1 minute read

Bílastæðamál

Framhald af forsíðu

Framt In

Advertisement

Ekkert varð úr heildarendurskoðun deiliskipulags miðbæjar Hafnarfjarðar sem þó hafði verið lögð töluverð vinna í og í þess stað var farið í að endurskoða miðbæjarskipulagið í áföngum. Fyrsti áfangi þess var endurskipulagning á svæði sem nefndur er reitur R1 og afmarkast af Strandgötu, Austurgötu og Linnetsstíg. Ljóst er að íbúum mun fjölga mikið á því svæði og bílastæðum fækka verulega. Sama er líklegt að gerist á reit R2 sem afmarkast af Fjarðargötu, Strandgötu og Linnetsstíg. Verði þar ekki gerð krafa um bílastæðahús mun bílastæðum fækka þar verulega líka.

60-70% FJÖLGUN GESTA

Guðmundur Bjarni segir að nú sé hafin vinna við mikla stækkun Fjarðar með fjölmörgum íbúðum, hótelíbúðum, bókasafni og verslunum.

„Þegar allt er tekið til má áætla að fjölgun gesta í miðbænum geti verið 60­70% og fjölgun starfsmanna um 10­20%. Því þarf að bæta við að lágmarki 200­250 bílastæðum,“ segir Guðmundur Bjarni sem fagnar því að vilji sé til þess hjá bæjaryfirvöldum að skoða bílastæðamálin í miðbænum.

This article is from: