Nýtt armband
Mynd: Fréttablaðið/Eyþór.
Sigurður Ingi Bjarnason gullsmiður setur armbandið á Óttarr Proppe. Á milli þeirra eru Katla Guðmundsdóttir, Unnur Berg Elfarsdóttir og Kristín Ólöf Grétarsdóttir.
SKB hefur hafið sölu á nýju VONararmbandi. Félagið leitaði til Sigurðar Inga Bjarnasonar gullsmiðs, Inga í Sign, um hönnun á nýju armbandi, sem kallaðist þó á við armbönd og hálsmen sem SKB hefur selt með áletruninni VON á þremur tungumálum: íslensku, ensku (HOPE) og latínu (SPES). Nýja armbandið er úr stáli. Formið er eilífðartáknið og ólin er úr leðrin. Ingi leitaði innblásturs í náttúru Íslands sem er full andstæðna en þær birtast m.a. í heitu og köldu, sléttu og hrjúfu, mjúku og hörðu. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra brást vel við málaleitan SKB um að ýta sölu armbandsins úr vör og tók á móti einu slíku á gullsmíðaverkstæði Sign í Hafnarfirði fyrir skemmstu. Mirra Wolfram Jörgensdóttir afhenti Óttarri armband með orðunum: „Gjörðu svo vel. Hér er armband til styrktar börnum með krabbamein eins og ég var.“
Armbandið er selt á skrifstofu SKB í Hlíðasmára 14, hjá Sign í Fornubúðum, Hafnarfirði, og á vefsíðu SKB, skb.is
17
Börn með krabbamein - 17