Jólablað Faxa 2022 1. tbl 82. árgangur

Page 1

Gleðileg jól

tölublað - 82. árgangur - 2022
1.

Ritstjóraspjall

Það varð ákveðinn viðsnúningur í bæjarstjórnum á Suðurnesjum eftir sveitarstjórnarkosningarnar sl. vor þegar konur urðu fleiri í bæjarstjórnum en karlar. Það hefur ekki gerst áður í sögunni og verður því að teljast til tíðinda, eða hvað? Faxi hlerar nokkra bæjarfulltrúa með það og við lítum yfir niðurstöður kosninga. Félag eldri borgara fagnaði 30 ára afmæli á síðasta ári og Jón Sæmundsson rifjar upp aðdragandann að stofnun félagsins. Það er áhugavert að lesa þá grein, sérstaklega um það hversu miklu máli skiptir að einstaklingar drífi slíka vinnu áfram. Það gerði Guðrún Sigurbergsdóttir heitin, Gunna skó svo sannarlega, eins og lesa má í greininni. Aðalviðtal Faxa í ár átti Kristján Jóhannsson við séra Fritz Má Jörgenson prest í Keflavíkurkirkju. Fritz segir skemmtilega frá margháttar reynslu sem hann býr yfir, fjölbreyttu og viðamiklu námi sínu að ekki sé talað um spennusagnagerðina, sem hann hefur yndi af í hjáverkum. Umræða um flóttamenn hefur verið nokkuð neikvæð á árinu. Faxi ákvað að taka jákvæðu sýnina á málaflokkinn og Guðmundur Ingvar Jónsson málstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks hjá Reykjanesbæ fer lítillega yfir málaflokkinn. Hann á einnig samtal við fimm einstaklinga sem hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og vilja hvergi annarsstaðar vera. Í Hér og nú rifjar Hilmar Bragi Bárðarson upp ævintýri undanfarinna daga og vikna þar sem Reykjanesbær fékk á sig Hollywood brag sem hluti leikmyndar í þekktum spennusagnaþáttum. Aldeilis skemmtilegt uppábrot á hversdagsleikanum þar. Í endurliti til fortíðar rifjar Una Steinsdóttir upp viðburðarík framhaldsskólaár í FS og Ríkharður Ibsen rifjar upp sögu jólanna. Dagný Maggýjar skrifar mjög áhugaverða grein um stærstu útför Íslandssögunnar sem var gerð frá Útskálakirkju í mars 1685 eftir mikinn sjóskaða. Hún fjallar einnig um vitasýningu sem sett hefur verið upp við Reykjanesvita, fyrsta vita sem byggður

var á landinu, sjófarendum til bjargar. Fjórða og síðasta bindi Sögu Keflavíkur kom út nýverið. Bókin spannar árin 1949 til 1994 og þar með er saga Keflavíkur sem sérstaks sveitarfélags sögð. Kristinn Þór Jakobsson fer yfir vinnu við ritunina, auk þess sem Saga húsanna, um Myllubakkaskóla, er að miklu leyti unnin upp úr bókinni.

Frændsystkinin Ingvar Eyfjörð og Rósa Ingvarsdóttir eru sannarlega stórhuga. Þau eru í forsvari fyrir fjárfestingarfélagið Aðaltorg sem er að byggja upp verslunar- og þjónustukjarna á mótum Aðalgötu og Reykjanesbæjar. Fasar uppbyggingaráformanna eru fimm, þau eru nú stödd í þeim þriðja og við förum yfir áformin með þeim.

Djassinn hefur dunað í Suðurnesjabæ á undanförnum árum og Faxi leit inn á tónleika ásamt því að eiga spjall við Halldór Lárusson stofnanda Jazzfjelags Suðurnesjabæjar. Jóhanna Birna Falsdóttir á í fórum sínum athyglisverðan skírnarkjól sem hún saumaði í húsmæðraskóla fyrir hartnær 60 árum og er enn í fullri notkun. Síðastliðið sumar saumaði hún upphafsstafi fyrsta langömmubarnsins í kjólinn, sem var fertugasta barnið til að vera skírt í kjólnum.

Forsíðumynd Faxa í ár kemur úr smiðju myndlistarkonunnar Sossu. Það er hluti af jólaundirbúningi margra hér á Suðurnesjum að fara í jólaboð hjá Sossu, en slík hefur hún haldið í áraraðir. Forsíðuverkið heitir Bókaflóð og á sannarlega vel við í aðdraganda jóla. Það á einnig við um eftirfarandi ljóðverk, Ósk að morgni, eftir Sossu og Anton Helga Jónsson sem sýnt var í jólaboðinu og fangar vel tíðarandann.

Vegna umhverfissjónarmiða er Faxa ekki lengur dreift í hús, heldur mun hann liggja frammi á völdum stöðum í sveitarfélögunum á Suðurnesjum.

Ég óska lesendum árs og friðar. Svanhildur Eiríksdóttir

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Ritstjóri: Svanhildur Eiríksdóttir, sími 894 5605, netfang: svei@simnet.is

Blaðamaður: Dagný Maggýjar Blaðstjórn: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Jóhann Friðrik Friðriksson, Ríkharður Ibsen, Kristinn Óskarsson, Hannes Einarsson, Kristján Jóhannsson, Guðmundur Ingvar Jónsson

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Vesturbraut 8, 230 Reykjanesbær sími 421 4388, netfang: stapaprent@stapaprent.is Netfang vegna auglýsinga: eysteinne@gmail.com Auglýsingasími: 698 1404

Forsíðumynd: Sossa Ljósmyndun verks: Oddgeir Karlsson

2 FAXI
Allir myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru blaðsins nema annað sé tekið fram.

Una Steinsdóttir:

Fyrir stuttu birtist frétt sem vakti mikla og verðskuldaða athygli um Unni Þorsteinsdóttur, sem hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og jafnframt fimmta áhrifamesta vísindakonan í heiminum samkvæmt nýjum vísindalista Research.com. Unnur er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, en hjartað mitt og líklega margra annarra fyrrverandi nemenda FS tók kipp við fréttina, því Unnur var nefnilega kennari hér um árið, þó hún hafi stoppað stutt við. Þetta er magnað afrek hjá Unni og auðvitað er maður smá montinn yfir því að hafa fengið að njóta hennar sem kennara, enda auðvelt að fullyrða að hún var áhrifavaldur margra nemenda og er í dag framúrskarandi fyrirmynd fyrir íslenskar konur og vísindasamfélagið allt.

Ég hef alltaf sagt að það voru heimsins bestu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og allir fyrirmyndir og áhrifavaldar á sínu sérsviði.

Æskuheimilið mitt var á Faxabrautinni og mér fannst ég alast upp í nafla alheimsins, með íþróttahúsið, Gagnfræðiskólann, fótboltavöllinn og síðast en ekki síst Fjölbrautaskóla Suðurnesja beinlínis í túnfætinum. Þegar ég byrja í FS árið 1982, þá var skólinn einungis 6 ára, varla búinn að slíta barnsskónum. Á þessum upphafsárum skólans upplifði maður engan byrjendabrag, heldur bara ótrúlega grósku, gleði, kraft og metnað hjá bæði stjórnendum, kennurum og nemendum skólans og var félagslífið í sama anda,fjölbreytt og fjörugt. Ég hef í gegnum tíðina skemmt mér konunglega við það að fletta í gegnum tvær skóladagbækur frá þessum árum mínum í FS, önnur gefin út 1982 og hin 1985 og höfðu stjórnir nemendafélaganna veg og vanda af þeim útgáfum. Þarna var að finna ljósmyndir af nemendum og kennurum og ótalmargar svipmyndir úr félagslífinu, hvort sem það var leikfélagið, skólakórinn, árshátíðirnar, busavígslurnar, íþróttakappleikir, ræðukeppnir eða skíðaferðir. Í formála fyrstu bókarinnar skrifar stjórnin að

Þá og þar...

götuna og haldið áfram menntaveginn, ekki endilega öruggt að ef FS hefði ekki notið við, að maður hefði tekið rútuna til Reykjavíkur til að stunda framhaldsnám. Stofnun Fjölbrautaskólans á grunni Iðnskólans voru mikil straumhvörf í samfélagsmótun Suðurnesja, maður er endalaus þakklátur fyrir þá framsýnu og mikilvægu ákvörðun. Ég hef í gegnum tíðina verið talsmaður og stoltur fyrrverandi nemandi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fjölbrautaskólinn hefur skilað af sér fjölbreyttum hópi einstaklinga út í lífið sem hafa látið til sín taka á öllum sviðum mannlífsins. Það eru ekki lítil verðmæti og það er ærin ástæða að þakka fyrir sig.

það sé ósk þeirra að bókin eigi eftir að ylja vambmiklum og rasssíðum gamalmennum þegar sest er að áliðnu ævikvöldi við arinn minninganna og litið um öxl. Maður tengir vandræðalega sterkt við þessa framsýnu setningu 40 árum síðar, þó enn sé eitthvað í gamalmennið, en miðaldra er maður víst orðinn.

Ég hef oft velt því fyrir mér hversu gríðarleg verðmæti fólust í því að geta hlaupið yfir

FAXI 3

Jóhanna Birna

Falsdóttir saumaði fyrir hartnær sextíu árum skírnarkjól sem býr yfir langri og sérstakri sögu. Síðastliðið sumar saumaði hún í kjólinn upphafsstafi og skírnarár fertugasta barnsins sem hefur verið skírt í kjólnum og var það jafnframt fyrsta barnabarnabarnið.

Börnin sem skírð hafa verið í kjólnum eru nú orðin 41.

Skírnarkjóll með langa sögu

Fyrsta langömmubarnið var skírt í kjólum síðastliðið sumar, Jökull Falur Garðarsson. Fv. Jóhanna, Garðar Helgi Friðbjörnsson, Birta María Falsdóttir, sem var fyrsta barnabarn Jóhönnu til að vera skírt í kjólnum, og Daði Þorgrímsson

Eins og tíðkaðist meðal ungra kvenna fyrr á árum fór Jóhanna í húsmæðraskóla. Fyrir valinu varð Húsmæðraskólinn í Reykjavík. Árið var 1963 og Jóhanna þá 17 ára. Hún varði einu ári í skólanum við hannyrðir og ýmis heimilisstörf. Á þessum tíma var skólinn undir stjórn Katrínar Helgadóttur. „Þegar ég fór í Húsmæðraskólann var ég alveg ákveðin í að gera skírnarkjól. Ég var líka alveg ákveðinn í að gera tjullkjól og var því frekar svekkt þegar fröken Katrín, eins og við kölluðum hana, sagði að ég skyldi gera léreftskjól. Mamma hennar hafði gert svona kjól og saumað í kjólinn upphafsstafi allra barnanna sem skírð höfðu verið í honum. Þetta þyrfti ég að gera. Ég var svona frekar fúl en lét slag standa. Síðan þurfti ég að sauma bleikan og bláan undirkjól,“ segir Jóhanna um tildrög kjólsins.

Jóhanna hafði þá saumað hvíta borðdúka í skólanum með hvítsaum, eins og þessi tegund útsaums sem notaður er í gerð skírnarkjólsins er kallaður og Katrínu fannst handbragð Jóhönnu svo fallegt að hún vildi að það nyti sín líka í skírnarkjól. „Ég bara hlýddi því,“ segir Jóhanna, sem var verðlaunuð fyrir hannyrðir með silfurskeið sem í var grafið nafn og merki skólans. Skeiðin er vel pússuð með öðru silfri heimilisins og notuð á tyllidögum. Aðspurð hvort hún hafi strax verið ákveðin í fara sömu leið og móðir Katrínar, að sauma upphafsstafi skírnarbarna í kjólinn, segir Jóhanna svo vera. „Fyrst ég saumaði léreftskjól þá ákvað ég að gera það. Vinkona mín sem saumaði samskonar kjól gerði það hins vegar ekki. Ég suma einnig skírnarárið í kjólinn, við hlið upphafsstafanna.“

Það hefur ætíð þótt boða gæfu ef barn blundar í skírnarkjólnum. Hér sefur nýskírð Linda Rún Kristmannsdóttir barnabarn Jóhönnu

Ættingjar sækjast eftir að fá að skíra í kjólnum Hugur Jóhönnu stefndi á barneignir en nokkur ár liðu áður en frumburður hennar og Daða Þorgrímssonar, Falur Helgi Daðason var skírður í kjólnum. Fyrsta barnið sem fékk upphafsstafi sína saumaða í kjólinn var Sigurþór Sævarsson sonur Guðfinnu Sigurþórsdóttur, vinkonu Jóhönnu. Það var árið 1968. Vinkonan vissi af því að Jóhanna hafði saumað kjól og óskaði eftir að fá hann lánaðan. Falur var svo skírður í kjólnum 1974, áttunda barnið sem skírt var í kjólnum, því ættingjar þeirra hjóna vildu einnig skíra börn sín í honum og fá upphafsstafi þeirra saumaða í kjólinn. Berglind Daðadóttir dóttir Jóhönnu og Daða, er næst á eftir bróður sínum. Eftir það komu svo fleiri systkina- og vinkvennabörn, barnabörn og nú fyrsta barnabarnabarnið, Jökull Falur Garðarsson, sonur Birtu Maríu Falsdóttur og Garðars Helga Friðbjörns-

Hér sést vel hversu mikið vandaverk það að er að sauma upphafsstafi barnanna í kjólinn. Hér eru stafir barna Jóhönnu og Daða, Berglindar Daðadóttur og Fals Helga Daðasonar

sonar sem skírður var í júní síðastliðnum. Hann var jafnframt fertugasta barnið til að vera skírt í kjólnum. Birta María var fyrsta barnabarnið til að vera skírt í kjólnum. Og þannig er gjarnan ferlið, annaðhvort foreldrið hefur verið skírt í kjólnum og vill að sitt barn eða börn séu einnig skírð í honum.

„Ef ég hefði vitað að börnin yrðu svona mörg sem skírð yrðu í kjólnum, þá hefði ég nú skipt nöfnunum á milli kjólhluta, en mig óraði ekki fyrir þessu. Ég er að verða komin út í saum á kjólnum,“ segir Jóhanna.

Einn prestur hefur verið sérstaklega áhugasamur um kjólinn, séra Gunnar Már Harðarson prestur í Lindakirkju í Kópavogi. Hann hefur þrívegis skírt barn í kjólnum, árið 2014, 2020 og svo aftur sl. sumar og hefur vilja láta söguna um kjólinn fylgja í athöfninni, jafnvel þó hann hafi ekki vitað neitt um kjólinn né eigandann. Hróður kjólsins hefur því borist víða.

FAXI 5
Svona lítur skírnarkjóllinn út tilbúinn til skírnarathafnar fyrir stúlku Jóhanna við saum á upphafsstöfunum

Framboðsfundur málfundafélagsins Faxa

Málfundafélagið Faxi stóð fyrir opnum málfundi í Stapa mánudaginn 2. maí með fulltrúum framboða til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Þetta var í annað sinn í röð sem Faxi gengst fyrir framboðsfundi fyrir sveitarstjórnarkosningar.

Markmið fundarins var að efla og opna lýðræðislega umræðu, gefa framboðum vettvang og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, kynna sig og stefnumál sín bæjarbúum.

Málfundurinn var fjölsóttur og líflegur og haldinn sem fyrr í samstarfi við

Reykjanesbæ og Víkurfréttir sem sendu hann út í beinni útsendingu á Facebooksíðu sinni. Fundarstjóri var Kristinn Óskarsson og tímavörður var Guðmundur Ingvar Jónsson.

Fyrirkomulag fundarins var þannig að hvert framboð fékk 3 mínútur til þess að flytja framsögu. Því næst fékk hver fulltrúi framboðs í pallborði runu af spurningum frá fundarstjóra sem svara þurfti með já-i eða nei-i. Þá tóku við stuttar spurningar frá fundarstjóra til framboðanna út frá stefnu þeirra og í framhaldinu gátu fulltrúar framboðanna í pallborði skotið spurningum á hvorn annan. Fundinum lauk svo

á lokaorðum frambjóðenda.

Fulltrúar framboðanna á fundinum: Framsóknarflokkur: Bjarni Páll Tryggvason framsaga og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir lokaorð.

Sjálfstæðisflokkur: Margrét Sanders

Miðflokkur: Eggert Sigurbergsson

Píratar og óháðir: Margrét Þórólfsdóttir Samfylkingin og óháðir: Guðný Birna Guðmundsdóttir framsaga, Friðjón Einarsson pallborð og Sverrir Bergmann Magnússon lokaorð.

Umbót: Margrét Þórarinsdóttir Bein leið: Valgerður Pálsdóttir framsaga og Helga María Finnbjörnsdóttir lokaorð.

Sveitarstjórnarkosningarnar á Suðurnesjum 2022

Reykjanesbær

Annað kjörtímabilið í röð varð mikil endurnýjun í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, sex bæjarfulltrúar af ellefu tóku sæti í fyrsta sinn að loknum kosningunum nú. Sjö konur eru bæjarfulltrúar og fjórir karlar.

Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin og óháðir fengu þrjá bæjarfulltrúa hver – Framsókn bætti við sig bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Bein leið og Umbót, nýtt framboð, fengu einn fulltrúa hvor. Miðflokkurinn og Píratar náðu ekki inn manni.

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið mynda áfram saman meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Kjartan Már Kjartansson er áfram bæjarstjóri.

Suðurnesjabær

Í Suðurnesjabæ bætti Framsóknarflokkurinn við sig einum fulltrúa, fékk tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir fengu þrjá bæjarfulltrúa og Samfylkingin og óháðir og O-listi

Bæjarlistans tvo fulltrúa hvort framboð. Fimm konur voru kosnar bæjarfulltrúar og fjórir karlar.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir mynduðu meirihluta að loknum kosningum og Magnús Stefánsson er áfram bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.

Grindavík

Í Grindavík fékk Miðflokkurinn þrjá bæjarfulltrúa kjörna og bætti við sig tveimur fulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2 fulltrúa, Framsóknarflokkurinn og U-listi Raddar unga fólksins einn hvor. Samfylkingin og óháðir náðu ekki inn manni.

Fimm konur náðu kjöri sem bæjarfulltrúar og tveir karlar í Grindavík. U-listinn bættist við meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Fannar Jónsson er áfram bæjarstjóri.

Vogar

Sömu þrír framboðslistar voru boðnir fram

Konur

Karlar

í sveitarfélaginu Vogum og í undanförnum bæjarstjórnarkosningum. E-listi hlaut 3 bæjarfulltrúa, tapaði einum og þar með meirihlutanum. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra hlaut 3 og bætti við sig einum, L-listi fólksins hélt sínum fulltrúa og vantaði aðeins 5 atkvæði til að fella þriðja mann E-listans.

Fimm karlar skipa bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga og tvær konur. D-listi og E-listi eru í meirihlutasamstarfi og Gunnar Axel Axelsson var ráðinn bæjarstjóri.

6 FAXI

Konur í meirihluta

í bæjarstjórnum á Suðurnesjum

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar sl. vor fjölgaði konum mikið í bæjarstjórnum á Suðurnesjum. Nú er svo komið að konur eru í meirihluta í öllum bæjarstjórnum að Vogum undanskildum, þar sem konum hefur þó fjölgað. Því hefur löngum verið haldið fram að áherslur kvenna í stjórnmálum séu öðruvísi en hjá körlum, en það má vera að slíkar fullyrðingar séu gamlar klisjur og eigi lítið erindi

Spurningarnar sem lagðar voru fyrir bæjarfulltrúa voru eftirfarandi:

• Nú hefur konum fjölgað mikið í bæjarstjórnum á Suðurnesjum og svo komið að þær eru fleiri í öllum sveitarfélögum nema Vogum. Hvað telur þú valda því að konur eru að sækja í sig veðrið í sveitastjórnarmálum?

• Oft hefur því verið fleygt fram að áherslur kvenna í stjórnmálum séu aðrar en karla. Hefur orðið vart áherslubreytinga, t.d. málefnalega, s.s. aðrar áherslur á aðra málaflokka, eftir fjölgun kvenna í þinni bæjarstjórn?

• Ef já, með hvaða hætti? Þessu svöruðu bæjarfulltrúarnir. Þegar svörin eru bara tvö eru svörin við spurningu tvö og þrjú að renna saman í eitt svar.

forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar

• Fjölgun kvenna í sveitarstjórnum er í takt við þær breytingar sem við höfum séð á öllum sviðum samfélagsins, hvort heldur er í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, á alþingi eða víðar. Þetta er sú jákvæða breyting sem á síðustu áratugum hefur gert stöðu kynjanna jafnari.

á þeim tímum sem við lifum í dag, þar sem hefðbundin kyngreining er úrelt.

Ritstjóri Faxa ákvað að taka stöðuna hjá nokkrum bæjarfulltrúum á Suðurnesjum sem flestir hafa reynslu af setu í bæjarstjórn lengur en eitt kjörtímabil. Hér má lesa svör þeirra sem sáu sér fært að svara en haft var samband við tvö úr hverju sveitarfélagi.

Það kemur því ekki á óvart að konur vilji einnig hafa áhrif á sitt nærsamfélag og taki þannig þátt í sveitarstjórn, það er í takt við tíðarandann og ég fagna þessu.

• Frá því ég byrjaði að starfa í sveitarstjórnarmálum, fyrir allt löngu síðan, þá hafa alltaf setið konur með mér í sveitarstjórn sem hafa haft áhrif á samfélagið. Þessar konur hafa alltaf látið sína rödd heyrast. Áherslur kvenna voru oftar á skóla- og velferðarmál, þó ekki sé hægt að alhæfa, en konur eru í dag farnar að hafa áhrif á alla málaflokka til jafns við karla.

• Ég veit ekki hvort stórar áherslubreytingar hafi fylgt því að konum hafi fjölgað, það hefur verið sagt að þær séu kannski varfærnari í ákvarðanatöku, en það hefur nú einnig fylgt mér.

Seta í sveitarstjórn er vegna áhuga fólks á að hafa áhrif á samfélagið, með fjölgun kvenna eru sjónmiðin mögulega jafnari, því að þó við karlarnir getum haft okkar „kvenlega innsæi“ þá kemur það ekki til jafns við hugmyndir og skoðanir kvenna.

Eva Björk Jónsdóttir bæjarfulltrúi Vogum

• Óháð því hvaða kyn það er þá verður maður fyrst og fremst að vera tilbúinn til þess að taka þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í bæjarstjórn og vinna fyrir sveitarfélagið sitt. Það er fjögurra ára skuldbinding að bjóða sig fram. Kannski

FAXI 7
Einar Jón Pálsson Vogar

hefur vandinn legið þar, að við konurnar höfum ekki viljað fara alla leið, ekki 100% tilbúnar til þess að taka þessa ábyrgð eða skuldbinda okkur í þennan tíma. Þrátt fyrir það að konum fjölgi í sveitarstjórnarmálum þá er þetta karllægt samfélag og hættan sú að sjónarmið kvenna fái minna vægi en sjónarmið karla, en það er reyndar ekki mín upplifun í bæjarstjórn Voga.

Það er vitað að sýn ólíkra kynja á hin ýmsu mál er ekki alltaf sú sama en það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er jafnvægi. Ég heyrði eitt sinn að ef konur komi í auknu mæli að borðinu í pólitík muni það auka gæði þeirra en hvort sem það er satt eða logið þá er nauðsynlegt að skapa lýðræði á þann hátt að öll kyn vinni saman að málefnum samfélagsins á jafnréttisgrundvelli með þá þekkingu sem það hefur í farteskinu. Hjá E-listanum hafa konur alltaf haft sterka rödd og skiptir þá engu hvort þær eru sitjandi bæjarfulltrúar eða í baklandinu. Það sem er mikilvægast er að sem flestar raddir fái að heyrast, að við fáum fjölbreytt viðhorf fram. Að sveitarstjórnarmenn geti tekið ákvarðanir sem byggja á hagsmunum íbúanna. Ég held að mestum breytingum sé náð þegar fólk í sveitarstjórnum hefur auðmýkt til að leita sér ráða og þekkingar hjá öðrum áður en það tekur ákvarðanir. Þetta snýst því mögulega meira um lífsýn heldur en kyn.

frekar er þetta aukinn metnaður, vilji og dugnaður kvenna. Áhugi karla á aukastörfum hefur minnkað og tími þeirra fer frekar í önnur áhugamál sem eru minna áberandi.

• Já, að einhverju leyti.

• Lögð er meiri áhersla á „mýkri málin,“ en samt sem áður finnst mér fagmennskan meiri núna, konurnar vinnusamari og tilbúnar að taka forystuhlutverkin. Að mínu mati mun þessi þróun halda áfram næstu árin.

það er erfitt að segja til um það. En að mínu mati er mjög mikilvægt að sveiflan fari ekki alveg í hina áttina þ.e. að konur yfirtaki leikvöllinn því jafnræði á vettvangi pólitíkurinnar er mikilvægt sem og á öðrum sviðum lífsins.

Laufey Erlendsdóttir

bæjarfulltrúi Suðurnesjabæ

formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar

• Í mörg ár hafa konur verið að sækja á öllum sviðum mannlífsins og kannski sérstaklega í sveitastjórnarmálum. Þær hafa einnig verið áberandi í forystu í ungliðastarfi í fjölbrauta- og menntaskólum sem og háskólum landsins. Ég held að þessi þróun haldi áfram næstu árin og konurnar munu áfram verða fleiri í forystu en áður. Við sjáum sömu þróun alls staðar í samfélaginu og satt og segja kemur þetta ekki á óvart. Ég lít ekki á þetta sem samkeppni kynjanna,

Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi Grindavík

• Ætli það sé ekki samspil nokkurra þátta. Konur eru meira að láta til sín taka á ýmsum vettvangi, svo sem í stjórnum og stýringu fyrirtækja og í pólitík sem er hið besta mál. Jafnréttisbaráttan að skila tilætluðum árangri.

• Nú er svo stutt liðið á kjörtímabilið að

• Konum í sveitarstjórnum hefur verið að fjölga jafnt og þétt allar götur síðan við fengum kjörgengi og kosningarétt. Nú er komið að því að hlutur karla og kvenna er orðinn nokkuð jafn í sveitarstjórnum. Við getum auðvitað þakkað leiðtogum í jafnréttisbaráttu síðustu áratuga fyrir það að greiða leiðina og leggja grunninn. En mín tilfinning er sú að þetta snúist fyrst og fremst um einstaklinginn og hans hugsjón fyrir að gera vel í sínu sveitarfélagi. Það að vera í aukastarfi eins og bæjarstjórn er vissulega viðbót við aðra vinnu hjá flestum. Töluverður tími fer í að lesa gögn og

8 FAXI
Friðjón Einarsson Grindavík

sitja fundi utan hefðbundins vinnutíma og held ég að þetta snúist að miklu leyti um að fjölskyldan skipti með sér öðrum verkefnum þannig að þetta gangi upp, bæði fyrir karla og konur.

• Síðan ég byrjaði fyrst að taka þátt í nefndarstörfum og bæjarstjórn í mínu sveitarfélagi hef ég unnið mikið með konum. Því get ég ekki sagt að ég hafi upplifað sérstakar breytingar á mínum ferli. Þegar ég bauð mig fyrst fram í bæjarstjórn var ég í framboði þar sem konur voru í meirihluta í efstu sætum listans sem náði síðan hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Auðvitað urðu þar nokkrar breytingar með nýju fólki. Við lögðum mikla áherslu á vandvirkni og fagmennsku, gættum þess að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin og verkefni sveitarfélagsins, auk þess að viðhafa skýra stefnumótun og horfa fram í tímann. Ég veit ekki hvort hægt er að tengja slíkar áherslur sérstaklega við kyn frekar en einstaklinga. En þarna hófust vissulega nýir tímar með nýjum áherslum. Mögulega sjáum við konur einhver málefni með öðrum augum en önnur kyn en ég held að flestir þeir sem bjóða fram þjónustu sína í sveitarstjórnarmálum geri það af hugsjón fyrir því að vinna vel fyrir íbúa og sveitarfélagið sitt í sem flestum málaflokkum.

Reykjanesbæ

• Væntanlega góðar fyrirmyndir á landsvísu. Það eru margir öflugir stjórnmálamenn komið fram og verið áberandi síðustu ár. Það er samt nauðsynlegt að horfa einnig til þess að konur staldra yfirleitt mun skemur við og verið er að skoða það sérstaklega m.a. hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

• Meginbreytingin er að umræðan er málefnalegri. Ef einstaklingar eru ekki sammála þá er minna um að gert sé lítið úr skoðunum annarra og þannig mál-

flutningur fær síður hljómgrunn. Varðandi áherslur þá veit ég ekki hvort það sé endilega tengt konum eða körlum. Við erum með einstaklinga í bæjarstjórn með misjafnan bakgrunn og mér finnst það hafa meiri áhrif en kyn. Ég sjálf hef mikinn áhuga á fjármálum og rekstri, sem og samanburð við önnur sveitarfélög sem og mikilvægi þess að fara vel með fé annarra. Einnig eru meirihluti einstaklinga í bæjarstjórn að hefja sitt fyrsta kjörtímabil og það hefur áhrif.

FAXI 9 Sendum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samveru og stuðning á árinu sem er að líða. Oddný G. Harðardóttir og Eiríkur Hermannsson Gleðileg jól og farsælt komandi ár GRP www.grp.is Reykjanesbær

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla

10 FAXI
10 FAXI
FAXI 11 gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þakklæti fyrir viðskiptin á undanförnum árum. Óskum Suðurnesjamönnum Vesturbraut 8 • 230 Reykjanesbær Sími 421 4388 Gleðileg jól Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla haldinn í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Reykjanesbæ fimmtudaginn 13 ágúst kl. 17:00 1. Kosinn fundarstjóri, ritari 2. Athuguð kjörbréf og boðun fundarins 3. Skýrslur félagsstjórnar og framkvæmdastjóra 4. Umræður 5. Reikningar bornir upp til samþykktar 6. Tillögur um breytingar á samþykktum 7. Ákveðin laun félagsstjórnar 8. Kosningar: a. Kosnir tveir aðalmaður í stjórn b. Kosinn einn varamaður í stjórn c. Kosinn löggiltur endurskoðandi d. Kosnir níu fulltrúar á aðalfund Sambandsins 9. Önnur mál KSK 75 ára Kaupfélagið býður til afmælishófs 2019 Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar

Jazzinn hefur dunað í Suðurnesjabæ á undanförnum árum, jazzunnendum og jazztónlistarmönnum til mikillar ánægju. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar hefur nú verið starfandi í rúm þrjú ár við góðan orðstír. Ekki aðeins hefur aðsókn á tónleika félagsins verið góð heldur hefur eftirspurn jazztónlistarmanna að fá að halda tónleika verið mikil. Stofnandi Jazzfjelagsins er Halldór Lárusson trommari og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, en hugmynd að stofnuninni kviknaði einmitt þar. Svanhildur Eiríksdóttir hitti Halldór að máli en hún er mikill jazzunnandi.

Að sögn Halldórs kviknaði hugmyndin að Jazzfjelaginu eftir að tónlistarskólinn hafði haldið tónleika í húsnæði Bókasafnsins í Sandgerði. „Ég er mikill bókaormur og stórnotandi bókasafna og mér hefur fundist upplagt að breyta til og halda nemendatónleika þar. Sú nýbreytni féll í góðan jarðveg og hljómburðurinn var svo fínn að ég fór að hugsa að það gæti verið gaman að halda tónleika þar. Og þá fæddist þessi hugmynd að stofna Jazzfjelagið því undir þá tónlistarstefnu rúmast svo margt. Svo var líka ljóst að við værum ekki að fara að halda stóra rokktónleika í bókasafninu.“

Jazzfélagið er rekið með styrktarfé því enginn aðgangseyrir hefur verið inn á tónleikana frá upphafi. Aðalstyrktaraðilar eru Sóknaráætlun Suðurnesja, sem einmitt samþykkti nýverið ?? króna styrk til félagsins, Suðurnesjabær og Félags íslenskra hljómlistarmanna.

Jazzfjelagið orðin þekkt stærð Það er skemmtilegt að segja frá því að sjálfur er Halldór ekki mikill jazztónlistarmaður í þeim skilningi þó tónlistarstefnan höfði vissulega til hans og hann hefur fiktað við jazzinn, eins og hann orðar það. Hins vegar er hann á því að jazztónlistarmenn

12 FAXI
Marína Ósk Þórólfur jazzsöngkona ásamt hjómsveit. Ljósm. Svanhildur Eiríks Halldór Lárusson stofnandi Jazzfjelags Suðurnesja. Ljósm. Svanhildur Eiríks

séu pönkarar nútímans en í pönkinu byrjaði hann einmitt sinn tónlistarferil. „Bæði jazztónlistarmenn og pönkarar eru í tónlist af hugsjón, það hefst lítið sem ekkert upp úr þessu og þetta er erfiður bransi en tónlistarfólkið heldur alltaf áfram. Mér finnst það aðdáunarvert.“

En átti hann von á því að tónleikar Jazzfjelagsins myndu slá svona vel í gegn eins og raun ber vitni?

„Nei, ég átti nú ekkert von á því að fólk færi að flykkjast hingað til Suðurnesjabæjar á jazztónleika, en reyndin hefur sannarlega verið önnur. Og það hefur ekki síður verið

mikil aðsókn hjá tónlistarmönnunum að koma hingað og spila. Mér sýnist næsta ár vera orðið fullbókað. Þetta skýrist af því að Jazzfjelagið er orðin þekkt stærð í íslensku tónlistarlífi og listafólki finnst afar gaman að koma til okkar á Suðurnesin. Þá hafa áheyrendur komist að raun um að á tónleikunum gengur það að góðri tónlist vísri, auk þess að upplifa hana í mikilli nánd í rými bókasafnsins.“

Myndir sem fylgja grein eru teknar á tónleikum félagsins, ýmist af Svanhildi Eiríksdóttur eða Halldóri Lárussyni. Merki félagsins hannaði Björgvin Guðjónsson.

Dagskráin fram að sumri 2023

Janúar: Norsk/Færeyska sveitin Flukten Febrúar: Ingibjörg Turchi bassaleikari ásamt hljómsveit

Mars: Steingrímur Teague píanóleikari ásamt hljómsveit

Apríl: Ingi Bjarni píanóleikari ásamt hljómsveit

Maí: Söngkonan Rebekka Blöndal ásamt hljómsveit

FAXI 13
Eric Tengholm trompetleikari. Ljósm. Halldór Lárusson For Others á tónleikum. Ljósm. Svanhildur Eiríks Jazzgítaristin Oddrún Lilja ásamt meðleikurum. Ljósm. Svanhildur Eiríks
Brasssveitin Látún. Ljósm.
Svanhildur Eiríks
Stofnandinn sjálfur með tónleika, hér með trommukvartettinum Súma. Ljósm. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar
14 FAXI Óskum Suðurnesjamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. ELDVARNIR EHF. Iðavöllum 3 Sími 420 2020 - 892 7519 Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. Sveitarfélagið Vogar Gleðileg jól Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári. Óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir það liðna. VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR OG NÁGRENNIS

The Bridge er opinn og hlýlegur veitingarstaður og bar í fallegu umhverfi, með spennandi árstíðarbundna matseðla.

The Bridge blöndum við saman alþjóðlegum réttum og innlendu hráefni og töfrum fram gæða rétti með einstakri þjónustu.

FAXI 15 20 22 Iceland's Leading Business Hotel 20 21 Iceland's Leading Business Hotel COURTYARD
Á
BY MARRIOTT
AÐALTORGI Í REYKJANESBÆ
Kíktu á www.TheBridge.is AÐALGATA 60, 230 REYKJANESBÆR +354 599 6100 WWW.MARRIOTT.COM/KEFCY
Á

Saga húsanna

Myllubakkaskóli

Fólksfjölgun í Keflavík og Njarðvík var mikil á 6. áratugi síðustu aldar. Að sama skapi fjölgaði skólabörnum hratt. Á milli áranna 1950 og 1960 fjölgaði börnunum á grunnskólaaldri úr 300 í rúmlega 600. Þá var Barnaskólinn við Skólaveg eini starfandi barnaskólinn á svæðinu með fjórar skólastofur en bekkjadeildir voru hins vegar 14 árið 1950. Skólahúsnæðið var því löngu sprungið enda þurfti að kenna í lánsrýmum víða um bæina. Brýn þörf var því á nýju skólahúsnæði.

Fyrsta vetrardag árið 1950, sem bar upp á 21. október, gaf bæjarstjórn Keflavíkur út skuldabréf til þess að fjármagna byggingu nýs skólahúsnæðis. Bygging skólahússins var þá langt komin en framkvæmdir hófust árið 1948, m.a. með framlagi frá ríkinu. Þessi fyrsti áfangi Barnaskólans við Sólvallagötu var húsnæði á tveimur hæðum, 50 metra langt og 10 metra breytt. Skólastofur voru 10. Byrjað var á því að steypa kjallara og síðan unnið af

mismiklum krafti við hæðirnar tvær á næstu árum. Framkvæmdir höfðu m.a. tafist vegna biðar eftir asbesti frá fyrirtæki í Reykjavík sem átti að fara í þakið og var því ákveðið að skipta því út fyrir ál og járn.

Sunnudaginn 17. febrúar 1952 var Barnaskólinn við Sólvallagötu vígður og var haldið upp á 70 ára afmæli skólahússins fyrr á þessu ári. Kennsla hófst svo 19. febrúar. Þess má geta að gagnfræðaskóli tók til starfa í Keflavík þetta sama ár (síðar Holtaskóli) og fór kennsla meðal annars fram í húsnæði barnaskólanna tveggja. Íþróttahús var byggt síðar í sérstakri álmu og var það vígt í ársbyrjun 1958.

Þetta fyrsta skólaár stunduðu 366 nemendur nám í 15 bekkjadeildum, þar af 56 nemendur í tveimur deildum. Kennarar voru 10, auk skólastjórans Hermanns Eiríkssonar. Skólahúsnæðið stækkað og skólinn fær nafnið Myllubakkaskóli Enn var mikil fjölgun í sveitarfélögunum

undir lok 6. áratugarins. Veturinn 195758 var nemendafjöldi orðinn 579 í 22 bekkjadeildum. Kennslustofur voru enn 10 talsins. Um miðjan 7. áratuginn var því hafist handa við stækkun skólahúsnæðisins. Hermann hafði þá kynnt hugmyndina um stækkun skólahússins fyrir skólayfirvöldum. Þá voru byggðar tvær hæðir út frá íþróttahúsi meðfram Norðurtúni. Á neðri hæðinni áttu að vera fjórar kennslustofur og salerni en samkomusalur á efri hæðinni. Viðbyggingin var tekin í notkun haustið 1967.

Þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum árið 1973 flykktust íbúar eyjarinnar í önnur sveitarfélög m.a. til Keflavíkur. Þá varð enn á ný mikil fjölgun í nemendahópnum. Lausnin á húsnæðisskorti var leyst með því að kaupa þrjár lausar kennslustofur, svokallaða kálfa og koma fyrir á skólalóðinni.

Með lögum um grunnskóla árið 1974 urðu barnaskólanir tveir og grunnskólinn einn grunnskóli með nemendum í 0-9. bekk. Í framhaldi fékk Barnaskólinn við Sólvallargötu nafnið Myllubakkaskóli að undangenginni hugmyndasamkeppni hjá nemendum og kennurum.

Enn var byggt við húsnæði Myllubakkaskóla á 9. áratugnum, álma sem liggur meðfram Suðurtúni. Sú bygging var tekin í notkun 1988. Grunnskólinn varð einsetinn árið 2000.

Fólksfjölgun í Reykjanesbæ hefur verið fordæmalaus á síðastliðnum árum og enn var kennslustofum fjölgað með svokölluðum kálfum. Kálfarnir urðu þó fleiri en ætlað var, því auk þess að taka á móti fleiri nemendum greindist mygla í húsnæðinu árið 2019 og hefur þurft að bæta við fleiri lausum einingum til þess að bregðast við húsnæðisvanda, auk þess sem hluti kennslunnar var færður í annað húsnæði í Reykjanesbæ. Myglan breytti m.a. afmælisfagnaði skólans í febrúar sl. þó starfsfólk og nemendur hafi vissulega gert sér dagamun í tilefni tímamótanna. Skólastjóri Myllubakkaskóla í dag er Hlynur Jónsson.

Svanhildur Eiríksdóttir

Heimild

Árni Daníel Júlíusson. (2022). Saga Keflavíkur: 1949 til 1994. Reykjavík, Fagurskinna. Málfundafélagið Faxi. (1987, september). Myllubakkaskóli 35 ára. Faxi, 6. tbl. 47. árg. Sótt 17. október 2022 af https://timarit.is/page/5186672#page/n53/

mode/2up Frá afmælisfögnuði nemenda og kennara Myllubakkaskóla 17. febrúar 2022. Myndin er tekin af vef Myllubakkaskóla Flaggað fyrir fokheldi. Mynd úr ljósmyndasafni Jóns Tómassonar í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar
16 FAXI
Horft aftan á Myllubakkaskóla. Viðbyggingin Norðurtúnsmegin risin. Ljósmynd úr ljósmyndasafni Jóns Tómassonar í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar
FAXI 17 Gleðileg jól Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári. Útvegsmannafélag Suðurnesja Gleðileg jól Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári. Bílrúðuþjónustan óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla Allar bílrúður og ísetningar Sendum öllum Suðurnesjabúum góðar jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir viðskiptin á liðnum árum. Sundmiðstöðin Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar nemendum, kennurum og öðrum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu SKÓLAMEISTARI Málfundafélagið Faxi óskar öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. gleðilegrar jólahátíðar og farsæls nýs árs. óska Suðurnesjamönnum

Samræmd móttaka flóttafólks í leit að betra lífi

Reykjanesbær er eitt af fimm sveitarfélögum á Íslandi sem er með samning við Félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks. Markmið samningsins er að samræma móttöku flóttafólks, sem hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi, þannig að ríki og sveitarfélög tryggi flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur.

Með samræmdu móttökukerfi flóttafólks er stefnt að því markmiði að tryggja flóttafólki nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að það fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, hvort sem það er á vinnumarkaði, vegna menntunar eða á öðrum sviðum. Þjónustan felur í sér íslenskukennslu og samfélagsfræðslu og að henni koma m.a. félagsþjónusta viðkomandi bæjarfélags, Vinnumálastofnun og Rauði krossinn sem veitir einnig flóttafólki almennar leiðbeiningar, fræðslu og ráðgjöf ásamt því að vísa á úrræði sem standa þeim til boða.

Undirritaður hefur starfað sem málstjóri í samræmdri móttöku undanfarin misseri og getur óhikað staðfest að flóttafólk er venjulegir einstaklingar að flýja óvenjulegar aðstæður í heimalandi sínu. Starfið er krefjandi en um leið einstaklega gefandi þar sem það er afar ánægjulegt að sjá skjólstæðingana ná fótfestu og blómstra hvort sem það er á vinnumarkaði, í sjálfboðaliðastarfi eða samfélaginu almennt. Allir einstaklingarnir sem undirritaður hafði samband við voru boðnir og búnir að setjast niður og eiga spjall um upplifun þeirra á landi og þjóð. Ekki eins kalt hér og ég hélt Í febrúar á þessu ári opnaði veitingastaðurinn El Faro í Garði sem sérhæfir sig í spænskri matargerð og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Fljótlega eftir að veitingastaðurinn hóf rekstur var einstaklingur, sem kom í þjónustu samræmdrar móttöku flóttafólks, ráðinn til starfa. Maðurinn heitir Tarek Nasser og hafði áður en hann kom til Íslands flúið erfiðar aðstæður í Venesúela en þar hefur einræðisstjórn Nicolas Maduro ríkt frá árinu 2013. Áður hafði hann yfirgefið heimalandið sitt Sýrland vegna erfiðra og ómannúðlegra aðstæðna.

Þrátt fyrir ákveðnar hindranir vegna tungumálaörðugleika ákváðu eigendur El Faro að gefa Tarek tækifæri og í dag sjá

þau ekki eftir því. „Tarek er einn af mikilvægustu starfsmönnum veitingastaðarins. Hann er ómissandi þáttur af teyminu. Hann er algjör rokkstjarna,“ segir Jenný María Unnarsdóttir einn eiganda El Faro og bætir við „Hann er mjög sjálfstæður og vinnusamur. Gengur beint í verkið og er ótrúlega jákvæður og bjartsýnn að eðlisfari.“

Ég ákvað að fá mér kaffibolla og heyra hljóðið í Tarek og upplifun hans á landi og þjóð. Ég gekk þó ekki svo langt að spyrja hann klassísku spurningarinnar „How do you like Iceland?“ En næstum því.

Hvað vissir þú um Ísland áður en þú komst til landsins?

„Þar sem ég er mjög áhugasamur um landafræði þá vissi ég ýmislegt um landið sjálft þ.e.a.s. staðsetningu landsins á landakorti, að það væri fámennt land með eldfjallavirkni, fullt af fiski og sauðfé. Og síðast en ekki síst að á Íslandi væri enginn her.“

Hvað kom þér mest á óvart við landið? „Hjartalag fólksins er hlýtt þó það sé kalt í veðri. Fólkið hér er ótrúlega hjálpsamt og er boðið og búið að hjálpa manni að aðlagast landinu. Ég get nefnt dæmi eins og ég var einu sinni villtur og vissi ekki staðsetn-

ingu staðar sem ég átti að vera mættur á. Ég spurði konu til vegar og hún bauð mér far á staðnum og keyrði mig þangað. Eitt sinn var ég í matvörubúð og var kominn að kassanum og átti að borga. Þá kom í ljós að mig vantaði rúmlega 1000 krónur til að geta greitt fyrir allar matvörurnar. Ég ætlaði að skila nokkrum vörum en þá bauðst kona að fyrra bragði að greiða mismuninn. Rauði krossinn og félagsþjónustan hjá Reykjanesbæ hafa einnig hjálpað mér og fjölskyldunni mikið. Það er mjög friðsamt og rólegt hérna og ekki eins kalt og ég hélt.“

Hvað fannst þér erfiðast við að aðlagast nýju samfélagi?

„Númer eitt, tvö og þrjú er það tungumálið sem er stærsta hindrunin. Það gengur hægt að læra nýtt tungumál en ég er svo þakklátur fyrir tækifærið sem eigendur El Faro gáfu mér. Þau láta þetta ganga upp þar sem þau eru mjög lausnarmiðuð. Með því að vinna hér verð ég fljótari að ná tökum á tungumálinu en ég hef þegar sótt nokkur námskeið hjá MSS sem hafa auðvitað hjálpað mér líka.“

Talandi um El Faro, hvernig líður þér í vinnunni og hvernig er hefðbundin dagur þar?

18 FAXI
Heimurinn er hér:
Tarek Nasse á veitingastaðnum El Faro í Garði

„Það skemmtilegasta við vinnuna er að enginn dagur er eins. Mér finnst mjög gaman að taka að mér fjölbreytt verkefni eins og t.d. að þrífa gluggana þar sem útsýnið fær að njóta sín enn betur. Jenný María tekur undir þessi orð Tarek og segir: „Tarek gengur í öll verk óhikað, hann hjálpar til við undirbúning matargerðarinnar og heldur utan um öll þrif á staðnum. Hann er ótrúlega duglegur.“

Nú er árið 2022 senn á enda. Ertu með einhver jákvæð skilaboð til lesenda Faxa fyrir nýja árið?

„Ég óska þess að þjóðin haldi áfram að vaxa og dafna þar sem allir einstaklingar fá tækifæri til að blómstra. Ég óska þess að allir á Íslandi upplifi velferð og hamingju á nýju ári,“ segir Tarek að lokum.

Reyndist hárrétt að fólkið hér væri viðkunnanlegt

Anibal Guzman Enrique Acosta er ungur flugmaður sem kom í þjónustu Reykjanesbæjar í gegnum samræmda móttöku flóttafólks sl. vor. Anibal flúði erfiðar aðstæður í heimalandi sínu Venesúela. Hann fékk fljótlega vinnu í hlaðdeild Airport Associates á Keflavíkurflugvelli en flugið á allan hans hug og stefnir hann að því að sækja nám í áfangaskiptu flugnámi hjá Flugakademíu Keilis. Námið er hins vegar ekki ókeypis og því hafa síðustu misseri farið í það að safna fyrir því. Ég ákvað að heyra í honum hljóðið yfir góðum kaffibolla að hætti Venesúelabúa.

Hvað vissir þú um Ísland áður en þú komst til landsins?

„Kalt í veðri og erfitt veðurfar. Mjög gott hagkerfi, viðkunnanlegt fólk og há lífsgæði.“

Hvað kom þér mest á óvart við landið?

„Ég trúði ekki að fólkið væri viðkunnanlegt áður en ég kom til landsins en það reyndist hárrétt. Allt fólkið sem ég hef kynnst á Íslandi er rosalega vinsamlegt og hjálpsamt.“

Hvað fannst þér erfiðast við að aðlagast landinu?

„Tungumálið. Það er mjög erfitt að kunna ekki tungumálið. Íslendingar eru líka alltof góðir í ensku og ég tala fína ensku þannig að það verður erfiðara. MSS hefur reynst mér vel en ég væri alveg til í að fara á íslenskunámskeið sem væri fjórum sinnum í viku í staðinn fyrir tvisvar í viku. Ég held ég væri fljótari að læra tungumálið.“

Hver er meginmunurinn á menningunni í Venesúela og á Íslandi?

„Maturinn er allt öðru vísi í Venesúela. Miklu bragðmeiri matur. Flestir á Íslandi reyna að fylgja lögum og reglum en það er ekki raunin í Venesúela. Þar er fólk stöðugt að reyna að halda öðru fólki niðri og er ekki

eins heiðarlegt. Glæpatíðni er auk þess mjög há í Venesúela en hér á Íslandi er samfélagið opnara og meira frelsi.

Hvernig sérðu fyrir þér líf þitt eftir fimm ár? „Ég sé sjálfan mig fljúgandi farþegavél í gegnum krefjandi flugbrautir á Íslandi,“ segir Anibal

Voru með pínu fordóma gagnvart norrænu fólki Í haust hófu þær Natalia Zhyrnova og Oleksandra Svyrydova frá Úkraínu störf hjá leikskólanum Velli sem er staðsettur á Ásbrú. Höfðu þær áður eins og margir

samlandar þeirra flúið afar erfiðar aðstæður í heimalandi sínu. Ég hitti þær og Huldu Björk Stefánsdóttur leikskólastjóra Vallar í nóvember til að heyra þeirra reynslu af Íslandi og ekki síst starfinu á leikskólanum. Óhætt er að fullyrða að það var mikill happafengur fyrir leikskólann að fá þær til starfa eða eins og Hulda orðar það: „Þær eru svo tilbúnar til að læra og eru með heilmikla reynslu sem nýtist leikskólanum einstaklega vel. Auk þess eru þær svo jákvæðar og brosmildar sem er svo mikilvægt í þessu starfi.“

Hvað vissuð þið um Ísland áður en þið komuð til landsins?

FAXI 19
Anibal Guzman Enrique Acosta er ungur flugmaður Þær Natalia Zhyrnova og Oleksandra Svyrydova frá Úkraínu starfa hjá leikskólanum Velli

„Að það væri mjög kalt hérna. Höfuðborgin væri Reykjavík. Hér væri fallegt og óvenjuleg náttúra. Við sáum þætti um Ísland sem fjallaði um ferðir Anton Ptushkin um landið. Við vorum báðar sammála um að okkur fannst myndirnar af landinu mjög fallegar en grunaði aldrei að við myndum heimsækja landið, hvað þá búa í því. „En maður veit aldrei hvernig lífið þróast,“ bætir Natalia við.

Hvað kom ykkur mest á óvart við landið? „Fólkið hérna er mjög vinalegt og hjálplegt. Það kom okkur verulega á óvart. Við vorum kannski með pínu fordóma gagnvart norrænu fólki. Héldum að það væri harðbrjósta og öllum væri sama um alla en sú var heldur betur ekki raunin. Við höfum kynnst svo mörgu góðhjörtuðu og frábæru fólki á landinu,“ segja þær. Natalia þylur með kærleik upp ýmsa aðila sem hún er þakklát fyrir að hafa trú á sér og gefa tækifæri. Ég missti því miður báða foreldra mína fyrir stuttu síðan en allir þessir yndislegu vinir mínir á Íslandi eru nýja fjölskyldan mín. Ég elska að vinna á Velli og börnin eru yndisleg.“ Oleksandra tekur undir með Nataliu. „Við mætum alltaf vinalegri Huldu þegar við komum og förum úr vinnunni. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt um starfið. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið og allt það sem Íslendingar hafa gert til að finnast við svo velkomin.“

Hvað fannst ykkur erfiðast við að aðlagast nýju samfélagi?

„Tungumálið,“ segja þær báðar. „Ég kann ensku,“ bætir Natalia við „og Íslendingar tala alltaf við mig ensku og þar af leiðandi vantar mig meiri hvatningu til að tala

íslenskuna. Núna þegar ég er á Velli þá læri ég svo mikla íslensku af börnunum. Ég læri ný orð á hverjum degi. Við erum með orð dagsins á hverjum degi frá mánudegi til fimmtudags. Sem sagt fjögur ný orð í viku sem við förum yfir á föstudögum. Það er auðveldara að skilja íslensku en tala hana. Við þurfum að vera duglegri að tjá okkur þótt málfræðin sé ekki rétt. Þetta snýst allt um æfingu.“

Hver finnst þér vera mesti munurinn á í menningunni á Íslandi og menningu heimalands þíns?

„Eins og Íslendingar eru Úkraínumenn mjög vinnusamir og duglegir. Húsnæðismarkaðurinn er samt allt öðruvísi en á Íslandi. Fyrir innrás Rússa var mjög auðvelt að fá íbúð hvort sem það var á fasteignamarkaðnum eða leigumarkaðnum,“ segja þær. „Heimilisfræði og sund eru einnig greinar sem eru ekki kenndar í grunnskólum Úkraínu,“ bætir Oleksandra við. „Sonur minn er mjög ánægður í skólanum og hefur eignast fullt af vinum. Það er líka minni heimavinna hér en í Úkraínu og miklu minna stress en í Úkraínu.“ Natalia bætir við: „Lífið á Íslandi er allt miklu einfaldara en í Úkraínu. Vegna þess að ég er á vinnumarkaðnum mun ég hafa allt sem ég þarf og get greitt fyrir allt. Það er mjög mikilvægt. Efnahagskerfið í Úkraínu var óstöðugt sem ýtti undir streitu. Hérna á Íslandi er líka svo dásamlegt að allir sem eru á vinnumarkaðnum fá gott sumarfrí og erum við nú þegar byrjaðar að undirbúa sumarfríið á næsta ári.“

Hvernig líkar ykkur vinnan á Velli? „Við vorum á Hjallastefnuráðstefnu 7.

október sl. og þá vorum við nýbyrjaðar og það var mjög ánægjulegt. Framundan er aðventan og jólaundirbúningurinn en áður höfðum við farið í gegnum nýliðanámið sem er í níu vikur sem er þjálfunarnám Hjallastefnunnar.“ Hulda leikskólastjóri bætir við að leikskólinn sé í samstarfi með MSS að fá ítarlegra íslenskunám fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Natalia verður hópstjóri drengja frá janúar á næsta ári, en Oleksandra er fyrst og fremst að hjálpa börnunum frá Úkraínu að aðlagast.

Hvar sjáið þið ykkur eftir fimm ár? Þær svara báðar óhikandi: „Hérna á Íslandi.“ Natalía sér sjálfa sig sem kennara á Íslandi. „Ég mun komast að því skref fyrir skref hvernig ég fæ gráðurnar okkar frá Úkraínu metnar. Vonandi er stríðið að enda en ég er ekki nógu bjartsýn. Hvað sem verður í Úkraínu vil ég vera hér. Mér líður vel í Reykjanesbæ og vil búa hér í framtíðinni.“

Nú er árið 2022 senn á enda. Eruð þið með einhver jákvæð skilaboð til lesenda Faxa fyrir nýja árið?

„Við viljum að allir upplifi hamingju og frið í hjarta sínu. Að fólk meti hvern dag sem þau lifa í friði og ró með þakklæti í huga. Að fólk njóti lífsins, setji sér markmið og fylgi þeim eftir,“ segja þær Natalía og Oleksandra að lokum.

Vonast til að tala góða íslensku eftir fimm ár

Í febrúar á þessu ári hóf Ahmad Sujaa Sujaa störf sem sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum (Hertex) sem er m.a. með aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann kom í þjónustu Reykjanesbæjar í gegnum samræmda móttöku í byrjun þessa árs. „Frá því í sumar hefur hann tekið eldhúsið að sér og allt sem viðkemur mataraðstoðinni og gerir það svo sannarlega með prýði og vill leggja sig fram við að læra okkar matarvenjur og menningu. En Ahmad tekur einnig virkan þátt í okkar starfi og hann er virkilega hlýr, traustur og góður maður sem hefur svo sannarlega reynst okkur vel. Hann nær til allra og er duglegur að virkja fólk með sér.“ Segir Berglind Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri hjá Hertex en hjálparstofnunin hefur hafið samstarf m.a. við Reykjanesbæ og Samkaup varðandi virkniúrræði.

„Við teljum að þrepaskipting skipti höfuðmáli til þess að hver fái að njóta sín með tillit til persónulegrar stöðu og andlegrar líðan við það að efla sig í starfi eykur það sjálfstraust og betri líðan. Virkninámskeið eru alltaf góð leið til að koma lífinu aftur í fastar skorður og hver dagur hefur meiri tilgang. Til dæmis eftir áföll eða til að koma sér inn í nýtt samfélag og menningu. Starf Hjálpræðishersins að Ásbrú er einnig mikilvægt í því fjölmenningarsamfélagi sem er í Reykjanesbæ. Með starfi okkar teljum við að við séum að veita þeim ákveðinn stökkpall út í samfélagið og lífið á Íslandi. Þau vilja láta gott af sér leiða og við viljum vera

20 FAXI
Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

samfélagi frekar auðvelda vegna þess að mér leið eins og ég væri hluti af fjölskyldu.“

Hver finnst þér vera mesti munurinn á íslensku samfélagi og samfélagi heimalands þíns?

„Það er fyrst og síðast öryggið sem ég upplifi hér. Því miður upplifði ég ekki þennan frið í hjarta sem ég upplifi hér á Íslandi.“

Hvernig líkar þér sjálfboðaliðastarfið hjá Hertex og hver eru þín helstu verkefni innan Hjálparstofnunarinnar?

„Mér finnst ég vera að gera gagn hérna þar sem ég upplifi að ég sé að hjálpa fólkinu. Ég vil vera virkur í samfélaginu, er heilsuhraustur og ber því skylda til að hjálpa öðru fólki. Ég aðstoða við eldamennskuna og við bjóðum upp á ókeypis hádegismat á virkum dögum. Ég hjálpa einnig við skipulag búðarinnar.“

Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? „Eftir fimm ár vonast ég til að tala góða íslensku. Það er mikilvægasta markmið mitt hérna á Íslandi. Ég vonast einnig til að vinna við þá grein sem ég hef menntað mig í sem er sjúkraþjálfun sem og halda áfram í starfi mínu sem sjálfboðaliði hjá Hertex.“

Nú er árið 2022 senn á enda. Ertu með einhver jákvæð skilaboð til lesenda Faxa fyrir nýja árið?

„Mín skilaboð eru með friði í hjarta og að allt þetta hatur og tilgangslausu stríð taki enda. Þegar ég brosi til manneskju þá fæ ég oftast nær bros til baka. Ég held við verðum öll að hjálpast að við að dreifa kærleik í þennan heim, segir Ahmad að lokum.

til staðar og aðstoða þau,“ segir Berglind af mikilli sannfæringu en nú var tíminn á þrotum og komið að því að heyra frá Ahmad upplifun hans á landi og þjóð.

Hvað vissir þú um Ísland áður en þú komst til landsins?

„Ég leitaði eftir upplýsingum á netinu og sá að þar væri öruggt og fallegt og þar byggi vinsamlegt fólk sem og að þjónustustigið væri hátt.“

Hvað kom þér mest á óvart við landið? „Áður en ég kom hélt ég að landslagið yrði það stórkostlegasta við landið en nú þegar ég hef búið hér í tæpt ár hefur það komið mér mest á óvart hvað fólkið er vinalegt og hjálpsamt. Þegar ég kom hingað til Íslands fann ég strax fyrir því hvað ég var velkominn og leið vel. Það er kalt í veðri hérna en fólkið er hlýtt og vinsamlegt.“

Hvað fannst þér erfiðast við að aðlagast nýju landi?

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn var ekkert of erfitt. Fljótlega eftir að ég kom til landsins var mér bent á Hertex og það hefur hjálpað mér að gera aðlögunina að nýju

FAXI 21
Guðmundur Ingvar Jónsson
Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári.
Ahmad Sujaa Sujaa starfar sem sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum (Hertex)

Fjöldagröf á Útskálum

Miðvikudaginn 11. mars árið 1685 fór fram útför frá Útskálakirkju sem er einstæð í Íslandssögunni. Þar voru færðir til grafar 44 sjómenn sem farist höfðu í mesta mannskaðaveðri sem riðið hafði yfir landið. Aldrei hafa fleiri verið jarðsungnir á einum degi samkvæmt heimildum.

Morguninn

er kaldur og frostið bítur í kinnar gesta sem hafa tekið niður höfuðföt sín í virðingarskyni. En þeir sem eru mættir til kirkjusetursins á Útskálum þennan dag láta það ekki á sig fá. Hugurinn er dofinn og sýnin sem við blasir reynir á skilningarvitin. Grafir hafa verið teknar í almenningnum bak við kór kirkjunnar. Í tveimur þeirra eru kistur, sú þriðja er stór og liggja þar í sjóklæðum sínum drukknaðir sjómenn, hlið við hlið, svo margir að erfitt er að telja.

Þegar kirkjuklukkurnar þagna ræskir presturinn sig og rífur þögnina. Hann signir sig og gestirnir fylgja fordæmi hans „Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi, amen.”

Það er erfitt að setja sig í þessar aðstæður og þennan tíma þar sem ótrúlega margir biðu lægri hlut í baráttunni við Rán og dætur hafsins. Fórnin var ekki eingöngu þeirra sem drukknuðu heldur voru oft hoggin stór skörð í lítil samfélög þegar skip og bátar fórust og margir lentu á vonarvöl.

Frásagnir fyrri tíma af sjósókn eru fáar og stuttorðar og styðjast að mestu við annála en þeim ber ekki saman að öllu leyti. Hér verður atburðarásin rakin eins og hægt er.

Suðurnesin voru á þessum tíma stærsta verstöð landsins og þangað flykktust bændur og vinnumenn úr öllum landshlutum á vetrarvertíð. Á Íslandi voru þrjár vertíðir; sumarvertíð, haustvertíð og svo vetrarvertíð sem hófst yfirleitt í byrjun febrúar og stóð fram á vor. Vetrarvertíð var gríðarlega mikilvæg fyrir bændasamfélagið en þá var minni þörf fyrir vinnuframlag í sveitunum og fiskurinn góð búbót. Flestir þeirra sem fóru í ver voru ungir að árum og lögðu þeir af stað fótgangandi á vertíðina um miðjan janúar. Þetta voru löng ferðalög en ferðin gat tekið nokkra daga og allra veðra von. Enda urðu sumir úti á leiðinni, aðrir sneru aldrei aftur heim.

Konungsútgerð á Stafnesi

Talið er að um 300 manns hafi dreift sér á milli verstöðva á Suðurnesjum þegar mest lét en stærsta útstöðin var á Stafnesi. Þar hafði danska konungsútgerðin aðalbækistöð

sína enda stutt á miðin og var veiðistöðin talin besta vetrarverstöðin á landinu öllu. Auk konungsskipa réru þaðan skip frá kirkjunni og bændum á svæðinu.

Útvegsjarðir voru eftirsóttar og voru flestar í eigu konungs og kirkjunnar. Átti konungur því sem heita mátti allan Garðskaga þar sem nú er Garður, Leira, Stafnes, Sandgerði og Keflavík.

Útskálar voru eitt helsta höfuðból Suðurnesja og ekki er talið ólíklegt að þar hafi verið kirkja frá því snemma í kristni. Lá til staðarins fjöldi hjáleiga en á þessum tíma náði sóknin yfir norðanvert Miðnes og Keflavík og heyrði hún undir Skálholtsbiskup.

Konungsbændum og hjáleigum kirkjunnar bar skylda að róa eða lána menn til útgerðarinnar og þóttu þeir illa leiknir þar sem bátunum fjölgaði stöðugt og erfitt að standa undir kvöðunum. Það bætti ekki úr skák að verslunareinokun Dana hafði verulega dregið úr hagnaði sjósóknar og þurftu landsmenn að selja fisk langt undir markaðsverði. Var efnahagur manna því bágborinn.

Það hefur því ekki verið öfundsvert hlutverk að róa opnum árabát á fiskimið um miðjan vetur og aðbúnaðurinn verður að teljast frumstæður á okkar tíma mælikvarða. Vermenn höfðu allir sjóklæði en þau voru misjöfn að gæðum og jafnvel lítið held hjá sumum. Þau voru gerð úr

sauðskinni nema botninn og skór sem voru úr nautshúð. Sjóstakkurinn náði niður á mið læri og brókin upp undir hendur. Buxurnar voru festar með snæri og það notað líkt og belti. Þá voru menn með svokallað klofband svo hægt væri að ná taki á þeim ef þeir duttu í lendingu. Nauðsynlegt var að binda snæri þétt utan um skinnklæðin til þess að brækurnar fylltust ekki af sjó þegar þannig stóð á. Af sjóvettlingum sem voru úr ull og með tveimur þumlum þurfti þrjú til sex pör yfir vertíðina en einnig þurftu vermenn að hafa með sér á skip öngul, línu, vaðstein, byrðaról og fiskihníf. Að síðustu má ekki gleyma sjóhattinum.

Veðráttan við Íslandsstrendur er svo duttlungafull að hún getur á svipstundu breytt spegilsléttum haffletinum í ólgangi hafrót. Þá er voðinn vís.

Skyndilegt áhlaupsveður

Sú var raunin þennan örlagaríka mánudag 1685 þegar skyndilega gerði stórkostlegt áhlaupsveður. Vísast hefur verið gott veður að morgni og suðvestanveður skyndilega brostið á. Mörg dæmi eru um slík óveður, jafnvel með mannsköðum suðvestanlands einmitt á þessum árstíma.

Þennan dag lögðu átta skip frá Stafnesi til veiða, þrír teinæringar og fjórir áttæringar. Á Stafnesskipunum var verfólk af Norðurlandi, 70 menn að tölu, að langmestu leyti einvalalið að því er sagt er; Norðlendingar,

22 FAXI
Stærsta útför Íslandssögunnar:

Skagfirðingar og Húnvetningar. Tveir formenn voru að norðan, Bergþór Magnússon frá Ytri Ey á Skaga og Rafn Helgason frá Mói í Fljótum ..gildr madr ok gódr drengr” eins og segir í lýsingu Espólín. Stafnesskipin voru konungsskip utan eitt en þar var formaður Ólafur Þorsteinsson lestamaður frá Biskupssetrinu á Hólum og með honum fimm Hólamenn.

Þegar þeir höfðu ýtt á flot tók tók Bergþór formaður af sér höfuðfatið og fór með stutta sjóferðarbæn. Skipverjar fylgdu honum eftir og lutu höfði með sjóhattana í fanginu. Bænin er Hallgríms Péturssonar sem þjónað hafði í Hvalsneskirkju: Í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut yfir mér virztu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. „Áfram í Jesús nafni!” kallaði formaðurinn og skipverjar signdu sig áður en lagt var af stað. Veður er kalt en stillt og það veiðist ágætlega af þeim gula. En skyndilega skellur á fárviðri eins og skotið væri af byssu. Allir bátar taka stefnuna í land og róa bókstaflegan lífróður. Ef þeir ná landi bíður þeirra önnur hætta, skerjótt lendingin.

Aðeins einu skipi sem hleypti í Hamarssund þennan dag tókst að ná landi. Hrakti mörg þeirra undir Miðnes þar sem þau brotnuðu í brimróti og varð einungis tveimur mönnum bjargað.

Fimm bátar úr Garði og Njarðvík voru á sjó þennan dag. Tveggja manna far úr Njarðvík náði landi inni á Vatnsleysuströnd og fjögurra manna far úr Leiru bjargaðist til Hafnarfjarðar, en þrír bátanna fórust. Voru þeir frá Gufuskálum, Hólmi í Leiru og Njarðvík og fórust með þeim 13 manns. Fórust því 10 skip af Suðurnesjum og samtals týndu 81 manns lífinu. Flestir við lendingu í brimrótinu en þá var hætta á að bátnum hvolfdi og menn orðnir þreyttir. Þar hafði líka áhrif að fæstir sjómenn voru syntir.

Talið er að 136 manns hafi farist þennan dag, fjórir teinæringar frá Vestmannaeyjum og með þeim 53 manns, einnig tveggja manna far frá Vatnsnesi í Húnavatnssýslu með tveimur mönnum. Samtals 55 menn af fimm skipum.

Aldrei höfðu jafnmargir farist á sjó á einum degi en allt árið fórust samtals 22 bátar og drukknaði 181 maður. Var árið því nefnt Mannskaðaárið mikla og hélt þeim titli fram til 8. mars árið 1700 þegar 33 skip fórust í illviðri og með þeim 165 menn. Samtals það ár fórust 40 skip og 185 manns. Til að setja þetta í samhengi myndi manntjónið á Góuþræl samsvara því að við misstum í dag á einum degi sem næst 460 menn í sjó og allt árið 600 manns og 740 árið 1700. Þessi ár hafa verið nefnd Sjóslysaárin miklu eða eins og segir í Kjósarannál:

Meintist síðan Ísland var byggt, að ei mundu fleiri menn af fiskibátum drukknað hafa hér við land á einum vetri.

Geta má nærri um sorgina og missinn á heimilum og hvaða afleiðingar hann hafði fyrir lífsafkomuna.

47

lík rekur á land

Um nóttina rak 47 lík á land í Garði og á Miðnesi og voru þau helfrosin. Daginn eftir voru hinir látnu jarðaðir í Útskálakirkjugarði á einum degi. Segir í Mælifellsannál: ..og voru gerðar að þeim 3 grafir, og voru í eina lagðir 42, hver við annars síðu, en formennirnir í hinar tvær. Að þeim voru kistur gerðar og þeir hjúpfærðir." Formennirnir fengu því eigin gröf en hinn almenni sjómaður deildi einni gröf án alls umbúnaðar. Grafirnar voru teknar í almenningi að kórbaki. Í Eyrarannál segir að grafnir hafi verið 50 manns á tveimur dögum.

Af tveimur skipanna frá Stafnesi, teinæringi og áttæringi, rak engin lík nema einn

maður sem fannst á fjörum vestur á Mýrum að viku liðinni, bundinn við tré og virtist fyrir skömmu látinn.

Sr. Þorleifur Kláusson var sóknarprestur í Útskálaprestakalli þennan erfiða vetur. Þorleifur lærði í Skálholtsskóla og hafði hann áður en hann tók vígslu verið í þjónustu Brynjólfs Biskups Sveinssonar í Skálholti. Hann vígðist aðstoðarprestur að Útskálum 1651 og fékk prestakallið að fullu 19. febrúar 1660 og þjónaði til æviloka.

Þorleifur var fróðleiksmaður og sagt er að hann hafi samið annál en hann mun ekki vera til. Hefði vafalítið verið fróðlegt að lesa þar um atburðinn og hvernig útförin fór fram. Þorleifur var vel liðinn af sóknarbörnum sínum og fórst að mati manna vel í kirkju og utan.

Það skiptir ekki máli hvar þú hvílir Það vekur upp spurningar hvers vegna hinir látnu voru grafnir svo fljótt en þá þarf að hafa í huga hvað var til siðs á þessum tíma. Venjan var sú að grafa umsvifalaust lík sem fundust á víðavangi eða voru sjórekin.

Margir þeirra sem létust voru af Norðurlandi og það tíðkaðist ekki að senda látna á milli landshluta til greftrunar, hvað þá að aðstandendur gerðu sér ferð í útför fótgangandi eða ríðandi langar vegalengdir. Það skipti heldur ekki máli hvar þú varst jarðaður því þú varst hvort eð er að fara til himna.

Þá er líklegt að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á þá sjómenn sem ekki voru af Suðurnesjum og þeir því fengið sömu gröf. Þó hefði það verið möguleiki þar sem eitt skip bjargaðist frá Stafnesi, en hvort það var skip Hólabiskups eða konungsskip skipað Norðanmönnum er ekki vitað. Þá má gefa sér að fjöldagröfin hafi verið tekin af praktískum ástæðum, fjöldinn var það mikill og tíminn naumur. Hins vegar voru kennsl borin á formennina tvo og þeir hafa því fengið gröf og umbúnað. Hugsanlega hefur staða þeirra einnig haft áhrif. Það

FAXI 23

má líka hafa í huga að það tíðkaðist ekki að jarða í kistum á þessum tíma og grafir voru ekki merktar, nema stórhöfðingjum sem gátu keypt yfir sig stein. Jarðneskur legstaður þótti ekki svo merkilegur.

Þá var einnig mikilvægt að hægt væri að staðfesta að menn væru kristnir, að öðrum kosti var ekki hægt að jarða þá í kirkjugarði. Þetta átti oft við um sjórekin lík, sem ekki var hægt að bera kennsl á og gátu verið af ýmsum þjóðernum og ólíkum trúarbrögðum. Því verður að telja að þessum sjómönnum hafi verið sýndur virðingarvottur þegar þeir voru grafnir í kirkjugarðinum, nálægt kirkjunni. Gröfin er austan við kirkjuna og hinir látnu horfa því til upprisunnar og sólarinnar.

Mannskaðaveturinn mikli

Það má segja að höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar í gegnum aldirnar hafi verið svo áhættusamur að sjómenn hafi lagt líf sitt í hættu á svipaðan hátt og hermenn annarra þjóða í hernaði. Því hafi hugarfar aðstandenda þegar þeir fylgdu ástvini til skips verið svipað og aðstandenda hermannsins sem fer til skotgrafanna. Vonin um endurfundi er jafnan stopul. Það lýsir því vel að við upphaf vetrarvertíðar var beðið fyrir sjómönnum í kirkjum landsins. Í bæninni var beðið um góðan afla, vernd gegn sjávarháska og blessun yfir skipi og veiðarfærum. Guðspjallið var ávallt hið sama; þegar Jesús kyrrði vind og sjó.

Fljótlega eftir atburðinn kom hafís að landi og lá allt til loka sumars. Lentu þá mörg skip í vandræðum, þar á meðal frönsk og hollensk hvalveiðiskip sem brotnuðu í ísnum á heimleið frá Svalbarða. Veturinn hefur því verið nefndur Mannskaðaveturinn mikli.

Veturinn áður hafði hins vegar verið nefndur Hlutaveturinn mikli. Þá veiddist vel um allt land svo menn mundu vart annað eins. Það hefur því verið freistandi að sækja sjóinn stíft á næsta vetri í von um skjótfenginn gróða. En það fór á annan veg. Talið er að aflabresturinn hafi valdið því að menn hafi í neyð sinni freistast til að sækja fiskinn lengra frá landi en skynsamlegt var á opnum bátum og ekki náð landi þegar veður versnaði. Enda varð það svo í kjölfar tíðra sjóslysa næstu áratugina að stórum bátum fækkaði og ekki var róið eins langt út á sjó.

Bein finnast undir kirkju Ekki er vitað nákvæmlega hvar grafir hinna ólánsömu sjómanna má finna þótt heimildir segi þær austan við kirkjuna. Því er hvergi hægt að finna minnisvarða um þennan atburð sem sýndi svo glöggt þær fórnir sem Íslendingar hafa þurft að færa til þess að eiga lífsviðurværi.

Kirkjan sem nú stendur á Útskálum var byggð á árunum 1861-1863 og hefur síðan þá verið stækkuð. Árið 2008 þegar gólfið var tekið upp í kirkjunni komu í ljós mannabein og töldu menn að þar væri

gröfin hugsanlega fundin. Hins vegar sýndi rannsókn að þau voru mun eldri enda þótti upphefð og var eftirsótt á öldum áður að vera grafinn undir kirkju. Þá hefur kirkjustæðið hugsanlega breyst í gegnum tíðina.

Við skulum ljúka þessum kalda degi í marsmánuði með predikun sóknarprests Útskálakirkju.

Sr. Þorleifur ræskti sig og gerði sig líklegan til þess að lesa ritninguna sem hann hafði valið kvöldið áður. En hann fipast þegar augun gripa í beran fót, einn sjómaðurinn hafði týnt skó og sokk í öldurótinu. Skyndilega langar hann að finna sokk og klæða þennan nöturlega fót. En hann herðir hugann og heldur áfram.

Þegar hann hefur moldað yfir formönnunum tveimur snýr hann sér að fjöldagröfinni. Hver sjómaður fær hinstu kveðju og hverfur til duftsins „Af jörðu ertu kominn, og að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu muntu aftur upp rísa.”

Söngraddir gesta og prests renna saman við stilltan undirleik sjávarins og gufustrók leggur úr vitum þeirra þegar kalt loftið hlýðir á. Allt er eitt: lífið, dauðinn og hafið.

Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagðilíf mannlegt endar skjótt.

Hallgrímur Pétursson

Viðmælendur:

Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Keflavíkurkirkju, Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur Útskálakirkju, Jón Hjálmarsson formaður sóknarnefndar Útskálakirkju, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti 2011 - 2018.

Heimildir:

Sjómannablaðið Víkingur. (1998). 60. árg, bls. 46-47. Morgunblaðið. (1967). 264. tbl, bls. 4. Þorvald Thoroddsen. (2018). Árferði á Íslandi í 1.000 ár. Illugi Jökulsson. (2013). Háski á Hafi. Sögur. Morgunblaðið. (1999). Leiðari á sjómannasunnudag, 6. júní.

Fleytan er of smá, sá guli er utar. (1990). Kristján Sveinsson. Sagnir 11. árgangur, 1. tbl.

Guðjón Einarsson. (2020). Bændablaðið 28. Janúar. Öldin sautjánda. Minnisverð tíðindi 1601-1700. (1966). Jón Helgason tók saman. Forlagið Iðunn, bls 190. Íslands Árbækur í söguformi. Af Jóni Espólín sýslumanni í Skagafjarðarsýslu. (1829). VIII deild, kaupmannahöfn. Hið íslenska bókmennafélag, bls 8. Gunnar M. Magnússon. (1963). Undir Garðskagavita: héraðssaga Garðs og Leiru. 1898-1988. Reykjavík: Ægisútgáfan.

Lúðvík Kjartansson. (1971). Sjóslysaárin miklu. Saga 1. tbl.

Fornleifaskráning í Garði á Reykjanesi. (2019). Verndarsvæði í byggð, Fornleifastofnun Íslands.

Fríða Sigurðsson. (1969). Konungsútgerð á Stafnesi. Faxi, 29. árg.,10. tbl., bls. 167.

Fríða Sigurðsson. (1970). Afnám konungsútgerðar. Faxi 30. árg., 4. tbl., bls. 48.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. (2022). www.esv. blog.is

Sýningin leiðarljós í lífhöfn. (2022). www.ferlir.is Ásgeir Jónsson. (2021). Um hnignun Íslands eftir siðasipti. www.Feykir.is.

Björk Ingimundardóttir. Prestaköll og sóknir á Íslandi. (2019). Sögufélag.

Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir. (2001). Sjómenn hafa sótt styrk í trúna. www.mbl.is.

Myndir með greininni eru frá Byggðasafni Reykjanesbæjar.

24 FAXI

Steinpakkhúsið við gamla bakaríið

Ífyrsta tölublaði Faxa 2008 er grein eftir mig um fyrsta steinhúsið í Keflavík á verslunarlóð sem stækkuð var 1891 og leiddi til stofnunar nýs hrepps 1908. Tilefnið var húsbygging Arinbjarnar bakara við Hafnagötu en þar hóf hann bakstur og verslun sem hann rak til dánardægurs 1914. Pakkhús úr timbri reisti Arinbjörn neðan við bakaríið við fjöruna upp af lendingu þar á kambinum. Annað pakkhús úr steini lét hann hlaða um leið en ekki við sjóinn hjá timburpakkhúsinu eins og ég drap á í Faxa 2008. Þar benti ég á að steinpakkhús þetta væri fyrsta steinhús í Keflavík en gat þess um leið að óljóst væri hvar það hafi staðið. Ljósmynd af komu Sveins Björnssonar forseta til Keflavíkur 1944 sýnir forseta með fylgdarliði ganga niður Hafnargötu framan við símstöðina og pósthúsið. Bakarí Arinbjarnar er í sömu götulínu. Milli símstöðvar og bakarísins er lágreist hús með vegg að götu og lágu risi er snýr suður og norður með gafla beggja megin eins og á torfbæ. Er húsið greinilega hlaðið úr steini en minnir fremur á geymsluskúr en stórt pakkhús. Stendur húsið steinsnar sunnan við sjálft bakaríið, um það bil á núverandi

Gleðileg jól

Gott og farsælt nýtt ár!

gatnamótum Ránargötu og Hafnargötu. Þegar Ránargatan var lögð 1945 var umrætt steinhús rifið. Á Hafnargötu framan við húsið ganga fjórir lögregluþjónar í fylkingu forsetans eins og sést á ljósmynd sem Vigfús Sigurgeirsson tók. Lögregluþjónarnir eru á myndinni frá vinstri: Jón Þórarinsson, þá yfirlögregluþjónn, Böðvar Pálsson, Sigurður Brynjólfsson og loks

Benedikt Þórarinsson. Hníga öll rök að því að lága steinhúsið ofan götunnar bak við bakaríið sé steinpakkhús Arinbjarnar sem ég gat um í Faxa 2008 og hafi verið rifið við lagningu Ránargötu sem liggur nú á milli Suðurgötu og Hafnargötu beint andspænis hinni nýju og stóru fánaborg í skrúðgarði Keflvíkinga.

Reykjanesbær

Þökkum samskiptin á liðnu ári. SUÐURNESJABÆR

óskar starfsmönnum sínum og öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum liðið ár.

FAXI 25
Umrætt steinhús er til hægri á mynd, aftan við lögregluþjónana fjóra. Húsið var trúlega birgðageymsla fyrir bakarí Arinbjarnar. Myndin er fengin úr ævisögu Sveins Björnssonar, tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni

Sýning um Reykjanesvita og sjóskaða á Suðurnesjum

Einn veggur í stærsta rýminu er tekinn undir nafnalista, en meira 3.400 Íslendingar fórust á sjó á síðustu öld

Sólin skín lágt á himni þegar ég nálgast Reykjanesvita á fallegum haustdegi og þegar ég stíg út úr bílnum átta ég mig á því að það er logn. Hugsa með mér að ef það er logn á Reykjanestánni eins og hún er kölluð þá hljóti að vera logn í öllum heiminum. Það er því fátt sem minnir á ægivald Ægis og öll þau líf sem tapast hafa á sjó.

Undir Reykjanesvita stendur hús vitavarðarins og þar við hlið er vélarhúsið þar sem nú hefur verið sett upp sýning um þennan fyrsta vita landsins og sjóslys á Suðurnesjum. Ég hitti þar fyrir Eirík P. Jörundsson sem hafði umsjón með uppsetningu sýningarinnar Leiðarljós að lífshöfn sem opnaði á síðasta ári. Eiríkur er sagnfræðingur að mennt og sérhæfði sig í fiskveiðisögu Íslands í námi sínu. Þá tók hann þátt í að byggja upp sjóminjasafnið í Reykjavík. Ég kem því ekki að tómum kofanum þar þegar kemur að þessari merkilegu sögu okkar Suðurnesjamanna þegar rík fiskimið drógu að sér sjómenn alls staðar að af landinu.

Hvert var upphafið að þessari sýningu? „Upphafið að sýningunni má segja að sé stofnun Hollvinasamtaka Reykjanesvita og nágrennis sem hafa það að markmiði að vernda og segja sögu þessa fyrsta vita sem var reistur á Íslandi. Fyrir nokkrum árum sömdu Hollvinasamtökin við Vegagerðina, sem heldur utan um rekstur vitans, um að leigja svonefnt Vélarhús sem stendur neðan

26 FAXI
Leiðarljós að lífhöfn:

við vitann sjálfan. Það hús var reyndar reist upphaflega árið 1938 sem radíóviti en hefur einnig gegnt ýmsum hlutverkum síðan, m.a. hýst rafgeyma og ljósavélar fyrir vitann og einnig ýmsan búnað til veðurathugana því Reykjanesviti var og er ein af veðurstöðvum Veðurstofunnar og vitavörður sá um það á sínum tíma að lesa af mælum og senda upplýsingar þangað.

Sýningin er í gamla vélasal vitans og var hún sett upp í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar. Í raun má segja að þessi sýning sé fyrsta skrefið í áttina að því að koma upp varanlegri fastasýningu um sögu vitans og sjóslysa við Ísland í heild, því þótt í byrjun hafi verið einblínt á sögu sjóslysa við Reykjanes er ljóst að áhugi er fyrir því að segja heildarsögu sjóslysa á landinu öllu á þessari sýningu. Enda er þetta gríðarlega stór og mikilvæg saga sem okkur ber skylda til að halda á lofti og minnast allra þeirra sem fórnuðu lífi sínu á hafinu við að draga björg í bú.”

Sýningin opnaði á síðasta ári en er nú lokuð yfir dimmustu vetrarmánuðina enda aðstæður enn frumstæðar í húsinu og frýs í leiðslum þótt húsið sjálft sé upphitað. Það stendur til bóta og nú standa yfir framkvæmdir við það sem kalla mætti bráðabirgða þjónustu- og upplýsingamiðstöð í gamla íbúðarhúsi vitavarðar sem ráðgert er að opna snemma næsta vor.

„Sýningin verður síðan opin á opnunartíma þjónustumiðstöðvar, sem væntanlega verður alla daga vikunnar. Síðan gerum við ráð fyrir að stækka sýninguna enn frekar á næstu árum. Þá eru Hollvinasamtökin í viðræðum við Vegagerðina um þann möguleika að hægt verði að hleypa gestum inn í vitann sjálfan.“

Á hvað lagðir þú áherslu sem verkefnastjóri þegar þú varst að velja efni á sýningunna? „Rýmið sem ég hafði úr að moða er auðvitað takmarkað enda vélarhúsið ekki nema rétt rúmir 40 fermetrar að grunnfleti og af því plássi fer nokkuð undir salerni og síðan verður ljósavél fyrir vitann að standa þar vel varin. Það lá fyrir að við værum aldrei að fara að segja söguna alla en ég vildi leggja áherslu á og koma því til skila hvað þetta er stór og mikilvæg saga. Það er gert með frekar einföldum en áhrifaríkum hætti, sem reyndar liggur meiri vinna á bak við en sýningargestir kannski átta sig á. Áhrifaríkasta innsetningin er án efa nöfn allra þeirra Íslendinga sem drukknuðu á sjó á síðustu öld.”

Framsetning nafnanna er sláandi en að sögn Eiríks vekur hún áhuga og skilning á þessari mikilvægu sögu.

„Sem er reyndar hetjusaga einnig og því er ætlunin í framhaldinu að draga betur fram magnaðar sögu af björgunum þegar sjóslys hafa orðið.“

Hverju breyttu vitarnir og þá sérstaklega Reykjanesviti fyrir sjóslys á Suðurnesjum? „Það má segja að bygging vita hafi verið það fyrsta sem gert var hér á landi í þeim tilgangi að draga úr sjóslysum. Það er erfitt að meta gildi þeirra til fulls því við vitum ekki hvað hefði gerst án þeirra, en það liggur ljóst fyrir engu að síður að vitarnir hafa skipt gríðarlega miklu máli fyrir sjófarendur. Á sjóslysakorti á sýningunni gefur að líta yfirlit yfir strönd og sjóskaða umhverfis Reykjanestána. Flest ströndin voru t.d. við Stafnes, Garðskaga og Keflavík en þar voru einmitt byggðir vitar til að forða frekari sjóslysum. Strönd hér við Reykjanesið voru líka sérlega hættuleg vegna þess hve ströndin er víðast hvar erfið viðureignar.

Reykjanesviti var fyrsti vitinn sem byggður var á Íslandi og má segja að tilkoma hans hafi ekki aðeins aukið öryggi sjófarenda heldur var bygging hans afar mikilvæg í þeirri uppbyggingu sem var í íslensku samfélagi á síðari hluta 19. aldar. Þá var þéttbýlismyndun í fullum gangi og ekki síst við Faxaflóa. Kaupmannastéttin fór vaxandi og sífellt fleiri voru búsettir í kaupstöðum allt árið um kring. Um aldir höfðu engar siglingar verið til landsins yfir vetrarmánuðina, kaupskip komu snemma á vorin og siglu aftur út á haustin.

Þegar kom fram yfir 1850 var orðin mikil þörf á því að skip gætu siglt hingað allt árið, enda sættu kaupmenn og íbúar landsins sig illa við að fá aðeins vörur yfir sumartímann. En forsendan fyrir því að menn legðu í siglingar til landsins yfir dimmustu mánuðina var að reistur yrði viti og þá kom enginn annar staður til greina en yst á Reykjanesinu enda voru flest kaupskipin á leið inn á Faxaflóa til Keflavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

Tryggingafélögin settu það sem skilyrði fyrir því að tryggja skipin á vetrarsiglingum að hér væri viti til að lýsa mönnum leiðina þegar að landinu var komið. Bygging Reykjanesvita á Valahnúk árið 1878 markaði því tímamót í siglingsögu landsins.“

Fiskimið á Suðurnesjum voru afar gjöful og sóttu þau sjómenn frá öllum landshlutum þegar minna var að gera í bústörfum og voru þá í verum. Skiptu þeir hundruðum á vetrarvertíð enda eftir miklu að slægjast. Gjaldið gat hins vegar orðið dýrt og hafið bæði gaf og tók. Það vekur furðu að oft var hættan mest í lendingu.

„Lengst af reru menn á opnum árabátum sem auðvitað þoldu illa mikinn sjógang en hættulegast var þegar menn voru að koma í land. Lendingin var hættuleg í briminu og oft hvolfdi þá bátunum sem kannski voru líka hlaðnir fiski og bátsverjar orðnir þreyttir eftir langan róður. Þá voru sjómenn ósyndir og áttu takmarkaða möguleika á að bjarga sér ef þeir lentu í sjónum þegar bát hvolfdi. Það segir reyndar sitt um þessa grimmu baráttu við sjóinn að haft var á orði að það væri skárra að sjómennirnar væru ekki syndir því sundkunnáttan gerði lítið annað en að lengja dauðastríðið. Engu að síður fóru menn að leggja aukna áherslu á að kenna sjómönnum að synda á fyrri hluta síðustu aldar og á mörgum stöðum voru byggðar sundlaugar í þeim tilgangi að kenna sund.

Segja má svipaða sögu þegar menn fóru að sigla og róa á stærri skipum, hættan var alltaf mest þegar komið var að landi og menn urðu að vara sig á klettóttri strönd og vita hvar þeir voru staddir. Þannig má kannski segja að sjóslys hafi verið tíðust þegar siglt var að landi, lendingin var hættulegust eins og kannski í fluginu í dag. Ekki síst þess vegna voru vitarnir svo mikilvægir og þaðan kemur nafn sýningarinnar; Leiðarljós að lífhöfn.

Við göngum út í sólina og virðum fyrir okkur hafið sem er stillt í dag. Það geymir sögu sem er mikilvæg okkur Íslendingum og sérstaklega stór á Suðurnesjum. Það er því mikilvægt að henni séu gerð skil og ég hvet sem flesta til þess að kynna sér hana þegar sýningin opnar aftur næsta vor.

FAXI 27

„Gekk út með þennan gaur í hjartanu“

-séra Fritz Már Jörgenson prestur og glæpasagnahöfundur

Þ

egar Fritz Már Jörgensson sótti fyrst um starf prest í Keflavíkursókn fékk hann ekki starfið. Biskup treysti sér ekki til að skipa í starfið og því var auglýst aftur. Fritz sótti um aftur en óskaði ekki eftir viðtali í það skiptið. Árið 2017 var hann síðan ráðinn prestur í Keflavík og starfar þar við hlið Erlu Guðmundsdóttur, sóknarprests. Hann vissi af frændfólki móður sinnar hér syðra en óraði ekki fyrir því hversu mikið af skyldmennum hann ætti hér. Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni og má segja að hann hafi marga fjöruna sopið. Hann er sífellt að bæta við sig menntun og er löngu búinn að skáka Georg Bjarnfreðarsyni með sínar fimm gráður. Kristján Jóhannsson tók hús á Fritz og það var að sjálfsögðu byrjað á góðum íslenskum sið að spyrja, „Hvaðan ertu?“

Bærinn í borginni „Ég er Árbæingur og í þá daga var Árbærinn töluvert frábrugðinn því sem hann er í dag, eiginlega sveit í borg. Hverfið var ekki áfast við borgina, það var heilt Ártún og Elliðaár á milli Reykjavíkur og Árbæjarhverfis og gamla Ártúnsbrekkan kolófær þegar snjóaði á vetrum. Þarna er ég alinn upp í því fyrirbæri sem er einskonar þorp í bænum. Þarna kynnist maður öllum og gaman að segja frá því að ég fer stundum á völlinn á sumrin, enda alinn upp í Fylki, þá getur maður séð hverjir eru forfeður sumra á vellinum.“ Við Fritz höldum áfram lengi vel að tala um þær breytingar sem hafa orðið á bæjar og borgarímyndum.

En á hann einhverjar rætur suður með sjó?

„Já heldur betur og best að halda því til haga, að ég á stóran frændgarð hér. Systkini mömmu minnar tóku upp á því að gifta sig hingað suður. Svo var langafi minn, Sören Valentínusarson seglasaumari búsettur hér. Ég á því frændfólk í báðar ættir hér syðra.“

Fritz hefur alltaf á átt auðvelt með að læra og er góður á bókina. Lærði snemma að lesa og var góður í stærðfræði. Eftir hefðbundna grunnskólagöngu í Árbæjarskóla tóku menntaskólaárin við. Þar gekk nú á ýmsu.

„Ég skráði mig í Menntaskólann í Reykjavík og fór á náttúrufræðibraut. En

Það má bregða á leik í prestshempu. Mynd úr einkasafni Fritz

28 FAXI

ég var rekinn úr MR ásamt vini mínum fyrir dólgslæti og almenn leiðindi. Ég er ADHD gaur og það getur brotist út á versta veg. Við þóttum bara óalandi og óferjandi. Mér skilst að það sé eina skiptið sem Guðni kjaftur, sem þá var rektor MR hafi endurgreitt skólagjöld og hann útvegað okkur skólavist í öðrum skóla. Hann kom mér í Menntaskólann við Sund. Ég lærði náttúrufræði í báðum skólum. Mér gekk ekkert sérstaklega vel framan af að læra stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði en það breyttist svo seinna. Ég lauk námi í tækniháskóla sem leiddi mig síðan í tölvurnar. Var hjá Aco og síðar hjá Tæknivali. Var í tölvubransanum í 18 ár, lengst af sjálfstæður.“

Bjarnfreðarson hvað!

Eftir atburð í lífi Fritz fyrir um 25 árum síðan urðu þáttaskil í lífi hans, sem leiddu seinna til þess að hann innritaðist í guðfræðideild Háskóla Íslands. „Ég fékk oft að fara á KFUM fund með Gústa bróður mínum. Um sjö ára aldurinn þá man ég að ég gekk út af fundi í KFUM heimilinu í Rofabæ og var uppnuminn af Jesú. Bara gekk út með þennan gaur í hjartanu og hef átt trú síðan og sú trú hefur alltaf verið haldreipi mitt í lífinu allar götur síðan. Svo gerist það við ákveðin atburð í lífi mínu árið 1997 að ég hugaði með sjálfum mér, einu sinni ætlaðir þú að verða prestur. En ég ýtti þeirri hugsun til hliðar en þessi atburður varð til þess að ég fór að iðka trú, mæta í messur og samkomur og taka þátt í bænahringjum. Hugmyndin um að fara í guðfræði ágerðist og árið 2007 var svo komið að ég varð að gera eitthvað í þessum málum og ég skráði mig í háskólann og ætlaði að prófa guðfræði allavega einn kúrs. Ég er ennþá að læra guðfræði, er búinn með nokkrar gráður í guðfræði og öðrum fögum og get í gríni sagt, Bjarnfreðarson hvað! Með sínar 5 gráður og kennsluréttindi.“

Hliðarvegir lífsins

En eins og gerist í lífi hvers hvers manns er gatan ekki alltaf bein og vegurinn breiður. Fritz Már hefur tekið nokkrar beygjurnar og hliðargöturnar og þekkir veruleika sem flestum er framandi af eigin raun. Varð trúin aldrei undir í þeim öldugangi?

„Nei í raun ekki. En vissulega á einhverjum hliðarvegi lífsins átti ég til að gera samning við guð. Ef þú gerir þetta fyrir mig þá skal ég gera þetta og það merkilega var að Hann stóð alltaf við sitt en ég aldrei við mitt. Trúin hefur alltaf verið haldreipi mitt í lífinu. Ég ákvað fyrir tæpum 28 árum síðan að taka líf mitt í gegn og fór að vinna í mínum málum. Hætti allri óreglu og fór í meðferð. Það var góð ákvörðun. Eftir útskrift úr guðfræðideild Háskóla Íslands þá kláraði ég eina auka mastersgráðu en ég var alltaf staðráðinn í að verða prestur. Ég fékk köllun til þess og það kom aldrei neitt annað til greina. Ég vígðist til prests í Noregi, í Dómkirkjunni í Niðarósi og það sem meira

FAXI 29
Séra Fritz í embættisverkum í Keflavíkurkirkju. Mynd úr einkasafni Fritz Fritz Már Jörgenson og Kristján Jóhannsson á spjalli í skrifstofu Fritz í Keflavíkurkirkju. Ljósm. Svanhildur Eiríksdóttir

Í

er ég er aðeins annar íslenski presturinn sem er vígður þar frá því að Jón Arason var hálshöggvin árið 1552! Ég var í Noregi í nokkur ár en hafði þó sótt um prestembætti á Íslandi en fékk ekki. Svo fór að ég kom til Keflavíkur 2017 og hef verið hér síðan. Særður heilari

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi lengi að vera einn af þeim sem leiðir æðruleysisstarfið hér á landi og það eru aðeins tveir söfnuðir á Íslandi þar sem æðruleysismessur fara fram allt árið, í Dómkirkjunni í Reykjavík og í Keflavíkurkirkju.“ Fritz Má eru málefni fíkla hugleikinn. Hann hefur sjálfur reynslu í þeim efnum án þess að vilja ræða það nánar. En það breytist tóninn í viðmælanda mínum þegar ég impra á fortíðinni og hann segir umbúðalaust:

„Ég hef lifað í helvíti og ég veit hvernig sá heimur er. Mikill meirihluti þeirra sem leita sér aðstoðar varðandi sálgæslu hjá prestum og ráðgjöfum held ég að séu þar annað hvort vegna eigin neyslu á hugbreytandi efnum eða aðstandenda. Ég er fyrir utan þess að vera prestur íslensku þjóðkirkjunnar líka með háskólamenntun í áfengis- og vímuefnafræðum, er viðurkenndur sáttamiðlari og að ljúka klínísku námi í handleiðslu frá HÍ. Og svo má ekki gleyma doktorsnáminu sem er á lokametrunum líka.“ Fritz bætir við að hann telji þessar gráður sem hann er að ljúka nú verða þær síðustu.“

Stór hluti af starfi presta eru sálgæsluviðtöl við fólk og Fritz áætlar að 70% af þeim viðtölum séu ekki vegna vandamála tengdum vímuefnum. „Ég, sem prestur tek um 40 sálgæsluviðtöl á mánuði, fyrir utan þau viðtöl sem eru vegna annarra starfa sem prestur og ef ég væri bara að starfa við sál -

gæslu og ekki starfandi prestur líka myndi ég sennilega taka 160 viðtöl á mánuði. Þörfin fyrir þessa aðstoð er gríðarleg enda ekki allir sem hafa efni á að fara til sálfræðings, en leita þess í stað til kirkjunnar. Prestar búa líka oft að mikilli reynslu úr daglega lífinu og reynsla skiptir máli.

Í fræðunum er minnst á Jung og fleiri meistara á sviði heimspeki og guðfræði og Jung blessaður kom fram með hugtakið „særður heilari.“ Það þýðir einmitt það að

sá sem hefur lent í áföllum sjálfur verður betri í að leiðbeina öðrum, jafnvel þótt hann hafi ekki lent í samskonar áfalli þá hefur hann reynsluna af því að hafa þurft að takast á við eigin mein. Svo má ekki gleyma gildi hreyfingar fyrir þá sem eru að vinna í sínum málum. Hreyfing skiptir miklu máli og þar tala ég af eigin reynslu. Æfði fótbolta, handbolta og fimleika í æsku og hef alltaf stundað hreyfingu og fyrir mig persónulega, sem er með ADHD, þá er

30 FAXI
hjáverkum er Fritz glæpasagnahöfundur og hefur sent frá sér nokkrar góðar. Þessi hefur sérstaklega kirkjulegan titil Ástríða Fritz liggur ekki bara í glæpasagnaskrifum. Hann eyðir drjúgum tíma í ræktinni, í fjallgöngum og sundi. Mynd úr einkasafni Fritz

hreyfingin hjálparmeðalið mitt að fást við það.“

Tekið opnum örmum

En hvernig var að flytja suður með sjó fyrir borgarbarnið og setjast að í Reykjanesbæ? Hvernig tók samfélagið á móti þér?

„Opnum örmum í alla staði. Og ekki skemmir það fyrir að komast að því með tímanum hversu miklu fleiri skyldmenni ég á hér heldur en ég vissi af. Til dæmis þegar ég var að jarðsyngja afabróður minn hér í Keflavíkurkirkju, mann sem ég hafði ekki þekkt mikið né hans fjölskyldu, þá var kirkjan fullt af fjölskyldumeðlimum sem ég þekkti ekki. Þannig að böndin hafa styrkst. Ég er búinn að kaupa mér hús hér og líður í alla staði vel.“

Þrátt fyrir að vera störfum hlaðinn í kirkjunni, verandi í námi og bara svona lífinu almennt finnur séra Fritz sér tíma til að skrifa skáldsögur, glæpasögur öllu heldur. Hvaðan kemur sá áhugi?

„Svo því sé haldið til haga þá varð ég snemma fluglæs og ég las allt sem til var heima hjá mér áður en ég byrjaði í skóla. Það voru Íslendingasögurnar, allavega einn og hálfur metri og svo Öldin okkar. Ég las allt sem ég komst í. En vegna þess að ég er með athyglisbrest og ofvirkni og það reynist okkur sem erum með þá greiningu oft erfitt að einbeita okkur að lestri og þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi athyglin, það er mjög erfitt að halda athygli á orðum skrifuðum á blað og svo er það ofvirknin, að fókusa á dauðann hlut eins og texta. Þannig að ég þróaði með mér aðferð við lestur vegna þess að mér fannst ótrúlega gaman að lesa en að sama skapi hundleiðinlegt að gera það þannig að ég, kornungur uppgötvaði að mér gengi betur að lesa í bunkum, kannski hálfa síðu í einu. Ég geri þetta enn þann dag í dag og ég les mjög hratt og notast enn við þessa aðferð.

Glæpasagnahöfundur í hjáverkum

Við allan þennan lestur og í þessum hugarheimi gerðist það að ég fór að skrifa sjálfur og ég byrjaði mjög ungur, ekki til þess að gefa út bara svona fyrir sjálfan mig. Svo var það fyrir tilviljun á meðan ég var að vinna verkefni út í Þýskalandi að félagi minn, sem var með mér í þessari vinnuferð, var að furða sig á hvað í ósköpunum ég væri eiginlega alltaf að skrifa. Þá var ég að vinna fyrstu stóru skáldsöguna mína. Hann vildi fá að lesa hana og það var auðsótt mál. Þessi félagi minn hafði unnið hjá bókaforlaginu Skjaldborg og hann sendi Birni Eiríkssyni, útgefanda handritið og honum leist vel á þannig að fyrsta skáldsagan mín, Þrír dagar í október kemur út 2007 og ég er enn að. Áttunda bókin kemur út á næsta ári. Ég er ekkert að stressa mig í einhverju jólabókaflóði.

Að skrifa bækur eru mín afþreying. Ég er svo heppinn að ég sest bara niður og sem mína eigin glæpaþætti. Og ég nýt þess að gera þetta. Núna er á ég á lokametr-

Fritz með starfsfólki sínu úr kirkjunum í Reykjanesbæ, f.v. séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, séra Baldur Rafn Sigurðsson, Fritz og séra Erla Guðmundsdóttir. Mynd úr einkasafni Fritz

unum með handrit og ég get sagt þér það að þetta er svo ógeðslega spennandi saga að ég er sjálfur á nálum. Ég myndi óska þess að ég gæti á þessum lokametrum bara verið heima og grúft mig niður í þessa sögu. Ég veit alveg hvernig hún endar þessi nýja skáldsaga en ekki alveg hvað gerist á leiðinni þangað.“

„Konan mín sofnar hjá þér á kvöldin!“

Sögurnar mínar virðast falla fólki vel í geð. Ég er stundum stoppaður af fólki á förnum vegi með spurningum á borð við: „Hvað er að frétta af Adda?“ Hann er sögupersóna í bókum mínum. Eða um Jónas sem er önnur sögupersóna í bókum mínum, lögga. „Er hann að hitta einhvern núna?“ Þetta er ótrúlega gaman og gefandi. Ég veit reyndar ekkert hvað er að frétta af þeim! Ég bý ekki til plottið fyrirfram í sögum mínum og ég ákveð aldrei einhver samtöl eða í hvaða hremmingum sögupersónu mínar lenda fyrirfram, en ég veit þó hvernig sagan mun enda. Ég hef haft þann vana á þegar ég byrja að skrifa nýja skáldsögu að skrifa 50 síður sem ég hendi svo. Bara Control Alt Delete og búmm! Sagan farin. Svo byrja ég upp á nýtt“. Hér hlær Fritz.

„Þetta er svo mikið rugl, en svona geri ég þetta. Auðvitað man ég söguþráðinn og er enga stund að vinna þetta, ég skrifa mjög hratt og ég skrifa allsstaðar, á fundum og kaffihúsum eða fyrir framan sjónvarpið. Þetta er náttúrulega hluti af því að vera með athyglisbrest, ég þarf alltaf að vera með eitthvað í höndunum, þannig held ég fókus. Svo er ég með ritstjóra sem les efnið mitt yfir og fer í svona staðreyndaskoðun hvort ég sé samkvæmur sjálfum mér í frásögninni. Það er mjög mikilvægt. Bækurnar mínar eru komnar út á hljóðbók

á Storytel og hafa fengið frábærar viðtökur. Það er reyndar sannur brandari að ég er oft stoppaður á förnum vegi og spurður:

„Ert þú ekki þessi Fritz sem skrifar bækurnar?“

„Jú jú“

„Já, konan mín sofnar alltaf með þér á kvöldin!“

Fritz les sjálfur sögur sínar í hljóðbókarútgáfunni. „Já ég les sjálfur, fór í prufu og stóðst prófið. Ég leikles, gef persónunum rödd. Sumum finnst þetta erfitt en svona vil ég hafa þetta. Hef reyndar farið á leiklistarnámskeið. Hluti af mér er að vera mjög skapandi karakter“.

Tóm ævintýri framundan En hvað gerir fólk að góðum presti?

„Nú veit ég ekkert hvort ég sé góður prestur,“ segir Fritz.

Við gefum okkur það!

„En auðvitað vona ég það. Auðvitað er gott fyrir prest að vera skriffær. Líka að geta talað við fólk á mannamáli. Svo erum við líka sem betur fer mjög frjálslynd hér í kirkjunni, náum til fólks með góðri tónlist og góðu andrúmslofti. Það þarf að vera í góðu sambandi við fólkið í kringum sig. Vera sýnileg í samfélaginu, jafnt í kirkjunni sem og í heita pottinum í Sundmiðstöðinni. En gleymum því ekki að undir hatti þjóðkirkjunnar eru mjög ólíkir söfnuðir. Hér í Keflavíkursókn erum við frjálslynd og skapandi og það skilar sér í starfinu, meðal annars í fjölda sjálfboðaliða. Vonandi tekst okkur að halda áfram á sömu braut. Kirkjan á að vera svona miðjan, fólk þarf ekkert að hanga í kirkjunni allan daginn. En fólk leitar í kirkjuna þegar eitthvað gerist í lífinu, bæði í gleði og sorg. Það eru skemmtilegir hlutir að gerast hjá okkur. Tóm ævintýri framundan!“ segir Fritz að lokum.

FAXI 31

Stiklað á stóru í sögu jólanna

Saga jólanna nær aftur um 4000 þúsund ár í það minnsta og virðist í grunninn byggja á vetrarsólstöðum – þar sem menn fagna í tilefni rísandi sólar. Margar af þeim jólahefðum sem viðhafðar eru í dag komu til mörgum öldum fyrir fæðingu frelsarans. Tímalengd jólanna, eldar og björtu ljósin, gjafirnar, söngvar, jólaglöggið, veislurnar, skrúðgöngur og margt fleira má rekja aftur til Mesapótamíu. Margar af þessum hefðum eru auðvitað tengdar hátíðarhöldum í kringum nýtt ár. Fólkið í Mesapótamíu trúði á marga guði, en æðstur þeirra var Marduk. Á hverju ári þegar vetur gekk í garð trúði fólk því að Marduk myndi berjast við skrímsli óreiðunnar. Til að styðja Marduk í þessari baráttu var haldin hátíð í kringum áramót sem kallaðist Zagmuk og stóð yfir í 12 daga. Konungur Mesapótamíu sótti hof Marduk heim og sór hollustu sína til guðsins. Hefðin gerði ráð fyrir því að konungurinn þyrfti að deyja í lok hvers árs til þess að berjast við hlið Marduk gegn skrímslunum. En til að hlífa konungnum fundu ráðgjafar hans snilldarlausn í formi gervikonungs. Afbrotamaður var valinn og klæddur upp eins og konungur. Hann fékk auðvitað allan þann heiður og sérmeðferð eins og raunverulegi konungurinn. En í lok hátíðarinnar var „plat“ konungurinn rifinn úr konunglegu klæðunum og fórnað –þannig að hinn raunverulegi konungur gæti gengið í endurnýjun lífdaga.

Persar og Babýloníumenn héldu upp á svipaða hátíð kallaða Sacaea. Hluti af þeirri hátíð fór þannig fram að menn skiptu um hlutverk í samfélaginu. Þrælar urðu að meisturum o.s.frv. Síðan er fjöldi hátíða í Evrópu tengdur vetrarsólstöðum. Langar kaldar nætur og stuttir dagar kalla á það að halda hátíðir til að fagna komu sólarinnar aftur. Þar koma Yuletide og jólin inn í myndina. Forngrikkirnir voru með hátíð sem svipaði mjög til Zagmuk eða Sacaea með Kronos, syni hans Seifi og co. Rómverjar héldu svo 17. – 23. desember mikla hátíð til heiðurs guðinum Satúrnusi eða Satúrnalia. Flestar þjóðir þessa heims hafa haldið miklar hátíðir þegar

myrkrið hellist yfir mannheima en flestir tengja auðvitað jólin við ljósið í myrkrinu, við fæðingu sveinbarns í fjárhúsi fyrir botni Miðjarðarhafs. Fæðingu Jesú Krists í Betlehem – „En það bar til um þessar mundir...“ Sem lesa má sér til um bæði í Matteusar- og Lúkasarguðspjalli. En það var ekki fyrr en um 200 eftir Krist sem fyrst var farið að hugsa út í hvenær frelsarinn fæddist. Í Biblíunni stendur hvergi hvenær Kristur fæddist. Ýmsar kenningar voru á kreiki m.a. 25. mars, 20. maí, 19. apríl og 6. janúar. En svo um 250 eftir Krist var búið að fastsetja 25. desember sem fæðingardaginn. Konstantín gerði kristni að ríkistrú 312 og þá færðust hátíðarhöldin í aukana. Rómverjar voru fljótir að finna þessu farveg þar sem þetta hafði verið þeim mikill hátíðartími öldum saman.

En ef við færum okkur hingað heim þá eru það auðvitað íslensku jólasveinarnir sem skera sig úr. Þessir 13 sem flestir þekkja frá Stekkjastaur að Kertasníki. Þeir eiga sér rætur í íslenskum þjóðsögum. Þeirra var fyrst getið í Grýlukvæði frá 17.

öld sem eignað er séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi. Þar eru þeir sagðir börn Grýlu og Leppalúða:

Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá.

Af þeim eru jólasveinar börn þekkja þá.

Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð.

Öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum skæð.

Nöfnin fáum við í fyrstu útgáfu af Þjóðsögum Jóns Árnasonar í kringum 1862. Þeir voru auðvitað sagðir illir að eðlisfari og líkastir púkum og lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði. Þeir voru sagðir rógsamir og rángjarnir, einkum á börn - stórir, ljótir og luralegir. Illskeyttir og vafalaust notaðir til að hræða börn til hlýðni. Smám saman tóku þeir þó á sig nokkuð eðlilega mannsmynd og má telja líklegt að myndir Tryggva Magnússonar við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum endurspegli nokkuð hugmyndir manna um þá á þessu síðasta skeiði. Svo vitnað sé í nokkur erindi af um 40:

Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim.

Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, það var leiðindafólk.

Þeir voru þrettán þessir heiðursmenn, sem ekki vildu ónáða allir í senn.

Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var.

32 FAXI

Þeir upp á fjöllum sáust, eins og margur veit, í langri halarófu á leið niður í sveit.

Þeir jólasveinar nefndust, um jólin birtust þeir. Og einn og einn þeir komu, en aldrei tveir og tveir.

Svo er það líka Heimferð íslensku jólasveinanna sem hefst eftir aðfangadag:

Á sjálfa jólanóttina, -sagan hermir frá,á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á.

Svo tíndust þeir í burtu, -það tók þá frost og snjór. Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór.

Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. -En minningarnar breytast, í myndir og ljóð.

Um aldamótin 1900 taka þeir hinsvegar smám saman að fá æ meiri svip af fyrirmynd hins alþjóðlega jólasveins, heilögum Nikulási, bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Þeir verða vinir barnanna, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur sem þeir hefðu aldrei gert áður fyrr. Mun kaupmannastéttin beint eða óbeint hafa stuðlað mjög að þessu með því að nota þá í jólaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Þessi þróun hófst fyrst í bæjum, en miklu síðar í sveitum. Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.kr. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mítur á höfði, sem deildi út gjöfum til bágstaddra en einkum til barna. Á 17. öld bárust siðir og sagnir um Nikulás með hollenskum innflytjendum til Ameríku. Gælunafn hans á hollensku var Sinterklaas og í Ameríku fékk hann á 19. öld nafnið Santa Claus. Teiknarar gerðu hann að blendingi af Nikulási og Afa Frosta, klæddu hann í skærrauðan jakka, verulega styttri en purpurakápu Nikulásar, og í rauðar buxur, hvort tveggja með hvítum loðkanti. Einnig fékk hann rauða húfu í staðinn fyrir mítur – jólasveinahúfuna. Þessi rauðklæddi karl barst síðan um víða veröld, þekktur sem góðlegur hvítskeggjaður karl sem deildi út gjöfum til barna. Oftast var hann sagður frá norðlægum slóðum, kannski vegna þess hve hlýlega hann var klæddur. Þá var við hæfi að

FAXI 33
Jólatré við Keflavíkurhöfn sem Málfundarfélagið Faxi fékk að gjöf frá P.L. Fiskeredskap í Bergen 1962. Á myndinni f.v.:  Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson, Steindór Pétursson, Gunnar Sveinsson, Ingimundur Jónsson, Margeir Jónsson, Hallgrímur Th. Björnsson, Ragnar Pétursson, Guðni Magnússon, Valtýr Guðjónsson og Egill Þorfinnsson. Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 49. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn Reykjanesbæjar

setja fyrir hann hreindýrasleða Samanna í norðri. Coca Cola fyrirtækið tók síðan Nikulás og gerði að sínum í auglýsingaherferð sinni um 1930. En hann komst auðvitað fyrst almennilega á blað með hinu fræga ljóði A Visit from St. Nicholas eða The Night Before Christmas eftir Clement Clarke Moore sem kom út árið 1823. Ég gerði heiðarlega tilraun til að þýða þetta ljóð fyrir margt löngu síðan en komst síðar að því að það var fyrir löngu búið að þýða það af Sigurði Júlíusi Jóhannessyni en hér eru fjögur fyrstu erindin:

Á aðfangadagskvöldið var alveg kyrrlátt hús; þar ekki var á hreyfingu svo mikið sem mús; Við strompinn héngu sokkar, því sagt var okkur þar að sjálfur kæmi hann Nikulás með jólagjafirnar.

Og börnin voru sofnuð – þau sváfu vært og rótt -, þau sáu margt í draumi á helgri jólanótt. Og mamma var með kappa, en hettu hafði ég; við háttuð vorum saman og móktum kirfileg.

En skyndilega úti mér heyrðist eitthvert hark, hávaði og læti, og stunur, más og spark. Ég þeyttist fram úr rúmi að vita hvað það var, og vatt mér út að glugga og dró frá blæjurnar.

Og þetta var um miðnótt; en myrkt var ekki þó, því máninn skein frá himni á nýfallin snjó; og lítinn sleða sá ég – með lítinn ökumann, og litlum átta hreindýrum beitt fyrir hann.

Í erindi mínu í Málfundafélaginu Faxa um hátíð ljóss og friðar á sínum tíma var rauði þráðurinn sá að fá fundarmenn til að hugsa um hvort jólin væru hreintrúarstefna, markaðshátíð, vetrarsólstöðu-villimannasiðir, fæðingarafmæli frelsarans eða eitthvað annað og jafnvel meira eða jafnvel allt í senn. Þar var víða komið við í umræðum um hefðir, gjafir, jólaseríur, þessa

stóísku ró sem kemur yfir fjölskylduna, friðinn, nægjusemi, hófsemi, græðgi, lesti og bresti mannsins í lífsgæðakapphlaupinu o.s.frv. Auðvitað var líka kafað djúpt í það hvort jólasveinninn væri í raun og veru til. Niðurstaðan skýr; það færi ekkert á milli mála – hann er til í hjörtum barnanna. Enda var Sveinninn Nikulás sem fæddist í Padara á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands einn af dáðustu dýrlingum kristinnar kirkju bæði verndardýrlingur kaupmanna og barna. Hugvekjan fjallaði einnig um hvort við getum fundið jólin í hjarta okkar. Því eitt væri nokkuð ljóst að ef við ættum erfitt með að finna þau þar þá myndum við varla finna þau undir trénu. Í því samhengi var niðurlagið Aðventuljóð eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku og við gerum slíkt hið sama hér:

Í myrkrinu aðventuljósin loga sem lýsandi bæn um grið.

Þessi veröld er full af skammdegis skuggum það skortir á gleði og frið.

Það er margt sem vakir í vitund okkar sem við höfum þráð og misst.

Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun að hugsa um Jesú Krist.

Við lifum á uppgangs- og umbrotatíð þar sem allt á að gerast strax.

Og andlegir sjóðir eyðast og glatast í erli hins rúmhelga dags.

En samt er ein minning sem brennur svo björt eins og brosandi morgunsól, um hann sem var sendur frá góðum Guði og gaf okkur þessi jól.

Og jólin nálgast í hverju húsi og í hjarta hvers trúaðs manns.

Það er eins og við fáum andartakshvíld á afmælisdaginn hans.

En eitt er það þó er í sál minni svíður sárt eins og þyrnikrans, að mennirnir halda markaðshátíð í minningu Frelsarans.

Hann boðaði hamingju, frið og frelsi og fögnuð í hverri sál.

Hann kenndi um guðdóminn, kraftinn og ljósið og kærleikans tungumál.

Og samt eru jólin hjá sumum haldin í svartnættismyrkri og kvöl, í skugga eymdar og ofbeldisverka við örvænting, skort og böl.

Við lifum í dimmum og hörðum heimi, með hungur, fátækt og neyð, þar sem einn er að farast úr ofáti og drykkju, en annar sveltur um leið, þar sem einn er þjakaður andlegu böli, en annar ber líkamleg sár, og samt hefur lausnin frá þjáning og þraut, verið þekkt í tvöþúsund ár.

En þrátt fyrir mannkynsins mistök og syndir, og myrkvuðu tímabil og þrátt fyrir allt sem hann þurfti að líða og þjást hér og finna til, hann bíður samt ennþá með opnum faðm, þar sem alltaf er skjól og hlíf, og biður um meiri mátt til að gefa mönnunum eilíft líf.

Í myrkrinu aðventuljósin loga sem lýsandi himnesk rós.

Ógnþrungnir skammdegisskuggar víkja við skínandi kertaljós.

Á jörðinni fölskvast hin andlegu efni og oft er hér þungbær vist.

Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun, að hugsa um Jesú Krist.

34 FAXI
Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Brunavarnir Suðurnesja sími 421-4748
Gleðilega hátíð, Ríkharður Ibsen

Góðar sögur síðan 2016

Við óskum Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og heitum því að halda áfram að segja góðar sögur af Reykjanesi. Af nógu er að taka.

#godarsogur

Aðaltorg ehf.

Fasteignaþróunarfélag í þjónustu samfélagsins

Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs og Rósa Ingvarsdóttir fjármálastjóri eru ekki bara stórhuga frændsystkini heldur fólk með öfluga framtíðarsýn. Það var ævintýralegt að sjá hótelið Courtyard by Marriott, rísa á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar. Það var flutt til landsins í einingum og reist á mettíma við undrun þeirra sem á horfðu. Hótelið var hluti af öðrum fasa í miklum uppbyggingaáformum Aðaðtorgs en samtals eru fasarnir fimm. Svanhildur Eiríksdóttir settist niður með þeim til þess að skoða sérstaklega í hvaða fasa þau eru stödd nú og hvernig framtíðarsýn þeirra lítur út. „Hér var bara mói, en nú er hér mikil uppbygging“

Uppbygging Aðaltorgs ehf. hófst árið 2016 með kaupum á gistiheimilinu Alex. Rekstur hafði verið í húsinu frá árinu 2000, fyrst bílahús en síðan gistiheimili. Í húsinu er nú skrifstofu- og starfsmannaaðstaða en áformað er að heilsugæsla verði rekin í húsinu þar til henni verður fundin framtíðarstaður á öðru svæði Aðaltorgs, nær Reykjanesbraut. Ingvar lætur hugann reika nokkur ár aftur í tímann og rifjar upp hvernig umhorfs var á svæðinu þegar hann og Rósa hófu innreið Aðaltorgs þar. „Lengst af var þetta eina húsið hér, hafði risið vegna framsýni Ellerts Eiríkssonar þáverandi bæj-

arstjóra sem vildi byggja upp þetta svæði og lét leggja skolplagnir hingað uppeftir. Flugvellir voru ekki hér, bara mengaður mói.“ Í samstarfi við Reykjanesbæ og hugmyndavinnu vegna deiliskipulags við Aðaltorg

útvíkkaði Reykjanesbær þróunarsvæðið þar sem nú eru Flugvellir. „Núna erum við að horfa á þvílíkar byggingar, þvílíka starfsemi og störf að verða til. Masterplan Kadeco sem kynnt var nýverið ríma vel við

Þetta er framtíðarsýn Aðaltorgs. Ljósm. Aðaltorg

36 FAXI

okkar framtíðaráform og það er gaman að fá að taka þátt í þessari stóriðju sem flugvöllurinn er. Við viljum meina að við höfum lagt okkar lóð á vogarskálarnar í þróun bæjarins enda var lítið um að vera á þessu svæði þegar við byrjuðum. Við skilgreindum okkur strax sem fasteignaþróunarfélag í þjónustu við samfélagið. Við áttuðum okkur á því þegar Masterplanið kom út hversu miklu máli það skiptir að þetta svæði verði tilbúið og starfsemi keyrð í gang svo hún fari ekki eitthvert annað og tryggja þannig framtíðarstörf á Suðurnesjum. Nú erum við að færast nær því að sinna atvinnulífinu sem tengist flugvellinum en á sama tíma erum við að auka almannaþjónustu á svæði sem er með góða tengingu við innviði bæjarins og nágrannasveitarfélög. Við eigum í góðu samstarfi við Reykjanesbæ og meðal annars hafa bæjaryfirvöld lýst yfir vilja til að tengja almenningssamgöngur við Aðaltorg. Þá er áætlað að aðalstoppistöð léttlestar, sem tengjast mun borgarlínu, liggi við torgið.“

Verðlaunahótel

Uppbygging Aðaltorgs er fasaskipt í fimm liðum. Í fyrsta fasa reistu Steinar Sigtryggsson og félagar hjá hjá Olís ÓB eldsneytisstöð og í öðrum fasa reistum við Courtyard by Marriott hótelið. Hótelið

er 150 herbergja og eitt af 1400 Courtyard hótelum í heiminum. Marriott keðjan, sem er bandarísk, endurhannaði vörumerkið Courtyard fyrir Evrópumarkað þar sem áherslan er lögð á borgarsamfélög og flugvelli. Hótel Aðaltorgs er viðskiptahótel sem þó er fjölskylduvænt.

Þótt hótelið hafi risið í miðjum Covid faraldri hefur gengið vel og nýting verið góð, eiginlega bara framúrskarandi, segir Ingvar. Staðsetningin hjálpi vissulega til svona steinsnar frá alþjóðaflugvelli. Rósa bætir við að aðsókn heimamanna á veitingastaðinn The Bridge hafi gert gæfumuninn í heimsfaraldrinum. „Það hafði allt að segja að fólk af svæðinu nýtti aðstöðuna vel. Það má segja að viðtökur hafi farið fram úr okkar væntingum en við eigum vissulega eftir að sjá meiri stöðugleika.“

Aðstaða og þjónusta hótelsins hefur vakið athygli og hefur það í tvígang fengið verðlaun sem besta viðskiptahótelið. En hvað þýðir það?

„Til þess að vinna til þessara verðlauna er farið eftir ákveðnum viðmiðum og inn í þetta kemur til álit viðskiptavinarins sem getur kosið. Þetta þýðir fyrir viðskiptamanninn að hann getur mjög auðveldlega sameinað vinnu sína í herberginu og á barnum eða í veitingasalnum. Þetta er því mjög hent-

ugt fyrir fólk sem eru viðskiptaferðalangar.“ Aðaltorg fékk nýverið einnig verðlaun fyrir bestu opnunina hjá Courtyard. Það þýðir að starfsemin er að standast allar öryggiskröfur staðalsins sem hótelkeðjan byggir á og er að sögn Ingvars mjög strangur. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur en ekki síður viðurkenning fyrir svæðið. Við lögðum áherslu á að það yrðu allt Suðurnesjamenn sem kæmu að framkvæmdinni. Þetta er í fyrsta sinn í átta ára sögu hótelkeðjunnar þar sem engin athugasemd er gerð. Það var bara af því að allir iðnaðarmennirnir höfðu gert allt samkvæmt staðlinum, fóru eftir forskriftinni og undirbjuggu starf sitt vel. Og trúðu mér, það er farið ofan í smæstu atriði. Þetta er mikill gæðastimpill fyrir okkar svæði og við erum mjög stolt af okkar fólki og þakklát þeim fyrir fagmennskuna. Þetta er í fyrsta sinn sem svona framkvæmd er gerð á Íslandi og enginn vissi hvað var verið að fara út í. Þess vegna er þetta svo dýrmætt.“

Fasteignaþróun og ný heilsugæsla á Aðaltorgi

Lóð Aðaltorgs er 35.000 fermetrar að stærð og gerir deiliskipulag ráð fyrir 24.800 fm. byggingamagni. Þróunaráætlun Aðaltorgs er unnin í nánu samstarfi við skipulagsyfirvöld í Reykjanesbæ og þróunarfélagið Kadeco mun birta nýtt masterplan fyrir nærsvæði

FAXI 37
Samhent teymi Aðaltorgs, f.v. Rósa Ingvarsdóttir, Alexander Ragnarsson, Einar Þór Guðmundsson, Adam Calicki og Ingvar Eyfjörð. Ljósm. Aðaltorg Húsnæði bílaapóteksins er að taka á sig mynd. Ljósm. Svanhildur Eiríks

Aldamótin

„Sé ég í anda knør og vagna knúna krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða´ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða.“

Ingvar og Rósa í einum sófanna á skrifstofu Ingvars. Á milli þeirra er eintak af Skólaljóðunum góðu sem hvert mannsbarn um og yfir miðjan aldur kannast við. Þau segjast nota bókina eins og dagbók, opni hana á hverjum degi til að kanna út frá lendingarsíðu hvað dagurinn muni bera í skauti sér. Ljósm. Svanhildur Eiríks

Keflavíkurflugvallar á nýju ári. Í þróunaráætluninni er leitast við að samræma uppbygginguna þannig að hún nýtist vel fyrir heimafólk og starfsemi flugvallarins. Nú er þriðji fasi hafinn sem er bygging húsnæðis fyrir bílaapótek og frekari uppbygging verslunar og þjónustu á torginu. Samningur var gerður við Lyfsalann í vor sem mun reka bílaapótek undir merkjum Lyfjavals sem jafnfram verður hefðbundið

apótek sem hægt er að ganga inn í. „Apótekið smellpassar inn í alla uppbyggingu sem hér er, fyrst opnaði hér gleraugnaverslun Reykjanes Optikk en á næstunni bætist við hárgreiðslustofan Draumhár og á nýju ári opnar Langbest nýjan veitingastað á Aðaltorgi. Þá mun nýr hraðhleðslugarður opna á vordögum en áætlanir gera ráð fyrir 16 hraðhleðslum á Aðaltorgi. Nýverið hófst undirbúningur fyrir opn

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju

un heilsugæslustöðvar sem fyrst um sinn verður starfrækt í eldra húsnæði á Aðaltorgi. Það tekur um þrjú ár að reisa nýtt verslunar- og þjónustuhús sem við erum með á skipulagi vestan við hótelið og í

38 FAXI
Til merkis um ljóðaáhuga þeirra Ingvars og Rósu hangir þetta ljóð uppi í skrifstofurýminu:

var Heilsugæslan Höfði sem gerði tilboð í rekstur heilsugæslunnar til Sjúkratrygginga Íslands. Reiknað er með að gengið verði frá samningi á næstu dögum.

Græn svæði skipulögð áður en byggt er Þegar Ingvar og Rósa eru spurð um tímalínu í uppbyggingunni er fátt um svör. Þau segjast vera mjög gætin og vilji því ekki segja of mikið. „Við sögðu þó í upphafi árið 2016 að við ætluðum að fjárfesta fyrir 15 milljarða á 15 árum. Við erum nú komin á sjöunda ár og eigum rúm átta eftir. Þar af voru tafir í tvö ár vegna Covid, auk þess þurftum við að taka við rekstri hótelsins eftir að rekstraaðili hótelsins fór í þrot fjórum mánuðum fyrir opnun.“ En þegar talið berst að næstu fösum í uppbyggingarstarfinu heyrist á máli þeirra að áformin eru spennandi. „Við ætlum í frekari uppbyggingu norðan við húsnæði okkar í næsta fasa, þeim fjórða. Hugmynd fyrir það svæði er að auka verslun og þjónustu enn frekar. Við erum m.a. með hugmynd að lýðheilsumiðstöð og rými fyrir ýmsar stjórnsýslu- og ríkisstofnanir. Við sjáum líka fyrir okkur heilsuklasa sem rímar vel við heilsugæslu en gæti auk þess tengst félagsþjónustu og útlendingamálum. Þessar hugmyndir og áætlanir eru enn í mótun en við erum að vinna að deiliskipulagi svæðisins í samvinnu við Reykjanesbæ og Kadeco.“

Inn í fjórða áfanga verður gert ráð fyrir grænum svæðum sem tengjast munum þeim útivistar- og náttúrusvæðum sem fyrir eru. „Auðnin í móanum er það sem ferðamanninum líkar við. Í aðalskipulaginu og allri hönnun í dag er gert ráð fyrir að þú hannir græn svæði áður en þú byrjar að byggja og að þau séu komin inn í heildarskipulagið. Okkar áform eru að græða birki upp úr heita vatninu frá hótelinu og leyfa ferðalangnum og heimamönnum að koma og gróðursetja og tengjast Rósaselsskóg með íslenskum jurtum. Vonandi náum við

því að gera það frá okkur. Þá nær fólk að jafna kolefnissporið sitt og vera hluti af því hugarfari að vera meðvitaður og hugsa um umhverfi sitt. Allt svona er auðvitað vandmeðfarið. Rósaselsvötn tilheyra Suðurnesjabæ og eru í umsjón Skógræktarfélags Suðurnesja. Konráð Lúðvíksson félagsmaður og sá einstaklingur sem stýrði uppbyggingu svæðisins var með okkur í liði þegar við fórum að hugsa þetta og verið okkur leiðbeinandi.“ Þau Ingvar og Rósa nutu einnig aðstoðar og ráðgjafar Ásdísar Ólafsdóttur, dóttir Rósu í því hvernig hægt væri að byggja upp sjálfbæran skóg en hún er líffræðingur að mennt.

Ef við lítum til enn lengri framtíðar, hvað erum við að tala um í fimmta fasa? „Eftir að búið verður að byggja hér upp þá

teljum við að kominn verði nægur segull og kraftur til þess að geta starfrækt ferðaþjónustu með áherslu á UNESCO út Reykjanes jarðvanginn. Við viljum sjá að hérna verði þannig dýnamík, að ef þú ætlar að fara á Reykjanesið, verði þetta staðurinn til að koma á, fara í dagsferðir eða lengri ferðir um allt svæðið. Við höfum fengum þau ummæli frá leigubílstjórum að þetta sé það hótel sem er duglegt að senda í einkaleiðsögn sem er virkilega ánægjulegt.

Til að byggja upp atvinnu m.a. ferðaþjónustu þurfum við að standa saman á Suðurnesjum og gera svæðið og þjónustuna áhugaverða fyrir gesti okkur og íbúa. Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum liggur þar þyngst á vogarskálum,“ segja þau Ingvar og Rósa. En nú er viðtalið komið út á hálan ís svo látið verður staðar numið.

FAXI 39
Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500 www.skolamatur.is DYNAMO REYKJAVÍK Hugsað til framtíðar! Hér gefur að líta áætlun Aðaltorgs um grænt svæði. Ljósm. Aðaltorg

Það er einfalt að skipta í Snjallöryggi

Þú velur Snjallöryggispakka sem hentar þínu heimili, við segjum upp gamla kerfinu, tökum það niður og skilum því — Og þú greiðir þegar uppsagnafresturinn er liðinn.

Stjórnstöð Stjórnborð

Sírena 2 flögur Sírena 2 flögur Snjallöryggi 3

+3 skynjarar að eigin vali

Verð 6.900 kr. á mánuði

Stofnkostnaður er 19.900 kr.

Snjallöryggi 5

Stjórnstöð Stjórnborð

+5 skynjarar að eigin vali

Verð 7.900 kr. á mánuði

Snjallöryggi 8

Stjórnstöð Stjórnborð

Sírena 2 flögur

+8 skynjarar að eigin vali

Verð 9.900 kr. á mánuði

Val um skynjara í pökkum: Hreyfiskynjari með myndavél / hefðbundinn hreyfiskynjari reykskynjari / hurðarrofi / vatnsskynjari

40 FAXI
Íslands | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570
|
á oryggi.is
Öryggismiðstöð
2400
Nánar

Hollywood í heimsókn á aðventunni Hér og nú

er Hollywoodbragur á Reykjanesbæ hér og nú. Hluta Hafnargötunnar hefur verið breytt og er orðinn að sviðsmynd í fjórðu seríu True Detective og hefur verið umbreytt í Ennis, ímyndaðan bæ í Alaska, þangað sem aðalsöguhetjur þáttanna koma til að leysa málin.

Það hefur verið gaman að fylgjast með umbreytingu götunnar. Seint í nóvember komu undanfararnir frá True North, sem meðal annars höfðu ráðið til sín flokk iðnaðarmanna frá Suðurnesjum. Hafist var handa við að smíða snjóskafla úr gömlum vörubrettum. Timburverkið var síðan klætt með hænsnaneti og jarðvegsdúk. Í ruðningum meðfram gangstéttinni var svo notast við gamla síldarnót. Í kjölfarið mættu svo brellumeistarar með lífrænan gervisnjó í tonnatali og leikmyndin var þakin í snjó. Þrátt fyrir 10 gráðu hita dag eftir dag, súld og jafnvel slagveðurs rigningu, stóðst „snjórinn“ álagið. Á sama tíma, við Freyjuvelli í Keflavík, þurfti Hannes Friðriksson að taka fram sláttuvélina, þar sem grasið í garðinum hjá honum var iðagrænt og bletturinn kafloðinn. Síðasti sláttur ársins var framkvæmdur 25. nóvember.

Aftur á Hafnargötuna. Það var gaman að sjá fyrirtækin við götuna taka breytingum. Mörg fengu amerísk skilti og merkingar í glugga á meðan önnur fengu alveg nýja framhlið. Kráin Paddy's er orðin að hamborgarabúllunni QAVVIK'S, Sjóvá varð hinn kunni banki Wells Fargo og þar við hliðina er útivistarverslun og byssubúð. Bíóið er stórmarkaður og þar við hliðina er spilavíti, Hótel Keilir er í hlutverki Ennis Park Hotel og þar er einnig Polar Bar. Rak-

arastofa Ragnars er svo í hlutverki þvottahúss. Við götuna eru einnig útvarpsstöð, húðflúrstofa, kínverskur veitingastaður og indverskur veitingastaður. Snjórinn er í ruðningum langt upp á gangstéttar og þar eru vélsleðar, rafmagnsstaurar með loftlínum og allt er svo skreytt ótæpilega með jólaljósum, enda gerast þær senur sem teknar eru upp við Hafnargötuna í aðdraganda jóla. Bandarískir fánar blakta svo í hverri stöng og meira að segja var mættur risastór bandarískur fáni í skrúðgarðinn.

Upptökur fara svo fram bæði innandyra sem utan. Þekktir leikarar eru í þessari fjórðu þáttaröð True Detective og skærasta stjarnan er án efa Jodie Foster. Þegar þetta er skrifað hefur lítið sést til hennar en hún

mun þó taka þátt í einhverjum senum við Hafnargötuna, m.a. á húðflúrstofu. Milli Ægisgötu og Hafnargötu reis svo kvikmyndaþorp með ótal vögnum fyrir leikara og starfslið.

Það er ekki bara Hafnargatan sem mun fá að njóta sín í þáttunum, því í kjölfar myndatöku þar færði tökuliðið sig á Ásbrú þar sem tekið verður upp í skóla, því þar eru skólabyggingar með amerísku yfirbragði. Einnig verður tekið upp á Þórustíg og Brekkustíg í Njarðvík. Þá mun hús við Sunnubraut í Keflavík fá hlutverk í þáttunum. Auk þess að skapa vetrarríki við Sunnubrautina hefur húsið verið endurgert í myndveri í Gufunesi í Reykjavík. Vatnsleysuströndin skartar sínu fegursta í þáttunum og einnig hafa farið fram tökur við Kleifarvatn. Reykjanesskaginn mun stimpla sig inn sem staðgengil Alaska.

Það hefur legið fyrir frá því síðasta sumar að ráðist yrði í þetta stóra verkefni hér í Reykjanesbæ. Kvikmyndatökunni hefur örugglega fylgt eitthvað ónæði, en verkefnið er spennandi þessa daga sem það stendur yfir og það mun örugglega skilja eitthvað eftir sig. Þáttaröðin kostar níu milljarða króna í framleiðslu hér á landi og eitthvað af þeim krónum verður eftir á Suðurnesjum og verkefnið skapaði a.m.k. tímabundna vinnu fyrir iðnaðarmenn og marga fleiri. Og jafn hratt og leikmyndin var sett upp mun hún hverfa eins og dögg fyrir sólu. Gervisnjórinn mun víkja og vonandi fáum við alvöru snjó yfir jól og áramót.

Hátíðarkveðjur til ykkar. Hilmar Bragi Bárðarson

FAXI 41
Það

Aðdragandinn að stofnun félagsins

„Aðkoma mín að öldrunarmálum á Suðurnesjum er með nokkrum sérstökum hætti“

Guðrún Eyjólfsdóttir formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum kom að máli við mig nýverið og spurði hvort ég gæti rifjað upp aðdraganda að stofnun félagsins og sett á blað. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að gera það og er útkoman sú sem hér fer á eftir.

Ég held að það hafi verið í kringum1980, þegar ég var starfsmaður hjá Olíufélaginu Skeljungi í Keflavík að til mín kom á skrifstofuna Guðrún Sigurbergsdóttir eða Gunna skó eins og hún var kölluð. Hún var aðal drifkrafturinn að stofnun Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum sem stofnað var í febrúar 1974. Guðrún var mikil kjarnakona og var sífellt að leita að afþreyingu fyrir eldri borgara.

Þegar styrktarfélagið var stofnað var nánast ekkert gert fyrir aldrað fólk á Suðurnesjum. Ég held að það hafi verið einn dansleikur á ári sem Kvenfélagið stóð fyrir. Aldraður maður hafði arfleidd Keflavíkurbæ að íbúðarhúsi sínu við Faxabraut og var það gert að elliheimili sem nefnt var Hlévangur. Ég held að þar hafi rúmast sjö eða átta manns. Þetta var allt og sumt sem gert var fyrir eldri borgara í Keflavík.

Þau sem tóku þátt í stofnun þessa félags voru flest á miðjum aldri. Guðrún sagði mér að Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Dvalar og hjúkrunarheimilisins Grundar hafi verið þeirra aðalleiðbeinandi við stofnun félagsins.

Móðir mín vitjar Guðrúnar í draumi Vík ég nú að erindi Guðrúnar. Hún segir að sig hafi dreymt móður mína fyrir stuttu og hafi hún sagt við sig að hún skyldi fá Jón son sinn til að hjálpa sér við félagsmál aldraðra en móðir mín dó 1973.

Þannig var mál með vexti að ég hafði farið inn í Kópavog í þrjá vetur og lært að binda bækur. Í framhald að því batt ég inn talsvert af bókum og tímaritum fyrir Bókasafn Keflavíkur. Þetta hafði Guðrún frétt og var nú komin til að fá mig til að kenna öldruðum að binda bækur. Guðrún lét mig vita af því að allt sem gert var fyrir félagið væri sjálfboðavinna. Ég var tregur til en sagðist skyldi athuga málið. Ég vonaði að hún gleymdi þessu, en það var nú öðru nær. Hún kom með reglulegu millibili og ítrekaði sitt mál. Þetta endaði þannig að ég féllst á þetta. Keypt voru tæki og tól sem þurftu í þetta verkefni og kenndi ég öldruðum bókband í þrjá vetur í bílskúr sem var í litlu fjölbýlishúsi á horninu á Hringbraut og Vesturgötu í Keflavík. Þetta vakti mikla lukku og aðsókn var góð.

Eitt leiddi af öðru, ég gekk í Styrktarfélagið og var fljótlega kominn í stjórn þess og endaði sem formaður.

Formið ekki heppilegt til framtíðar Fljótlega eftir að ég var formaður fannst mér þetta form sem við vorum með ekki heppilegt til framtíðar. Flestir í stjórn og nefndum félagsins voru undir 60 ára aldri og í fullri vinnu. Ég fór því að tala fyrir því að stofnað yrði nýtt félag fyrir 60 ára og eldri. Til að byrja með mætti þessi hugmynd svolítilli mótspyrnu en þegar frá leið var öll stjórnin þessu sammála. Tilgangurinn með þessari breytingu var sá að virkja betur fólk á eftirlaunaaldri til starfsseminnar og sinna þannig eigin málum.

Kosinn var undirbúningsnefnd. Auk mín í nefndinni voru Guðrún Sigurbergsdóttir, Soffía Magnúsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir og var ég formaður nefndarinnar. Á haustmánuðum 1990 fórum við að undirbúa stofnun hins nýja félags.

Jón Tómasson fyrrv. símstöðvarstjóri í

42 FAXI
Félag eldri borgara 30 ára:
Guðrún Eyjólfsdóttir formaður Félags eldri borgara Jón Sæmundsson

Keflavík var kominn á eftirlaun og fluttur til Reykjavíkur. Hann var félagi í félagi eldri borgara í bænum og hann útvegaði okkur lög tveggja öldrunarfélaga. Við sömdum lög okkar félags úr þessum gögnum. Þegar hér var komið sögu hafði ég skipt um vinnu og var kominn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Með góðfúslegu leyfi minna yfirmanna stóð mér til boða að nota aðstöðuna í skólanum til að undirbúa stofnun félagsins. Þar hafði ég aðgang að ritvél, ljósritunarvél o.fl. Rétt er að geta þess að skólaritari var á þeim tíma Sigurlaug Kristinsdóttir. Hún hjálpaði mér mjög mikið, vélritaði fyrir mig, fjölritaði og ýmislegt fleira.

Stofnun Félags eldri borgara á Suðurnesjum

Við sendum út 1600 bréf til allra 60 ára

og eldri á Suðurnesjum til að láta vita af stofnun þessa nýja félags. Mikil vinna fólst í því að fá fólk til að gefa kost á sér í hinar margvíslegu nefndir en erfiðast gekk þó að finna formann. Eftir miklar umræður var endirinn sá að Jónína Kristjánsdóttir gaf kost á sér. Ég sjálfur kom ekki til greina því ég var aðeins 57 ára gamall. Meðan á undirbúningnum stóð talaði ég oft við Jón Tómasson og leitaði hjá honum ráða, en hann hafði aðgang að ýmsum gögnum í félaginu sem hann var í í Reykjavík.

Við héldum nefndarfundi af og til eftir því hvernig undirbúningsvinnan gekk.

Ákvörðun var tekin að stofnfundurinn yrði haldinn í félagsheimilinu Stapa 3. mars 1991 og gekk það eftir. Mikið fjölmenni var á fundinum. Jón Tómasson kom með blandaðan söngkór eldri borgara í Reykjavík og gerði söngur þeirra mikla

lukku. Halldór Ibsen var fundarstjóri og flutti ég skýrslu undirbúningsstjórnar. Síðar var kosið í nefndir og stjórn og eins og áður greinir var Jónína Kristjánsdóttir kosin formaður. Ýmsir tóku til máls og óskuðu félaginu velfarnaðar.

Þegar Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum var lagt niður var það vel stætt fjárhagslega. Gengu eigur þess til hins nýja félags og ýmissa annarra verkefna á sviði öldrunarmála á Suðurnesjum. Félagið hefur nú starfað í rúm 30 ár og vegnað sérlega vel.

Ég óska því farsældar og bið Guð og góða vætti að fylgja því í framtíðinni.

Félag

eldri

borgara 30 ára Loksins hægt að halda upp á afmælið

Covid faraldurinn setti strik í afmælishátíð Félags eldri borgara á Suðurnesjum (FEB), en að lokum tókst félaginu að bjóða til veislu 8. október 2021 og var það gert með glæsibrag, að sögn Guðrúnar B. Eyjólfsdóttur formanns FEB. Boðið var upp á kaffi og rjómatertu, söngatriði, leikþátt, tískusýningu og síðast en ekki síst tóku Tvær úr Tungunum óvænt þátt í tískusýningunni við mikla kátínu gesta.

Félagsmenn í FEB eru nú orðnir 2449 og starfsemi félagsins mjög öflug. Það helsta sem er í boði fyrir félagsmenn vikulega segir Guðrún vera félagsvist, bingó, bridge, listasmiðja/handverk, gler og postulínsmálun. „Þá er dans með Eygló Alexandersdóttur, gönguhópar úti og inni og létt leikfimi, sundleikfimi, billjard, boccia og Janusarverkefnið. Allt nýtur mikilla vinsælda og styrkir bæði líkama og sál. Bókaútlán frá Bókasafni Reykjanesbæjar er annan hvern fimmtudag á Nesvöllum. Þá sjá Suðurnesjamenn um annan hvern föstudag hér á Nesvöllum kl. 14.00, svokallaða Létta föstudaga. Þeir spila og leika listir sínar fyrir félagsmenn sem taka vel undir og syngja fullum hálsi. Ýmis önnur skemmtiatriði eru í boði hina föstudagana sem Reykjanesbær og Hrafnista sjá um. Þá eru ótaldar skemmtiferðirnar sem skemmtinefndin sér um og ferðirnar sem ferðanefndin skipuleggur,“ segir Guðrún sem nú hefur gengt formennsku frá árinu 2019.

Formann frá upphafi:

Jónína Kristjánsdóttir 1991-1994

Sigfús Kristjánsson 1994-1998

Hilmar Jónsson 1998-2003

Trausti Björnsson 2003-2007

Guðrún E. Ólafsdóttir 2007-2010

Eyjólfur Eysteinsson 2010-2015

Sigurður Jónsson 2015-2019

Guðrún B. Eyjólfsdóttir frá 2019

Tvær úr Tungunum

FAXI 43

Saga Keflavíkur 1949-1994 komin út

Bátafloti við bryggju í Keflavíkurhöfn árið 1972.

Saga Keflavíkur

Saga hvers sveitarfélags er einn af horsteinum menningararfs þjóðarinnar og getur ef vel tekst til varpað ljósi á hver við erum og úr hvers konar jarðvegi samfélagið er sprottið og hvert er stefnt.

Þegar sveitarfélögin þrjú Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust árið 1994 í eitt, Reykjanesbæ, hafði ritun á sögu hvers og eins þeirra verið í undirbúningi. Saga Hafna kom út 2003, Saga Njarðvíkur kom út 1996 og þrjú bindi sögu Keflavíkur frá 1766-1949 voru gefin út á árunum 1992 til 1999.

Bæjaráð Reykjanesbæjar ákvað á 1200. fundi sínum þann 3. janúar 2019 að hefja undirbúning að ritun fjórða og síðasta hluta sögu Keflavíkur frá 1949 til 1994.

Ritnefnd var skipuð þeim Ragnhildi Árnadóttur, Erlu Guðmundsdóttur, Stefáni Jónssyni, Árna Jóhannssyni og Kristni Þór Jakobssyni. Ritnefndin vann að efnistökum og réð Árna Daníel Júlíusson, sagnfræðing til að rita söguna og hafði til ráðgjafar Eirík P. Jörundsson, þáverandi forstöðumann Byggðasafns Reykjanesbæjar, Huldu Björk Þorkelsdóttur, fyrrum forstöðumann Bókasafns Reykjanesbæjar og Oddgeir Karlson, ljósmyndara.

Sagan fer í hring – og endurtekur sig Bókin Saga Keflavíkur 1994-1994 var svo gefin út af Fagurskinnu síðastliðið sumar. Bókin er ríkulega myndskreytt mörgum áhugaverðum myndum frá Byggðasafni Reykjanesbæjar en þær má einnig finna á myndavef safnsins sem er öllum opinn

Saga

- reykjanesmyndir.is – ásamt þúsundum annarra mynda úr bæjarlífinu.

Saga Keflavíkur 1994-1994 fjallar um mótunarár Keflavíkur og samfélagsleg áhrif veru Varnarliðsins á tímabilinu sem voru gríðarleg. Við lestur bókarinnar rifjast upp að sagan á það til að fara í hring og endurtaka sig. Gríðarlegar sveiflur í atvinnulífi, mikil fólksfjölgun í kjölfar komu hersins,

kapphlaup við tímann um nauðsynlega uppbyggingu innviða, bæði á vegum sveitarfélags og ríkis, og ákall um fjölbreyttara atvinnulíf kallast skýrt á við áskoranir sem glímt er við nú á tímum

Saga Keflavíkur er fróðleg, skemmtileg og lífleg samantekt Árna Daníels Júlíussonar á mótunarárum Keflavíkur.

Kristinn Þór Jakobsson

44 FAXI
1949-1994, bls. 73. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn Reykjanesbæjar 5. flokkur ÍBK í knattspyrnu árið 1960. Efri röð f.v. Vignir Bergmann, Einar Björnsson, Hörður Ragnarsson, Sævar Tjörvason, Kristinn Ingi Helgason og Ástráður Gunnarsson. Fremri röð f.v.: Hjörtur Zakaríasson, Friðrik Ragnarsson, Sturlaugur Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson og Haukur Angantýsson. Keflavíkur 1949-1994, bls. 396. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn Reykjanesbæjar

Skátaflokkur Heiðarbúa árið 1972. Í  efri röð f.v.: Ásbjörn Jónsson, Þröstur Árnason, Örn Jónsson og Ásgeir Margeirsson.  Í neðri röð f.v: Haraldur Haraldsson og Kjartan Már Kjartansson. Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 449. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn Reykjanesbæjar

Leikið á malarvellinum í Keflavík í Litlu bikarkeppninni árið 1973. Steinar Jóhannsson, framherji Keflvíkinga sækir að Davíð Sigurðssyni, markmanni Skagamanna. Leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna. Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 304. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn

Embættismenn stúkunnar á 60 ára afmæli hennar árið 1964. Efri röð f.v.: Þorsteinn Ólafsson, Stefán Einarsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigurfríð Rögnvaldsdóttir, Arnheiður Guðnadóttir, Stefán Ólafsson, Ingi Valur Jóhannsson og Ingólfur Þorsteinsson. Neðri röð f.v.: Sigurður Ragnarsson, Eiríkur Hermannsson, Jóna Guðjónsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Magnús Kjartansson og Erna Björnsdóttir.

Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 452. Ljósmyndari óþekktur, úr safni Framnessystra. Byggðasafn Reykjanesbæjar

FAXI 45
Kvenfélagskonur vinna við byggingu dagheimilisins Tjarnarsels árið 1951. Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 282. Ljósmyndari Jón Tómasson. Byggðasafn Reykjanesbæjar Unnið við malbikun Hringbrautar árið 1958. Bílar og tæki frá Varnarliðinu.  Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 359 . Ljósmyndari óþekktur, mynd úr safni Helga S. Jónssonar. Byggðasafn Reykjanesbæjar Reykjanesbæjar

Eftirtaldir aðilar óska lesendum Faxa

Keflavík

Agnar Guðmundsson Hafnargötu 29

Áfangar ehf Hafnargötu 90

Álnabær Tjarnargötu 17

B og B Guesthouse Hringbraut 92a

Blikksmiðja Ágústs Guðjónss ehf Vesturbraut 14

Bókhaldsþjónusta Sævars Reynissonar Hafnargötu 91

Casablanca Íbúðir í skammtímaleigu Suðurgötu 29

Dacoda Hafnargötu 18

Deloitte ehf Hafnargötu 91

DMM lausnir ehf Hafnargötu 91

Efnalaugin Vík ehf Iðavöllum 11b

Ellert Skúlason Selvík 3

Fasteignasalan Ásberg Hafnargötu 27

Fasteignasalan Stuðlaberg Hafnargötu 20

Flügger ehf Hafnargötu 90

FMS hf Iðavöllum 7

Fraktferðir slf Elliðavöllum 4

Framsóknarfélag Reykjanesbæjar Hafnargötu 62

Hótel Keflavik Vatnsnesvegi 14

Humarsalan Heiðarbrún 17 Húsagerðin hf Hólmgarði 2c Íslandsbanki hf Hafnargötu 91

JR smíði ehf Gígjuvellir 12

Kapalvæðing ehf Hafnargötu 21 Kaffi DUUS Duusgötu 10

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf Selvík 3

Málningarþjónusta Hemma Karls ehf Háholti 25

Merkiprent ehf Norðurtúni 2

Nesraf ehf Grófinni 18a

Nýmynd ljósmyndastofa Iðavöllum 7a Optical Studio Keflavik Hafnargötu 45 Rafiðn ehf Víkurbraut 1 Samfylkingin Reykjanesbæ Víkurbraut 13 Sigurjónsbakarí Hólmgarði 2 Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur Hafnargötu 45 Tækniþjónusta SÁ ehf Hafnargötu 60 Verkfræðistofa Suðurnesja Víkurbraut 13 Verslunin Koda Hafnargötu 15 Vísir - félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum Hafnargötu 90

Njarðvík

AM trésmíði Melavegi 13 Bílar og Hjól ehf Njarðarbraut 11a Bílnet ehf Fitjabraut 30 Grjótgarðar ehf Starmóa 13 Hjólbarðaverkstæði Suðurnesja ehf Fitjabraut 13 HUG verktakar Trönudal 13 K. Steinarsson efh – söluumboð Öskju á Suðurnesjum Njarðarbraut 15 KÍM fjárfestingafélag KSK eignir Krossmóa 4 Lyfta hf Njarðarbraut 1k

46 FAXI
gleðilegra

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Krossmóa 4 Sparri ehf Fitjabraut 30

Víkurfréttir Krossmóa 4

Vörudreifing ehf Beykidal 2

Ásbrú

Airport Associates Fálkavelli 7 Langbest Keilisbraut 771

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi Grænásbraut 506 Skólar ehf Klettatröð 3

Grindavík

Bláa lónið Svartsengi Fjórhjólaævintýri ehf Þórkötlustöðum 3

Sandgerði

Lagnir og þjónusta ehf Strandgötu 25a

Reykjavík

Borgarbílasalan Funahöfða 1

Júlíus Rafnsson Brávallagötu 40 S4S ehf Guðríðarstíg 6-8

Faxafélagar

Eysteinn Eyjólfsson

Guðbergur Reynisson Guðmundur Ingvar Jónsson Hannes Einarsson Haraldur Helgason Helgi Arnarson Jóhann Friðrik Friðriksson Kristján Jóhannsson Kristinn Óskarsson Kristinn Þ. Jakobsson Ríkharður Ibsen Stefán B. Ólafsson

Eðvarð T Jónsson Helgi Hólm Hilmar Pétursson Jóhann Geirdal Geirmundur Kristinsson Karl Steinar Guðnason Kristján A Jónsson Kristján Gunnarsson Magnús Haraldsson Skúli Skúlason

FAXI 47
Allt fyrir jólin í Nettó 20 verslanir um land allt Jólabækurnar í ár Veislumatur á jólaborðið Gjafavara í úrvali Jóladagatöl Jólasælgæti fyrir sælkera Leikföng fyrir alla aldurshópa

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.