1 minute read

Að æfa hestaíþróttir

Félagshús Sörla

Frá árinu 2017 hefur Hestamannafélagið Sörli rekið félagshesthús með það að markmiði að auka nýliðun í hestamennsku á faglegan og heilbrigðan hátt undir stjórn leiðbeinenda, yfirþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins.

Advertisement

Þessi starfsemi hefur notið mikilla vinsælda en skipulagt starf er meðal barna og unglinga þar sem að þau geta æft íþróttina óháð því hvort þau eiga hest eða ekki. Fram til loka ársins 2021 var félagshúsið rekið í leiguhúsnæðum víðsvegar á Sörlasvæðinu en nú fer starfsemin fram í húsnæði sem áður var í eigu Íshesta að Sörlaskeiði 24. Samstarf Sörla og Íshesta hefur gengið mjög vel og er aðstaðan einstaklega góð fyrir bæði menn og dýr en um er að ræða hesthús fyrir 33 hesta, litla reiðskemmu, gerði og góða æfinga­ og kennsluaðstöðu fyrir börn og unglinga.

Helga Katrín Grímsdóttir er ein af þeim fjölmörgu börnum sem hafa fengið tækifæri til að æfa hestaíþróttir með tilkomu félagshússins. Hún er í sjötta bekk og veit ekkert skemmtilegra en að æfa hestaíþróttir. Helga Katrín byrjaði að æfa hestaíþróttir hjá Sörla fyrir þremur árum. Hvorki foreldrar hennar, né aðrir nánir aðstandendur stunda íþróttina en langafi hennar átti hesta. Helga Katrín hefur eignast góða vini í félagshúsinu, bæði mannfólk og hesta. Helga Katrín segir foreldra sína vera mjög ánægða með að hún æfi hestaíþróttir og að þau séu dugleg að hvetja hana áfram. Skemmtilegast þykir henni að æfa hindrunarstökk og að keppa. Helga Katrín fékk hryssuna Spá frá Hafnarfirði að láni hjá vinkonu sinni Maríu Rúnarsdóttur og keppti í

This article is from: