12tbl_1argangur_Akureyri-vikublad

Page 1

PIPAR/TBWA

SÍA

112862

VIÐ MÆLUM HEILSUNA Lyf & heilsa Hrísalundi bjóða upp á blóðþrýstings-, blóðfitu-, og blóðsykursmælingar sem geta gefið vísbendingar um líkamsástand þitt til framtíðar. Kíktu inn mánudaga eða föstudaga kl. 10–12 eða þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13–15 og við mælum þig.

Sími 462 2444

Opið kl. 10–18 virka daga

Hrísalundi

www.lyfogheilsa.is

V

27. OKTÓBER 2011 12. tölublað 1. árgangur

I

K

U

B

L

A

Ð

Þau Alexander Smárason yfirlæknir og Ingibjörg Jónsdóttir yfirljósmóðir á fæðingardeild FSA veittu sl. þriðjudag viðtöku myndarlegri fjárhæð sem aðstandendur Mömmur og möffins söfnuðu. Auður Skúladóttir, Margrét Jónsdóttir og Inga Þöll Þórgnýsdóttir stóðu fyrir söfnunarátakinu og færðu þær fæðingardeildinni tæpa hálfa milljón króna.

AKUREYRI ER „MAFÍUSAMFÉLAG“ Einn eigenda FAB Travel telur klíkuskap og spillingu einkenna viðskipti í bænum

F

orráðamenn unglingaráðs handboltadeildar KA tóku ekki lægsta tilboði í akstur handboltamanna milli Reykj­ a­­víkur og Akureyrar í vetur heldur létu þeir annað fyrir­­ tæki vita af lægsta tilboðinu og sömdu svo við það, þótt það hefði boðið hærra. Þetta segir Tryggvi Sveinbjörnsson einn af eigendum FAB Travel sem átti lægsta boð í aksturinn þegar handboltadeild KA óskaði í síðasta mánuði eftir tilboðum. Til­­­ boð FAB Travel hefði kostað KA 5.900 kr. pr. einstakling en samið

var við risann á akureyrskum markaði, SBA, sem Tryggvi segir að hafi fyrst boðið 7000 kr. fyrir manninn en hafi svo lækkað sig niður í 6.500 eftir að forráðamönnum SBA hafði verið sagt frá tilboði FAB. „Það er þekkt að SBA er nánast með einokun á markaðinum hér fyrir norðan. Þeir bjóða íþróttafélögum styrki og sporslur gegn því að ekki sé skipt við aðra. Til dæmis þá nýtur meistaraflokkur Akureyrar í handbolta fjárstuðnings frá SBA en er fyrir vikið bannað að skipta við aðra sérleyfishafa. Þetta er ekkert annað en mafíusamfélag hérna á Akureyri,“ segir Tryggvi. Sjá bls. 6

TIL Á LAGER

Ekki spurning –

Innréttingar í baðherbergi

GÆÐI Á GÓÐU VERÐI 5 ÁRA

ÁBYRGÐ Á VÖRU OG VIRKNI

12

Innréttingar í eldhús

Innréttingar í þvottahús

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-14

Fyrir þá sem ætla að setja upp eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið sitt sjálfir, erum við tilbúnir í slaginn. Kíktu við hjá okkur, sjáðu úrvalið og fáðu góð ráð, þér að kostnaðarlausu, áður en þú hefst handa.

MÁNAÐA VAXTALAUS STAÐGREIÐSLULÁN

Viltu að við hönnum sérstaklega fyrir þig nýju eldhús- eða baðinnréttinguna – án greiðslu? Viltu fá faglegar ráðleggingar við endurnýjun innréttinga og svo pottþétt verðtilboð?

Endilega komdu þá í heimsókn!

Persónuleg og góð þjónusta

FURUVELLIR 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMI 461 5000 · www.hth.dk


2

27. OKTÓBER 2011

rolls-royce.com • hedinn.is

Leiðari

Þráhyggjan í Þingeyjarsýslu

S

krifaðar hafa verið bækur um það sem má tala um og hitt sem ekki má tala um. Meðal þess sem má tala um er veðrið. Hvort sem það er gott eða vont. Það má tala um hið almenna. Það sem snertir alla beint. Verðlag á bensíni má tala um. Fínt að bölva því í sameiningu. Persónulegir hlutir eru hins vegar dálítið hæpnir sem og trúarbrögð og stjórnmál. Ókunnugt fólk sem situr hlið við hlið aðkreppt í þrengslum í Fokker, í flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur ætti hins vegar að fara varlega í að ræða trúarbrögð. Trúarbrögð eru persónulegur hlutur hvers og eins og ekki hægt að nálgast þau út frá fræðilegum grunni einungis. Andrúm fyrir pólitískar umræður er líka misgott. Pólitík er viðkvæm og hefur mismunandi merkingu fyrir fólki. Sé vegið að Sjálfstæðisflokknum getur sumum sjálfstæðismönnum fundist sem vegið sé að þeim persónulega. Öðrum sjálfstæðismönnum getur gengið betur að aðgreina sjálfa sig frá stefnu flokksins. Erum við sjálfstæðir einstaklingar eða brot af stóru samfélagi? Það er ein spurningin. Álverið á Húsavík, sem nú er búið að blása end­ anlega af, er dæmi um fyrirbæri þar sem bæði stjórn­­ mál og trúarbrögð hafa komið saman. Það væri því eflaust klókast hjá leiðarahöfundum allra landa að sleppa því ótilneyddir að minnast einu orði þetta mál en stundum verður að gera fleira en gott þykir. Allir sem ekki hafa bundist álversmálinu á Húsavík persónulega, stjórnmálalega eða trúarbragðalega (og það þrennt fer saman hjá sumum) gera sér ljóst að ef ekki eru til nema 100 megawött af orku – og kannski hægt að kreista út önnur 100, svo vitnað sé í forstjóra Landsvirkjunar, þá er tómt mál að tala um stórt álver sem þarf miklu meiri orku. Einhverra hluta vegna nær þessi umræða ekki í gegn hjá sumum. Einhverra hluta vegna er þessi ískalda staðreynd – að orkuöflun í Þingeyjarsýslu hefur valdið vonbrigðum miðað við fyrri væntingar og það breytir gömlum fyrirætlunum, einhverra hluta vegna er það vondu fólki að sunnan að kenna að þingeysk jörð gefur ekki eins mikla orku og vonast var eftir. Er ekki mál að hætta þráhyggjunni og horfa fram til nýrra atvinnutækifæra sem ekki útheimta eins mikla orku? Væri það ekki góð pólitík og ágætis trúarbrögð? Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson

UPPBYGGING RAUÐKA SKRIFAR

DALSBRAUTIN, VÍN­ BÚÐIN, LEIKFÉLAGIÐ OG ODDUR

Á

meðan Gaddafi er drepinn, á meðan hung­ursneyðir geysa, á meðan jarðskjálftar og flóð taka líf íbúa víða um heim hefur harðsnúinn hópur háskólanema í félags­vís­ indadeild Háskólans á Akureyri undir stjórn dr. Þórodds Bjarnasonar spurt Akureyringa spjörunum úr. Í síðasta blaði Akureyrar vikublaðs var upplýst sam­ kvæmt þessari könnun að Akureyringar elska hann Odd Helga ennþá, reyndar aðeins minna en í kosningunum í fyrra en samt nógu mikið til að veita fimm af sex bæjar­ full­trúum L-listans um­ boð áfram. Einnig var spurt um Dalsbrautina og kom á daginn að meiri­­­hluti Akureyringa styður Dalsbraut. Og já,

Rauðka má ekki heldur gleyma því að samkvæmt þessari bæjarkönnun sem framkvæmd var með símhringingum 9.-16. október sl. þar sem náðist í 506 bæjarbúa, birtist einnig sá vilji að hér í hinu bjarta norðri vill fólk hafa atvinnuleikhús áfram. Þar með er sá hluti könn­­ unarinnar orðinn áttaviti fyrir bæjaryfirvöld um hvert skuli stefna á erfiðum tíma í skeiði LA. Skoðanakannanir eru þannig merkilegt tæki og mikilvægar fyrir lýðræði.

H

ægt er að spyrja um allt sem brennur á fólki. En hvað brennur á fólki? Að Rauðku læðist sú hugsun að ef helstu málin sem brenna á fólkinu í bænum séu gatnaframkvæmd, vínbúð, leikfélag og L-listi þá sé

LOF OG LAST VIKUNNAR Lof fá allir þeir fjölmörgu íbúar hér á svæðinu sem láta sig samfélagsmál varða. Það er með ólíkindum hvað Akureyringar eru reiðubúnir að fórna miklum tíma í umræðu og framkvæmdir vegna hugsjónarinnar um betri bæ. Margt af því starfi snýst um hag hins almenna íbúa en svo eru margir sem leggja mikið af mörkum til góðgerðarmála, íþróttahreyfinga, æskulýðsstarfs eða menningar og lista. Sumt af þessu fólki er ósýnilegt allan ársins hring og slær

kannski ekki yfir stórum hlutum að kvarta. Sennilega yrði spurt annarra spurninga í könnun sem þessari ef hún væri framkvæmd í t.d. Líbýu, þar sem þeir drápu Gaddafi. Kannski myndu háskólar í Líbýu bara spyrja þann sem kæmi í símann hvort hann byggist við að lifa til kvölds.

sér aldrei upp á vinnu sinni. Sumir þiggja aldrei krónu fyrir störf sín í annarra þágu. Lof vikunnar fær allt ósýnilega fólkið sem skapar það sem félagsfræðingar kalla félagsauð. Lof fær fólkið sem lætur gott af sér leiða... Lof fá líka kjarnakonurnar í Mömmur og möffins sem létu ekki einhverja kerf­ is­­gúbba segja sér fyrir verkum heldur héldu þær sínu striki og afhentu svo í síðustu viku fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri tæpa hálfa milljón króna. Svona á að gera það. Áfram stelpur!

R

auðka getur ekki varist þeirri hugsun að hér vælum við og skælum og efnum til málþinga um hvort of langt sé á milli ljósastaura. Lúxusvandamál? Hlýtur ekki að vera ágætt að eiga heima í veröld þar sem Dalsbrautin, vínbúðin og leikfélagið slást um feitustu fyrirsagnirnar? Svona alla jafna að minnsta kosti.

Lof fær íslenska bridgelandsliðið fyrir frábæra frammistöðu á HM í Hol­ landi. Kannski vita færri að þrír af sex landsliðsmönnum eru upprunnir í Norðausturkjördæmi. Akureyringinn Sigurbjörn Haraldsson ber fyrstan að nefna, þá Magnús Magnússon frá Húsavík og Bjarni Einarsson kemur að austan. Þessi landshluti má því vel við una þegar kemur að frammistöðu í hugaríþróttinni bridge... Last vikunnar eiga nú ýmsir skilið en verður þó hlíft að sinni. Sumir dagar eru þannig...

AKUREYRI VIKUBLAÐ 12. TBL. 1. ÁRGANGUR 2011 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?

Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bthorlaksson@simnet.is eða hringið í síma 8620856.

Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Sími: 824 2466. Netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason. Netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason. Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja­vík. Auglýsingasími 578-1190 auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson og fleiri. Netfang: bthorlaksson@simnet.is. Sími: 8620856. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: AKUREYRI VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI.

Velkominn til starfa, Þór Óskum Landhelgisgæslunni, sjófarendum og íslensku þjóðinni til hamingju með nýjan og glæsilegan farkost. Varðskipinu Þór er ætlað að gegna mikilvægu og fjölbreyttu hlutverki við eftirlit, mengunarvarnir, björgunarstörf, löggæslu og aðra þjónustu á hafsvæðinu í kringum Ísland.


4

27. OKTÓBER 2011

nágrönnum Vínbúðarinnar að þessi tillaga að stækkun hafi verið samþykkt, einungis vegna mistaka bæjaryfirvalda. Að viðurkenna mistök og hlusta á raddir, vænt­­ ingar og þarfir bæjarbúa er eitthvað sem L-listinn þarf að fara að skoða hjá sjálfum sér. Þessi könnun ætti að hjálpa þeim við það,“ segir Sif. „Þetta kemur mér ekki á óvart vegna þess að ég held að þessi óán­ ægja snúist fremur um aðgengið að búðinni heldur en stækkunina, segir Oddur Helgi Halldórsson,

lítur á sig sem Akureyringa. Nokkur munur er þó á afstöðu fólks eftir menntun en 43-44% þeirra sem lokið hafa iðnnámi, öðru starfsnámi, stúdentsprófi eða háskólaprófi eru óánægðir með staðsetninguna á móti 32% þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi eða minna. Andstaðan er mark­ tækt meiri meðal kjósenda Fram­­ sóknarflokks, Vinstri grænna og L-lista en meðal kjósenda Sjálf­­ stæðisflokks og Samfylkingar.

Oddur Helgi Halldórsson. Snýst ekki um viðbygginguna.

Sif Sigurðardóttir: Niðustaðan er sigur þeirra sem hafa barist gegn viðbyggingunni. Næstum annar hver bæjarbúi er ósáttur við staðsetningu Vínbúðarinnar við Hólabraut á Akureyri.

–segir Andrea Hjálmsdóttir oddviti VG á Akureyri

M

þess að hann tapi enn meira fylgi. Þá finnst mér standa upp úr í þessari könnun hversu mörg þeirra sem þátt tóku, kjósa að svara ekki og eru því að öllum líkindum óákveðin,“ segir odd­ viti VG á Akureyri.

Á ÓVART G

Segir prófessor í stjórnmálafræði

45%

Grétar Þór Eyþórsson 38% og L-listans, þar sem svokallað verkalýðsfylgi hefur farið á milli. Mögulegt er að það halli sér nú meira til VG,“ segir Grétar Þór. Um Samfylkingu og Framsókn er ekki mikið að segja, að sögn 17% prófessorsins en bæði öfl halda einum bæjarfulltrúa samkvæmt 10% 10% 9% könnun Félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. „Kyrrstaða endurspeglar lík­­ 1 1 1 2 6 5 lega kyrrstöðu á landsvísu og

L

S

V

að hvorugur flokkurinn er í meirihluta, né hefur verið mjög áberandi í minnihlutanum. Þetta getur auðvitað breyst þegar líður á kjörtímabilið – aðeins þriðj­­ungur þess er liðinn.“ Spurður um ánægju með L-listann, sem er víðtæk samkvæmt könnun Félags­­vís­­­ indastofnunar HA, segir Grétar að ánægjumælingin staðfesti nokkuð sterka stöðu L-listans. Spurður um samanburð við Besta flokkinn, sem hefur hríð­­tapað fylgi í Reykjavík skv. könnunum, segir Grétar Þór: „Mér sýnist L-listinn hafa komið mun betur út úr hveitibrauðsdögunum en Besti flokkurinn.“

Segir forseti bæjarstjórnar sem fagnar fylgiskönnun

g held að öll framboð væru afar sátt við að fjórir af hverjum tíu bæjarbúum stæðu við bakið á þeim,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem vermdi fyrsta sætið fyrir L-listann í síðustu kosningum. Hann segir að þar sem L-listinn sé einn í meiri­ hluta sé niðurstaða skoðanakönnunar Félags­­ vísindadeildar á Akureyri um fylgi flokkanna enn sterkari hann, en samkvæmt könnuninni fengi L-listinn 5 bæjarfulltrúa ef gengið væri til kosninga í dag. „Við höfum lagt upp með að vinna af heilindum og heiðarleika fyrir bæjarfélagið okkar

enda lítum við á starf okkar sem forréttindi. Niðurstöður þessarar könnunar virðast vera þær að fólk kann að meta það sem við erum að gera og því fagna ég þessari útkomu mjög.“ Geir Kristinn, sem gegnir stöðu forseta bæjar­­ stjórnar, segir að niðurstaða könnunarinnar hvetji L-listann áfram í starfi. „Við munum halda áfram að leggja okkur öll fram við að vinna fyrir þennan yndislega bæ sem Akureyri er. Enn er nóg af verkefnum framundan og eldmóðurinn innan okkar raða er sá sami og fram til þessa, við viljum halda áfram að gera góðan bæ enn betri.“

• Bætir líðan og eykur afköst • Vaknið endurnærð

Samanburður á fylgi flokka á Akureyri annars vegar í sveitar­ stjórnarkosningunum 2010 og hins vegar í könnun í október 2011.

• Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun Fæst með þrýstipunktanuddi

Nálastungudýnan

rétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmála­ fræði við Háskólann á Akureyri, segir vegna fylgis­­­ könnunar á Akureyri sem 50% Akureyri vikublað sagði frá fyrst fjölmiðla í síðustu viku, 45% Kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn virðist Könnun 40% nú hafa endurheimt fylgið 35% talið var að þeir hefðu sem misst yfir til Bæjarlistans. 30% Hann segir að sér komi fylgis­­ 25% 23% aukning VG helst á óvart, í ljósi 20% fylgisþróunar flokksins á landsvísu. „Marktæk aukning 15% 13% hér bendir til þess13% að 11% skýringa á 9% 10% auknu fylgi sé að leita í störfum eða stefnu VG í bænum. Fyrri 5% 1% kosningarannsóknir á 1Akureyri1 2 1 1 0% hafa þó sýnt fylgisflæði milli VGD A B

Lumie Dagljósið

Fjölþrepa bakbrettið

jafnréttismálum sé að vinna með okkur, en VG er eini flokk­­ urinn í bæjarstjórn sem hefur beitt sér í þeim málaflokki til hagsbóta fyrir konur og karla í bæjarfélaginu,“ segir Andrea. Um aðra fylgisþróun segir Andrea að sér virðist sem að það Sjálfstæðisfólk sem kaus klofningsframboð flokksins; Bæjarlistann, sé komið „aftur heim“. „Það kemur mér á óvart að L-listinn tapi ekki meira fylgi en mér finnst niður­­stöðurnar þó benda sterk­­lega til þess að bæjarbúar séu að kalla eft­ir skýrari áherslum í pólitík og kæmi mér ekki á óvart að stefnuleysi meirihlutans verði til

ERUM ENN FULL AF ELDMÓÐI

É

Shiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Hentar vel fyrir bak, háls og fótleggi. Fjarstýring með margskonar stillimöguleikum.

Bjóðum úrval nuddsæta sem hægt er að setja í flesta stóla og sófa. Shiatsu nudd og infrarauður hiti. Fjarstýring með margskonar stillimöguleikum.

Sólarljósið í skammdeginu

!

JAFNRÉTTISMÁLIN AÐ VINNA GÓÐ ÚTKOMA VG KEMUR MEÐ OKKUR ín fyrstu viðbrögð við niðurstöðum könn­un­ arinnar hljóta að vera mjög jákvæð. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vinstri hreyfinguna grænt fram­boð hér á Akureyri,“ segir Andrea Hjálmsdóttir, oddviti VG á Akureyri um niður­stöðu skoðanakönnunar Félags­vís­­inda­ deildar Háskólans á Akureyri. Í könnuninni bætir VG við sig einum bæjarfulltrúa og mæl­­ist með 19% fylgi. „Það er afar gleðilegt að málflutningur minn og þess góða fólks sem með mér starfar, með áherslu á velferðarmál og jöfnuð, nái eyrum fleiri Akureyringa. Ég held að áhersla okkar í

NÝTT

Nuddsætið

É

g fagna þessari könnun félagsvísindadeild Há­­skólans, það er löngu tímabært að bæjaryfirvöld sjái svart á hvítu hvað það er sem Ak­­ureyringar eru ósáttir við. Það hefur ekki verið hlustað á raddir okkar,“ segir Sif Sigurðardóttir ná­­ granni Vínbúðarinnar. Hún segist líta á niðurstöðuna sem sigur þeirra sem hafi barist á móti viðbyggingu Vínbúðarinnar. Akureyringar vilji fá betri þjónustu og meira rými og það verði ekki til með þessari stækkun, heldur sé aðeins verið að stækka lagerplássið í versluninni en ekki bæta aðgengi að henni eða bæta við bílastæðum. „Það er með ólíkindum að það skuli bitna á bæjarbúum og okkur

formaður bæjarráðs á Akureyri. Hann hafnar því að umdeildar ákvarðanir á vegum bæjarins skýri niðurstöðuna. „Hins vegar myndi ég í sporum ÁTVR-manna taka tillit til niðurstöðu þessarar könnunar. Það er ekki heilagt atriði að selja áfengi nálægt miðbænum,“ segir Oddur Helgi. Vínbúð ÁTVR við Hólabraut er ein af fjórum stærstu vínbúðum ÁTVR á landinu. Samkvæmt ársskýrslu ÁTVR var áfengi selt fyrir ríflega 1,3 milljarða íslenskra króna í Vínbúðinni á Akureyri árið 2010 og vekur því athygli að nærri helmingur íbúa á Akureyri sé frekar eða mjög óánægður með staðsetningu þessarar vinsælu verslunar. Samkvæmt könnun Háskólans á Akureyri er heldur enginn munur á viðhorfum fólks eftir því hversu lengi það hefur búið á Akureyri eða hvort það

Nuddpúði

40% bæjarbúa eru óánægðir með staðsetningu Vínbúðarinnar á Akureyri samkvæmt nýrri könn­­ un Félagsvísindadeildar Háskólans á Akur­­eyri. Óháð fyrirhugaðri stækkun eru 40% bæj­­­arbúa sem svöruðu óánægðir með núverandi staðsetningu en 34% ánægðir. Mun fleiri eru mjög óánægðir (20%) en mjög ánægðir (13%).

Öflugt hamrandi nudd sem dregur úr vöðvabólgu. Fjölbreyttir stillimöguleikar.

Háls- og herðanudd

VÍÐTÆK ANDSTAÐA VIÐ NÚVER­ ANDI STAÐSETNINGU ÁTVR

• Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan

Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


6

27. OKTÓBER 2011

ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ ÞEGJA YFIR ÞESSU LENGUR SEGIR TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON HJÁ FAB TRAVEL UM „HAGSMUNATENGSL, KLÍKUSKAP OG SPILLINGU“ Í ATVINNULÍFI AKUREYRAR

Tryggvi Sveinbjörnsson.

T

ryggvi Sveinbjörnsson, einn eigenda FAB Travel segir að forráðamenn unglingaráðs hand­­ boltadeildar KA hafi ekki tekið lægsta tilboði í akstur hand­­bolta­­ manna milli Reykjavíkur og Akur­­ eyrar í vetur. Þvert á móti hafi þeir látið annað fyrirtæki vita af lægsta boðinu og samið svo við þann aðila sem hafi upphaflega boðið hærra en FAB Travel sem átti lægsta boð í aksturinn. Tilboð FAB Travel hefði kostað KA 5.900 kr. pr einstakling en lendingin varð að KA samdi við risann á akureyrskum markaði,

SBA, sem Tryggvi segir að hafi fyrst boðið 7000 kr fyrir manninn en síðan lækkað sig niður í 6.500 eftir að forráðamönnum SBA hafði verið sagt frá tilboði FAB Travel. Foreldrar tapa á þessu um hálfri milljón króna, að sögn Tryggva, vegna mismunarins á tilboðunum. Í tölvupósti sem KA hefur sent FAB Travel segir að samningurinn við SBA tryggi öryggi barnanna best. En Tryggvi segist ekki vita til að öryggismál séu síðri hjá FAB Travel en SBA, enda lögbundin skil­­yrði uppfyllt í báðum tilvikum. FAB Travel hefur keyrt yngri flokka í knattspyrnu síðastliðin

sumur. Tryggvi ætlar ekki að una niðurstöðunni og falla þung orð í svarbréfi hans til KA: „Ég spyr enn og aftur: Hvar er viðskiptasiðferðið

„Til dæmis nýtur meistaraflokkur Akureyrar í hand­ bolta fjár­stuðn­­ ings frá SBA en er fyrir vikið bannað að skipta við aðra sérleyfishafa.“

og samviska ykkar? Þið eruð að ákveða verð sem foreldrar eiga að greiða fyrir en ekki þið sjálf? Ég get ekki þagað yfir þessu og mun senda bréf til yfirstjórnar KA“. Hann útilokar ekki að málið endi hjá Samkeppniseftirlitinu. Í samtali við Akureyri vikublað segist Tryggvi ekki í vafa um að „hagsmunatengsl, klíkuskapur og spill­­ing“, eins og hann orðar það, séu raunveruleg ástæða þess að SBA fékk handboltaaksturinn þrátt fyrir að hafa boðið hærra, enda sé þetta í annað skipti sem tilboði hjá sama félagi sé „lekið“ til SBA „Það er þekkt að SBA er nánast með

ein­­okun á markaðinum hér fyrir norðan. Þeir bjóða íþróttafélögum styrki og sporslur gegn því að ekki sé skipt við aðra. Til dæmis nýtur meistaraflokkur Akureyrar í handbolta fjárstuðnings frá SBA en er fyrir vikið bannað að skipta við aðra sérleyfishafa. Þetta er ekkert annað en mafíusamfélag hérna á Akureyri,“ segir Tryggvi. Hann bætir því við að skólaakstur hafi ekki verið boðinn út lengi á Akureyri. Skólastjórar megi ekki leita eftir tilboðum frá öðrum, jafnvel þótt foreldranir borgi brúsann. Athyglisvert sé að örfáir menn virðist hafa vald til að ráðskast með peninga þriðja aðila. „Þetta er ekki eina tilfellið þar sem reynt er að vinna gegn fyrirtækinu FAB Travel ehf., sem er tiltölulega nýtt á markaðinum. Félaginu hefur verið ýtt út af hafnarsvæðinu þar sem opinberir aðilar eiga hlut að máli og það er ekki hægt að þegja yfir þessu lengur,“ segir Tryggvi.

Íslenskur náttúrusteinn að utan sem innan

Oddur vill ekki skerða framlög til LA

O

ddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs, segist gegn þeirri hugmynd að skerða fjárframlög til Leikfélags Akureyrar frá því sem verið hefur. Hann segir nær að spá í hvað fáist fyrir peningana en að skerða þá. „Ég held að fólk yrði ánægðara með það að fá kannski meira fyrir aurinn ef það er hægt fremur en að minnka starfsemina.“ Aðspurður segist hann ekki útiloka breytingar á rekstrarfyrirkomulagi.

ri orga ise með b a t Bau earna

og b Coke , laukur salati + sveppir g o u s m, só frönsku .500.-

Kr. 1

BQ oka B pssósa e t sinn

aml ingas

l sæ Kjúk laukur, paprika, ti + Coke ð a u og s la rg, ra

ósu icebe skum, s n ö r f .ð me r. 1.500

K

a npast sósu með o k i e B rjóma nmeti í oke

+C og græ g salati o beikon i ð u a ksbr hvítlau 500.Kr. 1.

lur r hva rbrúnuðum u t k i e syku illst ke nmeti,

eð græ u + Co erjasult asósu m ð ib t á t r ý b t li í vil ti og m, sala kartöflu 2.000.-

Gr

s:462-1818 - www.bautinn.is - bautinn@bautinn.is

Kr.

www.grasteinn.is grasteinn@grasteinn.is

83


8

27. OKTÓBER 2011

LEIKLISTARGAGNRÝNI

TÝNDI HLEKKURINN Í LEIÐINNI AÐ HÁMARKS FITUBRENNSLU Ef þú vilt þægindi og góða hvíld eru rúmin frá Passion góður kostur fyrir þig. Passion framleiðir afar vönduð rúm og eru þau tvímælalaust með bestu rúmakaupunum í dag. Dýnan bíður upp á tvo stífleika sem þú getur alltaf breytt á einfaldan hátt. Þráðlaus fjarstýring með barnalæsingu fylgir Passion rúmunum og kraftmiklir en hljóðlátir rafmagnsmótorar gera það að verkum að Passion rúmið færist mjúklega og hljóðlega í hvaða stöðu sem þú velur. Passion rúmin eru fáanleg í mörgum litum og með margar mismunandi gerðir af rúmfótum.

Þægindin í fyrirúmi Með GÆðAhúsGöGnuM frá Lúr

Hvíldarstólar og sófar Við bjóðum upp á mikið úrval af hvíldarstólum og hvíldarsófum, með eða án tungu. Þú finnur þitt útlit, þinn lit og þína áferð í taui eða leðri hjá okkur.

Í LÚR - Betri hvíld færðu hágæða Serta dýnur, framleiddar í verksmiðjum Serta í Ameríku. Serta ber ekki ábyrgð á dýnum sem framleiddar eru í öðrum löndum undir þeirra merki. Verslaðu ósvikna hágæða vöru með viðurkenndri ábyrgð frá framleiðanda í LÚR - betri hvíld.

aðu úrvalið Kíktu í heimsókn, skoð og uppfylltu drauma þína um betri hvíld.

LÚR - BETRI HVÍLD • Hlíðasmára 1 • 201 Kópavogi • sími 554 6969 • Fax 554 3100 • Heimasíða: www.lur.is • NetFaNg: lur@lur.is

alhliða loftverkfæraþjónusta

Það hefur fyrir löngu verið staðfest með rannsóknum að það fólk sem vinnur vaktavinnu eða á nóttunni er við verri heilsu en þeir sem sofa reglulega. Það hefur einnig verið staðfest að þetta fólk á mun erfiðara með að brenna fitu en þeir sem sofa reglulega. Þegar fólk leitar til mín varðandi fitubrennslu fer ég yfir mikilvægi þess að sofa vel, reglulega og á réttum tíma.

S

á hópur sem mér gengur síst með er einmitt vaktavinnufólk sem vinn­­ur næturvaktir. Við erum að tala um að það á oftast helmingi erfiðara með að losa sig við fitu en aðrir. Sofum við nóg? Árið 1910 svaf fólk í 9-10 tíma á sólarhring, í dag erum við heppin ef við náum 7 tímum. Fyrir 97 árum sváfum við að meðaltali 4.370 tíma á ári, en í dag 2.555 tíma. Cortisol Nýrnahetturnar eru innkirtlar sem eru ofan á nýrunum. Þær sjá líkamanum fyrir cortisoli og adrenalíni; mikilvægum hormónum. Cortisolframleiðslan hefur sinn eiginn sólar­hringstakt. Magn cortisols nær hámarki snemma á morgnana, þegar sólin fer á loft og minnkar um leið og sólin fer að setjast og er í lágmarki þremur tímum eftir sólsetur. Ef cortisol er hærra en eðlileg mörk á kvöld­ in framleiðir líkaminn ekki melatonin og þá verður svefninn lakari eða við eigum erfitt með að sofna. Hvað er Melatonin? Melatonin er hormón sem heilaköngullinn framleiðir. Melatonin hjálpar til við að stilla aðra hormóna og viðheldur sólarhrings­ taktinum. Myrkur örvar framleiðslu á mela­ tonin en birta bælir hana niður. Melatonin dregur úr líkamshita í svefni og hefur þess vegna andoxunaráhrif í líkamanum. Melatonin stillir af virkni eggjastokka og eistna. Það undirbýr ónæmiskerfið fyrir næsta dag; við að halda óæskilegum bakteríum og veirum frá okkur.

Davíð Kristinsson starfar sem Heildrænn Heilsuþjálfari Næringar- og lífsstílsþjálfari ÍAK Íþróttaþjálfari Golfþjálfari www.heilsuthjalfun.is www.30.is GSM: 864-9155 „Við tölum daglega um það hversu lítinn svefn við fáum, hversu litla fitu við borðum, hvað við erum dugleg í ræktinni. En samt erum við alltaf veik og með feitustu þjóðum í heimi.“ Ef næturnar eru of stuttar heldur líkaminn að það sé sumar og framleiðir minna af melatonin, okkar besta andoxunarefni. Insúlín fellur í svefni og ef svefninn er of stuttur fellur cortisol-hormónið svo seint að við vöknum aftur þreytt og með nógu hátt insúlín til að við sleppum morgunmatnum aftur og aftur. Hversu lengi myndi hundurinn þinn endast á fitusnauðu Kelloggs og kaffi? Ef við höfum ljósin kveikt á kvöldin er Cortisol magnið hátt og örvar blóðsykurinn. Insúlín magn helst uppi til að dreifa blóð­­ sykrinum út í vöðvana. Insúlínið helst uppi og við verðum insúlínónæm. Fitusöfnun er stjórnað af ljósunum sem við höfum kveikt á kvöldin, sem veldur því að við verðum ónæm fyrir insúlíni. Ef við förum í rúmið fyrir 22.30 nær lí­kam­­ inn að endurnæra sig Klukkan 22-2 er líkaminn að endurnæra

20% Afsláttur Af öllum loftverkfærum Loftverkfæri - Helluhrauni 14 - 220 Hafnarf. Opið frá 10:00 til 17:00 - Sími: 571-4100

www.loftverkfaeri.is

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Ef við erum í tilbúnu ljósi margar klukku­­ stundir á dag heldur líkaminn að það sé sumar. Sumarið er tími til að birgja okkur upp fyrir veturinn en vetur þýðir hung­­urs­­ neyð samkvæmt innri stjórnun líkamans. Líkaminn fær þá ósjálfráða löngun í kolvetni sem gerir honum kleift að birgja sig upp af fitu áður en hann leggst í vetrardvala eða upplifir skort. Góðri birgðastöðu er náð með að auka neyslu kolvetna þangað til líkaminn bregst við öllu insúlíninu með insúlínónæmi í vöðvum og sér þannig til þess að öll kol­­ vetni sem við neytum endi sem fituforði fyrir veturinn. Þetta hvetur lifrina til að losa sig við auka sykur inn í kólesteról-fram­ leiðsluna, sem ver frumuhimnurnar frá því að frjósa í lágu hitastigi. Niðurstaða: Of lítill svefn gerir okkur feit, hungruð og getulaus, við fáum of háan blóðþrýsting, líkurnar á krabbameini aukast og hjartað verður lélegt.

sjálfan sig (vaxtarhormón) Klukkan 2-6 er líkaminn að endurnæra geðheilsu okkar (taugakerfið) Til að breyta svefnferlinu: Vaknið og sofnið 15 mínútum fyrr á hverjum degi (hverri viku) Vaknið alltaf á sama tíma þó þið séuð að missa svefn! Vaknið í dögun, klukkan 6-7, fer eftir árstíðinni Í John Hopkins háskólanum var gerð rannsókn á svefni og krabbameini í músum: Mýsnar voru sprautaðar með þekktum eiturefnum og fengu báðir hóparnir sama magn en annar hópurinn fékk mun meiri svefn. Mýsnar sem fengu minni svefn byrjuðu að mynda krabbameinsæxli á svo skömmum tíma að vísindamennirnir gátu ekki séð hvaða efni olli æxlinu. Mýsnar

sem sváfu nóg mynduðu aldrei æxli þrátt fyrir að hafa verið sprautaðar í mun lengri tíma og með miklu meira af eiturefnum. Mýsnar sem sváfu minna framleiddu minna af melatonin. Þær urðu líka hlédrægar og uppstökkar. Af hverju eru engin tilfelli um krabbamein í náttúrunni? Af hverju eru það aðeins menn og gæludýrin þeirra sem fá krabbamein? Til að ná sem bestum svefni: Forðist óþarfa blunda: Óþarfa blundur ruglar líkamsklukkuna. Ef við þurfum að leggja okkur skulum við hafa það minna en hálftíma og blunda fyrripart dags. Fimmtán mínútna blundur örvar heilann. Takmarkið kaffi- og áfengisneyslu: Helmingunartími koffíns er 6 tímar. Stór kaffibolli með 300 mg af koffíni klukkan 15 þýðir að það eru 150 mg í líkamanum kl. 21 og 75 mg kl. þrjú. Ekki drekka kaffi eftir kl. 15! Áfengi er vatnslosandi og hækkar cortisol-magn líkamans.

Á DÖFINNI HJÁ SÍMENNTUN HA FRANSKA I - BYRJENDUR

HAGNÝT ÍSLENSKA - AÐ RITA VANDAÐAN TEXTA

FARSÍMAR - SNJALLSÍMAR - IPAD -STUÐNINGSTÆKI Í DAGLEGU LÍFI

STEFNUMÓTUN GERÐ EINFÖLD -STEFNUMIÐAÐ ÁRANGURSMAT (BALANCED SCORECARD), SKORKORT (SCORECARDS) OG STEFNUKORT (STRATEGY MAPS)

Kennari: Heiðdís Halla Bjarnadóttir, frönskukennari MA Tími: Fim. frá 10. nóv. til 8. des. og 12. jan. til 23. feb. kl. 19:00-21:35 (3x12)

Kennari: Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi Tími: Þri. 13. des. kl. 14.15-16:15

FORRITIN FOXIT READER, EASY TUTOR OG NÁMSEFNI NÁMSGAGNASTOFNUNAR Á TÖLVUTÆKU FORMI Kennari: Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi Tímar: Þri. 15. nóv. kl. 11:00-13:00 og 14:15-16:15

FÉLAGSHÆFNISÖGUR, TEIKNISÖGUSAMTÖL OG FLEIRI AÐFERÐIR TIL AÐ EFLA FÉLAGSFÆRNI HJÁ BÖRNUM OG UNGMENNUM MEÐ RASKANIR Á EINHVERFURÓFI

Kennari: Olga Möller, viðskiptafræðingur cand. oecon. M.Sc. International Business Economics og framhaldsskólakennari Tími: Fim. 17. nóv. kl. 13:00-16:00 og fös. 18. nóv. kl. 9:00-12.00

ÍSLENSKI ÞROSKALISTINN

Kennarar: Einar Guðmundsson prófessor og Sigurður J. Grétarsson prófessor við HÍ Tími: Fim. 24. nóv. kl. 9:00-16:00

SMÁBARNALISTINN: STAÐLAÐUR ÞROSKALISTI HANDA UNGBÖRNUM

Kennarar: Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi Tími: Fim. 17. nóv. kl. 9:00-15:00

Kennarar: Einar Guðmundsson prófessor og Sigurður J. Grétarsson prófessor við HÍ Tími: Fös. 25. nóv. kl. 9:00-13:00

CAT-KASSINN HUGRÆN TILFINNINGALEG ÞJÁLFUN (COGNITIVE AFFECTIVE TRAINING)

ART (AGGRESSION REPLACEMENT TRAINING)

Kennarar: Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir leikskólakennari og einhverfuráðgjafi Tími: Fös. 18. nóv. kl. 9:00-15:00

Kennarar: Bjarni Bjarnason verkefnastjóri fyrir ART á Suðurlandi og Sigríður Þorsteinsdóttir grunnskólakennari og ART þjálfari Hefst: Þri. 24. jan. 2012

SÓLBORG NORÐURSLÓÐ 600 AKUREYRI SÍMI: 460 8091 WWW.UNAK.IS/SIMENNTUN SIMENNT@UNAK.IS

Nikótín er örvandi: Nikótín getur valdið svefntruflunum/svefnleysi. Stundið líkamsrækt/hreyfingu á daginn: Kvöldæfingar eru örvandi. Forðist að fara að sofa með fullan maga: Gefðu maganum hvíld eftir kvöldmat til að melta matinn. Kvöldsnakk ætti ávallt að vera mjög próteinríkt til að forðast blóðsykurfall. Lágur blóðsykur veldur því að við vöknum svöng á nóttunni. Hættið að drekka vökva tveimur tímum fyrir svefn: Forðar okkur frá salernisferðum á nóttunni. Farið að sofa fyrir kl. 22:30: Við endurnærum líkamann kl. 22-2 og taugakerfið kl. 2-6. Sofið í dimmu herbergi: Samkvæmt rannsóknum þarf aðeins ljós af vekjaraklukku til að hindra okkur í að fara í NREM-djúpan svefn. Munið að cortisol hækkar við ljós. Ekki lýsa upp heiminn á kvöldin: Ljós hækkar cortisol sem hægir á melatoninframleiðslu og við eigum erfiðara með að sofna. Varist að nota sykur nálægt háttatíma: Sykur hækkar insúlínmagn, insúlín heldur cortisolinu hátt uppi. Ekki horfa á sjónvarpið/tölvuna rétt fyrir svefn: Of mikið ljós virkar örvandi á okkur og birtan af skjánum lætur líkamann halda að það sé kominn morgunn, hann framleiðir meira cortisol þannig að melatonin þarf að bíða þangað til magnið af cortisol hefur minnkað, og það tekur nokkra klukkutíma. Hámarkaðu fitubrennsluna þína, næstu námskeið byrja í Heilsuræktinni 2. nóv. Skoðaðaðu heimasíðuna okkar, ávallt eitthvað spennandi í boði varðandi þjálfun, næringu og lífsstíl. www.heilsuthjalfun.is

Kennari: Dr. Ásgrímur Angantýsson, lektor við kennaradeild HA Tímar: Mið. 9., fim. 10. og fös.11. nóv. kl. 16:15-18.50

Austursíða 2, 603 Akureyri. Sími 533 2211 www.nesfrakt.is


10

27. OKTÓBER 2011

inniheldur vinveitta gerla, hvítlauk og grape seed extract. Tvö hylki á dag geta fyrirbyggt Candida sveppasýkingu í meltingavegi.

AÐSEND GREIN

Candéa

HVERFISNEFNDIR OG ÍBÚALÝÐRÆÐI JÓN INGI CÆSARSSON SKRIFAR

A

kureyri eru 9 hverf­is­ nefndir. Virkni þeirra hefur verið mis­­­mik­ il í áranna rás og nefndirnar eiga sín góðu tímabil og síðan önnur síðri. Nefndirnar í Hrísey og Grímsey hafa aðra stöðu en þær sem eru í þéttbýli Akureyrar, hlutverk þeirra er meira og starfið markvissara eins og gefur að skilja. Hlutverk: Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt. Sem dæmi um starfsemi hverfisnefndar má nefna: Hverfisnefnd getur staðið fyrir skemmtisamkomum íbúanna. Hverfisnefnd getur staðið fyrir og auglýst fundi og boðið

til þeirra kjörnum fulltrúum, embættismönnum og/eða öðrum aðilum sem mál varðar hverju sinni. Hverfisnefnd getur beitt sér fyrir bættri umgengni, umhirðu og fegrun í hverfinu. Hverfisnefnd getur komið með ábendingar um umferðarmál t.d. um umferðarhraða í hverfinu. Hverfis­nefnd getur fjallað um skipulagstillögur varðandi hverfið sem eru í vinnslu hjá bænum og gert athugasemdir í tengslum við grenndarkynningar eða auglýstar breytingar á skipulagi. Hverfisnefnd getur haft samráð við foreldrafélag grunn- og leikskóla í hverfinu um málefni barna og unglinga. Hverfisnefndir hafa upplýsingasíðu á heimasíðu Akureyrarbæjar og

bera þær ábyrgð á að koma réttum upplýsingum á framfæri við tengilið Akureyrarbæjar. Eins og sjá má við lestur þessara reglna er orðalagið afar opið og greinilegt að skyldur þeirra eru

„Þessu þarf að breyta og opna stjórn­kerfi Akureyrar­kaup­ staðar með aukna þátttöku íbú­anna í huga.“ Jón Ingi Cæsarsson íbúi á Akureyri.

Vertu viss um að D-vítamínið þitt skili sér fljótt út í líkamann og nýtist sem best! DLUX1000 er byltingarkennt D-vítamín í munnúðaformi Tryggir hámarksnýtingu !

ekki miklar. „Getur staðið fyrir“ er orðalag sem segir að bæjaryfirvöld líta á þessar nefndir sem hálfgildings klúbba sem „ geta“ dundað sér við hitt og þetta þegar þær langar og þegar þær nenna. Þessu þarf að breyta og auka skyldur nefndanna, leggja þeim til fjármagn og skilgreina hlut­­verk þeirra með miklu ákveðnari hætti. „Hverfisnefnd skal“... þarf að vera inntak þessara reglna og þær þar með gerðar ábyrgari með

3

mánaða a skammtur ur

BÓK EFTIR HÚSVÍSKA HÖFUNDA

U

nglingabókin Carpe Diem er um þessar mundir að koma út hjá Sölku – en höfundar hennar , Eyrún Ýr Tryggvadóttir og Kristjana María Kristjánsdóttir, eru báðar búsettar á Húsavík. Kristjana er grunnskólakennari á Húsavík og Eyrún Ýr starfar á bókasafninu. Á morgun, föstudag, munu höfundarnir lesa upp í nokkrum grunnskólum á Akureyri til að kynna bókina. Einnig er spennusagan Ómynd eftir Eyrúnu að koma út í næstu viku.

Af hverju DLux 1000?

S

FORSTÖÐUMAÐUR

tjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hefur ráðið Sif Jóhannesdóttur þjóðfræðing sem nýjan forstöðumann Menningar­ miðstöðvar Þingeyinga frá 15.nóvem­ ber n.k. Sif er með MA próf í hagnýtri menningarmiðlun, BA próf í þjóð­ fræði með guðfræði sem auka­ fag og með próf í kennslufræði

D vítamín til daglegra nota Hentar öllum aldri Náttúrulegt piparmyntubragð

til kennsluréttinda á grunn- og framhaldskólastigi. Sif hefur undanfarin misseri starfað hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga sem fræðslufulltrúi. Stjórn Menningarmiðstöðvarinnar þakkar fráfarandi forstöðumanni, Sigrúnu Kristjánsdóttur, mjög gott starf fyrir stofnunina og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

LEIKUR AÐ LÆRA – EN HVAR?

DLux1000 var þróað í samvinnu við Jan de Vries, en hann er frumkvöðull á sviði náttúrulegra lækninga, rithöfundur, fyrirlesari og hefur yfir 40 ára reynslu af fæðubótarefnum og áhrifum þeirra á heilsuna.

Það getur verið stór ákvörðun að velja réttan framhaldsskóla. Í síðustu viku voru grunnskóla­ krakkar meðal annars á ferð í Verkmennta­ skólanum á Akureyri, þar sem kynning stóð yfir á námsbrautum skólans. Verkmenntaskólanum á Akureyri, þar sem kynning stóð yfir á náms­ braut­um skólans.

Eins og náttúran hafði í hyggju

magnaða sólarvíta mínið

Innflutningsaðili:

Loksins fann ég það sem virkaði gegn sveppasýkingu!

Þegar ég var um tvítugt þá fékk ég fyrst Candida sveppasýkingu. Ég er með sykursýki og hef oft í gegnum árin fengið sveppasýingu í leggöng. Stundum var ég svo slæm að ég gat ekki farið í sund eða heita potta og þegar ég var sem verst gat ég ekki mætt í vinnu! Þá þurfti ég að vera heima og gat ekki verið í neinu nema síðu pilsi til að láta lofta um sýkta svæðið. Mikil vanlíðan hefur fylgt sveppasýkingunni og hef ég reynt öll bestu og sterkustu sveppalyf sem læknar hafa ávísað mér, hvort sem var í töflum, stílum eða í kremformi en það var eins og lyfin hættu að virka eftir einhvern ákveðinn tíma. Ég hef minnkað sykurát mikið eftir að ég fékk sykursýki og notaði AB mjólk mikið að ráði hjúkrunarfræðings. En allt kom fyrir ekki, ég varð aftur slæm og jafnvel enn verri. Um síðustu áramót var mér bent á Bio-Kult Candéa hylkin og það var eins og við manninn mælt, fljótlega fann ég mjög mikinn mun á mér. Núna tek ég 2 – 4 hylki á dag af Bio-Kult Candéa, með morgunmatnum mínum og er eiginlega laus við öll sveppalyf, sem er mikill léttir.

„Mig langar að segja ykkur frá því hvernig ég náði bata á mjög hvimleiðu vandamáli sem ég hef verið að berjast við undanfarin ár. Fyrir 14 árum fékk ég sveppasýkingu eftir sýklalyfjakúr og í kjölfarið fékk ég síendurteknar sýkingar. Ég hef prófað allt til að losna við sveppasýkinguna allt frá grasalækningum til lyfseðilsskyldra lyfja til að drepa niður þennan ófögnuð en ekkert hefur virkað. Ég minnkaði líka mjög neyslu á einföldum kolvetnum en það hafði ekkert að segja. Tímabilið í kringum blæðingar var algjör hryllingur, stanslaus sviði og vanlíðan, löngun til kynlífs var alveg horfin og ég var orðin mjög þunglynd. En eftir að ég hóf að taka inn Bio Cult Candéa hylkin hefur líf mitt tekið stórkostlegum breytingum. Ég er algjörlega laus við sviða og kláða og önnur óþægindi sem fylgja sveppasýkingu! Ég mæli hiklaust með Bio Cult Candéa hylkjunum. Þau hafa gjörbreytt lífi mínu.

Ég mæli hiklaust með Bio-Kult Candéa hylkjunum fyrir alla.

NÝR

• DLUX 1000 er olíublandað og tryggir því betri nýtingu. • Vítamínið fer beint út í blóðrás í stað þess að fara í gegnum meltingarveginn sem tryggir hraðari upptöku. • Skammtakerfi sem skammtar 1000IU í hverjum úða. • Í hverju glasi eru 100 úðar um 3ja mánaða skammtur. • Hentar grænmetisætum

Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaup, Krónunni, Nóatúni, Vöruvali Vestmanneyjum og Lifandi Markaður

aukið íbúalýðræði að leiðarljósi. Stjórnmálamenn eru tregir til að gefa af völdum sínum. Akureyri hefur tækifæri til að taka frumkvæði í íbúalýðræði með að auka verkefni og hlutverk hverfisnefnda og gera þær að virkum hluta stjórnkerfisins. Það tækifæri hafa stjórnmálamenn á Akureyri ekki nýtt fram að þessu. Nefndirnar hafa í reynd ekkert hlutverk og eru meira til skrauts og friðþægingar bæjarstjórnarinnar. Reglurnar hér að ofan sína að bæj­ arstjórnin hefur ekkert ætlað að láta frá sér neitt vald og þær bæta því í reynd engu við íbúalýðræðið. Þessu þarf að breyta og opna stjórn­kerfi Akureyrarkaupstaðar með aukna þátttöku íbúanna í huga. Nú er tækifærið og ljóst að stjórnvöld ætla að nýta sér nefndirnar til aðstoðar við afmælishald bæjarins vegna 150 ára afmælis. Hvernig væri að opna þessar starfslýsingu hverfisnefnda og gera þær að hluta af stjórnkerfinu, og nýta sér þar með kraft og áhuga hins óbreytta bæjarbúa.

Frum

„Nefndirnar hafa í reynd ekkert hlutverk og eru meira til skrauts og friðþægingar bæjarstjórnarinnar.“

Bio-Kult Candéa hefur bjargað lífi mínu!

Þorbjörg 55 ára.

Ég held mér góðri með Bio-Kult Candéa „Í langan tíma hef ég verið að kljást við særindi í munni vegna Candida sveppasýkingar. Ég gat um tíma haldið mér góðri með því að drekka AB mjólk, en það var hætt að virka og því þurfti ég að leita annara ráða. Ég byrjaði á Bio-Kult Candéa hylkjunum fyrir aðeins 3 vikum og mig er hætt að klæja hér og þar um líkamann og nú get ég sett upp í mig allan mat án þess að logsvíða í munninn! Ég er rosalega ánægð með árangurinn af Bio-Kult Candéa hylkjunum og ég ætla að halda áfram á þeim, þannig held ég Candida sveppasýkingunni frá. Ólöf Lóa Jónsdóttir

Unnur Gunnlaugsdóttir

20 %

afsláttur

Ég get lifað eðlilegu lífi án sveppasýkingar! „Ég hef verið með króníska sveppasýkingu og ef ég var á sýklalyfjum þá fékk ég alltaf sveppasýkingu sem leiddi til þess að viðkvæmt svæði rifnaði og blæddi úr. Núna er ég á sýklalyfjakúr og eftir að ég tók aðeins 7 hylki af BioKult Candéa þá hef ekki fengið neina sveppasýkingu meðan á sýklalyfjakúrnum stendur. Ég er ótrúlega ánægð því ekkert annað hefur virkað fyrir mig. Eftir að ég prófaði BioKult Candéa hylkin, þá get ég farið í bað og þvegið mér með sápu, tekið sterk sýklalyf og verið án sveppasýkingar! Ég hef beðið eftir þessu í mörg ár og liðið illa út af því, ég gat ekki einu sinni stundað kynlíf án þess að fá sýkingu! Núna hef ég ekki fengið nein óþægindi síðan ég byrjaði að taka BioKult Candéa hylkin. “ Þökk sé Bio-Kult Candéa Jóna Salvör Kristinsdóttir

Útsölustaðir: Apótek, Fræið Fjarðarkaupum, Hagkaup, Heilsuhúsið, Maður Lifandi, Yggdrasill, femin.is og butik.is


12

27. OKTÓBER 2011

MAÐURINN, MÁLVERKIÐ

OG MISSIRINN Þ essi sýning kemur þannig til að Lára Sóley og Ingi­ björg Ösp, starfsmenn Hofs, höfðu samband við mig í vor og langaði að halda sýningu í minningu Óla. Ég varð ákaflega ánægð með hug­­ myndina, því eins og við vitum þá var Óli baráttumaður fyrir bættri aðstöðu myndlistarmanna og honum þótti miður að Hof hefði engan sýn­­ ingarsal. Þannig að kannski brosir hann núna hinu megin þegar hann sér gríðarstóru verkin sín komin út um allt í þessu húsi.“

Um síðustu helgi var opnuð yfirlitssýning í menningarhúsinu Hofi á verkum Óla G. Jóhannssonar en hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins 65 ára gamall, 20. janúar sl. Akureyri vikublað ræddi við Lilju Sigurðardóttur, ekkju Óla G., um manninn, málverkin og missinn.

mynd öðruvísi en honum fyndist skemmtilegt að koma að henni dag­­ inn eftir. Hann gat setið eða staðið allan daginn og málað.“ Mundi hann alltaf eftir að borða og sofa? „Neineinei. Hann vann á nóttunni stundum. Stundum var ég vakin klukkan þrjú eða fjögur. Þá hafði hann verið að vinna og taldi sig bú­­ inn með mynd og vildi sýna hana. Þá sagði ég við hann: Já, þetta er æðislegt, Óli minn, og hélt áfram að sofa. Mikil ástríða? „Gríðarleg ástríða. Það er ekki fyrr en Óli fær góða vinnuaðstöðu sem allt fer að blómstra. Fyrir ofan Listasafnið var hátt til lofts og vítt til veggja og þegar hann fékk vinnuaðstöðu þar fóru virkilega flott málverk að verða til. Þar fer hann að mála verk í köflum vegna þess að það kom birta inn um gluggana sem hafði áhrif á vinnsluna, þess vegna

„Listaverkagallerísfólki í London fannst sem dæmi að það væri eitt­­ hvað algjörlega óheft og villt í þessum mynd­­ um, eitthvað sem fólk hafði ekki séð áður. Sumar mynd­­irn­ar eru í lögum og hægt að sjá sitthvað út úr þeim.“

Þetta er í fyrsta skipti síðan Óli lést sem myndir hans koma fyrir á sýn­­ ingu – hvernig líður þér með það? „Mér finnst þetta mjög erfitt. En ég hefði aldrei getað komið sýningunni upp án barnanna minna.“ Óli var maður skoðana. Var hann hrifinn af þessu húsi, menningar­ hús­inu? „Já og nei. Honum þótti miður að myndlistinni yrði ekki gert hátt undir höfði en fékk þau svör hjá bænum að Listagilið væri fyrir mynd­­ listarmennina. Að sjálfsögðu hefði verið gaman að hafa stóran sýn­­ing­­­ arsal í svo myndarlegu húsi.“

13

27. OKTÓBER 2011

lagði hann verkin á gólfið og setti þau svo saman.“ Stærsta myndin hér í húsinu er engin smásmíði. „Eftir Amsterdam, nefnist hún. 7.35 metrar, hvorki meira né minna en í fimm flekum. Ég er líka með eitt verk á vinnustofunni sem við komum ekki fyrir á sýningunni en það er aðeins í einum ramma sem er 5.80 metrar á lengdina.“ Listaelítan hér viðurkenndi hann ekki Förum aðeins út fyrir landsteinana. Hverju heillaðist fagfólk í útlöndum einkum af í myndlist Óla G? „Listaverkagallerísfólki í London fannst sem dæmi að það væri eitthvað algjörlega óheft og villt í þessum myndum, eitthvað sem fólk hafði ekki séð áður. Sumar myndirnar eru í lögum og hægt að sjá sitthvað út úr þeim eftir því hve djúpt er kafað en alltaf fylgir þessi ofboðslegi kraftur öllum hans myndum.“ Frumöfl að verki? „Já, alveg rétt, frumöfl. Óli var frumafl og óheflaður á köflum. Hann fór sínar eigin leiðir.“ Fannst þér stundum sem hann nyti meiri viðurkenningar utan landsteinanna en innan? „Jájájá. Það er bara þannig. Hér á Íslandi þarftu að vera skólagenginn til að fá viðurkenningu listaelítunnar. Erlendis líta þeir hins vegar á verkin og spyrja: Hvað getur þessi maður málað? Er hægt að sýna verk hans?

Það sækja tugir manna vikulega um að komast að í þeim galleríum sem Óli sýndi í. Óli komst á samning hjá Opera Gallery sem er staðsett í 11 borgum víða um heim. Hann var með einkasýningar í London og New York og tók þátt í fjölda samsýninga m.a. í Dúbæ, Mónakó, Singapúr og Seúl svo eitthvað sé nefnt. Opera Gallery í London hefur einnig ákveðið að halda sýningu honum til heiðurs n.k. vor. Um verk Óla hefur einnig verið fjallað í erlendum listaverkatímaritum og hann fengið lofsverða dóma svo það má með sanni segja að listamaðurinn Óli G. hafi upplifað sína drauma. “ Kom aldrei til greina hjá ykkur að flytja suður – eða til útlanda? „Nei. Óli er Akureyringur. Akureyringur og Húnvetningur. Hann taldi sig reyndar meiri Húnvetning en Akureyring í seinni tíð en hann hefði aldrei fengist burt héðan. Hér er hans leikvöllur, hér er hann alinn upp, hér lágu hans rætur og hér vildi hann búa.“ Sótti hann sér innblástur úr hinni norðlensku náttúru? „Já, hann sótti sér innblástur úr landslaginu og hestunum sem hann endurfæddi síðan í verkum sínum.“ Geymdi hann myndir af því sem hann sá í huganum, skissaði hann eða tók hann ljósmyndir? „Hann gekk aðallega um með þetta allt í huganum, náttúruna, sjóinn, fjöruna. Stundum skissaði hann, en það var ekki oft.“

Var alltaf að Hvað liggja margar myndir fullkláraðar eftir Óla? „Það liggja margar myndir eftir hann. Óli var ötull, hann var duglegur. Hann var alltaf að og þótt hann lægi uppi í sófa þá var hugur hans alltaf á fullu. Hann var með geymslu í Listagilinu þar sem hann stakk inn einu og einu verki og sagði: Þetta er lífeyrissjóður Lilju. Inni í þessari geymslu var hún m.a. geymd stóra myndin, Eftir Amsterdam. Þannig að það var mjög skrýtið að opna geymsluna og tæma hana.“ Við hittumst stundum á kaffihúsum, Óli og ég. Þá fór iðulega mikið fyrir honum. „Já, Óli var ögrandi og féll ekki í fjöldann. Hann var afskaplega góður maður en gat verið mjög harðorður, óvæginn í orðum. Ekki gátu allir tekið því. Hann hafði óbilandi trú á því sem hann var að gera og hann lét hana stundum í ljósi.“ Hann var mikill sögumaður. „Já, hann var það, Óli kunni að segja sögur.“ Talandi um sögur þá gekk orðrómur um að Óli væri dálítill Hrói höttur í sér, gerði mannamun þegar rukka átti fyrir myndir – í þeim skilningi að þeir sem voru síður vel stæðir fengju þær á öðrum kjörum en hinir? „Já honum þótti mjög gaman ef fólk sýndi list hans áhuga. Stundum dugði sá áhugi.“ Má segja að honum hafi verið umhugað um að jafna kjör

ríkra og fátækra þegar kom að listaverkakaupum? „Í Óla huga eru menn bara menn og hann á vini í öllum þjóðfélagshópum. Eitt sinn var hann með sýningu á Eiðistorgi og það kom námsmaður til hans, stúlka sem vann í Belgíu. Hún heillaðist algjörlega af málverkunum og vildi eignast mynd en hafði þó ekki efni á þeim þá. Óli sagðist redda henni mynd og gaf stúlkunni kost á að borga seinna ef hún eignaðist pening. Hún þáði þó ekki boðið þá en mörgum árum seinna kom þessi kona við hjá mér í galleríinu Festarkletti. Hún gekk rakleitt að einu málverkanna og keypti það.“ Missti alla fótfestu Má ég Lilja, að lokum spyrja, hvernig þér hefur gengið að takast á við missinn? „Fótunum var kippt undan mér. Algjörlega. En ég held áfram með litla björgunarbáta í kringum mig, börn, tengdabörn, barnabörn, fjölskyldu og vini. Þegar maður býr með manni sem fer svona mikið fyrir þá skilur hann eftir sig stórt skarð en Óli hefði ekki viljað neitt vol og væl og hann skilur mig eftir í góðum málum og með fullt af spennandi verkefnum. Ég held stolt nafni hans á lofti – og það er mikill húmor í myndunum hans. Það hjálpar til.“

Texti: Björn Þorláksson Myndir: Þórhallur Jónsson

Hvernig finnst þér fara um mynd­­ irnar hans í Hofi? „Mjög vel. Myndirnar eru litríkar og koma vel út á gráum veggjum.“ Óhemju kröftugar myndir Ef ég bið þig að lýsa þessum verkum. Hvað sérðu? „Myndirnar eru litríkar og óhemju kröftugar margar. Þarna eru ýmis ævintýri, þessar myndir segja sögur.“ Endurspegla þær karakter manns­ins sem málaði þær? „Jájájá. Þær gera það. Þú getur lesið út úr þeim hvernig Óla leið. Það skiptast á grá og litrík tímabil. Hann var oft dálítið villtur á léreftinu en svo komu tímabil drunga. Síðastliðin ár hafa verið spriklandi fjörug.“ Myndirðu segja að Óli hefði tekið einhvers konar hamskiptum þegar hann sökkti sér á kaf í málverkin sín? „Hann gleymdi sér oft alveg. Honum leið vel þegar hann var að kljást við léreftið og skildi ekki við

„Mér finnst þetta mjög erfitt. En ég hefði aldrei getað komið sýn­­ ingunni upp án barn­­ anna minna.“

Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður. Myndin er tekin i fyrra sumar.

Lilja ásamt börnum við eitt stærsta verk Óla, “Undir Amsterdam”.


Arctic/Akureyri5009.3 30.9.2011 12:03 Page 1

14

27. OKTÓBER 2011

Út að borða með Arndísi

Bók á vegum Háskólans á Akureyri

Á GÖTUHORNI

Verð 16.500,-

ERNA / SKIPHOLTI 3 / S.552 0775 / ERNA.IS

ÁSCO

dagamunur felast í því að fá hressingu í bókabúðinni; krakkagosið er í uppáhaldi. Í bókabúðinni, á því götuhorni sem staðsett er þar innandyra, skipta veit­­ ing­­arnar höfuðmáli. Þær eru sönnun þess að matur og drykkur, þótt auðvitað forðist kona það sem beinlínis er óætt eða ódrekkandi, er hluti af félagslegri

athöfn. Hluti af því að koma saman, staldra við, njóta, eiga stund; hægja á lífinu eitt augnarblik og gefa hugmyndum og hugsunum rúm – og hvar er betra að gera það en innan um bækur, hvort sem þær eru skilgreindar sem rusl eða andlegt fóður.

7.900 kr.

MEÐ AUGUM AÐKOMUMANNSINS

AKUREYRINGAR HVER ÖÐRUM SKEMMTILEGRI Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs og þróunarsviðs Skagafjarðar er næstur á mælendaskrá aðkomumanna. Hann telur að Skagfirðingar og Eyfirðingar megi vinna miklu meira saman.

É

g verð að viðurkenna að þegar ritstjórinn og Þingeyingurinn Björn Þorláksson bað mig, Aust­ firðinginn, búsettan í Skagafirði, um að skrifa um Akureyri og Akureyringa þá kom aðeins á mig! Stórt er spurt. Finnst mér eitthvað sérstakt um Akureyringa og Akureyri? Eru Akureyringar ekki bara eins og fólk er flest? Sennilega er það nú þannig og eins er ekki auðvelt að alhæfa um íbúa sem telja hátt í tuttugu þúsund. Frá blautu barnsbeini austur á Borgar­­ firði eystra var ég alinn upp við jákvæðan hug og jafnvel ákveðna lotningu þegar kom að Akureyri. Sjallinn, Ingimar Eydal, KEA og frændfólkið mitt á Akureyri sem amma sagði sögur af, allt var þetta jákvætt og gott, svo ekki sé nú minnst á fegurðina á Akureyri, þ.e.a.s. fegurð bæjarins. Þetta allt dugði þó ekki til, því þegar ég ákvað að yfirgefa Austurlandið í leit að nýjum ævintýrum hafði mýtan um „montna og lokaða Akureyringa“ sem „ekki tækju vel á móti nýju blóði“ borist mér til eyrna

og ég ákvað að sækja frekar menntun til Skagfirðinga, sem heyrst hafði að væru bæði hressir og skemmtilegir! Vissulega stóðu Skagfirðingar og standa enn vel undir þeim væntingum sem ég kom með, en mýtan um Akureyringa held ég að sé tóm vitleysa. Í starfi mínu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og fyrir Markaðs­­ skrifstofu ferðamála á Norðurlandi hef ég kynnst fjölda Akureyringa sem eru hver öðrum skemmtilegri. Þá hefur Akureyri vaxið á undanförnum árum sem öflugur kjarni þangað sem ég og mín fjölskylda sækjum þjónustu þegar svo ber undir, t.d. tónleika, leikhús og skautahöllina, auk þess sem við höfum nýtt okkur óspart frábæra þjónustu á fæðingardeildinni. Það verður þó að viðurkennast að hrepparígurinn, sem hefur löngum staðið í vegi framfara hérlendis lifir enn, þó að hann sé sem betur fer á undanhaldi, og að mörgu leyti finnst mér að samskipti og samvinna sveitarfélaga mætti vera miklu meiri á milli Eyjafjarðar og Skaga­­ fjarðar. Við erum öll ein keðja hér á

Norðurlandi, og á landsbyggðinni allri ef út í það er farið, og sú keðja er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Akureyri verður að huga að því að það fylgir því mikil ábyrgð að vera stór og ef Akureyri ætlar að vera „höfuðstaður landsbyggðarinnar“ þá fylgir því ábyrgð, rétt eins og Reykjavík þarf að hafa hagsmuni landsbyggðar í huga. Á sama hátt verðum við sem búum í kjörnum og dreifbýli á Norðurlandi að hlúa að og hugsa vel um Akureyri! Saman stöndum við öflug og sterk og möguleikar til eflingar og hagsældar munu fyrir vikið aðeins aukast.

Áður Hótel Vík en hefur verið endurnýjað og stækkað

Bjóðum herbergi fyrir 2 fullorðna og 2 börn (yngri en 12 ára)

-frábær valkostur í Reykjavík á betra verði!

Síðumúla 19 • 108 Reykjavík Sími 5885588 • lobby@arcticcomforthotel.is

starfsmenn og íþróttafélög.

www.arcticcomforthotel.is

Nýr valkostur í gistingu í keflavík Aðeins 5 min frá leifstöð Skoðið á www.hotelberg.is Hjónaherbergi 11.000 • Einstaklings 7.500 • Svíta 13.000

Gle rár

ALTERNATORAR OG STARTARAR Í BÍLA Flestar gerðir á lager. Viðgerðir og bilanagreining

ALPINE Hljómflutningstæki, geislaspilarar, útvörp og fylgihlutir.

Bjóðum ykkur samning sem tryggir betra verð á gistingu allt árið. Hagkvæmt fyrir hópa,

Fjölskylduherbergi!

Ertu á leið erlendis og vantar gistingu ?

Áskell Heiðar Ásgeirsson.

ö ru g g þ jó n u s ta g o t ó lj F N G A B ÍL A R A F M

Við erum hér rár gat a

RAFGEYMAÞJÓNUSTA Flestar gerðir þurr- og sýrugeyma

Fyrirtæki og félög

Ásco ehf - Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri · Ísland · Sími: 461 1092 · E-mail: asco@asco.is

Hv

a

a nn

ve

llir

HÓTEL BERG KEFLAVÍK

Augl. Þórhildar 5009.3

Fallega Jólaskeiðin frá Ernu

Ú

Gle

V

eturinn hefur sest að á Norð­ urlandinu og, að því er virðist, eilíft húm leggst yfir lífið í bænum. Í göngugötunni þar sem kappklæddir farþegar skemmtiferðaskipa virtu í forundran fyrir sér léttklædda íslendinga skondra milli verslana og kaffihúsa í sumar varpa búðagluggar birtu á snjófjúkið sem rennur eftir götunni og safnast saman við blómapottana sem nú hýsa stjúpur með frosið bros.

Frábært kynningartilboð, superior herbergi fyrir tvo með morgunverði

t er komin bókin Mannréttindi í þrengingum sem Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við Mann­ réttindaskrifstofu Íslands, gefur út. Af því tilefni heldur Mannréttindaskrifstofan málstofu á morgun í fyrirlestrarsal Center Hótel Plaza við Ingólfstorg í Reykjavík. Á málstofunni verða flutt erindi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í efnahagsþrengingum út frá þverfaglegu sjónarhorni. Erindin flytja höfundar bókarinnar Rachael Lorna John­ stone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri og Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi í lögfræði við HA.

tor g

Arndís Bergsdóttir skrifar um veitingahús

Á horninu góða, í gamla skrifstofu- og verslunarhúsnæði KEA sem byggt var árið 1930, gefa stórir gluggarnir sýn inn í allt annan veruleika en þann sem fyrir utan er. Flesta daga iðar þar allt af lífi. Innan um bækurnar, blöðin, kaffið og brauðin er vettvangur mannamóta, skoðanaskipta, náms og, fyrir þá sem sitja við tölvurnar með heyrnartólin í eyrunum, einveru. Þarna er götuhornið. Á þessu götuhorni er kjörið að staldra við með ungviðið eftir leikskóla þótt það sé ekki nema til þess að fylla tómið milli leikskóla og vinnu og kvöldverðar. Þennan tíma þegar farið er að slá í daginn og tóm skapast sem gjarnan er fyllt upp í með barnatíma og því að henda í eina þvottavél eða skrölta stefnulaust um húsið. Svona rétt fyrir kvöldmat er síður heppilegt að fá sér köku eða klatta og ég er viss um að það myndi gleðja marga foreldra ef til sölu væru ávextir. Hinsvegar er kaffibolli kærkominn og oft nauðsynleg innspýting fyrir síðari atrennu. Leikskóladrengnum finnst líka töluverður

Reykjavíkurnætur



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.