14
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 7. mars 2019 // 10. tbl. // 40. árg.
VÆGI LANDBÚNAÐAR MINNST Á SUÐURNESJUM
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Vægi landbúnaðar í samanburði við aðrar atvinnugreinar er minnst á Suðurnesjum en mest á Norðurlandi vestra. Heildarvelta landbúnaðar á Íslandi hefur aukist en fiskeldi á stóran þátt í því. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um „landfræðilegt og efnahagslegt litróf“ landbúnaðar á Íslandi en hún var unnin fyrir atvinnuþróunarfélög og landssamtök á landinu, þar á meðal Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, sem greinir frá niðurstöðum skýrslunnar.
SPURNING VIKUNNAR
Hvað meturðu mest í fari maka þíns? Bjarni Jón Bárðarson:
Júlíus Guðmundsson:
„Hvað hún er sanngjörn og góð manneskja.“
Hrönn Auður Gestsdóttir:
„Hvað hann er með góðan vilja. Hann er alltaf svo hjálpsamur og bara svo skemmtilegur, fyndinn og stríðinn.“
„Hvað henni líkar vel við mig.“
Nanna Bára Maríasdóttir:
„Hann er svo jákvæður stuðbolti.“
ATVINNA Olís Njarðvík óskar eftir starfsmanni í afgreiðslustörf í sumar.
Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, vöruframsetning, áfylling og fleira.
Njáll kveður og Hrafn mokar upp fiski Þá er hann farinn eftir að hafa verið viðloðandi Suðurnes í næstum 40 ár. Já, hann er farinn. Nei, ég er ekki að tala um einhvern mann, ég er að tala um bátinn Njál RE sem hefur verið gerður út frá Sandgerði á dragnót að mestu undanfarin ár. Og áhöfn bátsins var skipuð mönnum að mestu frá Sandgerði. Þannig var Hjörtur Jóhannsson skipstjóri á Njáli RE í yfir 25 ár. Njáll RE var smíðaður í Hafnarfirði árið 1980 hjá fyrirtæki sem hét Bátalón. Njáll RE átti sér nokkra systurbáta t.d. Val RE sem er í dag Eiður ÍS og eru þessir tveir bátar nokkuð svipaðir, nema hvað að vélin í Njáli RE er aftur í en í Eiði ÍS þá er vélin fram í. Sömuleiðis þá voru nokkrir minni bátar smíðaðir þarna sem hafa verið á Suðurnesjum, t.d. Sævar KE sem var lengi Hafborg KE og Vonin KE sem Köfunarþjónusta Sigurðar ehf. á en sá bátur er ekki gerður út til fiskveiða. Auk þess má nefna Ragnar GK sem var gerður út frá Sandgerði í um níu ár. Njáll mun halda nafni sínu en hefur fengið númerið ÓF 275 og mun því fara norður til veiða á dragnót. Ólafsfjörður kemur kanski ekki mikið í hugann þegar horft er á útgerðarsögu Njáls RE, því báturinn hefur að mestu haldið sig við veiðar við Suðurnes en þó hefur báturinn landað á Ólafsfirði áður. Til að mynda var Njáll RE á reknetum á síld í september árið 1981 og landaði þá 75 tonnum í sextán róðrum og af því voru þrettán róðrar á Ólafsfirði. Árið eftir, 1982, var Njáll RE að landa að hluta í Ólafsfirði, þar sem hann var á síldveiðum og var þá með um 30 tonn í sex róðrum á Ólafsfirði.
Annars var hann í Sandgerði á reknetum á síld og var á síldveiðum frá því í ágúst og fram í október. Alls landaði báturinn þá 170 tonnum af síld sem að mestu var landað í Sandgerði en að auki á Siglufirði og Eskfirði. Mest landaði hann fjórtán tonnum í einni löndun. Þetta þýðir enn og aftur að dragnótabátum á Suðurnesjum fækkar. Enginn er í Grindavík og eftir eru bara Nesfiskbátarnir Siggi Bjarna GK, Benni Sæm GK og Sigurfari GK auk Aðalbjargar RE. Einn af þeim sem voru á Njáli RE er núna á Aðalbjörgu RE og allir róa þessir bátar frá Sandgerði. Fyrst ég er kominn í dragnótabátana þá var febrúar feikilega góður mánuður og var Benni Sæm GK þriðji aflahæsti dragnótabáturinn á landinu með 209 tonn í nítján, og Siggi Bjarna GK kom þar rétt á eftir með 202 tonn í átján. Sigurfari GK með 159 tonn í fimmtán og Aðalbjörg RE 75 tonn í tíu löndunum. Mokveiði var hjá línubátunum og aldrei þessu vant þá var Hrafn GK aflahæstur með 562 tonn í sex róðrum og mest 128 tonn í einni löndun. Þess má geta að aldrei áður hefur Hrafn GK veitt jafn mikið á einum mánuði og núna í febrúar. Og
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
128 tonna túrinn er mesti afli sem að báturinn hefur komið með að landi eftir að hann varð línubátur. Aðeins í söguna á Hrafni GK. Hann er fyrrum loðnuskip en hann var smíðaður í Noregi árið 1974 og hét Gullberg VE frá Vestmannaeyjum í næstum tuttugu ár. Má geta þess að nýi Sighvatur GK, sem hefur verið minnst á hérna í þessum pistlum, er systubátur Hrafns GK því báðir voru smíðaðir í Noregi og báðir voru loðnubátar á árum áður. Annað sem er nokkuð merkilegt við Hrafn GK er að hann er einn af örfáum línubátum, eða bara bátum yfir höfuð, sem hafa siglt til útlanda með aflann til sölu. Það gerðist árið 2008 þegar að Hrafn GK, sem reyndar þá hét Ágúst GK, sigldi tvisvar í mars með aflann og landaði alls um 275 tonnum í tveimur túrum. Landað var í Grimsby í Bretlandi í bæði skiptin. Heilt yfir þá var veiði bátanna í febrúar mjög góð en framundan er marsmánuður sem hefur alltaf verið einn af stærstu aflamánuðum ársins og hann byrjar vel. Þorsteinn ÞH kom með 11,2 tonn, Bergvík GK 10,7 tonn báðir í einni löndun á netin. Von GK kom með 13,5 tonn í land í einni löndun á línu.
Lögreglan á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200
LANDAMÆRAVERÐIR LÖGREGLUSTJÓRINN Á SUÐURNESJUM Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskar eftir áhugasömum einstaklingum í störf landamæravarða til sumarafleysinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Möguleiki er á framhaldsráðningu í haust. Ráðið verður í stöðurnar frá 6. maí 2019. Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum er annað stærsta lögreglulið landsins. Flugstöðvardeild er ein deild innan þess og sinnir löggæslu og landamæravörslu á langstærsta alþjóðaflugvelli landsins. Landamæraverðir sinna meðal annars fyrsta stigs landamæraeftirliti í vegabréfahliðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir starfa við hlið lögreglumanna og undir þeirra stjórn. Í deildinni starfa nú um 85 lögreglumenn og landamæraverðir. Hlutverk landamæravarða er að skoða farþega með tilliti til ítarlegs eða lágmarks eftirlits eins og það er skilgreint samkvæmt reglugerð um för yfir landamæri, nr. 866/2017. Flugstöðin er einn stærsti vinnustaður landsins og er óhætt að kalla hann líflegan.
Umsóknir skal senda á steinar@olis.is eða umsækjendur komi í verslun Olís Fitjabakka 2-4, 260 Reykjanesbær.
Nánari upplýsingar um störfin eru á www.starfatorg.is (auglýsing nr. 416, 20. febrúar 2019) og þar skal umsóknum skilað í síðasta lagi mánudaginn 11. mars 2019.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Dregið í dilka í Grindavík. VF-mynd Hilmar Bragi
Njáll RE hefur nú fengið einkennisstafina ÓF. Mynd: Gísli Reynisson
AFLA
Höfnum, Stolt Seafarm á Reykjanesi, Samherja í Grindavík og þá rekur Hafrannsóknarstofnun tilraunastöð í Grindavík. Rekstrartekjur sauðfjár- og nautgriparæktar voru 2,2% á Suðurnesjum en mestar eru þær á Suðurlandi, samtals 32,8%. Fjöldi nautgripa er minnstur á Suðurnesjum, eða 0,3%, en mestur á Suðurlandi 2016, 39%. Alifuglastofninn er nokkuð stór á Suðurnesjum og var hann mestur þar, 27%, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi, 31%. Stofninn hefur verið í stöðugum vexti á Suðurnesjum en bæði eru rekin bú í Grindavík og Sandgerði. Alls eru 15% svína á Suðurnesjum en flest eru þau á Suðurlandi árið 2016, eða 31% allra, en næstflest, 24%, á höfuðborgarsvæðinu. Færri eru þau annars staðar; 15% á Vesturlandi, 14% á Norðurlandi eystra, 1% á Norðurlandi vestra, innan við 0,5% á Austurlandi en engin á Vestfjörðum. Jarðir í ábúð voru 2% á Suðurnesjum en flestar á Suðurlandi.
FRÉTTIR
Markmið skýrslunnar og viðfangsefni er að veita yfirlit yfir umfang landbúnaðar í einstaka landshlutum á Íslandi í tilefni af breyttu umhverfi hans. Þau helstu eru stóraukinn innflutningskvóti á erlendum landbúnaðarafurðum, einkum fersku kjöti, aukin áhersla og meðvitund um tengsl landbúnaðar og loftslagsmála, versnandi afkoma og horfur innan landbúnaðarins, einkum í sauðfjárrækt og minkarækt, og endurskoðun samninga um starfsskilyrði ýmissa búgreina. Gert er ráð fyrir að upplýsingarnar nýtist ef kemur til að landbúnaður verði fyrir verulegu áfalli. Rekstrartekjur landbúnaðar á Íslandi uxu á nánast öllum landsvæðum á tímabilinu 2008–2017 og voru 73,2 milljónir króna árið 2017. Landbúnaður hefur ekki verið stór atvinnugrein á Suðurnesjum og kemur því ekki á óvart að hann er minnstur í samanburði við landið, eða 3%, en inni í tölum er fiskeldi sem er öflugt á svæðinu. Má þar nefna Matorku í Grindavík, Stofnfisk í Vogum og