Akureyri Vikublað 14. tbl. 2. árgangur

Page 1

a k ú j M

25 frábær fermingartilboð

n i f ö j g r a g n i ferm

sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

12. apríl 2012 14. tölublað 2. árgangur

v

i

k

Guðmundur Karl Jónsson kampakátur í Hlíðarfjalli þrátt fyrir sögulegt snjóleysi þennan veturinn. Völundur

Veturinn sem fer í svörtu bókina Skíðavertíðin á Akureyri í ár er ein sú lakasta síðan hafist var handa við snjóframleiðslu af fullum krafti. „Við erum að tala um svörtu bókina, það kom eiginlega aldrei nein alvöru vetrarstemmning hérna, það snjóaði svo lítið,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Hlýindin sem íbúar niðri í bæ á Akureyri hafa notið undanfarnar vikur kostuðu því sitt en um sextíuþúsund gestir komu alls í Hlíðarfjall í vetur. Það hefði

þótt mjög gott, fyrir tíma snjóframleiðslunnar, en aðsóknin er sú dræmasta sl. fjögur ár. Áður þótti gott að ná 30.000 manns í fjallið á einum vetri en allt önnur viðmið hafa skapast með tæknivæðingu skíðasvæðisins. Aðsóknarmet eru iðulega slegin um páska en í ár voru páskarnir fremur rólegir, enda hlýindi síðustu dagana fyrir páskafrí, mild veðurspá og fremur lítinn snjó í Fjallinu að finna, að sögn Guðmundar. Hann segir hins vegar að þótt

aldrei hafi verið mikill snjór í vetur hafi verið hægt að halda um 95% af helstu skíðaleiðum Hlíðarfjalls opnum lungann af vetrinum. Það skipti mestu máli, þótt fjöllin séu ekki drifhvít frá toppi að rót. Mjög lítill snjór var á ýmsum fleiri skíðasvæðum í heiminum í vetur. Í Klettafjöllum var veturinn sá þurrasti síðan 1981 og í Skandinavíu var vertíðin léleg. Engan bilbug er þó á Guðmundi og hans liði að finna en ítarlegt viðtal er við hann á bls.12-13 í blaðinu í dag. a

u

b

l

a

ð


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.