Þessi vegvísir er ÓKEYPIS gagnabanki opinnar menntunar sem samanstendur af myndböndum, netslóðum og ýmsu tengdu skapandi vandamálalausnum fyrir frumkvöðlun.
Hann lýsir aðferðafræðinni og leggur til hagnýt ráð með vísan í árangursrík tilfelli, aðferðir og efni. Vegvísinum er ætlað að nýtast:
Nemendum: með því að auðga og endurnýja þekkingu með efni sem er venjulega ekki hluti námsgreina
Tilvonandi nemendum: til að laða nemendur að æðri menntun með því að bjóða upp á ókeypis nýbreytni í aðferðafræði með leikrænni nálgun
Fyrrum nemendum: til að endurnýja þekkinguna með ferskri sýn sem kemur frá nýrri aðferðafræði til að skapa farsæl fyrirtæki
Frumkvöðlum, viðskiptalífinu, fjárfestum og hugmyndasmiðum sem og öllum smærri fyrirtækjum (SME)