Page 1

2. tbl. 20. árg. 2014 STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Dreymir um að komast á Ólympíuleika bls. 4 Þjónustukönnun SKB bls. 15


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / ACTAVIS 319003

Því hjálpa má þurri húð

NÝTT decubal.is

Fituríkt. Milt. Mýkjandi. Nýja lípíð kremið frá Decubal er nærandi og rakagefandi krem með 70% fituinnihaldi, sérstaklega þróað fyrir mjög þurra og erfiða húð. Kremið eflir náttúrulegar varnir húðarinnar og eykur teygjanleika hennar. Decubal Lipid Cream er prófað af húðsjúkdómalæknum og inniheldur hvorki parabena né ilm- og litarefni. Kremið hefur fengið vottun norrænna Astma- og ofnæmissamtaka og hentar einnig á viðkvæma húð. Aðeins selt í apótekum.


Fastir liðir eins og venjulega Með þjónustukönnun, sem gerð var í sumar meðal félagsmanna SKB, kom í ljós að það eru fastir liðir eins og venjulega sem þeir vilja. Þeir vilja að félagsstarfið sé eins og það er og kalla ekki eftir neinu sérstöku til viðbótar. Hins vegar er greinilegur áhugi fyrir því að hafa aðgang að sáleða félagsfræðingi og er stjórn félagsins að kanna möguleika á að bregðast við þeim óskum. Árshátíð og leikhúsferð eru fastir liðir og voru sérlega ánægjulegir viðburðir nú í haust vegna óvæntrar aðkomu velunnara. Það er alltaf ánægjulegt þegar félaginu berst stuðningur – stundum eru það einhverjir sem tengjast félaginu með beinum hætti en oftar fólk sem vill styðja málstaðinn án þess að hafa beina tengingu. Og sumir leggja mikið á sig, annað hvort við að virkja fjölda manns í kringum sig eða með einhverjum þrekraunum – og í sumum tilfellum hvoru tveggja.

Félagið á mikið undir þessum velgjörðamönnum sem skila sér á hverju ári úr ýmsum áttum og leggja félaginu til hluta þess fjármagns sem þarf til styðja vel við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein. Nú heldur t.d. Lionsklúbburinn Ýr fjórða árið í röð jólastund fyrir félagsmenn SKB í húsnæði sínu í Kópavogi og þar svigna borð undan kræsingum – ekkert ofsagt um það. Jólastundin verður að vanda 20. desember og frá henni er sagt nánar í blaðinu. Nú er hafin jólakortasala félagsins, fastur liður í fjáröflun þess. Hægt verður að kaupa kortin á heimasíðunni, www.skb. is, og á skrifstofunni. Þar eru líka tækifæriskort, VONar-hálsmen og -armbönd til sölu – sígildar og fallegar gjafir við öll tilefni. Viðtalið að þessu sinni er við fjölskyldu Helenu Hauksdóttur, sem fékk hvítblæði aðeins eins árs gömul. Hún er núna 10 ára, gengur

vel í námi, æfir fimleika og stefnir hátt. Hún hefur verið svo lánsöm að vera nánast laus við síðbúnar afleiðingar. Sagan hennar er sannkölluð sigursaga, skemmtileg og falleg. Félagið fékk skemmtilega heimsókn síðsumars þegar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti skrifstofuna ásamt aðstoðarmanni sínum, Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur, til að fræðast um starfsemi félagsins. Formaður og framkvæmdastjóri SKB, Rósa Guðbjartsdóttir og Gréta Ingþórsdóttir, tóku á móti þeim og fögnuðu mjög þessu góða tækifæri til að kynna félagið og ræða það sem snýr að málaflokki ráðherrans og brennur á félagsmönnum.

Efnisyfirlit 4 „Allt í einu fórum við að sjá út á hvað lífið gekk“ 10 Reykjavíkurmaraþon 11 Jólakort 2014 13 Árshátíð, leikhús og hamborgarar 14 Meiri áhersla á sálfélagslegan hluta meðferðar 15 Jólastundin í Auðbrekku 15 Þjónustukönnun 16 Sungið og leikið á sumarhátíð 18 Um SKB 19 Nýtt minningarkort 20 Leikum okkur með Lúlla ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi, sími: 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is, ISSN 1670-245X. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Dagný Guðmundsdóttir, Einar Þór Jónsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Signý Gunnarsdóttir, Skúli Jónsson og Særós Tómasdóttir. MYNDIR: Kristinn Ingvarsson (bls. 1, 4 og 9). FORSÍÐUMYND: Kristinn Ingvarsson. UMBROT: A fjórir grafísk miðlun – Hjörtur Guðnason. PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja – umhverfisvottuð prentsmiðja.

Stjórn og starfsfólk SKB óskar félagsmönnum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar fyrir árið sem að líða. Gréta Ingþórsdóttir.

Börn með krabbamein - 3


„Allt í einu fórum við að sjá út á hvað lífið gekk“ Viðtal: Margrét Sveinbjörnsdóttir Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson og úr einkasafni.

Helena Hauksdóttir er tíu ára frísk og fjörug fimleikastelpa í Hafnarfirðinum. Það er ekki á henni að sjá að hún hafi kornung gengið í gegnum tveggja ára erfiða baráttu við krabbamein. Hún er svo sannarlega í hópi þeirra heppnu – og nú dreymir hana um að komast í fimleikalandsliðið og síðan á Ólympíuleikana. Daginn eftir greiningu

4 - Börn með krabbamein


Úti er snjóföl og heldur svalt en inni á hlýlegu heimili fjölskyldu Helenu á Völlunum í Hafnarfirði er líf og fjör, enda vetrarfrí í skólanum og for­ eldrarnir hafa tekið sér frí úr vinnu af því tilefni. Tvíburabræðurnir Gunnar Hugi og Hrafn Aron, níu ára, leika sér á neðri hæðinni á meðan hjónin Gunnur Kristín Gunnarsdóttir og Haukur Daníel Hrafnsson spjalla við blaðamann uppi í stofu, ásamt Helenu sjálfri. Fyrstu einkennin létu á sér kræla vorið 2005, þegar Helena var um ársgömul. Þá fékk hún mikinn hita í nokkra daga, yfir 40 stig, að því er virtist alveg upp úr þurru, án þess að því fylgdi kvef eða önnur sýnileg veik­ indi. „Við fórum nokkrum sinnum með hana til læknis en það kom aldrei neitt út úr því. Einu sinni var tekin blóðprufa sem sýndi miklar bólgur, en blóðprufan var dregin svolítið í efa. Kannski vegna þess að Helena var alltaf svo sterk og góð, hún sat bara róleg og lék sér,“ ­rifjar Gunnur upp. Í fyrsta sinn sem ég upplifði einhverskonar foreldrainnsæi Það var síðan ekki fyrr en í ágúst sem Helena loks var greind. Þegar þar var komið sögu var hún komin með mikil einkenni; marbletti og bólgna eitla. „Þá fór ég með hana inn á Domus til barna­

læknis, sem sendi hana í blóðprufu til að útiloka einkirningssótt. Svo var ég bara rétt kom in heim með hana þegar það var hringt og ég beðin að koma með hana á Barnaspítalann til frekari skoðunar. Þetta gerðist mjög hratt, læknirinn sagði að þetta væri mjög líklega krabbamein sem væri að hrjá hana, og það liti helst út fyrir að vera hvítblæði. Hún þyrfti að fara strax í svæfingu til að hægt væri að taka frekari sýni,“ segir Gunnur, en Haukur var þá nýkominn til Aberdeen í Skotlandi þar sem hann var að vinna. Gunnur hringdi í hann til að segja honum tíðindin og hann flaug heim strax daginn eftir. Hann segist reyndar hafa vitað það innra með sér að staðan væri alvarleg: „Þegar ég beygði mig yfir Helenu til að kyssa hana bless þegar ég fór af stað eldsnemma að morgni 17. ágúst þá fann ég bara að það var ekki allt í lagi. Kvöldið áður þegar ég var að skipta á henni þá stóðu eitlarnir langt út og hún var eins og gamall banani á fótunum, öll í marblettum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði einhverskonar foreldrainnsæi; ég bað Gunni um að fara með hana til læknis strax daginn eftir og fara ekkert fyrr en hún væri búin að fá niðurstöðu í þetta mál.“

Stakk snuddunni upp í mömmu sína „Þegar mér er tilkynnt um niðurstöð­ una þá fara auðvitað að trítla tár hjá mér. Ég sit með Helenu í fanginu og þegar ég fer að gráta þá tek tekur hún snudd­ u na út úr sér og stingur upp í mömmu sína, litla ljósið,“ segir Gunnur. Þegar Helena var greind, 17. ágúst 2005, var Gunnur langt gengin með tvíburana og orðin nokkuð þung á sér. „Ég var orðin þreytt í grind og með verki í baki og farin að kveinka mér svolítið, en það bara hvarf, ég fann ekki fyrir neinu,“ segir hún. „Þegar maður fær svona verkefni þá fer maður í einhverskonar baráttuham, það er eins og líkaminn og hugurinn stilli sig inn á að berjast. Við vorum ekki bara að fara með barnið inn á spítala í eina viku, þetta var tveggja ára verkefni. En þetta var alltaf mælt í einhverjum áföngum eða skrefum, maður horfði aldrei á endatakmarkið heldur tók bara eina baráttu í einu og þurfti að halda andliti og gleðinni gagnvart barninu,“ segir Haukur. Helena var orðin mikið kvalin þegar hún greindist, var hætt að vilja ganga sjálf og sótti mikið í fangið á foreldrum sínum. Þegar loks var tekið úr henni mergsýni kom í ljós að mergurinn var orðinn mjög mettur af krabbameins­ frumum.

Börn með krabbamein - 5


Á sumarhátíð SKB 2010.

Settum svip á barnadeildina Þegar Helena greindist var Haukur 26 ára og Gunnur 28 ára. Þau voru að undirbúa það að flytja til Skotlands, þar sem hann var kominn með vinnu hjá sprotafyrirtæki í eigu ungra Íslendinga og Gunnur hafði sagt upp starfi sínu sem flugumsjónarmaður hjá Íslandsflugi í framhaldi af fæðingar­ orlofinu. En þegar frumburðurinn ­veiktist var öllum áætlunum koll­varpað. „Maður er einhvern veginn bara kominn með lífið í lúkurnar. Maður vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Og ekki nóg með það, þegar hún var níu mánaða og enn á brjósti þá hafði komið í ljós að við áttum aftur von á barni – og það meira að segja tveimur, eins og síðar kom á daginn,“ segir Haukur. Tvíburarnir fæddust fjórum vikum eftir að Helena greindist – og næstu tvö árin var Barnaspítalinn þeirra annað heimili, rétt eins og annarra fjöl­skyldumeðlima. „Við settum heilmikinn svip á barnadeildina, með Helenu svona unga í meðferð og svo glænýja tvíbura,“ segir Haukur. „Starfsfólkið er alveg frábært, maður fékk á tilfinn­inguna að Helena væri uppáhalds hjá öllum. En svo áttuðum við okkur á að þetta fólk er svo mikl­ 6 - Börn með krabbamein

ir snillingar að það fær alla til að líða þanni­g! Hún Gróa Gunnarsdóttir á leikstofunni varð hluti af fjölskyldunni, hún bjargaði okkur alveg í gegnum þetta. Enda var það líka þannig þegar við giftum okkur nokkrum árum seinna og ákváðum að bjóða bara þeim allra nánustu, þá ­heyrðist í Helenu: „Kemur þá ekki Gróa?“ Auðvitað buðum við henni,“ segir Gunnur. „Alltaf þegar ég fer í blóðprufu þá fer ég í heimsókn á leikstofuna til Gróu,“ skýtur Helena inn í. Fyrstu árin eftir meðferðina fór hún reglulega í blóðprufur á nokkurra mánaða fresti, en núorðið fer hún bara einu sinni á ári og mun gera það eitt­ hvað áfram. Síðast fór hún í blóðprufu í ágúst og þá var allt eins og það átti að vera. Tvö ár að hluta til í móðu Þau hjónin eru sammála um að þessi tvö ár sem meðferðin stóð yfir sé tími sem að hluta til er í móðu. „Þetta er svo óraunverulegt, maður vissi eiginlega ekkert hvað væri í gangi,“ segir Haukur. Fyrst átti Helena að fara í miðlungsharða meðferð en eftir ­nokkra daga var ákveðið að setja hana frekar í harða meðferð, vegna þess að það fannst stökkbreyting í krabbameinsfrumunum. Lyfjameðferðin varði

þess vegna lengur, en á móti kom að töflumeðferðin í lokin varð styttri. Á tímabilum þurfti hún að vera í einangr­ un. Þá voru þær mæðgurnar saman í herbergi, og enginn annar mátti koma þar inn. Haukur og móðir Gunnar, Herdís Óskarsdóttir, sáu um tvíburana og oft sváfu þeir feðgarnir á spítal­ anum. Brjóstapumpan var þarfasti þjónninn, því Gunnur var með drengina á brjósti og þurfti þá oftar en ekki að mjólka sig á meðan á einangruninni stóð. Hún segir það hafa verið ómetanlegt fyrir þau að hafa móður hennar til halds og trausts, en hún hafði um þetta leyti verið að búa sig undir að hætta að vinna og veikindi Helenu hefðu hjálpað til við þá ákvörðun. Hræðilegar sex vikur Lyfjameðferðin fór misvel í Helenu og oft fylgdi henni ógleði og lystar­ leysi. Þegar hún hætti á tímabili alveg að borða var ákveðið að setja á hana magastóma og gefa henni öll lyf þar í gegn. „Það náði ekki að gróa alveg utanum gatið. Svo fékk hún niðurgangs­pest og lá fyrir hreyfingarlaus í sex vikur, það var hræðilegur tími. Hún lá bara í sömu stellingu allan tímann. Eftir á sögðu læknarnir okkur að þetta hefði ekki litið vel út þarna.


Duddukerling Þetta var rétt fyrir páska, mig minnir að fyrsta brosið eftir þetta erfiða tímabil hafi komið á sumardaginn fyrsta. Þá voru nú aldeilis teknar myndir af henni, þá var hún aftur orðin hún sjálf með allar duddurnar sínar,“ rifjar Gunnur upp – og bætir við að í gegnum alla meðferðina hafi Helena verið ótrú­ lega sterk, dugleg og jákvæð. „Hún fór þetta á gleðinni, hún hefur alltaf verið mjög hresst og skemmtilegt barn.“ Helena segist muna vel eftir þegar þetta var allt búið. „Ég var að fara út í bíl og heim, þá var mér rosalega illt í bakinu.“ SKB algjör lífsnauðsyn fyrir fólk með börn í þessum sporum Bæði bera þau Styrktarfélagi krabba­ meinssjúkra barna vel söguna. „SKB er algjör lífsnauðsyn fyrir fólk með börn í þessum sporum, algjörlega ómetanleg og ómissandi félagasamtök. Það mynd­ast líka djúpstæð tengsl og vinabönd þarna inni og við eigum þeim mjög margt gott að þakka,“ segir Haukur. „Mjög fljótlega eftir greiningu var teymi á spítalanum sem tók við fjölskyldunni og hélt með okkur fund. Sigrún Þóroddsdóttir hjúkrunarfræð­ ingur hugsar um öll þessi börn og ­heldur utan um fjölskyldurnar, síðan

Í blóðprufu hjá Sigrúnu við meðferðarlok í ágúst 2007. eru þrír læknar með henni, ásamt fulltrúa frá SKB, sem kynnti hvað hægt væri að gera fyrir okkur; til dæmis að tala við einhvern í svipuðum spor­ um. Okkur var líka boðin peninga­ aðstoð og ýmis ráð til að leita hjálpar annars staðar. Það er líka boðið upp á sálfræðiaðstoð, mömmu- og pabba­ klúbb,“ segir Gunnur. Þá eru enn ótald­ ar ferðir til útlanda, þar sem Tivoli og Legoland í Danmörku eru ofarlega á vinsældalista barnanna. „Sumarhátíðir SKB eru æðislegar – og svo er krökk­ unum líka boðið í leikhús og út að borða. Okkur stendur meira að segja ennþá til boða að sækja um sumarbústað, þótt börn í meðferð gangi fyrir,“ segir Haukur. Ekki vera feimin við að þiggja aðstoð Þegar þau Gunnur og Haukur eru spurð hver séu þeirra skilaboð til for­ eldra sem fá þá greiningu að barnið þeirra sé með krabbamein segja þau að fólk eigi ekki að vera feimið við að þiggja aðstoð: „Þegar maður lítur til baka, þá gerðum við k ­ annski smámistök með því hreinlega að biðja ekki um hjálp, við tókum þetta allt á hnúunum sjálf – og ég með fullri vinnu. Við settum upp ákveðna gleðigrímu, þó að okkur hafi kannski ekki alltaf

liðið þannig. Svo mögulega höfum við gert okkur erfiðara fyrir, því fólk í kringum okkur gerði sér ekki alveg grein fyrir stöðunni og hélt kannski að þetta væri minna mál en það raunveru­ lega var. Okkur var hrósað mikið fyrir hvað við værum dugleg, en þetta var auðvitað meira en að segja það. Hjálp samfélagsins í formi spítalavistar og meðferðar er vissulega ómetanleg – og auðvitað er maður þakklátur fyrir hana. En mér finnst samt ekki nógu mikið gert fyrir ungt fólk sem berst í bökkum, með börn sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Það mætti til dæmis alveg hugsa sér að gefa kost á pásu í afborgunum húsnæðislána í eitt til tvö ár. En ég er heldur ekki bara að tala um peninga­ aðstoð, heldur líka þessa litlu hluti, eins og að fara heim og taka til, kaupa í matinn eða elda, setja vetrardekkin undir – allir þessir litlu hlutir sem taka tíma. Öll aðstoð er vel þegin, þá fær fjölskyldan meiri tíma til að einbeita sér að þessu stóra verkefni sem það er að vera með veikt barn.“ Ákveðið horn sem maður vill komast fyrir Þegar meðferð lýkur og barnið er útskrifað tekur við nýtt tímabil, fimm ára óvissutími þar sem foreldrar hafa Börn með krabbamein - 7


Á Íslandsbankamóti í fimleikum vorið 2014. 8 - Börn með krabbamein


áhyggjur af að meinið taki sig upp aftur. „Það er ákveðið horn sem maður vill komast fyrir, en með hverju árinu sem líður frá meðferðarlokum minnka líkurnar á að þetta komi aftur,“ segir Gunnur. „Svo hafa foreldrar áhyggj­ ur af síðbúnum afleiðingum, sem eru samfélagshæfni, vaxtarkúrfan og námsgeta, en Helena hefur ekki átt við neitt af þessu að stríða. Hún hefur allt­ af verið svo skýr og fljót að læra. Þar vil ég nú meina að öll þessi samvera með fullorðnu fólki á spítalanum hafi haft sitt að segja. Við höfðum áhyggj­ ur af eftirköstum eftir meðferðina, en það hefur ekkert slíkt komið í ljós, hún vex og dafnar eins og eðlilegt barn, er afburðanemandi í skóla og stendur sig rosalega vel í íþróttum,“ segir faðirinn stoltur. Ný sýn á lífið Öll stunda þau systkinin nám í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, Helena í 5. bekk og bræður hennar í 4. bekk. Aðspurð segir Helena að sér þyki íþróttir skemmtilegastar af öllu í skól­ anum. Og eins og fram hefur komið þá æfir hún fimleika af krafti með Björk í Hafnarfirði – 18 tíma á viku – og strákarnir æfa fótbolta með Haukum. Foreldrar hennar skjóta því inn að svo hafi hún nokkrum sinnum unnið til verðlauna í lestrarkeppni í skólan­ um; keppnisskapið sé alltaf til staðar, hvort heldur er í skólanum, fimleik­ unum eða baráttunni fyrir lífinu á sínum tíma. Bæði vinna þau Gunnur og Haukur hjá Icelandair, hann sem flugmaður og hún á skrifstofu yfirflugstjóra

Það hefur oft verið fjör með þrjú lítil, þar af eitt veikt. Hér er allt með friði og spekt – öll sofandi. í verkefnum tengdum flugumsjón og flugrekstri. Hin daglega rútína er aftur orðin eins og hjá hverri annarri fjöl­ skyldu – en þau eru reynslunni ríkari og hafa öðlast nýja sýn á lífið. Þau komust að því að það var svo sannarlega ljós hinumegin við erfiðleikana. Veikur maður óskar sér bara eins Þau hjónin eru sammála um að reynslan af veikindum Helenu hafi breytt þeim. Haukur orðar það þann­ ig: „Maður fullorðnast á einni nóttu, þarf að ná tökum á tilfinningum og átta sig á hvað maður er kominn með á herð­arnar. Allt í einu var þetta orðinn svolítið stór pakki. Það eru ekki allir sem lenda í því að fá þrjú börn á ­sextán mánuðum og eitt krabbameins­ veikt, þar erum við kannski svolítið

einsdæmi. Allt voru þetta hugsanir sem voru svolítið súrrea­lískar fyrir mig 26 ára. Allt í einu fórum við að sjá út á hvað lífið gekk. Maður getur óskað sér ótal hluta – en veikur maður óskar sér bara eins; að verða heilbrigður.“ Haukur segist ekki hugsa mikið um veikindin núna, hann sé fyrst og fremst ánægður með að börnin séu hraust. „Fyrstu árin var pínulítil hræðsla í manni en hún er svo rosalega hraust þessi stelpa að hún veikist nánast ekki. En ég fæ blóðbragð í munninn þá sjaldan að hún fær hita.“ Gunnur segist hafa róast heilmikið, þó að hún haldi áfram að kvíða fyrir hverri blóðprufu. „En við vitum að mesta hættan á að fá greiningu aftur er fyrstu fimm árin – og við erum komin fyrir það horn.“

Fjölskyldan heima í Blómvöllum. Frá vinstri: Haukur, Hrafn Aron, Helena, Gunnar Hugi og Gunnur.

Börn með krabbamein - 9




Allur ágóði af sölu þessa jólakorts rennur til barna með krabbamein. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna þakkar stuðninginn. The Icelandic Childhood Cancer Parent Organization.

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

Jólakort SKB Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

krabbamein. ninginn. ation.

STYRKJUM GOTT MÁLEFNI Glæsileg jólakort SKB eru til sölu á heimasíðunni www.skb.is

Gleðileg jól

Gleðileg jól



VON

hálsmen eða armband er tilvalin jólagjöf.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna selur falleg hálsmen og armbönd í fjáröflunarskyni með áletruninni VON á þremur tungumálum, íslensku, ensku og latínu. Hálsmenin eru þrennskonar: silfurhringur í sílfurkeðju (4.500 kr.), stálhringur í stálkeðju (4.000 kr.) og stálhringur í leðuról (4.000 kr.). Armbandið er úr leðri með stálhring (3.500 kr.). VON er til sölu á heimasíðufélagsins, www.skb.is og í síma 588 7555.

Okkar VON VON HOPE SPES

10 - Börn með krabbamein


Áheit í Reykjavíkurmaraþoni snar þáttur í fjáröflun SKB Annað árið í röð báðu um 250 hlaup­ arar í Reykjavíkurmaraþoni um að áheit á sig rynnu til SKB og numu þau alls rúmum 5,6 milljónum króna í ár. SKB var með bás í Laugardalshöll báða skráningardagana og þar gafst hlaup­urum kostur á að ná sér í merki félagsins svo að sæist fyrir hvern þeir hlupu, auk þess sem hægt var að kynna sér starfsemi félagsins og fjárfesta í glaðlegum höfuðböndum. Á hlaupadaginn var svo búið að skipu­leggja hvatningarhóp sem kom sér fyrir við Ánanaust með borða, blöðrur, hróp og köll. Hlaupurum ber saman um það sé ómetanlegt að fá hvatningu á hlaupaleiðinni, sér í lagi þegar farið er að síga á seinni hlutann og orkan kannski heldur farin að dvína. Styrkjakóngur SKB í ár var Pétur Ívarsson og næstmestu safnaði styrkja­drottning síðasta árs, Sigríður Þorsteinsdóttir. Pétur gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon í jakka­ fötum og varla búinn að jafna sig eftir slæmt beinbrot. Hann safnaði tæp­ lega 900 þúsund krónum fyrir SKB. Honum og öðrum hlaupurum, sem og Íslandsbanka og öllum þeim sem hétu á hlauparana okkar og hvatningarliðinu eru færðar bestu þakkir. Hlutur SKB í áheitasöfnun skiptir félagið verulegu máli eins og nærri má geta þegar um slíkar risaupphæðir er að ræða.

Pétur Ívarsson á fleygiferð á Sæbrautinni í jakkafötunum góðu.

Hvatningarliðið hafði hátt og stóð sig vel. Rósa Guðbjartsdóttir þakkaði fyrir stuðninginn við SKB og önnur félög á uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons í Íslandsbanka.

Börn með krabbamein - 11


Höfuðbönd og tækifæriskort SKB hefur fyrir utan jólakort og VONarhálsmen og –armbönd, höfuðbönd og tækifæriskort í sölu. Allar söluvörur félagsins er hægt að nálgast á heimasíðu þess, www.skb.is og á skrifstof­ unni á opnunartíma hennar. Höfuðböndin eru nú seld á einstaklega hagstæðu verði eða aðeins 500 krónur. Þau eru í þremur flottum litum, bláum, skærgrænum og skærbleikum með merki SKB lítt áberandi. Tækifæriskortin eru í mörgum stærðum með 20 mismunandi mynd­ um og að sjálfsögðu á afar hagstæðu verði. Þau er öll hægt að skoða og kaupa á heimasíðunni. Það er mjög sniðugt að koma við á skrifstofunni og

12 - Börn með krabbamein

kaupa nokkur kort og eiga við hend­ ina þegar farið er í afmæli, veislu eða útskrift.


Árshátíð, leikhús og hamborgarar Mikið var um dýrðir hjá félags­mönnum í SKB fyrstu helgina í október. Þá var gerð önnur atlaga að árshátíð sem hafði verið frestað í vor vegna dræmrar þátttöku. Ákveðið var að bjóða börnum í félaginu í leikhús í annað sinn á árinu en við vorum svo heppin að vera á allra síðustu sýningunni á Mary Poppins í vor og upplifðum magnaða leikhústöfra og mikla stemmningu þegar sú sýning kvaddi. Árshátíðin var haldin í Raf­ v eitu­ heimilinu í Elliðaárdal og var maturinn í boði Grillmeistarans. Veislustjóri og uppistandari var Þorsteinn Guðmundsson leikari sem gaf einnig vinnu sína þetta kvöld. Listamenn úr Sirkus Íslands komu svo og skemmtu

árshátíðargestum með ýmsu sprelli. Frábært kvöld og skemmtilegt í alla staði. Daginn eftir áttu tæplega 240 manns miða í Borgarleikhúsið og fyrir sýningu var öllum hópnum boðið í hamborgara og tilheyrandi á Hamborgarafabrikkunni. Það voru saddir og sælir félagsmenn í SKB sem heilsuðu upp á Línu og skemmtu sér yfir sprellinu í henni og vinum hennar. Frábær lokapunktur á einstakri helgi. Félagsmönnum og fyrirtækjum sem gáfu þeim veitingar og skemmtun þessa fínu helgi eru færðar kærar þakkir.

Börn með krabbamein - 13


Styrktarsjóður SKB Foreldrar krabbameinssjúkra barna þekkja margir af eigin raun hvaða áhrif langvinn veikindi hafa á fjárhag fjölskyld­ unnar, bæði vegna aukinna fjárútláta og tekjumissis annars eða beggja foreldra til lengri eða skemmri tíma. Andlegt álag og líkamleg vanlíðan eru óhjákvæmilegir fylgifiskar veikind­ anna og ekki eru fjárhagsáhyggjur foreldra til að minnka álagið. Til að mæta slíkum áföllum setti SKB á laggirnar sérstakan styrktarsjóð og rétt til að sækja um stuðning úr honum eiga fjölskyldur krabbameinssjúkra barna, samkvæmt skilgreiningu í reglum sjóðsins. Úthlutunarnefnd Styrktarsjóðsins metur hverja umsókn fyrir sig. Umsóknum í sjóðinn þurfa að fylgja ýmsar nauðsyn-

legar upplýsingar og aðstoða starfsmenn SKB góðfúslega þá sem þess óska. Sr. Pálmi Matthíasson hefur veitt úthlutunarnefnd forystu allt frá stofnun sjóðsins eða í yfir tvo áratugi. Með honum í nefndinni hafa verið Helga Guðrún Johnson, Páll Kr. Pálsson, Kjartan Magnússon og Þórhildur Þorleifsdóttir. Kjartan og Þórhildur hafa nú beðist undan áframhaldandi setu í úthlut­ unarnefnd og hefur Elísa Guðrún Halldórsdóttir, félagsráð­ gjafi, sálfræðingur og fyrrverandi starfsmaður SKB, tekið sæti í henni. Þessu góða fólki eru þökkuð þeirra störf og áralöng tryggð við félagið.

Meiri áhersla á sálfélagslegan hluta meðferðar Alþjóðasamtök á sviði krabbameina í börnum, SIOP (International Society of Paediatric Oncology) voru stofnuð seint á sjöunda áratug 20. aldar í því skyni að leiða saman fagfólk með það að markmiði að bæta meðferð við krabba­meinum í börnum um heim allan. Æðsta sýn samtakanna er að ekkert barn þurfi að deyja úr krabba­ meini. Í samtökunum eru læknar, hjúkrunarfólk, annað heilbrigðis­ starfsfólk, vísindamenn og aðrir þeir sem fást við rannsóknir á sviði krabba­ meina í börnum, um 800 einstaklingar. Samtökin halda ráðstefnu á hverju ári þar sem fólk deilir þekkingu sinni og reynslu með öðrum. Alþjóðleg samtök félaga foreldra barna með krabbamein og þeirra sem hafa lifað af, áður ICCCPO (International Confederation o f C h i l d h o o d C a n c e r P a re n t Organizations), nú CCI (Childhood Cancer International), halda árlega ráðstefnu í samvinnu við SIOP og njóta þar með aðgengis að fjölda frábærra fyrirlesara sem eru á staðnum hvort eð er. Í samtökunum eru 177 félög frá yfir 90 löndum. Aðstoð vegna andlegs álags Ráðstefna þessa árs var haldin í Toronto í Kanada í októberlok og sóttu hana tæplega 2.000 manns. Formaður og framkvæmdastjóri SKB, Rósa 14 - Börn með krabbamein

Guðbjartsdóttir og Gréta Ingþórsdóttir, sátu foreldrahluta ráðstefnunnar. Fjölmörg afar fróðleg erindi voru flutt um nýjungar á sviði krabbameinslækninga í börnum, aðgengi að meðferð, lyfjaskort, læknaskort, geislameð­ ferðir, verkjameðferðir, heilaþjálfun eftir krabba­ m einsmeðferð, um áhrif og aðferðir foreldrafélaga til að koma breytingum til leiðar þar sem þeirra er þörf og margt fleira. Ef draga ætti fram einhvern rauðan þráð í erindum þeirra lækna sem töluðu þá mætti einna helst nefna viðurkenn­ ingu á auknu vægi andlegs og félags­ legs stuðnings krabbameins­ g reindra barna og aðstandenda þeirra við greiningu, í og eftir meðferð. Á sumum stórum sjúkrahúsum er fagfólk eins og listmeðferðarfræðingar og lífsþjálfarar hluti meðferðarteyma og mikilvægt talið að bjóða fjölskyldunum kennslu í að glíma við andlegt álag meðferðarinnar, t.d. með jóga eða hugleiðslu. Náið samstarf við SÞ og ESB Á aðalfundi ICCCPO (sem á fundin­ um breyttist í CCI) kom fram að samtökin hafa starfað náið með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) að upplýsingagjöf um krabba­ mein í börnum, um líknandi meðferð fyrir börn og einnig hefur verið rætt hvernig CCI getur lagt að mörkum til

að nálgast markmið WHO sem s­ nerta krabbamein í börnum. Evrópsku aðildar­félög CCI og Evrópuhluti SIOP hafa átt snaran þátt í stefnumótun á vegum Evrópusambandsins og Evrópuþingsins. Afrakstur hluta þeirr­ ar samvinnu mun líta dagsins ljós í formi meðferðarskírteinis eða þess sem kallað hefur verið „Survivorship Passport“. Það verður innleitt bæði í pappírsútgáfu og netútgáfu áður en langt um líður og verður afar áhuga­ vert að fylgjast með því verkefni. Nú er svo komið að engar stefnumótandi ákvarðanir verða teknar á samevrópsk­ um vettvangi án aðkomu SIOPE og evrópskra aðildarfélaga.


Jólastundin í Auðbrekku Jólastund SKB verður að vanda hald­ in 20. desember, á fæðingardegi Sigurbjargar Sighvatsdóttur, sem arfleiddi félagið að öllum eigum sínum árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins, sem þá var ungt að árum. Jólastundin er í boði Lionsklúbbsins Ýrar og verður hald­ in í sal klúbbsins í Auðbrekku 25-27. Þetta er í fjórða sinn sem konur í Ýr bjóða félagsmönnum í SKB í glæsilegt jólaboð. Dagskráin verður hefðbundin, jólasveinar kíkja í heimsókn og dansað verður í kringum jólatréð. Jólastundin hefst kl. 13.30 og eru félagsmenn vinsamlegast beðnir að skrá sig á skb@ skb.is.

Þessi SKB-börn mættu rauðklædd á jólastundina á síðasta ári og fengu öll risaknús frá jólasveinunum, frá vinstri: Dagur Þór Helgason, Valborg María Stefánsdóttir og Stefán Freyr Erlendsson.

Félagsmenn ánægðir með starf og þjónustu SKB Könnun sem stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna ákvað sl. vor að gera meðal félagsmanna sinna l­eiddi í ljós að þeir eru almennt ánægðir með starf félagsins og þjónstu þess. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og gefa svör við henni prýðilegar vísbendingar um afstöðu félags­manna almennt til starfsemi og þjónustu félagsins. Meirihluti þeirra sem svöruðu sagðist myndu nýta sér þjónustu sálfræðings ef hann væri starfandi hjá félaginu og tæpur helmingur sagðist myndu nýta þjónustu félagsráðgjafa. Meirihluti taldi að bjóða ætti fjölskyldum með barn í meðferð framtalsaðstoð og þegar spurt var hvort félagið ætti að bjóða félagsmönnum einhverja aðra þjón­ustu svaraði mikill meirihluti því neitandi. Lítill áhugi reyndist vera fyrir þátttöku í hlaupa-/hjóla- eða gönguhópum og minnihluti feðra vill að pabbahópur verði settur á laggirnar. Tæplega 90% svarenda sögðu að ekki ætti að sleppa neinum föstum liðum í félags­starfinu, þ.e. unglingahópi, mömmuhópi, sumarhátíð, árshátíð, leikhúsferð og jólastund og rúmum 80% finnst ekkert vanta í félagsstarfið, þ.a. könnunin ­leiddi í ljós talsverða ánægju með starf­ ið eins og það er.

Mikill áhugi er fyrir því að félagið s­ tandi fyrir fræðslufundum og komu marg­ar áhugaverðar tillögur fram þegar eftir því var kallað. Þegar hefur verið brugðist við með hádegisfundi um ­miðjan október með Lukku, eiganda Happ, en hún hélt afar fróðlegt erindi um næringu og áhrif hennar á hina ýmsu sjúkdóma. Þeir sem eru með barn í meðferð eða hafa nýlokið henni voru spurðir hvernig þeim fyndist upplýsingagjöf spítalans um réttindi fjölskyldna í þeirra sporum gagnvart hinu opinbera og voru um 36% jákvæð, 32% fannst hún hvorki

góð né slæm og um 25% fannst hún fremur eða mjög slæm. Sami hópur var spurður hvernig honum fyndist SKB standa sig í upplýsingagjöf um þjónustu sína. 66% sögðu að hún væri fremur eða mjög góð, 30% töldu hana í meðallagi, 4,5% sögðu hana slæma en engum fannst hún mjög slæm. Í ljósi þessara niðurstaðna hefur stjórn félagsins nú til athugunar að ráða sálfræðing eða félagsfræðing sem félagsmenn gætu leitað til eftir þörfum. Að öðru leyti eru skilaboðin þau að við eigum að halda okkar striki í starfinu.

Skoppa og Skrítla og börn í SKB á vorhátíð SKB í Heiðmörk.

Börn með krabbamein - 15


Una Gunnarsdóttir á fullt í fangi með allar þessar krabbahetjur, Brynhildi Hrafnsdóttur, Mirru Wolfram Jörgensdóttur og Leu Karen Friðbjörnsdóttur.

Sungið og leikið á sumarhátíð Sumarhátíð SKB var að venju ­haldin síðustu helgina í júlí í Smáratúni í Fljótshlíð. Veðrið sveik okkur ekki frekar en á fyrri hátíðum og skapaði notalega umgjörð um dagskrána sem var hefðbundin. Hamborgarar og meðlæti í boði Matborðsins á föstu­ d agskvöld, auk þess sem félagsmönn­u m var boðið á tónleika með hljómsveitinni Klassart, sem voru þetta kvöld á Hótel Fljótshlíð. Félagar í Félagi íslenskra einkaflugmanna buðu í útsýnisflug með tilheyrandi nammiregni frá Múlakoti daginn eftir. Fyrir matinn á laugardagskvöld kom Rebekka Sif Stefánsdóttir og tók lagið fyrir krakk­ ana og leyfði þeim að spila aðeins á gítarinn sinn. Brennan var á sínum stað á laugardagskvöldið og yngstu börnin fengu að fara á hestbak á sunnu­ dagsmorgni áður en farið var heim. Kleinum og harðfiski frá velunnurum á Hvammstanga voru gerð góð skil. Við látum meðfylgjandi myndir Bryndísar Hjartardóttur tala sínu máli. 16 - Börn með krabbamein

Hér eru allir frekar sáttir eftir fína flugferð. Frá vinstri: Torfi Sigurjónsson, flugmaður, Dagur Þór Helgason, Aron, Stefán og Kolbrún Rós Erlendsbörn.

Börn og fullorðnir bíða spennt eftir nammiregni. Börnin með plastpokana, tilbúin að hlaupa út á flugbrautina og tína upp góðgætið í boði Nóa Síríus.


Rebekka Sif eignaðist aðdáendur í þessum litlu stelpum sem voru heillaðar af söng hennar og fengu svo að prófa gítarinn að tónleikum loknum.

Systkinin Breki Snær og Íris Embla fengu að fara á bak með aðstoð móður sinnar, Rakelar K. Ingólfsdóttur.

Brennan var að sjálfögðu á sínum stað. Alltaf gott að ylja sér við eldinn og taka nokkur lög þegar farið er að rökkva.

Börn með krabbamein - 17


Um SKB Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Á þeim vettvangi hefur náðst mikill árangur en enn er mikil þörf fyrir ýmiss konar stuðning. Það er áfall fyrir

10-12 greiningar á ári Árlega greinast 10-12 börn á Íslandi á aldrinum 0-18 ára með krabbamein. Hvítblæði og heilaæxli eru algengust. Meðferð við krabbameinum í börnum er yfirleitt mjög hörð en þau eru meðhöndluð með skurðaðgerðum, lyfjameðferðum og geislum. Börnin verða veik og máttfarin meðan á meðferð stendur og eru oft lengi að ná upp fyrri styrk. Þau eru gjarnan algjörlega ónæmisbæld þegar þau eru í meðferðarlotum og geta umgangspestir, sem eru flestu fólki meinlausar, reynst stórhættulegar. Þá er gott að eiga athvarf utan skarkalans en SKB á og rekur tvö hvíldarheimili á Suðurlandi þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda. Húsin eru leigð félagsmönnum þegar fjölskyldur barna í meðferð dvelja ekki í þeim.

alla fjölskylduna þegar einn greinist með krabbamein og hún er allt í einu komin í stöðu sem enginn vill nokkurn tíma þurfa að vera í. Yfirleitt hættir a.m.k. annað foreldrið að vinna um tíma til að sinna veika barninu og verður fjárhagslegt áfall því í flestum tilvikum tilfinnanlegt.

Mömmuhópur, unglingahópur og Angi SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína. Krabbameinsveiku börnin á aldrinum 13-18 ára hittast reglulega í félagsaðstöðu SKB eða utan hennar, hafa stuðning hvert af öðru og gera eitthvað skemmtilegt saman. Mæður krabbameinsveiku barnanna hittast mánaðarlega og spjalla. Þó að börnin séu ekki öll með sömu mein þá finnst þeim gott að hittast og bera saman bækur sínar. Foreldrar barnanna sem tapa baráttunni fyrir krabbameini hittast óreglulega og spjalla. Það er sár reynsla sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt. Sá hópur hittist alltaf í byrjun aðventu og útbýr skreytingar á leiði barna sinna.

Félagsstarf, skrifstofa fjáröflun Félagið stendur fyrir sumarhátíð síðustu helgina í júlí ár hvert. Hún hefur verið haldin í Smáratúni í Fljótshlíð nokkur síðustu ár. Áhugaflugmenn hafa boðið félagsmönnum útsýnisflug yfir Fljótshlíðina við frábærar viðtökur á hverju ári. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og 20. desember ár hvert er haldin jólastund og þar minnast félagsmenn Sigurbjargar Sighvatsdóttur en hún gaf félaginu allar eigur sínar árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins og möguleikum þess til að standa vel við bakið á félagsmönnum sínum. Stjórn SKB kemur saman einu sinni í mánuði og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. Þess á milli er stjórn félagsins í höndum framkvæmdastjóra og þriggja manna framkvæmdastjórnar, sem í sitja formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins. Skrifstofa félagsins er í Hlíðasmára 14. Hún er opin alla daga kl. 10-16. Starfsmenn eru tveir í 1,8 stöðugildum. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna nýtur mikils velvilja og málstaðurinn mikils stuðnings víða í samfélaginu og sem betur fer eru margir sem vilja rétta því hjálparhönd. Þörfin er þó afar brýn og alltaf meiri en félagið myndi vilja geta sinnt. Helstu leiðir félagsins til fjáröflunar hafa verið útgáfa félagsblaðs tvisvar á ári og sala styrktarlína í þau, sala minningarkorta og tækifæriskorta og ýmissa söluvara. 18 - Börn með krabbamein

Þjónusta og fasteignir SKB á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. Landspítalinn sér um rekstur um úthlutun þeirra íbúða. Ef fjölskyldur krabbameinsveikra barna þurfa ekki á þeim að halda er þeim ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna sem eiga börn á Barnaspítalanum. SKB greiðir ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, einkum sálfræðiþjónustu en einnig listmeðferð og sjúkraþjálfun. Sem betur fer lifa alltaf fleiri og fleiri það af að greinast með krabbamein og er svo komið að hlutföllin eru um það bil 80% sem lifa og 20% sem deyja. Fyrir um aldarfjórðungi voru þessi hlutföll akkúrat öfug. En meðferð við krabbameini getur haft ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar í för með sér, líkamlegar, andlegar og félagslegar. Og börnin sem læknast geta þurft ýmsa aðstoð í mörg ár eftir að meðferð lýkur.

Samstarf SKB er eitt aðildarfélaga Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og á aðild að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans. Auk þess er SKB aðili að alþjóðlegum samtökum félaga foreldra barna með krabbamein, CCI (Childhood Cancer International).


Nýtt minningarkort Eva Hrönn Guðnadóttir, grafískur hönnuður, hefur hannað nýtt og afar fallegt minningarkort fyrir SKB. Minningarkortin er hægt að kaupa á heimasíðu SKB eða með því að hringja á skrifstofuna. Sá sem pant­ar minningarkort gerir það í minningu einhvers sem er látinn, greiðir SKB fjárhæð að eigin vali og lætur senda kortið

Í minningu

aðstand­endum hins látna. Þetta er falleg leið til að votta samúð og sýna hinum látna virðingarvott. Sala minningarkorta er auk þess mikilvægur þátt í fjáröflun SKB. Við þökkum Evu Hrönn kærlega fyrir stuðninginn við félagið.

Duglegar stelpur Þessar hressu stelpur færðu SKB 24.615 krónur í byrjun júní í sumar, afrakstur flöskusöfnunar sem þær stóðu fyrir í maí. Stelpurnar eru allar í 4. bekk í Árbæjarskóla en flöskusöfnunin fór fram í frístunda­miðstöðinni Töfraseli. Stelpurnar heita Ísold Klara, Erla Margrét, Þórunn Fjóla, Sigríður Björg, Sunna Líf, Freyja Dís og Erna Þórey. SKB þakkar þeim kærlega fyrir stuðninginn og heimsóknina á skrifstofuna.

Börn með krabbamein - 19


Hvaða 2 pakkar eru eins? Lúlli er byrjaður að pakka inn jólagjöfunum eins og þú sérð. Tveir pakkar eru alveg eins. getur þú séð hvaða pakkar það eru?

Hvað var Lúlli að teikna? Dragði línu frá 1 - 17 og þá sérðu hvað Lúlli er að teikna. Svo er tilvalið að lita myndina þegar þú ert búin að strika.

20 - Börn með krabbamein


Leikum okkur með Lúlla Hverju er búið að breyta? Lúlli fór í sumar að skoða Búrfellsvirkjun. Þar var þessi flotti slökkvibíll sem Lúlla fannst ofboðslega flottur. Þessar myndir virðast vera alveg eins en ef betur er að gáð vantar 5 hluti á neðri myndina. Hjálpaðu Lúlla að finna þessa 5 hluti.

Þessa brendaraar er í miklu uppáhaldi hjá Lúlla núna. Einu sinni voru 2 beljur á beit. Önnur segir: „MUUUUUUUUU“ Þá segir hin: „Hey, var einmitt að fara að segja það sama!!“ Einu sinni voru 2 beljur á beit. Önnur segir: „MEEEEEEEEE“ Þá segir hin: „Hvað var nú þetta?“ Hún svarar: „Ég var að læra útlensku!“ Spurðu mig hvort að ég sé Krókódíll? „Ertu krókódíll“ Já ég er krókódíll, spurðu mig núna hvort að ég sé kanína? „Ertu kanína“ Nei kjáni! Ég var að segja að ég væri krókódíll! „Hvernig þekkir þú hafnfirskan sjóræningja frá öðrum í þeirra starfsstétt?“ „Það hef ég ekki hugmynd um.“ „Nú, hann er sá eini þeirra með leppa fyrir báðum augum.“ Þórólfur: „Pabbi! Er blek mjög dýrt?“ Pabbinn: „Nei, af hverju spyrðu?“ Þórólfur: „Hún mamma er svo áhyggjufull vegna þess að ég missti dálítið af bleki niður í stofuteppið“.

Börn með krabbamein - 21


Við þökkum stuðninginn Reykjavík Dórothea Magnúsdóttir, Bergstaðast. 13 12 tónar ehf, Skólavörðurstíg 15 AB varahlutir ehf, Funahöfða 9 Aðalvík ehf, Ármúla 15 Afltækni ehf, Barónsstíg 5 Almenna bílaverkstæðið ehf, Skeifunni 5 Apparat, Ármúla 24 ARGOS Arkitektastofa Grétars og Stefáns, Eyjarslóð 9 Arkitektastofan OG ehf, Þórunnartúni 2 Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 2. hæð Aros ehf, Sundaborg 5 Asía ehf,veitingahús Laugavegi 10 Athygli ehf, Suðurlandsbraut 30 Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115 B.B.bílaréttingar ehf, Viðarhöfða 6 Bako Ísberg ehf, Höfðabakka 9 Bakverk-heildsala ehf, Tunguhálsi 10 Bandalag íslenskra farfugla, Borgartún 6 Bandalag starfsm ríkis og bæja, Grettisgötu 89 Barnaverndarstofa, Borgartúni 21 Básfell ehf, Jakaseli 23 Bendir ehf, Jöklafold 12 bendir.is Berserkir ehf, Heiðargerði 16 Betra líf - Borgarhóll ehf, Kringlunni 8-12 Betri bílar ehf, Skeifan 5c BF-útgáfa ehf, Fákafeni 11 Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, Gylfaflöt 24-30 Bílahöllin-Bílaryðvörn hf, Bíldshöfða 5 Bílamálun Halldórs Þ Nikuláss sf, Funahöfða 3 Bílamálun Sigursveins Sigurðssonar, Hyrjarhöfða 4 Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 Bjargarverk ehf, Álfabakka 12 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23. Blikksmiðurinn hf, Malarhöfða 8 Boreal ehf, Austurbergi 20 Borgarbílastöðin ehf, Skúlatúni 2 Bókhaldsstofa Haraldar slf, Síðumúla 29 Bókhaldsþj. Arnar Ing ehf, Nethyl 2 A Bólsturverk sf, Kleppsmýrarvegi 8 BS ehf, Mörkinni 1 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf, Borgartúni 31 CÁJ veitingar ehf, Borgartúni 6 CC bílaleiga ehf, Snorrabraut 29 Conís ehf, Hlíðarsmára 11 Danfoss hf, Skútuvogi 6 Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10 DGJ Málningarþjónusta ehf, Krummahólum 2 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Efnamóttakan hf, Gufunesi Eico ehf, Skútuvogi 6 Eignamiðlunin ehf, Síðumúla 21 Eignaskipting ehf, Unufelli 34 Einar Jónsson Skipaþj., Laufásvegi 2A Einar Stefánsson ehf, Fjarðarási 13 Eir ehf, Bíldshöfða 16 Eldfjallahúsið ehf, Tryggvagötu 11 Elísa Guðrún ehf, Klapparstíg 25-27

22 - Börn með krabbamein

Endurskoðunarskr Þorv Þorv ehf, Bíldshöfða 12 Evrópulög ehf, Laugavegi 77, 4. hæð F&F Kort ehf, Suðurlandsbraut 10. F.Í.B, Skúlagötu 19 Fasteignasalan Fasteign.is ehf, Suðurlandsbraut 18 Fasteignasalan Garður ehf, Skipholti 5 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagata 17 Ferðaþjónusta bænda hf, Síðumúla 2 Fiskbúð Hólmgeirs ehf, Þönglabakka 6 Fífa ehf, Bíldshöfða 20 Fjárhald ehf, Pósthólf 32 Fjármálaeftirlitið, Höfðatúni 2 Fljótavík ehf, Deildarási 7 Formprent ehf, Hverfisgötu 78 Forum lögmenn ehf, Aðalstræti 6, 5. hæð Framtak-Blossi ehf, Dvergshöfða 27 Fuglar ehf, Katrínartúni 2 Fulltingi ehf, Suðurlandsbraut 18 G Á húsgögn ehf, Ármúla 19 G.Á.verktakar sf, Austurfold 7 Gamla Fiskifélagið ehf, Vesturgötu 2a Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108 Gísli Hjartarson, Neshamrar 7 Gjögur hf, Kringlunni 7 Gjörvi ehf, Grandagarði 18 Globalcall ehf, Ármúla 7 Glóey ehf, Ármúla 19 Glófaxi ehf, Ármúli 42 Gnýr sf, Stallaseli 3 Guðmundur Arason ehf, Smíðajárn Skútuvogi 4 Guðmundur Jónasson ehf, Borgartún 34 Gull- og silfursmiðjan ehf, Álfabakka 14b Gull- og silfursmiðjan Erna ehf, Skipholt 3 Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar, Laugavegi 71 Gúmmísteypa Þ. Lárusson, Gylfaflöt 3 Gústaf Þór Tryggvason, Tjarnargötu 10d Hagi ehf, Stórhöfða 37 Hamborgarab Tómasar Geirsg ehf, Geirsgötu 1 Handprjónasamband Íslands svf, Skólavörðustíg 19 Hár ehf, Kringlunni 7 Hár og hamar ehf, Hrísateigi 47 HBTB ehf, Bíldshöfða 18 Heildverslunin Glit ehf, Krókhálsi 5 Herrafataverslun Birgis ehf, Fákafeni 11 Heyrnar- og talmeinast,, Háaleitisbr. 1 HM tannlæknastofa, Skipholti 33 Hollt og gott, Fosshálsi 1 Hókus Pókus ehf, Laugavegi 69 Hótel Klettur ehf, Borgartúni 32 Hótel Leifur Eiríksson, Skólavörðustíg 45 Hreinsitækni ehf, Stórhöfða 37 Hringás ehf, Pósthólf 4044 Húsafl sf, Nethyl 2 Húsalagnir ehf, Gylfaflöt 20 Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11 Iceland Excursion Allrahand ehf, Klettagörðum 4 Infuse ehf, Sundaborg 3-5 Innrammarinn ehf, Rauðarárstíg 33 Intellecta ehf, Síðumúla 5

Íslandsbanki, - útbú 0528 Höfðabakka 9 Íslensk endurskoðun ehf, Bogahlíð 4 Ísmar ehf, Síðumúla 28 Ísold ehf, Nethyl 3-3a Jóhann Hauksson, trésmíði, Logaf. 150 Jónatansson & Co,lögfræðist ehf, Suðurlandsbraut 6 JP Lögmenn, Höfðatorgi, Katrínartúni 2 Kauphöll Íslands hf, Laugavegi 185 K.F.O ehf, Sundagörðum 2 K.H.G. Þjónustan ehf, Eirhöfða 14 Kj Kjartansson ehf, Skipholti 35 Kjöthöllin ehf, Skipholti 70 Kleifarás ehf, Ármúla 22 Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Kolibri ehf, Laugavegi 26, 3. hæð Kom ehf, kynning og markaður, Höfðatorgi, Katrínartúni 2 Kr. St. lögmannsstofa ehf, - Hafnarhvoli Tryggvagötu 11 Kraftur hf, Vagnhöfða 1 Kristján G. Gíslason ehf, Pósthólf 905 Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2 Kælitækni ehf, Rauðagerði 25 Landar ehf, Grandagarði 77 Landsnet hf, Gylfaflöt 9 Landssamband ísl útvegsmanna, Borgartúni 35 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Leiguval ehf, Kleppsmýrarvegi 8 Leikskólinn Vinaminni ehf, Asparfelli 10 Listasafnið Hótel Holt ehf, Bergstaðastræti 37 Loftstokkahreinsun ehf, Garðhúsum 6 LOG lögmannsstofa sf, Kringlan 7 Lyfjaver ehf, Suðurlandsbraut 22 Læknasetrið ehf, Þönglabakka 6 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Lögmenn Höfðabakka ehf, Höfðabakka 9 Löndun ehf, Kjalarvogi 21 M.G.-félag Íslands, Leiðhömrum 23 Magnús og Steingrímur, Bíldshöfða 12 Mandat lögmannsstofa, Ránargötu 18 mandat.is Marella ehf, Þingholtsstræti 1 Margt smátt ehf, Guðríðarstíg 6-8 Martec ehf, Blönduhlíð 2 Matthías ehf, Vesturfold 40 Melshorn ehf, Suðurlandsbraut 50 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sölvhólsgata 4 Merlo seafood, Krókhálsi 4 merlo.is MP banki hf, Ármúla 13a Nói-Síríus hf, Hestháls 2-4 Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3. Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11 Optimar Ísland ehf, Stangarhyl 6 Orka ehf, Stórhöfða 37 Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3 Ó.Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1 Ólafur Þorsteinsson ehf, Vatnagörðum 4 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 Óskirnar Þrjár ehf, Lágmúla 5


Pasta ehf, Súðavogi 6 Pixel ehf, Ármúla 1 PK-Arkitektar ehf, Þórunnartúni 2 Poulsen ehf, Skeifunni 2 Puti ehf, Álfheimum 74 Rafco ehf, Skeifunni 3 Rafha ehf, Suðurlandsbraut 16 Rafiðnaðarskólinn ehf, Stórhöfða 27 Rafloft ehf, Súðarvogi 20 Rafmagn ehf, Síðumúla 33 Rafstilling ehf, Dugguvogi 23 Rafsvið sf, Viðarhöfða 6 Raftar ehf, Marteinslaug 10 Raftíðni ehf, Grandagarði 16 Ragnar V. Sigurðsson ehf, Reynimel 65 Rangá sf, Skipasundi 56 Rarik ohf, Dvergshöfði 2 Reiknistofa bankanna hf, Katrínartúni 2 Renniverkstæði Jóns Þorgr ehf, Súðarvogi 18 Réttingaverkst Bjarna og Gunnars ehf, Bíldshöfða 14 Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 RJ Verkfræðingar ehf, Stangarhyl 1a S B S innréttingar, Hyrjarhöfða 3 Samsýn ehf, Háaleitisbraut 58-60 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF Nethylur 2 e Satúrnus ehf, Grensásvegi 46 Sena ehf, Skeifunni 17 Sérefni ehf, Síðumúla 22 SHV pípulagningaþjónusta, Funafold 54 Sigurjónsson & Thor ehf, Lágmúla 7 Silfurberg ehf, Suðurgötu 22 SÍBS, Síðumúla 6 Sínus ehf, Grandagarði 1a Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, Stórh. 17 Skipulag og stjórnun ehf, Deildarási 21 Skorri ehf, Bíldshöfða 12 Skógarbær,hjúkrunarheimili, Árskógum 2 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 SM kvótaþing ehf, Skipholt 50d, 2. hæð Smith og Norland hf, Nóatúni 4 SP tannréttingar ehf, Álfabakka 14b Sportbarinn, Álfheimar 74 Sportís ehf, Mörkinni 6 sportlíf.is, Ferjuvaði 1 Stansverk ehf, Hamarshöfða 7 Stál og stansar ehf, Vagnhöfða 7 Stálbyggingar ehf, Hvammsgerði 5 Stjarnan ehf, Suðurlandsbraut 46 Stjörnuegg hf, Vallá Stólpi ehf, Klettagörðum 5 Studiobility ehf, Bergstaðastræti 42 Suðu-verk Axels ehf, Látraseli 7 Suzuki-bílar hf, Skeifunni 17 Svanur Ingimundarson málarameistari, Fiskakvísl 13 Sveinsbakarí, Arnarbakki 4 - 6 Svínahraun ehf, Heiðarseli 7 Sæport ehf, Háaleitisbraut 68 Tannálfur sf, Þingholtsstræti 11 Tannbein ehf, Faxafeni 5 Tannbogi ehf, Klapparstígur 16 Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1 Tannlæknast. Sigurðar Rósarssonar Síðumúla 15 Tannlæknastofa Björns Þorvaldssonar Síðumúla 25

Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsd ehf, Laugavegi 163 Tannlæknastofa Ólafur Páll Faxafeni 5 Tannlækningar ehf, Skipholti 33 Tannréttingar sf Snorrabraut 29 Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35 Tannþing ehf, Þingholtsstræti 11 TBLSHOP Ísland ehf, Kringlunni 4-12 Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6 Teiknistofan Storð ehf, Laugavegi 168 Teinar slf, Laugavegi 163 Textíll ehf, Lokastíg 28 THG arkitektar ehf, Faxafeni 9 Tónmenntaskóli Rvk, Pósthólf 5171 Trésmiðja Magnúsar F. Jónssonar, Súðarvogi 54 Twill ehf, Fákafeni 9 Tækniskólinn ehf, Skólavörðuholti Tæknivélar ehf, Tunguhálsi 5 Tölvar ehf, Síðumúli 1 Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27 VA arkitektar ehf, Borgartúni 6 Vagnar og þjónusta ehf, Tunguhálsi 10 Veiðiþjónustan Strengir, Smárarima 30 Veislubrauð ehf, Lóuhólum 2-6 Verðbréfaskráning Íslands, Laugav. 182 Verksýn ehf, Síðumúla 1 Verslunartækni ehf, Reykjavík Draghálsi 4 Verslunin Brynja ehf, Laugavegi 29 Verzlunarskóli Íslands, Ofanleiti 1 Vélar og verkfæri ehf, Skútuvogi 1c Vélaverkstæðið Kistufell, Tangarhöfða 13 Vélaviðgerðir ehf, Fiskislóð 81 Vélsmiðjan Harka hf, Hamarshöfði 7 Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1 Víkurvagnar ehf, Kletthálsi 1a VSÓ-Ráðgjöf ehf, Borgartún 20, 1.hæð Wise lausnir ehf, Borgartúni 26 ÞÓB vélaleiga ehf, Logafold 147 Þríund ehf, Kringlunni 4-6 Örninn Hjól ehf, Faxafeni 8 Seltjarnarnes Falleg gólf, - parketþjónusta Nesbala 25 Seltjarnarneskaupstaður, Austurströnd 2 Vökvatæki ehf, Bygggörðum 5 Þráinn Ingólfsson, Bollagörðum 43 Vekurð ehf, Hofgörðum 11 Vogar Hársnyrtistofa Hrannar, Vogagerði 14 Kvenfélagið Fjóla, Leirdal 12 Kópavogur Allianz Ísland hf, Digranesvegi 1 Arkus ehf, Núpalind 1 Axis-húsgögn ehf, Smiðjuvegi 9d Á Guðmundsson ehf, Bæjarlind 8-10 Á.K. Sjúkraþjálfun ehf, Skjólsölum 3 Áliðjan ehf, Bakkabraut 16 Átak ehf, Smiðjuvegi 1 Barki ehf, Nýbýlavegi 22 Betra bros ehf, Hlíðasmára 14 Bifreiðaverkstæði Jónasar ehf, Skemmuvegi 46 Bílaklæðningar hf, Kársnesbraut 100 Blátt ehf, Bergsmára 3 Bliki bílamálun / réttingar, Smiðjuvegi 38e Debenhams á Íslandi ehf, Hagasmára 1 Dressmann á Íslandi ehf, Smáralind/ Hagasmára 1

Dúan 6868 ehf, Tunguheiði 12 Dýrabær ehf, Miðsölum 2 Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl, Hlíðasmára 8 Exton ehf, Vesturvör 30c Fagsmíði ehf, Kárnesbraut 98, Fagtækni ehf, Akralind 6, 1. hæð Farice ehf, Smáratorgi 3 Fasteignafélagið Óðinsvé ehf, Hagasmára 1 Ferli ehf, Hlíðasmára 8 Framsækni ehf, Gulaþingi 5 Gleraugnakompaníið ehf, Hambraborg 10 Grillbúðin ehf, Smiðjuvegi 2 Göngugreining.is, Bæjarlind 4 Hefilverk ehf, Jörfalind 20 Iðnaðarlausnir ehf, Skemmuvegi 6 JSÓ ehf, Smiðjuvegi 4b Kjöthúsið ehf, Smiðjuvegi 24d Klippistofa Jörgens ehf, Bæjarlind 1 Knattspyrnudeild Breiðabliks, Dalsmára 5 Kraftvélar ehf, Dalvegi 6-8 Kvenfélag Kópavogs, Hamraborg 10 Libra ehf, Bæjarlind 2, 3. hæð Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4 Loft og raftæki ehf, Hjallabrekku 1 Löggiltir endurskoðendur, Hlíðarsmári 4 Lögmannsstofa SS ehf, Hamraborg 10 MAXIMA ehf, Hjallabrekku 1 Norm X ehf, Auðbrekku 6 Nýþrif ehf, Laufbrekku 24, Oxus ehf, Akralind 6 Óskar og Einar ehf, Fjallalind 70 Point Transaction Syst Ísl, Hlíðasmára 12 Pólar ehf, Fjallakór 4 Rafís ehf, Vesturvör 7 Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8 Rafport ehf, Nýbýlavegi 14 Rafsetning ehf, Björtusölum 13 Raftækjavinnust. Einars, Kársnesbr. 106 Sérverk ehf, Askalind 5 Skilaborg ehf, Hlíðarsmára 19 Strókur ehf, Dimmuhvarfi 27 Svansprent ehf, Auðbrekku 12 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Tannbjörg ehf, Hlíðarsmára 14 Tannsmíðastofan sf, Hlíðasmára 9 Tekjuvernd ehf, Hlíðasmára 17 Títan fasteignafélag, Vatnsendabletti 235 Vatn ehf, Skólagerði 40 Vatnsvirkjar ehf, Álfkonuhvarfi 23 Vaxa ehf, Askalind 2 VEB Verkfræðistofa ehf, Dalvegi 18 Veitingaþj. Lárus Lofts, Nýbýlavegi 32 Verkfræðistofa Erlends Birgissonar ehf, Dalvegi 18 Verkstjóras. Íslands, Hlíðarsmára 8 Viðskiptaþjónusta ÁGG ehf, Dalvegi 16d Þokki ehf, Forsölum 1 Öreind sf Auðbrekku 3 Garðabær Drífa ehf, Suðurhrauni 12c Apótek Garðabæjar ehf, Litlatúni 3 Efnir ehf, Vesturhrauni 3 Garðabær, Garðatorgi 7 Geislatækni ehf, Laser-þjónustan Suðurhrauni 12c Gæludýrabúðin Fisko ehf, Kauptún 3 Hurðaborg ehf, Sunnuflöt 45

Börn með krabbamein - 23


Kristjánssynir-byggingafélag ehf, Kirkjulundi 12 Loftorka Reykjavík ehf, Miðhrauni 10 Metatron ehf, Stekkjarflöt 23 S.S. Gólf ehf, Miðhrauni 22a Sámur sápugerð ehf, Lyngási 11 Sjóklæðagerðin hf, Miðhrauni 11 Smárinn,bókhald og ráðgjöf ehf, Skeiðakur 8 Stálsmiðjan - Framtak ehf, Vestruhrauni 1 VAL-ÁS ehf, Suðurhrauni 2 Versus, bílaréttin/sprautun ehf, Suðurhrauni 2 Vörumerking ehf, Suðurhrauni 4a Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5 Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2 Hafnarfjörður Aðalpartasalan ehf, Drangahrauni 10 Ás, fasteignasala ehf, Fjarðargata 17 Batteríið Arkitektar ehf, Hvaleyrarbraut 32 Bergplast ehf, Breiðhellu 2 Bergþór Ingibergsson, Breiðvangi 4 Bílamálun Alberts ehf, Stapahrauni 1 Bílaverkstæði Birgis ehf, Eyrartröð 8 Bjargir leikskólar ehf, Fífuvöllum 17 Blikksmíði ehf, Melabraut 28 Bor ehf, Kirkjuvöllum 7 Brettasmiðjan ehf, Óseyrarbraut 1 Bæjarbakarí ehf, Bæjarhrauni 2 Dalshraun 12 ehf, Hraunbrún 13 Einar í Bjarnabæ ehf, Spóaási 6 Eiríkur og Einar Valur hf, Norðurb. 17b Endurskoðun Ómars Kristjáns slf, Bæjarhrauni 8 Essei ehf, Hólshrauni 5 Fiskvinnslan Útvík ehf, Eyrartröð 7-9 Fínpússning ehf, Rauðhellu 13 Fjarðarkaup ehf, Hólshrauni 1 Fjarðarmót ehf, Bæjarhraun 8 Fjörukráin, - Hótel Víking Strandgata 55 Frjó Umbúðasalan ehf, Fornubúðum 5 Gullsmiðir Bjarni & Þórarinn ehf, Strandgötu 37 H. Jacobsen ehf, Reykjavíkurvegi 66 H-Berg ehf, Grandatröð 2 Héðinn Schindler lyftur hf, Gjótuhrauni 4 Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10 Húsheild ehf, Smyrlahrauni 47 Icetransport ehf, Selhellu 9 Ingvar og Kristján ehf, Trönuhrauni 7c Ísrör ehf, Hringhellu 12 J.R.J verktakar ehf, Lónsbraut 2 Krossborg ehf, Stekkjarhvammi 12 Kvikmyndahúsið ehf, Trönuhrauni 1 Léttfeti ehf, Pósthólf 7 Lögmannsstofa Loga Egilssonar ehf, Reykjavíkurvegi 60 Nes hf, skipafélag, Fjarðargötu 13-15 PON-Pétur O Nikulásson, Melabraut 23 Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17 Rafrún ehf, Gjótuhrauni 8 Raf-X ehf, Melabraut 27 SE ehf, Fjóluhvammi 6 Sóley Organics ehf, Bæjarhrauni 10 Spennubreytar, Trönuhraun 5 Stafræna Prentsmiðjan, Bæjarhrauni 22 Stálorka ehf, Hvaleyrarbraut 37 Suðulist Ýlir ehf, Lónsbraut 2 Tannlæknast Harðar V Sigmars sf, Reykjavíkurvegi 60 24 - Börn með krabbamein

Tæknistál ehf, Breiðvangi 7 Umbúðamiðlun ehf, Pósthólf 470 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Verkvík - Sandtak ehf, Rauðhellu 3 Verkþing pípulagnir ehf, Kaplahrauni 22 Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf, Helluhrauni 20 Viking Life-Saving á Íslandi ehf, Íshellu 7 VSB verkfræðistofa ehf, Bæjarhrauni 20 Þór félag stjórnenda, Pósthólf 290 Þvottahúsið Faghreinsun/Kolbakur ehf, Reykjavíkurvegi 68 Álftanes Eldvarnarþjónustan ehf, Sjávargötu 13 Garðaþjónusta Íslands ehf, Asparholti 2 garda.is Reykjanesbær Blómastofan Glitbrá, Hafnargata 54 A. Óskarsson ehf, Heiðargarði 8 B & B Guesthouse, Hringbraut 92 Bílar og Hjól ehf, Njarðarbraut 11a Bílrúðuþjónustan ehf, Grófinni 15c BLUE Car Rental ehf, Blikavöllum 3 DMM Lausnir ehf, Hafnargötu 91 Fagtré ehf, verktaki Suðurgarði 5 Farmflutningar, Selás 8 Ísver ehf, Brekkustíg 22 Kaffitár ehf, Stapabraut 7 Lögfræðist., Suðurnesja Hafnarg. 51-55 Málverk slf, Skólavegi 36 Nesraf ehf, Grófin 18 a OMR verkfræðistofa ehf, Skólavegi 48 Reiknistofa fiskmarkaða, Iðavöllum 7 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Skipting ehf, Grófinni 19 Snyrtistofan Dana ehf, Hafnargötu 41 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4 Suðurflug ehf, Bygging 787, Keflavíkurflugv. Traðhús ehf, Kirkjuvogi 11 TSA ehf, Brekkustíg 38 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4 Verkfræðistofa Suðurnesja, Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Víkurfréttir ehf, Krossmóa 4 Æco bílar ehf, Njarðarbraut 19 Grindavík Björgunarsveitin Þorbjörn, Staðarvör 13 Einhamar Seafood ehf, Verbraut 3a Fjórhjólaævintýri ehf, Fornuvör 9 Grindverk ehf, Baðsvöllum 13 Íþróttabandalag Suðurnesja, Baðsvö. 5 Jón og Margeir ehf, Seljabót 12 Margeir Jónsson ehf, Glæsivöllum 3 Marver ehf, Stafholti Northern Light Hold Ísl, Bláalónsvegi 1 TG raf ehf, Staðarsund 7 Vísir hf, Hafnargötu 16 Þorbjörn hf, Hafnargötu 12 Garður GSE ehf, Skagabraut 44a Sunnugarður ehf, Sunnubraut 3

Mosfellsbær Álafoss ehf, Álafossvegi 23 Bílaréttingar og sprautun Flugumýri 16d Dalsbú ehf, Helgadal Eignarhaldsfélagið Bakki ehf, Þverholti 2 Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18 Garðagróður ehf, Suðurreykjum 2 Glertækni ehf, Völuteigi 21 Guðmundur S Borgarsson ehf, Reykjahvoli 16 Ísfugl ehf, Reykjavegi 36 Múr og meira ehf, Brekkutanga 38 Nonni litli ehf, Þverholt 8 Reykjabúið hf, Suðurreykjum 1 Reykjalundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Hlégarði Sæbúð ehf, Furubyggð 21 Vélsmiðjan Sveinn ehf, Flugumýri 6 Akranes Verslunin Bjarg ehf, Stillholt 14 Bifreiðastöð Þórðar Þ.Þórðarson, Dalbraut 6 Byggðasafn að Görðum, Akranesi Görðum Glit málun ehf, Einigrund 21 JG tannlæknastofa sf, Kirkjubraut 28 Model ehf, Þjóðbraut 1 PRACTICA bókhaldsþjónusta ehf, Kirkjubraut 28 Runólfur Hallfreðsson ehf, Álmskógum 1 Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2 Spölur ehf, Kirkjubraut 28 Straumnes ehf, Krókatúni 22-24 Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4 Eyrarbyggð ehf, Eyri GT Tækni ehf, Grundartanga Borgarnes Hótel Hamar ehf, Hamri J.K.Lagnir ehf, Brákarsund 7 Landnámssetur Íslands, Brákarbr. 13-15 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Tannlæknastofa Hilmis ehf, Berugötu 12 Vatnsverk-Guðjón og Árni, Egilsgötu 17 Vélaverkstæði Kristjáns, Brákarbraut 20 Búvangur ehf, Brúarland Ragnheiður Jóhannesdóttir, Litlu Brekku Vélabær ehf, Bæ Bæjarsveit Reykholt Borgarfirði Garðyrkjustöðin Varmalandi, Reykholtsdal Stykkishólmur Tindur ehf, Hjallatanga 10 Grundarfjörður Almenna umhverfisþjónustan ehf, Fellasneið 10 Hjálmar ehf, Fagurhóli 10 Ólafsvík Ingibjörg ehf, Grundarbraut 22 Kvenfélag Ólafsvíkur, Sandholti 20 Steinunn hf, Bankastræti 3 Tannlæknastofa A.B. slf, Heilsugæslust. Engihlíð 28 VK lagnir ehf, Túnbrekku 19


Snæfellsbær Bárður SH 81 ehf, Staðarbakka

Steypustöðin Hvammstanga ehf, Melavegi 2

Hellissandur Breiðavík ehf, Háarifi 53 Rifi Hjallasandur ehf, Dyngjubúð 4 Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf, Hellu Hraðfrystihús Hellissands hf, Hafnarbakka 1 KG Fiskverkun ehf, Melnes 1 Kristinn J Friðþjófsson ehf, Háarifi 5 Rifi

Blönduós Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, Húnabraut 13 Vilko ehf, Ægisbraut 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Kvenfélag Svínavatnshrepps, Auðkúlu 2

Ísafjörður Bílaverið ehf, Sindragötu 14 Dýralæknaþjónusta SISVET, Hlíðaregi 8 Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurg. 12 GG málningarþjónusta ehf, Aðalstræti 26 H.V.-umboðsverslun ehf, Suðurgötu 9 Sjúkraþálfun Vestfjarða ehf, Eyrargötu 2 Tannsar á Torfnesi sf, Torfnesi Teiknistofan Eik ehf, Suðurgata 12 Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Endurskoðun Vestfjarða, Aðalstræti 19 Klúka ehf, Holtabrún 6 Ráðhús ehf, Miðstræti 1 S.Z.Ól. trésmíði ehf, Hjallastræti 26 Sigurgeir G. Jóhannsson, Hafnargötu 17 Vélvirkinn sf, Hafnargötu 8 Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Suðureyri Klofningur ehf, Aðalgötu 59 Patreksfjörður Árni Magnússon, Túngötu 18 Oddi hf, Eyrargötu 1 Skógræktarfélag Patreksfjarðar, Sigtúni 7 Tannlæknastofa Jakobs Jónssonar, Heilbrigðisstofnun Stekkum 1 Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8 TV - verk ehf, Strandgötu 37 Þórsberg ehf, Strandgötu 25 Þingeyri Brautin sf Vallargötu 8 F&S Hópferðabílar ehf, Vallargötu 15 Tengill,rafverktaki, Sjávargötu 14 Hólmavík Bjartur ehf, Vitabraut 17 Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðatúni 4 Potemkin ehf, Laugarhóli Thorp ehf, Borgabraut 27 Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf, Djúpavík Hvammstangi Bílagerði ehf, Ásbraut 6 Brauð- og kökugerðin ehf, Hvammstangabraut 13a Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Kvenfélagið Freyja, Melavegi 4

Skagaströnd Kvenfélagið Hekla, / Dagný Úlfarsd Ytra - Hóli Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf, Einbúastígur 2 Vélaverkst. Skagastrandar, Strandgata 30 Sauðárkrókur Bókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10 Dögun ehf, Hesteyri 1 Fisk - Seafood hf, Háeyri 1 Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Sæmundargötu 7 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf, Borgartúni 1 Nýprent ehf, Borgarflöt 1 Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf, Borgarflöt 15 Tannlækningast Páls Ragnars ehf, Sæmundargötu 3a Vörumiðlun ehf, Eyrarvegur 21 Bifreiðaverkstæðið Sleitustöðum Hólalax hf, Hólum 1 Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal, Hólum í Hjaltadal Útgerðarfélagið Sæfari ehf, Hrauni Varmahlíð Álftagerðisbræður ehf, Álftagerði Skógræktarfélag Skagfirðinga, Marbæli Hofsós Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8 Fljót Kvenfélagið Framtíðin, Fljótum Þrasatöðum Sigrún Svansdóttir, Skeiðsfossvirkjun Siglufjörður Bás ehf, Ránargötu 14 Akureyri Amber hárstofa ehf, Hafnarstræti 92 Ásbyrgi - Flóra ehf, Tryggvabraut 24 Baugsbót ehf, Frostagata 1b Bautinn, Hafnarstræti 92 Dýralæknaþjónusta Eyjafj, Perlugötu 11 Endurhæfingarstöðin ehf, Glerárgötu 20 G.Pálsson ehf, Hafnarstræi 102 Grand ehf, Jörvabyggð 10 Gula villan ehf, Pílutúni 2 Hafnasamlag Norðurlands, Fiskitanga Hnjúkar ehf, Kaupvangur Mýrarvegi Hnýfill ehf, Brekkugötu 36, íbúð 501 Höldur ehf, Tryggvabraut 12 Ísgát ehf, Laufásgötu 9 Menntaskólinn á Akureyri, Eyrarlandsvegur 28 Myndlistaskólinn á Akureyri ehf, Kaupvangsstræti 14

Nýja Kaffibrennslan, Tryggvbraut 16 Pípulagnaþj. Bjarna Fannberg Jónasson ehf, Melateigi 31 Rafeyri ehf, Norðurtanga 5 Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagata 14 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar við Mýrarveg Tónsport ehf, Strandgötu 3 Tölvís sf, Ljómatúni 12 Vélsmiðjan Ásverk ehf, Grímseyjargötu 3 Ösp sf, trésmiðja Furulundi 15f Auris medica ehf, Austurberg B. Hreiðarsson ehf, Þrastalundi Hlíðarskóli, Skjaldarvík Kjarnafæði hf, Svalbarðseyri Stefán Þórðarson ehf, Teigi Garðverk ehf, Pósthólf 110 Keahótel ehf, Pósthólf 140 Viðskiptahúsið ehf, Pósthólf 73 Blikkrás ehf, Óseyri 16 Byggingarfélagið Hyrna, Sjafnargata 3 Daglegt brauð ehf, Frostagötu 1a Húsprýði sf, Múlasíðu 48 Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g Samson ehf, Sunnuhlíð 12 Þrif og ræstivörur ehf, Frostagötu 4c Ljósco, Laufásgötu 9 RP Media ehf, Hafnarstræti 86 TGT Hús, Sunnuhlíð 12 Grenivík Darri ehf, Hafnargötu 1 Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu Dalvík Tréverk ehf, Grundargata 8 -10 Vélvirki ehf, Hafnarbraut 7 G.Ben útgerðarfélag ehf, Ægisgötu 3 Húsavík Bílaþjónustan ehf, Garðarsbraut 52 Dýralæknisþjónusta Bárðar G, Árholti 3 Fatahreinsun Húsavíkur sf, Túngötu 1 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Auðbrekku 4 Höfðavélar ehf, Höfða 1 Knarrareyri ehf, Túngötu 6 Norðursigling ehf, Hafnarstétt 9 Stefán Haraldsson, tannlæknir Auðbrekku 4 Val ehf, Höfða 5c Vermir sf, Stórhóli 9 Víkurraf ehf, Garðarsbraut 18 Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf, Hrísateigi 5 Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Norðurpóll ehf, Laugabrekku Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna Mývatn Eldá ehf, Helluhrauni 15 Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum Kvenfélag Mývatnssveitar, Skútuhrauni 7 Mýflug hf, Reykjahlíðarflugvöllu Raufarhöfn Önundur ehf, Aðalbraut 41a

Börn með krabbamein - 25


Bakkafjörður Hraungerði ehf, Hraunstíg 1 Egilsstaðir AFL - Starfsgreinafélag Austurlands, Miðvangi 2-4 Austfjarðaflutningar ehf, Kelduskógum 19 Bílamálun Egilsstöðum ehf, Fagradalsbraut 21-23 Bókráð,bókhald og ráðgjöf, Miðvangi 2-4 Egilsstaðahúsið ehf, Egilsstöðum 2 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Glerharður ehf, Miðgarði 13 Héraðsprent ehf, Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1 Miðás hf, Miðási 9 PV-pípulagnir ehf, Lagarbraut 4 Skrifstofuþjón Austurlands ehf, Fagradalsbraut 11 Ylur ehf, Miðási 43-45 Ökuskóli Austurlands sf, Lagarfelli 11 Seyðisfjörður Brimberg ehf, Hafnargötu 47 Gullberg ehf, Langitangi 5 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargata 44 Borgarfjörður eystri Fiskverkun Kalla Sveins ehf, Vörðubrún Eskifjörður Egersund Ísland ehf, Hafnargötu 2 Fjarðaþrif ehf, Strandgötu 46 R.H.gröfur ehf, Helgafelli 9

Veiðisport ehf, Miðengi 7 X5 ehf, Birkigrund 15 Bisk-verk ehf, Bjarkarbraut 3 Búnaðarf. Bláskógabyggðar, Dalbraut 1 Búnaðarfélag Villingaholtshr, Syðri Gróf Flóahreppur, Þingborg Hitaveitufélag Gnúpverja ehf, Öxl 1 K.Þ. Verktakar ehf, Hraunbraut 27 Kvenfélag Gnúpverja/Sigrún Símonardóttir, Heiðarbrún Kvenfélag Hraungerðishrepps, Langstöðum, Flóahreppi Nesey ehf, Suðurbraut 7 Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árnesi Stokkar og steinar sf, Árbæ 1, Ölfusi Strá ehf, Sandlækjarkoti GTI Gateway to Iceland, Lágengi 26 Hveragerði Bílaverkstæði Jóhanns, Austurmörk 13 Eldhestar ehf, Völlum Garðyrkjustöð Ingibjargar, Heiðmörk 38 Þorlákshöfn Fagus ehf, Unubakka 20 Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6 Járnkarlinn ehf, Unubakka 25 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Þorlákskirkja, Básahrauni 4 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Neskaupstaður Síldarvinnslan hf, Hafnarbraut 6 Sparisjóður Norðfjarðar, Egilsbraut 25

Flúðir Flúðasveppir, Garðastíg 8 Fögrusteinar ehf, Birtingaholti 4 Hrunamannahreppur, Akurgerði 6 Kvenfélag Hrunamannahrepps, Smiðjustíg 13

Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfjarðarkirkja, Skólavegur 88a Litli Tindur ehf, Skólavegi 105 Loðnuvinnslan hf, Skólavegur 59

Hella Gilsá ehf, Dynskálum 10 Verkalýðsfélag Suðurlands, Suðurlandsvegi 3

Ásahreppur, Laugalandi Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbr. 16 Kirkjuhvoll, dvalar- og hjúkrunarheimili, v/ Dalsbakka Kvenfélagið Freyja, Gilsbakka 13 Árni Valdimarsson, Akri Byggðasafnið Skógum, Rangárþing eystra Jón Guðmundsson, Berjanesi V-Landeyjum Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum I Vík B.V.T. ehf, Ránarbraut 1 Hrafnatindur ehf, Smiðjuvegi 13 Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf, Efri-Vík Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Vestmannaeyjar Bergur ehf, Hrauntúni 46 Eyjablikk ehf, Flötum 27 Frár ehf, Hásteinsvegi 49 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegur 28 Karl Kristmanns, umboðs- og heildv ehf, Ofanleitisvegi 15 Köfun og öryggi ehf, Flötum 22 Langa ehf, Eiðisvegi 5 Miðstöðin Vestmannaeyjum, Strandv. 30 Ós ehf, Illugagata 44 Siglingatæki ehf, Illugagötu 52b Skipalyftan ehf, Eiðinu Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9 Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2 Vöruval ehf, Vesturvegur 18 Bessi ehf, Box 7 Net ehf, PósthólfSals 90aborgari - smakkaðu þennan! Langvía ehf, Kirkjuvegi 53

Nýtt í Tvistinum Pepperoni dugga

Skinka - Ostur - Pepperoni - Salsa sósa Hvítlaukssósa - Kál

Beikon dugga

Skinka - Ostur - Beikon - Sinnepssósa Gular baunir - Laukur - Grænmeti

Rækju dugga

Breiðdalsvík Bifreiðaverkst. Sigursteins, Selnesi 28-30 Dal-Björg ehf, Tungufelli Dýralæknirinn á Breiðdalsvík, Ásvegi 31

Skinka - Ostur - Rækjur - Hvítlaukssósa Grænmeti

Pizza dugga

Ostur - Pepperoni - Pizzasósa Sveppir - Kál

Hakkloka

Ostastangir

Skinka - Ostur - BBQ-sósa - Beikon Franskar

Barloka

Skinka - Ostur - BBQ-sósa - Beikon Kjúklingur

Faxastíg 36 · Sími 481 3141

Öræfi Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi

26 - Börn með krabbamein

Frönskuloka

m/salsa- eða hvítlaukssósu

Höfn í Hornafirði Atlas kírópraktík ehf, Hlíðartúni 41 Erpur ehf, Norðurbraut 9 Grábrók ehf, Kirkjubraut 53 SF - 47 ehf, Fiskhóli 9, efri hæð Sigurður Ólafsson ehf, Hlíðartún 21 Sveitarf. Hornafjörður, Hafnarbraut 27

Selfoss Árvirkinn ehf, Eyrarvegur 32 Bakkaverk ehf, Dverghólum 20 Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf, Hrísmýri 3 Bílasala Suðurlands ehf, Fossnesi 14 Byggingafélagið Laski ehf, Gagnheiði 9 Gesthús Selfossi ehf, Engjavegi 56 Guðmundur Tyrfingsson ehf, Fossnesi C Pylsuvagninn Selfossi, Berghólum 15 Sjúkraþjálfun Selfoss ehf, Austurvegi 9

Tvistloka

Skinka - Ostur - Sinnepssósa - Grænmeti Ostur - Hvítlaukssósa - Hakkblanda (hakk, laukur, paprika & sveppir)

www.umslag.is

einn með öllu


Advanced Medical Nutrition

Næringardrykkir fyrir börn 031

021

011

001

09

08

07

Fæst í apótekum

Trefjaríkar flögur og stökkt granóla

Nýtt!

Góð nýjung Morgnar eru til þess að njóta! Byrjaðu daginn með skál af Havrecrunch sem bæði bragðast dásamlega og uppfyllir hollustukröfur Skráargatsmerkisins. Prófaðu Havrecrunch ef þér finnst bragðið skipta að minnsta kosti jafnmiklu máli og heilsan. Bragðgóð máltíð.

NJÓTTU HOLLUSTU Börn með krabbamein - 27


GRÆNNA LAND



www.isafold.is


Prentgripur

M VIÐ ELSKU ! Ð I F R E V H UM

Prentgripur

Prentgripur

Prentgripur

RG lagnir ehf Furubyggð 6 270 Mosfellsbær Sími : 899 9772

Prentsmiðja

Prentsmiðja


Íslensk bæjarfjöll komin á bók Þorsteinn Jakobsson, Fjalla-Steini, hefur frá vormánuðum 2013 staðið fyrir verkefninu Saman klífum brattann (SKB) með göngu á bæjarfjöll víða um land og safnað um leið fjármunum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Hann hefur gefið vinnulaun sín sem leiðsögumaður eða látið þátttökugjöld renna til SKB, söfnunarbaukar merktir verkefninu hafa verið víða um land og nú hefur hann gefið út bók, sem heitir Íslensk bæjarfjöll, og lætur höfundarlaun sín renna óskipt til félagsins. Í bókinni er fjallað um fjöll á Íslandi við byggð, bæjarfjöll. Sagt er frá hverju fjalli fyrir sig, gönguleiðum og helstu einkennum. Í bókinni eru nokkur hundruð ljósmyndir af íslenskum bæjarfjöllum frá ótrúlega fjölbreyttum sjónarhornum, af fólki á fjöllum og náttúru Íslands í sinni fegurstu mynd. SKB þakkar Fjalla-Steina kærlega fyrir stuðninginn síðustu misserin, óskar honum kærlega til hamingju með bókina og hvetur félagsmenn og velunnara SKB að kaupa hana.

…eru betri en aðrar

bráðum koma blessuð jólin... sumarferdir.is


Kræsingar & kostakjör

Í HVAÐA LIT VERSLAR ÞÚ?

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


BANKAÞJÓNUSTA Á NOKKRUM SEKÚNDUM Með Arion appinu getur þú borgað reikninga, millifært og fyllt á Frelsið í símanum á nokkrum sekúndum. Sæktu Arion appið á arionbanki.is Einnig í Play Store og App Store

AM

ARION APPIÐ

Passbook

10

11 12 1

8

2

3

9

7

6 5

4

Clock

N ARION APPIÐ

Phone

S S

Safari N

Börn með krabbamein 2. tbl. 2014  

Félagsblað Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Advertisement