1 minute read

Deiliskipulag vegna hótelstækkunar samþykkt

Íbúum finnst ekki tekið tillit til þeirra viðhorfa - Útsýni verulega skert

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum fyrir hálfum mánuði að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina

Advertisement

Víkingastræti 2, þar sem Gaflaraleikhúsið stendur núna.

Gert er ráð fyrir miklu stærra húsi á lóðinni og mun hærra húsi en þar hefur verið og þykir nágrönnum sem freklega sé gengið á þeirra rétt.

Í mars var tillögu um 2.481 m² byggingu hafnað en skv. deiliskipulagstillögunni sem nú verður auglýst til athugasemda er gert ráð fyrir 3.510 m² húsi.

Það er hæðin á húsinu sem fer fyrir brjóstið á íbúum á Hamrinum en skv. skýringaruppdráttum er aðalþak hæstu byggingarinnar um 8,2 m hærra en þakhæð núverandi bygging og verður 14,1 m. Skv. meðfyljgandi myndum stendur svo þakstrýta þar upp úr.

30 Ra

Hugmyndir að útliti nýja hússins við hlið núverandi hótels við Víkingastræti.

Hér

This article is from: