13tbl_1argangur_Akureyri-vikublad

Page 1

20% afsláttur Opið: 10.00–18.30 virka daga 10.00–17.00 laugardaga 13.00–17.00 sunnudaga

Sími 461 5800

af öllum Lancôme-vörum dagana 3.– 6. nóvember. Glæsilegt úrval af ilmum.

www.lyfogheilsa.is

V

3. NÓVEMBER 2011 13. tölublað 1. árgangur

I

K

U

B

L

A

Ð

Mörg erfið verkefni bíða bæj­ arstjórans á Akureyri, Eiríks Björns Björgvinssonar. Á mynd­inni er stund milli stríða. Mynd: Völundur Jónsson.

UPPSAGNIR Á NOKKRUM STÖÐUM HJÁ BÆNUM – Segir bæjarstjórinn á Akureyri um stöðuna í fjármálum

A

kureyrarbær hefur þurft að grípa til uppsagna vegna krepp­­­­unnar þótt lítið hafi opinberlega farið fyrir frétt­­ um af slíku. Í opnuviðtali við Eirík Björn Björg­vinsson kemur fram að enn sé hægt að ná hagfræð­ingu, meðal annars í skólakerfinu en uppsagnir séu líka veruleiki. „Við erum ekki alltaf að ráða í stöður stjórnenda og milli­stjórn­­ enda sem losna. Sem dæmi má nefna að íþróttafulltrúinn okkar hefur sagt upp störfum og við erum að skoða hvort ástæða er til að deila því

starfi niður á aðra. Svo höfum við orðið að grípa til uppsagna.“ Hvar hafa orðið uppsagnir? „Á nokkrum stöðum en við reynum að nýta starfsmannaveltuna til hagræðingar. Dæmi um uppsagnir eru t.d. út af samningnum við Isavia um öryggisþjónustu á Akureyrarflugvelli en vegna hans þurftum við að segja tíu starfsmönnum, m.a. millistjórnendum upp störfum. Ég útiloka ekki að uppsagnir gætu orðið á fleiri stöðum innan kerfisins en vonandi ekki.“ Sjá bls. 12-13

Þegar maður fer ótroðnar slóðir er gott að vera í öruggum höndum. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands

Fyrirtækjalausnir Valitor

sími 525 2080

www.valitor.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 11 – 0 0 8 9

Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við greiðslulausn sem hentar þínum rekstri.

fyrirt@valitor.is

Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein. Þjónusta

Veitingahús

Verslun

Heildsölur

Ferðaþjónusta

Íþrótta- og félagasamtök

Ríki- og sveitarfélög


2

3. NÓVEMBER 2011

Leiðari

BENNI

Akureyri vikublað er smám saman að festa sig í sessi sem fjölmiðill á Akur­­ eyri. Hér flettir Akur­eyringurinn og „þorparinn“ góðkunni Bernharð Valsson blaðinu á Bláu könnunni en Bernharð er heimsklassa ljósmyndari sem hefur lengi starfað í París.

Alvöru list er ekkert dund

Þ

að styttist í að Hlíðarfjall, skíðaparadís Akur­­­ eyringa og landsmanna allra verði opn­uð. Það

styttist í að hópar fólks komi til Akureyrar til að upplifa vetrarferða­mennsku eins og hún

gerist best. Sumir koma hingað til að fara í

leikhús. Aðrir fara á tónleika. Sumir koma til að njóta mynd­­ listar. Aðrir skreppa á Amtsbókasafnið eða láta fara vel um sig

í bóka­­búðinni. Fjölmargir sækja söfnin heim og svo er hægt að skreppa á skauta í skautahöllinni. Veitingahúsum og hótelum

fjölgar dag frá degi. Samkvæmt rýni þessa fjölmiðils er hvert veitinga­­­húsið öðru betra. Aðeins eitt veitingahús á Akureyri

hefur átt slæman dag ef marka má 12 pistla um veitingahús í blaðinu. Fagmennska eykst dag frá degi í ferðaþjónustunni á Akureyri. Hið bjarta norður er frábær viðkomustaður, bæði að vetri og sumri.

Hins vegar gefur augaleið að gott má endalaust bæta. Þess

vegna fer um sumt fólk þegar sá orðrómur berst að rætt sé af alvöru um að skera niður til frambúðar leikhússtjórastöðu hjá

Leikfélagi Akureyrar. Þótt fjármálaleg umsýsla hafi orðið að harmleik í leikfélaginu á síðasta leikári rýrir það ekki gildi

þess að hafa áfram leikhússtjóra. Alvöru list er ekkert dund. Alvöru list verður ekki sett inn í excel skjal. Fagmennska verður aðeins tryggð með fagfólki.

Með sama hætti og samfélagsleg sátt er um að hafa mann í

vinnu sem gegnir stöðu umsjónarmanns skíðasvæðis Akureyr­ inga þarf listræna stjórnendur á listrænum stöðum. Oftrú á

viðskipti án sköpunar má ekki verða þessari þjóð að falli oftar. Til að varðveita fagmennsku þarf fagfólk. Ef slíkt fagfólk finnst ekki innanbæjar bjóðum við nýtt fólk velkomið.

Með ritstjórakveðju

Björn Þorláksson

BLÁMANN SKRIFAR

AF SÝSLU

G

óðir hálsar. Undan­ farn­­ar vikur höfum við blásaklausir mátt sitja undir stöðugum ekki-fréttum úr Bankasýslu sem ég hef hing­­að til haldið að væri hérað á landsbyggðinni. Oss hefur skilist að ráðning sýslu­­manns í þeirri sýslu hefði á dögunum verið for­­ gangs­­verkefni sýslunefnd­ arinnar sem skipuð var á sínum tíma aldeilis ópóli­ tískt. Flett var upp í lögum um bankasýsluna og þar stóð, hélt sýslunefndin, heiðskýrum stöfum að heppi­­legast væri hér á hinu hrjáða Íslandi að ráða í það em­­bætti guðfræðimenntaðan mann og væri þá ekki verra að hann hefði á vinstri kinn­­inni stimpil frammara. Sýslunefndin vatt sér í málið, auglýsti og úr þeirri gnótt umsókna er bárust bar aðeins ein verulega af það var um­­sókn guðfræðings sem

LOF OG LAST VIKUNNAR Lof fær Sinfóníuhljómsveit Íslands og þeir sem stóðu fyrir komu henn­­ar til Akureyrar sl. fimmtudag þeg­­ar hljómsveitin flutti undurfagra tón­­ list fyrir fullu húsi. Þetta var í fyrsta skipti sem flottasta hljómsveit á landinu spilar í Hofi og skiluðu töfrar tónlistarsalarins sé loksins. Styrk­­breyt­­ ingar voru fullkomnar og mátti furðu sæta hvernig veikasti fiðlutónn skilaði sér langt aftur í sal...

hafði téðan frammarastimpil á vinstri kinninni. Nú bar vel í veiði, aðrar umsóknir fóru strax í körfuna og var nú ekki um annað að ræða en ráða manninn til starfa og það ekki seinna en strax. EN nú hófst Hjörvars þáttur Úlfssonar en sá mun einna fremstur samfylkinga á Alþingi Íslendinga. Er þessi glannatíðindi bárust til höfuð­­­borgarinnar og alla leið inn á hið háa Alþingi sá téður Hjörvar að ekki mátti við svo búið standa. Guðfræðingur gerspilltur af framóknarpoti með skakkan stimpil á vinstri kinninni skyldi aldrei í Bankasýslu þrífast og vatt þingmaðurinn sér í ræðustól hins háa Al­­ þingis og kvað guðfræðing þennan ekki mega með nokkru móti setjast í hina virðu­­legu Bankasýslu. Kvað þingmaðurinn lögin hafa verið vitlaust lesin af

Last fá þeir sem véla þannig um fjár­­hagslega að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fær ekki að spila oftar í Hofi en raun ber vitni. Rifjað skal upp að ein meginrökin fyrir menningarhúsi á Akureyri á sínum tíma voru þau að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands vantaði samastað, þak yfir höfuðið, æfingar­­aðstöðu. Því var heitið að sýn­­ileiki og fjöldi tónleika myndi marg­­faldast en hið grátbroslega er að hljómsveitin kemur sjaldnar fram í vetur en fyrir nokkrum árum þegar spilað var í Glerárkirkju. Þetta er ekki ósvipað því ef Samherji keypti sér nýtt

sýslunefndinni, í lögunum stæði að sýslumaður ætti að vera bankamenntaður og bankaþjálfaður og því ráðning guðfræð­ings­ins al­­deilis forkastan­leg – fyrir­­ gefið hneykslanleg. As usual, stjórnar­and­­stöðu­­­þingmenn geltu – Steingrímur lenti í varnarbaráttu – sýslunefndin varð stúrin og sagði af sér ný­­ráðinn sýslumaður varð líka stúrinn og sagði af sér – Steingrímur varð stúrinn en sagði ekki af sér. Blámann og vinir hans urðu hundfúlir hvers vegna má nú ekki bregða út af venjunni og ráða

skip fyrir 3,5 milljarða en treysti sér aldrei til að sigla því úr höfn. Hámark vit­­leysunnar...

Lof fá þeir sem þola að hjóla í kerfið. Í viðtali við bæjarstjórann á Akureyri kemur fram að Akureyringar – bestir

guðfræðing í bankamálin? Það getur ekki verið verra en að ráða bankavanan mann. Maður getur nú lært af reynsl­­unni.

„Heppi­­legast væri hér á hinu hrjáða Íslandi að ráða í það em­­bætti guð­ fræði­menntaðan mann og væri þá ekki verra að hann hefði á vinstri kinn­­inni stimpil frammara.“

í heimi sem þeir eru þó – séu í hópi hinna íhaldssömustu og hefur ekki allt­­af verið vel séð að menn beiti sér fyrir breytingum á viðteknum venjum. En öll samfélög þurfa á blóðstreymi, nýju súrefni að halda. Þeir sem þora að blása í lúðrana uppskera oft ekkert annað en baktal í hringiðu augna­­bliks­­ ins en þegar frá líða stundir kemur í ljós hverjir gerðu gagn og hverjir ekki. Þá munu sumir í hópi ærulausra fá uppreisn en aðrir sem þóttu spá­­menn lúta í gras, svo vitnað sé í íþrótta­spá­­ mann­­inn geðþekka , sjálfan Bjarna Fel...

AKUREYRI VIKUBLAÐ 13. TBL. 1. ÁRGANGUR 2011 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bthorlaksson@simnet.is eða hringið í síma 8620856.

Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Sími: 824 2466. Netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason. Netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason. Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja­vík. Auglýsingasími 578-1190 auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson og fleiri. Netfang: bthorlaksson@simnet.is. Sími: 8620856. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: AKUREYRI VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI.


Jólaævintýri RESTAURANT

18. og 19. nóvember, 25. og 26. nóvember, 2. og 3. desember, 9. og 10. desember og 16. og 17. desember. Aðrar dagsetningar í boði fyrir hópa.

Stefán Ingólfsson og Kristján Edelstein leika léttan jóladjass. s. Verð 7.800 kr. á mann og 6.800 kr. á mann í hóp (20 eða fleiri). Gerum verðtilboð í aðrar dagsetningar fyrir hópa.

Gistitilboð

Jólahlaðborð og gisting eina nótt í tveggja manna herbergi með morgunverði, 12.900 kr. á mann. Aukanótt, 6.500 kr á mann.

Þorláksmessuskatan í hádeginu 23. desember. Upplýsingar og borðapantanir: Sími 460 2000 - kea@keahotels.is

Nánar á www.keahotels.is

Það verður sannkölluð ævintýrastemmning á ar: jólahlaðborði Hótel Kea eftirtaldar helgar:


4

3. NÓVEMBER 2011

EINDREGINN STUÐNINGUR MÆLIST VIÐ STRÆTÓFERÐIR AÐ AKUREYRARFLUGVELLI

Það hefði mikil áhrif á okkar afkomu ef bærinn ætlar að aka utanbæjarmönnum frítt, segja leigubílstjórar 84% bæjarbúa eru frekar eða mjög hlynnt því að strætisvagn gangi milli Akureyrarflugvallar og mið­­ bæjarins. Þetta sýnir símakönnun á vegum Félags­­ vísindadeildar Háskólans á Akureyri sem fram fór dagana 9.-16. október sl. Aðeins 3% segjast andvíg. Aðrir taka ekki afstöðu.

E

Loftmynd af flugvallarsvæðinu, tekin í norður.

f Akureyrarbær hefur efni á að keyra utan­bæj­­­­­­armenn frítt frá flug­­­vellinum og inn í bæ hlýtur það að hafa mik­­il áhrif á ferðaþjónustu en slíkt hefði að sama skapi ekki jákvæð áhrif á okkar afkomu, því auðvitað skipt­­ir þessi akstur frá flugvellinum

okkur töluverðu máli,“ sagði Gylfi Ásmundsson, formaður stjórnar BSO, þegar blaðið leitaði viðbragða leigu­­ bílstjóra við niðurstöðunni. Um 200.000 manns fara um Akur­­­­­ eyrarflugvöll á hverju ári. Flug­­­­­farþegar eru fjölbreyttur hóp­­ur heima­­­manna og ferða­­manna og hefur bæjarstjórn Akur­­­­

eyrar ítrekað ályktað um mikil­­vægi innanlands­flugs. Þá eru uppi stórhuga áætlanir um aukingu millilanda­flugs um Akur­­eyrar­­flugvöll. Þótt Akureyrarbær sé í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga hvað almenn­­ ingssamgöngur varðar hefur því ávallt verið hafnað að tengja strætó flug­­ sam­­göngum. Erfitt getur þó reynst fyrir heimamenn að fá bílastæði á flugvellinum á álags­­tím­­um og gestir hafa aðeins val um bílaleigu eða þjón­­ ustu leigubíla þegar komið er til bæj­­ arins. Flugvöllurinn er í göngufæri frá miðbænum er gönguleiðin getur reynst erfið í mis­jöfnu veðri, ekki síst fyrir þá sem eru með farangur. Engu að síður má stundum sjá ferðalanga með bakpoka á Drottningarbrautinni á leið til eða frá flugvellinum.

króna og kostnaður við akst­­­urinn sé einnig mikill. „En fyrst og síðast er þetta pólitísk ákvörðun,“ segir Stefán. Spurður hvort afstaða bæjarins mark­­ ist af því að hlífiskildi skuli haldið yfir starfsemi leigubílstjóra, hafnar Stefán því. „Hins vegar yrði eflaust ó­­dýr­­­ara fyrir bæinn að borga fyrir hvern far­­ þega með leigubílunum en að halda úti flugvallarstrætó,“ segir hann.

S

purt var: Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur værir þú því að Strætis­­ vagnar Akureyrar gengju frá mið­­­

bænum út á Akur­eyrarflugvöll. 80% karla en 88% kvenna voru hlynnt flug­­­­vallar­­ strætó. Könnunin byggir á 506 svörum.

Spurður hvort afstaða bæjarins mark­­ist af því að hlífiskildi skuli haldið yfir starfsemi leigubílstjóra, hafnar Stefán því.

S

tefán Baldursson, for­stöðu­­maður Strætisvagna Akureyrar á ekki von á að breyting verði á þjónustu strætó á Akureyri þrátt fyrir þann yfirgnæfandi stuðning sem flugvallarstrætó fær sam­­ kvæmt könn­­uninni. Til að svona þjón­ usta skipti máli yrði að aka á hálf­tíma eða klukkutíma fresti og vagn­­­inn myndi þá ekki nýtast í nein önnur verk­efni nema e.t.v. einhvern akstur í innbænum. Einn vagn kosti 40 milljónir

84% bæjarbúa vilja flugvallarstrætó.

LAGADEILD HÁSKÓLANS Á YFIRSTJÓRN KA SKOÐAR ÚTBOÐSMÁL AKUREYRI UPPFYLLIR ÖLL SKILYRÐI

L

okið er úttekt sem mennta- og menningar­ mála­ráðuneytið lét fram­­­­kvæma á kennslu í lög­­fræði í íslenskum háskólum. Lagadeild Háskólans á Akur­­eyri uppfyllir öll formleg laga­­leg skilyrði og samræmist laga­­ námið alþjóðlegum viðmiðum um uppbyggingu námsleiða og ECTS eininga. Sömu sögu er að segja um annað lögfræðinám í öðrum skólum. Í fjölmiðlum hefur komið fram að nemendur með próf í lögum frá öðrum deildum en lagadeild HÍ hafa átt erfitt upp­­dráttar við að öðlast héraðs­­dómslögmannsréttindi.

Aðferðafræði prófanna hefur hins vegar verið umdeild en í úttektinni segir að ekki séu til nein viðmið um inni­­hald íslensks laganáms ef undan­­ skildar eru þær kröfur sem felast í prófi til héraðs­­dóms­­ lögmannsréttinda (hdl-prófi). „Nefndin telur að skortur á slíkum viðmiðum geti komið niður á starfsundirbúningi nemenda og torveldað mat á námi milli skóla og hvetur íslenska háskóla til að auka sam­­starf sín á milli í þeim tilgangi að tryggja sem best hags­­muni nemenda sinna.“ Nefndin sem stóð að úttektinni gerir einnig alvar­

legar athugasemdir við fjölda stundakennara og menntun þeirra, sem kenna í laga­­deild­­ um háskólanna. „Telur nefndin að hvorugt samræmist alþjóð­­ legum viðmiðum um kennslu í lögfræði og komi niður á gæð­­ um kennslu og rann­­sókna.“

E

ngin viðbrögð hafa bor­ist blaðinu, hvorki frá SBA né KA þrátt fyrir að Akureyri viku­blað hafi falast eftir þeim í kjölfar forsíðufréttar blaðsins í síðustu viku. Þá hélt Tryggvi Sveinbjörnsson, einn eigenda FAB Travel, því fram að hans fyrirtæki hefði verið beitt órétti af hálfu KA í kjölfar útboðs um akstur hand­­ boltakrakka. FAB Travel fékk ekki aksturinn þrátt fyrir lægsta boð en Tryggvi sagði að boði FAB Travel hefði verið lekið í aðalkeppinautinn, SBA, sem fékk svo aksturinn, þrátt fyrir hærra boð. Foreldrar hand­­ bolta­­krakkanna borgi brúsann. Samkvæmt upplýsingum

Engin viðbrögð hafa bor­ ist blaðinu, hvorki frá SBA né KA þrátt fyrir að Akureyri viku­blað hafi falast eftir þeim í kjölfar forsíðufréttar blaðsins í síðustu viku.

blaðsins hefur yfirstjórn KA haft málið til skoðunar. Einn heimildarmaður blaðsins segir að upplýsingum um tilboðin hafi verið lekið milli keppinauta í gegnum meðlimi unglingaráðs vegna tengsla við SBA. Akureyri vikublað hefur sent forstjóra SBA spurningar á tölvupósti þar sem m.a. er spurt hvort félagið

ER BARA FÁMENNUR HÓPUR FÚLL?

B

rynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmaður á Akur­­­eyri og fyrr­ver­andi formaður Myndlistar­fél­ags­ins, hefur sent fjöl­­miðlum yfir­lýsingu þar sem hún harmar þá ályktun sem Mynd­listarfélagið sendi frá sér 17. október sl. vegna ráðningar Hannesar Sigurðssonar í starf forstöðumanns Sjónlista­mið­

stöðv­ar á Akureyri. Myndlistar­ fél­­agið fordæmdi ráðninguna og vinnubrögð Akureyrarstofu í málinu en Brynhildur segir að ályktunin hafi verið gerð af fá­ mennum hópi félagsmanna og send án vitundar meirihlutans. Í fundarboðunum hafi þess ekki verið getið að að ályktunin yrði á dagskrá aðalfundar.

dreifi styrkjum til umbjóðenda sinna en þiggi viðskipti í staðinn eins og Tryggvi Sveinbjörnsson hjá FAB Travel heldur fram. Engin svör hafa borist sem fyrr segir. Í blaðinu í dag birtir Tryggvi opið bréf til Akureyrarbæjar þar sem hann spyr spurninga um útboð á skólaakstri.


MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Nýr snjall ofnhitastillir sem getur minnkað orkunotkun um 23% Nýi living eco® ofnhitastillirinn setur ný viðmið hvað varðar þægindi, einfaldleika í notkun og orkusparnað: Notendavænn stafrænn skjár Stilling fyrir opinn glugga Nætur- og daghitastigslækkun Red dot hönnunarverðlaun Fjarverustilling Uppsetning á aðeins 30 sekúndum

Nýjung Forritanlegur ofnhitastillir Hitastjórnun með auknum þægindum og notalegri viðveru allan sólarhringinn

Kaupið living eco® og njótið þæginda og sparnaðar strax eða heimsækið www.living.danfoss.is/ til frekari upplýsinga


6

3. NÓVEMBER 2011

SKÓLPRÆSIN Í HÁDEGISMÓUM TIL UMFJÖLLUNAR Á LANDSFUNDI VINSTRI GRÆNNA Á AKUREYRI

L

andsfundur VG fór fram í Hofi um helgina og voru þar ýmsar ályktanir samþykktar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópu­­­sam­­­­­bands­­ ins. Landsfundurinn vill að ríkið fresti stór­­framkvæmdum í vegagerð á höfuð­­borgarsvæðinu og leggi þess í stað til tíu milljarða króna til eflingar á almenningssamgöngum á næstu tíu árum. Landsfundurinn segir að heil­brigðiskerfið sé löngu kom­­­ið að þolmörkum þar sem skorið var niður í málaflokknum undir einka­­­væð­­­ ingarstefnu fyrri ára og hvetur fund­ urinn til að heilbrigðiskerfið verði endurskipulagt. Landsfundurinn vill að

öllum foreldrum verði tryggður réttur til fæðingarorlofs. Fæðingarorlof skuli vara í eitt ár og miðast við 100% laun foreldra upp að ákveðnu tekjumarki og með ákveðnu lágmarki.

L

andsfundurinn telur að þær breyt­­ ingar á fiskveiði­stjórn­­unar­­kerfinu sem nú þegar hafi náð fram að ganga skipti miklu máli. Breytingarnar hafi skapað fjölda starfa og leitt til eflingar sjávarbyggða, nýliðunar í grein­­inni og aukins hagnaðar sam­­félagsins. Í setningarræðu fór Steingrímur J. Sigfússon mikinn og vakti athygli pill­­ an sem hann sendi Davíð Oddssyni, fyrr­um forsætisráðherra og núverandi rit­­stjóra Morgunblaðsins:

Þær Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir létu sig ekki vanta á landsfund VG sem haldinn var í Hofi um síðustu helgi.

„Á sviði upplýsingagjafar og upp­­ byggilegrar rökræðu þarf þessi ríkis­­ stjórn sannarlega að gera betur. Við verðum að leggja okkar að mörkum til þess að þjóðmálaumræða á Íslandi komist á boðlegt plan og hvorki ráð­­ villt stjórnarandstaða, skolpræsin úr Hádegismóum né skúmaskot nafn­­ leysis í netheimum er afsökun fyrir því að gera ekki betur.“ Akureyringarnir Hlynur Hallsson og Sóley Björk Stefánsdóttir hlutu kosn­­ ingu í stjórn VG. Hlynur í aðal­­stjórn og Sóley í varastjórn. Þá var Ólafs­­ firðingurinn Bjarkey Gunnars­­dóttir endurkjörin í aðalstjórn.

Í setningarræðu fór Steingrímur J. Sig­­fússon mikinn og vakti athygli pill­­an sem hann sendi Davíð Oddssyni, fyrr­ um forsætisráðherra og núverandi rit­­stjóra Morgunblaðsins.

BJÖRN ÞORLÁKSSON SKRIFAR UM BÆKUR

OLLI KLÍKUSKAPURINN KOLLSTEYPUNNI?

J Mynd: Þorvaldur Ingvarsson

ÖRYGGI SJÚKLINGA ER ÓGNAÐ

M

ikil óánægja ríkir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna boðaðs niður­ skurðar. Skera þarf niður um 169 millj­­ónir á næsta ári umfram það sem fyrir var segir Þorvaldur Ingvarsson for­­ stjóri að störfum verði að fækka um 20-25. Að­­gerðirnar muni hafa áhrif á starfshagi 30-40 starfs­­manna. Helstu aðgerðir sem gripið verður til eru: Sam­­ dráttur í skurðstarfsemi, fækkun rýma á handog bæklunarlækningadeild, endur­­hæfingardeild verður breytt í 5 daga deild, barna­­deild verður breytt í 5 daga deild yfir sumartímann, breytingar verða á vinnu­­fyrir­­komulagi og mönnun stoðdeilda svo sem á rannsókn og myndgreiningu, trúarleg þjónusta verður skert, breytingar verða á rekstri

bókasafns, minnkun verður á lyfjakostnaði og hagræðing í innkaupum og aðkeyptri þjónustu, endurskoðun fer fram á starfsemi augndeildar og barna- og unglingageðdeilda, fækkun starfs­­ manna verður á skrifstofu og í eldhúsi og breytingar munu eiga sér stað á stjórnskipulagi. „Að þessum aðgerðum meðtöldum hefur Sjúkrahúsið á Akureyri skorið niður rekstrar­­ kostnað um 700 milljónir á 4 árum eða um 17-19 prósent,“ segir Þorvaldur. Skortur er á læknum á sjúkrahúsinu og á sumum deildum starfa nú svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað. Vegna þessa hvetur Ríkisendurskoðun landlæknis­­ embættið til að gera úttekt á öryggi sjúklinga á sjúkrahúsinu.

óhann Hauksson blaðamaður er Akur­ eyringum vel kunnur eftir að hafa starfað árum saman sem dagskrárstjóri Rásar 2 með aðsetur á Akureyri. Undan­­­­ farin fimm til sex ár hefur Jóhann eink­­­ um starfað við rannsóknarblaðamennsku, þar af lengi fyrir DV, og gerir starfsferill hans, reynslan, honum kleift að setja hluti í samhengi. Í bókinni Þræðir valdsins geysist Jóhann yfir valdavígvöll síðari tíma og tengsl stjórnmála og viðskipta hér á landi. Eins og höfundur segir sjálfur í bókinni: „Tilgangurinn er auðvitað sá að komast að því hversu ríkan þátt klíkuskapur og raunveruleg spilling áttu í kollsteypu þjóðarinnar árið 2008.” Sannarlega áleitin spurning sem verður að halda á lofti löngu eftir að ryk fellur yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis. Bók Jóhanns er ekki hefðbundin „blaða­ manna­bók“. Þvert á móti er hún á köflum lærð félagsfræðistúdía og dýpri greining á íslensku stjórnarfari en Íslendingar eiga að venjast. Jóhann notar sumpart kenningar þekktra félagsvísindamanna eins og Pierre Bourdieu til að styðja mál sitt þegar hann fjallar um frændhygli og kunningjapólitík á Íslandi. Hann kastar hvergi til höndunum í faglegum frágangi og furðu litlar mótbárur hafa risið gegn þeirri sýn hans að íslensk stjórnsýsla sé gegnsýrð af aðstöðubraski og sérhagsmunagæslu. Athygli vekur að Jóhann virðist hafa greint Ísland á svip­uðum nótum og Stefán Jón Hafstein fjölmiðlafræðingur sem nýverið ritaði grein í TMM um spillingu á Íslandi. Eyríkið okkar

sem lengi vel mældist með minnsta spillingu í alþjóðlegum könnunum fær nú ítrekað á kjaftinn af hálfu samtímamanna sem hafa haft það að atvinnu að rýna í eigið samfélag. Þetta hefði verið óhugsandi að segja upphátt aðeins fyrir örfáum árum, kannski vegna þess, eins og Jóhann bendir á, að hrópendur gagnrýni hafa verið beittir þöggun. Vanmáttug fjölmiðlun er ein mikilvæg ástæða þess að íslenskri stjórnsýslu hefur ekki verið veitt nægilegt aðhald, hvorki hvað Alþingi varðar né í sveitarstjórnapólitík. Íslenskir blaðamenn hafa hvorki haft tíma, aðstöðu né getu til að vinna vinnuna sína, að sögn Jóhanns og mætti jafnvel telja fréttir margra þeirra sann­ líki fremur en sannleika, að mati Jóhanns. Höfundur telur sem sagt að valdastéttinni

Jóhann Hauksson

á Íslandi hafi of lengi verið gert kleift að starfa í ógegnsæju umhverfi þar sem tengsl og frændsemi hafi skipt sköpum. Sem leiðir hug­­ann aftur að grein Stefáns J. Hafstein í TMM en hann lýsir Kenýubúum þannig að þegar skipti hafa orðið á ríkisstjórnum geri nýir valdhafa ekki neitt til að uppræta spillingu þegar þeir komast að heldur sé þá einfaldlega

„our time to eat“ eins og þeir kalla það. Kannski má heimfæra þetta að nokkru upp á Íslendinga. Eðli málsins samkvæmt eru stjórnarhættir innan Sjálfstæðisflokksins mest til umfjöllunar í bókinni enda hefur vald þess flokks verið langmest hér á landi. En Jóhann fer einnig gagnrýnum orðum um núverandi valdamenn. Þannig nefnir hann Árbótarmálið í Aðaldal sem dæmi um vafasöm afskipti allra þingmanna Norðausturkjördæmis og telur þátt Steingríms J. Sigfússonar afar athugaverðan sem og viðbrögð hans þegar málið varð opinbert. Fólk á eftir að rífast eitthvað um þessa bók og um það hvort Jóhann sé handhafi sann­leik­ ans en í öllu falli er bókin athyglisvert framlag til samtímagreiningar. Það hefur þurft kjark til að skrifa þessa bók og að lestri hennar lokn­um stendur eftir spurnin; sem sagt sú hvort við Íslend­ing­ar séum svo samdauna óheilbrigðu valdaumhverfi að við höfum misst alla sýn á eigin mein. Þræðir valdsins er áttaviti um hvernig rata skuli um spillingarlandakort samfélags sem ritstjóri Morgunblaðsins lýsti þannig í Rannsóknarskýrslu Alþingis, eftir að hann vaknaði af löngum valdasvefni: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeð­slegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hug­­sjónir, það er ekki neitt. Það er bara tæki­­færis­­mennska, valdabarátta.“ Hvað verður um samfélag þar sem sama fólkið ræður öllu áratugum saman? Kannski hefur Eng­ lendingurinn Acton lávarður komist næst því að svara því með setningunni: „All power tends to corrupt and absolute power corrupts abso­lutely. Allt vald spillir, algert vald gerspillir.“

ALDREI KALT Í VETUR MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA

BÍLASMIÐURINN HF BÍLASMIÐURINN HF – BÍLDSHÖFÐA 16, 110 REYKJAVÍK – SÍMI 567 2330 – BILASMIDURINN@BILASMIDURINN.IS



8 alhliða loftverkfæraþjónusta

20% Afsláttur

3. NÓVEMBER 2011

AÐSEND GREIN

OPIÐ BRÉF TIL AKUREYRARBÆJAR 2. Hvað greiddi Akureyrarbær fyrir skóla­­ akst­­ur inn­­an­bæjar síðastliðin 4 ár, skipt eft­­­ir árum? 3. Hvaða gjald pr. km. eða pr. klst. er Akur­­­­ eyr­­arbær að greiða til núverandi samn­­­ings­­ hafa og þá eftir bílastæðum?

Af öllum loftverkfærum Loftverkfæri - Helluhrauni 14 - 220 Hafnarf. Opið frá 10:00 til 17:00 - Sími: 571-4100

www.loftverkfaeri.is

ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!

E

ftir viðtal sem tekið var við mig í síð­­­­­ustu viku hef ég ákveðið að skoða málið í víðara samhengi og óska eftir að stjórnendur Akureyrarbæjar upplýsi íbúana um skólaakstur og akstur tengdan skólunum á vegum bæj­­arins. Það hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir bæj­­­ar­­ félagið að skoða hagræðingu til lækk­­unar kostn­­­­aði við rekstur bæjarins.

Í framhaldi af því óska ég eftir að fá upp­­­­lýsingar um eftirfarandi kostn­aðar­ þætti bæjarins: 1. Hvenær var skólaakstur síðast boðinn út og hvað var gerður langur samningur við nú­­­­­­verandi samningshafa?

4. Ótal sinnum hefur sú staða komið upp að núverandi samningshafi telji sig hafa einka­­ rétt á öðrum akstri en hefðbundnum skóla­­ akstri sem er á vegum skólana og að hluta til eða að öllu leyti greiddur af skólunum. Hvað hefur hver skóli fyrir sig verið að greiða fyrir slíka þjón­­ustu síðustu þrjú árin? 5. Er fyrirhugað á næstunni að bjóða út skóla­­­­­akstur á vegum Akureyrarbæjar? Akureyri 31. okt. 2011. Tryggvi Sveinbjörnsson

HOLLRÁÐ HEIMILANNA -fylla þvottabala af dóti og drasli og sturta í geymsluna eða lokað herbergi. -sópa forstofuna og raða skónum þar. MELKORKA KRISTINSDÓTTIR SKRIFAR

ÖRUR V S I G G Y R Ö I! G Í LAND Á SJÓ O

Allt í drasli og gestir koma eftir 15 mínútur: neyðarplan Stundum boða gestir komu sína með stuttum fyrirvara. Þegar það gerist og heimilið er á hvolfi er samt ótrúlegt hvað hægt er að afreka á litlum tíma ef maður er með forgangs­röð­ unina á hreinu. Neyðarplan: -loka öllum herbergjum sem ekki er nauð­­ synlegt fyrir gestina að sjá inní t.d. barna­­her­­ bergjum, hjónaherberginu, auka klósettinu og geymslunni.

-þurrka af borðinu sem gesturinn mun sitja við og af því sem er í sjónlínu frá þeim stað t.d. gluggakistunni í eldhúsinu. -vaska upp í grind og uppí skáp án þess að þurrka. Ef tíminn er mjög naumur er e.t.v. betra að stafla leirtauinu vel í vaskinn eða inní eldavélina -sópa öllu smálegu drasli úr eldhúsinu ofaní einhverja skúffu. -þurrka það versta af eldavélinni.

– GERIST Á AKUREYRI

Dynjandi örugglega fyrir þig!

Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

VINNUFÖT OG MARGT FLEIRA

ÓMYND - Glæpasaga eftir Eyrúnu Tryggvadóttur Hús­ víking er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku. Kald­an föstudag í desemberbyrjun hverfur barn á fyrsta ári úr vagni sínum á Akureyri. Íbúar eru harmi slegnir og lögreglan ráðþrota. Blaða­­­maðurinn Andrea fær fregnir af málinu og heldur norður í land. Eftirgrennslan henn­ar leiðir í ljós að ekki er allt sem sýnist hjá fjöl­­ skyldu barnsins og hún neitar að láta staðar

numið fyrr en hún hefur grafið upp hvað leynist undir yfirborðinu. Ómynd er sjálfstætt framhald sögunnar um Andreu, sem kom fyrst fyrir augu lesenda í bók­­inni Hvar er systir mín (2008) og í kjölfarið fylgdi Fimmta barnið (2009). Þær hafa báðar ver­­ið tilnefndar til Blóðdropans, íslensku glæpa­ sagnaverðlaunanna. Ómynd er kilja mánaðarins hjá Pennanum í nóv­ember n.k.

NÝ MENNINGARSTEFNA

V WÜRTH VERSLUN, FREYJUNESI 4 603 AKUREYRI, SÍMI 461 4800

Würth verslun, Freyjunesi 4

Ef gestir koma að kvöldlagi er snilld að dimma ljósin og kveikja á kertum. Skíturinn virðist þá vera kósí skuggi eða alls ekki neitt.

GLÆPASAGA EFTIR HÚSVÍKING

Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan 1954.

VERKFÆRI BÍLAPERUR EFNAVÖRUR VINNUFÖT og margt eiraEFNAVÖRUR VERKFÆRI BÍLAPERUR

-þurrka af vaskinum á baðinu og blöndunar­ tækinu við vaskinn (það hefur mikið að segja). Skipta um handklæði. Passa að sáp­ an sé snyrtileg. Neyðarþrif á klósettinu með klósettpappír ef þörf er á.

-opna nokkra glugga.

inna við gerð nýrrar menningarstefnu fyrir Akureyrarbæ stendur yfir. Á morgun, föstudag, verður opinn hugar­­flugsfundur klukkan 14-18 í Ketilhúsinu og hv etur Akureyrarbær fólk til að mæta og taka þátt í að skapa nýja metn­­aðarfulla stefnu fyrir Akureyri. Þeir sem hafa ekki tök á að mæta á fundinn en langar til að leggja sitt af mörkum í hug­­ myndabanka geta sent sitt framlag á netfangið menningarstefna@akureyri.is. Búið er að vinna ákveða undirbúningsvinnu

fyrir fundinn en fimm hópar hafa verið starf­­ andi þar sem unnið hefur verið með fimm eftirfarandi listgreinar: sviðslistir, sjónlistir, ritlist, menningararfinn (söfn og saga) og tónlist. Fundurinn hefst sem fyrr segir klukkan 14 og er umsjón og skipulag fundarins í höndum SÍMEY. Í upphafi fundar mun Þórgnýr Dýrfjörð, fram­­ kvæmdastjóri Akureyrarstofu, segja nokkur orð. Í kjölfarið verða niðurstöður hópanna úr listgreinunum fimm kynntar stuttlega. Þegar því er lokið munu fundargestir velja sér borð út

- Glæpasaga eftir Eyrúnu Tryggva­ dóttur Hús­ víking er komin út hjá bókaútgáf­ unni Sölku.

frá listgrein og er takmarkaður fjöldi á hverju borði. Þarna er komið að því að láta hugann fara á flug og velta fyrir sér fjórum spurn­­ ingum. Hópstjóri er á hverju borði og stjórnar umræðum, hver spurning fær 15 mínútur og eru hugmyndirnar settar á gula miða. Að loknu klukkustundar hugarflugi verður stutt kaffihlé. Að því loknu skipta þátttakendur um hóp og komið er að því að fara yfir og setja fram gagnrýni á niðurstöður hópanna sem áður hafa verið unnar og kynntar voru í upphafi hugarflugsfundarins. Klukkan 17.30 kynna hópstjórar á borðunum fimm stuttlega sína sýn í samvinnu við stjórnendur fundarins.


Hefur þú lent í slysi?

Slysin gera því miður ekki boð á undan sér en sem betur fer erum við til staðar til að NR. 1 Í INNHEIMTU SLYSABÓTA

sími: 511 5008 // www.tort.is

Austursíða 2, 603 Akureyri. Sími 533 2211 www.nesfrakt.is

kanna rétt þinn. Hafðu samband og saman skoðum við málið, það kostar ekkert.


10

3. NÓVEMBER 2011

SPINNA Í HEILAN SÓLAR­ HRING TIL STYRKTAR LEIKFÉL­AGINU Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mun standa fyrir spunamaraþoni í heilan sólarhring í Kvosinni í Menntaskólanum frá næsta laugardegi kl. 16 til sunnudags sama tíma.

A

ð sögn Jennýjar Gunnars­ dóttur, formanns LMA, hyggjast sumir nemendur spinna allan tímann. „Ann­­ ars mun fólk bara mæta þegar það vill og horfa á eða taka þátt í spun­­anum. Fólk getur mætt hvenær sem er,“ segir Jenný. Um nóttina verða þemaklukkutímar. Þá verður eitt þema klukkutíma í senn sem dæmi sápuóperuþema, hryllings­ þema, dramaþema o.s.frv. „Spuninn

hjá okkur kallast stopp­spuni. Hann virkar þannig að tveir eru á sviðinu í einu og er þeim komið fyrir í einhverjar ákveðnar og fyndnar stellingar. Síðan eiga þeir að spinna út frá þessum stell­­ingum. Sá næsti sem vill spinna segir stopp þegar hann sér leikarana í góðum stellingum. Leikararnir stoppa þá og halda stellingunum. Sá sem sagði stopp fer þá inná og tekur við í stað annars leikarans og fer í sömu stellingu og hann. Sá sem kom inná

byrjar svo á nýj­­um spuna. Hver sem er getur sagt stopp og farið inn í leikinn. Ef þú ert með hugmynd þá ferðu á sviðið,“ segir Jenný. Frjáls framlög og allur ágóði af maraþoninu rennur til Leikfélags Mennta­skólans á Akureyri. Þeir sem vilja spinna þurfa ekki að vera nem­ endur í MA. Hluti stjórnar í Leikfélagi Mennta­ skólans á Akureyri. Stórvirki fram undan þar á bæ um helgina.

TÓNLEIKAR Í HLÖÐUNNI ENN VANTAR UPP Á Á morgun, 4. nóvember, kl. 21.00 munu trúbadorarnir, Trausti Laufdal, Gímaldin, Hjalti og Skúli mennski leika í Hlöðunni litla-Garði. Flestir þeirra eru að kynna nýjar plötur og hafa sölueintök meðferðis.

AÐ SKÍÐABREKKUR FYLLIST FÓLKI

Búið að opna göngubrautina í Hlíðarfjalli

Ef þú vilt þægindi og góða hvíld eru rúmin frá Passion góður kostur fyrir þig. Passion framleiðir afar vönduð rúm og eru þau tvímælalaust með bestu rúmakaupunum í dag. Dýnan bíður upp á tvo stífleika sem þú getur alltaf breytt á einfaldan hátt. Þráðlaus fjarstýring með barnalæsingu fylgir Passion rúmunum og kraftmiklir en hljóðlátir rafmagnsmótorar gera það að verkum að Passion rúmið færist mjúklega og hljóðlega í hvaða stöðu sem þú velur. Passion rúmin eru fáanleg í mörgum litum og með margar mismunandi gerðir af rúmfótum.

Þægindin í fyrirúmi Með GÆðAhúsGöGnuM frá Lúr

Hvíldarstólar og sófar Við bjóðum upp á mikið úrval af hvíldarstólum og hvíldarsófum, með eða án tungu. Þú finnur þitt útlit, þinn lit og þína áferð í taui eða leðri hjá okkur.

Í LÚR - Betri hvíld færðu hágæða Serta dýnur, framleiddar í verksmiðjum Serta í Ameríku. Serta ber ekki ábyrgð á dýnum sem framleiddar eru í öðrum löndum undir þeirra merki. Verslaðu ósvikna hágæða vöru með viðurkenndri ábyrgð frá framleiðanda í LÚR - betri hvíld.

ðaðu úrvalið Kíktu í heimsókn, sko og uppfylltu drauma þína um betri hvíld.

LÚR - BETRI HVÍLD • Hlíðasmára 1 • 201 Kópavogi • sími 554 6969 • Fax 554 3100 • Heimasíða: www.lur.is • NetFaNg: lur@lur.is

Á góðri stundu í fjallinu.

N

ei, ég held að það sé alveg ljóst að við opnum ekki lyfturnar um helgina. Okkur vantar meiri snjó,“ segir Guðmundur Karl Jónss­on forstöðumaður í Hlíðarfjalli, skíða­svæði Akureyringa. Á vefsíðu sinni birti Einar Svein­ björnsson veðurfræðingur um helg­ ina blogg um veðurhorfur og taldi mögulegt að svo mikið myndi snjóa í þessari viku að hægt yrði að opna í Hlíðarfjalli. Guðmundur Karl úti­ lokar það sem fyrr segir. Hann seg­­

ist engu lofa öðru en því að 26. nóv­ ember verði allt klárt. Annað sé bara plús. Enn vantar eitthvað af hríð úr há­­loftunum. „Svo hafa ekki komið neinir langir frostakaflar ennþá, þann­­ig að við höfum enn ekki getað hafið snjóframleiðslu,“ segir Guð­­ mundur Karl. Hins vegar var skíðagöngubrautin við Hlíðarfjall opnuð sl. mánudag og verður hún opin til kl. 22 á kvöldin. Hring­­urinn er 3,5 km langur.


Eykur styrk og þol vöðva Betri árangur!

Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans

Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.

Aukið úthald, þrek og betri líðan Árangur strax!

Vöðvabólga og stirðleiki Byltingarkennt andoxunarefni !!

ta

10

ð

Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með eð AstaZan AstaZan styrkir einnig húðina sem verður fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.

V ot

Blágrænir þörungar frábærir fyrir ræktina, skólann og vinnuna.

Lagar f ljótt vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan. gur við Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur árangur við líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög.

ag. ki á d 1 hyl ar strax! Virk

Engin málamiðlun í gæðum

CC Flax

0% Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401.

í f rlæ

nt

Jafnvægi og vellíðan

Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs

Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum

Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur !

1 matsk. safi eða 1 hylki.

Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.

Styrking • Jafnvægi • Fegurð

lifestream ™

nature’s richest superfoods

1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur

Fæst í apótekum og heilsubúðum

www.celsus.is


12

3. NÓVEMBER 2011

AKUREYRINGAR ERU OFBOÐSLEGA ÍHALDSSAMIR Hvað sem hver segir má hann eiga það, bæjarstjórinn okkar, að hann hafði töluvert fyrir því að verða við ósk Akureyrar vikublaðs um viðtal.

E

ini tíminn sem bæjar­ stjóri og blaðamaður áttu báðir lausan var milli kl. 12.30 og 13.15 fimmtu­­­ daginn fyrir viku. Kom bæj­­arstjórinn hlaup­­­­ andi af fundi bæjarráðs í viðtalið og um leið og því lauk hringdu allir símar og skrifstofan fylltist af fólki. Sumir þurfa ekki þrekhallir til að halda sér í formi, eins og við sáum í sjónvarpinu þegar bæjarstjóri þessi hljóp upp Gilið í sumar og alla leið upp að KA-heimili til styrktar góðu málefni. Það getur verið nóg að hlaupa upp og niður stigana í ráð­­húsinu til að halda sér í formi og ef það er enginn tími til að borða þá bara borðar maður seinna. Eftirfarandi viðtal er því á kostnað hádegisverðar Eiríks Björns Björgvinssonar, bæjar­ stjóra á Akureyri: Ég spyr hann fyrst um bakgrunninn. Hvernig það vilji til að sunnanmaður úr borginni sitji sem bæjarstjóri á Akur­­ eyri. Svarið reynist blanda af íþróttum, ást og metnaði. Þann­ig fær blaðamaður að vita að Eiríkur Björn fæddist og ólst upp í Reykja­vík til tvítugs. Faðir hans var ríkis­starfs­maður og starfaði lengst af hjá Húsnæðisstofnun ríkisins sem forstöðu­maður. Móðir hans vann hjá Tryggingastofnun ríkisins og þau eignuðust þrjá syni. Eiríkur Björn er í miðið og allt í uppeldinu var slétt og felt. „Ég er kominn af fólki sem vill hafa allt stabílt í kringum sig. En mitt lífs­ hlaup hefur nú ekki alveg dregið dám af því,“ segir hann og brosir. Fótboltinn skipti sköpum En hvað dró hann út á land? „Fótbolt­ inn,“ svarar hann. „Hjá Húsvíkingum af öllu fólki.“ Árið 1986 fór hann að spila með Völsungi í annarri deildinni í fót­­bolta og árið eftir tók hann þátt í fyrstu deildarævintýri Völsungs. „Þetta voru gullaldarár Húsvíkinga,“ segir Eiríkur Björn. Árið 1986 varð einnig gullaldarár hans sjálfs því þá kynntist hann Húsvíkingnum og núverandi eigin­­konu sinni Ölmu Jóhönnu Árna­­ dóttur. Hafa þau verið eitt síðan og eiga þrjá drengi. „Ég hef passað mig að hafa það þannig að drengirnir fæðist á dögum sem auðvelt er að muna. Til dæm­­is fæddist sá elsti 17. júní og sá yngsti á gaml­­árskvöld,“ segir hann glettinn. Frá því að Eiríkur Björn leit konuna sína fyrst augum hefur hann ekki flutt aftur suður. Eftir Völsungsævintýrið nam hann við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og svo lá leiðin til Þýska­­ lands þar sem hann lauk diplómu­ námi við Íþróttaháskólann í Köln. Árið 1994 hugðust Eiríkur og Alma skoða heiminn svolítið betur. Hann leit við í Bandaríkjunum sem knattspyrnuþjálfari en þegar staða íþrótta- og æskulýðs­ fulltrúa á Egilsstöðum var auglýst

tók hann skref­ið austur. Stundum er skammt stórra högga á milli. Tveimur árum síðar fluttu þau hjónin í fyrra skipti til Akureyrar þegar Eiríkur Björn tók við stöðu íþrótta- og tóm­ stundafulltrúa bæjarins. Þar mættu Eiríki Birni krefjandi rekstrarverkefni sem víkkuðu sjóndeildar­hringinn í starfi. Árið 2002 flutti hann aftur austur á land en nú sem bæjarstjóri Austur Héraðs og síðar Fljótsdalshéraðs. Hann tók þann slag tvö kjörtímabil en í fyrra þegar staða bæjarstjóra á Akureyri losnaði sótti hann um og var valinn hæf­astur allra umsækjenda og þá erum við komin að deginum í dag. „Hér á ég nokkra af mínum bestu vin­um og þess vegna var það auðveld ákvörð­un að sækjast eftir að koma aftur og mér bauðst það,“ segir hann. Rimman við Fréttablaðið Akureyringar, sem og aðrir landsmenn, lásu það í Fréttablaðinu nýverið að rimma hefði orðið milli blaðamanns og bæjarstjóra eftir að Fréttablaðið fylgdi eftir forsíðufrétt Akureyrar vikublaðs um umdeilda tónleikaferð tiltekinnar nefndar hér í bæ. Það er orðið tímabært að bæjarstjóri útskýri sína hlið. „Þessi umfjöllun er byggð á mis­skiln­ ingi. Ég fékk spurningu um málið og svaraði því til að ég teldi það óheppilegt og tók undir þau svör sem formaður nefnd­arinnar hafði gefið en þá kom spurning um hvort vinnubrögðin sem fréttin fjallaði um væru viðtekin venja hjá bænum. Í samhengi við fyrri svör mín fannst mér spurningin fáránleg og brást við með því að segja að ég ætlaði ekki að svara þeirri spurningu. Þannig var það nú bara.“ Brástu ókvæða við eins og Frétta­ blaðið segir? „Ekki öðruvísi en þannig að ég sagði að mér fyndist þetta fáránleg spurning og þá lauk blaðamaðurinn símtalinu.“ Þessi uppákoma er sennilega ekki lýsandi fyrir bæjarstjórann, því fáum dylst hugur um að hann er flinkur í mann­­legum samskiptum. Flinkur í að sigla milli skers og báru. Sem leiðir okkur að spurningunni um það hvernig bæjar­ stjóranum líki að vera það sem kallast „ópólitískur bæjarstjóri“ á Akur­eyri.

Það verður að viður­kennast að baráttan hér er að miku leyti varnar­barátta, segir bæjarstjóri


13

3. NÓVEMBER 2011

Veit ekki hvað hann myndi kjósa En fyrst kemur ein undir beltisstað: Ef gengið yrði til kosninga í dag, Eiríkur Björn. Myndirðu kjósa L-listann? Bæjarstjórinn tekur sér nokkurn umhugsunarfrest áður en hann svarar. „Ég hef alltaf séð mig svo hlutlausan að ég ætti mjög erfitt með að taka af­ stöðu á kjörstað. Ég er því ekkert á því að ég myndi kjósa L-listann, ekki frekar en einhvern annan lista. En ég vinn í umboði L-listans á Akureyri og allrar bæjar­stjórnarinnar.“ Hefur það gengið vel? „Já ágætlega. Ég geri það sem ætlast er til af mér þótt ég reyni líka að hafa áhrif á ákvarðanir. Ekki þó pólitískar ákvarðanir.“ Þó telja sumir sig sjá að að Eiríkur Björn Björgvinsson sé í starfi sínu undir ægihrammi Odds Helga Hall­ dórssonar, guðföður L-listans. „Kannski sjá einhverjir það þannig. Starfið hér er vissulega öðruvísi en fyrir austan. Aðalmunurinn er að hér eru engin flokkstengsl frá L-listanum á landsvísu og það hefur í för með sér bæði kosti og galla. Fyrir austan sáu pólitískir fulltrúar flokkanna sem skipuðu meirihluta sveitarfélaganna um tengingar á landsvísu en hér þarf ég að mestu leyti að sjá um þessi pólitísku tengsl út á við. Það var hins vegar mjög meðvitað allt frá fyrsta degi að mín tengsl myndu snúa að rekstrinum einungis, minn tími á ekki að fara í pólitískan debatt við einn eða neinn. Það kom fyrir að ég var meira í því fyrir austan og sumir segja að það kunni að hafa haft neikvæð áhrif á minn feril þar, að ég hafi innviklast um of í pólitíkina. Hér er ég meira stikkfrí póli­tískt og þess vegna getur verið að þessi túlkun verði til sem þú vísar í, en það er sem sagt meðvitað sem ég beiti mér ekki pólitískt, enda ekki ætlast til þess.“ Þetta var óneitanlega skýrara í gamla daga. Þegar Kristján Þór Júlíusson var hér bæjarstjóri hringdu fjölmiðlamenn alltaf í hann og hann var alls staðar að

„Kannski sjá ein­hverjir það þannig. Starfið hér er vissulega öðruvísi en fyrir austan. Aðal­ mun­urinn er að hér eru engin flokks­tengsl frá L-listanum á lands­vísu og það hefur í för með sér bæði kosti og galla. svara fyrir allt. Nú eru blaðamenn enn að velta því fyrir sér þegar spurningar kvikna um stjórnsýslu, framkvæmdir eða ákvarðanir hvort eigi að hringja í Odd Helga, Geir Kristinn (forseta bæjarstjórnar) eða þig. „Já, fólk er enn að læra á þetta og eigin­ lega kann enginn fullkomlega á það ennþá, hvorki almenningur, starfs­ menn sveitarfélagsins, né pólitíkin sjálf. Það er eðlilegt að þetta taki tíma.“ Íhaldssamt stjórnkerfi Glöggt er gests augað. Þú hlýtur að hafa aðra sýn á Akureyri en innfæddir. Sumpart er talað um einsleitni sam­ félagsins hér, jafnvel að atvinnulíf sé lokað samanber forsíðufrétt síðasta blaðs okkar. Hvernig sérð þú þetta? Eru Akureyringar nægilega hnattvæddir til að taka nýjum tækifærum opnum örmum eða erum við þorp sem hugsar

fyrst og fremst um að halda því sem við þekkjum og treystum? „Stjórnkerfið hjá Akureyrarbæ hefur alltaf verið ofboðslega íhaldssamt og Akureyringar eru almennt ofsalega íhaldssamir. Sumir myndu spyrja: En hafa ekki verið gerðar margar stjórn­ sýslubreytingar hér – er ekki alltaf verið að breyta? Það er rétt, en íhalds­ semin er alltaf til staðar og það er mjög erfitt að breyta hlutum hér endanlega þótt þeir fái ný nöfn. Eitt af því sem við erum að skoða í dag er hvernig hægt sé að gera kerfið opnara m.a. til að losna við tortryggni en þá kemur íhaldssemin í bakið á okkur. Fólk segir að svona hafi mál alltaf verið unnin með ákveðnu lagi og það verði að vinna þau þannig áfram. Það mun taka tíma að breyta þessu.“ En hvað með atvinnulífið? „Að eiga öflug akureyrsk fyrirtæki er mjög mikilvægt. Ég er stoltur af fyrirtækjum eins og Höldi og Sam­ herja, það er mjög mikilvægt að þau hafi höfuðstöðvar hér og þau hafa virki­ lega þurft að hafa fyrir því að halda því þannig.“ Hvað með styrkina? Kaupa menn sér völd hér með styrkjum? „Ég er ekki þeirrar skoðunar að menn séu að kaupa sér áhrif eða völd með styrkjum. Ég tel frekar að ástæða þess að sum fyrirtæki styrkja sitt umhverfi sé sú að umhverfið telur það samfélagslega skyldu fyrirtækjanna að gefa eitthvað til baka. Það gera þau líka mjög rausnarlega án þess að gera kröfur til baka.“ KEA til bóta Hvað með fyrirtæki eins og KEA? Nú ráða þar tveir til þrír menn mjög miklu um hvort fyrirtækjum er komið á legg eða ekki innanbæjar þar sem þeir sitja á digrum sjóðum og geta með peningavaldi ráðið úrslitum um lifendur eða dauða, eftir því hvort þeir leggja til fjármagn eða ekki. Hvort nýir aðilar komast inn á Akureyrarmarkað fer líka eftir því hvernig fyrirtæki í eigu KEA, keppinautar á markaði, bregðast

við. Er KEA heilt yfir til bóta fyrir þennan bæ? „Ég tel að KEA skili miklu til sam­ félagsins og það eru gerðar væntingar um það samanber það sem ég sagði áðan. Varðandi stjórnunarhætti KEA þá get ég ekki tjáð mig um þá. Ég veit ekki hvort þetta er rétt að 2-3 menn ráði svo miklu eins og þú staðhæfir.“ Nú er eitt erfiðasta verkefni bæjar­ stjórnar fram undan að semja nýja fjár­­­­ hagsáætlun á erfiðum tímum. Hvað finnst þér um þá umræðu að leik­­­­­skólagjöld verði hækkuð, að álag á grunnstoðirnar sé aukið, en svo tali menn um gervigras fyrir hundruð millj­óna og það allt? „Það er mjög auðvelt að slíta þessa umræðu úr samhengi. Það er t.d. munur á fjárveitingum í framkvæmdir og rekstur. Við eigum t.d. ekki að fjár­­magna rekstur með lántökum. Að forgangsraða í framkvæmdum og að taka lán til þess er allt annar hlut­­ur. Á þessu er stór munur. Við þurfum að verja grunnþjónustuna og hagræðingin verður að mínu mati að bitna sem minnst á börnum og unglingum. En það er líka ljóst að við erum að leita að hagræðingu og það er stórmunur á að hagræða eða skera niður. Þannig kann að vera lag til hagræðingar inni í skólunum sem dæmi. En þetta er erfitt. Við stöndum líka í hagræðingum í stjórnsýslunni og á fleirri sviðum.“ Uppsagnir víða Nefndu mér dæmi um niðurskurð í stjórnsýslu. „Ja, við erum ekki alltaf að ráða í stöð­ur stjórnenda og millistjórnenda sem losna. Sem dæmi má nefna að íþróttafulltrúinn okkar hefur sagt upp störfum og við erum að skoða hvort hægt eða ástæða er til að deila því starfi niður á aðra. Svo höfum við orðið að grípa til uppsagna.“ Hvar hafa orðið uppsagnir? „Á nokkrum stöðum en við reynum að nýta starfsmannaveltuna til hag­ ræðingar. Dæmi um uppsagnir eru

t.d. út af samningnum við Isavia um öryggisþjónustu á Akureyrarflugvelli en vegna hans þurftum við að segja tíu starfsmönnum m.a. millistjórnendum upp störfum. Þetta gerist vegna þess að Isavia sagði samningnum upp og tekur reksturinn til sín. Ég útiloka ekki að upp­sagnir gætu orðið á fleiri stöðum innan kerfisins en vonandi ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að verja öll störf í sveitarfélaginu líka þau sem eru hjá sveitarfélaginu sjálfu. Sérstaklega í þessu árferði.“ Gamaldags ekki endilega slæmt Talandi um uppsagnir. Þú sagðir í sjónvarpsviðtali að þú værir bú­inn að tala við alla þingmenn Norðaustur­ kjördæmis vegna uppsagna og fyrir­ hugaðs niðurskurðar á Sjúkra­húsinu á Akureyri. Er það ekki úrelt fyrir­ greiðslu­pólitík að beita sér þannig? „Getur verið. Það er ágætis pæl­ing. En þingmenn eru kjörnir af íbú­um kjördæmisins og það er m.a. hlut­­ verk sveitarfélaganna að halda þeim við efnið og fá þá til að vinna fyrir samfélagið sem þeir koma úr. Ein­­ hver myndi segja að svona afskipti væru gamaldags fyrirgreiðslupólitík en auðvitað hafa þingmenn þær skuldbindingar að verja sitt svæði. Það verður að viðurkennast að baráttan hérna er að miku leyti varnarbarátta. Við megum ekki við því að missa meira frá okkur, nóg er horfið samt. Ef það kallar á fyrirgreiðslupólitík að halda því sem eftir er þá verðum við bara að stunda slíka pólitík.“ Ég álykta þá samkvæmt þessu svari að þú sért andvígur því að landið verði eitt kjördæmi. „Ég hef ekki gert það upp við mig. En það er mín reynsla að störf þingmanna í dag gangi mikið út á að verja það sem fyrir hendi er. Vonandi með hag allra landsmanna fyrir brjósti.“ Texti Björn Þorláksson Myndir Völundur Jónsson.

Bæjarstjórinn í eldhúsinu heima. Suma daga gefst enginn tími fyrir hádegisverð.


14

3. NÓVEMBER 2011

Út að borða með Arndísi

MIÐBORGIN NÁTT­ ÚRULEGA

Arndís Bergsdóttir skrifar um veitingahús

É

g legg að baki norðlenska vetrar­byrj­­­ un og flýg inn í sunnlenska súld­ina. Höfuðborg neyslunnar þar sem versl­­ unar­­miðstöðvar, stútfullar af varningi, keppast við að lokka og laða að við­skiptavini. Þar sem fótatök glymja, andrúms­loftið er ágengt og tíminn virðist sogast í innbyggt svart­­hol. Lífið er of stutt fyrir veðurlausar vitsugur. Allt of fáir virðast nýta sér kosti mið­bæjarins. Þar sem setja þarf upp trefil

og húfu til að verjast næðingnum. Þar sem það birtir og dimmir, húsgaflar eru skreytt­ ir með veggjalist, kaffihús eru við hvert fótmál, sýningar og söfn. Jafnvel að vetri er skemmtilegt að beygja til vinstri við Lækjar­ torg, ganga meðfram tjörninni, framhjá Hljómskálanum og upp að Þjóð­minjasafni. Þar er einn skemmtilegasti sam­komustaður Reykjavíkur. Sýningar safns­­ins vekja forvitni og á annarri hæðinni eru tvö herbergi sem helguð eru skemmti­­ menntun þar sem börnum og fullorðnum gefst kostur á að leika sér, fara í búninga, snerta og prófa. Eftir að hafa skoðað mig um í hinni mjög svo skemmtilegu safnbúð sest ég á kaffi­­húsið. Það er dásamlegt að sitja við gluggann þar sem vatn flæðir fyrir utan í manngerðri tjörn. Við blasa marglit þök húsanna í Þingholtunum. Róandi og nota­­ legt, enda er þar oft fjöldi fólks og ljóst að barnafólk sækir staðinn mikið. Kaffið er með því besta sem gerist í borginni og hægt er að fá léttar veitingar. Í þetta sinn fæ ég mér kjúklingavefju sem borin er fram með súr­­

Fallega Jólaskeiðin frá Ernu Verð 16.500,-

ERNA / SKIPHOLTI 3 / S.552 0775 / ERNA.IS

sætri sósu. Hinn fínasti kaffihúsamatur og akkúrat mátulegur hádegisverður. Á eftir fæ ég mér göngu um ein fallegustu trjágöng landsins á háskólasvæðinu og smelli mér

inní bóksölu stúdenta á háskólatorginu.Til baka, í gegn um Hljómskálagarðinn og fram­ hjá pakksöddum öndunum sem vagga leti­ lega í brauðsúpunni á tjörninni. Og eins og

endurnar þá sigli ég í hægðum mín­­um eftir Lækjargötunni. Fegin að hafa valið ferska loft­ið, menninguna og lífið fram yfir doðann í manngerðu neyslumusteri og vitsugu.

MEÐ AUGUM AÐKOMUMANNSINS

ÆRSL OG BROT Á AKUREYRI Næstur á mælendaskrá er Haukur Ingvarsson rithöfundur og útvarpsmaður en hann var að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Nóvember 1976. Í pistlinum hér á eftir greinir Haukur m.a. frá tolleringu sem kostaði brotinn sköflung í MA:

Þ

egar ég stóð frammi fyrir því að velja menntaskóla, um miðj­an tí­­­unda áratug síðustu aldar, íhugaði ég alvarlega að flytja úr foreldrahúsum og skrá mig í Mennta­­skólann á Akur­­eyri. Þaðan útskrifaðist pabbi 1971 og afi á undan honum 1944. Báðir höfðu þeir sína sögu að segja af skólanum. Afi var yngri en flestir samnemendur sínir, sokka­­bandsár hans voru ekki liðin þegar hann hóf nám bókstaflega. Hann dró upp spaugi­­lega mynd af sjálfum sér spígsporandi í stutt­­­­ buxum innan um hálffullorðna karlmenn í síðbuxum fyrstu skóladagana. Að fjór­um árum liðnum setti hann upp hvíta kollinn og hossaðist aftan á vörubílspalli í grenj­ andi rign­­ingu ásamt skólasystkinum sín­um til að fagna Lýðveldis­­stofnuninni á Þing­völlum. Afi yfirgaf æskustöðvar sínar á Eskifirði til að fara Norður en pabbi

Sauðárkrók. Honum var fagnað svo ákaft af eldri nemendum MA að á endanum misstu þeir hann í tolleringu þannig að sköflungurinn fór í sundur. Hann var sendur með hraði til Reykjavíkur. Brotið reyndist svo alvarlegt að hann missti ár úr skóla. Hann dvaldi hjá langömmu um veturinn og þyngdist um fimmtíu kíló af rjómatertuáti. Haustið eftir gerði enginn tilraun til að

Haukur Ingvarsson

tollera hann. Ef marka má frásögn pabba fóru næstu fjögur ár fyrst og fremst í að hífa menn upp og niður úr gluggum heima­vistarinnar og að troða tannkremi í túpur utan af rakkremi og raksápu í tann­ kremstúpur. Þegar hann út­skrifaðist lét hann sauma á sig smóking; boðungarnir og hnapp­arnir á jakkanum voru úr grófu rauðu ullarefni og buxurnar útvíðar. Þessum fötum klæddist ég gjarna á árshátíðum í MR. Á þeirri síðustu man ég að ég fletti jakkanum frá og las á merkið á innanávasanum „Jón M. Jónsson: Klæðskeri - Verzlun: Akureyri“. Síðan velti ég því fyrir mér hvort líf mitt hefði orðið allt annað hefði ég farið Norður.


Háls- og herðanudd

Öflugt hamrandi nudd sem dregur úr vöðvabólgu. Fjölbreyttir stillimöguleikar.

Shiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Hentar vel fyrir bak, háls og fótleggi. Fjarstýring með margskonar stillimöguleikum.

Nuddsætið

Nuddpúði

NÝTT Bjóðum úrval nuddsæta sem hægt er að setja í flesta stóla og sófa. Shiatsu nudd og infrarauður hiti. Fjarstýring með margskonar stillimöguleikum.

Sólarljósið í skammdeginu

Lumie Dagljósið • Bætir líðan og eykur afköst • Vaknið endurnærð

Fæst með þrýstipunktanuddi

Nálastungudýnan

Fjölþrepa bakbrettið

• Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun

• Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan

Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


TILBOÐSDAGAR

Gerið gæða- og verðsamanburð 12 mán vaxtala aða us greiðsl ar ur

FREYJA, SAGA OG ÞÓR Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur

Verðdæmi: FREYJA / SAGA Queen rúm 129.900 ÞÓR Queen rúm 149.900

ÚRVAL STILLANLEGRA HEILSURÚMA

2x90x200 Nú aðeins 399.900 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnum

Queen rúm nú aðeins kr. 179.900

10.000 kr. vörukaup fylgja öllum heilsurúmum. (Gildir ekki með öðrum tilboðum)

20%

AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurver og valdar vörur.

BOAS Leður hægindasófi 3 sæta 169.900 Hægindastóll 79.900

VALHÖLL, dýnur, á tilboði, 80 og 90 cm með botni og fótum, áður á 69.900, nú aðeins 59.900.

Hægindasófi

í ljósu leðri 2 sæta verð áður 179.900

tilboðsverð 99.900

Baldursnesi 6

Listhúsinu Laugardal

Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.