Rannveig

Au pair
Rannveig er búin að rífa sig upp. Hún er í flugvél á leið til Frakklands.
- Au pair.
Rannveig Hansdóttir, 17 ára.
Rannveig Hansdóttir hugsar um margt sem hún getur aldrei talað um við neinn:
.. Hansdóttir? Hét pabbi minn Hans eða er ég dóttir einhvers hans? Einhvers hans sem mamma vissi ekki einu sinni nafnið á? Er hann kannski lifandi en ekki dáinn?
Hún hrindir hugsununum frá sér. Nú er hún á leið til Frans, - France - - Au pair.
Rannveig has decided to get away from her circumstances in life. She is on a plane, now heading for France. She is going to work as au-pair.
Rannveig Hansdóttir is 17 years old. Rannveig thinks about many things, about which she can never talk.
Rannveig is thinking about her past: ….Rannveig Hansdóttir? Daughter of some “Him”? Was my father’s name Hans, -- or was he just some “He” of whom my mother did not even know the name?
Perhaps he is still alive. Not at all dead, as my mother tells me?
Rannveig abruptly pushes all these thoughts away. Now she is on her way to France. Au-pair.
Eldrauðir logar morgunsins ógna dimmunni sem sefur á vesturloftinu. Af því að nú er morgunn, vitum við að ljósið sigrar myrkrið. Marblár skýjabakki í austri reynir að tefja fyrir sólinni, en hann á í vök að verjast.
Raunar myndar hann aðeins andstæðu sem undirstrikar birtuna enn frekar, og það kviknar í efri kantinum á honum.
Eftir nokkur andartök verður lifrauður morgunninn orðinn að nýjum hvítum degi.
Fiery-red flames on the morning sky a kind of challenge the darkness of the sky in the West. As now there is morning, we know that the light will have the better of the darkness. A dense cluster of clouds, ironically tries to fight against the sunrise. Its color is a bluish violet. Looking as an ugly, swollen under-the-skin bruise.
Actually, these clouds are losing the battle against the sunshine. They rather can be seen as an opposite which emphasizes the contrast of darkness and light. Now the top part of these clouds seems to be on fire when the sun is right behind it.
The maroon-colored morning will soon turn into a brand new, a white day.
Þetta verður ævintýr. Framandi land, framandi fólk, framandi tungumál. Rannveig er búin að safna fyrir þessari ferð í marga mánuði.
Rannveig hugsar: .... Það var gott að vinna í sjoppunni. Best á kvöldin. Best að vera ekki heima á kvöldin. Nógu slæmt var að koma heim eftir að sjoppan lokaði klukkan hálftólf. Sjaldan svefnfriður fyrr en undir morgun.
Rannveig is on an adventure. A country she has never seen, people she has never met, a language that she hardly speaks. For months, Rannveig has saved some money to pay for this adventure.
Rannveig is thinking: …. It was a kind of good work she had there, working in the evening, selling snack and sodas to the “night-owls”. Working in the evening was because at home, in her mother´s house, there was never any peace and quiet in the evening.
It was bad enough to come home when the street-shop closed just before midnight.
In her home, in her mother’s house, there was no peace and quiet during night. Not until the break of day would there be any means of getting any sleep.
Hún hrindir frá sér þessum hugsunum á ný. Nú er hún á leið til Frakklands og þessi fortíð kemur ekki málinu við lengur. Þetta er liðið, gleymt, og kemur aldrei aftur. Framundan heilt ár. Nýtt líf.
Þegar ég kem aftur til Íslands kemur mamma mér ekki við lengur. Ég verð sjálfstæð, þroskuð, ný persóna sem stendur á eigin fótum. - Klára kannski grunnskólann, fer kannski í öldunginn, eða eitthvert annað nám. Verð eitthvað. Það er úr svo mörgu að velja. Svo mörgu, mörgu.
Rannveig, determined, pushes all such thoughts away again. Now she is on her way to France. This past is of no relevance any more. This past is past, forgotten, and will never ever return. No. Rannveig is heading for a whole year of new life.
-When I return to Iceland, my mother will be of no concern of mine any more. I will have changed, becoming independent, mature, a new version of myself, now able to stand on my own feet.
-Perhaps I try to finish that preliminary school, or have some education meant for those who did not finish compulsory education as children. I will become something. There will be many choices. So many many choices.
Ég gat ekki vaknað á morgnana, þess vegna hætti ég í skólanum. Mamma bannaði mér að hafa vekjaraklukku.
Ég gat ekki farið aftur í skólann eftir að þær komu; þær, tvær skólasystur mínar:
„Við ætluðum bara að vita hvort þú værir nokkuð lasin, af því að þú komst ekki í skólann."...... Þær meintu eflaust ekkert nema gott með þessu.
Ég vaknaði við að bankað var á dyrnar. Ég hélt að þetta væri einhver af vinum hennar mömmu og fór til dyra. Það borgaði sig alltaf að opna strax. Sumir þeirra spörkuðu annars í hurðina eða brutu rúðu, og nágrannarnir kvörtuðu yfir hávaða hjá okkur.
(Rannveig was not going to think about the past, but yet thoughts keep coming):
I could not wake up in the morning to go to school. That is why I dropped out of school.
My mother prohibited alarm-clocks.
I could not go back to school after that incident, when two of my classmates, two girls, came to my home:They stood there in front of my door, the two of them. They said:We just wanted to check if you were sick or something, because you didn´t show up in class.
I am convinced that their intention was consideration and kindness.
I had heard someone knocking, woke up and went to the door, thinking that this would be some of my mother´s friends. I knew that it was always best to open up at once. There was always the possibility that they would start kicking the door, or might break a window, and that always made our neighbors complain about perpetual noise from our house.
Mér brá þegar ég sá þær. Fann að ég roðnaði ofsalega í andliti. Ég gætti þess að opna aðeins smá rifu á hurðina, en þær sáu samt náttkjólinn minn. Hann var svo rifinn.
Hvernig gat ég verið svona fljót að skrökva?: „Ég er byrjuð í öðrum skóla, svo ég kem ekki aftur í skólann.“ Nú vissu þær - og kannski allir í bekknum - að ég svaf í rifnum náttkjól. Það þyrmir yfir svip Rannveigar. Hún snýr sér að glugganum á flugvélinni og þykist vera að horfa á fegurð morgunsins. En hún getur ekki gleymt, þótt hún reyni.
I was startled when I saw these two girls at my door. I felt my face blushing. I kept the door as narrowly open as I could. But, of course, they saw my night-gown. It was badly torn and shabby.
How could I be so quick at lying?: -I am now going to another school, so I will not be coming back. Now, of course, they knew, -- and perhaps everyone in my class – that my pajamas were torn.
We can see on the expression of Rannveig’s face how heavy grief overwhelms her. She turns towards the window pretending to be admiring the beauty of morningsunrise. She cannot forget, no matter how hard she tries.
Flugfreyjurnar sýna notkun björgunarvesta með látbragðsleik og einhverjum óskiljanlegum hljóðum úr hátölurum. Rannveig hefur eitthvert hugboð um að maður fái mat í flugvélum. Það hlýtur að fara að líða að því.
Á meðan hún bíður eftir því að maturinn komi, og vonar að fólkið flýti sér að kaupa þetta vín á pínulitlu flöskunum, notar hún tímann til að fara yfir þau orð sem hún er búin að læra í frönsku:
-Bonjour, Madame
-Merci
-Excusez moi, Monsieur
-Parlez-vous anglais?-, nei, -est-ce-que vous parlez anglais? (Eða einhvern veginn svoleiðis.)
The stewardesses show how to use lifejackets, mimicking, along with some hard-to-understand sounds from loudspeakers. Rannveig has the notion that some food is served on planes. That must happen sooner than later.
While she waits for that meal, hoping that people finish buying these little bottles of wine and liqueur, she uses this gap of time to practice these few words she has learned in French: -Bonjour, Madame -Merci -Excusez moi, Monsieur
(I am not sure if my spelling is correct, and, actually not sure either how to pronounce these words.)
-Parlez-vous anglais? No, -est-ce-que vous parlez anglais? (Or something in that direction.)
Hún veit vel að það mun enginn skilja framburðinn, og jafnvel þótt einhver kynni ensku, gæti hún sennilega ekki sagt neitt á ensku. Allt fer þetta einhvern veginn. Ævintýri eru svona. Annars væru þau ekki spennandi.
Það verða þarna tveir krakkar sem hún á að passa; stelpa 3ja ára og strákur 12 ára.
Það verður miklu auðveldara að tala við krakka en fullorðna. Vonandi eru hjónin -Chateaux, heita þau að eftirnafni -- ekki ofsalega hátíðleg. Hátíðlegt fólk setur mann svo út af laginu.
Rannveig knows that no-one will understand her pronunciation, anyway. Even if somebody spoke English, she would probably not be able to explain in English. But everything will be fine. This is how adventures are. If they were otherwise, they would not give the excitement.
Two kids will be there, whom she is supposed to babysit; a 3-years old girl, and a 12 years old boy. It will be easier to talk to children than to grown-ups. Hopefully, the couple – their family-name is Chateaux – are not too sophisticated. That kind of people tends to stress us up, make us uneasy.
Rannveigu verður að ósk sinni: Monsieur François Chateaux bíður á Orly. Hann er ekki fráhrindandi, hvorki stífur né hátíðlegur.
Stúlka sem greinilega vinnur á flugvellinum, kemur og ávarpar Rannveigu: -Maddmúasell-angs-do-dí? Þessi hljóð hafa ekki neina sérstaka merkingu í eyrum Rannveigar, svo hún bara hallar undir flatt og horfir á stúlkuna. -Íslandese? , spyr stúlkan brosandi, svo Rannveig segir: -Oui, sem þýðir já. Stúlkan bendir á blað, sem hún heldur á, og segir: -Angs-do-dí? Hansdóttir, R. stendur á miðanum; Islandaise. -Oui, segir Rannveig og eltir stúlkuna.
Rannveig is lucky: Monsieur François Chateaux waits on Orly. He is neither cold nor snobbish.
A woman, obviously airport staff, approaches Rannveig, addressing her: -Maddmooasell-angs-do-dee?
These sounds do not really make any rational sense to Rannveig, so she just looks at the lady, obviously not understanding.
-Eeaslandaise? the woman asks, pointing to a piece of paper she is holding. -Angs-do-dee? Hansdóttir, R. is there on the paper. Islandaise.
-Oui, Ranveig answers, and follows her.
Sonur François Chateaux er með pabba sínum. Þeir eru alveg eins feðgarnir, nema hvað pabbinn er aðeins stærri en sonurinn.
Pabbinn er grannur, dökkhærður, með brún augu og stórt franskt nef; sonurinn grannur, dökkhærður með brún augu og stórt franskt nef. Þeir heilsa eins, hneigja sig eins, eru báðir að bera töskuna hennar, báðir að opna fyrir hana hurðina á Citroëninum.
Það er bara þetta með samræðurnar á leiðinni í bílnum.
Rannveig kann lítið í ensku. Þeir, pabbinn og sonurinn, kunna líka lítið í ensku, og auk þess er þetta ekkert enska sem þeir tala.
François Chateaux´s son is there too. These father and son look exactly the same the two of them, apart from the father being a bit taler than the son. The father is lean, has dark hair, brown eyes, a big French nose; the son is thin, has dark hair, brown eyes, a big French nose.
The greet her in the same way, bow in the same way, both two of them helping by carrying her suitcase; both of them open for her the door of the Citroën.
The only obstacle is about conversation in the car during the drive.
Rannveig knows little English. They two, the father and the son, do not either speak English well. Besides that their English is some funny kind of English.
Þegar komið er á leiðarenda segir
François:
-Sis ír iss sí ás, sem er ekkert enska. Það á að segja: this here is the house, þ.e.: ðis hír is ðe hás: (Þetta hér er húsið.) Það breytir kannski engu, því húsið er þarna hvort eð er, og því er alveg sama hvort það er kallað ás eða hás, því það veit að það er _maison_og ekkert annað. Það er franskt, og allt sem er franskt veit af því.
Í þessu húsi er Madame Chateaux. Hún er soldið svona ..., ja, virðuleg. Hún er grönn, beinvaxin, nett, og hún virðist ekki snerta gólfið sem hún gengur á. Nei, hún er ekki fráhrindandi, ekki köld, barabara falleg. Hún brosir ekki, bara segir eitthvað, og málrómur hennar er djúpur og fallegur. -Bonjour, Madame, segir Rannveig.
When they reach destination, François says: -Siss iss see ous, which actually is no English at all. Should be: this here is the house.
Maybe that is irrelevant anyway, as the house is here all the same. It does not care if it is spoken about as ous or house. It is for sure _maison_, and nothing else. It is French, and everything French knows that it is French.
In this house Rannveig meets Madame Chateaux. She is very dignified. She is graceful, of a fine statute, and it is as if she does not touch the floor on which she walks. She is not cold, she is simply beautiful. She does not smile, she says something to Rannveig, her voice deep and beautiful. -Bonjour, Madame, Rannveig says.
Þriggja ára stelpan talar mikið. Hún er krútt. Hún veit greinilega að nú er komin stúlka, sem á að leika við hana. Brigitte heitir hún sú litla.
Svo kemur kötturinn. Síamsköttur.
-Monsieur Topaze, segir François Chateaux (pabbinn). Hann brosir og bendir á köttinn, sem mjakast inn stofugólfið með fjaðurmögnuðu göngulagi sínu, sjálfstrausti og fyrirlitningarsvip, sem köttum einum er lagið. Þeir eru heimaríkir þessir síamskettir og má þakka fyrir að þessi urrar ekki, þegar ókunnugir koma.
-Des yeux bleu, segir François Chateaux, -bleu, og bendir á brúnu augun í sér með tveim fingrum og svo á köttinn. -Comme vous, og þá nikkar hann höfðinu mjög kurteislega í átt til Rannveigar.
The three-year old girl talks a lot. She is a cute little thing. She knows, obviously, that the one who has arrived is their „aupair girl“ who is here to play with her. Her name is Brigitte. Then the cat enters the living-room. A Siamese.
-Monsieur Topaze, François Chateaux (the father) introduces. Smilingly, he points at the cat who slowly walks into the living-room, showing off his natural way of effortless walking, along with that obvious self-esteem, self-reliance, a kind of arrogance and disdain, that comes so naturally to a cat. These Siamese cats tend to behave as if they own the house. Thankfully, Monsieur Topaze does not growl at guests.
-Des yeux bleu, François Chateaux says, -bleu. And he points, with two fingers to his own eyes, and then points towards the cat. -Comme vous, he adds, and nods politely towards Rannveig.
Rannveig skilur: Kötturinn er með blá augu eins og hún.
Auðvitað eru þetta bara byrjunarörðugleikar, þetta með frönskuna. Það er bara skemmtilegt að glíma við byrjunarörðugleika. François Chateaux brosir líka alltaf þegar hann talar. Það fær Rannveigu til að fitja örlítið upp á nefið og brosa líka.
... Ég finn að það er hægt að treysta þessum manni, hugsar hún. Hann gefur sér tíma. Þessi svipur hans minnir mig á einhvern. Einhvern sem ég hef þekkt. Það var einhver, sem var svo góður við mig. Já, - Sverri, söngkennara. Eini kennarinn sem var karlmaður. Hvers vegna eru allir kennarar konur? Sverrir gaf sér tíma.
Það er kannski það sem er að: enginn gefur sér tíma til neins?
She understands: The cat has blue eyes just like Rannveig. Of course this language-problem is just a difficulty to begin with. That is simply fun to overcome.
François Chateaux always smiles when he talks to Rannveig. That makes Rannveig smile too, making a funny little wrinkle on her nose.
Rannveig thinks to herself: … I somehow have the feeling that this man can be trusted. He means what he says. He has the time to be where he is right now.
The expression on his face reminds me of someone. Someone I knew. Someone who was kind to me. Yes! Sverrir, a teacher, who taught music and singing. He was the only male-teacher. Why seem all teachers to be women? Sverrir always had time. Perhaps that is the trouble in life that nobody has time for anything.
François Chateaux er listaverkasali. Allt á þessu heimili ber vott um fágaðan smekk. Allt. Allt er fallegt. Madame Chateaux er jafn falleg og fáguð og allt annað hér. Hún er læknir. Rannveig finnur að allir bera virðingu fyrir henni: kötturinn Monsieur Topaze, börnin - og François Chateaux.
Maður sér hvernig svipur færist yfir andlit hans þegar hann horfir á konuna sína. Blíður svipur. Hún er læknir, hún er falleg. Í svip hans leynir sér ekki að hann elskar þessa konu.
Jean Pierre, 12 ára strákurinn, horfir á Rannveigu. Horfir, án þess að líta af henni. Hann er stilltur, allt að því hlédrægur; einhver fullorðinsleg alvara í svip hans og fasi. Hann bara horfir.
François Chateaux is dealer of art pieces. Everything in this home is artistic and refined. Everything. Everything is beautiful.
Madame Chateaux is refined and beautiful as is everything here. She is a medical doctor. Rannveig feels how everyone respects her: The cat Monsieur Topaze, the kids – and François Chateaux. We can see the expression on his face when he looks at his wife. An expression of sweetness. She is a doctor, she is beautiful. His expression tells us that he loves his wife.
Jean Pierre, the 12 year old boy, constantly looks at Rannveig. Not ever looking away. He is very well behaved. Almost modestly withdrawn. It is as if some serenity of a grown-up shines of his face. He only watches.
Jean Pierre er beðinn um að sýna Rannveigu upp á loft; sýna henni herbergið sem hún á að hafa. Brigitte eltir auðvitað. Hún veit að nýja stúlkan á að vera hjá henni lengi, lengi. Jean Pierre heldur á ferðatöskunni hennar Rannveigar upp á loft. Hann lætur Rannveigu alltaf ganga á undan. Hann opnar dyrnar á herberginu hennar, lætur hana ganga á undan sér inn. Það liggur við að Rannveig taki andköf af hrifningu: herbergið er stórt og bjart, hátt til lofts, stórt rúm út frá miðjum vegg. Langi glugginn, sem er með skrítnum rimlahurðum fyrir, stendur hálf-opinn, svo svali leikur um þau í herberginu.
Rannveig er orðlaus. Ekki bara vegna þess að hún kann eiginlega ekkert í frönsku, heldur vegna þessað hana hefur aldrei dreymt um að sofa í svona herbergi.
Jean Pierre is asked to show Rannveig up-stairs, show her her room. Brigitte, of course, follows. She knows that the new girl will be here with her for a long time. Jean Pierre carries the luggage up-stairs. He always has Rannveig walk in front. He opens the door to the room, has her enter before him.
Rannveig is almost breathless when she sees the room that will be all hers. The room is big. It is white and bright. The height to the ceiling is huge. In the middle of the room there is a huge bed. The tall window that has funny wooden doors on it, is partly open so that some refreshing breeze plays around them in the room. So Rannveig is speechless, not only because she does not know much French, but because she has never dreamt of sleeping in a room like this.
Trén fyrir utan gluggana eru stór og þau standa í blóma. Þau kasta síhvikulum skuggum á garðinn og húsið. Jean Pierre horfir á Rannveigu meðan Rannveig horfir á allt þetta sem hún hefur ekki fyrr augum litið. Það er þögn. Jafnvel Brigitte litla, sem talar venjulega ósköp mikið, er þögul þetta andartak. Rannveig lítur brosandi á Jean Pierre. Tindrandi augu hennar segja meira en nokkur orð. Svar hans er bros á móti. Heilt ár er framundan.
Eftir kvöldmat sýnir Jean Pierre Rannveigu eldhúsið. Í eldhúsinu er stúlkan. Hún eldar og þvær upp, þvær gólfin, gerir innkaup. Stúlkan, sem raunar er ekki stúlka heldur fullorðin kona, heitir því undarlega nafni Incarnation.
The trees outside of the window are tall. They are blossoming. They cast evermoving shadows onto the garden and on the walls of the house. Jean Pierre has his eyes on Rannveig, while Rannveig has her eyes on all this which she never before has seen. There is silence. Even little Brigitte, who usually talks a lot, is silent this moment. Rannveig smiles, looks at Jean Pierre. Her sparkling, radiant eyes tell us more than any spoken words would do. His answer is a smile in return. A whole year lies ahead of them.
After dinner Jean Pierre shows Rannveig the kitchen. The maid is in the kitchen. She prepares the meals, the does the dishes, washes the floors, goes shopping. This maid who is not a young girl at all but a grown-up woman has a peculiar name: Incarnation.
Hún talar mjög mikið og hlær hátt.
Jean Pierre sýnir Rannveigu garðinn. Brigitte eltir hana hvert fótmál, og masar í sífellu. Rannveig tekur í hönd hennar. Litla netta barnshönd. Rannveig veit að hún á að gæta þessarar telpu vel. Rannveig heldur þétt í hönd hennar.
Allt er svo nýtt, svo framandi, svo , svo , Það er einsog hugsanir hennar æpi: GEFIÐ MÉR TÍMA ! Gefið mér tíma. Allt er svo framandi; Allt er svo nýtt. Allt er svo fallegt.
She talks a lot and her laughter can really be heard. Jean Pierre shows Rannveig the garden. Little Brigitte follows her every step, chatting all the time. Rannveig takes her hand and holds it. A tiny hand of a little child. Rannveig knows that she is to take good care of this little girl. She holds her hand very tight.
Everything here is so new to Rannveig. So different from all that she has known. It is somehow… so…
It is as if her thoughts are screaming at her: ….GIVE ME TIME ! Give me time. Everything is so new, everything is so beautiful.
Jean Pierre kennir Rannveigu að segja garður á frönsku: jardin (sjardeng). Hann dregur upp úr vasa sínum litla orðabók, fransk-enska, ensk-franska. -Er garður heima hjá þér á Íslandi? (spurningin útskýrð með orðabók og handapati.) -Já, svarar hún.
.... Garður! Get ég sagt já? Get ég kallað garðinn heima garð? hugsar hún. Hann er aldrei sleginn, rimlagirðingin brotin, ryðgað blikk hangir á, skakkar og skældar hellur sem einu sinni hafa líklega líkst stétt; öskutunnur, drasl. Bréfaruslið ekki einu sinni tínt upp eftir að Kata gamla dó.
Jean Pierre teaches Rannveig how to say a garden in French: Jardin (shee-ardaing). He has a dictionary in his pocket, French-English English-French.
-Is there a garden around your house at home in Iceland? (--the question is further explained using gestures and the dictionary--) -Yes, she answers. …..A garden!! Can I say yes?
Can I really term that garden at home as a garden? she thinks. The grass is never mowed, the old wooden fence around it is broken, rusty pieces of iron dangling here and there, some pavement is there, all mislaid, maybe once upon a time the pieces were straight.
Trash-bins, trash all around. The trash is not picked up now, as old Kate used to tidy up, but now she is gone.
….
Arfi, næturfjóla, hálfdauður rabarbari, kjörvil, stórt þrístofna reynitré, ribs.Garður? Hvers vegna er ég að blekkja? Kannski hefði ég átt að segja: já, en ekki svona fallegur. Bara ljótur garður.
--- Ef til vill gat ég bara ekki sagt þetta á frönsku.
Kata bjó til svo góða sultu úr
ribsberjunum. Kallaði hana hlaupið sitt. Hún fór út í garð að tína, og ég fór með henni og var líka að tína. Ég veit ekki hvort ég gerði nokkurt gagn. Svo bjó hún til hlaupið sitt í stórum potti. Hún gaf mér stundum oná brauð. Það var svo gott. Hlaupið okkar, sagði hún við mig.
Eftir að Kata dó tíndi enginn berin. Þrestirnir voru mjög kátir yfir því.
There is weed, such as self-grown violets. Some old rhubarb, mostly dead. A big old rowan having 3 stems. Some old berry-trees. A garden?
Why am I trying to hide the truth? I should have said: yes, but not as beautiful as this one. Just an ugly garden. Perhaps I could not say this is French.
Good old Kate made some delicious jam from the berries. She called it her jelly. She picked the berries from the bushes in the garden, and I would go with her to help her pick them. I don’t know if I really was of any help. Then she made her jelly in a big pot. She gave me some on a slice of bread. It was delicious.
“Our jelly”, she used to say to me. When Kate was no longer alive nobody would bother to pick the berries. The thrushes were very happy about that.
Kata gamla. Mikið var hún góð við mig. Ég gat aldrei heimsótt hana á spítalann. Ég vissi ekki á hvaða spítala hún lá. Svo kom hún ekki aftur.
-Á morgun skulum við fara út í skóg í göngutúr. Jean Pierre tekst að láta Rannveigu skilja þetta með því að draga upp blað og blýant, teikna þau þrjú, Rannveigu, Brigitte og sig úti í skógi. Brigitte í miðjunni. Daginn eftir fara þau út í skóg. Brigitte er ekki í miðjunni þegar þau ganga þrjú saman í skóginum. Rannveig er í miðjunni. Jean Pierre gengur við hlið hennar. Brigitte tekur bangsann sinn með.
Good old Kate. She was so kind to me.
I was never able to go to see her when she was in the hospital. I didn’t know in which hospital she was. She never returned home.
-Tomorrow we shall go and take a walk in the forest. Jean Pierre is able to explain to Rannveig by drawing them, the three of them, with a pencil on a piece of paper. Rannveig, Brigitte and Jean-Pierre himself. They three in the woods. Brigitte in the middle.
The next day they go for a walk in the forest. Brigitte is not in the middle when they, the three of them, are waking in the forest. It is Rannveig who is in the middle. Jean Pierre walks by her side. Brigitte has taken her toy-bear along with her.
Í skóginum er fallegt lítið vatn. Trén slúta fram yfir bakkana, sveigja greinarnar ofan að vatns-borðinu. Stór, falleg tré. Svona tré eru ekki til á Íslandi. Börnin setjast í grasið.
-Incarnation þýðir endurholdgun, segir Jean Pierre. -Henni þykir hræðilega leiðinlegt að heita þessu nafni, henni Incarnation. Vafi hvort nokkur annar heitir þetta. Það verður örlítil þögn.
-Finnst þér Annette fallegt nafn? heldur Jean Pierre áfram. -Má ég kalla þig Annette? Með handapati og orðabók tekst honum að láta Rannveigu skilja orðin: -Mig langar til að kalla þig Annette.
In the woods there is a small, beautiful lake. The branches of the trees on the banks droop onto the surface of the lake. They are big, beautiful trees, the kind of trees that do not exist in Iceland. The kids sit down on the grass.
-Incarnation, Jean Pierre says, -the name, means to re-incarnate in a body. She is not happy about having been given that name. I doubt if anyone else bears that name!
Now there is a little silence.
Then Jean Pierre continues: -Do you like the name Annette? May I call you Annette?
Using gestures and a dictionary, he has Rannveig understand: -I would like to call you Annette?
Nú .... Rannveigu finnst Annette fallegt nafn. Skárra en framburðurinn á nafninu hennar í frönsku útgáfunni, svo hún hefur ekkert á móti því að Jean Pierre kalli hana Annette. Hér er hún að hefja nýtt líf. Hvers vegna ekki nýtt nafn?
En hún veit ekki hvers vegna Jean Pierre velur þetta nafn: Annette. Hún skynjar ekki raddblæinn. Hún skynjar ekki freyjuketti í augum drengsins.
…
Hér kemur lítið gamalt leyndarmál Jeans Pierres, en hann er raunar ekki neitt feiminn við að segja frá þessu núna. Það er langt síðan þetta var og hann var smábarn þá. Nú er hann ekki lengur smábarn og brosir að þessu. Hann langar til að segja Annette (Rannveigu) þetta, en veit að það verður að bíða þar til hún skilur meira í frönsku: .
Well, … Rannveig likes the name Annette. At least it is better than the French version, French pronunciation of her name. So she does not mind being called Annette by Jean Pierre. Here she is living a new life, so why not a new name too? She does not know why Jean Pierre has chosen this name, Annette. She doesn´t feel the emotions in his voice on saying it, -- that is, the way in which he says it. She does not see in his eyes that he has fallen in love with her.
….Here is a little, old secret that Jean Pierre has not told anyone. But now he is not at all shy to talk about it. This happened long ago. He was just a little boy then.
Now he is not a little boy any longer, and this incident just makes him smile now. He would like to tell Annette/Rannveig, but he knows it has to wait until she understands better the French language:
…
Jean Pierre átti einu sinni tuskubrúðu sem hét Annette. Hann sofnaði með hana þótt hann væri orðinn 7 ára. Einu sinni kom strákur heim með honum. Hann rak augun í Annette. Skellihlæjandi tók hann hana: -Hver á svona dúkkudruslu?!
-Frænka mín gleymdi henni hérna um daginn. -En asnaleg! sagði strákur. -Já, litlar stelpur eru svo skrýtnar stundum.
Jean Pierre vissi ekki af hverju hann flýtti sér að skrökva. .
Strákurinn fór að fleygja Annette upp í loftið, sparka henni til og frá. Hann skutlaði henni svo til Jean Pierre.
-Við megum ekki eyðileggja hana. sagði hann. -Hún kemur kannski að ná í hana. Hinn hafði nú ekki miklar áhyggjur af því og hélt áfram. Anette endaði rifin og tætt í ruslakörfunni.
….
Long ago Jean Pierre had a little rag doll named Annette. He took her to bed with him every night, even if he was then 7 years old.
Once, a boy, a friend, was on a visit in Jean Pierre’s room. He spotted Annette. Laughing out loud, he picked her up: -Who owns such an old tattered rag doll?! Jean Pierre quickly lied: -My little cousin forgot her here the other day.
-She looks so silly, that doll! the boy said.
-Yes. Sometimes little girls are rather stupid. Jean Pierre did not know why he so straight forward lied.
The boy took to throwing Annette into the air. He kicked her to and fro. Then he threw her to Jean Pierre.
-We shouldn´t tear her up, he said. -She might be coming for her doll.
The boy had no worries in that direction and went on. Annette ended in the trash, all torn up and spoiled.
Þar lét Jean Pierre hana vera þegar þeir fóru út. Vildi ekki láta strákinn sjá að hann hirti hana úr ruslakörfunni. Hann setti bara upp kæruleysissvip. Hann ákvað að reyna að sauma hana saman þegar hann kæmi heim aftur.
Um kvöldið var Incarnation búin að tæma ruslakörfuna hans. Annette auðvitað með.
Um nóttina, þegar allir voru sofnaðir, leitaði hann í sorptunnunni. Hann fann hana ekki. Leitaði í öllum pokunum. Hún var horfin. Það hafði verið tæmt meðan hann var að heiman.
Hann var orðinn of gamall til að trúa nokkrum manni fyrir að hann - strákur orðinn 7 ára - saknaði tuskubrúðu.
Mamma færi ekki að hlæja, hugsaði hann, þótt ég segði henni þetta allt saman; hún styngi bara upp á að kaupa aðra.
Jean Pierre just left her here when they went out. He didn´t want the boy see him pick her out of the trash bin. He put up a face of indifference. Decided to try to repair her on coming back home. Incarnation had already emptied the bin when he returned in the evening. Of course, Annette along with the rest.
In the middle of the night, when everyone was asleep, Jean Pierre searched for her in the house-trash. He did not find her. He searched in all the trash-bags. Annette was not to be found. Everything had been emptied while he was away.
He was too old – a boy 7 years old now –to admit or tell anyone that he missed a rag-doll ! His mother would not laugh, he assumed, even if I told her the whole story. She would just suggest buying another one.
Hún myndi sennilega ekki skilja að hann vantaði ekki bara tuskudúkku; það var Annette, sem var horfin. Og það var honum að kenna. Hann hafði ekki haft kjark til að bjarga henni; var hræddur um að strákurinn færi að hlæja.
Sífellt masið í Brigitte litlu truflar ekki þögnina og kyrrðina í skóginum. Þögnin og masið renna út í eitt; róandi þögn með sífelldum klið af masi barnsins. Rannveig brosir á réttum stöðum og það gerir Brigitte sig ánægða með. Hún kallar Rannveigu strax: Annette. -Annette, þetta er bangsinn minn. Þú mátt halda á honum, segir Brigitte, og stingur bangsa sínum í fangið á Rannveigu. Þau rölta áfram.
She would not understand, though, that he did not just want a rag-doll; it was Annette who had gone lost. And it was his own fault. He didn´t have the courage to save her, fearing that the boy would have mocked him.
Brigitte it very talkative, chatting endlessly. But that did not in any way disturb the calmness to be found in the wood. The silence and the constant talking just merged together into some oneness. Soothing silence and ongoing chatter. Rannveig just smiles to her, and Brigitte is happy with that. She likes to address Rannveig as Annette. -Annette. This is my toy-bear. You can hold him, Brigitte says, putting the toy into Rannveig´s arms. They walk on.
.... Ég átti bangsa....--hugsanir skjóta upp kollinum hjá Rannveigu, þegar þessi asnalegi bangsi er kominn í fangið á henni--
.... Það minnir mig á Baldur. Baldur var einn af vinum mömmu. Það voru aldrei slagsmál, aldrei læti né hávaði, þegar Baldur var í heimsókn. Sætur ilmur í bland við píputóbakslykt læddist um kjallaraíbúðina.
Stundum fór hann til útlanda. Kom svo aftur. Þá gaf hann mér Smarties. Hann opnaði bangsann minn. Ég kíkti, hann vissi það ekki. Hann stakk einhverju inn í hann og saumaði hann svo saman aftur. Ég vissi að það var eitthvert leyndarmál. Það var alltaf til matur þegar Baldur var í heimsókn. Hann keypti í matinn og eldaði. Og hann þvoði upp. Mamma var góð þegar Baldur var í heimsókn.
…. I used to own a teddy-bear… (--thoughts pop up in Rannveig´s mind when she holds this funny toy-bear—)
… It reminds me of Baldur. Baldur was one of my mother´s friends. When Baldur was there, there was never any fighting, never any noise nor trouble. Some sweet smell along with smoke of his pipe permeated their ground-floor flat.
Sometime Baldur took a trip abroad.
When he returned he gave me Smarties. Baldur cut open my teddy-bear. I spied on him without him knowing that.
He put something into his belly. Then sewed him back together. I knew that it was some kind of a secret.
There was always plenty of food when Baldur stayed with us. He brought food and cooked good meals.
He neatly did the dishes. Mamma was always sweet and calm when Baldur was there.
Baldur svæfði mig, settist á rúmið hjá mér, breiddi blíðlega ofan á mig, strauk mér bakið. Augun í Baldri voru eins og sólarlag á hvolfi, dökk, róleg. Augun í mömmu voru líka falleg, þegar Baldur var hjá okkur. Þau voru stór og fjarræn, augun í mömmu. Sjáaldrið dróst ekki saman í birtu eins og gerist venjulega, heldur voru augun áfram dökk og fjarræn. Bros lék um svip hennar án þess að hún raunverulega brosti. Það var gott að vera í kjallaranum þegar Baldur kom. Ég treysti honum. Svo eina nóttina kom löggan. Ég vaknaði. Þeir spurðu mömmu voða mikið. Hún sagðist ekki þekkja neinn Baldur. Ég heyrði klósettgluggann skellast rétt áður en löggan kom inn.
Baldur put me to bed, sat on my bed, put the cover with love and care over me. He used to stroke my back gently, until I fell asleep. His eyes were as a sunset upside down!
His eyes were dark, and calm. My mother´s eyes were also serene when Baldur was on a visit. Her eyes were big and as if somehow remote. The pupil did not really contract in bright light, but stayed dark and remote. A smile on her face, not actually as if smiling though.
It was good to be in the basement-flat when Baldur was there.
I could trust him.
Then, one night, the police came. I woke up.
The questioned my mother a lot. She denied knowing anyone named Baldur.
I heard the window of the toilette slam just before the police arrived.
Bangsinn minn var horfinn. Baldur mátti vel eiga bangsa. Mamma gaf mér hann hvort eð bara svo ég kæmi ekki fram á kvöldin að trufla, þegar ég gat ekki sofnað.
-Annette leiða mig, segir Brigitte. Jean Pierre öfundar Brigitte af því að vera þriggja ára og mega vera framhleypin og láta leiða sig. 12 ára strákur verður að vera töff. Vel upp alinn strákur leiðir ekki stúlku í skóginum þar sem maður er alltaf að mæta fólki sem gæti þekkt pabba og mömmu.
Brigitte masar. Annette þetta, og Annette hitt. Rannveig skilur ekki bofs í því sem hún er að segja. Jean Pierre svarar henni stundum. Rannveig brosir til hennar.
My teddy-bear was gone.
I did not miss him, actually, and it was OK with me that Baldur kept him. My mother gave this teddy-bear to me only to keep me in bed at night, as she did not want me to disturb her when I could not sleep.
-Annette, hold my hand, Brigitte says. Jean Pierre envies her a bit for being only 3 years old and feel free to ask someone to hold her hand. A 12 years old boy has to be tough. A polite and well-behaved boy does not hold a girl by the hand in the wood – where they could possibly meet some people who knew his parents.
Brigitte talks constantly. Annette this, and Annette that. Rannveig does not understand a word of what she is saying. Sometimes Jean Pierre replies to her questions. Rannveig just smiles to her.
-Það horfa allir á þig, Annette, segir Jean Pierre. -Það horfa allir mikið á þig. Það gerir þetta ljósa hár og bláu augun.
….
Það sem drenginn langar til að segja er raunar: -Þú ert falleg. Ég er montinn af því að vera með þér. En hann segir það ekki. Hugsar það aðeins.
Rannveig hlær og fitjar örlítið upp á nefið. Hún er sæt þegar hún fitjar upp á nefið. Og - það sem Jean Pierre viðurkennir ekki er: -Ég er afbrýðisamur í hvert skipti sem þessir delar mæla þig upp og niður með augunum og reyna að láta þig taka eftir að þeir eru að brosa til þín og blikka þig. Þetta þorir hann hvorki að hugsa né segja.
-Annette, Jean Pierre says, -everyone stares at you. -They actually stare a lot. That is because of your blonde hair and your blue eyes.
….What the boy really wants to say is: -You are so beautiful.
I am proud of being here along with you. But he does not say that. Only thinks it.
Rannveig laughs a little bit and her nose shows little wrinkles. She looks very cute when her nose shows these little crinkles.
And – what Jean Pierre does not want to admit is:
….I am jealous every time these boys look too closely at you, and try to have to notice that they are smiling and blinking a coquette and flirting eye towards you. Jean Pierre neither has the courage to face his thoughts and feelings, nor to talk about them.
Hann aðeins finnur þetta inni í sér einhvers staðar.
.... Það er svo skrítið, hugsar Rannveig, að ég þori ekki að líta upp þegar strákarnir sem við mætum horfa svona á mig. Það er líka skrítið að mér finnst visst öryggi að hafa Jean Pierre við hliðina á mér. Samt er hann bara 12 ára.
-Það eru engir svona skógar á Íslandi. Engin svona stór tré, segir Rannveig með aðstoð orðabókar og handapats og bendinga.
(Það er heilmikið mál að búa til svona heila setningu á frönsku.)
-Hvert fórstu þá með pabba þínum og mömmu í kvöldgöngu og helgarferðir?
-Pabbi minn er dáinn. (Orðabókin kemur í góðar þarfir.)
….
He only feels this within. Here deep within.
Rannveig contemplates: …Funny, that I am too shy to look up when the boys we meet look at me like this.
Also funny, that to me it is a kind of a feeling of security to have Jean Pierre here by my side. He is only 12.
-There are no forests in Iceland, Rannveig explains, using a dictionary and some gestures to explain. (--It is not easy to make a whole sentence like this in French.--)
-So, where did you go for an eveningwalk with your parents, and on trips during weekends?
-My father is dead.
(--The dictionary is useful now.--)
-Hvenær dó hann?
-Það er langt síðan, segir Rannveig snöggt, og flýtir sér að breyta um umræðuefni: -Það er þá bara hægt að fara eitthvað upp í sveit í ferðalag. Hún vill ekki að Jean Pierre fari að spyrja meira um pabba hennar, svo hún heldur áfram:
-Annars er oft kalt á Íslandi. Það er að minnsta kosti aldrei of heitt á Íslandi. En við búum ekki í snjóhúsum og það eru ekki ísbirnir á götunum. Þau hlæja dátt, þegar loksins tekst að koma merkingu setningarinnar til skila.
.. Rannveig gerir sér grein fyrir að hún er að segja allt þetta til þess að forðast óþægilegar spurningar. Tala, tala bara nógu mikið um eitthvað, bara eitthvað. Snjóhúsa- og ísbjarnatal hefur örvandi áhrif á hugmyndaflug Brigitte litlu og
-When did he die?
-Long ago, Rannveig snappily answers. Then she abruptly changes the subject: -We can just take a trip into the countryside. She continues, to avoid any further questions about her father: -Well, Iceland is a cold country. At least there is never too hot. But we do not live in igloos, neither are there any polar bears in the streets.
They laugh heartily – when, at last, the sentence has been properly formulated in French.
Rannveig must admit that she is saying all this just to avoid questions that she cannot emotionally cope with. Talk, simply talk a lot about something, anything. Brigitte’s imagination is kindled when she hears igloos and polar bears mentioned.
orsakar skriðu af nýjum sögum. Þessi ógurlegi flaumur hennar er þægilegur og fyllir upp í eyðurnar í samræðunum.
Á kvöldverðarborðinu eru meðal annars ólífur. Grænar ólífur. Rannveigu er boðið fyrst. Jean Pierre og François fá sér aldrei neitt nema vera búnir að bjóða Madame Jaqueline Chateaux og Rannveigu fyrst. Meira að segja Brigitte er boðið á undan karlmönnunum.
-Annette, segir François. (Það líst öllum vel á að þurfa ekki að reyna að segja Rannveig. Miklu betra: Annette.)
-Má bjóða þér ólífur? Rannveig tekur fimm.
-Ah! Mademoiselle þykir góðar ólífur? -Já, mjög góðar, segir hún. -Takk.
An avalanche of new stories gets released. Her constant chatter, actually overwhelming, feels rather good as it fills up the gaps in the conversation.
At dinner there are olives served. Green olives. Rannveig is offered to have some. Jean Pierre and François never serve themselves at the table unless having offered some to Madame Jaqueline Chateaux and to Rannveig. Even little Brigitte is offered to have some food before the men.
-Annette, François says:
(--everyone is happy about the name
Annette, - much better than Rannveig--)
-Would you like to have olives?
Rannveig serves herself to 5 olives.
-Ah! Mademoiselle likes olives?
-Yes. I like them very much, thank you, she says.
.. Ég hef aldrei bragðar ólífur. Hvers vegna sagði ég: mjög góðar? Svo sé ég að hinir taka aðeins eina eða tvær.
Hún stingur einni upp í sig. (Við vitum öll hvernig grænar ólífur bragðast í fyrsta sinn.)
Það verður ekki aftur snúið. Ekki get ég skyrpt út úr mér. Ekki get ég sagt: ég vissi ekki að grænar ólífur væru svona vondar. Ég verð að brosa - þvæla fimm grænum ólífum í mig.
Rannveig finnur að nú er hún komin í klípu. Sem betur fer virðist enginn ætla að ræða meira um ólífur. Hjónin ræða alltaf mikið saman við kvöldverðarborðið. Börnin tala aðeins þegar þau eru ávörpuð.
… I have never tasted olives. Why did I say that I like them? Then I see that the others take only one or two.
Rannveig puts one olive into her mouth. (--We all know how green olives taste for the first time.--)
No means to back out of the situation. I cannot just spit it out. I cannot say: I didn´t know how bad green olives taste. I have to smile. I simply have to get five green olives down.
Rannveig sees that she is in trouble. Luckily, nobody seems to be talking about olives any longer.
The couple talk together at the dinnertable. The children only speak when they are spoken to.
Incarnation framreiðir matinn. Ólífurnar hverfa ofan í Rannveigu ein og ein. Til þess eru vandamál víst að takast á við. Þegar maður er í klípu verður að taka ákvörðun og framfylgja henni.
.. Hvers vegna hvarflar hugurinn alltaf annað kastið til Íslands, í leiðinlega kjallaraholu við Grettisgötu? ....... Ég vissi að ég varð að reyna að komast upp á loft til Kötu, án þess að þau sæju mig. Hvers vegna minna grænar ólífur mig á þetta atvik? Ef til vill sami kjarkurinn, sami vandinn? Ég ein varð að bjarga mér þá eins og nú.
Incarnation serves the food. The 5 olives, one by one, get eaten by Rannveig.
Troubles are there only to be dealt with, I suppose. When we get into trouble, we simply have to make a decision and then carry it out.
…. Why do thoughts about Iceland seem to pop up every now and then? About this ghastly basement on Grettisgata where her mother lives.
… I knew I had to get out and try to go upstairs to Kate. Be careful not to have them see me get away.
Why do these green olives remind me of that old incident?
Perhaps the same courage, a similar kind of a bad situation?
Then I had to rely on myself, just like now.
... Ég heyrði mömmu segja við manninn sem var í heimsókn hjá henni: -Hún bleytir alltaf rúmið, stelpan, ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég heyrði þetta inn til mín. Þau héldu að ég væri sofnuð. -Mígur hún undir? heyrði ég digra, hása rödd hans rymja.Rassskella hana. Eina sem dugar.
Ég man hvað ég varð hrædd. Ég skaust fram, þegar þau sáu ekki til og upp á loft til Kötu. Hún sagði að ég mætti koma hvenær sem ég vildi. Hún sagðist bara hafa ólæstar litlu dyrnar hjá kjallarastiganum, svo ég gæti komið í heimsókn til hennar hvenær sem ég vildi.
Kata var mér alltaf svo góð: -Þú komin svona snemma, vinan, sagði hún, þegar ég kom upp. Kannski hefur hún séð hvað ég var skelkuð. Kannski ekki.
…. I heard my mother tell the man who was on a visit: -The girl always pees in her bed during night. I do not know what I can do.
I heard this into my room. They thought I was asleep.
-Does she wet her bed? his hoarse voice loudly uttered. -Just hit her bottom vigorously. The only that stops that.
I remember how terrified I was.
I sneaked out of bed, careful not to have them see me. I managed to get upstairs to Kate.
Kate always told me that I could come whenever I wanted to. She told me that she would leave the little door to the basement unlocked, so that I could come upstairs to here whenever I wanted. Kate was always so kind to me:
-You here so early in the morning, my little friend, she said when she saw me. Perhaps she noticed how terrified I was. Perhaps not.
-Viltu ekki kúra þig svolítið lengur? spurði hún. -Kisa mín sefur enn í rúminu mínu. Kata breiddi ofan á mig. Ég þorði alls ekki að sofna. Ég var svo hrædd um að eitthvað kæmi fyrir í rúmið hennar Kötu. Þó vissi ég að hún myndi ekki rassskella mig.
Kata var að skúra. -Það á alltaf að skúra þröskulda úr köldu vatni. Þeir verða hvítari úr köldu. Það sagði Kata. -Grænsápa, ekki Kristalsápa, á þröskuldana. Kristalsápa er of dýr á þröskuldana.
Ég man líka þegar Kata sá ermarnar á peysunni minni sem voru allar trosnaðar að framan: -Ég skal gera við þetta snöggvast, vinan, sagði hún. -Þetta er allt í lagi, sagði ég, og bretti allt þetta trosnaða inn undir. -Mamma sagði mér að bretta bara svona innundir, þá sér það enginn.
-I think you should cuddle in bed a bit longer, she said. -My kitty is still in my bed asleep.
Kate allowed me to cuddle up in her bed. Put her eiderdown around me.
I avoided falling asleep. I was afraid that some wetting might occur in Kate’s bed. Yet I knew that she would not punish me. Kate was scrubbing her floor. She said: -Always use cold water when scrubbing the wooden thresholds. Using cold water keeps them white. This is what Kate taught me.
-The cheaper version of soft soap. Not the expensive one on the thresholds.
I also remember when Kate saw how tattered the sleeves of my pullover were at the ends. She said: -I shall fix that, my little friend. -It is all right, I said. -I just fold the tatters up so that it cannot be seen. My mother told me to do just that.
Kata leitaði að garni. Fann mjög svipaðan lit:
-Komdu aðeins úr, vinan mín. Það er ekki hægt að ganga svona til fara. Ég fór úr peysunni. Þá tók ekki betra við: bolurinn.
Það var góður matur hjá Chateauxhjónunum, en ólífur eru vondar. Það er svo margt gott og svo margt vont í þessari veröld. Auðvitað veit maður það ekki nema hafa prófað hvort tveggja. Stundum er veröldin svo grimm.
.. Lítil kisa gaut einu sinni í kjallaranum. Villiköttur. Lítil bröndótt læða.
Kate looked for some yarn, found a very similar color. -Take it off for a moment, my little friend. You cannot wear such a tattered garment. I took off the pullover. But then something even worse was to be seen: the undergarment.
In the house of the Chateaux-family there was always good food. -- Well, olives taste really bad. There are so many good things and also so many bad things in the world. Of course we do not know unless we try both. Sometimes there is cruelty. .
A small stray-cat once bore her kittens in the basement. A small brindled tabby.
.... Hún komst inn á milli steina og gerði sér bæli í kjallaranum, í gömlu kolakompunni.
Þegar litlu krílin, kettlingarnir, fóru að brölta, skutust þeir út í garð. Endalaust fjörið og orkan í mjúkum, sterkum kroppunum. Hver vöðvi eins og stálfjöður. Ógurleg krútt. Þeir stukku um allt. Lífið, æskufjörið, frelsið. Kata gaf þeim fisk.
Læðan var farin að treysta mér og þora að kom út þegar ég kom með mjólk á undirskál. Varkár í fyrstu, tortryggin. Hún þekkti heiminn af öllu öðru en kærleika. En þorstinn varð yfirsterkari. Hún þurfti að mjólka svo mörgum kettlingum. En aldrei gat ég klappað henni.
She somehow got inside into the former coal-room now not in use.
When the little kittens could run about, they sneaked out into the garden. Endless joy and fun and energy in these little but energetic creatures. Every muscle strong yet flexible. Really cute little things. They jumped about.
This was life, the vigour of the young, and the freedom they had. Kate gave them some fish.
The little mother started trusting me, and she came out when I brought some milk on a saucer for her. To begin with very careful and showing distrust. She obviously knew that this world is not all charity.
But the thirst was great, as she had to produce milk for all her kittens. She never allowed me to touch her.
Nágrannarnir hringdu á meindýraeyði. Hann kom. Hann skaut hana á færi.
Kettlingarnir komu svo í bælið sitt. Kannski ætluðu þeir að fá að sjúga hjá mömmu sinni. Kannski ætluðu þeir bara að kúra hjá henni, hvíla sig eftir leiki dagsins. Mamman var ekki þar. Aðeins karlinn, meindýraeyðirinn. Hann sat fyrir þeim.
Hann stútaði þeim öllum. Eftir var tóm. Dauði. Sumir þekkja heiminn af öðru en kærleika.
Ungir málarar koma oft til François Chateaux á kvöldin. Heima er François í dökkbláum stuttum heimaslopp - jakka -
The neighbours called the exterminator. He came, shot her. The kittens came into their coal-room. Perhaps they were going to get some milk from their mother. Perhaps just going to take a little rest by her side, tired after the day of joy and play. There was no mother. Only the man. He awaited them there. He killed them all of them. Leaving only emptiness and death behind. Some know the world by other things than charity and love.
Young artists, painters, often visit François Chateaux in the evening. When at home, François wears a short dark-blue jacket. A housecoat.
úr kínversku silki með ásaumuðum dreka. Rannveigu þykir hann fallegur.
Sumir þessara stráka sem koma, eru að læra að mála. Sumir eru búnir að læra og eru bara að mála og reyna að selja myndirnar sínar. En þar sem það gengur ekki alltaf allt of vel, vinna þeir stundum hjá François í listaverkasölunni.
Þessir piltar eru hluti af heimilinu, heimagangar hjá François Chateaux. En þó koma þeir aðeins inn í stofu -- aldrei upp á loft, aldrei fram í eldhús.
Louis kemur oftast og vinnur oftast í listaverkasölunni hjá François. Vonandi ekki vegna þess að hann eigi erfiðast með að selja myndirnar sínar.
Louis kemur oftar nú en fyrr, hugsar Jean Pierre. Louis kemur jafnvel þótt hann viti að pabbi sé ekki heima.
This jacket is made of Chinese silk and has a dragon sewn on it.
Some of these boys who visit the house are art students, others already are learned artists, trying to sell their paintings. But as that is not always a success, they sometimes work for François in the artshop. These boys can feel very much at home here. Yet they only enter the livingroom - never going upstairs, never into the kitchen.
Louis is the one who is here a lot. He works in the shop more often than the others. Hopefully not because he is the one who cannot sell his paintings.
Jean Pierre has noticed that Louis is on a visit many times now, more often than he used to, and he even comes when he knows that his father is not at home.
Louis spyr alltaf hvort Annette sé uppi.
Hann kallar hana Isabelle. það á að þýða: sú fagra frá Íslandi. Hann biður mig alltaf að fara upp að sækja hana.
Jean Pierre skilur Annette aldrei eftir eina í stofunni með Louis. Hann bara situr þar líka, ef enginn annar er.
Oft eru þeir margir. Margir ungir piltar sem tala mikið en eru samt svo háttvísir.
Rannveig kemur oft niður á kvöldin þegar þeir sitja í stofunni og ræða við François. Þeir standa alltaf upp þegar hún kemur inn. Hún býður gott kvöld, og þeir svara:
Louis always asks if Annette is at home, if she is upstairs. He calls her Isabelle, supposed to mean: the beautiful one from Iceland. -And he asks me, Jean Pierre notices, -to go upstairs and get her.
Jean Pierre never leaves Annette alone in the living-room along with Louis. He simply sits here too, if nobody else is there. Often they are there many of them on a visit. Young boys who talk a lot but yet are very polite and well-behaved.
Rannveig often comes downstairs into the living room when they are there talking to François. When Rannveig enters the room, the stand up from their seats. She says bonsoir, and they answer back:
-Bonsoir, Mademoiselle; -Bonsoir, Annette, Louis segir -Bonsoir Isabelle, og svo halda þeir áfram að tala.
.. Ég lít alltaf í spegil og laga þunnan kjólinn áður en ég fer niður. Ég get farið niður í stofu þegar ég vil, farið upp í herbergið mitt þegar ég vil. Það er skrítið að mér finnst óþægilegt að ég veit að þeir horfa á mig. Þeir reyna mikið að láta ekki sjá að þeir séu að horfa.
Grannir, brúnir fætur í sandölum, kjóll sem fellur létt að grönnum líkama er ekkert óvenjulegt hér. Þúsundir stúlkna eru alveg eins. Kannski horfa þessir strákar á þúsundir stúlkna.
-Bonsoir, Mademoiselle, bonsoir, Annette. Louis says: -Bonsoir, Isabelle, and then they go on with their discussion.
… I always look into the mirror before going downstairs, to see if my summer-dress is all right. I can go downstairs when I want to, and go upstairs to my room when I want to.
Funny, actually, but I am not at ease when they watch me. They try not to let me be aware of the fact that they are looking at me. My thin legs are getting some suntan, I wear sandals, my dress is of delicate material, and it is neither lose nor tight.
That is nothing special here. There are thousands of girls like this. Most likely these boys look at thousands of girls anyway.
Til hvers lít ég í spegil og laga kjólinn og hárið? Til að tæla stráka? Ég er hrædd við stráka.
Kannski punta konur sig til að ergja aðrar konur, storka, sýnast fallegri en hinar?
Þetta er ef til vill bara eitthvað frumstætt í manninum að skreyta sig og flúra? Eða bara að það eykur sjálfstraustið að vera vel til hafður.
Ég er kannski að vega upp niðurlæginguna vegna þess hvernig mamma gengur til fara; sýna að ég sé ekki lík henni? Sem betur fer fá þessir strákar aldrei að sjá þessa móður mína.
Hvers vegna fer ég niður?
Why do I look into the mirror before going downstairs, seeing to that the dress is neat? And why do I have my hair neat too? Am I concerned, and want them to see me as sexy? Or am I afraid of boys?
Perhaps women show off to try to be more beautiful than other women. A kind of a challenge? Or perhaps just something that comes naturally to humans to decorate oneself.
Perhaps just for the self-esteem to look ones best.
Could I be covering up for the humiliation
I felt as my mother was always so badly dressed; confirming now that I am not in any way like her.
Luckily, these boys will never ever get to see my mother.
Why, in the first place, do I want to go downstairs?
Ég get ekki hlammað mér
í autt sæti hvar sem er á milli þeirra. Raunar get ég aðeins sest hjá Jean Pierre, eða á púffið við flygilinn. Jean Pierre er 12 ára drengur sem ég er að passa, samt er eins og hann sé að passa mig. - Athygli hans er ekki við samræðurnar: listaverk og vangaveltur tengdar þeim. Ég veit það. Bara finn það. Samt kemur hann alltaf niður í stofu þegar hann heyrir mig fara þangað.
-Hvernig væri málverkið ef enginn skuggi væri til? segir Alain. -Við dýrkum ljósið, birtuna, en það er aðeins fallegt í samanburði við skuggann. Þeir þurfa alltaf að sýnast svo gáfaðir, svo Patric bætir við: .
I do not just sit down wherever among them when I enter the room.
I can only sit down by the side of Jean Pierre. Or on the bench by the grand piano. Jean Pierre is a 12 year old boy whom I am supposed to be taking care of, yet it is as if he is taking care of me. Jean Pierre is actually not interested in the discussion going on. That is all about art-pieces and the like talk.
I know it is none of his interest. I can feel it. Yet he always comes into the living room when I go there.
-What would a painting look like if there were no shadows? Alain says.
-We admire light, brightness, but that is only beautiful against the shadows. These boys always try to sound very intelligent. So Patric adds:
-Og birtan, hvað hún breytir svo litunum í verkinu.
Hann talar um birtu á vinnustofunni, atelier á einhverjum hanabjálka í gömlu húsi, sólarljósið, og lit sem hann notaði.
Rannveig missir út úr sér: -Svo þegar við slökkvum ljósið er málverkið ekki til.
Hún meira heyrir sjálfa sig segja þetta, en hvað hún ákveður að segja það. Strax sér hún eftir því.
Piltarnir hlæja, François líka. Kannski hlæja þeir bara af því að það var hún sem sagði það, - kannski af eintómri kurteisi. Þeir eru svo háttvísir. Hún roðnar. Það sér það enginn nema Jean Pierre.
-And the illumination then, how that so changes the colors of the art-piece. He then talks about the light in the workshop, atelier, on the top floor in some old house, the sunlight, and a color he was using. Rannveig all of a sudden says,: -And so, if we turn off the light, there is no painting to be seen.
She rather hears herself say this, not that she actually decided to say it. Immediately she regrets having said it.
The boys laugh. François laughs too. Perhaps they were just being polite, just because she said it. They are so well behaved. She blushes. Only Jean Pierre can see that.
Í garðinum er lítið lystihús. Þar verða hin sérstæðu borðvín François til. Madame Jaqueline Chateaux segir að maðurinn hennar búi til besta vínið í Frakklandi.
Þegar hún kemur heim eftir erfiðan vinnudag á spítalanum, færir François henni vín út í garð, á meðan Incarnation eldar matinn.
Madame Jacqueline er falleg þegar hún drekkur rósavín úr fíngerðu glasi sem maðurinn hennar færir henni. Hún er þreytt þegar hún kemur heim. Hún sest í stól í skugga. François kyssir hana á ennið.
In the garden there is a small hut. A bower. In here François makes his special fancy wine. Madame Jaqueline Chateaux claims François to brew the best wine in France.
When she returns home after a busy day at the hospital then François serves her a glass of wine out in the garden. Incarnation makes dinner while they sit there together.
Madame Jacqueline is so graceful when sipping her rose-wine from a delicate glass, brought to her by her husband. When she comes home from work she is tired. Her chair is in the shadow.
François gives her a gentle kiss on the forehead.
Hann krýpur stundum fyrir framan stólinn, tekur báðum höndum um vanga hennar og horfir í augun á henni. Hún brosir. Þá lítur hún ekki út eins og læknir á stóru sjúkrahúsi. Stutt dökkt hár hennar aflagast þegar fingur François virða hlutverk free-style kvoðunnar að vettugi og gramsa í því.
Núna stendur hann við stólinn sem hún situr í úti í þessum fallega garði, leggur höfuð hennar upp að sér, strýkur yfir hár hennar; hún hættir að vera Madame Chateaux læknir, verður Jaqueline hans.
Rannveig sér að þessi kaldi, rólegi virðuleiki sem umlykur hana, fas nútímakonu á framabraut, er aðeins hula, klæði. Undir er kona, svo blíð og innileg. Kona sem François elskar.
Sometime he might kneel in front of her where she sits, holding her head between his palms, looking her into the eyes. Then she smiles. Then she does not remind of a busy doctor in a big hospital. Her short-cut hair becomes a mess when his fingers do not care if the hair-do becomes a mess and do what they please.
Now he stands by her chair in the beautiful garden of theirs, holds her head against his body, and caresses her head; She is now not any Madame doctor Chateaux but becomes simply his Jaqueline.
Rannveig realizes that this cool and serene dignity that surrounds her, the way of behaving of a nowadays lady with a career, is just a cover. Something worn like a coat. Under the surface there is a woman, tender and warm. A woman that François loves.
Það, að hún er frjáls þegar hún vill vera læknir með gott kaup, frjáls þegar hún tekur um hendur François og kyssir þær, frjáls þegar hún borgar Incarnation kaup fyrir að vinna þau verk sem konur hafa unnið frá örófi, gerir hana að nútímakonu. Hún er frjáls þegar hún segir við Rannveigu:
-Annette mín, mikið er gott að vita af Brigitte hjá þér, og svipur hennar ber ekki með sér þótta heldur þokka. -Brigitte þarf að tala svo mikið. Jacqueline brosir ekki. Bara segir þetta sí sona.
.... Hvað er eiginlega að vera móðir, hugsar Rannveig? Það er ekki sama og bara kona sem á börn?
The fact that she is free to be a well-paid doctor when she so wishes, free when she holds the hands of her husband François and gives them a gentle kiss, free and independent when she pays Incarnation her fee for the work that women have, from time immemorial, been doing. This fact of being free makes her so beautiful. All this makes her a modern time lady. She is free when she tells Annette: -My dear Annette, I am so pleased to have Brigitte in your caring hands. Her face does not express any haughtiness, only grace. And she adds: -Brigitte has to talk such a lot all the time. Jacqueline does not smile, she only says it so sincerely, without any affectation.
What is it, actually, to be a mother? Rannveig asks herself. It is not the same as just a woman who has kids.
Í lystiskálanum eru kútar og dótarí.
Brigitte litlu þykir svo gaman að hræra.
François hrærir allt með berum höndunum, og Brigitte er alltaf að bjóðast til að hjálpa pabba. Hún hefur bara svo stutta handleggi. Það er þess vegna sem Rannveig byrjaði að hræra:
-Annette, segir Brigitte litla. -Ég næ ekki oní botn! Annette, viltu gera svo vel að hjálpa mér.
François segir Rannveigu að kreista og merja með höndunum alla ávexti, ef hún nenni þessu. Þetta sé hans hobbí, og það sé sko alls ekki ætlast til að hún sé að vasast í þessu.
Rósablöðin fljóta sum upp. Öll sem misst hafa lit á að fjarlægja. Þau eru hætt að gefa.
-Annars, segir François, -er ekkert sem býr til vín nema tíminn. Þetta, hitt og ýmislegt og svo tíminn.
In the little bower in the garden there are containers and equipment. Brigitte is very fond of stirring. François always uses his bare hands when stirring the brew. Brigitte is all the time offering to help her father to crush and stir. The trouble is that her arms are so short. That is the reason for Rannveig starting to stir:
-Annette, Brigitte says, -I cannot reach to the bottom. Annette can you please help me.
François teaches Rannveig to squeeze and crush and squash the fruit - that is if she takes any interest in doing this. His own hobby, he says, and no way her job, as it is rather messy.
Rose petals float up to the surface. The faded ones, now colourless, shall be removed. They do not yield. -Only time makes wine, François says. -It is this and that and some little things, and then time.
Kannski er lífið eins og vín. Það er lagt í. Tíminn er það afl sem allt gerjast í. Rósablöð eru lögð í, fögur í öllum regnbogans litum. Þau gefa lit, þau tapa lit; þau eru fjarlægð. Gerið og sykurinn breyta rósrauðum vökva í vín. Svo leggur tíminn hulu gleymskunnar yfir allt. -Hitt og þetta og ýmislegt - og svo tíminn, eins og François segir.
Hugmyndir manns um atburði sem gerðust eru kannski bara ímyndunaraflið að verki. Atburðir eru jafn raunverulegir eftir að tíminn hefur handfjallað þá, og rósablöðin, sem gáfu víninu lit sinn. Raunveruleikinn er ekki til. Hann er hugsun, minning, eins og litur á víni; rósrautt vín á lifrauðum vörum eitt andartak.
Perhaps life is like wine. We start by doing some things, intended brewing, and then time is the real making or brewing of it all.
We put in rose petals of all the colors of the rainbow, they give the color, they fade, and are then removed. The yeast and the sugar turn the rose-colored water into wine. Then time covers the whole thing with no memory. As François says: -This and that and some little things - and then time. Our thoughts and ideas about whatever happened in the past, are perhaps just the power of imagination. Like the rose petals that gave color to the wine, so are incidents form the past just as real, or not real, when time has brewed them. Something real does not exist. It is only our thoughts about it, some memory, like the color of the wine. We might have pale-red wine on pale-red lips for a brief moment. That is all.
-Það er bannað að brugga heima á Íslandi.
-Ha? segir François.
-Já. Bannað.
-Bannað að gera vín?
-Já. Eða að minnsta kosti bannað að selja svoleiðis vín.
.. Ég veit að þetta er allt annað en ég hef skilið með víni hingað til. Vínlykt af fólki, mömmu og vinum hennar, var hluti af æsku minni; reiðir menn, fullir menn, ofstopafullir menn. Barsmíð, hávaði.
Ég get ekki skýrt þetta út fyrir François. Hann myndi ekki skilja þetta . Ég vil heldur ekki muna það.
Rannveig says: -In Iceland brewing is illegal.
-What? asks François.
-Not allowed.
-You are not allowed to make your own wine?
-Or at least selling such wine is not allowed.
…. I know that this is not what I have thought of as wine or liquor. People stinking from drinking. My mother and her friends stinking. This was my childhood.
Angry men, intoxicated men, aggressive and violent men. Fighting, noise.
I would not be able to explain to François. He most likely would not understand. Besides that I do not want to remember.
-Annette mín. Ekki naga svona neglurnar. Þú hefur allt of fallegar hendur til þess að vera með svona nagaðar neglur. François er svo blíður í málrómnum þegar hann segir þetta. Rannveig horfir á neglurnar á sér.
... Ég sé fyrir mér neglurnar á mömmu, sé fyrir mér hendurnar á mömmu, blóðrautt naglalakkið farið að flagna af sums staðar. Ég sé fyrir mér höndina á henni grípa um stútinn á brennivínsflösku. Sumar neglurnar langar, sumar brotnar og lakkið byrjað að flagna.
Ég sé líka fyrir mér hendur Jaqueline Chateaux. Hennar neglur eru ekki lakkaðar, ekki langar, ekki stuttar, bara fallegar. Læknishendur með fíngert glas og rósavín.
-My beloved little Annette! Stop biting your fingernails, François says. -Your hands are far too beautiful to have these bitten nails. François is so tender, his voice so sweet, when he says this. Rannveig gazes at her fingernails.
…. I remember my mother’s hand, her nails. Dark-red nail polish partly chipped off here and there.
I remember her hand grasping the neck of a bottle of Black Death spirit. Some of her nails long, some broken, and the old nail-polish chipped off.
In her mind, Rannveig compares this to the hands of Jaqueline Chateaux: Her nails have no nail-varnish, they are not long, not short, just perfect and beautiful. The hands of a doctor holding a delicate glass of rose-wine.
François hlær: -Það virkar svo taugaveiklað að vera með svona nagaðar neglur. Bros hans, föðurleg umhyggja í svipnum; bara hvernig hann segir þetta.
.. Þetta er satt. Ég sé að þetta er satt. Ég á ekki að naga neglur. Og hvernig François getur sagt þetta svona við mig án þess að mér sárni. Það er kannski svona að eiga pabba? Ég sé að þetta er rétt. Hann getur sagt mér til syndanna með þeim tóni í röddinni, að ég bara sé að þetta er rétt.
François leggur höndina á öxlina á Rannveigu: -Þú bara þegir? Fyrirgefðu, vinan. Ég bara sagði svona. Svo hristir hann öxlina hennar örlítið. Kímnin dansar í augnaráði hans.
Now François laughs: -It is a sign of nervousness, Annette, to bite one´s nails. His smile, his expression of fatherly concern, and just the way in which he says it.
….. He is right. I can see how right he is. I shouldn´t be biting my nails like this. And how François can tell me this in a way that I do not become hurt. Perhaps this is what it is having a father? I can see how right he is, and he can tell me in a way that I simply see how correct he is.
François puts his hand on Rannveig’s shoulder: -Annette, I am sorry. You do not utter a word? I just wanted to tell you. Then he gives her shoulder a gentle shake-up, and his eyes twinkle with his delightful sense of humour.
-Já, segir Rannveig vandræðalega. -Það er eitthvað taugó að naga svona. Hún fitjar upp á nefið, og François stenst ekki hallærislegan svip hennar og hlær. Hann er ekki strangur, bara einlægur; hefur einhvern myndugleik. Kannski er það svona að eiga pabba?
Rannveig hætti að naga. Í hvert skipti sem hún ætlar að fara að setja puttann upp í sig segir François: -A -A. Eða Jean Pierre: -A -A. Og þetta var hægt.
Einn daginn kemur Jean Pierre litli með apríkósubleikt naglalakk og færir Rannveigu: -Pour toi, Annette. (-Handa þér.)
-You are right, Rannveig says. -It looks like nervousness when someone bites the nails like this. She makes little wrinkles on her nose, and François cannot stand her facial expression of seeing her own stupidity. He cannot help laughing. He is not harsh. He is just sincere. And he is so worthy. Perhaps this is like owning a father. Rannveig decided to stop biting her nails. Each time she forgot, and almost put her finger into her mouth, François says: -A A or Jean Pierre says: -A A.
This worked. One day little Jean Pierre brings home apricot-pink nail polish and gives it to Rannveig. -Pour toi, Annette (--for you--).
,,Vin d'Annette". Það er lagt í alveg spes vín tileinkað Annette: epli, appelsínur og dökkar vínþrúgur. Fyrst þurfa ávextirnir að liggja í vatni sem eitthvert duft er látið í. Annette hrærir á hverjum degi; hrærir og kreistir með berum höndum. Þetta er gaman. Ógurlegt mull: handleggirnir á kafi langt upp fyrir olnboga. François síar og lætur í þetta eitthvert fleira nauðsynlegt. Vínið gerjast. -Tíminn, segir hann og brosir. -Vin d'Annette látum við svo á flöskur - og korktappa í. Veistu hvað svo, fallega mademoiselle?: Tíminn. Við munum skála í vin d'Annette eftir ár eða svo. Þá verður þú víðs fjarri. Heima á Íslandinu kalda þar sem bannað er að selja vínin sín. Þá skálum við fyrir Annette. ************
"Vin d'Annette".
Some very special brew is dedicated to Annette: apples, oranges, dark winegrapes. The fruit is soaked in water, along with some special powder. Annette stirs daily: stirs and squeezes every day with her bare hands. This is fun. And it is terribly messy: the arms plunged into the brew up above elbows. François filters out the fruit from the liquid, puts in that something necessary. The wine ripens. -Time, he says, smilingly. -Then we bottle the Vin d´Annette – and close with a cork. And then, my beautiful mademoiselle, then what? Time. We will toast in vin d´Annette in a year or so. Then you will be far away, in your home on the cold Iceland – where it is not allowed to sell our wine. We will toast for Annette.
Hve mánuðir geta liðið hratt. Rannveig trúir þessu ekki. Heilt ár virtist svo langur tími þegar hún kom. Nú er eitt ár bara ósköp stuttur tími. Ár sem er framundan er allt annað en ár sem er að baki.
.. Ég vil ekki til þess hugsa að þetta ár hljóti að líða eins öll önnur; þá fari ég heim. - Heim? - Hvar á ég heima?
Hvað er það sem ég kalla að fara heim?
Jafnvel ferðalagið sem þau fóru í Chateauxhjónin með börnin sín og Rannveigu, virtist vera svo allt of stutt. Þó voru þau í þrjár vikur á yndislegum stað við sjóinn.
Unbelievable how time flies. When Rannveig arrived here, a whole year seemed to be such a long time. But now a year seems to be just a very short time. A year ahead is not the same as a year that has passed.
… I do not want to think about the fact that this year will go by like all other years; that then I will go back home. Home? Where is my home? What do I mean by “returning home, go back home”?
Even the holiday on which the Chateaux couple went along with their children and Rannveig, seemed to be far too short.
Yet it was for three weeks that they enjoyed a lovely place by the sea.
Jean Pierre átti frí í skólanum; strákarnir, málararnir, sáu um listaverkasöluna. Incarnation fékk frí.
Madame Jaqueline Chateaux naut þess að hvílast, François grillaði svo ofsalega góðan mat. Hann setti á sig rosastóru svuntuna og sagði: -Ah, la cuisine française!, og þessu fylgdi glæsileg handsveifla, svona einsog Fransmanni einum er lagið. Maður skildi sko að þetta táknaði eitthvað ofsalega gott á bragðið.
-Annette mín, kauptu nú á markaðnum efni í alveg spes salad d'Annette. Hér eru peningar. Brigitte sagði um leið: -Ég líka. Ég hjálpa. Og Jean Pierre fór líka á markaðinn í þessu litla, snotra þorpi.
-Já, sagði Jean Pierre, -efni í salad.
Jean Pierre had a break from school; the boys, the painters, ran the art-shop. Incarnation got her summer-leave.
Madame Jaqueline Chateaus enjoyed a good rest from work, François made delicious meals on the BBQ. He put on the big big apron and said: Ah! la cuisine française – accompanied by a graceful gesture, the kind that only a Frenchman could make. Everyone understood the meaning: Upcoming something that really tastes deliciously.
-My lovey Annette, please go to the market and buy something very very special to make a salad d´Annette. Here you have the money. Brigitte at once said: -I go too. I shall help. And Jean Pierre also went with them to the marked in this little, beautiful village. -Yes, Jean Pierre said, -something to make the salad.
Þegar þau komu á markaðinn lagði Jean Pierre handlegginn yfir herðarnar á Rannveigu. Það var í fyrsta skipti sem hann gerði það. Hann var viss um að þarna þekkti þau enginn. Jean Pierre, sem er minni en Rannveig, reyndi að líta kæruleysislega út, og talaði um efni í salad.
Tíminn. Tíminn sem geymir vínið í lystihúsinu, tíminn, sem flýgur allt of hratt þegar hann er góður, silast allt of hægt þegar hann er slæmur. Stendur kyrr þegar angistin læsir klónum um allan kroppinn.
.. Þetta aldanna skaut má gleypa öll mín æskuár með húð og hári, en þetta ár má bara ekki vera svona stutt.
When they arrived at the market, Jean Pierre put his arm over Rannveig’s shoulders. This was the first time he did anything like that. He was sure that nobody would know them here. Jean Pierre, who actually is not as tall as Rannveig, tried to look casual, and spoke about “something to make the salad”.
Time. That time which keeps the wine in the little hut in the garden, time that flies too fast when times are good, but drags along when there are bad times. That time which stands still when anguish gets a grip of the whole body with its claws.
I wish that time could swallow all my childhood years completely but this year just should not pass by so quickly.
Louis kemur eitt kvöldið. Hann veit að François er ekki heima. Hann veit að François er á antikmessu að kaupa inn listmuni. Hann veit að Mme Chateaux er ekki heldur heima, því hún fór með François, og þau verða þrjá til fjóra daga að heiman. Louis biður Jean Pierre að sækja Rannveigu upp á loft. Louis stendur í forstofunni:
-Isabelle. Viltu koma út að ganga? Það er að rökkva. Þeir kalla það bláa tímann. -Nóttin verður hlý, Isabelle, stjörnurnar verða skærar í kvöld.
Rannveig lítur vandræðalega á Louis.
-Já, gerum það, segir Jean Pierre. -Nóttin verður hlý.
One evening Louis comes on a visit. He knows that François is not at home. He knows only too well that François is on an antique-mass, antique-market, to buy some art pieces. He knows that Mme Chateaux is not at home either, as she went with her husband. They will be away for some three or four days.
Louis asks Jean Pierre to go upstairs and ask Rannveig to come downstairs. Louis waits in the corridor: -Isabelle, would you like to go for a walk? It is getting dark. They call it the blue time. The night will be warm, Isabelle, and the stars will shine brightly to night.
Rannveig just stands there looking at Louis, rather abashed. Then Jean Pierre says: -Yes. Let´s do that. The night will be warm.
Það var líklega ekki þetta sem Louis ætlaði sér. Rannveig veit það raunar mæta vel. Hún er fegin að Jean Pierre ætlar með. Nóttin er hlý, og Ísland er óralangt í burtu. Louis leggur handlegginn yfir herðarnar á Rannveigu. Hún er ekki hrædd; kannski vegna þess að Jean Pierre er með, kannski vegna þess að nóttin er hlý.
-Viltu sitja fyrir hjá mér, Isabelle? spyr Louis.
-Hvernig þá? -Leyfa mér að mála af þér mynd. -Mála af mér mynd? -Já mála þig. -Já já, kannski, svarar Rannveig.
Þau rölta áfram þögul, öll þrjú. Nóttin er hlý, stjörnurnar skærar.
Actually, this was not the plan as Louis intended it. Rannveig senses this. She is relieved when she hears that Jean Pierre is coming too. The night is warm, and Iceland is far away.
Louis puts his arm around Rannveig´s shoulders. She is not afraid; perhaps because Jean Pierre is there too, perhaps because the nigh is warm.
-Isabelle, would you like to be a model for me, Louis asks.
-What do you mean, she asks.
-Allow me to do a painting.
-A painting of me?
-Yes, a painting of you.
-Well, yes, perhaps, Rannveig replies.
They walk along, all three of them. The night is warm. The stars shine bright.
Louis kveður á tröppunum. Jean Pierre opnar fyrir Rannveigu.
Incarnation tekur á móti þeim í forstofunni með ógurlegri romsu um að hún hafi þurft að setja Brigitte í rúmið og svæfa hana, þau bara hlaupi svona út,enginn heima hjá barninu nema hún. Jean Pierre biður Incarnation að afsaka. Hann skuli sjá til að hún fái kaup fyrir aukavinnu, fái borgað fyrir að vinna verk sem hún átti ekki að þurfa vinna. Hann þakkar henni fyrir, og biður hana aftur um að afsaka.
Þegar Rannveig er háttuð er bankað létt á herbergisdyrnar hennar. -Hver er? -Ég, Jean Pierre. Má ég koma inn?
Louis says good night at the door. Jean Pierre opens the door for Rannveig. Incarnation stands there in the corridor, talking a lot, not so happy at all, as she had to put Brigitte to bed, see to that she fell asleep. They just went out – nobody at home to take care of the child apart from herself.
Jean Pierre asks pardon from Incarnation. He promises that she will be paid for working overtime, and paid for doing what she should not have needed to do. He thanks her again, and again asks her to pardon the trouble their thoughtlessness caused.
When Rannveig has gone to bed there is a gentle knocking at her door. -Who is there? she asks. -It is I, Jean Pierre. Can I come in?
-Já, gerðu svo vel. Hann opnar hægt.
-Geturðu ekki sofnað? spyr Rannveig.
-Nei, svarar hann.
-Á ég að sitja hjá þér?
-Ég fæ að setjast hér á rúmið hjá þér ef ég má, svarar drengurinn. -Liggðu bara kyrr, Annette. Drengurinn sest á rúmið.
Þau eru þögul.
Fyrst eftir að Rannveig kom, fannst þeim endilega að þau þyrftu alltaf að vera tala, alltaf að vera að segja eitthvað. Nú geta þau þagað saman.
Við kunningja þarf að halda uppi samræðum um eitthvað, en vinir geta þagað saman, - verið saman án þess að tala og tala.
-Yes, you can. Slowly he opens the door.
-You could not fall asleep? Rannveig asks. -No, he replies.
-Do you want me to sit with you while you fall asleep.
-If I may, the boy asks, -can I sit here on your bed? You need not get up, Annette. And he sits down on her bed.
They do not say a word.
To begin with, i.e. when Rannveig arrived, they somehow always need to talk about something, always saying something. But now they can be silent together.
When you do not know somebody intimately, we seem to need an ongoing conversation about just something. But friends can be quiet together, you see, be together without some constant talking.
.. Kannski er drengurinn myrkfælinn. Ég veit hvað það er að liggja ein í rúminu á nóttunni og geta ekki sofið. Ég vissi það þegar ég var 12 ára.
-Æ, mér er kalt, segir Jean Pierre. -Má ég leggjast hér?
-Já, gerðu svo vel, vinur. Augun í Jean Pierre eru svo einlæg, svo sakleysisleg, en samt svo fullorðinsleg. Það er þögn.
Andvari kemur inn um svaladyrnar frá nóttinni úti. Nóttin kemur inn. Það fer að hausta. Kannski rignir. Kyrrðin er svo viðkvæm. Suðið í flugunum er róandi. Andvari leikur um tjöldin þunnu sem hanga fyrir langa glugganum. Hann er opinn.
Oft hefur Rannveig hlustað á þögnina. Oft hefur hún legið í hnipri á
… Perhaps the boy is afraid of the dark.
I know how it feels to lie in bed alone during night not being able to sleep. I knew all about that when I was 12.
-I am a bit cold, Jean Pierre says. -Can I lie down here?
-Yes, little friend. Do as you please. His eyes are so sincere, yet as if grownup.
There is silence.
A gentle breeze can be felt coming inside from the balcony as if the night outside enters the room. Autumn is in the air. It might start raining. The tranquillity is tender. Soothing to listen to the humming of the flies outside. The gentle breeze moves the thin curtains. The tall window stands open.
Rannveig has so many times listened to the silence of night, in bed, cuddled up on
dívangarmi í kjallara, og óttast eitthvað sem lá í loftinu. Hér er ekkert að óttast. Hér er ekkert að óttast. Það verður ekki gaman að fara héðan og heilsa gráum veruleika á ný. Góðan dag, grái himinn. Bonjour tristesse.
Rannveigu sýnist drengurinn vera sofnaður. Hann liggur á hliðinni og snýr að henni. Handleggir hans falla máttlausir upp að henni. Hún breiðir lakið ofan á hann. Handleggir drengsins hafa fallið upp að brjóstum hennar. Þétt upp að brjóstum hennar.
.. Ég var líklega 6 ára þegar litli bróðir minn dó. Ég breiddi oft svona ofan á hann.
that old, tattered bed of hers in the basement where she lived. Something scary in the air.
But here there is nothing to be afraid of. Here there is nothing to be afraid of.
It is nothing to look forward to be leaving. Only the grey reality awaits her. Only: good morning, grey sky, good morning boredom. Bonjour tristesse.
Rannveig thinks that the boy has fallen asleep. He lies on one side facing her. His arms motionless have fallen close to her body.
She covers his back with the sheet. His arms have fallen towards her breasts. Tight towards her breasts.
… I was 6 years old when my little brother died. I used to cover him like this.
Vöggudauði? Þau sögðu að þetta hefði verið vöggudauði.
Stundum svaf mamma svo fast að hún vaknaði ekki þegar hann grét. Ég man ég tók hann þá stundum uppí til mín. Hann leitaði með munninum að brjósti. Ég hafði ekki svona brjóst eins og mamma. Ég hafði ekki svona mjólk eins og mamma. Hann var aldrei skírður, hafði aldrei neitt nafn. Ég vissi að ég varð að passa þennan litla bróður meðan mamma svaf. Einu sinni heyrði ég að hann fór að gráta inni í vöggunni sinni. Það var um nótt. Ég man að ég var svo syfjuð að augun voru sem límd aftur. Ég heyrði í einhverjum inni hjá mömmu. Samt grét hann og grét. Var mamma ekki vöknuð? Hvers vegna hélt hann áfram að gráta?
Þá heyrði ég karlmannsrödd bölva. Hann sagði eitthvað ljótt um öskrin í orminum. Ég þorði ekki inn.
He died in his cradle. Or was it an accidental death at all??
Sometimes my mother was so fast asleep that she didn´t wake up when he cried. I remember that sometimes I took him into my own bed. He searched for milk with his lips. I did not have breasts like mom, neither did I have any milk for him as did mom.
He was not baptized, He didn´t have any name. I just knew that I had to take care of that little brother of mine while our mother slept.
Once I heard him cry in his cradle in the middle of the night. I remember how sleepy I was. My eyes were as if glued closed.
I heard that somebody was in my mother´s bedroom. Yet he cried on. Obviously, mom did not wake up. He kept on crying. Why?
Then I heard the voice of some man angrily cursing. I dared not go in there.
Mamma vildi ekki að ég kæmi inn þegar einhver var í heimsókn, eins og hún orðaði það.
Barnið í vöggunni grét hærra og sárar. Svo heyrði ég bælt hljóð frá honum, skrýtið hljóð. Loks þögn.
Ég læddist fram og gægðist inn. Maðurinn stóð yfir vöggu litla bróður míns, þessi stóri, ljóti maður, ber, með blóðhlaupin tryllingsleg augu.
Hann hélt kodda yfir barninu. Kodda.
Hryllingur heltekur mig, þegar ég hugsa til þess. Kodda?
Bræðin skein úr æðislegum svip hans er hann kom auga á mig í gættinni: -Snautaðu út, stelpudjöfull, öskraði hann.
Ég þorði ekki annað en fara. Barnið var hætt að gráta. Lítill bróðir grét aldrei framar.
My mother did not want me to come into her bedroom when somebody was there on a visit, as she put it. The baby in the cradle cried ever louder and more desperately.
Then I overheard a suffocated sound coming from him. Some queer sound. At last then there was silence.
I sneaked towards the room and peeped inside: That man was standing over the cradle where my little brother was. That big man looked ugly. He was naked, his eyes blood-shot and violently furious. He held a pillow over the baby. A pillow.
When I think back to this incident, my whole body quivers. It was a pillow. He spotted me at the door.
The expression on his face was filled with anger: -Get out, you bloody stupid girl, he shouted.
I was too scared as not to obey him. The baby did not cry. My little brother never cried after that.
Ég átti ekki neinn litla bróður eftir þetta.
Bara að ég hefði vaknað fyrr og stolist inn í svefnherbergið og tekið hann. Ég fékk martröð í margar nætur eftir
jarðarförina. Hann var lagður í kistu hjá einhverri konu sem var nýdáin. Bara að ég hefði ......
Ósjálfrátt tekur Rannveig utan um Jean Pierre, sem sefur vært /sem virðist sofa vært.
Hún finnur hann við brjóst sitt. Það veitir öryggi að vera ekki ein.
....Vöggudauði, höfðu þau sagt. Rannveig ásakar sjálfa sig enn fyrir að hafa ekki huggað litla barnið sem grét. Kannski hefði hann þá ekki dáið.
From this moment I did not have a little brother any more.
If I just could have woken up a bit earlier, being able to sneak into my mom´s bedroom to pick him up. After the funeral I suffered nightmare, night after night. His lifeless body was put into a coffin of some woman that was to be buried. If I just could have…..
Without really intending, Rannveig puts her arms around Jean Pierre, who is sound asleep / who appears to be asleep. She can feel him leaning towards her chest. It is a kind of a feeling of security, or safety, not to be alone.
…. Cradle-death it was called. Rannveig still suffers the trauma of not having been able to sooth the crying baby. Perhaps he would still be alive if she could have……...
En hún var bara 6 ára þá. Hún hafði ekki brjóst eins og mamma og átti ekki mjólk í brjóstunum handa barninu sem grét.
Flugurnar suða ekki lengur í trjánum. Kliður sem kemur á hlýjum nóttum er ekki þessa nótt. Ekkert hljóð. Kyrrðin er svo viðkvæm.
…
Stundum var hún hrædd við kyrrðina þegar hún var lítil. Kannski var meira öryggi í hávaðanum. Þó var hún stundum hrædd við hávaðann:
.... Einn vinur hennar mömmu --- stór, feitur, rauðbirkinn, órakaður; augun vatnsblá og fljótandi af drykkju --- hann lamdi mömmu stundum. Hann kom oft. Þá var mikill hávaði. Mamma læsti að sér ef hann hafði lamið hana.
She was only 6 years old. She did not have breasts like mom. She could not breast-feed the little crying baby.
The flies no longer hum in the trees. The sounds of a warm night is not there tonight. No sound is to be heard. The stillness is so tender.
.
…. When Rannveig was a kid, she was sometimes afraid of the silence. Perhaps better to have noise than complete silence.
Yet she was often afraid of the noise.
….. One of her mother´s friends -- a big man, fat, red-haired, unshaved, his eyes pale blue and floating, as he was intoxicated. He was often on a visit. Then there used to be awful noise. --That man often hit my mother. Then she locked her door.
Mamma læsti að sér ef hann hafði lamið hana. Hann barði þá á hurðina hjá henni. Ég vissi að nágrannarnir kvörtuðu stundum um hávaða hjá okkur.
Mamma opnaði ekki, ansaði ekki. Hann slagaði. Buxnaklaufin var opin, pissublettir á skálminni, skyrtan fráhneppt og lufsaðist á annarri öxlinni. Flaskan sem hann hélt á var tóm. Það var ljós frammi á gangi, en slökkt inni hjá mér.
--- Hann stóð allt í einu á miðju herbergisgólfinu hjá mér. Herbergi? Þetta var kompa, smá skot, þar sem dívaninn minn stóð og skápurinn. Ég gat ekki læst. Það var engin hurð.
……Rannveig’s mother locked her room when he had battered her. Then he battered the door to her bedroom. I knew that our neighbours sometimes complained about noise coming from our basement-flat.
Mom did not unlock the door, did not answer. He was too drunk to walk straight. The fly on his trousers was open, there were splashes of urine on his trousers. His shirt unbuttoned, dangling from one shoulder. The bottle he held in his hand was empty. There was light in the corridor, but in my room there was no light.
All of a sudden he stood there, in the middle of my room, or if I can refer to it as “a room”, as rather is was chubbyhole, where my bed was, and my closet. Not possible to close or lock as there was no door.
Hann setti stútinn á munninn: Djöfuls, helvítis flöskur, urraði hann, -sem maður kaupir dýrum dómum. Það er alltaf svo djöfulli stutt í botninn á þessum helvítis flöskum.
Hann setti stútinn á munninn og hallaði sér aftur á bak til að reyna að ná dropa úr flöskunni. Flaskan var tóm. Skíman fyrir aftan hann frá ganginum gerði hann enn stærri og tröllslegri. Skugginn sneri að mér.
Hann hallaði sér meira og meira aftur á bak. Það kom ekki dropi. Hann missti loks jafnvægið og datt aftur á bak með ógurlegum dynk.
Ég vonaði að mamma kæmi. Ég sá að hann var að brölta á fætur. Hann var reiður. Auðvitað kom mamma ekki Hún svaf og hafði læst að sér.
He tried to get a drink from the empty bottle he held. He angrily cursed: -These bottles are always empty, even when they have been bought for lots of money.
The bottom seems to be not at all so far from the bottleneck (--/this last comment supposed to be a joke--).
He again he tried to get a drink from the empty bottle, leaned backwards to try to get a drop. The bottle was empty. The light behind him in the corridor made him ever bigger and monstrous. His shadow facing me.
He leaned ever more backwards.
But there was not one drop in that bottle. He lost balance. Fell on his back, making an awful noise.
I hoped that my mother would come. I saw that he was trying to get up from the floor. He was angry. Of course mom did not come. She was fast asleep, the door to her room locked.
Ég smeygði mér út úr rúminu ofan á gólf.
Hann slagaði að dívaninum mínum og hlunkaðist ofan á hann. Ég skreið inn í skápinn í von um að hann sæi mig ekki.
-Helvítis flöskur, alltaf tómar! Hann fleygði henni í gólfið og hún brotnaði í mél. Þá sá hann mig, þegar ég var að reyna að loka skápnum. Ekki bara hvað það var sárt, ekki bara hvað ég var hrædd, ekki bara hvað ég var reið vegna þess að mér tókst ekki að fela mig; heldur einhver önnur tilfinning: Viðbjóður?
Hann togaði í annan fótinn á mér og dröslaði mér út á gólf.
Ég vissi að ég mátti ekki æpa; nágrannarnir kvörtuðu oft um hávaða hjá okkur.
Hann kom mér ekki upp í rúm. Ég sparkaði og barði. Hann var feitur og þungur. Ég hélt ég væri að kafna.
I got out of my bed onto the floor. Unsteady, he made his way towards my bed. There he fell onto my bed. I crawled inside the closet hoping that he would not spot me. -Blasted bottles, always empty. Then he threw the bottle on the floor.
It went into pieces. Then he spotted me as I was trying to close the closet.
Not just how painful, not just how petrified I was, not only my frustration because I was not able to hide, rather some other feeling: Disgust? Horror?
He caught my leg, and dragged me out onto the floor.
I knew that I could not scream. Our neighbours complained about noise.
He could not get me into the bed. I kicked and hit him. He was fat and heavy. I felt as if I was suffocating.
Loðin sveitt bringa lagðist yfir vitin á mér, andlitið. Ég var föst.
Sársauki. Sársauki í bakinu, fótunum; sársauki allt staðar. Ekkert gat bjargað mér undan þessum stóra, þunga líkama. Mér fannst ég vera að kafna - mér fannst ég vera að deyja.
Rannveig finnur magann herpast saman. Hún stífnar upp þar sem hún liggur í stóru, hvítu, hreinu rúmi, grípur andann á lofti, sprettur upp.
-Annette, segir Jean Pierre rólegri röddu. -Annette, er eitthvað að?
Hann var ekki sofandi. Hann var vakandi. -Annette, er eitthvað að? Qu'est-ce-que tu as, mon amie? Rödd hans er svo blíð.
-Rien. Rien du tout. - (Ekkert. Ekki neitt )
His hairy and sweaty chest covered my face. I was stuck. Pain. Pain in my back, my legs; pain all over. Nothing could save me from this big, heavy body. I felt as if I would suffocate, I felt as if I would die.
Rannveig can feel a terrible painful knot in her stomach. She is petrified, even if now in a big, white, clean bed. She grasps for air. She sits up startled.
-Annette, Jean Pierre says soothingly. -Is something wrong? He was not asleep. He was awake all the time.
-Annette, is something bothering you, my friend? Qu'est-ce-que tu as, mon amie? His voice is so friendly and soothing. -Rien. Rien du tout. (No no. Nothing.)
Hún finnur að þessu verður hún að gleyma. Þetta er fortíð. Þetta er liðið, búið, ekki til lengur. Það er ekki hægt að lifa í fortíð. Lífið er nútíð og framtíð. Hún leggst aftur. Hægt. Jean Pierre leggur handlegginn yfir hana.
Rannveig reynir að anda rólega, en getur ekki hætt að hugsa.
Það er eins og Jean Pierre skynji að Rannveig er að hugsa um eitthvert löngu liðið atvik sem hún getur ekki talað um. Hann segir þess vegna: -Veistu hvers vegna ég valdi nafnið Annette handa þér?
Svo segir hann henni söguna af tuskunöfnu hennar, og Jean Pierre hlær að barnaskap sínum.
Rannveig reynir að brosa, en í raun er hún stíf og sveitt. Hún getur ekki hætt að hugsa:
She realizes that she has to forget the past. All that is over. Over. Does not exist. We cannot live in the past. Life is now, and future is life. Rannveig tries to breathe normally, but she cannot stop thinking.
It is as if Jean Pierre has some vague notion about some old trauma bothering Rannveig, about which she cannot talk. He therefore says: -Do you know why I chose the name Annette for you?
Then he tells her the story about the ragdoll Annette. Jean Pierre now only laughs when recalling this childlike behaviour of his.
Rannveig tries to smile, but in truth she is all stressed up and sweaty. She cannot stop recalling:
... Löngu seinna hætti hann að meiða mig. Hann sofnaði. Þá var hann þyngri en nokkru sinni. Ég þorði ekki að hreyfa mig af ótta við að hann vaknaði aftur og það yrði aftur svona sárt.
Hann valt allt í einu á hliðina út á gólf. Ég sá von um að losna. Einhver skellti hurð úti í framhúsinu. Þá hlaut að vera kominn dagur. Einhver var að fara í vinnuna.
Hægt og varlega dró ég fótinn minn undan þessum þunga daunilla búk. Ég man hvað ég var hrædd um að ég væri föst og gæti ekki komist burt, hrædd um að ég myndi vekja hann. En hann svaf mjög mjög fast. Fyrst fannst mér að ég gæti ekki farið upp til Kötu.
-- Ekki bara reiðin, ekki bara sársaukinn. Ég vissi ekki almennilega ... Skömm?
…. At last he stopped hurting me. He fell asleep. Then he was heavier than ever before. I dared not move, as I was afraid to awaken him. Then the painful situation would continue.
All of a sudden, he rolled over to one side. I spotted a hope to be able to break free.
I heard someone slam a door in the house in front of ours, so I assumed that now would be break of day. Someone going to work.
Slowly, and carefully I pulled my leg out from that heavy, badly stinking body.
I remember that I was afraid to be stuck. Would not be able to get away. Afraid that I would wake him up. But he was fast asleep.
I didn´t know if I could go upstairs to Kate.
It was not only the frustration, not just the pain. I was not sure about what is was. … Perhaps shame?
Ég læddist upp á loft. Ég ákvað að segja Kötu frá þessu. Segja henni að hann hefði meitt mig ofsalega.
Ég ætlaði ekki að segja henni hvar hann hafði meitt mig, - bara að hann hefði meitt mig ógurlega mikið. Ég gat ekki sagt henni, hvar hann hafði meitt mig mest.
Ég man að ég fór upp. Kata var komin á fætur. Hún tók vel á móti mér eins og alltaf: -Er nokkuð að, vinan? spurði hún.
-Þú ert svo áhyggjufull á svipinn, litla vinkonan mín. Viltu ekki eitthvað í svanginn? Það er einmitt morgunmatartími núna.
-Jú takk, sagði ég, þótt ég gæti ekki hugsað mér mat.
-Mamma sofnaði, sagði ég.
Það varð þögn nema hvað útvarpið var í gangi.
…. I went upstairs, careful not to be heard.
I decided to tell everything to Kate. Tell her how terribly he hurt me.
I was not going to tell her where he hurt me - only that he hurt me terribly. I could not tell her where the greatest pain was.
I remember that I got upstairs. Kate was already dressed. She welcomed me as always: -Is something wrong, my little friend? she asked. -You look so troubled, my little friend.
Would you like to have something to eat?
Right now is the right time for breakfast. -Yes, please, I said, even if I didn´t feel hungry, and actually could not eat right now.
-My mother fell asleep, I said.
Then there was silence, apart from the radio which was on.
Kata gamla kom með brauð, ost og mjólk. Svo fór hún að búa um rúmið sitt. Ég man að mig langaði til að leggjast upp í þetta hreina fallega rúm og sofna. Helst átti Kata að sitja hjá mér og syngja meðan ég sofnaði. Þarna gæti ég sofið í mörg, mörg ár. Þegar ég vaknaði yrði ég fullorðin.
Í koddann hennar Kötu var saumaður engill sem sat á skýi. - Bróderað, sagði Kata. Kannski var Kata alltaf svona góð af því að hún svaf á engli? Kannski af því að í stofunni hékk krosssaumsmynd af burstabæ og saumað fyrir ofan: DROTTINN BLESSI HEIMILIÐ?
Hvað maður getur hugsað þegar maður er krakki.
Good old Kate brought some bread and cheese and milk. Then she went to make her bed. I remember how desperately I would have liked to go to that clean and beautiful bed, lie down and go to sleep. Even better it would be if Kate would sit by my side, and she would sing for me until I fell asleep. Here I could sleep for years, many years.
I would be grown up when I at last woke up.
On Kate´s pillowcase there was a sewn decoration: An angel sitting on a cloud. Perhaps Kate was always so kind, because she slept on an angel.
Perhaps because a sewn picture hung on the wall in the living-room, picture of an old farmhouse, and the letters: MAY THE LORD BLESS THE HOME
It is a kind of funny how little kids find such connections between things.
-Mamma sofnaði, sagði ég víst aftur. Reyndi að segja meira, en vissi ekki hvernig ég átti að segja það. Ég ætlaði að fara að segja: -..og hún læsti. En ég sagði það ekki. Hvernig átti ég að segja það?
Að sjálfsögðu þótti Kötu þetta ekkert fréttnæmt, að mamma hennar Rannveigar hefði sofnað. Hún svaf alltaf á daginn.
Kata sönglaði með útvarpinu; spurði hvort Rannveig litla væri ekkert svöng. Hún vissi að Rannveig var alltaf svöng.
Það rann upp fyrir mér að Kata vissi ekki að þessi feiti, rauðhærði með vatnsbláu bólgnu augun var hjá mömmu í nótt.
- Vissi ekki að hann var í þessu húsi,
I recall that I repeated: -My mother fell asleep.
I tried to say something more, but I did not know how to say it.
I was about to say: she locked her door. But I didn´t say it. How would I be going to explain?
Of course, for Kate, it was nothing of any news that Rannveig´s mother was asleep. She always slept during the day.
Kate chanted along with the music in the radio. She asked if little Rannveig had no appetite. She knew that Rannveig was always hungry.
Rannveig realized that Kate had no notion of that fat man, the red-haired one with the pale-blue and swollen eyes, who had spent the night in her mother’s basement.
Kate could not even know that he was in this house.
vissi ekki að hann lá eins og hrúga á gólfinu í herberginu mínu niðri í kjallara og hraut innanum glerbrot af brennivínsflösku. Ber að ofan með loðna sveitta lyktandi bringu, feitan maga og buxurnar niðrum sig.
Auðvitað vissi hún það ekki, einfaldlega af því að ég sagði það ekki. Hún vissi ekki að mamma hafði læst að sér.
Aldrei skal neinn fá að vita þetta. Þetta var fyrir löngu síðan, - óralangt í burtu. Það er farið að rigna. Hlýtt regn fellur á laufin á trjánum. Fellur beint niður, en ekki á hlið eins og heima á Íslandi. Þar fellur haustrigningin ekki beint niður, þar rignir á ská. - Pískast. Þar er slagveður sem smýgur inn í fötin, lemst utan á húsin.
Kate could not know that he, like a pile of flesh, slept on the floor of my room, snoring amongst broken glass of that liquor bottle of his. No shirt on, hairy chest, smelling and sweaty, having that fat belly, and the trousers around his legs.
Of course Kate could not know, simply because I didn’t tell her.
She didn´t know that mom locked her bedroom door. Nobody will ever be allowed to know. This was long ago – and far away.
It had started to rain. Warm drops fall on the leaves of the trees. It rains straight down here, not like in Iceland. In Iceland the autumn-rain does not fall straight down from the sky. No, it batters everything from the side. It is windy-rain that penetrates our clothes, splashes against the walls of the houses.
Hér fellur regnið á trén lengi, lengi, og allt í einu fara svo trén að rigna: efsta laufið er orðið höfugt af regndropum og svignar. Regnið rennur af því á laufblaðið fyrir neðan, sem var nógu þungt fyrir. Þúsundir laufblaða svigna undan regndropunum og allt heila klabbið fellur til jarðar! - Sturtast til jarðar.
Rannveigu langar til að hlaupa út í þessa rigningu. Hlaupa berfætt í rigningunni - á grasinu, á þessum gömlu götusteinum, út í skóg - bara hlaupa.
.. Löngu seinna hætti ég við að segja Kötu frá þessu. Alltaf þegar hann barði mömmu læsti hún hann frammi. Ég lærði smátt og smátt að það þýddi ekki fyrir mig að fela mig. Það var minna sárt ef ég barði ekki og sparkaði ekki. Ég vissi að ég mátti ekki æpa.
Here, on the other hand, the rain falls on the trees for some time, then, all of a sudden, the trees start raining; that is that the leaves at the top cannot hold any more of the raindrops, get too heavy, give way to the water to fall onto the ones below, already too wet to hold, too heavy to take any more. Thousands of leaves sway from the raindrops, and the whole lot pours onto the soil below. Like a shower, it plashes onto the earth. Rannveig gets the urge to run outside in this rain. Run, barefooted, in the rain, on the grass, on these old paved roads, run into the wood - just run.
Later I decided not to tell Kate anything. Always when he started battering mom, she would lock her bedroom door. I found out that there was no use trying to hide away. I stopped kicking and fighting, and then it hurt less. I knew that I could not scream.
Rannveig hlustar á regnið. Jean Pierre hreyfir sig ekki. Hún veit ekki hvort hann er sofandi eða vakandi. Hún veit bara að dvöl hennar hér tekur enda. Þá fer hún aftur til Íslands. Heim? Hvað er heim?
-Annette, hvíslar Jean Pierre, -ertu sofandi?
-Nei, svarar hún. -Ert þú vakandi?
-Þú situr ekki fyrir. Þú færð ekki að sitja fyrir hjá Louis.
-Hvers vegna ekki? Hann ætlar að mála af mér mynd.
-Pabbi leyfir það ekki. -Hvers vegna ekki? -Fyrirsætur hjá málara eru ekki í fötum. -Ha?
-Fyrirsætan er nakin, Annette.
Rannveig listens to the rain. Jean Pierre is motionless. She doesn´t know whether he is asleep or awake. She only knows that her stay here will come to an end. Then she will return home. Home? What does that mean to her?
-Annette, Jean Pierre whispers, -are you asleep?
-No, she replies. -Are you awake? -You cannot be a model for Louis.
-Why not? He is going to paint a picture of me.
-Dad will not allow that. -Why not?
-Painters do not have their models wearing clothes.
-Pardon?
-The model is naked, Annette.
-Já, en, - Louis er svo almennilegur. Hann ætlar að bjóða mér með sér til Marseille, áður en ég fer. - Út í eyju í Miðjarðarhafi.
-Hvenær sagði hann það við þig? spyr Jean Pierre og finnur reiðina blossa upp innra með sér.
Jean Pierre hugsar með hatur í huga:Hann hefur komið meðan ég var í skólanum. Hann hefur komið þegar hann vissi að Rannveig var ein heima með Brigitte.
-Hann hringdi, svarar Rannveig. -Hringdi hann til þín? Hvenær? -Þú varst í skólanum.
Jean Pierre vill ekki spyrja meira. Einhver undarleg tilfinning blossar upp. Tilfinning sem drengurinn hefur ekki áður þekkt. Hann finnur að þetta er það sem heitir jalousie -- afbrýðisemi.
-Yes, but, - Louis is such a nice guy. He has offered to take me to Marseille before I leave. - To an island in the Mediterranean.
-When did he say that? Jean Pierre asks, feeling the anger flaming up inside him. Jean Pierre contemplates on this, and he feels the hatred: Louis has been here when I was in school. He has been here when he knew that Annette was alone at home taking care of Brigitte.
-He phoned, Rannveig said.
-He made a phone-call to you? When?
-You were in school.
Jean Pierre does not ask any further. Some strange feeling flares up inside. A feeling he has never before encountered. He sees that this is what is termed as jealousy.
Louis hringir í Annette þegar hann veit að enginn er heima nema Incarnation og Annette með Brigitte litlu! Marseille! Eyju!
-Pabbi leyfir þér það ekki. -Nú?
-Þetta er nektareyja, Annette. Það ganga allir berir. Þú heldur að þú sért kominn yfir til Afríku og alls berir negrar hlaupi niður á bryggju þar sem báturinn frá Marseille leggst að.
-Hann sagði það ekki. -Nei, auðvitað ekki. Auk þess eru Arabar í Marseille. Þeir stela hvítum stúlkum.
-Hvað ertu að bulla, barn?
-Louis vantar alltaf peninga, Annette. Gættu þín á mönnum sem vantar alltaf peninga. . Arabar vilja kaupa konur sem ekki eru umskornar. -Umskornar?
Louis calls Annette when he knows that nobody is at home apart from Incarnation and Annette taking care of little Brigitte. Marseille! An island!
-Dad will not allow, he says. -Why?
-This is a nudists’ island, Annette. Everyone is naked. You might think you have arrived to Africa, seeing naked negroes running towards the dock where the boat from Marseille mores. -He did not tell me that. -No. Of course not. And on top of that there are Arabs in Marseille who kidnap white girls. -You are blathering, my little boy. -Louis is always broke, Annette. Be careful about boys that never have any money. Arabs buy women who are not circumcised. -Circumcised?
-Múslimar umskera stúlkubörn. Þær mega ekki hafa þarfir.
-Jean Pierre! segir Rannveig í ávítunartón.
-Þeir vilja ljósar stúlkur. Ég veit það.
Strákarnir í skólanum segja það.
-Um hvað talið þið eiginlega í skólanum?
-Ýmislegt.
-Jean Pierre, þú ert 12 ára.
-Bráðum 13.
Handleggur drengsins liggur hreyfingarlaus yfir herðar Rannveigar.
Dökk augu hans eru róleg, opin, en þó ekki opin, horfa, en eru þó ekki að horfa á neitt.
-Æ, bullukollur, segir Rannveig og brosir, hrærir í hárinu á drengnum.
Hann brosir ekki á móti.
-Farðu nú að sofa, segir Rannveig.
-Ekki segja pabba og mömmu að ég hafi sofið hér.
-Þú sefur ekki hér. Þú ferð í þitt rúm.
-Muslims circumcise little girls. They should not have sexual needs.
-Jean Pierre! Rannveig says harshly. -They want blond girls. I know. The boys in school say so. -What on earth do you talk about in school?!!
-Many things.
-Jean Pierre, you are only 12.
-Almost 13. One arm of the boy embraces Rannveig’s shoulder. His dark eyes are calm, open, but yet not open, looking, but yet not looking at anything.
-You, twaddler, Rannveig says, smilingly, and gives his hair a rub-up. He does not smile in return.
-Now go to sleep, Rannveig says. -Please do not tell my parents that I have slept here.
-You are not going to sleep here. You are going to bed, -- that is: you go to your own bed.
-Nei, Annette.
-Æ, elsku barn. Þú ert prakkari. Þykist vera myrkfælinn til þess að fá mig til að rabba um hánótt. Ekkert svona sko. Hann hreyfir sig ekki. Þau eru bæði orðin syfjuð.
Louis bauð Rannveigu aldrei aftur út að ganga.
Hvers vegna? Jean Pierre fór til pabba síns: -Pabbi, Louis kom. Hann vissi að þú varst ekki heima. -Nú? sagði François. -Hann kom einn. -Nú. Og hvað með það?
-No, Annette.
-Oh, my beloved little kid. You prankster. Pretends to be afraid of the dark tricking me to chat with you in the middle of the night. Stop that. He does not move. They have become sleepy, both two of them ********
Louis never again invited Rannveig to go with him for a walk. Why not? Jean Pierre told his father: -Dad. Louis was here. He knew that you were not at home.
-Oh, François said. -He came alone. -So?
-Hann bað Annette að koma í göngutúr. Hann bað hana að sitja fyrir hjá sér. Þú veist ekki hvernig þeir horfa á hana - allir -, þegar þú sérð ekki til.
Hann bauð henni í ferðalag til Marseille og út í nektareyju í Miðjarðarhafi. Þeir láta þig aldrei sjá þegar þeir horfa á hana,hvernig þeir allir horfa á hana.
François Chateaux talaði við Louis listmálara sem gengur illa að selja myndirnar sínar:
-Louis, þú ert velkominn í mitt hús hvenær sem er. En, - ég ber ábyrgð á
Annette -. Mér er treyst fyrir henni. Hún er ung, skilurðu? Aðeins nýlega orðin 18 ára.
Louis sagði ekkert.
-Hún er falleg, sagði François.
-Já, svaraði Louis lágt.
-Og saklaus.
-Já, svaraði Louis. -Fyrirgefðu. Mann,mann bara langar til að mála madonnu þegar maður sér hana.
-He asked Annette to go for a walk. He also asked her to be a model for him. You have not noticed how they look at her –all of them, while you are not watching. Louis invited her on a journey to Marseille, and to a nudity-island in the Mediterranean. They are careful when hiding it from you – how they, all of them, look at her.
François Chateaux spoke to Louis the painter who cannot sell his paintings: -Louis, you can visit my house whenever you wish, but – I have responsibility for Annette. - I am trusted to take care of her. She is young, do you understand. Has recently turned 18. Louis did not utter a word. -She is beautiful, François said. -Yes, Louis whispers back. -And innocent. -Yes, Louis says. -Pardon me. It is just that I want to paint La Madonna when I see her.
-Það er eins og megi ekki snerta hana. -Hún er ósnortin, Louis, saklaust barn.
Jean Pierre hefur áhuga á að læra eitthvað í íslensku. Þau byrja á góðan dag, og svoleiðis. Þetta er erfitt mál: Útvarp heitir ekki radíó, sími heitir ekki telefón, taxi heitir í rauninni leigubíll.
Og það eru erfiðar beygingar. -Fyrst þú getur lært frönsku, hlýt ég að geta lært íslensku, segir Jean Pierre. Hann lærir: bless, sæll, hvað kostar þetta?, afsakið, - og sem betur fer heitir hótel bara hótel en ekki endilega gistihús.
-Þarf að taka lest frá Keflavík til Reykjavíkur? -Það eru engar járnbrautir á Íslandi. -Hvernig ber maður fram Grettisgata? -Af hverju spyrðu að því?
-She is as if untouchable, Louis adds. -She has never been touched, Louis. She is an innocent child.
******
Jean Pierre wants to learn to speak some Icelandic. They start on “góðan dag” (good morning) and something like that. This is a difficult language: Radio is not called radio, a telephone is not called telephone, taxi is “leigubill”. And the grammar is terrible.
-If you can learn French, then I will be able to learn Icelandic, Jean Pierre says. He learns to say good bye, hi, how much is this?, sorry -- luckily a hotel is just hotel, not necessarily gistihús (guesthouse).
-Do we need to catch the train from Keflavík to Reykjavík?
-There are no trains in Iceland.
-How is “Grettisgata” pronounced? -Why do you want to know that?
-Bara. Rannveigu grunar ekki.... -Er mjög kalt á veturna? spyr Jean Pierre. -Þarf hlý föt?
***************
Tíminn er allt of fljótur að líða. Rannveig reynir að hugsa ekki; lifa í núinu; njóta síðasta mánaðarins. Hann líður eins og allir aðrir mánuðir. Heilt allt of stutt ár að baki - au pair.
Madame Jaqueline hefur fengið vinnu í Kongó í Afríku. Þangað ætlar Chateauxfljölskyldan að flytjast.
Jean Pierre spyr Rannveigu hvers vegna hún komi ekki með þeim til Kongó.
François líst vel á þessa hugmynd. Brigitte er ennþá kátari en aðrir þegar þessi hugmynd kemur upp. En Rannveig segist verða að fara heim.
-Just for fun. Rannveig has no notion of what the boy is planning…. -Are the winters very cold? Jean Pierre asks. -Do we need warm clothes?
******** Time goes by far too fast. Rannveig tries not to think; tries to live the moment; enjoy the last month of her stay. But it goes by like all other months. This whole year – one year au-pair - was too short –and does now belong to the past.
Madame Jaqueline has got a new job in Congo in Africa. The Chateaux-family will be moving to Congo. Jean Pierre asks Rannveig just to come with them to Congo. François likes the idea. Brigitte is so much happier than the rest of the family when this comes up. But Rannveig says she has to go home.
.. Hvers vegna segi ég það? Undir niðri finn ég að mig langar ekki til Íslands. Ég er bara einhvern veginn búin að bíta í mig að ég ætla að sýna fyrrverandi skólafélögum mínum að ég geti staðið mig. Ætli þetta sé ekki eina erindið sem ég á til Íslands? Hvers konar erindi er það?
************** François ætlar að keyra Rannveigu á Orly. Þaðan fer vél til London. Jean Pierre kveður Rannveigu um morguninn; segist vera að fara með strákunum, vinum sínum. Þakkar henni fyrir samveruna. Þau kveðjast með handabandi. Madame Jaqueline fer í vinnuna: -Kannski sjáumst við aftur, Annette. Vonandi. -Brigitte kemur til með að sakna þín. Við komum öll til með að sakna þín.
Why do I say that? I admit that I do not really want to go to Iceland. Somehow it is just something I decided, perhaps only to show to my former classmates that I can make it. I assume that this is the only thing I am going to do in Iceland.
What kind of reason is this??
François is going to drive Rannveig to Orly. From there, there is a plane to London. Jean Pierre says good-bye to Rannveig early that day; He claims to be going somewhere with other boys, his friends. Thanks her for their time together. They shake hands. Madame Jaqueline goes to work. She says: -Perhaps we will meet again, Annette. I hope so. For sure, Brigitte is going to miss you.
Við komum öll til með að sakna þín. Incarnation kyssir Rannveigu innilega.
Brigitte fær að koma með út á flugvöll. Hún er mjög óhress yfir að Annette er að fara til Íslands. Það er svo langt í burtu.
- Annette fer langt langt burt í stóru flugvélinni.
-Nú þarf hún að fara til mömmu sinnar, segir François.
-Hver á þá að leika við mig. -Það kemur kannski önnur stúlka.
-Hún er leiðinleg, segir Brigitte ákveðin og með ógurlega skeifu á munninum.
-Svo er Incarnation heima, auðvitað, bætir François við.
Brigitte reynir að fara ekki alveg að skæla þegar þau kveðjast á flugstöðinni.
-Það hefur verið yndislegt að hafa þig, Annette mín, segir François. -Góða ferð til Íslands, vina. Ég vildi nú frekar að þú værir að koma með okkur til svörtustu Afríku.
We´ll all miss you. Incarnation gives Rannveig a hug and a good-bye kiss.
Brigitte is allowed to go with them to the airport. She is not happy about Annette leaving them, going to Iceland. It is so far away: -Annette is going away from us, far away, by a big aeroplane.
-Now she needs to go to her mother, François explains.
-Who is then going to play with me?
-Perhaps we get another girl.
-She is boring, Brigitte affirms, putting up a sad face.
-And Incarnation is of course at home, François adds.
Brigitte struggles with her tears when they say good-bye at the airport.
-It has been a delight to have you, my little Annette, François says. -I would rather be taking you with us to the black Africa.
Þau kveðjast, og Rannveig hverfur í mannfjöldann sem hefur sýnt sín skilríki og farseðla, á pappírnum ekki lengur á franskri grund.
Brigitte vill ekki fara strax, svo François sýnir henni gosdrykkjasjálfsala, og hún gerir sig ánægða með það. Hann setur hana á háhest. Það þykir krökkum svo gaman. Allt í einu kallar Brigitte: -Pabbi. Jean Pierre er þarna. François telur víst að Brigitte sé að taka feil, en lítur samt, svona eins og í rælni, í áttina sem Brigitte bendir í.
Augu hans galopnast! Jean Pierre er að hverfa innum hliðið við vegabréfaskoðunina. François grípur Brigitte í fangið og hleypur af stað í átt að hliðinu. Þar er biðröð, raunar kös, og hann treðst, og fólk horfir á hann, en erindi hans
Thet say good-buy, and Rannveig mingles into the crowd of people that now has shown their papers and tickets, actually meaning that they are not in France any more.
Brigitte does not want to leave the airport so François shows her an automat selling soft drinks. She is just happy with that. He lifts her up on his shoulders, something that kids are very fond of. All of a sudden Brigitte shouts out: -Dad. Jean Pierre is there. At first, François thinks that she is mistaken, but, all the same, looks in the direction to which Brigitte is pointing. His eyes become wide open! Jean Pierre is about to enter the gate where the passports are checked. François takes Brigitte in his arms, running towards the gate. There is a queue. Actually, all stuffed. He pulls through, making people stare at him, but his errand needs some quick reaction.
krefst snöggra viðbragða. Hann nær í mann, útskýrir óðamála, og fær manninn til að finna Jean Pierre. François telur nokkuð víst að leita beri meðal farþega á leið í það flug sem Rannveig er að fara í.
Rannveig sest inn í flugvélina. Henni finnst einkennilegt að Jean Pierre skyldi ekki fylgja henni út á völl heldur kveðja hana heima - eins og þau eru búin að vera góðir vinir þetta yndislega ár.
París er falleg úr lofti. Hús og götur ein ringulreið, áin í bugðum. Korrið í mótorunum róandi.
He finds someone who works here. In a hurry he explains, asks the man to find Jean Pierre. François assumes that he will be found among the passengers catching the same flight as Rannveig.
Rannveig finds her seat on the plane. She finds it queer that Jean Pierre didn´t show her to the airport, rather say goodbye to her at home – given the fact that they had become such good friends during this delightful whole year.
Paris is beautiful seen from above. Houses and streets randomly placed, the river coiling through the city. The sound from the engines is a kind of soothing.
.... Mamma verður víst hvorki fegin né leið að sjá mig. Sennilega hvorki kát né fúl.
Hún þurfti stundum á mér að halda þegar hún átti ekki brennivín, var að þynnast upp, - þunglynd - hafði engan annan að tala við. Mér fannst hún hafa þörf fyrir mig, og ég hélt að það væri að elska. Þegar ég hélt að mér þætti vænt um hana - taldi mér trú um að mér þætti vænt um hana - var það í rauninni að ég vildi að hún hefði þörf fyrir mig. Það voru einu skiptin sem ég fékk athygli hennar. Nú finn ég að mér er sama um hana. Hún hlustaði aldrei á mig. Hún talaði um sjálfa sig og sín vandamál. Ég átti bara að hlusta á hana, hjálpa henni.
Rannveig nær Flugleiðavél í London. Það gengur nokkuð vel að finna réttan stað á flugstöðinni.
I suppose my mother will be neither happy not sad to have me back. Most likely neither delighted nor indifferent. Sometimes she needed me, that was when she did not have any alcohol, was getting sober, depressed, had nobody else than me to talk to. I saw that as if she needed me, and I took it for love. Then I had the feeling that I loved her. I rather made that up, as I wanted her to need me. These were the only incidents that I got her attention.
Now I see that I do not care about her the least. She never listened to what I said, but only spoke about herself and her own problems. My role was only to listen to her, help her.
Rannveig finds her Icelandic flight in London airport. It was less a problem than she had assumed.
Skrítið að heyra fólk tala íslensku. Undarlegt. Hún hlustar á það tala, en einhvern veginn getur ekkert sagt á íslensku. Orðin eru bara föst í hálsinum. Það er líka svo skrítið að hana fór að dreyma á frönsku stuttu eftir að hún kom til Frakklands. Fólk, íslenskt fólk sem alls ekki kann neitt í frönsku, talar frönsku í draumunum manns þegar maður talar frönsku allan daginn. Og nú er móðurmálið eins og eitthvert fjarrænt skvaldur sem maður hefur engin tök á.
Rannveig er framarlega í röðinni. Hún fær sæti við glugga.
NO SMOKING - FASTEN SEAT BELTS
Vélin hefur sig á loft. Þessi ægikraftur, sem eykst og eykst á flugbrautinni, þrýstir manni að sætinu. Áfram, áfram, á vit norðurhiminsins.
It is so funny to listen to people speak Icelandic. She listens, can understand, but actually cannot say anything in Icelandic! The words simply seemed to be stuck in her throat. It was also funny that her dreams started to be in French shortly after her arrival to France. Funnily enough, everyone, even Icelandic people who don’t know any French, speak French in the dreams. It happens when we speak French only all day. And now, my own mother tongue is like some remote chatter, or babble of voices, over which I have no control.
Rannveig is in the front part of the line. She gets a window seat. NO SMOKING – FASTEN SEAT BELTS
The plane takes off. This power that accelerates on the flyway, pushes us against the seat. Off we go, towards the northern sky.
Rannveig vill ekki hugsa. Allt er tóm. Landið fyrir neðan, hafið, skýin, himinninn fyrir ofan, flugvélin sem virðist standa kyrr í loftinu þótt mótorarnir brenni þúsundum lítra af eldsneyti, virðist ekki hafa neinn tilgang.
Í fyrra þegar hún var á leið til Frakklands lá spenningurinn í loftinu, ævintýrið framundan. Nú er það að baki. Hún er á leið til landsins þar sem næturnar eru kaldar og veturinn dimmur. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri. Engin hugsun er besti kosturinn.
Rannveig Hansdóttir hallar höfðinu aftur á bak í sætinu og lokar augunum. Flugfreyjurnar byrja á þessu venjulega.
..
Hugsanir þjóta samt gegnum hugann: Þau fá aldrei að vita ...
Rannveig prefers not to think. Everything is emptiness. The land below, the ocean, clouds, sky above, the plane that is as in a stand-still in the air - even if the engines burn thousands of gallons of fuel. All this seems to have no purpose.
Last year, when Rannveig was on her way to France, the excitement filled the air. The adventure was ahead. Now it has been left behind. She is on her way to the land in the North where nights are cold, the winters are dark. This is the end of the beautiful story. Not to think at all is the best choice now. Rannveig Hansdóttir leans back in her seat, resting her head, and she closes her eyes. The stewardesses take to their usual routine.
But thoughts start rushing through her mind: They will never get to know….
Þið sem þekkið Annette fáið aldrei að vita hver Rannveig raunverulega er. Einhver kennd grípur mig; sama tilfinningin og þegar stelpurnar, skólasystur mínar, komu til að vita hvers vegna ég kæmi ekki í skólann.
Kjallarahola; - rifið veggfóður - brotið klósett - kannski mamma full, - kannski einhver hjá henni.
Mig langar til að öskra, öskra: Mamma mín er drykkjukona! Eiturlyfjasjúklingur! Sefur hjá fyrir brennivín! Pabbi minn er ekki til, var aldrei til.
Rannveig finnur töskurnar sínar á flugstöðinni í Keflavík. Hún fer í gegnum tollinn, og út í rútuna. Enginn tekur á móti henni. Enginn veit að Rannveig er að koma.
You who know Annette, will never get to know who the real Rannveig is. Some feeling pops up inside; the same feeling as when the girls, my classmates, came to my house to ask me why I didn´t show up in school.
A basement flat, actually a cellar, the wallpaper shabby and torn, the toilet broken, perhaps my mom drunk
– perhaps someone on visit there.
I feel like shouting, screaming aloud: -My mother is an alcoholic !
A drug-addict!
Sleeps with whomever for a drink. My father does not exist. Never existed.
Rannveig collects her luggage at KEF airport. Goes through customs, finds the bus. Nobody is there to collect her. Nobody even knows that she is here.
Í leigubílnum finnur Rannveig magann herpast, höfuðið verða fullt af einhverjum kvíða.
Grettisgatan hefur ekki breytst. Nýja húsið, sem var verið að byggja á lóðinni við hliðina á bakhúsinu sem hún bjó í, er að vísu tilbúið núna. Leigubíllinn stoppar þar. Rannveig gengur upp portið. Snögglega stoppar Rannveig. Hún stendur grafkyrr, með ferðatösku í hendinni. Bara stendur grafkyrr og starir framfyrir sig: Bakhúsið er ekki. - Bara brunarúst. Búið að hreinsa það mesta.
Kona kemur út úr framhúsinu. Gengur til Rannveigar og leggur hönd á herðar henni: -Hún mamma þín er á stofnun. Hún fékk reykeitrun, og hefur verið vistuð síðan húsið brann.
Then a taxi. She feels her stomach acing. Her head is filled with some kind of anguish. Grettisgata has not changed a bit. The new house that was being built close to their house, is now ready. The taxi stops there. Rannveig walks towards her house. Suddenly she stops. Stands here motionless. Stares, holding her suitcase and luggage. She just stands there and stares: The house is not here. Obviously burned down. Most of the ruins has been cleaned up and removed.
A lady comes out the house in front of the ruins. Goes to Rannveig, puts her hand on her shoulder: -Your mother is now in an institution. She suffered after the fire, and has been in a home since the house burned down.
Hún bjóst við að þú kæmir heim um þetta leyti. Ég og allir gömlu nágrannarnir erum hér á eins konar Rannveigarvakt. Gott að okkur tókst að sjá þig.
Þær sitja þarna mæðgurnar í hreinu herbergi á stofnun. Mamma Rannveigar talar mikið: -Ég fæ íbúð. Þú getur farið í skóla. Þú færð sérherbergi. Eina sem þarf er að þú sért til staðar til að segjast geta séð um mig, en í raun er það ég sem sé um þig. Ég fæ peninga. Nú er kominn tími til að þú hafir það gott, Rannveig mín. Stórt og gott herbergi skaltu fá.
She assumed that you would be back around this time. We, all the old neighbours, are on alert watch which we call the Rannveig-watch. I am happy that we could see you coming.
*********
Here they sit, Rannveig and her mother, in a clean room in some institution. Her mother talks a lot: -I can get a flat. Now you can go to school. You will get a private room for yourself. The only thing I need is to tell them that you are here and you tell them that you can take care of me. I don´t need that, actually. It will be the other way round: I care for you. I get money. Now is the time for you to have a good life, my little Rannveig. You will get a big, private room.
*********
Íbúðin er góð. Herbergið hennar Rannveigar stórt. En fyrri gestirnir hennar mömmu hennar eru fljótir að snuðra hana uppi. Svallið byrjar á ný.
Eitt kvöldið er Rannveig að koma úr sturtu.
Þegar hún er komin inn í herbergið sitt, læsir hún að sér. Ótti grípur hana, eins og henni finnist einhver vera í herberginu. Hún leitar undir rúmi. Hún leitar inni í fataskáp í einhverjum tryllingi.
En það er enginn þarna nema hún.
The flat is good. Rannveig gets a big private room. But her mother’s former guests are quick at finding out where she is. The boozing starts anew.
One evening, when Rannveig has had a shower, after entering her room she locks the door. She is overtaken by fear. She has the feeling that someone is hiding in her room. She searches under the bed, she looks into the closet. She is upset and frightened. It turns out that there is nobody in the room apart from herself.
Rannveig skrifar bréf til François Chateaux. Hún ætlar að fara héðan alfarin. Hvers vegna sagði hún ekki já, þegar þau sárbændu hana um að koma með þeim til Kongó? Hvers vegna kom hún hingað aftur? Hvers vegna? Hvers vegna? póstur. Bréf. Það bréf Rannveigar bréfið hennar Enginn François Chateaux í þessari addressu lengur.
Rannveig writes a letter to François Chateaux. She is determined to go, leave, for ever, and never ever come back.
Why didn´t she say “yes” when they actually begged her to go with the family to Congo? Why did she return to this place. Why? Why? ********* Day after day she waits for an answer.
At last a letter arrives. It turns out to be the returned letter that Rannveig had posted: No François Chateaux to be found in this address any more.