Have You Got a Pain, Ma? - Icelandic and English

Page 1

Guðrún Kristín Magnúsdóttir:

Eru verkir með þessu? Fylgir þessu hiti, mamma? ( Frú Sigríður )

HAVE YOU GOT A PAIN, MA ? OR A HIGH TEMPERATURE ?


Kæra dagbók. Í dag er 24.3. Ég tók til morgunmatinn eins og venjulega. Drengirnir áttu að mæta kl. 8.o5 og 8.1o. Þeir vilja ekki lengur lýsið sitt. Þeir eru orðnir svo stórir og sjálfstæðir. Morgunmatur er nauðsyn vaxandi drengjum; hollur morgunmatur. Já, þess vegna hef ég alla tíð farið á fætur með þeim, eins og þú veizt. Hollur morgunmatur er nauðsyn.


Any pain or temperature you have, mom?

Dear diary, Today is 24th March I made breakfast as usual. The boys had to go to Highschool, starting a 08:05 and 08:10. They don’t want cod liver oil for vitamin D in the morning anymore. They are growing up. Getting independent, you know. Breakfast is a necessity for growing boys! A good and nutritious breakfast. That is why I always get up and make a good breakfast.


Höskuldur mætir líka alltaf 8. Í morgun bölvaði hann því ekki að blaðið var ekki komið og hann gæti ekki lesið það áður en hann færi, því það er mánudagur og það er enginn Moggi. Þegar þeir voru farnir, allir karlmennirnir mínir, raðaði ég inn í vélina. Korrandi, róandi hávaðinn í vélinni, uppþvottavélinni, var það eina sem heyrðist í húsinu; þeir allir þrír farnir: Höskuldur á stofuna og drengirnir í skólann.

Ég settist við borðstofuborðið: Hvað ætla ég að segja honum? Ég verð að undirbúa e-ð. Ég setti líka í þvottavélina. Þær korruðu báðar, þvottavélin og uppþvottavélin.


Höskuldur always goes to work at 08:00. Today is Monday. There is no morning paper, never on Monday mornings. So Höskuldur didn´t curse about the paper coming late. The delivery boy is always late and it annoys Höskuldur never to be able to read the paper before leaving for work. When they, all three of them, Höskuldur and the boys, my men (!) had left, I put the plates into the dishwasher. Somehow it is soothing and agreeable to listen to. Such a soft noise the machine makes, the dishwasher I mean. All was quiet in the house apart from the dishwasher. They had all gone; Höskuldur to the office and the boys to school. I sat down at the dining-room table: What am I going to tell him? I have to have something definite to talk about. I also put some clothes into the washing machine. The soft noise coming from the dishwasher and the washing machine had rather good effect on me.


Hvað ætla ég að segja honum? Hvað á maður svosem að segja, þegar maður fer til sálfræðings? Horfa á hendurnar á sér og vera búinn að gleyma, hvers vegna maður pantaði tíma? Ég geri ráð fyrir því ! Horfa bara á hendurnar á sér ! Ég bíð á biðstofunni. Æ, það er óþægilegt. Ég er að reyna að muna, hvað ég ætlaði að segja, þegar ég fer inn. Ég lagfæri hárið. Nú er komið að mér. -Góðan dag, frú Sigríður, segir sálfræðingurinn. -Fáðu þér sæti, gjörðu svo vel. Já, hvað get ég gert fyrir þig?


What am I going to tell him? What can you say, when you have an appointment with a psychologist? I can imagine myself sitting there, looking at my hands on my lap, having completely forgotten what I came for. I suppose that would be the case: staring at my own hands lying absolutely useless in my lap!! (I wait among others in the waiting-room. I do not feel at ease. I try to remember what I am going to tell him. I arrange my hair. A sign of nervousness, I suppose. Now is my turn to go in.) -Good morning, Sigríður , (in Iceland first name is always used when addressing someone, even a complete stranger) the psychologist says. -Please take a seat. Yes, what can I do for you?


(Það verður þögn. Það er ósköp eðlilegt, er það ekki? Maður er búinn að gleyma öllu sem maður er kominn til þess að segja, -- hefur e.t.v. allt í einu enga þörf fyrir að segja það -- eða veit ekki á hverju maður á að byrja.) -Ekki svo að skilja, að ekki sé allt í lagi (segi ég og brosi). -Ég kom bara til að -- eh - mig langar eiginlega til að spyrja þig um dálítið. Hugsanirnar eru bara svona út um allt í höfðinu. Þyrfti bara kúst og fægiskúffu til að sópa þeim saman ! (Ég brosi aftur. Sálfræðingurinn brosir líka.) -Ja eða bara ryksugu? (held ég áfram).


(Silence on my part. Quite natural, I suppose: I´m sure that people don´t remember what they come here for. Perhaps all of a sudden one has no need to tell him anything. Perhaps one does not know where to begin.) -There is nothing wrong really, I start. I smile to assure him (or me) on that. -I just came because I had a question to ask. My thoughts seem to be flying all around inside my head, and I can´t catch them. I would need a dustpan and brush to get them together. I smile again. The psychologist smiles too. -Or maybe a vacuum cleaner would be the solution (I hear myself say). -Quite a good idea to get rid of all the tumultuous thinking by using the vacuum-


-Það væri kannski það bezta að geta bara ryksugað alla hugsanaþvæluna burt á föstudögum, svona bara eins og maður ryksugar gólfin sín. (Ég hef gaman af að tala við fólk. Það er e.t.v. af því að ég tala svo sjaldan við fólk. Ég var félagslynd, þegar ég var í skóla. Hann er áreiðanlega vanur því að fólk sé með fimmaurabrandara til þess að breiða yfir hvað það er stressað. Og einhvern veginn verður maður að hefja viðtalið, ekki satt?) -Ja, það þurfti nú að ryksuga oft, þegar drengirnir voru litlir og fótboltinn kom fljúgandi inn í forstofu -- og blautur sandurinn út um allt forstofugólfið.


cleaner on that stuff, just as we clean the floors on Fridays. (I enjoy talking to people. Maybe it is because I do it so seldom nowadays. I was a popular girl when I was in school. I´m sure psychologists know how to react to silly jokes. Naturally people say things like this as a cover-up for their nervousness and obvious stress. The session has to begin in some way or another, and a joke seems just as good a beginning as any other. Right?) I did need the vacuum cleaner more often than not when my two sons were kids! When the soccer ball flew into the hall all covered in wet sand. Just imagine what the floor looked like! Oh, yes. Then there was really a need for a vacuum cleaner. (I utter a small laugh)


Fótboltinn er raunar enn í forstofunni. Nú er hann alltaf hreinn. Drengirnir löngu hættir í fótbolta. -- Vaxnir upp úr honum. Ég verð pínulítið angurvær, þegar ég hugsa um þetta. Ég læt boltann vera í forstofunni svona til að minna á þennan yndislega tíma, þegar blautur boltinn með sandinum á kom fljúgandi inn í forstofu. Ég get ekkert verið að segja honum þetta, sálfræðingnum. Þetta er svo barnalegt.) -Þá var nú ryksugan oft á ferðinni hjá mér (segi ég og hlæ við). -Þeir voru nú kannski röskari í fótboltanum en í skólanum, drengirnir. Ekki þannig, að þeir séu ekki vel greindir, drengirnir. Þeir eru vel gefnir. Bara voru dálítið latir að læra, -- svona eins og gengur og gerist með tápmikla drengi.


(Actually, the soccer ball is still in the corridor. Now always clean. The boys don´t play anymore. Just grown up from that. I become a bit emotional thinking about that. Keep the ball there as a souvenir on those delightful times: The wet ball came flying in, along with sand on it. I cannot say this to him (the psychologist). No. Too childish.) In those times I really needed a vacuumcleaner. They were keener on soccer than their schoolwork, the boys. Not that I am saying that they aren’t intelligent. They certainly are. Only, they were, you know, like boys often are; sometimes lazy when it comes to studying. Boys are sometimes boisterous and active. Naturally.


Hann Höskuldur varð svo reiður, þegar hann komst að því að ég gerði heimaritgerðirnar fyrir þá. Þeir hefðu auðvitað vel getað gert ritgerðirnar sjálfir. Þeir eru vel greindir, -- já, gáfaðir, þótt ég segi sjálf frá. Þeir voru bara svolítið latir að læra -- svona eins og gengur og gerist með stráka á þessum aldri. Já, ég hafði bara gaman af að hjálpa þeim með ritgerðirnar. Maður má víst ekki vera of góður, þá fer maður að vera vondur. (Mér finnst þetta nokkuð skarpleg athugasemd hjá mér og brosi við. Sálfræðingurinn brosir líka, kinkar kolli og segir hmmmmmm. Ég ætlaði auðvitað ekkert að segja allt þetta, en e-n veginn verður maður að byrja. Maður getur ekki bara þagað.)


Höskuldur got a bit angry when he found out that I had done the homework, writing compulsory essays for them. Of course, they could have done it themselves. They are intelligent boys; no one can deny that. Their IQs are above average. They were lazy. That was the trouble. I think it´s quite common among boys of that age. I just enjoyed helping them. Maybe being too good is not being good at all. I don´t know. (I find this quite a bright comment on my part, and I smile a little to see the effect on the psychologist. He smiles back, nods and says: -Hmmmm mmm. I didn´t intend to say all this. It just… A conversation has to start somehow. I couldn´t just sit there without saying anything, could I?)


-Þeir eru nú orðnir svo stórir og fallegir piltar. (Maður á ekkert að vera að fela sitt móðurlega stolt, þegar maður er kominn til sálfræðings til að tjá sig, er það?) -Maður á að kunna að meta það að eiga falleg og heilbrigð börn. -Hmmmmmm, segir sálfræðingurinn. (Það verður þögn. Ég reyni að henda reiður á einhverri hugsun, en þær flögra eins og snjótittlingar inni í höfðinu á mér, eins og síkvikulir snjótittlingar yfir fuglakorni í snjónum; þegar maður ætlar að festa augun á einum, flýgur allur skarinn. Jú, ég veit hvers vegna ég pantaði tíma. Ég veit bara ekki hvernig ég á að, sko --)


-They are now big and fine-looking boys. (No point in concealing normal maternal pride when a psychologist is listening. I am here to talk about my innermost feelings, anyway.) I feel it´s normal and healthy to admit what a precious thing it is, having normal, healthy, and good-looking children. -Hmmmmm, says the psychologist. (Silence again. I try to get hold of a concrete thought. They seem to fly around inside my head like small birdies. Yes, like a flock of small birds trying to pick up some food that has been put out on the snow for them. When you try to fix your eyes on one of them, the whole flock flies up. I know why I wanted this appointment, only I am having some trouble in finding out how to get to the point.)


-Höskuldur er verkfræðingur. Hann talar ekki nema hann hafi e-ð gáfulegt að segja. Það er hans prinsip, sko. Annað hvort segir hann e-ð gáfulegt eða þegir. -Hmmmmmm, segir sálfræðingurinn. -Við erum svolítið ólík, hjónin. Það er nú kannski bara gott. Ég meina gott fyrir drengina. Ég, - eh - mér finnst svo mikið atriði að halda uppi samræðum, t.d. við matborðið. Finnst þér það ekki líka? -Hmmmmmm, segir sálfræðingurinn. -Já, við erum svolítið ólík. Ég er t.d. svo mikið fyrir tónlist. Ég ætlaði meira að segja að læra að syngja einu sinni. Verða söngkona. Ég hafði hæfileika. Mezzósópran. En svo gifti ég mig. Og eignaðist drengina.


-Höskuldur is an engineer. He never talks unless he has something important to say. It is a kind of principle in life for him, you see, only to say something worthwhile saying, and never to chat just for the sake of chatting. -Hmmmmm, says the psychologist. -We are different personalities, Höskuldur, my husband, and I. I think that´s a good thing. I mean, it is definitely good for the boys. I carry on a conversation with them, and always have done, for example at the table. Don´t you find it a good thing to talk to you kids when the family is together at the dining table? -Hmmmmm, says the psychologist. -Yes, we do not have the same personalities, Höskuldur and I. I love music. I intended to become a singer. (I laugh) I had talent, actually. Mezzo-soprano. Then I got married. And had my two sons.


Við erum ólík. Ég hef djúpar tilfinningar – (mér dettur allt í einu í hug): Einu sinni var ég að koma af tónleikum í Háskólabíói -- þetta var áður en ég gifti mig -og ég gekk fram hjá Útlaganum, styttunni af útlaganum. Hann er með líkið af konunni sinni á bakinu, barnið sitt í fanginu og magran hundinn sinn við hlið sér. Hann er á leið til mannabyggða til þess að konan hans fái legstað í vígðri mold. Fyrir það fórnar hann frelsinu, fjöllunum, lífinu og barninu. Barn útlegumanns verður niðursetningur hjá mönnunum. Ég stóð og horfði á styttuna. Stóð lengi, lengi og tár komu í augun á mér. Grannur líkami dáinnar konunnar, svo máttlaus, svo fallegur. Allt er búið.


Yes. Different personalities. I have sensitive feelings. (All of a sudden an old memory pops up into my mind) Once, on my way home from a concert - this was before I got married, you see I passed the statue of The Outlaw. He is on his way from his home, his hiding place, in the mountains, going to the abode of men. He takes the chance of being seen: He is carrying the dead body of his wife on his back, and his child in his arm. His thin dog is walking by his side. He is going to have his wife buried in a churchyard, so that she will find peace. We know what this means to him and his child. I stood there for a long time, looking, looking, at the statue, and tears came into my eyes. The thin body of the woman is lifeless, but so beautiful. For him these is no hope. Nor for the child from now on. He has made a decision.


Kannski er maður sérstaklega tilfinninganæmur þegar maður kemur af tónleikum, en ég grét. Tárin runnu niður kinnarnar. Ég stóð þarna lengi og fann til. Höskuldur grætur ekki. Nú hlusta ég mest á plötur; fer eiginlega aldrei á tónleika. Ég hef ekki haft tíma. -- T.d. þegar drengirnir voru litlir: Hvernig á maður að komast á tónleika, með tvo litla drengi sofandi heima? Svo fara konur svona með mönnunum sínum en ekki einar, þú skilur. Höskuldur kallar tónleika: tómleika, -- svona í gamni, auðvitað.


Maybe I was extraordinarily sensitive, showing my feelings too easily, as I had been listening to classical music. I remembered I cried. The tears ran down my cheeks. I stood there for a long time, alone, and I suffered because of my compassion. Höskuldur doesn´t cry. I sometime listen to records. Actually, I never go to concerts anymore. I didn´t have any spare time for that. How can you leave two little sleeping boys, just to go to a concert? Besides, it´s more appropriate for a couple to go out together and enjoy that kind of thing – not a married woman always going alone without her husband, if you see what I mean. Höskuldur considers this kind of pastime as a way of showing off. Letting the other people see, or believe, that you are taking part in the snobbish upper-class way of leading social life. He is joking, of course.


Já, ólík. Hann vildi hafa trén í garðinum í beinum röðum, og allt skipulagt. Þeir eru svona þessir verkfræðingar. Ég á ekki stafla af ástarbréfum með rauðri slaufu utanum uppi á háalofti, eins og sumar konur. Höskuldur skrifaði ekki ástarbréf. (Ég hika. Kannski ætti ég ekki að segja það sem mér dettur í hug núna?): Ég - ég keypti mér slæðu um daginn, - sá hana í búðarglugga, „ekta pure silki“, eins og maður sagði í gamla daga, hand-rolled. Mér þótti hún svo falleg, að ég skellti mér á hana. Svona alls konar klútar eru svo mikið í tízku núna. Ég var lengi að prófa fyrir framan spegilinn, hvernig ég ætlaði að hafa hana: Setti hana um höfuðið: of pæjulegt; setti hana um mjaðmirnar: hún var ekki nógu stór til að vera smart.........; (raunar náði hún ekki utan um mig;


Yes. Entirely different personalities altogether, the two of us, I think. He wanted the trees in the garden to be planted in straight lines. He is so organized. That is how engineers think. I do not keep a bundle of love letters with a red ribbon around them in the attic, like some women do. That is because Höskuldur never wrote love letters. (I hesitate. Maybe I should not tell him what comes to my mind right now?) I – I bought a silk scarf the other day. Saw it when I was window shopping. I was rather taken in with it, and just bought it without a second thought. Hand rolled, pure silk. They are in fashion now, scarves, you see. When I came home, I tried it on in different ways: put it round my hips, but it wasn´t long enough to be smart. (I wasn´t telling the truth: it wasn´t long enough to reach around my hips.)


Ég finn að það er óskaplega barnalegt að segja frá þessu, fullorðin kona, en úr því að ég er byrjuð er ekki um annað að ræða en halda áfram.) ........setti hana um hálsinn, -- smá lausan hnút á hlið, lét svo hornin lafa svona út á öxlina --þetta var e-ð pínulítið lauslætisdrósarlegt, en ég þótti alltaf frekar smart í gamla daga. Ég ætti kannski ekki að vera alveg svona feit núna, en Höskuldur segir að það klæði mig vel. Fegurð er ekki metin í kílóum. Fegurð er e-ð allt annað. Já, ég setti á mig slæðuna. Þegar Höskuldur kom heim, sagði hann: -Ertu með hálsbólgu, elskan? Hann er bara svona, þessi elska, hann Höskuldur.


(I realize now how silly it must seem to him to listen to a grown-up woman telling a silly story like this. But I have no choice. I have begun and have to go on. So, I do:) -I put is loosely round my neck – a loose knot on one side, the ends falling onto the shoulder -- a bit inviting, you know, sexy. I used to be an attractive girl, always wearing smart clothes. I shouldn´t be quite as stout as I am now, but Höskuldur says it´s all right for me at my age. Beauty is not measured in kilograms. Beauty is something other. Yes. I was wearing the scarf when Höskuldur came home from work. He looked at me and asked: Have you got a sore throat, dear? That is just how he is, Höskuldur. I am fond of him as he is.


Hann kann að meta það að ég er heima. Hann segir, að það verði að vera fastur punktur á heimilinu. Það sé ómetanlegt að hafa fastan punkt á heimilum. Það er mikils virði að fara á fætur með börnum og tala við þau, gefa þeim hollan morgunmat. Það er mikils virði. Í gamla daga var það staða, fullsæmandi staða fyrir konu, að vera frú e-s.: faktorsfrúin; læknisfrúin. Nú er, aftur á móti, búið að læða e-u inn í mann um, að hver og einn verði að vera fjárhagslega sjálfstæður, axla byrðar þjóðfélagsins, og maður fær e-ja sektarkennd hérna langt, langt inni.


He appreciates me as a home-working housewife. He says it isn´t a proper home for children if nobody is ever at home. It is of great importance to get up in the morning with the children, to have time to talk to them and see that they get a nourishing breakfast. It is of value. A few decades ago, it was a profession, actually, to be a housewife. The wife of a doctor, the wife of a businessman. It was considered a good profession for a woman to be married to a good man. Now they want to have us believe it´s more important to be financially independent, not dependent on a husband. Every man and woman should take responsibility in society by having a job. This talk worms it way into a corner of one´s heart and turns into a sort of bad conscience.


Höskuldur skaffar vel. Og það verður að taka það með í reikninginn, að ég hef aldrei lært á tölvur. Það var einfaldlega ekki búið að finna þær upp, þegar ég var í skóla. Það er búið að læða því inn, að maður hafi fórnað sér, fórnað beztu árum æfi sinnar, fyrir e-t gamaldags, ímyndað hlutverk; eða maður finnur pínulitla öfund og stríðni í bland: að maður sé búinn að vera að leika sér í 25 ár, í stað þess að standa sig; -- heyrir e-ð um forréttindi, sem sumir hafi; finnur á tóninum í röddinni, að það sé e-ð ósanngjarnt. Höskuldur segir að ég megi ekki láta rauðsokkupípið stjórna mér. Ég verði sjálf að meta hvaða skoðanir ég ætli að hafa. Ég má ekki bara láta tízku og tíðaranda sefja mig, og hugsa bara samkvæmt tízku fyrirbrigðum.


Höskuldur earns a lot of money. It also has to be taken into account, that I do not know how to use a computer. Computers hadn´t even been invented when I was in school. It´s as simple as that. It’s being said that women sacrifice the best years of their life for something that is no longer in fashion, and out-of-date idea. Another comment you sometimes hear seems to be based on a mixture of envy and teasing and says that women like me have just been having fun for 25 years, instead of being of some use. People make remarks about privilege of “some people” - you hear it in the tone of voice – “those women that have never had to earn any money, never had to have a job”. This is unfair. Höskuldur warns me against letting the women´s-right-talk of the red-stocking suffragettes tell me what I want to do. I have to have my own longings, my own views. He would regard it as weakness of character to let contemporary movements influence or govern my lifestyle.


Hann Höskuldur segir, að það sé mikils virði að hafa svona, -- já, eins og hann segir: fastan punkt á heimilinu. Stundum finnst mér ég vera e. k. kvenpersóna í nútímakvennabókmenntum, leiksoppur, í svona vandamála-, komplexa- og, æ, svona tízkusögu um stöðu kvenna. En hann Höskuldur segir: á bak við hvern mikinn mann er góð kona (eða er þetta máltæki ekki svona?). Konur í fornsögunum voru örlagavaldar: -- eigi skal gráta Björn bónda; -- köld eru kvennaráð, og svoleiðis. Þær voru teknar sem gildar sögupersónur, en ekki bara leiksoppar.


Höskuldur says it is very important to have, you see, to have a real home where the mother is at home. Not an empty house. A house is not necessarily a home. Sometimes I feel like a character in one of these women´s novels: the woman as a puppet. You know, in one of these stories we would call problem-, or social criticism-, or whatever you want to call them – novels about women´s place in society. Höskuldur says: behind every great man there is a woman (a saying that goes something like this). Women as characters in the Icelandic Sagas were highly influential: “It is no use sitting mourning Björn, my late husband…” etc: she gathered a posse of men to go and avenge him. And: “merciless is the advice of women”. Women in the Sagas were bold and had opinions of their own. Not only there as a fill-up or secondary characters.


Í Roy Rogers í gamla daga, „kabboymyndunum“, eins og við kölluðum þær, voru konurnar alltaf voða sætar og fínar, -- og áhyggjufullar. Í hæsta lagi að þær stæðu og æptu og böðuðu út handleggjunum á hættustund. Nú eru konur orðnar byssugæjar í aðaltöffarahlutverkunum. Nú er ætlazt til að þær, - eh - við, stöndum okkur. (Kannski veit sálfræðingurinn ekki hvað ég er að fara, hvað ég er að meina með þessu?) Ég var að lesa bók um daginn. Hún gengur út á að það sé sjúkdómur að elska of mikið. Það er allt orðið sjúkdómur nú til dags:


I remember the Roy Rogers films (from when I was a kid), the cowboy films, remember? Women in them were only cute and passive, and sometimes full of worries and concern. They never did anything. At the most, they cried out and got a bit emotional in the middle of the shooting. Nowadays, films have girls with a revolver or a machine gun as the main characters, shooting their way out of the crisis. And women – we women – are expected to be tough. (It occurs to me that the psychologist hasn´t the faintest idea what I am trying to get at. He listens but might have the feeling that I ….. Never mind. I am getting to the point.) I read a book the other day. It was on the subject of love, and it said that loving too much was a sickness. Everything is an illness today.


Að elska of mikið er sjúkdómur, en ekki bara skortur á sjálfsvirðingu. Það er kallað sjúkdómur að drekka of mikið brennivín. Þetta er bara skortur á sjálfstjórn. Bráðum verður of hraður akstur kallaður sjúkdómur, en ekki bara skortur á skynsemi, vítaverður skortur á skynsemi. Ef fólk getur ekki stillt sig: bara sjúkdómur. -Hmmmmmmm, segir sálfræðingurinn. -Þetta er náttúrulega bilun, segja synir mínir stundum. (Þetta er svona tízkufrasi.) Mig langar til að tala um, hvað uppeldi, gott uppeldi, er í raun og veru mikið starf, fíngert starf. En svona dulbúið sjálfshól er svo kjánalegt. Svo ég hætti við að segja þetta:


To love too much should be called lack of selfesteem, not an illness. Alcoholism is considered to be a disease, not lack of self-control. It will end up with someone saying fast driving is disease, instead of lack of common sense, a serious lack of common sense. Whenever people can´t control their cravings it is called a disease! -Hmmmmmm, says the psychologist. -“Not totally sane”, my boys call it. Oh that´s just a catchphrase used by teenagers, you see. (Should I talk about parenthood, good upbringing of children? It is an important thing, an important job, I would say. No, that is just trying to justify and glorify my staying-at-home. So, I dismiss that)


Ég man eftir því, þegar kunningjafólk okkar kom við hjá okkur á sunnudegi einu sinni: Þau voru í sunnudagsbíltúrnum með telpuna sína. Þau vildu ekki þiggja neitt, því þau voru öll nýbúin að borða ís. Allt var svo fellt og fágað: sunnudagsbíltúr í bónuðum bílnum, öll í sunnudagafötunum -- og búin að borða sunnudagsbíltúrs-ísinn. Svo þurfti telpan að „skreppa á afvikinn stað“ (eins og ég segi mínum drengjum að segja), og kallaði inn í stofu: -ÉG ÞARF AÐ KÚKA ! Mamma hennar stóð auðvitað upp, fór með hana fram á toilet, kom aftur og settist. Löngu seinna hljómaði um allt hús, - og það sem verra var: -út um opinn baðgluggann líka: SKEINA MIG ! MAMMA! SKEINA MIG ! Hræðilegt. Það er svo agalegt, þegar móðirin hefur ekki tilfinningu fyrir fágaðri framkomu barna.


Once a couple, friends of ours, popped in with their little daughter on a fine Sunday afternoon. It was only a short stop, as they just had bought the usual Sunday ice cream for the little girl. Their car was well polished, they had their neat Sunday clothes on, and had just had their Sunday drive and ice cream. The little girl needed to use the little room (as I tell my sons to call it) but she shouted into the living room where we sat: Ma, I have to carp. Her mother went to help her of course, took her to the toilet and came back and sat down again to join us in our Sunday afternoon chat. After a little while we heard the little girl shout to her mother, and her shouting could be heard not only inside – but, what was worse – out of the open bathroom window too: Ma, come and wipe my bottom! Terrible. It is not good when the mother has no feeling for sophisticated or at least polite behaviour of kids.


En maður segir ekkert sálfræðingum svona sögu. Hann heldur bara að maður sé smámunasamur, hysteriskur, sé að tala illa um vini sína, eða bara lítið gefinn. Ég finn líka að ég er ekkert farin að tala um það sem ég ætlaði að tala um. Ég ræski mig. Ég reyni að leita að því sem ég ....... Hugsanirnar vilja ekki láta höndla sig. Þetta er eins og að elta blauta sápuna í baðkarinu. Ég vil samt flýta mér að halda áfram. Það er nefnilega aldrei að vita nema sálfræðingurinn fari annars að spyrja e-s. T.d.: Hvernig er kynlífið hjá ykkur? Ég verð að halda áfram áður en hann fer að spyrja e-s svoleiðis. -Já, (segi ég) það er mikils virði að fara á fætur með börnunum sínum og ræða við


I don´t think the psychologist would understand what I am getting at if I told him this story. He might find me petty, narrow minded, hysterical, slanderous, back biting my friends – or take me for not very intelligent woman at all. It also occurs to me that I haven´t started talking about what I came here to talk about. I clear my throat with a little deliberate cough. I try to gather my thoughts on … But my thoughts seem to be uncontrollable. Just like trying to catch the soap in the bathtub. I feel I need to go on talking without a break. The psychologist might use a silence to slide in a question. For example: How is your sex-life? – or something of that kind. I must say something before he decides to start asking me. -Yes (I say), -It is very important to get up in the morning with your kids, talk to them


þau. Tala við þau um e-t málefni. Ég var ekki svona nöldrandi mamma: „drífðu þig“, „þú ert að verða of seinn“, „flýttu þér nú“ og ekkert annað með morgunmatnum. Nei. Ég bara rabbaði við þá um e-ð skemmtilegt, meðan við fengum okkur árbítinn. (Ég hef svo gaman af góðum orðaforða. Börn læra málið einsog það er fyrir þeim haft.) Ég rabbaði við drengina, meðan Höskuldur las blaðið. Hann hefur svo mikið að gera, vinnur svo mikið, hann Höskuldur, að hann hefur ekki mikinn tíma til að tala við drengina. Auk þess eiga menn að hafa frið. Það á að vera friður og ró á heimilum, skilurðu.


about something that might interest them, some subject of interest. Not just nag like some mothers do: “Hurry up. – Get on with it our you´ll be late”, and so on while they are having breakfast. I would pick some interesting subject while we ate. Höskuldur used to read the paper, if it came early enough, and I chatted to the boys. Höskuldur works a lot. He is a busy man. He did not have much time to talk to the boys. I also feel that a man should have proper peace and quiet to relax in his own home.


Á heimilinu sínu eiga menn að endurhlaða rafhlöðurnar, hvílast, líða vel. -- Nota svo kraftana til verðugra verkefna í starfi sínu. Allt of mörg heimili eru haslaður völlur þar sem sífelld hólmganga fer fram, í stað þess að vera afdrep frá erli hinnar stóru, grimmu veraldar samkeppninnar þarna fyrir utan. (Ég hef á tilfinningunni að ég sé langmál og háfleyg, en ég er komin til að tala, ekki satt? Enda segir sálfræðingurinn: -Hmmmmmmm.) -Já, ég talaði mikið við drengina mína. Ó, þeir geta verið svo fyndnir. Einu sinni sögðu þeir: -Mamma, veiztu hvers vegna móðurmálið heitir móðurmál en ekki föðurmál? -Það er af því að pabbarnir komast aldri að. (Þeir höfðu heyrt þennan brandara e-s st.)


Home should be a place of quiet and peace. Home is to rest and to recharge the batteries, if you see what I mean. Then a man can use his energy for worthwhile tasks in the sweat of everyday life. Too many homes are a battlefield where constant fighting goes on, instead of being a shelter from the demanding world of competition out there. (I have the feeling that I am talking too much and getting too high flown. But I have come here to talk, haven´t I? And the psychologist says: -Hmmmm.) Yes. We used to talk together, my sons and I. Oh, sometimes they are so funny. Once they said: Mum, do you know why the mother tongue is called mother tongue and not father tongue? It is because mothers talk so much that the fathers never get a chance to say anything. (They had heard this joke somewhere.)


Litlu skinnin. Þeir eru yndislegir. Þeim þótti líka ósköp gott að láta mömmu reima skóna, þegar þeir voru að fara í skólann. Enda ætlaði sá yngri aldrei að geta lært að binda slaufu. Maður má ekki vera of góður, þá fer maður að vera vondur. (Nú brosir sálfræðingurinn ekki. Maður á aldrei að segja svona gullkorn tvisvar; -- er ekkert fyndið í annað sinn.) -Höskuldur keyrði drengina alltaf í skólann, um leið og hann fór á stofuna. Höskuldur á alltaf Volvo. Hann segir að Volvo sé góður bíll. Ég fæ alltaf að velja litinn. Mér leið alltaf betur að vita af þeim í bílnum með pabba sínum, en að beita þeirri grimmd að rífa þessi litlu skinn, grútsyfjuð undan hlýrri sæng og láta þau berjast við


They were sweet little boys. Oh - they still are, of course. They liked to have me help them with their shoelaces when they were going to school. The younger one was so helpless when it came to tying a bow. Of course, one shouldn´t be too kind a mother, because then it is not kindness any more. (This time the psychologist does not smile. One should never tell the same joke twice. It´s not interesting the second time.) Höskuldur always drove the boys to school, as he was going to the office at the same time. Höskuldur always drives a Volvo. He thinks Volvos are good cars. I always pick the colour when he buys a new one. I felt so at ease knowing they were going to school by car with their father. It is so rough, so inhuman, to wake small kids up


norðanbylinn eldsnemma á hverjum dimmum vetrarmorgni. Jafnvel yfir umferðargötur. Ég gat ekki til þess hugsað. (Ég hætti við að segja meira upphátt. Ég hugsa bara: Ó það er yndislegt að hafa þá heima ennþá. Ég veit að þeir komast e-rn tíma á þann aldur sem piltar fara, svona, að líta í kringum sig, eins og sagt er. Fara að búa, gifta sig. Ég vona bara að þeir hitti góðar stúlkur. Ég finn að þetta er svolítið sár tilhugsun, að þeir fari að heiman og byrji að búa. Ég er ekkert að segja þetta við sálfræðinginn. Þetta er sennilega öllum mæðrum eðlilegt. Hann fer bara að þvæla um gang lífsins, --Ödípusarduld -- það verði e-n tíma að klippa á naflastrenginn. Hann skilur ekki, að þetta er miklu flóknara mál.


in the morning, and they have to leave the warm eiderdown quilt and are thrown out into the street in the darkness of the winter mornings in the Northern gale and snowstorms at an untimely hour. They even have to cross streets with heavy traffic, alone among the sleepy drivers. I think it´s terrible for little kids. (I decide not to say, but only think: it is a good thing still to have them at home. I know sooner or later they will grow up to fall in love and start their own life. I just hope they meet good girls. I find a tiny tickling in the stomach, a queer feeling when I think about them leaving home. I am not going to talk about this here and now. I´m sure it´s normal for all mothers to feel like this. The psychologist would just start explaining about the Oedipus complex and tell me that the umbilical cord has to cut one day. He would not understand how much more complex this matter is.


Svo ég segi:) -Þótt drengirnir mínir séu fæddir með silfurskeið í munninum, „það sé mulið undir þessi börn nú til dags“, eins og gamla fólkið orðar það, er samt erfitt fyrir þá ....... skilurðu? Það er ætlazt til að drengirnir verði menntamenn eins og pabbi þeirra. Þetta bara liggur í loftinu, skilurðu? Auðvitað er erfitt fyrir drengi, sem þurfa að fara snemma að vinna fyrir sér, að brjótast til mennta, enda er viðurkennt, að það er afrek. Engan furðar heldur þótt þeir drengir gefist upp. Það þykir eðlilegt. En þeir, sem hafa allt af öllu, hafa enga afsökun fyrir að standa sig ekki, skilurðu? Jafnvel ekki talið afrek að standa sig. „Þeim er nú ekki vorkunn“, „þeir hafa það nú svo gott“. Samt þurfa þeir að leggja hart að sér. Ég veit það. Ég er móðir þeirra.


So I carry on:) Even though my boys were born with a silver spoon in their mouths, and children nowadays get everything handed to them on a silver plate, it does not mean that life is easy for them ….. see what I mean? It is more or less demanded of them that they become at least engineers like their father. I admit it´s a very though life for poor boys who have to work to put themselves through school. Those boys are heroes. Nobody blames such boys if they drop out without finishing their studies. But those who have rich fathers have no excuse for not finishing their studies, you see, It´s not considered anything remarkable. People even say so. But I know they have to work hard, my sons, to get on with their degrees. I know, because I am their mother.


-Hmmmmmmm, segir sálfræðingurinn. -Þeir eru mjög líkir Höskuldi drengirnir. Höskuldur vinnur mjög mikið. (Raus. Raus. Gusur af orðum og óskipulegum hugsunum. Þrugl um smáatriði, sem koma málinu ekkert við. Þegar maður þykist ætla að grípa í e-ð bitastætt, koðnar það niður í frásögninni og verður asnalegt, smámunalegt kerlingaraus. Eða er það kannski tilgangurinn með viðtölum, að maður sér hvað þetta er asnalegt þegar maður er búinn að segja það? Þetta hlýtur að hljóma eins og hjal miðaldra konu, sem er að reyna að renna stoðum undir hlutverk sitt í lífinu, réttlæta tilgangsleysi sitt. Svakalega hlýtur að vera leiðinlegt að vera sálfræðingur.


-Hmmmmm, says the psychologist. -They take after their father. Höskuldur is a hard worker. (Talking talking talking. Showers of words and confusing, unorganized thoughts. Bla bla on minor things that have nothing to do with the subject under discussion. When I feel like coming to the point, it collapses and turns into something petty, narrow minded, nonsensical, that sort of rubbish that garrulous women indulge in. Or is the point of these therapy sessions just to make us realize how stupid we are being? What I am saying must sound like the blather of a middle-aged woman who is trying to convince herself and others that she has a role in life, or justify her purposelessness. What an awful job it must be, being a psychologist.


Ég finn að ég er leiðinleg. Ég, sem skrifaði svo góðar ritgerðir. Góð frásögn tekur flugið og sá sem hlustar tekst líka á loft -- með frásögninni -- gleymir sér. Ég, aftur á móti, rausa hér og er leiðinleg. Frásögnin hlykkjast eins og ormur, hún er jarðlæg -- höfðar ekki til tilfinninganna, eins og litlu börnin í Eþíópíu og stefnuskrá Kvennalistans. Saga mín er föl, litlaus, eins og þær lífverur sem smjúga ofan í jörðina, -- eins og ánamaðkurinn, sem losar um moldina svo ræturnar geti .... -Æ. Déskotans þrugl er þetta. Hugsaðu þér annars: Ef e-r Jón segir: „lífið er röð af smáatriðum“ er þessi baraJón bara smámunasamur smáatriðanöldrari, smásál.


I feel myself how terribly boring I am. I was always good at writing when I was in school. When you can master the art of telling a story, it gets wings, and the listener flies along with it, forgets himself. And now I am talking and talking and it´s all terribly dull. My talk does not have wings. It crawls like a worm, it makes no appeal to the listener´s emotions like the pictures of hungry children in Ethiopia or the election manifesto of the Women´s Party. My story is pale, colourless, like the inferior creatures that live deep down in the soil, like worms that break up the soil so the roots of the plants can ..… God, what rubbish! I should stop talking, stop thinking. Has anyone ever noticed that if some man in the street says: “Life is a sequence of events”, he is regarded as a narrow minded, inexperienced nobody.


En ef séraJón segir: „lífið er röð af smáatriðum“, er þetta mjög gáfulegt og háfleygt. Ef spekingurinn segir: „svona er lífið, það er nú það“, þagna allir í djúpri lotningu, en ef kerlingin segir: „svona er lífið, það er nú það“, verður (að vísu) þögn, en það er af því að enginn tekur eftir því, sem hún er að segja. Það er til tvenns konar þögn. Já, og svo þessi þögn (þriðja tegundin), af því að maður segir ekki það sem maður ætlar að segja ! Ég finn, að ég verð að fara að koma mér að efninu. Ég er ekki farin að segja þetta, sem ég kom hingað, að gefnu tilefni, til að tala um.

-Ég fer alltaf á fætur með þeim kl. 7. (Ég var víst búin að segja þetta áður?)


But, if a famous philosopher says: “Life is a sequence of events”, everyone listens to him in deep silence. Then, if some ordinary lady says: “That´s just the way life is”, then the response in also silence, but simply because nobody even notices what she said. There are two kinds of silence. And then there´s a third kind of silence: when you don´t say what you want to say. I must tell him what I came to him to tell him. There was a reason for this appointment.)

I always get up at 07:00 with them. (I think I said that before.)


-Tek til góðan morgunmat. Höskuldur les blaðið, nema á mánudögum, auðvitað. Þá er ekkert blað. Þeir, -- þeir eru orðnir svo stórir, drengirnir, og líka farnir að lesa blaðið, -- eða e-ja bók, við morgunverðarborðið, -- eða eru bara hugsi; eru að hugsa um e-ð, og bara heyra ekki, hvað ég er að segja. Um daginn var ég að segja þeim frá því, sem ég sá: -Ég verð að segja ykkur svolítið sniðugt, byrjaði ég. -Þegar ég var að keyra Kringlumýrarbrautina í mikla snjónum, sem kom um daginn, sá ég nokkuð fyndið. Hvað haldið þið, að ég hafi séð? Við vegarbrúnina á Kringlumýrarbrautinni stóð snjókarl, sem var að sníkja far! Hann stóð á vegarbrúninni, með handlegginn út og þumalinn upp í loftið! Hugsið ykkur húmorinn. E-jir krakkar hafa búið til snjókarl, sem var að reyna að ferðast á puttanum! Ég skellihló. Það stoppaði enginn. Það var svolítið trist. Enginn tók hann upp í.


Give them breakfast, a good healthy meal. Höskuldur reads the paper – except on Mondays, of course. No daily on Monday mornings. They, the boys, are of course grown up now, actually. Also starting to read the paper, or just read a book at the breakfast table. Sometimes they are just like absent minded when I talk to them, or just thinking about somethings. They, just, seem not to be listening. The other day I wanted to tell them something I found really funny, and I started: “I must tell you something really funny that happened to me: I was driving down the main road the other day after the heavy snow and someone had made a snowman and had him standing right by the side of the road thumbing a lift! He stood there on the edge of the pavement with his thumb in the air. What an idea! And nobody stopped to give him a lift! I couldn´t help laughing all alone in the car. Poor snowman. Nobody bothered to stop!


Ég sá, að þeir voru ekkert að hlusta, drengirnir. Þeim þótti þetta ekkert fyndið, ekkert sniðugt. Þeir héldu bara áfram að lesa. Jú, annar sagði: Hmmmmm. Sagði bara hmmm á réttum stað en var ekkert að hlusta. Ég sá að ég hefði alveg eins getað sagt ljósastaurnum úti á götunni þetta. Þetta var ógurlega fyndið, þetta með snjókarlinn, ekki satt? En -ég fann, að mín var ekki þörf við morgunverðarborðið. Ég gat alveg eins verið uppi í rúmi og breitt upp fyrir höfuð, eins og að reyna að halda uppi skemmtilegum samræðum. Mér fannst ég vera eins og öskupoki daginn eftir öskudag. Mér fannst ég vera eins og jólaskraut, rykugt jólaskraut, hangandi uppi í febrúar.


I realized they weren´t listening, the boys, I mean. They didn´t find it a bit funny. They just carried on with their reading. Well, one of them said: “hmmmm”. Just “hmmmm”, and neither of them was listening at all. I might just as well have told the joke to the lamppost……. It really _was_ funny to see the snowman. Don´t you think so? But, I realized that there was no need for me at all at the breakfast table. I might just as well have stayed in bed at 07:00 and pulled my warm eiderdown quilt up over my head. Trying to make conversation was completely pointless. I felt like a dusty, shabby Christmas decoration hanging on a wall in February.


(Ég dæsi. Ég sé að þetta hljómar svo asnalega þegar verið er að segja frá því.) -Hmmmmmmm, segir sálfræðingurinn. -Þegar þeir voru farnir, Höskuldur og drengirnir, langaði mig til að gráta. Ég veit ekkert af hverju. Mig bara langaði til að gráta. KISA. KISA! Ég kallaði á kisu. Hún heitir Dalalæða. Það er læða. Ég fékk hana handa drengjunum, þegar þeir voru ungir. Dalalæða. Finnst þér þetta ekki sniðugt nafn hjá mér? Hún er hvít eins og hrímþoka. Drengirnir eru nú orðnir svo stórir, að þeir hafa ekkert gaman af henni lengur. Þeir segja bara að ég geti selt ryksuguna, ef ég láti svæfa köttinn. Æ. þetta á bara að vera brandari. Þeir geta verið svo fyndnir stundum, drengirnir.


(I sigh. I knew it would sound like that when I tried to tell somebody.) -Hmmmm, says the psychologist. -When they were gone, Höskuldur and the boys, I felt like crying. I don´t know why. I just wanted to cry. “Pussy, pussy.” I called the cat. She is a white fluffy thing. Somewhat like white morning fog. I call her Misty. I got her for the boys when they were young. Now they say I should have her put to sleep, and then I could sell the vacuum cleaner. They are just joking. They can be very funny, you know.


Ég tók semsagt Dalalæðu í fangið. Mig langaði til að gráta. Það var gott að tala við hana: þessi stóíska ró kattarins, þessi æðrulausa nægjusemi. Þegar þú ert búin að borða, kisa litla, liggur ekkert fyrir hjá þér nema teygja þig og sofa. Finna þér hlýja dúnsæng til að sofa á. Vakna þegar þú verður svöng aftur, og mjálma við ísskápinn. Stundum finnst manni allt of erfitt að vera manneskja. Þegar við höfum nóg að borða og hlýtt hús til að búa í, þá þurfum við e-ð meira. Þegar við höfum allt af öllu, förum við að leita að e-ju, sem kannski er ekki til. Eða sem við þurfum bara alls ekki. Það er víst það sem gerir okkur að mönnum. -Bara að ég gæti verið eins og þú, Dalalæða, sagði ég. Ég veit, að það er barnalegt að tala við kött. Hún malaði. Hjúfraði sig upp að mér. Ég fór inn í stofu. Mig langaði til að gráta.


Well, I picked Misty up and held her close to me. I felt like crying. It was soothing to hold her. Perhaps the stoical serenity of the cat calmed my mood. When you´ve had your meal, little cat”, I said, “all you have to do is have a good stretch and look for a nice place to sleep. And when you´re hungry again, all you have to do is wake up, and miaow in front of the fridge”. Sometimes one finds being human just too difficult. When we have enough to eat and a warm house to live in, then we, we find we need something more. When we have enough of everything, we go looking for something else, maybe something that doesn´t exist. I suppose I suppose this is what it means to be human. “If I only could be like you, Misty”, I said to the cat. I know it is silly to talk to a cat. She purred. Made herself comfortable and cosy in my arms. I walked into the living room. I still felt like crying.


Ég veit ekki hvers vegna. Ég lagði ennið upp að korkveggnum í stofunni. Höskuldur kom með þetta kork frá Spáni. Hann fór á ráðstefnu til Barcelona. Höskuldur fer ekki í sólarlandaferðir. Hann fer bara á ráðstefnur. Ég fer stundum með, en hann er allan daginn á fundum. Svo þarf að borða með þessum mönnum á kvöldin. Þetta er bara vinna hjá honum. Það er sko flott að gráta upp við svona fína veggi. Fína, spánska korkveggi, hugsaði ég. Það er bara eins og þegar þvottakerlingin fékk flís í puttann í fína húsinu sem hún var að þrífa í: „fínt skal það vera“, sagði hún, „maghoníflís!“ En ég var allt í einu svo full af ógrátnum gráti, að ég gat ekki brosað.


I don´t know why. I leaned against the expensive cork clad wall, bouncing my forehead against it. Höskuldur brought the cork home from Spain. He was there on a conference. In Barcelona. He wouldn´t go to Spain to lie on the beach. That´s not his style. He has to go to conferences. Sometimes I go with him. During the day there are meetings, all day long. After the meetings, these men have dinner together, for an informal chat on the same subject. For him it is just work. What a luxury, crying up against such an expensive wall! A Spanish cork wall. Just like the old cleaning lady who go a splinter in her finger when she was cleaning the shelves in some rich people´s house and said: “How posh! A real solid mahogany splinter!” I didn´t even feel like smiling at the thought of this joke. I was bursting from a pent-up need to cry.


(Ég reyni að brosa framan í sálfræðinginn, en það bros er aðeins gretta.) -Hmmmmmmm, segir sálfræðingurinn. -Ef ég hefði verið í saumaklúbbnum með stelpunum, hefði ég sennilega farið til Spánar með þeim. Þær eru alltaf að biðja mig um að koma með í saumaklúbbinn. Ég hafði auðvitað ekki tíma til að vera í saumaklúbb, þegar drengirnir voru litlir. Það er mikils virði að móðirin sé heima, meðan börnin eru lítil. Auk þess er þetta ekki saumaklúbbur. Þetta er kjafta-, kjaftasögusmettuklúbbur, þar sem þær blaðra hver upp í aðra sögum um hina og þessa, sem eru að skilja eða gifta sig, eða halda framhjá, eða þessi sé að stinga undan þessum, - sem þær kalla djúsí sögur.


(I try to smile to the psychologist when I said this. It didn´t come out as a smile, thought, but a sort of a grimace.) -Hmmmm, says the psychologist. -If I had joined the sewing club along with the girls, I probably would have gone to Spain with them. They were always asking me to join them. Of course, I didn´t have the time to be in a sewing club when the boys were young. It really is important for the kids to have their mother at home. Besides it isn´t really a sewing club, it´s a gossip club, where they tell each other stories about people who are getting married or divorced, having affairs, cuckolding their husbands and so on. Juicy stories as they call them.


Ég get ekki hugsað mér að sitja þarna og hlusta á þetta. Þær hugsa ekki um öll þessi litlu börn, sem týna foreldrum sínum í svona veseni. En svo fóru þær til Spánar, stelpurnar í saumaklúbbnum. Stella sagði mér frá ferðinni: hlýjar nætur, bara í þunnu pilsi, blússu og sandölum á kvöldin; stjörnur, romm og kók, diskótek, fallegir spænskir karlmenn. Stella lygndi aftur augunum og brosti við tilhugsunina. Þær fóru saman út á kvöldin, en komu aldrei saman heim á hótel aftur á morgnana. Þær buðu mér svosem að koma með, en ég gat ekki farið frá drengjunum. Þeir voru í prófum. Það er svo mikil hætta á að unglingar sleppi morgunmatnum; þeir hreinlega nenni ekki að fá sér, skilurðu?


I don´t feel at ease sitting there listening to that kind of talk about other people. They don´t seem to care about all the little kids that lose their parents in all this sort of thing. The girls went to Spain. Stella told me all about it when they came back; Warm nights, only wearing a thin skirt and a blouse and sandals in the evening; stars, rum and Coke, disco music, handsome Spanish men. She closed her eyes in ecstasy at the memory, and a smile she couldn´t suppress spread over her whole face. They all went out together after dinner but came back to the hotel one by one in the morning. They invited me to come with them on these trips to Spain, but I couldn´t leave the boys on their own in the middle of their exams in school. You can´t be sure that teenagers will eat breakfast if they have to get it themselves.


(Ég er víst aftur komin frá efninu. E.t.v. er svona sárt að segja það, sem mestu máli skiptir? E.t.v. eru það einmitt smáatriðin, sem skipta mestu máli?) Svo, já, stóð ég þarna við korkvegginn með Dalalæðu í fanginu. Hún malaði. Ég -- ég fann, að mér hafði líka sárnað annað; það sem drengirnir sögðu um daginn: Það er, skal ég segja þér, þáttur í útvarpinu, -ég man ekki á hvaða rás, e-t unglinga eitthvað -, þar sem fólk má syngja uppáhalds lagið sitt í símann, og svo útvarpa þeir því. Spila svo lagið í útvarpinu. Ég var að hlusta á þennan þátt. Svolítið sniðugt.


Once again I am getting off the point. I wonder why? Perhaps the thing that really matters is too hard to face. Perhaps the small details are really the important things? Oh, yes. There I was, holding the cat, leaning against the cork wall. The cat purring. I couldn´t help remembering another thing that was a bit painful. Something that hit me badly. Something the boys said the other day. (I start by explaining the circumstances to the psychologist:) A programme on the radio, I don´t remember the name of it, some programme that anyone can phone in to and sing his or her favourite song. They actually broadcast them singing, and lots of people phone in and sing. Then afterwards they play the tune from a record with a professional singer, and a band, of course. A nice idea.


Þeir --- þeir sögðu, drengirnir .... (Ég finn að ég kyngi munnvatni. (er kyngja ekki með y (ypsílon)? kingja? kyngja? Ég var alltaf svo góð í stafsetningu.)) .....Þeir sögðu, drengirnir: -Er ekki nóg að hafa mömmu alltaf gaulandi? Þarf maður líka að hlusta á annað laglaust fólk gaula, þegar maður kveikir á útvarpinu? (Ég kyngi aftur munnvatni. (Jú, það er ypsílon í kyngja.)) Þeir voru auðvitað að segja þetta í gamni. Þeir geta verið svo fyndnir stundum. Strákar eru svona, þú veizt. -Hmmmmmmm, segir sálfræðingurinn.


The boys turned on the radio, and it happened to be that programme, and they said: …… (I take a pause to swallow my salvia. Swallow, not swollow. - how come I do not remember how it is spelt? I always was good at spelling?) …. the boys said: Isn´t it enough to have to listen to Mun singing all day without having to listen to more tone deaf, talentless people when we turn on the radio? (I swallow again. Yes. it is spelled with an A, I´m sure.) Of course, they were joking. They can be so funny. Boys are like that, you know. Hmmmm, says the psychologist.


-Ég var að hugsa um að læra að syngja. Ég hef mjög góða rödd. (Ég verð angurblíð á svipinn og halla undir flatt.) -Mezzósópran. (Það verður svolítil þögn.) -Hmmmmmmm, segir sálfræðingurinn. -Og svo ..... svo ætla ég að spyrja þig, hvort, ja, -- hvort svona sé ekki dæmigert fyrir drengi á viðkvæmum aldri: (Ég er að komast að efninu. Hinni eiginlegu ástæðu fyrir veru minni hér. FYLGIR ÞESSU HITI, MAMMA? ERU VERKIR MEÐ ÞESSU?) -Maður á kannski ekki að vera að segja fyndnar sögur kl. 7 á morgnana. Mig bara langaði til að tala við þá, áður en þeir færu út. Sagði þeim því fyndna sögu:


Once I really wanted to learn to sing, to become a professional singer. I knew I had the talent. (I feel myself becoming slightly nostalgic and dreamy as I say this.) Mezzo-soprano. (There is a brief pause.) Hmmmmmmm, says the psychologist. (Now I pull myself together:) I actually came to ask you if it´s normal for boys at this sensitive age, when they are changing from children into grown-ups, to say things like ….. (I am getting to the real question why I came to see him: HAVE YOU GOT A PAIN, MA? OR A TEMPERATURE?) Maybe I shouldn´t expect everyone to be in the mood for jokes at 7 a.m. I just felt like talking to them before they left, and I told them an amusing story:


Úlli frændi sagði mér, að hann væri svo afbrýðisamur út í köttinn, því -- þegar kötturinn mjálmaði fyrir utan, hlypi öll fjölskyldan til dyra: æ, kisi minn, er þér kalt, viltu mjólk, ertu svangur, og svo koma alls konar gæluhljóð. Svo þegar Úlli sjálfur kemur þreyttur heim úr vinnunni, segði konan: hæ, og krakkarnir bara: áttu pening, pabbi. Þetta er ægilega fyndið, finnst þér ekki? Ég skellihló. Þeir, -- þeir héldu bara áfram að lesa. Sá yngri leit aðeins upp og sagði: (Ég hika aðeins.)


Our nephew Úlli told me how terribly jealous he is of their cat, because every time the cat makes the faintest miaow on the doorstep, the whole family runs to the door, lavishes attention on it and says things like: “Oh, little sweety pussy, are you cold? Come inside and have something to eat and drink” with all sorts of cooing and cuddling to show their concern and love for the cat. But when Úlli himself comes home from work, tired and really needing love and support, his wife just says: “Hi”, and the kids say: “Have you got some money to spare, pa?” I think that´s funny, don´t you? Really true to life. But the boys were reading something at the breakfast table, and they just went on reading. The younger one glanced up from his paper for a moment. (I hesitate. Shall I tell the psychologist?)


(Ég depla augunum í sífellu. Ég er að berjast við tárin.) -Mér fannst ég vera eins og Fossi björn í prúðuleikurunum. Hann er alltaf að segja brandara, sem enginn hlær að nema hann sjálfur. FYLGIR ÞESSU HITI ? ERU VERKIR MEÐ ÞESSU, MAMMA ? (Neðri vörin titrar ögn. Nasavængirnir þenjast. Ég ætla að fara að segja: -það er eins og þeir hafi ekki þörf fyrir mig lengur. En ég hætti við það. Ég þori ekki að heyra rödd mína segja það. Ekki þörf fyrir mig lengur. Það er of sárt til að horfast í augu við. Ég er marin á sálinni? Slímugar hugsanir hlykkjast slepjulega eins og grænir ormar um hugarfylgsnin með illkvittnislegt augnaráð, bera í sér tennurnar,


(I blink my eye rapidly to fight down the tears…) I felt like the bear in the Muppet Show, always telling jokes that nobody else finds funny at all. He himself is the only one that laughs at them. And he said: “Have you got a pain, ma? Or a temperature? (My lower lip is quivering a bit. So are my nostrils.) The words “they don´t need me anymore” are almost on the tip of my tongue…. but I stop them from coming. I don´t want to hear myself say them. The thought is too hard for me to face. My feelings would be too deeply hurt. Revolting slimy thoughts creep into my mind like green worms. Leer at me nastily, baring their teeth and


skvetta ögrandi til sporðunum um leið og þær fara á kaf.) -Litlu andarungarnir allir synda vel, höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél, (segi ég með samanbitnar varir). Sálfræðingurinn lítur á mig og reynir að vera eðlilegur á svipinn. Hann hefur líklega lært að vera eðlilegur á svipinn, þótt e-r segi e-ð skrýtið. E-t algjört rugl. -Sennilega væri ekki hægt að ryksuga allar hugsanir (segi ég). Ekki þær sem eru mjög slímugar. Ryksugan tekur þær ekki. Þetta er eins og að kreista graftarkýli. Það, að tala svona við sálfræðing, er eins og að kreista graftarkýli. Út gubbast grænn gröftur og gulur gröftur. VÐAKK ! maður horfir með viðbjóði á það, sem út vellur. Maður vill ekki trúa því að neitt svona hafi verið þarna inni.


waving their tails defiantly as they plunge down into the deep again.) “….. Fluffy little ducklings, Up tail, all…” (this comes from an Icelandic song) I say through clenched teeth, spitting each word out. (The psychologist watches me, without showing any reaction. They must learn how to avoid showing any reaction when people say things that aren´t quite normal.) I suppose some thoughts are a bit too slimy for the vacuum cleaner. They probably wouldn´t go up it, I say. Talking to a psychologist is like squeezing a boil. The green and yellow pus squirts out. You look at it in disgust and don´t want to admit that it was inside you.


Og það er sárt að kreista graftarkýli. Maður vill ekki viðurkenna að það hafi verið neitt sárt. „Eigi mun ek haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafn langir“, sagði Gunnlaugur ormstunga. Þeir voru ekki að væla neitt þarna í fornsögunum. Nú er alls konar vandamálavæl í tízku. Það er í tízku að kreista graftarkýli sálarlífsins. Oj bara. Kannski er þetta bara reynzluheimur kvenna? (Ég veit ekki, hvers vegna ég segi þetta. Ég bara segi þetta. Ég dæsi. Ég veit ekki, hvers vegna ég dæsi. Kannski passar það bara við þetta torskýrða, þvælda tízkuhugtak: reynzluheimur kvenna.)


And it hurts, but we don´t want to admit that either. Gunnlaugur ormstunga said: I shall not limp while both my legs are the same length. They despised weakness, the old saga-guys. Nowadays it´s in fashion to have problems and moan about them. Squeezing the boils on the soul is in. Makes me sick. Perhaps this is just part of women´s experience? (I haven´t the faintest idea why I said that. I just said it. I sigh. I don´t know why I sighed. Maybe it goes with this ill-defined, over-used catchphrase: women´s experience?)


-Nei, maður ryksugar ekki grænar, slímugar hugsanir ...... („Ryksugar“ ? „Að ryksuga“? Sögnin „að suga“ er ekki til. Bara „sjúga“ og „soga“. Hvers vegna segir maður þá „að ryksuga“? Ég var alltaf há í íslenzku. Íslenzkukennarinn hélt svo upp á mig. Ég var alltaf sérstaklega góð í bókmenntum. Já, ef maður hefði meiri tíma til að lesa. Maður hefur bara svo sjaldan tíma.) -Gamall bóndi fór á elliheimilið. Hann hafði alla æfi langað svo til að lesa fornsögurnar. Þegar hann var strákur, sagði afi hans honum frá Gretti Ásmundarsyni og Gunnari á Hlíðarenda og öllum þessum köppum. Hann afi hans þekkti þessar hetjur allar.


No, there is no way of vacuuming up green slimy thoughts. (“Vacuuming up” doesn´t look too good on paper. I am not sure my teacher would have accepted this expression for pulling yourself together. Or perhaps it´s an artistic way of writing. I used to be a good student. My teacher in literature was always pleased with my work. Only if I had more spare time now for reading literature.) An old farmer had to go into an old people´s home. All his life he had wanted to read the Icelandic sagas. His grandfather had told him the stories about Grettir Ásmundarson and Gunnar in Hlíðarendi and all these heroes. (Icel. Sagas Grettla, Njála) He knew them all, the grandfather, and could tell the boy.


Þegar svo loks fór að hægjast um hjá gamla bóndanum, og tími var til lestrar, var honum farin að daprast sjón. En þegar hann kom á elliheimilið, fengu þeir handa honum gleraugu. Og hann fór að lesa fornsögurnar. Hann var að lesa daginn sem hann dó. Þegar þeir fluttu hann upp á spítala, sagði hann við læknana: Upp skalt á kjöl klífa köld es sjávar drífa kostaðu hug þinn herða hér muntu lífit verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þik falli, ást hafði ek meyja, eitt sinn skal hverr deyja. Svo dó hann.


It was only when the farmer, the grandson, was getting old himself that he at last had time for reading. The trouble was that by then his eyes were growing weak and he had trouble reading. When he came to the old people´s home, they gave him the right glasses. He started reading the sagas. He was reading the very day he died. When they drove him to the hospital, he said to the doctors: Scramble up on the ship´s keel, the spray is icy cold. Steady thy mind: here shalt thou meet thy end. Let not thy face finch though the storm lash. Thou hadst the love of maidens; All men must die once. (from Örlygsstaðabardagi) (battle of Örlygsstaðir) Then he died.


Sálfræðingurinn ræskir sig: -Já, frú Sigríður. Ég skrifa þig á mánudag eftir hálfan mánuð á sama tíma. Hentar það þér? Myndirðu gera svo vel að greiða frammi hjá stúlkunni í afgreiðslunni. 1300.- krónur.

Kæra dagbók, Ég --ég var að plata. Ég var að plata allan tímann. Þetta er náttúrulega antiklímax, en: ég fór ekkert til sálfræðings. Ég vissi líka alltaf það þetta yrði sundurlaust þrugl. Auðvitað gæti ég ekki farið að panta tíma hjá sálfræðingi, þú skilur. Höskuldur myndi halda, að það væri e-ð að.


The psychologist clears his throat and says: Well, Sigríður. I´ll give you another appointment – what about the same time on Monday two weeks from today? Would that suit you? That will be one thousand three hundred krónur, please. Please pay in the reception.

Dear diary. I– I wasn´t telling the truth. All the time I was pretending. Make-believe. I know this is an anti-climax but - I never went to the psychologist. I simply knew what it would be like, anyway, jus senseless waffle. I couldn´t possibly ask for an appointment for this kind of thing, you see. Höskuldur might get the impression that something was wrong.


Konur eins og ég þurfa heldur ekki að fara til sálfræðings. Það er bara fyrir fólk, sem þarf á því að halda. Klukkan er orðin margt. Ég ætla út í fiskbúð. Veiztu hvernig maður veiðir flugfiska? Í loftnet. Það er nauðsyn fyrir unglinga að fá próteinríka fæðu. Þeim þykir fiskurinn svo góður djúpsteiktur. Bezt að kaupa pilsner í jukkið.

-- oo 0 O 0 oo --


I am not the kind of person who needs to talk to a psychologist. It might be a good thing for those who need it. My goodness. It is getting late. I must go shopping. Go and buy some fish. Do you know how to catch flying-fish? Try using the overseas internet. Protein-rich food is a necessity for young growing men. The boys love their fish deep fried. I´ll buy some beer for the batter.

-- oo 0 O 0 oo --


. -Eru verkir með þessu? Fylgir þessu hiti, mamma?

(Óðsmál ISBN 9979-60-165-5

Norræn menning


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.