Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 88

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll S

tjórn Golfklúbbs Grindavíkur sumarið 2021 er skipuð eftirtöldum aðilum: Formaður, Sverrir Auðunsson. Varaformaður, Guðmundur Andri Bjarnason. Ritari, Svava Agnarsdóttir. Gjaldkeri, Óðinn Árnason. Meðstjórnendur eru Leifur Guðjónsson, Svana Hammer, Sigþór Kristinn Skúlason og Guðmundur Bragason. Framkvæmdastjóri er Helgi Dan Steinsson. Ég held að besta leiðin til að kynna þetta fólk sem er tilbúið að gefa tíma sinn og vinnu í þetta sjálfboðastarf, sé með því að sjá hvernig þau sjá golfið fyrir sér, n.t. Húsatóftavöll í Grindavík. Ég fékk þau til að velja sér tvær holur til að fjalla um, hvernig þeim finnst best að spila viðkomandi holu. Varaformaðurinn Guðmundur Andri steig fyrstur á stokk, valdi sér 11. og 12. holu, Sigþór valdi holur 5 og 6 og Óðinn valdi 13. og 14. holu. Formaðurinn ruddist síðan fram á ritvöllinn með holur 2 og 17. Og Leifur í kjölfarið með holur 8 og 16. Nú var farið að fækka holum í boði og Svava ritari stökk á 4 og 7, Svana fylgdi á eftir með 9 og 18 og því voru fjórar holur eftir. Framkvæmdastjóranum fannst eðlilegt að taka tvær erfiðustu holur vallarins, 3 og 15 og því hafði Gummi Braga ekkert val, tók dreggjarnar 1 og 10. 88

Svona vill stjórn GG spila Húsastóftarvöll: Hola 1. Gummi Braga „Upphafsholan lítur út fyrir að vera þægileg hola en raunin er að hún getur klárlega refsað manni. Það eru í sjálfu sér ekki miklar hættur í teighögginu, fer þó eftir högglengd hvaða glompur eru í leik en þær eru meira vinstra megin á brautinni. Ég reyni að staðsetja upphafshöggið hægra megin á brautinni ef kostur er, finnst innkoman á grínið yfirleitt betri þaðan. Grínið er frekar mjótt og ekki mjög stórt, með bönkerum bæði vinstra og hægra megin við það. Ef menn slá hægra megin á grínið er hætta á að boltinn leki í bönkerinn þar. Það fer eftir vindátt hversu ákveðið ég slæ á grínið í öðru höggi, í stífri norðanátt þá er jafnvel öruggara að vera aðeins of stuttur og reyna að tryggja parið með góðu innáhöggi þaðan.

Hola #1 er hola sem maður er mjög sáttur við að labba frá með par en oftar en ekki endar hún í bogey eða þaðan af verra!“ Hola 2. Sverrir Auðuns „Þessi 169 metra hola er alvöru, fullorðins golfhola sem refsar slæmu höggi og ef maður kemur sér á rangan stað við flötina getur reynst erfitt að bjarga parinu. Fyrst eftir að opnað var fyrir holuna fannst manni eins og skrambi væri það sem oftast var skrifað niður. Eins og með margt í golfinu lærir maður smám saman á holuna. Ef flaggið er uppi vinstra megin styttist holan og gott 6 eða 7 járn dugar til að gefa sér góðan möguleika á fugli. Ef flaggið er neðst hægra megin eykst erfiðleikastigið og þá dugar ekkert minna en gamli góði blendingurinn eða jafnvel 5-tré í stífum mótvindi. Smá fade með hárfínt mið á miðja flöt og ef lengdin reynist rétt mun kúlan detta vel inn á flötina og renna tignarlega niður að vel staðsettri holunni.


Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.