Page 1

LÆGRA LYFJAVERÐ GERÐU VERÐSAMANBURÐ

– einfalt og ódýrt

Apótekið Akureyri - Furuvöllum 17, Hagkaupshúsinu. Opið: Mánudaga - föstudaga 10-19, laugardaga 10-16 og sunnudaga 12-16.

V

29. SEPTEMBER 2011 8. tölublað 1. árgangur

I

K

www.apotekid.is

U

B

L

A

Ð

Haustlitadýrð

MJÖG ERFITT ÁSTAND Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI - NIÐURSKURÐURINN FARINN AÐ BITNA Á STARFI SKÓLANS, SEGIR REKTOR

H

vað varðar niðurskurðinn nú sem er upp á 2% eða um 60 milj­ ónir þá verður hann mjög erfiður. Við erum búin að ganga lengra í hagræðingu en góðu hófi gegnir nú þegar og það er farið að bitna á starfi skólans. Við ætlum þó að standa þetta af okkur árið 2012 eins og við höfum gert síðustu ár,“ segir Stefán B. Sigurðs­ son, rektor Háskólans á Akureyri. Að sögn rektors hefur Háskólinn á Akureyri verið rekinn réttu megin við núllið síðastliðin 5 ár og er laus við skuldahalann. Spurður hvort fækka verði fólki eða leggja jafnvel niður fræðasvið, segir rektor: „Það eru tvær leiðir til að mæta niðurskurðinum, að leita að viðbótar

tekjumöguleikum eða að skera enn frekar niður sem myndi þýða ein­ hverjar uppsagnir. Stefna okkar er að styrkja okkur á þeim sviðum þar okkur hefur tekist vel upp og draga úr rekstri á öðrum stöðum. Okkur hefur fram að þessu tekist að halda uppsögnum í algjöru lág­ marki. Við höfum notað þá leið að ráða ekki að nýju ef starf losnar og við munum halda því áfram. Við munum einnig halda áfram að leita leiða til að fá inn auknar tekjur og erum bjartsýn á að það takist.“ Stefán segir að þrátt fyrir þetta sé hugur í fólki uppi á Borgum. „Það er baráttuandi í Háskólanum á Akureyri og ég tel að hann gegni mjög mikilvægu hlutverki og eigi bjarta framtíð fyrir sér. Nemendum fjölg­ ar við skólann, þeim líður vel hér, við skilum frá okkur vel menntuðu fólki sem flest fer til starfa á landsbyggðinni. Áhersla á norðurslóðamál fer mjög vaxandi og þar sér Háskólinn fram á mikla möguleika.“

TIL Á LAGER

Ekki spurning –

Innréttingar í baðherbergi

GÆÐI Á GÓÐU VERÐI 5 ÁRA

ÁBYRGÐ Á VÖRU OG VIRKNI

12

Innréttingar í eldhús

Innréttingar í þvottahús

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-14

Fyrir þá sem ætla að setja upp eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið sitt sjálfir, erum við tilbúnir í slaginn. Kíktu við hjá okkur, sjáðu úrvalið og fáðu góð ráð, þér að kostnaðarlausu, áður en þú hefst handa.

MÁNAÐA VAXTALAUS STAÐGREIÐSLULÁN

Viltu að við hönnum sérstaklega fyrir þig nýju eldhús- eða baðinnréttinguna – án greiðslu? Viltu fá faglegar ráðleggingar við endurnýjun innréttinga og svo pottþétt verðtilboð?

Endilega komdu þá í heimsókn!

Persónuleg og góð þjónusta

FURUVELLIR 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMI 461 5000 · www.hth.dk


2

29. SEPTEMBER 2011

Leiðari

Úti eða inni

Í

síðustu viku ræddi Akureyri vikublað við forráða­ menn tveggja norðlenskra fyrirtækja. Annar viðmælandinn stýrir byggingarvöruversluninni Úti og inni. Hinn heldur um stjórnartaumana í stórfyrirtækinu Norðlenska. Fyrirtæki þessara tveggja stjórnenda eru um margt ólík en eitt sameiginlegt kom fram í viðtölunum; kvartað er undan bankakerfinu. Í tilfelli Norðlenska segir framkvæmdastjórinn að bank­ arnir hafi nánast gleymt fyrirtækjum úti á landi í kjölfar hrunsins. Bankarnir hafi byrjað tiltektina í nærumhverfi sínu, þ.e. í Reykjavík, og með því einu versni samkeppnis­ staða fyrirtækja úti á landi. Viðskiptaharmsaga Agnesar Árnadóttur hjá Úti og inni við Landsbankann er þjóðinni kunn. Agnes bætti því við í umfjöllun Akureyrar vikublaðs hvernig fyrirtæki á landsbyggðinni njóta sáralítillar fyrir­ greiðslu þegar kemur að afskriftum skulda, miðað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. En hvað er til ráða? Þarf sérstaka fyrirgreiðsluþingmenn til að rétta hlut Norðlendinga? Flestir myndu sennilega svara að tími fyrirgreiðslupólitíkusanna væri liðinn. Erum við þá að tala um átök framundan? Á sveitavargurinn að fara í heilagt stríð við borgarbúana og öskra: Við viljum þetta, við eigum heimtingu á þessu? Eða er nóg að standa í slíku stríði úr skotgröfunum, leynt eða ljóst? Ætti þetta blað að einsetja sér að vera með frétt á hverri forsíðu eftir­ leiðis um að borgarbúar séu að berja á Akureyringum? Skilar það einhverju? Auðvitað þarf fólk að láta í sér heyra ef það er beitt órétti en það verður fyrst og fremst að leita lausna í stað þess að hjakka í deilufarinu. Og lausn verður ekki á dagskrá fyrr en við náum eyrum höfuðborgarbúanna. Einfaldlega vegna þess að þeir eru miklu fleiri. Það þarf að gróðursetja þann nýja skilning að öll séum við farþegar á sama skipinu. Hlýtur það ekki að vera hægt í einsleitu 320.000 manna samfélagi? Teikn í þá átt að horfa á alla landsmenn undir einni regnhlíf var þegar stjórnarformaður Byggðastofnunar sagði í útvarps­ viðtali nýverið að Reykjavík hefði að sumu leyti einkenni borgarsamfélags. Hann tók ekki dýpra í árinni. Akureyri hefur líka sum einkenni borgarsamfélags en önnur ekki. Við erum flest dálítið borgarleg og við erum líka flest dálítið sveitaleg. Það veltur ekki á póstnúmerinu okkar hver við erum heldur fremur því hvernig við hugsum – og bankarnir þurfa að hugsa sín þjónustusvæði upp á nýtt með jafnræði að leiðarljósi. Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson

LOGN RAUÐKA SKRIFAR

FRÁBÆRAR FYRIRMYNDIR

M

ikið vildi Rauð­ka að til væri fleira fólk eins og annars vegar stelpurnar í íslenska fótboltalandsliðinu og hins vegar Kári Steinn Karlsson, þessi frábæri gaur, sem hóf maraþonsferil sinn í Berlín um síðustu helgi með því að slá Íslandsmet og fékk í leiðinni, fyrstur íslenskra karla, farmiða á Ólympíuleik­ ana í Lundúnum. Skyldi Kári hafa hugsað fyrir hlaupið: Ég er bara Ís­lendingur og við erum svo fá og smá og hér stendur yfir hrun og það væri gegn öllum tölfræðilegum líkum að hruninn Íslendingur gæti eitthvað í íþróttum (eins og til dæmis þjálfari karlaliðsins í fótbolta virðist hugsa) eða skyldi Kári hafa sagt við sjálfan sig þegar hann fékk afreksfluguna fyrst í kollinn: Hér er ég og ég er frábær og ég get allt sem ég stefni að og þess vegna ætla ég að einsetja mér áður en ég hleyp maraþon í fyrsta sinn

að segja það við sjálfan mig og þjóðina alla í Kastljósinu að þetta geti ég, að ég ætli að slá aldarfjórðungs gamalt Íslandsmet áður en ég svo mikið sem reima á mig skóna. Gott hjá Kára. En á hinn bóginn getur það varla ann­ að en minnkað líkurnar á árangri að tala sig niður fyrir stórátök eins og til dæmis þjálfari karlalandsliðsins í

LOF OG LAST VIKUNNAR Last fær Akureyrarbær fær fyrir ömurleg­ an frágang á frárennsli. Fyrir skömmu skrif­ aði fyrrverandi varaformaður umhverfis­ nefndar grein í Akureyri vikublað þar sem hann lýsti ágöllum frárennslismála og í hóflega orðaðri sjónvarpsfrétt RÚV á dög­ unum voru birtar ógeðslegar myndir sem sýndu hvað gerist þegar skólp er losað of stutt frá strönd. Það var ekki ofmælt hjá heilbrigðisfulltrúa sem rætt var við í fréttinni að það sem sást koma út um

fótbolta gerir ítrekað. Hann vitnar í fámennið, erfiðar æfingaaðstæður, veðrið, you know, það allt saman. Bölvað kjaftæðið. Þetta sama kjaftæði og nærir minnimát­ tarkenndina í okkur og rétt­ lætir aumingjaskap. Rauðka veit að henni er niðri fyrir en Kári Steinn og íslensku stelpurnar í fót­ bolta eru bara svo frábærar

skólprörin í akureyrskri fjöru ætti ekki vel heima með matvælaiðnaði, en Eyja­fjörður hefur einmitt skilgreint sig sem slíkt svæði... Last fá einnig leikskólar sem láta tind­ana á girðingum umhverfis skólana standa upp með tilheyrandi slysahættu fyrir börn. Gildir einu þótt rökin séu þau að tindarnir eigi að fæla börnin frá því að klifra yfir. Er það ekki svipað og að stilla jarðsprengjur þannig undir þjóðveginum að sá sem ekur hraðar en 100 springur í loft upp? Óvísinda­leg athugun Akureyrar viku­ blaðs bendir til að einhverjir leikskólar á

fyrirmyndir og maraþona­ frekið kemur á svo góðum tíma að Rauðka getur ekki annað en klappað saman höndunum. Auðvitað getum við Íslendingar allt eins og allar aðrar þjóðir. „Vilji er allt sem þarf,“ sagði Einar Ben og var stórhuga í heimspeki sinni, seljandi norðurljós og fleira. Rauðka áttar sig á að það er kannski ekki hlaupið að því að selja norðurljósin í dag en á hinn bóginn er líka búið að væla nóg og skæla nóg. Það er orðið tímabært að við tökum okkur alvöru fólk til fyrirmyndar, fólk sem ekki rífur bara kjaft allan guðslangan daginn og kennir öðrum um allt sem afvega fer heldur vantar okkur fleira fólk með sigurvilja. Sérhlífni, nöldur, rifrildi og aumingja­ gæska eru ekki leiðir að nýju Íslandi. Við þurfum öll að stefna á Ólympíuleikana – og ekki bara í íþróttum.

Auðvitað getum við Íslendingar allt eins og allar aðrar þjóðir. „Vilji er allt sem þarf,“ sagði Einar Ben.

Akureyri þurfi að gera bragarbót vegna öryggismála... Lof vikunnar fá haustlaufin á trjánum fyrir að hafa glatt hugi og hjörtu undanfarið með stórkostlegri litadýrð. Svo heitir voru litir haustsins í logninu um daginn að hinir næmari þurftu að kipra augun. Einn af vinum þessa blaðs sagði, hógvær að vanda í síðustu viku, að þótt hann gæti valið um búsetu á öllum stöðum heims væri það engin spurning i hans huga að fegurð Eyjafjarðarins í logni og haustfegurð tæki öllu öðru fram...

AKUREYRI VIKUBLAÐ 8. TBL. 1. ÁRGANGUR 2011 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bthorlaksson@simnet.is eða hringið í síma 8620856.

Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Sími: 824 2466. Netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason. Netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason. Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja­vík. Auglýsingasími 578-1190 auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson og fleiri. Netfang: bthorlaksson@simnet.is. Sími: 8620856. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: Pósthúsið. AKUREYRI VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI.


MATUR-INN 2011 Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. október Aðgangur ókeypis

Opið kl. 11 – 17 báða dagana

Við bjóðum til stórviðburðar þar sem norðlenskur matur og matarmenning eru í aðalhlutverki. Tveggja daga hátíð með fjölda þátttakenda, skemmtidagskrá og ýmsu fleiru.

Kjörið tækifæri til að gera góð kaup! ÞÁTTTAKENDUR: Matís Lostæti Brauðgerð Kr. Jónssonar Brugghúsið Gæðingur Norðlenska Reykir II Júlíus Júlíusson Ósk Sigríður Jónsdóttir

Ektafiskur Bruggsmiðjan MS Akureyri Laufabrauðssetrið Bautinn Greifinn Kung Fu - sticks+sushi Darri - Eyjabiti

Strikið Kexsmiðjan Kjarnafæði Urtasmiðjan Purity Herbs Skelfélagið Nýja kaffibrennslan Holt og heiðar

Beint frá býli - framleiðendur Þingeyska matarbúrið: framleiðendur í Þingeyjarsýslu Matarkistan Skagafjörður: framleiðendur í Skagafirði

DAGSKRÁ Laugardagur 1. október Kl. 11 Kl. 11:30 Kl. 13-14 Kl. 15 Kl. 17

Sunnudagur 2. október

Sýningin opnar Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, opnar sýninguna formlega Matreiðslumenn keppa um besta makrílréttinn Þjóðþekktir einstaklingar keppa í matreiðslu á laxi Sýningin lokar

Kl. 11 Kl. 13 Kl. 14 Kl. 15 Kl. 15:30 Kl. 17

Sýningin opnar Bakarar keppa í eftirréttagerð Flatbökukeppni veitingastaðanna Uppboð á varningi frá sýnendum - ágóði rennur til Hetjanna, aðstandendafélags langveikra barna á Norðurlandi Frumkvöðlaverðlaun félagsins Matar úr héraði veitt Sýningin lokar

Í tilefni af sýningunni MATUR-INN 2011 bjóða eftirtalin veitinga-hús rétti úr norðlensku hráefni þessa viku. Réttina útfæra veitingstaðirnir hver á sinn hátt. Laxdalshús - Rub 23 - Örkin hans Nóa - 1862 Nordic Bistro - Hótel KEA - Greifinn - Strikið - Goya Norðlensk matreiðsla eins og hún gerist best.

Verið velkomin!

www.localfood.is

Samstarfs- og stuðningsaðilar:

FEK Félag eyfirskra kúabænda


4

29. SEPTEMBER 2011

KEA GRUNAÐ UM AÐ BRJÓTA SAMKEPPNISLÖG Hafna samstarfi við lítinn einkaaðila í lyfsölu á Akureyri en vinna með stórri keðju. Eigandi Akureyrarapóteks segir fæti brugðið fyrir nýjan aðila á markaði og hefur kært til samkeppnisyfirvalda.

E

Gauti Einarsson segist ekki geta fallist á þessi rök. Það komi beinlínis fram á heimasíðu KEA að verið sé í samstarfi við marga aðila á sama sviði viðskipta. Samstarfsaðilar séu beinlínis flokkaðir niður eftir sviðum viðskipta, til dæmis fatnaður og skór, heilsa og útlit, afþreying og menning og svo framvegis. Gauta segist gruna að Lyf og heilsa hafi sett í samning sinn við KEA ákvæði sem útiloki samkeppnisaðila frá samstarfi við KEA kortið. „Kvartandi telur þetta ekki í samræmi við samkeppnislög þar sem L&H er með markaðsráðandi stöðu á svæðinu,“ segir í kæru Akureyrarapóteks til samkeppnisyfirvalda. Aðeins ein búð er á vegum Akureyrarapóteks en lyfsölukeðj­ an Lyf og heilsa rekur lyfjabúðir um allt land. Á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu rekur Lyf og heilsa fimm af átta lyfjabúðum á svæðinu; þrjár á Akureyri, eina á Dalvík og eina á Ólafsfirði. „Kvartandi rekur fyrirtæki í beinni samkeppni við L&H á markaði þar sem L&H er markaðsráðandi. Þar sem notkun KEA kortsins er mjög mikil á markaðssvæði Akureyrarapóteks telur kærandi staðbundið samstarf L&H við KEA kortið og útilokun samkeppnisaðila frá samskonar samstarfi skaða rekstur kvartanda og takmarka möguleika hans á að ná festu á markaði,“ segir Gauti í kvörtunarbréfinu. Ennfremur: „Þá vill kvartandi að Samkeppniseftirlitið úrskurði hvort um samkeppn­ ishamlandi breytingar á afsláttum sé að ræða í ljósi markaðsráð­ andi stöðu L&H, sem miðast hafi að því að bregða fæti fyrir nýjan samkeppnisaðila á markaði. Hafi Lyf & heilsa og KEA brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga óskar kvartandi eftir því að Samkeppn­iseftirlitið beiti þeim úrræðum sem það hefur yfir að ráða til að hindra slík brot í framtíðinni.“

Það var í júní síð­ astliðnum sem Gauti Einarsson, fyrir hönd Akur­ eyrarapóteks ehf., falaðist eftir sam­ starfi við KEA með þátttöku í KEAkortinu.

Apótekið.

igendur Akureyrarapóteks hafa kært KEA til Sam­ keppniseftirlitsins. Ástæðuna má rekja til þess að KEA synjaði Akureyrarapóteki í síðustu viku um að fá að vera samstarfsaðili í KEAkortinu en kortið veitir afslátt af vörum og þjónustu. Á sama tíma starfar KEA með Lyfjum og heilsu og veitir viðskiptavinum þess fyrirtækis afslátt gegn framvísun KEA-kortsins. Forstöðumaður Apóteksins telur að samstarf KEA við Lyf og Heilsu leiði til sam­ keppnishindrunar gegn nýjum aðilum á markaði.

Það var í júní síðastliðnum sem Gauti Einarsson, fyrir hönd Akureyrarapóteks ehf., falaðist eftir samstarfi við KEA með þátttöku í KEA-kortinu. Þá hafði fyrirtækið starfað í átta mánuði í Kaupangi. Forráðamenn KEA tóku sér nokkra mánuði til að svara erindinu en í síðustu viku barst svar þar sem beiðninni var hafnað. Meginrökin voru, eins og það er orðað í tölvupósti: „Það [synjunin] grundvallast fyrst og fremst á þeirri meginstefnu um kortið, að vera með einn aðila á hverju sviði viðskipta þar sem því verður við komið“.

UNGIR MENN KLESSTU STOLINN BÍL

F

jöllistamaðurinn Örn Ingi Gíslason varð fyrir því um klukk­ an 9.30 síðastliðinn sunnudags­morgun að tveir ungir menn stálu jeppa­bif­ reið við heimili hans að Kletta­ gerði á Akureyri og klesstu bílinn skömmu síðar á ljósastaur ofan við bæinn. Þeir hlupu af vettvangi og hefur ekki spurst til þeirra síðan. Að sögn Arnar Inga er annar pilturinn talinn aðeins 14-15 ára gamall en hinn ef til vill 16-17 ára.

Vísbendingar eru um að bílþjóf­ arnir hafi verið að leika sér að taka handbremsubeygjur er þeir misstu stjórn á ökutækinu. Tryggingar borga ekki tjón Arnar Inga þar sem lyklarnir voru í svissinum. Hann brýnir eigendur ökutækja til að skilja ekki lyklana eftir í bílnum „Svona atvik sýnir að ástandið er ekki gott,“ segir Örn Ingi. Samkvæmt upplýsingum Akur­ eyrar vikublaðs leitar lögreglan ungu mannanna.

Gauti Einarsson.

Frá undirritun samningsins. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Sigrún Jakobsdóttir f.h. stjórnar Leikfélags Akureyrar.

STAÐA LEIKHÚSSTJÓRA TIL SKOÐUNAR Undirritaður hefur verið samningur milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um stuðning sveitarfélagsins við rekstur LA fyrir starfsárið 2011–2012.

F

ara mun fram endurskoðun á því hvernig rekstri atvinnuleikhúss á Akureyri verður best háttað en eins og Akureyri vikublað greindi fyrst fjölmiðla frá var framúrkeyrsla LA á síðasta leikári tæpar 70 milljónir króna. Framlög Akureyrarbæjar til LA á árinu 2012 eru með fyrirvara um óbreytt framlag menntamálaráðuneytisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ. Skilyrði þess að Akurey-

rarbær veiti félaginu framangreindan stuðning til reksturs atvinnuleikhússins eru að stjórn Leikfélagsins tryggi að ætíð verði um ábyrga fjármálastjórn að ræða hjá félaginu. Staða leikhússtjóra er til skoðunar eftir tapreksturinn í fyrra og mun framtíð leikhússtjóra verða ljós á fundi í nóvember. Formaður stjórnar Akureyrarstofu hefur kallað eftir því opinberlega að hlutaðeigandi axli ábyrgð.

„Staða leikhús­ stjóra er til skoðunar eftir tapreksturinn í fyrra og mun framtíð leikhússtjóra verða ljós á fundi í nóvem­ ber.“


LOFTBÓLUDEKK HEILSÁRSDEKK NAGLADEKK

A R T E B

Tempra


6

SAGA MOLTU

29. SEPTEMBER 2011

– EINSTÆTT FRAMTAK Á LANDSVÍSU

ERINDI SEM EIÐUR GUÐMUNDSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI MOLTU, FLUTTI Á NORRÆNU MÁLÞING UM FYRIRTÆKIÐ Í SÍÐUSTU VIKU VAKTI NOKKRA ATHYGLI. EIÐUR SAGÐI ÞAR FRÁ JARÐGERÐ Á LÍFRÆNUM ÚRGANGI FRÁ EYJAFJARÐAR­­ SVÆÐINU OG KOM FRAM Í MÁLI HANS AÐ REKSTUR MOLTU GENGUR ÁGÆTLEGA ÞÓTT ENN VANTI FISKINN. EFTIRFARANDI SAMANTEKT ER BYGGÐ Á PUNKTUM FRÁ EIÐI OG FYRIRLESTRINUM SEM HANN FLUTTI. Fjárfest fram úr áætlun á erfiðum tímum Snemma árs 2006 var svo sett af stað verkefnið sem kalla má „Moltu“. Því var hleypt af stokkunum á grundvelli starfs sem unnið var í matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Frum­ kvæðið kom frá Norðlenska hf. og Sigmundi Einari Ófeigssyni, fram­ kvæmdastjóra Norðlenska, og var einkahlutafélagið Molta ehf stofnað í apríl 2007. Frá upphafi verkefnisins var ákveðið að byggja fullkomna jarðgerðarstöð með „bestu fáanlegri tækni“. Sendinefnd fór til útlanda að skoða jarðgerðarstöðvar og var niðurstaða þeirrar skoðunarferðar, ásamt mati á tilboðum sem bárust frá þremur aðil­

J

það gengu þær þokkalega og tekið var á móti fyrsta farminum til jarðgerðar þann 16. júní 2009. Sá farmur kom að sjálfsögðu frá Norðlenska og hefur jarðgerðin staðið óslitið síðan og rekst­ur stöðvarinnar gengið nokkuð vel að sögn Eiðs. Fjárfestingin fór hins­vegar verulega fram úr upphaf­ legum áætlunum og fjármagnskostn­ aður að sjálfsögðu einnig.

Vantar enn fiskinn Jarðgerðarstöð Moltu hefur nú tek­ið á móti um 12.000 tonnum til jarðgerðar, þar af um 6.300 tonnum af úrgangi og 5.700 tonnum af stoðefn­ um, sem eru að mestu timburkurl, kurlaður garðaúrgangur. Reikna má með að úr þessu hafi orðið til um 5.000 tonn af sigtaðri moltu – 40% hverfur sem vatnsgufa og ca 30% af því sem eftir er er gróft timbur og kurl sem sigtast frá og má endurnýta sem stoðefni. Mest er jarðgert af sláturúrgangi en sláturúrgangur og flokkaður heimilisúrgangur er samtals um 90% af þeim úrgangi sem tekið er á móti að sögn Eiðs. Öllu minna berst af úrgangi en upphaflega var gert ráð fyrir og til dæmis kemur nánast ekkert af fisk úrgangi til jarðgerðar.

Frá Moltu við Þverá.

arðgerð lífræns úrgangs á sér ekki langa sögu hér á svæðinu – og reyndar ekki á Íslandi – en þó hefur garðaúrgangur (greinaafklippur, lauf og gras) sennilega verið jarðgerður í áratugi. Á árinu 1999 hófu sveitarfélögin á svæðinu, undir merkjum Sorpeyð­ ingar Eyjafjarðar bs. að hvetja til heimajarðgerðar. Sumarið 2001 hófst sérstakt átak í Eyjafjarðarsveit og stóð, eftir því sem Eiður best veit, til 2004. „Um eftirfylgni þess verkefnis veit ég ekki mikið en ég held þó að heimajarðgerð sé ekki almenn hvorki í Eyjafjarðarsveit né annarstaðar á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Eiður. Vondur dráttur Um síðustu aldamót var farið að ræða um byggingu fullkominnar jarðgerðarstöðvar í Eyjafirði sem þjó­ na skyldi, að minnsta kosti, öllu Ey­

ma

ei h Ný

!

a síð

jafjarðarsvæðinu. „Þau áform drógust því miður. Þess í stað var farið af stað með tilraunir til jarðgerðar í múgum undir berum himni á Glerárdal. Að mínu mati var sú tilraun dauðadæmd frá upphafi. Í fyrsta lagi er jarðgerð utandyra í múgum mjög erfið við íslenskar veðurfarsaðstæður og þar fyrir utan voru aðstæður á Glerárdal sérlega erfiðar. Þrátt fyrir þetta var þessi tilraun mikilvæg og í raun fyrsta

skrefið í þeirri þróun sem orðið hefur í meðferð úrgangs á Eyjafjarðar­ svæðinu á síðustu árum,“ segir Eiður. Jarðgerð hófst á Glerárdal í apríl 2003 og stóð óslitið fram í ágúst 2009 eða rúm 6 ár. Alls var tekið á móti um 12.500 tonnum af lífrænum úrgangi til jarðgerðar á Glerárdal á þessu tímabili. Mest var jarðgert þar árið 2008 eða 3.400 tonn.

Sá farmur kom að sjálfsögðu frá Norð­ lenska og hefur jarð­ gerðin staðið óslitið síð­an og rekst­ur stöðv­ arinnar gengið nokkuð vel að sögn Eiðs. Eiður Guðmundsson.

Norskir sérfræðingar skoða aðstæður að vetrarlagi.

um, að kaupa tilbúna jarðgerðarstöð („turnkey“) af Preseco Oy í Finn­ landi. Samningur um kaupin var undirritaður í október 2007. Á svip­uðum tíma var gengið frá sam­ komulagi við landeigendur á Þverá í Eyjafjarðarsveit um leigu á sjö hektara lóð undir starfsemina. Fyrsta skóflustunga að jarðgerðar­ stöðinni var svo tekin 8. ágúst 2008 (08.08.08) og framkvæmdirnar voru því í hámarki í miðju hruni. Þátt fyrir

Áætlanir Moltu gera ráð fyrir að taka á móti um 8.500 – 9.000 tonnum af úrgangi og stoðefnum á ári að meðal­ tali. Til að það gangi eftir leggjum við mikla áherslu á að auka samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi. „Að mínu mati er slíkt samstarf á stærra svæði forsenda hagkvæmra lausna til framtíðar og í raun einnig nauðsyn­ legt til að styrkja undirstöður,“ segir Eiður.

www.minnismerki.is • Vönduð og falleg minnismerki • Mikið úrval af graníti og íslensku efni • 25 ára reynsla • Sjáum um uppsetningar um allt Norðurland

Glerárgata 36 • Sími: 466 2800 • sala@minnismerki.is • Opið mán. - fim. kl. 13-18 og föst. kl. 13-17.


n KvikYndi og in ur bb klú da yn ikm kv r ni sý 0 :0 20 Miðvikudaginn 5. október kl. r Birgisson. þó ein St tir ef n Jó ra sé og n Jó na di yn Menningarhúsið Hof heimildam Myndin var frumsýnd 15. september sl. Hún fékk frábærar viðtökur og hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Bíó Paradís. Aðgangseyrir er 1.200 kr. en 1.000 kr. fyrir nema og meðlimi KvikYndis. Leikstjórinn verður viðstaddur sýninguna og tekur þátt í umræðum eftir hana.


8

.

, fna sla ae el ið auk m ra llra n f án a æ r íf ra ð l va ttu túru o V át n in re

29. SEPTEMBER 2011

DAVÍÐ KRISTINSSON SKRIFAR UM HEILSU

BARA EINN MOLA ENN!

H

Urtasmiðjan verður með sýningar- og sölubás á sýningunni „Matur-inn “2011 í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Fullt af nýjum vörum á frábæru kynningarverði: Þaragull, líkamsskrúbbur með ísl. jarðsalti og þara Rósa andlitsskrúbbur með ísl. jarðsalti og rósablöðum, hreinsa og mýkja húðina. Nuddkubbar með ilmandi jurtaolíum gæla við húðina. Rósa-andlitsvatn Lavender-andlitsvatn frískandi og hressandi Og svo auðvitað allar hinar vörutegundirnar sem löngu eru orðnar þekktar fyrir sína frábæru virkni.

www.urtasmidjan.is

MÁLFUNDAFÉLAGIÐ SLEIPNIR HELDUR UMRÆÐUFUND UM HEILBRIGÐIS- OG ÖLDRUNARMÁL Í KAUPANGI LAUGARDAGINN 1. OKTÓBER KL. 10:30. ERINDI FLYTJA Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar Akureyrar Þorvaldur Ingvarsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri Heitt á könnunni - allir velkomnir!

Kosning landsfundarfulltrúa fer fram í Kaupangi fimmtudaginn 6. október kl. 20.00 Gestur fundarins er Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þeir sjálfstæðismenn á Akureyri sem hafa áhuga á að sitja landsfund Sjálfstæðisflokksins 17. - 20. nóvember nk. eru hvattir til að hafa samband við Oktavíu Jóhannesdóttur, formann fulltrúaráðs, oktaviajo@simnet.is, eða Stefán Friðrik Stefánsson, ritara stjórnar fulltrúaráðs, stebbifr@simnet.is, fyrir 5. október nk.

Hvernig næ ég að losna við sykurpúkann, Davíð? Er spurning sem ég heyri nánast daglega. Það er samt auðveldara en margur heldur. En lítum fyrst á hvað það er sem fer úrskeiðis hjá okkur.

Í

kaffitímanum er gjarnan kaffi, kex og bakkelsi – allt þetta er mjög erfitt fyrir líkamann að vinna úr og ekkert af þessari orku stendur með okkur eða veitir okkur stöðuga orku lengur en í 30 mínút­ ur. Hefurðu einhvern tímann hugs­ að út í það hvers vegna þú geispar alltaf eftir hádegismatinn? Svarið er léleg samsetning á mat. Svo kemur kvöldmaturinn: „Úff, hvað á ég að hafa í matinn? Kannski kjúklinga­ bringur, snarl eða pasta? Ég fékk nú mat í hádeginu og krakkarnir líka!“ Þetta er röng hugsun. Við þurfum tvær til þrjár „heitar“ máltíðir á dag, eða máltíðir sem innihalda gott prótein, holla fitu og flókin kolvetni. Við þurfum kjöt, fisk, kjúkling, egg, grænmeti og hollar fitur tvisvar til þrisvar á dag. Þegar líkami okkar er notaður sem ruslakista þurfum við að taka ærlega til í mataræði okkar bara til að ná upp aukinni orku og andlegri vellíðan. Þú ert það sem þú borðar. Hver kannast ekki við þessi einkenni? Magakrampi Hausverkir Þunglyndi Sykursýki Orkuleysi Exem Magabólgur Mjóbaksverkir Hár- og húðvandamál Bakflæði Kvíðaköst Allt þetta er hægt að rekja til þess hvað þú ert að borða! Meira um það seinna.

Sykurlöngun Sykurlöngun hjá okkur er fyrst og

„AÐ LYFTAST Á FLUG“ Dagbjört Brynja Harðardóttir lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

T Strong

2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Hægt er að hafa samband við Davíð hann á net­fangið 30@30.is eða í síma 864-9155.

AÐSEND GREIN

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans.

sykur og kaffi sterkt inn. Þegar við borðum á þriggja til fjögurra tíma fresti vel samsetta máltíð (prótein 30-40%, kolvetni 40-50% og fita 20-30% í hverri máltíð) þá er engin sykurlöngun, svo framarlega sem þú hefur náð góðum svefni (7-9 tímar). Blóðsykurinn hækkar hratt þegar við borðum mat eða neytum drykkja með háum sykurstuðli. Sykurstuðulinn er hversu hratt kolvetnin brotna niður og hækka blóðsykurinn. Trefjar hægja á meltingu kolvetna þannig að blóðsykur helst stöðugri. Flókin kolvetni meltast hægt og eru með hæga og stöðuga upptöku á sykri út í blóðið. Hvernig næ ég stjórn á blóðsykrin­ um/sykurlöngun? Með því að borða stóran morgun­ mat sem inniheldur vel af prótein­ um og fitu ásamt kolvetnum. Til dæmis: Hafra-eða bygggrautur með ½ epli og 1 soðnu eggi. Smoothie eða hristingur sem inni­

heldur ávexti og ber, hnetur og eða hreint skyr sem próteingjöf og eina matskeið kókosolíu til að fá fituna. Í hádegismatnum er gott að leggja áherslu á kjöt, fisk, kjúkling og egg sem prótein- og fitugjafa og græn­ meti, hýðishrísgrjón eða bygg með. Gleymum ekki að nota ólífuolíu út á salöt, sérstaklega ef við erum bara með kjúklingabringur. Millimáltíðir þurfa líka að inni­ halda prótein, kolvetni og fitu til að halda blóðsykrinum stöðugum. Til dæmis: Epli, pera, lárpera, banani eða gulrætur með hnetu-eða möndlu­ smjöri. Hreint jógúrt með hnetum og fræjum út í. Gróft brauð með smjöri og vel af sveitakæfunni frá Kjarnafæði (sú bragðbesta og hreinasta að mínu mati) Kvöldmatur er uppbyggður eins og hádegismatur. Gott er að elda stærri kvöldmat eða hádegismat til að eiga í afganga daginn eftir. Með svona samsetningu á fæðu náum við að bæla sykurpúkann í burtu. En að sjálfsögðu á maður að leyfa sér smá. En það er einmitt næsta grein eða hversu mikið er í hófi? Hér voru nokkur dæmi um hvernig dagurinn gæti litið út. Ef þú hefur áhuga á að breyta mataræði þínu ekki hika við að bóka tíma í ráðgjöf eða kynna þér námskeiðin okkar á www.heilsuthjalfun.is

Næstu námskeið byrja í Heilsu­ræktinni þann 5. og 6. okt Upplýsingar og skráning á www.heilsuthjalfun.is og í netfangið: 30@30.is eða í síma: 864-9155

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.ISLENDINGUR.IS

Bodyflex

fremst vegna ójafnvægis í blóðsykri­ num. Léleg samsetning á mataræði orsakar sykurlöngun. Svefnleysi orsakar sykurlöngun, þegar við so­ fum ekki nóg þurfum við eitthvað til að halda okkur vakandi. Þar kemur

ónlist getur hljómað örveikt og yndi­ slega, skoppandi og skemmtilega og glansandi glæsilega svo maður lyft­ist næstum á flug“ segir tónelska músin Maxímús Músikús. „Að lyftast á flug“ finnst líklega flestum fela í sér kraft og gleði og vilja án efa auka þessa þætti í lífi sínu og leita til þess misgóðra leiða. Börn geta kennt okkur að „lyftast á flug“ á heilbrigðan hátt. Á dögunum fór undirrituð í leikskólaheimsóknir á Akureyri ásamt Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til að leiða börnin um töfraheima tónlistarinnar og bera þeim kveðju frá Maxímús Músíkús. Börnin hlýddu meðal annars á tóndæmi sem endurspegluðu mýkt og styrkleika tónanna

og hlustuðu á músartístsútgáfu af Litlu andarungunum. Þau tóku virkan þátt, döns­ uðu og sungu á tjáningaríkan og glaðlegan hátt og greinilegt var að þau gleymdu sér í tónlistarsköpuninni. Að horfa á börn njóta og leika með tónlist er öllum hollt, ekki bara til að fá innsýn í heim þeirra heldur einnig til að minna okkur á barnið innra með okkur og ýta þannig undir frelsið til að upplifa sjálf á einlægan og barnslegan hátt hvort sem um er að ræða tónlist eða annað. Gildi tónlistaruppeldis verður seint of­metið en það getur eflt hreyfiþroska, tungu­­mála­­ þroska, sjálfstraust og sjálfsþekkingu, svo fátt eitt sé nefnt. Að njóta tónlistar og skapa tónlist, hvort heldur sem er með markvissu tónlistarnámi eða í leik, er góður undirbúningur fyrir lífið. Tónlistarupplifun getur gefið okkur nýja sýn á svo margt og bætt við skynjun okkar á heiminn, eflt tilfinningar og ímyndunarafl. Að leika á hljóðfæri, hvort sem er á dótatrommu, fiðlu, flautu, greiðu eða legókubba, veitir þjálfun

í að gera tilraunir, þora að mistakast, byrja aftur og finna gleðina þegar vel gengur og vera stoltur af sjálfum sér. Slíkur leikur getur hjálpað börnum til að takast á við tilveruna í jafnvægi við sjálf sig og umhverfi sitt. Allir geta verið skapandi en oft, sökum hvers­­dagsamsturs, vanafestu, ofgnóttar áreita og tímaleysis, fær sköpunargáfan í hverjum og einum ekki að njóta sín. Við berum ábyrgð á því að þroska það sem er gott í okkur sjálfum sem og í börnunum okkar. Þess vegna er mikilvægt að stíga út fyrir hversdagsrammann, gefa samveru­ stundum fjölskyldunnar og okkar eigin tíma nýja vídd með því að fresta þrifum, slökkva á sjónvarpinu, skilja eftir pláss í skiplaginu fyrir skyndihugdettur og leika sér. Sleppa fram af sér beislinu og skoða hinar hliðarnar á teningnum. Leiðirnar til þess að auka gleði og kraft í lífinu eru misjafnar en ein er að njóta tónlistar. Setjið því uppáhaldstónlistina „á fóninn“, skellið ykkur á tónleika, dansið, syngið með sjálfum ykkur og öðrum, takið í greiðu, dustið rykið af gítarnum, prófið bumbuslátt! Því eins og Maxímús segir „getur tónlist hljómað örveikt og yndislega, skoppandi og skemmtilega og glansandi glæsilega svo maður lyftist næstum á flug.“


RISA

HAUST-TILBOÐ

Gestahús 24 m² - Sýningarhús Fullt verð 2.900.000 kr. Haust-tilboðsverð kr. 2.390.000,(Aðeins eitt eintak) Fullbúið að utan, fokhelt að innann. Byggingarnefndarteiknisett.

VH/11- 08

Fyrstur kemur fyrstur fær - Aðeins tvö gestahús í boði

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Garðhús í úrvali 10% afsláttur af öllum garðhúsum meðan byrgðir endast. Sjá nánar á heimasíðu

www.volundarhus.is 70 mm bjálki / Tvöföld nótun

Tilboð Gestahús 25 m² Verð áður kr. 1.689.000,- án fylgihluta. Haust-tilboðsverð kr. 1.500.000,- án fylgihluta. Verð áður kr. 1.989.000,- með fylgihlutum. Haust-tilboðsverð kr. 1.800.000,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti.

Vel valið fyrir húsið þitt VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400

Austursíða 2, 603 Akureyri. Sími 533 2211 www.nesfrakt.is

Af gæðunum þekkið þið pallaefnið frá Völundarhúsum


10

29. SEPTEMBER 2011

SAGA KVENNA, BARNA OG VENJULEGRA ORÐIÐ ÚTUNDAN Segir Brynhildur Þórarinsdóttir sem skrifaði fræðibók fyrir börn um sjálfstæðishetjuna Jón Sigurðsson. „Hann bjó sig til sem mikilmenni og Íslendinga vantaði stríðshetju,“ segir höfundur.

Þ

au eru ekki ýkjamörg skáldin á Akureyri þessa dagana, eftir því sem næst verður komist, en í hópi þeirra er Brynhildur Þórarinsdóttir sem hefur ekki síst kveðið sér hljóðs sem barnabókahöfundur undanfarið og hlotið norrænu barnabókaverðlaunin fyrir verk sín. Nýjasta bók Brynhildar kom út 17. júní síðastliðinn og ber heitið Óskabarn: bókin um Jón Sigurðsson. Eins og titillinn ber með sér fjallar bókin um ævi og störf Jóns Sigurðssonar og er hún ætluð börnum til skemmtunar og fróðleiks. En hvað varð til þess að Brynhildur skrifaði þessa bók? „Bókin er í raun framhald af fjölskyldusýningu um Jón sem ég setti upp í Þjóðmenningarhúsinu síðastliðinn vetur í samvinnu við Sigurjón Jóhannsson myndlistarmann. Mér varð strax ljóst þegar ég byrjaði að vinna textann fyrir sýninguna að þetta efni yrði að rata á bók. Ég fann hreinlega ekkert áhugavert eða aðgengilegt efni fyrir krakka um Jón og sjálfstæðisbaráttuna, hvað þá um 19. öldina. Mig langaði að víkja aðeins frá hefðbundnu lýsingunni á sjálfstæðishetjunni og sýna Jón líka sem barn, ungling og fjölskylduföður. Um leið gafst tækifæri til að beina athygli að fólkinu í kringum hann, ekki síst þolinmóðu konunni hans, henni Ingibjörgu.“ Verður Óskabarn skólabók? Er hún fræðirit fyrir börn? „Já, það má vel kalla hana fræðibók, ég styðst við heimildir – fyrst og fremst bækur Guðjóns Friðrikssonar, þótt ég leyfi mér að skálda í eyðurnar. Ég greip líka í margvísleg rit, íslensk sem erlend, til að draga upp mynd af samfélaginu á 19. öld. Ég efast ekki um að krakkar hafi gaman af því að sjá hvaða tækninýjungar komu fram á dögum Jóns – eða öllu heldur hvaða uppfinning­ ar hann komst aldrei í kynni við. Óskabarn er sett upp á

svipaðan hátt og Íslendingasögurnar sem ég hef gefið út, með skýringum og ítarefni á spássíum. Í bókinni er lýsing á lífinu á þremur stöðum á 19. öld sem allir eru framandi fyrir börn; sveitinni í Arnarfirði, litla þorpinu Reykjavík og smáborginni Kaupmannahöfn. Ég sé því fyrir mér að hún geti nýst vel í skólastarfi.“ Bæði hefur verið talað um Jón Sigurðsson sem sjálfstæðishetju, sameiningartákn þjóðarinnar og óskabarn Íslands. Við sjáum mynd af honum á fimmhundr­ uðkallinum og afmælisdagurinn hans var gerður að þjóðhátíðardegi. Finnst Brynhildi, eftir að hafa skoðað sögu Jóns, að hann eigi skilið alla þá upphefð og virðingu sem hann nýtur? „Svarið er eiginlega bæði já og nei. Hann var sá sem barðist hvað ötulast fyrir sjálfstæði frá Dönum á 19. öldinni. Hann mótaði baráttuaðferðina sem virkaði best gegn Dönum; það var hreinlega að reikna dæmið upp á nýtt. Hann fann samt ekki upp sjálfstæðisbaráttuna eins og mér finnst stundum gefið í skyn. Það er svo margt sem var á seyði í Evrópu á þessum tíma sem verður að taka með í sögu Jóns og það var ekki síst sá hluti sem var flókið að koma á barnvænt mál. Víðs vegar krafðist fólk sjálfstæðis, kosningaréttar og ýmissa réttinda sem við tölum um núna sem sjálfsögð mannréttindi. Mér finnst áhersla Jóns á lýðréttindi og þróun og uppbygg­ ingu íslensks samfélags mjög áhugaverð, þar er hann ekki síður brautryðjandi. Maður sér alveg hvernig Jón sjálfur býr sig til sem mikilmenni og hvernig menn síðar nýta hann til að skapa Íslendingum „stríðs“hetju eins og allar aðrar þjóðir áttu. Við leggjum ekki eins mikla áherslu á að upphefja einstaka menn núna og höfum áttað okkur á því að saga annarra en karla eins

Brynhildur Þórarinsdóttir. og Jóns hefur orðið útundan; saga kvenna, barna, og „venjulegs“ fólks. Það breytir því ekki að börn þurfa að þekkja sögu Jóns og það samfélag sem hann lifði í og langaði að hafa áhrif á. Það var mikil áskorun að bræða þessi sjónarhorn saman.“ Brynhildur er sjálf móðir þriggja barna og tveggja bón­ usbarna og hún kennir íslensku við Háskólann á Akureyri. Hún hefur margoft sótt í sagnaarf íslensku þjóðarinnar og leitað innblásturs í liðnum tíma. Segir það manni að í henni leynist sagnfræðingur sem gægist reglulega upp við hliðina á skáldinu og íslenskufræðingnum? „Það er góð spurning. Ætli það ekki bara. Ég er með meistarapróf í íslenskum miðaldabókmenntum og það nám liggur mjög nálægt sagnfræðinni. Ég hef sérstaklega gaman af því að skoða fortíðina og grafa upp áhugavert efni til að matreiða handa börnum og unglingum. Það er svo ótrúlega margt sem við höldum að krakkar viti eða skilji en við gleymum því að vitneskj­ an flyst ekki sjálfkrafa milli kynslóða, það þarf að tala til barnanna á máli sem þau skilja og hjálpa þeim að lifa sig inn í liðna tíma.“ En hvernig gengur Brynhildi að skrifa á Akureyri? Sækja að henni aðrar hugsanir í hinu bjarta norðri en þegar hún dvelur fyrir sunnan, sá „erkireykvíkingur“ sem hún ef til vill einu sinni var? „Já, gamli Reykvíkingurinn hefur breytt um sjónarhorn og nýtur sín vel sem Akureyringur. Ég kom reyndar hingað frá New York, Akureyri var einhvern veginn

„Það virtist rökrétt skref að flytja til Akureyrar frá New York,“ segir Bryn­ hildur Þórarinsdót­ tir kennari, skáld og rithöfundur. rökrétt framhald af dvölinni þar. Það er óskaplega gott að skrifa hérna, ég hef fína aðstöðu í Háskólanum en sit líka mikið heima með tölvuna í fanginu eða rölti niður í bæ og sest inn á kaffihús og skrifa. Lífið hefur gjörbreyst síðan ég flutti hingað, ég viðurkenni það, og hugsanirnar með. Það hefur þó mest að gera með það að við erum með þrjá fjöruga krakka á aldrinum tveggja til sex ára svo það er varla hægt að tala um rólegheitin hér miðað við erilinn fyrir sunnan. Það sést hins vegar alveg á bókunum mínum hvar ég bý, ég hef skrifað fimm bækur eftir að ég flutti hingað, tvær gerast á Akureyri – bækurnar um Nonna og Selmu, og ein á Gásum en hún varð til í samvinnu við Minjasafnið og Gásakaupstað. Jón Sigurðsson kom víst aldrei hingað á sínum tíma en nú er hann mættur.“

LEGSTEINAR FRAMLEIDDIR Á AKUREYRI Steinsmiðja Norðurlands hefur tekið til starfa við Glerárgötu. Þórir Barðdal framkvæmdastjóri segir að starfsemin sé frumkvöðlastarf í bænum en fram til þessa hafi Akureyringar þurft að leita suður, á netið eða í bæklinga til að fá legsteina eða minnisvarða úr náttúrusteini.

S

teinsmiðjan býður upp á íslenska steina, norðlenskt stuðlaberg, grásteinshellur, granít og fjörustuðla. „Akureyringar vilja fá persónulega þjónustu, þeir vilja geta snert og séð með eigin augum það sem þeir eru að kaupa,“ segir Þórir. Steinsmiðjan býður einnig uppsetningar á minnismerkjum um allt Norðurland, enda er það að sögn framkvæmdastjóra Steinsmiðjunnar vandasamt og sérhæft starf.

Þórir hefur starfað í áratugi við steinsmíði og höggmyndagerð. Hann lærði höggmyndalist hér á landi en í Þýskalandi stundaði hann nám við Listaakademíuna í Stuttgart. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum á höggmyndum sínum í gegnum árin, bæði hérlendis og erlendis, fyrir utan að hafa stofnað og rekið steinsmiðjuna Sólsteina í Kópavogi í áratug.


Dalsbraut

frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Svæðið sem deiliskipulagið nær til er götustæði Dalsbrautar frá Þingvallastræti í norðri að Miðhúsabraut í suðri ásamt nokkrum fullbyggðum íbúðasvæðum sem liggja að götustæðinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að tengibrautin Dalsbraut haldi áfram frá núverandi aðkomuvegi Lundarskóla, þveri Skógarlund og tengist Miðhúsabraut um núverandi hringtorg við Kjarnagötu. Lengingin á Dalsbraut er um 800 metrar en í tillögunni er einnig gert ráð fyrir jarðvegsmönum, hljóðvörnum, gönguljósum, trjágróðri og um 2100 metrum af göngu- og hjólreiðastígum. Byggingarreitir og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Jafnframt er fellt úr gildi deiliskipulag fyrir tvö svæði, Kjarrlund og Barrlund annars vegar og Þrastarlund hins vegar, þar sem þau eru innan þessa skipulags. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð, umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 28. september til 10. nóvember 2011, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar, www.akureyri.is, undir: stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.

Skýringar

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 10. nóvember 2011 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (arnarb@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Vinsæli nagla- og airbrushskólinn verður helgina 7.-9. október á Akureyri Höfum bætt við okkur kennslu í augnaháralengingum, það flottasta í Evrópu. Skráning er hafin á hafnarsport@simnet.is og í síma 820 2188 / 661 3700.

NATURAGLO „Engir flekkir“

Virtasta brúnkuefnið á markaðinum í dag


12

29. SEPTEMBER 2011

KONUR MÆTA MEIRI FORDÓMUM EN KARLAR ÞEGAR KEMUR AÐ ALKÓHÓLISMA,“ SEGIR DAGSKRÁRSTJÓRI SÁÁ.„FINNST STUNDUM AÐ ALLT SAMFÉLAGIÐ SÉ Á RISASTÓRU FYLLERÍI“ drykkju, bætt heilsu og breytt menningu ungmenna til hins betra? Anna Hildur jánkar því, „það er rétt,“ segir hún. „En hins vegar bresta oft öll bönd þegar unglingarnir koma af grunnskólastiginu og fara í framhaldsskóla. Forvörnum hefur í gríðarlegum mæli verið beint gegn grunnskólunum en fram­ haldsskólinn hefur gleymst. Það fara margir illa út úr því að fá frjálsar hendur í framhaldsskólanum.“ Ein tölfræðin sem stundum er vitnað til í áfengismálum hér á landi er að 10% íslenskra karlmanna séu alkar. Réttara sagt hefur komið fram opinberlega að tíundi hver karl á Íslandi hafi farið í meðferð til Þórarins Tyrfingssonar á Vogi. Þetta er sláandi hlutfall en Anna Hildur segir að í raun sé ástandið ekkert skárra hjá íslenskum konum. „Við erum ekkert síður alkar en karlar, við bara skilum okkur síður í meðferð.“ Hvers vegna? „Það er síður samfélagslega viðurkennt að konur fari í með­ ferð. Konur mæta meiri fordómum en karlar. Drukkin kona á almannafæri fær þyngri dóm hjá almenningi en dauðadrukkinn karlmaður, jafnvel árið 2011 erum við ekki lengra komin en það. Svona er þetta bara.“

A

„Stærsta breytingin sem orðið hefur á Íslandi á örfáum árum finnst mér vera að við búum í alkóhólískara þjóðfélagi en nokkru sinni.“

nna Hildur Guðmundsdóttir er dagskrárstjóri SÁÁ á Akureyri. Hún tekur á móti blaðamanni á skrifstofu sinni í Hofsbótinni þar sem SÁÁ er til húsa. Það er haugur af gögnum á skrifborðinu, augljóslega nóg að gera. En Anna Hildur veitir blaðamanni fúslega tíma til að fjalla opinberlega um þetta skæða fyrirbæri, alkóhólismann, enda geta upplýsingar bjargað mannslífum. Þess vegna setjumst við niður og spjöllum saman um líf í ljósi og skugga. Fyrsta konan í stöðu dagskrárstjóra Anna Hildur er fyrsta konan sem gegnir starfi dagskrárstjóra SÁÁ á Akureyri. Hún hefur sinnt því í þrjú ár og kann því vel. Blaðamaður spyr hvers vegna hún hafi sótt um stöðuna þegar hún losnaði og svarar hún hispurslaust því að umsóknin hafi verið afleiðing af óvæntum skilnaði. „Ég stóð allt í einu uppi með tvö börn og fjárhagsáhyggjur og þurfti að huga vel að tekjum okkar. Það var ein helsta ástæðan fyrir því að ég sótti um starfið. Önnur ástæða var líka sú að fólk innan SÁÁ hvatti mig til að sækja um.“ En hvers vegna hvatti fólk hana til að sækja um? Hvað þarf góður áfengisráðgjafi að kunna? „Hann þarf að að kunna að husta. Sá sem kann að hlusta er líklegur til að ná sambandi við skjólstæðingana.“ Haldi einhver að hver sem er geti orðið áfengis- og vímuefnar­ áðgjafi svona einn, tveir og þrír, er það mikill misskilningur. Um faggilt nám er að ræða, 3ja ára nám og 6000 vinnustundir. „Það liggur á bak við þetta heilmikil vinna,“ segir Anna Hildur með sannfæringu í röddinni en pollróleg eins og sjórinn fyrir utan. Alkóhólískara samfélag en nokkru sinni Anna Hildur er sjálf alkóhólisti eins og margir aðrir ráðgjafar hjá SÁÁ. Hún var þó ekki lögst í ræsið eins og sumir halda að

alkóhólistar þurfi að ganga í gegnum til að „komast á botninn“ eins og það er stundum kallað. Hún var bara ósköp venjuleg kona sem drakk of mikið. „Mín persónulega skoðun er að við Íslendingar séum búin að þróa alveg gífurlegt umburðarlyndi gagnvart áfengisneyslu. Það þykir fínt að drekka en um leið og einhver fer út fyrir rammann, um leið og þú ert ekki eins og hinir – um leið og þú ert mann­ eskjan sem sofnar við borðið þitt klukkan 10 á árshátíðinni þá verðurðu sennilega brennimerktur. Þér verður refsað með baktali og þess háttar leiðindum en það er ekki víst að nokkur rétti hjálparhönd að fyrra bragði. Ég sé það til dæmis í Noregi að þar er miklu meiri stuðningur inni í fyrirtækjum en hér. Í Noregi eru fjárheimildir sem vinnustaðir hafa til að bregðast við áfengisvandamálum starfsmanna og ýmis úrræði í boði. Hér hins vegar þurfa fyrirtæki ekki einu sinni að greiða starfsmanni í meðferð laun. Mörg gera það reyndar en mörg gera það ekki.“ Anna Hildur tekur sér stutta málhvíld en heldur svo áfram: „Stærsta breytingin sem orðið hefur á Íslandi á örfáum árum finnst mér vera sú að við búum í alkóhólískara þjóðfélagi en nokkru sinni. Það er búið að tengja vín við allt. Það þykir sjálfsagt mál að drekka, það þykir sjálfsagt mál að umgangast vín. Í raun er allt orðið dálítið brennivínstengt og öllu ofar svífur hugsunin: ég á fullan rétt á því að drekka. Það gleymist stundum að fólk á líka rétt á að drekka ekki, fólk á líka rétt á að vera á stöðum þar sem ekki er drukkið. Kannski myndi einhver segja að ég væri nú orðin fanatísk að tala svona en mér finnst allt í lagi að hnykkja á því, að þeir sem vilja vera á stöðum þar sem ekki er drukkið eiga rétt á að vera á stöðum þar sem ekki er drukkið.“ Frjálst fall í framhaldsskólunum Blaðamaður spyr hvort það sé þó ekki jákvætt að margir for­ eldrar haldi fastar í hönd barna sinna nú en áður og lengur fram eftir aldri. Hvort það hafi ekki stuðlað að minni unglinga­

Landnámsfólkið með alkagen í blóðinu En hvers vegna er alkóhólismi svo algengur hér á landi? Anna Hildur segir að ýjað sé að því í rannsókn Íslenskrar erfðagrein­ ingar að allt Ísland hafi byggst upp af átta fjölskyldum og þar af hafi alkóhólismi verið ríkjandi í genum þriggja þeirra. Fyrir vikið kunni meinið að vera svo útbreitt hér á landi. „Kannski voru fyrstu landnámsmennirnir svona öfgafólk eins og Íslendingar eru enn. Það hefur oft verið talað um að Ísland sé á fylleríi, hér eru alls konar afneitanir og réttlætingar í gangi, alls konar bull eins og hjá virkum alkóhólistum, alls konar siðferðis­ legt rugl sem enginn þykist sjá. Siðferðislegt mat þjóðarinnar er svo brenglað að alltaf þegar einhver ætlar að skera sig úr og tala fyrir siðbót er sá hinn sami barinn niður.“

Erfið augnablik eru forsenda bata Við vendum talinu að starfskyldum Önnu Hildar. Í hverju felst dæmigerður vinnudagur hjá áfengisráðgjafa á Akureyri? „Dagurinn er margslunginn, starfið nær yfir svo breitt svið. Ég tala við fólk sem er komið úr meðferð, ég tala við fólk sem grun­ ar að það sé alkóhólistar. Ég tala við aðstandendur alkóhólista, ég tala við konur og karla sem hafa brotið allar brýr að baki sér. Ég tala við ungt fólk sem hegðar sér þannig að ástæða er til að vera vel á verði, ég fer í skóla og flyt fyrirlestra, í raun þjónusta ég alla sem hafa áhuga á alkóhólisma, meðvirkni og öllu sem því tengist.“ Hver er skilgreiningin á alkóhólisma? „Alkóhólismi er sjúkdómur, heilasjúkdómur. Það þarf að upp­ fylla ákveðin skilyrði til að fá þá greiningu hjá lækni að einhver sé alkóhólisti, en ráðgjafar geta hins vegar fundið vísbendingar um hvort viðkomandi er veikur eða ekki. Ef okkur sýnist að fólk sé með áfengissýki leggjum við jafnan til afeitrun á Vogi. Hafa ekki orðið mörg erfið augnablik á skrifstofunni þar sem við sitjum nú í samtölum þínum við fólk? „Jú, það er rétt. Það er mjög erfitt að horfast í fyrsta skipti í augu við sjálfa sig og átta sig á að allt sem maður hélt að væri öðrum að kenna er kannski manni sjálfum að kenna. Þegar það rennur upp fyrir fólki skapast erfitt augnablik. Ég veit sjálf af eigin reynslu hvað það augnablik getur verið margslungið, ég þessi sjálfstæða kona sem átti sjómann og tvö börn og var vön að drífa allt batteríið áfram, ég réði ekki við eigin áfengisneyslu þótt ég væri hörkudugleg. Áfengið hafði valdið öllum þeim vanda sem var fyrir hendi í mínu eigin lífi og það var ekki góð tilfinning þegar sú staðreynd rann upp fyrir mér en samt var það


13

29. SEPTEMBER 2011

líka ákveðinn léttir. Því þótt fólk hafi ekki stjórn á áfengisneyslu sinni þýðir það ekki að viðkomandi sé mislukkaður.“ Hið endalausa sull Anna Hildur segir um íslenska alkóhólista að kannski sjáist nú opinberlega færri á ferli í löngum drykkjutúrum en í gamla daga en þar með sé ekki sagt að neitt skárra hafi tekið við. „Þetta endalausa sull sem er hjá svo mörgum hefur jafnmikil ef ekki verri áhrif á suma. Hér áður fyrr datt fólk bara í það um helgar og þá dálítið hressilega oft en nú er allt á floti jafnvel alla daga vikunnar.“ En hvað segir hún við aðstandendur sem koma nær dauða en lífi á skrifstofuna hennar? „Stundum þurfa aðstandendur mjög mikla hjálp en stundum ekki. Sumir aðstandendur eru með allt sitt á hreinu og láta ekki bjóða sér hvað sem er, en stundum eru aðstandendur alveg rosalega veikir; ekki minna veikir en alkinn. Þess vegna segjum við að alkóhólismi sé ekki einkamál þess sem drekkur heldur fjölskyldusjúkdómur. Að alast upp við alkóhólisma hefur oft mjög neikvæð mótandi áhrif. Öll börn eiga rétt á að alast upp í áfengislausu umhverfi.“ Bitnar verst á þeim sem mega sín minnst Spurð hvort kreppan hafi bitnað meir á alkóhólistum en öðrum hópum svarar dagskrárstjórinn að kreppan bitni á öllum sem minna megi sín. SÁÁ hafi fengið takmarkaðri fjárráð eftir hrun, skjólstæðingar þurfi nú að greiða fyrir eftirmeðferð, hóflegt gjald reyndar. Einnig sé búið að tvöfalda gjaldtöku fyrir viðtöl. Biðtími fyrir endurkomufólk hafi einnig lengst en þrátt fyrir þetta megi þakka SÁÁ að áhrifin hafi ekki orðið verri en raun ber vitni. „Við höfum unnið vel úr kreppunni, þótt ég segi sjálf frá.“ Ekki alls fyrir löngu kom til skoðunar að loka stöð SÁÁ á Akureyri en Akureyrarbær kom þá til bjargar inn í reksturinn með 8 milljóna króna fjárframlagi. Að sögn Önnu Hildar er þverpólitískur vilji fyrir því meðal bæjarfulltrúa að stöðin starfi áfram enda viðbúið, líka fyrir þá sem undanskilja hið húmaníska og hugsa allt í tölum, að kostnaður samfélagsins yrði hærri af því að loka stöðinni en sem nemur rekstrarfé nú.

AÐSEND GREIN

NÝJU FÖTIN KEISARANS

E

kki er nú alveg laust við að manni hafið dottið í hug ævintýri H.C. Andersens þegar fréttir bárust af áhuga Huang Nubo á 300 ferkílómetrum af örfoka landi á Íslandi. Strax fór af stað mikið moldviðri, (eins og algeng eru á Hólsfjöll­ um) í fjölmiðlum og umræðu allri um ágæti þessa. Talað var um það eins og einfaldan og sjálfsagðan hlut að byggja 300 herbergja „resort“ á öræfunum, golfvöll, hestabúgarð og ég veit ekki hvað og hvað. Eins og engum hafi dottið þetta í hug fyrr eða hvort þetta væri yfir höfuð raunhæft og gerlegt. Vissulega er margt, jafnvel allt, hægt að gera fyrir peninga. Hins vegar hefur umræð­ an þróast á þann veg að nú snýst þetta allt um þjóðerni hins framkvæmdaglaða manns en ekki hvað hann ætlar að gera, raunhæfni þess, orsakir og afleiðingar. Ég hef verið í ferðabransanum allt mitt líf og þekki vel til hans. Ég hef auk þess starf­að í greininni á hálendi NA lands og veit ýmislegt um kosti, galla, möguleika og tækifæri þessa svæðis. Ég er ekki alveg viss um að ef ég kæmi fram með hugmyndir af því tagi sem umboðsmenn ágæts Nubo halda á lofti að þær yrðu teknar alvarlega. Ég er reyndar næsta viss um að mínir nánustu samstarfsmenn og vinir teldu mig genginn af göflunum. En af því að fákunn­ andi umboðsmenn hins ljúfa kínverska vinar okkar halda þessu fram eru áformin tekin alvarlega, enda útlendir peningar í boði. Menn haga sér eins og hungraðir laxar framan við girnilegan maðk. Sveitarstjóri Norðurþings fær dollaramerki í augun og heimtar af sinni alkunnu hógværð að stjórnvöld verði við óskum klæðskeranna um efni í föt á keisarann. Af hverju er ekki hægt að nálgast þetta mál eins og venjulegar fjárfestingarhug-

myndir? Gefum okkur að hin víðsýna sveitar­stjórn Norðurþings hafi þegar gengið frá aðalskipulagi sem geri ráð fyrir þeirri starfs­semi sem hér um ræðir, því ekki mega framkvæmdaaðilar hafa áhrif á pólitíska sýn sveitarstjórnarinnar. Nubo, þessi öðlingur með valinkunnan hóp traustra ráðgjafa úr hópi heimamanna, verður ekki í vandræðum með að leggja fram vandaða deiliskipulagstillögu með tilheyrandi um­ hver­fismatsskýrslu er sýni fram á raunsæi hugmyndanna. Í framhaldi af því, framkvæmdaáætlun sem staðfestir að öllu verði lokið eftir þrjú ár eins og nú er fullyrt. Hvað þarf til: 300 herbergja „resort“ þarf allt að 20.000 fermetra byggingar, á þriðja hundrað starfsmanna sem allir þurfa að búa ein­hvers­­­­staðar með fjölskyldur sínar, það er svona meðal þorp. Það þýðir væntanlega skóla og leikskóla, heilsugæslu og aðra innviði mannlegs samfélags. 18 holu golfvöllur þarf allt að 20 hektara landsvæði, hesta­búgarðurinn þarf annað eins og svo allt hitt sem ekki er upp talið. Ekki efast ég um það eitt augna­ blik að ráðgjafar og hönnuðir þessa góða verkefnis verður ekki skotaskuld úr því að koma þessu öllu haganlega fyrir í ógnar­ víðáttum Hólsfjalla. Svo þarf að bora eftir heitu vatni til að kynda allt þorpið, leggja vegi og tilheyrandi innviði til að þetta virki nú allt saman rétt. Batteríið þarf svo um 150.000 gesti á ári, sem greiða að meðaltali 10 -20 þúsund íslenskar krónur fyrir daginn, til að standa undir sér. Spennandi verður að sjá hvernig umhverfismatsskýrslan fer með þætti eins og lýsingu, beitarþol fyrir hrossin og hvernig á að reka golfvöll í 500 metra hæð á vatnslausu landi, enda hefur landeig­ andinn afsalað sér vatnsréttindum. Hvaðan og hvernig eiga síðan viðskiptavinirnir að

koma og munu viðskipti þeirra einskorðast við þetta fyrirtæki eða mun markaðssetn­ ingin hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu almennt og þá hvernig?

Þetta er ekkert mál: Leyfum Nubo að kaupa Grímsstaði. Erfingj­ um hins örfoka lands, sem hafa ekki dug til að búa á því sjálf, er ekki of gott að fá nokkra aura fyrir melana. Ríkið er þegar búið að borga hluta eigendanna fyrir að hætta að nota landið til beitar, hinir hafa ekki fengið neitt, og nú býðst tækifærið þegar þessi ljúflingur úr austri birtist og lætur nokkra mola falla af auðlegð sinni til að bjarga málunum. Gott og vel, eign er eign og þær má kaupa og selja. En eign fylgir ábyrgð, ekki síst eign á landi. Hver sá sem á land ber ábyrgð á því að landið framleiði verðmæti til lífsviðurværis hvers samfélags, þeirri ábyrgð hafa núverandi eig­ endur Grímsstaða ekki staðið undir. Frekar en margir aðrir slíkir á Íslandi. Þess vegna er það rétt hjá Ögmundi að nú er tækifæri til að skoða löggjöfina um einkaeignarrétt á landi í þaula. Löggjöf sem á fáa sína líka í heiminum og í raun alveg með ólíkindum að eitthvert fólk sem erfir einhverjar auðnir geti haldið heilu samfélögunum í gíslingu hugarfarsins. Það verður spennandi að sjá hverju keisarinn á Hólsfjöllum klæðist á opunardaginn árið 2014 í Las Vegas Íslands.

Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri

MEÐ AUGUM AÐKOMUMANNSINS

BJARMI Á NÆTURHIMNI

„Það er mjög erfitt að horfast í fyrsta skipti í augu við sjálfa sig og átta sig á að allt sem maður hélt að væri öðrum að kenna er kannski manni sjálfum að kenna,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengisráðgjafi á Akureyri. Sigurinn felst í uppgjöfinni Það er orðið stutt í bókaðan skjólstæðing og tímabært fyrir blaðamann að kveðja og ganga út í haustsólina. En vill Anna Hildur koma einhverjum skilaboðum áleiðis til þeirra lesenda sem eru að velta fyrir sér hvort þeir eigi að grípa til aðgerða vegna mála sem tengjast áfengi og fíkniefnum? „Já. Fyrsta skrefið er að hringja, leita upplýsinga, spyrja. Sá sem hefur efasemdir ætti ekki að láta nægja að hugsa og hafa áhyggj­ ur heldur gera eitthvað í sínum málum.“ Felst sigurinn í uppgjöfinni? „Já, í rauninni og það er það sem mér finnst svo gefandi við þetta allt saman. Að fara á Vog var eitt það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni gert en þegar inn var komið hófst ferlið sem síðan hefur gefið mér gríðarlega mikið. Allt sem ég á í dag á ég því að þakka að ég hætti að drekka.“ Eru fleiri litir í lífinu nú? „Já, lífið er bara ótrúlega flott og skemmtilegt. Auðvitað koma öldudalir hjá mér eins og öllum öðrum en heilt yfir er lífið yndi­ slegt og við eigum öll rétt á að lifa því þannig.“ Texti: Björn Þorláksson

S

ú næsta sem bregður upp mynd af Akureyri og Akur­­­eyringum er dr. Unnur Birna Karlsdóttir. Unnur er ekki síst þekkt fyrir bók sína Þar sem fossarnir falla – náttúrusýn og nýtingu fallvatna 1900-2008, tímamótaverk sem tilnefnt var til menningarverðlauna DV. En nú er umfjöllunarefni Unnar Birnu hið bjarta norður: Í minni fyrstu minningu um Akur­ eyri var hún bjarmi á nætur­himni, hinum megin við fjallið sem bar svart við þennan ljósflekk á himninum sem stafaði frá ljósum bæjarins. Akureyri var sjaldan nefnd á nafn á mínum slóðum. Hún kallaðist bara bærinn. Maður fór í bæinn, var í bænum og kom úr bænum – og það að vera búsettur á Akureyri kallaðist að búa í bænum. Það hafði sína skýringu að Akureyri gat verið bærinn í eintölu. Það var nefnilega ekki um það að ræða að eiga erindi í nokkurn annan bæ, á þessum tímum, fyrir daga almenns flækings og ferðalaga. Máttar- og menningarstólpar Akureyrar voru skilgreindir í skammstöfunum. Hún var ÚA. Hún

var MA og hún var LA. Síðast en ekki síst var Akureyri KEA. Umsvif Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri voru svo víðtæk að þau lituðu allt bæjarlífið og náðu yfir allra handa rekstur og framleiðslu. Eða, eins og maðurinn sagði, þá stóð KEA á öllu nema kirkjunni, svona í gamni sagt. Svo var auðvitað Gefjun, skrifað full­ um fetum, en nefndist oftast bara „verksmiðjurnar“. Það er reyndar merkilegur kafli í íslenskri sögu hversu fjölbreyttar atvinnustoðir og framleiðslugreinar á Akureyri voru í þá daga. Þar sameinaðist þrenna íslensks atvinnulífs; sjávarútvegur, iðnaður og landbúnaður. Akureyr­ ingar framleiddu meira að segja sitt eigið sælgæti og gos. Akureyri var líka hljómsveit Ingimars Eydal og Sjallinn eins og þjóðin veit enn. Enn eitt sem stóð sem táknmynd höfuðstaðar Norðurlands var auð­ vitað Menntaskólinn. Enn finnst mér staðsetning gömlu byggingar Menntaskólans á Akureyri snilldarlega táknræn þar sem hún stendur hátt og horfir fram. Slíkt er hlutverk menntunar; að standa hátt og horfa fram á við.

MATUR-INN Í HÖLLINNI S ýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 1.- 2. októ­ber næstkomandi. Sýningin er vettvangur norð­lenskrar matarmenningar í víðri merkingu, allt frá frumframleiðendum matvæla til veitinga-

Ég kem sjaldan til Akureyrar síðan ég flutti að norðan en þegar ég kem þangað inn í miðbæ nú, þá þekki ég ekki það sem ég sé, en sé það sem er horfið. Stundum sakna ég þess horfna. Ég sakna þess að kaupa mér íspinna í nýlenduvöruverslun Kea neðst í Grófargilinu, rangla um á milli hillanna í verslun KEA á horni Hafnarstrætis og gilsins, sem seldi allt milli himins og jarðar, allt frá gúmmístígvélum

víðáttu Amaro og gleyma mér innan um allskyns varning. Ég sakna líka gamla Ráð­hústorgsins með hringlaga gras­blettinum, blómabeðun­um, grindverkinu og bekkjunum. Mér fannst torgið deyja dálítið þegar það var hellulagt. Erlendis, á sínum tíma, spruttu ættarnöfn iðulega upp af því að menn voru kenndir við atvinnu sína, heimahaga eða fyrirtæki. Ef ættarnöfn hefðu þróast þannig hér frá Akureyri þá væru kannski til ættarnöfnin „Amaro“, „Apotekari“, „Skó“, „Sót“ og „Bakari“, svo dæmi séu tekin. Maður var manns gaman fyrir norðan og viðurnefni

Í minni fyrstu minningu um Akureyri var hún bjar­ mi á nætur­himni, hinum megin við fjallið sem bar svart við þennan ljósflekk á himninum sem stafaði frá ljósum bæjarins. Dr. Unnur Birna Karlsdóttir til glervöru og ég mundi, eins og alltaf tilheyrði, láta rúllustigann flytja mig upp á aðra hæð þar sem vefnaðarvaran og fötin voru. Síðan mundi ég rölta út í Hafnarstrætið aftur, koma við í bókabúðinni Huld og þaðan labba áfram og inn í

og ferðaþjónustufyrirtækja. Sýningin er haldin á tveggja ára fresti og verður aðgangur að henni ókeypis. Síðasta sýning var haldin haustið 2009 og sóttu hana á bilinu 12-14 þúsund gestir. Mikið er lagt upp úr því að sýningin verði fjölbreytt og í boði verður sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök auk markaðssvæðis sem kjörið er

voru algeng. Það var þannig einn þáttur í tíðarandanum að kenna menn við starf sitt eða fyrirtæki og gekk stundum í erfðir til næstu kynslóðar. Þannig var Akureyri sem ég þekkti einu sinni og miklu meira til.

til þess að selja haustuppskeruna eða annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæð­ inu verða einnig skemmtilegar keppnir og uppákomur sem gestir geta fylgst með. Opnunartími sýningarinnar verður kl. 11:0017:00 dagana 1.- 2. október. Nánari upplýsingar má finna


14

29. SEPTEMBER 2011

Út að borða með Arndísi

BESTA KAFFIÐ Í BÆNUM Arndís Bergsdóttir skrifar um veitingahús

Á

ður en snjórinn kemur er best að halda suður yfir heiðar. Þetta verður síðasta ferð ársins á sumardekkjum og haldið skal á slóðir Ingólfs og öndvegissúlnanna. Heimilið er nærri tæmt og troðið inn í bílinn. Í aftursætinu, einhversstaðar í öllu draslinu, glittir í tvö pör af litlum augum; það er réttur farþegafjöldi. Úr framsætinu varpa ég öndinni og fer einu sinni enn í huganum yfir það sem helst vantar á svona ferðalagi, bleyjur og vísakort. Hristi hausinn yfir öllum farangrinum í skottinu; hvað var ég að hugsa? Stíg á bensínið og ek af stað. Handan Öxnadalsheiðar er ég orðin hás af því að syngja alla leikskólasöngva sem

ég kann, þeir eru þrír. Leikskóladrengurinn biður mig að hætta syngja og í tækið fer Uppreisnin á barnaheimilinu, saga sem Olga Guðrún Árnadóttir þýddi og las í útvarpi fyrir allmörgum árum, og lá við að upplesturinn sjálfur ylli uppþoti. Sagan er frábær, dásamlega marxísk og á köflum stangast hún svo illilega á við pólitíska rétthugsun að ég svitna á kjálkunum. Staðarskáli situr eins og geimskip við Hrútafjörðinn. Skálinn er uppáhalds án­ ingarstaðurinn af þeirri ástæðu einni að þar fæst ýmislegt annað í gogginn en bara sveittar pylsur og hamborgarar. Til dæmis er hægt að fá ávexti ýmiskonar, nautasteikur og kjötsúpu sem virðist nokkuð vinsæl og starfsfólkið er glaðlegra og þjónustulundaðra en í flestum vegasjoppum. Í Reykjavík, á slóðum öndvegissúlnanna, skulu klisjurnar kannaðar. Geng eftir Austur­ stræti, ekki á ótrúlega rauðum skóm, en inn um fallega rauða hurð. Laugardagsár­bítur á Laundromat. Umhverfið er skemmti­legt, í þessum „viðerumótrúlegaafslöppuðoghentu­ meinhverjusaman“ stíl sem tröllríður veitingahúsamenningunni í augnarblikinu. En það sem Laundromat hefur þó umfram aðra staði, og kemur mér skemmtilega á óvart, er að þrátt fyrir að umhverfið sé útpælt þá skortir alla sýndarmennsku. Það er gott að sitja í sínum þægilegustu flíkum, lesa blöðin, eða bók úr bókahill­

unni og úða í sig ýmsu góðgæti sem komið hefur á diski; hummus, grillaðir tómatar, eggjahræra, steiktar kartöflur, ostur og fleira. Þarna er líka tilvalið fyrir ferðalanga að þvo þvottinn sinn á meðan. Niðri er skemmtileg stemming. Við blasir stórt leikherbergi, þar sem einu sinni var hið fræga vindlaherbergi á Rex, einhvernvegin afar rökrétt þróun. Þar úir og grúir af rauðum púðum, leikföngum og börnum. Og foreldrarnir, þeir eru þarna líka. Sitja í þægilegum sætum og

Staðarskáli situr eins og geimskip við Hrúta­fjörð­ inn. Skálinn er uppáhalds án­ingarstaðurinn .

lesa eða spjalla með kaffibolla á meðan að börnin veltast um. Allir púðarnir gera það að verkum að hávaðinn er nær enginn miðað við fjöldann af litlu fólki. Tveir klukkutímar fljúga hjá og allir, stórir sem smáir, eru kátir. Skeiðað upp Laugaveginn með viðkomu í uppáhaldsverslununum – og uppáhaldskaffihúsunum. Besta kaffið í

MENNING

HANGANDI SKÚLPTÚRAR Í SKÓSTÆRÐ

Í Menningarhúsinu Hofi stendur nú yfir sýning sem ber yfirskriftina „hangandi skúlptúrar í skóstærð“. Myndlistarfélagið stendur fyrir þessari sýningu og eru sýnendur allir félagar í Myndlistarfélaginu. Þarna má sjá verk eftir 33 myndlistarmenn sem flestir eru búsettir á Akureyri og má segja að verkin séu jafn ólík og þau eru mörg. Sýningarstjórar eru Laufey Margrét Pálsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir. Sýningin stendur til 19. október.

NORRÆNT TUNGUMÁLAÁTAK Fyrir brúðkaupið, áhöld og gjafir úr silfri.

Trúlofunar-og giftinga­hringar.

bænum er hjá Sonju Grant á Kaffismiðju Íslands á Kárastíg. Svo yndislegt „hola í vegg“ kaffihús og besta kaffið í bænum. Laugavegslabb, frábær árbítur og besta kaffið í bænum. Sniðug tilviljun að báðir staðirnir eigi norðlenskar rætur hugsa ég og horfi til himins á meðan að ég skeiða inn Bergsstaðastrætið með gleði í harta og nýja skó í poka.

Ungt fólk á Norðurlönd­ um á sífellt erfiðara með að skilja tungumál hvers annars, þrátt fyrir aukna umferð yfir landamæri. Vegna þessa hefur Norræna ráðherranefndin ýtt úr vör verkefnum þar sem áhersla er lögð á að auka skilning norrænna barna á tungumálum grannþjóðanna. Eitt þess­ ara verkefna er Norræna tungumálaátakið. Á morgun, föstudaginn 30. september, verður haldið námskeið á vegum Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, í Brekkuskóla

á Akureyri. Verkefnisstjóri tungumálaátaksins, Bodil Aurstad, miðlar þar Norðlendingum úr reynslubrunni sínum og vekur athygli á þeim möguleikum sem leynast til spennandi starfa með börnum og unglingum.

Mögulegir norrænir styrkir verða einnig kynntir og farið verður yfir hvernig góð umsókn er unnin. Námskeiðið er ætl­ að þeim sem eru í þeirri aðstöðu að geta vakið áhuga barna og unglinga, svo sem kennurum í grunn- og framhaldsskólum og fólki sem sinnir uppbyggingarstarfi með börnum og unglingum á öðrum vettvangi. Skráning hjá mariajons@akureyri.is

Íslensk heimildarmynd sýnd

Hamraborgin, stóri salurinn í Hofi, hefur komið afar vel út sem bíósalur að sögn þeirra sem horfðu á Rauðu skóna í síðustu viku. Kvikmyndaklúbb­ urinn KvikYndi mun næst sýna í Hofi 5. október íslenska heimildarmynd sem ber nafnið Jón og séra Jón og vann til verðlauna á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg fyrr á þessu ári. Forráðamenn KvikYndis segja ánægjulegt að sjá klúbbinn blómstra nú í samstarfi við Hof, því það sem helst hafi staðið klúbbnum fyrir þrifum hingað til sé skortur á sýningaraðstöðu.

Ný íbúðalán

„Enga verðtryggingu, takk.“ Tinna Björk Baldvinsdóttir, 38 ára.

Kynntu þér málið á arionbanki.is arionbanki.is – 444 7000


テ行lenskur nテ。ttテコrusteinn aテー utan sem innan

www.grasteinn.is grasteinn@grasteinn.is

83


Frítt til Akureyrar

Ótrúlegt verð

Dorma 2ja ára – Sendum öll rúm frítt til Akureyrar

AFMÆLISTILBOÐ!

Heilsurúm 160x200

kr. 99.900,-

Hlífðardýna og lak FYLGJA FRÍTT

PANTAÐU NÚNA •

Svæðaskipt pokagormakerfi

Nature’s Rest

Góðar kantstyrkingar

Stærð cm. 90x200 100x200 120x200 140x200 160x200 180x200

100% bómullaráklæði Sterkur botn Gegnheilar viðarlappir

OPIÐ

Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Sun frá kl. 13-16

Dýna Með botni 39.000,- 65.900,42.000,- 69.900,48.000,- 75.900,53.000,- 79.900,67.900,- 99.900,73.900,- 109.900,-

dorma.is

Pöntunarsími ☎ 512 6800 Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is

08tbl_1argangur_Akureyri-vikublad  

- NIÐURSKURÐURINN FARINN AÐ BITNA Á STARFI SKÓLANS, SEGIR REKTOR Ekki spurning – Ekki spurning – Ekki spurning TIL Á LAGER – einfalt og ódýr...