Akureyri Vikublað 14. tbl. 2. árgangur

Page 1

a k ú j M

25 frábær fermingartilboð

n i f ö j g r a g n i ferm

sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

12. apríl 2012 14. tölublað 2. árgangur

v

i

k

Guðmundur Karl Jónsson kampakátur í Hlíðarfjalli þrátt fyrir sögulegt snjóleysi þennan veturinn. Völundur

Veturinn sem fer í svörtu bókina Skíðavertíðin á Akureyri í ár er ein sú lakasta síðan hafist var handa við snjóframleiðslu af fullum krafti. „Við erum að tala um svörtu bókina, það kom eiginlega aldrei nein alvöru vetrarstemmning hérna, það snjóaði svo lítið,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Hlýindin sem íbúar niðri í bæ á Akureyri hafa notið undanfarnar vikur kostuðu því sitt en um sextíuþúsund gestir komu alls í Hlíðarfjall í vetur. Það hefði

þótt mjög gott, fyrir tíma snjóframleiðslunnar, en aðsóknin er sú dræmasta sl. fjögur ár. Áður þótti gott að ná 30.000 manns í fjallið á einum vetri en allt önnur viðmið hafa skapast með tæknivæðingu skíðasvæðisins. Aðsóknarmet eru iðulega slegin um páska en í ár voru páskarnir fremur rólegir, enda hlýindi síðustu dagana fyrir páskafrí, mild veðurspá og fremur lítinn snjó í Fjallinu að finna, að sögn Guðmundar. Hann segir hins vegar að þótt

aldrei hafi verið mikill snjór í vetur hafi verið hægt að halda um 95% af helstu skíðaleiðum Hlíðarfjalls opnum lungann af vetrinum. Það skipti mestu máli, þótt fjöllin séu ekki drifhvít frá toppi að rót. Mjög lítill snjór var á ýmsum fleiri skíðasvæðum í heiminum í vetur. Í Klettafjöllum var veturinn sá þurrasti síðan 1981 og í Skandinavíu var vertíðin léleg. Engan bilbug er þó á Guðmundi og hans liði að finna en ítarlegt viðtal er við hann á bls.12-13 í blaðinu í dag. a

u

b

l

a

ð


2

12. apríl 2012

Að vera tveir í heiminum Það getur verið gott að vakna á undan öðrum bæjarbúum til að njóta umhverfisins og fegurðarinnar sem bærinn okkar býður upp á í friði og ró. Þessir góðu vinir tóku forskot á amstur þriðjudagsins í vikunni sem er að líða og rifu sig upp á sjöunda tímanum til að viðra sig í köldu og skrýtnu veðrinu sem skildi eftir sig undarlegan kokteil af grænu grasi, uppsprottnum blómum og snjó. Ljósmyndari blaðsins gekk líka um Eyrina með traustan vin í bandi og stal augnablikinu, þó án þess að raska ró þeirra félaga.

Vopnað rán í Strax Verslunarstjóri Strax búðarinnar við Byggðaveg varð fyrir árás síðdegis á þriðjudag þegar kona um tvítugt lamdi hana með barefli og framdi vopnað rán. Litlar upplýsingar lágu fyrir þegar blaðið fór í prentun en búið var að kalla til öryggisvörð til að standa vaktina. Eftir því sem næst verður komist slasaðist verslunarstjórinn ekki alvarlega. Konan sem réðist á verslunarstjórann var með prik og einhvers konar járn í höndunum. Hún hefur orðið uppvís að fleiri vopnuðum ránum undanfarið en ránsfengur mun óverulegur. Samkvæmt heimildum blaðsins er þetta ekki í fyrsta skipti sem konan ræðst inn í Strax búðina með vopn á lofti. Sagði viðmælandi blaðsins að ein sorgarsagan í málinu væri að ekki virtust nein vistunarúrræði í boði fyrir konuna.

háskólanna með hagsmuni nemenda í huga. „Núverandi samstarf er í góðum farvegi og það ber að efla enn frekar. Við erum nú þegar búin að gera fjóra samninga milli opinberu háskólanna sem munu skila sér bæði hvað varðar hagræðingu í rekstri og bættu háskólanámi. Þetta samstarf getur leitt til þess að einhverjir skólanna ákveði að rugla saman reitum og mynda eina háskólastofnun. Þetta hefur verið inni í myndinni frá því að ráðuneytið gaf út stefnu sína í málum opinberra háskóla í ágúst 2010.“ Sameining myndi hafa neikvæð áhrif á starfsemi HA og ekki leiða til sparnaðar þegar heildardæmið yrði gert upp að sögn rektors. „Slíkt myndi hafa veruleg neikvæð áhrif á möguleika til háskólamenntunar fyrir þá sem búa á landsbyggðinni.“ Spurður um þann kostnað sem ríkið ber af rekstri einkarekinna háskóla, þar sem námslán eru veitt bæði fyrir námi nemenda og skólagjöldum, svarar rektor: „Það skekkir samkeppnisgrundvöll opinberra og svokallaðra einkarekinna skóla. þeim opinberu í óhag. a

Heildarfjöldi útlána á Amtsbókasafninu á Akureyri var árið 2011 216.591. Flest eru þau til einstaklinga eða rúm 209.000. Athygli vekur hve mjög hallar á karla í nýtingu á þjónustu safnsins. „Það er greinilegt að konurnar bera bók í bú, því 79% allra útlána fara á skírteini kvenna. Margir karlar eiga þó skírteini hjá okkur, þeir eru 37% lánþega,“ segir Nanna Lind verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu. Hún segir að kynjamunur sé þó í rénun og bindur vonir við unga fólkið. Nýir lánþegar árið 2011 voru 58% konur og 42% karlar. Spurð um skýringar á þessum kynjamun segir Nanna að ótal spurningar vakni. „Eru karlar bara fordekraðir og lesa bara það sem frúin færir þeim? Eru það bara mæður sem bera bækur í börnin ? Er þetta Nanna Lind leti, fáfræði, framverkefnisstjóri á Amtinu taksleysi af hálfu

Að ríkið láni bæði fyrir framfærslu og skólagjöldum í einkareknum háskólum skekkir samkeppnisgrundvöll opinberum skólum í óhag að sögn rektors HA Í nýrri skýrslu Vísinda- og tækniráðs er lagt til að háskólum landsins verði fækkað úr sjö í fjóra. Önnur tillaga gerir ráð fyrir að fjöldi háskóla yrði óbreyttur en allir sjö byggju við sama rekstrarform. Blaðið spurði Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri hvort of margir háskólar væru í landinu. Hann bendir á að háskólakerfið á Íslandi sé eitt það ódýrasta í Evrópu og mikil þörf sé á að auka fjárveitingar til reksturs kerfisins.„Hér ber að líta á reksturinn í heild og hvernig hann skilar sér í háskólamenntun landsmanna allra,“ segir Stefán. Hann segir skýrt af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að ekki standi til að sameina HA og HÍ eða setja HA undir HÍ. „Það er stefnt að því að reka HA áfram sem sjálfstæðan háskóla eins og verið hefur.“ Rektor HA segist sjálfur eindreginn stuðningsmaður þess að áhersla verði lögð á samstarf milli opinberu

Mynd: BÞ

Háskólakerfið eitt það Leti, fáfræði eða framtaksleysi? Mjög hallar á karla þegar kemur að útlánum á Amtsbókasafninu - vilja ódýrasta í Evrópu frekar kaupa sér spennusögu en fá hana lánaða á safninu.

Karlar 37% Konur 63%

skífuritið sýnir fjölda lánþega eftir kyni, en myndin sýnir glaðbeitta krakka við Amtsbókaafnið, viðskipavini framtíðarinnar!

karla? Kannski vita þeir ekki hvað er í boði á safninu sem gæti glatt þá. Ef þeir sjá bara ástarsögur og prjónablöð á borðum heima fyrir halda þeir kannski að hér sé ekkert að hafa sem flokkast meira undir áhugasvið karla, eins og t.d. skotveiðar, matreiðslu, fluguhnýtingar, bílasport eða hvað það nú er sem setja má frekar undir áhugasvið karla. Eitt sem ég hef heyrt karla segja er líka

að þeir kaupi sér frekar einhverja spennusögu en að fá hana lánaða á safninu. Ekki veit ég hvers vegna,“ segir Nanna Lind. Spurð um tölfræði annarra stórra safna á Íslandi segir hún að hún sé í svipuðum dúr. Minnstur er munurinn á Borgarbókasafni, 59%41% körlum í óhag. Í Mosfellsbæ er kynjamunur mestur, þar voru útlán á hendi kvenna í 83% tilfella móti aðeins 17% karla. a

Bæjarstjórinn óráðinn í afstöðu til ESB-aðildar Mikilvægt er fyrir Ísland að sveitarstjórnir og Að sögn bæjarstjóra er Akureyrarkaupstaðsvæðisbundin yfirvöld taki virkan þátt í aðildar- ur þó ekki beinn aðili að þessari vinnu en hann viðræðum Íslands og ESB að sögn Mercedes hafi upplýst bæjarfulltrúa um sína aðkomu að Bresso, forseta Svæðanefndar Evrópusambands- henni og eins getið þess í skýrslu bæjarstjóra á ins. Þetta kom fram í samtali við Fréttablaðið bæjarstjórnarfundum að hann sitji þessa fundi. fyrir helgi en Bresso var stödd hér á landi vegna „Bæjarfulltrúar hafa fengið sérstaklega boð á funda með sameiginlegri þingmannanefnd Ís- fundi sem snerta kafla 22 enda fjallar hann um lands og ESB og fulltrúum íslenskra sveitarfé- sveitarfélög og byggðamál. Einn slíkur fundur laga um aðildarviðræðurnar. Bresso sagði m.a. að var haldinn hér á Akureyri í vetur. Annar fundur á Íslandi, eins og í öðrum löndum, væri mikilvægt um Evrópusambandsmál, sem ég veit um en gat að vinna gegn fólksflótta af dreifbýlli svæðum ekki setið, hefur verið haldinn hér á Akureyri til stórborga. en hvorugur þessara funda fór fram með beinni Akureyri vikublað spurði Eirík Björn Björg- aðild Akureyrarbæjar. Ég hef átt nokkra fundi vinsson, bæjarstjóra á Akureyri, hvort Akur- með fulltrúum ESB þegar þeir hafa komið hingað eyrarbær hefði næga aðkomu að aðildarferlinu. norður m.a. vegna hugmynda um að opna útibú Hann svaraði því til að sveitarfélögin í landinu frá Evrópustofu hér á Akureyri. Akureyrarkaupværu þátttakendur í ferlinu í gegnum Samband staður mun ekki koma með beinum hætti að því íslenskra sveitarfélaga. „Ég er einn fimm full- verkefni,“ segir bæjarstjóri. trúa Sambands íslenskra sveitarfélaga sem tek Aðspurður segist Eiríkur Björn ekki hafa mótformlega þátt í þeirri vinnu en hún snýr að því að persónulega skoðun endanlega á því hvort að móta samningsafstöðu vegna kafla 22. Aðkoma Ísland eigi að ganga í ESB. „Ég vil vera enn betur okkar að þeirri vinnu hefur verið mikilvæg fyrir upplýstur áður en ég tek afstöðu til þess.“ a sveitarfélögin þó ekki væri til annars en að koma Eiríkur Björn Björgvinsson okkar sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. forseti Svæðanefndar ESB leggur Þessi vinna hefur einnig veitt mér persónulega áherslu á að sveitarstjórnarstigið meiri innsýn í verkefni og vinnubrögð ESB,“ segir taki virkan þátt í aðildarviðræðum Eiríkur Björn bæjarstjóri. við Ísland.


Varahlutir í bíla

Framúrskarandi fyrirtæki 2011 St il l ing hf. | Sími 520 800 0 | w w w. s t i l l i n g. i s | s t i l l i n g @ s t i l l i n g. i s


4

12. apríl 2012

Klossað og ósveigjanlegt skólakerfi Talið eiga þátt í brottfalli – ein ástæða brottfalls snýr að launatekjum.

Hún ljómaði af áhuga gamla konan sem fékk unga menntskælinga í heimsókn í

síðustu viku. Ungir og aldnir verja tíma saman og lærir hver af öðrum. BÞ

Ungt og eldra fólk tekur höndum saman Kynslóðir mætast heitir samstarfsverkefni Öldrunarheimila Akureyrar og Menntaskólans á Akureyri. Verkefnið er hluti af lífsleikniáfanga hjá nemendum fjórða bekkjar í MA og gengur út að leiða unga og aldna saman. Verkefninu, sem er orðið sjö ára, var ýtt úr vör af Glerárkirkju á sínum tíma að fyrirmynd úr Skálholtsskóla. Verkefnið er fjórþætt. Fyrsti þáttur snýr að kynningu verkefnisins og skráningu þátttakenda en mikill áhugi hefur verið meðal nemenda MA á verkefninu og færri komast að en vilja. Að sama skapi hefur áhuginn verið mikill hjá vistfólki á Hlíð og ýmsum öðrum hópum eldri borgara sem tengjast Hlíð eða vinaheimsóknum Eyjafjarðarprófastsdæmis á einn eða annan hátt. Um 40

þátttakendur úr hvorum aldurshópi geta tekið þátt hverju sinni. Annar þátturinn snýr að framkvæmd síðdegissamverunnar Byrjað var á að sýna menntskælingum Hlíð og segja frá starfsemi öldrunarheimilanna, því næst var haldið í samkomusalinn þar sem fjölbreytt vinna hófst. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, segir að iðulega hafi orðið til gefandi umræður um hagsmunamál eldri og yngri borgara en umræður séu liður í að auka skilning á milli hópanna. Fór enda vel á með bæði ungum og öldnum þegar blaðamaður Akureyrar vikublaðs leit við í Hlíð sl. fimmtudag en menntskælingar og aldraðir íbúar á Hlíð munu halda áfram að hittast í vetur. a

VERKFÆRI BÍLAPERUR EFNAVÖRUR VINNUFÖT og margt eiraEFNAVÖRUR VERKFÆRI BÍLAPERUR VINNUFÖT og mARgT FLEIRA

WüRTh VERsLUN, FREyjUNEsI 4 603 AKUREyRI, sÍmI 461 4800

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur undanfarið staðið fyrir fundaröð um starfsmenntun undir heitinu Starfsmenntun – hvert skal stefna? Fundaröðin er liður í ævinámsáætlun Evrópusambandsins (Lifelong learning programme) og nýtur stuðnings þaðan. Nýverið fór fram fundur um þessi mál á Hótel Kea á Akureyri og kom þar m.a. fram að skólakerfið þykir klossað og ósveigjanlegt sem kann að skýra að hluta hvers vegna brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi er miklu hærra Kári Kristjánsson ákvað að láta gamlan draum rætast þrátt fyrir að vera kominn á fertugsaldur og fór að læra kokkinn eftir að hafa unnið við matreiðslu allt sitt líf. en hjá flestum samanburðarþjóðum Íslendinga. Margir aðrir þættir spila vera aukið samráð með nemendum Soffía Rut, nemi á sjúkraþó inn í svo sem tekjur. í námsskiplagningu. Í Singapúr er liðabraut í VMA, gat þess að Stefán Stefánsson deildarstjóri í hið nýja slagorð: Teach less – learn Menntasmiðja kvenna hefði hjálpað menntamálaráðuneytinu var meðal more – sem útleggst kennum minna sér að ná áttum aftur eftir að hún þeirra sem fluttu erindi. Hann sagði - lærum meira. Með því er átt við að hafði m.a. vegna fjárhagsvandræða að meginvandi hins íslenska mennta- boðun kennarans sé úrelt sem eina lent í vandræðum með skólagöngu kerfis í dag væri brotthvarf nemenda. form skólastarfs. sína. Soffía Rut lýsti ánægju með „Stóra vandamálið er brotthvarfið úr Dýrkun bóknáms á kostnað námið í skólanum þótt ýmis tæki framhaldsskólum og það á ekki síð- áhuga á starfsnámi á Íslandi var og tól meðal kennslugagna væru úr ur við bóknám en starfsnám. Það er einnig til umfjöllunar. Nokkrir nem- sér gengin. Sjúkrarúm væru biluð mikið búið að kanna þetta, vandinn endur sem stunda nú starfsnám eða og líkamshlutar dyttu af æfingarliggur víða en meðal þess sem gæti eru útskrifaðir fluttu erindi á ráð- dúkkum við hnjask. haft áhrif er að skólakerfið er ansi stefnunni og kom m.a. fram í máli Kári Kristjánsson matreiðsluklossað á köflum og ósveigjanlegt,“ Guðbrands Thoroddsen frá Akureyri maður frá Húsavík talaði einnig. sagði Stefán. að af 50 manna árgangi í grunnskól- Hann hafði unnið lengi sem ómenntFram kom að brottnám nema anum hans á brekkunni fóru aðeins aður matreiðslumaður en dreif sig úr framhaldsskólum hefur nánast þrír í framhaldsskólann VMA en haustið 2011 í skóla til að læra ekkert minnkað undanfarin ár þótt helmingur eða um 25 nemar í MA. fagið. Hann lét vel af náminu og miklum tíma og fjármunum hafi ver- Guðbrandur sagðist hafa mætt nei- hinu stóra skrefi sem slíku en lærðið varið í að sporna gegn því. Tæplega kvæðu viðmóti þegar hann sagðist ur kokkur hefur umtalsvert meiri þriðji hver nemandi fellur frá námi ætla í starfsnám, sumir hefðu sagt að tekjumöguleika en ómenntaður. Ein á framhaldsskólastigi sem verður til greindir nemendur færu ekki í VMA ástæða þess hve illa gengur að ráða þess að hlutfall fólks á atvinnumark- en slíkt tal væri merki um fordóma bót á brotthvarfi í framhaldsskólaði sem hefur enga menntun aðra en og hreinlega kjaftæði. „Ólíkt því um er einmitt talin sú að í sumum grunnskólamenntun er miklu hærra sem stundum heyrist lokar starfs- tilvikum eiga þeir sem hverfa burt á Íslandi en í flestum samanburðar- nám engum möguleikum,“ sagði frá námi svipaða tekjumöguleika og ríkjum. Ein leið til úrbóta kann að Guðbrandur. þeir sem öðlast réttindi. a

Blöndulína til kynningar Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um lagningu Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar. Gögn um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar liggja frammi til 3. maí 2012 á Amtsbókasafninu. Allir hafa rétt til að leggja fram athugasemdir um framkvæmdina. Athugasemdir skulu berast eigi síðar en 3. maí til Skipulagsstofnunar. Þar fást nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Einn milljarður í skuld brennir upp 40 milljónir Ranglega var farið með skuldir Akureyrarbæjar í fjölmiðlum í dymbilvikunni en samkvæmt tilkynningu sem upplýsingafulltrúi bæjarins sá sér skylt að senda helstu fjölmiðlum segir að heildarskuldir bæjarins séu 22,6 milljarðar en ekki 36,1 eins og fram kom m.a. í Morgunblaðinu. Skuldir bæjarins á þriðja tug milljarða kosta þó sitt en eins og fram kom í Akureyrarblaðinu fyrir skemmstu þarf bærinn að borga hátt

í milljarða króna árlega bara í vexti. „Þumalputtareglan í þessu er sú að hver milljarður í skuldsetningu þýðir, miðað við 4% vexti, 40 milljónir sem við höfum sannanlega þörf fyrir í þeirri þjónustu sem okkur sem sveitarfélagi er skylt að veita. Því er afar mikilvægt að forgangsraða framkvæmdum og lækka skuldir,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. a

Würth verslun, Freyjunesi 4 603 Akureyri, sími 461 4800

tor

g

ÁSCO

s ta o g ö ru g g þ jó n u t ó lj F N G A M F B ÍL A R A

Gle ta

Við erum hér

ALPINE Hljómflutningstæki, geislaspilarar, útvörp og fylgihlutir.

llir

ga Gle

rár

RAFGEYMAÞJÓNUSTA Flestar gerðir þurr- og sýrugeyma

rár

ALTERNATORAR OG STARTARAR Í BÍLA Flestar gerðir á lager. Viðgerðir og bilanagreining

Ásco ehf - Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri · Ísland · Sími: 461 1092 · E-mail: asco@asco.is

Hv

an

ve na


Eykur Eykur styrk styrk og og þol þol vöðva vöðva

árangur! Jafnvægi ogBetrivellíðan

Árangur Árangur fer fer eftir eftir gæðum gæðum Hvaða Hvaða Spirulina Spirulina ert ert þú þú að að taka? taka? vítamín og steinefni aminósýrur Blaðgræna Omega 29 29vítamín vítamínog ogsteinefni steinefni···18 18aminósýrur aminósýrur···Blaðgræna Blaðgræna···Omega Omega GLA fitusýrur SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans GLA GLAfitusýrur fitusýrur···SOD SODeitt eittöflugasta öflugastaandoxunarensím andoxunarensímlíkamans líkamans

Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu líkamanum. Eingöngu Eingöngulífræn lífrænnæringarefni næringarefnitryggja tryggjabetri betriupptöku upptökuog ognýtingu nýtinguííílíkamanum. líkamanum.

1 matsk. safi eða 1 hylki.

Aukið Aukið úthald, úthald, þrek þrek og og betri betri líðan líðan Árangur Árangur strax! strax!

Vöðvabólga Vöðvabólgaog ogstirðleiki stirðleiki Byltingarkennt andoxunarefni Byltingarkennt Byltingarkenntandoxunarefni andoxunarefni!!!!!!

Blágrænir þörungar frábærir fyrir Blágrænir Blágrænirþörungar þörungarfrábærir frábærirfyrir fyrir ræktina, skólann og vinnuna. ræktina, skólann og vinnuna. ræktina, skólann og vinnuna.

AstaZan styrkir einnig húðina sem verður AstaZan AstaZanstyrkir styrkireinnig húðina einnig húðinasem semverður verður fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk. fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk. fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.

að ð t ata ð VVVooott t

Lagar vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur Lagar Lagarffljótt fljótt ljóttvöðvabólgu, vöðvabólgu,stirðleika, stirðleika,eymsli, eymsli,harðsperrur harðsperrur og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan. og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt ogvellíðan. vellíðan. gur við Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur árangur við gur við Eykur gur við Eykurstyrk styrkog ogþol þolvöðva. vöðva.Greinilegur Greinilegur árangur við árangur við líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög. líkamsrækt, líkamsrækt,álagsvinnu álagsvinnuog ogferðalög. ferðalög. Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með AstaZan eð Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar eð Íþróttafólk og sjúkraþjálfararmæla mælameð með AstaZan eðAstaZan

1110

daaggg... ylkkii ááádda ! 111hhhyrylkalakrrirsststrtraraaxxx! ! VVViirikrka

lifestream ™

Engin málamiðlun Engin Enginmálamiðlun málamiðluníí gæðum ígæðum gæðum

nature’s richest superfoods

Bowel Biotics+

www.celsus.is

Meltingarensím Meltingarensímúr úrgrænmeti grænmetiog ogávöxtum ávöxtum

HUSK trefjar ••• HUSK HUSKtrefjar trefjar sérvaldir acidofilus gerlar ••• 555sérvaldir sérvaldiracidofilus acidofilusgerlar gerlar Inulin FOS næring fyrir ••• Inulin InulinFOS FOSnæring næringfyrir fyrir acidofilus gerlanna acidofilus acidofilusgerlanna gerlanna æ m ælilili::: M mæ M Meeeðððm ta innnta takkkaaa g in æ ÞÞÞæ ægggililileeegg inranggðð,,, eeekkkkkkeeertrtrtbbbraragð tv jó tviririrkkkttt flflfljó jótv

Ensímin hjálpa við að brjóta Ensímin Ensíminhjálpa hjálpavið viðað aðbrjóta brjóta niður og melta fæðuna, niður og melta fæðuna, niður og melta fæðuna, eykur næringarupptöku. eykur eykurnæringarupptöku. næringarupptöku. Lagar uppþembu og Lagar uppþembu Lagar uppþembuog og vanlíðan eftir máltíðir. vanlíðan vanlíðaneftir eftirmáltíðir. máltíðir. Virkar vel við candida Virkar Virkarvel velvið viðcandida candida sveppasýkingu. Kemur sveppasýkingu. sveppasýkingu.Kemur Kemurááá jafnvægi maga og ristli. jafnvægi jafnvægiííímaga magaog ogristli. ristli.

Eykur styrk og þol vöðva

CC Flax

Betri árangur!

GLA

Eingön

Mulin hörfræ Lignans Mulin Mulinhörfræ hörfræ–––Lignans Lignans Trönuberjafræ Trönuberjafræ Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum Kalk Kalkúr úrhafþörungum hafþörungum Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Stuðlar Stuðlarað aðhormónajafnvægi hormónajafnvægiog ogvellíðan. vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir Talið Taliðgott gottvið viðbjúg bjúgog ogvökvasöfnun, vökvasöfnun,styrkir styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa þvagfærakerfið. þvagfærakerfið.Fjölbreyttar Fjölbreyttartrefjar, trefjar,hreinsa hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. og ogtryggja tryggjagóða góðastarfsemi starfsemiristilsins. ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3 Lækkar Lækkarkólestrólfitu, kólestrólfitu,ríkt ríktafafOmega-3 Omega-3

þr

Heilbrigðari og grennri konur Heilbrigðari Heilbrigðariog oggrennri grennrikonur konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið Rannsókn sýna að konur sem Rannsókn sýna að konur semhafa hafamikið mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg lignans i blóðinu eru að meðaltali með lignans i blóðinu eru að meðaltali með8,5 8,5kg kg minni fitumassa en þær konur sem skortir minni fitumassa en þær konur sem skortir minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið afafLignans.** Lignans.** eða eðahafa hafalítið lítiðaf Lignans.** Byltingarkennt andoxunarefni !!

Vöðvabólga og stirðleiki

Blágræn ræktina

Howel AB Journalof of theAmerican American MedicalAssociaton Associaton june2002 2002 287:3082 **Howel * HowelABABJournal Journal ofthe the AmericanMedical Medical Associatonjune june 2002287:3082 287:3082

**British British fJournal Nutrition(2009),102: 102: 195-200Cambridge Cambridge University. ** 195-200 University. Lagar ljóttofofvöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur ** BritishJournal Journal ofNutrition(2009), Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan. gur við Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur árangur við líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög.

Styrking Styrking••Jafnvægi Jafnvægi••Fegurð Fegurð

Spirulina og glycco staðar í lí Blaðgræn Ef Spirul eða anna og einbe og sætin Gæðasta

Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með eð AstaZan ag. ki á d 1 hyl ar strax! Virk

nature’s richest superfoods nature’s nature’srichest richestsuperfoods superfoods

Ára Hva

29 ví

Frábært gegn fyrir konur öllum Frábært Frábærtgegn gegnfyrirtíðarspennu fyrirtíðarspennufyrir fyrirkonur konuráááöllum öllum aldri og einkennum aldri breytingaskeiðs aldriog ogeinkennum einkennumbreytingaskeiðs

AstaZan styrkir einnig húðina sem verður fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.

™ ™ lifestream

t nnt t

0 00 % í f rlæ læ n 0% Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu % í fírf rlæ Spirulina Spirulinainniheldur inniheldurmikið mikiðaf afblaðgrænu blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem erertil til og ogglyccogen, glyccogen,því þvímeira meiraglycogen glycogensem semer til staðar líkamanum við æfingar því betri árangur. staðar staðarííílíkamanum líkamanumvið viðæfingar æfingarþví þvíbetri betriárangur. árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning blóðinu. Blaðgræna Blaðgrænaeykur eykursúrefnisflutning súrefnisflutningíííblóðinu. blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyriræfingar æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og ogeinbeitingu. einbeitingu.Dregur Dregurúr úrpirringi, pirringi,sleni sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. og sætindaþörf, truflar ekki svefn. og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. Gæðastaðall GæðastaðallISO9001, ISO9001,ISO1401. ISO1401.

Engin málamiðlun í gæðum

kúfuð teskeið dag 40 daga skammtur 111kúfuð kúfuðteskeið teskeiðááádag dag---40 40daga dagaskammtur skammtur

Bowel Biotics+

Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Nettó

Meltingarensím úr grænmeti og ávöxtum

www.celsus.is www.celsus.is www.celsus.is


6

12. apríl 2012

– Leiðari –

Hin blindaða réttsýni! Í

aðsendri grein í blaðinu í dag er fjallað um vangaveltur ónafngreindra lesenda vegna gagnrýnna efnistaka Akureyrar vikublaðs. Er ágeng fréttamennska blaðsins borin saman við undirgefna blaðamennsku en fjölmiðlar á Íslandi hafa einkum verið gagnrýndir fyrir hið öndverða, þ.e. þýlyndi við þrískipt vald, einkum viðskiptamenn og stjórnmálamenn fyrir hrun. Sá sem skrifar greinina titlar sig varabæjarfulltrúa Vinstri grænna á Akureyri, flokksins sem krafðist þess fyrir síðustu kosningar að tekið yrði á spillingu í samfélaginu. Varabæjarfulltrúinn getur í engu mikilvægis fjölmiðla í lýðræðissamfélögum sem fjórða valdsins, en segir m.a. um efnistök Akureyrar vikublaðs: „Heyrst hefur að margir viðmælendur séu ósáttir við meðferð orða sinna. Er pískrað að ritstjórinn hafi rangt eftir, jafnvel þó heilar málsgreinar séu innan gæsalappa, byggðar á upptökum.“ Kemst greinarhöfundur að þeirri niðurstöðu að ein ástæða slíkra gróusagna sé sú að bæjarbúar hafi um langa hríð ráðið því sjálfir hvort eða fjallað yrði um þá. Það er ekki sérakureyrskt fyrirbrigði að neita umdeildum ummælum og staðhæfa að rangt hafi verið eftir haft. Sá vandi er jafn gamall sögu sjálfstæðrar blaðamennsku í heiminum. Þeir sem hafa kosið að leggja trúnað á róg sem settur er fram til að grafa undan trausti skulu vita að öll viðkvæm ummæli í blaðinu eru samþykkt og lesin yfir af viðmælanda áður en blaðið er prentað. Sjónarhorni eða hvort frétt er flutt ráða viðmælendur hins vegar ekki. Það kostar mikla orku fyrir litla miðla að leggja til atlögu við valdhafa og viðskiptablokkir í því skyni að veita aðhald fyrir almennings hönd. Fámenni, fjárskortur og fáfræði á tilgangi og dyggðum blaðamennsku hamlar för flestum sem vilja synda gegn straumnum. Afkomulega væri auðveldast í hvert skipti sem einhver hringir í blaðið að segja: Ég skal skrifa góða frétt um þig ef þú auglýsir. En það er ekki blaðamennska. Það er vændi. Skemmtilegt væri að lifa í samfélagi þar sem varabæjarfulltrúar sendu inn greinar í blöð og fjölluðu um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og þá ekki síst mikilvægis aðhaldshlutverks fjölmiðla. Varabæjarfulltrúinn spyr hvort Akureyri vikublaði sé virkilega nauðsyn að áætla alltaf fyrirfram að fiskur liggi undir steini þegar blaðið vinnur að umfjöllun og til að gera langa sögu stutta er svarið við spurningunni já. Skylda blaðamanns er að trúa engu fyrirfram heldur leggja sjálfstætt mat á veruleikann. Það hefur ekkert að gera með blindaða réttsýni eins og varabæjarfulltrúinn kallar það. Með vorkveðju Björn Þorláksson

Lof og last vikunnar Last fá þeir sem skulu sjá um plan og götur kringum bæði FSA og vistheimilið Kjarnalund. Miklar steypu- og malbiksskemmdir eru þar og mynda ekki bara holur heldur gryfjur, segir kona ein sem hafði samband við blaðið. Ein skuggahlið kreppunnar birtist einmitt í skorti á viðhaldi ýmiss konar og kannski er auðveldara um að tala en í að komast. Eigi að síður verður að sýna sjúklingum eða öldruðum tilhlýðilega virðingu sem og öllu umhverfi þeirra...

Heyrst hefur að andapollurinn á Akureyri sé sá snyrtilegasti í heimi og kannski ekki að undra, því eins og sjá má á myndinni láta starfsmenn

bæjarins sig ekki muna um að skipta um vatn heldur taka þeir líka til undir því! BÞ

12 prósent íslenskra unglinga eru í vanda vegna netávana Sum þeirra mjög einangruð - dæmi um að helgarnar hverfi alveg í tölvunotkun Dæmi eru um að börn hér á landi séu nánast algjörlega einangruð og njóti einskis félagslífs annars en þess sem tölvur og Internetið býður upp á. 96% 15-16 ára íslenskra unglinga nota samskiptaforrit, langmest Facebook, og meðaltími á dag er 1.46 klukkustundir. Hjá stelpum tvær klukkustundir að jafnaði en hjá strákum ríflega 90 mínútur á dag. Strákarnir nota tölvuleiki sem viðbót. Þetta kom fram í fyrirlestri sem Kjartan Ólafsson lektor við HA, Eva Halapi, Hjördís Sigursteinsdóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir sérfræðingar við RHA, (rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri ), fluttu nýverið þegar frumniðurstöður úr íslenskum hluta samevrópskrar könnunar voru kynntar. Mikill meirihluti barna í Evrópu notar Internetið daglega og íslensk börn og ungmenni eru engir eftirbátar jafnaldra sinna annarsstaðar í Evrópu hvað þetta varðar, enda býður Netið upp á fjölbreyttar samskiptaleiðir, menntun og skemmtun. Samhliða

aukinni notkun barna og ungmenna á Internetinu hafa vaknað spurningar um áhrif og afleiðingar þessarar notkunar. Sumir fræðimenn hafa viljað ganga svo langt að tala um netfíkn og flokka óhóflega netnotkun sem vandamál á borð við áfengisneyslu og vímuefnanotkun. Kjartan Ólafsson lektor vill fremur tala um netávana en fíkn. Óhófleg internetnotkun er meðal annars talin hafa letjandi áhrif á árangur í námi, raska fjölskyldutengslum og tilfinningalífi ungmenna. Enn fremur eru tengsl milli netávana, þunglyndis, slakra félagstengsla og aukinnar einmanakenndar meðal ungs fólks. Hluti rannsóknanna var eigindlegur þar sem félagsráðgjafar og sálfræðingar tóku viðtöl við 12 íslensk börn, þar af 10 börn sem búa á Akureyri. Í máli eins kom fram að barnið varði hverri helgi frá klukkan 9 á morgnana til 3 á næturnar fyrir framan tölvuna en gæfi sé þó tíma til að borða smá og fá sér ferskt loft. Fram kom einnig að íslensk börn upplifa

Last fær fullorðið fólk sem vitað er til að hafi oftar en einu sinni flæmt ungmenni á brott af sparkvöllum bæjarins sem þó eru sannarlega fyrst og fremst ætlaðir skólafólki. Brögð eru að því við sparkvöll Oddeyrarskóla að þar hafi krakkar við skólann neyðst til að yfirgefa völlinn þegar 20 ára ungir menn eða eldri krefjast þess að fá svæðið til afnota. Samt segir í reglum að börn og unglingar skuli hafa forgang. Svona gerir maður ekki... Tvöfalt last fær Akureyrarbær sem rukkar katta og hundaeigendur fyrir gjöld án þess að margt sé innifalið í þeim fyrir gæludýrin, segir önnur kona. Gjöldin eiga að dekka

meira frelsi í samskiptum á Netinu en í raunveruleikanum. Allir þora að segja allt á netinu, sjálfstraust barna er meira á Netinu en í veruleikanum. Skoðun sumra barna er að með samskiptaforritum séu einkamál úr sögunni, allt sé sett á Netið. Langflest íslensk 15-16 ára börn stunda sína netnotkun á eigin fartölvu sem gerir eftrlit foreldra erfiðara en ella, 64% segjast hafa haft samskipti við einhvern á Netinu sem viðkomandi þekkir ekki persónulega. Sama hlutfall kannast við klámfengnar síður á netinu. Alls er talið að 12% íslenskra barna glími við vandamál vegna þess að þau hafi ekki stjórn á tölvunotkun. Strákar eru meira í tölvuleikjum en stúlkur nota samskiptaforrit meira en strákar. Í máli eins íslensks ungmennis í rannsókninni kom fram að þátttaka þess í félagslífi fór alfarið fram við tölvuna utan þess að barnið hafði verið beðið um að taka þátt í árshátíð skóla síns. Þótti barninu mikið til koma að vera boðið slíkt. a

kostnaðarliði sem hafa verið í fjárhagsáætlun bæjarins í áraraðir og þá á bærinn einni skilið last fyrir að setja ekki svo mikið sem eina krónu í starfsemi Kattakots sem er unnið að fyrirmynd Kattholts í Reykjavík, segir konan...

Lof

fá hins vegar aðstandendur Kattakots fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf til handa vegalausum köttum. Kattakot ber kostnað af uppihaldi, veitir húsaskjól og leggur vinnu í að finna framtíðarheimilil, ormahreinsa, bólusetja og gelda dýrin. Þar með leggur kotið sitt af mörkunum gegn lausagöngu og offjölgun heimilislausra katta í Akureyrarbæ. Væri kannski nær að Kattakot væri á fjárhagsáætlun?

akureyri vikublað 14. tölublað, 2. árgangur 2012 Viltu segja skoðun þína?

Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.

Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja­vík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. Netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856. Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 10.000 eintök. Dreifing: 10.000 eintök ókeypis – Akureyri, póstnúmer 601, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, grenivík og húsavík


Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

VELDU GÆÐI VELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is


8

12. apríl 2012

Matargatið allskonar.is

Forvitnilegir og framandi bitar Þessi réttur er ótrúlega fljótlegur en bragðið er eins og þú hafir staðið sveitt/ur í eldhúsinu í marga klukkutíma. Kjúklingaleggirnir liggja í marineringu yfir nótt eða lengur.
Mesta vinnan er að skinnhreinsa leggina og útbúa marineringuna, sem tekur samt bara nokkrar mínútur. Þú getur notað kjúklingabita, kjúklingafile, vængi, bringur -eða bara hvaða kjúklingakjöt sem þér dettur í hug fyrir þessa marineringu. Marineringin dugar fyrir a.m.k. 12-15 bita eða bringur.

Kjúklingaleggir í suðrænum kryddlegi »» »» »» »» »» »» »» »» »» »» »» »» »» »» »»

2 hvítlauksrif, marin 1 tsk laukduft 1 tsk salt 1/4 tsk svartur pipar, malaður 1 tsk timian eða 5 greinar ferskt timian 1/2 tsk cayenne pipar 1/2 tsk kanill, malaður 1/2 tsk engifer, malað 1/4 tsk allrahanda 1/4 tsk negull, malaður 2 msk púðursykur 6 msk olía 2 msk sojasósa 6 slettur af tabasco eða chilisósu kjúklingabitar

Settu í stóra skál, hvítlauk, laukduft, salt, pipar, timian, cayenne, kanil, engifer, allrahanda, negul og

púðursykur. Blandaðu vel. Þeyttu olíunni og sojasósunni saman við öll kryddin ásamt tabasco/ chilisósunni þar til þú ert komin/n með mjúka en þykka sósu. Skinnhreinsaðu kjúklinginn ef þú vilt.Veltu kjúklingnum varlega en vel upp úr blöndunni og settu í plastílát inn í ísskáp. Láttu marinerast yfir nótt, því lengur - því betra. Hitaðu ofninn í 180°C. Settu olíu í eldfast mót og helltu svo öllu úr plastílátinu í eldfasta mótið. Marineringunni og kjúklingnum. Steiktu í ofninum í 25-30 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Borið fram með fersku salati og hrísgrjónum. Gott að setja 1 tsk af tómatpúrru út í hrísgrjónin þegar þú sýður þau og hálfa kanilstöng til að gefa bragð. Það er frábært að nota afganginn af þessum kjúklingi út í hrísgrjón eða salat þar sem að marineringin gefur gott og mikið bragð alveg inn að beini. a

Helga Kvam matargat

Vantar þig frystirými ? Frystigámar • Sala & leiga • 20 & 40 ft.

Aðsend grein

Spennan eykst í ESB-viðræðunum Samningaviðræður Íslands og ESB eru að nálgast mikilvægan tímapunkt. Framundan eru meðal annars kaflarnir um landbúnað, sjávarútveg og byggðamál, sem eru að margra mati þeir kaflar þar sem mest mun reyna á samninganefndirnar, samningsvilja og málamiðlanir. Alls eru kaflarnir 35 talsins sem samið er um. Í gegnum EES-samstarfið hefur Ísland tekið upp stóran hluta löggjafar ESB í 21 af þessum köflum. Það er mat margra að með EES-samingnum sé Ísland í raun með einskonar auka-aðild að ESB. En við höfum lítil sem engin áhrif á þá löggjöf, sem þó hefur þýtt margvíslegar framfarir fyrir Ísland á ýmsum sviðum. Á ríkjaráðstefnu sem haldin var í mars voru nokkrir kaflar opnaðir og vegna aðildar okkar að EES var hægt að loka sumum þeirra, t.d. kaflanum um utanríkis, öryggis og varnarmál samdægurs. Með þessum hætti gagnast EES-aðildin okkur í samningum við ESB. Á þessari sömu ríkjaráðstefnu var sérstaða Íslands sem herlaust land viðurkennd. En allt frá því að Ísland fékk fullveldi árið 1918 hefur þetta verið rauður þráður í öryggistefnu landsins. Á vormánuðum 2010 birtu samtök ungra bænda auglýsingar þar sem fullyrt var að íslenskir bændasynir þyrftu að gegna herþjónstu í Evrópusambandshernum. Hann er hinsvegar ekki til og ekkert sem bendir til þess að hann verði stofnaður. Auglýsingar ungra bænda eru hinsvegar gott dæmi um hræðsluáróður sem enginn fótur er fyrir. Viðurkenning ESB á herleysi Íslands staðfestir þetta. Sérhagsmunir íslands

Ennfremur sýnir þetta einnig að ESB tekur tillit til sérhagsmuna Íslands, nokkuð sem andstæðingar aðildar tala stöðugt um, þ.e. að ESB „rúlli yfir“ smáþjóðir. Ef svo væri, væri það afar sérkennilegt að 28 ríki í Evrópu hefðu samið um aðild að bandalagi sem kæmi þannig fram við aðildarþjóðirnar. Fram hefur komið í fréttum að stefnt sé að því að opna alla kafla sem eftir eru á þessu ári. Í sambandi við landbúnaðarkaflann er litið til fordæma í samningum Svía og Finna, sem veittu þjóðunum leyfi til þess

að styðja og styrkja landbúnað sinn með óbreyttum hætti. Það var gert á grundvelli landfræðilegra og veðurfræðilega aðstæðna og er talað um norðurslóða- eða heimskautalandbúnað í þessu samhengi. Það á svo sannarlega við um Ísland. Það verður því að teljast líklegt að hægt verði að ná hagstæðri niðurstöðu í sambandi við landbúnað, sem miðar að því að efla íslenskan landbúnað og halda byggð í sveitum landsins. Einnig er vert í þessu samhengi að benda á þá skoðun margra sérfræðinga að landsbyggðin muni hafa hag af ESB-aðild, þar sem sambandið stuðlar að uppbyggingu grunnkerfa samfélagsins, atvinnuþróun, nýsköpun, auknum tækifærum til menntunar og svo framvegis. VERÐUM EIN MESTA SJÁVAR­ ÚTVEGSÞJÓÐ ESB

Hagsmunir Íslands á sviði sjávarútvegs eru einnig ótvíræðir. Verði Ísland aðili að ESB, verður þessi 320.000 mann þjóð ein stærsta sjávarútvegsþjóð sambandsins. Í engu aðildarríki ESB er sjávarútvegur burðaratvinnugrein. Þetta er sérstaða sem ESB getur ekki horft framhjá og skapar Íslandi góða samningsstöðu. Allt mælir með því að reynt verði að semja um ótvíræð yfirráð Íslands yfir fiskimiðunum og í krafti sögulegrar veiðireynslu (reglunnar um „hlutfallslegan stöðugleika“) Íslands á miðunum umhverfis landið, ætti að nást hagstæð niðurstaða í þessum málaflokki. Einnig eru til sérlausnir annarra ríkja í sjávarútvegi sem hægt er að miða við og nýta sér í þessu samhengi, s.s. samnings Möltu, sem miðaði að því að vernda sjávarútveg landsins og finna lausn sem hentaði íbúum eyjunnar. MÁLIÐ ENDAR Í ÞJÓÐARATKVÆÐI

Ljóst er að næstu mánuðir verða afgerandi í ESB-málinu og jafnframt hefst þá sá hluti þess, sem er mest spennandi. Málinu lýkur svo með því að aðildarsamningur verður lagður fyrir þjóðina, sem síðan mun greiða atkvæði í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig mun þessi mikilvæga máli ljúka. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, M.A. í stjórnmálafræði og situr í stjórn Evrópusamtakanna.

Aðsend grein

Sumarbúðirnar Hólavatni

Seljum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Útvegum sérlausnir, sniðnar að þörfum viðskiptavina okkar. Hafðu samband!

568-0100 • stolpi@stolpiehf.is • www.stolpiehf.is stolpi-frystig-A4-augl-1.indd 1

20.2.2012 23:03:41

Laugardaginn 24. mars hófst skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni og eru nú þegar skráð um 100 börn. Í sumar verður boðið upp á átta flokka fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Fyrsti flokkur sumarsins hefst 7. júní og er það Frumkvöðlaflokkur fyrir 7-8 ára stráka og stelpur og er sá flokkur aðeins þrír dagar og endar flokkurinn á laugardegi en þann dag er foreldrum og systkinum boðið að koma og taka þátt í lokadeginum. Aðrir flokkar sumarsins eru fimm daga flokkar frá mánudegi til föstudags en auk hefðbundinna flokka má nefna tvo Ævintýraflokka fyrir 11-14 ára, einn fyrir stráka og annan fyrir stelpur og svo sérstakan Listaflokk fyrir 9-12 ára stelpur.

Sumrinu lýkur svo með fjölskylduflokk sem verður helgina 27.-29. júlí en þar er um að ræða nýjung í starfi Hólavatns. Nýtt húsnæði sem tekið verður í notkun í sumar gjörbreytir allri aðstöðu við sumarbúðirnar en í nýbyggingunni eru 5 ný herbergi fyrir börn, 2 ný starfsmannaherbergi og nýjar snyrtingar og sturtur. Eldri svefnsölum hefur verið breytt í tómstundaherbergi og verður því öll aðstaða til leikja og föndurs eins og best verður á kosið. Skráning og allar frekari upplýsingar eru á www.kfum.is. Með von um jákvæð viðbrögð, Jóhann Þorsteinsson



10

12. apríl 2012

Aðsend grein

Aðsend grein

Pælingar um páska á páskum „B-i-b-l-í-a er bókin bókanna, ...“ söng sjö ára dóttir okkar Guðrúnar á leiðinni til Reykjavíkur fyrir páskana. „Bjart er yfir Betlehem ...“ kom í kjölfarið. -----

Bíddu, jólin eru ekki núna. Ég veit, en Jesús fæddist á páskunum. Hvernig veistu? Kennarinn sagði það!

Sú stutta kunni jólalögin betur en hin og varð því að bjarga sér á staðnum. Þeirri hugsun skaut að mér, hversu við réttlætum eigin gjörðir þrátt fyrir augljósa mótsögn orða og athafna. Kennarinn leynist víða. Nú stendur Þjóðkirkjan höllum fæti, m.a. vegna ýmissa ljótra mála. Kirkjuflótti er staðreynd. Samt eru kirkjuhefðir greiptar í samfélagsmótið, s.s. jól og páskar, og við erum þátttakendur án þess að gefa merkingu þeirra nánari gaum. Við notum hugtök líkt og „góðir siðir“ og „þjóðarhefð“, hökkum í okkur súkkulaði um páska og belgjum kvið á jólum. Þorri landsmanna er skírður og fermdur, og hver hefur ekki mætt í fermingarveislu? Menn virða almennt grundvallarmannréttindi ólíkra lífsskoðana. Þó hefur hent, síðast reyndar fyrir einhverjum árum, að fast hafi verið

skotið á mig fyrir að trúa þessu svokallaða trúarkreddurugli um hatursfullan Guð Gamla testamentisins og einhvern Jesúm, sem var mögulega uppi fyrir löngu og sem getið er um í gömlum, margþvældum sögusögnum.

Ómar Torfason Það er sjónarmið útaf fyrir sig, en það sem mér finnst athyglisvert er að viðkomandi voru sjálfir skírðir og þar með, samkvæmt skilningi kirkjunnar á sakramentinu, búið að kippa þeim inn fyrir himnaþröskuldinn til þessa Jesú. Helgi heitinn Hóseasson reyndi þó að losna undan sakramentisklafanum en tókst ekki. Þá héldu þeir sjálfir börnum sínum undir skírn og fermdu. Þannig kalla hátíðir kirkjunnar óhjákvæmilega

fram afstöðu manna til lífsgildanna. Hvert er grunnþema kristinnar? Þjónusta, ekki undirlægjuháttur. Manninum ber að (1)elska Guð af öllu hjarta, þ.e. hann/hún svari rödd samvisku sinnar, og (2)virða náungann eins og sjálfa(n) sig. Það er ekki okkar að dæma aðra. Okkur ber að veita öðrum þá hlýju sem við sjálf viljum fá frá öðrum. Það er erfitt, svo erfitt að Ritningin, þessi sem sumir segja afdankaða skruddu, segir það ómögulegt án utanaðkomandi aðstoðar. Leiðsögn Guðs, gegnum samviskuna, er sérhverjum manni lífsnauðsyn. Í páskunum er fólginn boðskapur Guðs um frelsunina frá Egyptalandi, þ.e. frá þrælahúsi syndar og ánauðar, raungerð með lífi og sigri Jesú Krists á dauðanum. Út á þetta gengur fermingin. Eða í anda Marteins Lúters, siðbótarfrömuðar, þá er hver og einn prestur og telst ábyrgur fyrir sínu lífi. Þar skal byrjað, og þar skal endað. Punktur.

Mikilvægi endurvinnslu – Mikilvægi fræðslu Á síðustu fjórum til fimm árum hafa mjög mikilvæg skref verið stigin í endurvinnslumálum á Eyjafjarðarsvæðinu. Áratugum saman var sorp urðað á Glerárdal og úrgangsstjórnun var engin. Sorpsamlagið var ekki góður vettvangur og samstöðu var erfitt að ná. Svo var ákveðið að slíta því samlagi og það var á stefnuskrá sumra flokkanna að taka þessi mál föstum tökum. Nútíminn hélt innreið sína í þennan málaflokk á Akureyri.

Jón Ingi Cæsarsson situr í umhverfis­ nefnd Akureyrar

Staðan í dag er mörgum sinnum betri en hún var fyrir 6 árum síðan. Sorphaugunum á Glerárdal hefur verið lokað og verið er að vinna að uppgræðslu og lagfæringum á þeim sárum sem urðu til á árum hugsunar- og stefnuleysis. Endurvinnsla á lífrænum úrgangi er í fullum gangi hjá Moltu á Þveráreyrum, flokkun á endurvinnanlegum efnum er í þokkalegum farvegi. Þó mætti ná enn betri árangri ef flokkun á endurvinnanlegum úrgangi væri við heimahús en ekki á gámastöðvum. Umræðan um plastið. Fyrir nokkru varð umræða um meðferð á plastúrgangi og spurst hafði út að hann væri brenndur en ekki endurunnin til framleiðslu í sama efni. Þessi umræða hefði aldrei þurft að verða ef nægilega vel hefði

verið staðið að kynningunni á aðdraganda flokkunar hér í bæ. Það hefði verið mjög auðvelt að gera bæjarbúum grein fyrir því að endurvinnsla á blönduðu og óhreinu plasti yrði orkubrennsla, í það minnasta fyrst um sinn. Það er þekkt og viðurkennd aðferð í endurvinnslu þó svo full endurvinnsla væri auðvitað besti kosturinn sé þess nokkur kostur. Að losna við plastið úr urðun er auðvitað stórkostlegur árangur, sérstaklega fyrir umhverfið enda eyðist plast á urðunarstöðum hægt og illa. Lykillinn að góðum árangri í endurvinnslu er fræðsla. Það er ekki nægilegt að senda út bækling í upphafi og svo ekkert meir. Það þarf að vera í gangi markviss fræðsla og upplýsingagjöf með reglulegu millibili. Ef fólkið í bænum er upplýst um aðferðir og árangur með reglulegri umfjöllun og fræðslu erum við í betri málum. Það má ekki setjast niður í rólegheitum og gera ekki neitt. Það er þekkt stærð í endurvinnslu og flokkunarmálum að oft er árangur bestur í upphafi en fer síðan dalandi þegar áhuginn og neistinn kulnar. Þess vegna er það skylda bæjaryfirvalda og þeirra sem við þetta vinna, verkataka og annarra að tryggja að bæjarbúum sé haldið upplýstum með umfjöllun og reglulegri útgáfu kynningarefnis. Þá fáum við ekki uppákomur eins og varð þegar umfjöllun um meðhöndlun á plasti náði hæstum hæðum með tilheyrandi tjóni fyrir hugarfar bæjarbúa gagnvart endurvinnslumálum. a

Aðsend grein

Blaðamennska hér í bæ Mig langar eilítið að líta um öxl nú þegar Akureyri vikublað hefur komin inn um lúgur bæjarbúa í rúmlega hálft ár og er nú komið á netið. Eins og gengur eru skiptar skoðanir um blaðið og til eru þeir sem ekki geta hugsað sér að lesa það og þá þar með þessa grein. Mig langar til að velta fyrir mér ástæðum þess. Ritstjóri blaðsins er metnaðarfullur og kappsamur blaðamaður með langa reynslu. Hann leggur mikið upp úr því að draga fram í dagsljósið það sem deilt er um í þessum bæ og fær marga í viðtöl, sem hann oft spyr erfiðra og jafnvel leiðinlegra spurninga. Heyrst hefur að margir viðmælendur séu ósáttir við meðferð orða sinna. Er pískrað að ritstjórinn hafi rangt eftir, jafnvel þó heilar málsgreinar séu innan gæsalappa, byggðar á upptökum. Þetta er að sjálfsögðu eftir hefðbundinni íslenskri forskrift að tækla manninn, bakvið tjöldin, í stað þess að taka á málefnum sem um er rætt. Ekki get ég séð hvað ritstjóra ætti að ganga til með að hafa rangt eftir fólki, hvaða hagsmunir eru það sem hann gætir þá? Vart er það söluvænleiki blaðsins? Hitt, sem ég tel líklegri skýringu á slíku pískri og ósætti, er að fólk í bænum mínum er ekki vant því að einhver annar en það sjálft túlki hvað er fréttnæmt í þeirra orðum. Annað er svo að slíkt pískur og ósætti kemur ekki algerlega úr lausu lofti. Fólk er margt pirrað á

ritstjóranum góða, enda kappsamur maður mjög. Af því tilefni má velta fyrir sér hvort hitt vikublaðið okkar, Vikudagur, hafi þróað sína rýnilausu tegund blaðamennsku, vegna þess að samfélagið er lítið og viðvarandi átakablaðamennska gæti til lengdar grafið undan jákvæðni og samstöðu í samfélaginu. Tilfellið er nefnilega að samfélagið okkar er bara harla gott og fullt af dugmiklu og samviskusömu fólki sem er að gera sitt besta með manngæsku að leiðarljósi, þó endrum og sinnum misstígi sig allt fólk. Þannig má vel beina því til ritstjóra þessa rits hvort alltaf sé nauðsynlegt að grafa alla leið og telja ævinlega að fiskur liggi grafinn undir hverjum steini? Við skulum ekki vanmeta varðhundshlutverk góðs blaðamanns og ritstjóri Akureyri vikublaðs er klárlega einn af okkar öflugri. Í samfélagi þar sem vel gengur gerist það líka að fólk verður undir og til er ósvífið, gráðugt fólk, sem eilíflega situr við að maka sinn krók. Sem samfélag þurfum við tæki til að verjast því og blaðið nýja gefur okkur það, fyrst blaða hér á svæðinu um langa hríð. En aðgát skal höfð, og t.d. ekki valta yfir gott fólk blindaður af réttsýni. Það sama fólk verður hinsvegar að venjast því að umræðu verður ekki handstýrt og í frjálsri fjölmiðlun ræðst framsetning af mati þriðja aðila á fréttnæmi þeirra orða. Edward H. Huijbens Varabæjarfulltrúi VG á Akureyri


barnamatur

Einstakur lífrænn barnamatur með Demeter vottun Grautarnir eru allir unnir úr heilu korni sem er malað í steinkvörn á sérstakan mildan hátt til að varðveita öll mikilvægu næringarefni kornsins. Ávaxta- og grænmetismaukið er úr ávöxtum, berjum og grænmeti sem er unnið á eins mildan hátt og mögulegt er til að varðveita næringarefnin. Ungbarnaþurrmjólkin er frá kúm (og geitum) sem nærast eingöngu á grasi og jurtum og ganga lausar allt árið. Þú færð Holle barnamat í Nettó Akureyri

Demeter vottun tryggir bestu fáanlegu gæði lífrænni ræktun

www.holle.is


12

12. apríl 2012

Framleiðsla á snjó í brekkum Akureyrar var umdeilt skref á sínum tíma og fannst jafnvel sumu framáfólki innan skíðahreyfingarinnar að snjóbyssur væru vond hugmynd. Nú er öldin önnur.

Vafamál hvort sveitarfélag eigi að reka skíðasvæði Guðmundur Karl Jónsson hefur meira og minna numið og starfað við snjó allt sitt líf. Í vetur var reyndar fulllítið af snjónum vegna hlýinda en snjóbyssur björguðu því sem bjargað varð og segir forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli að ef Akureyrarbær hefði ekki keypt snjóbyssur fyrir nokkrum árum hefði skíðaíþróttin e.t.v. lagst af sem keppnisíþrótt auk þess sem afleiðingarnar fyrir ferðaþjónustuna hefðu orðið alvarlegar. Hver er maðurinn? Ég kem að sunnan eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í 11 ár og starfað þar í skíðabransanum. Stend núna á rúmlega jöfnu því ég flutti til Akureyrar í september 2000. Á mínum yngri árum stundaði ég skíði og síðar þjálfaði ég og kenndi á skíðum í Reykjavík. Á þeim árum vaknaði áhuginn á rekstri skíðasvæða. Hvað dró þig til Akureyrar? Ég flutti gagngert til Akureyrar til að taka við sem forstöðumaður í Hlíðarfjalli af Ívari Sigmundssyni.

Hvaða menntun hefurðu sótt þér? Ég nam skíðasvæðarekstrarfræði í Bandaríkjunum og svo settist ég aftur á skólabekk þegar ég fór í diplómunám í Símenntun Háskólans á Akureyri til að læra viðskipta og rekstrarfræði. Stefni svo á að útskrifast frá Háskólanum næsta vor með BA próf í Stjórnun og markaðsfræði. Hefurðu alltaf haft gaman af snjó? Já, ég haf alltaf haft gaman af snjó. Vetur án snjós er hundleiðinlegur burtséð frá skíðasvæðum! Það verður allt svo dimmt og óspennandi. Snjórinn lýsir upp skamm-

degið og ekki er verra að geta farið á skíði hvort sem það er á gönguskíði eða renna sér í brekkunum. En ég vil líka hafa góð og hlý sumur. Hverjir eru helstu kostir Hlíðarfjalls sem skíðasvæðis? Fjölbreytileikinn og nálægðin við byggðakjarnann en hún getur boðið uppá góða þjónustu við þá sem vilja sækja skíðasvæðið heim. En gallarnir? Ég sé ekki neina galla í fljótu bragði. Skíðsvæðið okkar býr enn yfir mörgum ónýttum tækifærum. Ríkir skilningur hjá bæjaryfirvöldum á þýðingu skíðasvæðisins fyrir bæinn? Bæjaryfirvöld hafa verið dugleg við að byggja upp skíðasvæðið á undanförnum árum og verið leiðandi á því sviði. Þegar kemur að rekstrinum þá getur það verið dálítið flókið að reka eins sveigjanlega stofnun sem skíðasvæði þarf að vera í annars í formföstu regluverki sveitarfélags. Skíðasvæðið á það til að þvælast svolítið fyrir í stjórnsýslukerfinu. Að mínu mati þarf að skilgreina rekstur á skíðasvæðinu betur en gert er í dag með tiliti til þjónustuhópanna og hagsmunaaðila. Það er stundur talað um að ferðaþjónustan á Íslandi sé underdeveloped (vanþróuð) – háttar svo til um íslensk skíðasvæði? Já það er rétt, en ferðaþjónustan hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum. Skíðasvæðin eru ónýtt auðlind. Með markvissri uppbyggingu og markaðssetningu gætu skíðasvæðin orðið einn af megin þáttunum í ferðaþjónustunni úti á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina. Í dag eru skíðasvæðin stór þáttur í íslenskri ferðaþjónustu yfir vetrarmánuðina sem er þrátt fyrir allt ómótuð. Hverju svararðu gagnrýni um of skamman opnunartíma í Fjallinu frá morgni til kvölds?

Opnunartíminn í Hlíðarfjalli er að mínu mati mjög rúmur og hefur lengst umtalsvert á undanförnum árum. Í dag er opnað kl. 10 flesta virka daga. Opnunartíminn hefur verið aðlagaður að viðburðum og ferðamunstri gestanna sem koma til þess að fara á skíði. Það hefur ekki beint verið röð við lyfturnar þegar þær hafa verið að opna ýmist kl. 10 eða 12 á daginn. Opnunartími yrði eflaust skoðaður betur ef það kæmu óskir um breyttan opnunartíma. Fjögurra manna gestkomandi fjölskylda eyðir 200.000 krónum hér í bænum á einni viku samkvæmt útreikningum prófessors við HR. Samt hefur heyrst að allt skuli miða við launakostnað uppi í fjalli þegar talið berst að opnunartíma. Er hugsun okkar gamaldags þegar kemur að rekstri og þýðingu þessarar auðlindar? Ég hef ekki heyrt þessa umræðu varðandi launakostnaðinn en hins vegar er gerð kostnaðaráætlun á hverju ári og það er reynt að haga opnun einsog fjárframlög leyfa. Það er nefnilega staðreynd að þaðer dýrt að reka skíðasvæði. Á Íslandi eru lyftumiðar þeir ódýrustu í heimi að Rúmeníu og Grikklandi undanskildum. Sveitarfélagið ákveður það á hverjum tíma hversu miklum fjármunum er varið til þess að reka svæðið á hverju ári. Hvort það sé gamaldags hvernig skíðasvæðið sé rekið þá get ég alveg verið sammála því vegna þess að það er alveg spurning hvort sveitarfélag á yfir höfuð að standa í svona rekstri. Sveitarfélög sem eru með skíðasvæði hafa átt í erfiðleikum með að skilgreina hvernig rekstur eigi að fara fram á skíðasvæðunum. Af hverju dettur alltaf öll megintraffík niður eftir páska – burtséð frá því hvort páskarnir eru snemma eða seint? Það er frekar að segja að hún dali en þó ekki svo mikið því Andrésar Andarleikarnir eru alltaf í lok vetrar. En þeir voru einmitt hugsaðir á sínum tíma með það að


13

12. apríl 2012

Með markvissri uppbyggingu og markaðssetningu gætu skíðasvæðin orðið einn af megin þáttunum í ferðaþjónustunni úti á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina.

leiðarljósi að lengja skíðatímabilið. Fyrstu Andrésar Andarleikarnir voru haldnir árið 1976. Það var hinn mikli skíðafrömuður Leifur heitinn Tómasson sem átti þá hugmynd. Það var svo Hörður Sverisson, fyrsti skólastjóri skíðaskólans í Hlíðarfjalli sem var mótstjóri á fyrstu leikunum. Það hefur svo sannarlega skilað sér. Skíðaiðkunin er árstíðarbundin og rétt einsog farfuglarnir færa sig til tekur annað við meðal skíða- og snjóbrettafólks. Þetta er ekkert öðruvísi hér á landi eða í örðum löndum. Þrátt fyrir að veðrið hagi sér ekki alveg í takt við árstíðirnar oft á tíðum. Hvernig væri umhorfs uppi í fjalli ef Þórarinn B. Jónsson og fleira fólk hefði ekki ákveðið kaup á snjóbyssum á fyrsta áratug þessarar aldar? Skíðaíþrótttin sem keppnisíþrótt væri sennilega að fjara út og það væri ekki mikið um ferðafólk sem legði leið sína til Akureyrar til þess að koma á skíði eða snjóbretti. Þetta þótti mjög umdeild ákvörðun á sínum tíma. Jafnvel sumu framáfólk innan skíðahreyfingarinnar þótti þetta ekki góð hugmynd. Snjórinn myndi bráðna hvort eð væri og við byggjum við svo sérstakar aðstæður að þetta myndi aldrei ganga upp. Svo þótti það algjört glapræði að ætla að eyða fjármunum sveitarfélagsins í það að framleiða snjó þegar á sama tíma væri einnig verið að kosta til fjármunum til þess að keyra hann af götum bæjarins! Það má segja að skíðasvæðið hafi farið upp um deild hvað varðar rekstraröryggi enda hafa aðsóknartölur skilað sér til baka með því að gera lélega vetur í þokkalega og um það snýst snjóframleiðslan. Fólk vill fara fyrr á skíði frekar en seint, eða eftir páska. Sérstaklega um jól og áramót. Að geta boðið uppá tækifæri til skíðaiðkunar um hátíðirnar skapar möguleika á að markaðssetja svæðið sem skíðasvæði því ferðamenn verða að geta treyst á það að það sé snjór í brekkunum. Hvað með viðhald á lyftum og búnaði uppi í fjalli – þarf umbætur og hvert hefur umfangið verið í vetur?

Viðhald á búnaði er gott. Við erum samt komin á tíma með að það þarf að gera umbætur á lytukostinum. Fjarkinn hefur svo sannarlega sannað sig á þessum tíu árum sem hann hefur verið í notkun en aðstæður í Strýtu er orðnar úreltar og svæðið í raun barn síns tíma. Aðstaðan í skíðahótelinu er fyrir löngu sprungin og í raun ótrúlegt að hlutirnir gangi upp á stórum dögum. Skíðasvæði án starfsfólks gengi aldrei upp því starfsemin er mannfrek og kallar á endalausar breytingar með tilliti til veðurfarslegra aðstæðna og aðsóknar. Skíðasvæðið er þokkalega stór vinnustaður og í raun er verið að vinna nánast þar allan sólarhringinn. Undirbúningur hefst snemma á nóttunni við að undirbúa skíðabrekkurnar. Á páskum og í vetrarfríum eru um 40 manns við vinnu á skíðasvæðinu. Það hefur gengið ágætlega að fá starfsfólk til starfa en það fólk sem ræðst í störfin þarf að búa yfir þjónustulund. Starfsmannaveltan er háð því hvort fólk er að leita sér að framtíðarstarfi en mikil velta er mjög algengt vandamál á skíðasvæðum. Í þessi störf sækir helst skólafólk sem tekur sér hlé frá skóla en svo er alltaf kjarni sem kemur á hverjum vetri. Verður skylt að skíða með hjálm innan tíðar? Það er ekki skylt að vera með hjálm en vitundarvakning meðal fólks hefur orðið. Ég held að það yrði flókin framkvæmd að koma á hjálmaskyldu. Og ekki æskilegt – eða hvað? Nei ég held að það sé betra að skapa andrúmsloftið sem ýtir undir að fólk noti hjálm. Þetta er umræða sem á sér stað um allan heim og niðurstaðan er sú að það eigi að höfða til einstaklingsins. Rannsóknir sýna að höfuðhögg eru mjög lágt hlutfall af slysum í skíðabrekkum. Ef það er verið að hugsa um öryggi og fækka slysum þá væri nær að skylda fólk til að nota bakbretti eða úlnliðsspelkur og fækka þannig slysum. Hvernig sýnist þér að hlutfall skíða og bretta skiptist þessa dagana? Skíðafólkið er um 70%. Þetta hlutfall eru búið að vera eins í nokkur ár. Það virðist

Guðmundur Karl Jónsson Vinnan í Hlíðarfjalli felur í sér mikla útivist, stundum í köldum norðargarran-

um. Störfin á Skíðasvæðinu eru þó eftirsótt, og Guðmundur segir það varla koma fyrir að hæft fólk fáist ekki til starfa. Frostbit í kinnar og útivist er kannski aðdráttarafl út af fyrir sig?

vera komið á ákveðið jafnvægi. Það gekk snjóbrettabylgja yfir fyrir nokkrum árum en hún hjaðnaði síðan. Það eru alltaf að koma ný tæki sem fólk getur notað til þess að renna sér á og það stækkar iðkendahópinn en skíðin eru grunnundirstaðan. Hvað er veðrið stór hluti af velgengni hvers vetrar? Þetta snýst allt um veðrið. Að hafa góðan snjó í góðum takti við gott veður. Aðsókn ræðst mikið eftir veðri. En það er ekki hægt að sleppa því að minnast á starfsfólkið sem er einnig stór þáttur í velgengni

hvers vetrar. Án góðs starfsfólks er skíðasvæði hvorki fugl né fiskur. Það vill samt bregða við að starfsfólkið þurfi að svara fyrir veðurfarslegar aðstæður og er hrósað í hástert þegar aðsætður eru mjög góðar. Það getur verið erfitt og flókið að reka skíðasvæði þegar er lítill eða mikill snjór en allt snýst þetta um að hafa rétta snjómagnið í brekkunum og að aðstaðan til að renna sér sé sem best.

Myndir Völundur Jónsson

Starfsemi SN skerðist enn í haust Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, segir það mjög miður ef Sinfóníuhljómsveit Norðurlands muni ekki halda tónleika vegna 150 ára afmælis Akureyrarbæjar í sumar. „Mér þykir mjög miður ef hljómsveitin sér ekki fram á að geta haldið tónleika í tilefni af afmæli bæjarins. Mér finnst ekki endilega að það þurfi að vera á afmælisdeginum sjálfum eða á Akureyrarvöku þegar framboð viðburða verður hvað mest, en gjarnan mættu einir tóneikar á árinu vera helgaðir afmælinu með einhverjum hætti. Ég vona að það geti orðið,“ segir Þórgnýr. Fram kom í opnuviðtali við stjórnanda SN, Guðmund Óla Gunnarsson, í síðasta Akureyrarblaði, að vegna fjárskorts gæti hljómsveitin ekki spilað á afmælinu. Ástæðan er hallarekstur sem nemur um 20% af fjárveitingu. Framúrkeyrslan nemur um 8 milljónum króna. Ljóst er að stjórn SN að þarf að takast á við hallann með sparnaði og aðhaldi á yfirstandandi ári. „Jafnframt

hefur stjórnin upplýst að starfsemi verði að einhverju leyti skert í haust enda erfitt að breyta miklu á þessu starfsári. Þessi staða er uppi þrátt fyrir að samningur um framlög til hjómsveitarinnar hækki um fjórar milljónir króna frá fyrra ári eftir að hafa fyrst staðið í stað og svo lækkað frá árinu 2007,“ segir Þórgnýr. Kostnaður vegna framkvæmdastjóra SN er um 560.000 kr. mánaðarlega, launatekjur og launatengd gjöld. Spurður hvort til greina komi að hljómsveitin spari sér þann kostnað með uppsögn framkvæmdastjórans, segir Þórgnýr að hljómsveitin sé sjálfseignarstofnun og að stjórn hennar taki allar ákvarðanir um rekstur, því sé rétt að hún svari þeirri spurningu. Spurður nánar um framúrkeyrsluna og hvort ónóg aðsókn á tónleika sé ein ástæðan vísar Þórgnýr einnig til þess að rétt sé að stjórnin svari spurningum þar um. Hins vegar hafi hljómsveitin aldrei selt fleiri miða en eftir að Hof kom til. „Það sýnir að miklir

möguleikar eru til staðar og ég er viss um að þéttara tónleikahald myndi fljótt skila sér í enn betri aðsókn.“ Nánar um vandann segir Þórgnýr að nú liggi fyrir samningur sem felur í sér nokkrar hækkanir á framlögum til ársins 2014 þegar framlagið verður komið í 35 mkr. „Við megum ekki missa móðinn þó lengri tíma taki að ná settum markmiðum en ætlað var fyrir kreppu. Við eigum heldur að finna leiðir til að fá sem allra mest út úr því sem við höfum. Þegar að menningarstarfi kemur er það trúlega meira en fyrirfinnst í nokkru 18 þúsund manna samfélagi á byggðu bóli – þó við eigum að sjálfsögðu að leitast við að gera betur og vanda okkur.“ Spurður hvort til greina komi að SN fái lán frá bænum – fyrirframgreiðslu, ekki ósvipaða þeirri sem LA fékk vegna vanda félagsins, til að SN geti spilað á 150 ára afmæli Akureyrarbæjar segir Þórgnýr að LA hafi í raun verið komið í greiðsluþrot síðasta haust. „SN

Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrar-

stofu vonar að hljómsveitin spili í tilefni afmælisins

hefur ekki undirgengist neinar sambærilegar skuldbindingar og staða hennar er skýr og vel þekkt, öfugt við það sem var með LA í fyrra. Ég held því að farsælast væri fyrir SN að ná burtu sem allra mestu af hallarekstrinum á þessu ári en fresta því ekki með lántökum. Hún verður þá betur í stakk búinn á næsta ári og getur byggt sig upp til framtíðar.“ a


14

12. apríl 2012

Ráðist á garðinn hæstan 5. apríl, á skírdag 2012, efndi Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til tónleika í Hofi á Akureyri. Hljómsveitin var mun mannfleiri en almennt gerist. Í raðir hennar bættust tugir ungra og mjög efnilegra hljóðfæraleikara úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Ís-

Haukur Ágústsson Skrifar tónleikagagnrýni

lands. Stjórnandi á tónleikunum var Guðmundur Óli Gunnarsson, sem enn einu sinni sýndi hæfni sína og það hvers virði það er að eiga hann að í starfi við hljómsveitina. Tvö verk voru á efnisskránni. Hið fyrra var sellókonsert í e-moll eftir breska tónskáldið Edward Elgar (1857-1934). Verkið var samið árið 1919 rétt eftir að tónskáldið var stigið af sjúkrabeði eftir hættulegan uppskurð. Þegar eftir að Elgar vaknaði eftir svæfinguna bað hann um blað og ritfæri og skrifaði niður laglínuna sem varð höfuðstef fyrsta hluta konsertsins. Konsertinn er í raun allur samfelld prógram-tónlist. E-mollinn, dapurlegur og þungur, fallandi tónagangurinn, sem er víða í verkinu, ljúfsár og áleitin stefin og vönduð og hnitmiðuð úrvinnslan; allt þetta – og fleira – gerir það að verkum, að

þetta mikla tónverk; þessi yfirvegaða ígrundun og úrvinnsla minninganna úr harmleiknum mikla, heimsstyrjöldinni 1914-1918, hlýtur að ganga hverjum þeim að hjarta, sem á heyrir. Fyrsta uppfærsla sellókonsertsins í London árið 1919 gekk mjög illa og hlaut hraklega dóma. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratug tuttugustu aldar að hann náði þeim sessi sem hann enn nýtur, en hann er talinn einn af höfuðkonsertum selló-tónbókmenntanna. Margir hinna færustu sellóleikara heims hafa flutt hann. Það var heldur ekki valið af verri endanum þegar kom að einleikaranum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hann var Sæunn Þorsteinsdóttir. Hún á nokkrar rætur til Akureyrar, en starfar mest í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur notið mikils frama. Sæunn skilaði hlutverki sínu með miklum sóma og náði vel að túlka hið mikla drama sem í verkinu býr. Leik hennar einkenndi fumlaust öryggi þess sem veit og kann og veitir af fyllingu hæfni sinnar. Hljómsveitin svaraði kallinu og lék með af natni og nákvæmni; fyllti í og jók hrifin og lét einleikarann ætíð njóta sín – jafnvel þar sem tónn einleikshljóðfærisins var svo fínlegur að hann var sem næst ekki nemanlegur. Annað verkið á efnisskránni var ekki síður krefjandi, en það var hin mikla Sinfónía nr. 5 eftir rússneska tónskáldið Dmitri Shostakovich

Grétar Haraldsson Hrl. Lögg.fast.fyrirt.og skipasali

Veitingahús á Hjalteyri - Kaffi Lísa Veitingaskáli, 119 fermetrar, sem stendur á 1,2 hektara leigulóð á besta stað á Hjalteyri við Eyjafjörð.

- - - -

Nægt landrými til byggingu orlofshúsa umhverfis kaffihúsið Höfn er á staðnum en Hjalteyri er steinsnar frá hverastrýtum, vinsælum köfunarstað í Eyjafirði Miðja vegu milli skíðasvæðanna á Akureyri og Dalvík Aðeins 24 kílómetrar til Akureyrar

- Blómstrandi listalíf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Nánari upplýsingar í síma 535-1000 Brandur

(1906-1975). Á seinni hluta þriðja tugs tuttugustu aldar og fram á þann fjórða lagði Shostakovich mikla stund á óperutónlist. Árið 1934 var ópera hans „Lafði Macbeth úr Misensk-héraðinu“ frumflutt og naut þegar mikillar almannahylli. Þetta var á Stalíns-tímanum og þess krafist af listamönnum að þeir störfuðu í hinum sovéska anda. Stalín sá óperuna og líkaði ekki. Þetta var nóg. Shostakovich féll í ónáð og um hann birtust þungorðar greinar í Prövdu, málgagni rússneskra kommúnista. Hann varð smeykur um að þau örlög biðu sín, sem hann hafði séð að ýmsir listamenn sem ekki fetuðu flokkslínuna höfðu hlotið; þeir hurfu sporlaust, eða af þeim fréttist austur í Gúlaginu á freðnum auðnum Síberíu. Schostakovich hætti við að láta flytja fjórðu sinfóníu sína, sem hann taldi víst að ekki mundi falla valdamönnum, og samdi þess í stað sinfóníu sína nr. 5, þar sem hann leitaðist við að fylgja línu hins hetjulega klassisisma, sem mælt var fyrir um að ráða skildi í tónsköpun í anda sovétsins.

Sinfónía nr. 5 eftir Shostakovich er glæsilegt tónverk sem gerir miklar kröfur til flytjenda. Hún var frumflutt i Leningrad (Pétursborg) árið 1937 og hlaut mikið lof. Varðhundar kerfisins töldu sig i fyrstu finna í verkinu ýmislegt sem ekki féll að fyrirskrifaðri stefnu, en skipuðust, og þóttust þá sjá á sinfóníunni að tónskáldið hefði tekið sönsum og væri nú komið á rétta braut og því þóknanlegt þeim sem um valdataumana héldu.

Nú er þessi sinfónía talin á meðal fremstu tónverka í hinum klassíska, sinfóníska anda og er tíðum á efnisskrá sinfóníuhljómsveita víða um heim. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, aukin, sem hún var, komst sannarlega vel frá flutningi þessa mikla verks og sýndi gjörla hvers hún er megnug og hvers má af henni vænta í metnaðarfullum og vönduðum flutningi – jafnvel þegar ráðist er á garðinn, þar sem hann er hár. a

Andartak með Arndísi

Flókið samspil samveru og sældar Páskarnir eru sá tími þegar fjölskyldan kemur saman. Að minnsta kosti í okkar aldursdreifðu, samsettu fjölskyldu. Það er þó langt frá því að á skírdag breytumst við í von Trapp fjölskylduna; syngjandi og samhent á ferð um fjöll og fyrnindi. Á skírdag koma þau brottfluttu börn sem eru ekki að gera eitthvað skemmtilegra, og eru til í að vera vakin á hverjum morgni, eldsnemma, með grenji. Því þegar að foreldrarnir eru svo snjallir að smella tveimur ungviðum í heiminn á gamals aldri, þá eru langþráðir frídagar markaðir af meira grenji og minni svefn en flest ungt fólk þráir. Helmings heimtur eru á þessum brottfluttu, en hann heldur ásamt föður og smáfólki í sveitina. Mamman verður eftir heima, ásamt menntaskólastúlkunni sem sagðist þurfa að vinna auk þess að sinna ýmsu, sem hún þuldi upp í belg og biðu. Væntanlega í leit að næði, því líkamsklukka ungmenna og ungra barna er svo illa samstill að ætla mætti að annað væri á amerískum tíma og hitt á miðausturlenskum. Mamman ætlaði, hinsvegar, að vera ein. EIN. En að hafa einhvern í húsinu þegar einbeitingar er þörf er eins og að keppa í langhlaupi með páfagauk á öxlinni. Menntaskólastúlkunni er þó ekki haggað; vinna og “flu-flu” frekar en sveitaeinangrun með litlu systkinunum. Í anda upprisunnar á páskum eru tvær kvensur sóttar, á þriðja degi, til Akureyrar. Í sveitinni er pabbinn kominn með bauga sem Kriminalkommissar Derrick hefði sómt sér vel af. Sveitasælan hefur örvandi áhrif á ungviðið

og lítið hefur verið sofið. Píslargöngu er sleppt. Það er ekki á það bætandi. En hann sýnir glimrandi takta í spretti án atrennu – með króki - þegar að litla snót reynir að fá sér sundsprett í Mývatni. Ungi maðurinn sem ferðast hefur alla leið frá Reykjavík til að verja tíma í faðmi fjölskyldunnar, finnst hann, líkast til, lentur í klóm Gagafuglsins og lítil von til þess að hann gefi okkur barnabörn í bráð. En upp rennur páskadagur. Með sudda. Á þegar að dagur skarast hjá unglingum og unglömbum, eftir að leitað hefur verið að páskaeggjum, er stokkið í útiskóna og upp á næsta fjall. Og þar sem að við stöndum efst á Hverfjalli, öll fyrir utan þá sem er í útlöndum og þann sem ekki nennti með, þá finnum við að það svolítið kraftaverk að koma saman jafn sundurleitum hópi. Og upp heilt fjall. Heild á mismunandi aldri, með mismunandi búsetu og með mismunandi þarfir sem stundum jafnvel stangast á. Því það að vera fjölskylda felst ekki í því að fá alla til að vera, svo ekki myndist skarð. Heldur að fylla upp í skarð þeirra sem ekki geta verið.


FÁÐU UPPLÝSINGAR OG TILBOÐ Á WWW.DEKKJAHOLLIN.IS

SUMARDEKKIN ERU KOMIN Í HÚS

BE

TR A

Yokohama sumardekk LOKSINS fáanleg á Íslandi

Skeifunni 5 581 3002

Skútuvogi 12 581 3022

Akureyri

Egilsstöðum Þverklettum 1 471 2002

Draupnisgötu 5

462 3002

KYNNTU ÞÉR TILBOÐSPAKKANA OKKAR Á WWW.DEKKJAHOLLIN.IS

Hjólbarðaþjónusta Smurþjónusta Þvottur og bón

Laserprentarar og łölnotatæki fyrir fyrirtækið Viðurkenndir fyrir gæði Litlir og stórir tætarar Strimla - og bitatætarar Vandaðir, áreiðanlegir orkusparandi, hljóðláƟr

Við erum viðurkenndur OKI þjónustuaðili á Íslandi.

Plastkortaprentarar fyrir gerð starfsmannakorta og félagakorta Ný lína - lækkað verð - frábær gæði - rekstarvænir

Otto B. Arnar ehf. SkipholƟ 17 - 105 Reykjavík

Sími 588-4699

www.oba.is

Þjónusta og viðgerðir á öllum okkar tækjum


0 0 0 . 0 2 -

42” LED

MEIRA ÚRVAL ! 0 0 0 . 0 1 -

3D SMART LED TV 22”

HD LCD

LCD

PHILIPS 42PFL7606T

42” 3D full HD Smart LED sjónvarp með Pixel Precise HD og Ambilight baklýsingu.

199.995

22” HD LCD sjónvarp.

HD LCD

LCD

FINLUX 22FLX850UD

19.995 Fullt verð 2

32”

49.995

69.995

FINLUX 32FLX905HU

32“ HD LCD sjónvarp.

9.995 Fullt verð 7

21,5” ACER ASPIRE X1930

Öflug en nett turnvél frá Acer með 2.6GHz Intel Pentium SandyBridge, 6GB vinnsluminni og 500 GB diski.

99.990

0 21,5” 24.99 23” 29.990

21.5” AOC E2243FW WLED

23” AOC E2343F

Flottir skjáir á frábæru verði.

-5.000

2TB

WD ELEMENTS

19.990

Traustur 2TB flakkari fyrir gögnin, kvikmyndirnar og tónlistina.

-20.00

0

14”

ACER A4755G-2334G50MN

14“ Acer Aspire með Intel Core i3, 4GB minni og 500GB hörðum diski.

119.990

39.990

Fullt verð 1

4.990 Fullt verð 2

-15.000 -10.00

0

EPSON SX430W

Þráðlaus prentari, skanni og ljósritunarvél með LCD skjá.

59.995

4.995 Fullt verð 7

49.995

13.990

9.995 Fullt verð 5

BEKO WML15106

1000 snúninga og 5kg þvottavél.

BEKO DV7110

Tvíátta þurrkari fyrir barka.

ht.is GLERÁRGATA 30, AKUREYRI – HEIMILISTÆKI SÍMI 460-3380 – TÖLVULISTINN SÍMI 414-1730


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.