
2 minute read
Gott aðgengi forsenda lifandi miðbæjar Hafnarfjarðar
Bílastæðamál
Bílastæðamál í miðbænum eru í brennidepli núna og á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag var sviðsstjóra falið að vinna erindisbréf fyrir starfshóp sem skoðar bílastæðamál í miðbænum.
Advertisement
Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar, segir nauðsynlegt að taka bílastæðin föstum tökum því lausn á bílastæðamálum sé forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar.
Segir hann að bæta þurfi aðgengi að verslun og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar og auka framboð bílastæða með stýringu á umferð og mögulega með byggingu bílastæðakjallara eða bílastæðahúss.
Ekki N Umr A
Það er reyndar ekki nýtt af nálinni að athygli sé vakin á bílastæðamálum í miðbænum. Í desember 2002 lagði formaður miðbæjarnefndar til að byggt yrði bílastæðahús við Linnetsstíg og í september 2015 lögðu Miðbæjarsamtökin til að klukkuskífur yrðu teknar upp í miðbænum til að stýra notkun á bílastæðum.
Þá sagði í skýrslu og tillögum starfshóps um skipulag í miðbæ Hafnarfjarðar frá 25.01.2021: „Finna þarf viðunandi lausn er varða bílastæði“.

Einnig segir þar um miðbæi, að þeir þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til að vaxa og dafna:
• Miðbær þarf að vera aðgengilegur, snyrtilegur og öruggur.

• Hann verður að hafa sterkan staðaranda þar sem yfirbragð byggðar, verslun og þjónusta styrkja þessa ímynd.
• Einhvers konar faglegt eftirlit eða stjórnun verður að vera til staðar.
• Miðbær þarf að vera skemmtilegur og veita upplifun.
Ljóst sé að ef fyrirhugað er að byggja upp miðbæ Hafnarfjarðar þannig að hann uppfylli öll þessi skilyrði þá þurfi að auka framboð og stýra notkun bílastæða og tryggja góða aðkomu gesta og gangandi.
Gjaldtaka Ver I Tekin Upp Mi B Num
Í greinargerð með aðalskipulagi miðbæjarins frá 2001 eru sögð 832 bílastæði í miðbænum, við Strandgötu, Linnetsstíg og Fjarðargötu. Af því eru um 100 stæði í bílastæðakjallara Fjarðar.

Guðmundur Bjarni segir enga stýringu vera á notkun bílastæðanna. „Þau eru notuð sem langtímastæði af starfsfólki í miðbæ Hafnarfjarðar, íbúum í miðbænum, ferðalöngum á leið í frí, af þeim sem ferðast með almenningssamgöngum til Reykjavíkur og Keflavíkur og til geymslu á endurvinnslugámum og sorpgámum.“
Guðmundur Bjarni bendir á að enginn hafi eftirlit með að misnotkun á bílastæðum eigi sér stað þó sums staðar hafi verið sett upp skilti sem takmarki tímalengd stöðu á bílastæðum.
Telur hann nauðsynlegt að sett verði upp sjálfvirkt kerfi og myndavélar við innkeyrslu á svæðið og gjaldtaka tekin upp. Þó þannig að viðskiptavinir fái að leggja frítt í skamman tíma en eftir það verði hóflegt gjald tekið. Segir hann að taka þurfi tillit til íbúa á svæðinu í samræmi við ákvæði í eignaskiptarsamningum og hann vill að boðið verði upp mánaðaráskrift að bílastæðum.
Fjarðarfréttir fjallaði um bílastæðamál í miðbænum 12. mars 2021 þar sem m.a. kom fram að samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar frá 2017 hafi lítil áhrif haft og þrátt fyrir umræður hafi virst sem enginn hafi þorað að taka ákvörðun um gjaldtöku eða aðra notkunarstýringu á bílastæðum í miðbænum.
Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason
Ritstjórn og auglýsingar: 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing
ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866