
1 minute read
Smáragarður byggir 3.600 m² hús fyrir Kambstál við Tinhellu


Advertisement
Fyrsta skóflustungan að nýju verksmiðjuhúsi fyrir Kambstál ehf var tekin sl. föstudag að Tinhellu 39 í Hafnarfirði.
Kambstál var stofnað árið 2018 af Árna B. Halldórssyni, en er í dag í meirihluta eigu Norvik hf.
Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í vinnslu á steypustyrktarjárni á Íslandi með því að klippa og beygja járn í tölvustýrðum vélum fyrir byggingariðnaðinn. Með því að fá járnið sent klippt og beygt á verkstað þá minnkar sóun mikið og vinnutími á verkstað styttist talsvert. Kambstál tekur einnig að sér samsetningar og flytur þá einingar tilbúnar á verkstað.
Fyrsta skóflustungan var tekin sl. föstudag
Einnig er boðið upp á alla fylgihluti fyrir kambstál ásamt ýmsum lausnum varðandi uppsteypu.
Fyrirtækið er í dag með starfsemi að Íshellu 1 og hefur vaxið mjög hratt og er þörf á stærra húsnæði. Fasteignafélagið Smáragarður mun byggja 3.600 fermetra húsnæði sem er hannað með þarfir Kambstáls í huga. „Öll aðstaða verður mun betri, brúkranar verða í húsinu ásamt stærri lager og betra útisvæði. Öll aðstaða til fram leiðslu verður mun betri í nýja húsnæðinu,“ segir Birgir Örn Friðjónsson, framkvæmdastjóri Kambstáls. Í dag starfa 15 manns hjá Kambstáli.
Þau sem tóku skóflustunguna voru, Guðmundur H. Jónsson, stjórnarformaður Kambstáls og Smáragarðs, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Árni B. Halldórsson stofnandi Kambstáls.
