
1 minute read
Deiliskipulag
Kynningu
Smella þarf þrisvar sinnum á síðu bæjarins til að finna
Advertisement
Þær eru ekki áberandi á vef bæjarins, auglýsingarnar um breytingar á deiliskipulagi í Hafnarfirði. Smella þarf á „Framkvæmdir“, síðan á „Skipulag“ og síðan á „Skipulag í kynningu“ til að sjá auglýsingarnar. Þar eru engar skýringarmyndir, aðeins formlegar tillögur sem oft eru á mjög þungum PDF skjölum sem notandinn þarf að hlaða niður. Skipulagbreytingar eru mjög sjaldnar auglýstar hér í bæjarblaðinu Fjarðarfréttum en eru birtar að mestu í Fréttablaðinu sem ekki er dreift inn á heimili í Hafnarfirði.
Eftirfarandi auglýsingar má finna núna á vef bæjarins:
• Deiliskipulagsbreyting, Kapelluhraun 2. áfangi - Álhella.
Auglýst: 23.3.2023. Athugasemdarfrestur til: 4.5.2023
• Endurskoðun á deiliskipulagi Hraun vestur, miðbær Hverfisgata 22 Deiliskipulagsbreyting.
Auglýst: 6.3.2023. Athugasemdarfrestur til: 27.4.2023
• Endurskoðun á deiliskipulagi Setbergs Skipulagslýsing
Auglýst: 9.3.2023 - Athugasemdarfrestur til: 6.4.2023
• Sléttuhlíð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Deiliskipulag
Auglýst: 23.2.2023. Athugasemdarfrestur til: 11.4.2023
Auglýsingar sími 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is