

Sjö af hverjum tíu nemendum í
Háaleitisskóla eru innflytjendur
n Í Háaleitisskóla eru töluð allt að 30 tungumál og nemendur koma frá um 40 löndum. n Aðstoðarskólastjórinn er frá Litháen og segir tungumálið ekki stærstu áskorunina.
Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ er einstakur skóli á landsvísu. Af um 370 nemendum skólans eru um 250 með annað móðurmál en íslensku. Það þýðir að sjö af hverjum tíu nemendum eru innflytjendur eða börn með erlendan bakgrunn. Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri segir fjölbreytileikann bæði áskorun og tækifæri og starfið gangi mjög vel. Sum börn hafa
framhaldið en það helst í hendur við ástand heimsmálanna.“
Í Háaleitisskóla eru töluð allt að 30 tungumál og nemendur koma frá um 40 löndum.
„Þetta er fjölbreyttur hópur og það er mikið ríkidæmi fyrir skólann,“ segir Unnar. Þegar börnin koma úr Friðheimum sem er móttökudeildin, fara þau í bekk en halda áfram í íslensku sem öðru máli. Það tryggir að þau haldi

og að mikilvægt sé að bæði börn og foreldrar fái stuðning til að ná fótfestu í íslensku samfélagi. Aðspurð um helstu áskoranir í starfinu segir Jurgita að þær snúist ekki eingöngu um tungumál: „Tungumál er hægt að vinna með. Það sem getur verið erfiðara eru bakgrunnsaðstæður barnanna, fjölskyldumál, skilnaður eða félagslegar aðstæður. Þessu þarf að taka á og styðja börnin í gegnum slíkt. Við erum þjálfuð í því og hjálpum nemendVíkurfréttir heimsóttu Háaleitisskóla og í miðopnu blaðsins má sjá umfjöllun eftir þá heimsókn. Skólinn verður líka í sviðsljósinu í Suðurnesjamagasíni í vikunni.

verkefni inn á borð til sín. Hann bjargaði krumma sem tilkynnt var um í vandræðum á Hafnargötunni í Keflavík á sunnudag.
Krumminn var eitthvað lítill í sér og gat ekki flogið. Raggi er vanur að fást við hin ýmsu dýr og fangaði því krumma og flutti hann í búri í aðstöðu sem hann er með í Reykjanesbæ. Þar fékk fuglinn vatn að drekka og var fóðraður á innmat eins og nýrum og ferskri lifur úr nýslátruðu.
Eftir sólarhring í umsjón Ragga hafði krummi náð góðum styrk og því var látið á það reyna hvort hann
Hér er Ragnar að sleppa krumma eftir sólarhringsdvöl og gott atlæti hjá honum. Raggi gerði tilraun til að sleppa krumma sem flaug af stað en kom stuttu síðar og bað bjargvætt sinn um meiri aðstoð.
á brott. Hann fór þó ekki langt því stuttu seinna var krummi mættur aftur og bankaði uppá hjá Ragnari, því þar hafði hann fengið góðan matarbita og vonaðist eftir því að fá meira. Raggi tók aftur á móti krumma semvar greinilega ekki alveg orðinn góður, alla vega var hann svangur. Nú voru góð ráð dýr en Raggi hafði samband við sitt fólk hjá Húsdýragarðinum sem bað hann um að gefa fuglinum lýsi og koma svo með hann. Krummi var fluttur í borg óttans en nú er hann að jafna sig í Húsdýragarðinum eftir veislu hjá Ragnari.
Geta áfram gist í Grindavík
Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. Hollvinir Þórkötlu, þ.e. fyrrum eigendur sem hafa selt Þórkötlu eign sína í Grindavík og gert samning um afnot af þeim, hafa í sumar haft tækifæri til að gista í fyrrum eignum sínum í Grindavík. Í byrjun september höfðu 74 hollvinir undirritað viðauka við hollvinasamning sem heimilar gistingu í eignum Þórkötlu. Stærstur hluti þeirra undirritaði samning í maí og júní sl. Um var að ræða tímabundið
markmiðið að ýta undir að Grindvíkingar haldi tengslum við bæinn. Heimildin var hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Reynslan af verkefninu hefur heilt yfir verið góð og vill starfsfólk Þórkötlu koma á framfæri þakklæti til þeirra hollvina sem varið hafa tíma í Grindavík í sumar, hlúað að fyrrum eignum sínum og görðum. Viðauki við hollvinasamning um gistingu átti að renna út þann 30. september nk. en í ljósi þess hve vel verkefnið hefur gengið verður því haldið áfram.
Áfram geta þeir hollvinir sem ekki hafa sótt um viðauka um gistingu sótt um slíka heimild á heima-

Andmæla fyrirhugaðri „gusu“-aðstöðu í Vogum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur tekið undir sjónarmið hóps íbúa sem andmæltu fyrirhuguðu stöðuleyfi fyrir gám með svokallaðri gusu-aðstöðu við enda Hvammsgötu.
Á fundi bæjarráðs 30. júlí voru lögð fram skrifleg andmæli íbúa vegna grenndarkynningar málsins. Íbúarnir lýstu yfir áhyggjum af staðsetningu aðstöðunnar á grassvæði við götulokið. Bæjarráð tók undir sjónarmið þeirra og mælti með því að fundinn verði annar staður fyrir starfsemina. Málinu hefur verið vísað áfram til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd sveitarfélagsins tók nýverið fyrir erindi um varanlegt stöðuleyfi fyrir gáminn. Fulltrúar verkefnisins kynntu hugmyndina á fundi nefndarinnar og
útskýrðu hvernig aðstaðan yrði nýtt til að bjóða upp á heilsutengda þjónustu. Ætlunin er að halda reglu lega viðburði þar
sem lögð er áhersla á vellíðan og slökun með skipulögðum gufulotum undir leiðsögn.
Við umfjöllun málsins vék Andri Rúnar Sigurðsson af fundi. Nefndin þakkaði fulltrúum verkefnisins fyrir kynninguna og fól umhverfis- og skipulagssviði að kynna málið fyrir nágrönnum áður en það yrði tekið til frekari afgreiðslu.
Hvað er gusa?
Gusa er skipulögð gufulotusamvera undir handleiðslu svokallaðs „gusumeistara“. Þátttakendur fara í þrjár stuttar gufulotur þar sem notaðar eru ilmolíur, þari, tónlist, blævængir og handklæðahreyfingar til að skapa róandi stemningu. Á milli lotanna er hvatt til kælingar, til dæmis í hafi eða á grasflötum.


Fjölmenni við útför Jóns Eysteinssonar fv. sýslumanns
RÁÐHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Vesturhúsum í Höfnum, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,
Hugmyndin byggir á norrænni gufumenningu og sameinar náttúruupplifun, slökun og núvitund.
Útför Jóns Eysteinssonar, fyrrverandi sýslumanns í Keflavík var frá Keflavíkurkirkju sl. föstudag að viðstöddu fjölmenni. Jón lést 2. september sl. 88 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eftirlifandi eiginkonu, Magnúsínu Guðmundsdóttur, þrjá syni, barnabörn og barnabarnabörn. Útförinni stýrði Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur Keflavíkurkirkju en orgelleikur var í höndum Arnórs Vilbergssonar.
Sigurður Guðmundsson og Kór Keflavíkurkirkju sungu við útförina. VF/pket.
Vinna áfram með samfélags miðju og blandaða byggð

lést á Hrafnistu Nesvöllum, fimmtudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 25. september klukkan 13.
Albert Hinriksson Guðmundur I. Hinriksson
Guðrún Guðbjartsdóttir Guðríður Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MARÍS HVANNBERG GÍSLASON
Stapavöllum 12, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 2. október klukkan 13. Innilegar þakkir til starfsfólks HSS fyrir góða umönnun.
Sigurður Marísson
Ingibjörg Guðný Marísdóttir
Margrét Linda Marísdóttir Viðar Þór Marísson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, barnabörn og barnabarnabörn

Kristín Auður Jónsdóttir Örn Benedikt Sverrisson
Tonje Tellefsen
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi
STEFÁN INGI GUÐMUNDSSON
Njarðarvöllum 6, Njarðvík lést miðvikudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 1. október kl. 13
Jóhann Valur Guðmundsson
Kristín Guðmundsdóttir
Gunnar Örn Guðmundsson
Haukur Viðar Guðmundsson
Ingigerður Guðmundsdóttir

Julita Apostol Dicdican
Ásdís Friðriksdóttir
Guðrún Ísleifsdóttir Ísleifur Björnsson
og frændsystkini hins látna
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur tekið fyrir kynningu frá Alta ráðgjöf um framtíðarsýn Akademíureitsins við Sunnubraut 35. Kynningin felur í sér forsögn að skipulagi nýrrar samfélagsmiðju þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með miðbæjartengdri starfsemi.
Á fundinn mættu Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, og Gunnar Kr. Ottósson, skipulags-

fulltrúi, til að fara yfir tillögurnar. Í kynningunni kom fram að upp bygging á reitnum geti skapað einstakt tækifæri til að efla bæjar myndina, bæta þjónustu og styrkja miðbæ Reykjanesbæjar til framtíðar.
Bæjarráð samþykkti að fela Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formanni ráðsins, að vinna áfram að málinu í samráði við fagfólk og hagsmunaaðila.
Vinnuskóli Reykjanesbæjar mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni
Rekstur Sandgerðishafnar gengur vel á þessu ári og hafa tekjur verið umtalsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi hafnaráðs Suðurnesjabæjar þar sem farið var yfir rekstur og starfsemi hafnarinnar fyrstu sjö mánuði ársins. Þrátt fyrir góða afkomu hefur viðhaldskostnaður farið fram úr áætlun, einkum vegna tjóns sem hlaust af óveðri í mars. Óvissa ríkir enn um hvort og að hvaða marki Náttúruhamfaratrygging Íslands muni bæta þau tjón. Á fundinum var fjallað um ýmis
færa olíutanka olíufélaganna af Suðurgarði. Minnispunktar yfirhafnarvarðar um öryggis- og vitamál voru teknir til umfjöllunar. Liggi fyrir að endurnýja þarf vitabúnað í Sandgerðisvita og verður verkefnið unnið í samstarfi við Hafnabótasjóð sem sótt verður til um styrk. Rætt var um framtíðarmönnun hafnarinnar og skipulag starfseminnar. Unnið er að mótun nýs starfaskipulags til að styrkja rekstur og þjónustu hafnarinnar. Hafnaráð fékk jafnframt upplýsingar um fyrirhugaðar fram-
Skoða Miðjuna sem valkost fyrir gervigrasvöll
Góður gangur í Sandgerðishöfn og tekjur hærri n Framkvæmdir í Suðurgarði á næsta leiti af þeim staðsetningarkostum sem teknir voru til skoðunar í skýrslu Verkís frá maí 2022. Tillagan var lögð fram af fulltrúum O- og S-lista fyrir hönd meirihluta D-, O- og S-lista í bæjarráðinu og var hún samþykkt með þeirra atkvæðum. Fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn.
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar fékk kynningu á starfsemi Vinnuskólans sumarið 2025 á fundi sínum 2. september. Ólafur Bergur Ólafsson, forstöðumaður Vinnuskólans, og Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, fóru yfir starfsemina og helstu niðurstöður uppgjörsins. Samkvæmt samantekt störfuðu 739 ungmenni í Vinnuskólanum í sumar, sem er um 79% af heildarfjölda í viðkomandi árgangi. Þar af unnu 59% í hefðbundnum störfum á vegum bæjarins og 41% í samstarfsverkefnum með æskulýðsog íþróttafélögum og stofnunum. Einnig var boðið upp á sértækan hóp fyrir ungmenni með stuðningsþarfir.
Lýðheilsuráð þakkaði starfsfólki og ungmennum fyrir vel unnin störf og tók undir mikilvægi þess að Vinnuskólinn sé vettvangur fyrir samfélagslega þátttöku og forvarnir. Sérstaklega var bent á mikilvægi þess að 17 ára unglingar geti tekið þátt, og að horfa þurfi til þessa við vinnu fjárhagsáætlunar

Hjóla- og göngustígur við Vogastapa í undirbúningi
Samþykkt hefur verið að fela umhverfis- og skipulagssviði Sveitarfélagsins Voga að ræða við HS-veitur, Reykjanesbæ og landeigendur með það fyrir augum að leggja hjóla- og göngustíg við Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram frumkostnaðaráætlanir fyrir tvær mögulegar leiðir, annars vegar utan Keflavíkurvegar og hins vegar meðfram vegi við hitaveitulögn. Skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sátu fundinn undir dagskrárliðnum. Bæjarráð staðfesti jafnframt afgreiðslu skipulagsnefndar um að vinna málið áfram í samstarfi við ofangreinda aðila.
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja Auglýsir eftir umsóknum um styrki
fyrir árið 2026
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Markmið Uppbyggingarsjóðs er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.
Síðasti skiladagur umsókna er miðvikudagurinn 22. október kl. 12:00.
Sótt er um rafrænt á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar og vanda umsóknir sínar í hvívetna.

Einnig má hafa samband við Loga Gunnarsson, verkefnastjóra á netfangið logi@sss.is

Öskjumenn voru sáttir á opnunardaginn. vF/pket.
Fjölmenni við opnun Öskju í Reykjanesbæ
„Ég held ég hafi sjaldan séð jafn marga koma á bílasýningu. Þetta var gaman og við stefnum að því að veita góða þjónustu á Suðurnesjum. Það var eitt af markmiðunum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sölustjóri Ösku í Reykjanesbæ en umboðið opnaði formlega nýja starfsstöð að Njarðarbraut 11 í Njarðvík nýlega.
Þar er nú í boði heildstæð þjónustu fyrir bílinn undir sama þaki: sölu- og þjónustudeild fyrir Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda, auk hjólbarðaþjónustu hjá systurfélaginu Dekkjahöllinni.
„Ég sagði við bæjarstjórann sem kíkti hér við að við værum að koma sterk inn á svæðið en hér verða um tuttugu starfsmenn í vinnu, segir Suðurnesjamaðurinn Kristmann
Freyr Dagsson, sölustjóri hjá Öskju í Reykjavík. Fjölmargir lögðu leið sína á opnunardegi Öskju. Konur úr Kven-
félagi Keflavíkur sáu til þess að ilmaði vel í stóru húsinu og buðu gestum upp á nýbakaðar vöfflur með rjóma.

HS VEITUR LEITA AÐ
FRAMKVÆMDASTJÓRA VEITUKERFA
HS Veitur óska eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn stjórnanda til að leiða rekstur, framkvæmdir, stefnumótun og þróun veitukerfa fyrirtækisins.
Viðkomandi þarf að hafa farsæla reynslu af stjórnun, menntun á sviði verk- eða tæknifræði, vera lausnamiðaður og búa yfir framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.
Framkvæmdastjóri veitusviðs heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á jafnrétti og hvetjum fólk, óháð kyni, til að sækja um.
Nánari upplýsingar veita Hilmar Hjaltason hjá Vinnvinn og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, mannauðsstjóri HS Veitna (jonahrefna@hsveitur.is)
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2025






Mikið fjölmenni mættu á opnun Öskju. kvenfélagskonur bökuðu vöfflur ofan ímannskapinn.
Spil & púsl
fyrir alla fjölskylduna

Verið velkomin
í A4 Reykjanesbæ, Hafnargötu 27a.
Opið virka daga 9 - 18, og laugardaga 10 - 17
Breytingar í bæjarstjórnum
Samþykktar hafa verið breytingar á skipan embætta í bæjarstjórn og bæjarráði Reykjanesbæjar í kjölfar þess að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri snéri til starfa 1. september að loknu veikindaleyfi.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, sem gegnt hefur starfi starfandi bæjarstjóra, tekur við embætti formanns bæjarráðs. Guðný Birna Guðmundsdóttir verður varaformaður bæjarráðs.
Guðný Birna tekur jafnframt við embætti forseta bæjarstjórnar. Bjarni Páll Tryggvason verður 1. varaforseti og Guðbergur Reynisson 2. varaforseti.
elín hættir í Suðurnesjabæ Þá voru nýlega breytingar í Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar.
Elín Frímannsdóttur hefur fengið lausn frá skyldum sínum sem kjörinn bæjarfulltrúi. Lausnarbeiðni Elínar var samþykkt samhljóða og þakkaði bæjarstjórn henni fyrir samstarfið og hennar framlag í þágu Suðurnesjabæjar á undanförnum árum. Í hennar stað tekur sæti í bæjarstjórn Önundur Björnsson, sem mun hefja störf við næstu fundi sveitarstjórnar.
Mikið hrun í afla hjá dragnótabátunum
Þá er vel liðið á september mánuð og fyrsta sem maður horfir á eru dragnótaveiðarnar í Faxaflóanum. Það má alveg segja að það sé mikið hrun í afla hjá dragnótabátunum sem eru í Bugtinni og þá aðalega varðandi þorskinn. Veiðin byrjaði mjög vel en síðan dró hratt úr henni, en eftir stendur að skarkolaveiði er búin að vera mjög góð hjá bátunum.
Til marks um þetta mikla aflahrun á dragnót í Faxaflóanum núna í september má bera saman september 2024 til september 2025, þá var til dæmis Stapafell SH í mokveiði í fyrra og landaði 360 tonnum og mest 34 tonn í einni löndun í 19 róðrum, öllu landað í Reykjavík. Núna árið 2025 er sami bátur aðeins kominn með um 90 tonna afla í 13 róðrum og mest 14 tonn enda er báturinn farinn í burtu frá Reykjavík og kominn á Arnarstapa. Annar bátur sem vert er að bera saman milli ára er Aðalbjörg RE, en þessi bátur á lengstu sögu allra báta í dragnótaveiðum í Faxaflóanum. Árið 2025 gekk bátnum mjög vel í Faxaflóanum og var með 207 tonna afla í 15 róðrum og mest 27 tonn, og var mest af þessu þorskur. Aðalbjörg RE var í Reykjavík frá september og alveg fram í desember 2024 og kom þá til Sandgerðis. Núna árið 2025 er Aðalbjörg RE búinn að veiða 90 tonn í 11 róðrum og mest 11 tonn og ólíkt árinu 2024 er Aðalbjörg RE núna kominn til Sandgerðis. Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK hafa hangið lengst á veiðum í Flóanum, en þeir hafa reyndar ekki farið langt inn í flóann, verið að

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Gangi þér vel! Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín? Sendu okkur línu á vf@vf.is
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ ÞÁTTINN Í
Arnar
trillukarl
gengið ansi vel og þá að mestu með kolann. Siggi Bjarna GK er kominn með 98 tonn í 11 róðrum og Benni Sæm GK 81 tonn í 11 róðrum. Núna hafa tveir línubátar verið á veiðum frá Sandgerði, en Margrét GK var í slipp í Njarðvík en er kominn á veiðar og hefur landað um 7 tonn í einni löndun. Hinn báturinn er Særif SH og hefur hann landað 59 tonn í 5 róðrum og mest 22 tonn í einni löndun. Aflinn frá Særifi SH er að mestu seldur á Fiskmarkaði Suðurnesja í Sandgerði, en þorskur og ýsa er ekin til vinnslu hjá Kamba í Hafnarfirði. Veður núna í september hefur nú ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir varðandi færabátana, þeir komust á sjóinn snemma í september en síðan ekki neitt. Þeir bátar sem eru á færum voru að eltast við ufsann og fóru í ágúst mjög langt út, um 50 mílur. Núna um helgina fóru þrír bátar út á færunum og var Bjössi á Dímon
ársins og fiskvinnslufólk
GK fyrstur og út fór hann í Röstina sem svæðið sem á milli Eldeyjar og Reykjaness er kallað. Óhætt er að segja að ufsinn hafi verið mættur þar því hann fékk um 1,8 tonn, Hawkerinn GK fór líka þarna út og fékk um 1,6 tonn og síðan Stormur GK sem var með um 600 kíló. Allir þessir þrír bátar voru með stóran og mikinn ufsa enda var verðin á mörkuðum fyrir aflann um 250 til 300 krónur á kílóið. Reyndar er núna að koma sá tími að bátarnir sem munu róa í vetur á færunum munu verða töluvert fáir, og líklega verða þeir varla meira en 10 bátarnir sem munu róa á færum í vetur. Dímon GK er einn af þeim, en hann hefur róið undanfarin ár, allt árið á færunum. Líklega munu Hawkerinn GK, Dóra Sæm HF og Séra Árni GK líka vera á færunum út þetta ár.
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veittu starfsmönnum í sjávarútvegi í Grindavík viðurkenningu fyrir þrautseigju. „Margvíslegri starfsemi hefur verið haldið úti í
Grindavík við mjög krefjandi aðstæður eins og allir þekkja,“ sagði hann og bætti við að undir þessu hafa starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja í Grindavík risið með sóma.
Ragnheiður Elín Árnadóttir er í essinu sínu hjá OECD í París. Er að upplifa drauminn og segir Ísland með sterka ímynd í útlöndum. Tuttugu ár í pólitíkinni góð reynsla. Víkurfréttir heimsóttu Röggu til París og spurðu hana út í draumastarfið hjá OECD, kynni hennar af Spánarkonuungi og hvernig það hafi verið að missa ráðherrastarf eftir prófkjör.
Arnar Magnússon, Suðurnesjamaður ársins 2024 og trillukarl, var hreiðaður við opnun Sjávarútvegssýningarinnar í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Þá fékk starfsfólk í sjávarútvegi í Grindavík einnig viðurkenningu fyrir starf sitt og tók Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi hf. við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins. Hefð er fyrir því að veita viðurkenningar við opnun þessarar árlegu sýningar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kynnti „trillukarl ársins.“ Arnar Magnússon, smábátaeigandi bjargaði lífi vinar síns þegar bát hans hvolfdi eftir árekstur norðvestur af Garðskaga árið 2024. Með snarræði tókst Arnari að ná skipbrotsmanninn um borð og koma í hann yl. Arnar var valinn Suðurnesjamaður ársins af Víkurfréttum í árslok.
Sjómenn og útgerðaraðilar frá
Minning: Jónína Sigríður Jóhannsdóttir
Það er stutt á milli lífs og dauða. Mánudaginn 25. ágúst komu Þórir bróðir minn og Jónína í kaffi til mín í bílskúrinn á Völlunum í Hafnarfirði. Jónína fann fyrir slappleika og leið, satt best að segja, ekki vel. Það liðu ekki nema þrír sólarhringar, þá var hún látin.

Suðurnesjum getið verið mjög sáttir
Kynni mín af Jónínu hófust fyrir um 62 árum, þegar hún var glæsileg ung stúlka úr Hafnarfirði sem var að skemmta sér í Krossinum í Njarðvík. Þar réðust örlögin, þegar Þórir bauð henni upp í dans og ók henni síðan heim á flotta Ford-bílnum sínum. Frá þeim degi hefur ríkt hlýtt og náið samband við fjölskyldu þeirra. Leiðir okkar lágu víða saman – meðal annars áttum við
hvort annað við byggingu einbýlishúsa okkar, áttum ótal heimsóknir og grillveislur sem skipta hundruðum, þar sem jafnan var boðið upp á það besta, bæði í mat og drykk. Mér er einnig sérstaklega minnisstætt þegar ég bjó í Danmörku árið 2018 og þau hjón komu í heimsókn. Í þeirri ánægjulegu ferð heimsóttum við Steinþóru (látin) og Finn, Hrafnhildi systur Jónínu og fjölskyldu hennar, auk Gústa og hans fjölskyldu. Sú ferð mun seint fara mér úr minni, enda var einstaklega notalegt og ánægjulegt að ferðast með þeim hjónum.

Með þessum orðum vil ég þakka Jónínu fyrir allar góðu stundirnar í gegnum árin og senda innilegar samúðarkveðjur til Þóris, barna þeirra, barnabarna og allra ástvina sem nú eiga um sárt að binda Ingvi I. Ingason.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Hólmbergsbraut 13, (bil 1), 230 Keflavík, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.
Septembermánuður liðinn og mér sýnist að sjómenn og útgerðaraðilar frá Suðurnesjum getið verið mjög sáttir við þennan mánuð sem var fyrsti mánuðurinn á fiskveiðiárinu. Afli bátanna var mjög góður og tveir stóru línubátarnir sem eftir eru héðan veiddu vægast sagt ansi vel. Sighvatur GK var með 662 tonn í fimm löndunum og mest 162 tonn í löndun og Páll Jónsson GK var ekki langt þar á eftir með 624 tonn í sex löndunum og mest 149 tonn. Töluvert flakk var á bátunum því þeir lönduðu á Skagaströnd, Neskaupstað, Djúpavogi og Grundarfirði – og nokkuð merkilegt er að allur aflinn var vigtaður á fiskmarkaði. Líklega þá ekki unnin í húsnæði Vísis í Grindavík. Hólmgrímur á ekki neinn bát í útgerð en hann var engu að síður með fimm minni netabáta á Margrét GK sem var á Hólmavík allan september hætti veiðum þar undir lok mánaðarins og kom suður til Sandgerðis, Margrét GK hefur byrjað róðra þaðan núna í október. Hulda GK er þar líka á veiðum. Dúddi Gísla GK sem var í Sandgerði er kominn til Grindavíkur.
róðra og
arnar og Jón Steinar ásamt Hönnu katrínu atvinnuvegaráðherra.




Einstakur skóli
Háaleitisskóli á ásbrú í Reykjanesbæ er einstakur skóli á landsvísu. af um 370 nemendum skólans eru um 250 með annað móðurmál en íslensku. Það þýðir að sjö af hverjum tíu nemendum eru innflytjendur eða börn með erlendan bakgrunn. Í Háaleitisskóla eru töluð allt að 30 tungumál og nemendur koma frá um 40 löndum. Það er hægt að segja að skólinn hafi fengið alþjóðlegt yfirbragð í vöggugjöf því á tímum varnarliðsins á keflavíkurflugvelli var þetta grunnskóli fyrir börn varnarliðsmanna. víkurfréttir heimsóttu Háaleitisskóla í lok síðustu viku og fræddust um merkilega starfsemi sem litast eðlilega af því að 70% nemenda eru af erlendum uppruna. en það sem meira er - að það gengur mjög vel. Í þessari viku birtum við einnig sjónvarpsinnslag í Suðurnesja-magasíni um heimsókn vF í skólann.


Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

í Reykjanesbæ eru
Unnar og Jurgita á spjalli við Heiðu Mjöll brynjardóttur, umsjónarmanns ljósheima, en það er aðsetur fyrir einhverfa nemendur. Lykillinn
„Starfsfólkið er frábært og tilbúið að mæta öllum áskorunum með ást og umhyggju – og þannig hefur tekist að skapa námsumhverfi sem er einstakt, “ segir Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Í skólanum er sjötíu prósent nemenda af erlendum uppruna.
Háaleitisskóli í Reykjanesbæ er einstakur skóli á landsvísu. Af um 370 nemendum skólans eru um 250 með annað móðurmál
„Markmiðið er að nemendum líði vel og komist aftur í bekkinn“
n
Í Háaleitisskóla er rekið svo kallað vellíðunarver, sem áður hét Jötunheimar. Það hefur starfað frá árinu 2009 og er lík lega elsta úrræðið innan skólans á Ásbrú. Þar fá nemendur tíma bundinn stuðning við nám og líðan, með það að markmiði að komast aftur til baka í bekkinn.

vellíðunarverinu frá opnun þess árið 2013 og var umsjónarmaður þess í mörg ár. Hann segir að hug myndin hafi verið sú að skapa nemendum rými til að fá aðstoð við bæði nám og líðan þegar á reynir. „Það kemur alltaf ýmislegt upp í hverjum skóla, það er bara lífið,“ segir hann. „Þá er gott að hafa stað þar sem hægt er að mæta börnunum á þeirra forsendum.“
Nemendur dvelja að jafnaði í verinu hluta úr viku. „Þetta eru ákveðnir tímar í aðalfögum eins og íslensku, stærðfræði og fleira. Svo blandast þetta saman við önnur fög. Við reynum að hafa þetta skammtímalausn, þetta er ekki hugsað til langs tíma fyrir hvern og einn, heldur stuðningur.“
Á árum áður var algengt að börn sem áttu erfitt í skóla voru send í svokallaðan „skammarkrók“.
Ragnar leggur áherslu á að þetta sé allt annað.
„Þetta er löngu liðin tíð. Vellíðunarverið er ekki refsing heldur
stuðningur. Nemendur koma hingað bæði til að læra og til að fá rými til að líða betur. Það skiptir öllu máli að þeim líði vel í skól anum.“
Hann segir reynsluna sýna að úr
ræðið virki vel. „Krökkunum líður mjög vel hér og þau vilja oft síst fara héðan. Það segir okkur margt gott.“
Í verinu er lögð áhersla á ein staklingskennslu og jákvætt and rúmsloft.
„Markmiðið er að mæta þeim þar sem þau eru í náminu,“ útskýrir Ragnar. „Smátt og smátt komast þau svo aftur alfarið inn í bekkinn. Það er aðalatriðið.“
Hann segir að fjölbreytileiki nemendahópsins í Háaleitisskóla sé áskorun en jafnframt styrkur. „Við erum með ótrúlega gott starfs fólk sem er tilbúið að teygja sig ansi langt. Fjölbreytnin er mikil en starfsmenn taka því af mikilli jákvæðni og fyrir það erum við afar Upphaf úrræðisins má rekja til hennar Siffu, Sigfríðar Sigurðardóttur, sem kom hugmyndinni á koppinn og byggði upp með góðum árangri. Ragnar tók svo við keflinu
en íslensku. Það þýðir að sjö af hverjum tíu nemendum eru innflytjendur eða börn með erlendan bakgrunn. Þessi fjölbreytileiki er bæði áskorun og tækifæri.
Stærsta áskorunin er tungumálið
Unnar segir að tungumálið sé stærsti þröskuldurinn þegar nýir nemendur hefja skólagöngu.
„Allir nemendur sem eru með annað móðurmál byrja í Frið-
Jón Ragnar forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar.
heimum, móttökudeildinni okkar, þar sem þau dvelja í tólf vikur. Þar fá þau grunn í íslensku og stefnt er að því að orðaforðinn verði um 400 orð þegar þau ganga inn í bekkina,“ útskýrir hann.
Sum börn hafa jafnvel aldrei áður gengið í skóla. „Það getur verið áskorun en með réttum stuðningi gengur þetta. Í síðustu viku bættust níu nýir nemendur í hópinn, þar af tveir frá Úkraínu,“

„Þetta hefur gengið mjög vel í gegnum árin. Nemendur vilja yfirleitt ekki fara úr verinu – og það er eiginlega besta sönnunin fyrir því að starfið hafi gildi fyrir börnin,“ segir Ragnar.

n Jón Ragnar Magnússon er forstöðumaður
„Krakkarnir þurfa að hafa
Félagsmiðstöðin í Háaleitisskóla er tiltölulega ný stofnun, en á örfáum árum hefur hún skapað sér mikilvægan sess í daglegu lífi nemenda. Þar hefur tekist að efla félagslíf, draga úr agavandamálum og skapa vettvang fyrir börn og unglinga með ólíkan bakgrunn til að hittast, spila og tala saman. Jón Ragnar Magnússon, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, segir starfið hafa gengið vonum framar.

Upphafið má rekja nokkur ár aftur í tímann þegar í ljós kom að börn á Ásbrú tóku síður þátt í hefðbundnu tómstunda- og íþróttastarfi í Reykjanesbæ.
„Þá tóku skólastjórinn Friðþjófur Helgi og deildarstjórinn Raggi Steinars mig tali og við ákváðum að búa til félagsmiðstöð upp úr engu,“ rifjar Jón upp. Hann segir að sú ákvörðun hafi fljótt borið árangur. „Krakkarnir fóru að skila sér betur, bæði í félagsmiðstöðvar í Keflavík eins og Fjörheima, og inn í íþróttastarfið.
Það varð miklu auðveldara að nálgast þau.“ Í fyrra var stigið stærra skref þegar ákveðið var að gera félagsmiðstöðina að opinberri stofnun innan Háaleitisskóla og Jón var ráðinn sem deildarstjóri. „Við erum núna að fá 20–25 krakka reglulega, bæði á miðstigi og unglingastigi. Það hefur gengið svo vel að sambærilegt starf hefur verið opnað í Akurskóla og Stapaskóla í InnriNjarðvík.“
Starfið fer ekki eingöngu fram á kvöldin heldur einnig í frímínútum
n Sjö af hverjum tíu nemendum Háaleitisskóla
Ragnar Steinarsson, deildarstjóri elsta stigs.
Frá kennslu í Friðheimum.
„Stærðfræðin er alþjóðleg og gengur oft vel. Íslensk fög eins og saga og samfélagsfræði geta verið erfiðari en þar nýtum við tækni, meðal annars gervigreind, til að aðstoða við skilning.“
bætast við nýir nemendur og ekki mikil vissa með framhaldið en það helst í hendur við ástand heimsmálanna.
Í Háaleitisskóla eru töluð allt að 30 tungumál og nemendur koma frá um 40 löndum.
„Þetta er fjölbreyttur hópur og það er mikið ríkidæmi fyrir skólann,“ segir Unnar. „Þegar börnin koma úr Friðheimum fara þau í bekk en halda áfram í íslensku sem öðru máli. Það tryggir að þau haldi áfram að ná framförum í tungumálinu, á sama tíma og íslensku börnin fá að halda sínu hraða.“
erlendir nemendur auðga námið
Að sögn skólastjórans gengur erlendum nemendum vel að tileinka sér námið.
„Stærðfræðin er alþjóðleg og gengur oft vel. Íslensk fög eins og saga og samfélagsfræði geta verið erfiðari en þar nýtum við tækni,
Unnar segir að margir erlendir nemendur hafi komið með nýja sýn og verkefni sem íslenskir nemendur hafi lært af: „Þau kynna verkefni sem við höfum aldrei séð áður – það auðgar námið fyrir alla.“
Unnar leggur áherslu á að andrúmsloftið í skólanum sé jákvætt: „Nemendur bera virðingu fyrir hvort öðru, óháð trú eða menningu. Það er ótrúlega góður andi hérna,“ segir hann.
Starfsfólkið sé lykillinn: „Það er starfsfólkið sem skapar andann og skólamenninguna. Við tölum jákvætt um skólann, um nemendur og hvort annað – og það smitar út frá sér.“
Samstarf við foreldra og samfélag
Mikilvægt er að byggja upp traust við heimilin.
„Við leggjum mikla áherslu á gott foreldrasamstarf. Ég mæti á alla foreldrafundi og þar er jafnan góð þátttaka. Við viljum að for

Fjölbreytileikinn er daglegt líf
n Jurgita Milleriene er aðstoðarskólastjóri Háaleitisskóla

Jurgita Milleriene, aðstoðar skólastjóri Háaleitisskóla, flutti til Íslands frá Litháen árið 2001 eða fyrir nær aldarfjórðungi. Hún segir fjölmenninguna vera styrk skólans og að mikilvægt sé að bæði börn og foreldrar fái stuðning til að ná fótfestu í ís
anesbæjar
Jurgita er upprunnin frá Litháen en hefur nú búið lengur á Íslandi
„Þetta er eiginlega erfið spurning – hvaðan er ég? Ég tengi mig núna meira við Ísland, en ég tengist líka heimalandinu mínu mjög vel,“ segir


Stormur F. Hauksson linn og Sunneva kara M. Matthíasdóttir eru í forsvari fyrir nemendur í félagslífinu. Þau segja samskiptin meðal nemenda til fyrirmyndar og andann góðan í skólanum.
Hún lauk kennaranámi í bókmenntum í Litháen áður en hún flutti til Íslands árið 2001. Hér nam hún leikskólakennarafræði og síðar íslensku sem annað mál. „Ég hef lært mikið og lengi, bæði hér og heima. Ég starfaði sem skólastjóri í Litháen og vann með menntamálaráðuneytinu þar. Þannig að ég kem inn með reynslu úr tveimur skóla-
Það er enn óalgengt að fólk með erlendan bakgrunn sé í stjórnunarstöðum í íslenskum skólum. Jurgita segir það þó vera mikilvæg
„Það er mjög hvetjandi að fleiri fái tækifæri til að vera í þessum stöðum, að koma með sína sýn úr ólíkum menningar- og menntunarheimum. Ég get boðið upp á margt sem nýtist bæði nemendum og kennurum.“
tungumálin opna dyr
Í Háaleitisskóla eru margir nemendur frá Austur-Evrópu og fleiri löndum. Þar nýtist Jurgitu tungumálakunnátta vel.

aðfluttir.
„Nemendurnir hér eru svo þakklátir fyrir allt sem gert er fyrir þau.
Margir kennarar sem hafa starfað í öðrum skólum segja að það sé auðveldara að ná til barnanna hér.
Þau kunna að meta það sem þau fá – hvort sem þau eru íslensk eða erlenda uppruna.“
Þar sem allir nemendur í raun eru aðfluttir, hvort sem þeir koma erlendis frá eða frá öðrum landshlutum, verður enginn utangarðs. „Það er enginn fæddur hér á Ásbrú, allir eru aðfluttir og velkomnir.
Krakkarnir eru fljótir að taka á móti nýjum bekkjarfélögum og hafa lært að umgangast fjölbreytileika af eðlilegu næmi.“
Aðspurð um helstu áskoranir í starfinu segir Jurgita að þær snúist ekki eingöngu um tungumál: „Tungumál er hægt að vinna með. Það sem getur verið erfiðara eru bakgrunnsaðstæður barnanna, fjölskyldumál, skilnaður eða félagslegar aðstæður. Þessu þarf að taka á og styðja börnin í gegnum slíkt. En við erum rosalega vel þjálfuð í því að halda utan um nemendur, og við getum tekið á hverju sem er.“
Samstarf við foreldra lykilatriði
börnin tregari til að læra. Þannig getur það gerst að fólk hafi búið hér í tíu ár eða meira og börnin eru samt ekki orðin góð í íslensku. Þá eru tækifærin tekin frá þeim.“ Til að bregðast við þessu er nýtt verkefni að hefjast í Háaleitisskóla. „Við ætlum að fá foreldra meira inn í skólakerfið, kynna þeim hvernig það virkar og fá þau til að styðja börnin sín betur. Þetta er verkefni fyrir alla – líka íslenska foreldra.“ lífið á Íslandi
Jurgitu segist líða vel á Íslandi og hafi frá upphafi fengið góðar móttökur. „Ég hef aldrei orðið fyrir fordómum. Það er líka spurning um hvernig þú kemur inn í samfélagið og hvaða viðhorf þú berð með þér. Mér hefur alltaf liðið vel og Ísland er orðið mitt heimili.“
Hún segir að íslenskan hafi ekki reynst sér sérstaklega erfið. „Litháíska er eitt elsta og flóknasta tungumál heims. Mér fannst íslenskan auðveldari en stærðfræðin!“ segir hún og hlær.
og hádegishléum. Þar hefur það haft sýnileg áhrif á skólabraginn.
„Eftir að við byrjuðum með þetta hefur agavandamálum fækkað mikið. Það er minna um skemmdir á göngum og starfsfólk hefur tekið eftir jákvæðara viðhorfi hjá krökkunum,“ segir Jón. Það snýst einfaldlega um að hafa eitthvað að gera. „Stundum þarf ekki meira en spilastokk eða borðspil. Núna er gríðarlegur áhugi á borðtennis, það er oft röð krakka sem vilja spila. Ég er alltaf til í að taka leik við þau.“
Í Háaleitisskóla eru fjölmörg tungumál töluð, en Jón segir félagsstarfið hjálpa mikið til.
„Bara það að krakkarnir fari í leiki eða spili saman hjálpar þeim að tala íslensku og eiga samskipti. Ég reyni líka að blanda saman
hópum úr ólíkum menningarheimum. Oft tala þau miklu meiri íslensku í félagsmiðstöðinni en í skólastofunni – það er bara mann á mann samskipti sem skipta máli.“
Jón segir að góð samvinna við stjórnendur skólans og bæjaryfir völd hafi skipt sköpum.
„Við njótum mikils stuðnings frá bæjarfélaginu, skólanum og tóm stundastarfi í heild. Það er algjört lykilatriði að skólinn, bæjarfélagið og félagsstarfið vinni saman.“
Að hans mati er kjarni starfsins einfaldur: að gefa krökkunum eitt hvað uppbyggilegt að gera.
„Um leið og þau sjá að það er eitthvað annað í boði, þá eru þau ekkert að leita í símann. Það er bara það sem skiptir öllu máli.“
„Ég tala pólsku, rússnesku og litháísku og get því talað við marga nemendur á þeirra eigin tungumáli. Það er rosalega skemmtilegt og skapar strax tengsl.“
Hún bendir á að viðhorf foreldra ráði miklu um tungumálanám barnanna. „Stundum tala foreldrar alltaf sínu eigin tungumáli við börnin og tala um að vera á leiðinni

Að lokum dregur Jurgita saman reynslu sína: „Ef þú ert aðfluttur, hvort sem þú ert Íslendingur eða kemur frá útlöndum, þá er Háaleitisskóli besti staðurinn til að vera. Hér eru allir velkomnir, hér er fjölbreytileiki daglegt líf, og hér lærum við öll að umgangast hvort annað af virðingu.“

erlendir nemendur byrja námið í Friðheimum þar sem lögð er áhersla á íslenskunám. Hér eru strákarnir að raða saman íslenskum orðum. Í stað smíði eða handavinnu fá krakkarnir spjaldtölvu og voru hér að vinna við tölvuleik.
Jurgita Millerien, aðstoðarskólastjóri kemur frá litháen.
Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri.
Unglingadeildin Klettur – 20 ár af starfi sem mótar framtíðina
Í ár fagnar Unglingadeildin klettur í Reykjanesbæ 20 ára afmæli sínu en það eru tveir áratugir af ómetanlegu starfi þar sem ungt fólk hefur fengið tækifæri til að læra, vaxa og leggja sitt af mörkum til samfélagsins hér í bæ.
Fyrir mér er þetta afmæli ekki aðeins tímamót, heldur líka áminning um hversu gríðarlega mikilvægt þetta starf er fyrir samfélagið okkar. Þar tala ég sem bæði formaður Björgunarsveitarinnar
Suðurnes, sem fyrrum unglingur í unglingadeildinni og fyrrverandi umsjónarmaður.
Ég hef því horft á starf deildarinnar frá öllum hliðum – sem þátttakandi, leiðbeinandi og nú sem ábyrgðarmaður starfsins sem þar fer fram.
Upphafið – þrír menn, ein hugsjón
Upphaf Unglingadeildarinnar Kletts má rekja til nóvembermánuðar 2005 en stuttu áður hafði Helena Dögg Magnúsdóttir verið ráðin til starfa hjá
Slysavarnafélaginu
Landsbjörg með það hlutverk að fjölga unglingadeildum víðsvegar um landið og koma að byggja upp starf þeirra og endurvekja starf deilda sem hefðu legið niðri lengi.
Helena Dögg hóf starfið hér í heimahéraði og kallaði eftir sjálfboða liðum í sinni eigin björgunarsveit til að byggja upp slíka deild í Reykjanesbæ en í nágrannasveitarfélögunum hafa starfað öflugar unglingadeildir í nokkuð mörg ár.
Það sem hófst með þremur eldhugum og einum draumi hefur í dag þróast í sterkan og lifandi hluta af samfélagi okkar allra hér í Reykjanesbæ.
Starf sem hefur raunverulegan tilgang
Unglingadeildin Klettur er ætluð unglingum í 9. og 10. bekk grunnskólana í bæjarfélaginu. Þar fá unglingarnir tækifæri til að taka þátt í ævintýralegu starfi sem hefur raunverulegan tilgang og skilar svo til baka í samfélagið.
Á fundum og ferðum unglingadeildarinnar fá þau að kynnast fjölbreyttum þáttum björgunarsveitastarfsins, svo sem fyrstu hjálp,rötun og ferðamennsku, leitartækni og að sjálfsögðu sjóbjörgun. Við leggjum ríka áherslu á samvinnu, þrautseigju, traust, teymisvinnu og auðvita vináttu því þetta er ekki bara þekking – heldur lífsreynsla sem styrkir bæði einstaklingana og hópinn sem heild.

Hápunktar í starfinu
Þrír metnaðarfullir og hugrakkir björgunarsveitarmenn stigu fram og ákváðu eftir smá samtal að taka af skarið.
Þeir Arnar Steinn Elísson, Brynjar Ásmundsson og Sævar Magnús Einarsson tóku að sér þetta krefjandi verkefni, lögðu grunninn að Unglingadeildinni Kletti og tryggðu þannig að ungt fólk á svæðinu hefði vettvang til að læra og kynnast björgunarstörfum, styrkja sjálfstraust sitt og eignast ómetanlega reynslu sem nýtist til framtíðar.
Þótt starfið sé dýrmætt alla daga eru ákveðin augnablik sem skera sig úr sem hápunktar í starfi deildarinnar.
Landsmót unglingadeilda, sem haldin eru annað hvert ár, eru ógleymanleg og ómissandi upplifun. Þá koma saman mörg hundruð unglingar og umsjónarmenn hvaðanæva af landinu í ótrúlegri stemningu, til að læra, keppa og skemmta sér saman.
Á milli landsmóta eru svo haldin landshlutamót, sem eru ekki síður spennandi og gefandi fyrir unglinginn.
Þessi mót eru mikilvæg fyrir bæði félagslega tengslamyndun og þjálfun í fjölbreyttum björgunar-

tækniæfingum að ógleymdu þingi unglingadeilda þar sem þau sjálf fá tækifæri til að móta starfið sitt.
Mörgum þykir líka sérstaklega vænt um ferðir á Gufuskála á Snæfellsnesi en þar rak Slysavarnarfélagið Landsbjörg æfingaraðstöðu en þær ferðir eru í dag hluti af sögu deildarinnar.
Þeir sem hafa tekið þátt í ferðum á Gufuskála tala um þær með miklum hlýhug og segja að þær hafi styrkt hópinn og skapað ómetanlegar minningar.
árangurinn – hundruð unglinga hafa blómstrað Á þessum tveimur áratugum hafa hundruð unglinga tekið þátt í starfi Unglingadeildarinnar Kletts.
Margir þeirra hafa síðar tekið virkan þátt í starfi björgunarsveitarinnar og orðið lykilfólk í aðgerðum sem hafa skipt sköpum fyrir aðra í samfélaginu.
Aðrir hafa farið í aðrar áttir en tekið með sér færni, ábyrgðartilfinningu og vináttu sem nýtist þeim alla ævi.
Það sem mér hefur alltaf þótt merkilegast er að sjá hvernig einstaklingar blómstra í þessu starfi. Feimin ungmenni, sem jafnvel koma inn með fáa vini, finna hér sitt samfélag, eignast trausta vini og öðlast sjálfstraust í starfinu. Það er ómetanlegt að fylgjast með
þeirri þróun og sjá hversu mikil
áhrif starfið hefur.
Þakklæti til þeirra sem hafa gert þetta mögulegt
Það að halda svona starfi gangandi í 20 ár krefst starfskrafta fjölda sjálfboðaliða sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu unglinganna og samfélagsins alls. Ég vil sérstaklega þakka þeim sem hafa staðið vaktina í gegnum árin öll og ber þar helst að nefna Arnar Stein, Brynjar og Sævar Magnús sem hófu starfið og komu því á. Helenu Dögg fyrir að vera lykilkona í unglingamálum félagsins síðustu 20 ár og sem yfirumsjónarmaður í Unglingadeildinni Kletti um árabil Svo er það Berglind Ásta Kristjánsdóttir sem sjálf hóf starf sem unglingur í deildinni og starfar þar sem yfirumsjónarmaður með ómetanlegri elju og eldmóði. Að lokum er það Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir sem einnig var fyrst unglingur í deildinni og síðan umsjónarmaður og yfirumsjónarmaður – alls í 18 ár samfelt en hún hefur lagt ótrúlega mikið af mörkum og því var henni á afmælishátíð deildarinnar síðasta sunnudag veitt gullheiðursmerki björgunarsveitarinnar fyrir ótrúlegt starf í þágu unglingamála fyrir björgunarsveitinna.
Án framlags þeirra – og svo fjölmargra annarra umsjónarmanna, foreldra og félaga í Björgunarsveitinni Suðurnes hefði þetta starf aldrei orðið að veruleika og blómstrað eins vel og stafið er í dag.
Framtíðin – fjárfesting í samfélaginu Þegar við lítum til baka á þessa tvo áratugi er ljóst að Unglingadeildin Klettur er einn mikilvægasti grunnurinn sem björgunarsveitin hefur.Hún er fjárfesting í framtíðinni, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið allt. Við ætlum að halda áfram að byggja upp þetta starf, styrkja unglinganna og skapa vettvang þar sem næstu kynslóðir björgunarfólks geta vaxið og dafnað. Þegar við hlúum að ungmennum, erum við að hlúa að framtíð okkar allra.
Til hamingju Unglingadeildin Klettur með 20 ára afmælið – og hjartans þakkir enn og aftur til allra sem hafa tekið þátt í þessu ómetanlega starfi í gegnum árin.
Marteinn Eyjólfur Þórdísarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes í Reykjanesbæ.
Farsældarráð Suðurnesja, þegar allir róa í sömu átt
Suðurnesin eru góður staður fyrir börn og fjölskyldur. við eigum öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf, metnaðarfulla skóla, framsækna heilbrigðisþjónustu og fjölbreytt félagsstarf. Sveitarfélögin hafa í gegnum árin lagt ríka áherslu á velferð barna og það sést í þeirri góðu þjónustu sem við höfum byggt upp.
Tímamót urðu þann 23. júní þegar fyrsta Farsældarráð á Íslandi var stofnað hér á Suðurnesjum. Ráðið er afrakstur markvissar vinnu sveitarfélaganna og þjónustustofnana sem vinna að velferð barna á svæðinu. Með þessu skrefi er landshlutinn okkar í forystu við innleiðingu farsældarlagannna og nýsköpunar í þjónustu við börn og fjölskyldur.
Hvað er farsæld?
Farsæld snýst um að tryggja öllum börnum sömu tækifærin til að dafna og þroskast. Samkvæmt farsældarlögunum, sem tóku gildi 2021, eiga öll börn rétt á samþættri þjónustu sem mætir þörfum þeirra. Í stað þess að fjölskyldur hlaupi milli kerfa og stofnana þegar vandi kemur upp, eiga kerfin að vinna saman. Farsældarráðið mun því
leggja sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, forvarnir, heildstæða þjónustu og þátttöku barna. Ráðið er samráðsvettvangur sem styður þjónustuveitendur við að uppfylla þessi mikilvægu markmið. Ráðið fæst ekki við einstök mál barna heldur horfir á heildarmyndina: Hvernig getum við samræmt vinnubrögð? Hvar þurfum við að styrkja þjónustuna? Hvernig tryggjum við að engin börn falli milli kerfa?
Öflugt teymi, eitt markmið
Farsældarráðið færir saman 25 fulltrúa frá öllum helstu stofnunum og samtökum sem vinna í þágu barna. Sveitarfélögin fjögur, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Grindavíkurbær og Vogar, leiða þessa samvinnu ásamt Framkvæmdanefnd um málefni Grinda-

víkur og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þátttaka Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heilsugæslu Höfða tryggir að heilbrigðisþjónusta sé samþætt inn í starfið. Fjölbrautaskóli Suðurnesja kemur með sýn framhaldsskólastigsins, lögreglustjóri og sýslumaður tryggja tengingu við réttarkerfið, og íþrótta- og æskulýðsfélög ásamt foreldrafélögum koma með reynslu úr frístundastarfi og frá fjölskyldum. Ekki síst eiga börnin sjálf sterka rödd í ráðinu gegnum
fulltrúa ungmennaráða sveitarfélaganna.
Þetta víðtæka samstarf er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður fyrirmynd fyrir aðra landshluta. Ráðið mun funda reglulega og er vinna þegar hafin við að kortleggja stöðu barna í landshlutanum og þá þjónustu sem er til staðar. Í framhaldi verður unnin aðgerðaáætlun til fjögurra ára með skýrum markmiðum. Við munum fylgjast vel með því hvort það sem við gerum skili árangri fyrir börnin, því það er það sem skiptir máli. vertu með!
Suðurnes hafa lengi verið virk í þróun og nýsköpun á sviði menntaog velferðarmála. Verkefni eins og Velferðarnet Suðurnesja, „Höldum glugganum opnum“ og Öruggari Suðurnes hafa sýnt fram á gildi samvinnu og framsýni þjónustuveitenda. Farsældarráðið nýtir þennan sterka grunn og þekkingu fagfólks í landshlutanum. Farsæld barna er sameiginlegt verkefni sem krefst þátttöku allra í samfélaginu okkar. Með góðri samvinnu getum við tryggt að
öll börn á Suðurnesjum fái þann stuðning sem þau þurfa til að dafna og þroskast. Farsældarráðið vill gjarnan heyra frá íbúum Suðurnesja. Hvað finnst þér að við séum að gera vel? Hvar getum við gert betur? Hvaða tækifæri sérðu fyrir börnin okkar? Hafðu samband með því að senda tölvupóst á hjordis@sss.is.
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Heilsuvika í Suðurnesjabæ í lok mánaðar

áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni.
Stefnt er að því að dagskráin verði fjölbreytt og höfði til sem flestra. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í vikunni, meðal annars með því að bjóða upp á heilsutengda viðburði, þjónustu eða vörur. Stofnanir Suðurnesjabæjar taka þátt í verkefninu og vonast er til að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög sjái hag sinn í þátttöku.
Lengri opnunartími í sundlaug og íþróttahúsi Vogum

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða breytingar á opnunartíma sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sem taka gildi þriðjudaginn 23. september. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs verður íþróttamiðstöðin opin frá klukkan 06:00 á virkum dögum og sundlaugin frá klukkan 06:15. Þá verður opnunartími íþróttamiðstöðvar framlengdur til 21:30 en sundlaugin loki klukkan 21:00 á virkum dögum.
Tillagan byggir á uppfærðu minnisblaði sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvar lögðu fram á fundi bæjarráðs.

Skyggnir fær styrk til líkamsræktar og sunds
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Skyggni vegna líkamsræktar og sunds. Styrkurinn nemur 192.970 krónum og felst í niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í árskorti.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þar sem lögð var fram beiðni frá Björgunarsveitinni ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu. Eðvarð Atli Bjarnason vék af fundi við umfjöllun málsins.
Samþykkt var að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu að útbúa tilfærsluviðauka vegna málsins, auk þess sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að útbúa viðauka við samning sveitarfélagsins við Björgunarsveitina Skyggni.








Bullandi sóknarleikur hjá Grindavík Guesthouse
n Opna kaffihús á neðstu hæðinni og leigja út reiðhjól
„Þetta hefur blundað í okkur frá því að við fluttum úr kjallaranum og viðbyggingunni í annað húsnæði í Grindavík sumarið 2023, skömmu áður en hamfarirnar gengu yfir Grindavík,“ segir Dagmar Valsdóttir sem á og rekur Grindavík Guesthouse ásamt eiginmanni sínum, Hjalta Jóni Pálssyni. Dagmar sem var í viðtali í Víkurfréttum hefur verið ötul baráttukona fyrir uppbyggingu Grindavíkur og skipulagði mótmæli Grindvíkinga sem fóru fram við afleggjarann að Bláa lóninu þegar síðasta eldgos átti sér stað um miðjan júlí. Þegar Uppbyggingarsjóður Suðurnesja opnaði fyrir umsóknir atvinnurekenda í Grindavík stukku Dagmar og Hjalti á tækifærið og fengu á dögunum styrk sem fer í mjög spennandi uppbyggingu. Nú hefur bæst við nýr styrkur frá Byggðastofnun sem þau ætla að reyna að nýta sér.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Dagmar og Hjalti mynda hinn fullkomna dúett, hún hugmyndarík en Hjalti sá jarðbundni með framkvæmdahliðina.
„Um leið og við fluttum til Grindavíkur þá tókum við ástfóstri við bæinn. Við bjuggum fyrst í kjallaranum á gistihúsinu en fluttum svo í annað húsnæði
síðasta eldgos skall á. Eðlilega þurftum við að rýma bæinn en að við skyldum ekki fá að taka á móti gestum á sama tíma og ferðafólk gat gengið að því gosi eða baðað sig í Bláa lóninu fannst okkur mjög ósanngjarnt og því datt mér í hug að efna til mótmæla og er sannfærð um að þau hafi skilað okkur góðum árangri og breyting verði ef eða þegar næsta eldgos skellur á. Ég vil hins vegar ekki velta mér meira upp úr því neikvæða, nú er kominn tími til að snúa vörn í sókn og það vil ég meina að við Hjalti séum að gera með þessum fyrir-

Uppbyggingarsjóður


Drengur fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 2. ágúst 2025
Þyngd: 2940 grömm
Lengd: 47,5 sentimetrar
Foreldrar: Karolina Agata Kaminska og Wojciech Tworek
Þau eru búsett í Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Sara Björg Pétursdóttir

Stúlka fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 30. ágúst 2025
Þyngd: 3354 grömm
Lengd: 49 sentimetrar
Foreldrar: Sandra Dögg Tryggvadóttir
og Sæþór Pálmason
Þau eru búsett í Reykjanesbæ
Ljósmóðir: Ingibjörg F Sigurðardóttir

Stúlka fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 18. ágúst 2025.
Þyngd: 3320 grömm
Lengd: 49 sentimetrar
Foreldrar: Hulda María Albertsdóttir
og Andri Kristmundsson
Þau eru búsett í Reykjanesbæ
Ljósmóðir: Hugljúf Dan Jensen
Suðurnesja - styrkir til Grindavíkur Volcano Café og handverkshús - Hjólaleiga- VR fræðsla. Umsækjandi: Gistihús Grindavík ehf. Markmið verkefnisins er að fjölbreyta rekstri Gistihúss Grindavíkur með því að opna Volcano Café og handverkshús, þar sem saman fara þjónusta, upplifun og sköpun. Í rýminu verður kaffihús, hjólaleiga með bæði rafmagns- og hefðbundnum hjólum, persónuleg VR-upplifunog verslun með handverk og vörur frá heimamönnum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 6.500.000.
þá sáum við strax hvaða möguleika þessi rými myndu bjóða upp á. Við vorum með þetta í kollinum en eðlilega fóru allar þessar pælingar út um gluggann við hamfarirnar en þegar við gátum hafið rekstur aftur og sáum auglýsinguna um styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja settum við í raun allt á fullt og vorum mjög ánægð með niðurstöðuna og munum hefja framkvæmdir á næstunni. Það er verið
að hanna breytingarnar og þegar þær verða samþykktar af Grindavíkurbæ hefst uppbyggingin.“
kaffihús, skapandi samvera, tónleikastaður og útleiga reiðhjóla
Grindavík Guesthouse er staðsett í hjarta Grindavíkur, við Víkurbrautina sem er aðalgatan í bænum og fyrir miðju samfélaginu.
Stúlka fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 19. ágúst 2025
Þyngd: 3986 grömm
Lengd: 51 sentimetri
Foreldrar: Bianka Irena Duda og Tiago Daniel Monteiro Oliveira
Þau eru búsett í Reykjanesbær
Ljósmóðir: Rebekka Saidy
Drengur fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 3. september 2025. Þyngd: 4756 grömm
Lengd: 53 sentimetrar
Foreldrar: Hrönn Magnúsardóttir og Steven Zahra
Þau eru búsett í Reykjanesbæ
Ljósmóðir: Ingibjörg Finndís Sigurðardóttir



„Markmið okkar er að fjölbreyta rekstrinum með því að opna kaffihús og handverkshús þar sem saman fara þjónusta, upplifun og sköpun. Þar viljum við bjóða upp á mjög gott kaffi, heimabakað og úrval léttvína. Húsið býður upp á endalausa möguleika og við munum einnig setja upp glerhýsi við viðbygginguna sem skapar notalegt rými. Þetta verður í senn kaffihús og handverkshús þar sem við viljum bjóða upp á ýmsa menningartengda viðburði eins og notalega tónleika, ljóðakvöld og fleira. Við viljum líka skapa aðstöðu þar sem litlir hópar geta hist og notið skapandi samveru. Þar má hugsa sér kvöld eða helgarnámskeið þar sem fólk kemur saman til að leira, prjóna eða læra nýjar aðferðir af handverksfólki sem kennir flóknari leiðir fyrir lengra komna. Þessi hugmynd á rætur að rekja til Höllu Kristínar Sveinsdóttur sem hafði einu sinni ætlað sér að hrinda í framkvæmd svipuðum

Stúlka fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 21. ágúst 2025
Þyngd: 4120 grömm
Lengd: 52 sentimetrar
Foreldrar: Sveindís Auður Rafnsdóttir
og Raikel Raul Hernandez A.jalil
Þau eru búsett í Reykjanesbæ
Ljósmóðir: Ingibjörg Finndís Sigurðardóttir
hugmyndum en fékk þá ekki tækifæri. Nú viljum við halda áfram með þessa sýn. Við ætlum einnig að bjóða gestum okkar upp á reiðhjól, bæði venjuleg og rafmagnshjól. Það eru ótal fallegar hjóla- og gönguleiðir í og við Grindavík og því er þetta rökrétt skref í þjónustunni okkar. Annað sem er í smíðum er svokölluð VR upplifun þar sem hægt verður að horfa á myndefni frá Grindavík í sýndarveruleika og upplifa náttúruna á nýjan hátt. Nú vonum við bara að tónn yfirvalda fari að breytast og uppbygging í Grindavík hefjist á ný. Til þess þarf að vera skóli og leikskóli því öðruvísi er ekki hægt að búa hér með börn. Ég vona að fljótlega verði gefið út að uppbygging muni brátt hefjast og þegar það gerist er ég sannfærð um að bærinn byggist upp á örskömmum tíma. Grindavík hefur alla burði til að verða flottasti ferðamannabær í heimi og þegar það gerist verður frábært að vera komin með hlýlegt kaffi og handverkshús í fullan rekstur. Við erum stútfull af öðrum hugmyndum, væri t.d. ekki snilld ef við myndum gera Grindavík að norðurljósabæ, slökkva götuljósin frá kl 22 eða 23 til 2 á nóttunni svo hægt sé að sjá þetta undur betur? Ég er mjög bjartsýn á framtíð Grindavíkur,“ segir Dagmar að lokum.

Drengur fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 30. ágúst 2025 Þyngd: 3270 grömm
Lengd: 50 sentimetrar
Foreldri: Sunna Pétursdóttir
Búsett í Reykjanesbæ
Ljósmóðir: Rebekka Saidy Jóhannesdóttir
Stúlka fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 7. september 2025
Þyngd: 2932 grömm
Lengd: 47 sentimetrar
Joao
Joana C. Gomes Sousa Magalhaes
Stúlka fæddist á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 5. september 2025


dagmar og Hjalti hjá Grindavík Guesthouse.

Hlýjan – ný lágþröskuldarþjónusta
fyrir ungmenni í Reykjanesbæ
n Ókeypis ráðgjöf sem styður við andlega heilsu og vellíðan Á fundi lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar kynntu Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, Karítas Lára Rafnkelsdóttir sálfræðingur og Þórdís H. Jónsdóttir ráðgjafi í Björginni nýja ráðgjafarþjónustu fyrir ungmenni sem ber nafnið Hlýjan.
Þjónustan, sem er ókeypis og opin öllum ungmennum á aldrinum 13–18 ára, hefur það að markmiði að efla vellíðan, sjálfsstyrk og félagslega færni ungs fólks, óháð aðstæðum þess.
Þörf sem ungmenni hafa bent á
Aðdraganda verkefnisins má rekja til ársins 2022 þegar starfsfólk Bjargarinnar og 88 hússins sá brýna þörf á úrræði sem væri aðgengilegt án tilvísunar. Rannsóknir sýna að andleg líðan unglinga í 9.–10. bekk í Reykjanesbæ mælist verr en á landsvísu, og Ungmennaráð bæjarins hefur ítrekað kallað eftir auknum stuðningi við andlega heilsu.
Hvernig þjónustan virkar
Hlýjan býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf þar sem ungmenni geta rætt við ráðgjafa sem hlustar, veitir stuðning, ráðleggingar og aðstoðar við að finna viðeigandi úrræði ef þörf er á.
• Viðtöl verða í Hafnargötu 88 á miðvikudögum frá kl. 16:15–18:15.
• Tímabókanir fara fram í gegnum Noona-bókunarkerfið, en einnig verða í boði opnir tímar án pöntunar.
• Engin takmörk verða á fjölda viðtala sem ungmenni geta sótt.
Samstarf og framtíðarsýn
Hlýjan er samstarfsverkefni Fjörheima, 88 hússins, Bjargarinnar og Ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Í framtíðarsýn verkefnisins er gert ráð fyrir að efla þjónustuna enn frekar, með aukinni viðveru ráðgjafa, handleiðslu og mögulegri ráðningu málastjóra.
Jákvæð viðbrögð í ráði
Lýðheilsuráð tók vel í kynninguna og fagnaði því að með Hlýjunni sé stigið mikilvægt skref til að bæta úr stuðningi við börn og ungmenni í sveitarfélaginu.

Aðalfundarboð
Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin Lifi – LBL verður haldinn laugardaginn 4. október 2025, frá klukkan 9:30 -12:00 í Gjánni, íþróttamiðstöð Grindavíkur. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál
Ef aðilar utan stjórnar hafa áhuga á að komast í aðalstjórn eða varastjórn samtakana er því tekið fagnandi. Mörg spennandi verkefni eru í farvatninu og sum þeirra komin af stað. Vinsamlegast hafið samband við Hildi Þórðardóttur, formann ef þið viljið ganga til liðs við okkur í síma 692-1909 eða gegnum netfangið hildur.thordardottir@gmail.com
Grindavík – og hvað svo!
Málþing um áhættu og þrautseigju samfélags veður haldið frá kl. 13:30 á sama stað Dagskrá:
Hildur Þórðardóttir, formaður Landsbyggðin lifi, setur þingið.
Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnasviði Ríkislögreglustjóra fer yfir hlutverk og skyldur innan almannavarnakerfisins
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur ræðir um verkefni sviðsins.
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, frá íbúasamtökunum Járngerður talar um þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir í byrjun uppbyggingar og endurreisnar.
Örn Sigurðsson, íbúi segir frá sinni upplifun.
Pallborðsumræður.
Allir velkomnir, bæði á málþingið og aðalfundinn!
Stjórn LBL.
Nýjar félagsmiðstöðvar rísa í Innri-Njarðvík
n Lýðheilsuráð fagnar mikilvægu framlagi til heilsueflingar og forvarna
Á fundi lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar 2. september kynntu Davíð Már Gunnarsson og Petra Wíum Sveinsdóttir, deildarstjórar nýrra félagsmiðstöðva í Innri-Njarðvíkurhverfi, undirbúning og fyrirhugaða starfsemi.
Ráðið fagnaði áformunum og lagði áherslu á að slíkar miðstöðvar verði mikilvægur þáttur í heilsueflingu, forvörnum og félagslegum tengslum ungmenna í bænum.
Gildi og markmið byggt á barnvænum grunni Í kynningunni kom fram að starf félagsmiðstöðva í Reykjanesbæ byggir á skýrum gildum og stefnum, meðal annars Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, mennta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins og framtíðarsýn þess um fjölbreytileika.
Félagsmiðstöðvarnar munu bjóða bæði dagopnanir og kvöldopnanir.
Unglingastig (8.–10. bekkur): Kvöldopnanir verða tvisvar í viku á hverri starfsstöð, auk föstudagsopnana annan hvern föstudag.
Miðstig (5.–7. bekkur): Síðdegisopnanir tvisvar í viku í hverjum skóla, með séropnunum fyrir 7. bekk.
Allir nemendur í 5.–10. bekk geta sótt opnanir óháð skóla og staðsetningu.
Samstarf í þágu ungs fólks
Lögð verður áhersla á náið samstarf við skóla, foreldrafélög, íþróttafélög og önnur félagasamtök í bænum. Félagsmiðstöðvarnar verða einnig hluti af stærra neti á lands- og Evrópuvísu, meðal annars í gegnum SAMFÉS, SAMSUÐ og Erasmus+.
Áherslur deildarstjóra snúa meðal annars að undirbúningi og skipulagi starfsins í samstarfi við ungmenni, viðburðahaldi, forvörnum, hópastarfi og tengslamyndun við skólasamfélagið. Félagsmiðstöðvarnar munu jafnframt taka þátt í bæjarhátíðum og sameiginlegum verkefnum, svo sem Ljósanótt, 17. júní, BAUN-hátíðinni og forvarnarherferðum. Lýðheilsuráð tók jákvætt í kynninguna og taldi að nýju félagsmiðstöðvarnar í Innri-Njarðvíkurhverfi yrðu mikilvæg stoð í starfi bæjarins til að efla félagsleg tengsl og stuðla að heilbrigðum lífsstíl ungmenna.

Húsfyllir á málþingi til heiðurs Ingi-
björgu Sigurðardóttur í Sandgerði
Samkomuhúsið í Sandgerði fylltist af áhugasömum gestum á sunnudaginn þegar haldið var málþing til heiðurs Ingibjörgu Sigurðardóttur rithöfundi. Fjöl breytt dagskrá var í boði og ríkti hátíðleg stemning þar sem minning, verk og áhrif Ingibjargar voru í öndvegi. Ingibjörg hefði orðið 100 ára í sumar en hún lést árið 2009.
Aðstandendur málþingsins sögðu viðtökurnar bera vott um mikla virðingu og þakklæti fyrir verk Ingi bjargar Sigurðardóttur, sem hefur markað spor í menningarsögu Suðurnesja og íslenskrar bókmennta sögu.
Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðukona safna í Suðurnesjabæ, setti málþingið og fagnaði þeirri góðu mætingu sem sýndi skýrt að verk Ingibjargar eiga enn sterkan hljómgrunn meðal Suðurnesjamanna. Vilborg Rós Eckard, bókmenntafræðingur, fjallaði um rithöfundarferil Ingibjargar og mikilvægi bókmennta hennar. Þá flutti Bylgja Baldursdóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, formannavísur sem vöktu athygli og hlýju meðal viðstaddra. Sérstakt áhersluatriði var frumflutningur tveggja laga sem samin voru við ljóð Ingibjargar. Söngkonan Sigurbjörg Hjálmarsdóttir samdi lögin og flutti þau á tónleikunum, með píanóundirleik Hauks Arnórssonar.

Leikfélag Keflavíkur tók þátt með leiklestri úr bókum Ingibjargar og Katrín Pétursdóttir flutti valin ljóð eftir höfundinn. Á sama tíma var opnuð sýning á 30 bókarkápum bóka Ingibjargar sem vakti mikla athygli gesta.
Í kaffihléi bauð Kvenfélagið Gefn upp á kaffi og kökur, þar sem ágóðinn rennur til góðra málefna. Málþingið var skipulagt af Bókasafni Suðurnesjabæjar og naut styrks frá Menningarsjóði Suðurnesjabæjar og Storytel á Íslandi. Rithöfundahornið, tileinkað Ingibjörgu, er jafnframt hluti af sýningunni Hugur, heimili og handverk á Byggðasafninu á Garðskaga, sem er opin daglega til 30. september.
hafa á landsbyggðamálum


Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ á 90 ára
afmælisdegi Reynis
Það var viðeigandi að 15. sept ember 2025, á 90 ára afmælis degi Knattspyrnufélagsins Reynis, væri Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki Knattspyrnu sambands Íslands. Sveinn er fæddur árið 1924, er heiðurs félagi í Reyni og eini núlifandi stofnfélagi félagsins. Þá er hann jafnframt höfundur hins glæsi lega merki Reynis, sem allt Reynisfólk er ákaflega stolt af.
Það var Þorvaldur Ör lygsson, formaður KSÍ, sem kom í Garðabæ og sæmdi Svein gull merkinu á heimili hans. Með Þorvaldi voru Ey steinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Andri Þór Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Reynis. Sveinn á því einstakt hlutverk í sögu Reynisfélagsins, en hann var aðeins 10 ára gamall þegar félagið var stofnað árið 1935. Síðan þá hefur hann fylgt félaginu eftir alla



tíð. Hann hannaði merki félagsins á sínum yngri árum, merki sem hefur staðið tímans tönn og er eitt kunnasta í íslenskri knattspyrnu.
Með afhendingu gullmerkisins vill KSÍ heiðra einstakt ævistarf Sveins og mikilvæga sögu hans með Reyni. Það var því táknrænt að þessi viðurkenning skyldi fara fram á sjálfum afmælisdegi félagsins, sem hann tók þátt í að koma á laggirnar fyrir 90 árum.

Gaf fimm milljónir í uppbyggingu

Nýir handhafar gullmerkis kSÍ (talið frá vinstri): eysteinn pétur lárusson, framkvæmdastjóri kSÍ; Hannes Jón Jónsson; Sigursveinn bjarni Jónsson; Magnús Þórisson; og ingi Sigurðsson, varaformaður kSÍ.
Reynisfólk heiðrað af KSÍ og ÍSÍ
Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veittu Reynisfólki viðurkenningar í 90 ára afmælishátíð Knattspyrnufélagsins Reynis í Samkomuhúsinu í Sandgerði á dögunum. Um er að ræða einstaklinga sem eiga það sam eiginlegt að hafa lagt líf og sál í íþróttastarf á vegum Ksf. Reynis.
Knattspyrnusamband Íslands veitti nokkrum einstaklingum silfurmerki og gullmerki KSÍ. Þau Andri Þór Ólafsson, Árni Sigurpálsson, Árni Þór Rafnsson, Ástrós Jónsdóttir, Ástvaldur Ragnar Bjarnason; Heiða Rafnsdóttir,
Hannes Jón Jónsson, Magnús Þórisson og Sigursveinn Bjarni Jónsson voru sæmdir gullmerki KSÍ. Þá var Ólafur Þór Ólafsson sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Myndir / France Jón fyrir
árni Þór Rafnsson; Heiða Rafnsdóttir; Ómar Svavarsson; Sigurpáll árnason (f.h. föður síns árna Sigurpálssonar); valdís Fransdóttir; ingi Sigurðsson, varaformaður kSÍ; og fremstur er ástvaldur Ragnar bjarnason.

Guðjón Ólafsson hefur fært Knattspyrnufélaginu Reyni fimm milljónir króna til uppbyggingar barna- og ungmennastarfs hjá félaginu. Tilkynnt var um gjöfina í 90 ára afmæli Reynis en félagið bauð Reynisfólki til kaffisamsætis í Reynisheimilinu 15. september, á stofndegi félagsins.
Fjölmargir Reynismenn mættu í hófið og gerðu sér glaðan dag og nutu veitinga frá Magga á Réttinum og Sigurjónsbakaríi. Fyrr sama dag


barnastarfs Reynis
var eini núlifandi stofnfélagi Reynis, Sveinn Pálsson, Knattspyrnufélagið Reynir hélt nýverið afmælis hátíð í samkomuhúsinu í Sandgerði þar sem tímamót anna var minnst og þar voru nokkrir félagar í Reyni heiðraðir af KSÍ og ÍSÍ. Nánar er greint frá þeim viðurkenn ingum í annarri frétt á síðunni.

Myndirnar í kaffisamsætinu tók Hilmar Bragi.




Nýir handhafar silfurmerkis kSÍ (talið frá vinstri): eysteinn pétur lárusson, framkvæmdastjóri kSÍ; Jón bjarni Sigursveinsson; ástrós Jónsdóttir; andri Þór Ólafsson;
Hafsteinn pálsson, stjórnarmaður í Íþróttaog Ólympíusambandi Íslands, og Ólafur Þór Ólafsson handhafi silfurmerkis ÍSÍ.
Frá vinstri: andri Þór Ólafsson, formaður kSd Reynis, Sveinn pálsson og Þorvaldur Örlygsson, formaður kSÍ
Guðjón Ólafsson, annar frá vinstri, með gömlum Reynisfélögum í kaffiboðinu á 90 ára afmælisdegi félagsins.
Litli bróðir bognaði - Keflavík


„Ég á erfitt með að lýsa því hvað þetta eru mikil vonbrigði en við bara bognuðum,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Lengjudeildarliðs Njarðvíkinga eftir 0-3 tap gegn stóra bróður úr Keflavík í seinni umspilsleik liðanns á JBO vellinum í Njarðvík síðata sunnudag. Keflavík vann sanngjarnan og stóran sigur og mætir HK í hreinum úrslitaleik næsta laugardag um sæti í Bestu deildinni 2026. „Við vorum í úrslitaleiknum í fyrra og þekkjum það en ætlum að gera betur núna,“ sagði Haraldur Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga.
Ragmagnað andrúmsloft
Það var vel mætt á JBO völlinn í Njarðvík og rafmagnað andrúmsloft. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af háu spennustigi hjá báðum liðum og fátt markvert gerðist. Seinni hálfleik var rétt byrjaður þegar fyrsta markið leit dagsins ljós, alvöru mark hjá Keflvíkingum. Eftir langt innkast tók Marin Mudrazija boltann á lofti og negldi hann í netið, óverandi fyrir Aron Friðriksson, markvörð UMFN.
Eftir 1-2 sigur Njarðvíkinga í fyrri leiknum í vikunni voru nágrannarnir búnir að jafna. Þeir efldust við markið og tóku öll völd á vellinum. Sóttu stíft og voru grimmari í öllum boltum. Á 62.

mínútu var dæmd óbein auka spyrna þegar Aron markvörður fékk boltann frá samherja rétt utan við markteigslínuna. Marin og Stefán Ljubicic stilltu sér upp við boltann og sá fyrrnefndi ýtti boltanum til Stefáns sem sendi hann með frábæru skoti yfir varn armúr Njarðvíkinga markhornið fjær. Snilldarlega gert. Keflavík var komið yfir í einvíginu 2-3.
Njarðvíkingar ráðlausir

Njarðvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð og voru ráðalausir í sínum leik. Fjórum mínútum síðar skoraði Sindri Snær Magnússon gott mark með góðu skoti rétt utan við vítateig en Þórður Þorsteinsson dómari dæmdi markið
Stefán ljubicic skoraði tvö mörk í leiknum. Hér er fyrra mark hans sem var sérlega glæsilegt.
Orra Keflvíkings en Þórður dómari dæmdi horn. Njarðvíkingar voru meira með boltann síðustu tíu mínúturnar og reyndu af veikum mætti að ógna marki Keflavíkur en án árangurs. Stefán Ljubicic mætti við þriðja marki Keflavíkur á 93.




sigur 0-3 og 2-4 í einvíginu. Sigur Keflvíkingar var sanngjarn. Þeir voru sannkallaður stóri bróðir í síðari hálfleik og Njarðvíkingar náðu ekki að stíga upp í stærsta leik í sögu félagsins og því fór sem fór.

Fimleikadeild Keflavíkur hélt upp á 40 ára afmæli sitt með glæsilegri afmælisveislu í Fimleikaakademíunni föstudaginn 12. september. Þar komu saman núverandi og fyrrum iðkendur, þjálfarar, foreldrar og velunnarar deildarinnar til að fagna þeim fjórum áratugum sem liðið hafa frá stofnun deildarinnar.
Vinir deildarinnar færðu gjafir í tilefni dagsins og fimleikadeildin bauð upp á afmælisköku auk þess sem blaðrarinn kom í heimsókn. Akademían var í hátíðarbúning og gestir höfðu tækifæri til að skoða sögu deildarinnar í myndum.
Þessu afmælisári hefur verið fagnað allt árið og ná hátíðarhöldin ákveðnum
Sigvaldi með stærsta laxinn
Keflvíkingurinn Sigvaldi Lárusson veiddi stærsta lax sumarsins þegar hann landaði 106 sm. hæng í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal í síðustu viku. Sigvaldi hefur veitt reglulega með góðum árangri í þessari mögnuðu á norður í landi en nú negldi hann einn risastóran. Laxinn var 52 sm. í ummál og mælist því um 28 pund. „Ég ákvað að taka frekart hart á honum og náði að koma fisknum inn í lygnt vatn og eftir dágóðan tíma náði Áslaug, minn frábæri leiðsögumaður, loksins að koma tröllinu í háfinn og stóð fiskurinn hálfur út úr honum,“ sagði Sigvaldi eftir viðureignina en Tinna dóttir hans fékk Maríulaxinn sinn í sömu veiðiferð og fjögurra ára frænka þeirra sömuleiðis.
stökum góðgerðarviðburði sem haldinn verður í lok mánaðarins. – Hoppað til góðs, þegar fimleikadeildin ætlar að nýta krafta sína í að gefa til baka til samfélagsins.
„Við erum stolt af því að hafa í gegnum árin lagt okkar af mörkum til íþróttalífs í bænum og hlökkum til að halda áfram að efla fimleikastarf fyrir börn og ung-

Páll Ketilsson pket@vf.is
1

HANNESAR FRIÐRIKSSONAR Nýjan þjóðsöng, takk fyrir!




Það er alltaf gaman að fara á landsleik. Taka þátt í stemningunni sem myndast fyrir leik og fara sannfærður af stað um að sigurinn lendi okkar megin. Þannig eru íþróttirnar, það getur allt gerst. Mér var boðið nýlega á landsleik Aserbaídsjan og Íslands, dóttursonurminn níu ára var með í för. Kunni öll klöppin og söngvana nema kannski íslenska þjóðsönginn, sem ég hef meira en fullan skilning á. Ég söng með ásamt nokkrum öðrum þegar fyrsta erindi sálmsins var sungið, vel vitandi að mistök í söngnum gæti kallað á tveggja ára fangelsisvist skv. þeim lögum er um hann gilda. Hann skuli sunginn í sinni upphaflegu útgáfu frá árinu 1874. Það reyndi á bæði raddbönd og hálskirtla. Leikurinn vannst 5-0 og það var ekki þjóðsöngurinn sem fólkið söng þá. Þar sem ég stóð þarna beinnn í baki og grafalvarlegur á svip varð mér hugsað til þeirra tíma þegar ég ætlaði mér að syngja í kirkjukór Keflavíkurkirkju. Taldi það góða leið sem nýfluttur bæjarbúi til að kynnast nýju fólki. Allt gekk þetta þokkalega framan af, ég mætti á æfingar og komst nokkurn veginn klakklaust í gegnum textana og sönginn. En málið vandaðist þegar mér var gert að mæta á raddæfingu vikulega, aleinn með raddþjálfara. Mætti vel og reglulega þar til að í einum tímanum stöðvaði raddþjálfarinn æfinguna um það bil sem ég var að komast að hápunkti söngsins og horfði alvarleg á mig um leið og hún spurði. „Hannes hefur þú einhvern tíma hugsað um að láta rífa úr þér hálskirtlana nú þegar þú ert að gerast atvinnusöngvari og ætlar að syngja í kirkjukór.“ Skildi vel skilaboðin og snéri mér að öðrum verkefnum. Hef alla tíð síðan átt nokkuð erfitt með þjóðsönginn. Þannig er það nefnilega með íslenska þjóðsönginn, það er eingöngu vanir kóramenn og konur ásamt þrautþjálfuðum óperusöngvurum sem sungið geta hann skammlaust. Og textinn, maður minn, er illskiljanlegur í besta falli. Erindin eru íslenska þjáningin í sinni síendurteknu mynd. „Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr.“ Ekki er það hvetjandi. Það styttist í að við fögnum tólf hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar. Sálmurinn var saminn fyrir messu sem skyldi haldinn í tilefni af þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar, fyrstu tvö erindin hálfgert væl yfir örlögum okkar fyrstu þúsund árin, og það síðasta ákall til æðri máttarvalda um framtíðin verði nú eitthvað bjartari. Forlagatrúin í sinni tærustu mynd. Ég verð að viðurkenna að í hvert sinn sem þjóðsöngurinn er sunginn verð ég eins og smáblómið með titrandi tárið, því vissulega þykir mér vænt um þetta fyrsta erindi sem alltaf er sungið. En ég held að þessi sálmur eigi frekar heima í kirkju en sem þjóðsöngur Íslendinga sem trúa jú allskonar og eru allskonar. Er ekki komin tími á nýjan þjóðsöng sem gefur okkur gleði í stað þjáningarinnar? Glaðan þjóðsöng sem hvetur okkur áfram og þjóðin syngur.