
1 minute read
Karen Hrönn las til sigurs

Glæsilegur lestur 7. bekkinga í Stóru upplestrarkeppninni
Advertisement
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Víðistaðakirkju 21. mars og kepptu 18 nemendur 7. bekkja grunnskólanna í Hafnarfirði til úrslita í upplestri.
Ingibjörg Einarsdóttir var kynnir og stjórnandi hátíðarinnar en hátíðin hófst með flutningi Talkórs nemenda 4. bekkjar Áslandsskóla og ávarpi forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.
Emil Arthúr Júlíusson, sigurvegari keppninnar 2022 kynnti skáld keppninnar en í 1. umferð lásu nemendur kafla úr bókinni Blokkin á heimsenda eftir þær Arndísi og Huldu Sigrúnu.
Þá las Lazar Velemir ljóð á serbnesku og eftir stutt hlé flutti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri ávarp.
Vilhjálmur Hauksson, sem varð í 2. sæti keppninnar í fyrra kynnti svo ljóðskáld keppninnar en í 2. umferð lásu nemendur ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og höfðu úr 10 ljóðum að velja.
Í 3. umferð lásu nemendurnir svo ljóð að eigin vali og þá fékk dómnefndin það erfiða verkefni að raða í efstu þrjú sætin.
Viðja Elísabet Magnúsdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Hafnarfirði lék svo á flygil fyrir viðstadda áður en úrslitin voru kynnt.
T Nlistarsmi Ja Stjarnarkirkju
fyrir byrjendur sem lengra komna, 14-75 ára
Allar stundir eru opnar. Verið hjartanlega velkomin!
Í þriðja sæti var Reynir Örn Sigrúnarson úr Setbergsskóla, í öðru sæti var Soffía Karen Björnsdóttir úr Hraunvallaskóla og sigurvegari í ár var Karen Hrönn Guðjónsdóttir úr Áslandsskóla.