Jólablað Faxa 2024 1. tbl 84. árgangur

Page 1


Jólin 2024

1. tölublað - 84. árgangur - 2024

Ritstjóraspjall

Enn á ný stóðu Suðurnesjamenn andspænis miskunnarleysi náttúruaflanna þegar 10. gosið hófst á Reykjanesi 20. nóvember sl. og enn á ný upplifðum við elju og útsjónarsemi þess fólks sem hefur stritað við að byggja upp varnir svo vernda megi innviði okkar. Það hefur mikið mætt á þeim sem standa þessum náttúruhamförum næst, Grindvíkingum. Fannar Jónasson bæjarstjóri fer yfir stöðuna og söguna í pistlinum Hér og nú.

Kristján Jóhannsson heimsótti stjörnufréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson, sem er Suðurnesjamaður í húð og hár þó hann hafi verið búsettur á Selfossi í þrjá áratugi. Magnús Hlynur kann að segja skemmtilega frá og það gerir hann ekki síður hér en í störfum sínum sem fréttamaður á Stöð 2.

Útvarpskonan Hulda Geirsdóttir hefur yljað okkur með sinni þýðu útvarpsrödd og góðum tónlistarsmekk á undanförnum áratugum. Hún á minningar sem ylja frá bernskuárunum í Keflavík þar sem heiðin ofan við Eyjabyggð var uppspretta ævintýra og dýrmæt vinátta myndaðist. Hún deilir þeim með okkur í pistlinum Þá og þar.

Karen Sturlaugsson þarf ekki að kynna, svo áberandi hefur hún verið í menningar- og tónlistarlífinu undanfarna áratugi. Í ár eru 13. tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tekur þátt í en það eru kannski færri sem vita að þegar óskað var eftir þátttöku bjöllukórs í tónleikum Sinfó árið 2012 og Karen svaraði beiðninni játandi hafði hún hvorki bjöllur né kór. Karen sá það hins vegar ekki sem hindrun í að stofna kór. Hún segir okkur allt um það og skemmtileg verkefni bjöllukórsins í viðtali við undirritaða.

Melrakkar, hópur fólks sem ferðast um landið á Buggy bílum, fór í ævintýralega ferð landshorna á milli sl. sumar. Við fáum að ferðast með í huganum í samantekt Kristins Þórs Jakobssonar um ferðina.

Heimavöllur Njarðvíkinga í körfuknattleik í rúm 50 ár, Ljónagryfjan hefur þjónað hlutverki sínu og liðið hefur kvatt keppnisvöllinn og fært sig um set í glæsilegt íþróttahús við Stapaskóla. Ljónagryfjan fær sinn sess í Sögu húsanna að þessu sinni.

Suðurnesjamenn eiga hvert bein í þeim söngelsku systkinum Elly og Vilhjálmi Vilhjálmsbörnum frá Merkinesi í Höfnum. Dagný Maggýjar rekur sögu þeirra í áhugaverðri grein þar sem ýmislegt kemur fram sem við vissum ekki, fyrr en nú.

Við verðum einnig margs vísari eftir lestur greina þeirra Ragnheiðar Árnadóttur og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur. Ragnheiður fjallar um fólkið á Vatnsnesi en Helga Margrét tók Ámunda Huxley Ólafsson tali.

Við tökum einnig stöðuna á bókaútgáfu Suðurnesjafólks fyrir þessi jól og nú og sem fyrr er okkar fólk iðið við ritstörf. Úr mörgu áhugaverðu efni er að velja.

Reykjanesbær fagnaði 30 ára afmæli í ár og var ýmislegt gert til þess að fagna þeim tímamótum. Við birtum myndasyrpu frá ýmsum viðburðum afmælisársins og gerum tveimur heiðursborgurum Reykjanesbæjar skil, þeim Alberti Albertssyni og Sólveigu Þórðardóttur.

Ég óska lesendum gleðilegrar hátíðar. Svanhildur Eiríksdóttir

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi

Ritstjóri: Svanhildur Eiríksdóttir, sími 894 5605, netfang: svei@simnet.is

Blaðamaður: Dagný Maggýjar

Blaðstjórn: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Jóhann Friðrik Friðriksson, Ríkharður Ibsen, Kristinn Óskarsson, Hannes Einarsson, Kristján Jóhannsson, Guðmundur Ingvar Jónsson

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf.

Vesturbraut 8, 230 Reykjanesbær, sími 421 4388, Netfang: stapaprent@stapaprent.is

Netfang vegna auglýsinga: eysteinne@gmail.com

Auglýsingasími: 698 1404

Forsíðumynd: Oddgeir Karlsson

Fjársjóðurinn í Eyjabyggðinni

Égólst upp í Eyjabyggðinni í Keflavík.

Þrátt fyrir að vera fædd í Vestmannaeyjum var ég samt ekki flóttamaður vegna eldgoss heldur keyptu foreldrar mínir hús í Eyjabyggðinni þegar þau buðust á almennum markaði. Ég held að það hafi enginn búið í húsinu áður en við keyptum, a.m.k. man ég eftir því að engar tröppur voru framan við húsið og mamma og pabbi þurftu að toga mig upp til að fara inn um dyrnar. Einhverjum gæti þótt Eyjabyggðin eins og hún var þarna óspennandi; malargötur, ógrónar lóðir, lítið skjól og flugvéladrunur alla daga. En það var dásamlegt að alast upp í Eyjabyggðinni og í minningunni lifir ekkert af þessu sérstaklega, heldur bara tími uppgötvana, leikja, vináttu og ævintýra.

Við krakkarnir sóttum í trönurnar á heiðinni og nöguðum jafnvel skreið ef hungrið gerði vart við sig. Stundum stálumst við inn fyrir göt á flugvallargirðingunni og mest spennandi var að mæta fullvopnuðum hermönnum á verði, þá hlupum við eins hratt og fætur toguðu heim. Á veturna skautuðum við á vötnunum og fótbolti var spilaður heilu dagana á malarvellinum við leikvöllinn allan ársins hring. Svo voru það útileikirnir, Yfir, Ein króna, Stórfiskaleikur, Brennó og allt hitt. Vegna tengsla sumra okkar við Ameríku var meira að segja gripið í hafnarbolta enda einhver sem áttu hanska og kylfu. Svo má ekki gleyma einstaka dyraati og öðrum fíflagangi. Í öllum þessum ævintýrum eignaðist ég ýmsa fjársjóði, bæði fjaðrir og bein af heiðinni, en líka fjársjóð minninga og stærsta fjársjóðinn, ævilanga vináttu.

Við Bylgja Sverris kynntumst í leikskóla, hún mætti hágrenjandi og ekki til í að láta planta sér í leikskóla, en hún vakti athygli mína því við vorum með eins lambhúshettur (og svo grenjaði hún svo mikið!). Við bjuggum báðar á Elliðavöllum og þarna á Garðaseli varð til vinátta sem ennþá lifir góðu lífi. Krakkarnir í hverfinu voru sjálfbjarga og flest gengum við með lykil um hálsinn. Foreldrar margra unnu á vellinum og þaðan komu ósjálfrátt ýmiskonar áhrif sem lituðu líf okkar. Stundum var til amerískt nammi uppi á háalofti og við Bylgja vorum orðnar mjög flinkar í að komast þangað upp, ég hélt á henni og hún smokraði haus og herðum upp fyrir háaloftsopið og tryggði okkur nokkra mola. Íþróttirnar urðu fljótt stór hluti lífsins og hestamennskan hjá mér, en úr Eyjabyggðinni lá leiðin eftir heiðinni að hesthúsunum, fyrst við Iðavelli og svo á Mánagrund.

Á Elliðavöllunum eignaðist ég marga vini sem fylgja mér enn þann dag í dag. Það er ekki sjálfgefið að viðhalda slíkri einlægri og traustri vináttu í áratugi og að geta sagt að maður eigi enn vini frá því í leikskóla. Svo eignast maður aðra vini líka, í framhaldsskóla, háskóla, hinum ýmsu störfum og áhugamálum, en dýrmætustu steinarnir í vináttufjársjóðnum liggja á

Þá og þar...

botninum í pokanum, voru settir þar fyrst – í Eyjabyggðinni.

Svo tekur fullorðinslífið við, með sínum áhyggjum og áskorunum, og þá er ómetanlegt að eiga þetta trausta og sterka bakland sem æskuvinirnir eru. Við þurfum ekki að hittast alla daga til að vita að ef við þurfum á hverju öðru að halda þá er baklandið til staðar. Við höfum tekist á við gleði og sorg í alls kyns verkefnum og þrátt fyrir að við búum ekki öll ennþá í Keflavík hefur hitt ekkert breyst. Þegar æskuvinir af Elliðavöllum hittast þá er eins og tíminn hafi staðið í stað. Ekki er verra að Bylgja Sverris er með

fílsminni og man allt mögulegt sem við vorum að bardúsa og brasa í eina tíð. Enda keyri ég enn til Keflavíkur til að fara í klippingu hjá Bylgju og eiga gæðastund í spjalli sem við myndum annars kannski ekki gefa okkur tíma til.

Þegar ég var 18 ára flutti fjölskyldan á Faxabraut. Ég var verulega ósátt, jafnvel þó ég fengi miklu stærra herbergi niðri í kjallara, með sér inngangi og næði frá yngri systkinum (sem voru auðvitað mjög pirrandi á þessum árum!! :D ) þá var það auðvitað ekki Eyjabyggðin. Ég elskaði að búa í litla timburhúsinu með dúknum í loftinu sem lyftist og hneig eftir veðurstöðu, með trefjaplasttröppum sem smelltust utan á húsið, í húsi sem hvarf reglulega á kaf í snjó þegar skóf ofan af Miðnesheiðinni, þar sem herþotur drundu á öllum tímum – en líka þar sem litla vinasamfélagið mitt hafði alist upp og fest rætur á uppblásinni heiðinni.

En vináttan fer hvergi, sama hvar við höfum sett okkur niður. Meira að segja Bylgja – sem gerðist Njarðvíkingur af sverustu sort! - fylgir mér enn og ég elska alla þessa æskuvini mína úr Eyjabyggðinni sem gerðu uppvaxtarárin svo skemmtileg þar sem hugrekki, sjálfstæði og uppfinningasemi réði ríkjum. Það er er stóri fjársjóðurinn úr Eyjabyggðinni.

Hulda og vinkonur úr Eyjabyggðinni
Vinkonurnar Bylgja og Hulda í bernsku
Hulda og Bylgja í dag
„Ég hef heyrt að þú sért bjöllukonan!“

Vorið 2012 fékk Karen Sturlaugsson aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og stjórnandi til margra ára hringingu frá Hjördísi Ástráðsdóttur umsjónarkonu jólatónleika Sinfóníutónleika Íslands sem byrjaði samtalið á þessari fullyrðingu. Hvað átti hún við? Svanhildur Eiríksdóttir settist niður með Karen til þess að spjalla um bjöllukórinn, sem hefur átt ævintýralegan feril síðan hringingin góða barst.

„Jú, jú, það er alveg rétt,“ svarar Karen um hæl enda sennilega sú sem lengst hefur verið viðloðin bjöllukóra á Íslandi. „Ég hef eiginlega verið með bjöllur síðan ég man eftir mér. Pabbi minn keypti bjöllusett þegar ég var unglingur og ég stofnaði kór í skólanum mínum,“ segir Karen sem er fædd og uppalin í Massachusetts í Bandaríkjunum en hefur verið búsett á Íslandi síðan 1987. „Ég kem til Íslands af og til að heimsækja ættingja sem unglingur en veturinn 1976-77 kem ég til þess að stunda nám í Háskóla Íslands og þá tók ég bjöllusettið með. Nokkrum árum síðar voru fyrstu bjöllurnar keyptar til Íslands, af tónlistarskólunum á Hellisandi og í Garði.“

Karen kemur aftur til Íslands fáum árum

Frá jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2023. Ljósm. Svanhildur Eiríks

Bjöllukór TR og Lúðrasveit verkalýðsins á tónleikum í Hljómahöll árið 2022. Mynd úr einkasafni

síðar og aftur er bjöllusettið með í för. „Ég fer að kenna í Hlíðardalsskóla, sem var heimavistarskóli og stofna þar kór og bjöllukór. Við afrekuðum meira að segja að gefa út plötu. Árið 1981 flytjum við til Bandaríkjanna og setjumst að í Boston.“ Þarna hafði Karen kynnst eiginmanni sínum Birni Sturlaugssyni og bjuggu þau vestanhafs í sex ár.

„Við komum aftur til Íslands 1987 og tók ég þá að mér að stjórna bjöllukórnum í Garði sem Jónína Guðmundsdóttir hafði fram að því stjórnað. Seinna stjórnaði ég bjöllukór í Laugarneskirkju. Það má segja að ég hafi verið hér og þar, stjórnandi á mótum og svona,“ segir Karen um þessi fyrstu ár alkomin til Íslands. Af þessu hafði Hjördís heyrt og hafði því samband við Karen þegar Sinfóníuhljómsveitin þurfti á bjöllukór að halda. Karen var ekki sein til svars, „já alveg frábært, ég er sko til.“ Þetta vafðist ekkert fyrir Karen þótt hún hefði hvorki bjöllur né kór.

Fékk fyrsta bjöllusettið lánað

Karen dó ekki ráðalaus, hún fékk bjöllurnar frá Tónlistarskólanum í Garði lánaðar og fór svo að líta yfir nemendahópinn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (TR). „Ég hafði verið að stjórna léttsveit og lúðrasveitum og ég valdi nemendur úr þeirra röðum. Þessi fyrsti hópur var lengi í kórnum, spilaði sennilega saman í ein sex ár.“ Það var nákvæmlega þetta snarræði Karenar, jákvæðni og bjartsýni alveg frá upphafi sem leiddi kórinn í margvísleg ævintýri og skemmtileg verkefni víða um heim. Nánar um það síðar.

Þegar Karen var komin með öflugan bjöllukór fannst henni skólinn þurfa að eignast sínar eigin bjöllur og nefndi það við Harald skólastjóra TR. Karen hafði samband

Frá fyrstu tónleikum bjöllukórs TR á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2012.

Karen er hér í góðum félagsskap Maxímús Músíkús sem er þekktasta tónlistarmús Íslands.

Mynd úr einkasafni

við Tónlistarskólann á Hellisandi því hún vissi að bjöllurnar þar væru ekki í notkun því stjórnandinn var farinn á eftirlaun. „Ég óskaði eftir því að fá bjöllurnar lánaðar en vildi þó helst fá að kaupa þær. Svarið kom fljótlega, þau vildu endilega að bjöllurnar yrðu notaðar og voru til í að selja okkur þær. Það fyrsta sem við gerðum var að senda þær út til Bretlands í yfirhalningu. Bjöllur eru þannig hljóðfæri að það þarf stundum að stilla þær og laga og aðeins framleiðandi gerir það. Sumar þurfti að bræða niður og gera nýjar. Við fengum því mjög flott sett til baka eftir þessa yfirferð. Þetta voru þrjár áttundir og þrjár bjöllur. En við höfum líka bætt við bjöllum í safnið frá því þetta var, erum með fimm áttundir núna og fjórar áttundir af svo

köllum „chimes“ sem hafa annan tónblæ en bjöllur.“

Ég spyr Karen út í nafnið á kórnum sem er stórt, Bjöllukór Íslands. Er þetta eini bjöllukórinn á landinu? Karen hlær og segir þetta vera svolítið grín, en jú kórinn er eini bjöllukórinn á Íslandi sem starfar í þessari mynd og spilar opinberlega. „Það er til kór sem heitir bjöllukór Tónstofu Valgerðar, sem er hugsaður sem meðferðarúrræði (e. music therapy) og þau nota chimes. En það er gaman að segja frá því að þessir tveir kórar munu spila saman eitt lag á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar núna í desember, lag sem Ingi Garðar Erlendsson útsetti fyrir okkur. Hann hefur einmitt útsett mikið fyrir okkur og gerir það frábærlega.“

En Karen er langt frá því að vera eigingjörn á kórinn, segist vita af bjöllusettum á nokkrum stöðum á landinu og vonar innilega að starfsemi bjöllukóra eigi eftir að vaxa á næstunni. „Ég veit að hún Sandra [Rún Jónsdóttir] sem var lengi nemandi hér við skólann, og meðlimur í fyrsta Bjöllukór TR, og er orðin skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, keypti nýlega bjöllusett. Svo ég vona að bjöllukórum fari að fjölga.“

Gerist eitthvað á mótum

Karen hefur verið dugleg að fara með bjöllukórinn á mót erlendis, oftast til síns heimalands, en einnig til Bretlands. Þá er á döfinni heimsmót í Skotlandi sumarið 2026 sem kórinn lætur sig ekki vanta á. Mótin eru mjög lærdómsrík fyrir nemendur, segir

Karen, því bæði fá þau að kynnast tækni og spilamennsku annarra kóra, ásamt því að fá reynslu af fjölbreyttu samspili í stórum hópi.

Bjöllukórinn spilar ekki eingöngu á sjálfum jólatónleikunum heldur hitar tónleikagesti upp í gestarýminu framan við tónleikasalinn Eldborg. Ljósm. Svanhildur Eiríks

Hópurinn sem spilaði í Carnegie Hall árið 2015. Mynd úr einkasafni

„Ég hef tekið eftir því að um leið og þau fara á mót þá gerist eitthvað. Þau spila betur, enda eru þau kannski að spila samfleytt í eina viku. Auk þess eru þau að fylgjast með öðrum spila og sjá og læra nýja tækni, því oft eru einhver námskeið tengd þessum mótum. Það kemur líka fyrir að þau eru fengin til að spila á einkatónleikum eða ég nota mín sambönd og óska eftir að þau fái að spila.“

Karen fór í sumar á fjölmennt bjöllukóramót í Japan sem hún sagði hafa verið mjög áhugaverða reynslu og lærdómsríka. Hún fór ein á þetta mót, enda ferðalagið bæði dýrt og langt. „Þar var ég m.a. að læra hvernig maður spilar á bjöllur án þess að meiða sig. Það þarf bæði að hita upp áður en maður byrjar að spila og maður þarf að beita sér rétt við að hringja bjöllunum.“ Á mótinu hitti Karen þýskan stjórnanda bjöllukórs og hann ætlar að koma með kórinn til Íslands í apríl á næsta ári og kórarnir munu halda sameiginlega tónleika með bjöllukór TR helgina fyrir pálmasunnudag.

Kórinn fór á mót rétt utan við London í október sl. Karen segir að það hafi verið tími til kominn að fara í ferð til Bretlands, því þar eigi hugmyndin um handbjöllur uppruna sinn, sennilega í kringum 1700. „Þessar minni bjöllur þróuðust út frá stóru kirkjubjöllunum. Þær eru stórar og hávaðasamar og trufluðu jafnvel íbúa í nágrenni kirknanna þegar fólk var að æfa sig og það gat verið býsna kalt á veturna. Einhver fékk því þá góðu hugmynd að búa til minni bjöllur. Það er mjög mikil brassbandshefð í Bretlandi, heilu þorpin sem helga sig brassböndum og þannig var það áður fyrr með bjöllurnar. Haldnir voru bjöllutónleikar og bjöllukeppnir víða um land þar sem eingöngu karlmenn tóku þátt! Oft voru verðlaun fyrir sigurvegara í keppnunum í formi tónleikaferða til annarra landa, svo sem Bandaríkjanna og Ástralíu. Þannig breiddist áhugi fólks í þessum löndum á bjölluspilamennsku út. En þó Bretarnir séu ennþá að spila á bjöllur og margir bjöllukórar starfræktir þar, þá held ég

Karen við útnefninguna sem listamaður Reykjanesbæjar 2022-2026. Ljósm. Víkurfréttir

Frá jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015. Mynd úr einkasafni

að toppnum frá 18. og 19. öld hafi ekki verið náð.“

Ævintýrið með Sigurrós

Karen hefur verið eini stjórnandi bjöllukórsins frá upphafi en á síðasta ári

tók Arnar Freyr Valsson að sér að stjórna bjöllukór yngri nemenda. „Eldri hópurinn sem ég er með núna er þriðji hópurinn frá stofnun kórsins svo þú sérð að þau eiga langan feril í kórnum, spila saman í mörg ár. En svo á einhverjum tímapunkti fara þau,

Bjöllukór TR á bjöllukóramóti í Englandi í október sl. Mynd úr einkasafni

sum erlendis í frekara nám og þá er gott að hafa þjálfaða spilara til að taka við. En þau halda í þetta eins lengi og þau geta, finnst þetta svo skemmtilegt.“

Karen segir jólatónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar sannarlega vera einn af hápunktunum í starfsemi bjöllukórsins, sé partur af jólastemmningunni fyrir þau. Upplifunin af því að vera baksviðs með öllum listamönnunum sem koma fram á tónleikunum sé líka alveg einstök. En spurð um áhugaverðustu verkefni kórsins, séu önnur sem seint fái toppað, spilamennska og samvinnan með hljómsveitinni Sigurrós þar sem hver tilviljunin rak aðra í fyrstu. Karen stendur upp og sækir sex laga plöntu sem gefin var út með Sigurrósu og Bjöllukór TR árið 2018.

„Upphafið að þessu ævintýri var að við höfðum sett stefnuna á að fara á mót vorið 2017. Ég sé að það verður móti í Toronto í Kanada sem hentaði okkur. Ég ræddi við Inga Garðar Erlendsson kennara við TR og tónskáld og sagði að það væri nú gaman að hafa einhverjar íslenskar útsetningar eða lög með okkur í ferðina. Hann svarar því til að sér fyndist að það ætti að vera lag með Sigurrós, það yrði alveg ekta fyrir bjöllukór, en sjálfur hefur hann spilað með Sigurrós. Hann útsetur fyrir okkur lögin Hoppípolla og Starálfur og við spilum það á skólatónleikum bjöllukórsins þetta vor. Eftir tónleikana

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

óskar nemendum, kennurum

og öðrum Suðurnesjabúum

gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Þökkum samstarfið á árinu.

SKÓLAMEISTARI

Málfundafélagið Faxi

óskar öllum

Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Gleðileg jól

Gott og farsælt nýtt ár!

Þökkum samskiptin á liðnu ári.

Útvegsmannafélag

Suðurnesja

Sendum öllum

Suðurnesjabúum góðar jóla- og nýársóskir,

með þakklæti fyrir viðskiptin á liðnum árum.

Sundmiðstöðin

óska Suðurnesjamönnum

gleðilegrar jólahátíðar og farsæls nýs árs.

Bílrúðuþjónustan óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla

Gleðileg jól

Gott og farsælt nýtt ár!

Þökkum samskiptin á liðnu ári.

og

ísetningar

segir Ingi Garðar okkur að Sigurrós verði með tónleika í Toronto á sama tíma og við verðum þar á móti. Hann býðst til að tala við umboðsmann Sigurrósar til að athuga hvort bjöllukórinn geti ekki verið á gestalista og sendi þeim upptökur af þessum tveimur lögum. Svarið berst um hæl og þar erum við beðin um að vera upphitunarband á þessum tónleikum Sigurrósar.“

Karen verður eiginlega orðlaus þegar hún rifjar þetta upp, stemmningin hafi verið slík. „Þetta voru útitónleikar með fleiri þúsund manns. Við hefjum okkar tónleika með því að einn spilari kemur labbandi inn á sviðið með það sem við köllum syngjandi bjöllu, en þá er barmur bjöllunnar strokinn með tré sívalningi þannig að hún fer að mynda yfirtóna. Það var dauðaþögn í áhorfendahópnum, alveg mögnuð upplifun en þessir tónleikar tókust ótrúlega vel. Meðlimir Sigurrósar voru ekki síður hrifnir af því hvernig til tókst og báðu okkur um að taka þátt með þeim á tónlistarhátíð þeirra Norður og niður í Hörpu um ármótin þetta ár, 2017-18. Í framhaldi fór Ingi Garðar að útsetja fleiri lög fyrir kórinn. Við spiluðum svo á tvennum Sigurrósartónleikum og þeir svo svo ánægðir að þeir vildu gefa út þessi lög með bjöllunum og það er þessi plata, Klukk.“

„Ég er til!“ – ævintýri í Carnegie Hall Við förum aðeins aftur í tímann því fyrsta ævintýri bjöllukórsins var í einu frægasta tónleikahúsi heims, Carnegie Hall í New York. Þetta var árið 2015 og bjöllukórinn hafði því ekki verið starfandi lengi. Aftur er það að þakka drifkrafti Karenar og óbilandi trú. „Þannig var að ég var bara að undirbúa bjöllukórinn til að taka þátt í móti í Connecticut í Bandaríkjunum. Mér barst bréf sem sent var til þeirra sem voru að fara á mótið með þeim upplýsingum að það séu á döfinni tónleikar í Carnegie Hall með tveimur bjöllukórum. Sú sem sendi bréfið sagðist vera með einn einn kór en það vantaði annan. Hver er tilbúinn til að taka þátt? Ég var

Bjóllukórinn á tónleikum með Lúðrasveit verkalýðsins í Hljómahöll árið 2022. Ljósm. Víkurfréttir

bara heima og ég man að ég lyftist öll upp og svaraði um hæl, Ég er til! Ég var fyrst til að svara svo við enduðum með að taka þátt í þessum tónleikum sem voru á vegum Yale University. Þar var verið að frumflytja verk eftir tónskáldið Julian Revie fyrir hljómsveit og bjöllukór,“ segir Karen um þetta ævintýri og finnur mynd í tölvunni þar sem þau voru að æfa með tónskáldinu í gegnum spjallforritið Skype.

Á jólatónleikunum sem fram fóru í Hörpu um miðjan desember sl. kom bjöllukórinn fram í 13. sinn. Eftirspurn eftir framlagi kórsins á tónleikunum hefur því ekki minnkað frá árinu 2012 og ásamt því að spila á tónleikunum sjálfum kemur kórinn fram í almenningsrýminu á annarri hæð fyrir tónleika. Það má því með sanni segja að bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hringi inn jólin ár hvert og fyrir marga er hlustun á kórinn ómissandi þáttur í jólastemmningunni.

Tvöföld viðurkenning 17. júní 2022

Það er ekki hægt að sleppa Karen úr viðtalinu öðruvísi en að rifja upp árið 2022, þar sem hún var bæði sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til tónlistaruppeldis ungmenna og var útnefnd sem listamaður Reykjanesbæjar 2022-2026. „Þetta var mikill heiður og mikil hvatning að fá svona viðurkenningar. Og þetta var ótrúlegur dagur, 17. júní 2022 þegar ég tók á móti báðum þessum viðurkenningum. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt og yndislegt að vinna með þessu unga fólki sem eru og hafa verið hér við skólann.“

En verkefni og tónleikar halda áfram! Karen hefur stjórnað Lúðrasveit verkalýðsins (LV) síðan í janúar 2018. Frá þeim tíma hefur hún notað tækifærið til að leiða saman LV og nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar – bæði bjöllukórinn og einleikara og haldið tónleika við nokkur tækifæri, í Hljómahöll, Ráðhúsi Reykjavíkur og Hörpu.

Bjöllukórinn og Sigurrós á tónleikum í Torontó árið 2017. Mynd úr einkasafni

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Óskum

Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla

Landsbankinn – Krossmóa 4a

Gleðileg jól

Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári.

2019

Óskum

Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs, með þakklæti fyrir viðskiptin á undanförnum árum.

Vesturbraut 8 • 230 Reykjanesbær Sími 421 4388

Helga Margrét Guðmundsdóttir:

Tjarnargata 35 í byggingu í holtunum í Keflavík, töluvert ofar byggð og tjáræktin ekki hafin. Ljósm. Byggðasafn Reykjanesbæjar, ljósmyndari óþekktur

Holtið og Huxley

Þegar maður rifjar upp minningar frá æskuslóðunum í Keflavík er ekki hjá því komist að minnast fólks sem setti svip sinn á bæinn. Í minningum frá holtinu eða byggðinni fyrir ofan Hringbraut og umhverfinu við vatnstankinn sem stendur efst við Tjarnargötu og ofan við Langholtið kemur strax fram minning um hús Huxley Ólafssonar. Ekki var mikið um trjárækt í Keflavík um miðja síðustu öld en við hús þeirra hjóna Huxley og Vilborgar Ámundadóttur var gróðurreitur eða skógur eins og við krakkarnir kölluðum það. Þar sannaðist að hægt var að gróðursetja tré í bænum þó sumir teldu þá að jarðvegur þar væri ekki vel til þess fallinn, bara hraungrýti og svo sjávarselta.

Hús þeirra merkishjóna stóð við Tjarnargötu 35 (áður nefnt Lyngheiði) og er allt umhverfið þar eftirminnilegt því það var öðruvísi en húsin þar í kring. Við krakkarnir sem ólumst upp í holtinu á sjötta áratug síðustu aldar voguðum okkur ekki inn fyrir girðinguna sem umkringdi þessi fallegu sígrænu tré. Útsýnið þaðan af holtinu var líka einstakt út á flóann svo ljósin frá Reykjavík sáust á heiðskírum kvöldum. Á vetrum var brekkan við húsið vinsæl sleðabrekka og stundum lokuð bílaumferð. Í dag sést varla í húsið fyrir trjám.

Ein af fáum konum sem lauk stúdentsprófi

Huxley og Vilborg fluttu til Keflavíkur í ársbyrjun 1940. Huxley hafði þá keypt hlut í Keflavík hf. og varð framkvæmdastjóri þess en félagið hafði áður yfirtekið gömlu Duuseignirnar. Huxley var mikill athafnamaður og stofnaði og rak síðar Fiskiðjuna og fleiri fyrirtæki. Huxley var einnig Faxafélagi. Vilborg var ein af stofnendum Kvenfélags Keflavíkur, gjaldkeri þess um áratugaskeið

Ámundi Huxley Ólafsson

og heiðursfélagi. Hún var líka í Sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn og tók alla tíð virkan þátt í störfum flokksins í Keflavík var t.d. gjaldkeri Sóknar í 42 ár. Vilborg var ein af fáum konum í Keflavík á þessum tíma sem höfðu lokið stúdentsprófi og ári fyrir andlát sitt fagnaði Vilborg 70 ára stúdentsafmæli sínu frá MR. Þau hjón tóku virkan þátt í uppbyggingu Keflavíkurbæjar um og eftir miðja síðustu öld.

Huxley og Vilborg eignuðust tvo syni Ámunda Huxley Ólafsson árið 1936 og Ólaf Huxley Ólafsson árið 1943. Ég náði tali af eldri syni þeirra, Ámunda, sem starfaði sem flugstjóri og dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði 88 ára að aldri og bað hann að rifja upp æskuárin í Keflavík. Ámundi flutti með foreldrum sínum til Keflavíkur á fjórða ári og bjuggu þau fyrstu árin í DUUS-húsinu. Þar minnist hann æskuáranna niður við Miðbryggjuna og á DUUS túninu.

Í dag sést vart í Tjarnargötu 35, slíkur er gróðurinn allt í kring. Ljósm. Svanhildur Eiríks

Man eftir komu ameríska hersins

Ámundi byrjar á að segja okkur að hann muni eftir komu hersins og að þeir hafi óskað eftir að fá afnot af frystigeymslum í Keflavík h.f. Hann rifjar upp ýmis samskipti við herinn. Sérstaklega man hann eftir þremur Könum sem áttu samskipti við foreldra hans.

„Herinn kom 7. júlí 1941 og ég var vitni að því þegar ameríski herinn fékk frystiklefa á leigu hjá pabba. Ég man eftir því þegar þeir komu að tala við pabba. Seinna varð mikill vinskapur milli foreldra minna og þessara manna; Alan, Bill og Mike hétu þeir. Þetta voru góðir menn, gáfu okkur sælgæti og ýmislegt fleira. Þegar þeir svo fóru af landinu skildu þeir eftir hjá okkur hljóðfærin sín, gítar og mandolín. Þeir máttu ekki taka neitt með sér.“

Æskan og helstu leikfélagar

Helstu leikfélagar Ámunda voru Ingvar og Guðmundur Rúnar Hallgrímssynir, Guðfinnur (Guffi), Páll Jónsson (Palli Gústu) Þórhallur (Halli Helga) sonur Helga Eyjólfssonar og fleiri sem aðallega bjuggu við Vesturgötu.

„Við vorum aðallega við Miðbryggjuna að leika okkur, svo vorum við að veiða og taka á móti bátunum. Það var mikið sport að fylgjast með aflanum og hlaupa á milli og upplýsa um aflatölur. Mamma var óskaplega hrædd um að ég myndi detta í sjóinn. Svo vorum við á skautum á DUUS túninu þegar frysti þar og í alls konar útileikjum. Á sumrin spiluðum við fótbolta. Allir voru í stúkunni hjá Framnessystrum Guðlaugu og Jónu því þar var mikið félagslíf og sett upp leikrit og svoleiðis. Ég man eftir að Helgi Skúlason hóf leikferil sinn í stúkunni. Helgi S. sá um skátana. Hann vann líka eitt ár á skrifstofunni hjá pabba. Mér fannst hann afskaplega skemmtilegur maður.“

Ámundi hóf skólagöngu í gamla Barnaskólanum við Skólaveg. Man hann þar eftir Guðlaugu og Jónínu Guðjónsdætrum (Framnessystrum) og Hallgrími Th. Björnssyni en Valtýr Guðjónsson var fyrsti kennari hans. Guðmundur Guðmundsson var skólastjóri sem seinna varð Sparisjóðsstjóri. Gamli skólinn var byggður árið 1911 og kirkjan líka, segir Ámundi og er minnugur á ártöl.

„Mamma var með jólatré og bjó til bréfpoka og setti rúsínur í og hengdi á jólatréð. Pabbi lék jólasvein og við trúðum því alveg að þetta væri alvöru jólasveinn þangað til við sáum að hann var í inniskónum hans pabba.

Leikfimikennsla fór fram í UNGÓ fyrst hjá Arinbirni Þorvarðarsyni og svo Hafsteini Guðmundssyni. Svo man ég eftir Helgu Geirs og Gunnu í Holti en Kalli sonur Gunnu og Gaui Óla Sól voru í bekk með mér.

Ungó var margnota samkomuhús þar sem við strákarnir fengum að hjálpa til við að raða stólum fyrir bíósýningar og fleiri

viðburði. Þar á loftinu voru 2 billjarðborð frá Kananum sem við fengum að nota fyrir hjálpina.”

Flugmaðurinn Ámundi Huxley Ólafsson

Tilviljun að hann fór í flugnám Ámundi ætlaði sér að fara í menntaskóla og fór í landspróf í Ingimarsskóla í Reykjavík. Hann náði ekki prófinu en hóf nám í Verslunarskólanum og lauk þar prófi árið 1954. Í Ingimarsskóla kynntist Ámundi Sigurði Klemenssyni frá Blönduósi og urðu þeir samferða í Versló. Þeir fóru svo að læra flug saman.

„Ég kynntist Sigurði í landsprófi og hann lét sér detta í hug að fara í Verslunarskólann svo ég fer þangað líka. Við þurftum ekki að taka inntökupróf og fórum beint inn í 2. bekk. Sigurður hafði mikinn áhuga á að læra flug. Auk þess að stunda námið í Versló fórum við að læra flug úti á Reykjavíkurflugvelli. Þar kenndu Reynir Eiríksson og Reynir Guðmundsson (Reynir Gummanó) okkur. Þeir voru búnir að fara til Kanada að læra. Ég ætlaði nú aldrei í flugið það var bara algjör tilviljun. Sigurður var með algjöra flugdellu og smitaði mig. Við fórum svo til Englands og tókum enska prófið. Ég fór svo að vinna hjá Flugfélagi Íslands en Sigurður vann um árabil í Afríku. Það væri nú gaman fyrir ykkur að taka viðtal við hann. Hann er á síðustu metrunum eins og ég,“ bætir Ámundi við.

Covid fór illa með hann

Ámundi átti farsælan starfsferil í fluginu og margt ævintýralegt sem þar kom upp segir hann. Ámundi kvæntist Dagnýju Þorgilsdóttur 10. júní 1961. Þau áttu fjögur börn en Ámundi átti eitt barn fyrir og þau settust að í Hafnarfirði en eiginkonan var ættuð þaðan. Einar Þorgilsson var afi hennar. Dagný dó fyrir 7 árum. Ámundi segist hafa verið nokkuð heilsuhraustur en Covid faraldurinn hafi farið illa með sig og hann hafi misst mikið þrek og gengur því við göngugrind. Hann fylgist vel með, er ern og tekur þátt í félagsstarfinu á Hrafnistu eins og getan leyfir.

„Mér líður ágætlega hér á Hrafnistu en fyrir þremur árum fór heilsunni að hraka eftir að ég fékk covid. Covid er mesta plága sem við gátum fengið. Þvílík endaleysa þetta Covid. Síðustu þrjú ár hef ég verið algerlega orkulaus og get varla gengið en er nokkurn veginn skýr í kollinum.“

Ég kveð Ámunda og geng út í kalda nóvembersíðdegið. Þar blasir við mér Reykjanesfjallgarðurinn með Keili í forgrunni og gosbólstrana þar suðuraf og upp í huga mér koma eftirfarandi ljóðlínur:

Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna... Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna.

- Davíð Stefánsson

Ámundi Huxley Ólafsson ungur að árum

Óskum öllum

Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs, með þökk fyrir það liðna.

VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR OG NÁGRENNIS

Gleðileg jól

Gott og farsælt nýtt ár!

Þökkum samskiptin á liðnu ári.

Óskum Suðurnesjamönnum

nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu.

Þökkum samskiptin

á liðnu ári.

ELDVARNIR EHF.

Iðavöllum 3

Sími 420 2020 - 892 7519

Sveitarfélagið Vogar

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu.

Þökkum samskiptin á liðnu ári.

Minning: Eyjólfur Eysteinsson

Fæddur 8. apríl 1935 - Dáinn 20. október 2024

Foreldrar

Eyjólfs voru hjónin

Eysteinn Jónsson og Sólveig Guðrún Jóna Eyjólfsdóttir. Hann ólst upp í vesturbænum í Reykjavík, var næst elstur í fjörugum systkinahópi en hin voru Sigríður, Jón, Þorbergur, Ólöf Steinunn og Finnur.

Frá 5 ára aldri og fram á unglingsaldur var Eyjólfur á sumrin í sveit á Seljalandi þar sem hann undi sér vel og lærði m.a. að keyra vörubíl og traktor. Sveitin undir Eyjafjöllum átti sér stað í hjarta hans alla tíð. Hann var náttúruunnandi eins og öll hans fjölskylda, unni útivist og var mikill skíðamaður sem skíðaði fram á níræðisaldur.

Hann hóf þátttöku í félagsstörfum í Gaggó Vest, varð formaður í nemendafélaginu eftir útpælda kosningabaráttu þar sem tyggjódreifing skipti sköpum að hans sögn. Eyjólfur var í vegavinnu á sumrin og fór svo á sjóinn 16 ára, sigldi á Arnarfellinu og Helgafellinu vítt um höf, m.a. til Rio de janeiro, Napoli og Athenu - og lærði í framhaldinu til stýrimanns.

Eyjólfur giftist Þorbjörgu Hólmfríði Pálsdóttur 19. október 1957. Þau kynntust á balli í Njarðvík, í Krossinum. Arnarfellið var þá í Keflavíkurhöfn með sementsfarm sem nota átti til að steypa Keflavíkurveginn en vegna veðurs þá mátti áhöfnin ekki fara til Reykjavíkur, heldur þurfti að vera til taks. Þá skelltu þeir sem voru á frívakt sér á ball í Krossinum þar sem Eyjólfur og Tobba hittust í fyrsta sinn.

Þorbjörg bjó þá á Suðurgötu 5 með ungan son sinn hjá móður sinni og föður; Ingileif og Jóni Páli og þar hófu þau Eyjólfur búskap. Eyjólfur og Tobba voru samhent alla tíð, í uppeldi strákanna sinna þeirra Inga Vals, Eysteins og Jóns Páls og dekruðu við barnabörnin sem alltaf voru velkomin á Miðtún 8 og seinna á Suðurgötuna þegar þau hjónin fluttu þangað aftur. Hvað barnabörnin varðaði þá var enginn viðburður of smár til þess að hann væri ekki sóttur af Eyjólfi og Tobbu, ef þar voru barnabörnin að stíga á stokk. Hvort sem um var að ræða tónleika, leiksýningar, jólaföndur eða íþróttamót, þá voru þau mætt á fremsta bekk - og Eyjólfur með myndavélina.

Eyjólfur lærði flugumsjón í Bandaríkjunum og vann við flugumsjón á Keflavíkurflugvelli. Hann varð síðan erindreki á vegum Framsóknarflokksins, geystist um landið og stofnaði og skipulagði félög ungra framsóknarmanna þar til hann hóf störf í Samvinnubankanum í Keflavík og Samvinnutryggingum.

Eyjólfur tók mjög mikinn þátt í félagsstörfum alla tíð og þau hjónin tóku virkan þátt saman í stjórnmálum og öðru félagsstarfi - höfðu það sameinlega markmið að bæta samfélagið. Það var ekki alltaf logn í stjórnmálunum - og oft stormasamt – en Eyjólfur og Tobba sigldu í gegnum brimskaflana alla tíð samhent.

Eyjólfur var mjög pólitískur, baráttumaður í landsmálum og

bæjarpólitík, var formaður í félögum og oftar en ekki kosningastjóri. Leiddi menn og konur áfram og hvatti en gekk líka í öll verk sem vinna þurfti. Þau hjónin báru saman út ótal bæklinga og blöð, söfnuðu undirskriftum ef þurfti og dreifðu birkiplöntum og rósum.

Eyjólfur var ungur maður virkur innan SUF og Framsóknarflokksins, varð í framhaldinu einn af stofnfélögum Frjálslyndra og vinstrimanna og gekk síðan í Alþýðubandalagið og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann vann ötullt að því að sameina félagshyggju- og jafnaðarmenn, átti stóran þátt í stofnun Bæjarmálafélags félagshyggju- og jafnaðarmanna í Reykjanesbæ 1998 og síðan Samfylkingarinnar 1999.

Eyjólfur var einn af stofnendum Golfklúbbs Suðurnesja og þau hjónin voru virk í starfi Norræna félagsins á Suðurnesjum. Eyjólfur var Samvinnumaður og virkur í starfi Kaupfélags Suðurnesja, var stjórnarmaður þar lengi.

Eyjólfur var framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurnesja árin 1971-1986 sem voru mikil uppbyggingarár hjá sjúkrahúsinu; byggð var B-álma, C-álma og D-álma með fullbúinni skurðstofu og fæðingardeild. Færustu sérfræðingar voru ráðnir og heilbrigðisþjónusta stórlega aukin við íbúa Suðurnesja. 1987 hóf Eyjólfur störf hjá Tollstjóra og varð síðar meir útsölustjóri ÁTVR í Keflavík til starfsloka.

Við starfslok gekk Eyjólfur í Lionsklúbb Keflavíkur, gegndi þar formennsku og sat í umdæmisráði. Eyjólfur tók virkan þátt í starfi Félags eldri borgara á Suðurnesjum, gegndi þar formennsku og beitti sér ötullega fyrir bættri heilbrigðisþjónustu fyrir Suðurnesjamenn en þau hjónin voru virk í starfi Styrktarfélags HSS. Eyjólfur barðist einnig fyrir stofnun Öldungaráðs Suðurnesja, átti sæti í því og sat í stjórn Landssambands eldri borgara (LEB). Þegar hann fór með stjórn LEB í fundarferð um landið hitti hann marga þá sem munstraðir höfðu verið í félagsmálin í yfirreið hans um landið á sjöunda áratug fyrri aldar.

Eyjólfur var mikill áhugamaður um stjórnmál og stjórnmálasögu. Alltaf logaði lampinn á náttborði fullu af bókum enda hafði hann vanist við að sofa við ljós þegar hann var á sjó. Þau hjónin ferðuðust mikið innanlands og erlendis og voru dugleg að bjóða fjölskyldunni með sér. Hann hafði gaman að koma á söguslóðir sérstaklega þeim sem tengdust seinni heimsstyrjöldinni.

Eyjólfur studdi fólkið sitt í öllu því sem það tók sér fyrir hendur, var umburðarlyndur, fagnaði fjölbreytileikanum og rófi ástarinnar í stórfjölskyldunni. Hann var kærleiksríkur húmoristi, selskapsmaður og stemningsmaður sem helgaði líf sitt hugsjóninni um jafnara og réttlátara samfélag.

Hvíl í friði pabbi minn. Eysteinn

Saga húsanna Ljónagryfjan í

íþróttahúsi Njarðvíkur

Íþróttahúsið í Njarðvík. Ljósm. Svanhildur Eiríks

Nemendur í Barnaskóla Njarðvíkur, nú Njarðvíkurskóli, bjuggu við mikið aðstöðuleysi í íþróttakennslu framan af en kennsla fór fyrstu starfsár skólans fram í Krossinum í Njarðvík. Bygging íþróttahúss varð því sérstakt baráttumál skólanefndar og var málið fyrst reifað árið 1960 en þá hafði barnaskólinn verið starfræktur í 16 ár. Aðstöðuleysið var slík að íþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, lagðist gegn því að skipaður yrði íþróttakennari við skólann þegar slíkar hugmyndir voru uppi á borðinu árið 1967, auk þess að vera því mótfallinn að Krossinn yrði nýttur undir íþróttakennslu og íþróttaiðkun í hreppnum. Það var þó gert enn um sinn eftir að Kjartan Ólafsson héraðslæknir í Keflavík lagði blessun sína yfir húsnæðið. Í framhaldi var fyrsti íþróttakennarinn ráðinn við skólann, Guðmundur Óskar Emilsson. Þegar hér var komið sögu voru framkvæmdir við íþróttahúsið nýhafnar og þótti brýnt að hraða framkvæmdum. Í byggingarnefnd hússins voru Ólafur Thordersen, Bogi Þorsteinsson og Bjarni Einarsson. Ekki stóð til í upphafi máls að byggja sundlaug og varð málið að miklu hitamáli í hreppnum. Eftir að ákveðið var að nýta grunn íþróttahússins til byggingar sundlaugar, í stað þess að fylla hann upp, var eðli málsins samkvæmt byrjað

„Ljónin“ í áhorfendastúkunni í baráttuleik. Ljósm. Skúli B. Sigurðsson

á henni. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt var fenginn til að hanna laugina og í framhaldi var sundlaugarbyggingin boðin út. Bygging sundlaugarinnar þótti sérstaklega brýn í ljósi þess að Sundhöll Keflavíkur annaði ekki öllum þeim fjölda barna sem þar þurftu að læra sundtökin, en auk barna í Keflavík og Njarðvík sóttu þangað einnig börn úr nágrannabyggðarlögunum í skólasund. Sundlaugin var vígð 16. maí 1970, ásamt gufubaði og litlum íþróttasal, og varð mikil hvatning

fyrir sundiðkun í bæjarfélaginu, enda þess ekki langt að bíða að sunddeild yrði stofnuð innan UMFN, aðeins mánuður. Sundlaugin er 12,5 metrar á lengd og 8 metrar á breidd og þjónar enn grunnskólanemum, ungum sundiðkendum í Njarðvík og íbúum. Eftir vígslu sundlaugarinnar var hægt að setja allan kraft í byggingu íþróttahússins og var henni lokið árið 1973. Það segir e.t.v. allt sem segja þarf að tveimur árum síðar kom fyrsti Íslandsmeistarabikarinn í

körfuknattleik í hús, í 3. flokki karla. Vegur körfuboltans jókst mikið eftir það og húsið var í stöðugri notkun, auk þess að hafa undirgengist ýmsar breytingar. Stærstar þeirra eru m.a. búningsaðstaða á fyrstu hæð og félagsaðstaða á 2. hæð, sem vígð var árið 2004. Árið 1974 tók Faxi hús á Kristbirni Albertssyni hússtjóra íþróttahússins, eins og hann var titlaður í blaðinu og sagði hann handknattleik, körfuknattleik og badminton vera þær greinar sem mest væru stundaðar í húsinu, öll kvöld og allar helgar og kæmust færri að en vildu. Það þótti því snemma ljóst að þörfin fyrir þessa íþróttaaðstöðu hafði verið brýn.

Sem fyrr segir voru það drengir í 3. flokki sem hömpuðu fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í íþróttahúsinu ásamt þjálfara sínum Hilmari Hafsteinssyni. Árangrinum var ekki síst að þakka þeirri áherslu sem lögð hafði verið á þjálfun yngri iðkenda því á næstu árum hampaði UMFN Íslands- eða bikarmeistaratitli í einum eða fleiri af yngri flokkunum á hverju ári. Helgi Bjarnason blaðamaður hafði þetta um unglingastarf UMFN að segja í Skinfaxa árið 1981, 1. tbl., að lokinni sögu-

legri stund í Njarðvík: „Ef fjöldi yngri flokka í Íslandsmóti er notaður sem mælikvarði á áhuga fyrir íþróttinni í viðkomandi bæjarfélagi er UMFN enn efst á blaði með þátttöku í fimm yngri flokkum og kemur nú engum á óvart árangur þeirra elstu þegar höfð er í huga uppbyggingin frá byrjun.“

Það var svo stór stund í Ljónagryfjunni

í sumarbyrjun árið 1981 þegar UMFN hampaði fyrsta Íslandsmeistarabikarnum í meistaraflokki en á toppinn hafði verið stefnt um hríð. Liðið hafði verið mjög sterkt þennan vetur og því vel að sigrinum komið. Með þessum fyrsta titli hófst löng sigurganga körfuknattleiksdeildar UMFN í Ljónagryfjunni þó á undangengnum áratugum hafi vissulega skipst á skin og skúrir.

Nú er margra áratuga sigursælli veru Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni lokið. Heimavöllurinn var kvaddur með leik kvennaliðs Njarðvíkur sem tók á móti Grindavík 1. október sl. og sigraði með sex stiga mun. Vígsluleikurinn á nýjum heimavelli í íþróttahúsi Stapaskóla fór fram 12. október þegar karlalið Njarðvíkur tók á móti Álftanesi og sigraði með níu stiga mun. Enn er haldið

í gryfjunafnið því nýi heimavöllurinn er gjarnan nefndur Stapagryfjan en húsið sjálft IceMar höllin.

Viðurnefnið Ljónagryfjan er til komið vegna þess að andstæðingum Njarðvíkinga í körfubolta þótti sem þeir væru komnir í ljónagryfju þegar leikir fóru fram á heimavelli Njarðvíkinga. Áhorfendastúkan liggur nálægt vellinum og baráttugleðin náði ekki síður til áhorfenda en leikmannanna sjálfra, mikið var hrópað og kallað og liðsmenn Njarðvíkur hvattir til dáða. Þeir fengu í kjölfarið viðurnefnið grænu ljónin.

Ljónagryfjan verður áfram nýtt fyrir æfingar körfuknattleiksliða Njarðvíkur ásamt því að þjóna sem leikfimissalur fyrir nemendur Njarðvíkurskóla.

Heimildir

Kristján Sveinsson (1996). Saga Njarðvíkur. Reykjavík: Þjóðsaga.

Ungmennafélag Njarðvíkur 70 ára. 1944 –2014. Afmælisrit. Útg. 2014. www.visir.is www.vf.is

Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í ham á móti leikmönnum í Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni árið 2023. Ljósm. Skúli B. Sigurðsson

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Sendum Suðurnesjamönnum

hugheilar jóla- og nýárskveðjur

með þökk fyrir samveru og stuðning

á árinu sem er að líða.

Oddný G. Harðardóttir og Eiríkur Hermannsson

Gleðileg jól

Gott og farsælt nýtt ár!

Þökkum samskiptin á liðnu ári.

Reykjanesbær

óskar starfsmönnum

sínum og öllum bæjarbúum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Þökkum liðið ár.

SUÐURNESJABÆR

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.

Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.

Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Brunavarnir Suðurnesja sími 421-4748

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla

og farsældar á nýja árinu.

Þökkum samskiptin á liðnu ári.

Ellý og Vilhjálmur Syngjandi systkini við úthaf

Skammt

utan við Hafnir er jörðin Merkines, eitt fárra byggilegra býla áður en við tekur hraun og sandur út á Reykjanestá. Úti í hafinu trónir Eldey við sjóndeildarhringinn en þaðan fékk Vilhjálmur Hinrik Ívarsson hugmyndina að nafni dóttur sinnar sem átti eftir að verða ein ástsælasta söngkona landsins. Seinna fylgdi bróðir hennar í sömu fótspor.

En hvað var það sem mótaði söngdívu Íslands Elly og bróðurinn ástsæla Vilhjálm, hvaðan kom tónlistin og fegurðin? Var sungið fyrir móana og hafið og ef til vill sjófuglana?

Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, ætíð nefndur Hinrik, var Eyrbekkingur, fæddur í Grímsnesi og lærði trésmíði í Reykjavík. Þar kynntist hann konu sinni Hómfríði Oddsdóttur sem hann sagði mestu gæfu lífs síns. Þegar hann var fenginn suður í Hafnir til húsasmíða varð löngunin í sjóinn svo sterk að hann smíðaði sér áttæring án þess að hafa nokkru sinni lagt stund á bátasmíðar. Honum réri hann frá Merkinesi hjá Guðmundi Sigvaldasyni bónda með dyggri aðstoð Hólmfríðar sem var ráðskona í verinu.

Hjónabandið reyndist ástríkt og farsælt. Árið 1934 hófu hjónin búskap á Merkinesi sem hafa verið töluverð umskipti að flytjast í fámenni og rafmagnsleysi úr höfuðborginni Reykjavík. Þótt landið væri stórt þá var það harðbýlt og virtist sem hraun, sandur og nauðandi brim við grýtta strönd, en þar sá Hinrik möguleika.

Fjölskyldan í Merkinesi. Aftari röð: þóroddur, Elly og Sigurjón.

Fremri röð: Hólmfríður, Maron, Vilhjálmur Hólmar og Vilhjálmur Hinrik

Sólskinsdagur í Merkinesi. Hinrik og Hólmfríður með Ellyog Þórodd

Lífið í Merkinesi var í senn fábrotið og fjölbreytilegt, oft brustu á stórviðri, nánast fyrirvaralaust en fiskimiðin voru gjöful. Á bænum var bæði búskapur og róið til fiskjar. Þá smíðaði Hinrik báta og hús og gerði við víða um sveitina. Það hefur þurft lagni og aðhald til að halda heimili enda hver spýta fundin af reka og steypustyrking úr gömlum

hermannabröggum. Krakkarnir voru látnir rétta við naglana og þeir margnotaðir, að launum var bátsferð á góðviðrisdegi. Eldey Ári eftir að hjónin fluttust að Merkinesi fæddist þeim lítil stúlka þann 28. desember 1935. Hún var annað barn þeirra en Sigurjón

hafði flust með foreldrum sínum suður á nes fimm ára gamall. Stúlkubarnið var kallað Ídó fyrst um sinn en nafnið merkir barn á esperanto. Nafngiftin vafðist fyrir foreldrunum og lítið gekk þar til Hinrik gekk upp á bæjarhólinn til að gá til veðurs og varð litið til Eldeyjar þar sem hún reis úr djúpinu og skartaði sínu fegursta. Uppnuminn fór hann heim og lýsti því yfir að nafnið væri fundið; Eldey skyldi stúlkan heita. Stúlkan var að lokum skírð Henný Eldey, ávallt kölluð Eldey þar til hún tók upp listamannsnafnið Elly sem við flest þekkjum í dag. Hún reyndist eina stúlkan í barnahópnum því árið 1937 bættist Þóroddur við, þá Maron 1940 og loks yngsti drengurinn Vilhjálmur Hólmar.

Elly var alin upp „innan um þorskhausa" eins og flestar íslenskar stúlkur úr fiskiþorpum. Hún var alvörugefin lítil stúlka sem leysti þau verkefni sem fyrir hana voru lögð af stakri prýði. Oft mátti finna hana sitjandi á steini í fjörunni þar sem hún söng fyrir sjóinn og flugurnar. Söngurinn var Elly eðlislægur og hún var ekki nema tveggja ára þegar hún hélt sína fyrstu söngskemmtun í rútunni til Reykjavíkur. Hún átti ekki langt að sækja áhugann á tónlistinni. Fríða móðir hennar hafði unun af söng og lærði hjá Sigurði Birkis um tíma, þá söng hún í kór Kirkjuvogskirkju um árabil. Hinrik spilaði á nikku og hafði gott brageyra og eru til margar lausavísur eftir hann. Það var því mikið sungið á heimilinu sem var gestkvæmt. Ellý var fljót að læra lög og texta, bæði af foreldrum sínum og í útvarpinu og átti það eftir að verða hennar aðalsmerki á söngferlinum.

Hinrik gerðist hreppsstjóri Hafna og sat í sýslumannsnefnd um árabil. Hann kom því að mörgum framfaraverkefnum í héraðinu og eitt þeirra var stofnun lestrarfélags og sá Hólmfríður um bókasafn héraðssins, sem á tímabili var í Merkinesi. Seinna var

Hólmar eins og hann var kallaður á uppvaxtarárunum var uppátækjasamur drengur

það fært í samkomuhúsið í Höfnum, sem Hinrik byggði. Þau systkin vöndust því ung á bókalestur og voru öll læs þegar þau byrjuðu í barnaskóla.

Vilhjálmur Hólmar

Vilhjálmur Hólmar kom í heiminn árið 1945 en þá var Elly 9 ára. Hún sagði síðar að hann hafi komið eins og engill inn í líf fjölskyldunnar því áður hafði Hólmfríður misst tvö börn í fæðingu. Vilhjálmur var óþekkur að hennar sögn en skemmtilegur krakki

og ávallt kallaður Hólmar í æsku. Þegar Vilhjálmur var tíu ára stytti hann sér stundir við það í veikindum að gera spjaldskrá yfir bókakost lestrarfélagsins en þá hafði hann komist yfir að lesa flestar bækurnar. Barnungur lærði hann reiðinnar býsn af

Sigurjón Vilhjálmsson

vísum og lögum og ósjaldan mátti heyra í honum í fjarska raulandi með sjálfum sér. „Það er engin hætta á að maður týni Hólmari – hann er alltaf gólandi einhvers staðar,” sagði móðir hans.

„Það er engin hætta á að maður týni Hólmari – hann er alltaf gólandi einhvers staðar,” sagði móðir hans.

Á Merkinesi var þríbýlt og þá bjuggu foreldrar Hinriks hjá þeim hjónum síðustu æviárin. Hólmfríður hafði því umsjón með stóru heimili en þegar kostur gafst laumaði hún sér niður í fjörukamb til að horfa á sjóinn, hvort sem það var brimgangur eða sléttsævi, hún gat horft endalaust á þetta meistaraverk náttúrunnar.

Hinrik réri á hverri vertíð, lengi vel frá Merkinesvör en frá Höfnum eftir að þar

Elly í fangi móður sinnar
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Ellý Vilhjálmsdóttir

kom bryggja. Þá urðu margar ferðirnar á hjóli á milli, til að athuga með bátinn. Hann þekkti vel fiskimiðin og var veðurglöggur, kunni að lesa í lit sjávar, öldulagið, skýjafar og landið. Hann var fær skytta og tók venjulega byssu með sér á sjó, skaut þar fugl eða sel og hnísu. Var hann um árabil grenjaskytta hafnarbúa en virðing fyrir náttúrunni var honum í blóð borin. Þannig ól hann oft upp yrðlinga á Merkinesi og talaði við veiðihunda sína eins og menn. Stundum fékk Elly að fara með honum á veiðar og oftar en ekki fékk hún það hlutverk að skríða inn í greni til að ná yrðlingunum. Þessi návist við náttúruna mótaði Elly til lífstíðar og hún þótti hafa næma tilfinningu fyrir takti hennar. Eldey verður Elly Þrettán ára gömul fór Elly í Héraðsskólann á Laugarvatni og tók þaðan landspróf. Þar

sá Elly heiminn í nýju ljósi og henni varð ljóst að hún bjó yfir hæfileikum sem ekki voru öllum gefnir.

Eldey þótti undarlegt nafn á stelpu og fékk að fjúka á Laugarvatni enda leiddust henni glósur skólafélaganna og nafnið olli oft misskilningi. Eftir fundarhöld með skólasystrum var ákveðið að hún skyldi kalla sig Elly.

Elly hafði lengi dreymt um að verða rithöfundur en áhuginn á leiklistinni varð yfirsterkari. Að loknu námi í Héraðsskólanum lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún sótti leiklistarnámskeið hjá Ævari Kvaran meðfram vinnu.

En örlögin höfðu annað í huga fyrir þessa hæfileikaríku stúlku. Sumarið 1953 sá hún auglýsingu í blaði þar sem auglýstar voru söngprufur fyrir KK kvartettinn sem var ein vinsælasta hljómsveitin á landinu. Elly var feimin en fékk leyfi til þess að skjótast

frá tjulli og tölum í verslun Egils Jacobsen til þess að mæta í prufuna en þá hafði hún aldrei séð hljóðnema nema tilsýndar. Þar söng hún lagið Lazy River og teningnum var kastað. Röddin var þróttmikil en dálítið skjálfrödduð en valið var auðvelt, sagði Kristján Kristjánsson síðar.

Fljótlega fór þessi unga söngkona að vekja athygli en hún efaðist um hæfileika sína og álit almennings á lífi þeirra kvenna sem lögðu fyrir sig dægurlagasöng var ekki hvetjandi. Það þurfti heilmikinn kjark til að bjóða því byrginn. „Það var ekki litið upp til þessara kvenna sem voru að syngja dægurlög á þessum tíma. Þetta voru bara gleðikonur og hjónabandsdjöflar,” sagði Gísli Örn Garðarsson nýverið í útvarpsviðtali en hann leikstýrði hinni vinsælu leiksýningu um Elly.

Tónleikaferðalög og barn Ári eftir söngprufuna örlagaríku gekk hún í hjónaband með gítarleikara hljómsveitarinnar Eyþóri Þorlákssyni og söng með honum síðar í Orion kvintettnum. Elly átti stóran þátt í vinsældum hljómsveitinnar og smám saman varð hljómurinn kraftmeiri, túlkunin öruggari og hún fann hvaða tónlist hentaði henni best.

Orion kvintettinn spilaði mikið á Keflavíkurflugvelli og kom oft fram í útvarpi og sjónvarpi Bandaríkjahers á Miðnesheiði. Þaðan lá leiðin á bandarískar herstöðvar í Þýskalandi og Norður-Afríku. Þá var sonur þeirra Atli Rafn kominn í heiminn og dvaldi hann hjá afa sínum og ömmu á Merkinesi þegar Elly og Eyþór héltu utan í tónleikaferðalagið.

Líf Ellyjar snerist um sönginn og álagið var mikið en samhliða söngnum var hún í fullu starfi. Eitthvað hlaut að gefa eftir og árið 1958 hætti Orion Kvintettinn að leika og á sama tíma var sleginn lokataktur í

Elly með elsta syni sínum Atla Rafni Eyþórssyni sem ólst upp á Merkinesi

Í héraðsskólanum á Laugarvatni, Elly leikur á gítar
Elly og apinn Bongo í Vesturbænum

hjónaband Ellyjar.

Hún fór að syngja með KK sextettinum með nýjum söngvara, Ragnari nokkrum Bjarnasyni og urðu þau hinir mestu mátar. Þau voru fyrstu dægurlagasöngvarar Íslands til að fá fastan samning hjá hljómsveit, en söngvarar nutu ekki sömu kjara og hljóðfæraleikarar og voru aðeins kallaðir til þegar mikið lá við.

Fyrsta hljómplatan

Árið 1959 komu nýir menn til sögunnar hjá KK, þar á meðal Jón Páll Bjarnason. Hann og Elly urðu fljótlega mestu mátar og deildu oft saman leigubíl í vesturbæinn eftir dansleiki. Þar hitti hann hinn fræga apa Bongo sem Elly hafði smyglað til landsins í handtösku. Fékk hann heldur óblíðar móttökur þar, en móttökurnar voru betri hjá Elly.

Bongo var nokkuð ódæll og var sendur í fóstur á Merkines.

Árið 1959 barst rokkið til Íslands og KK varð að taka tillit til þess þótt fæstir í hljómsveitinni teldu það merkilega tónlist. Í huga Ellyjar kröfðust rokklögin ekki mikillar kunnáttu og oft voru þau æfði í rútunni á leið á sveitaböll. Sama ár hljóðritaði Elly sína fyrstu hljómplötu en hún hafði þá sungið opinberlega í sjö ár. Plötunni var tekið afbragðsvel og jók hún vinsældir hljómsveitarinnar og ekki síður Ellyjar. Ég vil fara upp í sveit hljómaði í útvarpi, á dansleikjum og mannamótumog er enn spilað og sungið hálfri öld síðar. Lagið snerti streng í þjóðarsálinni.

Kjólaútgerð

Elly var ávallt glæsileg á sviði og metnaðarfull og því dugðu ekki færri en þrír kjólar fyrir kvöldið. Í upphafi saumaði hún kjól-

Elly kynntist Ragga Bjarna þegar þau sungu saman með hljómsveit KK og seinna Svavar Gests og urðu þau afar góðir vinir alla tíð

ana sjálf en seinna leitaði hún til kjólameistara til að sauma kjóla sem hún hafði séð í kvikmyndum. Þetta kostaði mikil útgjöld og því leitaði Elly eitt sinn til bankastjóra og bað um útgerðarlán. Bankastjórinn var nú ekki alveg sammála um mikilvægi kjólaútgerðarinnar og þá sagði Elly: „Viltu fara með fína gesti þína á klúbbinn að horfa á söngkonu sem er eins og drusla?” Hún fékk lánið.

Elly fór að syngja með Jóni Páli á Hótel Borg. Þau giftu sig og fæddist þeim dóttir en það var ekki auðvelt að vera með ungabarn þegar sungið var fram á nótt. Síðar var Elly og Ragga Bjarna boðið í hljómsveit

Svavars Gests sem lék í Súlnasal á Hótel

Sögu en hún var’ geysivinsæl og lék í útvarpi og víðar.

Svavar Gestsson ákvað síðar að snúa sér að plötuútgáfu og lagði niður hljómsveit sína. Á sama tíma lauk hjónabandi Ellyjar og Jóns Páls og við tók nýtt tímabil. Ári 1962 kom út önnur hljómplata Ellyjar með lögunum Lítil fugl og og Vegir liggja til allra átta. Þriðja platan kom út árið 1964. Svavar Gests gaf plötuna út og hljómsveit hans lék undir. Hún gaf út jólaplötu með Ragnari sem landsmenn tóku fagnandi og næsta pata með þeim Elly og Ragnari kom út ári síðar

Elly syngur með Orion kvintettnum

Vilhjálmur lærði að lesa áður en hann settist á skólabekk enda var bókasafn hreppsins lengi á heimilinu

Skemmtiþættir Svavars urðu fastur liður í dagskrá útvarpsins og kom Elly fram í mörgum þessum þáttum en engar upptökur eru þó til af söng hennar þar sem Svavar eyddi þeim, óttaðist hann að misvitrir menn freistuðust til að gefa út söng hennar. Elly var orðin þrítug og átti tvö hjónabönd að baki, henni þótti komið nóg. En það leið ekki á löngu þar til plötuútgefandinn og þáttastjórnandinn Svavar Gestsson kvæntist Elly.

Hólmar

Hólmar fetaði í fótspor systkina sinna og tók landspróf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni en þaðan lá leiðin til Menntaskólans á Akureyri. Þar var Hólmar vinsæll meðal skólafélaganna, uppátækjasamur, fluggáfaður og kátur – og betur þekktur sem Vilhjálmur.

Það lá beinast við að leita til Vilhjálms, bróður Ellyjar þegar Þorvaldur „á sjó“ Halldórsson gekk úr hinu vinsæla Busabandi í MA – sá hlaut að geta músiserað, í það minnsta sungið. Vilhjálmur lét ganga á eftir sér en lét svo tilleiðast og var fljótur að tileinka sér efnið og lærði á bassa sem vantaði í hljómsveitina.

Að loknu stúdentsprófi, faðir og giftur 19 ára gamall mætti Vilhjálmur á stofugólfið hjá Ingimar Eydal og sagði: „Ég frétti að ykkur vantaði bassaleikara” - og var ráðinn á staðnum. Hann hafði eina viku til að ná tökum á gríðarlöngu prógrammi sem leikið var í Sjallanum, hinum eina sanna og æfði hann af kappi. Efnisvalið var fjölbreytt eftir því hvernig skemmtun fór fram og menn gátu spreytt sig á hinum ýmsu tónlistarstefnum og þar sungu þeir saman Þorvaldur fyrrnefndur úr Busabandinu og Vilhjálmur.

Vilhjálmur leitaði sífellt leiða til að bæta sig og hann spurði Ingimar: „Hvernig get ég bætt textaframburðinn? Er hann ekki frekar slakur hjá mér? Ja, hann er svona eins og slydda á Suðurnesjum” á Ingimar að hafa svarað. Vilhjálmur hlustaði á Hauk Mortens og Óðinn og varð skýr textameðferð eitt hans aðalsmerki og fylgdi honum alla tíð. Vilhjálmur leitaði sífellt leiða til að bæta sig og hann spurði Ingimar: „Hvernig get ég bætt textaframburðinn? Er hann ekki frekar slakur hjá mér? Ja, hann er svona eins og slydda á Suðurnesjum”

Það var unnið í akkorði á Röðli, mikið vinnuálag og lengi vel hélst tímakaupið í hendur við verð á íslensku brennivíni í ríkinu.

Kántrítrúðboð

En það var ekki bara framburðurinn sem var af Suðurnesjum, sem bættust við með tilkomu Vilhjálms í hljómsveitina heldur einnig alls kyns kántrí sem hann kunni úr Kananum, útvarpi Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Textahöfundar þeirrar tónlistargreinar eru sagnaskáld; kunna að segja sögu af ástum og örlögum fólks. Þar er sjaldan að finna það miðjumoð sem einkennir vinsældartónlist og því höfðaði sveitatónlistin mjög til Vilhjálms sem fannst orðin jafnvel mikilvægari en melódíurnar.

Þegar Vilhjálmur fluttist suður til Reykjavíkur í lögfræðinám hóf hann að syngja með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á Röðli og þar fékk kántrítónlistin sinn sess í prógramminu sem fyrr enda var Vilhjálmur duglegur að leggja til málanna, bæði í lagavali og útsetningum. Það var unnið í akkorði á Röðli, mikið vinnuálag og lengi vel hélst tímakaupið í hendur við verð á íslensku brennivíni í ríkinu.

Í augum ungra Íslendinga sem tolldu í tískunni var Vilhjálmur dálítið klipptur og skorinn, eiginlega gamaldags. Víst hafði hann fallega rödd en hann kom úr „skíða-

Fyrstu skrefin stigin með hljómsveit Ingimars Eydals

hljómsveit frá Akureyri” eins og sumir poppararnir kölluðu hljómsveit Ingimars

Eydal sem þótti allt annað en töff. Magnús Ingimarsson féll í sama flokk. Úti í heimi boðuðu ungmenni frið á jörð með blóm í hárinu og tónlistin tók á sig gjörbreytta mynd. Á sama tíma söng Vilhjálmur þýska slagara eða kántrí í hljómsveitarbúningi á Röðli og blikkaði stúlkurnar.

Fyrstu hljómplötur Vilhjálms eru með þessum tveimur hljómsveitum og þar gerði hann vinsæl lög eins og Vor í Vaglaskógi og Litla sæta ljúfan góða. Svavar Gestsson sá um upptökur og þar sem Elly vissi að raddir þeirra féllu vel saman stakk hún upp á því við eiginmanninn að hún syngi inn á plötu með bróður sínum.

Systkinin syngja saman

Elly og Vilhjálmur áttu það sameiginlegt að hafa byrjað að syngja áður en þau fóru að tala. Systkinin skemmtu sér hið besta við upptökurnar og platan kom út árið 1969 og sló öll sölumet. Sú velgengni varð til þess að ákveðið var að hljóðrita tvær til viðbótar sem komu út ári síðar. Þau systkin voru bæði mjög tónviss og með skýra framsögn sem þau gátu vafalaust þakkað móður sinni Hólmfríði. Að öðru leyti voru þau ólíkir söngvarar. Þau höfðu bæði vítt tónsvið, Villi gat sungið upp í skýin en Ellý fór niður í jörð. Síðasta plata þeirra systkina var jólaplatan Vilhjálmur og Elly syngja jólalög sem hitti beint í mark og nýtur vinsælda enn í dag.

Um þetta leyti hafði Elly kvatt sviðsljósið en Vilhjálmur var að finna rödd sína. Árið 1972 kom út fyrsta sólóplata Vilhjálms þar sem hann er í essinu sínu og syngur ástarljóð af innlifun. Vilhjálmur hafði nú í fyrsta sinn nokkuð um það að segja hvaða efni væri á plötunni og Bíddu pabbi bíddu mín var á hvers manns vörum. Fleiri plötur fylgdu í kjölfarið og Vilhjálmur blandaði saman gömlu og nýju svo úr varð eitthvað sérstakt. Yrkisefnið og sagan sjálf í textunum fannst honum skipta mestu máli.

Upptökuver og nýjar plötur

Vilhjálmur hafði ekki fundið sig í háskólanámi og skráði sig á endanum í flugnám. Hann fluttist til Lúxemborgar þar sem hann starfaði sem flugmaður en hann kom þó reglulega heim og vann enn að tónlist sinni auk þess að koma fram í sjónvarpi. Þegar nýtt alvöru upptökuver opnaði á Íslandi varð Vilhjálmur heillaður og í kjölfarið fékk hann nokkra lagasmiði til að semja lög við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk sem hann hafði kynnst á menntaskólaárunum á Akureyri. Þar mátti finna lög eins og Hrafninn eftir Gunnar Þórðarson og Svefnljóð eftir Magnús Kjartansson. Platan Með sínu nefi fékk fínar viðtökur en þetta var í fyrsta sinn sem hann réði alfarið hvaða lög hann tæki upp, hvernig þau væru útsett og hver endanleg útkoma yrði. Áhugi Vilhjálms á tónlistarútgáfu jókst til muna og

Austurbær í Merkinesi. Myndin er tekin eftir að Hinrik stækkaði húsið 1945-1947

Góð stund í Merkinesi, Elly frískar upp á förðunina á meðan húsfrú Hólmfríður og Hinrkik bera saman bækur sínar

hann gerðist hluthafi í hljómplötuútgáfunni Hljóðrita. Næsta verk Vilhjálms var platan Hana nú sem kom út árið 1977 og þar steig hann fram sem textasmiður. Hann dreifði textum sínum til vina sinna í bransanum sem spreyttu sig við lagasmíðar. Segir sagan að þegar Vilhjálmi tók að lengja eftir lagi frá Magnúsi Kjartanssyni hafi hann rennt við til hans í kaffi eins og svo oft. Þegar Magnús sá Vilhjálm renna í hlaðið hljóp hann upp í herbergi og bað konu sína að tefja fyrir Vilhjálmi, „hann er örugglega kominn til að rukka mig um lag,” sagði hann við hana og settist við píanóið þar sem texti Vilhjálms lá efstur í bunkanum. Textinn er saminn í Lúxemborg og má þar heyra einsemd og söknuð til drengja Vilhjálms, Jóhanns og Hjálmars Brjáns. Lagið varð til á svipstundu og fékk nafnið Lítill drengur. Það skipaði sér óðara sess í íslenskri tónlistarsögu. Annað lag á plötunni átti einnig eftir að vekja athygli en lagið samdi Jóhann Helgason.

Eitt sinn verða allir menn að deyja

Eftir bjartan daginn kemur nótt

Ég harma það, en samt ég verð að segja

Að sumarið líður alltof fljótt

Þann 28. mars 1978 vaknaði Elly við símtal. Á línunni var blaðamaður sem vildi fá það staðfest að Vilhjálmur bróðir hennar hefði

farist í bílslysi kvöldið áður. Elly hafði ekki frétt af slysinu og sat eftir skelfingu lostin.

Fréttirnar af andláti Vilhjálms voru mikið áfall fyrir íslenskt tónlistarlíf og reyndar alla þjóðina því á þeim tíma var hann líklega á hátindi tónlistarferils síns. Verður Vilhjálms minnst sem ástsælasta söngvara dægurlagasögu Íslands.

Elly lést þann 16. nóvember 1995 tæplega sextug að aldri.

Systkinin frá Merkinesi auðguðu tónlistarlíf Íslands og heilluðu landsmenn með vandaðri framkomu sinni og einstakri túlkun sem sótt var inn á við. Kannski tengdu þau sig við brimið og sjófuglinn á Merkinesi þar sem mættust stórskorin náttúran og tignarleg víðáttan. Söngurinn var þeim í blóð borinn og tónlistin bar með sér fegurð og eitthvað sem yljar. Söngur þeirra heldur minningunni á lofti og er orðinn hluti af hversdagslífi Íslendinga.

Heimild:

Byggt á handriti tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum. Myndir úr ævisögum Ellyjar Vilhjálms og Vilhjálmssonar.

Minning: Stefán Benjamín Ólafsson

Fæddur 11. júní 1965 - Dáinn 28. nóvember 2024

Okkar kæri Faxafélagi Stefán Benjamín Ólafsson lést á Heilbirgðisstofnun Suðurnesja þann 28. nóvember fimmtíu og níu ára að aldri. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Ragnheiður Garðarsdóttir. Synir Stefáns og Ragnheiðar eru þeir Davíð og Elvar. Foreldrar Stefáns eru Guðbjörg Benjamínsdóttir og Ólafur Ágústsson. Systur Stefáns eru Matthildur Ósk og Jakobína Ólöf og hálfbróðir Stefáns er Vilhjálmur Arnar Ólafsson.

Stefán fæddist í Reykjavík og bjó fyrstu árin í Kópavogi þar til hann fluttist til Keflavíkur árið 1969, fjögurra ára gamall, þar sem hann bjó til æviloka. Stefán lauk grunnskólaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur og síðar meiraprófi en hóf ungur að vinna og vann hin ýmsu störf, meðal annars hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja, Íslenskum aðalverktökum en lengst af hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Stefán vann einnig um tíma með vini sínum Haraldi Helgasyni veitingamanni við rekstur Stapans í Njarðvík þar sem Stebbi, eins og hann var oftast kallaður, gekk í öll störf eins og honum einum var lagið. Gilti þá einu hvort um var að ræða untanumhald smærri viðburða eða stórveislur og jólahlaðborð fyrir fullu húsi. Þá var hann einnig formaður starfsmannafélags Suðurnesja um árabil ásamt því að vera virkur í fjölbreyttu félagsstarfi. Stefán var ásamt Haraldi meðlimur í Lionshreyfingunni, Frímúrarareglunni auk þess að vera félagi í málfundafélaginu Faxa þar sem hann gegndi meðal annars formennsku. Einnig var hann virkur í stjórnmálastarfi um skeið fyrir hönd Samfylkingarinnar. Stefán unni einnig íþróttum og var meðal annars einn af stofnendum knattspyrnufélags í Höfnum á sínum tíma. Í frítíma sínum stundaði Stefán m.a. veiði og renndi oft bæði fyrir lax og silung með svila sínum Gísla Haraldssyni verktaka. Matmaður var Stefán af guðs náð og eldaði jafnan á sínu heimili, hafði dálæti á því að grilla og bjóða vinum og fjölskyldu í mat. Faxafélagar fengu að njóta gestrisni þeirra hjóna auk þess sem Stefán hljóp jafnan undir bagga og bauðst til að hýsa Faxafundi ef þörf var á. Stefán var handlaginn, bóngóður og duglegur til verka, hvort sem var á heimili sínu, í aðstoð við fjölskyldu og vini eða vinnufélaga. Við Faxafélagar áttum margar góðar stundir með Stefáni og má sérstaklega nefna heimsóknir Faxafélaga til forseta Íslands, á Alþingi, í leikhús og sögugöngur svo eitthvað sé nefnt. Stefán var ávallt léttlyndur en hvorki skaplaus né skoðanalaus. Honum var annt

um samfélagið sitt og fylgdist vel með stjórnmálum og dægurmálum en verkalýðsmál voru Stefáni hugleikin og naut hann trausts á þeim vettvangi.

Auk þess að vera virkur í félagsmálum kom Stefán að mörgum góðgerðar- og samfélagsmálum á einn eða annan hátt. Stefán mætti veikindum sínum af æðruleysi þrátt fyrir þær þungu byrðar sem lagðar voru á hann. Minnistæð er okkur Faxafélögum heimsókn hópsins til ISAVIA þar sem Stefán lét sig ekki vanta þrátt fyrir að veikindin væru farin að draga úr honum þrótt. Stefán undirbjó sig að eigin sögn vel undir heimsóknina enda hafði hann ætið mikil tengsl við flugstöðina, vann sjálfur sem handlangari í pípulögnum við byggingu hennar og vildi alls ekki missa af skoðunarferðinni. Hann var ætíð áhugasamur um verklegar framkvæmdir, uppbyggingu og áætlanir hvers konar. Stefán lét aldrei sitt eftir liggja í starfi Faxa og var aldrei aukaleikari í dagsins önn heldur gegndi ávallt sínum hlutverkum af ábyrgð. Fyrst og síðast var Stefán gríðarlega mikill fjölskyldumaður.

Hann reyndist öllu sínu fólki afskaplega vel og þótti einkar vænt um sonardæturnar tvær. Mikill er þeirra missir. Stefán Ólafsson var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. desember að viðstöddu fjölmenni. Við sendum fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Faxafélagar:

Jóhann Friðrik Friðriksson

Haraldur Helgason

Helgi Arnarson

Kristján Jóhannsson

Kristinn Jakobsson

Hannes Einarsson

Eysteinn Eyjólfsson

Guðmundur Jónsson

Kristinn Óskarsson

Ríkharður Íbsen

Guðbergur Reynisson

Upphaf ferðar við Kötlutanga

Landshornaflakk Melrakka

– Fjör, rykkorn, brotnar legur og ógleymanleg ævintýri!

Það tók um eitt og hálft ár að gera draumaferðalag landshornaflakkara Melrakka, fjórhjóla og buggybílahóps Akstursíþróttafélags Suðurnesja, að veruleika.

Markmið ferðar þessa reyndu ökumanna var að aka sem næst landshornum Íslands frá suðri til norðurs og austur til vesturs, Kötlutanga, Rifstanga, Dalatanga og Bjargtanga, eins konar tangaflakk. Hópurinn, sem samanstóð af fjórtán landshornaflökkurum, var tilbúinn að takast á við öll þau ævintýri sem landið hefur uppá að bjóða og við fengum nóg af þeim.

Þegar svona ferð er skipulögð þarf ekki aðeins að velja leiðina heldur einnig að huga að gististöðum og hvar er hægt er að ná í eldsneyti og gera við ef eitthvað fer úrskeiðis. Skipulagið er því háð nokkurri óvissu. Þetta óvenjulega ferðalag var skipulagt af miklum metnaði, með allskyns varnöglum og tekið var tillit til allra í hópnum.

Formaðurinn hringir eftir varahlutum

Mýrdal 12. júlí í sumar. Áður höfðu flestir ekið á sínum tækjum frá Reykjanesinu um slóða og vegleysur á Suðurlandi að félagsheimili í Mýrdalnum þar sem sofið var fyrstu nóttina. Eftir nóttina í Mýrdalnum var dagurinn tekin snemma og keyrt að Vík þar sem fyllt var á og keypt nesti. Því næst var ekið að Hjörleifshöfða og Kötlutanga, ferðin að hefjast fyrir alvöru.

Fyrsti leggurinn var að keyra slóða norður Mýrdalsand og að ánni Skálm, þá upp með Skaftá allt að Hólaskjóli þar sem við stoppuðum stutt til að nærast. Þá var haldið vestur Fjallabaksleið nyrðri allt að Hrauneyjum. Þar

bættust þrjú farartæki við í hópinn sem þá var fullskipaður. Sutt stans var gert í Hrauneyjum, fyllt var á tanka þar sem löng keyrsla var framundan norður Sprengisand í Nýjadal og allt niður í Bárðardal. Gist var á Bjarnastöðum í kyrrð og ró en ekkert heyrðist í Bjarnarstaðabeljunum það kvöldið.   Leiðin úr Bárðardalnum lá um Mývatnsheiði að Skútustöðum þar sem fyllt var á alla tóma brúsa og hádegisverður snæddur. Þá var haldið inn í Reykjahlíð og gerður stuttur stans og síðan haldið áfram allt austur að brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum. Keyrt var niður með ánni í algerum þurrki og miklu

Við vitann á Dalatanga

Reykjanes — sagan lifnar við

Upplifðu stórbrotnar sögur Reykjaness – frá eldgosum sem mótað hafa landið til tignarlegra tinda sem rísa við sjóndeildarhringinn. Reykjanes I og II svipta hulunni af náttúruundrum og krafti jarðar. Fullkomin gjöf fyrir náttúruunnendur og ævintýrafólk!

Nánari upplýsingar á reykjanesgeopark.is eða í síma 420 3288

Stoppað við Klifbrekkufoss á leið uppúr Mjóafirði

vegaryki allt niður að Ásbyrgi. Þaðan lá leiðin að Kópaskeri og síðan var ekið eins og vegur lá út á Melrakkasléttu, allt að afleggjaranum niður á Rifstanga. Út á Rifstanga var ekið þrátt fyrir vegleysu og síðasti spölurinn genginn niður í fjöru þar sem sannanlega var farið út á nyrsta tanga Íslands.

Stutt var stoppað, ekki mátti bíða lengi ef komast ætti nægilega snemma í náttstað. Sama leið farin til baka, sem gerist ekki oft í svona ferðum, inn afleggjarann við Ásbyrgi og suður Dettifossveg jafn rykugan og fyrr. Allt loft rann úr afturdekki fararstjórans en því var snarlega reddað á Grímsstöðum á Fjöllum og hópurinn þáði kaffi og með því í gistihúsinu á meðan dekkið var stag-tappað. Slóðinn var farinn á Möðrudal, áð þar og hópurinn nærði sig. Seint komið í náttstað að Skjöldólfsstöðum og fólk orðið ansi þreytt og rykugt eftir mikla og langa keyrslu og hristing.

Um morguninn ræsti formaðurinn mjög ákveðinn fólk og tæki, því framundan var langur dagur. Af stað um kl 10:00 og haldið inn að Stuðlagili að austanverðu sem ku vera fallegra þeim megin. Það reyndist rétt vera, óhemju fagurt var við gljúfrin sem skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni. Leiðin lá næst upp á Fljótsheiði eftir slóða sem finnst ekki á kortum en er greinanlegur á loftmyndum. Einstök veðurblíðan lék áfram við hópinn, svo mikið var lognið þarna uppi að menn og konur þurftu að ganga um til að ná andanum. Þegar niður á Egilsstaði var komið var 24°C hiti og menn óvanir að hreyfa sig í svona hita kappklæddir. Því var tekin dágóð kælipása án þess þó að menn kólnuðu eitthvað að ráði.

Áfram var keyrt austur Fagradalinn niður að Mjóafjarðarafleggjaranum. Óhemju fagurt er að keyra þarna á milli hálffrosina vatna og niður í Mjóafjörð, sem er eins og nafnið

Gert og græjað

gefur til kynna mjór og mjög langur. Niður við þéttbýlið Brekku var áð um stund og bætt á mannlegt eldsneyti, vöfflur og kaffi af bestu sort, áður en halda skyldi út á Dalatanga en að tanganum liggur austasti vegur landsins.

Út á Dalatanga kom hópurinn í mikilli sól og hita. Þar var gengið út á ystu nöf til að staðfesta að ekki var hægt að komast austar.

Sutt var stoppað við tangann og ekið til baka í halarófu allt að Brekku og síðan inn fjörðinn að Klifbrekkufossum. Ægifagur og hrikalegur foss sem rennur í ótal stöllum niður úr vötnum ofan af heiði niður í Mjóafjörð. Þá var haldið upp úr firðinum og inn á Egilsstaði og þar í gegn án þess að stoppa því við urðum að haska okkur, ætluðum að ná í náttstað inn í Dreka við Öskju hvar gist var.  Hópurinn hafði fengið sérstakt rannsóknarleyfi til að keyra Dyngjuleið frá Dreka. Áfram vorum við sérlega heppin með veður, sól og blíða alla leiðina og greiðfært fyrir utan nokkur snjóhöft sem við áttum ekki í neinum vandræðum með. Ódáðahraunið var ótrúlega litlaust en fallegt og erfitt yfirferðar vegna illfærra slóða. Þegar á Sprengisandsleið var komið var stutt inn í Laugafell sem er skáli á Sprengisandsleið, niður í Eyjafjörð og Skagafjörð sem við ókum niður í gegnum Neðribyggð og alla leið í Varmahlíð. Við náðum ekki fyrir lokun á veitingastaðinn í Varmahlíð þannig að við fengum hjálp frá vinum okkar á Sauðárkróki með heita hamborgara og fröllur til að næra hópinn áður en síðasti leggurinn var tekin inn að

Viðgerðahlé á Stórasandi

Á leið yfir Sprengisand, ekki búið að opna alla fjallvegi

Áfanga sunnan Blöndulóns. Heldur drungaleg keyrsla þegar komið var upp úr Mælifellsdalnum og upp að lóninu, þokudumbungur og draugalegt og áttum við alveg eins von á að rekast á útilegumenn á leiðinni. Í Áfanga komst hópurinn og svaf vel um nóttina.

Dagurinn var tekin snemma því fara átti yfir Stórasand sem frægur er að endemum fyrir stórgrýti, draugagang og tröllskessur. Þegar beygt var af Kjalvegi inn á Stórasandsleið fór hjólalega í bíl formannsins. Ekkert verkstæði í grennd og enginn möguleiki á að gera við lengst inni á öræfum. Þá þarf að hugsa út fyrir kassann. Maður þekkir mann, sem þekkti mann, sem gat bjargað þessu. Varahlutir pantaðir í snatri og flogið með þá á Blöndulónsflugvöll - legan var komin í bílinn eftir 4 tíma stopp.

Enginn var þá tíminn til að fara Stórasand sem margir voru hálft í hvoru fegnir. Stefnan var tekin aftur upp á Kjalveg og norður i Vatnsdal yfir Eyvindarstaðaheiði. Þegar í Vatnsdalinn var komið fór enn ein hjólalegan, nú í fjórhjóli. Bóndi einn í Vatnsdalnum var ónáðaður við heyskap en brást vel við og bauðst til að gera við fjórhjólið en aftur voru vandræði að finna nýja hjólalegu. Varahlutir í viðgerðina fundust á verkstæði á Blönduósi sem opnaði ekki fyrr en morgunin eftir. Því var fjórhjólið skilið eftir hjá Skafta bónda sem kom því inn á Blönduós í bítið daginn eftir.

En hópurinn hélt áfram og vestur Hrútafjörð eftir malbiki og sléttum vegi allt að Sæbergi, gististað við Reykjaskóla. Þá voru menn og konur orðin vel svöng og þreytt eftir átök dagsins, þó leiðin hafi verið stutt í kílómetrum voru viðgerðarstoppin löng. Sæberg bauð upp á ágætis rúm og eldhús þar sem læri og með því var útbúið á mettíma - og ekki tók mikið lengri tíma að snæða það sem matreiðslumeistararnir göldruðu fram.   Daginn eftir var fjórhjólið sótt inn á Blönduós og allt sett í botn til að ná í hádeg-

ismat inn á Króksfjarðarnesi. Keyrt var sem leið lá að Staðarskála og síðan norður í Kollafjörð sem gengur inn úr Hrútafirði að vestan. Þá var lagt á Steinadalsheiði sem er gömul þjóðleið milli Kollafjarðar og Gilsfjarðar. Ótrúlega falleg leið og auðveld að keyra á buggybílum og fjórhjólum.

Þegar í Gilsfjörðinn var komið var ekið eins og tækin gátu því við áttum pantaðan hádegismat á Króksfjarðarnesi á hádegi sem er töluvert teygjanlegt hugtak í hugum margra Melrakka. Þar var boðið upp á dýrindis súpur og brauð sem hópurinn gerði góð skil.

Áfram var haldið inn alla Barðaströndina að Flókalundi þar sem fyllt var á alla tanka. Birkimelur var náttstaður á næstu tveggja nátta. En áður er komið var að Birkimel fór pústgrein í buggybíl formannsins og góð ráð dýr. Haldið var á næsta bæ, Rauðsdal, og fyrir allra Guðsnáð og miskun býr þar einn færasti suðumaður landsins, Svanhildur Björk, sem sauð pústgreinina svo listavel saman að hún heldur enn. Á Birkimel var gist í skólastofu og snætt í mötuneyti þeirra Silju og Þórðar.

Út á Látrabjarg var haldið því Bjargtangar eru jú vestasti tangi Íslands og þar með talið Evrópu. Á leið til baka var keyrt niður á Rauðasand og slakað örlítið á. Inn á Patreksfjörð var haldið til að birgja sig upp af lífsvatni og snakki fyrir kvöldið - lokakvöld ferðarinnar. Sagðar voru sögur missannar og mikið um að menn og konur reyndu að toppa sögur annara, mikið hlegið og gert grín.

Kl. 12:00 daginn eftir lagði flóabáturinn Baldur frá bryggju á Brjánslæk smekkfullur af bílum fjórhjólum og buggybílum, leiðin lá yfir Breiðafjörð í Stykkishólm í stafalogni og sléttum sjó með stuttri viðkomu í Flatey. En á leiðinni fór enn ein hjólalega í bíl formannsins. Nú voru skyldmenni formannsfrúarinnar ræst út og verkstæði opnuð til að skipta

um legu. Tók ekki langan tíma þar sem menn voru komnir í góða æfingu í að skipta um hjólalegur.

Frá Stykkishólmi var ekið inn Skógarströndina inn í Dali, en reynt að forðast malbikið eins og kostur var. Þá var ekið yfir Bröttubrekku, niður í Norðurárádal í Borgarfirði þar sem krossað var yfir í Stafholtstungur og inn Hvítársíðuna inn að Húsafelli þar sem tveir risa sumarbústaðir voru lagðir undir hópinn. Hér var etið drukkið og sagðar sannar og lognar sögur af ferðum og sem farnar voru - og ófarnar eru.

Í lok ferðarinnar voru fjórtán þreyttir en ánægðir landshornaflakkarar komnir aftur til byggða. Allskyns uppákomur og erfiðar aðstæður gerðu ferðina bæði krefjandi og ógleymanlega Melrökkum sem að henni lokinni höfðu á 10 dögum ekið 3.300 kílómetra um landið, farið á fjögur horn þess og lent í ótrúlegustu ævintýrum. Hvort sem það voru sprungin dekk, bilaðir bílar eða einstök gestrisni ókunnugra, þá varð ferðin einstök upplifun og mun lifa í minningunni.

Sumir segja að það sé ekki áfangastaðurinn sem skiptir máli, heldur ferðalagið sjálft – allar minningarnar, hlátrasköllin, erfiðleikarnir og sigurtilfinningin þegar hindranir eru yfirunnar. Eftir stendur samkenndin sem myndaðist þegar allir komu saman að leysa vandamál og að enginn tók sig of hátíðlega, þó aðstæður væru ekki alltaf eins og best var á kosið. Hópurinn sannaði fyrir sér og öðrum að það er ekkert eins og að sigra landið á eigin forsendum, eina torfæru í einu.

Þessi ferð var óneitanlega lengsta og ævintýralegasta fjórhjólaferð Melrakkanna til þessa, og hver veit – kannski tekur næsta ferð okkur enn lengra. Með enn fleiri dekkjasprengingum, fleiri grillveislum hjá bændum og fleiri fljúgandi varahlutun. Gott er að eiga góða að.

Kristinn Þór Jakobsson Faxafélagi og Melrakki

Vatnsnes sem var

- eftir Ragnhildi Árnadóttur

Jörðin Vatnsnes á Vatnsnesi við Keflavík var fyrst skráð bændabýli seint á

18. öld, sem hjáleiga frá býlinu Ytri Njarðvík en hafði ekki verið stöðugt í byggð.

Jörðin

Vatnsnes á Vatnsnesi við Keflavík var fyrst skráð bændabýli seint á 18. öld, sem hjáleiga frá býlinu Ytri Njarðvík en hafði ekki verið stöðugt í byggð. Árið 1891 keyptu Vatnsnes hjónin Guðni Jónsson f. 1852 og Helga Vigfúsdóttir f.1845, sem þá bjuggu í Bakkakoti í Leiru. Á þessum tíma var Leiran mikil verstöð og hafði Guðni verið fengsæll formaður og efnast vel.

Guðni var frá Hvammi í Mýrdal en átti frændfólk á Suðurnesjum því móðir hans var frá Merkinesi í Höfnum. Helga Vigfúsdóttir var frá Geirmundarstöðum í Skagafirði og hafði komið í atvinnuleit til Suðurnesja eins og Guðni. Þau voru bæði í vinnumennsku að Hrúðunesi í Leiru þegar þau kynntust og síðar festu þau ráð sitt. Jörðin Vatnsnes var þá Vatnsnesið frá Krummasteini, sem er horfið kennileiti en var í námunda við „Boggabar“ á Víkurbraut og þaðan í norður í Óssker, fyrir neðan fjölbýlishúsin sem nú standa við Framnesveg.

Á Vatnsnesi bjuggu Helga og Guðni góðu búi og var sjávaraflinn mikil tekjulind býlisins. Sagt er að þau hafi búið við mikinn myndarskap og dugnað og farnast vel, ekki síst vegna mannkosta Helgu sem sögð var einstaklega reglusöm atorkukona. Guðni var þáttakandi í kaupum á fyrsta vélbát sem kom til Keflavíkur og átti síðar fleiri slíka. Þau hjón eignuðust einn son, Jóhann f.1884. Heimilið var alla tíð mannmargt og eftirsótt að vistast hjá þeim hjónum. Þau fóstruðu líka börn til lengri eða skemmri tíma. Tvær hálfsystur Helgu, þær Bjarnveig og Guðný Helga vistuðust hjá þeim á Vatnsnesi og giftust þaðan. Bjarnveig giftist Árna Grímssyni frá Brautarhóli í Njarðvík en Guðný Helga giftist Þorsteini Árnasyni frá Gerðum í Garði. Jóhann Guðnason tók við búinu á Vatnsnesi þegar aldurinn færðist yfir foreldra hans. Hann giftist Bjarnfríði Sigurðardóttur f. 1889 frá Þórukoti í Njarðvík árið 1914. Jóhann var atorkusamur maður líkt og foreldrar hans. Hann ræktaði jörðina, græddi tún og stundaði lengi vel sjómennsku, bæði á opnum bátum og þilskipum og reyndist hinn farsælasti aflamaður. Hann varð síðar útgerðarmaður og stofnaði byggingavöruverslun og var umsvifamikill í atvinnurekstri og búsýslu. Árið 1934 reisti hann nýtt íbúðarhús, húsið sem enn stendur. Hann lét af hendi land, bæði til hafnargerðar á Vatnsnesi

Guðni Jónsson og Helga Vigfúsdóttir á Vatnsnesi ásamt syni sínum Jóhanni. Mynd úr einkasafni

og til sundlaugar þegar til þess kom. Hann var einn af styrkum stoðum samfélagsins í Keflavík.

Vinnan á Vatnsnesi

Nærri má geta að með öll þessi umsvif á Vatnsnesi, rekstur býlisins, útgerðar og

verslunar hefur Jóhann þurft á góðum mannskap að halda. Einn af þeim var Lúðvík Jónsson (1916-2005), þekktur Keflvíkingur, sem starfaði í 12 ár á Vatnsnesi og kunni hann margar sögur að segja af veru sinni þar. „Við gengum í öll verk, beitningu, aðgerð að fiskinum, söltun og breiddum síðan til þurrkunar á reitum, unnum í uppskipun

Hjónin Jóhann Guðnason og Bjarnfríður Sigurðardóttir á Vatnsnesi. Mynd úr einkasafni

á sementi og timbri, ásamt bústörfunum. Eitt sinn fékk ég boð um stöðuhækkun hjá Jóhanni, sem sagðist hafa keypt vörubíl sem hann vildi að ég tæki. Mig blóðlangaði til að þiggja þetta starf en lét reyna á greiða í staðinn, því Ingiberg bróður minn vantaði vinnu. Ég var áræðinn og sagðist skyldi taka bílinn ef Ingibergur fengi plássið mitt. Það gekk eftir og allir urðu sáttir.“

Lúðvík heldur áfram; „Eitt sinn var ég að koma á bílnum úr Reykjavík þegar ég varð fyrir því óhappi að kind hljóp fyrir bílinn. Ég stoppaði og leitaði að henni en það tók dágóðan tíma að finna hana út í hrauni. Ég bar hana í bílinn og ók niður að Hvassahrauni og fékk þær upplýsingar að Þórður á Vatnsleysu ætti dýrið. Ég fór að Vatnsleysu og bauð Þórði borgun en hann, þakklátur fyrir skilvísina, sagði að það væri allt of sjaldgæft að menn kæmu svona vel fram. Þetta var nú orðin dágóð töf og þegar ég kom heim spurði Jóhann hvað olli. Ég skýrði frá málavöxtum og spurði hvort hann væri óánægður með breytni mína en hann sagði: „Ég hefði orðið vondur ef þú hefðir ekki gert það sem þú gerðir.“ Svona var Jóhann, alveg einstakur gæðamaður og hún Bjarnfríður, það var nú meiri sómakonan. Hvenær sem hún birtist var hún alltaf með mjólk og meðlæti til að bjóða mér.“

Að endingu segir Lúðvík; „Ég var á Vatnsnesi þegar stríðsslysið mikla varð út af Garðskaga í janúar 1942 (sjá Faxa 1970, Dimmur dagur). Jóhann var niðri á bryggju að fylgjast með afla, sem þennan dag var óvenjulegur. Dekkin voru hlaðin af stórslösuðum mönnum. Öngþveiti var á bryggjunni. Ekkert sjúkrahús eða sjúkraflutningar og aðeins einn læknir á svæðinu. Jóhann skipaði að flytja mennina heim á Vatnsnes, þar sem hvert pláss var notað og stiklaði læknirinn á milli sjúklinganna sem lágu á gólfinu um allt hús. Seint um nóttina komu svo háttsettir menn frá hernum í Reykjavík og náðu í þá slösuðu. Þeir buðu Jóhanni borgun sem hann afþakkaði, en þá buðu þeir betur, en Jóhann

Standandi f.v. Bjarnfríður Sigurðardóttir húsfreyja sem heldur á Sigríði Jónsdóttur, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, hjú, Sigríður Bjarnadóttir,  móðir Bjarnfríðar, Helga Þorsteinsdóttir. Sitjandi f.v. Jóhann Guðnason, húsbóndi, Ágúst Sveinsson, hjú, Falur Guðmundsson og heimilishundurinn Vaskur. Mynd úr Keflavík í byrjun aldar

Lúðvík Jónsson með dóttur sinni Elísabetu. Mynd úr einkasafni

sagði „ef ég tæki við greiðslu hefði ég enga ánægju af að hafa hjálpað til.“ Aftur segir Lúðvík „Svona var Jóhann.“

Lífið á Vatnsnesi

Fyrsta varanlega fósturdóttirin kom á Vatnsnesheimilið árið 1913, þegar Jóhann var enn ógiftur í föðurhúsum. Helga húsfreyja hafði þá heimsótt yngri systur sína að Gerðum í Garði, Guðnýju Helgu. Þau Þorsteinn höfðu þá eignast 5 börn sem öll voru ung. Veikindi höfðu herjað á fjölskylduna að Gerðum og taldi Helga að systir hennar þyrfti á hjálp að halda og það varð að samkomulagi að hún tæki heim með sér tveggja ára tátu, Guðnýju Helgu Þorsteinsdóttur, sem nefnd hafði verið í höfuðið á Vatnsneshjónunum. Hún snéri aldrei heim aftur nema sem gestur. Þar með skyldust að tvíburasysturnar, Guðrún og litla Guðný Helga, sem jafnan var kölluð Helga. Guðrún fór seinna í fóstur til annarrar móðursystur þeirra, Bjarnveigar Vigfúsdóttur á Brautarhóli í Njarðvík. Þær tvíburasystur

MB Svanur GK sem Jóhann Guðnason gerði út, hér við Básabryggju. Mynd úr einkasafni

vissu alltaf um uppruna sinn og kynntust vel þegar þær sóttu sama skóla, nýja Barnaskóla Keflavíkur. Þeim varð þá vel til vina og voru alla tíð bestu vinkonur og áttu einstakt systrasamband. Helga lýsti því þegar hún fylgdi Gunnu heim á Brautarhól eftir skóla en svo fylgdi Gunna henni heim til baka, svo erfitt var að skilja.

Litla Helga ólst upp á Vatnsnesi hjá gömlu hjónunum. Eldri Helga var hátt á sjötugs aldri við komu hennar, hún kenndi telpunni ungri að vinna væri gulls ígildi, hélt snemma að henni prjónum, því hún vildi ekki að nafna hennar yrði nein ómynd en annað átti eftir að koma í ljós, því yngri Helga varð mjög atorkusöm eins og nafna hennar og bjó einnig yfir listrænum hæfileikum sem komu fram í öllu er varðaði hannyrðir.

Helga var lengi vel eina barnið á heimilinu og mundi vel eftir einmanaleika í uppvextinum, þó allur aðbúnaður og umhyggja væri góð. Heimilið og heimilisstörfin voru öll í föstum skorðum, jafnvel 19. aldar stemning, því á veturna safnaðist fólkið saman á vökunni og vann en Guðni húsbóndi las húslestra. Helga minntist oft á dýrmætu vetrarkvöldin þegar stjörnubjart var og tunglskin, þá mátti hún læðast út og hitta önnur börn í leik.

Það fjölgaði á heimilinu þegar Jóhann giftist Bjarnfríði Sigurðardóttur árið 1914. Smátt og smátt tók Bjarnfríður við uppeldi Helgu með manni sínum og mjög kært var alla tíð með þeim. Um það leyti sem Helga fermdist árið 1926 kom önnur lítil hnáta á heimilið, Sigríður Jónsdóttir bróðurdóttir Bjarnfríðar. Eins og Helga átti hún að dvelja tímabundið meðan móðir hennar jafnaði sig af veikindum, en dvaldist á heimilinu til fullorðinsára. Sigga litla var öllum til gleði. Seinna kom svo enn ein fósturdóttirin, jafnaldra Siggu, Kristín Guðmundsdóttir. Móðir hennar Una Þorsteinsdóttir var nýorðin ekkja og vantaði sumardvöl fyrir stúlkuna. Móðurbróðir hennar, Halldór frá Vörum í Garði sótti litlu frænku sína til Reykjavíkur og ætlaði með hana heim með sér en þurfti að koma við á Vatnsnesi. Þar var hún svo ánægð í leik með Siggu, að henni var boðið að dvelja lengur. Kristín fór heldur ekki fyrr en á fullorðins árum. Þær

urðu dæmalaust góðar systur allar þrjár og fjórða stúlkan, Ásdís alsystir Siggu, var þeim mikið samferða alla tíð. Ásdís ólst upp hjá foreldrum þeirra í nágrenninu, þeim Ágústu Sigurjónsdóttur og Jóni Sigurðssyni.

Seinna þegar þær, aldraðar konur, sögðu þakklátar frá veru sinni á Vatnsnesi minntust þær á vandað uppeldi fósturforeldra sinna, sem þær kölluðu „frænku“ og „frænda“. Þeim var öllum uppálagt að stunda vandvirkni, prúðmennsku og þagmælsku og Bjarnfríður bætti við; „ef einhver spyr ykkur um annað fólk, þá segist þið ekkert vita.“ Þær tóku þátt í vinnu á heimilinu, aðal skylduverkið var uppþvotturinn sem var vel skipulagður á milli þeirra. Svo var heyskapurinn á sumrin, þær breiddu fisk til þurrkunar og sendust með mjólk.

Þær urðu fyrir sameiginlegu áfalli, eins og

Vatnsnes 1934. Verið er að ljúka við bygginguna. Mynd úr einkasafni

önnur börn í Keflavík, þegar þær upplifðu brunann í Skildi á jólaballi árið 1935 en sluppu blessunarlega við að slasast en litlu mátti muna. Óttinn við bruna fylgdi þeim alla tíð.

Frá árinu 1922 dvaldi ungur maður, Falur Guðmundsson, á Vatnsnesheimilinu, frá 12 ára aldri. Litlu telpurnar Sigga og Stína, dáðu hann og litu upp til hans. „Hann var svo skemmtilegur og alltaf svo góður við okkur,“ sögðu þær. „Hann lærði vélstjórn og skipstjórn og svo kunni hann að keyra bíl.“ Á sumrin ók hann með alla fjölskylduna í vörubíl og þá var hús sett á pallinn og allir fóru saman í lystitúr, með kaffi og kræsingar upp í Hjallatún, þar sem fjölskyldur hittust gjarnan á góðviðrisdögum við leiki og skemmtun.

Eftir að Helga hafði lokið skólaskyldu

Fóstursysturnar og jafnöldrurnar Sigga og Stína, Sigríður Jónsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Mynd úr einkasafni

í lautarferð í Hjallatúni. Mynd úr einkasafni

hér í Keflavík fór hún til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1928 og dvaldi þar í heimavist. Almennt nám þar var 3 ár en Helga tók einnig fjórða árið í fatasaum og útskrifaðist útlærð saumakona. Í kjölfarið vann hún sem slík heima á Vatnsnesi og saumaði allt sem til þurfti á þessu stóra heimili, fatnað á fólkið, rúmföt o.fl., þá voru oft um 20 manns á heimilinu. Hún kenndi líka saumaskap í kvöldskóla hér í bæ. Falur hefur átt fleiri aðdáendur á Vatnsnesi, því þau Helga giftust árið 1939 og byggðu sér hús í horninu við túngarðinn eða á Vatnsnesvegi 17. Falur var skipstjóri og útgerðarmaður. Þau eignuðust þrjú börn sem öll hafa búið hér í Keflavík. Falur lést fyrir aldur fram árið 1962 en Helga, sem lengi vann hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur lifði til ársins 1999.

Sigríður giftist Jóhanni Hjartarsyni húsgagnasmið og þau byggðu hús sitt á Heiðarvegi 4, rétt hjá Vatnsneshúsinu. Þau eignuðust 4 börn. Þau fluttu seinna til Reykjavíkur. Kristín giftist Guðmundi Ófeigssyni skrifstofustjóra hjá útgerð Tryggva Ófeigssonar, þau eignuðust 4 börn og bjuggu í Reykjavík. Sigríður lést árið 2010 og Kristín árið 2019.

Allt breyttist

Árið 1946 fórst Jóhann Guðnason í hörmulegu bílslysi á Keflavíkurveginum. Það var mikill missir, ekki aðeins fyrir heimilisfólkið, heldur bæjarfélagið allt. Hann var dáður af bæjarbúum eins og segir í minningargrein um hann í Faxa, ritaðri af fyrrum starfsmanni hans til nokkurra ára : „…minning þess tíma er öll á eina leið, fyrirmynd þess besta heimilislífs sem ég hef kynnst, enda óþarfi að lýsa heimilinu á Vatnsnesi fyrir

Helga Þorsteinsdóttir og Falur Guðmundsson á brúðkaupsdaginn. Mynd úr einkasafni

lesendum þessa blaðs, það er héraðskunnugt“.

Eftir fráfalls Jóhanns lagðist búskapur á Vatnsnesi smátt og smátt niður en ekkja hans Bjarnfríður lifði til 1974 og bjó ávallt á sínu myndarheimili á Vatnsnesi. Hún hélt sín jólaboð fyrir alla fjölskylduna lengi vel og tók á móti vinum og vandamönnum. Á seinni árum leigði hún efri hæð hússins sem fyrsta prestbústað Keflavíkursóknar og þar bjó sr. Björn Jónsson um árabil með fjölskyldu sína.

Þegar aldurinn færðist yfir Bjarnfríði og heilsu hennar hrakaði, flutti Helga fósturdóttir hennar, sem þá var orðin ekkja, aftur á Vatnsnes og bjó í risinu og annaðist fóstru sína þar til hún þurfti á sjúkrahúsvist að halda.

Bjarnfríður ánafnaði Keflavíkurbæ húsið Vatnsnes, eftir sinn dag fyrir Byggðasafn. Á þeim tíma hafði bæjarstjórn áform um að nýta húsið og umhverfi þess til byggðasafns og fékk vegna þess úthlutað stærri lóð fyrir byggingar í kring um Vatnsnes-húsið. Safnið stóð því miður stutt við í húsinu og ekkert varð úr frekari byggingaráætlunum á lóðinni, því ákvörðun var tekin um að flytja alla starfsemina í Duushúsin.

Allt of lengi stóð gjöf þessi ónotuð, tómt hús, sem var auk þess illa hirt og ekki til sóma því fyrirmyndar mannlífi sem áður þreifst á Vatnsnesi. Nýlega hefur húsið þó fengið upplyftingu þegar það var afhent Steinþóri Jónssyni, hóteleiganda.

Varðandi heimildir eru þær byggðar á samtölum við fósturdæturnar frá Vatnsnesi og Lúðvík Jónson sem öll eru látin, bókum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur, Keflavík í byrjun aldar og tímaritinu Faxa.

Heimildaskrá

Marta Valgerður Jónsdóttir, Guðleifur Sigurjónsson, Þorsteinn Jónsson, Jón Tómasson, Sögunefnd Keflavíkur, & Sögunefnd Keflavíkur. (1989). Keflavík í byrjun aldar : minningar frá Keflavík. Líf og saga. s .737-744 Jóhann Guðnason sextugur. (1944) Faxi ,4.(5),2 Jóhann Guðnason, kaupmaður Vatnsnesi, látinn. (1946 )Faxi, 6(6-8),5

Fólk

Suðurnesjapennar

Einar Falur / Útlit loptsins

Veðurdagbók sem inniheldur 366 ljósmyndir af himninum teknar í hádeginu dag hvern í heilt ár. Við hverja mynd er birt veðurfærsla frá Veðurstofunni þann dag og sömuleiðis veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi 170 árum fyrr. Árni var fyrstur Íslendinga til að skrásetja veður með markvissum hætti.

Ásmundur Friðriksson

Eddi í hópsnesi

Lífshlaup athafnamanns

í Grindavík

Eddi í Hópsnesi er saga athafnamannsins og frumkvöðulsins

Edvards Júlíussonar

í Grindavík. Hann hóf sjómennsku fyrir fermingu og varð skipstjóri og umsvifamikill útgerðarmaður og fiskframleiðandi áður en hann stofnaði

Bláa lónið sem tók á móti milljón ferðamönnum á ári við lok átján ára stjórnarformennsku hans.

Sigga Dögg / Tryllingur

Tryllingur er fyrsta bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Á kaffihúsinu Draumi í Hólavallagarði leitar hún að sjálfri sér og ástinni. Í gegnum dagbókarfærslur skoðar hún tilfinningar sínar og glímir við kröfur samfélagsins um að vera kona, móðir og kynvera. Með húmor, dramatík og áhuga á kukli og náttúruöflum reynir hún að finna jafnvægi milli fortíðar og framtíðar. Sagan dregur lesandann djúpt inn í hugarheim konu á mörkum bilunar og uppgötvunar.

ára en þær geta vísað leiðina að viskunni sem leynist innra með okkur.

Sveindís Jane:

Saga af stelpu í landsliði Sagan af Sveindísi

Jane heldur áfram! Hún keppir nú með unglingalandsliðinu fyrir hönd Íslands. Baráttan er við erfiða mótherja fremstu liða heims. En það er ekki bara baráttan við mótherjana sem er erfið, það er ekki síður flókið að eiga við samherjana. Sumir þeirra haga sér meira að segja ansi undarlega eins og til dæmis hún

Mæja pæja

Himintungl yfir heimsins ystu brún

Jón Kalman

Stefánsson

Árið 1615 skrifar presturinn Pétur um atburði sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru. Á ystu rönd

Orkuljósin sjö / Marta Eiríksdóttir Það er sagt að orkustöðvarnar sjö séu orkuhliðin inn í orkusvið líkamans sem tengir saman huga, líkama og anda. Þær eru eins og ljós í mörgum blæbrigðum. Fræðsla um orkustöðvarnar hefur fylgt mannkyninu í þúsundir

Reykjanes II

Ritstjóri Eyþór

Sæmundsson.

Ljósmyndir

Þráinn Kol beinsson

Glæsileg ljós myndabók um eldhræringar á Reykjanesi. Í bókinni má sjá stórbrotna náttúru Reykjanesskagans með áherslu á tinda þar sem lítt þekktu hálendi svæðisins er gefinn sérstakur gaumur.

heimsins blása alþjóðlegir vindar og flytja með sér nýja heimsmynd, hugmyndir og bækur, enskar duggur, spánska hvalfangara og tilskipanir frá konunginum. Og penninn er beittari en sverðið.

Náttúruvá á íslandi

Ari Trausti Guðmundsson

Bókin fjallar um vá af völdum

jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. Einnig um hættumat, áhættumat, vöktun og skipulagsmál, almannavarnir og neyðarhjálp.

Þá hefur verið endurútgefin Reykjanes I sem fangar fegurð svæðisins og fræðir um leið lesandann um Reykjanesskagann. Bókin sýnir mynd af samfélagi og náttúru sem á engan sinn líka.

Sigurður Sigurðsson

Reykjanes vaknar

Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af jarðhræringum

á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins

2024. Sigurður fór í 70 ferðir

á Reykjanesið á þessum tíma og tók hátt í 9 þúsund myndir. Í bókinni er að finna 500 þeirra sem segja söguna auk formála eftir Guðna Th Jóhannesson sagnfræðing og þáverandi forseta. Myndirnar hafa líka verið settar upp á sýningu í Grindavík.

Fólkið frá Vörum í Garði

Niels Árni Lund

Í bókinni er rakin saga útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Viðarsdóttur

í Vörum aftur í aldir, einkum þó Halldórs, sem var einn af 15 börnum Þorsteins

Gíslasonar og Kristínar Þorláksdóttur í Melbæ í Leiru. Kristjana og Halldór keyptu Varajörð 1910 og stunduðu þar búskap og útgerð. Þau eignuðust 13 börn. Halldór þótti einstakur skipstjóri og aflakló.

„Hef bara svo gaman af fólki“

Magnús Hlynur og eiginkonan Anna Margrét á góðri stundu á Tenerife. Mynd úr einkasafni

Magnús Hlynur Hreiðarsson er landsmönnum að góðu kunnur fyrir störf sín sem fréttamaður á Stöð 2. Hann er óþreytandi við að miðla fréttum, aðallega af Suðurlandinu af mannlífsflórunni og þá sérstaklega því sem tilheyrir bændum og búaliði. Einnig hefur Magnús Hlynur komið að þáttagerð á Stöð 2, Feðgar á ferð, með syni sínum Fannari Frey og svo Mig langar að vita.

Magnús Hlynur segist heppinn með vinnuveitanda, fréttastofuna á Stöð 2 þar sem hann hefur mikið frjálsræði í sinni fréttaöflun en hann rýkur þó einnig af stað ef upp koma atburðir sem þarf að sinna fyrir fréttastofuna. En þótt Magnús Hlynur sé

búsettur á Selfossi og hafi verið í 30 ár þá er hann Suðurnesjamaður í húð og hár. Uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd og á ættir að rekja þangað og í Njarðvíkurnar. Kristján Jóhannsson keyrði austur á Selfoss laugardag rétt fyrir aðventu og tók hús á Magnúsi Hlyni eða Magga Hlyni eins og hann er vanur að kalla sinn gamlan leikfélaga úr Njarðvíkum og skólafélaga úr Fjölbraut.

Maggi stendur í útidyrunum á heimili sínu og konu sinnar, Önnu Margrétar Magnúsdóttur að bænda sið og heilsar glaðlega. Það er búið að setja upp jólaskraut á heimilinu og þegar sest er til stofu birtist húsmóðirin með ostabakka af stærri gerðinni og kaffi, „Það kemur enginn að tómum kofanum hjá

Önnu,“ segir Maggi, „Anna er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, kennir skyndihjálp út um allt og er líka meðhjálpari í Selfosskirkju,“ segir eiginmaðurinn stoltur af sinni konu. „Svo er hún líka listakokkur og bakari.“

Eftir að búið að er að ræða lífsins gagn og nauðsynjar í smá tíma og rifja upp gamla tíma þá er réttast að punda á fréttamanninn spurningu sem þeir fá stundum, hvernig líkar honum svo að vera kominn í hlutverk viðmælenda?

„Bara þrusu vel, hef farið í nokkur viðtöl um ævina, en mér finnst þó betra að vera í hlutverki þess sem spyr,“ segir Maggi og hlær.

á fermingardaginn sinn

Mikill Suðurnesjamaður

Magnús Hlynur er fæddur í september 1969 á sjúkrahúsinu í Keflavík. „Pabbi er úr Vogunum og heitir Hreiðar Guðmundsson en mamma, Anna Halldóra Snorradóttir, alltaf kölluð Bíbí, var úr Njarðvíkunum.“ Bíbí lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram, aðeins 37 ára gömul. Maggi var þá á táningsaldri. „Ég átti frábæra æsku í Vogunum, gekk í Stóru-Vogaskóla, var mjög virkur í félagsmálum, var í dansskóla, dansaði eins og herforingi, gekk í tónlistarskólann og var formaður Ungmennafélagsins Þróttar í einhvern tíma. Vogarnir eru mér mjög kærir og Suðurnesin öll. Mamma var eins og áður segir úr Njarðvík svo ég er líka mikill Njarðvíkingur, kíki alltaf við á Þórustígnum og skoða æskuheimili mömmu. Svo held ég að sjálfsögðu með Njarðvík í körfu, enda gamall leikmaður með UMFN og varð Íslandsmeistari eitt sinn með þeim.“

Það leiðir okkur að æskuárunum þegar við kynntumst fyrst, hann í heimsókn hjá afa sínum, Snorra Vilhjálmssyni múrarameistara og frænda Guðmundi Snorrasyni „Ég kom oft í heimsókn til afa og svo Guðmundar frænda eftir að afi dó. Guðmundur var einstæðingur, bjó alltaf einn og við náðum vel saman frændurnir, báðir svolítið skrýtnir,“ segir Maggi og hlær.

„Eftir grunnskóla fer ég í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, á fjölmiðlabraut sem var þá ný braut við skólann.“ Spurður að því hvort að fréttamaðurinn hafi verið farinn að brjótast fram í honum á þessum árum svarar Maggi neitandi. „Ég átti alveg gríðarlega mikið af pennavinum, maður safnaði þeim úr blaðinu Æskunni og ég var alltaf sískrifandi. Það kveikti áhugann, en ég var ekkert sérstaklega mikið með hugann við blaðamennsku. En ég á þó góða tengingu við Faxa, seldi blaðið í Vogunum og stóð mig vel. Prúttaði um sölulaun við Helga Hólm sem þá var ritstjóri Faxa svo það var ansi gaman.“

Magnús Hlynur með stóra bróður sínum, Ómari Snorra heitnum. Mynd úr einkasafni
Pabbi Magnúsar Hlyns, Hreiðar Guðmundsson úr Vogunum. Mynd úr einkasafni
Magnús Hlynur
Móðir Magnúsar Hlyns, Anna Halldóra Snorradóttir, alltaf kölluð Bíbí. Mynd úr einkasafni

Ung og sæt, Magnús Hlynur og Anna Margrét við uppvaskið. Mynd úr einkasafni

Maggi segir að fjölmiðlabrautin í FS hafi verið býsna hagnýt. „Okkur var kennd meðferð á texta og hvernig við ættum að bera okkur að við viðmælendur og slíkt. Viðar Oddgeirsson heitinn sá um verklega kennslu fyrir framan myndavélarnar en hann starfaði sem klippari og upptökumaður hjá RUV um árabil. Það varð síðan kveikjan að því að ég fór að starfa sem fréttaritari RUV á Suðurnesjum. Viðar var bara tökumaður. Hann vildi ekki flytja fréttir svo að hann benti fréttastofunni á mig og ég var ráðinn fréttaritari kornungur. Ég var í því í smátíma en eftir stúdentspróf þá vatt ég kvæði mínu algjörlega í kross.“

Það hefur vakið undrun margra hversu vel Magnús Hlynur sinnir sveitinni, bændum og búskap og hefur mikinn áhuga á að flytja fréttir þaðan. Ástæðan er einföld, hann er búfræðingur að mennt og auk þess garðyrkjufræðingur.

„Ég var sem ungur maður í sex sumur í sveit á Böðmóðsstöðum rétt hjá Laugarvatni og svo tvö sumur í Efsta Dal þar rétt hjá. Ég fór aldrei að vinna í fiski eins og svo margir fyrir sunnan heldur bara beint í sveitina eftir skóla á vorin. Það vakti áhuga minn á búskap og ég ætlaði mér að verða bóndi. Ég fór því í Bændaskólann á Hvanneyri eftir stúdentspróf og útskrifast sem búfræðingur. En svo þróuðust málin aðeins öðruvísi þegar ég kynnist konunni minni, henni Önnu.“

Pennavinskapur mikill örlagavaldur Eins og fyrr segir var Magnús Hlynur ötull pennavinur og skrifaðist á við marga. Ein af þeim var ung stúlka frá Selfossi. Hún átti afa og ömmu í Garðinum og í einni heimsókn þangað þá fékk hún afa sinn í smá bíltúr inn í Voga, langaði að kíkja á heimili pennavinarins, Kirkjugerði 7.

„Það er skemmst frá því að segja að pabbi vekur mig þarna einn morgun og segir að það sé ung stúlka að spyrja eftir mér. Þetta hlýtur að hafa verið um helgi því ég hafði

verið að skemmta mér kvöldið áður. Þarna stendur hún í hurðinni og það var ekki að sökum að spyrja að það varð ást við fyrstu sýn og við fljótlega komin í sleik. Við urðum kærustupar og hún er konan mín í dag. Við eigum fjóra syni, þrjár tengdadætur og tvö barnabörn, þriðja á leiðinni. Segiði svo að það sé ekki gefandi að vera pennavinur,“ segir Maggi og hlær.

Þarna var búfræðingurinn kominn með kærustu á Selfossi og framtíðarplönin um að verða bóndi sett á bið hjá ástföngnum manni.

„Já Anna bjó á Selfossi, þangað hafði ég sjaldan komið nema rétt til að keyra í gegn. Ég fékk fljótlega vinnu hjá garðyrkjustjór-

Magnús Hlynur á framhaldsskólaárunum sínum í FS. Mynd úr einkasafni
Synir Magga og Önnu, Fannar Freyr, Arnar Helgi, Veigar Atli og Unnar Örn, fæddir með fimm ára millibili frá 1991 til 2006. Mynd úr einkasafni

Magnús Hlynur með elsta kórfélaga á Íslandi og næstelsta núlifandi Íslendingi, Þórunni Baldursdóttur íbúa á Eir í Grafarvogi, sem hann tók viðtal við í haust. Mynd úr einkasafni

anum á Selfossi, var að slá og klippa gras og svona hefðbundin garðyrkjustörf. Ég fæ svona mikinn áhuga á þessu fagi að ég skrái mig í Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi og útskrifast þaðan sem garðyrkjufræðingur. Ég er aðallega í tjáklippingum og sinni því hér á Selfossi, er með marga garða í áskrift.“

Magnús Hlynur er mikill félagsmálamaður og hefur alltaf verið virkur í félagsmálum frá því að hann var ungur maður í Vogunum og í gegnum allt nám.

„Ég hef alltaf haft svo gaman að því að vera innan um fólk, er búinn að vera í Rótarýklúbbi Selfoss í 25 ár og syng með Karlakór Hvergerðis. Það er dásamlegur félagsskapur og gefur mér mikið. Við erum nýkomnir úr ferð til Ítalíu. En fyrir utan þennan skemmtilega félagsskap er líka svo gaman að geta látið gott af sér leiða.“

Við tölum um sameiginlegan áhuga á kórastarfi og þessa ríku sönghefð hjá Íslendingum og Maggi segir mér að það séu margir starfandi karlakórar á Suðurlandinu, á Selfossi, Í Hveragerði, Karlakór Hreppamanna og í Rangárvallasýslu, og þá eru ótaldir allir hinir kórarnir.

Eftir heilmikið spjall um söng og sönghefðir förum við að tala um fréttamennskuna og viðtölin sem hann er þekkastur fyrir í dag. Maggi ræðir um Viðar Oddgeirsson sinn gamla kennara og fyrsta samstarfsmann í fréttaöflun af mikilli virðingu, segir hann hafa haft mikil áhrif á sig og kennt sér afskaplega margt. Hann sé honum ævinlega þakklátur og sakni hans oft, hann hafi verið svo skemmtilegur félagi.

Sjálfstætt starfandi fréttamaður „Eftir að ég flyt hingað austur fór ég að starfa sjálfur við fréttaöflun fyrir RUV á Suðurlandi, var bara einn með mína vél og minn

Búfræðingnum Magnús Hlyn leiðist ekki að flytja fréttir af dýrum. Mynd úr einkasafni

Barnabörnin tvö, Martin Ísak 3 ára og Ómar Elí 10 ára. Mynd úr einkasafni

þrífót og gerði bara allt sjálfur. Fór víða og hafði gaman af. Ég var líka blaðamaður og ritstjóri á héraðsfréttablaðinu Dagskránni hér á Selfossi. Ég var fljótur að komast inn í samfélagið hérna. Mér þykir rosalega vænt um þegar fólk hringir í mig og lætur mig vita þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast. Svo gerist það að í einhverri tiltekt og hagræðingu hjá RUV að ég fæ reisupassann. Starf fréttaritara var lagt niður og ekki lengur not fyrir mína starfskrafta. En það atvinnuleysi varði nú bara í einn dag. Ég fékk símtal frá Stöð 2 daginn eftir og mér boðin vinna á fréttastofunni þar og þar er ég enn, alsæll. Fæ algjört frjálsræði yfir því hverju ég skila og enginn að segja mér hvað ég á að fjalla um. Ég hef líka gert þætti með Fannari Frey elsta syni mínum sem við kölluðum Feðgar á ferð og svo líka þættina Mig langar að vita þar sem ég var einn á ferð um land allt. Það stendur til að gera 10 slíka þætti til viðbótar.“ Það fylgir starfi sjálfstætt starfandi fréttamanns að fylgjast vel með. Það þarf að lesa fundargerðir sveitarstjórnanna, oft leynast fréttamolar þar og svo að tala við fólk og vera óhræddur við að gefa sig að fólki. Maggi segist blessunarlega vera svo frakkur og framfærinn að hann rýkur á fólk á förnum vegi en þó segist hann passa sig á að vera ekki dónalegur. Hér skýtur eiginkonan Anna inn í, sem kemur til stofu á meðan við erum að spjalla um þetta, „það er ekki hægt að hafa hann með í búðina, hann hittir einhvern á leið inn í búðina og svo er hann að tala við einhvern allan tímann. Oftast skil ég hann eftir í anddyrinu á leið inn og finn hann á sama stað á leiðinni út eftir að ég er búin að versla.“ Maggi gengst við þessu. „Það verður að viðhalda tengslanetinu,“ segir hann.

„Það er verið að gera svo geggjað flotta hluti út um allt land og við eigum að reyna

að einblína á það skemmtilega og jákvæða. Það er nóg af neikvæðum fréttum út um allt. Ég fer oft í fréttaleiðangra og ætla að vera á þremur stöðum en kem til baka með 10 fréttir. Ég reyni líka að koma á Reykjanesið og afla frétta þar. Ég er líka svo heppinn að

fólk veit orðið hvernig fréttum ég er að sækjast eftir. Í morgun var ég að tala við ungan mann sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í járningum hesta og er á leiðinni austur að járna hesta. Að sjálfsögðu geri ég frétt um það,“ segir Maggi og hlær.

Magnús Hlynur er jafn liðtækur jólasveinn sem fréttamaður og nú er vertíð framundan. Mynd úr einkasafni

Magnús Hlynur segir sönginn gefa sér mikið. Hér er hann með félögum sínum í Karlakór Hveragerðis. Mynd úr einkasafni
Ljósmyndir: Svavar Ellertsson

Gönguhópurinn Hermann sem Magnús Hlynur er hluti af, hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði í heimsókn hópsins þangað. Mynd úr einkasafni

Fagnar lífinu

Magnús Hlynur segist nýkominn af fundi í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem ný hrútaskrá var kynnt. Þetta var fjölmennur fundur þar sem mikið var rætt um hrúta og kynbætur.

„Það voru kynntir 35 nýir lambhrútar að þessu sinni og mér finnst svo gaman að lesa nöfnin á þeim. Einn er kallaður Elliði, í höfuðið á bæjarstjóranum í Ölfusi, þarna var einn Bónus og svo Steindi. Ég bíð spenntur eftir að einhver hrútur verði skýrður Magnús eftir mér. Ég er búinn að gera ótal fréttir af tvíburafolöldum. Svo gerði ég frétt nýlega um þríkelfinga, þríburakálfa sem fæddust og allir lifðu, þrjár fallegar kvígur. Svo elska ég að taka viðtöl við gamalt fólk. Ég er búinn að taka mörg viðtöl við fólk sem er orðið hundrað ára og mér finnst þetta alveg frábært. Ég fór í haust á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og talaði þar við elsta kórfélaga á Íslandi, 105 ára gamla konu sem enn er syngjandi. Svo ætla ég að reyna ná tali af elsta Íslendingum, 107 ára konu sem enn fer á fjórhjól og elskar að lifa. Þetta finnst mér skemmtilegustu fréttirnar og finna að fólk sé þakklátt fyrir svona fréttamennsku og kallar eftir henni.“

Þrátt fyrir að vera alltaf glaður og flytja jákvæðar fréttir þá hefur Magnús Hlynur líka fengið að kynnast hinni hliðinni á lífinu, sorginni. Eldri bróðir hans Ómar lést í hörmulegu slysi árið 1975 aðeins 10 ára gamall og eins og fyrr segir lést móðir hans úr krabbameini langt fyrir aldur fram frá eiginmanni og tveimur sonum árið 1984. Magnús Hlynur fékk síðan stórt verkefni í fangið árið 2015 þegar æðagúlpur fannst á ósæð við hjartað sem næstum dró hann til dauða. „Ég hafði verið með of háan blóðþrýsting

í svolítinn tíma og fór til læknis. Hann setti mig á blóðþrýstingslyf og við náðum þessu niður. En ég var líka sendur í ómskoðun og í slíkri skoðun kemur í ljós að ég er með gúlp á ósæð við hjartað sem var orðin alltof stór eða um 5 cm. Það er orðið hættulegt ástand því ef gúlpur verður 6 cm. er hætta á skyndidauða orðin mjög mikil. Þetta var gúlpur sem hélt áfram að stækka og frá því að hann uppgötvaðist og þar til ég var skorinn liðu nokkrir mánuðir en það var fylgst vel með mér. Læknarnir vildu sjá hversu hratt gúlpurinn stækkaði. Þetta voru einhverjir millimetrar sem hann stækkaði á meðan ég beið og ég verð að játa að þetta voru ekki góðir mánuðir að bíða og mér leið ekki vel á meðan. Óvissan var erfið. En í aðgerðina fór ég. Þar var líka skipt um hjartaloku, búið að setja stálloku í mig, svo nú á hjartað að duga í 300 ár. Ég var sex vikur á spítalanum og svo nokkrir mánuðir í endurhæfingu á Reykjalundi en ég er hress í dag og líður vel. Strákarnir okkar hafa allir farið í skoðun ef ske kynni að þetta væri ættgengur sjúkdómur, en það er ekki vitað.“

Ærsl og eftirminnilegar fréttir

Magnús Hlynur er virkur í gönguhóp á Selfossi og gengur daglega og fer í sund á morgnana, segir það lið í að viðhalda góðri heilsu. „Maður lítur lífið öðrum augum eftir svona lífsreynslu, er þakklátur fyrir fjölskyldu sína og barnabörn. Ég er fullur af orku, er að starfa við það sem mér finnst frábært auk þess að geta klippt tré og runna og verið í sambandi við mikið af fólki. Svo er skemmtilegasta tímabilið framundan en það er jólasveinabransinn. Ég er búinn að leika jólasveinn í yfir 20 ár og mæti enn á jólaböll og í heimahús á aðventunni og er líka bókað-

ur á nokkur heimili á aðfangadag. Það er svo gaman að sprella og ærslast með krökkunum. Svo er ekki leiðinlegt að strákarnir mínir fjórir hafa allir verið með mér í þessu og sá yngsti, 18 ára hefur verið með mér síðustu ár.“

En hvað skyldi nú vera eftirminnilegasta fréttin sem Maggi hefur gert? Hann þarf ekki að hugsa sig lengi um en segir þó að þær séu margar eftirminnilegar.

„Ég tók viðtal við 10 ára strák sem spilar á Ukulele og syngur. Það var blíðskaparveður og við tókum viðtalið út í garði hjá heimili hans í uppsveitunum. Það voru hestar þarna rétt hjá og ég fæ þá hugmynd hvort það væri ekki flott að hann færi á bak einum hestinum og spilaði og syngi á meðan. Honum leist vel á það og fer á bak. Þetta var 20 vetra geldur klár, nema hvað, strákur í miðju lagi og ég á myndavélinni, þá vaknar ástarþráin í klárnum svo hann vippar sér fimlega á eina merina sem var í stóðinu og strákurinn enn á baki. Þetta var ógleymanlegt bara eins og í bíómynd. En þetta varð frétt og enn betri vegna atburðarins sem við fengum aukalega. Klárinn hafði ekki litið á merar í fjölda ára og allir héldu að hann væri dauður úr öllum æðum en það var aldeilis ekki,“ segir Magnús Hlynur að lokum.

30 ára afmæli Reykjanesbæjar

Þrjátíu ár voru í ár liðin frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, en sameining sveitarfélaganna var samþykkt 11. júní 1994. Sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær eftir samþykki bæjarstjórnar þess efnis á fundi 15. ágúst 1995.

Á þessari opnu er að finna myndir frá afmælisdagskrá Reykjanesbæjar en afmælisvika hófst á sjálfan afmælisdaginn og

Ellert Eiríksson heitinn fyrsti heiðursborgarinn. Ljósm. Reykjanesbær

náði hámarki á þjóðhátíðardaginn. Ýmislegt fleira var á dagskrá fram eftir ári m.a. sinfóníutónleikar fyrir börn í 1. – 4. bekk sem fjallað er um hér.

Á hátíðarfundi bæjarstjórnar í Stapa 11. júní voru heiðursborgarar Reykjanesbæjar útnefndir og heiðraðir, þau Albert Albertsson fyrrum forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og Sólveig Þórðardóttir fyrrum hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir. Þau eru annar og þriðji heiðursborgari Reykjanesbæjar en fyrstu útnefningu hlaut Ellert Eiríksson fyrrum bæjarstjóri og fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Öll hafa þau unnið ötullega í þágu samfélagsins á Suðurnesjum.

Faxi óskar Reykjanesbæ til hamingju með afmælið.

Heiðursborgarar

Reykjanesbæjar

Albert Albertsson

Albert er fæddur 30. desember 1948 og uppalinn á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Albert hefur talað um að hafa alist upp með sjálfbærni að markmiði allt sitt líf en

hann lærði snemma að bera virðingu fyrir náttúrunni og dýrmætum gjöfum hennar. Albert lærði vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og fór í mastersnám í Stokkhólmsháskóla. Albert hóf störf hjá Hitaveitu Suðurnesja árið 1977 þar sem hann hafði tæknilega yfirstjórn með virkjun jarðhitans í Svartsengi og gerð hitaveitunnar, þar sem rýni hönnunar, reksturs og viðhalds mannvirkja var kjarninn í störfum hans. Hann starfaði alla sína starfsævi, eða í 45 ár hjá Hitaveitu Suðurnesja og síðar hjá HS Orku. Leiðarljós í störfum Alberts hjá Hitaveitunni var að nýta ætti auðlindirnar þ.e. grunnvatnið og jarðhitann á ábyrgan hátt og sóa þeim ekki. Þessi stefna ásamt því að fjölnýta auðlindastraumana til að auka nýtingu þeirra án þess að ganga frekar á auðlindaforðann mótaði fyrirtækið til framtíðar. Þetta hefur einkennt hitaveituna frá upphafi og skapað henni fyrirmyndar orðspor bæði hér heima og erlendis. Eðli starfsins krafðist þess að starfsemi hitaveitunnar yrði skipulögð til langrar framtíðar.

Fyrir rúmum 30 árum síðan setti Albert fram eins konar tillögu sem hann kallaði Auðlindagarðshugsun sem hefur yfirskriftina samfélag án sóunar.

Kjarni auðlindahugsunarinnar er að jörðin er heilög og ómetanleg og því ber okkur að umgangast hana og auðlindir hennar af ábyrgð, manninum ber að nýta auðlindir jarðar á sem hagkvæmastan hátt og sóa þeim ekki. Úrgangur og afföll eins fyrirtækis getur reynst dýrmætt hráefni fyrir annað fyrirtæki, nýta verður auðlindirnar á sjálfbæran hátt, endurnýta ber alla hluti svo lengi sem unnt er ásamt því að byggja brú á milli ólíkra menningar- og tækniheima.

Af þessari hugsun spratt svo Auðlindagarður HS Orku sem er í grennd varmaveranna í Svartsengi og á Reykjanesi. Fyrirtæki Auðlindagarðsins eru m.a. Bláa Lónið, CRI, Matorka, Laugafiskur, Haustak, Stolt Fishfarm Iceland o.fl. Öll eiga þessi fyrirtæki það sameiginlegt að þau nýta affall frá varmaverunum sem hráefni og eru í útflutningi.

Auðlindagarðar og hugsunin að baki þeirra hafa nú fest rætur á Íslandi og erlendis en Albert hlaut fálkaorðu forseta Íslands árið 2018 fyrir framlag sitt á vettvangi jarðhitanýtingar.

Að sögn Alberts hefur hann „verið eitt lítið tannhjól í flóknu klukkuverki Hitaveitu Suðurnesja og síðar HS Orku.“

Til hamingju Albert og kærar þakkir fyrir framlag þitt til sjálfbærnimála og uppbyggingar samfélagsins okkar síðastliðna áratugi.

Sólveig Þórðardóttir

Sólveig er fædd í Keflavík þann 1. október 1940. Hún bjó með eiginmanni sínum Jónatan Björns Einarssyni og börnum í Keflavík fram til ársins 1984 þegar þau fluttu á Tunguveg í Njarðvík.

Sólveig lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1974, ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1978 og hjúkrun frá Nýja hjúkrunarskólanum árið 1981. Sólveig lauk einnig námi í hugrænni atferlismeðferð árið 2007.

Sólveig starfaði við fiskvinnslu, sem kaupakona í sveit, kokkur á síldarbát og gangastúlka á Sjúkrahúsi Keflavíkur á sínum yngri árum. Að loknu námi starfaði hún á fæðinga- og kvensjúkdómadeild Sjúkrahúss Keflavíkur þar af sem deildarstjóri frá árinu 1982 og gegndi því starfi til ársins 1997, fyrir utan eitt og hálft ár þegar hún starfaði sem yfirljósmóðir Fæðingarheimilis Reykjavíkur (1989-1991). Árið 1997 gerðist hún hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslu HSS í Grindavík en lét af því starfi árið 2008.

Sólveig hefur unnið mikið að félagsstörfum og stjórnmálum á Suðurnesjum. Hún var stofnfélagi í Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum sem stofnað var 1974. Hún var einnig stofnfélagi Suðurnesjadeildar Ljósmæðra og formaður 1977-1982.

Sólveig var félagi í Alþýðubandalaginu í Keflavík frá stofnun og leiddi N-lista Félagshyggjufólks í Njarðvík 1990, sat

í bæjarráði og var forseti bæjarstjórnar Njarðvíkurbæjar í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna.

Jafnrétti kynjanna hefur alla tíð verið Sólveigu hugleikið, ekki síst í tengslum við málefni nýorðinna foreldra þar sem hún beitti sér sérstaklega fyrir auknum rétti feðra. Sólveig hefur skrifað bæði fræðsluefni og blaðagreinar til að styrkja þessi fyrstu tengsl föður og barns, einnig var hún hvatamaður að stofnun Áhugafélags um brjóstagjöf. Auk þessa hefur Sólveig verið ötull talsmaður uppbyggingar heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og komið víða að í þeirri baráttu.

Sólveig Þórðardóttir hefur verið frumkvöðull í þjónustu við þungaðar konur, við fæðingarþjónustu og var framsýn á sínum tíma um uppbyggingu á góðri heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Í gömlu blaðaviðtali við Sólveigu sagði hún árið 1986: „Ég sem ljósmóðir hef sýn á ýmsum málum sem viðkemur ungu fólki. Og um Suðurnesin sagði hún „hér eru mörg ónýtt tækifæri, svo sem í ferðaþjónustu, heilsurækt og nýting orkunnar. Hér getur verið vagga iðnaðar í landinu“.

Textinn er fenginn af vef Reykjanesbæjar og birtur með leyfi Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur forseta bæjarstjórnar.

Albert Albertsson og Sólveig Þórðardóttir ásamt bæjarstjóra og bæjarstjórn. Ljósmynd Víkurfréttir

Hlaupið var frá Íþróttahúsinu við Sunnubraut 1,5 km hringur fram hjá nokkrum litastöðvum

Kósýbandið spilaði ljúfa tóna fyrir þá sem búa á Nesvöllum og gesti og var afmælis rjómaterta í boði

Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur, leiddi gesti um minjasvæðið í Höfnum þar sem skáli frá 9. öld fannst og sagði frá rannsókninni á honum. Elíza Newman og hljómsveit flutti lög tengd Höfnum og Reykjanesbæ í Kirkjuvogskirkju

Afmælistónleikar voru á þaki Hljómahallar með hljómsveitinni

Gróðursetning á afmælislundi, Kambur, Innri-Njarðvík

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt skólatónleika

í Hljómahöll fyrir nemendur í 1. - 4. bekk í skólum Reykjanesbæjar

Albatross ásamt Röggu Gísla, Friðriki Dór, Jóhönnu Guðrúnu og Sverri Bergmann

Gleðileg jól

f

gleðilega

HÁTIÐ

Ó s k u m S u ð u r n e s j a m ö n n u m g l e ð i l e g r a j ó l a o g

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári .

Við óskum öllum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fannar Jónasson bæjarstjóri

Um það bil þremur öldum eftir landnám hófst eldgosahrina sem almennt gengur undir nafninu Reykjaneseldar. Að líkindum hófust þeir með neðansjávargosi á árunum 1210-1211 og reis þá Eldey úr sjó. Um árið 1266 varð mikið öskugos við Reykjanestá. Sögur segja að öskulagið hafi lagt yfir allan Reykjanesskaga, upp í Borgarfjörð og austur í Flóa. Náttúrufar á sunnanverðum Reykjanesskaga einkennist af þeim miklu eldsumbrotum sem þar hafa orðið á nútíma og sögulegum tíma. Landið þótti hrjóstugt og grýtt og fyrr á tímum gerði vatnsleysi mörgum erfitt fyrir. Náttúruöflin léku bændur í Grindavíkurhreppi oft á tíðum grátt. Víða meðfram ströndinni og á milli hraunbreiðanna eru þó fagurgrænir og búsældarlegir vellir þar sem byggð hefur staðið öldum saman. Vægi landbúnaðar var talsvert á fyrstu öldum byggðarinnar en hann hefur þó fyrst og fremst verið hliðargrein við sjávarútveginn, en sjósókn hefur verið stunduð í Grindavík frá því að landnámsmenn settust þar að. Menn reru út á miðin, beittu sín handfæri og drógu uns nóg þótti og sneru þá í land. Sjósókn var ávallt erfið og áhættusöm frá Grindavík en þaðan var þó jafnan mikið útræði. Vélbátaútgerð hófst í Grindavík árið 1924 og var það langt á eftir ýmsum öðrum verstöðvum. Ástæðan fyrir því að Grindvíkingar tóku ekki vélbáta fram yfir árabátana fyrr, var sú að lendingarskilyrði voru mjög slæm.

En eitt skyggði þó á og það var hafnleysið. Á árinu 1939 var ráðist í að gera fyrstu umbætur á aðstöðu fyrir bátalægi í Hópinu og var þar notast við handverkfæri. Frekari hafnarframkvæmdir næstu áratugi gerðu það að verkum að Grindavík breyttist úr litlu sjávarplássi í ört vaxandi útgerðarbæ. Síðustu ár hafa farið fram gagngerar endurbætur og stækkun á hafnarmannvirkjum og nú er Grindavíkurhöfn orðin ein öruggasta skipahöfn á landinu. Sjávarútvegur og fiskvinnsla hafa lengstum verið burðarásar atvinnulífs í Grindavík og er bærinn einhver öflugasta verstöð landsins með fjölda báta og togara og

Hér og nú

Fannar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi

Rósu Kristjánsdóttur

sterk sjávarútvegsfyrirtæki.

En nú hafa náttúruöflin tekið völdin. Jarðskjálftar, landris og eldgos hafa umbylt lífsháttum Grindvíkinga. Örlagadaginn 10. nóvember 2023 var Grindavík rýmd og bæjarbúum gert að yfirgefa heimili sín og eftir það hafa fáir Grindvíkingar haft fasta búsetu í bænum. Fyrir þann tíma var Grindavík kraftmikið, stöndugt og blómlegt bæjarfélag. Sjávarútvegur öflugur sem fyrr er getið sem og umfangsmikið fiskeldi á landi og uppi voru áform um stóraukna framleiðslu á næstu árum. Ýmis frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki voru í bænum og önnur undirbjuggu starfsemi. Ferðaþjónustan var mjög öflug og ber þar hæst Bláa Lónið í útjaðri bæjarins. Þá má nefna hágæða veitinga- og gistihús, fjölbreytta afþreyingarmöguleika, listrænt handverksfólk, fyrirtaks 18 holu golfvöll og glæsilegt tjaldsvæði.

Skólastarf í Grindavík var blómlegt með grunnskóla og tvo leikskóla ásamt því að Fisktækniskóli Íslands var staðsettur í bænum. Félagsmiðstöðin Þruman hafði aðsetur í skólanum þar sem fram fór skipulögð félags- og tómstundastarfsemi fyrir börn og ungmenni. Almennings- og skólabókasafn

Fannar í ræðupúlti á sjómannadaginn

bæjarfélagsins var sameinað í rúmgóðri viðbyggingu við grunnskólann þar sem tónlistarskólinn var einnig til húsa. Í Grindavík var öflugt félags-, menningar- og listalíf, kórar starfræktir og tónlistarfólk af ýmsum toga auðgaði menningarlíf bæjarbúa. Kvikan, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur er sérhannað sýningarhús í eigu bæjarfélagsins þar sem haldnir voru viðburðir af ýmsum toga. Íþróttalífið í Grindavík hefur lengi verið geysilega öflugt og sérstaklega var hlúð að barna- og unglingastarfi. Nú eru aðstæður gerbreyttar. Frá því í desember í fyrra hafa orðið sjö eldgos við Sundhnúksgíga nærri bæjarmörkum Grindavíkur og bæjarbragurinn eftir rýmingu er gerbreyttur. Flestir íbúanna hafa flust búferlum og atvinnustarfsemi er takmörkuð í bænum en þó er þar talsverð fiskvinnsla og tengd starfsemi. Samfélagið hefur staðið saman, sýnt æðruleysi, dugnað og þolgæði. Grindvíkingar halda í vonina um að fyrr en síðar ljúki þessum atburðum svo unnt verði að hefja öfluga uppbyggingu í okkar hjartkæra bæ.

Gleðileg jól Fannar Jónasson bæjarstjóri

Eftirtaldir aðilar óska lesendum

Keflavík

Aðaltorg Aðalgötu 60

Agnar Guðmundsson Hafnargötu 29

Álnabær Tjarnargötu 17

AppStarME ehf. Víkurbraut 17

Blikksmiðja Ágústs Guðjóns ehf. Vesturbraut 14

Casablanca Íbúðir í skammtímaleigu Suðurgötu 29

Dacoda Hafnargötu 18

Deloitte ehf. Hafnargötu 91

DMM lausnir ehf. Hafnargötu 91

Efnalaugin Vík ehf. Iðavöllum 11b

Ellert Skúlason Selvík 3

Fasteignasalan Stuðlaberg Hafnargötu 20

Framsóknarfélag Reykjanesbæjar Hafnargötu 62

Hótel Keflavík Vatnsnesvegi 14

Humarsalan Heiðarbrún 17

Húsagerðin hf. Hólmgarði 2c

Íslandsbanki hf. Hafnargötu 91

Kapalvæðing ehf. Hafnargötu 21

Kaffi DUUS Duusgötu 10

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf Selvík 3

Langbest Aðalgötu 60

Málningarþjónusta Hemma Karls ehf. Háholti 25

Merkiprent ehf. Norðurtúni 2

Nesraf ehf. Grófinni 18a

Optical Studio Keflavík Hafnargötu 45

Rafiðn ehf. Víkurbraut 1

Samfylkingin Reykjanesbæ Víkurbraut 13

Sigurjónsbakarí Hólmgarði 2

Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur Hafnargötu 45

Tækniþjónusta SÁ ehf. Hafnargötu 60

Verkfræðistofa Suðurnesja Víkurbraut 13

Verslunin Koda Hafnargötu 15

Vísir - félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum Hafnargötu 90

Njarðvík

AM trésmíði Melavegi 13

Bílar og Hjól ehf. Njarðarbraut 11a

Bílnet ehf. Fitjabraut 30

Grjótgarðar ehf. Starmóa 13

Hjólbarðaverkstæði Suðurnesja ehf. Fitjabraut 13

HUG verktakar Trönudal 13

K. Steinarsson ehf. - söluumboð Öskju á Suðurnesjum Njarðarbraut 15

KÍM fjárfestingafélag Vallarbraut 12

KSK eignir Krossmóa 4

Lyfta hf. Njarðarbraut 1k

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Krossmóa 4

Rafverkstæði IB Fitjabakka 1a

Sparri ehf. Fitjabraut 30

Víkurfréttir Krossmóa 4

Vörudreifing ehf. Beykidal 2

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Ásbrú

Airport Associates Fálkavelli 7

Isavia Keflavíkurflugvelli

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi Grænásbraut 506

Skólar ehf. Klettatröð 3

Sandgerði

Lagnir og þjónusta ehf. Strandgötu 25a

Reykjavík

Borgarbílasalan Funahöfða 1

Júlíus Rafnsson Brávallagötu 40

S4S ehf. Guðríðarstíg 6-8

Faxafélagar

Eysteinn Eyjólfsson

Guðbergur Reynisson

Guðmundur Ingvar Jónsson

Hannes Einarsson

Haraldur Helgason

Helgi Arnarson

Jóhann Friðrik Friðriksson

Kristján Jóhannsson

Kristinn Óskarsson

Kristinn Þ. Jakobsson

Ríkharður Ibsen

Eðvarð T. Jónsson

Helgi Hólm

Jóhann Geirdal

Geirmundur Kristinsson

Karl Steinar Guðnason

Kristján A. Jónsson

Kristján Gunnarsson

Magnús Haraldsson

Skúli Skúlason

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.