Page 1

2. tbl. 18. árg. 2012 STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Bolungarvík-Reykjavík einu sinni í viku


Horft til miðstöðvar um eftirfylgni

OFNÆMI... NEI TAKK

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, var stofnað fyrir 21 ári í þeim tilgangi að gæta hagsmuna krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra á öllum sviðum innan sjúkrahúsa og utan en árlega greinast að meðaltali 10-12 börn á aldrinum 0-18 ára með krabbamein á Íslandi. Félagið og málstaðurinn hefur frá upphafi notið mikils velvilja og hlýhugar í samfélaginu. Styrkir og stuðningur einstaklinga, fyrirtækja og góðgerðarfélaga hafa gert SKB kleift að styðja á ýmsan máta við fjölskyldurnar og jafnframt við heilbrigðisstarfsfólkið sem sérhæfir sig í umönnun krabbameinssjúkra barna. Á tímabilinu hafa einnig verið stigin afar mikilvæg skref í réttindabaráttu langveikra barna, m.a. hefur umönnunargreiðslum verið komið á, sem og langþráðum foreldragreiðslum til þeirra sem þurfa að leggja niður störf í veikindum barna sinna. En það sem mestu máli skiptir er hve framfarir í krabbameinslækningum barna hafa verið miklar og lífslíkur sífellt að aukast. Í samfélaginu í dag er talsvert stór

hópur ungs fólks sem farið hefur í gegnum krabbameinsmeðferðir í æsku. Eitt af baráttumálum SKB á undanförnum árum hefur verið að þrýsta á að fylgst sé nægilega með þessum einstaklingum með svokallaðar síðbúnar afleiðingar í huga en krabbameinsmeðferð getur haft ýmiss konar og misalvarleg áhrif á barn sem gengur í gegnum hana. Markmiðið er að sett verði á laggirnar sérstök deild eða miðstöð á Landspítalanum sem hefur eftirfylgni með fólki sem fengið hefur krabbamein á barnsaldri að leiðarljósi, í sumum tilvikum jafnvel út ævi viðkomandi. SKB hefur lagt sitt af mörkum til að slík þjónusta megi líta dagsins ljós og festast í sessi. Félagið styrkti þróunarverkefni sem Sólveig Hafsteinsdóttir barnalæknir hefur unnið að, þar sem einkum er lögð áhersla á verkferla innan sjúkrahússins og skoðaðar leiðir til að ná þessu markmiði. Félagið bindur miklar vonir við að fyrr en síðar megi slík eftirfylgni verða að veruleika.

Efnisyfirlit 4

Mörg þúsund hringir með vagninn 9 Bolungarvík-Reykjavík einu sinni í

viku 9 Dorit og Solla á spítala 9 Starfsmannabreytingar hjá SKB

527

ÞESS VEGNA INNIHALDA UNGBARNAVÖRURNAR FRÁ NEUTRAL ENGIN ILMEFNI EÐA ÓNAUÐSYNLEG VIÐBÓTAREFNI

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral

Eitt af hverjum þremur börnum á það á hættu að fá ofnæmi. Notkun ilmefna og ónauðsynlegra viðbótarefna eykur þá hættu. Þess vegna innihalda ungbarnavörurnar frá Neutral engin óæskileg aukaefni og eru allar prófaðar og vottaðar af astma- og ofnæmissérfræðingum. Þannig hjálpar Neutral til við að halda húð barnsins þíns heilbrigðri.

040

Neutral.is

10 Ný íbúð fyrir landsbyggðafjölskyldur 11 Íslenskar konur í Luxemborg styðja SKB 12 Ronan rokkstjarna 13 Saga frá Afríku 13 Leika meira - horfa minna14 Sumarhátíð í sumarblíðu 18 Frásagnir af erfiðum glímum 18 Handbók fyrir kennara 19 Járnkarlar gefa til baka 20 Til minningar um Sturlu Emil 20 Takk fyrir stuðninginn! 21 Vitundarvakning í Bretlandi til að flýta greiningu heilaæxla 22 Leikum okkur með Lúlla ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi. Sími 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is, ISSN 1670-245X. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir formaður, Benedikt Gunnarsson, Einar Þór Jónsson, Erlendur Kristinsson, Erna Arnardóttir, Freyr Friðriksson, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Skúli Jónsson. MYNDIR: Baldur Kristjánsson, myndasafn félagsmanna og úr myndasafni SKB. FORSÍÐUMYND: Baldur Kristjánsson. UMBROT: A-fjórir - Hjörtur Guðnason. PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Umhverfisvottuð prentsmiðja.

Stuðningur og fræðsla vega einnig þungt þegar kemur að hugsanlegum síðbúnum afleiðingum og því að auka lífsgæði fólks sem fengið hefur krabbamein í æsku. Þar þurfa einstaklingarnir sjálfir, forráðamenn, kennarar og aðrir einnig að vera vel á verði. Oft mætti koma í veg fyrir erfiðleika, vandamál og misskilning síðar á lífsleiðinni ef réttu upplýsingarnar um hvað einstaklingur hefur gengið í gegnum fylgdu einatt með viðkomandi og fólk væri betur meðvitað um að orsakirnar mætti ef til vill rekja til strangrar krabbameinsmeðferðar í æsku. Þetta þurfum við öll, sem þekkjum málefni krabbameinssjúkra barna og tengjumst þeim með einum eða öðrum hætti, að vera á varðbergi gagnvart og hjálpa hvert öðru við að framfylgja. Breytingar hafa orðið í starfsmanna­ haldi á skrifstofu SKB. Óskar Örn Guðbrandsson framkvæmdastjóri og Elísa Guðrún Halldórsdóttir félagsráðgjafi hafa látið af störfum og Gréta Ingþórsdóttir tekið við framkvæmdastjórn félagsins. Um leið og félagið þakkar Óskari og Elísu kærlega fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar, er Gréta boðin hjartanlega velkomin til starfa hjá SKB. Með kveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB.

Börn með krabbamein - 3


Mörg þúsund hringir með vagninn Ragnheiður Edda Viðarsdóttir og Þórir Úlfarsson búa í Kópavogi ásamt fimm börnum sínum. Edda á tvær dætur, Ragnheiði Emilíu, 18 ára, og Elmu Láru, 16 ára, Þórir á soninn Eyþór Úlfar, 19 ára, og tvítugu fósturdótturina Alexöndru. Saman eiga þau svo tvo litla gutta, Emil Ágúst, fæddan í maí 2007 og Viðar Snæ, fæddan í október 2009. Emil greindist með hvítblæði í janúar 2010 og var útskrifaður úr meðferð um mitt þetta ár. Emil er hress og kátur leikskólastrákur í dag en meðferðartíminn reyndist fjölskyldunni afar erfiður á köflum. Viðkvæmur í maga Emil Ágúst var viðkvæmur í maga frá fæðingu, fékk oft hægðatregðu og gjarnan hita með henni og þurfti ítrekað meðferð við þessum kvilla. Blóðprufa, sem tekin var í lok september 2009, kom vel út og læknar héldu helst að næringu væri ábótavant. Hann hélt samt áfram að slappast og í nóvember var hann farinn að vilja leggja sig á daginn, var þreyttur og úthaldslítill. Enn héldu læknar að hægðatregðu væri um að kenna og hann var meðhöndlaður við henni á Barnaspítalanum, m.a. með ristilskolunum. Síðar komust foreldrarnir að því að börn með hvítblæði mega ekki einu sinni fá hitalækkandi stíla - hvað þá fara í ristilskolun - og eru í ónæmisbælingu og hafa engar varnir geta þau dáið við það eitt að fá kvef. Í desember var svo komið að varla var hægt að vekja Emil þegar hann lagði sig, hann svitnaði mikið þegar hann var sofandi, hann fékk blóðnasir nokkrum sinnum, var farinn að fá marbletti og alltaf með hitatoppa. „Um jólin fékk Emil rosalegt glóðarauga upp úr þurru, var allur í marblettum, svaf allan sólarhringinn og var með háan hita,“ segir Edda. „Eftir áramótin fékk hann 41 stigs hita og þá hringdum við á Læknavaktina. Læknirinn, sem 4 - Börn með krabbamein

kom, fékk að vita um öll einkenni en hann sagði að barnið væri með vírus. Tveimur dögum seinna gerðist það sama og aftur fengum við sömu svör: vírus!“ Strax talað um hvítblæði „Áttunda janúar fórum við með Emil á bráðamóttökuna á Barnaspítalanum þegar Þórir tók eftir að hann var með mar undir báðum augum. Þá sér Ólafur Thorarensen taugalæknir að Emil er með húðblæðingar og gerði samstundis viðeigandi ráðstafanir. Blóðprufa var pöntuð og reyndust blóðgildin og neutrófílarnir þannig að strax var talað um hvítblæði,“ segir Edda. „Hann var blóðlítill, með engar varnir og aðeins nokkrar blóðflögur.“ Ólafur Gísli Jónsson, barnalæknir og sérfræðingur í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum barna, staðfesti þá greiningu morguninn eftir en ekki var enn vitað hvort um væri að ræða ALL (acute lymphoblastic leukemia) eða AML (acute myeloid leukemia). Í upphafi meðferðar við ALL er kjarni

hvítblæðisfrumunnar rannsakaður til að ákvarða meðferðaráætlun en hún er skilgreind eftir því hvort tilfellið er metið í venjulegri áhættu, mikilli eða mjög mikilli. Þar sem þessi kjarni fannst ekki hjá Emil og til að taka enga sénsa var ákveðið að setja hann í harðari meðferð. „Ég trúði þessu ekkert,“ segir Þórir. „Ég var hættur að treysta læknum og fyrsta nóttin var algjör hryllingur. Ég var með Emil á spítalanum, hann fékk blóðflögur án þess að það væri athugað hvernig þær færu í hann og hann fékk svo hrikaleg ofnæmisviðbrögð að ég hélt að hann væri að deyja,“ segir hann. „Eftir þetta var alltaf athugað hvernig blóðið færi í hann og vel fylgst með honum“ segja þau. Fjögur börn heima, þar af eitt nýfætt Edda og Þórir voru á spítalanum allan sólarhringinn fyrsta mánuðinn. Þá þurfti að gera ráðstafanir út af fjórum börnum heima, þremur unglingum, 14, 15 og 16 ára, og einu ungbarni en Viðar Snær fæddist 6. október 2009

Emil bíður eftir að fara í blóðprufu á Barnaspítalanum. Hér láta þau fara vel um sig á leikstofunni, Þórir Úlfarsson og Edda Viðarsdóttir, foreldrar Emils, og litli bróðir hans, Viðar.


og var því aðeins þriggja mánaða gamall þegar lífi fjölskyldunnar var snúið á hvolf. Edda og Þórir segjast hafa fengið frábæra hjálp frá vinum og ættingjum. Móðir Eddu var heima með Vidda litla yfir daginn og sá um þvotta fyrir alla fjölskylduna og allt annað sem tilheyrir stóru heimili. Foreldrar Þóris komu um fjögurleytið dag hvern, sóttu Vidda og skiluðu honum aftur að morgni. Vinir og systkini Eddu og Þóris sáu um að gefa stóru krökkunum að borða. „Við hefðum ekki getað þetta nema að fá svona mikla hjálp,“ segir Edda. „Og við erum ótrúlega þakklát,“ bætir Þórir við. „Fólk var að koma með mat og það var kannski enginn heima. Enginn sagði takk. Samt héldu vinir og vandamenn og foreldrar okkar áfram að sjá um okkur og aðstoðin var ómetanleg.“ Þórir og Edda segja að allt fyrsta árið hafi verið erfitt, fyrsta hálfa árið gengið frekar illa og fyrsti mánuðurinn verið alveg skelfilegur. Emil fékk magaveiru, hélt engu niðri, kastaði upp og þurfti næringu í æð. Hann þurfti að fara í bráðaaðgerð þegar næringargjöf misfórst eftir að sondan var sett í hann og næringu var dælt inn í kviðarholið og framhjá maganum. Aðgerðin gekk þó vel og hann jafnaði sig ágætlega. Foreldrarnir ósammála Eddu fannst gríðarlega erfitt að horfa upp á barnið sitt í vanlíðan og hafði áhyggjur af því að Emil fengi ekki næg verkjalyf en hann var auðvitað of lítill til að geta tjáð sig með orðum. Hún segist hafa fengið að lesið yfir skýrslur og þar hafi iðulega staðið að móðir hafi óskað eftir verkjalyfjum eða að rætt

6 - Börn með krabbamein

hafi verið við hana um verkjastillingu en henni fannst verkjalyfin ekki alltaf virka sem skyldi. Ein eldri hjúkrunarkonan hafi meira að segja sagt við sig að það væri ekki víst að lifrin í barninu þyldi svona mikil verkjalyf. Þórir hafði meiri fyrirvara á verkjalyfjunum og vildi ekki að Emil fengi meira af þeim en hann nauðsynlega þyrfti. Hann var hræddur um að þau gætu skaðað, auk þess sem Emil fékk mikið af öðrum lyfjum. Edda segir að Emil hafi verið lyfjaþolinn og það hafi þurft að meðhöndla hann sérstaklega í tengslum við steragjöf en sterarnir fóru einstaklega illa í hann. Á löngum tíma hafi smám saman verið búin til uppskrift að verkjameðferð sem innihélt morfínplástur og verkjalyf á öðrum degi í steragjöfinni og þar til steravikan var búin og sú

Í sjokki, skíthrædd, nýbúin að eiga barn sem hún gat ekki haft hjá sér verkjameðferð hafi gengið vel upp. Þá þurfti líka að svæfa Emil annan hvern mánuð þegar hann fékk lyf í mænugöngin og hann hafi einnig þurft sérstaka meðhöndlun við svæfinguna vegna þess hvað hann vaknaði illa. Edda segist hafa verið búin að sjá út hvaða lyf virkuðu vel til að hann vaknaði betur en svæfingalæknarnir þurftu iðulega eitthvað að breyta út af og það kostaði að þau Þórir þurftu að kljást við Emil í vöknun. Þórir ákvað að draga sig algjörlega út úr umræðu um lyfjagjöf vegna þess hvað málefnið var viðkvæmt og olli gríðarlegri spennu á milli foreldranna. Honum fannst Edda alltaf gera of mikið úr ástandinu. „Einhverju sinni kemur Ólafur Gísli og Edda byrjar að mála skrattann á vegginn. Ég fór þá að draga úr og hún brjálaðist! Ég mátti ekki hafa skoðanir á þessum málum og ákvað að treysta henni bara fyrir þessu. Ég gat ekki staðið í að taka slag við hana um þetta,“ segir hann. Eftir á viðurkennir Þórir að Edda hafi oft haft rétt fyrir sér og Edda viðurkennir að hún hafi gengið mjög langt í að krefjast verkjameðferðar. Hún segist

hafa verið í sjokki, skíthrædd, ósofin, nýbúin að eiga barn sem hún gat ekki haft hjá sér og hún hafi iðulega verið hágrátandi þegar hún fór og bað um verkjalyf fyrir Emil. Á sínum tíma olli það mikilli togstreitu hvað þau voru ósamstíga og Edda segir að það hafi reynt mjög á samband þeirra Þóris og það hafi staðið tæpt. „Ef Sigrún Þórodds [hjúkrunarfræðingur í krabbameinsteyminu á BSH] og Vigfús Bjarni [Albertsson sjúkrahúsprestur] hefðu ekki kallað okkur niður í kapellu og talað við okkur þá hefði ég farið,“ fullyrðir Edda. Svefnleysi og áhyggjur Þórir og Edda tala mjög hreinskilnislega um hvað þessi tími hafi verið þeim erfiður. Eftir að þau komu heim sváfu þau hvort í sínu herberginu með litlu strákana hjá sér, Þórir með Vidda og Edda með Emil. Þegar Emil fékk stera svaf hann nánast ekki neitt og þjáðist stöðugt af vanlíðan. Þá gripu þau til þess ráðs að keyra með hann í vagni úr borðstofu og fram á gang og inn aftur, hring eftir hring. „Ætli maður hafi ekki farið nokkur þúsund hringi hérna í kringum þennan vegg,“ segir Þórir „eða einhverja tugi þúsunda, jafnvel. Maður svaf ekki í fleiri, fleiri nætur. Sterarnir fóru svo illa í hann og hann lá bara og vældi. Maður hefur örugglega misst úr svona tveggja mánaða svefn á þessu ári og skilur ekki hvernig maður fór að þessu. Ég lét mig hafa það að fara í fótbolta einu sinni í viku, alltaf ósofinn, og hélt stundum að ég myndi detta niður dauður. Ég lenti í kvíðaröskunum fyrir 15 árum og hef verið tæpur í taugakerfinu síðan og mjög viðkvæmur fyrir svefnleysi. Ég fór að fá mígreniköst þarna eftir að meðferð Emils hófst, hafði þá samband við gamla lækninn minn og endaði með því að fara aftur á kvíðastillandi lyf og var á þeim í tvö ár. Ég er ekki enn búinn að ná mér almennilega. Ég vildi heldur ekki tala við neinn. Þegar það versta var yfirstaðið og fólk spurði hvernig gengi þá sagði ég alltaf að það gengi bara vel. Ég gat ekki útskýrt hluti, fannst það erfitt og óþægilegt. Sumir skildu heldur ekki um hvað þetta snerist. Ég nennti ekki að útskýra þetta fyrir öllum.“ Þær ættu að fá orðu! Edda þurfti líka aðstoð, lenti á taugadeild og fór á þunglyndislyf. „Þetta var ofboðslega erfiður tími. Heimurinn bara hrundi. Bankarnir

höfðu hrunið, allt sem maður átti var í uppnámi, barnið veikt og svo framvegis. Maður sá ekki lækni heilu helgarnar og ofboðslegt álag var á hjúkrunarfólkinu. Við fylgdumst vel með og pössuðum upp á að Emil fengi öll lyf, skolanir og þess háttar, þannig að þetta hafði sem betur fer engar afleiðingar,“ segir hún. Edda og Þórir bera starfsfólki Barnaspítalans vel söguna. „Það er ekki hægt að setja út á neitt. Þau gáfu sér alltaf tíma ef maður var með spurningar, reyndu að láta fara sem best um okkur og voru bara frábær. Ef þau vissu ekki eitthvað þá var því flett upp eða athugað betur. Það var í raun stjanað við okkur. Og Gróa og Sibba [á leikstofunni] - þvílíkir dýrlingar! Emil og Gróa eiga alveg sérstakt samband. Hann var farinn að kalla hana Gróu ömmu á þriðja degi og hann og Viddi litli náðu mjög góðu sambandi við Sibbu líka. Þær eru yndislegar. Við foreldrarnir höfum oft talað um að þær ættu skilið að fá orðu!“ Þau nefna líka Halldóru K. Þórarinsdóttur krabbameinslækni og segja hana eiga mikið hrós skilið. „Hún svaraði öllum spurningum mjög vel og útskýrði ýmis ferli í veikindum Emils fyrir okkur á mannamáli.“ Þjálfaði Emil í heita pottinum Þórir segir að ef hann ætti að setja út á eitthvað þá væri það að hann hefði viljað hafa hjónarúm á stofunni til að þau gætu haft Emil uppi í hjá sér. Þeim finnst líka ástæða til að setja upp heitan pott fyrir endurhæfingu á Barnaspítalanum. Emil hætti að ganga eftir að hann byrjaði í meðferð en lyfin hafa áhrif á vöðva og taugaenda. Edda og Þórir eru með heitan pott heima og Þórir var duglegur að þjálfa Emil þar. Það gerði honum ótrúlega gott, hann fór fljótlega að geta staðið í pottinum og þau eru sannfærð um að það sé þeirri þjálfun að þakka hvað hann náði fljótt og vel að fara að ganga aftur. Þau segja að SKB hafi stutt vel við bakið á sér. Óskar Örn Guðbrandsson, þáverandi framkvæmdastjóri, kynnti félagið fyrir þeim og hvaða aðstoð þau gætu fengið. Edda fékk líka mikinn stuðning hjá Elísu, félagsráðgjafa SKB. „Svo kynntumst við öðrum foreldrum, sem eru góðir vinir okkar í dag. Við náðum góðum tengslum við þá sem voru með börn í meðferð á sama tíma og við fylgjumst hvert með öðru. Það er gott að tala við aðra foreldra sem eru að glíma við svipuð vandamál og skilja mann.“

Yngsta barnið þekkti þau ekki Edda og Þórir segjast ekki alveg gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif veikindin hafi haft á unglingana á heimilinu. Krakkarnir hafi reynt að halda sínu striki en hafi eflaust haft áhyggjur án þess að tala mikið um það. Það var Emmu, eldri dóttur Eddu, mikið áfall að frétta af greiningunni, enda nýbúin að vera veik sjálf með ofvirkan og stækkaðan skjaldkirtil og þau því búin að vera í tíðum

ástandið var. Við fengum mikla aðstoð sem mér fannst að vissu leyti erfitt að þiggja en kom sér auðvitað vel. Það voru til dæmis haldnir styrktartónleikar fyrir okkur og sumir fóru aðeins yfir strikið í rausnarskap,“ segir hann. Hann segist vilja reyna að borga til baka það sem gert var fyrir þau og þau hafa þegar látið Barnaspítalann njóta þess en síðustu tvö ár hafa þau staðið fyrir jólaballi á spítalanum og spilað þar fyrir dansi ásamt pabba Eddu, Viðari Jónssyni, og vini hans, Einari Hólm.

Það er ekki

Stórmál að fara í gegnum svona Þau fara með Emil í eftirlit einu sinni í mánuði og þá eru teknar blóðprufur um lyfjabrunn sem hann er ennþá með og verður eitthvað fram á næsta ár. Nýbúið er að taka tappann fyrir sonduna. Þau segjast hafa fundið fyrir því að foreldrar annarra langveikra barna hálföfundi kr a bba m e i n s f j ö l s k y l d u r n a r , s v o einkennilega sem það hljómi, vegna þess hve margt í meðferð krabbameinsveikra barna sé vel skilgreint og hversu vel SKB standi við bakið á þeim. Hins vegar séu margir úti í samfélaginu sem geri sér enga grein fyrir því hve alvarlegt það er þegar barn greinist með krabbamein og sumir tali jafnvel um að Emil hafi „bara“ verið með bráðahvítblæði, sem í raun sé ekkert annað en blóðkrabbamein. Það er stórmál fyrir alla í fjölskyldunni að fara í gegnum svona veikindi og tilheyrandi meðferð. „Það er ekkert svo langt síðan hvítblæði var dauðadómur,“ segir Þórir. Emil hefur áður þurft að berjast fyrir lífi sínu en hann var hætt kominn í

svo langt síðan hvítblæði var dauðadómur heimsóknum á Barnaspítalann. Einnig fékk þetta mikið á hin eldri systkinin þrjú. Viðar var nýfæddur og þau segja frá því að foreldrar Þóris hafi einu sinni komið með hann á spítalann í heimsókn, þá um 6 mánaða gamlan. Hann hafi ekki þekkt foreldra sína, hafi bara verið hræddur og óöruggur og ekki hætt að gráta fyrr en búið var að festa hann í bílstólinn aftur í bílnum hjá afa og ömmu. Enn í óvissu Edda og Þórir létu mæla rafmengun í húsinu sínu eftir að hafa fengið ábendingu frá foreldrum annars hvítblæðisbarns og í ljós kom að ýmislegt mátti betur fara og ráðist var í að gera á því úrbætur. Þau eru samt alltaf á báðum áttum hvort þau eigi að vera eða flytja. Þórir segist einn daginn hvergi annars staðar vilja vera en þann næsta vilji hann endilega flytja. Þau segjast auk þess vera langþreytt eftir þennan tíma en Emil lauk meðferð 8. júlí í sumar, nákvæmlega tveimur og hálfu ári eftir greiningu. Edda var alltaf á leiðinni í nám en hún er ennþá heima og hvorki farin í nám né vinnu. Þeim finnst þau ekki vera búin að fóta sig almennilega eftir veikindi og eftir hrun og búa við talsverða óvissu. Þórir byrjaði að vinna hálfu ári eftir greiningu. „Það var ekkert annað í boði en ég var sem betur fer í þannig starfi að ég gat alltaf farið frá þegar ég vildi. Margir höfðu skilning á því hvernig

Börn með krabbamein - 7


fæðingu vegna framfallins naflastrengs. Þá voru þau í góðum höndum Ebbu Margrétar Magnúsdóttur læknis sem bjargaði honum. Þau segja að hann eigi sér líka verndarengil sem fylgi honum hvert skref, tvíburasystkini sem dó á 18. viku meðgöngu. Núna er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Tótó, kolsvartur hjartaknúsari af tegundinni dvergschnauzer, einn hans besti vinur. Þegar Emil var eins árs eignaðist fjölskyldan Golden Retriever-tík. Þau Emil voru saman öllum stundum og urðu bestu vinir í heimi. „Þegar Emil greindist þurftum við að láta Naný í fóstur til yndislegrar fjölskyldu og þegar við ætluðum að taka hana aftur mörgum mánuðum seinna var ljóst að hún átti ekki heima hjá okkur lengur heldur hjá fósturfjölskyldunni þar sem henni leið mjög vel. Við erum búin að sakna hennar síðan en svo kom Tótó til okkar fyrir nokkrum vikum og það eru allir voða glaðir með hann,“ segir Edda.

Úr myndasafni Þóris og Eddu

Emil Ágúst tók sérstakan þátt Í miðri meðferð ákváðu Edda og Þórir að gifta sig. „Við sáum að ekkert gæti aðskilið okkur. Fyrst við vorum að komast í gegnum meðferðina með Emil þá töldum við að við gætum tekist á við flest önnur áföll og erfiðleika í lífinu. Annaðhvort þjappa erfiðleikar fólki saman eða stía í sundur. Með góðri hjálp urðum við eitt. Brúðkaupið var haldið í garðinum heima hjá okkur síðsumars í fyrra að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum og var alveg ofboðslega fallegt. Við vorum með stórt tjald og áttum frábæran dag með ástvinum okkar í æðislegu veðri. Börnin voru eins og englar og við Þórir geisluðum af hamingju. Glöðust vorum við samt yfir því að hafa Emil enn hjá okkur og hann fékk að taka sérstakan þátt í athöfninni því að hann sagðist líka vera að giftast og fékk að standa hjá okkur foreldrunum þegar sr. Hjörtur Magni Jóhannsson

gaf okkur saman,“ segir Edda. Hjörtur Magni er eiginmaður Ebbu Margrétar sem bjargaði lífi Emils við fæðingu. Þau hjón hafa því leikið mikilvæg hlutverk á stórum stundum í lífi fjölskyldu Þóris og Eddu. Vanur að fá sínu framgengt Þórir og Edda segja að Emil sé yfirgengilega stjórnsamur eftir krabbameinsmeðferðina og þar að auki skapmikill að upplagi. Edda segir í gríni að það séu ekki bara aukakílóin, sem hún náði sér í á meðferðartímanum, sem hún þurfi að glíma við núna, heldur líka barn sem sé orðið vant því að hlaupið sé eftir öllum þess óskum, jafnvel farið út eftir pitsu um miðja nótt ef því var að skipta. En þetta séu lúxusvandamál sem þau ráði fram úr með tímanum. „Það sem er mikilvægast og það sem við erum endalaust þakklát fyrir er að við fengum að hafa Emil hjá okkur áfram.“

Bolungarvík-Reykjavík einu sinni í viku Forsíðumyndin er af Sigmundi Braga Gústafssyni sem greindist með vöðva­ krabba (rhabdomyosarcoma) í júlí í sumar. Hann fór í uppskurð 8. ágúst þar sem meinið var fjarlægt. Síðan tók við lyfjameðferð; fyrstu 10 vikurnar í hverri viku og eftir það á þriggja vikna fresti næstu rúma þrjá mánuði. Fjórum sinnum á þessum 10 vikum stóð meðferð þrjá sólarhringa. Myndina tók Baldur Kristjánsson í byrjun nóvember, í síðustu erfiðu meðferðinni. Sigmundur er á fyrstu önn í Menntaskólanum á Ísafirði og hefur stundað námið eftir því sem meðferðin og heilsan hafa leyft. Starfsfólk skólans, kennarar og námsráðgjafi

hafa komið vel til móts við Sigmund og námið hefur, að sögn Gústafs Gústafssonar, föður Sigmundar, í raun gengið ótrúlega vel miðað við allt. Sigmundi var í október færð fartölva að gjöf frá SKB í samræmi við samning félagsins við Advania og hefur gjöfin auðveldað Sigmundi að sinna bóklegum fögum í fjarnámi. Gústaf, faðir Sigmundar, tók sér leyfi frá störfum og hefur fylgt honum eftir í krabbameinsmeðferðinni. Þeir hafa keyrt vikulega til Reykjavíkur frá Bolungarvík, þar sem fjölskyldan býr, til að fara í meðferð á Barnaspítala Hringsins. Stundum hefur veðrið sett strik í reikninginn og þeir þurft að keyra

Dorrit og Solla á spítala Unglingahópurinn hittist tvisvar til þrisvar í mánuði og þá er ýmislegt skemmtilegt brallað. Í lok október fékk hópurinn góða gesti en þá mættu Solla Eiríks og Dorrit Moussaieff í Hlíðasmárann og kenndu krökkunum að búa til „heilsusúkkulaði“ auk þess sem Solla kom með grænmetislasagne og meðlæti af Gló. Solla gaf líka öllum krökkunum eintak af uppskriftabók sinni Himnesk hollusta. Snædís Björt Ágústsdóttir, einn félaga í unglingahópnum, var fjarri góðu gamni en hún þurfti að vera á spítala. Dorrit og Sollu fannst svo leiðinlegt að Snædís skyldi ekki geta verið með hópnum að þær tóku sig til og heimsóttu hana og færðu henni súkkulaði. Virkilega vel til fundið og vinalegt af þeim vinkonunum að sýna slíkan samhug í verki.

„Heilsu“-súkkulaði 2 dl kaldpressuð kókosolía 1 dl agave-síróp 2 dl hreint kakóduft Byrjið á því að láta heitt vatn renna á kókosolíukrukkuna (samt ekki yfir 45°C). Eftir smá stund verður olían fljótandi formi og þá mælið þið magnið og setjið í skál. Hrærið síðan agave-sírópi út í og endið á því að sigta kakóduftið út í skálina og hræra saman. Það er alveg hægt að setja kakóduftið beint út í en passið að blandan hlaupi ekki í kekki. Setjið í form. (Það eru til allskonar form, t.d. klakaform, og svo eru búsáhaldabúðir og -deildir farnar að vera með sérstök konfektform.) Best er að setja formin í frysti og geyma súkkulaðið þar. Prófið að setja kakó-nibbs (ómalaðar kakóbaunir sem eru í litlum bitum) til helminga á móti kakóduftinu.

einhverjum dögum of snemma til að ná áður en óveður skellur á.

Starfsmanna­ breytingar hjá SKB Gréta Ingþórsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra SKB 1. ágúst sl. Gréta hefur setið í stjórn félagsins frá 2008 en hún gekk í það í mars 2007 þegar dóttir hennar greindist með heilaæxli af völdum neurofibromatosis 1, NF1. Hún lést í maí það sama ár. Gréta er með BA próf í þýsku. Hún var forstöðumaður stefnu­ mótunarsviðs Sjálfstæðisflokksins 2009-2012, aðstoðarmaður for­ s­æ t i s­­­r á ð h e r r a 2007-2009, f r a m­­­k v æ m d a s t j ó r i þing­ flokks sjálfstæðismanna 19992007, útgáfustjóri í mennta­ málaráðuneytinu 1998-1999, þar áður blaðamaður á Morgunblaðinu til margra ára. Hún og maður hennar, Gísli Hjartarson, búa í Grafarvogi ásamt þremur börnum sínum. Gréta tók við af Óskari Erni Guðbrandssyni, sem hvarf úr stól framkvæmdastjóra eftir 6 ár í lok júní. Í sumar lét Elísa Guðrún Halldórsdóttir félagsráðgjafi einnig af störfum hjá SKB. Félagið þakkar Óskari Erni og Elísu kærlega fyrir góð störf og óskar þeim velfarnaðar í starfi og leik. Börn með krabbamein - 9


Ný íbúð fyrir landsbyggðarfjölskyldur

Íslenskar konur í Lúxemborg styðja SKB Fjórða árið í röð hefur SKB borist styrkur frá íslenskum konum í Lúxemborg að frumkvæði Gígju Birgisdóttur en fjárframlagið er afrakstur golfmóts sem Gígja hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2009. Hún segist hafa lært að spila golf árið 2008 og langaði fljótlega að fara að keppa en þar sem hún var byrjandi í íþróttinni átti hún ekki greiðan aðgang að golfmótum. Hún greip þá til þess ráðs að halda mót sjálf, hóaði í íslenskar konur og ákvað strax að hafa

fyrirkomulagið þannig að þær létu gott af sér leiða í leiðinni. Golfmótið, sem haldið er undir nafninu «The Icelandic Women’s Trophy», er opið fyrir allar íslenskar konur, nær og fjær, byrjendur sem og lengra komnar. Aðalmarkmið mótsins er að hittast og hafa gaman, gaman og meira gaman, eins og Gígja segir. Í ár komu þrjár konur frá Sviss til að taka þátt í mótinu og á næsta ári vonast Gígja til að nokkrar konur komi frá Íslandi og spili með.

Hún fær styrktaraðila til að gefa verðlaun en konurnar greiða allar þátttökugjald sem rennur óskipt til SKB. Þátttakendur í mótinu hafa verið 20-25 og svo hafa einhverjar bæst í hópinn þegar farið er út að borða eftir keppni. Þær greiða líka „þátttökugjald“ sem SKB nýtur góðs af. Fyrr á árinu afþökkuðu Gígja og Hildur Eiríksdóttir afmælisgjafir en beindu þeim sem vildu gleðja þær á SKB. Félagið þakkar Gígju og öllum hinum fyrir að sýna góðan hug í verki.

Jólakortasalan er hafin hjá SKB

Mánatún 3 í Reykjavík. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna festi fyrr á árinu kaup á nýrri íbúð við Mánatún í Reykjavík og var hún afhent Landspítalanum til ráðstöfunar og rekstrar nú í haust. Íbúðin er rúmgóð þriggja herbergja í nýju lyftuhúsi miðsvæðis í Reykjavík þar sem aðgengi er gott. Það er von forsvarsmanna SKB að hún nýtist vel fjölskyldum krabbameinsveikra barna af landsbyggðinni og létti þeim fjarveruna að heiman.

Kristín Rútsdóttir tekur fyrir hönd Landspítalans við lyklum að íbúðinni úr hendi Grétu Ingþórsdóttur, framkvæmdastjóra SKB. Frá vinstri: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB, Kristín Rútsdóttir, Sigrún Þóroddsdóttir hjúkrunarfræðingur og Gréta Ingþórsdóttir. 10 - Börn með krabbamein

Að þessu sinni gefur félagið út eitt nýtt kort og

Félagið á allnokkurt upplag af eldri kortum í

prýðir það ljósmynd af Gimli, húsi Listahátíðar

geymslu sem verða seld á góðu verði núna fyrir

Reykjavíkur á Bernhöftstorfunni við Lækjargötu.

jólin.

Myndina tók Eydís Eyjólfsdóttir og gaf leyfi fyrir

Áhugasamir hafi samband við skrifstofu félagsins

notkun hennar, bæði á prentuðu og rafrænu

í Hlíðasmára 14 í Kópavogi eða panti kort í síma

jólakorti.

5887555 eða á skb@skb.is.

Börn með krabbamein - 11


Leika meira - horfa minna!

Ronan

rokkstjarna Eitt mest selda lagið á iTunes í september var lagið Ronan með sveitasöngkonunni Taylor Swift. Ronan lést úr taugakímsæxli (neuroblastoma) í maí á síðasta ári, tveimur dögum fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Móðir hans, Maya Thompson, bloggaði um baráttuna á bloggsíðu sem hún kallaði Rockstar Ronan (www.rockstarronan. com). Taylor fylgdist með blogginu og frásögn Mayu hafði svo mikil áhrif á hana að hún ákvað að semja lag um Ronan. Dag einn hafði hún samband við Mayu, sagði henni að hún hefði samið lag og hvort hún mætti skrifa hana sem meðhöfund að textanum. Maya skildi ekki hvað hún var að fara

fyrr en hún heyrði lagið en það var frumflutt í söfnunarþætti sem sýndur var á mörgum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum 7. september undir yfirskriftinni “Stand up 2 cancer”. Í

Ég man eftir þér berfættum á ganginum. Ég man eftir þér hlæjandi í bílaleik á eldhúsgólfinu eða með risaeðlurnar. Ég elska þig til tunglsins og til baka.

Hrekkjavakan er handan hornsins. Þú hefðir getað verið hvað sem var ef þú værir hér enn. Ég man síðasta daginn þegar ég kyssti andlit þitt og hvíslaði í eyrað þitt:

Ég man eftir bláu augunum þínum að horfa í mín eins og við værum í leynifélagi. Ég man eftir þér dansandi fyrir háttinn hoppandi ofan á mér að vekja mig.

Komdu, elskan, við skulum fljúga burt héðan. Úr gráma spítalans. Við skulum bara láta okkur hverfa.

Ég finn enn fyrir þér leiða mig litli kall og á þeirri stundu þegar ég vissi - þú barðist eins og hermaður manstu, ég hvíslaði í eyrað þitt: Komdu, elskan, við skulum fljúga burt héðan. Þú varst fjögur bestu árin mín. Ég man þegar ég keyrði heim og blind vonin breyttist í grátandi „af hverju?“ Blómin hrúgast ömurlega upp og enginn veit hvað á að segja um fallegan dreng sem dó.

12 - Börn með krabbamein

honum var safnað fyrir rannsóknum á krabbameinum í Bandaríkjunum. Frægt fólk sat við símann og tók við fjárframlögum frá almenningi sem hringdi inn. Textinn við lagið um Ronan er tekinn beint úr bloggi Mayu og lýsir hversdagslegum atvikum, tilfinningum þegar hinar verstu fréttir lágu fyrir, innilegu sambandi þeirra mæðgina, voninni eftir kraftaverki o.s.frv. Lagið hefur vakið gríðarlega athygli á Ronan og fjölskyldu hans, taugakímsæxlum og öðrum krabbameinum í börnum og hefur skilað háum fjárhæðum til rannsókna á krabbameinum en allur ágóði af sölu lagsins á iTunes rennur óskiptur til þeirra.

Komdu, elskan, við skulum fljúga burt héðan. Þú varst fjögur bestu árin mín. Hvað ef ég stend við skápinn þinn og reyni að tala við þig? Hvað ef ég geymi fötin sem þú fékkst en munt aldrei stækka upp í? Og hvað ef ég hélt að eitthvert kraftaverk myndi bjarga okkur? Hvað ef kraftaverkið var að fá bara eitt augnablik með þér? Komdu, elskan, við skulum fljúga burt héðan. Þú varst fjögur bestu árin mín. Ég man eftir þér berfættum á ganginum. Ég elska þig til tunglsins og til baka.

Ganizano, 7 ára, greindist með Burkitts-eitilfrumukrabbameins og var meðhöndlaður á Queen Elizabeth sjúkrahúsinu í Blantyre í Malaví sem er í samstarfi viðEmmu-barnaspítalann í Amsterdam, Hollandi, og Viktoríusjúkrahúsið í Newcastle, Bretlandi. Hér er hann með Trijn Israels, lækni sem kemur á spítalann í Blantyre tvisvar á ári á vegum World Child Cancer.

Saga frá Afríku Tisungeni Chitseko býr í suðurhluta Malaví með foreldrum sínum og tveimur systkinum. Þegar hún var þriggja ára fór að bera á þykkildi í kviðarholinu. Foreldrar hennar fóru með hana til heilara í þorpinu nokkrum sinnum áður en þau leituðu til læknis. Til allrar lukku fyrir Tisungeni þekkti læknirinn krabbameinseinkennin og gerði viðeigandi ráðstafanir. Hún var send sama dag til spítala í Blantyre, sem er í um 90 km fjarlægð frá þorpinu hennar. Amma Tisungeni fór með henni vegna þess að foreldrar hennar gátu ekki tekið sér frí frá vinnu. Tisungeni var greind með krabbamein í nýra (Wilms-æxli) af Molyneux lækni og teymi hennar en hún starfar á spítalanum í Blantyre með stuðningi frá World Child Cancer. Tisungeni og amma hennar dvöldu á spítalanum í meira en tvo mánuði þar sem hún var skorin upp og undirgekkst lyfjameðferð bæði fyrir og eftir skurðaðgerð. Hún fékk að fara heim í nokkrar vikur áður en hún fékk lokalyfjagjöfina. Þrátt fyrir að foreldrar Tisungeni væru þokkalega vel stæðir á malavískan mælikvarða áttu þeir í erfiðleikum með að greiða ferðakostnaðinn sem fylgdi meðferðinni. Sem betur fer tókst að útvega flutning til og frá spítalanum sem ekki þurfti að greiða fyrir. Því

miður ráða margar fjölskyldur ekki við ferðakostnað og er það algeng ástæða þess hve mörg börn hætta í miðri meðferð. Sem betur fer náði Tisungeni að klára sína meðferð og gat snúið heim laus við mein. Hálfu ári síðar fékk hún eftirskoðun hjá starfsmanni spítalans sem fer og hittir sjúklinga í þeirra heimabæ. Þá var enn allt eins og það átti að vera og engin einkenni um krabbamein sjáanleg. Mörg algengustu krabbamein í börnum í löndum Afríku fyrir sunnan Sahara, svo sem Burkitts-eitilfrumukrabbamein og Wilms-æxli, er hægt að meðhöndla með góðum árangri. Því miður er almenningur og margt heilbrigðisstarfsfólk á smærri stöðum illa upplýst um fyrstu einkenni og af þeim sökum meinin oft greind mjög seint. Þar fyrir utan þurfa mörg börn að hverfa úr meðferð áður en henni er lokið vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki tök á eða efni á að vera lengi frá vinnu. Samtökin World Child Cancer (www. worldchildcancer.org) styður lækna í þróunarlöndum við að meðhöndla krabbamein í börnum. Í Malaví eru samtökin í samstarfi við Emmubarnaspítalann í Amsterdam, Hollandi, og Viktoríu-sjúkrahúsið í Newcastle, Bretlandi, sem leggja til sérfræðiþekkingu auk fjármagns.

Rannsóknum ber saman um mikilvægi hreyfingar barna í og eftir krabbameinsmeðferð þeirra. Ef hreyfing er metin út frá meðalskrefafjölda á dag þá dregst hún saman um tvo þriðju þegar barn í krabbameinsmeðferð er heima og niður í fjórðung af meðalhreyfingu þegar barn í krabbameinsmeðferð er inni á spítala. Patrick van der Torre, hollenskur sjúkraþjálfari barna, hefur rannsakað þetta og hann gefur þrjú einföld ráð til að auka hreyfingu. 1. Minnka rúm-tíma - þann tíma sem varið er í rúminu - reyna að vera á röltinu. 2. Takmarka skjá-tíma - þann tíma sem varið er í tölvuleiki eða við sjónvarpið. 3. Auka leik-tíma - leika meira, helst í hreyfileikjum eins og hægt er og aðstæður bjóða upp á. Einföld ráð og eitthvað sem allir vita en holl áminning því þetta skiptir máli!

Börn með krabbamein - 13


Sumarhátíð í sumarblíðu Nanna K. Pétursdóttir og dætur hennar, Anna Kamilla og Birna Ída.

Það logaði fallega í logninu. Hátíðargestir hlusta á Árna Johnsen sem fór á kostum.

Þessari vinkonur komu sér fyrir á góðum stað til að njóta tónlistarinnar.

Sumarhátíð SKB var að vanda haldin síðustu helgina í júlí í Smáratúni í Fljótshlíð. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér voru félagsmenn sérlega heppnir með veður og var dásamlegt að vera úti alla helgina. Félagar í Félagi íslenskra einkaflugmanna hafa sýnt SKB einstaka ræktarsemi og hlýhug í gegnum tíðina. Þeir voru með flugvélar sínar í Múlakoti og fóru með félagsmenn í útsýnisflug. Svo kom verulega ánægjulega á óvart að Landhelgisgæslan og Norðurflug voru með sína þyrluna hvort á staðnum og fóru fjölmargar ferðir með himinlifandi félagsmenn. Gestir sumarhátíðar nutu góðra veitinga og tónlistaratriða, bæði á föstudags- og laugardagskvöld, brennan var á sínum stað eins og vanalega, hestarnir, kleinurnar og harðfiskurinn. Sumarhátíðin er mikilvægur þáttur í félagsstarfi SKB. Þar hittist fólk, ber saman bækur sínar og styrkir böndin sín á milli. Hátíðin í ár var hin ánægjulegasta í alla staði og þakkar SKB styrktaraðilum fyrir rausnarlegan stuðning.

Lea Karen Friðbjörnsdóttir var ánægð með sinn feng úr sælgætisregninu.

15 - Börn með krabbamein


Árni Johnsen spilaði, söng og sagði sögur við varðeldinn.

Gæsluþyrlan fjær og þyrla Norðurflugs nær fóru margar ferðir með glaða félagsmenn SKB í útsýnisflug.

16 - Börn með krabbamein

Kolbrún Rós Erlendsdóttir tók til eftir matinn af miklum myndarskap.

Vinkonurnar Mirra Jörgensdóttir og Signý Gunnarsdóttir að fylgjast með Bláum Ópal.

Þessir félagar ætluðu sko ekki að missa einum tóni hjá Bláum Ópal.

Greifarnir Viddi og Sveinbjörn sungu lög í stafrófsröð fyrir sumarhátíðargesti.

Stórir sem smáir tilbúnir að hlaupa með pokana út á flugbrautina og ná sér í nammi.

Börn með krabbamein - 17


Handbók fyrir kennara Hanna Birgisdóttir, kennari og móðir krabbameinsveiks drengs, hefur tekið saman handbók fyrir grunnskólakennara til að auðvelda þeim að takast á við það þegar nemandi greinist með krabbamein. Í bókinni eru ýmsar hagnýtar upplýsingar, sem ætlað er að hjálpa kennurum að fóta sig við þessar nýju aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem samskiptin við skóla og kennara eru meiri og markvissari verður auðveldara fyrir börnin að koma til baka í skólann eftir greiningu og oft langa fjarveru. Í bæklingnum er fjallað um greiningu, meðferð, heilsufar í meðferð, batahorfur, tilkynningar til nemenda,

foreldra og starfsmanna skóla, um mikilvægi skólans, vinnu með skólafélögum, um gildi þess að halda sambandi, um það að viðhalda félagslegum tengslum, upplýsingar til stoðþjónustu, um mikilvægi samráðs og samvinnu heimilis og skóla, um samskipti skóla við nemanda, samskipti skóla við foreldra, sjúkrakennslu og heimakennslu. Þá er kafli um það að koma til baka í skólann, ýmsar sérþarfir, eftirfylgd og mat og síðbúnar afleiðingar. Það er von SKB að bæklingurinn komi að góðum notum og gagnist vel þeim kennurum og skólastjórnendum sem eru með krabbameinsveikt barn í nemendahóp sínum.

Frásagnir af erfiðum glímum Tveir félagsmenn í SKB eiga frásagnir í bókinni Gleðigjafar sem nýverið kom út hjá Bókafélaginu. Á þriðja tug foreldra deila reynslu sinni af því að eiga börn sem eru sérstök á einhvern hátt, með alvarlega sjúkdóma eða fötlun. Hér er upplifunum og tilfinningum, sem hafa gert vart við sig í lífi þeirra, lýst á hispurslausan og einlægan hátt. Bók sem þessi hefur ekki verið gefin út á Íslandi áður. Ekki hefur verið skortur á fræðibókum ýmiss konar en bók með íslenskum reynslusögum hefur vantað. Það er mikilvægt fyrir foreldra, sem eignast börn með fatlanir eða sérþarfir, að heyra sögur annarra foreldra sem sjálfir hafa þessa reynslu og skilja þær tilfinningar, hugsanir og spurningar sem brjótast um í foreldrum. Bókin mun nýtast aðstandendum barna með sérþarfir, kennurum, kennaranemum og öðrum sem vinna með börnum. Benedikt Axelsson, fyrrverandi formaður SKB og einn stofnenda félagsins, hefur gefið út bókina Kannski verður þetta ævintýri um tæpt ár í lífi sínu og sonar síns, Ágústs Þórs Benediktssonar, 32 ára, sem fékk krabbamein fjögurra ára gamall og hefur glímt við alvarlegar 18 - Börn með krabbamein

síðbúnar afleiðingar. Krabbameinslyfin skemmdu í honum hjartað sem leiddi til þess að hann þurfti að fá gervihjarta og var hann fyrsti Íslendingurinn sem fékk svokallað utanáliggjandi hjarta sem gekk fyrir vél á vagni sem hann þurfti að draga á eftir sér hvert sem hann fór. Hann fór í aðgerðina í mars á þessu ári í Gautaborg og komst á lista yfir

hjartaþega í september og var, þegar lögð var lokahönd á bókina, að bíða eftir að komast í hjartaskiptaaðgerð. Bókin er skrifuð í léttum dúr þrátt fyrir allt og fjallar um tímann í aðdraganda þess að Ágúst fer til Svíþjóðar og er tengdur við vélina, líf fjölskyldunnar á þessum tíma, glímuna við kerfið, dvölina í Svíþjóð og ýmsar hugleiðingar föðurins við þessar aðstæður.

Hér er Helga með sínu liði að lokinni keppni: Eirin Linnea Engset, Tonje Trulsrud og Helga.

Ljósmynd: Sverre Sejersted

Járnkarlar gefa til baka Skíðakonan Helga María Vilhjálms­dóttir úr ÍR tók sl. vor þátt í góðgerðarkeppni í Noregi sem norska skíðasambandið hefur haldið árlega síðustu ár, Attacking Viking. Í aðdraganda keppninnar stendur skíðasambandið fyrir prófraun fyrir nemendur í skíða­ menntaskólum landsins og landslið sín til samanburðar. Helga María varð 6. í röðinni af öllum skíðamenntaskólastúlkum í Noregi í ár en hún stundar nám við Dönskiskíðamenntaskólann í Bærum. Hún var einnig eini útlendingurinn sem tók þátt í keppninni. Keppnin er mælikvarði á úthald, kraft, snerpu og samhæfingu en prófraunin samanstendur af 3.000 metra hlaupi á tíma, hnébeygju, bekkpressu og nokkrum fleiri þrautum

þar sem gefin eru stig fyrir árangur. Þeim, sem standa sig best í þessari forkeppni, er svo boðið að taka þátt í góðgerðarkeppninni Attacking Viking. Flestar af skærustu skíðastjörnum Noregs taka einnig þátt í keppninni og í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða nokkrum úthaldsgóðum handboltamönnum og skicrossmönnum að taka þátt. Þrautin er þannig að hjólað er á fjallahjólum í eins kílómetra löngum hring í þriggja manna liðum eins marga hringi og hægt er á fimm tímum. Fyrir hvern hring, sem þau klára, vinna þau inn peningaupphæð fyrir krabbameinsveik börn frá styrktaraðilum mótsins. Í ár voru hjólaðir 1.410 hringir á fimm klukkustundum.

Merki SKB selt á geisladeild LSH Geisladeild Landspítalans hefur tekið merki Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í sölu. Merkið er selt á 1.000 krónur og fer andvirði þess til kaupa á nýju geislatæki.

Í tengslum við keppnina safnaði faðir Helgu Maríu, Vilhjálmur Ólafsson, áheitum á Íslandi og færði síðan Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 50 þúsund krónur. Hann segir að þessi keppni hafi margar jákvæðar hliðar. Fyrir utan að vera prófraun á þrek og styrk sé gaman að vera valinn í þennan úrvalshóp, keppnin sjálf sé góð æfing og þar að auki líti norska skíðasambandið og íþróttamennirnir, sem taka þátt í henni, á hana sem frábært tækifæri til að gefa til baka til samfélagsins. Íþróttahreyfingin sé endalaust að leita eftir styrkjum úti í samfélaginu og það sé gaman að geta endurgoldið þá á einhvern hátt. SKB þakkar Helgu Maríu og fjölskyldu hennar kærlega fyrir stuðninginn.

Lýst eftir orði Sem betur fer lifa fleiri af krabbameinsmeðferð nú en fyrir aðeins örfáum áratugum. Sigurvegararnir eru því orðnir ansi margir og oft um þá talað. Íslenskan á ekkert gott orð yfir þann sem lifir af. Á ensku er notað orðið survivor. Nú auglýsum við eftir góðu orði yfir þann sem lifir af baráttuna við krabbamein. Fyrstu tillögum er hér kastað út til lesenda: sigursjúklingur, krabbabugari! Vinsam­lega sendið orðin á skb@skb.is

Börn með krabbamein - 19


Til minningar um Sturlu Emil SKB barst góð gjöf í sumar þegar Gyða Þórðardóttir frá Þórshöfn á Langanesi afhenti félaginu eina milljón króna til minningar um bróðurson sinn, Sturlu Emil Oddgeirsson. Hann fæddist 13. apríl 1944, ólst upp á Sauðanesi á Langanesi þar til hann lést úr hvítblæði 29. apríl 1956, þá 12 ára gamall. Gyða segist lengi hafa ætlað að styðja félagið í minningu frænda síns og lét loks verða af því í sumar þegar hún var á ferðinni sunnan heiða. SKB þakkar Gyðu kærlega hlýhug og mikilvægan stuðning.

Að frumkvæði lækna á Miðstöð um rannsóknir á heilaæxlum barna við háskólann í Nottingham hefur verið hrundið af stað mikilli herferð til að auka þekkingu á einkennum heilaæxla í börnum með það fyrir augum að flýta fyrir greiningu þeirra. Herferðin er farin undir yfirskriftinni Headsmart - be brain tumour aware.

Rósa Guðbjartsdóttir og Gréta Ingþórsdóttir tóku við gjöf Gyðu fyrir hönd SKB.

Takk fyrir stuðninginn! Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á marga velgjörðamenn sem sýna félaginu stuðning í verki. Félagið þakkar eftirtöldum kærlega fyrir framlögin og góðan hug. Halldór Holt Þórðarson gaf í byrjun árs út bók með ljóðum eftir afa sinn, Martein Gíslason, og geisladisk þar sem faðir hans, Þórður Marteinsson, kveður rímur. Bókin og geisladiskurinn heita Ljóðaleikir og voru seld í versluninni Fjölval á Patreksfirði og hjá útgefanda. Allur ágóði af sölunni rann til SKB. Benedikt Gústavsson, Helga Gústavsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Þorbjörn J. Reynisson gáfu félaginu sumarhúsalóð í Miðengi, Grímsnesi, til minningar um Guðmund Þór Jóhannsson, sem lést í júlí 2010, þá 15 ára gamall. Hanna Símonardóttir fékk vefsíðuna fotbolti.net til að bjóða upp fótboltatreyju Liverpool-leikmannsins Jamie Carragher í apríl og óskaði eftir að fjárhæðin rynni til SKB. Niðjar Jóseps og Halldóru frá Kúðá í Þistilfirði héldu ættarmót um

Vitundarvakning í Bretlandi til að flýta greiningu heilaæxla

mánaðamótin júní, júlí. Mótssjóður tæmdist ekki alveg og voru ættingjarnir sammála um að láta það sem eftir stóð, um 65 þús. krónur, renna til SKB. Róbert Þórhallsson og Baldvin Sigurðsson stóðu í ágúst fyrir verkefninu „Hjólað til góðs“. Róbert hjólaði hringinn í kringum landið og Baldvin fylgdi honum eftir á bíl og aðstoðaði á ýmsa lund. Fjölmörg fyrirtæki studdu verkefnið, auk þess sem áheitum var safnað í síma. Allur ágóði rann til SKB. Róbert er dyggur stuðningsmaður SKB en hann hefur í mörg ár selt jólakort félagsins í stórum stíl.

Smári Jónsson hélt síðsumars myndlistaruppboð á Café Milano og lét afraksturinn renna til SKB. Fjölmargir myndlistarmenn lögðu verkefninu, sem Smári kallaði „Myndlist fyrir hetjur“, lið, auk þess sem eigendur Café Milano gáfu myndir á uppboðið. Smári afhenti SKB um 400 þúsund krónur að uppboðinu loknu. Afmælisbörnin Karl Axelsson, Sigrún Lovísa Sigurðardóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Ragnar Jónsson báðu þá sem vildu gleðja sig í tilefni afmæla sinna að láta SKB njóta og færðu félaginu alls um hálfa milljón króna.

Hópur félagsmanna úr SKB, sumir nýkomnir úr Reykjavíkurmaraþoni, tók á móti Róbert og Baldvini eftir að Róbert hafði hjólað hringinn í kringum landið.

Herferðin felur í sér að • auka þekkingu almennings og heilbrigðisstarfsfólks á einkennum heilaæxla; • setja fram viðmið um hvernig á að velja þá úr sem þurfa að fara í heilaskann; • skilgreina hvaða einkenni kalla á aðra skoðun innan skamms tíma • og síðast en ekki síst: • greina þau tilfelli þar sem ekki er um heilaæxli að ræða og börn og foreldrar geta farið heim án þess að hafa áhyggjur af þeim möguleika. Aðstandendur herferðarinnar hafa sett sér það markmið að meðalgreiningartími styttist úr þremur mánuðum eins og nú er í Bretlandi niður í einn mánuð og fækki þar með bæði þeim sem látast og þeim sem fatlast vegna þess að heilaæxli greinist seint. Búið er að dreifa ýmsu fræðsluefni og setja upp heimasíðu með efni bæði fyrir almenning og lækna. Við rannsókn sem gerð var í tengslum við herferðina kom í ljós að aðeins 10% heimilislækna töldu sig kunna skil á einkennum heilaæxla og geta greint þau. Hlutfallið meðal barnalækna var 32% en hefur hækkað í 55% eftir að herferðin hófst.

Eitt af því sem hefur verið dreift á vegum átaksins er lítið upplýsingaspjald sem hægt er að brjóta saman í kreditkortastærð með einkennum heilaæxla eftir aldri barna. Á því eru m.a. eftirfarandi upplýsingar:

0-5 ára • • • • • • •

Einkenni heilaæxlis geta verið: Þrálát / síendurtekin uppköst Erfiðleikar við að ganga / halda jafnvægi / samhæfingu Óeðlilegar augnhreyfingar Breytt hegðun, sérstaklega orku- og áhugaleysi Köst eða krampar (án hita) Óeðlileg höfuðstaða, snúið höfuð eða hallandi, stífur háls

• •

5-11 ára • • • • • • • • •

Einkenni heilaæxlis geta verið: Þrálátur / tíður höfuðverkur (mest áberandi á morgnana) Þrálát / síendurtekin uppköst (mest áberandi á morgnana) Erfiðleikar við að ganga / halda jafnvægi / samhæfingu Óeðlilegar augnhreyfingar Sjóntruflanir / að sjá óskýrt eða tvöfalt Breytt hegðun Köst eða krampar (án hita) Óeðlileg höfuðstaða, snúið höfuð eða hallandi, stífur háls

12-18 ára • • • • • • • • •

Einkenni heilaæxlis geta verið: Þrálátur / tíður höfuðverkur (mest áberandi á morgnana) Þrálát / síendurtekin uppköst (mest áberandi á morgnana) Erfiðleikar við að ganga / halda jafnvægi / samhæfingu Óeðlilegar augnhreyfingar Sjóntruflanir / að sjá óskýrt eða tvöfalt Breytt hegðun Köst eða krampar (án hita) Seinn eða stöðvaður kynþroski, hægur líkamsvöxtur

Frekari upplýsingar eru á: www.headsmart.org.uk 20 - Börn með krabbamein

Börn með krabbamein - 21


Við hvað er kallinn svona hræddur? Dragðu strik frá 1 til 68 og þá sérðu af hverju kallinn er svona hræddur.

Leikum okkur með Lúlla Siggi reyndi að baka afmælistertu en kertin bráðnuðu í ofninum. Af hverju fljúa fuglarnir suður á bóginn á haustin? -Af því að þeir geta ekki labbað á sjónum.

Veistu hvað er svart og hvítt og framleiðir rosalegan hávaða? -Sebrahestur að spila á trommusett. Hvað er hnöttótt loðið og hóstar? -Kókos hneta með kvef.

Hvað er lítið, grænt og rosalega hávaðasamt? -Marsbúi með trommukjuða.

Hvaða stafi vantar?

Hver verður fyrstur að slökkva eldinn? Bara einn slökkviliðsbíll nær að komast að hinu brennandi húsi. Er það bíll 1, 2, 3 eða 4?

22 - Börn með krabbamein

Í hringjunum hérna fyrir neðan er næstum því allt stafrófið. Það vantar þó einhverja stafi. Hjálpaðu Lúlla að finna út hvaða stafi vantar. Þegar þú ert búinn að finna út hvaða stafi vantar getur þú raðað þeim saman og í vinstra hringnum mynda stafirnir nafn á ávexti og í hægri hringnum mynda þeir nafn á hljómsveit sem Lúlli heldur mikið uppá.

ýájbtþ dðvöfg úhæíkm oiósuxn yé

æðýeö éofgs hþjmvr nópuá úxbyí Börn með krabbamein - 23


Við þökkum stuðninginn Reykjavík 101 Reykjavík fasteignasala Laugavegi 66 12 tónar ehf Skólavörðurstíg 15 7.is ehf, Urriðakvísl 15 A.Wendel ehf, Tangarhöfða 1 AB varahlutir ehf, Funahöfða 9 Aðalblikk ehf, Bíldshöfða 18 Aðalmálun sf, Bræðraborgarstíg 13 Aðalvík ehf, Ármúla 15 Alhliðamálun málningaþjónusta ehf, Mosarima 23 Almenna bílaverkstæðið ehf, Skeifunni 5 Antik-bólstrun, Langholtsvegi 128 Apparat, Ármúla 24 Arason ehf, Ármúla 36 ARGOS Arkitektastofa Grétars og Stefáns, Eyjarslóð 9 Arkform ehf - T.G.M. ráðgjöf, „Ármúla 38, efstu hæð“ Arkitektastofan OG ehf, Skúlatúni 2 Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2 ARKO sf, Langholtsvegi 109 „Asía ehf,veitingahús“, Laugavegi 10 ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9 Á.T.V.R - bt: fjármálastjóra, Stuðlahálsi 2 Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115 Ársól sf, Efstalandi 26 Ásbjörn Ólafsson ehf, Köllunarklettsvegi 6 B.B.bílaréttingar ehf, Viðarhöfða 6 Bako Ísberg ehf, Kletthálsi 13 Balletskóli Sigríðar Ármann, Skipholti 35 Bandalag starfsm ríkis og bæja, Grettisgötu 89 Básfell ehf, Jakaseli 23 Berserkir ehf, Heiðargerði 16 Bifreiðastillingar Nicolai, Faxafeni 12 Bifreiðaverkst. Grafarvogs, Gylfaflöt 24-30 Birtingur ehf, Stigahlíð 51 BílaGlerið ehf, Bíldshöfða 16 Bílamálun Halldórs Þ Nikuláss sf, Funahöfða 3 Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 BJ endurskoðunarstofa ehf, Síðumúla 21 Blaðamannafélag Íslands, „Síðumúla 23, 3. hæð“ Blikksmiðja Reykjavíkur, Súðarvogi 7 Blómagallerí ehf, Hagamel 67 Boreal ehf, Austurbergi 18 Borgarbílastöðin ehf, Skúlatúni 2 Bókaútgáfan Hólar ehf, Hagasel 14 Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf, Hjarðarhaga 54 Bókhaldsstofa Haraldar slf, Síðumúla 29 Bókhaldsþjónusta Arnar Ing ehf, Nethyl 2 A Bólsturverk sf, Kleppsmýrarvegi 8 Bryndís K. tannsmíðastofa, Skipholti 50c BS ehf, Mörkinni 1 Búmannsklukkan ehf, Amtmannsstíg 1 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf, Borgartúni 31 CÁJ veitingar ehf, Borgartúni 6 Congress Reykjavík-Ráðstþj., Engjateigi 5 Conís ehf, Hlíðarsmára 11 Danfoss hf, Skútuvogi 6 Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut 58-60 Eiðfaxi ehf, Dugguvogi 10 24 - Börn með krabbamein

Eignamiðlunin ehf, Síðumúla 21 Eignaskipting ehf, Unufelli 34 Einar Jónsson Skipaþjónusta, Laufásv. 2A Einar Stefánsson ehf, Fjarðarási 13 Eldvarnarþjónustan ehf, Skúlagötu 21 Elísa Guðrún ehf, Klapparstíg 25-27 Endurskoðun/ reikningsskil hf, Stangarhyl 5 Englahár ehf, Langarima 21-23 Ennemm ehf, Brautarholti 10 ERF ehf, Rauðagerði 39 Ernst & Young ehf, „Borgartún 30, 4 hæð“ Esja Kjötvinnsla ehf, Bitruhálsi 2 Evrópulög ehf, Garðarstræti 37 Exton ehf, Fiskislóð 10 Fasteignasalan Fasteign.is ehf, Suðurlandsbraut 18 Fasteignasalan Garður ehf, Skipholti 5 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagata 17 Ferskar kjötvörur hf, Síðumúli 34 Fiskafurðir-umboðssala ehf, Fiskislóð 5-9 Fiskbúðin, Efstasundi 60 Fiskkaup hf, Fiskislóð 34 Fiskmarkaðurinn ehf, Aðalstræti 12 Fjárfestaþjónustan ehf, Pósthólf 962 Fjárhald ehf, Pósthólf 32 Fjármálaeftirlitið, Höfðatúni 2 Formprent, prentsmiðja, Hverfisgötu 78 Fossberg ehf, Dugguvogi 6 Fótatak, fótaaðgerðastofa, Laugavegi 163 Fraktflutningar ehf, Seljugerði 1 Frjó Quatro ehf, Bæjarflöt 4 Frumherji hf, Hesthálsi 6-8 Fröken Júlía ehf, Álfabakka 14a Fuglar ehf, Borgartúni 25 Fylgifiskar ehf, Suðurlandsbraut 10 Fönix ehf, Hátúni 6a G Á húsgögn ehf, Ármúla 19 G.Á.verktakar sf, Austurfold 7 Gallabuxnabúðin, Kringlunni 4-12 Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108 Gissur og Pálmi ehf, Álfabakka 14a Gísli Hjartarson, Neshamrar 7 Gjögur hf, Kringlunni 7 Glóey ehf, Ármúla 19 Glófaxi ehf, Ármúli 42 Gluggahreinsun Loga, Funafold 4 Gnýr sf, Stallaseli 3 Guðmundur Arason ehf Smíðajárn, Skútuvogi 4 Guðmundur Jónasson ehf, Borgartún 34 Gull- og silfursmiðjan Erna hf, Skipholt 3 Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar, Laugavegi 71 Gunnar & Trausti-Merkismenn, Ármúla 36 GuSt ehf, Bankastræti 11 Gústaf Þór Tryggvason, Tjarnargötu 10d Hafgæði sf, Fiskislóð 47 Hafnarsmiðjan, Grandagarði 18 Hagi ehf, Stórhöfða 37 Hamborgarab Tómasar Geirsg ehf, Geirsgötu 1 Háfell ehf, Skeifan 11 Hár og hamar ehf, Hrísateigi 47 Hársnyrtist. Höfuðlausnir sf, Hverafold 1-3 HB Grandi hf, Norðurgarði 1 HBTB ehf, Bíldshöfða 18 Híbýli fasteignasala ehf, Suðurgötu 7 Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66

Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2 Hjólbarðaverkstæði Sigurjón ehf, Hátúni 2a Hljóðfæraverslun Pálmars Á, Rangárseli 6 HM Bókhald ehf, Kringlunni 7 Hollt og gott ehf, Fosshálsi 1 Hókus Pókus ehf, Laugavegi 69 Hótel Leifur Eiríksson, Skólavörðustíg 45 Hreinsitækni ehf, Stórhöfða 37 Hringás ehf, Pósthólf 4044 Hringrás ehf, Klettagörðum 9 HS pípulagnir ehf, Hraunbæ 78 Hugsmiðjan ehf, Snorrabraut 56 HU-Veitingar ehf, Vegamótastíg 4 Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7 Húsafl sf, Nethyl 2 Hyrningur ehf, Þrastarhólum 10 Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11 Iceland Excursion Allrahand ehf, Klettagörðum 4 Iceland Seafood ehf, Köllunarklettsvegi 2 IcePharma hf /Heilbrigðissvið/Nutricia, Lynghálsi 13 InnX innréttingar ehf, Fosshálsi 1 Intellecta ehf, Síðumúla 5 IP-fjarskipti ehf, Suðurlandsbraut 24 Íslandsbanki hf - útbú 0528, Stórhöfða 17 Íslandspóstur hf, Stórhöfða 29 Íslensk endurskoðun ehf, Bogahlíð 4 Íslensk erfðagreining, Sturlugötu 8 Ísmar ehf, Síðumúla 28 Ísold ehf, Nethyl 3-3a Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6 J. S. Gunnarsson hf, Fossaleyni 10 JESS ehf, Bolholti 4 JK Bílasmiðja ehf, Eldshöfða 19 Jóhann Hauksson,trésmíði, Logafold 150 K.H.G. Þjónustan ehf, Eirhöfða 14 Kemi ehf, Tunguhálsi 10 Kj Kjartansson ehf, Skipholti 35 Kjaran ehf, Síðumúla 12-14 Kjöthöllin ehf, Skipholti 70 Kleifarás ehf, Ármúla 22 Klif ehf heildverslun, Grandagarði 13 Klipphúsið ehf, Bíldshöfða 18 Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Kopar & Zink ehf, Eldshöfða 18 Kr. St. lögmannsstofa ehf, Austurstræti 10a Kraftur hf, Vagnhöfða 1 Kristján F Oddsson ehf, Síðumúla 25 Kristján G. Gíslason ehf, Pósthólf 905 Krýna ehf, Grensásvegi 48 Kynning og markaður - KOM ehf, Höfðatorgi - Höfðatúni 2 Köfunarþjónustan ehf, Héðinsgötu 1-3 Landakotsskóli ses, Túngötu Landsnet hf, Gylfaflöt 9 Landssamband ísl útvegsmanna, Borgartúni 35 Landssamband lögreglum., Grettisgötu 89 Listasafnið Hótel Holt, Bergstaðastræti 37 Loftmyndir ehf, Laugavegi 13 Lúmex ehf, Skipholti 37 Læknasetrið ehf, Þönglabakka 6 Lögfræðist. Ólafs Gústafssonar, Kringlan 7 Lögfræðistofan sf, Borgartúni 31 Lögmenn Höfðabakka ehf, Höfðabakka 9 M.G.-félag Íslands, Leiðhömrum 23

Magnús og Steingrímur ehf, Bíldshöfða 12 Marella ehf, Þingholtsstræti 1 Margt smátt ehf, Guðríðarstíg 6-8 Marport ehf, Fossaleyni 16 Masan Edda ehf, Fákafeni 9 Matborðið ehf, Bíldshöfða 18 Melshorn ehf, Suðurlandsbraut 50 Merking ehf, Viðarhöfða 4 Merlo ehf, Krókhálsi 4 Miðbæjarstofan ehf, Tryggvagötu 24 Minjavernd hf, Amtmanstíg 1 Mitt bakarí ehf, Grensásvegi 26 Móðir Náttúra ehf, Gufunesvegi Navi ehf, Grensásvegi 44 Netbókhald.is ehf, Kringlunni 4-12, 8. hæð Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11 Olíuverslun Íslands hf, Höfðatúni 2 Opin kerfi ehf, Höfðabakka 9 Optimar Iceland, Stangarhyl 6 Orka ehf, Stórhöfða 37 Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3 Ó.Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1 Ólafur Þorsteinsson ehf, Vatnagörðum 4 ÓS verktakar sf, Fjarðarseli 17 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 Ósk Þórðardóttir Tannlæknir, Borgartúni 29 Óskirnar Þrjár ehf, Smiðjustígur 4a P&S Vatnsvirkjar ehf, Álfheimum 50 Passamyndir ehf, Sundaborg 7 Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12 PIKTOR lausnir ehf, Ármúla 38 Pixel ehf, Brautarholti 10-14 Poulsen ehf, Skeifunni 2 Pólar ehf, „Kringlunni 6, 6. hæð“ Prentlausnir ehf, Ármúla 15 Prima Donna hárgreiðslust ehf, Grensásvegi 50 PROMA ehf, Kringlunni 4-12 Puti ehf, Álfheimum 74 Rafco ehf, Skeifunni 3 Rafeindastofan ehf, Faxafeni 12 Rafha ehf, Suðurlandsbraut 16 Rafmagn ehf, Síðumúla 33 Rafstilling ehf, Dugguvogi 23 Rafsvið sf, Þorláksgeisla 100 Raftar ehf, Þorláksgeisla 46 Raftíðni ehf, Grandagarði 16 Ragnar V. Sigurðsson ehf, Reynimel 65 Rangá sf, Skipasundi 56 Rannsóknarþjónustan Sýni ehf, Lynghálsi 3 Rauðhetta og úlfurinn ehf, Skólavörðustíg 8 Ráðgjafar ehf, Garðastræti 36 Reiknistofa bankanna, Kalkofnsvegur 1 Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringlunni 4-12 Reykjaprent ehf, Síðumúla 14 2.hæð Réttingaverkst Bjarna og Gunnars ehf, Bíldshöfða 14 Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 Ríkiskaup, Borgartúni 7 RJ Verkfræðingar ehf, Stangarhyl 1a RJR ehf, Sundaborg 5 S B S innréttingar, Hyrjarhöfða 3 S.K.bólstrun ehf, Langholtsvegi 82 S4S ehf, Guðríðarstíg 6-8 Samsýn ehf, Háaleitisbraut 58-60 „Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja,SSF“, Nethylur 2 e Segna ehf, Vættaborgum 63 Sena ehf, Skeifunni 17 Sér ehf, Kringlunni 8-12 Sérefni ehf, Síðumúla 22 Sigurjónsson & Thor, Lágmúla 7, 3. hæð Silfurberg ehf, Suðurgötu 22 SÍBS, Síðumúla 6

Sínus ehf, Grandagarði 1a Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1 Sjómannadagsráð Rvíkur/Hafnarfj, Hrafnistu v/ Brúnaveg Sjúkraþjálfun Grafarvogs ehf, Spönginni 37 Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, Stórhöfða 17 Skarta ehf, Ármúla 22 Skeljungur hf, „Brogartún 26, 8. hæð“ Skipaþjónusta Íslands ehf, Grandagarði 18 Skipulag og stjórnun ehf, Deildarási 21 Skorri ehf, Bíldshöfða 12 Skógarbær,hjúkrunarheimili, Árskógum 2 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 SM kvótaþing ehf, Skipholt 50d, 2. hæð Smith og Norland hf, Nóatúni 4 Smur- og viðgerðarþjónustan ehf, Hyrjarhöfða 8 Smur-, bón-og dekkjaþjónustan, Sætún 4 SP tannréttingar ehf, Álfabakka 14 Sportbarinn, Álfheimar 74 Sprettur - þróun og stjórnun ehf, Laugavegi 26, 3. hæð Stansverk ehf, Hamarshöfða 7 Stál og stansar ehf, Vagnhöfða 7 Stálbyggingar ehf, Hvammsgerði 5 Stig ehf, Fannafold 35 Stjórnhættir ehf, Lækjargötu 4 Stólpi ehf, Klettagörðum 5 Suzuki-bílar hf, Skeifunni 17 Svampland ehf, Vagnhöfða 14 Svanur Ingimundarson málarameistari, Fiskakvísl 13 Sveinsbakarí, Arnarbakki 4 - 6 Svínahraun ehf, Heiðarseli 7 Sýningakerfi hf, Sóltún 20 Tandur hf, Hesthálsi 12 Tannálfur sf, Þingholtsstræti 11 Tannbein ehf, Faxafeni 5 Tannbogi ehf, Klapparstígur 16 Tanngo ehf, Vegmúla 2 Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1 Tannlæknast. Sigurðar Rósarssonar, Síðumúla 15 Tannlæknastofa Björns Þorvaldssonar, Síðumúla 25 Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsd ehf, Laugavegi 163 Tannlæknastofa Hauks Þorsteinssonar, Óðinsgötu 4 Tannlækningar ehf, Skipholti 33 Tannréttingar sf, Snorrabraut 29 Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35 Tannþing ehf, Þingholtsstræti 11 TBLSHOP Ísland ehf, Kringlunni 4-12 TEG endurskoðun ehf, Grensásvegi 16 Teiknistofan Storð ehf, Krókhálsi 5a Teiknistofan Tröð ehf, Laugavegi 26 Teiknivangur,teiknistofa, Kleppsmýrarvegi 8 THG arkitektar ehf, Faxafeni 9 Topphúsið,fataverslun, Mörkinni 6 Tónastöðin ehf, Skipholti 50d Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Pósthólf 5171 Tónskóli Sigursv D. Kristinss, Engjateigi 1 Tónsport ehf, Skútuvogi 13a Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19 Trésmiðja Magnúsar F. Jónssonar, Súðarvogi 54 Trésmiðjan Jari ehf, Funahöfða 3 Túnþökuþjónustan ehf, Lindarvaði 2 Tæknigarður hf, Dunhaga 5 Tæknivélar ehf, Tunguhálsi 5 Tölvar ehf, Síðumúli 1

Útgerðarfélagið Völundur slf, Laugarnesvegi 49 Valhöll fasteignasala ehf, Síðumúla 27 Varahlutaverslunin Kistufell, Brautarholt 16 VDO verslun og verkstæði, Borgartúni 36 Veiðivon, Mörkin 6 Veiðiþjónustan Strengir, Smárarima 30 „Verslunartækni ehf,Reykjavík“, Draghálsi 4 Verslunin Brynja ehf, Laugavegi 29 Vesturgarður ehf, Laugavegi 59 Vélar og verkfæri ehf, Skútuvogi 1c Vélaviðgerðir ehf, Fiskislóð 81 Vélmark ehf, Efstasundi 3 Vélsmiðjan Harka hf, Hamarshöfði 7 Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1 Vinnubátur ehf, Aðallandi 18 Vinnumálastofnun, Kringlunni 1 Víkurvagnar ehf, Kletthálsi 1a Wilson’s ehf, Eddufelli 6 Yndisauki ehf, Vatnagörðum 6 Yrki arkitektar ehf, Hverfisgata 76 Þaktak ehf, Tranavogi 5 ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16 Þorsteinn Bergmann, Skólavörðustíg 36 ÞÓB vélaleiga ehf, Logafold 147 Þór hf, Krókhálsi 16 Seltjarnarnes Falleg gólf - parketþjónusta, Nesbala 25 Horn í horn ehf, Unnarbraut 24 Lög og réttur ehf, Austurströnd 3 Seltjarnarneskirkja, Kirkjubraut 2 Vökvatæki ehf, Bygggörðum 5 Vogar Hársnyrtistofa Hrannar, Vogagerði 14 Kvenfélagið Fjóla, Leirdal 12 Selhöfði ehf, Jónsvör 7 V.P.vélaverkstæði ehf, Iðndal 6 Kópavogur Allianz Ísland hf, Digranesvegi 1 About Fish Íslandi ehf, Holtasmára 1 Adesso ehf, Hagasmára 1 Airbrush Sól sf, Bæjarhrauni 14-16 Arkus ehf, Núpalind 1 Axis-húsgögn ehf, Smiðjuvegi 9d Á Guðmundsson ehf, Bæjarlind 8-10 Áliðjan ehf, Bakkabraut 16 Bakkabros ehf, Hamraborg 5 Betra bros ehf, Hlíðasmára 14 Bifreiðaverkstæði Jónasar ehf, Skemmuvegi 46 Bílaklæðningar hf, Kársnesbraut 100 Bílamálunin Varmi ehf, Auðbrekku 14 Bílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60 Bliki bílamálun / réttingar, Smiðjuvegi 38e Bókun sf, Hamraborg 1 Brynjar Bjarnason ehf, Þinghólsbraut 56 Dúan 6868 ehf, Tunguheiði 12 Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl, Hlíðas. 8 Elnet-tækni ehf, Dalvegi 16b Fagsmíði ehf, Kárnesbraut 98, efri hæð Fagtækni ehf, Akralind 6, 1. hæð Farice ehf, Smáratorgi 3 Framsækni ehf, Gulaþingi 5 Goddi ehf, Auðbrekku 19 Hagbær ehf, Akurhvarfi 14 Hefilverk ehf, Jörfalind 20 Hellur og garðar ehf, Kjarrhólma 34 Hópvinnukerfi ehf, Hlíðarsmára 14 Húseik ehf, Bröttutungu 4 Inmarsat Solutions ehf, Hlíðarsmára 10

Börn með krabbamein - 25


Inter Medica ehf, Skemmuvegi 6 Íslandsspil sf, Smiðjuvegi 11a JÓ lagnir sf, Fífuhjalla 17 JSÓ ehf, Smiðjuvegi 4b K.S. Málun ehf, Fellahvarfi 5 Kjöthúsið ehf, Smiðjuvegi 24d Klukkan,verslun, Hamraborg 10 Kraftvélar ehf, Dalvegi 6-8 Kuti ehf, Hlíðasmára 17 Kvenfélag Kópavogs, Hamraborg 10 (2h.tv) Lakkskemman ehf, Skemmuvegi 30 Léttfeti ehf, Engihjalla 1 Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4 Löggiltir endurskoðendur ehf, Hlíðarsmári 6 Lögmannsstofa SS ehf, Hamraborg 10 MAXIMA ehf, Hjallabrekku 1 Málmsteypan, Smiðjuvegi 14, græn gata Miðjan hf, Hlíðasmára 17 Nýmót ehf, Lómasölum 1 Oxus ehf, Akralind 6 Óskar og Einar ehf, Fjallalind 70 Pottagaldrar, Laufbrekku 18 Púst ehf, Smiðjuvegi 50 Rafís ehf, Vesturvör 7 Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8 Rafport ehf, Nýbýlavegi 14 Rafsetning ehf, Björtusölum 13 Réttingaþjónustan, Smiðjuvegi 40, gul gata S.S. Gólf ehf, Borgarholtsbraut 59 Samlind-Bílstál ehf, Askalind 3 Sérverk ehf, Askalind 5 Smárinn,bókhald og ráðgjöf ehf, Grófarsmára 15 Steinbock-þjónustan ehf, Vesturvör 32a Stífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 57 Strókur ehf, Dimmuhvarfi 27 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Tannbjörg ehf, Hlíðarsmára 14 Thailand ehf, Engihjalla 8 Trausti R. Hallsteinsson, Smiðjuvegi 18 Tröllalagnir ehf, Auðnukór 3 Tvö líf ehf, Holtasmára 1 Tölvutækni ehf, Bæjarlind 12 Umboðssalan Art, Garðabæ, Gulaþingi 30 Vaki fiskeldiskerfi hf, Akralind 4 Vatn ehf, Skólagerði 40 Vatnsvirkjar ehf, Álfkonuhvarfi 23 Vaxa ehf, Askalind 2 Veitingaþjónusta Lárus Lofts, Nýbýlav. 32 Verkfræðistofa Erlends Birgissonar ehf, Hlíðarsmára 17 Verkstjórasamband Íslands, Hlíðarsmára 8 Vetrarsól ehf, Askalind 4 Vídd ehf, Bæjarlind 4 VSI öryggishönnun og ráðgjöf ehf, Hamraborg 11 Þokki ehf, Forsölum 1 Öreind sf, Auðbrekku 3 Garðabær Drífa ehf, Suðurhrauni 12c Garðabær, Garðatorgi 7 Garðaflug ehf, Holtsbúð 43 Geislatækni ehf, Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Hafnasandur sf, Hafnarfirði, Birkiási 36 Ísafoldarprentsmiðja ehf, Suðurhrauni 1 Nýþrif ehf, Hlíðarbyggð 41 Samhentir - umbúðalausnir ehf, Suðurhrauni 4 Sportís ehf, Austurhrauni 3 Tannhjól ehf, Gilsbúð 3 Tæknistál ehf, Suðurhrauni 2 Versus,bílaréttin/sprautun, Suðurhrauni 2 26 - Börn með krabbamein

Vistor/Astra Zeneca, Hörgatúni 2 VK220 ehf, Miðhrauni 15 Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2 Hafnarfjörður Aðalskoðun hf, Pósthólf 393 Batteríið Arkitektar ehf, Trönuhrauni 1 Bergþór Ingibergsson, Breiðvangi 4 Bílaverkstæði Birgis ehf, Eyrartröð 8 Bókhaldsstofan ehf, Reykjavíkurvegi 60 Dalakofinn sf, Fjarðargötu 13-15 E.Pétursson ehf, Drangahrauni 10 Eiríkur og Einar Valur hf, Breiðvangi 4 Essei ehf, Hólshrauni 5 Fiskvinnslan Útvík ehf, Eyrartröð 7-9 Fínpússning ehf, Rauðhellu 13 Fjarðargrjót ehf, Furuhlíð 4 Fjarðarmót ehf, Bæjarhraun 8 Fjöl-Smíð ehf, Stapahrauni 5 Format-Akron ehf, Gjótuhrauni 3 Garðasteinn ehf, Hvammabraut 10 Hafnarfjarðarbær, Strandgötu 6 Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15 Héðinn Schindler lyftur hf, Gjótuhrauni 4 Hlaðbær-Colas hf, Gullhellu 1 Hnýtingar ehf, Kirkjuvegi 5 Hótel Hafnarfjörður ehf, Reykjavíkurvegi 72 Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10 HRM Legal ehf, Skútahrauni 2 Húsheild ehf, Smyrlahrauni 47 Hvalur hf, Pósthólf 233 Hyggir ehf, Reykjavíkurvegi 66 I.F.S ehf, Þrastarási 35 Icetransport ehf, Selhellu 9 Ingvar og Kristján ehf, Trönuhrauni 7c Ísrör ehf, Hringhellu 12 J.B.G. fiskverkun ehf, Grandatröð 10 J.K.Lagnir ehf, „Skipalón 25, 5. hæð“ Júník, Selhellu 5 Kristjánssynir-byggingafél. ehf, Erluási 74 Krossborg ehf, Stekkjarhvammi 12 Kvikmyndahúsið ehf, Trönuhrauni 1 Lyng ehf, Strandgötu 39 Lögmannsstofa Loga Egilssonar ehf, Reykjavíkurvegi 60 Meta-Járnsmíði ehf, Dalshrauni 16 Myndform ehf, Trönuhrauni 1 „Nes hf,Grundarfirði“, Pósthólf 544 Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17 Rafhitun ehf, Kaplahrauni 7a Rafrún ehf, Gjótuhrauni 8 Raftækjavinnust Sigurj Guðm ehf, Dalshrauni 18 Raf-X ehf, Melabraut 27 SE ehf, Fjóluhvammi 6 Spennubreytar, Trönuhraun 5 Spírall prentþjónusta ehf, Stakkahrauni 1 Stálorka ehf, Hvaleyrarbraut 37 Steinhella ehf, Steinhellu 8 Tannlæknast Harðar V Sigmars sf, Reykjavíkurvegi 60 Umbúðamiðlun ehf, Pósthólf 470 Veislulist ehf, Hólshrauni 3 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Verkvík - Sandtak ehf, Rauðhellu 3 Verkþing pípulagnir ehf, Kaplahrauni 22 Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf, Helluhrauni 20 Viðhald og nýsmíði ehf, Helluhrauni 2 Vörumerking ehf, Bæjarhrauni 24 Þór félag stjórnenda, Pósthólf 290 Þvottahús/fatahr Hraunbr 40 ehf, Hraunbrún 40

Þvottahúsið Faghreinsun/Kolbakur ehf, Reykjavíkurvegi 68 Reykjanesbær A. Óskarsson ehf, Heiðargarði 8 B & B Guesthouse, Hringbraut 92 Bílar og Hjól ehf, Njarðarbraut 11d Bílrúðuþjónustan ehf, Grófinni 15c BLUE Car Rental ehf, Fitjabakki 1e Cabo ehf, Hafnargötu 23 DMM Lausnir ehf, Hafnargötu 91 Fagtré ehf, verktaki, Suðurgarði 5 Farmflutningar ehf, Bragavöllum 2 Fitjar-flutningar ehf, Fitjabraut 1b Grímsnes ehf, Pósthólf 380 Happi hf, Pósthólf 216 Hár og rósir hárstofa ehf, Tjarnarbraut 24 IGS ehf, Fálkavöllum 13 Ísfoss ehf, Hafnargötu 60 Íslenska félagið ehf - Ice Group, Iðavellir 7a Ísver ehf, Bolafæti 15 Nesraf ehf, Grófin 18 a Nýmynd ehf, Iðvaöllum 7 Ráin, veitingasala, Hafnargötu 19 Reiknistofa fiskmarkaða hf, Iðavöllum 7 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Reykjaneshöfn, Víkurbraut 11 Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Hafnargötu 15 Skipting ehf, Grófinni 19 Snyrtistofan Dana ehf, Hafnargötu 41 Stroka ehf, Norðurvöllum 6 Suðurflug ehf, Bygging 787, Keflavíkurflugv. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4 Verkfræðistofa Suðurnesja, Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Víkurfréttir ehf, Grundarvegi 23 Æco bílar ehf, Njarðarbraut 19 Grindavík Cactus veitingar ehf, Suðurvör 8 Farsæll ehf, Verbraut 3a Margeir Jónsson ehf, Glæsivöllum 3 Marver ehf, Stafholti Northern Light Hold Ísl ehf, Bláalónsvegi 1 Sjómanna & vélstjórafélag, Hafnargata 9 Stjörnufiskur ehf, Blómsturvöllum 10 TG raf ehf, Staðarsund 7 Vísir hf, Hafnargötu 16 Þorbjörn hf, Hafnargötu 12 Sandgerði Gróðrarstöðin Glitbrá ehf, Norðurtún 5 Grunnskólinn í Sandgerði, Skólastræti Verk- og tölvuþjónustan ehf, Holtsgötu 24 Vélsmiðja Sandgerðis ehf, Vitatorgi 5 Garður GSE ehf, Skagabraut 44a Sunnugarður ehf, Sunnubraut 3 Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4 Mosfellsbær Alefli ehf byggingaverktakar, Völuteigi 11 Ari Oddsson ehf, Háholti 14 Álafoss ehf, Álafossvegi 23 Bergá-Sandblástur ehf, Helgaland 2 Dalsbú ehf, Helgadal Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18 Guðmundur S Borgarsson, Reykjahvoli 16 Íslenskur textíliðnaður hf, Völuteigi 6 Múr og meira ehf, Brekkutanga 38

Nonni litli ehf, Þverholt 8 Reykjalundur, Seljabrekka ehf, Seljabrekku Sæbúð ehf, Furubyggð 21 Vélsmiðjan Orri ehf, Flugumýri 10 Vélsmiðjan Sveinn ehf, Flugumýri 6 Akranes Bifreiðast. Þórðar Þ.Þórðarson, Dalbraut 6 Bílasala Akraness ehf, Smiðjuvöllum 17 Bjarmar ehf, Hólmaflöt 2 Blikksmiðja Guðmundar, Akursbraut 11b Eyrarbyggð ehf, Eyri Glit málun ehf, Einigrund 21 GT Tækni ehf, Grundartanga JG tannlæknastofa sf, Kirkjubraut 28 Runólfur Hallfreðsson ehf, Álmskógum 1 Smurstöð Akraness sf., Smiðjuvöllum 2 Straumnes ehf, Krókatúni 22-24 Uppheimar ehf, Vesturgötu 45 Veiðifélag Laxár í Leirársveit, Kambshól Verslunin Bjarg ehf, Stillholti 14 Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf, Smiðjuvöllum 10 Viðskiptaþjónusta Akraness ehf, Kirkjubraut 28 Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4 Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11 Ferðaþjónustan Húsafelli ehf, Húsafelli 3 Hótel Hamar ehf, Hamri Kvenfélag Stafholtstungna, Bakkakoti Ragnheiður Jóhannesdóttir, Litlu Brekku Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Solo hársnyrtistofa sf, Hyrnutorgi Stefán Ólafsson, Litlu-Brekku Sæmundur Sigmunds., Brákarbraut 18-20 Tannlæknastofa Hilmis ehf, Berugötu 12 Ungmennafélag Stafholtstungna, Síðumúlaveggjum Vélabær ehf, Bæ Bæjarsveit Vélaverkstæði Kristjáns ehf, Brákarbraut 20 Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf, Húsafelli 3 Stykkishólmur Bókhaldsstofan Stykkishólmi, Aðalgötu 20 Sæfell ehf, Hafnargötu 9 Tindur ehf, Hjallatanga 10 Grundarfjörður Almenna umhverfisþjónustan ehf, Fellasneið 10 Berg - vélsmiðja ehf, Ártúni 4 Hjálmar ehf, Fagurhóli 10 Kamski - Hótel Framnes, Nesvegi 6 KB bílaverkstæði ehf, Sólvöllum 5 Ólafsvík Ingibjörg ehf, Grundarbraut 22 Jón og Trausti sf, Hjarðartúni 10 Kvenfélag Ólafsvíkur, Skálholt 17 Steinunn hf, Bankastræti 3 Tannlæknastofa A.B. slf, Heilsugæslust. Engihlíð 28 TS vélaleiga ehf, Stekkjarholti 11 Útgerðarfélagið Dvergur, Grundarbraut 26 Útgerðarfélagið Guðmundur ehf, Brautarholti 18 Hellissandur Breiðavík ehf, Háarifi 53 Rifi

Hraðfrystihús Hellissands, Hafnarbakka 1 KG Fiskverkun ehf, Melnes 1 Kristinn J Friðþjófsson ehf, Háarifi 5 Rifi Vélsmiðja Árna Jóns ehf, Smiðjugötu 6 Ísafjörður AV pípulagnir ehf, Seljalandsvegi 10 Bílaverið ehf, Sindragötu 14 Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Aðalstræti 24 H.V.-umboðsverslun ehf, Suðurgötu 9 Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7 Kvenfélagið Hlíf, Ísafirði, Pósthólf 124 Tréver sf, Hafraholti 34 Hnífsdalur Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf, Hnífsdalsbryggju Verkstjórafélag Vestfjarða, Heiðarbraut 7 Bolungarvík Endurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19 Fiskmarkaður Bolungarv. og Suðureyrar ehf, Árbæjarkanti 3 Jakob Valgeir ehf, Grundarstíg 5 Klúka ehf, Holtabrún 6 S.Z.Ól. trésmíði ehf, Hjallastræti 26 Sigurgeir G. Jóhannsson, Hafnargötu 17 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14 Súðavík Víkurbúðin ehf, Grundarstræti 1-3 Suðureyri Klofningur ehf, Aðalgötu 59 Siggi Odds ehf, Hlíðarvegi 10 Patreksfjörður Árni Magnússon, Túngötu 18 Hafbáran ehf, Hjallar 13 Heilbrigðisstofnun Patreksfirði, Stekkum 1 Skógræktarfélag Patreksfjarðar, Sigtúni 7 Flakkarinn ehf, Brjánslæk Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8 TV - verk ehf, Strandgötu 37 Þórsberg ehf, Strandgötu 25 Þingeyri Bibbi Jóns ehf, Brekkugötu 31 Brautin sf, Vallargötu 8 Tengill,rafverktaki, Sjávargötu 14 Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðatúni 4 Thorp ehf, Borgarbraut 27 Drangsnes ST 2 ehf, Kvíabala 7 Útgerðarfélagið Gummi ehf, Kvíabala 6 Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf, Djúpuvík Hvammstangi Bílagerði ehf, Ásbraut 6 Brauð- og kökugerðin ehf, Hvammstangabraut 13a Hársnyrtistofa Sveinu Ragnarsd., Höfðabraut 6 Kvenfélagið Freyja, Hlíðarvegi 25 Steypustöðin Hvammstanga, Melavegi 2

Blönduós Blanda ehf, Melabraut 21 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, Húnabraut 13 Léttitækni ehf, Efstubraut 2 SAH Afurðir ehf, Húnabraut 39 Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Skagaströnd Hveravallafélagið ehf, Oddagötu 22 Kvenfélagið Hekla, Ytra - Hóli Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandg. 30 Sauðárkrókur Bókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10 Bifreiðaverkstæðið, Sleitustöðum Fisk - Seafood hf, Háeyri 1 Friðrik Jónsson ehf, Borgarröst 8 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Nýprent ehf, Borgarflöt 1 Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf, Borgarflöt 15 Sauðárkrókskirkja bt gjaldkera, Aðalgötu 1 Skagafjarðarveitur ehf, Borgarteig 15 Steinull hf, Skarðseyri 5 Stoð ehf, Aðalgata 21 Tannlækningast Páls Ragnars ehf, Sæmundargötu 3a Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf, Borgarröst 4 Vörumiðlun ehf, Eyrarvegur 21 Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði, Miklabæ Álftagerðisbræður ehf, Álftagerði Skógræktarfélag Skagfirðinga, Marbæli Fljót Kvenfélagið Framtíðin, Fljótum, Þrasatöðum Sigrún Svansdóttir, Skeiðsfossvirkjun Siglufjörður Bás ehf, Ránargötu 14 Björgunarsveitin Strákar, Tjarnargötu 18 Siglfirðingur hf, Gránugata 5 SR-Vélaverkstæði hf, Vetrarbraut 12 Akureyri Amber hárstofa ehf, Hafnarstræti 92 Auris medica ehf, Austurberg B. Hreiðarsson ehf, Þrastalundi Baugsbót ehf, Frostagata 1b Bautinn, Hafnarstræti 92 Berg félag stjórnenda, Fururvöllum 13 Bílvirkni ehf, Goðanesi 8-10 Blikkrás ehf, Óseyri 16 Búnaðarsamband Eyjafjarðar, Óseyri 2 Bútur ehf, Njarðarnesi 9 Byggingarfélagið Hyrna ehf, Sjafnargata 3 Daglegt brauð ehf, Frostagötu 1a Dýralæknaþjónusta Eyjafj ehf, Perlugötu 11 Elsa Jónsdóttir, Víðilundur 20 Félagsbúið Hallgilsstöðum, Hallgilsstöðum Framtal sf Kaupangi, Mýrarvegi G.Pálsson ehf, Hafnarstræi 102 Garðverk ehf, Pósthólf 110 Grófargil ehf, Glerárgötu 36 Hafnasamlag Norðurlands, Fiskitanga Hársnyrtistofan Strúktúra ehf, Glerárgötu 7 Hlíð ferðaþjónusta ehf, Huldugil 5 Hlíðarskóli, Skjaldarvík Hnjúkar ehf, Kaupvangur Mýrarvegi Börn með krabbamein - 27


Hnýfill ehf, Brekkugötu 36, íbúð 501 HSÁ Teiknistofa ehf, Sunnuhlíð 12 Index tannsmíðaverkstæði ehf, Kaupangur v/Mýrarveg Ísgát ehf, Laufásgötu 9 L & S verktakar ehf, Fornagili 5 Ljósco ehf, Ásabyggð 7 Loki sf, Norðurbyggð 6 Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g Netkerfi og tölvur ehf, Steinahlíð 7c Pallaleigan ehf, Box 222 Pípulagnaþj. Bjarna Fannberg Jónasson Melateigi 31 Raftákn ehf, Glerárgata 34 Samherji hf, Glerárgötu 30 Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagata 14 Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Skartgripir ehf, Brekkugötu 5 Slippurinn Akureyri ehf, Naustatanga 2 Stefán Þórðarson ehf, Teigi Tannlæknahúsið sf, Mýrarvegi Kaupangi Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, við Mýrarveg Tölvís sf, Ljómatúni 12 Verkval ehf, Miðhúsavegi 4 Vélsmiðjan Ásverk ehf, Grímseyjargötu Viðskiptahúsið ehf, Pósthólf 73 Ösp sf, trésmiðja, Furulundi 15f Grenivík Darri ehf, Hafnargötu 1 Grímsey Fiskmarkaður Grímseyjar ehf, Hafnarsvæði Sigurbjörn ehf, Öldutúni 4 Sterta ehf, Vallargötu 9 Sæbjörg ehf, Öldutúni 3 Dalvík Tréverk ehf, Grundargata 8 -10 Vélvirki ehf, Hafnarbraut 7 Ektafiskur ehf, Hafnargötu 6 Ólafsfjörður Freymundur ehf, Vesturgötu 14 Sjómannafélag Ólafsfjarðar, Brekkugata 9 Húsavík Bílaleiga Húsavíkur ehf, Garðarsbraut 66 Alverk ehf, Klömbur Bílaþjónustan ehf, Garðarsbraut 52 Bókaverslun Þórarins Stefáns sf, Garðarsbraut 9 Dýralæknisþjónusta Bárðar G ehf, Árholti 3 Fatahreinsun Húsavíkur sf, Túngötu 1 Heilbrigðisst. Þingeyinga, Auðbrekku 4 Hóll ehf, Höfða 11 Höfðavélar ehf, Höfða 1 Kristján M Önundarson, Uppsalavegi 17 Kvenfélag Húsavíkur, Ingholt 8 Norðursigling ehf, Hafnarstétt 9 Skóbúð Húsavíkur ehf, Garðarsbraut 13 Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóar 2 Stefán Haraldsson, tannl., Auðbrekku 4 Tónninn ehf, Garðarsbraut 50 Val ehf, Höfða 5c Vermir sf, Stórhóli 9 Víkurraf ehf, Garðarsbraut 18 Víkursmíði ehf, Laugarholti 7d Laugar Kvenfélag Reykdæla, Glaumbær Norðurpóll ehf, Laugabrekku Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna 28 - Börn með krabbamein

Mývatn Eldá ehf, Helluhrauni 15 Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum Kvenfélag Mývatnssveitar, Garði 3 Kópasker Kvenfélag Öxfirðinga, Skinnastaður Raufarhöfn Önundur ehf, Aðalbraut 41a

Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu, Nýheimum Funi ehf, Ártúni Grábrók ehf, Kirkjubraut 53 Gudis ehf, Bugðuleiru 2 Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Víkurbraut 31 Skinney - Þinganes hf, Krossey Skólaskrifstofa Hornafj., Hafnarbraut 27 Vélsmiðjan Foss ehf, Ófeigstanga 15 Þrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10

Þórshöfn Geir ehf, Sunnuvegi 3

Öræfi Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi

Bakkafjörður Hraungerði ehf, Hraunstíg 1 Skeggjastaðakirkja

Selfoss ÁR flutningar ehf, Birkigrund 15 Árvirkinn ehf, Eyrarvegur 32 Bakkaverk ehf, Dverghólum 20 Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf, Hrísmýri 3 Bisk-verk ehf, Bjarkarbraut 3 Búnaðarfélag Bláskógabyggðar, Dalbraut 1 Búnaðarfélag Villingaholtshr, Syðri Gróf Flóahreppur, Þingborg Fosstún ehf, Selfossi 3 Grímsnes & Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Grundir ehf, Hrísmýri 3 Gufuhlíð ehf, Gufuhlíð Hitaveitufélag Gnúpverja ehf, Hæli 1 Hús og Parket ehf, Gagnheiði 34 I.G. þrif ehf, Dverghólum 11 Jeppasmiðjan ehf, Ljónsstöðum Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Kvenfélag Gnúpverja/Halla Guðmundsd, Ásum Kvenfélag Hraungerðishrepps, „Hofi, Flóahreppi“ Nesey ehf, Suðurbraut 7 Pípulagnir Helga ehf, Norðurleiið 31 Pylsuvagninn Selfossi, Berghólum 15 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35 Sjúkraþjálfun Selfoss ehf, Austurvegi 9 Torfutækni ehf, Hörðuvöllum 4 Veiðisport ehf, Miðengi 7 Veitingastaðurinn Fljótið ehf, Eyrarvegi 8 Vélaverkstæði Þóris ehf, Austurvegi 69

Vopnafjörður, Sláturfélag Vopnfirðinga hf, Hafnarbyggð 8 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Egilsstaðir Austfjarðaflutningar ehf, Kelduskógum 19 Bílamálun Egilsstöðum ehf, Fagradalsbraut 21-23 Bókráð,bókhald og ráðgjöf, Miðvangi 2-4 Egilsstaðahúsið ehf, Egilsstöðum 2 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1 Klausturkaffi ehf, Skriðuklaustri Miðás hf, Miðási 9 Sentrum ehf, Kaupvangi 3a Ylur ehf, Miðási 43-45 Seyðisfjörður Austfar ehf, Fjarðargötu 8 Gullberg ehf, Langitangi 5 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargata 44 Fjarðabyggð, Hafnargötu 2 Launafl ehf, Hrauni 3 Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20 Þvottabjörn ehf, Búðareyri 25 Eskifjörður Eskja hf, Strandgötu 39 Fiskimið ehf, Strandgötu 39 R.H.gröfur ehf, Helgafelli 9 Rafkul ehf, Brekkubarði 3 Slökkvitækjaþjón Austurl, Strandgötu 13a Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga, Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf, Hafnarbraut 6 Sparisjóður Norðfjarðar, Egilsbraut 25 Tónspil ehf, Hafnarbraut 22 Fáskrúðsfjörður Litli Tindur ehf, Skólavegi 105 Loðnuvinnslan hf, Skólavegur 59 Breiðdalsvík Bifreiðaverkst. Sigursteins, Selnesi 28-30 Djúpivogur Hótel Framtíð ehf, Vogalandi 4 Höfn í Hornafirði Bókhaldsstofan ehf, Krosseyjarvegi 17 Búnaðarsamband A-Skaftafellss, Litlu Brú, Nýheimum Erpur ehf, Norðurbraut 9

Flúðir Flúðasveppir, Undirheimar Fögrusteinar ehf, Birtingaholti 4 Kvenfélag Hrunamannahr., Smiðjustíg 13 Varmalækur ehf, Laugalæk Hella Árhús ehf, Rangárbökkum Ásahreppur, Laugalandi Kjartan Magnússon, Hjallanesi 2 Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbr. 16 Byggðasafnið Skógum, Rangárþing eystra Hellishólar ehf, Hellishólum Jón Guðmundsson, Berjanesi V-Landeyjum Kaupverk ehf, Velli 1 Kirkjuhvoll, dvalar- og hjúkrunarheimili, v/Dalsbakka

Krappi ehf, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum Nínukot ehf, Stóragerði 8 Vík B.V.T. ehf, Austurvegi 15 Hrafnatindur ehf, Smiðjuvegi 13 Mýrdælingur ehf, Suðurvíkurvegi 5 RafSuð ehf, Suðurvíkurvegi 6 Kirkjubæjarklaustur Búval ehf, Iðjuvöllum 3 Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf, Efri-Vík Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Ungmennafélagið Ármann, Skerjavöllum 7 Vestmannaeyjar Alþrif ehf, Strembugötu 12 Áhaldaleigan ehf, Faxastíg 5

Brandur ehf, Skólavegi 1 Frár ehf, Hásteinsvegi 49 Guðmunda ehf, Suðurgerði 4 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegur 28 J.R. verktakar ehf, Skildingavegi 8b Karl Kristmanns umboðs- og heildv ehf, Ofanleitisvegi 15 Langa ehf, Eiðisvegi 5 Miðstöðin Vestmannaeyjum, Strandvegi 30 Net ehf, Friðarhöfn Ós ehf, Illugagata 44 Siglingatæki ehf, Illugagötu 52b Sjómannafélagið Jötunn, Skólavegi 21b Skipalyftan ehf, Eiðinu Skýlið ehf, Friðarhöfn Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2 Volare ehf, Vesturvegi 10 Vöruval ehf, Vesturvegur 18

Hveragerði Bílaverkstæði Jóhanns ehf, Austurmörk 13 Eldhestar ehf, Völlum Garðyrkjustöð Ingibjargar, Heiðmörk 38 Hamrar ehf, Austurmörk 11 Þorlákshöfn Fagus ehf, Unubakka 20 Fiskmark ehf, Hafnarskeiði 21 Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6 Járnkarlinn ehf, Unubakka 25 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Þorlákskirkja, Básahrauni 4 Eyrarbakki Allt byggingar ehf, Þykkvaflöt 1 Sólvellir, heimili aldraðra, Eyrargötu 26

CMYK

Stokkseyri Kvenfélag Stokkseyrar, Eyjaseli 11 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni, PANTONE

Börn með krabbamein - 29


Græna

prentsmiðjan

Sími 511 1234 • www.gudjono.is

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Grænna land ehf

RG lagnir ehf Furubyggð 6 270 Mosfellsbær Sími : 899 9772

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Untitled-1

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

1

17.5.2011

15:55


OKKAR VON VON · HOPE · SPES

Stolt íslenskrar náttúru

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna selur falleg hálsmen og armbönd í fjáröflunarskyni með áletruninni VON á þremur tungumálum, íslensku, ensku og latínu. Tilvalin jólagjöf!

Íslenskt heiðalamb

Hálsmenin og armböndin eru til sölu á heimasíðu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, www.skb.is og í síma 588 7555. Boðið er upp á heimsendingu.

ÞÓR ehf

vélaverkstæði

Hjálpum félagsmönnum að halda í sína von.

MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

Pósthólf 133, 902 Vestmannaeyjar Sími 481-2111, fax 481-2918 Netfang: info@velathor.is Vefsíða: www.velathor.is

GOTT Í

BARNAAFMÆLIÐ Mikið úrval af skemmtilegum kökum í afmælið

Í völdum 2 kg pökkum af MILT þvottadufti eru lukkumiðar sem innihalda glæsilega vinninga.

Bjóðum einnig upp á eggjalausar tertur

Kauptu MILT þvottaduft og þú gætir dottið í lukkuþvottinn!

FÍTON / SÍA

Whirlpool þvottavél og Philips straujárn frá Heimilistækjum, veglegir balar með frábærum þvotta- og hreinsiefnum eða inneign í Skemmtigarðinn í Smáralind.

Tangled, Cars, Hello Kitty, Spiderman, Barbie, Svampur Sveinsson og margt fleira. Án ofnæmisvaldandi efna Án efna sem sitja eftir í tauinu Sérþróað fyrir íslenskt vatn

Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070

VELDU GÆÐI VELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is


Advanced Medical Nutrition

Næringardrykkir fyrir börn 031

021

011

Heilsaðu deginum með hollustu

001

09

08

07

Fæst í apótekum

Havre Fras er ein af fáum morgunkornstegundum sem uppfylla hollustukröfur Skráargatsins. 34 - Börn með krabbamein

Fáðu þér Havre Fras í morgunmat og þér líður betur allan daginn.

Börn með krabbamein - 35


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 12 - 2 4 3 6

„ MENIGA hjálpaði mér að sjá í hvað allir mínir peningar voru að fara. “

HEIMILISBÓKHALD BETRI YFIRSÝN YFIR ÚTGJÖLDIN Viðskiptavinum Arion banka býðst aðgangur að Meniga heimilisbókhaldinu sér að kostnaðarlausu í gegnum netbankann. Meniga auðveldar þér að fá yfirsýn yfir útgjöld heimilisins og setja þér sparnaðarmarkmið á einfaldan, myndrænan og skemmtilegan hátt. Skráðu þig í Meniga strax í dag og bættu tökin á fjármálunum.

Skb 2 2012  

Börn með krabbamein 2. tbl. 2012

Skb 2 2012  

Börn með krabbamein 2. tbl. 2012

Advertisement