Jónki fór í réttirnar

Page 1

Guðrún Kristín Magnúsdóttir

JÓNKI FÓR Í RÉTTIRNAR GANGANDI Í SKÓM OG SOKKUM

Jónki ætlar að verða fjárbóndi,

ekki ég



JÓNKI FÓR Í RÉTTIRNAR GANGANDI Í SKÓM OG SOKKUM

Runki fór raunar ríðandi á honum Sokka, þegar hann fór í réttirnar á sínum tíma.

Við Jónki eru ekki beint aðalmennirnir í réttunum, en reynum að gera gagn. Það er svo erfitt að vera ekki orðinn stór.


2. útgáfa 2010 ISBN 978-9979-895-57-2

Norræn menning


JÓNKI FÓR Í RÉTTIRNAR

Safnið rennur heim af heiðinni, hægt, jarmandi. Sveittir hestar, hóandi menn, styggar kindur,


hrútagreyin að springa af mæði, sílspikaðir eftir sumar á fjalli. Tungan lafir út úr tíkinni minni. Ég er að reyna að gera hana að góðum smalahundi. Jónki fór ekki með hund í leitirnar. Hvolpurinn hans er svo lítill að hann getur ekki smalað ennþá. Jónki er búinn að hlaupa miklu meira en ég í dag. Hann á líka kindur, en ekki ég.


Það er gaman að sjá safnið koma að, en það þarf að fylgja fast á eftir. Ein og ein kind reynir að stökkva út úr. -Svona, strákar, segir Sigurður -hlaupið fyrir þær. Reynið nú að sýna hvað þið getið, drengir. Fljótir nú.


Allt féð er komið inn í almenninginn og karlarnir farnir að draga. Jónki finnur eina af sínum kindum. -Jæja, strákar, segir Sigurður, -náið henni nú.


Jónka-Golsa stendur grafkyrr. Stappar að vísu tvisvar að okkur. Það er miklu betra að eiga hyrndar kindur en kollóttar, finnst mér. Golsa er ekkert á því að láta draga sig. Og Sigurður hlær og eggjar okkur: -Þið megið ekki láta á ykkur sannast að þið getið ekki dregið eina rollu, tveir saman.


Körlunum er skemmt. Það er ekkert smáræðis stökk sem Golsa tekur loksins þegar hún ákveður að hreyfa sig.

Maður meiðir sig svosem ekkert þótt maður svona aðeins missi fótanna, því það er þykkt skítlag í réttinni.


Ég er ekkert viss um að ég ætli nokkuð að eiga kindur þegar ég verð stór. Jónki ætlar að vera stór-fjárbóndi.

-Kannski þið reynið þá við þann mórauða, drengir, segir Sigurður. -Pabbi þinn á hann, Jón. Komið honum nú í sinn dilk.


Nee, hann er ekki árennilegur sá mórauði. Það er vissara að gera sig ekki að fífli.

Stóru strákarnir fara bara að hlæja ef við ráðum ekki við hann.


Við finnum eitt lambið hans Jónka, fallega gimbur, og drögum það í dilkinn hjá sláturlömbunum hans pabba hans. Svo ákveðum við að hvíla okkur svolítið. Skreppa inn til ömmu og fá mjólk og kleinu.


Budda litla frekjudolla er úti í læk að leika sér. Hún er allt of lítil til að vera í fénu.

Hún - hún er búin að opna mjólkurbrúsann hennar ömmu !! Haldiðið að hún sé nú óviti:


Hún er að ausa vatni úr læknum í mjólkina! -Budda, þú mátt þetta ekki, kallar Jónki. -Amma verður vond.

Komdu Budda, við skulum sýna þér svolítið. Komdu að sjá skrýtnu fluguna úti í lambhúsi.


Við erum ekkert að gabba. Ofsa skrýtin fluga. Komdu bara og sjáðu.

Svo förum við með Buddu út í lambhús, en það er engin fluga þar. Við erum bara að gabba hana.

Við stökkvum út og lokum.


Budda öskrar og öskrar. Það er aldeilis frekjan. Hún öskrar svo hátt að mamma hennar heyrir til hennar alla leið inn í bæ.


-Að svona stórir strákar skuli vera að hrekkja litla saklausa telpu sem er bara úti að leika sér. -Já, en, hún var að ausa vatni í mjólkurbrúsann. -Snautiðið heldur út´í rétt og reynið að gera eitthvert gagn. Og skrökva svo oná allt saman. Budda getur ekki náð lokinu af mjólkurbrúsanum. Fý og skamm barasta. Ráðast á minni máttar, stórir strákar.


Við römbum aftur út í rétt. Við vorum þó kallaðir „stórir strákar“. Við sleppum kleinunum í bili. Mamma hennar Buddu er áreiðanlega að segja ömmu frá þessu. Auðvitað hefðum við ekki átt að loka hana inni. Litlir krakkar eru bara svo vitlausir. -Á ég að segja þér, Jónki, hve vitlaus ég var einu sinni þegar ég var lítill? Það var sko fyrir löngu síðan: Ég fór með mömmu í sláturhúsið að kaupa kjöt og svoleiðis í slátur og kæfu, og þá sá ég hjólbörur fullar af blóðugum lambahausum.


-Hver drepti öll lömbin!!? spurði ég voða æstur, maður. -Slátrarinn, svaraði mamma. -Slátrarinn er bara vondur, sagði ég, og svo vildi ég ekki smakka lambakjöt lengi á eftir. Var ég ekki vitlaus, þegar ég var lítill, ha?


Við setjumst út á réttarvegg. -Það þýðir ekkert annað en hafa nóg að éta, segir Jónki. (Mér þykir hann óþarflega mannalegur í röddinni.)

Hann sýnir mér lömbin sem hann ætlar að leggja inn.

Ég er nú feginn að vera ekki lamb.


Ég vil ekki láta Jónka vita hvað ég er að hugsa: það hlýtur að vera ósköp leiðinlegt að láta éta sig. Ég er að hugsa um að verða grænmetisæta. Vil ekki láta Jónka vita það heldur. -Nei, það þýðir nú ekki annað en eiga nóg kjöt, segir Jónki aftur, öllu drýgri með sig en hið fyrra sinnið.

Jarmur lambanna, sem leita mömmu sinnar, ómar í eyrunum og ég reyni að hugsa ekki um sláturhúsið.



freyjukettir@mmedia.is hvar fást sögurnar

Norræn menning

Hjalti Bjarnason: TAK og nornin TAK og borðtuskan

Vinur fílsins

TAK og freki TAK og náttúruvæni einnotapokinn

TAK og diskurinn


TAK og lyftingageimveran mikla

TAK og skemmtitækin TAK og slökkvibíllinn TAK og fiskarnir TAK og bíllinn TAK og brúin

TAK og páskaeggið

TAK og Lalli Marsbúi

TAK og landbúnaðurinn


TAK og lyktarsjónvarpið TAK og jarðeplaupptökuvélin

TAK og fjölleikahúsið

TAK og martröðin

TAK og flugeldarnir

TAK og tilraunalímið TAK og græna ræktin TAK og allraveðrapeysan TAK og erfiði maturinn

TAK og flugvélin


TAK og fjarskagaman TAK og Auðtrúa TAK og innbrotageimveran Innbrota og draugurinn bangsabækur Fjölva 1983

TAK og draugurinn

Bjarni Þór Einarsson:

Glámur auli

Guðrún Kristín Magnúsdóttir fleiri myndasögur.


Apakríli, algjör dúlla

Bína brúða Búi skreytir jólatré

Hannesar saga Grásteins

Hnallur og Spói Hrekkjusvín og ljósastaurar

Hrif

Hvar voru hrossin í hríðinni?

Jónki fór í réttirnar.....

20 bækur


Mummi

Palli og englabjallan

Sigga og hafragrauturinn

Tíkin Tóa og grey litli Krúsi

Tóta og þau Hagbarður og Hvutti

Draumahúsið

Hver er hann þessi Jakob?


Litla flugan 4 síðasttöldu Bangsabækur 1983;

langar barna- og unglingasögur:

Halla

Japl, jaml og fuður

(sjónvarpssápa: fyndin alíslenzk vandamálasápa í sjónvarpsþætti af vinsælustu gerð; sitcom (situation comedy); þetta frábæra handrit komst á stutta listann úr hundruðum þúsunda innsendra handrita hjá MEDIA (evrópsk menning)

smásögur: Saga Svaðilfara

IN MEMORIAM (verðlaunasaga)


Sál bróður, steinbítsbróður

(verðlaunasaga) Tröllabarn (verðlaunasaga)

Hreggnótt

Í mjúku myrkri búa draumarnir

Dívan skáldsins

Vaknaðu, Lóa! Vaknaðu!

Ég, hið silfraða sjal

Þetta er mitt hús Strætó í hringi


Melana, drottning frumskógarins

Au pair

Dagdraumar og sorgarband Leyniþræðir Huginn Jöruson, hornungur (sakamál) 1000 stjörnur - Bónda minn hálfan, Hljóðahver ljóðakver Drottinn blessi heimilið -Fylgir þessu hiti, eru verkir með þessu, mamma? -Ég er hættur! Farinn! Ég er ekki með í svona asnalegu leikriti (verðlaunaleikrit)


Norræn menning odsmal@mmedia.is ; freyjukettir@mmedia.is fræðsluefni:

Óðsmál (1996)

´96

Óðsmál in fornu (2009)

Óðsmál in fáðu (streymi VHS DVD; 2000)

Valhallar Óðsmál in gullnu (2010) Skírnismál helgileikar (handrit handa börnum)

Rakni og Þögn - KLUKK (leikir barna, efnisyfirlit)




Stundum erfitt aรฐ vera ekki orรฐinn stรณr.

Ekki missa gegnum klofiรฐ, strรกkar!; Skammist ykkar!

ISBN 978-9979-895-57-2


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.