1 minute read

Umhverfisvaktin

Aðeins 12 áhugasamir hópar komast að

Öllum félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að taka þátt í Umhverfisvaktinni og sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði gegn fjárstyrk. Hafnarfirði er skipt upp í tólf svæði.

Advertisement

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl

Nánar á hafnarfjordur.is

Í meirihluta fulltrúa Sjáflstæðisflokks og Framsóknarflokks segir: „Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur lagt mikla áherslu á að ná tökum á gríðarlega erfiðri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar eftir áralanga óstjórn Samfylkingarinnar í bænum. Bæjarfélagið var um árabil undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og þurfti í raun að bera allar fjárhagslegar ákvarðanir undir nefndina. Árið 2017 losnaði Hafnarfjarðarbær síðan undan því oki og skuldaviðmið og aðrir fjárhagslegir þættir hafa snarbreyst til betra horfs. Í ábendingum núna um smávægileg frávik frá viðmiðun um framlegð bendir eftirlitsnefndin á að árið 2026 þarf að uppfylla það skilyrði. Meirihlutinn stefnir ótrauður áfram að því að styrkja fjárhag sveitarfélagsins með ráðdeild og ábyrgð í rekstri.“

Níu deildu með sér 2 milljónum til húsverndar

Menningar­ og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum 22. mars að veita samtals 2 milljónum kr. í styrki til viðhalds og endurbóta eldri húsa, Eftirtaldir fengu styrki: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, Kirkjuvegur 3, 350.000 kr.

Anna Jónsdóttir, Merkurgata 9B, 250.000 kr.

Auðun Helgason, Lækjargata 3, 250.000 kr.

Sigurjón Elíasson, Lækjargata 8, 250.000 kr.

Davíð Arnar Stefánsson, Suðurgata 38, 200.000 kr.

Davíð Snær Sveinsson, Suðurgata 35B, 200.000 kr.

Hilmar Þór Jóhannsson, Hverfisgata 63, 200.000 kr.

Svanhvít Gunnarsdóttir, Kirkjuvegur 5, 200.000 kr.

Ófeigur Hreinsson, Suðurgata 25, 100.000 kr.

Ekki kemur fram í fundargerð í hvað styrkirnir eru ætlaðir.

Hafnarfjarðarbær auglýsti í janúar eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins væri að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa í Hafnarfirði og veitir styrki til viðhalds og endurbóta.

Erfitt er að finna upplýsingar á vef bæjarins um tilvist húsverndarsjóðs eða nánari úthlutunarreglur úr þeim sjóði. Hann finnst ekki með því að nota leitartólið á vefnum en þegar skoðaðar eru samþykktir bæjarins má finna „Samþykkt um styrki til húsverndar í Hafnarfirði“ þó skjalið heiti samt „Reglugerd­husverndarsjods­Hafnarfjardar.pdf“

Eru reglurnar samþykktar af menningar­ og ferðamálanefnd en ekki staðfestar af bæjarstjórn. Hvergi er að finna samþykktir um húsverndarsjóð Hafnarfjarðar né er að finna í fjárhagsáætlun fyrir 2023 framlag til styrkjanna eins og segir í Samþykkt um styrki til húsverndar.

This article is from: