2 minute read
Samstöðufundur hjólafólks
Ábyrgð veghaldara
þegar viðhaldi er ekki sinnt
Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins sem tengist skorti á fjárveitingum frá stjórnvöldum er ástæða slæms ástands vega víða um land. Vegir komu til að mynda illa undan síðasta vetri og mikið var um holur og hvörf í vegum. Auknar fjárheimildir til uppbyggingar og viðhalds duga ekki til að mæta vanrækslu liðinna ára.
Nú er sá árstími og það tíðarfar sem eykur verulega hættu á holumyndunum á vegum. Í miklum umhleypingum og þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eykst hætta á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Vegfarendur eru því beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.
Það getur tekið skamman tíma fyrir holu að myndast, jafnvel djúpa holu sem getur leitt til tjóns. Starfsmenn þjónustustöðva veghaldara fylgjast með eins og kostur er og bregðast við ábendingum um holur. Vegagerðin leitast við að bregst við með viðgerð sem allra fyrst. Þrátt fyrir góðan vilja dugar þetta ekki alltaf til og allt of margir bíleigendur hafa ekið í djúpar holur með alvarlegum afleiðingum. Inn til FÍB berast tilkynningar og ábendingar frá fólki vegna sprunginna og tættra hjólbarða, brotinna fjaðragorma og allskonar annarra skemmda á farartækjunum. Það er sannarlega mál að linni.
Við uppbyggingu og lagfæringar vega eftir veturinn hafa komið fram gagnrýnisraddir um að sparnaður og ódýrari aðgerðir við viðhaldið hafi komið illa við vegfarendur. Töluvert hefur verið um notkun holubóta og fyllingu hjólfara á verstu stöðunum í stað þess að endurnýja slitlagið. Á fáum árum verður vegakerfið ósléttara og ójafnara sem eykur álag á ökutæki og dregur verulega úr akstursgæðum og öryggi vegfarenda.
Hver er réttarstaða bíleigenda vegna tjóna sem tengjast ástandi vega?
Sú spurning hlýtur að vakna hver réttarstaða bíleigenda sé vegna tjóna sem tengjast ástandi vega. Í lögum kemur fram að veghaldari beri ábyrgð á því að vegi, sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar, sé við haldið með eðlilegum hætti miðað við þá umferð sem um hann fer.
Jóhann Fannar Guðjónsson, lögfræðingur FÍB, var inntur eftir því hver ábyrgð veghaldara væri þegar viðhaldi væri ekki sinnt sem skildi og hvort það hafi áhrif á ábyrgð hans þegar það er viðurkennt að ástandið sé mun verra vegna þess að fjárskortur hefur hindrað eðlilegt viðhald sem leiði til meiri vandamála vegna mikils niðurbrots og holumyndana?
Jóhann Fannar benti á að um skyldur veghaldara fari skv. ákvæðum vegalaga nr. 80/2007. Þar sé meðal annars kveðið á um skyldur til viðhalds vega í 43. gr. laganna. Í 1. mgr. 43. gr. laganna komi fram að veghaldari beri ábyrgð á því að vegum, sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar, sé við haldið með eðlilegum hætti miðað við þá umferð sem um þá fer. Í 2. mgr. 43. gr. sé síðan kveðið