2 minute read

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

Segja má að Húsatóftavöllur eigi sér fjórar birtingarmyndir, jafnvel fleiri en í þessum pistli verður aðallega rifjað upp hvernig völlurinn var þegar hann fór úr 9 holum í 18 eins og hann er í dag og ekki síst, verður metshafa viðkomandi vallaruppskriftar getið.

Eins og fram hefur komið þá var Golfklúbbur Grindavíkur stofnaður árið 1981 og til að byrja með voru þær fjórar holur sem Jóhann Möller bjó til á bökkunum spilaðar. Eftir stofnun fór völlurinn í sex holur og líklega á öðru starfsári, var völlurinn orðinn níu holur, áfram fjórar holur á bökkunum og fimm holur fyrir ofan veg. Spilaðir tveir hringir til að klára 18 holu hring. Árið 2002 og bættust fjórar holur við, ein á bökkunum og þrjár fyrir ofan veg. Þá voru bakkanir spilaðir tvisvar sinnum til að klára 18 holu hring.

Árið 2012 rann upp stór stund hjá grindvískum golfurum þegar alvöru 18 holu golfvöllur loksins opnaði. Allar nýju holurnar voru fyrir ofan veg. Árið 2019 tók völlurinn svo frekari breytingum þegar nýrri holu var bætt við á bökkunum og þeirri þriðju, hinni svokölluðu „dog- -leg“ braut var slaktað. Ekki nóg með það heldur tóku allar holurnar fyrir utan þá sextándu miklum breytingum. Ný hola varð til, sú fyrsta sem spiluð er á bökkunum, par 5 hola. Á eftir henni er 14. holan spiluð á gamla fyrsta grínið á bökkunum sem par 3 og svo breyttist par 5 holan meðfram sjónum mjög mikið, með nýjum teigum sem bjóða upp á frábært útsýni yfir fjöruna og hafið, og flötin færðist aftar. Að lokum lengdist síðasta holan á bökkunum og er auk þess umkringd tjörnum. Fyrir liggur að breyta holu eitt en búið er að búa til nýja teiga og verða þeir fremri teknir í notkun strax í sumar. Flötin mun færast aftar en ekki ákveðið þegar þessi orð eru skrifuð, hvenær það muni gerast.

Methringur á 9, 13 og 18 holu völl

9 holur völlur til ársins 2002: Guðmundur Stefán Jónsson, 65 högg árið 1998

13 holu völlur til ársins 2012: Davíð Arthur Friðriksson, 65 högg árið 2010

18 holur völlur til 2019: Helgi Dan Steinsson, 64 högg árið 2017 18 holu völlur frá 2020 Helgi Dan Steinsson, 65 högg árið 2020.