Börn með krabbamein - 2. tbl. 2024

Page 1


Getur þú sent á hana auglýsingu – mynd af molo baby – Englabarna logoið

Kveðja Didda

From: Guðrún Benediktsdóttir <gudrun@kaupumtilgods.is>

Sent: miðvikudagur, 17. október 2018 11:42

ÚTGEFANDI:

To: Ingibjörg Kristófersdóttir <didda@herragardurinn.is>

Subject: SV: SKB / Börn með krabbamein 2.tbl. 2018

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi, sími: 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is,

RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:

Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. STJÓRN SKB:

Kv. Guðrún

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Björn Harðarson, Dagný Guðmundsdóttir, Hrafnhildur

Stefánsdóttir, Jónas Tryggvi Jóhannsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Særós Tómasdóttir og Una Gunnarsdóttir.

MYNDIR: Frá Barretstown.

UMBROT:

Harpa Halldórsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

PRENTUN:

PRENTMET ODDI ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja.

Efnisyfirlit

Sæl og kærar þakkir fyrir stuðninginn, 1/4 auglýsing þarf að vera 9.5 x 14 cm

Barretstown Bls. 5
Sumarhátíð í Múlakoti Bls. 12
Styrktarlínur
Hæ HÆ

KUNDALINI JÓGA

HATHA JÓGA

JÓGA NIDRA

MJÚKT JÓGA

Geothermal Baths Heilsulind frá landnámi

Einstök tenging við náttúruna - komdu og njóttu gufunnar og slakaðu vel á í heitri náttúrulaug

www.fontana.is fontana@fontana.is 486-1400

HUGLEIÐSLA KARLAJÓGA MEÐGÖNGUJÓGA MÖMMUJÓGA

KRAKKAJÓGA 60 ÁRA OG ELDRI

JÓGA ÞERAPÍA JÓGAKENNARANÁM

Að brúa bilið

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna er eitt margra almannaheillafélaga sem standa við bakið á fólki sem lendir á stað sem enginn kýs sér. Í flestum tilfellum þýðir það skerðingu á lífsgæðum: andlegum, líkamlegum og efnislegum. Stuðningur hins opinbera við foreldra lang- og alvarlega veikra barna hefur vissulega batnað mjög á undanförnum árum og áratugum en er þó ekki sá sem við myndum vilja og ekki eins og hann er í löndum sem við berum okkur saman við. Ekki er t.d. hugað nægilega vel að fjölskyldunni sem heild og innan SKB sjáum við hversu flókið það er að eiga heimili og fjölskyldu á landsbyggðinni en vera með barn í meðferð í Reykjavík svo aðeins eitt dæmi sé tekið.

SKB reynir að styðja við fjölskyldur barna sem greinast með krabbamein en á Íslandi eru þau 12-14 á ári hverju. Í kringum hvert barn er fjölskylda – stundum tvær – oftast systkini og/eða hálfsystkini, ömmur, afar og önnur skyldmenni. Allt þetta fólk getur þurft á andlegum stuðningi að halda vegna greiningarinnar en eftir honum er oft löng bið ef hann er þá yfirhöfuð í boði.

Félög styðja félög

Hluta velferðarþjónustu á Íslandi er haldið uppi af félögum eins og SKB og þau eru jafnvel studd af öðrum félögum til þess. Oddfellow-reglan og stúkur innan hennar, hafa t.d. ítrekað styrkt SKB rausnarlega með vinnuframlagi og beinum fjárstuðningi í tengslum við fasteignir sem félagið á og eru til afnota fyrir fjölskyldur af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna og hvíldarheimila þar sem börn í meðferð og fjölskyldur þeirra geta dvalið í skjóli fyrir umgangspestum og öðrum sýkingum.

Rekstur félagsins er annars fjármagnaður með framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum félagasamtökum. Þá geta fjáröflunarviðburðir eins og Reykjavíkurmaraþon skipt verulegu máli. Stærstu einstöku framlögin til félagsins frá stofnun þess hafa svo verið dánargjafir en félagið er undanþegið erfðafjárskatti. Skattaumhverfi almannaheillafélaga hefur tekið jákvæðum breytingum á síðustu misserum, styrkir til þeirra eru nú frádráttarbærir upp að ákveðnu hámarki en lækkun skattstofns einstaklings getur mest numið 350.000 krónum á ári. Þessi breyting hefur þegar haft jákvæð og hvetjandi áhrif á einstaklinga og lögaðila sem skila sér í auknum styrkjum til almannaheillafélaga.

Endurhæfing

Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB.

Foreldrum lang- og alvarlega veikra barna hættir til að vanrækja eigin heilsu og þau sem eru svo heppin að eiga börn sem klára meðferð og ná heilsu eru oft í mikilli þörf fyrir endurhæfingu. Þetta á við um flesta foreldra barna sem greinast með krabbamein og fara í gegnum meðferð við þeim en því miður alls ekki um foreldra margra langveikra barna sem ljúka aldrei meðferð og geta ekki kvatt veikindi sín. SKB hefur nú í nokkur ár boðið foreldrum í félaginu endurhæfingu, bæði andlega og líkamlega, í samstarfi við endurhæfingarstöðina Hæfi, þar sem unnið er af áhuga og miklum faglegum metnaði, og hefur það úrræði fengið góðar viðtökur og skilað dýrmætum árangri.

Æskilegt væri að börn sem hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð fái líka endurhæfingu á einum stað, mögulega ásamt námsráðgjöf og þjálfun í félagsfærni. SKB er að greiða fyrir heilsuog geðrækt, sjúkraþjálfun, sálfræðimeðferð, listmeðferð, sjálfsstyrkingarnámskeið og fleira – fyrir greindu börnin og systkini þeirra – en oftast þarf að fara á marga staði fyrir mismunandi þjónustu. Best væri að fá alla þjónustu á einum stað og það á ekki bara við um börn í SKB heldur öll alvarlega og langveik börn í landinu. Þau búa við afar ólíkar aðstæður, bæði vegna greininga og búsetu. Yfirvöld gerðu vel í því að taka stöðuna í þessum efnum, kanna þörfina og hvort hægt væri að einfalda og bæta líf þeirra barna og fjölskyldna sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda vegna veikinda og áskorana sem enginn vill þurfa að glíma við.

Stuðningur fram á fullorðinsár SKB var með 18 ára aldursþak á styrkjum til barna í félaginu þar til fyrir nokkrum árum og á þessu ári var 18 ára þakið tekið af gagnvart greiðslum til systkina vegna sálfræðiþjónustu. Systkini þurfa í mörgum tilvikum ekki síður á aðstoð að halda, enda geta þau verið að glíma við ýmsar andlegar áskoranir sem eiga rót í veikindum systkinis. Börnin sjálf, sem fara í gegnum krabbameinsmeðferðir, glíma oft við margskonar síðbúnar afleiðingar af meðferðunum, sem sumar koma ekki í ljós fyrr mörgum árum eftir að þeim lýkur. Með breytingum á samþykktum félagsins er hægt að fylgja þessum báðum hópum eftir fram á fullorðinsár og styrkja til betri heilsu og bættra lífsgæða.

SKB reynir að brúa bilið á milli þess veruleika sem við búum í og þess sem við myndum vilja. Vonandi náum við árangri í því verkefni, bæði með bættri þjónustu hins opinbera og áframhaldandi velvilja og stuðningi samfélagsins alls.

Þessi grein hefur áður birst á visir.is í tilefni af gylltum september.

Vinátta og geggjað gaman í Barretstown

STOLT AF ÞVÍ AÐ FARA TIL ÚTLANDA ÁN FORELDRA

Tíu börn og fjórir fylgdarmenn fóru á vegum SKB í sumarbúðir í Barretstown á Írlandi í ágúst og voru þar í viku. Við báðum þau um að svara nokkrum spurningum um búðirnar og dvölina þar.

Strákarnir með Guðnýju og Auði.

1. Hvað er Barretstown?

2. Var gaman að fara til Barretstown?

3. Ef já, hvers vegna?

4. Fannst þér eitthvað vanta í Barretstown?

5. Var eitthvað sem kom þér á óvart?

6. Gerðirðu eitthvað eða sástu eitthvað sem þú áttir ekki von á?

7. Fékkstu heimþrá?

8. Myndirðu vilja fara aftur? Kannski sem starfsmaður?

9. Lærðirðu eitthvað nýtt - eitthvað sem þér fannst þroska þig?

10. Viltu nefna 6 orð sem lýsa Barretstown?

Breki Snær.
Katrín Sunna og Kolfinna Rán. Stelpurnar í búningum.

Kristján Leó Alfreðsson, 11 ára

„Barretstown er staður fyrir veik börn til að hafa skemmtilegt. Það var gaman að vera þar af því að það var svo mikið að gera. Það er skemmtilegt þegar ég hef eitthvað að gera.“

Kristján Leó hlær þegar hann segir að það hafi helst vantað 3D-prentara í Barretstown!

Það kom honum á óvart að hann mátti ekki hafa heyrnartól til að hlusta á eitthvað. Að það var sungið og dansað í matsalnum og hvað Barretstown er stór staður.

Hann átti ekki von á að tala ensku og hann segist ekki hafa fengið heimþrá. Hann segist kannski vilja fara aftur, man ekki alveg hvort hann hafi lært eitthvað nýtt en heldur það samt örugglega.

„Barretstown eru sumarbúðir á Írlandi fyrir börn sem hafa verið með krabbamein.“ Katrín Sunna segir að þar hafi verið mjög, mjög, mjög gaman og geggjað að vera þar vegna þess að þar var hægt að gera alls konar. „Maður lærði margt nýtt og eignaðist nýja vini.“

Henni fannst ekkert vanta í Barretstown. Það kom henni á óvart að það var alltaf eftirréttur. Hún átti ekki von á því að fara í bogfimi og á hestbak og átti von á að sjá froska. Hún segist bara hafa fengið smá heimþrá vegna þess að það var svo margt að gera og margt skemmtilegt.

Katrín Sunna væri til í að fara aftur, bæði sem krakki og starfsmaður. Hún myndi alveg vilja fara á hverju sumri. Það sem hún lærði nýtt var bogfimi og að halda sýningu.

Hún lýsir Barretstown svona: Mjög gaman. Æðislegt. Geggjað. Ævintýralegt. Nóg um að vera. Geggjaðir starfsmenn og fylgdarmenn.

„Barretstown eru sumarbúðir fyrir langveik börn, skemmtilegustu sumarbúðir í heimi!“ segir Viðar Darri. „Það var mjög gaman að fara þangað út af öllu, það var alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt,“ og honum fannst ekkert vanta. Það sem kom honum helst á óvart var að það var ennþá skemmtilegra en hann hélt! „Það kom líka á óvart að við þurftum að dansa áður en við fengum að borða en það var

Fyrirfram átti hann ekki von á að fara einn til útlanda og hann fékk bara pínulitla heimþrá á degi tvö þegar hann var að fara að sofa. Viðar Darri er til í að fara aftur, bæði sem

Mamma hans bætir við að hann sé, alveg frá því að hann kom heim, búinn að suða um að fá að fara aftur á næsta ári! Hann lærði að stýra báti og hann er stoltur af því að geta

Svona lýsir hann Barretstown: Skemmtilegt. Flott. Gott. Virkni (alltaf eitthvað að gera). Gaman. Dansa.

Emma Fjölnisdóttir, 11 ára

„Barretstown er staður fyrir börn sem hafa verið veik og þangað var gaman að fara.“ Hún segir að maturinn hafi verið svo góður, sérstaklega morgunmaturinn. „Þegar ég var búin að borða morgunmat langaði mig að fara að sofa aftur til þess að vakna aftur og borða morgunmat!“ Hún segist hefðu viljað hafa meiri frjálsan tíma og meiri auka hvíldartíma.

Það kom henni á óvart hvað svæðið var stórt og hvað það var mikið passað upp á krakkana. Ferðalagið til Barretstown var krefjandi af því að þau þurftu að vakna svo snemma. Hún segir að ef hún hafi fengið heimþrá þá hafi það bara verið, kannski vegna þess að hún hafi smitast af einhverjum sem fór að gráta. Hún segist auðvitað myndu vilja fara aftur – svo til í það! Hún lærði að “He” er hann og “she” er hún og að maður þarf ekki alltaf að taka foreldra sína með til útlanda. Það er alveg hægt að lifa af án þeirra í nokkra daga.

Barretstown er fallegur og litríkur staður. Það er farið vel með mann. Skemmtilegur staður og góður matur, sérstaklega morgunmaturinn.

Caritas Rós Tinnudóttir, 11 ára

„Barretstown er ótrúlega skemmtilegur staður, allir svo jákvæðir og margt hægt að gera. Það var mjög gaman að fara þangað af því að allir voru svo skemmtilegir og hjálpsamir.“ Hún segir að ekkert hafi vantað í Barretstown en ef hún færi aftur þá myndi hún vilja hitta sömu krakka aftur og hún var með í sumar. Hún segir að það hafi komið á óvart hvað allir voru glaðir og hjálpsamir allan tímann, allir svo jákvæðir og enginn í fýlu. Hún segir að það hafi ekkert verið erfitt, bara mjög gaman. Hún fékk smá heimþrá eitt kvöldið, annars ekki. Hún segist 100% ætla að fara sem starfsmaður og hún er líka ótrúlega til í að fara aftur til Barretstown á meðan hún er ennþá barn. Hún segir að það að fara ein til útlanda án foreldra sinna og vera með fullt af krökkum í nákvæmlega sömu stöðu og hún, hafi verið ótrúlega þroskandi. „Það var mjög þroskandi og skemmtilegt að fara til útlanda með 9 öðrum krökkum sem að ég hafði ekki hitt fyrr en daginn fyrir brottför – þó svo að ég kannaðist við nokkra af Barnaspítalanum. Það er mjög gaman.“

Um Barretstown segir Caritas: Gaman. Umburðarlyndi. Skemmtilegt. Vinátta. Jákvæðni. Gleði.

„Barretstown eru skemmtilegar sumarbúðir fyrir börn sem eru veik eða hafa verið veik. Þarna getur maður átt góðar stundir, hitt nýtt fólk og fleira skemmtilegt.“ Var gaman? „Já! Þetta var alveg æðislegt! Allt svæðið var svo fallegt og svo margt hægt að gera. Þetta var svo mikil upplifun, og svo eignaðist maður alveg helling af nýjum vinum. Mér fannst bara ekki neitt vanta. Allt var svo fullkomið og flott! Það var svo mikið sem kom mér á óvart! Kastalinn, afþreyingin. Og að ógleymdum matnum.“ Hann segir að það hafi verið pínu erfitt að kveðja þetta flotta svæði og fólkið þar. – Fékkstu heimþrá? „Neibb! Þetta var svo skemmtilegt að ég gleymdi mömmu gömlu á meðan!“

Myndirðu vilja fara aftur? „Alveg örugglega! Fólkið var svo jákvætt að þetta hlýtur að vera æði.“ Um það hvort hann hafi lært eitthvað nýtt segir Varði: „Ég lærði að maður á alltaf að reyna að hafa gaman á maður getur því það ná því ekki allir.“

Lokaorðin: 1. Mig 2. Langar 3. Að 4. Fara 5. Þangað 6. Aftur Þorvarður Ragnar Þórarins Sigrúnarson - Varði, 11 ára

„Barretstown er svona bær sem hægt er að fara þegar einhver er með svona veikindi. Það er líka bara geggjaður bær, sumarbúðir fyrir börn sem hafa verið veik. Það var auðvitað gaman að fara til Barretstown af því að ég fékk að hitta svo marga krakka og kynnast nýju fólki og því að allir voru bara svo glaðir og enginn leiður.“ Hvað vantaði í Barretstown?

„Fjölskylduna mína.“ Hún segir að margt hafi komið á óvart. „Ég vissi ekki að við værum að fara að vera með öðrum stelpum, ég hélt að við Íslendingarnir yrðum saman. Nema síðan var það ekki þannig.Við vorum 5 íslenskar stelpur hér og 5 íslenskir strákar þar.“ Það kom á óvart að það voru pönnukökur í morgunmat og vöfflur „sem voru ógeðslega góðar með sykri á. Ógeðslega gott!“ Arndís segist ekki hafa haft tíma fyrir heimþrá og ef hún fengi tækifæri til að fara aftur þá myndi hún vilja það. Og já, auðvitað, sem starfsmaður líka. Henni fannst þroska sig að kynnast nýju fólki, frá Spáni, Írlandi og mörgum öðrum löndum.

Hennar lýsing á Barretstown: Æðislegt. Gaman.Vinátta. Fallegt. Nýir vinir.

Bjarki Þór Þrastarson, 11 ára

„Barretstown eru sumarbúðir á Írlandi fyrir börn sem hafa verið með sjúkdóma. Þar var gaman af því að þar var mikið hægt að gera og maturinn var góður.“ Bjarka fannst ekkert vanta í Barretstown og hann fékk ekki heimþrá. Stúdíóið, klifrið, hestarnir og bogfimi komu á óvart og Bjarka fannst skemmtilegt að prófa það allt. Fékk hann heimþrá?

„Smá en ekki mikið.“ Hann myndi vilja fara aftur. Honum fannst það að fara til útlanda án foreldra sinna þroska sig.

Bjarki um Barretstown í nokkrum orðum: Sumarbúðir. Fjölbreytt. Óvænt. Skemmtilegir krakkar. Spenn-

„Barretstown eru sumarbúðir á Írlandi. Þar var gaman vegna þess að ég kynntist svo mörgum krökkum og mörgu fólki. Það var skrítið að mega ekki hlaupa. Það kom mér á óvart hvað maturinn var góður. Ég átti ekki von á að fara á kajak. Það var engin heimþrá – bara gaman! Og hvort ég vil fara aftur? Jahá, engin spurning! Það sem ég gerði sem var nýtt var að læra á kajak og svo fannst mér þroska mig að vera í burtu frá heimili mínu.

Mín orð um Barretstown: Skemmtilegt. Matur. Þema. Krakkar. Bolur. Upplifun.

Bjarki Yngvason, fylgdarmaður

„Barretstown er frábær og flottur staður. Það sem gerir hann einstakan er starfsfólkið og sjálfboðaliðarnir sem gefa sér tíma og orku til að gera þetta að töfrastað.

Það var ótrúlega gaman og ég er spenntur að fara aftur af því að í Barretstown kemur fólk frá öllum heimshornum saman með sama markmið, að efla aðra og hafa gaman saman. Það sem helst vantar í Barretstown er heitt og kalt vatn í sturturnar. Ég fór á kajak, sem ég ætlaði mér alls ekki. En svo var rosa fjör, þ.a. ég var ánægður að ég skyldi fara. Ég var alveg með smá heimþrá, það er alltaf gott að sofa heima í sínu rúmi en ég væri samt alveg 100% til í að fara aftur. Ég lærði alveg helling, bæði um lífið og sjálfan mig í bæði skiptin sem ég hef farið.“

Og svona lýsir Ísak Bjarki Barretstown: Töfrar. Fjör. Samvinna. Efling. Hlátur. Vinir.

Auður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur

„Barretstown er ævintýralegur staður þar sem krakkar fá ekki bara að kynnast og mynda ómetanleg tengsl við aðra krakka frá öðrum löndum heldur kynnast þau sjálfum sér betur, koma sér á óvart, þroskast og læra á lífið. Það var gaman að vera þar af því að þetta var ólíkt öllu sem maður hefur gert og það var svo gaman að sjá krakkana brosa og skemmta sér. Ég átti ekki von á því að allir íslensku krakkarnir tækju alltaf öll þátt í allri dagskránni á hverjum degi. Það sem kom mest á óvart var hvað þau voru óhrædd og flott að sýna á sviðinu fyrir framan alla í hæfileikakeppninni. Það sem ég lærði nýtt var að dansa og sprella með ókunnugu fólki.

„Barretstown eru sumarbúðir fyrir langveik börn þar sem börn allsstaðar að sameinast til þess að hafa gaman og fá tækifæri til þess að vera börn.

Það var mjög gaman að fara þangað, gaman að sjá krakkana glaða og að kynnast öðrum. Einnig var skemmtilegt fyrir mann að kynnast fólki allsstaðar að úr heiminum! Nei, það vantaði ekki neitt, það var allt til alls! Það kom mér á óvart hvað það voru margar reglur í sumarbúðunum. Ég dansaði þrisvar í tengslum við hverja einustu máltíð sem að ég átti ekki von á. Það var mjög mikið stuð. Erfiðast var að sjá hversu mörg börn hafa verið/eru veik en á sama tima var það fallegt að sjá þau á svona góðum stað og að njóta sín. Ég fékk ekki heimþrá og það er aldrei að vita hvort ég myndi vilja fara aftur. Ég lærði að maður getur gert hluti sem manni finnast erfiðir. Þessar sumarbúðir þroskuðu mig klárlega þar sem að ég þurfti aftur og aftur að fara mikið út fyrir þægindarammann.

Barretstown: Gleði. Hlátur. Stuð. Dans. Hugrekki.

e e e e e e

Sumarhátíð SKB

Sumarhátíð SKB var haldin í lok júlí í Múlakoti eins og undanfarin ár. Dagskrá var hefðbundin, maturinn góður og veðrið íslenskt. Gestrisni heimamanna í Múlakoti og flugmanna óviðjafnanleg. Gleðistjarnan kom með bingo og fullt af vinningum en Gleðistjarnan er góðgerðafélag, stofnað af Óskari Erni Guðbrandssyni og Áslaugu Ósk Hinriksdóttur, í minningu dóttur þeirra, Þuríðar Örnu, sem lést á síðasta ári eftir tæplega tveggja áratuga baráttu við krabbamein. Sigga Díz söng ein og með pabba sínum Hrafnkeli Pálmarssyni en hann stýrði bingóinu af léttleika og festu. Myndirnar tala sínu máli.

Við þökkum stuðninginn

Reykjavík, Seltjarnarnes,Vogar

Brim hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Ferðakompaníið ehf., Fiskislóð 20, 101 Reykjavík Kat ehf., Öldugötu 2, 101 Reykjavík

Línan ehf., Bæjarlind 16, 101 Reykjavík

Loftleiðir-Icelandic ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Marella ehf., Austurstræti 22, 101 Reykjavík Prikið ehf., Bankastræti 12, 101 Reykjavík RAM ehf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Rýnir sf., Miðstræti 3a, 101 Reykjavík

Sandholt ehf., Laugavegi 36, 101 Reykjavík

Sjónarlind ehf., Ingólfsstræti 20, 101 Reykjavík Sóley Organics ehf., Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík – www.soleyorganics.is

Triton ehf., Grandagaði 16, 101 Reykjavík

Yrki arkitektar ehf., Mýrargötu 26, 101 Reykjavík – www.yrki.is

Icelandair Cargo ehf., Flugvallarvegi, 102 Reykjavík

Basti ehf., Skógarvegi 12a, 103 Reykjavík Gjögur hf., Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Aðalmúr ehf., Sæviðarsundi 53, 104 Reykjavík Fjallamenn/Skálpi (Mountaineers of Iceland), Skútuvogi 12e ,104 Reykjavík

Hampiðjan hf., Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík Í réttum ramma ehf., Skútuvogi 12f, 104 Reykjavík

Klettur-Skipaafgreiðla ehf., Korngörðum 5, 104 Reykjavík

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Mannverk ehf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Plastco ehf., Skútuvogi 10c, 104 Reykjavík Verslunin Álfheimar ehf., Álfheimum 2, 104 Reykjavík Welcome Iceland ehf., Efstasundi 56, 104 Reykjavík – www.welcome.is

AM Praxis ehf., Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík BBA Fjeldco ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., Borgartúni 31, 105 Reykjavík Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Engjateigi 9, 105 Reykjavík Gamla Ísland ehf., Laugateigi 13, 105 Reykjavík Hagvangur ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík Hótel Klettur ehf., Mjölnisholti 10-12, 105 Reykjavík Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Hátúni 2, 105 Reykjavík Keldan ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík

Plastiðjan ehf., Héðinsgötu 2, 105 Reykjavík

PROevents ehf., Skipholti 50c, 105 Reykjavík Spektra ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík Stjóri ehf., Bólstaðarhlíð 4, 105 Reykjavík

Tannlækningar ehf., Skipholti 33, 105 Reykjavík Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

Tónastöðin ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík Útfarastofa kirkjugarðanna,Vesturhlíð 2,

105 Reykjavík

VSÓ ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík

Unit ehf., Grenimel 8, 107 Reykjavík

Almenna bílaverkstæðið ehf., Skeifunni 5, 108 Reykjavík

Álnabær ehf., Síðumúla 32, 108 Reykjavík

Ást og bygg ehf., Fellsmúla 6, 108 Reykjavík

Betri bílar ehf., Skeifunni 5c, 108 Reykjavík

Dansrækt JSB, Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Félag íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík

Félag skipstjórnarmanna, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík

Háfell ehf., Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Knattborðsstofan Klöpp ehf., Faxafeni 12, 108 Reykjavík

Krýna ehf., Fellsmúla 26, 5. hæð, Hreyfilshúsinu, 108 Reykjavík – www.kryna.is

Local tækni ehf., Suðurlandsbraut 30, 3. hæð, 108 Reykjavík – www.local.is

Nýmót ehf., Síðumúla 30, 108 Reykjavík

– www.nymot.is

Ráðgarður, skiparáðgjöf ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík

Rikki Can ehf., Breiðagerði 33, 108 Reykjavík

Samsýn ehf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Stálbyggingar ehf., Hvammsgerði 5, 108 Reykjavík

Stjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík

Trausti fasteignasala ehf.,Vegmúla 4, 108 Reykjavík – www.trausti.is

Veiðivon ehf., Mörkinni 6, 108 Reykjavík

Þjóðbjörg fiskbúð, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík

B.B. bílaréttingar ehf.,Viðarhöfða 6, 110 Reykjavík

Beyki ehf.,Tangarhöfða 11, 110 Reykjavík

Bílahöllin-Bílaryðvörn hf., Bíldshöfða 5, 110 Reykjavík

Bílavarahlutir ehf.,Viðarási 25, 110 Reykjavík

Eldhús sælkerans, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík

GB tjónaviðgerðir ehf., Draghálsi 6-8, 110 Reykjavík

– www.tjon.is

Gísli Geir ehf., Búðavaði 14, 110 Reykjavík

Hreinsitækni ehf., Stórhöfða 37, 110 Reykjavík

Höfðakaffi ehf.,Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík

Kemi ehf.,Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík

Kjötsmiðjan ehf., Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

– www.kjotsmidjan.is

Kælitækni ehf., Járnháls 2, 110 Reykjavík

Lindin, kristilegt útvarp, Krókhálsi 4, 110 Reykjavík

Litla bílasalan ehf., Klettháls 2, 110 Reykjavík

Malbikunarstöðin Höfði hf., Sævarhöfða 6-10, 110 Reykjavík

Merking ehf.,Viðarhöfða 4, 110 Reykjavík

– www.merking.is

Orka ehf., Stórhöfða 37, 110 Reykjavík

Ósal ehf.,Tangarhöfða 4, 110 Reykjavík

Pökkun og flutningar ehf., Smiðshöfða 1, 110 Reykjavík

Réttverk ehf.,Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík

- Viðurkennt sprautu- og réttingaverkstæði

SSF, Nethyl 2e, 110 Reykjavík

Vélvík ehf., Höfðabakka 1, 110 Reykjavík

VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Stórhöfði 29, 110 Reykjavík

Þór hf., Krókhálsi 16, 110 Reykjavík

Álfurinn sportbar ehf., Lóuhólum 2-4, 111 Reykjavík

Hyrningur ehf., Þrastarhólum 10, 111 Reykjavík

Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

Pípulagnaþjónusta Reykjavíkur ehf.,Vesturbergi 157, 111 Reykjavík

Skolphreinsun Ásgeirs sf., Unufelli 13, 111 Reykjavík

Eyjasól ehf., Hlaðhömrum 36, 112 Reykjavík

Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf., Gylfaflöt 3, 112 Reykjavík

Landslagnir ehf., Bæjarflöt 19d, 112 Reykjavík

Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Rima apótek ehf., Langarima 21-23, 112 Reykjavík

S.I.H. pípulagnir ehf., Hrísrima 27, 112 Reykjavík

Sendibílar Reykjavíkur ehf., Bæjarflöt 8g, 112 Reykjavík

Vélfang ehf., Gylfaflöt 32, 112 Reykjavík

Bjössi 16 ehf., Hólmslandi, 161 Reykjavík

Heklaislandi ehf., Lambhagavegi 29, 113 Reykjavík

OJK Isam ehf., Blikastaðavegi 2, 113 Reykjavík

Olíudreifing ehf., pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Raflax ehf., Lambhagavegi 9, 113 Reykjavík

Topplagnir ehf., Gvendargeisla 68, 113 Reykjavík

Vélsmiðjan Altak ehf., Silfursléttu 5, 162 Reykjavík

Trobeco ehf., Lindarbraut 37, 170 Seltjarnarnesi

Nesbúegg ehf.,Vatnsleysuströnd, 190 Vogum

Kópavogur

Alark arkitektar ehf., Dalvegi 18, 201 Kópavogi

Arkus ehf., Núpalind 1, 201 Kópavogi

Áliðjan ehf., Bakkabraut 16, 200 Kópavogi

Básfell ehf., Álfkonuhvarfi 2, 203 Kópavogi

Bendir ehf., Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi

Betra bros ehf., Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi

BJ uppsetningar ehf., Aflakór 5, 203 Kópavogi – biggijo@internet.is

Bjartur rafverktaki ehf., Skólagerði 18, 200 Kópavogi

Blikksmiðjan Vík ehf., Skemmuvegi 42, 200 Kópavogi

Brunahönnun slf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi

Clinica tannlæknastofa, Bæjarlind 6, 201 Kópavogi

Cozy Campers ehf., Kársnesbraut 106, 200 Kópavogi – www.cozycampers.is

Deloitte ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogi

Dressmann á Íslandi ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogi

Eignarhaldsfél Brunabótafélag Íslands, Hlíðasmára

8, 201 Kópavogi

Fagafl ehf., Austurkór 94, 203 Kópavogi

– www.fagafl.is

Fagtækni hf., Akralind 6, 201 Kópavogi

Fuglar ehf., Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi

Garnes Data ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi

– www.garnes.is

GR verk ehf., Hliðasmára 3, 200 Kópavogi

– www.grverk.is

Guðjón Gíslason ehf., Ennishvarfi 15b, 200 Kópavogi

HL Adventure ehf., Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Hreint ehf., Auðbrekku 8, 200 Kópavogi

Hvammshólar ehf., Hlíðarhvammi 2, 200 Kópavogi

Iðnaðarlausnir ehf., Akralind 8, 201 Kópavogi

K.S. málun ehf., Fellahvarfi 5, 203 Kópavogi

Lakkskemman ehf., Skemmuvegi 30, 200 Kópavogi

Loft og raftæki ehf., Hjallabrekku 1, 200 Kópavogi

Lyfjaval ehf., Urðarhvarfi 8, 203 Kópavogi

Metatron ehf., Tónahvarfi 5, 203 Kópavogi

Norm X ehf., Auðbrekku 6, 200 Kópavogi

Parket útlit ehf., Ásakór 11, 203 Kópavogi

Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8, 203 Kópavogi

Rafsetning ehf., Björtusölum 13, 201 Kópavogi

– www.rafsetning.is

RJR ehf., Dalvegur 32a, 201 Kópavogi

Ræstitækni ehf., Nýbýlavegi 32, 200 Kópavogi

Skólamyndir ehf., Baugakór 4, 203 Kópavogi

Stjörnugarðar ehf., Bakkabraut 6, 200 Kópavogi

– www.stjornugardar.is

Suðurverk hf., Hlíðasmára 6, 201 Kópavogi

Tannbjörg ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi

Tannlæknastofa EG ehf., Salavegi 2, 200 Kópavogi

Teledyne Gavia ehf., Vesturvör 29, 200 Kópavogi

Tinna ehf., Nýbýlavegi 30, 200 Kópavogi

Tröllalagnir ehf., Auðnukór 3, 203 Kópavogi

Úðafoss ehf., efnalaug, Holtagerði 33, 200 Kópavogi

Vekurð ehf., Naustavör 28, 200 Kópavogi

Vinnuföt, heildverslun ehf., Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogi

Víkingbátar ehf., Akralind 6, 201 Kópavogi

Zenus ehf., Víkurhvarfi 2, 203 Kópavogi

Garðabær

Apótek Garðabæjar ehf., Litlatúni 3, 210 Garðabæ

Drífa ehf., Suðurhrauni 10, 210 Garðabæ Garðabær, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ Geislatækni ehf.,Laserþjónustan, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabæ

Hjallastefnan ehf., Hæðasmári 6, 210 Garðabæ Nýþrif ehf., Garðatorg 2b, 210 Garðabæ Onno ehf., Eskiholti 13, 210 Garðabæ Smurstöðin Garðabæ ehf., Litlatúni 1, 210 Garðabæ TBI ehf., Garðahrauni 2, 210 Garðabæ

Hafnarfjörður

Aðalskoðun hf., Hjallahrauni 4, 221 Hafnarfirði

Aflhlutir ehf., Selhella 13, 221 Hafnarfirði

B1 - Fjarðargrjót ehf., Furuhlíð 4, 221 Hafnarfirði

Bílaverk ehf., Kaplahrauni 10, 220 Hafnarfirði

Bílaverkstæði Birgis ehf., Grandatröð 2, 220 Hafnarfirði

Byggingafélagið Sakki ehf., Hlíðarási 11, 221 Hafnarfirði

CrankWheel ehf., Dalshrauni, 220 Hafnarfirði

Fura ehf., Hringhellu 3, 220 Hafnarfirði

Gasfélagið ehf., Straumsvík, 220 Hafnarfirði

Guðmundur Arason ehf., Íshellu 10, 221 Hafnarfirði

Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4, 220 Hafnarfirði

Hafnarfjarðarkaupstaður, 222 Hafnarfirði

Héðinshurðir ehf., Íshellu 10, 221 Hafnarfjörður

Hvalur hf., Reykjavíkurvegi 48, 220 Hafnarfjörður

Ísblik ehf., Skipalóni 20, 220 Hafnarfjörður

Kjötkompaní ehf., Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði

Maggi & Daði málarar ehf., Heiðarbraut 10, 230 Reykjanesbær

Manning ehf., Fjarðargötu 9a, 220 Hafnarfirði

Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 27, 220 Hafnarfirði

Myndform, Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði

Prókúra slf., Kaplahrauni 22, 220 Hafnarfirði

Rekstrarumsjón ehf., Bæjarhraun 6, 220 Hafnarfirði – www.rekstrarumsjon.is

SE ehf., Glitvöllum 35, 221 Hafnarfirði

Skyhook ehf., Hlíðarási 19, 221 Hafnarfirði

Sturlaugur Jónsson & Co ehf., Selhellu 13, 221 Hafnarfirði

Topptjöld og vagnar ehf., Álfhellu 4, 221 Hafnarfirði

Verktækni ehf., Lyngbergi 41, 221 Hafnarfirði

VSB-verkfræðistofa ehf., Bæjarhrauni 20, 220 Hafnarfirði – www.vsb.is

Þúsund fjalir ehf., Kaplahrauni 13, 220 Hafnarfirði

Suðurnes

amp rafverktaki ehf., Lyngbraut 1,

250 Suðurnesjabæ

Bakkasól ehf., Meiðastaðavegi 7, 250 Garður

Bílaverkstæði Þóris ehf., Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ

DMM lausnir ehf., Hafnargata 91, 230 Reykjanesbæ

Epoxy gólf ehf., Bakkastíg 12, 230 Reykjanesbæ K. Steinarsson ehf., Njarðarbraut 15, 260 Reykjanesbæ – www.ksteinarsson.is

Lagnir og þjónusta ehf., Strandgötu 25a, 245 Suðurnesjabæ

Magnús Jónsson ehf., Iðavöllum 11, 230 Reykjanesbæ

Ný-Sprautun ehf., Njarðarbraut 13-15, 260 Reykjanesbæ

Rafeindir og tæki ehf., Ægisvöllum 2, 230 Reykjanesbæ

Sigurjónsbakarí, Hólmgarði 2, 230 Reykjanesbæ – sigbak@mitt.is

Tríton sf., Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbæ

Tækniþjónusta SÁ ehf., Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ

Vísir hf., Pósthólf 30, 240 Grindavík

Æco bílar ehf., Njarðarbraut 19, 260 Reykjanesbæ

Mosfellsbær

Afltak ehf., Völuteigi 1, 270 Mosfellsbæ Byggingafélagið Bakki ehf., Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ

EEV framkvæmd og ráðgjöf ehf., Þrastarhöfða 32, 270 Mosfellsbæ

Elektrus ehf., Bröttuhlíð 1, 270 Mosfellsbæ

Glertækni hf., Völuteigi 21, 270 Mosfellsbæ

Hótel Laxnes ehf., Háholti 7, 270 Mosfellsbæ Íslenskur textíliðnaður hf. (Ístex), Völuteigi 6, 270 Mosfellsbæ

Kjósarhreppur, Ásgarði, Kjós, 276 Mosfellsbæ KO verktakar ehf., Uglugötu 27, 270 Mosfellsbæ Mosfellsbakarí ehf., Háholti 13-15, 270 Mosfellsbæ Nonni litli ehf., Þverholti 8, 270 Mosfellsbæ Réttskil ehf., Þverholti 13, 270 Mosfellsbæ

Verkstæðið ehf., Lækjarnesi, 271 Mosfellsbæ VGH Mosfellsbæ ehf., Flugumýri 36, 270 Mosfellsbæ

Vesturland

Blikksmiðja Guðmundar ehf., Akursbraut 11b, 300 Akranesi

Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli, 342 Stykkishólmur

Gísli Stefán Jónsson ehf., Grenigrund 20, 300 Akranesi

Grastec ehf., Einigrund 9, 300 Akranesi

Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf., Hellu, 360 Hellissandi

Landlínur ehf., Jaðri 2, 311 Borgarnesi

Límtré Vírnet ehf., Borgarbraut 74, 310 Borgarnes

Reykhólahreppur, Reykhólum, 380 Reykhólahreppi

Rútuferðir ehf., Sólvöllum 5, 350 Grundarfirði Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi

Tannlæknastofa A.B. slf., Engihlíð 28, 355 Ólafsvík Tryggðarbönd ehf., Kirkjubraut 2, 300 Akranesi Útgerðarfélagið Guðmundur ehf., Brautarholti 18, 355 Ólafsvík

Útnes ehf., Háarifi 67, Rifi, 360 Hellissandi Verslunin Einar Ólafsson ehf., Skagabraut 9-11, 300 Akranesi

Vogir og lagnir ehf., Smiðjuvöllum 17, 300 Akranesi

Vestfirðir

Bifreiðaverkstæði Guðjóns ehf., Hafnargötu 57, 415 Bolungarvík

Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Freyjugötu 2, 430 Suðureyri

Geirnaglinn ehf., Strandgötu 7b, 410 Hnífsdal Hamraborg ehf., Hafnarstræti 7, 400 Ísafirði Hótel West ehf., Aðalstræti 62, 450 Patreksfirði Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf., Hnífsdalsbryggju, 410 Hnífsdal Íslenska kalkþörungafélagið ehf., Hafnarteigi 4, 465 Bíldudal

Jón og Gunna ehf., Austurvegi 2, 400 Ísafirði Kampi ehf., Sindragötu 1, 400 Ísafjörður

Oddi hf., Eyrargötu 1, 450 Patreksfirði

Orkubú Vestfjarða ohf., Stakkanesi 1, 400 Ísafirði

Stjórnendafélag Vestfjarða, Stórholti 13, 400 Ísafirði – www.stjornvest.is

Verslunin Fjölval ehf. (Smáalind ehf.), Þórsgötu 10, 450 Patreksfjörður

Vesturferðir ehf., Aðalstræti 7, 400 Ísafirði – www.vesturferdir.is

Þórsberg ehf., Pósthólf 90, 460 Tálknafirði Ævintýradalurinn ehf., Heydal, 401 Ísafirði

Norðurland vestra

Árskóli, Skagfirðingabraut 17, 550 Sauðárkróki

Bifreiðaverkstæði Blönduóss ehf., Norðurlandsvegi 4, 540 Blönduósi

Fasteignasala Sauðárkróks ehf., Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki – fasteignir@krokurinn.is

Fjallabyggð, Gránugata 24, 580 Siglufjörður

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Bóknámshúsinu, 550 Sauðárkróki

Húsherji ehf., Svínavatni, Svínavatnshreppi, 541 Blönduósi

Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Grenihlíð 11, 550 Sauðárkróki

Ingimundur Guðjónsson ehf., Sæmundargötu 3a, 550 Sauðárkróki

Kvenfélag Svínavatnshrepps

Léttitækni ehf., Efstubraut 2, 540 Blönduósi

Siglfirðingur hf., Gránugötu 5, 580 Siglufirði

Skagafjarðarveitur – hitaveita, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki

Sláturhús KVH ehf., Norðurbraut 24, 530 Hvammstanga

Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8, 565 Hofsósi

Norðurland eystra

A.J. byggir ehf., Syðra-Brekkukoti, 604 Hörgársveit

Alkemia ehf., Helgafelli, 606 Akureyri

Arctic Maintenance ehf., Skýli 14, Akureyrarflugv., 600 Akureyri – www.arcticm.is

B.J. vinnuvélar ehf., Stórholti 4, 680 Þórshöfn

Bílar og vélar ehf., Hafnarbyggð 14a, 690 Vopnafirði

Bruggsmiðjan Kaldi ehf., Öldugötu 22, 621 Árskógssandi

Ektafiskur ehf., Hafnargötu 6, 621 Dalvík

Endurhæfingarstöðin ehf., Glerárgötu 20, 600 Akureyri

Enor ehf., Hafnarstræti 53, 600 Akureyri

Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 601 Akureyri

Ferðaskrifstofa Akureyrar, Strandgötu 3, 600 Akureyri

Fiskmarkaður Þórshafnar ehf., Eyrarvegi 16, 680 Þórshöfn

Framtal Sf., Pósthólf 222, 602 Akureyri Geir ehf. Útgerð, Sunnuvegi 3, 680 Þórshöfn Grófargil ehf., Glerárgötu 36, 600 Akureyri

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Auðbrekku 4, 640 Húsavík – www.hsn.is

Ideal Company ehf., Gleráreyrum 1, 600 Akureyri

India karry kofi ehf., Þórunnarstræti 112, 600 Akureyri

Ísgerðin, Kaupangi, Mýrarvegi, 600 Akureyri – isgerdin@simnet.is

JMJ ehf., Gránufélagsgötu 4, 600 Akureyri

Keahótel ehf., Skipagötu 18, 600 Akureyri

Kollgáta ehf., Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri

Ljósco ehf., Ásabyggð 7, 600 Akureyri

Norðurlagnir sf., Möðruvallastræti 4, 600 Akureyri

Norlandair ehf., Akureyrarflugvelli, 600 Akureyri

Raftákn ehf., Glerárgötu 34, 600 Akureyri

S. Guðmundsson ehf., Klettaborg 19, 600 Akureyri

Snow Dogs ehf., Vallholti, 660 Mývatni

Sportferðir ehf., Melbrún 2, 621 Dalvík

Stefna ehf., Glerárgötu 34, 600 Akureyri – www.stefna.is

Stekkjarvík ehf., Hafnargötu 3, 611 Grímsey

Sæbjörg EA184 ehf., Hafnargötu 7, 611 Grímsey

Trésmiðjan Rein ehf., Víðimóum 14, 640 Húsavík

Tréverk ehf., Grundargötu 8-10, 620 Dalvík

Tríg ehf., Hofsbót 4, 600 Akureyri

Vogar, ferðaþjónusta, Vogum, 660 Mývatni

Whale Watching Hauganes ehf., Hauganes, 621 Dalvíkurbyggð

Þrif og ræstivörur ehf., Frostagötu 4c, 603 Akureyri

Austurland

AFL starfsgreinafélag, Búðareyri 1, 730 Reyðarfirði

BirgirB ehf., Búðarvegi, 750 Fáskrúðsfjörður

Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum

Dal-Björg ehf., Tungufelli, 761 Breiðdalsvík

Egersund Ísland ehf., Hafnargötu 2, 735 Eskifirði - www.egersund.is

Egilsstaðabúið ehf., Egilsstöðum 1, 700 Egilsstöðum

Egilsstaðahúsið ehf., Egilsstöðum 2, 700 Egilsstöðum

Erpur ehf., Norðurbraut 9, 780 Höfn í Hornafirði

Fallastakkur ehf., Víkurbraut 4, 780 Höfn í

Hornafirði - www.glacierjourney.is

Fiskverkun Kalla Sveins ehf., Vörðubrún, 720 Borgarfirði eystra

Funi ehf. Sorphreinsun, Ártúni, 781

Höfn í Hornafirði

Horn, rafmagns og vélaverkstæði, Ófeigstanga 15, 780 Höfn í Hornafirði

Króm og hvítt ehf., Álaleiru 7, 780 Höfn í Hornafirði

Landatangi ehf., Fjarðarbraut 40a, 755 Stöðvarfirði

Lindarbrekkufrænkur ehf., Útkaupstaðarbraut 1, 735 Eskifirði

Lostæti-Austurlyst ehf., Leiruvogi 2, 730 Reyðarfirði

Málningarþjónusta Jóns Höjg ehf., Miðási 20, 700 Egilsstöðum

Myllan, stál og vélar ehf., Miðási 26, 700 Egilsstöðum

Plastverksmiðjan Ylur ehf., Litluskógum 6, 700 Egilsstöðum

R.H. gröfur ehf., Helgafelli 9, 735 Eskifirði

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, Pósthólf 115, 740 Neskaupstað

Seljavellir 1 ehf., Seljavöllum, 781

Höfn í Hornafirði

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf.,

Fagradalsbraut 11, 700 Egilsstöðum

Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20, 730 Reyðarfirði

Súlkus ehf., Hafnarbraut 1, 740 Neskaupstað

Sveitarfélagið Múlaþing, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum

Tandraberg ehf., Strandgötu 8, 735 Eskifirði

Tandrabretti ehf., Strandgötu 8, 735 Eskifirði

Uggi SF - 47 ehf., Fiskhóli 9, 780

Höfn í Hornafirði

Verkmenntaskóli Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað

Suðurland

Ásvélar ehf., Hrísholti 11, 840 Laugarvatni

B&B Iceland Travel, Bárustíg 2, 900 Vestmannaeyjum - bgbcool59@gmail.com

Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf., Hrísmýri 3, 800 Selfossi

Bílasala Suðurlands ehf., Fossnesi 14, 800 Selfossi

Bíltak ehf., Hellismýri 1, 800 Selfossi

Bjólfell ehf., Kornvöllum, 861 Hvolsvelli

E. Guðmundsson ehf., Sunnubraut 8, 870 Vík

Eldstó ehf., Austurvegi 2, 860 Hvolsvelli

Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf., Hunkubökkum, 880 Kirkjubæjarklaustri

Flóra garðyrkjustöð, Heiðmörk 38, 810 Hveragerði

Flúðasveppir ehf., Garðastíg 8, 845 Flúðum

GT Ice ehf., Lágengi 26, 800 Selfossi

GTS ehf., Fossnesi C, 800 Selfossi

Hátak ehf., Norðurgötu 15, 801 Selfossi

Hestvit ehf., Árbakka, 851 Hellu

Hjá Maddý ehf., Eyravegi 27, 800 Selfossi

Hurðalausnir ehf., Víkurheiði 11, 800 Selfossi

Jeppasmiðjan Ice.inn ehf., Ljónsstöðum, 801 Selfossi

Kanslarinn, Dynskálum 10c, 850 Hellu

Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15, 800 Selfossi Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Skólavegi 2, 900 Vestmannaeyjum

LS Ozone ehf., Grafhólum 2, 800 Selfoss

Mundakot ehf., Tryggvagötu 2a, 800 Selfossi

Raftaug ehf., Borgarheiði 11h, 810 Hveragerði Reykhóll ehf., Reykhóll, 804 Selfossi

Riding tours South Iceland, Syðra Langholti 3, 845 Flúðum

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Víkurheiði 6, 801 Selfossi

Skaftárhreppur, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustri

Skipalyftan ehf., Eiðinu, 900 Vestmannaeyjum Sportþjónustan ehf., Klettagljúfri 11, 816 Ölfus

Starfsendurhæfing Suðurlands, Fjölheimum, Tryggvagötu 13, 800 Selfossi

Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn

Tannlæknaþjónustan slf., Austurvegi 10, 800 Selfossi

Torf túnþökuvinnsla ehf., Borgareyrum, 861 Hvolsvelli

Tvisturinn ehf., Faxastíg 36, 900 Vestmannaeyjum

Tæki og tól ehf., Borgarbraut 1c, 801 Selfossi Vélsmiðja Suðurlands ehf., Gagnheiði 5, 800 Selfoss

Þingborg svf., pósthólf 246, 802 Selfossi

Örkin veitingar ehf., (Hótel Örk), Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði

S L ÖKU N VE LLÍ ÐA N UPP LIF U N

JARÐB Ö Ð I N V I Ð MÝ V A T N

A+ Bílamálun & Réttingar sér um bílinn þinn eftir tjón. Bílamálun, réttingar, plastviðgerðir og margt fleira.

Stapahraun 1, 220 Hafnarfjörður | 555 4895 | info@aplusbilamalun.is

Verkfæri og festingar

Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga (Í júní – ágúst er lokað á laugardögum)

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.