2 minute read
Ábyrgð veghaldara
á um veghaldari skuli svo fljótt sem við verður komið, eftir að hann fær vitneskju um skemmdir í vegi sem hættulegar eru umferð, láta gera við þær eða merkja hina hættulegu staði þar til viðgerð hefur farið fram. Í 46. gr. laganna kemur auk þess fram að veghaldari beri ábyrgð á því að vegir sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar skuli uppfylla kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar og ástands vega.
Þyki sannað að veghald samræmist ekki þeim skyldum sem vegalög leggja á herðar veghöldurum felist í því vanræksla sem verði ekki afsökuð með fjárskorti, enda gildi ákvæði laganna og skyldur óháð fjárreiðum hverju sinni. Í ljósi þess að um lögbundnar skyldur sé að tefla getur slíkt, að öðrum skilyrðum uppfylltum, leitt til bótaskyldu veghaldara. Bendir hann í því sambandi á að samkvæmt 56. gr. vegalaga beri veghaldari vegar, sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar, ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysi á veginum þegar það megi rekja til gáleysis veghaldara við veghaldið og sannað sé að vegfarandi hafi sýnt af sér eðlilega varkárni.
FÍB stendur vörð um hagsmuni bifreiðaeigenda vegna tjóna sem reka má til athafnaleysis veghaldara. Félagsmenn í FÍB hafa sett sig í samband við skrifstofu félagsins ogsegjast nú þegar hafa orðið varir við holumyndanir. Þetta eigi bæði við hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Vegfarendur eru því beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum. FÍB vinnur að uppsetningu á vefsíðu sem fer í loftið á næstunni þar sem vegfarendur geta komið ábendingum um holur á framfæri.
Ákvæði vegalaga nr. 80/2007 sem vísað er til í þessari frétt:
43. gr. Viðhald vega. Vegskemmdir. Veghaldari ber ábyrgð á því að vegi, sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar, sé við haldið með eðlilegum hætti miðað við þá umferð sem um veginn fer. Veghaldari skal svo fljótt sem við verður komið eftir að hann hefur fengið vitneskju um skemmdir á vegi, sem hættulegar eru umferð, láta gera við þær eða merkja hina hættulegu staði þar til viðgerð hefur farið fram og skulu merkingar vera í samræmi við ákvæði umferðarlaga.
46. gr. Almennt. Vegir sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar skulu uppfylla kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar, ástands vega, merkinga og annarra þátta sem kveðið er á um í lögum þessum og ber veghaldari ábyrgð á því.
56. gr. Bótaábyrgð veghaldara. Veghaldari vegar sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar ber ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysi á veginum þegar tjónið er að rekja til gáleysis veghaldara við veghaldið og sannað er að vegfarandi hafi sýnt af sér eðlilega varkárni.