiptafræðingur árið 2003. Ég starfaði sem starfsmaður innan bankageirans í 15 ár, þar til fyrir 3 árum, þá keypti ég ásamt nokkrum félögum 10

fyrirtækið Íslenska fjárfesta hf. en þar eru tveir aðrir Grindvíkingar í eigendahópnum, þeir Gunnar Freyr Gunnarsson og Þorbjörn Atli Sveinsson. Ég finn að þetta á vel við mig, þ.e. að vinna hjá sjálfum mér. Íslenskir fjárfestar hf. annast miðlun innlendra og erlendra verðbréfa, jafnt skráðra sem óskráðra, auk þess sem félagið hefur sérhæft sig í miðlun fjárfestinga í erlendum verðbréfasjóðum. Viðskiptavinir félagsins eru allt frá sparifjáreigendum til stærri fjárfesta, svo sem stofnanafjárfesta, en meginþorri

Þrír ættliðir á verðlaunapalli

Hvað er ´92 meistari GG með í forgjöf í dag og hvernig sér hann framtíðina í golfinu fyrir sér? „Ég er með 3,7 í forgjöf í dag og stefni á að taka þátt í meistaramóti GKG en ég hef ekki komist síðustu ár. Meistaramótin eru ofboðslega skemmtileg, á þeim er keppt í fjóra daga samfellt svo ég mun reyna að plana sumarið þannig að ég geti mætt til leiks í ár. Svo er ég klár að mæta til Grindavíkur í sumar á mótið „Meistari meistaranna“, það verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum. Húsatóftavöllur er orðinn virkilega skemmtilegur en ég á eftir að spila hann eftir síðustu breytingar. Hann er auðvitað mikið breyttur frá því að ég var í klúbbnum, þá var hann bara 9 holur og það hefur verið gaman að fylgjast með framganginum í klúbbnum að undanförnu. Það er í raun alveg lygilegt að ekki stærri klúbbur geti haldið úti 18 holu velli og ekki nóg með að hann sé 18 holur, heldur virkilega flottur og skemmtilegur völlur.“


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur S

igrún Ragna Sigurðardóttir, eða Sigrún hans Jonna Péturs eins og ég hef alltaf þekkt hana, er ein af fyrstu konunum í starfi GG en þótt hún hafi ekki byrjað sjálf að spila golf fyrr en árið 1986, þá var hún viðloðandi golfið í gegnum Jonna sinn og soninn Sigurð sem var framarlega í flokki unglinga og náði að verða klúbbmeistari einu sinni, árið 1992 eins og fram kemur í þessari grein um fjóra af klúbbmeisturum GG. Sigrún var tiltölulega fljót að komast upp á lagið með golfið enda heltók golfbakterían hið daglega líf. „Ég er frá Sandgerði og flutti til Grindavíkur árið 1974. Jonni minn tók þátt frá byrjun Golfklúbbs Grindavíkur og var alltaf virkur í starfinu og árið 1986 vorum við Alda hans Sveins Ísaks en þau bjuggu við hliðina á okkur, orðnar leiðar á að hanga einar heima á meðan karlarnir léku sér í golfi og ákváðum bara að skella okkur líka. Eins og gengur og gerist með byrjendur, þá gekk þetta nú brösuglega til að byrja með og áttum við Alda í mesta basli með að ná að lyfta kúlunni, en degi fyrir meistaramótið var hringt í mig, það vantaði konur í mótið og lagt hart að mér að vera með og ég lét til leiðast – en hefði betur sleppt því… Ég var komin með einhver 130 högg eftir fyrri níu en var líka að drepast úr millirifjagigt svo ég lauk leik eftir níu holur í mínu fyrsta meistaramóti… Tók síðan alltaf þátt ef ég man rétt en átti ekki séns í Erlu Adólfs sem vann fjögur ár í röð áður en mér tókst svo loks að vinna árið 1991. Ég vann meistaramótið 1991-1994 og tók minn fjórða titil 1995. Faðir minn dó árið 1996 svo ég tók ekki þátt þá en flutti svo til Reykjavíkur, gekk í GR og vann 1. flokkinn á fyrsta ári mínu í þeim klúbbi.“ Hvað var eftirminnilegast frá þessum meistaramótum? „Á þessum árum kláruðum við konurnar okkar mót á föstudögum og gátum þá leyft okkur að vera eftir þegar karlarnir okkar þurftu að fara heim til að hvíla sig fyrir sinn lokadag, og var oft kátt á hjalla hjá okkur þegar við röltum heim frá skál-

in að vinna hjá Lind fasteignasölu en þar starfa aðeins löggiltir fasteignasalar og fagmennskan í fyrirrúmi.“

anum í góðum gír. Svo var alltaf lokahóf á laugardagskvöldinu þar sem allir komu og gerðu sér glaðan dag, mjög skemmtilegt og gaman að eiga þessar minningar frá tímanum í GG. Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur en það ár varð Jonni klúbbmeistari karla svo við hjónin tókum tvennuna það árið, og árið eftir fylgdi Siggi sonur okkar í fótspor pabba síns svo við mæðgininin stóðum uppi sem sigurvegarar þá, mjög gaman!“ Sigrún hefur alltaf verið mikil keppnismanneskja, ekki bara í golfinu og þegar kom að því að ryðjast aftur inn á atvinnumarkaðinn, þá kom keppnisskapið sér vel: „Þegar ég var um sextugt, kom upp sú staða að ég reyndi að komast inná vinnumarkaðinn, eftir að hafa verið búin að vera í eigin rekstri frá unga aldri. En enga vinnu var að fá, ég fékk ekki einu sinni svar frá atvinnurekendum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fasteignum, er mikill fagurkeri og mér bauðst vinna hjá Allt fasteignum sem þá voru með starfsstöð í Hafnarfirði. Ég var búin að vinna þar í um sex mánuði þegar ný lög voru samþykkt á alþingi varðandi fasteignasölu, þá þurfti 2ja ára háskólanám til að öðlast löggildingu. Það kom smá hik á mig en keppnisskapið tók yfir og ég dreif mig í námið og kláraði. Í dag er ég svo hepp-

Er eitthvað annað minnisstætt frá þessum árum í Grindavík? „Það er tvennt sem ég man mjög vel eftir. Við Fanný Erlings fórum einu sinni í kvennamót og á gömlu 9. holunni [er 12. flötin í dag - Innskot blaðamanns] sjankaði ég upphafshöggið en fyrir neðan grínið var kartöflukofi og það var opið inn í hann. Annað höggið mitt tókst ekki betur en svo að ég sló inn í fjandans kofann í nokkur skipti, þurfti auðvitað alltaf að taka víti og Fanný var næstum búin að pissa í sig úr hlátri! Svo loksins þegar mér tókst að komast frá kofanum þá lenti ég í bönker og þá tók ekki betra við! Ég var glötuð í bönker og þurfti ansi margar tilraunir til að komast upp úr og endaði með 27 högg á þessari par 3 holu! Mikið hefði verið gott ef punktaleikur hefði verið kominn til sögunnar þarna!“ „Hitt atvikið sem er mér eftirminnilegt, þegar ég fékk golfbolta í mig, beint á milli augnanna og það þurfti að sauma sjö spor í ennið á mér! Þetta var í hjóna- og paramóti, hinn óheppni kylfingur var góður vinur, Arnar Sigurþórsson. Hann sló drævið sitt í grjót og allt í einu stóð ég bara og blóðið spýttist úr enninu á mér! Það er ekki skrýtið, en enn þann dag í dag er ég smeyk þegar ég veit af golfbolta á flugi í kringum mig.“ Sigrún hlakkar til að koma í „Meistari a“, mót sem haldið verður á afmælisárinu, en þá koma vonandi saman allir fyrrum klúbbmeistarar, stigamótsmeistarar, formenn og fleiri: „Ég á mjög góðar minningar frá árunum í GG og það verður gaman að koma og spila gamla heimavöllinn – sem þó hefur breyst ansi mikið síðan ég var í klúbbnum. Skemmtilegast verður þó að hitta gamla félaga, ég hlakka mikið til!“

Þrjár af klúbbmeisturum kvenna; Bylgja, Fanný og Sigrún á góðri stundu

11


12


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla I

ngibjörg Grétarsdóttir eða Bjögga eins og hún er oft kölluð, er sigursælasti kvenkylfingur GG en hún hefur hampað titlinum í Meistaramóti GG alls sjö sinnum. Mörgum gæti þótt það magnað afrek þar sem Bjögga hóf ekki golfiðkun fyrr en hún var 25 ára gömul en hvernig hófst golfferillinn? „Ég er frá Þingeyri og þegar ég kom þangað eitt sumarið þegar ég var 25 ára gömul, þá plataði Rúrik [Rúrik Hreinsson, eða Rikki eins og margir í Grindavík þekkja hann – innskot blaðamanns] bróðir mig með sér í golfmót og þá hafði ég aldrei áður sveiflað kylfu. Áður en við mættum í mótið þá slógum við nokkra bolta á grasbletti fyrir ofan húsið þar sem foreldrar mínu bjuggu og það gekk ekki betur en svo að ég sló boltanum í jörðina þannig að hann skaust upp og í munninn á mér og tönnin dó (varð svört með árunum)! Mótið gekk vel og við systkinin unnum og ég fann að þetta myndi ég vilja gera meira af og strax sumarið eftir byrjaði ég á fullum krafti með konunum í Grindavík, Sjana og Sigrún tóku mig að sér og kenndu mér og ég spilaði mikið með þeim.“

um og endaði á að vinna mótið með 39 högga mun!“

Ingibjörg tók ekki þátt í næstu þremur meistaramótum, þau Viktor maðurinn hennar fóru að ferðast meira um landið og spila aðra velli en bara í Grindavík. Það stefndi allt í að Bjögga yrði ekki með 2009 en sonur hennar ýtti henni af stað: „Hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók ekki þátt 2006-2008 var vinna, ferðalög og fjölskyldan, m.a. vorum við dugleg að fylgja syni okkar í hin og þessi fótboltamót og þegar illa gekk hjá honum og liðið mátti þola stórt tap, þá reyndi ég að peppa hann upp og sagði honum að það væri ekki aðalatriðið að vinna, bara vera með. Fyrir meistaramótið 2009 var hann að spyrja mig af hverju ég ætlaði ekki að taka þátt og ég bar því við að ég væri ekki í nógu góðri æfingu og eitthvað en þá stakk hann upp í mig, sagði að það væri ekki aðalatriðið að vinna heldur vera með! Ég varð því að mæta og spilaði mitt besta golf í þessu móti, náði erni og einhverjum fugl-

Bjögga hefur ekki tekið þátt síðan 2009, hvað veldur og er von á henni í Meistaramót GG á afmælisárinu? „Áhugamálin hafa breyst á undanförnum árum, við Viktor elskum að ferðast um landið okkar og reynum alltaf að spila golf en ég lenti í brjósklosi í baki og það er ekki gott fyrir golfið svo heilsan er líka ástæða þess að ég hef ekki mætt á undanförnum árum. Er ekki viss hvernig mér myndi ganga að spila fjóra daga í röð en eigum við ekki að segja að stefnan sé sett á að mæta til leiks í ár, á afmælisárinu. Gaman ef gamlir meistarar eins og Sigrún hans Jonna mætir, Gulli Sævars o.fl. Segjum að stefnan sé sett á þetta!“ Ertu með góð ráð til golfkvenna? „Ég er lýsandi dæmi um að það er aldrei of seint að byrja! Auðvitað hefði verið betra að byrja fyrr en sem betur fer byrjaði ég og náði svo að draga Viktor með mér í golfið og það er frábært! Ég hvet þær stelpur og konur sem eru að byrja, til að hitta strax kennara til að læra réttu handtökin. Rúrik bróðir er nú örugglega ekki besti kennarinn en hann kenndi mér fyrstu handtökin en sem betur fer fékk ég fljótlega góða leiðsögn sem hjálpaði mér mikið. Sigrún reyndi að kenna mér að pútta en það gekk ekki mjög vel og hún sagði að ég púttaði eins og fífl og því miður er ég ennþá að pútta eins og fífl, en er að vinna í þessu núna því Karen Sævars golfkennari er með púttáskorun á Facebook og maður þarf að klára visst mörg pútt á dag svo vonandi kem ég vel undirbúin fyrir sumarið!“

Hvenær kom fyrsti titillinn og var hann eftirminnilegur? „Ég byrjaði í GG 1995 ef ég man rétt og náði fljótt fínum tökum á íþróttinni og vann minn fyrsta klúbbmeistaratitil 1998. Ég man ekkert sérstaklega eftir þessum fyrsta sigri en man að það var gaman að hampa titlinum og mikið stuð var á lokahófinu.“ Það leið tími þar til sigurhrina hófst en eftir að hafa misst titilinn ´99 og ´01 þá komu fjórir sigrar í röð, frá 2002 – 2005. Átti engin kona roð í Bjöggu á þessum árum? „Jú jú, þetta var alltaf hörkukeppni en einhvern veginn tókst mér að vinna og það var auðvitað gaman. Á þessum tíma var ég að spila nokkuð stöðugt og gott golf og það skilaði mér í efsta sætið.“

Bjögga í góðum félagsskap með Kristínu Mogensen og Hildi 13


4 0 á ra a f mæ li s ri t Gol f k l úbbs Gri nda v íkur

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

G

unnlaugur Sævarsson er sigursælasti kylfingur í sögu Golfklúbbs Grindavíkur, með níu titla og státar af þeim ótrúlega árangri fram að síðasta mótinu sem hann tók þátt í árið 2009, að hafa alltaf unnið þegar hann tók þátt! Sigurhrinan hófst árið 1993 og vann Gulli eins og við þekkjum hann, þá fimm sinnum í röð en frá 1998 til 2003 tók hann ekki þátt. Mætti svo aftur 2004 og bætti við þremur titlum, tók pásu 2007 og mætti svo aftur 2008 og bætti þeim níunda í safnið! Því miður þá missti Gulli af tækifærinu á að hafa unnið tíunda sigurinn og halda þessari sigurhefð þegar hann mætti til leiks en hvað klikkaði 2009 og var ekki sárt að hafa ekki náð að fylla tuginn? „Nei, ég afmæli 9. nóvember svo eftir á að hyggja var miklu betra að hafa titlafjöldann í samræmi við afmælisdaginn minn. Nei, að öllu gamni slepptu þá mætti ég til leiks þetta ár 2009 og ætlaði mér auðvitað að halda hefðinni. Ég var reyndar ekki viss hvort ég myndi geta tekið þátt því ég hafði slasað mig á olnboga á sjónum en ég mætti á æfingarsvæðið rétt áður en skráningu í mótið lauk og olnboginn hélt og því tók ég þátt. Á lokadeginum náði ég að vinna upp forskot Hávarðs sem endaði sem sigurvegari, var kominn með eitt högg í forskot en á gömlu sjöundu holunni lenti ég í veseni og fékk sjö eða átta högg á holuna og þar með fór allur vindur úr mér. Ég missti meira að segja Leif fram úr mér og endaði í þriðja sæti. Auðvitað vonbrigði en svona er þetta.“ Hvenær hófst golfferillinn? „Ég byrjaði eitthvað að sveifla golfkylfunum hans pabba þegar við fluttum á Leynisbrún 15 en þar rétt hjá er Vallartún [margir Grindvíkingar þekkja þetta tún sem hestatúnið, n.tt. er er það á vinstri hönd við veginn sem liggur út á golfvöll – innskot blaðamanns]. Fyrsta settið keypti ég mér svo í siglingu með pabba til Bretlands, á stofnári klúbbsins 1981 þá 11 ára gamall. Ég var langt í frá eitthvert undrabarn til að byrja með og mátti alltaf lúta í lægra haldi fyrir Badda Jobba [Guðmundur Örn guðjónsson – Innskot blaðamanns] í unglingaflokki í meistaramótunum. Ég tók svo allt í einu 14

miklum framförum og náði góðum tökum á íþróttinni og þakka það miklum æfingum, ég var ekki bara að spila eins og algengt var á þessum tíma á meðal grindvískra golfara, heldur æfði sveifluna, glompuhögg o.fl. Ég tók eftir að fyrstu klúbbmeistararnir, Sigurgeir Guðjóns og Gummi Braga lögðu jafn mikla rækt við æfingar eins og ég og það skilaði sér pottþétt. Ég reyndi að hugsa leikinn og náði einhvern veginn góðum tökum á honum, man að ég fékk t.d. golf-videóspólur hjá Jonna Péturs sem var með videóleigu, horfði og reyndi að stúdera þá bestu. Það hjálpaði mér pottþétt.“ Hvenær tókstu fyrst þátt í meistaramóti fullorðinna? „Það hefur verið 1988 eða 1989 ef ég man rétt. 1991 klúðraði ég tækifæri á að landa fyrsta titlinum en þá var ég með 11 högga forystu fyrir lokadaginn en Jonni Péturs tók titilinn, ég var greinilega ekki búinn að stilla taugarnar á þessum tíma! Ég var síðan á sjó þegar Siggi sonur Jonna tók titilinn 1992 en svo upphófst sigurganga mín sælla minninga árið 1993.“

Síðasta meistaramótið hjá Gulla var árið 2009 en þá var hann á besta aldri eða 39 ára gamall, hvað gerðist síðan fyrir meistarann? „Á þessum tíma var ég byrjaður að spila Bridge og einhvern veginn tók það við af golfinu, það var erfitt að stunda báðar íþróttir af fullum krafti og ég man að stundum var ég í golfi, orðinn of seinn og reyndi að komast fram fyrir næsta holl og keyrði svo á öðru hundraðinu inn í Reykjavík til að ná Bridgemóti! Ég náði strax góðum tökum á þeirri íþrótt, hef orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum, komst í landsliðið og varð Norðurlandameistari tvisvar sinnum og er ennþá á fullu í Bridge. Ég spila samt alltaf eitthvað golf og hver veit nema ég snúi mér aftur að golfinu af meiri krafti fljótlega.“ Hvenær má eiga von á Gulla aftur í meistaramót GG? „Ég held að áhuginn sé að koma aftur, ég finn og sé hvað klúbburinn okkar er í mikilli uppsveiflu. Helgi Dan er að gera frábæra hluti og hver veit nema ég verði mættur á fyrsta teig á fyrsta degi meistaramótsins 2021 með Helga í holli, það yrði gaman!“ Að lokum, er margfaldi meistarinn með skilaboð til ungra kylfinga? „Ég fann fljótlega hvað það er mikilvægt að spila golf með hausnum, góð speki segir að golfið sé spilað á 20 sentimetum á milli eyrnanna á þér. Ég fór strax að hugsa leikinn, spá og spekúlera og ef ég átti slæmt högg þá spáði ég mikið í hvað hefði farið úrskeiðis og undantekningarlaust fylgdi gott högg í kjölfarið. Stutta spilið hefur alltaf verið minn sterkasti hlekkur í golfinu, ég var og er ekkert sérstaklega högglangur en ef maður ætlar að verða góður í golfi, þá verður maður að vera góður í stutta spilinu!“

Gulli er jaxl við hliðina á sumum meðlimum GG…


Framúrskarandi árangur í þágu viðskiptavina Eignastýring, markaðsviðskipti og fyrirtækjaráðgjöf.

www.arctica.is | Höfðatorgi, 15. hæð | 105 Rvk. | S. 513 3300

15


Munar stundum litlu? Gæti laseraðgerð gert gæfumuninn?

16

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Á Tóftum í júní 2002 Golf gangan er hafin Glæsileg sem fyrr Tóftin tengir staðinn Tíminn stendur kyrr. I Hann kemur gangandi neðan frá sjónum, maður á sjötugsaldri, frakkaklæddur, berhöfðaður. Hárið er gráspengt og flaksandi í norðangolunni. Bíllinn stendur við veginn rétt fyrir neðan golfskálann, gamla húsið á Tóftum. Maðurinn er vel á sig kominn, gengur hraustlega og ber höfuðið hátt, býsna öruggur í fasi. Það sem vakti athygli aðkomumannsins voru flöggin í stöngum á hólnum fyrir utan húsið. Það er margt fólk þarna að snúast um. Þetta var þá veitingastaður hugsaði gesturinn. Vertinn bauð hann velkominn og aðkomumaður fékk sér kaffibolla og heimabakaða köku. Af hverju er flaggað? spurði hann forvitinn. Það er Þriðjudagsmót sagði Vertinn og brosti út í annað, þegar komumaður sagði að það væri fimmtudagur. Þetta er mótaröð, tíu mót. Sá sem stendur uppi að lokum með flest stig verður sigurvegari. Þriðjudagsmótin eru mjög lífleg og halda uppi góðu félagstarfi og lífi í klúbbnum, arfur frá Golfklúbbi Suðurnesja, úr Leirunni. Þeir hjálpuðu okkur að stíga fyrstu skrefin og starfsemin mótaðist í upphafi svolítið eftir þeirra kerfi. Leiran hafði þessi mót á þriðjudögum, en það hentaði okkur betur að hafa þau á fimmtudögum. Við létum nafnið halda sér. Aðkomumaðurinn leit í kring um sig ánægður á svipinn. Það voru myndir á veggjunum úr atvinnulífinu í Grindavík. Margar bátamyndir sem glöddu hann. Hann þekkti suma bátanna og útgerðamennina líka. Margar þekktar persónur báru fyrir augun sem hann kannaðist við. En hvaða spjöld eru þarna á veggnum með nöfnum og ártölum ? spurði hann. Þetta eru nöfn þeirra sem unnið hafa meistaramót klúbbsins í karla og kvennaflokki, sagði Vertinn. Þarna eru líka nöfn þeirra sem hafa unnið Stigamótin (þriðjudagsmótin) bætti hann við. Stjórnarmenn klúbbsins fóru til útlanda í vor til að spila golf í Devon á suður Englandi. Þeir voru hugfangnir af andrúmslofti og stemmningu í enskum golfskálum. Þar voru svona plattar uppi á veggjunum á mjög áberandi stöðum. Plattarnir voru

með nöfnum meistara klúbbanna í samfelldri röð frá 19. Öld. Golfklúbbarnir áttu langa sögu að baki, stofnaðir 1878 til 1890. Þetta var mjög áhrifamikið. Þeir hryntu þessu í framkvæmd í Golfklúbbi Grindavíkur um leið og þeir snéru til baka, sagði Vertinn. Vallarstjórinn kom upp traðirnar að skálanum og fór mikinn. Skömmu síðar kallaði hann á Vertinn og sagðist örugglega fara til himna. Hann var að slá fimmtu brautina. Allt í einu sá hann örlitla hreyfingu beint fyrir framan sláttuvélina. Hann varð að stöðva snögglega til að forða árekstri. Lítill æðarungi stóð stjarfur í grasinu og starði á sláttumanninn með tárin í augunum. Hann tók litla kollubarnið upp, þau horfast í augu og barnið sagði hágrátandi að það væri búið að týna mömmu sinni. Vallarstjórinn, ættaður frá Akureyri, nýútskrifaður frá skóla í Skotlandi þar sem hann lærði umhirðu golfvalla, varð svo mikið um að hann fór líka að kjökra. Hann labbaði með ungann niður að sjó þar sem hundrað kollur og mörg hundruð ungar syntu í hringi þarna í flæðarmálinu. Þegar unginn kom í spegilsléttan sjóinn í góða veðrinu, synti hann rakleitt að kollunni sem var næst landinu með fimm unga. Kollubarnið fann mömmu sína, sem tók á móti honum með kostum og kynjum.

II Eruð þið með fólk í vinnu til að slá golfvöllinn alla daga spyr sá ókunnugi. Já, segir Vertinn, hámenntaðan í faginu og stjórnin nýbúin að kaupa handa honum splunkunýjar sláttuvélar frá Englandi. Ég er svo aldeilis hissa segir ferðamaðurinn. Það er svo sem ekkert nýtt að Tóftamenn standi í heyskap, bætti hann við. „Það var fyrir löngu síðan að margt fólk var hér uppi á Tóftatúni að snúa heyi, hélt hann áfram. Veðrið var mjög gott, stafalogn, þurrkur og spegilsléttur sjórinn. Það örlaði ekki við stein. Þetta var þegar séra Kristján Eldjárn var prestur á Stað. Einhver kíkti út á sjóinn og tók þá eftir svartri þúst úti við sjóndeildarhring í suð-austri. Þústin virtist alltaf vera að breyta lögun, verða stærri eða minni um sig í sífellu. Fljótlega skýrðist hún, virtist fara nokkuð hratt og stefna til lands. Þegar upp undir landið kom, þóttist fólkið sjá, að hér væru höfrungar á ferðinni, en því sýndist líka að einhver stór skepna væri þarna á undan og höfrungarnir sem eltu, börðu stöðugt á henni. Þessi hópferð stefndi á mikilli ferð upp í Garðafjöru. Þarna reyndist vera stór steypireyður að forða sér undan höfr17


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

ungunum og strandaði í fjörunni en litlu hvalirnir sluppu við strandið. Hún var rifin og tætt eftir þá, einkum á hausnum. Flestir Staðhverfingar voru komnir í fjöruna þegar hvalurinn strandaði, þeirra á meðal séra Kristján. Hann átti korða sem hann hafði með sér á strandstað. Strax og reyðurin var landföst, tók presturinn sverðið og lagði til skepnunnar undir annað bægslið. Á þessum árum þótti það merkilegur viðburður þegar hvalreki átti sér stað. Þar var mikill matur sem venjulega var af skornum skammti. En þarna var sagt að farið hefði eins og fyrri daginn, þegar átti að skipta verðmætum. Eitthvert ósætti var milli prestsins og jarðeigendans. Deilt var um hve stóran hlut presturinn átti að fá fyrir sverðslagið í hvalinn. Jarðeigandinn sagði að það hefði verið hreinn óþarfi, presturinn hefði ekki fellt dýrið því hvalurinn hefði drepist hvort sem var. Gamla fólkið sem sagði mér þessa sögu vissi ekki hvernig endanlega var gengið frá þessum skiptum. Það sagði að þetta ósætti hefði flýtt fyrir því að séra Kristján Eldjárn sagði starfi sínu lausu skömmu síðar og flutti frá Stað.“ (Guðsteinn) Ókunni maðurinn sagði þessa sögu með miklum tilþrifum og þunga svo að Vertinn fór og náði í dramm honum til hressingar.

III Stjórnin sem nú ræður ríkjum í golfklúbbnum tók við árið 1999, sagði Vertinn. Félagið átti enga peninga þegar hún 18

tók við. Það þurfti að finna einhverjar fjáraflanir til viðbótar við ársgjöld félagsmanna. Fyrirtækin í Grindavík voru mjög hjálpleg og sýndu klúbbnum mikið vinarþel. Þau studdu við bakið á þeim og sköffuðu verðlaun í golfmótin. Þeim fjölgaði og starfið óx. Fólk streymdi hvaðanæva að í golf í Grindavík og völlurinn naut mikilla vinsælda. Allir sinntu þessu sjálfboðastarfi af miklum dugnaði og samviskusemi. Þetta skapaði félaginu peninga þar sem enginn kostnaður fylgdi þessu fyrir klúbbinn. Golfvöllurinn var níu holur og tók ekki nema 40 keppendur, þess vegna þurfti að ræsa tvisvar til að taka 80 keppendur. Seinni ræsingin var ekki möguleg fyrr en allir voru búnir með fyrri 9 holurnar. Þetta tók svona 8 til 9 klukkutíma. Stundum stálust þau til að ræsa 50 golfara á 9 holur og þá fór þátttakan stundum yfir 100. Þetta var gert til þess að auka tekjurnar. Það var þröngt á vellinum og margir þurftu að bíða. Það kom fyrir að menn kvörtuðu yfir hægum leik, voru ekki ánægðir, en allt fór vel að lokum. Það var á Sjómannadaginn árið 2000 sem fyrsta Bláa-lóns mótið fór fram. Þessi keppni var arfur frá fyrri stjórn. Kristmundur læknir Ásmundsson var mikill hvatamaður að því. Bláa-lónið hf. gaf vegleg verðlaun fyrir tuttugu efstu sætin eftir þrjú mót undir sama nafni. Fyrsta mótið var haldið í Grindavík, svo í Sandgerði og lokamótið var í Leirunni. Tilgangurinn var að auka samvinnu Suðurnesjamanna í íþróttinni og Bláa-lónið naut athyglinnar fyrir sína starfsemi. Hagsmunir voru víða. Félagar í

Golfklúbbi Grindavíkur unnu mikla sjálfboðavinnu. Það þurfti að ræsa út þrisvar á völlinn. Það komu 174 keppendur í mótið, fleiri komust ekki að. Fyrsta hollið fór út klukkan 7 um morguninn. Síðustu keppendur komu í land klukkan hálf þrjú um nóttina. Það þurftu margir að fara út aftur í bráðabana til að knýja fram úrslit. Eitt mót var sérstaklega hannað til fjáröflunar. Þeir nefndu það í höfuðið á frumkvöðlinum Jóhanni Möller, Möllersmótið. Þetta var fyrirtækjakeppni. Þau sendu lið og borguðu dálaglega upphæð fyrir hverja sveit. Mótið var um miðjan ágúst og alltaf á miðvikudögum, keppendur fengu frí í vinnu til að keppa. Möllersmótið varð gríðarlega vinsælt. Kostnaðurinn var sáralítill, peningar sem komu inn fóru beint í félagssjóð. Það munaði um fjármuni úr Möllernum. Klúbburinn gat gert ýmislegt til að byggja upp völl og félag. Þetta kostaði gríðarlega sjálfboðavinnu hjá félögunum. Vertinn sagði við aðkomumanninn að það væri ótrúlegt hvað félagsmenn væru duglegir að sjá um mótin og að afla fjár til starfseminnar. Starfseminn á golfvellinum var mjög þétt framan af. Tóftavöllur er tilbúinn fyrr á vorin en flestir aðrir vellir. Hann þornar mjög snemma, svo er völlurinn á suðlægari breiddargráðu en aðrir íslenskir golfvellir. Það vorar fyrr á Reykjanesi en Langanesi. Þegar komið var fram á mitt sumar þá minnkaði skipulögð starfsemi. Það var þess vegna sem stjórnin skipulagði nýtt mót sem þau kölluðu Tóftabóndann. Þetta er holukepnni sem entist fram á haustið. Umferðin óx til mikilla muna. Klúbbfélagar kepptu sín á milli eftir því sem mótinu vatt fram. Félagar spiluðu ekki alltaf í sömu grúppunni, heldur skoruðu hver á annan eftir ákveðnum reglum holukeppninnar. Það var farið eftir svokölluðum „ Titleist ramma“. Tóftabóndinn tókst mjög vel og gerði það að verkum sem stefnt var að, allir spiluðu við alla. Það voru níu brautir á vellinum. Stjórnin tók sig til og seldi þær allar tímabundið þessum góðviljuðu fyrirtækjum sem studdu klúbbinn með ráðum og dáð. Þau keyptu brautina fyrir háa upphæð og borguðu með skuldabréfi sem átti að greiðast upp á átta árum. Félagið var komið með verðbréf í hendurnar. Golfklúbbur Grindavíkur gerði samning við Sparisjóðinn í Keflavík sem tók bréfin og lét þau fá aura til að kaupa sláttuvélar, með dyggri aðstoð fermingarbræðranna, Hermanns Ólafssonar í Stakkavík og Gísla Sigurðssonar á Hrauni. Völlurinn breytti snarlega um svip, varð röndóttur og flottur.


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

IV Nú heyrist umgangur í stiganum. Holl að klára sig eftir átján holu hring í góða veðrinu. Þetta voru tvenn hjón úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem voru að spila Tóftavöllinn í fyrsta sinn. Mennirnir voru úr Múrarameistarafélagi Reykjavíkur og nutu sérkjara á völlinn þar sem félagið studdi starfsemina vel og rækilega. Þau voru yfir sig ánægð með daginn. Náttúran var efst í huga þeirra. Kríurnar, tjaldurinn og kollan voru út um allt í kring um völlinn. Þegar þau voru kominn niður á tangann þar sem flötin er í kvosinni við varnargarðinn og ætluðu að fara að pútta, þá heyra þau einkennileg hljóð upp úr fjörunni. Það lá urta úti á klettunum og tveir stórir brimlar syntu í hringi í sjónum fyrir neðan. Þeir urruðu lágt hvor framan í hinn. Allt í einu ruku þeir hvor á annan í rosalegum slagsmálum. Það var greinilega barist upp á líf og dauða. Fólkið náði myndum af þessu og gaf sér tíma til að fylgjast með góða stund. Þau sáu að það fossblæddi úr öðrum brimlinum og skömmu síðar synti hann í burtu sigraður með lafandi skott. Sigurvegarinn svamlaði til urtunar sem stökk brosandi í sjóinn og saman syntu þau út í sker til að búa til „urtubörn“. Sjórinn var rauður á litinn. Gestirnir voru nú vestast á vellinum úti við Reynisstað að leggja í síðustu holurnar, þá hleypur refur með loðið skott og kolluegg í kjaftinum, rétt fyrir aftan þau á teignum. Annar múrarinn fékk mjög góðan fugl. Hann missti teighöggið, dróg ekki fram fyrir kvennateig, annað höggið fór langt út í kafloðið röffið vinstra megin, en þriðja höggið fór beint í holu úr röffinu af 150 metra færi. Hollið fór heim til sín og fullvissaði viðstadda að þau kæmu fljótlega aftur.

V Það fór á vel á með aðkomumanni og Vertinum. Gesturinn var ættaður úr Staðarhverfinu en bjó alltaf í Reykjavík. Foreldrarnir fluttu þegar áraskipin og trillurnar urðu úreltar. Húsið í Staðarhverfinu var rifið og endurbyggt í Reykjavík. Ræturnar draga hingað, en það er langt síðan hann kom síðast. Það er starfandi átthagafélag Staðhverfinga, Staðhverfingafélagið. Vertinn og konan hans eru úr Hafnarfirði og leigja húsið á Efri-Tóftum af golfklúbbnum. Þau reka golfskálann og sinna skráningum fyrir klúbbinn. Húsið opnar í marz og lokar í byrjun nóvember. Húsráðendur eru eins og farfuglarnir, fljúga

til Höfðaborgar í Suður Afríku og dvelja þar á meðan skammdegið ríkir á Íslandi. Fjölskylda þeirra býr þar að hluta til. Hjónin hafa gert félaginu gott, eru ómetanleg fyrir golfklúbbinn. Félagarnir héldu áfram að spjalla um starfið. Það vantaði svolítið unga fólkið í félagið, sagði Vertinn, já eru þau ekki öll í fótboltanum sagði hinn. Það voru samt börn klúbbfélaga sem voru að leika sér á vellinum en í smáum stíl. Það var ekki almennt að krakkar kæmu út á golfvöll, hann er ekki alveg við bæjardyrnar, það er nokkur fyrirhöfn að koma sér út á golfvöll, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa bíl. Stjórnin skipulagði æskulýðsstarf. Það

byrjaði smátt. Helgi Birkir Þórisson úr Keflavík var fenginn til að sinna því til að byrja með. Golfklúbburinn bjó til aðstöðu í Kálfinum við Íþróttahúsið. Forstöðumaðurinn Guðjón Sigurðsson sýndi þessu mikinn áhuga. Netaverkstæðið bjó til fjóra bása úr loðnuneti sem auðvelt var að koma fyrir og það var mjög gott að slá í netið af fullum krafti. Það skemmdi ekki fyrir að kálfurinn var eins og speglasalur þannig að menn gátu séð hvað sveiflan var flott. Sigurður Sigurðsson úr Keflavík, frægur golfari og Íslandsmeistari var ráðinn til starfa fyrir krakkana. Þrír tímar í viku. Sigurður mætti í byrjun janúar klukkan tíu á sunnudagsmorgnum með 19


Lögninni var skipt í þrjá meginhluta sem fóðraði 6 holur hver. Þetta var mikið framfaraspor og hefur reynst vel í alla staði, það skortir aldrei vatn, alltaf hægt að vökva flatirnar þó þurrkurinn sé langvarandi.

VII

fullt hús af börnum sem langaði að læra golf. Hann kenndi krökkunum í Íþróttahúsinu fram á vor, þá fór hann með þá út á golfvöll. Þetta gekk mjög vel hjá Sigga og krökkunum. Næsti unglingakennari var Sigurður Hafsteinsson. Hann er mjög góður golfari, en hefur getið sér gott orð sem golfkennari. Allur kostnaður var greiddur af velviljuðum fyrirtækjum í Grindavík.

VI Gesturinn sem ættaður er héðan úr Staðarhverfinu fór að segja Vertinum frá staðháttum og örnefnum í kringum golfvöllinn. „Jarðirnar eru tvær“ sagði hann, kirkjujörðin Staður og Húsatóftir sem var konungsjörð. Það eru fimm tómthús á Tóftum í beinni línu hér vestur af sagði hann og benti, öll inni á golfvellinum. Hamrar, Blómsturvellir, Dalbær, Vindheimar og Reynisstaður. Jóhann og Elísabet Möller keyptu Reynisstað fyrir sumarbústað. Það er eina tómthúsið sem enn stendur, sagði gesturinn. Vertinn spurði gestinn hvort hann hefði heyrt að það rigndi mikið í Grindavík hér áður fyrr. Það vita nú allir sagði gesturinn, þetta suðvesturhorn landsins er það blautasta. Já en hérna á golfvellinum lentu þeir í miklum vandræðum vegna þurrka. Það skapaðist stór hætta á því að flatirnar skrælnuðu. Það var svo mikið vandamál, næstum því neyðarástand, svo mikið að Slökkvilið Grindavíkur var ræst út hvað eftir annað til að bjarga málum. Þetta kostað mikið fé. Stjórnin réðist í það stórvirki að leggja vatnslögn út um allan völlinn. Þau voru í nánu sambandi við fiskeldisfyrirtæki sem er hér í næsta nágrenni. Fyrirtækið hafði þá virkjað gjána Baðstofu sem er hér rétt við golfvöllinn. Gjáin er ógnvekjandi, 18 faðma djúp með hamraveggjum 20

allt í kring. Hún er hálffull af vatni. Það er gott vatn í Baðstofunni, það var sótt vatn í gjánna í gamla daga þegar brunnar spilltust í stórflóðum. Eldisfyrirtækið byggði brú yfir Baðstofuna. Þeir notuðu brúna til að koma fyrir dælu sem færði fyrir þá vatn í fiskeldiskerin. Þá vantar mikið vatn. Klúbburinn sá sér leik á borði og samdi við Stofnfisk hf. Fyrirtækið tók þeim vel. Golfvöllurinn þurfti sambærilega dælu og fékk leyfti til að nota brúna og vatnið. Eldisfyrirtækið fékk í staðinn að nota vallardæluna til vara í neyðartilfellum. Samstarfið var ánægjulegt og býsna náið. Stofnfiskur hf. aðstoðaði klúbbinn við að ná í allar lagnir, golfararnir fengu að njóta þeirra viðskiptakjara. Dælan var stór og mikil, fengin hjá Grundfoss í Danmörku í gegn um vélsmiðju í Grindavík sem heitir EP VERK hf. Þeir hönnuðu kerfið og reiknuðu út vatnsþörf til að fóðra 18 holu golfvöll.

Félagarnir í golfskálanum, Vertinn og sá sem er ættaður úr Staðarhverfinu héldu áfram skrafinu, í mestu rólegheitum. Staðhverfingurinn sagði sögur úr gömlum tíma og Vertinn sagði gestinum sögur úr starfi Golfklúbbs Grindavíkur á Tóftum. Fyrri stjórnir höfðu undirbúið stækkun vallarinns. Hannes Þorsteinsson frá Akranesi teiknaði stækkun sem fjölgaði brautunum í 18 holur sem er fullvaxinn golfvöllur. Það var búið að ýta fyrir brautunum. Stækkunin var allt of mikið verk til að gera í einu vetfangi. Klúbburinn var ekki nógu stór. Brautirnar sem var búið að ryðja voru grjóthreinsaðar. Grasfræi var sáð í þær og smám saman tóku brautirnar við sér, urðu grænar og býsna vel grónar. Gísli á Hrauni var fenginn á aldamótaárinu til að búa til þrjár flatir á efri hluta vallarins og eina niðri á bökkunum. Þeir fengu átta brautir fyrir ofan veg og fimm fyrir neðan. Það var byrjað að leika niður á Tóftadalinn og eftir 13 holur var hann leikinn aftur til að fá 18 holu hring. Grasið á flatirnar fékkst af Tóftatúninu. Það reyndist vera bezta grasið sem völ var á um haustið 2001. Þeir voru að tyrfa í sjálboðavinnu fram í desember. Stækkaður völlurinn var tekinn í notkun haustið 2002. Vertinn sagði að félagsstarfið og samstaðan væri til fyrirmyndar og smám saman væri kominn góður golfvöllur sem þróaðist hægt og bítandi í rétta átt. Það er gott til þess að vita að til eru áhugamenn um uppbyggingu á Húsatóftum, sagði gesturinn. Þetta er staður þar sem fólkið hefur háð harða lífsbaráttu og sagan er við hvert fótmál, bætti hann við. „Það strandaði enskur togari hérna rétt hjá, snemma í janúarmánuði árið 1902 sagði gesturinn. Hann hét Anlaby. Það fórust allir úr áhöfninni, 11 manns. Þetta strand var nokkuð sögulegt. Skipstjórinn á Anlaby var einhver mesti þrjótur og landhelgisbrjótur sem verið hefur hér við land, fyrr og síðar á enskum togurum og er þá nokkuð mikið sagt. Hann var skipstjóri á togaranum sem varð þremur mönnum að bana á Dýrfirði nokkrum árum fyrr. Hannes Hafstein þáverandi sýslumaður fór um borð í togarann sem var á veiðum uppi í landsteinum. Það var


40 ára a fmæ lisr it Golfk lúbbs Gr i n d a ví ku r

grunur um að sleppt hefði verið vír úr tolla á togaranum, sem hefði hvolt bátnum með vilja. Það var ekki gerð tilraun til að bjarga mönnum sem voru að hrekjast í sjónum. Hér var um verulegan þrjót að ræða. Skipstjórinn var ekki tekinn þarna fyrir vestan. Hann var kærður fyrir þennan verknað til danskra yfirvalda í Kaupmannahöfn. En sennilega hefði það ekki komið að miklu gagni, ef þessi sami skipstjóri hefði ekki svo víða komið við. Hann var tekinn í landhelgi við strendur Jótlands skömmu síðar og fyrir þá tilviljun fékk hann dóm fyrir Dýrafjarðarglæpinn. Sagt var að hann hefði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og verið í sinni fyrstu ferð hingað til lands eftir að hafa tekið út sína refsingu. Skipstjórinn hét Carl Nilson og kallaður Sænski Carl. Það var sagt að hann hefði verið búinn að heita því að velgja Íslendingum undir uggum, þegar hann kæmi þar á miðin aftur. Þarna á strandstaðnum í Staðarhverfinu átti þessi þjarkur sitt síðasta uppgjör við tilveruna, sagði þessi fróði gestur í golfskálanum.“ (Guðsteinn) Það hefur oft verið mikið vandamál á golfvellinum þegar hleypur ofvöxtur í Atlantshafið og sunnanáttin ryður því yfir Tóftadalinn í Arfadalsvíkinni. Félagsmenn golfklúbbsins hafa frá fyrstu tíð þurft að hreinsa Dalinn eftir stórflóð. Landbrotið er mjög mikið eftir svona hamfarir. Stærðartorfur rifna upp úr fjörukantinum og skolast langt inn á landið. Gamlir menn sem muna tímana tvenna fullyrða að ströndin hafi gengið inn um tugi, ef ekki hundruð metra, síðustu áratugina. Landið er hæst frammi við sjóinn og lækkar svo allt inn á við. Það er nokkuð ljóst segir Vertinn að fjaran væri komin upp að vegi ef golfararnir hefðu ekki búið til golfvöll og barist við náttúruöflin til að bjarga landinu. Í kring um síðustu aldamót voru miklar framkvæmdir við Grindavíkurhöfn. Það voru byggðir stórir varnargarðar fyrir höfnina. Grjótnáman sem notuð var er skammt frá golfvellinum. Verktakinn við höfnina var Suðurverk hf. Þeir kláruðu verkið með sóma. Ólafur Ragnar Sigurðsson skipstjóri bjó um tíma austur í Rangárvallasýslu og kynntist Dofra Eysteinssyni sem stofnaði Verktakafyrirtækið sem hefur heimili á Hvolsvelli. Dofri forstjóri fyrirtækisins og Ólafur skipstjóri voru kunnugir hvor öðrum, þeir höfðu báðir stundað hestamennsku af miklum móð austur á Rangárvöllum á slóðum Gunnars Hámundarsonar frá Hlíðarenda. Ólafur sannfærði Dofra, sem er skynsamur maður um það, að þegar fyrirtæki fengi svona stórt verk í bæjarfélagi eins og Grindavík, þá væri ekki vitlaust að skila

Þeir skiluðu þessu verðmæta verki fyrir golfvöllinn án þess að taka krónu fyrir. Grindvíkingum þykir vænt um Suðurverk hf. sagði Vertinn og færði gestinum nýjan kaffibolla. Gesturinn leit á klukkuna og Jesúsaði sig. Tíminn leið hratt í þessum góða félagsskap. Hann hafði alveg gleymt sér í spjalli við húsráðandann á Tóftum. Konan kom með honum til Grindavíkur og skrapp í heimsókn til frændfólks. Hann ætlaði bara aðeins að skreppa út í Staðarhverfið á meðan, ætlaði að vera fljótur. Hann snéri sér að Vertinum og báðir þökkuðu fyrir mjög ánægjulegt spjall.

Þeir byrja að fara á barinn Blindir í sinni neyð Áfram allur skarinn Alltaf á réttri leið.

einhverju til íþróttafélaga á staðnum. Suðurverk hafði komið mjög vel fram í Grindavík. Það var til þess tekið hvað þessi stóra framkvæmd fór kurteisilega fram án þess að trufla nokkuð daglegt líf. Garðarnir hafa reynst afburða vel. Það var töluvert af grjóti til á lager í námunni. Þarna voru steinar sem voru ekki nothæfir í hafnarmannvirki en voru alveg upplagðir í vörn fyrir golfvöllinn. Sprengigrjótið var auðfengið hjá Grindavíkurbæ. Suðurverk lagði til vélar, flutningabíla og mannskap. Þetta voru miklir fagmenn og margverðlaunaðir fyrir hleðsu á steinum við svipaðar aðstæður.

Golfararnir kalla Ég verð að gegna þeim Ég veit ekki hvort eða hvernig Eða hvenær ég kem heim. melurinn Heimildir: Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf, - 1960. Frá Valahnúk til Seljabótar. Guðsteinn Einarsson. Bókaútgáfan Örn og Örlygur.- 1975. Mannfólk mikilla sæva. Gísli Brynjólfsson Óbyggðirnar kalla – Magnús Eiríksson.

21


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

„La det swinge“

S

kagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson, er sigursælasti karlkylfingur í sögu íslensks golfs en hann hefur hampað þeim eftirsóttasta alls sjö sinnum, síðast árið 2016. Birgir er sá íslenski karlkylfingur sem hefur náð hvað lengst sem atvinnumaður en alls spilaði hann sem atvinnumaður í 20 ár. Ferill Birgis Leifs er í raun ótrúlegur og var gaman að rifja hann upp með honum en um það leyti sem atvinnumannadraumurinn var að deyja, þá kviknaði á öðrum draumi. Hugur Birgis Leifs hafði lengi leitað á viðskiptalegar lendur og úr varð að hann fékk inngöngu í MBA nám í viðskiptafræði (Master of Business Administration) í Háskólanum í Reykjavík. Fjölskyldan tók ákvörðun, atvinnuferlinum í golfi var lokið og nýr kafli hófst á gamla góða skerinu. Birgir Leifur sem er einmitt að útskrifast á afmælisdegi GG þann 14. maí, er kominn með vinnu og byrjaður, hjá Íslenskum fjárfestum þar sem m.a. ræður ríkjum Sigurður Jónsson, sem varð klúbbmeistari GG árið 1992. Stundum er talað um að slá tvær flugur „í sama höfuðið“ og renndu félagarnir í golfskálann í Grindavík þar sem ég rakti úr þeim garnirnar. Hvernig, hvar og hvenær hófst golfferillinn? „Já það er rétt, Helgi Dan Steinsson dró mig í golfið og mun ég alltaf verða honum þakklátur fyrir það. Ég hef verið u.þ.b. 11 ára þegar ég byrjaði. Það má segja að þetta hafi verið frumstætt hjá okkur á Skaganum á þessum tíma og engin bein þjálfun. Við lærðum íþróttina einfaldlega sjálfir og meira að segja hélt ég vitlaust á kylfunni fyrstu árin og var kominn með 16 í forgjöf þannig [Birgir var með vinstri höndina fyrir neðan þá hægri! Innskot blaðamanns]. Sem betur fer vorum við margir að koma upp á þessum tíma, við Helgi Dan, Þórður Emil, Kristinn Bjarna og fleiri og alltaf var keppt og þá meina ég KEPPT, alltaf lagt eitthvað undir, pulsu & kók eða eitthvað álíka! Ég er sannfærður um að þessi keppni í byrjun nýttist mér síðar meir þegar ég var farinn að keppa á atvinnumannamótaröðinni, minn styrkleiki í golfi var alltaf andlegi þátturinn. „Eftir að hafa tapað fyrir honum Sigga [Fyrrnefndur ´92 klúbbmeistari GG, Sigurður Jónsson. Innskot blaðamanns] á Íslandsmóti unglinga 14 ára og yngri var ekkert annað að gera en að spýta í lófana og æfa meira, því mér finnst ekkert mjög gaman að tapa“. 22


„Þegar ég var 16 ára varð ég Íslandsmeistari í flokki 16 – 18 ára og sama ár varð ég Íslandsmeistari fullorðinna í holukeppni. Ég tók miklum framförum á þessum árum og náði svo fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í meistaraflokki tvítugur, árið 1996 eftir að hafa endað í öðru sæti tvö árin þar á undan“. Á þessum tíma var Birgir Leifur kominn með inngöngu í Louisiana háskólann í Bandaríkjunum en fékk þá óvænt tilboð: „Eftir Íslandsmeistaratitilinn sem ég vann

í Vestmannaeyjum, þá var ég á leið í háskólagolfið í Bandaríkjunum en bauðst þá óvænt að gerast atvinnumaður en hópur áhugasamra fjárfesta, alls 30 aðilar höfðu greinilega það mikla trú á mér að þeir stofnuðu hlutafélag, ÍSL hf. Þeir vildu gera við mig samning til þriggja ára og sjá um allan kostnaðinn. Þetta var of gott tilboð að hafna svo þarna hófst atvinnumannaferillinn, ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir þetta einstaka tækifæri. Ég byrjaði á sænsku mótaröðinni sumarið 1997, náði

góðum árangri þar, náði að sigra í einu móti og náði nokkrum sinnum topp 10. Ég tók svo þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina haustið 1997, gekk mjög vel í fyrstu tilraun og tryggði ég mér hlutakort á European tour og um leið fullan keppnisrétt í 2. deildinni (Challenge tour).“ Eftir að hafa verið stór fiskur í íslensku golftjörninni sá Birgir Leifur að hann var ansi lítill í stóru Evróputjörninni og það sá hann í

23


„La det swinge“

raun best þegar hann spilaði með hinum eina sanna Bernard Langer: „Það var ótrúlegt að fylgjast með Langer, hann var eins og vélmenni! Hann gerði alla hluti eins, alltaf sama rútínan og ef hann sló lélegt högg á sinn mælikvarða þá var lélega höggið hans samt ekki það lélegt að það setti hann í vandræði. Eftir það setti ég mér það markmið að gera leikinn minn stöðugari, var hjá ýmsum þjálfurum en það var ekki fyrr en sænski golfþjálfarinn Staffan Johansson kom til Íslands til að þjálfa landsliðið, að ég fór að taka framförum og skilja leikinn minn enn betur. Ég flutti með fjölskylduna til Svíþjóðar og fór að vinna mjög mikið með honum. Ég þurfti svo sem að taka eitt skref aftur á bak á meðan við unnum í breytingum á sveiflunni minni og öðru en um leið og ég náði tökum á því þá fór ég að sjá miklar framfarir hvað varðar stöðugleikann. Ég fann líka hvað leikurinn minn breyttist mikið sem tók tíma að venjast en hafði það á tilfinningunni að ég ætti mikið inni, sem átti eftir að koma í ljós síðar“. Svona gengu fyrstu árin í atvinnumennskunni fyrir sig, Birgir var studdur af ÍSL hf. og nældi sér í eitthvað verðlaunafé en um aldamótin þurfti hann aðeins að breyta um leikskipulag. Hann fór að vinna með golfinu en fann að hann vantaði ekki svo mikið til að ná alla leið á toppinn. Því flutti hann alfarið út og helgaði sig golfinu. „Árið 2006 gerði ég samning við Kaupþing banka og fluttist fjölskyldan til Luxemburg. Þetta breytti gríðarlega miklu fyrir okkur því þarna gat ég einbeitt mér að fullu að golfinu. Ég tryggði mér strax um haustið fullan keppnisrétt á European tour og hélt ég honum næstu árin en meiddist svo árið 2008 lítillega en svo illa um mitt ár 2009, fékk slæmt brjósklos. Í kjölfarið kom í ljós ýmislegt annað sem var að í bakinu, ég vann mig hægt og ró24

var ég í móti á Spáni með fjölskylduna með mér og sá á snappinu að Siggi var rétt hjá okkur í fríi með fjölskyldunni. Við kíktum til þeirra og það varð ákveðinn vendipunktur má segja. Á þessum tíma var ég farinn að huga að næstu skrefum í mínu lífi, var farinn að íhuga nám og hafði farið á kynningarfund vegna MBA náms í Háskólanum í Reykjavík. Ég var mjög áhugasamur um þetta nám en ég sótti samt ekki um, ákvað að taka eitt ár í viðbót í golfinu en samt með hausinn alltaf við þá ákvörðun um að fara í þetta nám. Siggi: „Við Birgir Leifur þekktumst vel og ég sá að hann var að spila á þessu móti sem var nærri þeim stað sem við fjölskyldan vorum í sumarfríi. Hann kom, alveg sótsvartur yfir að hafa klúðrað mótinu með einu höggi og við ræddum framtíðina. Í því samtali heyrði á honum að hann langaði til að fara huga að öðru í lífinu. Ég sagði Birgi að ég teldi að hann gæti verið stoltur af því sem hann hefði afrekað en kannski væri kominn tími á nýja áskorun. Ég vissi um áhuga hans á viðskiptum, vissi að hann hefði verið að spá í MBA námið í HR en hann var hræddur um að hafa misst af lestinni því hann sótti ekki um. Ég sagði honum að það sakaði ekkert að athuga málið og Birgir hringdi við fyrsta tækifæri.“ Það losnaði pláss í MBA náminu í byrjun ágúst og fékk Birgir Leifur þá tækifæri til að róa á önnur mið:

lega út úr meiðslunum með hjálp góðra sérfræðinga hér heima, en ég snerti ekki kylfu í eitt ár eða ekki fyrr en um mitt ár 2010. Eftir svo langan tíma er úthaldið orðið minna og ég gat ekki keppt í eins mörgum mótum og oft áður, t.d. spilaði ég bara á átta mótum árið 2011 en spilaði samt mjög vel í þeim mótum, hélt keppnisréttinum og gat því byggt ofan á það áfram. Árin 2016 – 2018 voru svo frábær kafli á mínum ferli, ég sló metið í fjölda Íslandsmeistaratitla (7 samtals) árið 2016, vann svo stærsta og sterkasta mótið mitt árið 2017 á Challenge tour og svo kláraði ég atvinnumannaferilinn með því að spila á European tour árið 2018 og fram á mitt ár 2019.“ Undir það síðasta voru gömlu bakmeiðslin farin að láta á sér kræla og þarna var hann farinn að nálgast krossgötur, átti hann að halda áfram þessu harki með bakið eins og það var orðið eða átti kannski að venda sínu kvæði í kross. Fyrrnefndur Siggi kemur þá til sögunnar: „Ég var búinn að kynnast Sigga í gegnum unglinga golfið okkar og svo þegar synir okkar æfðu saman í GKG. Sumarið 2019

„Eins einföld ákvörðun og þetta var þegar kallið kom, þá var þetta samt í leiðinni svolítið erfitt því áður en það kom þá hafði ég hugleitt hvernig næstu skref yrðu. Þarna var ég að fara gera eitthvað nýtt eftir 20 ár í golfinu. Hvað var ég að fara gera? Hvernig ætlaði ég að ná þangað o.s.frv. En þetta reyndist hárrétt ákvörðun og ég var sestur á skólabekk í HR nokkrum dögum eftir að ég lauk leik í síðasta mótinu mínu á Challenge tour. Það má segja að Birgir Leifur hafi ómeðvitað verið farinn að leggja drög að nýjum starfsferli á meðan golfferlinum stóð. Eins og áður kom fram þá vann hann hálfa vinnu samhliða atvinnuferlinum, fyrir hin og þessi fyrirtæki og öðlaðist þannig góða reynslu og segja má að hann sé einn af hugmyndasmiðunum á bak við Forskot, sem er afrekssjóður kylfinga. Birgir Leifur sem þá hafði verið í samstarfi með Icelandair, skaut sínum pælingum að forsvarsmönnum fyrirtækisins og spratt þá upp þessi hugmynd, að stofna styrktarsjóð fyrir kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku.


Hugmyndin var gripin á lofti og önnur stór fyrirtæki stukku á vagninn og í dag nýtur íþróttafólk, þó aðallega golfarar stuðnings Forskots. Á meðan hann vann með golfinu þá tengdust mörg störfin golfinu, t.d. verkefnum tengd viðskiptalífinu og það kveikti alltaf meira og meira í Birgi:

mínu mati, það gengur út á að gera sem minnst af mistökum og taka takmarkaðar áhættur. Maður er því kannski að spila svolítið varnarsinnað leikskipulag, en það væri gaman að mæta til leiks, pæla ekki í neinu nema bara „La det swinge“ og negla á alla pinna!“

„Áhugi minn á viðskiptum einfaldlega jókst mikið þegar ég eyddi tíma með öllu því flotta viðskiptafólki sem ég hef hlotið heiður að spila og vinna með í gegnum minn feril. Ég sá að ég þurfti að setja mig inn í hlutina, fór að lesa viðskiptasíður dagblaðanna og yfir höfuð, að fylgjast betur með. Fann þarna hvert hugur minn leitaði og sé ég ekki eftir því að hafa stokkið á tækifærið þegar það gafst að fara í nám sem styrkir mig í að ná mínum næstu markmiðum“. „Við Siggi héldum alltaf góðu sambandi á meðan ég var í náminu, svo fékk ég frábært tækifæri að hefja nýjan feril hjá Íslenskum fjárfestum hf. í janúar sl. Ákvörðunin var mér ekki erfið, því tækifæri eins og þessi eru ekki á hverju strái. Strákarnir hafa tekið mér mjög vel, þeir eru með mikla reynslu á sínu sviði sem gefur mér aukið sjálfstraust að ná þeim markmiðum sem ég ætla mér að ná. Íslenskir fjárfestar hf. er spennandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í miðlun á skuldaog hlutabréfamarkaði, auk þess að sinna fjárfestingarráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en ég er hluti af teyminu sem sinnir fjárfestingaráðgjöfinni. Hópurinn er samheldinn og með skýra framtíðarsýn“. Hvernig mun ganga að tvinna golfið og nýju vinnuna saman og munum við sjá Birgi aftur á Íslandsmótinu? „Eins og ég sagði þá þarf ég alltaf að hafa að einhverju að keppa, ef það á ekki við þá held ég að ég sé ekkert svo góður í golfi. Öll mín einbeiting fer núna í nýja starfsframann og fjölskylduna, golfið verður bara áhugamál núna en það verður samt gaman að spila það samhliða vinnunni. Þegar ég náði að slá metið yfir flesta Íslandsmeistaratitla, þá datt hungrið niður en ég sé alveg fyrir mér að búa mér til nýjar keppnir. Ég hef orðið Íslandsmeistari 20, 30 og 40 ára og kannski væri verðugt markmið að ná að verða Íslandsmeistari þegar ég verð fimmtugur – eftir 5 ár. Ef hungrið kemur og mig langar til að keppa við þá bestu hér heima, þá geri ég það og hver veit nema að ég geti strítt þeim. Svo væri líka rosalega gaman að mæta á Íslandsmót með það hugarfar að spila bara sóknargolf, eins og maður gerir í holukeppni. Íslandsmótið í höggleik er ekki beint skemmtilegt golfmót sem slíkt að 25


Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

Ö

llum er kunnugt um mikilvægi sveitarfélaga fyrir íþróttafélög og Grindavík getur með stolti kallað sig íþróttabæ. Grindavík hefur í gegnum tíðina verið þekkt af keppnisliðum sínum í knattspyrnu og körfuknattleik og um tíma voru báðar greinar með bæði kynin í efstu deild þessara greina á Íslandi. Minna hefur farið fyrir afreksstarfi í golfíþróttinni og má kannski rekja sökina beint til aðstöðuleysis yfir vetrarmánuðina. Þegar ný stjórn Golfklúbbs Grindavíkur tók til starfa fyrir sumarið 2020 og Helgi Dan Steinsson tók við framkvæmdastjórastöðunni, þá var fljótlega ljóst að þessir aðilar gengu í takt og voru sammála um, að nauðsynlegt væri að bæta úr aðstöðuleysinu yfir vetrarmánuðina. Eins og íþróttabæjar eins og Grindavík er von og vísa, var erindi golfklúbbsins mjög vel tekið og er komið á framtíðarfjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar, uppbygging við Húsatóftavöll. Ég settist niður með sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, Eggerti Sólberg Jónssyni en hann er úr Borgarnesi og kynntist golfíþróttinni aðeins þar: „Ég æfði golf í Borgarnesi eitt sumar sem gutti og hafði gaman af. Núna er elsti strákurinn minn áhugasamur um golfið og byrjaður að æfa. Mig langar þess vegna til þess að dusta rykið af kylfunum einhvern tímann enda golf kjörin afþreying fyrir fjölskyldur, að geta verið saman úti í náttúrunni og sameinað hreyfingu og jafnvel keppni, er mjög spennandi finnst mér.“ Eggert er stoltur af aðkomu Grindavíkurbæjar að starfi GG: „Mikið ofboðslega hefði ég viljað geta valið um íþróttir þegar ég var í grunnskóla en í dag fylgja valfög meira áhuga barnanna og það er mjög góð þróun að mínu mati. Stjórnendur grunnskólans hafa verið duglegar við að leita nýrra valfaga. Vonandi verður samstarf milli skólans og 26

sem nú er í vinnslu þar sem íþróttin sameinar svo margt; hreyfingu, útiveru og fyrir þá keppnishörðu þá er golfið einig kjörinn vettvangur. Síðan býr forgjöfin til sanngjarnan leik þar sem kylfingar geta keppt sín á milli. Ég er líka hrifinn af því að sá sem byrjar ungur geti leikið golf allt sitt líf. Í Golfklúbbi Grindavíkur er elsti meðlimurinn 87 ára og sá yngsti 8 ára og þessir aðilar geta keppt sín á milli.“ Grindavíkurbær leggur mikið upp úr jafnrétti og gerir þá kröfu á íþróttafélög í bænum að jafnréttis sé gætt:

golfklúbbsins með bættri aðstöðu hér innanbæjar. Klúbburinn hefur metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á næstu árum. Bæjarstjórn hefur tekið jákvætt í þá uppbyggingu og framkvæmdir við golfvöllinn eru komnar inn á áætlun næstu ára. Það er mjög jákvætt að klúbburinn hafi fundið aðstöðu hér innanbæjar þangað til uppbyggingu lýkur á vallarsvæðinu. Sú aðstaða verður bylting fyrir alla golfara í bænum, bæði unga sem aldna. Það má nefnilega ekki gleyma að þessi framtíðaruppbygging mun ekki bara nýtast börnum, hún mun stuðla að bættri aðstöðu fyrir hinn almenna Grindavíkurkylfing.“ Grindavíkurbær er að vinna að nýrri lýðheilsustefnu og golf passar fullkomlega inn í hana: „Grindavíkurbær hefur stutt mjög vel við íþróttastarf í gegnum tíðina og golfið mun örugglega falla vel að þeirri lýðheilsustefnu

„Grindavíkurbær gerir kröfu um að vel sé staðið að jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Ef við ætlum að kalla okkur íþróttabæ þá verða öll kynin að hafa jöfn tækifæri til að stunda og iðka sína íþrótt. Við þurfum þá að horfa til aðstöðu, þjálfunar og fjármagns. Markmið sveitarfélagsins með myndarlegum fjárstuðningi er einnig að tryggja öllum börnum og unglingum möguleika á að stunda íþróttir óháð efnahag, kynferði, þjóðerni eða litarhætti. Eitt af mínum hlutverkum hjá Grindavíkurbæ, er að hafa eftirlit með að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir og ég hlakka til samstarfsins við forsvarsfólk klúbbsins.“ Golfklúbburinn vinnur að því að verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ: „Ég lýsi sérstakri ánægju minni með þá stefnu GG að gera klúbbinn að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Það er verðugt verkefni og ég hef fulla trú á að klúbburinn nái þeim áfanga.“ Eitthvað að lokum? „Það er gaman að fylgjast með uppganginum hjá golfklúbbnum og ég er bjartsýnn fyrir hönd klúbbsins og Grindavíkurbæjar. Góður og fallegur golfvöllur gerir íþróttabæ eins og Grindavík að ennþá meiri og betri íþróttabæ.“


27


Púttflöt verður í nýju inniaðstöðunni

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur:

Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins G

olfarinn geðþekki frá Akranesi, Helgi Dan Steinsson, hefur verið viðloðandi Golfklúbb Grindavíkur síðan 2014 og hefur sankað að sér nokkrum meistaratitlum. Hans aðkoma að GG varð enn meiri árið 2020 en þá gerðist hann framkvæmdastjóri klúbbsins en auk þess hefur hann umsjón með umhirðu vallarins og er vallarstjóri líka. Helgi Dan er menntaður PGA-golfkennari en í því námi er líka komið inn á rekstur golfklúbba, umhirðu golfvalla og í raun allt sem viðkemur golfi en Helgi hefur mjög skýra sýn á hvernig hann vill sjá GG byggjast upp til framtíðar. Helgi byrjaði ungur að slá golfkúlur á Akranesi og komst fljótt í fremstu röð á meðal ungra kylfinga á Íslandi. Sjálfur telur hann sitt stærsta afrek á golfsviðinu hafa verið að draga fremsta karlkylfing Íslandssögunnar, Birgi Leif Hafþórsson, í golfið en þeir eru æskuvinir. Helgi Dan keppti um tíma á meðal þeirra bestu á Íslandi, átti m.a. vallarmetið í Vestmannaeyjum þar til í fyrra, 63 högg. Undanfarin 28

Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur

ár hefur Helgi starfað sem fararstjóri og golfkennari hjá Icegolf sem gerir út á golfferðir til Costa Navarino í Grikklandi. Af myndum að dæma og umsögn Helga, er þar um algeran draumastað fyrir golfarann að ræða! Costa Navarino hefur upp á allt að bjóða fyrir golfarann, frábæra velli, framúrskarandi hótel og einstaklega góðan mat en allt í kringum golfvellina þar er fyrsta flokks. Það má segja að hann hafi lært ýmislegt þar varðandi umhirðu golfvalla sem hefur nýst við rekstur GG og Húsatóftavallar. Þegar Helgi settist niður með stjórn GG í upphafi kom fljótt í ljós að hugmyndir hans að uppbyggingu klúbbsins til framtíðar fóru saman með hugmyndum stjórnarfólks. Það sem hefur skort hjá klúbbnum er inniaðstaða en hún hefur ekki verið til staðar til þessa. Fljótlega eftir að Helgi tók til starfa fékk hann vin sinn frá Akranesi, arkitektinn Magnús Ólafsson til að teikna drög að húsnæði við Húsatóftavöll en það mun sameina í senn inniaðstöðu til golfiðkunnar, starfs-


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

mannaaðstöðu, skrifstofuaðstöðu og ekki síst vélageymslu. Til að halda golfvelli við þarf að sjálfsögðu að eiga góðar vélar og þær þarf að geyma yfir vetrarmánuðina. Það hefur verið vandamál til þessa en þessi framtíðarbygging ætti að leysa ýmsan vanda en GG hefur verið í góðu samstarfi við Grindavíkurbæ og er byggingin komin á fjárhagsáætlun bæjarins til næstu fjögurra ára. Það var gaman að setjast niður með Helga og fá hans framtíðarsýn en þar er ekki komið að tómum kofanum, langt í frá og verður spennandi að sjá uppbygginguna á næstu árum! Helgi: „Það er alger forsenda fyrir því að klúbburinn geti vaxið og dafnað að hægt sé að bjóða upp á inniaðstöðu í Grindavík. Sérstaklega varðandi börn og unglinga en við fáum mikið af krökkum til okkar á vorin á námskeið og þau eru dugleg að mæta og æfa allt sumarið en svo leggja þau kylfunum að hausti og snerta þær ekki allan veturinn. Það eykur töluvert líkur á brottfalli. Það er mjög erfitt að halda utan um starfið á þremur mánuðum, bara það að komast inn yfir veturinn auðveldar allt utanumhald. Grunnskóli Grindavíkur hefur haft samband við mig en þar er mikill áhugi fyrir að geta fléttað golfiðkun inn í nám barnanna, svipað og gert er með pílukastið. Það gefur augaleið að líkur á framförum aukast gífurlega með svona vinnubrögðum.“ Hinn almenni grindvíski kylfingur mun heldur betur njóta góðs af þessu en sjálfur bjó ég á Selfossi í tvö ár en þar er öflugt golfstarf yfir veturinn, GOS-félagar hittast og pútta alla laugardagsmorgna og eftir áramót hefst 12 vikna námskeið þar sem unnið er í hópum. Golfhermirinn er að sjálfsögðu opinn allan veturinn en sjálfur tók ég miklum framförum

Helgi á einum fallegasta teignum á Costa Navarino þennan tíma á Selfossi, eingöngu vegna ástundunar yfir veturinn. Þetta er það sem koma skal í Grindavík: „Tímabunda aðstaðan í húsakynnum PGV-gluggasmiðju mun brúa bilið þar til við flytjum í endanlegt húsnæði við Húsatóftavöll. Eins og ég sé það fyrir mér og sést á teikningum hér, þá verður það stór og góð inniaðstaða með púttgríni og öllu tilheyrandi sem þarf til að prýða góða inniaðstöðu. Það verður gaman að innrétta aðstöðuna í PGV en að sjálfsögðu verður þar fyrsta flokks golfhermir auk aðstöðu til að slá í net, auk púttgríns. Það verður gaman fyrir grindvíska kylfinga að hittast á laugardagsmorgnum yfir veturinn og taka stutt púttmót, fá sér kaffibolla og hitta aðra kylfinga. Félagsskapurinn í golfinu er svo mikilvægur og þarna gefst tækifæri á að rækta félagsandann ennþá betur. Nýtingin á þessu húsnæði á að geta orðið mjög góð yfir veturinn því börn og unglingar munu nýta aðstöðuna á morgn-

ana og aðrir kylfingar eftir það og í raun sé ég fyrir mér að kveikt verði á golfherminum allan sólarhringinn meira og minna. Það er mikið af sjómönnum sem búa í Grindavík, fólk sem vinnur vaktavinnu svo mig grunar að hermirinn verði vel nýttur.“ Helgi veit hvernig hann vill sjá Húsatóftavöll þróast í framtíðinni: „Við erum með einstakan völl sem er klárlega með þeim skemmtilegri á landinu. Völlinn má samt bæta á ýmsan máta og það er framtíðarverkefnið. Lítill tími hefur gefist í slíkar pælingar á undanförnum árum því völlurinn hefur verið að stækka. Síðast í fyrra voru nokkrar nýjar holur teknar í notkun og fyrir liggur að breyta fyrstu holunni og er nú þegar búið að grafa fyrir nýjum teigum, bæði aftari og fremri teig og þeir búnir að færast mun framar og verða teknir í notkun í sumar. Þ.a.l. mun koma ný flöt en núverandi flöt er í raun barn síns tíma en þar fyrir aftan

Drög að skiptingu vélargeymslu og æfingasvæðis 29


Fyrsta flokks golfhermir verður til staðar er fullkomið landslag til að gera nýja frá grunni. Við sjáum mikinn mun á nýju flötunum og þeim gömlu en allt annað undirlag er á gömlu flötunum og það er eitt af framtíðarverkefnunum, að gera þær betri. Það sem ég hef lært varðandi golf eftir að hafa farið víða erlendis, bæði sem keppandi og fararstjóri, er að það sem kylfingar vilja fyrst og fremst sjá er snyrtilegur völlur og góð og snyrtileg salernisaðstaða úti á velli.“ „Segja má að Húsatóftavöllur lýsi kannski því karllæga viðmóti sem einkenndi golfklúbba hér áður fyrr en mikill munur er á gæðum aftari og fremri teiga. Við tölum ekki lengur um teigana sem karla- eða kvennateiga heldur fremri og aftari teiga. Þegar völlurinn var hannaður og búinn til á sínum tíma þá grunar mig nú að ekki hafi kvenkylfingur verið með í ráðum. Fremri teigum var hent einhvers staðar niður, kannski meira af illri nauðsyn. Þess vegna er mikill gæðamunur á þessum teigum og það vil ég laga. Golfið er orðið jafnmikil kvenna- og karlaíþrótt í dag og þess vegna vil ég bæta svona atriði sem gera völlinn meira aðlaðandi en áður fyrir alla. Ég tók því eftir í ferðum mínum til Grikklands sérstaklega hvað lagt er mikið upp úr litlu atriðunum, að hafa allt hreint og fínt. Þú sérð varla tyggjóbréf eða annað rusl, aldrei sér maður brotin tí á teigum o.s.frv. Ég fékk í raun nýja sýn á golfvöll eftir upplifun mína á þessum frábæra golfstað og mig langar að taka mikið af þessum atriðum og koma þeim að hér á Húsatóftavelli.“ Helgi sinnir starfi vallarstjóra (e. Greenkeeper) Húsatóftavallar en þar sem hann er ekki menntaður á því sviði þá þarf hann að afla sér þekkingar annars staðar frá: 30

„Ég hef verið á golfvelli frá því ég man eftir mér. Ég hef unnið á golfvelli og veit því eitthvað um hvernig á að hirða um golfvöll en auðvitað á ég margt eftir ólært í þessum fræðum. Þá er gott að geta leitað til góðra manna og ég hef leitað til Bjarna sem var vallarstjóri á Húsatóftavelli. Klúbburinn gerði líka samning við Brynjar Sæmundsson hjá Grastec síðastliðinn vetur en hann er að mínu mati einn sá færasti í grasfræðum á Íslandi auk þess sem hann lærði golfvallarfræði í Skotlandi. Við munum setja upp áætlun varðandi slátt og áburðargjöf en ég var aðeins að prófa mig áfram í fyrra varðandi umhirðu á vellinum svo það er frábært fyrir GG að fá ráðgjöf hjá svona færum aðilum. Það er ekki sama hvernig slætti á flöt er háttað, maður vill til dæmis ekki slá of snöggt og þess háttar. Ég er því að læra fullt í þessum fræðum sem mun nýtast vel til lengri tíma litið.“ Helgi vill gera góðan klúbb betri: „Það sem ég vildi koma til leiðar þegar ég réð mig í þetta starf var að gera GG að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ og til þess að það sé mögulegt þá þarf að uppfylla ýmsar kröfur. Við þurfum til dæmis að skila áætlunum varðandi viðbrögð í málum er varða einelti og ofbeldi, jafnréttisáætlun og fleiru. Siðareglur GG þurfa að vera til, reksturinn þarf að vera í lagi og ýmiss önnur atriði þarf að uppfylla. Það er bara spennandi verkefni og mun leiða til þess að góður klúbbur verður enn betri. Fólk má ekki gleyma að það eru bara um 250 félagar í GG en á höfuðborgarsvæðinu skipta klúbbmeðlimir þúsundum. Flestir vellir eru 18 holur og þurfa sömu umönnun. En við erum að bæta starfið og það mun bara batna í nánustu framtíð. Við getum fjölgað klúbbmeðlimum og ég

persónulega myndi leggja á mig að keyra til Grindavíkur frá höfuðborginni til að geta spilað golf nánast þegar ég vildi, í stað þess að þurfa panta með löngum fyrirvara á þéttsetna velli á höfuðborgarsvæðinu.“ Helgi á von á góðu golfsumri en mikil aukning var á síðasta ári og gerir Helgi ráð fyrir mun fleiri heimsóknum í ár: „Uppbyggingin er í fullum gangi og bráðum fæ ég félagsmenn í smíðavinnu en við ætlum að byggja pall SV-megin við skálann, við 18. flötina. Það verður frábært að setjast þar niður í Grindavíkurblíðunni að hring loknum og sjá næstu kylfinga vera klára sín pútt á 18. flötinni. Það var mikil aukning í leiknum hringjum á vellinum í fyrra, að sjálfsögðu mest vegna COVID takmarkanna því íslenskir golfarar fóru ekki erlendis í golf og mér sýnist svipað verða uppi á teningnum í sumar. Völlurinn er að koma einstaklega vel undan þægilegum vetri og mér sýnist við geta opnað inn á sumarflatir upp úr miðjum apríl. Búið er að gefa út mótaskrá og verður mikið af spennandi mótum í sumar en það fyrsta er sjálft afmælismótið sem verður haldið laugardaginn 15. maí. Ég mun mæta í þetta mót og reyni að spila eins mikið og ég get í sumar. Svo verður gaman þegar við blásum í mótið „Meistari meistaranna“ en þá munum við fá gamla klúbbmeistara, Stigamótsmeistara, fyrrum formenn og fleiri til keppni. Það verður gaman að hitta allar þessar kempur sem hafa litað starf GG í gegnum tíðina. Yfir höfuð er ég mjög bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins.“


Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi Til eru 10 reglur í golfi er lúta að góðum siðum. Þessi grein kemur inn á þessa golfsiði og yfir höfuð, að bera virðingu fyrir þessari göfugu íþrótt sem golfið er. Golfið á sér tæplega 300 ára sögu og var í raun „heldri manna“ íþrótt hér áður fyrr. Sem betur fer hefur það breyst og allir stunda golf í dag, ungir og aldnir, konur og karlar, börn og fullorðnir - og allir þar á milli. Eftir stendur samt að ákveðnar reglur er gott að halda í heiðri. Þessar 10 siðareglur í golfi eru eftirfarandi: Vertu stundvís Já, eða vertu meira en stundvís. Vertu mættur að lágmarki 10 – 15 mínútum áður en þú átt teig. Það er fátt leiðinlegra en að bíða á teig eftir einhverjum sem ber ekki virðingu fyrir þínum tíma. Svo veistu líka að lágmarks upphitun mun að öllum líkindum leiða til betri frammistöðu. Ekki vera hægasti golfarinn á vellinum Reyndir golfarar munu segja þér að hægur leikur er það leiðinlegasta sem til er svo gerðu þitt besta til að viðhalda eðlilegum leikhraða. Ef þú sérð að þitt holl er að dragast aftur úr hollinu fyrir framan og hollið á eftir þínu þarf mikið að bíða, leggðu þá til að þitt holl hleypi hollinu að aftan fram úr. Þá slakar þú líka betur á því það er óþægilegt að hafa aðra golfara stígandi nánast á hælana á þér. Lagaðu jörðina sem þú ert að leika þér á Þú veist þetta, settu torfur aftur í sárið sem þú bjóst til, það grær strax! Þegar þú hittir flötina af löngu færi, þá eru allar líkur á að hola myndist í flötinni, lagaðu holuna með flatargaffli. Þegar þú lendir í glompu, skildu þá við hana eins og hún var áður en boltinn þinn lenti í henni. Ekki líta á golfbolta sem gull! Ef þú týnir golfbolta, þá var þetta bara golfbolti og hann kostar ekki svo mikið. Ekki eyða meira en þremur mínútum að leita. Ef þú slærð þangað sem þig grunar að þú munir lenda í vandræðum með að finna boltann, sláðu þá strax varabolta. Þau eru fá þyngri skrefin, en þurfa að labba aftur á þann stað þaðan sem slegið var. Mundu að taka fram að áfram sé varabolti sleginn ef ennþá á eftir að leita að fyrri bolta. Slökktu á símanum Þú ferð í golf til að aftengjast umheiminum, njóttu þess almennilega og slökktu á símanum, hið minnsta slökktu á hringingunni! Ef þú ert svona mikilvæg/ur, athugaðu þá hvort einhver hafi verið að reyna ná í þig og fáðu leyfi meðspilara til að hringja til baka ef þú telur það nauðsynlegt. Hafðu stjórn á skapi þínu Það er einfaldlega ekki í boði að blóta, bölva og kasta golfkylfum hingað og þangað á golfvelli! Bæði kemur það meira niður á þínum leik – og þú truflar meðspilara þína. Teldu alla vega upp á 10 áður en þú missir þig. Ekki trufla meðspilarana þína Reyndu að vera hljóður á meðan meðspilarar þínir eru að slá. Of mikil læti geta líka truflað golfara á öðrum brautum, teigum eða flötum. Slökktu einfaldlega á útvarpinu þínu. Ekki vaða á undan meðspilurum þínum og ef þú gengur í veg fyrir meðspilara þegar hann/hún er að fara að slá, þá þarftu jafnvel að taka eina róandi og reyna slaka þér aðeins! Hvernig viljum við meðhöndla flaggstöngina? Ef meðspilarinn biður þig um að halda í stöngina, passaðu þá að flaggið sé ekki að bærast um í vindinum, haltu því samhliða stönginni. Ef þú ert beðinn um að taka stöngina upp úr, leggðu hana þá fyrir utan flötina, bæði getur hún skemmt flötina og eins truflað meðspilarann.

Ekki ganga inn á flötina með golfpokann þinn – og að sjálfsögðu ekki kerruna! Við viljum vernda flötina eins mikið og við getum og aukin þyngsl búa til meiri þrýsting sem geta skemmt flötina. Auðvitað þurfti ekkert að segja þér að fara ekki með golfkerruna inn á flötina… Vertu snyrtilegur og vel til fara á golfvelli. Bíddu með bjórinn þar til eftir hring. Golfið er heldri manna íþrótt, berum virðingu fyrir leiknum. Verum flott til fara, gallabuxur eru t.d. kauðalegar. Bjórinn er sjaldan eins góður eins og eftir 18 holu hring, höldum í okkur þangað til inn í skála er komið – þá verður hann líka betri.

Hvað þarf ég til að byrja í golfi? – Kylfur og útbúnaður Rétt val á kylfum hefur góð áhrif á útkomuna hjá kylfingum og þá sérstaklega hjá byrjendum. Ekki er nauðsynlegt að byrja með fullkominn útbúnað hvað varðar fjölda kylfa og slíkt. Golfkylfur hafa þróast gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Það er alls ekki mælt með því að byrja með „fornar“ blaðkylfur með leðurgripum frá frænda þínum sem hann ætlaði að henda á haugana. Það er leyfilegt að vera með 14 kylfur í pokanum en byrjendur komast af með 3 – 4 kylfur til að byrja með. Margir sérfræðingar mæla með 6-járni, 8-járni og fleygjárni (PW) ásamt pútter í upphafi. Næst væri hægt að bæta við blendingskylfu (hybrid) sem er 18-21 gráður. Gráður? Allar golfkylfur eru með mismunandi gráður á höggfletinum. Hærri gráðutala þýðir að boltinn flýgur hærra. Því hærri sem talan er, því vinalegri er kylfan fyrir byrjendur. Ef þú ert að byrja í golfi og ætlar að kaupa þér dræver, prófaðu að slá með dræver með 10 gráðu halla á höggfletinum eða meira. 3-tréð ætti að vera 17 gráður en ekki 15 gráður og þannig fikrar þú þig áfram í kylfuvalinu. Nýttu þér tæknina sem er í boði en margar kylfur eru hannaðar fyrir byrjendur. Sem dæmi má nefna að kylfur með þykkum botni virka betur fyrir þá sem eru að byrja í golfi en þunnar kylfur eru hannaðar fyrir kylfinga sem eru lengra á veg komnir. Golfboltar? Það er ekki nauðsynlegt að byrja golfferilinn með dýrustu boltunum. Reglan er einföld. Ef þú týnir mörgum boltum á hring notaðu þá ódýra bolta. Mestu máli skiptir að boltinn henti sveifluhraða þínum. Atvinnukylfingar slá fastar í boltann en þú og boltinn sem þeir kjósa er harður. Það eru til margar tegundir af boltum og þeir eru mismunandi mjúkir. Fyrir byrjendur er gott að nota mjúka bolta og þegar sveiflan verður hraðari er hægt að fikra sig áfram á þessu sviði. Fatnaður? Það er ekki nauðsynlegt að vera í sérstökum golffatnaði til þess að byrja með. Íþróttaskór duga vel í byrjun og hefðbundinn útivistarfatnaður sem er þægilegur þegar allra veðra er von. Golffatnaður er hannaður til þess að kylfingum líði vel þegar þeir eru að slá og hreyfa sig úti á golfvellinum. Hafðu samband við þinn golfklúbb Flestir golfklúbbar landsins bjóða upp á námskeið fyrir þá sem eru að byrja í golfi. Það eru allir tilbúnir að hjálpa þér í þeim efnum. Einnig er hægt að leita til þeirra sem eru með PGA kennararéttindi en þeir eru fjölmargir.

4 0 á r a a f m æ l i s r i t G o l f k l ú b b s G r i n d aví ku r

31


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi Hugum að öllum þáttum árangurs: NÆRINGU – ÆFINGUM – SVEFNI – SÁLARLÍFI

T

il þess að ná árangri í erfiðri íþrótt þarf að huga að öllum þessum þáttum og tengja þá alla saman, því „enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn“. Ef t.d. næringin er ómarkviss og léleg eru meiri líkur en minni að það bitni á árangrinum á golfvellinum. Flestir leggja mikið í æfingar og mót á golfvellinum og eru með flottustu og bestu kylfurnar og annan útbúnað en eru svo með súkkulaðistykki og koffíndrykk í pokanum til að næra sig! Með þessu er miklu meiri líkur á meiðslum, veikindum (veikt ónæmiskerfi) og að þú verðir langt frá þeim árangri sem þú stefndir að. Leggið líka áherslu á að ná 7 – 8 klst. nætursvefni (fullorðnir einstaklingar) og það mun skila mun betri árangri í golfinu, því í svefni erum við byggja okkur upp og endurnýja líkamann. Það má því segja að með því að ná góðum og endurnærandi nætursvefni séum við á æfingu, því líkamlegu og andlegu áhrifin af góðum svefni eru meiri en af hörkuæfingu. Sálarlífið er líklega það svið árangurs sem skilur milli þeirra sem skara fram úr og þeirra sem eru sífellt að reyna það án þess að takast. Ef þú hefur óbilandi trú á þér og þínum verðleikum þá eru mun meiri líkur á því að það skili sér í golfinu og lífinu almennt. Sjálfstraust, einbeiting og sigurhugsun er sérlega mikilvæg í golfi þar sem ein hola eða tvær geta klikkað, það má ekki láta það skemma allan leikinn. „Mikilvægasta sveiflan í golfi er næsta sveifla“ – Ben Hogan Almennt hollt fæði – Góðar daglegar venjur Mikilvægt er að tryggja góða almenna daglega og fjölbreytta næringu með

næringarríkum máltíðum reglulega yfir daginn. Ekki vera í endalausum átökum eða kúrum en þess á milli í rugli næringarlega séð. Á leiðinlegum hversdagslegum þriðjudögum um miðjan vetur er líka mikilvægt að nærast vel eins og í kringum æfingar og mót. Með þessu almenna holla fæði ertu að stuðla að betri svefni, meiri einbeitingu og stöðugri árangri í golfinu. Munum kolvetnin fyrir úthaldið – Besta bensínið Golf er úthaldsíþrótt þar sem iðkendur geta verið á hreyfingu í 4 klst. og orkunotkun getur orðið 1500 – 2000 hitaeiningar í hverjum leik. Besta bensín líkamans í úthaldsíþróttum eru kolvetnin. Þó er mikilvægt að nærast af réttum kolvetnum sem veita langvarandi orku s.s. ávöxtum, grófum kornvörum, haframjöli og baunum en forðast kolvetnamatvörur með viðbættum sykri eins og sætindi, gosdrykki, kökur, kex og kruðerí. Setjum góð kolvetni í golfpokann, en munið einnig að drekka vel með kolvetnunum. Prótein – Frábær til endurheimtar og uppbyggingar Prótein eru m.a. uppbyggingarefni vöðva, taka þátt í efnahvörfum og það orkuefni sem allir íþróttamenn þurfa að huga vel að. Amínósýrur eru byggingareiningar próteins og það eru 20 amínósýrur sem mynda prótein og 9 af þeim eru lífsnauðsynlegar því líkaminn getur ekki myndað þær sjálfur. Því er mikilvægt að neyta próteina sem innihalda allar þessar lífsnauðsynlegu amínósýrur. Unbroken er niðurbrotið laxaprótein með stökum amínósýrum eða dí- eða

Hraunsvík 32

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur trípeptíðum (tvær eða þrjár amínósýrur) og því mjög fljótt upptekið, þetta tryggir mjög hraða endurheimt. Auk þess inniheldur það allar nauðsynlegu amínósýrurnar, þar af BCAA (branched chain amino acids). Prótein í bland við kolvetni er öflugt í endurheimt eftir æfingar. Á mjög löngum golfæfingum og mótum mætti taka fjórar Unbroken töflur, eina fyrir æfingu, aðra á fyrstu 9 holunum, þriðju á seinni 9 og svo þá fjórðu í lok æfingar/hrings. Á léttari dögum er æskilegt að taka 2 – 3 töflur á dag. Drekkum nægan vöka Vatn er lífsins vökvi og þurfum við að gæta vel að því að fá nægan vökva og sérstaklega þegar íþróttir eru stundaðar. Hlutverk vatns í líkamanum er m.a. að stjórna hitastigi líkamans, bera næringarefni og súrefni um líkamann, smyrja liði og vera höggdeyfir. Heilinn er um 73% vatn og vatn hjálpar til við meltingu matvæla.


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Stefna ætti að því að drekka a.m.k. 2 l af vatni á dag (8 vatnsglös) og meira á dögum sem við svitnum og æfum mikið. Við ættum að drekka um 500 ml á klst. miðað við meðal álag en 750 ml – 1l á klst. ef álagið er mjög mikið og sérstaklega í miklum hita. Þegar mikið er svitnað og erfiðað er gott að vera með kolvetnadrykk með steinefnum. Sá drykkur ætti að vera um 6% sykurlausn og hægt er að búa hann til heima hjá sér með því að blanda 600 ml af ávaxtasafa í 400 ml af vatni og bæta við hálfri teskeið af salti. Það er hægt að líta á litinn á þvaginu til að sjá hvort við séum að drekka nóg, þvagið á að vera ljósgult en ekki dökkt. Við erum að drekka of mikið ef þvagið er litlaust. Unbrokentafla í 500 ml af vatni er frábær leið til að bæta vökva- og steinefnatap

hvort sem það er á golfhring eða dagsdaglega. Í hverri töflu eru steinefni eins og kalíum, natríum, magnesíum og kalk. Forðumst mikið koffín Koffín er mikið selt og neytt í kringum íþróttir. Það er mikið auglýst til orku- og árangursbætingar en staðreyndin er sú að koffín er meiri „túrbína“ í styttri spretti en í heilu og hálfu golfhringina þar sem langvarandi orka er mikilvægust. Að nærast bara á koffíni í golfi er dæmt til að mistakast og getur einnig haft neikvæð áhrif á einbeitingu sem er mjög mikilvæg í golfi. Skynsamleg notkun og kaup fæðubótarefna Þið tryggið góðan árangur í golfi með hollu og fjölbreyttu fæði en fæðubótarefni gætu aðstoðað til að ná hámarks árangri. Þó verður að nota þau skynsamlega

og það getur beinlínis verið hættulegt að neyta of mikið af fæðubótarefnum, eins og t.d. fituleysanlegum vítamínum. GSÍ er aðili að ÍSÍ og því er mikilvægt að tryggja að fæðubótarefnin sem þið notið séu 100% “doping free” og séu frá viðurkenndum aðilum. Í því samhengi er vert að benda á það að Unbroken notast við óháðan aðila, “Informed Sports” sem tryggir að fæðubótarefni séu “doping-free”. Forðist fæðubótarefni frá framleiðendum eða endursöluaðilum sem lofa nær ótrúlegum árangri á ótrúlega stuttum tíma. Einnig þarf að forðast fæðubótarefni sem keypt eru “on-line” frá óþekktum framleiðendum, sérstaklega skal vera á varðbergi með fæðubótarefni frá USA þar sem reglugerðir og eftirlit fæðubótarefna eru mun sveigjanlegra en hérlendis.

Motocaddy kerrur vegaljos.is 33


Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum! - segir Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi, frá Borgarnesi

E

kki er hægt að komast neitt hærra í íslensku golfi en að verða Íslandsmeistari, það hlýtur að gefa nokkurn veginn auga leið. Hvað gerir maður þegar því takmarki er náð? Jú, maður reynir við atvinnumannadrauminn en það hafa nokkrir Íslendingar gert í gegnum tíðina. Einn þeirra sem ætlar sér að reyna við þennan draum golfarans er Íslandsmeistari síðasta árs, Bjarki Pétursson frá Borgarnesi. Ég hitti Bjarka í stuttu spjalli og var gaman og athyglisvert að sjá hversu einbeittur hann er í þessari viðleitni sinni. Að sjálfsögðu æfir hann eins og atvinnumanni sæmir en hann lætur ekki þar við sitja, heldur hefur hann tekið matarræðið sitt upp á annað stig og nýtir sér m.a. nýja náttúrulega ofurfæðu sem hentar íþróttafólki og ekki síst golfurum, fullkomlega! Unbroken er ofurfæða sem er unnið úr laxi, er mjög rík af byggingaefnum próteina en kostur þessa ofurfæðu er að endurheimt (e. recovery) eftir æfingu eða leik, tekur mun minni tíma. Fyrir golfarann er Unbroken fullkomið því hver þekkir ekki að gúffa í sig súkkulaðistykki eftir níu holur til að ná sér í skyndiorku? Unbroken hentar fullkomlega sem orkugjafi á golfhring og hlakka ég persónulega mjög mikið til að prófa þessa vöru. Það var ekki síst eftir spjallið við Bjarka sem ég sannfærðist ennþá betur en spjall okkar var minnst um Unbroken, mestur tíminn fór í að ræða ferilinn og það sem framundan er. Þessi grein var unnin í samvinnu við Unbroken. „Ég fæddist nánast á golfvellinum í 34

Borgarnesi. Foreldrar mínir tóku mig með í barnavagninum en þau eru miklir golfarar og þ.a.l. gaf augaleið að ég myndi byrja í golfi. Til er mynd af mér hjá ömmu minni þar sem ég held á golfkylfu sem var stærri en ég. Ég er því mjög snemma byrjaður að spila golf og byrjaði svo markvisst að æfa á bilinu 8 – 10 ára gamall. Unglingastarfið í Borgarnesi var fínt á þessum tíma, þar komu góðir þjálfarar að eins og Siggi Hafsteins, Kristinn Bjarnason og Guðmundur Daníelsson. Ég náði fljótt fínum tökum en tók síðan virkilegum framförum þegar ég komst í U-14 ára landsliðið. Þá fór ég að vinna með Arnari Má Ólafssyni sem þá var landsliðsþjálfari en hann flutti síðan til Þýskalands. Í raun elti ég hann þangað og hef oft dvalið hjá honum við golfæfingar en hann er kominn aftur til Íslands og farinn að þjálfa í GKG og er ég hjá honum í dag.“ Eins og margir afrekskylfingar gera, þá fór Bjarki til Bandaríkjanna í háskólagolfið: „Ég komst á skólastyrk vegna golfsins í Kent state í Ohio fylki en þessi skóli er með mjög öflugt golf-prógramm og til að mynda vorum við níundi besti skólinn í Bandaríkjunum á þriðja árinu mínu í skólanum. Margir af þeim sem ég mætti á þessum tíma eru komnir á PGA-túrinn í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu bætti ég mig mikið sem kylfingur á þessum tíma en ég kláraði líka námið og útskrifaðist árið 2019 í fagi sem á ensku heitir Communications, í raun nokkurs konar business

gráða. Þetta var lærdómsríkur tími, mikil viðbrigði að fara læra á ensku svo fyrsta árið var ákveðin aðlögun en um leið og ég komst betur upp á lagið þá kom góð stígandi í spilamennskuna.“ Íslandsmeistaratitillinn í fyrra var fyrsti sigur Bjarka í fullorðinsflokki á Íslandi: „Á háskólaárunum dvaldist ég mikið á sumrin í Þýskalandi hjá Arnari Má en tók þó þátt í einhverjum mótum hér á landi, t.d. lenti ég í öðru sæti í Íslandsmótinu á Akureyri árið 2017, var þá höggi á eftir Birgi Leifi. Íslandsmeistaratitillinn í fyrra var fyrsti sigur minn í golfmóti á Íslandi, ég efa að margir íslenskir kylfingar hafi byrjað á þeim stærsta í sinni titlasöfnun. Sigurinn á Íslandsmótinu var auðvitað sætur, ég leiddi með tveimur höggum eftir fyrri níu holurnar á lokadeginum en datt svo í eitthvað „zone“ á seinni og fékk m.a. fimm fugla í röð og endaði á að vinna mótið með átta höggum.“ Eftir að toppnum er náð á Íslandi þá er það bara atvinnumennskan: „Ég skilaði áhugamannaréttindum mínum inn í fyrra og gerðist atvinnumaður en það kemur samt ekki í veg fyrir að ég geti spilað í mótum hér á landi. Ef væri ekki fyrir COVID þá væri ég farinn út til að undirbúa mig sem best en óvissan er bara ansi mikil ennþá. Ég var úti í átta vikur í byrjun síðasta árs og spilaði á fjórum mótum á mótaröð sem heitir Nordic league. Ég er með keppnisrétt á Challenge túrn-


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

um en mótin þar byrja ekki fyrr en í maí en vegna þessa COVID ástands þá veit ég ekki alveg hvernig ég mun haga þessu. Það er ansi flókið að þurfa taka 5 – 7 daga sóttkví sitthvoru megin við mót erlendis svo ég þarf kannski aðeins að velja hvaða mót henta hverju sinni. Í framtíðinni er stefnan sett á að komast inn á Evróputúrinn en Birgir Leifur er sá eini sem hefur komist inn á þann túr. Svo ætla ég mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum, ég ætla mér eins langt og ég hugsanlega get og PGA er toppurinn.“ Bjarki veit að matarræðið skiptir miklu máli fyrir íþróttamanninn: „Unbroken var kynnt fyrir mér í fyrra og ég gæti varla mælt meira með þessari frábæru vöru! Ég hef heyrt hjá öðru afreksíþróttafólki sem er að nota Unbroken og sérstaklega hjá þeim sem eru að erfiða mikið, að endurheimtin tekur mun minni tíma með því að nýta sér Unbroken. Íþróttafólk sem er komið af sínu léttasta skeiði og þarf meiri tíma til að endurheimta 100% orku, er gengið í endurnýjun lífdaga með tilkomu þessa frábæra efnis. Mér sem golfara þótti þetta mjög áhugavert og ákvað að kynna mér þetta betur og þvílíkur munur! Hér áður fyrr var maður að fá sér einhvern orkudrykk eða súkkulaði-orkustykki eftir níu holur og skaut blóðsykrinum upp í hæstu hæðir og það dugði í 2-3 holur en svo datt það ástand niður og maður var kannski hálf orkulaus næstu holur á eftir. Þannig nærðu ekki að halda stöðugleika í sveiflunni og þ.a.l. eru ansi miklar líkur á að skorið verði verra. Með því að blanda Unbroken í brúsa og súpa af og til á golfhringnum, þá líður mér eins og ég sé flöt lína, er alltaf með fulla orku. Það er í raun eins og búið sé að melta fæðuna fyrir þig, þú færð „instant“ orku beint í kerfið, hreint, hollt og orkumikið prótein beint í æð er fagur söngur í mín eyru! Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað svefninn hjá mér hefur lagast mikið eftir að ég byrjaði að nota þessa vöru. Maður er þreyttur eftir 18 holu golfhring og það er í raun magnað hvað maður er fljótur að jafna sig og þ.a.l. verður svefninn betri en fyrir afreksíþróttafólk þá er svefninn auðvitað mjög mikilvægur!“

Í lokin sýndi Bjarki Húsatóftavelli í Grindavík mikinn áhuga, veit hversu snemma völlurinn opnar á vorin og þegar ég sagði honum frá afmælismótinu um miðjan maí komst kappinn allur á flug, nánast pantaði að fá

að vera memm í holli – já eða kannski var það ég sem hafði orð á því fyrst… Ef út í það fer mun ég óhræddur leggja undir á móti Íslandsmeistaranum – í punktaleik…

Dark Blue CMYK: 100c + 74m + 10y + 40k Pantone: 654 RGB: 0r + 58g + 112b #003A70 Red CMYK: 0c + 100m + 100y + 0k Pantone: 485 RGB: 218r + 41g + 28b #DA291Cv

35


4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Gr indav íkur

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

S

tofnfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn í barnaskólanum 14. maí 1981. Fjölmargir sóttu fundinn, m.a. Guðni Ölversson, Bjarni Andrésson, Jón Guðmundsson, Jóhannes Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Bragi Ingvarsson, Magnús Þorláksson, Þorsteinn Óskarsson, Halldór Ingvason, Sævar Þórarinsson, Halldór Þorláksson, Sveinn Sigurkarlsson, Aðalgeir Jóhannsson, Sigurgeir Guðjónsson, Björgvin Gunnarsson, Arnar Sigþórsson, Jakob Eyfjörð Jónsson, Gunnar Sigurgeirsson og Birgir Ingvason. Halldór Ingvason gerði grein fyrir tildrögum að stofnun klúbbsins og kom þar fram velvild Jóhanns Möller í garð golfáhugamanna í Grindavík, en Jóhann hefur boðið afnot af velli þeim, sem hann hefur gert ásamt konu sinni á flötunum fyrir neðan Húsatóftir. Einnig gerði Halldór grein fyrir drögum að lögum fyrir félagið en þau lög hafa að mestu verið sniðin eftir lögum Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru. Allir mættir fundermenn voru samþykkir stofnun klúbbs, og var því gengið til stjórnarkjörs. Eftirtaldir menn voru kosnir í aðalstjórn: Sveinn Sigurkarlsson formaður, Halldór Ingvason ritari og Sigurgeir Guðjónsson gjaldkeri. Bjarni Andrésson, Sævar Þórarinsson og Halldór Þorláksson í varastjórn. Endurskoðendur:

Eiríkur Alexandersson og Björgvin Ólafur Gunnarsson. Að lokum gerði formaður grein fyrir þeim endurbætum sem gera þyrfti á landi því sem klúbburinn nú hefði til afnota, og þeirri vinnu, er félagsmenn yrðu að leggja af mörkum. Og í því framhaldi yrði leitað eftir möguleikum til stækkunar golfsvæðis og framtíðarmöguleikum. Ársgjald var ákveðið á fundi kr. 500. fyrir meðlimi eldri en 16 ára. Síðar ákveðið gjald þeirra yngri.

36

4 0 ára af mælis r it G olf k lúb b s G r ind a v í k u r


HOLLT, F ERSKT OG

FJÖLBREYT ILEGT !

F INNDU F ERSKLEIKANN www.fresco.is 37


Byggðu umhverfisvænt hús -úr krosslímdu tré

Stór eða lítil

- allt eftir þínum óskum

Af hverju krosslímt tré? – Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla – Léttari en steypa

Umhverfisvæn hús

úr krosslímdu tré

– Frábær einangrun – Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu – Mjög fljótlegt að reisa

Bjóðum einnig

glugga, hurðir og utanhússklæðningar sem hæfa þínu húsi

– Einstakir burðareiginleikar – Jarðskjálftaþol eins og best getur orðið – Þynnri veggir - meira innra rými – Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi

Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX

www.idex.is 38

Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 4 12 170 0 - idex @idex. is


39


4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Gri n dav íkur

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“ - Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins

Á

síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað á Húsatóftavelli eins og íslenskir golfarar, sem notið hafa vallarins á síðustu árum, hafa tekið eftir. Miklar framkvæmdir og vallarbreytingar áttu sér stað á árunum 2015 – 2018, sér í lagi á og við brautir 1, 2, 3, 13, 14 og 17. Samstarfssamningur GG við Bláa Lónið um uppbyggingu og breytingar á vellinum gerðu þessar framkvæmdir mögulegar en Bláa Lónið lagði um 65 mkr til uppbyggingarinnar. En hvernig kom til þessa samstarfs? Ég fékk forstjóra Bláa Lónsins í viðtal og spurði hann nánar út í samstarfið og hvernig hann sjái fyrir sér svæðið vaxa og dafna til framtíðar litið. „Bláa Lónið hefur allt frá stofnun lagt mikla áherslu á samfélagsábyrgð og hefur nálgun Bláa Lónsins að málaflokknum tekið mið af þróun fyrirtækisins og samfélagsins hverju sinni en í henni felst m.a. ábyrgð gagnvart náttúru, samfélagi og sjálfbærni“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. En félagið hefur í gegnum tíðina lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjölbreytt verkefni sem snúa m.a. að íþróttaog æskulýðsmálum í heimabyggð, sem og menningar-, heilbrigðis- og umhverfismálum almennt.

Allir Grindvíkingar þekkja Bláa Lónið og hafa fylgst með félaginu vaxa og dafna síðustu áratugi en það mun fagna 30 ára afmæli sínu á næsta ári. Á árinu 2018 var opnað Retreat hótel, hágæða lúxushótel, sem er annað tveggja hótela sem Bláa Lónið rekur á svæðinu. „Við sáum fyrir okkur samstarfstækifæri

Hvað ertu með í forgjöf? 18,5 Hvað er þitt besta skor á Húsatóftarvelli? 32 punktar – alltaf ein eða fleiri sprengjur! Hver er uppáhalds golfholan á Húsatóftarvelli? 5.hola – Blue Lagoon holan Hver er uppáhalds kylfingur, íslenskur og erlendur? Bestu íslensku kylfingarnir sem við höfum átt eru Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Sá erlendi er Rory McIlroy. Hefurðu farið holu í höggi? Ef já, lýsing. Ef nei og varst nálægt, lýstu því. Nei, en hef nokkrum sinnum verið nálægt. Man ekki eftir einstökum tilvikum enda snýst málið um að fara holu í höggi! Hvernig kylfur notarðu? Ping járn og Titleist tré. Scotty Cameron pútter Uppáhalds kylfa? Driver og pútter Hvað drive-arðu langt? 200 metra þegar best lætur Styrkleiki í golfi? Drive og pútt

40

á þessum tíma. Á sama tíma og við gátum stutt við uppbyggingu vallarins á svæðinu gafst okkur tækifæri á að bjóða erlendum gestum okkar að njóta golfs á Íslandi og vallarins í Grindavík - njóta þessa einstaka samblands hrauns og sjávar á sama golfvellinum. Það hefur mælst vel fyrir þó svo að margir gesta okkar séu vanir töluvert betri


veður- og vallarskilyrðum. Það er upplifun fyrir alla að koma og spila Húsatóftavöll, svo ekki sé talað um á sumarkvöldi, í einstakri birtu og kyrrð.“ En hvar liggja tækifærin til framtíðar? Grímur er ekki í nokkrum vafa um að Reykjanesið í heild sinni, Jarðvangurinn og sérkenni hans eigi mikið inni. „Við sem þekkjum svæðið vitum að náttúra þess og jarðsaga er einstök. Ég held að með eldgosinu, sem við erum að upplifa þessa dagana, séum við í dauðafæri að koma Reykjanesi almennilega á kortið. Ef okkur auðnast að byggja svæðið áfram upp með vernd og sjálfbærni í huga er ég ekki í nokkrum vafa um að næsti „Gullni hringur“ verði einmitt á milli helstu kennileita svæðisins. En það er okkar að búa rétt um hnútana. Tækifærin eru til staðar enda hefur svæðið uppá mjög margt stórfenglegt og einstakt að bjóða auk þess sem í tengingunni við UNESCO liggja tækifæri út af fyrir sig.“ Allt nærsamfélag nýtur góðs af slíkri þróun. „Þannig sé ég t.d. fyrir mér að aukinn fjöldi gistinátta á Reykjanesi muni strax skila sér í enn meiri aðsókn í golf í Grindavík og styðja þannig stoðir vallarins svo dæmi sé tekið. Það gerist þó ekki að sjálfu

Ólafía María sem Bláa lónið styrkir, að gefa eiginhandaráritun í kvennamóti Bláa lónsins. sér. Það er vallarins að sækja fram, tryggja almenna og góða upplýsingagjöf og halda vellinum í toppstandi þann tíma sem opið er.“ „Ég hef fylgst með vellinum vaxa og dafna þá áratugi sem ég hef verið í tengslum við svæðið. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með framsýninni, þrautseigjunni og dugnaðinum sem hefur einkennt þá sem

hafa staðið í stafni og komið vellinum á þann stað sem hann er í dag. Ég vil nota tækifærið og óska Grindvíkingum til hamingju með afmælið. Ég er viss um að um leið og völlurinn er mikilvægur fyrir heimamenn hefur hann alla burði til að styðja við og efla enn frekar samfélagið allt til framtíðar litið.“

Umsagnir um Húsatóftavöll Eyjólfur Kristjánsson, tónlistarmaður: “Ég hef spilað golfvöllinn í Grindavík alloft og finnst það mjög skemmtilegt. Landslagið mjög flott og margar holur bjóða uppá ýmsar útfærslur og klækindi. Sérstaklega finnst mér gaman að spila heimreiðina eða 16., 17. og 18. holu.”

Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona: „Sumar af mínum bestu golfminningum eru frá Húsatóftavelli frá Íslandsmóti 35+ árið 2018, þegar að ég vann 2. flokk. Þá spilaði ég besta golfhring sem ég hef nokkurn tímann spilað, 75 högg. Frá því að ég spilaði völlinn fyrst hefur hann heillað mig, skemmtilegur völlur í fallegu umhverfi, enda reyni ég að spila völlinn á hverju ári.“

Helga Möller, söngkona: „Það er alltaf gaman að spila Húsatóftavöllinn. Hann kemur yfirleitt vel undan vetri og sjávarlyktin er dásamleg. Skemmtilega blandaður sjávarumhverfi og hrauni og margar miserfiðar holur sem reyna alveg á þolinmæðina. Ég hlakka til að spila völlinn í sumar.“

Sigga Beinteins, söngkona: “Ég hef heyrt frábærlega af Húsatóftavelli látið en hef því miður ekki enn komist til að spila hann. Mun ekki klikka á því í ár og hlakka til! Ég veit að þessi völlur opnar mun fyrr en vellirnir í höfuðborginni og eigum við ekki að segja að ég mæti í vor!”

41


4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

S

egja má að Húsatóftavöllur eigi sér fjórar birtingarmyndir, jafnvel fleiri en í þessum pistli verður aðallega rifjað upp hvernig völlurinn var þegar hann fór úr 9 holum í 18 eins og hann er í dag og ekki síst, verður metshafa viðkomandi vallaruppskriftar getið. Eins og fram hefur komið þá var Golfklúbbur Grindavíkur stofnaður árið 1981 og til að byrja með voru þær fjórar holur sem Jóhann Möller bjó til á bökkunum spilaðar. Eftir stofnun fór völlurinn í sex holur og líklega á öðru starfsári, var völlurinn orðinn níu holur, áfram fjórar holur á bökkunum og fimm holur fyrir ofan veg. Spilaðir tveir hringir til að klára 18 holu hring. Árið 2002 og bættust fjórar holur við, ein á bökkunum og þrjár fyrir ofan veg. Þá voru bakkanir spilaðir tvisvar sinnum til að klára 18 holu hring. Árið 2012 rann upp stór stund hjá grindvískum golfurum þegar alvöru 18 holu golfvöllur loksins opnaði. Allar nýju holurnar voru fyrir ofan veg. Árið 2019 tók völlurinn svo frekari breytingum þegar nýrri holu var bætt við á bökkunum og þeirri þriðju, hinni svokölluðu „dog-leg“ braut var slaktað. Ekki nóg með það heldur tóku allar holurnar fyrir utan þá sextándu miklum breytingum. Ný hola varð til, sú fyrsta sem spiluð er á bökkunum, par 5 hola. Á eftir henni er 14. holan spiluð á gamla fyrsta grínið á bökkunum sem par 3 og svo breyttist par 5 holan meðfram sjónum mjög mikið, með nýj-

um teigum sem bjóða upp á frábært útsýni yfir fjöruna og hafið, og flötin færðist aftar. Að lokum lengdist síðasta holan á bökkunum og er auk þess umkringd tjörnum. Fyrir liggur að breyta holu eitt en búið er að búa til nýja teiga og verða þeir fremri teknir í notkun strax í sumar. Flötin mun færast aftar en ekki ákveðið þegar þessi orð eru skrifuð, hvenær það muni gerast.

Methringur á 9, 13 og 18 holu völl

9 holur völlur til ársins 2002: Guðmundur Stefán Jónsson, 65 högg árið 1998

42

13 holu völlur til ársins 2012: Davíð Arthur Friðriksson, 65 högg árið 2010

18 holur völlur til 2019: Helgi Dan Steinsson, 64 högg árið 2017 18 holu völlur frá 2020 Helgi Dan Steinsson, 65 högg árið 2020.


40 ára a fmæ lisr it Golfk lúbbs Gr i n d a ví ku r

Sími 561 9950

Við styðjum Golfklúbb Grindavíkur

Uppspretta ánægjulegra viðskipta

Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur

KÆRI ÍBÚÐAREIGANDI Ef þú vilt selja eða kaupa eða ert með einhverjar spurningar varðandi fasteignamarkaðinn, heyrðu þá endilega í mér í síma 773 7617 eða sigrun@fastlind.is Heyrumst

Sigrún Ragna Sigurðardóttir Löggiltur fasteignasali

773 7617 sigrun@fastlind.is

Allir kaupendur og seljendur fá

Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt hjá eftirfarandi fyrirtækjum

www.fastlind.is

43


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Traustir Áreiðanlegir Endingargóðir

Allir golfbílar GKG eru EZGO.

MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544 4656 | www.mhg.is

44

ÞJÓNUSTA ehf.


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Við óskum Golfklúbbi Grindavíkur innilega til hamingju með afmælið

45


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst! H

eldri kylfingar GG, karlarnir og jafnvel stundum kallaðir gömlu karlarnir, er hópur flottra manna sem flestir áttu þátt í stofnun klúbbsins fyrir 40 árum. Þeir eru duglegir við að spila allan ársins hring, hafa t.d. spilað á Gamlársdegi! Ég ákvað að taka viðtal við þessa frumherja GG og áttu þeir allir að mæta kl. 13 í golfskálann. Degi fyrr hafði ég hitt Gauja frænda (Guðjón Einarsson, 74 ára) og hann sagðist boða sína félaga í skálann daginn eftir. Kl. 13 voru mættir þeir Halldór Ingvason (81 árs), Edvard Júlíusson (87 ára), Sveinn Ísaksson (76 ára), Aðalgeir Jóhannsson (70 ára) og Gísli Jónsson (82 ára). Ekkert bólaði á Guðjóni og þeim sem hann átti að boða… Ég hringdi og hugsanlega er ellikerling farin að klípa Gauja eitthvað í rassinn en hann sagðist varla hafa verið farinn út úr skálanum þegar hann gleymdi að boða félaga sína… Nú voru góð ráð dýr, átti að fresta viðtalinu? Nei aldeilis ekki sögðu þeir sem voru mættir! Það væri líka bara fínt að taka viðtölin í tveimur hollum því þeir sem ekki mættu væru hvort sem er ekki oft að spila á sama tíma, væru í raun ungir kettlingar og ættu ekkert erindi við þetta heldri-manna-borð! (Undirritaður tók að sjálfsögðu strax eftir kímninni og skynjaði strax að nettur metingur væri á milli þessara golfsveita). Hvenær byrjuðu þessir karlar að spila svona eins og þeir gera flesta daga ársins? Halldór tók fyrstur til máls: „Ætli séu ekki orðin einhver 15 – 20 ár síðan við byrjuðum að spila golf á þennan máta en í talsvert langan tíma hefur tíðkast hjá okkur eldri kynslóðinni, að hittast úti á golfvelli kl. 13 og svo er spilað. Helga konan mín, Margrét hans Gísla og fleiri konur koma oft líka og þá eru þær annað hvort á undan eða eftir, þeim finnst skemmtilegra að spila saman og við karlarnir viljum hafa gaman hjá okkur…“ Svenni Ísaks bætti við: „Ég hélt áfram á sjónum eftir að ég varð 67 ára gamall en á milli túra reyndi ég alltaf að hitta á karlana og spila, það hefur gefið mér mikið. Eftir að ég lenti í heilablóðfalli fyrir nokkrum árum þá hafa hinir karlarnir nálgast mig aðeins í getu en ég finn hvernig ég styrkist hægt og býtandi og sé ekki fyrir mér að þeir muni ná mér!“ 46

Frá vinstri: Svenni, Alli, Gísli, Eddi, Gaui, Gunni, Bjarni og Jón.

Alltaf er keppni þegar karlarnir spila, venjulega tveir og tveir saman og samanlagður punktafjöldi ræður úrslitum og spilað er upp á kaffi – stundum fylgir kaka með. Þeir voru sammála um að Svenni sé þeirra bestur og þá sérstaklega áður en hann lenti í heilablóðfallinu en hver þeirra skyldi vera með fallegustu sveifluna? Alli á Eyri vissi að spurningunni væri lúmkst beint að sér og tók til máls: „Ég þykist vita að þessari spurningu sé beint að mér, ég get víst ekki státað af fallegri sveiflu en mér er minnisstætt þegar ég var eitt sinn að spila með nýliða, manni nokk eldri en ég, sem var búinn að vera hjá kennara. Eftir fyrsta upphafshöggið mitt glotti hann við tönn en ég fékk nú samt par á holuna á meðan hann eðlilega sem nýliði, sló rúm 10 högg. Ég átti teiginn á næstu og eftir upphafshöggið þá sprakk þessi ágæti maður úr hlátri og sagði hátt og skýrt; „sjá hvernig þú slærð!“ Félagar mínir gauka þessum frasa stundum að mér í góðu tómi.“

Er eitthvað eftirminnilegt frá þessum árum, einhver góð högg t.d.? Gísli: „Ætli ég eigi ekki besta höggið, fór holu í höggi 18. holu um daginn! Ég ætti kannski að skrá mig í Einherjaklúbbinn! Í minningunni þarf ég nú oftast að reiða fram veskið og kaupa kaffið í lok dags en mér hefði nú fundist eðlilegt að félagarnir hefðu verðlaunað mig fyrir þetta draumahögg en allt kom fyrir ekki! “ sagði Gísli kíminn. Svenni var fljótur að bæta um betur: „Ég get toppað þetta! Ég fór 6. holuna á Albatros um daginn! [fyrir þá sem ekki vita þá er Albatros þegar slegin eru tvö högg á par fimm holu - innskot blaðamanns] Ekki sjást margir kylfingar á sterkustu mótaröðum heims, mikið yfir fimmtudagsaldri en hvenær tóku þessir heiðurskylfingar eftir því að aldurinn væri farinn að hafa áhrif ? Aldursforsetinn Eddi vildi svara þessari: „Ég hef nú aldrei verið högglangur og hef ekkert spáð í hvort drævin mín séu farin að


styttast, golfið gengur ekki út á hver drævar lengst, heldur á hversu fáum höggum boltinn fer ofan í holuna! Minn styrkur liggur í stutta spilinu og ég hika ekki við að taka pútterinn upp talsvert fyrir utan grín og t.d. náði ég góðu birdie þannig um daginn, var laglega fljótur að taka upp birdiepelann!“ Mér tókst ekki að ná í heiðursmennina Willard Fiske Ólason (85 ára) og Reyni Jóhannsson (81 ára) í fyrstu atrennu og hitti þá eftir að ég var búinn að hitta hin gengin tvö en þeir eru nú meira í golfinu upp á gleðina, hafa ekki tekið þátt í móti og stefna ekki á það. Þess vegna vildu þeir einfaldlega leyfa hinum fuglunum að glíma sín á milli, þeir ætluðu bara að halda áfram að spila sér til gamans en leyfa hinum að vera í sinni pissukeppni… Undanfarið hefur bróðir Willards, Garðar bæst í hópinn en þeir eru báðir Grímseyingar en það voru bara Willard og Reynir sem mættu í viðtal og Reynir var fyrri til að taka til máls: „Það er nú ansi langt síðan ég sveiflaði fyrst kylfu en ég var alltaf á sjó og gaf mér aldrei tíma til að byrja af fullum krafti. Fór svo að spila meira eftir að ég eignaðist hús í Florida og er vanari að spila við þannig aðstæður en það má segja að við Willard höfum byrjað að spila saman þá.“ Willdard bætti við: „Við höfum nánast náð að halda okkur í Florida gírnum því það er svo hlýtt og gott inni í golfbílnum hans Reynis, við erum alltaf sólarmegin í tilverunni.“ Reynir byrjaði mun fyrr að spila en Willard og hefur því verið betri en Willard dregur hratt og örugglega á félaga sinn, Reyni: „Til að byrja með gaf ég Willa eitt högg í forgjöf á öllum holum nema par 3 en honum hefur farið svo mikið fram að ég er hættur að gefa honum nokkurn skapaðan hlut!“ En víkur þá sögunni aftur að Gauja og hans félögum en Gauja tókst að muna að mæta nokkrum dögum seinna og voru mættir með honum þeir Jón Gíslason (78 ára) og Gunnar Oddgeir Sigurðsson (72 ára) en Bjarni Andrésson sem líka er 72 ára var vant við látinn því Gaui gleymdi að boða hann… Það var völlur á þessum meisturum og þeir byrjuðu á að lýsa yfir að þeir væru ekkert gamlir! Þeir hafa ekki verið að mæta kl. 13 ásamt hinum og Jón Gísla sem er 78 ára eins og áður kom fram tók fyrstur til máls: „Ég er nú bara nýlega hættur að vinna, hætti fyrir áramótin þarsíðustu en var þó í smá lausamennsku í COVID-fárinu fyrir Þorbjörn. Mér tókst að spila meira í fyrra en það hentar okkur Gauja og Bjarna betur að spila um miðjan dag eða seinni partinn, þess vegna hef ég t.d. ekki dottið inn í spilamennskuna með heiðursmönnunum sem hittast alltaf kl. 13 en hver veit nema ég eigi eftir að spila með þeim í framtíðinni. Ég er ekki frá því að

Willard og Reynir

þessi auka spilamennska í fyrra hafi skilað sér en ég náði að verða Stigamótsmeistari GG í fyrra.“ [Betur er fjallað um stigamótin í grein á blaðsíðu 53.] Þegar ég spurði þremenningana um hver þeirra væri bestur þá stóð ekki á svari allra í einum kór; „ég er bestur!“ og glottu við tönn en svo drógu þeir aðeins í land og voru sammála um að Bjarni sé þeirra bestur. Meðal annars hefur Bjarni farið tvisvar sinnum holu í höggi og sem betur fer fyrir hann var Jón Gísla vinur hans ekki eina vitnið… Gaui segist líka hafa farið holu í höggi en þar sem Geiri vinur hans á Vörinni var eina vitnið, þá er það hér með dregið í efa… Gunni bætti við: „Ég ólíkt þessum kálfum, var með fullt af vitnum þegar ég fór holu í höggi á 5. holunni fyrir nokkrum árum. Að sjálfsögðu tók ég draumahöggið í móti, ekki bara í einhverju leikgolfi með mínum bestu vinum…“ Ég spurði þá hvernig Ryder-einvígi færi á milli hópanna: Gaui: „Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst. Þeir spila svo frjálslegt golf og ættu kannski séns þannig en ég skora þá

bara á hólm hér með, við skipuleggjum bara Ryder-einvígi, ég er til í að leggja undir!“ Gaui gaf lítið fyrir skot félaganna í hinum hópnum um að hann og hans liðsfélagar væru óttalegir forgjafasvindlarar og því yrði erfitt að leggja þá á velli í svona einvígi… Ég held að grindvískt golfáhugafólk og bara golfáhugafólk yfir höfuð, geti farið að hlakka til þessa einvígis en ljóst er að eitthvað þarf að stokka spilin upp því í raun er um sex á móti þremur að ræða. Gunni „Best“ eins og hann er alltaf kallaður, spilaði oft með Gauja, Bjarna og Jóni en færði sig yfir í golfið kl. 13 því það hentaði honum betur tímalega séð, honum leist vel á að ganga í þetta lið: „Ég hef spilað með þeim áður, ég byrjaði í golfi á undan þeim og lít því á mig sem fyrirliða liðsins. Ég tel mig vera bestan í liðinu enda kallaður Gunni Best. Ég er farinn að hlakka til að taka við sigurlaununum í þessu móti!“ Samningaviðræður standa yfir við Golf Channel um að sýna beint frá þessu móti en ljóst er að selt verður inn á það og kæmi ekki á óvart ef færri komast að en vilja…

47


4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

www.skolamatur.is

VELDU EINA OG

FATAÐU ÞIG!

Hollt, ferskt og eldað frá grunni @skolamatur

@Skólamatur ehf

1.999 kr.

Lausnir í innréttingum fyrir heimili og fyrirtæki www.axis.is

48


www.fermetri.is

Við óskum Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með afmælið

Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is

49


Meistarar, formenn og heiðursmenn Klúbbmeistari karla: 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990 1989 1988 1987 1986 1985 1984 1983

Þór Ríkharðsson Jón Júlíus Karlsson Jón Júlíus Karlsson Helgi Dan Steinsson Kristinn Sörensen Helgi Dan Steinsson Helgi Dan Steinsson Davíð Arthur Friðriksson Kristinn Sörensen Davíð Arthur Friðriksson Davíð Arthur Friðriksson Hávarður Gunnarsson Gunnlaugur Sævarsson Davíð Arthur Friðriksson Gunnlaugur Sævarsson Gunnlaugur Sævarsson Gunnlaugur Sævarsson Davíð Arthur Friðriksson Sigurgeir Guðjónsson Davíð Árnason Davíð Arthur Friðriksson Jóhann Freyr Einarsson Davíð Arthur Friðriksson Gunnlaugur Sævarsson Gunnlaugur Sævarsson Gunnlaugur Sævarsson Gunnlaugur Sævarsson Gunnlaugur Sævarsson Sigurður Jónsson Jón Pétursson Húnbogi Jóhannsson Sigurgeir Guðjónsson Sigurgeir Guðjónsson Guðmundur Bragason Guðmundur Bragason Sigurgeir Guðjónsson Sigurgeir Guðjónsson Sigurgeir Guðjónsson

Klúbbmeistari kvenna: 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 2005 2004

50

Svanhvít Hammer Svanhvít Hammer Svanhvít Hammer Andrea Ásgrímsdóttir Svanhvít Hammer Svanhvít Hammer Gerða Hammer Gerða Hammer Hildur Guðmundsdóttir Svanhvít Hammer Fanný Erlingsdóttir Ingibjörg Grétarsdóttir Hildur Guðmundsdóttir Gerða Hammer Kristjana Eiðsdóttir Ingibjörg Grétarsdóttir Ingibjörg Grétarsdóttir

Golfklúbbur Grindavíkur

40 ára

2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990 1989 1988 1987 1986 1985

Ingibjörg Grétarsdóttir Ingibjörg Grétarsdóttir Hildur Guðmundsdóttir Ingibjörg Grétarsdóttir Fanný Erlingsdóttir Ingibjörg Grétarsdóttir Kristjana Eiðsdóttir Bylgja Guðmundsdóttir Sigrún Sigurðardóttir Kristjana Eiðsdóttir Sigrún Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir Erla Adolfsdóttir Erla Adolfsdóttir Erla Adolfsdóttir Erla Adolfsdóttir Berglind Demusdóttir Bylgja Guðmundsdóttir

Klúbbmeistari unglinga: 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006

Arnór Tristan Helgason Arnór Tristan Helgason Arnór Tristan Helgason Jón Fannar Sigurðsson Bragi Guðmundsson Arnór Tristan Helgason Lárus Guðmundsson Lárus Guðmundsson Lárus Guðmundsson Bjarni Þ. Hallfreðsson Ríkharður Þ. Guðfinnsson Ríkharður Þ. Guðfinnsson Kristján Ragnarsson

2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990 1989 1988 1987 1986 1985

Jósef K. Jósefsson Hólmar Waage Hólmar Waage Óskar Gunnarsson Jósef K. Jósefsson Hjalti Sigvaldason Jóhann Freyr Einarsson Ásgeir Ásgeirsson Guðmundur Bjarnason Guðmundur Ásgeirsson Jón Freyr Magnússon Jón Freyr Magnússon Helgi Rúnar Bragason Ólafur Bjarnason Húnbogi Jóhannsson Guðmundur Örn Guðjónsson Guðmundur Örn Guðjónsson Guðmundur Örn Guðjónsson Guðmundur Örn Guðjónsson

Stigamóstmeistari: 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990 1989 1988 1987 1986 1985 1984

Jón H. Gíslason Sigurður Helgi Hallfreðsson Atli Kolbeinn Atlason Hjálmar Hallgrímsson Atli Kolbeinn Atlason Bjarki Guðmundsson Gunnar O. Sigurðsson Ingvar Guðjónsson Hávarður Gunnarsson Kristinn Sörensen Bergvin F. Ólafarson Hávarður Gunnarsson Hávarður Gunnarsson Guðmundur Valur Sigurðsson Jón Júlíus Karlsson Sigurður Þór Birgisson Davíð Arthur Friðriksson Davíð Arthur Friðriksson Sigurgeir Guðjónsson Guðmundur Stefán Jónsson Guðmundur Stefán Jónsson Hjalti Sigvaldason Guðmundur Stefán Jónsson Jóel Kristinsson Guðmundur Stefán Jónsson Kristmundur Ásmundsson Guðmundur Stefán Jónsson Valdimar Einarsson Eyjólfur Vilbergsson Eyjólfur Vilbergsson Pétur Gíslason Jakob Eyfjörð Aðalgeir Jóhannsson Jón Guðmundsson Berglind Demusdóttir Bragi Ingvason Guðmundur Bragason


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d aví ku r

Formannatal GG:

Gullmerki GSÍ:

2020- 2019 2014-2018 2008-2013 2006-2007 2003-2005 1999-2002 1997-1998 1995-1996 1993-1994 1990-1992 1989 1984-1988 1983 1981-1982

Halldór Ingvason Aðalgeir Jóhannsson

Sverrir Auðunsson Bjarki Guðnason Halldór Einir Smárason Páll Erlingsson Gunnar Már Gunnarsson Hjálmar Hallgrímsson Aðalgeir Jóhannsson Steinþór Þorvaldsson Kristín Mogensen Halldór Ingvason Pétur Antonsson Birgir Ingvason Halldór Ingvason Sigurgeir Guðjónsson Sveinn Sigurkarlsson

Heiðursfélagar GG: Halldór Ingvason Pétur Antonsson Jóhann Möller - Látinn Jakob Eyfjörð Jónsson - Látinn Sveinn Sigurkarlsson Steinþór Þorvaldsson - Látinn Jón Guðmundsson - Látinn Gullmerki GG: Aðalgeir Jóhannsson Arnar Sigurþórsson Bjarni Andrésson Bragi Ingvason Gunnar Már Gunnarsson Hjálmar Hallgrímsson Kristín Mogensen Gunnar Oddgeir Sigurðsson Jón H. Gíslason

Tóftabóndi GG: 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2011 2012 2009 2010 2008 2007 2006 2005 2004

Scott Ramsey Guðjón Einarsson Atli Kolbeinn Atlason Leifur Guðjónsson Atli Kolbeinn Atlason Ingvar Guðjónsson Guðmundur Andri Bjarnason Sverrir Auðunsson Ingvar Guðjónsson Ingvar Guðjónsson Hávarður Gunnarsson Hávarður Gunnarsson Guðmundur Valur Sigurðsson Hávarður Gunnarsson Gunnlaugur Sævarsson Hjálmar Hallgrímsson* Hjalti Sigvaldason Mogensen*

2003 2002 2001 2000

(nafn vantar) Gefðu þig fram við GG Ingvar Guðjónsson (nafn vantar) Gefðu þig fram við GG Ólafur Már Guðmundsson

Bikarmeistari GG: 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990 1989

Sverrir Auðunsson Hávarður Gunnarsson Hávarður Gunnarsson Jón Júlíus Karlsson Jóhann F. Einarsson Hávarður Gunnarsson Leifur Guðjónsson Gunnlaugur Sævarsson Leifur Guðjónsson Gunnlaugur Sævarsson* (nafn vantar) Gefðu þig fram við GG Sigurgeir Guðjónsson (nafn vantar) Gefðu þig fram við GG Guðmundur Jónsson Guðmundur Stefán Jónsson (píp) Davíð Árnason Guðmundur Stefán Jónsson (píp) Jóhann Freyr Einarsson Guðbrandur Bjarnason Davíð Arthur Friðriksson Hafþór Skúlason Davíð Arthur Friðriksson Birgir Ingvason Birgir Ingvason Sigurður Jónsson Valdimar Einarsson

* Óstaðfest

51


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Við óskum Golfklúbbi Grindavíkur til hamingju með afmælið

LÍNU- OG HANDFÆRAVÖRUR stapaprent@stapaprent.is

Öflug þjónusta og gott vöruúrval Óseyrarbraut 28, Hafnarfjörður, s: 5 200 500, isfell@isfell.is, isfell.is

52


40 ára a fmæ lisr it Golfk lúbbs Gr i n d a ví ku r

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara, er hin geysivinsæla Stigamótaröð en fyrir þá sem ekki til þekkja, þá eru haldin 12 mót yfir sumarið og telja þau til stiga og að lokum eru 8 bestu mót viðkomandi kylfings tekin saman og reiknaður út heildarstigafjöldi. Fólk skráir sig á frjálsa tíma frá kl. 13 – 19, skila undirrituðu skorkorti og eru þar með orðnir þátttakendur. Undanfarin ár hafa þessi mót verið spiluð á þriðjudögum en með þann möguleika að færa mótið aftur eða fram um dag ef veðurspá gefur tilefni til. Gefin eru 35 stig fyrir að vinna viðkomandi mót, 30 fyrir annað sætið, 26 fyrir þriðja sætið og koll af kolli alla leið niður í 20. sæti sem gefur eitt stig. Alltaf er verðlaunað líka fyrir besta skor án forgjafar. Undanfarin ár hefur Nettó styrkt Stigamótaröðina þannig að alltaf eru inneignarkort frá Nettó í verðlaun, hentugt fyrir alla. Oft er talað um golfíþróttina sem einu íþróttina þar sem allir geta keppt við alla. Dustin Johnson gæti mætt á teig, fær u.þ.b. -10 í forgjöf og ég gæti att kappi við hann í punktaleik! Eitt af því skemmtilegasta við Stigamótaröðina er að allir keppa við alla. Konur á móti körlum, unglingar á móti gömlum golfurum o.s.frv. Það er einfaldlega sá golfari sem flest stig hlýtur í sínum bestu átta mótum, sem stendur uppi sem sigurvegari. Þó svo að konur hafi jafna möguleika á sigri, þá hefur það bara einu sinni gerst að kona hafi borið sigur úr býtum en fyrrum meðlimur GG, Berglind Demusdóttir heitin vann mótaröðina þriðja árið sem hún fór fram, 1986. Konur og stelpur, koma svo! Þessi stigamótaröð hóf göngu sína þremur árum eftir stofnun klúbbsins 1981, n.tt. 1984 en árið á undan var fyrsta Meistaramót GG haldið. Fyrsti Stigameistari GG var golfari sem hefur verið betur þekktur fyrir körfuboltaiðkun sína, Guðmundur Bragason. Þrisvar sinnum hefur það gerst að sami kylfingur vinnur Stigamótaröðina og verður klúbbmeistari GG á sama árinu. Sigurgeir Guðjónsson reið á vaðið árið 2002 og árið eftir, 2003 tók Davíð Arthur Friðriksson tvennuna. Það var

svo árið 2009 sem Hávarður Gunnarsson endurtók leikinn. Guðmundur Stefán Jónsson (Gummi píp eins og hann er betur þekktur á meðal Grindvíkinga) hefur unnið flesta Stigamótstitla, eða alls fimm (1994, 1996, 1998, 2000 og 2001) Ég ákvað að taka Stigamótsmeistara síðasta árs, Jón Halldór Gíslason tali en segja má að hann hafi átt nokkuð stóran þátt í að gera veg Stigamótanna meiri fyrir u.þ.b. átta árum. Þá var Jón í stjórn klúbbsins og tók sig til og fékk nokkur fyrirtæki til að styrkja viðkomandi mót og var þá fána viðkomandi fyrirtækis m.a. flaggað á mótsdegi. Þetta eru fyrirtækin Íslyft, Rubix, Loft og raftæki, Metal og Scanver. Hvernig stóð á því að Jón fór út í þessa vegferð? „Mér fannst vanta eitthvað upp á þessi mót, það kostaði ekkert í mótin og þátttaka var lítil. Ég fór út af örkinni og hafði samband við þessi fyrirtæki sem voru öll í viðskiptum við Þorbjörn þar sem ég vann og ég var mikið í samskiptum við. Alls staðar var mér vel tekið og þessi fyrirtæki hafa öll haldið tryggð fram á þennan dag fyrir utan eitt sem lauk leik í fyrra. Ég vona að á þessu afmælisári klúbbsins,

verði styrktaraðilum mótsins fjölgað og í mínum draumum verða 12 flott fyrirtæki sem hvert á sitt mót.“ Jón hreppti síðan Stigamótstitilinn í fyrra: „Eftir að ég settist í helgan stein áramótin ´19/´20 þá náði ég að stunda golfið talsvert meira og það leiddi til betri og jafnari spilamennsku. Ég tók þátt í flestum stigamótunum og það get ég Guðsvarið fyrir, að ég lét mig ekki dreyma um að hampa Stigamótstitlinum þegar ég tí-aði upp á fyrstu holunni í lokamótinu. Ég man ekki alveg í hvaða sæti ég var í heildarkeppninni, kannski í kringum áttunda - tíunda sæti en hitti á algeran draumahring, 78 högg sem skilaði mér 45 punktum í keppninni. Þegar leik lauk þá hafði ég nú góða tilfinningu fyrir að hafa unnið þetta tiltekna mót en Helgi sagði mér að hinkra aðeins og í ljós kom að þessir punktar gerðu útslagið, skiluðu mér í efsta sætið og það var óvænt gleði!“ Jón er aldeilis ekki sestur í helgan stein í golfinu: „Það eru orðin ansi mörg ár síðan ríkjandi Stigamótsmeistari varði titilinn og eigum við ekki að segja að það sé kominn tími á það á afmælisári klúbbsins!“ 7.0 m

588 80 40

www.scanver.is

1.23 m

G Í R A R - FÆ R I B Ö N D - R A F M Ó T O R A R - L E G U R

53


4 0 á ra a fmæl i sri t Gol f k l úbbs Gri n dav íkur

BJARKI PÉTURSSON ÍSLANDSMEISTARI Í GOLFI

FÆST Á UNBROKEN.IS

Stólpi Gámar fyrir atvinnulífið Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS, vörulyftur frá Maber og skemmur frá Hallgruppen.

54

www.stolpigamar.is

Hafðu samband 568 0100

Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d aví ku r

Merkið

Landsvirkjun_Merki

Nafnspjöld.indd 1

23/10/2020 09.29.00

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Í SUMAR. Kíkið við á Víkurbraut 62, aðeins 5 mínútur frá golfvellinum. Guðríðarstíg 6-8, 113 Reykjavík www.margtsmatt.is office@margtsmatt.is 585 3500

www.hjahollu.is

&

/hjahollu

55


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Er þetta fallegasta golfbraut á Íslandi?

Þú finnur svör við golfspurningum og nýjustu fréttir af kylfingum alla daga ársins á

kylfingur.is 56


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Að ofan, 14. brautin eftir flóð og að neðan eftir hreinsunaraðgerðir. Hringurinn sýnir hvar 17. flötin er

Stórflóð

í ársbyrjun 2020 Í byrjun síðasta árs flæddi yfir nánast allan neðri völlinn! Helgi Dan Steinsson var búinn að vera u.þ.b. tvær vikur í starfi þegar flóðið reið yfir og tók hann þessar myndir.

Mynd tekin af 16. Teig

16. flötin

15. flötin 57


4 0 á ra a fmæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Lífsreynslusaga á golfvelli:

S*it happens!

V

ARÚÐ! Áður en lengra skal haldið þá ert þú lesandi góður, hér með varaður við þessari lesningu. Ef þú ert hneykslunargjarn, viðkvæmur eða hvað þá klígjugarn, þá skaltu hætta lestrinum núna. Eitt sinn var ég á Akureyri og átti pantað flug um kvöld til Reykjavíkur. Sökum ófærðar var flugið fellt niður og nýtt sett á morguninn eftir – með Twin Otter flugvél eins og Flugfélag Íslands var líka með í þá daga. Tekið skal fram að Twin Otter er 19 sæta flugvél, EKKI MEÐ NEINU KLÓSETTI... Flugið var 7:30 og ég mætti um 7:00 og beið í biðsalnum. Svo eru farþegar kallaðir út í vél á tilsettum tíma og ég stend upp en fæ þá alveg svakalegan sting í magann! Ég horfði á eftir farþegunum út og einhverra hluta vegna datt mér ekki í hug að segja afgreiðslukonunni að ég yrði að fara á klósettið áður en haldið yrði af stað, ég sá einfaldlega fyrir mér að þetta myndi líða hjá... Jæja, flugtakið tókst vel og fljótlega var tilkynnt um flugtímann sem var rúm klst á 58

móti 45 mínútum á Fokker en Fokker ER MEÐ KLÓSETT... Ég sat á fremsta bekk í vélinni og var vélin full ef ég man rétt. Eftir u.þ.b. 20 mínútur fæ ég aðra pílu í magann og mátti hafa mig allan við í rúma mínútu að drulla ekki í buxurnar!! Ég fann kaldan svitann spretta fram yfir tilhugsuninni um þetta slys í háloftunum og flugferðin ekki hálfnuð! Jæja, ég rétt náði að halda þessu í mér og leit á klukkuna og sá mér til mikillar hrellingar að ennþá voru um 45 mínútur eftir af fluginu!!! Ég ákvað að reyna hugsa ekki neitt um þetta og fór að reyna dreifa huganum, las öryggisleiðbeiningarnar og annað hrútleiðinlegt lesefni í vasanum fyrir framan mig... Eftir aðrar 20 mínútur þá fékk ég aftur pílu og mátti ég teygja úr mér öllum í miklum rembingi við að halda gumsinu áfram innandyra, augun í mér stóðu hreinlega á stilkum! Úff... ég fæ nánast kaldan svita þegar ég hugsa um þessi hugsanlegu örlög sem þarna biðu mín! Aftur náði ég rétt svo að halda þessu í

mér og bað bænirnar þess efnis að komast á klósettið í tæka tíð! Ég sá Reykjavík nálgast og þar með ljósið við endann á göngunum. Vélin lenti og allt virtist ætla fara vel en um leið og ég stóð upp þá kom enn eitt skotið og nú voru góð ráð dýr! Ég ruddist fram fyrir alla inni í vélinni og einhverra hluta vegna ríghélt ég um afturendann á mér á meðan ég hljóp inn í flugstöðina (hvað átti höndin að gera ef baráttan myndi tapast?) Ég þekkti eina af afgreiðslukonunum á flugstöðinni og því miður þá tók hún eftir mér þegar ég kom á öðru hundraðinu á leið minni á dolluna. Hún kallaði: „Hæ Sibbi“ og ég rétt náði að öskra eitthvað á þessa leið: „Ég verð að flýta mér á klósettið!“ Sjaldan eða aldrei hef ég verið eins fljótur að girða niður um mig og Drottinn minn dýri hversu ljúft var að setjast á dolluna í tæka tíð! Ég hefði ekki viljað vera næstur á eftir mér inn á þetta klósett... Nokkrum árum seinna eldaði ég kvöldmatinn heima hjá mér og var boðið upp á gamaldags kótilettur í raspi (ástæða þess að ég nefni þetta er að kannski tengist þetta endalokum sögunnar). Ég hafði planað golf eftir kvöldmatinn með Almari Þór Sveinssyni vini mínum en hann rann úr skaftinu svo Arnar nokkur Ólafsson (stundum kallaður Arnar STÓRI til aðgreiningar frá öðrum meistara sem ber sama nafn) hljóp í skarðið fyrir Almar. Golfvöllurinn í Grindavík var 13 holur á þessum tíma og byrjað var að spila bakkana svokölluðu. Þegar við vorum búnir með upphafshöggin á 6. holu sem liggur meðfram golfskálanum þá fékk ég „flashback“ síðan í flugvélinni forðum því ég fékk netta pílu í magann. Ekki var nú vitið meira en það að ég hugsaði með mér að þegar þetta væri liðið hjá, að frábært yrði að klára þessa skák á heimavellinum með gott blað í hönd að loknum golfhringnum... Þegar við vorum komnir eins langt frá skálanum og hugsast gat þá fékk ég annað skot, nokkuð verra en það fyrsta. Ekki hafði ég nú samt miklar áhyggjur, sá bara dolluna heima í hyllingum. Þegar við slóum upphafshöggin á næstsíðustu holunni þá var ég með mitt högg nálægt golfskálanum. Ég sló inn á grín og var í bullandi birdie-séns svo því sé haldið til haga... Fékk þá enn eina píluna og nokkuð verri en þær tvær fyrri. Ég hugsaði með mér að ég myndi líklega ekki meika það heim svo ég myndi klára þetta dæmi í skálanum að lokinni einni holu í viðbót. Þegar ég var við það að reka birdie-púttið niður þá kom


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

væntanlegt náðarhögg og ég sá að þetta mætti ekki bíða lengur! Sagði Arnari að ég yrði að drífa mig og hljóp af stað og aftur hélt ég um afturendann... Fann fljótlega að það voru of mikil átök að hlaupa svo ég hægði ferðina og hélt fastar um afturendann.

Þegar ég átti eftir um 20 metra í golfskálann þá fann ég nánast jarðskjálfta þegar mekkanóið gaf sig og sprenging varð í kvartbuxunum mínum! Í köldu svitabaðinu var hugsunin engin og ég ákvað að drífa mig samt inn á klósett og eftir mikinn hamagang við að koma buxunum niður um mig og setjast á dolluna, þá kom EKKI EINN DROPI Í VIÐBÓT OFAN Í KLÓSETTIÐ!!! Ég hafði gersamlega klárað mig í buxurnar! Útgangurinn var svakalegur en það sem kom úr mér líktist meira flugvélabensíni en saur, mikið hafði lekið úr buxunum og náði taumurinn alla leið frá klósettinu og út! Í þessari skelfilegu stöðu tókst mér samt að koma auga á einn ljósan punkt í tilverunni og hugsaði með mér: „Sem betur fer skeði þetta ekki í flugvélinni forðum...“

Jæja, nú voru góð ráð dýr, ég byrjaði á að fara úr kvartbuxunum og naríunum og sturta því sem var eftir í þeim brókum ofan í klósettið. Þetta var svipað og að hella úr fötu. Hófust svo hreinsunaraðgerðir og Guð minn góður hve lyktin var skelfileg!! Eftir 10 mínútur í þrifum mundi ég allt í einu eftir Arnari vini mínum þar sem hann

beið á síðasta teignum og var væntanlega farið að gruna að ekki hefði þetta fengið farsælan endi hjá mér. Ég varð auðvitað að fara út og láta hann vita að leik væri lokið hjá mér. Ekki gerði ég nú beint ráð fyrir þessum ósköpum og var ekki með föt til skiptanna og þar sem ég var ekki tilbúinn að labba út á völl á sprellanum varð ég að gjöra svo vel að fara aftur í blessaðar kvartbuxurnar.... Það voru ansi erfið og þung spor en ég komst í buxurnar við illan leik og labbaði út fyrir skálann og kallaði á Arnar og sagði honum að koma með settið mitt með sér, leik væri lokið hjá mér. Hélt svo áfram að hreinsa upp eftir mig flugvélabensínið og man ég eins og hafi gerst í gær þegar Arnar mætti á vettvang til að rétta hjálparhönd, honum fannst lyktin líka frekar slæm! Eftir að hreinsun var lokið stóðum við fyrir utan golfskálann og verður að viðurkennast að stemningin var hálf vandræðaleg. Ég kom keyrandi á jeppa sem ég átti en það voru leðursæti í honum. Eðli málsins samkvæmt gat ég ekki sest undir stýri og sagði Arnari að hann þyrfti að keyra. Við fundum pappa og settum í farangursrýmið og þangað mátti ég setjast eins og hundur á fjórum fótum á meðan við keyrðum heim. Stemmarinn nett vandræðalegur og til að brjóta þögnina sagði Arnar að maður ætti bara að fara strax á klósettið þegar manni væri mál, ég gat ekki annað en tekið undir það... Ég verð alltaf bílveikur ef ég horfi ekki út um gluggann svo ég horfði út um afturgluggann alla leiðina heim – þar til við komum inn á Grindavíkurveginn. Bíll nálgaðist okkur óðfluga og þar sem ég var hræddur um að ökuþórinn myndi þekkja mig ákvað ég að beygja mig frekar niður og taka bílveikina en láta sjá mig í þessari stöðu!

að þegja yfir þessu, hún vildi ekki vera kölluð kúkurinn eða eitthvað álíka... Ég sendi sms á Arnar og sagði honum að við skyldum bara halda þessu okkar á milli til að byrja með… Svo fórum við X í heimsókn til fyrrnefnds Almars sem hafði ætlað með mér í golf. Við vorum varla sest þegar Almar spurði hvernig hefði gengið í golfinu. X glotti nokk og ég var frekar vandræðalegur. Stamaði eitthvað út úr mér og X var við það að springa og Almar skyldi ekki neitt í neinu. Ég sagði honum að ég hefði verið ágætur á bökkunum en uppi hefði þetta, hefði þetta verið hálf... X hló ennþá meira og ég reyndi að klára setninguna þar til Almar greip fram í fyrir mér og sagði: „já þú hefur bara skitið á þig uppi?“ Ég gafst upp á þagmælskunni, barði í borðið og sagði: „Já, það má eiginlega segja það!“ Mér sýndust nokkur líffæri losna í Almari vegna hláturs þegar ég sagði honum alla þessa sólarsögu og var hámarki náð þegar Arnar vinur okkar fléttaðist inn í söguna til að hjálpa til við þrifin! Almar hreinlega lamdi í eldhúsborðið sitt og öskraði úr hlátri!! Arnar er traustur eins og eik og þrætir enn þann dag í dag fyrir að þetta hafi í raun gerst.

Arnar til vinstri, og Almar í rokkgír

Við komum heim og skiptumst á vandræðalegum kveðjum og Arnar labbaði heim til sín eftir að hann kom með þetta stórkostlega comment: „Sibbi, shit happens“. Ég labbaði inn í bílskúrinn og kallaði á mína fyrrverandi og sagðist hafa lent í smá óhappi. Hún spurði hvort ég hefði verið tekinn af löggunni en ég benti niður á buxurnar og sagði henni frá óförum mínum og glotti... Hún trúði ekki eigin augum en sagði mér svo

Ps. Ef þú þessi viðkvæmi/klígjugarni last söguna til enda og ert hneykslaður/hneyksluð, þá er eingöngu við þig sjálfan/sjálfa að sakast því ég varaði þig við! Ég hef sagt þessa sögu í ófá skiptin og gæti trúað að nýtingin sé nálægt 90% á frábærum viðbrögðum með gífurlegum hlátri! En stundum hef ég ekki „lesið salinn rétt“ og lent í því að vandræðaleg þögn myndast og augum ranghvolft af hneykslun... Það má spyrja sig hver tilgangurinn með svona skrifum sé og er svar mitt við þeirri spurningu nokkuð einfalt, ef þetta fær einhverja til að brosa og jafnvel hlæja, þá er tilganginum náð. Fyrir hina sem hneykslast á mér og valda mér hiksta með baktali, þá er ég með breytt bak og gæti hreinlega ekki verið meira sama hvað ykkur finnst um þessi skrif Guð er til vitnis um að ég lék mér ekki að því að missa það í buxurnar, þetta var slys og ef maður hefur húmor fyrir sjálfum sér, þá er lífið skemmtilegra. 59


„For me, luxury is intelligence and quality“ Philippe Starck

Gæða hreinlætistæki í yfir 100 ár - isleifur.is

60


ÞVÍ TÍMINN FLÝGUR Þegar ferskleiki skiptir höfuðmáli er helsta fyrirstaðan ekki fjarlægðin heldur tíminn sem líður.

www.icelandaircargo.is

61


HP Gámar og Hringrás sameinast í öflugu fyrirtæki á sviði sorphirðu Um síðustu áramót sameinuðust HP Gámar og Hringrás. Við sameininguna jókst þjónustuframboðið til mikilla muna, sem gerir það kleift að bjóða heildarlausn fyrir fyrirtæki og einstaklinga hvað varðar sorphiðu og/eða framkvæmdir. Hvort sem um ræðir einstök tímabundin verkefni eða langtímaleigu með reglulegri losun. Fyrirækið sérhæfir sig í hverskyns sorphirðu, ásamt móttöku á öllum málmum, bílum, raftækjum, dekkjum og fleiru sem hentar til endurvinnslu. Fyrirtækið getur boðið upp á allt frá reglulegri losun á 240 lítra tunnu og upp í það að rífa niður heilu húsin; flokka og farga því sem til fellur með viðeigandi hætti. Áhersla er á persónulega þjónustu og vandaða ráðgjöf. Hafið samband í síma 421 5005, www.hpgamar.is eða 550 1900, www. hringras.is. Þjónustufulltrúar okkar bjóða ykkur velkomin í viðskipti og fylgja ykkur alla leið að réttri lausn.

Álfhella 1 - 221 Hafnarfjörður Sími 420 5056 & 663 9842 Netfang geir@hopgamar.is - www.hopgamar.is

Þorbjörn hf. styður Golfklúbb Grindavíkur 62


Þorbjörn hf. styður Golfklúbb Grindavíkur

Mótaskrá Apríl. 27 Stigamót 3 Maí. 1. Bikarkeppni GG (undankeppni) Holukeppni leikinn í A og B úrslitum 4. Stigamót 4 8. Möllerinn 11. Tóftabóndinn höggleikur m/forgjöf (undankeppni) 32 fara áfrám í holukeppni 12. Kvennahittingur 15. 40 ára afmælismót GG Opið mót 25. Stigamót 5 29. Hjóna og parakeppni GG og NLI

Júní. 2. Kvennamót GG Ræst út á öllum teigum 8. Stigamót 6 15. Stigamót 7 19. Heimsmeistaramót í Betri Bolta (undankeppni) Opið mót 26. Jónsmessumót GG 27. LEK Mótaröð eldri kylfinga Júlí. 6. Stigamót 8 14-17. Meistaramót GG 21. Kvennamót Bioeffect og Vera design. Opið mót Ágúst. 10. Stigamót 9 13-15. Íslandsmót Golfklúbba 3. Deild karla 17. Stigamót 10 18. Kvennamót GG 24. Stigamót 11 31. Stigamót 12 Mótanefnd GG

63


64


Það er ekkert mál að spara saman í appinu

Nú getur fjölskyldan eða vinahópurinn sparað saman í Landsbankaappinu. Það tekur bara örstutta stund að stofna reikning og þið getið öll fylgst með þangað til markmiðinu er náð. ÞAÐ ER L ANDSBANKI NÝRRA TÍMA

65 L ANDSBANKINN.IS


Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

G

uðjón Einarsson eða Gaui í Ásgarði eins og hann er betur þekktur meðal Grindvíkinga, er einn frumkvöðlanna í Golfklúbbi Grindavíkur og hefði ekki verið fyrir sjósókn 14. maí 1981, þá væri nafn hans í stofnfundargerðinni sem er að finna í blaðinu á bls. 36. Gaui sem er föðurbróðir minn, er langt í frá besti kylfingur GG, er alls ekki með fallegustu sveifluna en er klárlega einn af litríkari karakterunum í klúbbnum! Árið 2007 lenti hann í að vera TEKINN og var það elsti sonur hans, Ingvar sem átti hugmyndina. Ingvar: „Þetta gerðist þegar Húsatóftavöllur var bara 13 holur, ég var staddur á 14. teig sem í leiðinni var 1. teigur. Pabbi, Bjarni Andrésar og Jón Gísla voru komnir á 13. holuna sem var par 3 en þar voru nándarverðlaun í boði. Pabbi gengur undir nafninu „Radíó“ á meðal grindvískra golfara sökum háværs tals á golfvellinum en aldrei hafði ég heyrt hann jafn háværan eins og á þessari stundu! Það var greinilegt að hann var að gæla við að fá nándina. Ég og félagar mínir í hollinu þurftum að bíða með upphafshöggin okkar á 14. holu á meðan ærslabelgirnir luku mælingunni á 13. holu og slökktu á útvörpunum sínum, þvílík læti! Hugmyndin kviknaði í raun þarna og fyrsti parturinn í leikfléttunni var að fá þáverandi formann, Gunnar Má Gunnarsson til að spila með.“ Gunnar Már sem er umboðsmaður Sjóvá í Grindavík, hringdi í Gauja og sagði honum að kvörtun hefði borist eftir mótið og hann hefði verið sakaður um að hafa verið með frjálslega mælingu á nándinni, hann yrði að gjöra svo vel að skila nándarverðlaununum á meðan fundið væri út úr þessu. Oft er talað um að veifa beitu og ekki þurfti mikið að hafa fyrir því við Gauja, hann kokgleypti þetta um leið og eftirleikurinn var í raun auðveldur! Samdægurs kom hann arkandi inn á skrifstofu Sjóvár í Grindavík, sagði nánast ekki orð við formanninn, grýtti umslaginu með nándarverðlaununum í 66

Gunna og sagði að viðkomandi gæti stungið þessari nánd þar sem sólin myndi ekki skína! Sama kvöld kíkti Ingvar á foreldra sína og þetta svindlmál bar að sjálfsögðu á góma og Ellu heitinni hans Gauja, fannst ansi illa að sinni elsku vegið og var jafnvel aðeins tortryggin á meðan ekki vottaði fyrir efa hjá fórnarlambinu! Ingvar tók því mömmu sína afsíðis og setti hana inn í hrekkinn og átti Ella nánast leiksigur þegar hún spurði Gauja: „Getur kannski verið Gaui minn að þú hafir gert eitthvað misjafnt?“ Við það varð Gaui alveg brjálaður, að hafa ekki fullan stuðning sinnar heittelskuðu og festi sig ennþá betur í netinu! Daginn eftir barst Gauja þetta bréf: Alltaf gaman þegar tvær flugur eru slegnar í sama högginu og því náði Ingvar því Bjarni Andrésson sem var með Gauja í hollinu, beit líka á en eftir að hafa verið skemmt yfir fyrri partinum í bréfinu, þá runnu á hann tvær grímur þegar hann var líka vændur um svindl! Fljótlega voru samt Bjarni og Jón Gísla látnir vita af tökunni og Jón kíkti svo í kaffi til vinar síns þar sem þetta mál var rætt fram og til baka. Jón átti ansi bágt með að halda niðri í sér hlátrinum, slíkur var atgangurinn í Gauja yfir þessu óréttlæti sem hann taldi sig beittan! Næsta dag kíktu Bjarni og Ingvar í heimsókn til Gauja og lögðu hart að honum að hringja bara í manninn sem sendi honum bréfið, Gunnar Jóhann Sveinsson framhaldsskólakennara úr Kópavogi. Einn af betri vinum Ingvars er Gunnar Gunnarsson, oft kallaður Gassi en hann hefur tekið þátt í ófáum hrekkjunum í gegnum tíðina með Ingvari og var viðbúinn símtali frá Gauja. Það kom á besta, já eða versta hugsanlega tíma því Gassi var staddur í Bakaríi á Akureyri og þurfti nánast að halda

símanum í metersfjarlægð á meðan Gaui las framhaldsskólakennaranum pistilinn: Gassi: „Klukkan var tíu mínútur í tólf 9. september árið 2007 og ég var nýkominn inn í bakarí þegar síminn hringdi og ég svaraði: „Gunnar Jóhann“. Eftir 10 sekúndur þurfti ég að færa símann fjarri eyranu á meðan ég var spurður hvað ég hefði verið að saka hann um, hvað ég teldi mig vera o.s.frv. Ég var rólegur og yfirvegaður, sagðist vera menntaskólakennari og þá fékk ég að heyra að ég væri menntasnobbari og eitthvað fleira en Guðjón sprakk endanlega þegar ég sakaði hann um að vera Framsóknarmann og frægan kvótasvindlara! Ekki urðu orðaskiptin neitt miklu fleiri áður en Guðjón skellti á mig.“ Ingvar er góðhjartaður maður og vildi ekki halda pabba sínum mikið lengur í spennutreyjunni svo Gaui fékk nándarverðlaunin sín aftur og nýtti þau vel! Gaui á eftir að segja þetta sem allir verða að segja þegar þeir eru teknir: „Ég heiti Guðjón og ég var TEKINN!“


Við óskum Golfklúbbi Grindavíkur innilega til hamingju með afmælið Aðal-braut ehf - Söluturn

Papas pizza

BFH 240 slf.

Rafhöllin (Skúli rafvirki)

Blómakot ehf

Seglasaumur Sigurjóns / Siggi Pé

Eignamálun

Sílfell

Fisktækniskóli Íslands

Skólar ehf - Heilsuleikskólinn Krókur

Flísa- og múrþjónusta Gunnars

Vélsmiðja Grindavíkur

Grétar málari

Víkurfrakt

Guesthouse Borg

K.Steinarsson

Hérastubbur ehf.

Ragnar og Ásgeir

HH smíði

Marin collagen

Ísgel

G.Run hf .

Leðurverslunin Kós

Nuddstofan Englaberg

Mustad Ó S fiskverkun

67


68

Golf, gisting og gos Hafðu samband

info@nli.is 426-8650


Umsagnir um Húsatóftavöll Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri:

Ingó Veðurguð, tónlistarmaður: „Ég held alltaf að ég sé að fara að fá fugl á 12. holu í Grindavík, enda svo full oft á mínum klassíska skolla. Uppáhaldsholan mín er samt 2. holan þar sem ég tek svokallaðan ,,easy Driver”. Með mína 15 í forgjöf hef ég aldrei fengið meira en bogey þar og ég virði það í vindinum. Annars finnst mér gaman að spila löngu par 5 holuna á seinni 9 þar sem ég tek þægilegt stutt slæs inn á braut. Tek svo 2 hálfvita og para hana reglulega. Ég mæti oftast með húfu og vettlinga til Grindavíkur en svo er oftast bongo blíða og ég er hættur að klæða mig upp fyrir þennan skemmtilega völl. Hugsa að ég mæti næst í apríl á stuttermabolnum og stefni á að vinna Rikka G og höfðingjann með mína þægilegu forgjöf. Við spilum mikið í Grindavík á vorin og það má segja að seasonið byrji ár hvert í Grindavík.“

Daði Bergþórsson Manager Load Control

„Fjölbreytni er aðall Húsatóftavallar. Fyrst liggur leiðin um hraun, síðan niður á græna velli og loks til strandar. Góð blanda af erfiðum holum – og auðveldum. Eitthvað fyrir alla - konur og karla, kunnáttumenn og klaufa. Alveg einnar ferðar til Grindavíkur virði.“

Sigurður Sigurjónsson, leikari: „Randver Þorláksson vinur minn kynnti mig fyrir þessum frábæra velli fyrir nokkrum árum. Við höfum verið duglegir að koma, sérstaklega á vorin því Húsatóftarvöllur opnar mun fyrr en vellirnir í höfuðborginni. Ég bý í Hafnarfirði svo það er stutt fyrir mig að skjótast og það er hreinlega aldrei að vita nema ég eigi eftir að venja komu mínar oftar til Grindavíkur í framtíðinni!“

69


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir:

Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar einhvern daginn E

kki er fast að orði kveðið og á neina hallað, ef því er haldið fram að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sé besti kylfingurinn í sögu íslensks kvennagolfs. Með ákveðnum rökum mætti segja að hún sé besti kylfingur Íslandssögunnar án tillits til kyns því engum kylfingi hafði hlotnast sá heiður að vera kjörinn „Íþróttamaður ársins“, þegar Ólafía varð fyrir valinu árið 2017. Alltaf erfitt að bera kynin saman í íþróttum svo látum þann samanburð liggja á milli hluta. Ólafía hefur notið góðs stuðnings fyrirtækjanna KPMG og Bláa lónsins í nokkur ár og hugmyndin að þessu viðtali kviknaði þegar ég sá frétt um næsta skrefið á ferli Ólafíu en það tengist golfi ekkert - hún gengur um kona eigi einsömul, ber sem sagt barn undir belti og er von á frumburðinum í júlí. Keppnisgolf víkur því um stundarsakir og nýtt hlutverk tekur við. Það var gaman að setjast niður með þessari geðþekku ungu konu í húsakynnum GKG í Garðabæ og fræðast um hana, ferilinn hingað til og framtíðarplönin: „Ég ólst upp í Mosfellsbæ og tók fyrstu golfsveifluna þar, væntanlega með bræðrum mínum sem voru að passa mig en öll fjölskyldan var í golfi og ég hafði ekki val um annað – sem betur fer. Ég byrjaði að æfa golf 10 ára og svo fluttum við í Graf-

70

Ólafía með grindvískum heldri kylfingum á kvennamóti Bláa lónsins arholtið þegar ég var 12 ára. Sem betur fer bjuggum við hjá golfvellinum, bæði í Mosfellsbæ og Grafarholti svo það var stutt fyrir mig að fara. Ég byrjaði fljótlega að keppa og man hvað ég var stolt yfir fyrsta 18 holu hringnum, spilaði á 116 höggum og var alsæl! Ég vann ekki mörg mót á GSÍ unglingamótaröðinni fyrst, var oftast í 4. sæti. En bætti mig mikið og var svo 14 ára þegar ég vann fyrsta íslandsmeistaratitilinn minn í unglingaflokki og u.þ.b. 15 til 16 ára þegar

ég var komin í kvennalandsliðið. Ég get ekki þakkað það neinu öðru en þrotlausum æfingum og stuðningi frá foreldrum mínum að vera með mér í þessu og t.d. skutla mér út um allt á golfmót og æfingar en um þetta leyti byrjaði ég að æfa mig mikið aukalega fyrir utan reglubundnar æfingar hjá þjálfara í GR. Ef maður vill ná einhverju fram þarf maður að leggja á sig vinnuna. Það er mikil vinna unnin á bakvið tjöldin þó stundum líti hlutirnir út fyrir að koma að sjálfu sér.“


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gri n d aví ku r

Ólafía landaði nokkrum unglingameistaratitlum áður en hún hélt á vit ævintýranna í Bandaríkjunum en hún komst á námstyrk út á golfið í hinum virta háskóla, Wake Forest í Norður-Karólínu á austurströndinni: „Flest íþróttafólk í kringum mig á háskólaárunum, valdi sér tiltölulega auðvelt nám til að geta einbeitt sér sem mest að íþróttinni en ég vildi líka nýta mér þetta tækifæri og hljóta góða menntun. Ég valdi hagfræði og frumkvöðlafræði og sé ekki eftir því en vissulega var álagið oft á tíðum mjög mikið en ég kláraði fjögur ár og útskrifaðist. Menntunin hefur nýst mér vel og mun gera það meira í framtíðinni. Þetta var frábært tækifæri og ég bætti mig mikið sem kylfingur á þessum tíma því það má segja að þetta hafi verið eins og atvinnumennska, mikið æft og ekki bara golf heldur líkamsrækt líka. Álagið var líka mikið í skólanum en þetta var frábær tími og undirbjó mig vel fyrir það sem kom síðar.“

Ólafía er í samstarfi við KPMG og Bláa Lónið á Íslandi og er mjög þakklát fyrir að tengjast svona sterkum og góðum fyrirtækjum.

Atvinnumennskan byrjaði ekki strax eftir skólaárin: „Ég vildi keppa á HM í áhugamannagolfi sem haldið var í Japan í september árið 2014 en ég útskrifaðist um vorið sama ár. Fljótlega á eftir fór ég á mitt fyrsta atvinnumannamót, í Frakklandi. Árið eftir komst ég á LET Access mótaröðina og þaðan á Evróputúrinn þar sem ég keppti þar til ég komst í gegnum þrjú úrtökumót fyrir LPGA. Það ferli var rússíbani, ég náði að standa mig mjög vel á réttum tímapunktum og mesta spennan var líklegast í lokamótinu. Þá voru u.þ.b. 40 Íslendingar komnir til að styðja við bakið á mér og fylgjast með mér spila í Florida, á sama tíma að vonast var til að ég næði að skrifa nýjan kafla í golfsöguna. Ég var að keppa um sigurinn og endaði að lokum í öðru sæti, sem ég var mjög ánægð með því stærsta markmiðið var að komast inn á LPGA, sem tókst. Bestu niðurstöðurnar komu fyrsta árið en það er svo stutt stórra högga á milli í þessu. Árið 2017 var meðalskorið mitt 72,40 og árið 2018 var það 72,76. Eini munurinn var að árið 2018 datt ég vitlausu megin við línuna allt of oft og missti af niðurskurðum með einu höggi. Þar af leiðandi endaði ég líka vitlausu megin við línuna á stigalistanum og hélt ekki fullum keppnisrétti fyrir árið 2019. Þá er maður kominn í erfiða stöðu, það er erfitt eitt og sér að halda keppnisréttinum þegar maður keppir á öllum mótunum en að gera það með færri mót í boði er stór áskorun. Ef ég lendi í þessari stöðu aftur myndi ég einbeita mér einungis að LPGA, en þetta ár var ég að fylla í dagskrána mína með mótum frá Symetra mótaröðinni. Það tók

aðeins meiri orku frá mér en ég átti von á. En ég læri af þessu og nú veit ég hvað hentar mér. Árið 2020 ætlaði ég síðan að keppa á Symetra mótaröðinni, en svo kom COVID. Ég náði að spila á einu móti, var nýflogin heim þegar Trump lokaði Ameríku og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, hvort ég ætti að fljúga strax aftur út eða hvað. Var þá í góðu sambandi við LPGA og fljótlega kom í ljós að tímabilinu yrði öðruvísi háttað þetta árið og stigalistinn myndi frjósa eins og hann er þangað til 2021.“ Það er ennþá mikill munur þegar kemur að högum leikmanna og fjármunum í kvennagolfi og karlagolfi. LPGA er að vinna að því að brúa það bil. KPMG hefur verið stór hluti af þeirri jafnréttisstefnu og haldið flottasta stórmót ársins ár eftir ár með því hliðarmarkmiði að hækka verðlaunafé og nálgast þar með verðlaunafé í karlamótum.

„LPGA styður mjög vel við mæður en í gegnum tíðina hafa þekktir íþróttaframleiðendur sagt upp samningum við konur vegna barneigna. Keppnisréttur minn er einfaldlega frystur og ég get sinnt mæðrahlutverkinu að fullu í tvö ár frá fæðingu barnsins, get því snúið til baka á mótaröðina árið 2023 í síðasta lagi. Ég er ekki farin að hugsa svo langt, tek bara á því þegar að því kemur. Þess vegna er frábært fyrir mig að hafa svo góða samstarfsaðila sem KPMG og Bláa lónið eru, það kom aldrei til greina hjá þessum frábæru fyrirtækjum að snúa við mér bakinu, við horfum á samstarfið til langs tíma og það veitir mér ákveðið öryggi og ég er þessum fyrirtækjum mjög þakklát!“ Í hverju er samstarfið fólgið? „Ég hóf samstarf við þessi fyrirtæki þegar ég komst inn á LPGA árið 2017. Ég ber derhúfu með lógóinu þeirra og er líka merkt á bolnum. Það hefur verið gaman að sjá fólk minnast á Blue Lagoon sem það tengir auðvitað við Ísland. KPMG er risastórt fyrirtæki á heimsvísu og er gaman að vera í félagsskap Phil Mickelson, Stacy Lewis o.fl. frábærra kylfinga. Samstarfið er mest golftengt, ég tek þátt í alls kyns golfviðburðum og við reynum að láta gott af okkur leiða. Ég hef m.a. komið á ykkar frábæra völl í Grindavík á kvennamót Bláa lónsins. Ég hef reyndar bara spilað fyrri 9 holurnar og þá 12. margoft því mitt hlutverk fólst í að spila þá holu með öllum keppendum, mjög skemmtilegt! Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar einhvern daginn.“

71


VIÐ ÓSKUM GOLFKLÚBBI GRINDAVÍKUR

TIL HAMINGJU MEÐ 40 ÁRA AFMÆLIÐ

MEÐ ÞÖKK FYRIR SAMSTARFIÐ Í GEGNUM ÁRIN 72


DHL Express - Excellence. Simply delivered DHL Express - á Íslandi 73


4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu! Golfklúbbur Grindavíkur verður með þrjá golfkennara á sínum snærum í sumar og stóreykur þar með framboð á námskeiðum og golfkennslu hjá klúbbnum. Stjórn klúbbsins gleðst yfir þessari þróun og telur líklegt að þetta auki enn frekar á innspýtinguna sem hefur verið í gangi að undanförnu í starfinu. Hulda Birna Baldursdóttir er menntaður PGA golfkennari og er með 6,7 í forgjöf. Hún kemur til með að sjá um ný-

liðanámskeið og kvennanámskeið í samstarfi við Helga Dan. Þorlákur Halldórsson er á lokaári í PGA námi og útskrifast í vor með PGA réttindi. Láki er með 0,5 í forgjöf og kemur til með að sjá um barna- og unglingastarfið ásamt Helga Dan. Helgi Dan Steinsson er framkvæmdastjóri GG. Hann er menntaður PGA golfkennari með +1,4 í forgjöf. Grindvíkingar og aðrir aðrir væntanlegir meðlimir Golfklúbbs Grindavík-

ur, SUMARIÐ ER TÍMINN! Ekki bara eitthvað sumar heldur þetta sumar á afmælisári klúbbsins. Komdu út á völl og taktu þátt í þeim ótrúlega meðbyr sem er í gangi í golfinu! Alltaf best að taka fyrsta skrefið (sveifluna) undir handleiðslu fagfólks en allir kennarar GG passa inn í skilgreiningu þess orðs. Kíktu út í skála eða hringdu í síma 426-8720 og kynntu þér málið hjá framkvæmdastjóra GG, Helga Dan Steinssyni.

Þorlákur Halldórsson

Hulda Birna Baldursdóttir

Helgi Dan Steinsson

74


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs G r i n d a ví ku r

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari! G

olfklúbbur Grindavíkur á nokkra kylfinga sem hafa upplifað draumahöggið, einn þeirra er Eyjapeyinn Páll Þorbjörnsson sem við þekkjum betur sem Palla fasteignasala hjá Allt fasteignasölu og hjá rótgrónum félagsmönnum er það Palli Idol. Það virðist vera að Palli hafi litið svo á að toppnum hafi verið náð árið 2012 þegar draumahöggið datt í hús, en hann hefur lítið sést á golfvellinum undanfarin ár. Hverju sætir það? „Þegar ég náði draumahögginu á sínum tíma þá fjölgaði í fjölskyldunni og nokkur verkefni í atvinnulífunu komu inn svo ég lét golfið víkja – tímabundið. Einhvern veginn hef ég ekki komið mér að boltanum aftur, en ég finn að nú er kominn tími til að fara mæta aftur og endurtaka leikinn, þ.e. að fara holu í höggi! Eða dusta rykið af forgjöfinni.“ Manstu eftir draumahögginu? „Ég man þetta eins og hafi gerst í fyrra! Þetta var á gömlu 4. holunni sem í dag er 16. holan. Þetta er ekki beint auðveldasta holan til að fara í einu höggi þar sem hún er tæpir 180 metrar! Ég notaði 5-járnið mitt, Nike SQ og ákvað að miða hægra megin við flötina þar sem staðsetning holunnar var hægra megin á flötinni. Tók sveifluna þannig að ég myndi draga boltann og að vindurinn myndi koma honum inn á flöt. Allt lukkaðist. Áður en boltinn lenti á flötinni segi ég við Friðrik að þessi sé hola í höggi. Boltinn lendir á mjúkri flötinni u.þ.b. sjö metra frá holunni og það hægist vel á honum. Við sjáum boltann rúlla vel en rólega upp stallinn og í átt að holu. Bingó, boltinn fór trúlega ofan í. Við vorum ekki vissir hvort boltinn hafi farið bak við pinnann eða ofan í þar sem fjarlægðin var mikil. Þegar nær kom að flötinni þá var það orðið öruggt að boltinn hafi lent í holunni. Friðrik var fljótari til að kíkja í holuna, og jú dásemdin var þarna. Boltinn var auðvitað myndaður til að eiga minninguna,“ Hvernig ætlarðu að tvinna saman fasteignasöluna og golfiðkun? „Ég er með frábært starfsfólk hjá mér hjá Allt fasteignasölu, en í dag erum við um 15 manna fyrirtæki en þar leggjum við mikið upp úr persónulegri þjónustu, það

er búið að vera mikill uppbyggingarfasi í fyrirtækinu frá því ég tók við framkvæmdastjórastöðunni og nýjasta viðbótin er að við erum að opna í Mosfellsbæ en við opnuðum í Reykjanesbæ 2016, Grindavík 2014 og Vestmannaeyjum 2018. Ég held að ég ætli að nota golfvöllinn til að komast í zoom out, hlaða batteríin og njóta góðra stunda. Mun þessi Einherji mæta í Meistaramót GG á 40 ára afmælisárinu? „Ég ætla að sjá í hvaða formi ég verð kominn í, en ég hef unnið til verðlauna þar áður og ef ég tek þátt þá er auðvitað ekkert annað sem væri planið en að endurtaka leikinn. Að vera í keppni í fjóra daga í góðra vina hópi er ofboðslega skemmtilegt en kílóum hefur fjölgað og spurning er hvernig gæðin í sveiflunni er í dag. Það er gaman að sjá uppbygginguna sem er í gangi í klúbbnum og GG stefnir greinilega í rétta átt og gaman að sjá að margt af því sem var fyrirhugað þegar ég var í stjórn klúbbsins hefur orðið að veruleika og gott betur. En ég mun klárlega láta að mér kveða, engar líkur að ég verði forgjafarsvindlari, mun þurfa að berjast fyrir hverju höggi, en ég hlakka til!“ 75


4 0 á ra a fmæl i s ri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Við erum öðruvísi golfverslun… P

rósjoppan í Síðumúla 33 í Reykjavík, er nýjasta golfbúðin á landinu. Það má með sanni segja að eigendurnir hafi hugsað vel út fyrir hinn hefðbunda golfbúðar fíling, því að undirritaður vissi hreinlega ekki hvort að hann væri kominn í golfbúð þegar hann leit þar við í sinni fyrstu heimsókn, yfirbragð verslunarinnar er eitthvað sem að við höfum ekki séð áður hér á landi. Prósjoppan er metnaðarfullt verkefni með fáum vörumerkjum, sérhönnuðum innréttingum og einstaklega hæfu starfsfólki ef mið er tekið af fyrstu heimsókn þangað. Þessi grein var unnin með Prósjoppunni. Í Prósjoppunni er vöruúrvalið sérvalið af eigendum og lögð áhersla á fyrsta flokks vörur. Vörumerkin eru fá en þau eru : • • •

Golfvörur (Titleist) Golffatnaður, skór, hanskar ofl. (Footjoy) Golfkerrur, rafmagnskerrur, fjarlægðarmælar ofl. (Motocaddy)

En það þýðir líka að hverju og einu vörumerki er sinnt fullkomlega! T.d. varðandi golfvörurnar sjálfar, þ.e. kylfurnar en fyrsta flokks aðstaða er til mælinga fyrir kylfinginn þegar hann/hún er að fá sér nýjar kylfur. Verslunin opnaði ekki beint á besta tíma, eða fimm mínútum fyrir COVID í fyrra og það flækti vissulega ferlið því kylfingurinn pantar sínar kylfur eftir nákvæmri mælingu og í stað þess að þær yrðu komnar í hendurnar á viðkomandi eftir 10 – 14 daga eins og venjan er, þá var kannski allt að fjögurra MÁNAÐA bið… En af stað var haldið og byrjunin lofar góðu. Ég settist niður með hugmyndasmiðnum en eins og einhvern gat grunað þá er viðkomandi kylfingur og ekki nóg með það heldur ansi góður… Magnús Lárusson eða Maggi Lár eins og hann er jafnan kallaður í golfheiminum, er fyrrum atvinnukylfingur og sagan segir að hann sé einn af högglengri kylfingum landsins… Hann er með +2 í forgjöf en Maggi er ekki einn í rekstrinum, heldur fékk fyrrum Grindvíkinginn Pál Ingólfsson með sér en Palli er líka kylfingur, bara ekki „alveg“ eins góður og Maggi, er með 9 í forgjöf. „Við erum öðruvísi golfverslun að því leytinu til að við erum sérverslun, við viljum vera með fá merki en sinna þeim þá fullkomlega. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að vera með öll helstu vörumerkin í golfinu og sýna allt úrvalið en við getum stært okkur af því að vera með nánast 76

prósjoppur og fannst vera kominn tími til að færa Íslendingum nýja og öðruvísi golfbúð, leyfa t.d. vörunum að njóta sín í fallegum sérsmíðuðum innréttingum og hafa almennt hærri standard á hlutunum. Það eru níu eða tíu ár síðan að það opnaði síðast ný golfbúð á Íslandi og miðað við uppganginn í íþróttinni þá er að mínu viti pláss fyrir okkur á þessum lifandi og skemmtilega markaði. Tískan er áberandi í golfinu eins og öðru frístundasporti og þú finnur rétta fatnaðinn í Prósjoppunni:

allt sem að Titleist og Footjoy hafa upp á að bjóða. Þú getur komið hingað inn í Síðumúlann og hittir starfsmann sem þekkir allt um vöruna en ég sem fyrrum vörumerkjastjóri fyrir Titleist og Footjoy, þekki þessar vörur út og inn. Að mínu mati eru þetta bestu vörurnar í golfinu og út frá þessu má segja að viðskiptahugmyndin hafi kviknað, mér fannst vera gat á markaðnum og hægt væri að sinna þessum merkjum betur og það hefur gengið vel hingað til.“ Mörgum fannst þetta djörf hugmynd hjá Magga, að hafa svona fá vörumerki í boði en Maggi hefur fulla trú á verkefninu: „Ég hef oft verið erlendis vegna golfsins og hef eðlilega farið í margar golfbúðir og

„Ég var vörumerkjastjóri Footjoy í yfir fimm ár og sótti fjölda sölufunda hjá þeim, það er líklega enginn hér á landi sem að þekkir vörumerkið betur en ég og það er einstaklega gaman að bjóða uppá nánast allt vöruúrval Footjoy á einum stað og það á Íslandi! Footjoy golfskórnir eiga sér auðvitað stóran og stækkandi aðdáendahóp enda eru gæðin slík að þeir eru alltaf á toppnum á stærstu golfmótaröðum heimsins. Fatnaðurinn frá Footjoy hefur svo heldur betur sótt í sig veðrið hér á landi og má nánast fullyrða að Footjoy sé stærsta golffatamerkið hér á landi og skal engan undra því að gæðin eru frábær og verðið gott. Af hverju er Titleist málið? „Vöruþróunin hjá Titleist er sú besta að mínu mati. Þeir dæla ekki út nýjum kylfum eins og margir aðrir framleiðendur


og þú getur sem dæmi gengið að því vísu, að þegar þú færð þér nýjasta dræverinn frá Titleist að þá er sá dræver „nýr“ í tvö ár. Trékylfur og járnkylfur koma til skiptist á markað annað hvert ár en á þessum tveimur árum er mikil þróunar- og hönnunarvinna í gangi og þegar ný týpa er kynnt til sögunnar, þá er klárt að þær kylfur eru betri en þær sem fyrir eru. Titleist hefur breytt sínum áherslum á undanförnum árum en fyrir nokkrum árum var áherslan eingöngu á lágforgjafaspilarana en í dag geta byrjendur jafnt sem lengra komnir, fengið allt frá Titleist. Byrjendur geta fengið kylfur sem henta fullkomlega, dömur geta fengið ótrúlega flottar kylfur og staðan er einfaldlega þannig í dag að úrvalið frá Titleist er einstaklega gott. Tæknin er orðin mikil þegar fjárfest er í nýju setti og skiptir miklu máli að fá kylfur sem henta: „Tæknin í kylfumælingum í dag er orðin svo mikil og hægt er að sjá gríðarlega nákvæmar tölur. Hjá okkur getur kylfingurinn komið í fyrsta flokks mælingu og prófað og borið saman allar kylfur frá Titleist. Tæknin í kylfum er orðin það mikil að hægt er að fá kylfu sem „fyrirgefur“ meira hinum almenna kylfingi og ef viðkomandi hefur átt við slæs-vandamál að stríða t.d. en það er algengt vandamál, þá leyfi ég mér að fullyrða að líkurnar aukast á að vandamálið lagist eitthvað með réttri kylfu. Oft er talað um að það skilji á milli feigs og ófeigs þegar komið er inn á flöt en margir vilja meina að pútterinn frá Titleist, „Scotty Cameron“ sé rollsinn í bransanum: „Já við getum svo sannarlega tekið undir það. Þú ert að fá einstök gæði og hönnun þegar þú kaupir þér Scotty Cameron pútter. Við sem heimili Titleist á Íslandi erum í þeirri sérstöðu, að bjóða upp á mjög breiða línu af pútterum frá Scotty Cameron og er það eins og margt annað hjá okkur, alveg nýtt hér á landi. Allir kylfingar eiga að geta fundið sér pútter sem hentar þeirra leik frá Scotty Cameron. Scotty á sér stóran aðdáendahóp um allan heim og við höfum tekið eftir því frá opnun hjá okkur að það eru margir íslendingar mjög vel með á nótunum þegar nýjar týpur koma á markað og fáum við margar skemmtilegar fyrirspurnir tengdar pútterunum sem við reynum að tækla með viðskiptavinum okkar. Fyrir jólin

fengum við svo til okkar þrjá „limited“ púttera og þar erum við sem dæmi að tala um söfnunargripi sem hækka í verði séu þeir geymdir rétt. Titleist framleiðir ekki bara kylfur í fremstu röð, heldur bestu golfboltana líka en Pro V1 og Pro V1x hafa í áraraðir verið vinsælustu boltarnir í atvinnumannagolfinu en henta líka fyrir hinn almenna kylfing: „Titleist er í grunninn golfboltafyrirtæki og það gengur allt út á golfboltann en þeir eru nr. eitt á öllum mótaröðum heims. Þeir umbyltu golfboltanum um aldamótin þegar Pro V1 og síðar Pro V1x, komu á markað. Þeir boltar skiluðu sér 20 - 50 metrum lengra en áður þekktist og á örstuttum tíma voru allir kylfingar farnir að nota þessa bolta – þó svo að þeir væru samningsbundnir öðrum. Pro V1 og Pro V1x er toppurinn á ísjakanum en Titleist framleiðir auðvitað golfbolta sem henta öllum getustigum og mismunandi þörfum kylfinga, í dag eru einnig í boði frá Titleist: AVX, Tour Speed, Tour Soft, Velocity og TruFeel. Allir geta fundið bolta við hæfi í Prósjoppunni.“ Prósjoppan byrjaði eingöngu í tveimur merkjum, Titleist og Footjoy en er líka komin inn á markaðinn fyrir kerrur og fjarlægðarkíkja: „Ég sá fljótlega að ég þyrfti að geta boðið upp á heildarpakkann fyrir kylfinginn, líka kerrur og fjarlægðarmæla. Ég kynnti mér vel hvað er í boði á þessum markaði og tel mig bjóða upp á frábærar vörur frá Motocaddy. Motocaddy er breskt merki og er eitt stærsta merkið í rafmagnskerrum, það er vel þekkt hér á landi enda fjölmargir ánægðir kylfingar hér með Motocaddy rafmagnskerrur. Við bjóðum uppá þrjár mismunandi týpur og sú vinsælasta hjá okkur er með innbyggt GPS og með henni færðu skemmtilegar upplýsingar um völl-

inn sem þú ert að spila og sem dæmi geturðu séð á nákvæman hátt hversu langt þú ert frá flöt. Nýtt hjá okkur eru svo Motocaddy Cube þriggja hjóla golfkerrur á frábæru verði. Þessar kerrur hafa fengið virkilega góða dóma og selst vel í Bretlandi. Cube leggst mjög vel saman á einfaldan hátt sem skiptir svo miklu máli uppá plássið í skottinu eins og svo margir þekkja. Cube er vegleg kerra með mjög flottu „stýri“ þar sem kylfingurinn hefur allt við hendina. Einnig bjóðum við upp á Motocaddy Pro3000 fjarlægðarmælinn sem er pakkaður af tækni og er í raun á ótrúlega flottu verði sé mið tekið af sambærilegum mælum frá öðrum alvöru framleiðendum. Maggi var á fullu í keppnisgolfi um tíma, m.a. sem atvinnumaður en hvernig verður golfsumarið? „Golfsumarið verður frábært, það verður slegist um rástíma eins og í fyrra og fólk verður duglegt að heimsækja nýja velli og ferðast innanlands. Frúin mín kláraði sitt fyrsta golfsumar í fyrra og er mikill spenningur að halda áfram að spila með henni og fylgjast með framförunum. Við erum meðlimir í nýjasta golfklúbbi landsins, Golfklúbbnum Esju. Í dag er ég kominn í aðeins meira fyrirgefanlegar kylfur og er því óvenju spenntur að komast út á völl og sjá hvort að ég geti ekki strítt afrekskylfingunum okkar eitthvað aðeins á stóru mótunum. Það verður vonandi nóg að gera hjá okkur í Prósjoppunni í sumar og hlakka ég mikið til að taka á móti nýjum sem og öðrum viðskiptavinum í Síðumúla 33. Hápunkturinn verður svo að koma til Grindavíkur í sveitakeppnina en 3. deildin verður leikin þar og við Esjumenn ætlum okkur upp um deild, það verður gaman að glíma við Helga Dan og aðra félaga í Golfklúbbi Grindavíkur á ykkar æðislega Húsatóftavelli!“

77


TM appið er hugsað fyrir þig Í TM appinu getur þú tilkynnt tjón á einfaldan hátt og fengið bætur greiddar á 60 sekúndum.

Hugsum í framtíð 78


Velkomin í eitt af 25 undrum veraldar

79


4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands O

range Whip eða sveifluþjálfinn er nýjasta undrið í æfingatækjum golfarans en mjög margir afrekskylfingar nýta sér þessa ótrúlegu vöru. Til að fræðast um Orange Whip leituðum við til Báru Valdísar Ármannsdóttur og Péturs Sigurdórs Pálssonar sem eru með Golfsveiflan.is og var greinin unnin með þeim. Þau eru með efnilegri kylfingum landsins og var gaman að rekja úr þeim garnirnar varðandi tækið. Hvar fenguð þið hugmyndina að því að flytja inn Orange whip? „Við vorum að leita að æfingatækjum sem við gátum hugsað okkur að nota sem gæti hjálpað með golfsveifluna og til að gera æfingarnar skemmtilegar yfir vetratímann. Þá fundum við Orange Whip á netinu og okkur leist mjög vel á og pöntuðum tvennuna hjá þeim til að prófa. Eftir að hafa notað þær í stuttan tíma vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands og ákváðum að sækja um umboðið og fara að selja þessar vörur hérna.“ Orange Whip hafa marg oft verið valin bestu æfingatækin fyrir golfara. Þau eru notuð af fjölda golfkennara og sumum af bestu kylfingum heims, t.d. Phil Mickelson, Lexi Thompson, Jessica Korda, Dough Ghim, Joel Dahmen, Daniel Berger og svo hefur Sergio

80

Garcia notað Orange Whip fleygjárnið til að hjálpa sér með stutta spilið. Hvaðan komin hugmyndin á bak við nafnið „Golfsveiflan“? „Þegar við vorum að reyna að finna nafn fyrir heimasíðuna datt okkur eiginlega fyrst golfsveiflan í hug, fengum nokkrar aðrar hugmyndir en engin var jafn góð og golfsveiflan. Þessi æfingatæki eru til að gera golfsveifluna betri. Eða eins og Daniel Berger segir: “Orange Whip hjálpar mér að fá tilfinningu fyrir sveiflunni í líkamann en ekki að hugsa bara um að hitta boltann.“ Sveifluþjálfinn (Orange whip) er upphaflega hannaður af Jim Hackenberg PGA golfkennara, sem reyndi að komast inn á PGA mótaröðina. Þegar það gekk ekki þá varð hann kylfusveinn á mótaröðinni í nokkur ár þar sem hann fékk tækifæri til að spá í sveiflu þeirra bestu og hvernig hægt væri að hjálpa fleirum að bæta sveifluna. Í upphafi var bara einn sveifluþjálfi en nú kemur hann í fjórum stærðum sem henta börnum, konum, körlum og svo einn sem hentugur er til nota innandyra. Sveifluþjálfinn líkir hreyfingunni við driver sveiflu en sveifluþjálfinn er til að hámarka þjálfun stóru vöðvana og sveigjanleika sveiflunnar. Styðsti sveifluþjálfinn er í fullkominni lengd til að nota innandyra og á ferðalögum en hann líkir eftir styttri járnasveiflum og eykur því til-

finninguna fyrir styttri járnahöggum. Það er óneitanlega kostur Orange Whip að geta nota hann innandyra án þess að skerða óviðjafnanlega eiginleikana. Það þarf aðeins lágmarks pláss og 5-10 mínútna þjálfunartíma á dag. Enginn golfsveifluþjálfari er eins skilvirkur og árangursríkur. Þú getur unnið með Orange Whip allt árið um kring og þarft aldrei aftur að vera háð(ur) veðri eða dagsbirtu þegar þú vilt bæta golfsveifluna og heilsuræktina. Þetta er tilvalið tæki fyrir þá sem búa í krefjandi vetrarumhverfi og fyrir upptekna einstaklinga með lítinn tíma til að æfa. Fjöldi æfinga er að finna á netinu. Þær eru sem hannaðar fyrir Orange Whip sveifluþjálfann og eru til að hámarka nýtingu hans og eins styrkja notandann. Þær er hægt að framkvæma með daglegri æfingu. Til að auka ávinning fyrir líkamsrækt og sveigjanleika er mælt með tveimur eða fleiri settum á dag. Það þarf aðeins að eyða um 5 til 10 mínútum til að taka


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d aví ku r

eftir ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Þessi stutti tími gerir það að verkum að auðvelt er fyrir næstum alla að finna tíma fyrir æfingar.

Helstu kostirnir eru:

SVEIGJANLEIKI Þyngdin á hvorum enda á sveigjanlega skaftinu veitir góða teygju án álags þegar þú sveiflar.

STYRKUR Orange Whip þjálfar stóru vöðvana með endurteknum æfingum. Úlnliður og framhandleggir fá sína þjálfun við ýmsar æfingar og meðan á sveiflum stendur.

SAMHÆFING Orange Whip samstillir handleggina og líkamann á meðan honum er sveiflað ítrekað. Ef þessi hreyfing er ekki samstillt, missir notandinn jafnvægið og / eða líður óþægilega í sveiflunni.

Af hverju ætti maður að fá sér æfingatækin frá Orange Whip? „Orange Whip æfingatækin eru ekki lík öðrum æfingatækjum í golfi. Fleygjárnið og pútterinn eru eitthvað sem hefur ekki sést áður á markaðnum, sveigjanlegu sköftin sýna manni hvað maður gerir rangt í sveiflunni og hvernig hægt er að leiðrétta hana.“ Hvað fleira eruð þið að selja? „Orange Whip er með mismunandi æfingatæki. Við erum með pútter, fleygjárn, sveifluþjálfa, hraðsveifluþjálfa, platta og líkamsræktarpakka. Pútterinn hentar bæði örvhentum og rétthentum kylfingum. Pútterinn er með sveigjanlegt skaft. Pútterinn hjálpar þeim sem draga úr hraða höggsins í púttstrokunni og dregur úr öðrum slæmum ávönum í henni. Fleygjárnið er 56° og hefur sveigjanlegt skaft. Fleygjárnið hjálpar við að fá nákvæmari og stöðugri sveifluferil sem gefur betri högg og bætir lengd og nákvæmni. Með OW fleygjárninu er auð-

veldara fyrir kylfinginn að skilja hverjir slæmir ávanar eru og hvernig á að lagfæra þá. Með hraðsveifluþjálfanum eykur þú sveifluhraðann um allt að 20% strax, hann er sveigjanlegri en aðrir hraðsveifluþjálfar og það hjálpar til við að auka tilfinninguna fyrir sveifluhraðanum, vogaraflinu og hvernig kylfingurinn fær sem mest út úr kylfunni. Hraðsveifluþjálfinn er til að auka kylfuhraða án þess að missa stjórn.“ Plattinn hjálpar til við þjálfun á höggum í óvenjulegum aðstæðum: „Með plattanum er hægt að líkja eftir ýmis konar aðstæðum sem koma upp á golfvelli, plattinn er með íhvolft lag og hjálpar það til með að aðlaga stöðu líkamans í sveiflunni við að slá högg, t.d. í upp- eða niðurhalla.“ Líkamsræktarpakkinn inniheldur einn platta, hraðsveifluþjálfa og líkamsræktarbönd. Líkamsræktarpakkinn sameinar sveifluæfingar og golf líkamsræktaræfingar til að bæta golfsveifluna tvöfalt hraðar en með hefðbundum æfingum. Grundvallaratriði golfsveiflunnar, líkamsstaða, snúningur, tímasetning, þyngdarskipting, jafnvægið og sveifluferillinn verða betri. Þeir sem eru með líkamsræktarplattann geta keypt aðgang að daglegu æfingaprógrammi á heimasíðu Orange Whip og í framtíðinni vonandi, í gegnum goflsveiflan.is.

Takið eftir appelsínunni: „Appelsínan á enda sveifluþjálfans gerir hana sýnilega en áberandi er hversu margir kylfingar á karla- og kvennamótaröðunum eru með Orange Whip í pokanum meðan þeir eru úti á velli að keppa. Næst þegar þú horfir á útsendingu frá PGA eða LPGA mótaröðunum skaltu taka eftir hverjir eru með „appelsínuna“ í pokanum.“

YOU GOTTA FEEL IT. Sveifluæfingatækin sem hjálpa til við að auka gæðin í golfleiknum

Sveifluþjálfinn

Pútter

Fleygjárn líkamsræktin

www.golfsveiflan.is golfsveiflan er á facebook

81


Úrslit í meistaramóti GG 2020 Mfl. Karla

Mfl. kvenna

1. Þór Ríkharðsson 2. Helgi Dan Steinsson 3. Davíð Arthur Friðriksson

1. Svanhvít Hammer 2. Þuríður Halldórsdóttir 3. Gerða Kristín Hammer

1. flokkur karla

1. flokkur kvenna

1. Ingvar Guðjónsson 2. Atli Kolbeinn Atlason 3. Andrew Jered Wissler

1. Hildur Guðmundsdóttir 2. Dagmar Jóna Elvarsdóttir 3. Svava Agnarsdóttir

2. flokkur karla

Nýliðaflokkur kvenna

1. Þorfinnur Gunnlaugsson 2. Halldór Einir Smárason 3. Ólafur Már Guðmundsson

1. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir 2. Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir 3. Rósa Ragnarsdóttir

3. flokkur karla

Karlar 65+

1. Jón Þórisson 2. Pálmi Hafþór Ingólfsson 3. Jóhann Þröstur Þórisson

1. Bjarni Andrésson 2. Guðjón Einarsson 3. Halldór Jóel Ingvason

4. flokkur karla

Konur 65+

1. Óðinn Árnason 2. Hjörtur Waltersson 3. Unnar Ástbjörn Magnússon

Unglingaflokkur

82

1. Arnór Tristan Helgason 2. Friðrik Franz Guðmundsson 3. Reynir Sæberg Hjartarson


M

etþátttaka var í meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur árið 2020 en alls tóku 90 manns þátt í mótinu, sem var leikið við frekar daprar aðstæður, sérstaklega síðustu tvo dagana. Sem fyrr var kylfingum gefinn laus taumur varðandi spilatíma fyrri tvo dagana og nýttu margir sér það og spiluðu t.d. snemma á fyrsta degi. Þeir sem komu síðastir í hús þann daginn voru orðnir ansi veðurbarnir og lúnir þegar leik lauk það kvöldið… Úrslit í öllum flokkum má sjá hér á opnunni en aðalatriðið er að sjálfsögðu meistararnir í karla- og kvennaflokki. Það voru þau Þór Ríkharðsson sem reyndar er ekki Grindvíkingur heldur Sandgerðingur en gekk í GG síðasta sumar, og Svana Hammer en hún er Grindvíkingur í húð og hár, sem urðu klúbbmeistarar. Þór var eðlilega að vinna í fyrsta skipti sem nýliði í klúbbnum en Svana tryggði sér sinn sjötta titil og er heldur betur farin að narta í hælana á sigursælasta kvenkylfingi GG, Ingibjörgu Grétarsdóttur sem er með sjö titla! Ég tók meistarana stuttu tali og lét þau svo glíma við söma spurningar sem koma hér að neðan. Svana: „Ég átti von á mikilli baráttu um titilinn í fyrra því við erum nokkuð svipaðar, ég, Gerða systir og Þuríður. Lokadagurinn var mjög spennandi og það munaði aldrei mörgum höggum á okkur. Ég var mjög glöð að vinna því ég lenti í meiðslum eftir tvo daga, reif upp á mér hælinn og gat því ekki stigið almennilega í fótinn. Það gerir kannski sigurinn ennþá sætari. Þetta var sjötti titillinn minn og eigum við ekki að segja að ég setji stefnuna á að koma titlunum í tveggja stafa tölu en það verður erfitt því kvennagolfið hjá GG er alltaf að verða sterkara og sterkara. Það er mjög mikill meðbyr með klúbbnum núna og verður gaman að sjá þetta afmælisár, mér finnst frábærar fréttir með tímabundnu inniaðstöðuna og hlakka til næsta hausts og vetrar, að geta æft golf hér í Grindavík.“ Þór: „Ástæða þess að ég gekk í GG er aðallega sú að mér finnst Húsatóftavöllur svo skemmtilegur! Ég spilaði hann held ég meira 2019 en aðra velli en á þessum tíma var ánægja mín fyrir golfi aðeins farin að minnka og má segja að ég hafi gengið í endurnýjun lífdaga við að hafa gengið í klúbbinn í fyrra! Mér líst rosalega vel á framtíðaráformin og það er bara mjög góður andi í þessum klúbbi, frábært fólk í Grindavík og hér ætla ég að vera áfram. Ég fór aðallega með þær væntingar í meistaramótið í fyrra, að reyna spila mig

Klúbbmeistarar GG árið 2020 inn í liðið fyrir sveitakeppnina. Það var kannski gott því þá gat ég betur einbeitt mér að sjálfu golfinu í stað þess að vera spá í hvaða sæti ég væri í. Svo gekk einhvern veginn allt upp á lokadeginum en þá var ég í holli með tveimur frábærum

kylfingum, Helga Dan og Davíð Arthúr og ég get ekki neitað því að það var mjög ljúft að standa uppi sem sigurvegari í fyrstu tilraun minni í meistaramóti GG. Það væri fáranlegt að stefna ekki á að halda titlinum í sumar!“

Klúbbmeistarar GG árið 2020 í stuttu máli: Svana Hammer: Forgjöf? 14,7 Methringur á Húsatóftarvelli? 77 högg Uppáhalds kylfa? Gamli nike pitching wedgeinn minn sem siggi hallfreðs gaf mér 2012. Uppáhalds golfhola á Húsatóftarvelli? 11. holan Uppáhalds kylfingur? Bryson Dechambeau Hver er erfiðasta holan á Húsatóftarvelli? 15. holan Uppáhalds meðspilari? Þurý Halldórs Styrkarleikar í golfi? Gefst aldrei upp Veikleikar í golfi? Fljótfær og pútterinn er búinn að vera plaga mig Hvernig golfbolta notarðu? Titleist true soft Í hvaða forgjöf ætlarðu að komast í sumar? Slétta 12 Hefurðu farið holu í höggi? Neibb en tæpt hefur það verið nokkrum sinnum Þór: Forgjöf? 2,1 Methringur á Húsatóftarvelli? 69 högg Uppáhalds kylfa? SW því höggin eru svo fjölbreytt með þeirri kylfu Uppáhalds golfhola á Húsatóftarvelli? 3., 6., 7., 12. og 13. eru allar í uppáhaldi en ef ég verð að velja eina þá er það 7. Uppáhalds kylfingur? Jordan Spieth og Jack Nicklaus Hver er erfiðasta holan á Húsatóftarvelli? 16. holan Uppáhalds meðspilari? Pétur Jaidee Styrkarleikar í golfi? Leikskipulag og þolinmæði Veikleikar í golfi? Púttin Hvernig golfbolta notarðu? Titleist prov1 eða Taylor Made Penta Í hvaða forgjöf ætlarðu að komast í sumar? Niður fyrir 1 Hefurðu farið holu í höggi? Einu sinni og það var á 8. holu í Sandgerði. Það gerðist fyrir níu árum þannig að það er orðið alltof langt síðan síðast. Það hlýtur að gerast á 7. í ár

83


4 0 á ra a fmæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til! - Lo ser-inn eldar kvöldmatinn og gengur frá eftir mat!

V

ísir hf. í Grindavík er rótgróið og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, stofnað árið 1965 af Páli Hreini Pálssyni og eiginkonu hans, Margréti Sighvatsdóttur. Segja má að Vísir sé fjölskyldufyrirtæki en margir af afkomendum Palla og Möggu í Vísi eins og þau voru jafnan kölluð, koma að rekstrinum en framkvæmdastjóri er annar sonanna, Pétur Hafsteinn Pálsson. Systkinin eru sex talsins og barna- og barnabarnabörn eru orðin 67. Vísir hf. hefur alltaf stutt mjög vel við grindvískar íþróttir og endurnýjaði nýverið samning sinn við Golfklúbb

Grindavíkur. Fyrirtækið er komið í hóp stærstu styrktaraðila GG en svona stuðningur treystir auðvitað stoðirnar hjá GG til lengri tíma og fyrir það eru þau sem stýra málum golfklúbbsins að sjálfsögðu mjög þakklát fyrir. Ekki nóg með að Vísir sé öflugur fjárhagslegur styrktaraðili GG, þá leynast ansi margir golfarar innan veggja fyrirtækisins og ákvað ég að setjast niður með dóttur Péturs framkvæmdastjóra, Erlu og manni hennar, Andrew Wissler sem er frá Bandaríkjunum en þau vinna bæði hjá Vísi.

Ég byrjaði á að spyrja Andrew út í hans golf þegar hann bjó í Bandaríkjunum: „Ég byrjaði að slá golfbolta þegar við fjölskyldan kíktum í heimsókn til ömmu og afa í Minnesota en afar mínir spiluðu mikið saman, bjuggu í 10 mínútna akstursfjarlægð frá hvorum öðrum. Á þessum tíma bjó ég í Norður-Karólínu en ég flutti nokkuð reglulega því faðir minn vann hjá bandaríska hernum. Ég reyndi að spila nokkuð reglulega með félögunum þegar ég var í high school en svo minnkaði spilamennskan mjög mikið á háskólaárunum í Minneapolis og eins þegar ég

Hjónin leyfðu Tóftabóndanum 2020, Scott Ramsey að vera með á þessari selfie 84


Andrew: „Þaðan sem ég kem þá veit ég að aðgengið að golfklúbbum er ekki alltaf auðvelt. Sumir halda að þetta séu bara lokaðir snobbklúbbar en það á alls ekki við hér á Íslandi. Hér eru allir velkomnir og kannski veit erlenda vinnuaflið ekki af þessu en stór meirihluti starfsfólks á gólfinu eru útlendingar, þeir koma frá 14 þjóðum. Við viljum gera okkar til að kynna þessa æðislegu íþrótt fyrir okkar starfsfólki en allir hafa kost á líkamsræktarstyrk og að sjálfsögðu er hægt að nýta það í golfið.“ Erla: „Við höfum undanfarin ár reynt að búa til starfsmannagolfmót og eftir að við gerðum þennan nýja samning við GG þá munum við reyna ennþá betur að fá sem flesta starfsmenn til að prófa. Við stefnum á að halda Texasmót og vonandi verður góð mæting, hver veit nema einhverjir munu svo skila sér í klúbbinn og það yrði frábært, bæði fyrir klúbbinn en ekki síst fyrir viðkomandi starfsmenn.“

byrjaði að vinna. Það var í raun ekki fyrr en ég flutti til Íslands sem ég gat farið að spila meira.“ Væntanlega ansi mikill munur á að iðka golf í Minneapolis og Grindavík? „Það er mjög mikill munur, kannski helst birtuskilyrðin en þú ert ekkert að fara í golf eftir vinnu úti, það er farið að dimma um klukkan átta en eins og við vitum hvernig þetta er hér á Íslandi, það er hægt að fara þess vegna um miðnætti á bjartasta tímanum! Þess vegna reynir fólk úti að fara um helgar og helst snemma því hitinn um hádegisbil er nánast óbærilegur. Á morgnana eru vellirnir auðvitað umsetnir og erfitt að komast að svo það er mjög mikill munur á að iðka golf á Íslandi og hvað þá í Grindavík, eða í Bandaríkjunum þar sem ég var. Fyrst eftir að ég flutti til Íslands þá var ég að spila á völlunum á höfuðborgarsvæðinu, oft eftir vinnu og þetta tók oft ansi mikinn tíma og það hentaði ekki á sama tíma og við Erla fórum að eignast börn. En þá var líka auðveldara að geta komist á okkar frábæra völl hér í Grindavík, spila bara nánast hvenær sem er. Svo er líka annað sem er ansi mikill munur á milli Íslands og Bandaríkjanna varðandi golf en úti var maður nánast eingöngu að spila við góðar aðstæður. Ef veðrið var slæmt þá var bara einfaldlega ekki spilað. Þrumur og eldingar fylgja rigningum úti og þegar rignir, þá RIGNIR svo þá er bara ekkert spilað. Hér á Íslandi er farið nánast í öllum veðrum, t.d. eins og í meistaramótinu í fyrra en líklega hefði manni áður fyrr aldrei dottið í hug að fara í golf við slíkar aðstæður en svona er þetta bara á Íslandi, ég vandist þessu og mér líkar vel við það.“ Hvenær byrjaði svo Erla í golfi? „Ég byrjaði í fyrra en hafði farið með Andrew á æfingasvæðið þegar við bjuggum úti og ég vissi í raun þá að ég myndi fara í golf en vildi fyrst stofna fjölskyldu og einbeita mér að börnunum. Það er erfitt að vera í golfi með lítil börn því golfið er svo tímafrekt og því ákvað ég að bíða aðeins. En nú er yngsti strákurinn að verða sex ára, orðinn mikill áhugamaður um golf svo þetta er góður tímapunktur núna. Ég hef alltaf kunnað vel við mig úti í náttúrunni og golfið sameinar svo margt, útiveru, hreyfingu, félagsskap og keppni þess vegna, svo þetta hentar mér fullkomlega. Eldri strákarnir tveir eru byrjaðir og það verður frábært fyrir fjölskylduna að geta átt golfið sem sameiginlegt áhugamál í framtíðinni. Golfið er líka svo skemmtilegt upp á félagsskapinn en ég hef endurnýjað kynnin betur við gamlar vinkonur á golfvellinum, þá gefst

meiri tími í gott spjall í rólegheitum úti í náttúrunni.“ Erla er hrifin af uppganginum í GG og andanum sem þar ríkir: „Ég tók þá ákvörðun þegar ég byrjaði, að vera ekki keppnishrædd en margir eru eflaust smeykir til að byrja með, telja sig svo lélega og eru hálf spéhræddir. Það kom mér skemmtilega á óvart eins og í meistaramótinu í fyrra, að það var öllum slétt sama um hvernig mér gekk, allir voru bara að spá í sinni spilamennsku og voru ekkert að gera grín af mínum sprengjum, allir lenda jú í því þegar þeir byrja. Ég er kannski að koma inn í klúbbinn á hárréttum tímapunkti en það var mikil fjölgun í fyrra og sérstaklega byrjuðu margar konur. Andinn er ofboðslega góður og allir eru tilbúnir að hjálpa manni, sama hversu vitlausar spurningar maður kemur með.“ Það er nokkuð mikil golfmenning innan veggja Vísis og stjórnendur vilja breiða boðskapinn meira út:

Eins og áður kom fram var Vísir að endurnýja samninginn við GG og bætti í frá fyrri samningi og það er frábært fyrir GG. Er einhver sérstök ástæða fyrir þessum aukna stuðningi við golfið í Grindavík? Erla: „Við hjá Vísi erum stolt af því að styðja íþróttir í Grindavík og fannst við hæfi að auka styrkinn enda mikil aukning iðkenda síðustu ár. Okkur finnst golfið einnig henta frábærlega fyrir almenna hreyfingu og útiveru en góð heilsa og vellíðan okkar starfsfólks er okkur mikilvæg, það er hluti af okkar mannauðsstefnu. Golfið hentar líka fjölskyldulífi fullkomlega – þ.e.a.s. þegar hjónin eru bæði í golfi og draga börnin með sér.“ Andrew bætti við: „Eflaust geta margir karlmenn sem hafa verið í golfi án þess að makinn hafi verið með, upplifað stundir á golfvellinum þar sem þeim leið eins og verið væri að stela dýrmætum tíma frá fjölskyldunni, kannski með nagandi samviskubit því vissulega getur golfið verið tímafrekt. En að geta stundað þessa æðislegu íþrótt saman sem fjölskylda, er einfaldlega frábært! Það skemmtilega við golfið er líka að allir geta keppt við alla. Þó svo að ég sé betri en Erla í dag þá býr forgjöfin til sanngjarnan punktaleik á milli okkar. Ég sé í hyllingum í framtíðinni þegar við fjölskyldan búum til holl, setjum upp game og keppum, megi sá/sú besta vinna! Yngsti skottast með og úr verður æðisleg fjölskyldustund. Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til! Loser-inn eldar kvöldmatinn og gengur frá eftir matinn!“

85


Við óskum Golfklúbbi Grindavíkur Innilega til hamingju með afmælið

Fiskvinnsla

Bakkalág 15 b. • 240 Grindavík • Iceland Tel: 420 8000 • Fax: 420 8001 • stakkavik@stakkavik.is

Við óskum Golfklúbbi Grindavíkur Innilega til hamingju með afmælið

86


Umsagnir um Húsatóftavöll Guðmundur Torfason, knattspyrnuhetja: “Ég kynntist Húsatóftavelli þegar ég þjálfaði mfl. karla í knattspyrnu á árunum1996-1998. Þá var völlurinn bara 9 holur og það hefur verið gaman að fylgjast með stækkuninni og í dag er þetta frábær 18 holu völlur sem ég hlakka mikið til að spila í sumar með lærisveinum mínum frá þessum frábæru árum í fótboltanum í Grindavík.”

Martin Hermannsson, körfuboltamaður: „Ég upplifði langþráðan draum síðasta sumar þegar að ég fékk boð frá einum af betri sonum Grindavíkur, Jóni Axel Guðmundssyni um að koma og spila Húsatóftavöll. Hafði bara heyrt góða hluti um völlinn og hann olli alls ekki vonbrigðum. Nokkur góð pör og Back-to-back Birdie-ar á 9. og 10. holu sendu mann heim með bros á vör þrátt fyrir þrjá bolta í sjóinn af teig á 14. holunni. Hlakka mikið til að mæta aftur og bíð eftir golfmóti á milli KR og Grindavíkur á þessum skemmtilega velli.“

Þorgerður Katín Gunnarsdóttir, alþingiskona: „Þú segir ekki nei þegar færi gefst á að spila í Grindavík. Húsatóftavöllur hefur upp á margt að bjóða, fjölbreyttar holur, flatir sem sífellt sækja í sig veðrið og umhverfi sem heillar. Fyrir utan að vera vel hirtur tekur völlurinn þægilega utan um golfara og gerir stemninguna skemmtilega. Þegar þú ert búin viltu fara strax aftur. En þú gefur þér alltaf tíma í skálanum. Frábærar veitingar – mæli með hjónabandssælunni :)“

87


Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll S

tjórn Golfklúbbs Grindavíkur sumarið 2021 er skipuð eftirtöldum aðilum: Formaður, Sverrir Auðunsson. Varaformaður, Guðmundur Andri Bjarnason. Ritari, Svava Agnarsdóttir. Gjaldkeri, Óðinn Árnason. Meðstjórnendur eru Leifur Guðjónsson, Svana Hammer, Sigþór Kristinn Skúlason og Guðmundur Bragason. Framkvæmdastjóri er Helgi Dan Steinsson. Ég held að besta leiðin til að kynna þetta fólk sem er tilbúið að gefa tíma sinn og vinnu í þetta sjálfboðastarf, sé með því að sjá hvernig þau sjá golfið fyrir sér, n.t. Húsatóftavöll í Grindavík. Ég fékk þau til að velja sér tvær holur til að fjalla um, hvernig þeim finnst best að spila viðkomandi holu. Varaformaðurinn Guðmundur Andri steig fyrstur á stokk, valdi sér 11. og 12. holu, Sigþór valdi holur 5 og 6 og Óðinn valdi 13. og 14. holu. Formaðurinn ruddist síðan fram á ritvöllinn með holur 2 og 17. Og Leifur í kjölfarið með holur 8 og 16. Nú var farið að fækka holum í boði og Svava ritari stökk á 4 og 7, Svana fylgdi á eftir með 9 og 18 og því voru fjórar holur eftir. Framkvæmdastjóranum fannst eðlilegt að taka tvær erfiðustu holur vallarins, 3 og 15 og því hafði Gummi Braga ekkert val, tók dreggjarnar 1 og 10. 88

Svona vill stjórn GG spila Húsastóftarvöll: Hola 1. Gummi Braga „Upphafsholan lítur út fyrir að vera þægileg hola en raunin er að hún getur klárlega refsað manni. Það eru í sjálfu sér ekki miklar hættur í teighögginu, fer þó eftir högglengd hvaða glompur eru í leik en þær eru meira vinstra megin á brautinni. Ég reyni að staðsetja upphafshöggið hægra megin á brautinni ef kostur er, finnst innkoman á grínið yfirleitt betri þaðan. Grínið er frekar mjótt og ekki mjög stórt, með bönkerum bæði vinstra og hægra megin við það. Ef menn slá hægra megin á grínið er hætta á að boltinn leki í bönkerinn þar. Það fer eftir vindátt hversu ákveðið ég slæ á grínið í öðru höggi, í stífri norðanátt þá er jafnvel öruggara að vera aðeins of stuttur og reyna að tryggja parið með góðu innáhöggi þaðan.

Hola #1 er hola sem maður er mjög sáttur við að labba frá með par en oftar en ekki endar hún í bogey eða þaðan af verra!“ Hola 2. Sverrir Auðuns „Þessi 169 metra hola er alvöru, fullorðins golfhola sem refsar slæmu höggi og ef maður kemur sér á rangan stað við flötina getur reynst erfitt að bjarga parinu. Fyrst eftir að opnað var fyrir holuna fannst manni eins og skrambi væri það sem oftast var skrifað niður. Eins og með margt í golfinu lærir maður smám saman á holuna. Ef flaggið er uppi vinstra megin styttist holan og gott 6 eða 7 járn dugar til að gefa sér góðan möguleika á fugli. Ef flaggið er neðst hægra megin eykst erfiðleikastigið og þá dugar ekkert minna en gamli góði blendingurinn eða jafnvel 5-tré í stífum mótvindi. Smá fade með hárfínt mið á miðja flöt og ef lengdin reynist rétt mun kúlan detta vel inn á flötina og renna tignarlega niður að vel staðsettri holunni.


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d aví ku r

Fugl í höfn á annarri er gott veganesti fyrir verðugt verkefni framundan sem er sú þriðja.“ Hola 3. Helgi Dan „Hola 3 er hola sem er oftast leikin á móti ríkjandi vindátt. Ég slæ yfirleitt með hybrid af teig og set mig í þá stöðu að eiga 130 metra í innáhöggið. Ef ég nota driver í upphafshöggið þá minnkar lendingarsvæðið töluvert og möguleikar á slæmri útkomu á holunni aukast að sama skapi. Flötin er erfið viðureignar og því mikilvægt að vera á réttum palli. Par er gott skor.“ Hola 4. Svava Agnars „4. holan er skemmtileg og krefjandi hola en hefur reynst mér erfið í gegnum tíðina. Ég slæ upphafshögg með dræver og miða á jaðarinn á hólnum sem er hægra megin við brautina og vona að boltinn nái inn á braut og rúlli eftir henni. Næsta högg á að vera upp á flöt en það er krefjandi högg þar sem töluverð hækkun er upp á flötina. Ef mér tekst að ná upp á flöt í tveimur höggum á ég góðan möguleika á pari en því miður labba ég oftar en ekki af flötinni með fimm högg.“ Hola 5. Sigþór „Braut 5 er skemmtileg og krefjandi par 3 hola. Þegar við stöndum á teig, þ.e.a.s. á karlateig, þá sjáum við mjög vel yfir holuna og þannig par 3 holur finnst mér skemmtilegastar. Það er að sjálfsögðu mjög misjafnt hvaða járn maður velur, fer allt eftir vindátt og styrk í það og það skiptið. Það eru engir bönkerar í kringum grínið en samt sem áður eru ýmsar hættur í leik. Það er alls ekki gott að vera of langur, betra að vera aðeins of stuttur ef maður ætti að

velja. Flötin getur samt stundum verið að stríða manni og ekki alltaf auðvelt að tryggja parið jafnvel þótt maður hitti flötina í upphafshögginu. Oftar en ekki gengur mér nokkuð vel á þessari holu.“

á braut og eiga 70 - 100 metra eftir. Eftir það þá er parið í vasanum sem er frábært á þessari holu en ef upphafshöggið klikkar þá er maður fljótur að sjá ljótt skor!“

Hola 6. Sigþór „Braut 6 er ein af mínum uppáhalds brautum á vellinum. Ef upphafshöggið heppnast mjög vel og mótvindur er ekki til staðar, þá tek ég yfirleitt áhættu og reyni að hitta flötina í höggi númer tvö. Ef það heppnast þá er maður búinn að setja sig í hörku fuglafæri en ef högg númer tvö hittir ekki flötina, þá er maður yfirleitt kominn í vandræði og getur svo sannarlega þakkað fyrir að ná pari þegar upp er staðið. Ef upphafshöggið er ekki vel heppnað þá tek ég yfirleitt létt annað högg og skil eftir ca. 90 metra fyrir innáhöggið. Stór og góð flöt með miklu landslagi einkennir þessa holu.“

„9. holan er frábær golfhola, stutt par 5 sem gefur möguleika á að slá inn á green í 2 höggum ef vindar eru hagstæðir. Ég vil staðsetja mig vinstra megin við glompurnar og reyna við green í öðru höggi, en ef vindar eru óhagstæðir þá vil ég einfaldlega slá yfir garðinn sem liggur þvert yfir brautina og eiga 40 - 50 metra eftir, það getur skilað manni möguleika á góðum fugli, alla vegana gefins pari. Þessi hola getur gefið jafn mikið og hún getur tekið, það kemur fyrir að maður slær upp í garðinn hægra megin við brautina, þá endar þetta oftast í chippi inn á braut til þess að reyna koma sér inn á green með góðu móti.„

Hola 7. Svava Agnars

Hola 10. Gummi Braga

„7. holan lítur út fyrir að vera mjög auðveld hola, stutt og þægileg. Hún leynir þó á sér þar sem vinstra megin við flötina eru klettar og gjótur sem gleypa auðveldlega boltann ef svo óheppilega vill til að maður lendi þar. Mér finnst erfitt að meta hvaða kylfu ég nota á þessari holu þar sem vindur hefur mikil áhrif á henni. Góður möguleiki er á fugli á þessari holu en algengara er að ég fari hana á pari og jafnvel meira.“

„Tíunda holan er þó nokkuð erfiðari eftir að hún var lengd, en að sama skapi skemmtilegri að mínu mati. Þetta er skemmtileg en krefjandi hola með vallarmörk hægra megin. Í upphafshögginu reyni ég að vera í vinstri kanti brautar eða jafnvel vinstra megin við hana ef ekki er mikið röff. Hægra megin við brautina er gjá og síðan vallarmörk, einnig finnst mér innkoman á grínið erfiðari ef maður er staðsettur hægra megin á brautinni. Ef ég næ upphafshögginu á góðan stað vinstra megin þá slæ ég innáhöggið eins mikið hægra megin á grínið og ég þori, þar sem boltinn lekur yfirleitt til vinstri á því. Það er heldur ekki gott að lenda vinstra megin við grínið þar sem er grjótgarður ofl. Það þarf að passa sig á að oft er töluverður hæðarmunur í öðru höggi, svo menn misreikna oft fjarðlægðina og eru of stuttir í því. Grínið er ekki breitt en frekar langt og skemmtilegt með miklu landslagi. Þetta er hola sem maður er sáttur við að fá par á.“

Hola 8. Leifur Guðjóns „8. hola er gríðarlega vel heppnuð golfhola, ekki sú lengsta en ein sú erfiðasta. Hættur eru bæði hægra og vinstra megin. Upphafshöggið er gríðarlega mikilvægt en með Þorbjörn í baksýnisspeglinum þá verður maður bjartsýnn og ég tek alltaf driver á þessari holu. Best er að lenda vinstra megin inni

Hola 9. Svana Hammer

89


4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Gr indav íkur

Hola 11. Gummi Bjarna

Hola 13. Óðinn Árna

Hola 15. Helgi Dan

„11. holan á Húsatóftavelli í Grindavík er ótrúlega skemmtileg hola, af teig er hún sennilega sú fallegasta og með besta útsýnið yfir Grindavík, Þorbjörn og völlinn sjálfan. Menn geta verið nokkuð villtir þegar upphafshöggið er slegið af teig en ég er einn af þeim. Ég reyni að fara ekki hægra megin á brautina en þar eru glompur sem geta gert manni lífið leitt. Þegar ég slæ, reyni ég að staðsetja mig vinsta megin á brautinni. Ef holan er hægra megin á gríninu, við glompuna, þá reyni ég að vera í röffinu, á milli tíundu og elleftu brautar til að eiga opnara innáhögg. Grínið er stórt og skemmtilegt, á tveimur pöllum og þetta er í heildina á litið skemmtileg hola. Ef maður labbar frá henni með gott par, þá er maður mjög sáttur.“

„Valdi þessa holu þar sem mér þótti hún sú snúnasta þegar ég byrjaði í golfi hér í Grindavík. Slá þarf yfir veginn og ekki í boði að vera að draga eitthvað úr högginu. Nýlegar breytingar á þessari holu þykja mér mjög vel heppnaðar og hafa bætt völlinn nokkuð. Þetta er hola sem bíður upp á að vera nokkuð villtur í upphafshögginu og leggja vel í það, enda stórt lendingasvæði neðan vegar. Ég stilli miðið á drævernum nokkurn veginn á hólinn við 14. flötina og er sáttur þegar kúlan lendir nálægt hólnum. Oft leitar höggið til hægri en það er auðveldlega hægt að redda sér úr því þó það geti lengt holuna ansi mikið. Næsta högg er oftast með hybrid og slegið eftir brautinni. Lendingasvæðið á braut er nokkuð stærra en það virðist í fyrstu og ef vel tekst til þá er ég um 100 metra frá flöt fyrir þriðja högg og laus við allar heimsóknir frá kríunum sem bíða oft eftir manni vinstra megin við braut. Á góðum degi er þá reynt við flötina í þriðja höggi, vil frekar vera styttri en lengri enda ekki mikið svæði að vinna með aftan við flötina. Tvípútt og sáttur við parið.“

„Það fer algjörlega eftir veðri og hvernig hefur gengið á hringnum hvernig ég leik þessa holu. Ef skorið er þokkalegt og veðrið gott þá reyni ég við flötina í tveimur höggum. Ef skorið er gott þá spila ég holuna sem par 5 holu og sætti mig við parið en fuglinn er alltaf á bak við eyrað.“

Hola 12. Gummi Bjarna „Fyrir mig er þessi hola nokkuð snúin, ég veit aldrei hvað ég ætla að gera, hvort ég ætla að leggja upp eða slá á grínið, þannig að ég er oft í tómu brasi með þessa holu. Miðað við lengd, þá ættu menn að vera að spila hana á pari eða fugli en ég labba oftar en ekki með skolla eða þaðan af verra frá henni. Ég spila hana yfirleitt eftir því hvar holan er staðsett inni á gríninu. Ef holan er fremst á gríninu, þá er vont að leggja upp, þá er innáhöggið svo erfitt, þannig að ef að pinninn er fremst þá slæ ég með hybrid, reyni að koma mér á grínið en mér er sama þó ég lendi í glompu, mér finnst auðveldara að slá úr þeim heldur en að eiga þrjátíu metra vipp yfir glompurnar og pinninn er fremst. Ef holan er aftast á gríninu, þá finnst mér miklu þægilegra að eiga eftir sextíu metra vipp og með allt grínið til að vinna með. Til að fá gott skor, skiptir máli að vera á réttum palli.“

90

Hola 14. Óðinn Árna „Ný par 3 hola sem getur reynt nokkuð á skynsemina, sérstaklega þegar hreyfing er á Grindavíkurlogninu. Hér borgar sig að ná sannfærandi höggi yfir erfitt svæði fyrir framan teiginn og oft betra að vera lengri en styttri í upphafshögginu. Ímynda mér að góðir kylfingar slái nokkuð nálægt varnargarðinum til að fá góða legu en fyrir meðalskussa eins og mig þá finnst mér öruggara að miða hægra megin á flötina. Leiðinlega oft of stuttur og of langt til hægri á þessari holu. Draumahöggið er inná flöt með sjöu eða sexu og séns á fugli. Auðvelt að lenda í leiðinda basli með lélegu upphafshöggi og ein af þessum holum sem getur reynt mjög á andlegt þol. Geng brosandi frá þessari holu ef ég næ pari eða skolla.“

Hola 16. Leifur Guðjóns „16 hola. er frekar löng og erfið par 3 hola og hentar vel þeim kylfingum sem spila með frjálsri aðferð og ég er klárlega einn af þeim. Þarna er maður nálægt sjónum, sem sagt á heimavelli. Best þykir mér ef það er norðanátt, sem sagt á móti, að nota driver og ef það er logn þá tek ég dempaðan driver [Þú last rétt lesandi góður, DEMPAÐUR driver er eitthvað sem Leifur fann upp! Eins og einn góður klúbbmeðlimur sagði eitt sinn við Leif, „þú ert langbesti kylfingur klúbbsins miðað við getu!“ - Innskot blaðamanns]. Gott er að lenda vinstra megin á braut og láta landslagið sjá um afganginn en ég er oftast á gríni, tvö pútt , par og þrír punktar. Margir af okkar bestu kylfingum hafa átt í basli með þessa holu.“ Hola 17. Sverrir Auðuns „Á þeirri sautjándu hafa nokkrar af skemmtilegustu breytingum á golfvellinum s.l. ár litið dagsins ljós. Farnar eru glompurnar á miðri braut sem á sínum tíma var komið fyrir í skjóli næturs. Nú er ekkert annað í stöðunni en að taka gott mið á miðja braut og láta vaða í eitt alvöru 180 – 220 metra drive en vindurinn sem gengur hægt og vel um völlinn ræður hvort niðurstaðan sé á neðri eða efri mörkum í upphafshögginu. Sem betur fer er hægt


að vera með fjórtán kylfur í pokanum því kylfuval er það sem þarf, til að takast á við annað höggið því það högg sem bíður manns getur verið allt frá 120 – 180 metrar inn á nýja stóra flöt sem liggur 50 metrum aftar en eldri flötin. Vel heppnuð framkvæmd hjá Simma, að nýta aðkomuvatnið til að útbúa tvær tjarnir til að verja flötina, þýðir að það þarf að vanda sig vel í innáhögginu. Í Meistarmótinu árið 2020 gaf þessi hola 0 fugla yfir allt mótið og 0 Pör á þriðja degi mótsins. Á venjulegum degi er par málið áður en haldið er í göngutúrinn upp að þeirri átjándu.“ Hola 18. Svana Hammer 18. holan er frábær par 3 hola en eins auðveld og hún lítur út fyrir að vera þá er hún það alls ekki, kylfuval fer allt eftir vindi og staðsetningu pinnans. Ef pinninn er á miðri flötinni og þetta eðlilega grindvíska logn er, þá verður 8 járnið nánast alltaf fyrir valinu en eins og ég segi, þá er ekkert mál ef að pinninn er efst uppá pallinum hægra megin, að nota 5 járn þegar blæs aðeins á móti.

91


Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi Lognið gekk hægt yfir völlinn það kvöld árið 2014 sem ég fór næstum því holu í höggi. Ég ætlaði aðeins að spila nokkrar holur enda búinn að lofa mér í að grilla fyrir fjölskylduna. En eftir ágætis byrjun hringdi ég samviskusamlega í konuna og lét hana vita að ég væri aðeins lengra frá en ég ætlaði mér. Var ótrúlega sáttur við ákvörðunina stuttu síðar þegar ég sló í stöngina á sjöttu holunni og rak niður 15 cm pútt fyrir fugli. Stóð svo við flötina á níundu holunni og hugsaði með mér að tvö högg í viðbót myndu duga mér til að eiga minn besta hring á fyrri níu. Og að sjálfsögðu döffaði ég fjórða höggið og í pirringi sló ég kæruleysislega með pútternum og kúlan skaust af stað, fór beint í stöngina og ofan í holuna. Par og nýtt met á fyrri níu staðfest. Hávarður Gunnarsson, Jón Júlíus Karlsson og Kristinn Sörensen voru á teig á 10. holunni og hlógu að púttinu og spurðu hvort ég ætlaði ekki að halda áfram. Áður en ég labbaði upp á teig til þeirra hringdi ég aftur

í konuna en í þetta sinn spurði ég hvort ég mætti taka nokkrar holur í viðbót enda hrikalega góður hringur í gangi hjá kallinum. Fékk auðvitað leyfi til að spila þrjár holur í viðbót, en ekki hvað. Innanhöggið á 12. holunni endaði næstum því í stönginni og bara létt 10 cm pútt eftir fyrir fugli. Tók strax upp símann og hringdi enn og aftur í konuna sem góðfúslega gaf mér leyfi til að klára þennan blessaða hring — grillinu var a.m.k. frestað það kvöld. Lítið var að frétta af ferðinni við sjóinn en mikil tilhlökkun í gangi þegar gengið var í áttina að 18. holunni — hugsanlega sögulegur hringur í gangi. Holustaðsetningin það kvöld þótti afar erfið en hún var aftast á flötinni. 8 járnið varð fyrir valinu og reyndist kylfuvalið rétt. Boltinn lenti á miðri flöt, tók skarpa beygju til hægri eftir hryggnum á flötinni og tók stefnuna á holuna. Allir í hópnum voru sammála um kúlan væri nálægt holunni en erfitt var að sjá frá teig hversu nálægt. Nánast yfir holubrún var niðurstaðan og nær verður ekki hægt að fara næstum því holu í höggi. Og, jú, ég kláraði fyrir fuglinum og nýjum methring. Grillaði svo dýrindis máltíð kvöldið eftir og í skaðabætur bauð ég svo fjölskyldunni í ísrúnt eftir kvöldmatinn. Sverrir Auðunsson

“Ekki” og semi-hola í höggi Margir golfarar hafa eflaust upplifað að vera nálægt því að fara holu í höggi en ef einhver getur toppað (já eða botnað) fjarlægðina sem minn bolti var frá því að fara niður, þá er ég til í einvígi við viðkomandi! Þetta var á gömlu 13. holu (12. grínið í dag). Aðrir í hollinu voru fyrrum tengdafaðir minn, Gestur Sæmundsson og einn þáverandi meðlima GG, Davíð Árnason. Ég fann um leið og boltinn fór af stað að höggið var gott. Boltinn lenti og fljótlega heyrðist í hollinu: „heyrðu, hann er á leiðinni niður!“ og þetta var eins og heil eílífð að líða og við görguðum allir í kór „hann er að fara ofan í, hann er að fara ofan

í!“ Við biðum þess að sjá boltann detta en allt kom fyrir ekki og vonbrigðin skiljanlega gífurleg. Oft er ekki gott að átta sig á fjarlægð af svona færi svo kannski voru þetta fleiri sentimetrar en leit út fyrir en þegar við komum að holunni þá kom í ljós að eitt rúll í viðbót hefði skilað mér í Einherjaklúbbinn! Ég lýg því ekki, boltinn var nær en hjá Sverri hér að ofan! Ég hef alltaf kennt Guðjóni Einarssyni, frænda mínum sem þá var vallarstjóri, um að ég skyldi ekki hafa farið holu í höggi en á þessum tímapunkti voru grínin slegin á hverjum degi en ekki þennan dag. Þar með fór draumahöggið!

Það getur ekki verið, ég er með 36 í forgjöf! Ég varð vitni að holu í höggi hjá Jóni Gauta bróður mínum 6. október árið 2006 og það er með eftirminnilegri minningum mínum á golfvelli! Þarna var bróðir minn með fulla hámarks forgjöf, sem á þessum tíma var 36, ég segi fulla því til að byrja með var hann að spila veeeeerulega illa… Svo óx honum nú ásmegin og frá og með 9. – 10. holu var hann bara farinn að slá ansi vel og leit allt í einu út fyrir að vera með 10 í forgjöf – þar til að hann kom að gömlu 13. holunni (þar áður gamla 9. holan), þá leit hann út fyrir að vera með +5 í forgjöf ! Sólin er lágt 92

á lofti á þessum tíma árs og þegar Jónsi eins og ég kalla hann, sló höggið þá sáum við allir þrír (Birgir Hermannsson var með okkur) að höggið væri gott! Boltinn lenti, rúllaði og einfaldlega hvarf ofan í holuna en þar sem sólin blindaði okkur ansi mikið þá gátum við ekki verið 100% vissir. Biggi taldi sig nú samt vera það og öskraði: „Þú fórst holu í höggi!“ Jónsi bróðir á sinn hógværa máta svaraði: „Nei Biggi, það getur ekki verið, ég er með 36 í forgjöf…“

En ég upplifði þetta „semi“ nokkrum árum seinna en þá var ég að spila með Hjálmari Hallgrímssyni í leikfyrirkomulagi sem ég held að Hjalli hafi fundið upp, svokallaður semi-texas. Það virkar þannig að endurtaka má tvö högg á hverri holu svo á par 3 holu þá slær maður eðlilega tveimur boltum. Á gömlu 8. holu þegar völlurinn var með 13 holur (í dag er þetta 1. flötin) lenti fyrri boltinn inni á gríni en sá seinni lenti, tók nokkur skopp og rúll og rakleitt beint í holuna! Eðlilega gat ég ekki skráð mig í Einherjaklúbbinn út á þetta högg og félagarnir grínuðust með að þetta væri ekkert mál, að standa á teig og slá högg eftir högg, á endanum færi boltinn niður!


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði! Ritstjóri blaðsins bað mig um að setja niður á blað, mínar „hole in one“ – sögur. Þar kennir ýmissa grasa má segja… Ég myndi segja að ég hafi komist ágætlega upp á golfíþróttina strax á unga aldri á Akranesi en ég var kominn í unglingalandsliðið þegar ég var 14 ára. Í mínum huga er augljóst að þeim mun betri kylfingur sem maður er, þeim mun meiri líkur eru á því að fara holu í höggi. Öll þau skipti sem ég var nálægt, setti boltann í stöngina eða hvað þá, lenti boltanum ofan í holuna en hann skoppaði upp úr, gæti nánast fyllt heilt svona blað en ég ætla að hlífa þér við því kæri lesandi. Ætla frekar að lýsa einu magnaðasta atvikinu en þar vorum við tveir saman í holli sem upplifðum sömu vonbrigðin! Ég var að spila með Akureyringnum Sigurpáli Geir Sveinssyni í Íslandsmótinu á Hellu einhvern tímann á síðustu öld. Á öðrum degi á holu tvö, sló ég fyrst. Við Siggi Palli vorum sammála um að höggið væri gott, jafnvel frábært og ágætis líkur væru á holu í höggi! Siggi Palli stillti sér upp og sló högg sem við töldum, jafnvel ennþá betra en mitt! Holan er blind svo við sáum ekki boltana fyrr en við komum á flötina – og trúðum ekki okkar eigin augum! Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði! Eftir öll þessi „næstum því hola í höggi“ skipti þá var ég nokkurn veginn búinn að segja sjálfum mér að þetta ætti einfaldlega ekki fyrir mér að liggja. Því kom það ansi vel á óvart þegar draumurinn loksins rættist – á par 4 holu!! Þetta var á Akranesi og ég var að spila í Greensome móti með mági mínum, Einari Guð-

berg Einarssyni. 10. holan á Akranesi er um 250 metrar og það var smá hliðarmótvindur. Ég náði mjög góðu höggi með dræver og við sáum boltann lenda inn á flöt. Þegar við komum að holunni þá sá ég djúpt boltafar og línu sem stefndi beint á holuna… Ég sagði við Einar að annað hvort væri þessi bolti ofan í eða í djúpu röffi fyrir

aftan flötina og þá værum við í slæmum málum! Eftir öll vonbrigðin í gegnum tíðina neitaði ég að fara að holunni til að skoða svo mágur minn fór í verkefnið. Hann stóð í nokkrar sekúndur yfir holunni og gaf mér svo það fallegasta bros sem ég nokkurn tímann fengið frá honum. Helg Dan Steinsson

Skriðið inn á flöt og bolta laumað í holuna! Leifur Guðjónsson hefur komið fyrir í þessu blaði en hann er einn stjórarfólks GG. Leifur er einn af betri kylfingum klúbbsins og kann líka að slá á þá léttu og hér áður fyrr var hann óttarlegur prakkari! Áður en völlurinn varð 9 holu völlur, þá var önnur holan uppi á efri velli par 3 hola – blind… Það var unglingamót í gangi og Leifur að spila og var í hollinu á undan Birni Skúlasyni. Bolti Bjössa lenti ekki langt frá Leifi og púkinn kom upp í honum… Hann náði í boltann, skreið inn á flötina og setti boltann í holuna! Leifur kannaðist ekkert við að hafa heyrt í boltanum né sé hann lenda og upphófst leit. Eftir þónokkra leit fannst boltinn og voru fagnaðarlæti Bjössa gífurleg en auðvitað er það draumur golfarans að fara holu í höggi, Bjössi lýsti fagnaðarlátunum: “High Five og faðmlög með öllum sem voru á staðnum!” Um það leyti sem átti að fara skrá Bjössa í Einherjaklúbbinn þá lagði Leifur spilin á borðið – við mikil vonbrigði Bjössa!

Bjössi annar frá vinstri í miðröð, með u.þ.b. 25% brosins þegar "draumahöggið" kom. Leifur standandi hægra megin við flaggstöngina, strax kominn með prakkarasvip! 93


Uppbygging nýja golfskálans

Árið 1992 var ákveðið af þáverandi stjórn Golfklúbbs Grindavíkur að kaupa íbúðarhúsið að Húsatóftum II af Landsbankanum sem var þá eigandi hússins. Tilboð klúbbsins hljóðaði upp á 4.5 miljónir og samþykkti Landsbankinn þá upphæð. Hús þetta var reist á árunum fyrir 1980 af Sigurði Th. Helgasyni sjávarlíffræðingi sem íbúðarhús, en Sigurður hafði árið 1977 stofnað fyrirtækið Eldi h/f á landi Húsatófta og ræktaði þar lax. Þessi rekstur Sigurðar gekk ekki sem skildi og hætti hann starfseminni að mig minnir 1989 og komst húsið þá í eigu Landsbankans. Eftir að Sigurður flutti úr húsinu og það komst í eigu bankans, höfðu félagar klúbbsins augastað á húsinu. Kom þar tvennt til, húsið stóð þétt við golfvöllinn og því gott fyrir klúbbinn að geta ráðstafað húsinu eftir hentugleika og húsið gat orðið framtíðar golfskálinn því húsið stóð hátt fyrir miðju á framtíðar vallarsvæði. Það sem einkum stóð í félögum var fjármögnunin. Þær litlu tekjur sem klúbburinn hafði (aðallega félagsgjöld) fóru í uppbyggingu vallarins. En eins og áður hefur verið sagt var skrefið stigið 1992 og húsið keypt. Verðið mátti teljast nokkuð viðunandi og mátti greiða það niður á nokkrum árum. Ákveðið var að reyna að leigja húsið og fá þar með tekjur upp í greiðslur afborgana. Grindavíkurbær sem hafði veitt okkur nokkurn styrk til húsakaupanna kom þeim skilaboðum til okkar að æskilegt væri að við leigðum húsið ekki barnafjölskyldum því þá myndi fylgja því veruleg94

Árin 1992 til 1995 voru mjög viðburðarrík í sögu klúbbsins:

Halldór Ingvason ur kostnaður fyrir bæinn að aka börnum til og frá skóla. Ég man eftir að Guðfinnur Bergsson leigði húsið í um ár eða part úr ári. En segja má að það hafi orðið klúbbnum til happs að árið 1994 sóttust sæmdarhjónin Steinþóra og Barði eftir að leigja húsið þá nýlega komin frá Suður-Afríku. Ekki bara það að þau leigðu húsið heldur sáu þau um veitingasölu í golfskálanum (þeim gamla) yfir sumarmánuðina og um tíma rukkuðu þau inn félagsgjöld. Þau leigðu húsið í nokkur ár saman, en eftir að Steinþóra lést dvaldi Barði þar í nokkurn tíma.

Íbúðarhúsið að Húsatóftum II keypt. Samningur gerður við Varnarmáladeild um leigu á landi undir 18 holu golfvöll og var sá samningur til 50 ára. Hannes Þorsteinsson var fenginn til að teikna 18 holu völl og ýta fengin að láni hjá Aðalverktökum til að ýta fyrir vellinum ásamt æfingarsvæði, aðeins þurfti að borga kaup ýtumanns og borga olíu á vélina. En þá er komið að máli málanna þ.e. breyting á íbúðarhúsi í golfskála. Ég held að ég muni það rétt að það hafi verið haustið 2009 að við nokkrir eldri kylfingar, flestir hættir að vinna, vorum að spila golf á vellinum og barst talið þá að Húsatóftarhúsinu sem stóð autt. Ekki man ég hver það var sem orðaði það að nú væri kominn tími til að fara að breyta húsinu í framtíðar golfskála. Í þessum hópi sem oftast hittist eftir hádegi voru: Steinþór Þorvaldsson, Gísli Jónsson, Jón Ragnarsson, Halldór Ingvason, Sveinn Ísaksson og Jón Guðmundsson píp. Þess má geta að bæði Sveinn og Jón voru enn í vinnu, Sveinn að hluta en Jón með eigið fyrirtæki. Rætt var um að við gætum þegar ekki viðraði til að spila golf, byrjað að rífa niður milliveggi í húsinu og gera það að einum geim. Á þessum tíma var Páll Erlingsson formaður klúbbsins og var þessi hugmynd borin undir hann og stjórn klúbbsins. Fannst mönnum hugmyndin góð og ef við værum tilbúnir mættum við hefjast handa.


40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d aví ku r

Hittumst við oftast eftir hádegi og þá fyrst til að byrja með á vetrarmánuðum. Fljótlega tók Jón Guðmundsson forystuna enda eini iðnaðarmaðurinn í hópnum. Þeir sem þekktu Jón Guðmundsson vita að fáir voru meiri áhlaupamenn til verka og segja má að hann hafi rekið okkur áfram með harðri hendi. Seinnipart vetrar 2010 var búið að rífa niður alla milliveggi og húsið orðið einn geimur. Fleiri komu við sögu en fyrrtaldir og man ég t.d. eftir Willard Ólasyni, Eðvarði Júlíussyni og syni Jóns, Guðmundi sem oft kom með pabba sínum. Ekki var nú aftur snúið, Jón sagðist þekkja arkitekt sem væri tilbúinn að teikna fyrir okkur golfskála fyrir lítinn pening. Var það samþykkt af stjórn og fljótlega birtist Jón með teikningu af golfskála, skála í núverandi mynd. Eins og við þekkjum þurfti að bæta við íbúðarhúsið til að koma fyrir anddyri, skrifstofu og salernum og var það nokkur framkvæmd, m.a. að gera grunn undir viðbygginguna. Ekkert af þessu vafðist fyrir Jóni og dró hann okkur áfram í frekari framkvæmdir. Stjórn klúbbsins fór nú að ókyrrast því reikningar fóru að berast vegna efniskaupa og klúbburinn að vanda auralítill. Man ég eftir því að Páll formaður kom til mín og bað mig að reyna að halda aftur af Jóni og fylgjast með því að hann setti ekki of miklar kvaðir á klúbbinn. Rétt er þó að geta þess að margt fékk klúbburinn fyrir lítinn pening, t.d. fékk Jón mest allt lagnarefni gefins. Eina vinnan sem keypt var út í byrjun var uppsláttur að grunni viðbyggingar. Þegar haldið var upp á 30 ára afmæli klúbbsins árið 2011 var það gert í rúmlega fokheldum golfskála. Að byggingin var komin það langt á rúmlega einu og hálfu ári má auk Jóns og okkur körlunum, þakka Magnúsi Guðmundssyni í Grindinni, sem eftir vinnu kom ásamt Ólafi Má og fleiri smiðum fyrirtækisins og unnu þeir kauplaust við að koma upp viðbyggingunni og tengja hana við íbúðarhúsið. Ef klúbburinn hefði þurft að kaupa þá vinnu út held ég að húsið hefði komist seint og illa upp. Nú tók við vinna við að ganga frá húsinu að innan. Áfram héldu Grindarmenn að vinna kauplaust við uppbygginguna. Vinnan gekk yfirleitt þannig fyrir sig að þeir lausnegldu plötur og aðra innviði og við karlarnir gengum svo frá þ.e. þéttnegldum. Þannig var gengið frá gifsplötum á veggjum og í lofti. Jón píp sá um alla lagnavinnu og voru synir hans Eiður og Guðmundur oft með honum og tókst Jóni á einhvern undraverðan hátt að fá efni að stórum hluta gefins eða með góðum afslætti. Tómas Guðmundsson sá um raflagnir og þó við þyrftum að borga fyrir þá vinnu var það aðeins brot af því sem við hefðum þurft að borga ef tekið hefði verið fullt verð. Guðmundur Jónsson og Rúnar

Sigurjónsson máluðu allt að innan og var það að hluta gert í sjálfboðavinnu. Það gefur auga leið að ekki fékkst þó allt gefins en flest með góðum afslætti. Klæðning á húsið kostaði sitt. Einnig gifsplötur á veggi og í loft og efni í raflagnir svo eitthvað sé talið. Einhvern veginn tókst klúbbnum að kljúfa þann kostnað og þegar upp var staðið voru skuldir vegna byggingar skálans hverfandi. Skálinn eins og hann stendur í dag er gott dæmi þess hve langt er hægt að komast með sjálfboðavinnu og lögðust þar margir hendur á plóginn. Ég held að ekki sé á neinn hallað þó ég nefni sérstaklega okkur karlanna sem unnum allan tímann við bygginguna meðan á henni stóð og þá Magnús í Grindinni og hans menn. Þá er þáttur Jóns Guðmundssonar píp kafli

út af fyrir sig. Allan tímann meðan á byggingunni stóð var hann í fararbroddi, fékk iðnaðarmenn sem og aðra til að leggja lið sækjandi afslætti eða gefins efni þar sem það var að hafa. Er ég viss um að oft á tíðum sleppti hann eigin vinnu til að geta unnið við skálann. Undir það síðasta var Jón oft sár lasinn, þá haldinn þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða 2014, sama ár og golfskálinn var fullgerður að mestu. Ekki er ég með töluna yfir kostnaðinn við skálann upp kominn, en ég er nokkuð viss um að það er innan við helmingur af þeirri upphæð sem hefði þurft að greiða fyrir slíka bygginu ef allt hefði verið unnið og keypt á fullu verði. Halldór Ingvason

Halldór í góðum félagsskap í gamla skálanum. 95


Ánægðari viðskiptavinir

96


Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.