1 minute read

Smáragarður byggir 3.600 m² hús fyrir Kambstál við Tinhellu

Advertisement

Fyrsta skóflustungan að nýju verksmiðjuhúsi fyrir Kambstál ehf var tekin sl. föstudag að Tinhellu 3­9 í Hafnarfirði.

Kambstál var stofnað árið 2018 af Árna B. Halldórssyni, en er í dag í meirihluta eigu Norvik hf.

Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í vinnslu á steypustyrktarjárni á Íslandi með því að klippa og beygja járn í tölvustýrðum vélum fyrir byggingariðnaðinn. Með því að fá járnið sent klippt og beygt á verkstað þá minnkar sóun mikið og vinnutími á verkstað styttist talsvert. Kambstál tekur einnig að sér samsetningar og flytur þá einingar tilbúnar á verkstað.

Fyrsta skóflustungan var tekin sl. föstudag

Einnig er boðið upp á alla fylgihluti fyrir kambstál ásamt ýmsum lausnum varðandi uppsteypu.

Fyrirtækið er í dag með starfsemi að Íshellu 1 og hefur vaxið mjög hratt og er þörf á stærra húsnæði. Fasteignafélagið Smáragarður mun byggja 3.600 fermetra húsnæði sem er hannað með þarfir Kambstáls í huga. „Öll aðstaða verður mun betri, brúkranar verða í húsinu ásamt stærri lager og betra útisvæði. Öll aðstaða til fram­ leiðslu verður mun betri í nýja húsnæðinu,“ segir Birgir Örn Friðjónsson, framkvæmdastjóri Kambstáls. Í dag starfa 15 manns hjá Kambstáli.

Þau sem tóku skóflustunguna voru, Guðmundur H. Jónsson, stjórnarformaður Kambstáls og Smáragarðs, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Árni B. Halldórsson stofnandi Kambstáls.

This article is from: