Víkurfréttir 28 tbl. 46. árg.

Page 1


Höfuðstöðvar Samkaupa

í Reykjanesbæ fluttar

n Nettó mætir aukinni samkeppni og er nú opið til miðnættis

Skrifstofur Samkaupa fluttu í Smáralind í Kópavogi 29. ágúst síðastliðinn. Félagið er nú í meirihluta eigu Dranga hf. og systurfélög þess eru Orkan, Löður og Lyfjaval. „Suðurnesin eru okkur mikilvægt svæði og við höldum áfram góðri tengingu við íbúa,“ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Samkaupum en fyrirtækið hefur verið eitt það stærsta í eigu Suðurnesjamanna í áratugi og verið með höfuðstöðvar á efstu hæð stærsta skrifstofuhúsnæðis í Reykjanesbæ í mörg ár. Þar störfuðu á sjötta tug starfsmanna áður en félagið fór undir Dranga í sumar. Á þriðja tug starfsmanna var sagt upp fljótlega eftir eigendaskiptin.

„Mikil samlegðartækifæri og samvinna er á milli félaga í samstæðunni og er því mikilvægt að vera með skrifstofur félaganna í nágrenni við hvor aðra. Það hafa engar frekari uppsagnir verið á skrifstofunni en alls starfa þar 9 starfsmenn sem búsettir eru á Suðurnesjum. Þá erum við með einn svæðisstjóra sem er með aðstöðu í Reykjanesbæ og sinnir verslunum þar.

Samkaup reka nú sjö verslanir á Suðurnesjum og engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á

rekstri þessara verslana ef frá er talin breyting á opnunartíma Nettó í Krossmóa. Þar höfum við aukið við þjónustu okkar og verslunin er nú opin frá 7:30 til miðnættis. Við hlökkum síðan til að opna nýja Nettó verslun á Aðaltorgi á næsta ári.

Félagsmenn í Kaupfélagi Suðurnesja njóta áfram afsláttarkjara í gegnum Samkaupa appið, við höfum lagt áherslu á að styrkja íþróttafélögin á svæðinu og Nettó var einn af aðalbakhjörlum Ljósanætur í ár,“ sagði Heiður.

Heimamenn telja að aldrei hafi fleiri sótt bæjar- og fjölskylduhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ en nú í ár. Gríðarlega fjölbreytt dagskrá stóð yfir í fjóra daga sem náði hámarki á laugardagskvöld þegar líklega á mili 30 og 40 þúsund manns voru í og við hátíðarsvæðið á Bakkalág í miðbæ Reykjanesbæjar. Fleiri myndir og umfjöllun er í blaðinu og verður einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta. VF-mynd/hilmarbragi.

Nýr og veglegur verslunarkjarni hefur risið við Fitjabraut í Njarðvík en þar hafa þrjár verslanir opnað að undanförnu, fyrst Krónan en síðan Gæludýr.is og Byko. Miklar vegaframkvæmdir hafa einnig staðið yfir með gerð hringtorgs sem opnaði fyrir Ljósanótt. Fyrir nokkru sagði eigandi World Class líkamsræktarstöðvanna frá fyrirhuguðum framkvæmdum við byggingu 200 herbergja lúxushótels, líkamsræktarstöðvar og baðlóns á þessu svæði. Á heimasíðu World Class er sagt frá því að framkvæmdin geti kostað um 20 milljarða króna. Björn Leifsson, eigandi bindur vonir við að lónið verði opnað árið 2028.

Jón Eysteinsson látinn

Jón Eysteinsson, fv. sýslumaður í Keflavík, lést 2. september, 88 ára að aldri.

Jón fæddist í Reykjavík 10. janúar árið 1937. Foreldrar hans voru Eysteinn Jónsson, þingmaður og ráðherra, og Sólveig Guðrún Jóna Eyjólfsdóttir húsmóðir.

Jón tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957, lögfræðipróf frá HÍ 1965 og varð löggiltur fasteignasali sama ár. Árið 1966 fékk hann réttindi sem héraðsdómslögmaður. Með námi var hann starfsmaður Landsbanka Íslands og rak síðan fasteignasölu og málflutningsstofu 1965-1966.

Jón var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík 1966 og bæjarfógetanum í Kópavogi 19661970, vann á lögfræðiskrifstofu Jóns Einars Jakobssonar 1969-1971 og var aftur fulltrúi og síðan aðalfulltrúi hjá fógetanum í Keflavík 1971-1974. Jón var héraðsdómari hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu 1974-1975. Hann var sýslumaður sama embættis 1975-1992, er því var breytt í embætti sýslumanns í Keflavík, og gegndi því starfi til ársins 2007, að hann fór á eftirlaun. Jón lét ekki þar við sitja og sinnti lögmannsstörfum næstu tíu árin, með aðstöðu á lögmannsstofu Ásbjörns Jónssonar.

Jón sinnti ýmsum félagsstörfum fyrir dómarafulltrúa og sýslumenn og var lengi félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur. Þá átti hann sæti í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík árin 1983-1991.

Jón var mikill íþróttaáhugamaður og á yngri árum lék

hann körfuknattleik, varð Reykjavíkurmeistari með Íþróttafélagi stúdenta árið 1957 og Íslandsmeistari með sama félagi tveimur árum síðar. Var Jón valinn í fyrsta landslið Íslands í körfuknattleik árið 1959 og sinnti dómgæslu að ferli loknum, dæmdi m.a. landsleiki. Hann átti um tíma sæti í stjórn KKÍ og fékk gullmerki sambandsins árið 1991. Jón var í ritnefnd bókarinnar Leikni framar líkamsburðum um sögu körfuknattleiks hér á landi. Jón kynntist golfíþróttinni og fór eins oft og tækifæri gafst til að fara í golf. Þá mætti hann reglulega til sunds í Keflavík í áratugi með félögum sínum í Fyrstu deildinni.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Magnúsína Guðmundsdóttir, f. 1943. Synir þeirra eru Eysteinn, f. 1970, og Guðmundur Ingvar, f. 1977. Sonur Magnúsínu og stjúpsonur Jóns er Karl Jónsson, f. 1965. Barnabörnin eru tíu og langafabarn eitt.

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BIRNU MARTÍNSDÓTTUR

Efstaleiti 29, Keflavík.

Sérstakar þakkir til starfsfólk HSS og Krabbameinsdeildar LSH við Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót og Útfararþjónustu Suðurnesja fyrir góða þjónustu.

Steinar Sigtryggsson Kjartan Steinarsson Guðbjörg Theodórsdóttir

Ásgeir Steinarsson Fanney Sigurðardóttir Sigtryggur Steinarsson Gyða Laufey Óttarsdóttir Sólrún Steinarsdóttir Lejon Þór Pattison María Sigurðardóttir Ingiþór Sigurgíslason barnabörn og barnabarnabörn

Sigrún Gyða tekur við leikskólanum Akri

Breytingar eru að verða í rekstri tveggja leikskóla í Reykjanesbæ. Hjallastefnan ehf. hefur sagt upp samningi um rekstur leikskólanna Akurs og Vallar. Reykjanesbær tekur við rekstri Vallar 1. október næstkomandi en Sigrún Gyða Matthíasdóttir, leikskólastjóri á Akri, hefur gert þjónustusamning við bæinn um rekstur Akurs og tók við honum 1. september. Á myndinni hér að ofan má sjá hvar þau Sigrún Gyða og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrita samninginn um rekstur Akurs. Ekki er að vænta mikilla breytinga fyrir börnin á Akri, sama starfsfólkið verður áfram á leikskólanum og starfið á sömu nótum og verið hefur. VF/Hilmar Bragi

Kalla eftir hraðari tvöföldun Reykjanesbrautar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ítrekað mikil vægi þess að hraða framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Málið var til umræðu á fundi bæjar stjórnar 2. september þar sem samþykkt var ein róma að senda skýrt hvatningarorð til stjórnvalda. Í bókun bæjarstjórnar, sem samþykkt var með atkvæðum allra bæjarfulltrúa, segir að ánægjulegt sé hve vel hafi gengið að hanna og undirbúa fram kvæmdina. Hins vegar sé óásættanlegt að bíða þurfi í allt að áratug – og jafnvel 40 ár – eftir tvöföldun á 40 kílómetra kafla sem ber yfir 25.000 bíla á sólarhring. Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn, þingmenn og samgönguyfirvöld til að flýta framkvæmdinni sem nú er á samgönguáætlun fyrir árin 2029 til 2035.

Helga Jóhanna Oddsdóttir hættir í bæjarstjórn

Bæjarfull trúinn Helga Jóhanna Oddsdóttir, þriðja á lista Sjálfstæðis flokksins fyrir síðustu bæjarstjórn arkosningar, hefur ákveðið að hætta sem bæjarfulltrúi. Hún hefur þegar stigið til hliðar og tilkynnti það á Facebooksíðu sinni nýlega. Ástæðan er vinna hennar í eigin fyrirtæki „sprotabarninu“ Opus Futura sem hún segir að þurfi alla sína athygli og orku.

Helga María tekur við af Valgerði í Beinni leið

Ekki hefur verið ákveðið hvort Bein leið sem hefur verið eitt af framboðunum í meirihlutasamstarfinu í Reykjanesbæ undanfarin þrjú kjörtímabil muni bjóða fram í næstu kosningum sem verða næsta vor. Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar tilkynnti í viðtali í Ljósanæturblaði Víkurfrétta að hún væri að hætta þar sem hún er að taka við nýju starfi í Brussel í Belgíu seinna í haust. Helga María Finnbjörnsdóttir tekur við oddvitahlutverkinu af Valgerði.

HREINSUM

Mjög vel með farin c.a. 33 metrar í tvöföldun. 270 sm á hæð.

Upplýsingar í síma 8985696 Hilmar

Helga María Finnbjörnsdóttir, varabæjarfulltrúi segist spennt að taka við sem oddviti Beinar leiðar.

„Ég er þakklát og spennt fyrir það tækifæri að taka sæti sem bæjarfulltrúi. Það hefur verið lærdómsríkt að starfa sem varabæjarfulltrúi á þessu kjörtímabili og nú hlakka ég til að leggja mitt af mörkum af fullum krafti í bæjarstjórn. Ég vil áfram vinna að þeim áherslum sem Bein leið hefur lagt fram og fylgja eftir því góða starfi sem Valgerður hefur unnið í bæjarstjórn. Ég vona að reynsla mín og áherslur geti nýst vel í þeim verkefnum sem framundan eru á kjörtímabilinu,“ segir

Ál handflekamót til sölu

Helga María en Bein leið hefur verið eitt þriggja framboða sem hefur verið í meirihlutassamstarfi Framsóknar og Samfylkingar í Reykjanesbæ undanfarin tvö kjörtímabil og þar á undan með Samfylkingu og Frjálsu afli.

Fimmtíu milljónir í styrki til fyrirtækja í Grindavík

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík fyrir 48,5 milljónir króna. Nítján umsóknir bárust og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 90 milljónir króna.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar­, atvinnu­ og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður og auglýst er opinberlega eftir umsóknum og þær metnar út frámarkmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurnesja. eftirtalin verkefni hlutu styrki:

Söluturninn Skeifan. Umsækjandi: Korca ehf.

Markmið verkefnisins er að aðlaga rekstur sjoppunnar að breyttum aðstæðum í Grindavík og uppfæra vöruframboð og markaðsaðgerðir með það að markmiði að ná betur til nýrra markhópa, þar á meðal til ferðafólks.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.500.000.

HemmGym. Umsækjandi:

Hemmverk ehf.

Markmið verkefsins er að færa Grindvíkingum heilsubætandi afþreyingu. Gefa Grindavík flott ustu líkamsrækt sem völ er á og bjóða fólki persónulega þjálfun í skemmtilegri líkamsrækt. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000.

Markaðssókn. Umsækjandi: Northern Light á Íslandi ehf.

Helsta markmið verkefnisins er að snúa vörn í sókn og efla markaðsstarf, nýsköpun og vöruþróun til að gera markhópi félagsins grein fyrir því að óhætt er að dvelja í Svartsengi, þrátt fyrir jarðhræringar.

Að draga fram hversu vel svæðið er vaktað af færasta vísindafólki Íslands þar sem aldrei er gefinn afsláttur af öryggi gesta sem og starfsmanna.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 6.500.000.

Útrás íslenskra sæeyrna tengsla­

auknum útflutningi og verðmætasköpun.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000.

Markaðsetning Kristinsson. Umsækjandi: VK List ehf. Stefnt er að auka sýnileika reksturs Kristinsson Handmade í Grindavík vegna breyttra aðstæðna. Auka flæði vegfarenda inn í verlsun. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Volcano Café og handverkshúsHjólaleiga­ VR fræðsla. Umsækjandi: Gistihús Grindavík ehf.

Markmið verkefnisins er að fjölbreyta rekstri Gistihúss Grindavíkur með því að opna Volcano Café og handverkshús, þar sem saman fara þjónusta, upplifun og sköpun. Í rýminu verður kaffihús, hjólaleiga með bæði rafmagns- og hefðbundnum hjólum, persónuleg VR-upplifunog verslun með hand-

húss fyrir Hjá Höllu. Eldhúsið mun styðja við rekstur í Smáralind og á Keflavíkurflugvelli, skapa fjögur störf í upphafi og leggja grunn að frekari endurreisn, atvinnuuppbyggingu og samfélagslegri virkni í Grindavík. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.100.000.

Frá grunni til heildarupplifunar. Umsækjandi: Hótel Grindavík ehf. Verkefnið felur í sér mótun heildstæðrar framtíðarsýnar, markaðssetningar og efnisgerðar fyrir Hótel Grindavík og Brúna veitingastað. Áhersla er lögð á upplifun gesta, aðgengi fyrir alla, samþættingu sögulegs samhengi og undirbúning að frekari uppbyggingu og þróun fyrirtækisins.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.800.000.

Bílaumboðið Askja mun opna nýja og glæsilega starfsstöð að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ laugardaginn 13. september. Með þessari fjárfestingu fær svæðið heildstæða þjónustu þar sem allt fyrir bílinn er undir sama þaki: sölu­ og þjónustudeild fyrir Mercedes­Benz, smart, Kia og Honda, auk hjólbarðaþjónustu hjá systurfélaginu Dekkjahöllinni.

„Þetta er spennandi áfangi fyrir svæðið,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sölustjóri Öskju í Reykjanesbæ. „Við erum að koma með sterka blöndu af þjónustu undir eitt þak – sölu á nýjum og notuðum bílum, ráðgjöf, viðgerðir og reglubundna þjónustu

– ásamt allri dekkjaþjónustu. Þetta er mikilvæg fjárfesting sem mun efla þjónustu við bæði einstaklinga og fyrirtæki hér á svæðinu. Sjálfur hlakka ég til að styrkja tengslin við samfélagið og viðskiptavini sem ég hef áður átt góð samskipti við.“ Askja Reykjanesbæ og Dekkjahöllin blása til opnunarhátíðar laugardaginn 13. september kl. 12–16. Gestum verður boðið upp á nýbakaðar vöfflur, ís og kaffi, ásamt því að skoða hina glæsilegu aðstöðu og hitta starfsfólkið. „Ég hlakka til að sjá sem flesta, sýna nýju aðstöðuna og spjalla við gamla og nýja kunningja.“ bætir Jón Halldór við.

Fjórtán fengu styrki frá Uppbyggingarsjóði

Sérstakar reglur bættust við þessa úthlutun ofan á reglur Uppbyggingarsjóðs en þær eru eftirfarandi: Skilyrði er að fyrirtæki hafi verið í rekstri í nóvember 2023 og hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá. Velta má ekki vera yfir 500 milljónir. Ekki er hægt að sækja um styrk til niðurgreiðslu lána og skulda eða í almennan rekstur fyrirtækis og gjöld. Skila þarf inn ársreikningi með umsókn. Uppbyggingarsjóður fjármagnar ekki fjárfestingar í fyrirtækjum, kaup á lóðum eða húsnæði eða uppbyggingu innviða eins og rafmagns. Verkefnum skal að jafnaði vera lokið innan 12 mánaða frá úthlutun. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 48,5 milljónir til 14 verkefna.

Markaðsetning. Umsækjandi: Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir. Markmið verkefnisins er að hefja starfssemi á ný í Grindavík á hárgreiðslustofu sem rekin hafði verið í rúm 30 ár þegar kom að rýmingu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.

Uppbygging, markaðsetning sögu og ævintýraferða í Grindavík. Umsækjandi:Fjórhjólaævintýri ehf. Markmiðið er að markaðssetja ævintýraferðirnar og þróa nýjar vörur þar sem stór hluti leiðakerfisins hefur farið undir hraun. Nauðsynlegt er að setja upp nýjar ferðir og markaðssetja þær til að tryggja rekstrarhæfni fyrirtækisins, varðveita þau störf sem fyrir eru og vonandi bæta við nýjum stöðum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 6.000.000.

32 milljarða króna stækkun atNorth í Reykjanesbæ n Fjárfesting og vöxtur skila atNorth stórum samningum

Nýir samningar gagnaversfyrirtækisins atNorth við stóra erlenda viðskiptavini og grænn raforkusamningur við Landsvirkjun byggja á umfangsmikilli fjárfestingu í stækkun gagnavera fyrirtækisins á Íslandi síðustu ár, segir í tilkynningu frá atNorth. atNorth lauk nýverið samningum við tvo stóra erlenda viðskiptavini um umtalsverða stækkun í gagnaverum fyrirtækisins á Íslandi. Annar þeirra varðar stækkun skýjaþjónustu Crusoe í gagnaveri atNorth í Reykjanesbæ, en það er með stærstu gagnaverum sinnar gerðar á Norðurlöndum. Áætluð fjárfesting tengd þessari stækkun nemur um 32 milljörðum króna og fellur að mestu leyti til árið 2026. Þá hefur verið greint frá grænum raforkusamningi Landsvirkjunar og atNorth til fimm ára um kaup gagnaversins á Akureyri á 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs.

„Gríðarlega aukin fjárfesting í vexti og uppbyggingu starfsemi atNorth á Íslandi, sér í lagi í Reykjanesbæ og á Akureyri, byggir á traustum langtímasamningum við öfluga viðskiptavini sem tryggja okkur stöðugan vöxt næstu ár.

Fjöldi starfsmanna á Íslandi hefur einnig aukist verulega og eru þeir nú um 100 talsins. Við sjáum fyrir okkur vatnaskil á næsta ári þegar

sú mikla fjárfesting í innviðum og mannauði sem ráðist hefur verið í fer að skila sér í arðbærum rekstri,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth. Áður hefur komið fram að áætluð heildarfjárfesting atNorth á Íslandi fyrir 2024-2025 verði um 41 milljarðar króna og má ætla að það verði nokkuð nærri lagi. Vöxtur atNorth á Íslandi síðustu ár hefur falið í sér fjárfestingu í innviðum, mannauði og ferlum, sem tímabundið hefur haft áhrif á afkomu félagsins. Tap á rekstrinum jókst á milli ára og nam 11,5 milljónum dala árið 2024, samanborið við 6,3 milljónir dala árið áður. EBITDA fór úr 8,3 milljónum dala 2023 í 2,3 milljónir dala á síðasta ári.

Alls rekur atNorth átta gagnaver á Norðurlöndum, en þar af eru þrjú á Íslandi, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og á Akureyri. Tvö til viðbótar eru svo í smíðum í Danmörku og Finnlandi. Starfsmenn atNorth eru rúmlega 200, þar af helmingurinn á Íslandi.

Rokksafn Íslands opnar á ný

n Breyttur opnunartími og enginn aðgangseyrir

Rokksafn Íslands hefur opnað á ný eftir breytingar innanhúss í Hljómahöll. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá byrjun árs við flutninga Bókasafns Reykjanesbæjar sem hefur nú flutt aðalsafn sitt í Hljómahöll og deilir það fyrstu hæð Hljómahallar með Rokksafni Íslands.

Nýr opnunartími er nú á virkum dögum frá 9:00-18:00 og um helgar frá 10:00-17:00 og þá hefur aðgangseyrir á safnið verið

Nú stendur yfir vinna við að uppfæra og endurnýja sýningu Rokksafnsins og stefnt er að opnun nýrrar sýningar árið 2026. Handritshöfundar uppfærðrar sýningar eru þeir Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason en þeir hafa haldið úti hlaðvarps- og sjónvarpsþáttunum Fílalag í rúman áratug. Þá mun fyrirtækið Gagarín sjá um hönnun sýningarinnar og gagnvirkra sýningaratriða í samstarfi við Hljómahöll og Byggðasafn Reykjanesbæjar.

Frá sýningu Rokksafns Íslands í Hljómahöll. Nú stendur yfir vinna við að uppfæra og endurnýja sýninguna og stefnt að opnun breyttrar sýningar á næsta ári.

LJÓSANÓTT

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum

KIRKJUBÓK SAGAN REGLUVERK LÚRIR AFLAFRÉTTIR

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Nýtt fiskveiðiár hafið

– góð byrjun en fljótt dregið úr afla

Nýtt fiskveiðiár er komið í gang og hefjast því veiðar í Faxaflóa.

Eins og sagan hefur oft sýnt, þá er fyrsti róðurinn jafnan mjög góður – og það átti við núna. Verulega dróst úr afla næstu daga, sérstaklega af þorski.

ásdís ÍS fór norður

Í Keflavík landaði Ásdís ÍS aðeins 23 tonnum í fjórum róðrum. Mest af aflanum var skarkoli en í síðasta róðrinum kom þó einhver þorskur, 8,9 tonn. Að því loknu hélt báturinn til Bolungarvíkur.

Flestir bátarnir landa í Reykjavík. Þar hefur: Stapafell SH landað 27 tonnum í fjórum róðrum, mest skarkoli. Esjar SH komið með 36 tonn í fjórum róðrum, þar af mest 14 tonn í einni löndun, aðallega þorskur. Matthías SH er með 38 tonn í aðeins tveimur róðrum, þar af 30 tonn í fyrsta róðri sínum, sem var mjög þorskmeiri.

Geir ÞH hóf veiðar í Faxaflóa í fyrsta sinn. Fyrsti róðurinn var stór, 29 tonn, þar af 17 tonn í einu kasti. Síðar dró þó hratt úr veiði og síðasta löndunin var aðeins 800

kíló. Heildaraflinn var 35 tonn í þremur róðrum. Báturinn yfirgaf að lokum miðin og sigldi austur til Þórshafnar – um 330 mílna ferð. aðalbjörg Re með lengstu söguna

Elsti báturinn í þessum veiðum er Aðalbjörg RE, sem hefur löngum verið á miðunum í Faxaflóa. Hún byrjaði þetta fiskveiðiár vel og er með 43 tonn í fjórum róðrum. Fyrsti róðurinn gaf 16 tonn, þar af 14 tonn af skarkola. Í Sandgerði hafa tveir bátar verið á kolamiðum rétt utan við Garð og Garðskagavita: Benni Sæm GK er með 45 tonn í fimm róðrum, mest 13 tonn. Siggi Bjarna GK er aflahæstur allra báta í Faxaflóanum með 59 tonn í fimm róðrum, mest 19,5 tonn. Uppistaðan hjá báðum bátum er skarkoli.

Netabátarnir einnig á miðunum

Ekki eru það aðeins dragnótabátarnir sem hafa verið á veiðum í Faxaflóa – heldur einnig netabátarnir sem veiða fyrir Hólmgrím. Þar er Sunna Líf GK aflahæst með 11 tonn í fjórum róðrum. Aflatölur

hinna eru: Emma Rós GK 8,7 tonn í fjórum róðrum. Svala Dís KE 7,3 tonn í fjórum róðrum. ddi Afi GK 6,1 tonn í fjórum róðrum og Halldór Afi GK 5,4 tonn í fjórum róðrum.

tveir stórir netabátar frá Suðurnesjum

Tveir stórir netabátar munu róa frá Suðurnesjum í haust og vetur. Friðrik Sigurðsson ÁR er kominn til Njarðvíkur og mun veiða fyrir Hólmgrím. Erling KE hefur legið í slipp frá því í júní en er nú kominn inn í hús þar sem vinna stendur yfir, m.a. málningarvinna. Það er athyglisvert að aðeins tveir stórir netabátar stunda veiðar frá Suðurnesjum núna. Fyrir 25 árum réru um 20 stórir netabátar frá svæðinu – skýr vísbending um miklar breytingar á undanförnum áratugum.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.

Sköpum samveru hlátur

Verið velkomin

í A4 Reykjanesbæ, Hafnargötu 27a.

Opið virka daga 9 - 18, og laugardaga 10 - 17

og minningar

Einkagarður

Langholt 2: Fallegur, fjölbreyttur og vel hirtur garður sem hefur verið tekinn í gegn. Ástþór Valur Árnason og Guðrún Aradóttir eru eigendur garðsins og veittu viðurkenningunni viðtöku í hófi fyrir verðlaunahafa í Bergi í Hljómahöll.

Viðhald á eldra húsi

Völlur Mathöll: Endurbygging og skemmtileg endurnýting á sögufrægu húsi. Þar var áður Top of the Rock á tímum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það var Sævar Sverrisson hjá ToRo ehf. sem veitti viðurkenningunni móttölu.

Samfélagsverðlaun

Grjótás 7: Villilundur við enda götunnar. Skógrækt út fyrir lóðamörk. Kristján Bjarnason og Svava Bogadóttir tóku við viðurkenningunni fyrir þennan skemmtilega villilund sem sjá má á myndinni hér að ofan.

Snyrtimennska verðlaunuð

Fyrirtæki

N1 Flugvöllum: Snyrtileg lóð og aðkoma góð í vaxandi þjónustuhverfi. Yrkir eignir ehf. er húseigandi og Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri, veitti viðurkenningunni móttöku.

Tilnefning frá íbúum

Vallarbraut 6: Vel viðhaldið fjölbýlishús og snyrtilegt, vel sinnt af íbúum. Hallfríðurð Matthíasdóttir, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd húsfélags.

Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn á fimmtudag í síðustu viku. Veittar voru viðurkenningar fyrir einkagarð að Langholti 2 í Keflavík og villilundur í Ásahverfinu í Njarðvík fékk einnig verðlaun. Lundurinn er garðurinn við Grjótás 7 sem síðan fær að flæða út í náttúruna og niður með göngu­ og hjólastíg sem liggur í gegnum hverfið. N1 á Flugvöllum í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð í vaxandi þjónustuhverfi. Gamli Top of the Rock á Ásbrú hefur heldur betur fengið andlitslyftingu en þar er nú Völlur Mathöll. Hún var verðlaunuð fyrir viðhald á eldra húsi. Þá fengu íbúar að Vallarbraut 6 í Njarðvík sérstaka viðurkenningu fyrir vel við haldið og snyrtilegt fjölbýlishús. Að neðan má sjá fulltrúa verðlaunahafa ásamt fulltrúum Reykjanesbæjar sem í sumar hafa farið um bæinn og skoðað allar þær tilnefningar sem bárust.

Fitjabraut

n Öll gæludýr eru velkomin í Gæludýr.is n Mikið úrval af skemmtilegum þrautum og leikföngum fyrir kisur, hunda og önnur gæludýr

Gæludýr.is hefur opnað nýja verslun í verslunarkjarnanum við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ og staðsett á milli nýrrar verslunar krónunnar og Byko.

„Við erum mjög spennt yfir opnun Gæludýr.is í Reykjanesbæ. Þetta er stærsta verslun Gæludýr. is, heilir 1300 fm og sú sjötta í röðinni,“ segir Helga Sif Árnadóttir, verslunarstjóri Gæludýr.is í Reykjanesbæ.

„Það var með mikilli gleði að við opnuðum verslunina núna í lok ágúst. Við erum með mjög mikið vöruúrval fyrir hunda, ketti, nagdýr, fugla og fiska. Í heildina eru vörunúmerin um 6000.“

Verslanir Gæludýr.is eru með þessari nýju verslun sex talsins og er verslunin í Reykjanesbæ önnur verslun Gæludýr.is sem opnar utan höfuðborgarsvæðisins. Sú fyrri var opnuð á Akureyri haustið 2020.

„Það skiptir okkur miklu máli að þjónusta okkar viðskiptavini þar sem þeir eru, en töluvert er af hundum og köttum í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum,“ segir Helga.

„Við leggjum mikla áherslu á gott verð og leggjum okkur sérstaklega fram við að bjóða alltaf lægstu mögulegu verðin. En við viljum ekki gefa neinn afslátt af gæðunum því það skiptir svo miklu máli að dýrin okkar fái bara það besta í öllum gæðaflokkum.“ Í verslun Gæludýr.is fæst allt á milli himins og jarðar fyrir hunda og ketti, allt frá því nauðsynlega – fóðri, kattasandi, hreinlætisvörum – að því sem gerir lífið örlítið betra, svosem sundlaugar,

bæli í öllum stærðum og gerðum og að sjálfsögðu fjölbreytt úrval af hunda- og kisunammi. Þá er einnig hægt að finna alls konar fyrir fiskabúr, fugla og nagdýr.

„Vissulega er undirstaða alls gæludýrahalds að gefa dýrunum gott fóður og stór hluti af úrvalinu hjá okkur er miðaður að því, en það er alls ekki minna mikilvægt að bjóða dýrunum okkar, stórum sem smáum, upp á góða afþreyingu til að auðga þeirra líf og bæta andlega líðan,“

vandamál ef þeim líður ekki vel,“ útskýrir Helga.

„Algengt vandamál eru kisur sem naga alls konar á heimilinu,

sem viðkemur gæludýrum og er tilbúið að aðstoða gæludýraeigendur, byrjendur sem lengra komna.

föngum fyrir kisur, hunda og önnur gæludýr í verslun Gæludýr. is. Þar má líka finna hresst starfsfólk með brennandi áhuga á öllu

Við erum ótrúlega þakklát fyrir móttökurnar sem við höfum fengið hér í Reykjanesbæ, en þessir fyrstu dagar hafa farið afskaplega vel af stað. Við hlökkum til að kynnast öllum gæludýraeigendunum á svæðinu – og gæludýrunum þeirra. Öll gæludýr eru velkomin í Gæludýr.is og það hefur verið afskaplega vinsælt að umhverfisþjálfa hunda og ketti í verslunum okkar. Hér er líka meira en nóg pláss fyrir alla, fólk og ferfætlinga,“ sagði Helga að lokum.

Helga Sif árnadóttir, verslunarstjóri Gæludýr.is í Reykjanesbæ. Úrval af kattatrjám og klórustaurum er í versluninni.
anddyrri verslunar Gæludýr. is við Fitjabraut 5.
Verslunin er rúmgóð og björt.
Mikið úrval af fóðri er í verslunnni.
Nammibar fyrir gæludýrin.

Góðar fréttir fyrir dýrin þín!

Við höfum opnað glæsilega verslun á Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ.

Þar finnur þú allt sem gæludýrin þín þurfa og dreymir um á góðu verði.

Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga: 11–18.30

Laugardaga: 10–18

Sunnudaga: 12–18

Stelpurnar í árgangi 1970 hafa aldrei verið sætari en einmitt nú!

Það viðraði vel á árgangagönguna sem sjaldan hefur verið stærri.

Þúsundir á ráðhústorgi

Heimsmeistarar heiðraðir

ungleikhúsið og danskompaní nældu sér bæði í heimsmeistaratitla fyrir dansatriði á heimsmeistaramóti sem fram fór fyrr í sumar. Hóparnir voru heiðraðir sérstaklega á súpusviðinu á föstudagskvöldinu. Fulltrúar hópanna komu upp á svið og tóku við verðlaunum.

Gott VÆB í kjötsúpunni

Hljómsveitin Valdimar er fyrir löngu búin að stimpla sig inn sem ein af okkar allra bestu sveitum. Valdimar Guðmundsson mætti ásamt félögum sínum í Valdimar á stóra sviðið og var með alvöru læti svo undir var tekið á Bakkaláginni.

Bjartasta flugeldasýningin

Þúsundir gesta mættu í kjötsúpu sem Skólamatur bauð upp á við ráðhústorgið í Reykjanesbæ á föstudagskvöldinu. Þar voru einnig tónleikar á sviði milli kl. 18-20 þar sem landsþekktir listamenn og heimafólk skemmtu gestum. s s s s s s s s s s

VÆB-bræðurnir Matthías og Hálfdán lögðu Skólamat lið á Ljósanótt og gáfu gestum og gangandi rjúkandi heita kjötsúpu sem er orðin áratuga hefð fyrir hjá Skólamat. Skammtarnir skipta þúsundum ár hvert og súpan og kjötið er í tonnum talið. Þeir VÆB-bræður mættu einnig í sjónvarpsviðtal við Víkurfréttir á súpukvöldinu og þar upplýstu þeir að grjónagrauturinn frá Skólamat var uppáhaldið þeirra þegar þeir stunduðu grunnskólanám við Hörðuvallaskóla í Hafnarfirði.

Menningarveisla í Duus

Bjartasta flugeldasýningin ár hvert er sýningin á Ljósanótt sem Björgunarsveitin Suðurnes sér um. Í ár var sýningin í boði GtS ehf. sem annast strætó í Reykjanesbæ.

Menningin blómstraði í duus Safnahúsum á Ljósanótt. Þar voru listsýningar ýmiskonar og kórar sungu á hálftíma fresti allan laugardaginn.

á Hafnargötunni voru svo flottir fuglar í mannmergðinni.

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

OPNUNARHÁTÍÐ FITJABRAUT

13. -20. SEPTEMBER

OPIÐ TIL 18DAGINNLAUGAR13. SEPT

-30% ÖLL INNIMÁLNING -30% AF PINOTEX VIÐARVÖRN

-25% AF DOMO SMÁRAFTÆKJUM -30% AF LJÓSUM, LÖMPUM OG PERUM -30% AF ÖLLUM MOTTUM

-30% AF ÖLLU HARÐPARKETI -25% AF ÖLLUM FLÍSUM

-30% AF ÖLLUM SONAX BÍLAVÖRUM -30% AF ÖLLUM GYEN BÍLAVÖRUM -25% AF DOMO SMÁRAFTÆKJUM OG FJÖLDI EINSTAKRA TILBOÐA!

OPNUNARHÁTÍÐ 13. SEPTEMBER BYKO, KRÓNAN OG GÆLUDÝR.IS

Velkomin að fagna með okkur á Fitjabraut í Reykjanesbæ á laugardaginn! Nú hafa Krónan, BYKO og Gæludýr.is opnað glæsilegar verslanir á nýjum stað.

Frábær opnunartilboð í gangi allan daginn!

Andlitsmálning, trúðar og blöðrur (kl. 13-15) Ís frá Emmessís meðan birgðir endast (kl. 13-15)

ÞÚ SÉRÐ ÖLL TILBOÐIN Á BYKO.IS

Skannaðu kóðann og skoðaðu tilboðin

DAGSKRÁ

12:00 Hundaskrúðganga ásamt glaðningi fyrir hundana

13:00 DJ Gvari Big Gee og Hulda Newman kynnir dagsins. Sirkus Íslands mætir með blöðrur, andlitsmálningu og trúða.

13:30 Emmsé Gauti

14:00 Dansatriði frá Danskompaníinu

14:15 DJ Gvari Big Gee

Tugþúsundir á Ljósanótt

Líklega hafa aldrei verið fleiri saman komnir á viðburði í Reykjanesbæ en á laugardagskvöld á Ljósanótt 2025. Ekki er ólíklegt að á milli 30-40 þúsund manns hafi verið saman komin til að njóta hátíðardagskrár á stóra sviðinu og annarra viðburða í miðbænum og víðar. Þessi mynd var tekin þegar tónlistaratriði voru á Bakkalág. Fullt tungl sendi birtu í gegnum skýin en stuttu seinna birtist það í fullum ljóma. VF/pket.

Sameinast í gleði og samstöðu

Að halda utan um fjölskyldu- og menningarhátíð eins og Ljósanótt fyrir rúmlega 20 þúsund manna bæjarfélag og þúsundir gesta til viðbótar er ekki lítið verkefni. Fjöldi fólks leggur sitt af mörkum svo allt gangi sem best og því hefst undirbúningur mörgum mánuðum fyrir hátíðina.

Í ár léku veðurguðirnir svo sannarlega við okkur, þótt nokkrar rigningardembur og sunnudagurinn minntu á að haustið væri á næsta leyti. Það breytti þó engu um þá frábæru stemningu sem ríkti í bænum, enda er það ekki veðrið sem ræður ferðinni heldur gleðin, samstaðan og viljinn til að skapa eftirminnilega upplifun fyrir alla, saman með ljós í hjarta. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir nutu þess að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem sameinar bæjarbúa og gesti í gleði og samstöðu ár hvert og þessi 24. hátíð var engin undantekning. Sérstaklega er ástæða til að fagna því að hátíðin gekk vel fyrir sig án alvarlegra atvika. Þar skipti undirbúningurinn miklu máli, ekki síst sú áhersla sem lögð var á for varnir og uppbyggileg samskipti í aðdraganda hátíðarinnar. Slíkt starf er ómetanlegt og á sinn þátt í að skapa örugga og ánægjulega hátíð fyrir alla.

Fyrir hönd Reykjanesbæjar vil ég færa öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar hjartans þakkir, starfsfólki bæjarins, viðbragðsaðilum, listafólki, félagasamtökum, fyrirtækjum og styrktaraðilum. Síðast en ekki síst þakka ég ykkur, íbúum og gestum, sem fjölmenntuð á viðburði helgarinnar með bros á vör og gerðuð hátíðina lifandi. Án ykkar væri engin Ljósanótt.

Bæjarstjórabandið

Fjöldi sýninga

Það er varla hægt að hafa tölu á fjölda listsýninga á Ljósanótt 2025. Þær voru vel sóttar og áhugaverðar.

Löng hefð er fyrir því að svokallað bæjarstjórnarband troði upp í upphafi Ljósanætur. Nú var bandið stórsöngvurum á borð við Sverri Bergmann en hann fékk Valgerði Björk pálsdóttur með sér í lið en kjartan Már kjartansson, Guðbrandur einarsson, pálmi Guðmundsson og Sólmundur Friðriksson sáu um hljóðfæraleik.

Hér má sjá tvíburana Helgu og Höllu Harðardætur sem sýndu á Ljósanótt, með góðum fólki.

Guðmundur karl Brynjarsson brosir hér við eina af myndum sínum af Gvendi þribba sem var þekktur bæjarbúi í keflavík á árum áður.

Fjölmenn árgangaganga

árgangagangan var fjölmenn að venju og sífellt fleiri fara í létta skó og hitta skólafélaga og vini. að venju er 50 ára árgangurinn sem fékk meiri athygli sem við sjáum hér að ofan.

Íris Jónsdóttir, myndlistarkona og kennari var með áhugaverða sýningu.

Myndir eftir áka Gränz fyllu stóran salinn í Listasafni duus. Hér má sjá fimm afkomendur hans á sýningunni fyrir framan mynd af þeim gamla.

Á LAUGARDAG FRÁ 12–16 BÍLASÝNING

Renault R5 Hongqi EHS7

Sjálfskiptur, rafmagn

Verð frá: 3.990.000 kr.

m. 900 þ.kr. Orkusjóðsstyrk. Almennt verð frá: 4.890.000 kr.

Sjálfskiptur, rafmagn

Verð frá: 6.990.000 kr.

m. 900 þ.kr. Orkusjóðsstyrk. Almennt verð frá: 7.890.000 kr.

Renault Scenic E-Tech

Sjálfskiptur, rafmagn

Verð frá: 5.990.000 kr.

Hyundai Santa Fe

Sjálfskiptur, PHEV

Verð frá: 10.990.000 kr.

m. 900 þ.kr. Orkusjóðsstyrk. Almennt verð frá: 6.890.000 kr.

Verið velkomin á glæsilega haustsýningu laugardaginn 13. september á Holtsgötu 52, Reykjanesbæ, þar sem við kynnum nýjustu rafbílana og Hyundai Santa Fe Plug-in hybrid.

• Fjölbreytt úrval bíla á flottu verði

• Reynsluakstur í boði

• Grillaðar pylsur og gos

• Sölufulltrúar eru í samingsstuði

Suðurnesjasveifla í Holtunum heima

„Þetta var mjög skemmtilegt og gekk einstaklega vel í góðu veðri og með góða tónleikagesti,“ sagði Friðrik Ómar, söngvari en hann setti saman tveggja klukkustunda

tónleika eftir hugmynd aðstandenda Í Holtununm heima en þar var flutt 38 laga syrpa eftir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Vilhjálm Vilhjálmsson.

um áttahundruð manns nutu tónleikanna Í Holtunum heima á föstudagskvöldi á Ljósanótt. Landsliðsfólk úr tónlistinni flutti lög tileinkuð 80 ára afmæli stjarnanna úr keflavík, þeirra Gunna Þórðar, Rúnna Júll og Villa Vill. Veðurguðirnir vildu greinilega heyra vel því þeir voru í sínu besta skapi og var sannkölluð blíða allt kvöldið. allt gekk vel þó fjölmennt væri og mikil ánægja með frábæra dagskrá sem endaði með glæsilegri flugeldasýningu.

„Við komum ekki alveg að tómum kofanum í lögum þremenninganna því við höfum verið að flytja mörg þeirra á öðrum tónleikum en við höfum þó ekki gert

Keyrir daglega úr Reykjanesbæ til að fara í grunnskóla í Hafnarfirði

n „Það eru kröfur á mann í námi og íþróttum – allir vilja að maður standi sig,“

Heiða Dís Helgadóttir, 13 ára stúlka úr Reykjanesbæ, keyrir daglega til Hafnarfjarðar til að stunda nám við NÚ sem er einkarekinn grunnskóli í Hafnarfirði, sem hefur sérhæft sig í að sameina nám og íþróttir.

Hún hóf nýlega nám í 8. bekk og segir þetta vera besta skólann fyrir sig. „Námið er bæði skemmtilegt og krefjandi. Það eru kröfur á mann í námi og íþróttum – allir vilja að maður standi sig,“ segir Heiða sem æfir taekwondo með Keflavík og þykir afar efnileg í þeirri grein.

Heiða bætir við að hún óski þess að svona skóli væri líka í Reykjanesbæ: „Ég hef heyrt að sé verið að opna skóla í Mosfellsbæ á næsta ári en mér finnst það væri gott að hafa svona skóla í Reykjanesbæ líka. Það eru margar íþróttir þar

Tveir kennarar skólans eru einmitt úr Keflavík. faðir hennar, Helgi Rafn Guðmundsson, sem kemur úr taekwondo, og Margrét Sturlaugsdóttir körfuboltaþjálfari. „Það sem mér finnst best er hvað allir – bæði kennarar og nemendur – eru jákvæðir og skemmtilegir. Það eru allir þarna af því að þau velja það,“ segir hún.

Mikil eftirspurn og framtíðarsýn

Eftirspurn eftir skólavist í NÚ er mikil og því miður komast ekki allir að sem vilja. Þau pláss sem opnast árlega fyllast strax. Skólinn

Helgi

stefnir að því að opna nýjan skóla í Mosfellsbæ árið 2026, og víða um land er áhugi á að stofna sambæri lega skóla. Markmið NÚ er skýrt: að skapa vettvang þar sem ungir íþróttamenn þurfa ekki að velja á milli náms og íþrótta, heldur geti náð árangri í báðum.

Skólinn er einkarekinn, var stofnaður árið 2016, er nú að hefja sitt 10. starfsár og hefur sérhæft sig í að sameina nám og íþróttir. Í NÚ eru aðeins um 100 nemendur í 8.–10. bekk og skapast þar lítið og náið samfélag þar sem hver og einn fær rými til að blómstra. Skóladagur í takt við nemendur

NÚ fylgir aðalnámskrá grunn skóla en nálgast kennslu á annan hátt en hefðbundnir skólar. Skóla dagurinn hefst kl. 9 en í desember og janúar, þegar myrkrið er mest, hefst kennsla kl. 10. Kennslan er að mestu skipulögð sem vendinám

það svona, að syngja lög eftir þá þrjá á sömu tónleikum. Við tókum tvær æfingar og vorum klár í þetta prógramm. Það var virkilega skemmtilegt verkefni og gaman

hvað viðbrögð tónleikagesta voru mikil og góð. Þeir kunnu flest lögin og tóku vel undir með okkur sem var mjög gaman,“ sagði Friðrik Ómar.

sýndir listir sínar í

... Ég hef heyrt að sé verið að opna skóla í Mosfellsbæ á næsta ári en mér finnst það væri gott að hafa svona skóla í Reykjanesbæ líka. Það eru margar íþróttir þar og margir góðir íþróttamenn ...

þar sem nemendur læra að bera ábyrgð á eigin námi, vinna í gegnum rafrænar lausnir og geta sinnt verkefnum jafnvel í æfingaeða keppnisferðum. Íþróttir í fyrirrúmi

Allir nemendur skólans stunda íþróttir og fá að æfa sína grein samhliða námi. Sem stendur er boðið upp á akademíuæfingar í knattspyrnu, handbolta

og körfubolta tvisvar í viku, auk hefðbundinnar íþrótta- og sundkennslu. Þá er styrktarþjálfun einu sinni í viku fyrir alla, íþróttamælingar sem venjulega eru aðeins ætlaðar afreksíþróttafólki, og stuðningur frá íþróttafræðingum sem aðstoða við álagsstýringu. Í skólanum starfa einnig íþróttasálfræðingur og markþjálfi sem styðja nemendur í markmiðasetningu, sjálfstrausti og hugarfari.

Börnin fengu sitt í skrúðgarðinum í keflavík og nutu þess að dunda sér í blíðunni.
Flugkappi
Mugison og kk fylltu Stapa á fimmtudagskvöldi.
Rafn faðir Heiðu lengst til vinstri og Margrét Sturlaugsdóttir næst honum eru kennarar í NÚ grunnskólanum.
Heiða dís Helgadóttir, 13 ára stúlka úr Reykjanesbæ.

GERÐU VEL VIÐ ÞÍNA FASTEIGN

Hjá BM Vallá færðu réttu viðgerðar- og steypublöndurnar fyrir allar múr- og steypuviðgerðir. Við ráðleggjum þér um rétt efnisval og leiðbeinum með notkun svo að múrverkið heppnist sem best.

Kíktu í verslunina í Reykjavík og fáðu múrræðagóð ráð frá sérfræðingum okkar.

FYRIR

Fannar kveður Grindavík

n Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil

„Ég verð 68 ára þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga og þá verður góður tímapunktur að stíga upp úr bæjarstjórastólnum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur en hann er fyrsti bæjarstjórinn í 50 ár sem þurfti að stýra bæjarfélagi sem lenti í náttúruhamförum af völdum eldgosa. Við eldgosið í Vestmannaeyjum í janúar 1973 yfirgaf Eyjafólk eyjuna fögru grænu og þótt sambærilegir hlutir hafi átt sér stað í Grindavík, er samt kannski meira verið að líkja saman epli og appelsínu því Eyjamenn gátu snúið til baka hálfu ári síðar því þeirra náttúruhamförum lauk í júlí sama ár. Grindvíkingar eru enn að bíta úr nálinni vegna sinna hamfara, síðasta eldgos kom upp í júlí og nú gera sérfræðingar ráð fyrir næsta eldgosi um mánaðarmót september/október.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Fannar vakti verðskuldaða athygli fyrir yfirvegun sína á þessum miklu óvissu- og erfiðleikatímum Grindvíkinga en bæjarskrifstofur Grindvíkinga færðust í ráðhús Reykjavíkur strax eftir hamfarirnar 10. nóvember 2023 og þaðan var ferðinni heitið í tollhúsið í Tryggvagötu en síðan í október á seinasta ári hefur full starfsemi verið á bæjarskrifstofunni í Grindavík. Fannar hefur búið í Reykjavík eftir að náttúruhamfarirnar hófust en á næsta ári verður haldið að kjörkössunum og kosið í sveitarstjórnarkosningum og mun Fannar setja punkt aftan við þennan kafla á ferlinum. Hann ætlar að njóta heldri áranna eins vel og hugsast getur, mun væntanlega dusta rykið af reiðhnakknum og ætlar sér að skoða heiminn.

Fannar sem fæddist í Reykjavík en fluttist þriggja ára gamall til Hellu ásamt foreldrum sínum, ólst þar upp ásamt systur sinni og bjó til aldamóta. Þegar fyrir lá að eldri börnin færu í framhaldsnám í höfuðborginni, sáu Fannar og eiginkona hans, Hrafnhildur Rósa Kristjánsdóttir, sæng sína upp reidda fyrir austan og fluttu á höfuðborgarsvæðið, nánar tiltekið í Kópavog. Fannar hafði verið með eigin rekstur á Hellu, vann sjálfstætt um tíma í Reykjavík en var svo ráðinn til Kaupþings og náði að upplifa afar ólíka tíma á þeim vettvangi því hann byrjaði fimm árum fyrir bankahrun og var í önnur fimm eftir það. Við komum að því síðar í viðtalinu en hvernig kom til að hann réðist í starf bæjarstjóra Grindavíkur?

arstjóra Grindavíkur auglýst og við ákváðum að ég myndi sækja um. Ég mætti í atvinnuviðtal á þorláksmessu árið 2016, fékk til kynningu milli jóla og nýárs þess

efnis að ég hefði hreppt hnossið og hóf störf í ársbyrjun 2017. Ég sagði í atvinnuviðtalinu að við hygðumst setjast að í Grindavík, það var ekki beinlínis skilyrði af hálfu bæjarstjórnar en það var ásetningur af minni hálfu, það kom ekkert annað til greina hjá okkur hjónunum en flytja í bæinn þó svo að ráðningin næði aðeins til eins og hálfs árs, það er út kjörtímabiliið sem lauk í maí 2018. Að einhverju leyti þóttist ég vita út í hvað ég væri að fara því ég hafði verið viðloðandi sveitarstjórnarmál á Hellu í nærri tuttugu ár. Það breytti því ekki að það tók drjúgan tíma að koma sér inn í málin en ég myndi segja að ég hafi verið orðinn nokkuð sjálfbjarga um flesta hluti eftir eitt ár eða þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar 2018. Starf bæjarstjóra var auglýst það ár og ég sótti um og var endurráðinn, en eftir kosningar fjórum árum síðar ákvað bæjarstjórnin að ráða mig áfram án auglýsingar.“

Hamfarabæjarstjórinn

Fannar nefnir engin bæjarmál umfram önnur í Grindavík sem

voru markverðust að hans áliti fram að jarðhræringum. „Eftir að ég var kominn vel inn í starfið get ég ekki nefnt eitthvað sérstakt sem stendur upp úr fram í ársbyrjun 2020 þegar jarðskjálftarnir hefjast. Grindavík var mjög stöndugt bæjarfélag með sterka fjárhagsstöðu, öflugt atvinnulíf, hátt atvinnustig, blómlegt íþróttalíf og á flestum sviðum gengu málin vel. Ytri aðstæður áttu eftir að breytast rækilega vegna jarðhræringa og náttúruhamfara. Vendipunktur verður undir lok janúar 2020, þá var ég kallaður á skyndifund í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík vegna landriss sem mælst hafði við Þorbjörn. Vísindamenn gátu ekki útilokað að þessi atburðarás gæti endað með eldgosi. Í kjölfarið var haldinn fjölmennur íbúafundur í íþróttahúsinu í Grindavík þar sem farið yfir stöðuna en ég held að engan hafi órað fyrir hvað væri í uppsiglingu. Öflugir og tíðir jarðskjálftar gerðu íbúunum lífið leitt og því var í rauninni mikill léttir þegar þeim lauk við fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli í mars 2021. Upptök eldgossins voru fjarri Grindavík og íbúarnir voru sáttir við þennan gang mála. Svo lauk

Fannar ásamt eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum.

Fannari og Hrafnhildi þó að mikil jarðskjálftahrina væri í gangi. Þau höfðu skipulagt heimsókn til frænku Fannars á Flúðum og fóru frá Grindavík um hádegisbil. Þegar leið á daginn stoppaði síminn ekki hjá Fannari og ljóst var að eitthvað alveg sérstakt var á seyði í Grindavík. Því ákváðu hjónin að snúa til baka til Grindavíkur og mættu á leiðinni fjölmörgum bílum á leið í austurátt á Suðurstrandarveginum. Íbúarnir voru á leið úr bænum þennan föstudag, höfðu fengið nóg. Fannar fór í björgunarsveitarhúsið til liðs við viðbragðsaðila og lék þar allt á reiðiskjálfi og um kvöldið var fyrirskipuð allsherjar rýming í Grindavík. Eftir rýmingu Grindavíkur gistu þau hjónin nokkrar nætur hjá yngri dóttur sinni og fjölskyldu hennar í Kópavogi en hjartahlýr hóteleigandi í Reykjavík hafði samband og bauð þeim hjónum gistingu uns þau tóku íbúð á leigu í Reykjavík. Þau þurftu eins og aðrir Grindavíkingar að yfirgefa heimili sitt í flýti og höfðu því engan aukafatnað eða aðrar nauðsynjar meðferðis og það liðu margir dagar þar til heimilt var að fara heim til Grindavíkur og grípa með sér það allra nauðsynlegasta. Fannar vakti mikla athygli fyrir yfirvegun sína en er hógværðin

uppmáluð þegar þessir tímar eru rifjaðir upp.

„Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur.“ Ráðhús - tollhúsið - Grindavík Fljótlega var þjónustumiðstöð opnuð í Tollhúsinu við Tryggvagötu sem er í göngufæri frá ráðhúsi Reykjavíkur. Það var mikið lán að þetta rúmgóða húsnæði stæði til boða en þarna voru undir sama þaki allir þeir sem höfðu

Haustferð FEBS 25. sept.

Ferðanefnd FEBS hefur skipulagt Haustferð fyrir félagsmenn FEBS 25. september nk. Brottför verður frá Nesvöllum kl. 10.00. Farið verður í Hvalfjörð og Borgarfjörð (Hernámssafnið, Sturlureykir og Kleppjárnsreykir).

Innifalið er langferðabíll, hádegisverður, kaffi og meðlæti. Aðgangseyrir á söfnin og leiðsögumaður.

Áætluð heimkoma um kl. 18–19. Verð fyrir félagsmann FEBS er kr. 14.000. Verð fyrir utan félagsmenn kr. 17.000.

Skráning í síma: Inga: 863-3443, Kristinn: 897-8835, Ólafur Þór: 893-5719.

Fannar og Hrafnhildur Rósa í ásbyrgi.
Fannar ásamt fjölskyldu sinni, frá vinstri: Birkir Snær, kara Borg, Hrafnhildur, Fannar og Rakel Hrund.

með málefni Grindavíkur að gera; bæjarstjórnin, bæjarstarfs fólk, Grindavíkurnefndin sem svo var skipuð, almannavarnir, sérfræðingar í áfallahjálp, Rauði krossinn, Tónlistarskóli Grinda víkur og fleiri. Í húsinu var mikil og fjölbreytt starfsemi fyrstu mánuðina og margir Grindvík ingar lögðu leið sína í Tollhúsið til að leita aðstoðar eða hitta mann og annan. Smám saman fækkaði þó fólki í húsinu eftir því sem á leið.

„Um leið og aðstæður leyfðu var stjórnsýsla bæjarins færð til Grindavíkur. Það kom aldrei annað til greina og hefur starfs fólkið unað hag sínum vel á heimaslóðum síðan þá en flest búum við utan Grindavíkur um þessar mundir. Hrafnhildur hefur alltaf unnið í Reykjavík og ég þarf oft að funda þar svo þetta fyrir komulag hentar okkur vel eins og sakir standa hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér. Það er ekkert mál að keyra í vinnuna til Grindavíkur og hægt að nýta bílferðirnar í símtöl. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á störfum okkar á bæjarskrifstofunni fyrir utan það að starfsfólki hefur fækkað. Stjórnsýsla okkar er þó ekki lengur í jafn miklu návígi við Grindavíkurnefndina, ráðuneytin og ýmsar stofnanir hins opinbera eftir flutningana úr Tollhúsinu. Það voru stuttar vegalengdir þaðan og í ráðuneytin í miðborginni og málefni Grindavíkur voru mjög ofarlega í hugum æðstu ráðamanna þjóðarinnar mánuðina eftir rýmingu. Þegar ný ríkisstjórn tók til starfa í desember síðastliðinn tóku nýir ráðherrar við embættum sínum og þurftu eðlilega að setja sig inn í nýtt starf og öll þau viðamiklu verkefni sem biðu þeirra. Það var því kannski eðlilegt að málefni Grindavíkur yrðu ekki efst á verkefnalistunum alla daga. Ég er hins vegar afar þakklátur ráðherrum og alþingismönnum öllum fyrir ómetanlegan stuðning við Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum,“ segir Fannar.

Ég verð 68 ára þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga og því er þetta góður tímapunktur að stíga upp úr bæjarstjórastólnum. Hamfarirnar undanfarin ár hafa ekki áhrif á þetta, ég er heilsuhraustur og tel mig hafa ágætis starfsþrek.

Þakklátur fyrir traustið

Það hefur verið settur á fót starfshópur forsætisráðuneytis, Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefndar sem fjalla mun um ýmis atriði sem lúta að fjárhagsstöðu Grindavíkurbæjar, sveitarstjórnarkosningum og fjölmörgum málum sem varða endurreisn bæjarfélagsins.

„Ég bind miklar vonir við að þessi vinna komi að góðu gagni við úrlausn þeirra margvíslegu og flóknu viðfangsefna sem við verður að etja. Óvissan og duttlungar náttúrunnar eru líklega okkar versti óvinur en vandaður undirbúningur og markmiðasetning kemur að góðu gagni. Meðan það skiptist á landris og eldgos þá hefur ríkisvaldið viljað fara hægar í sakirnar með uppbyggingu og búsetu í Grindavík en margir Grindvíkingar. Heimamenn líta gjarnan svo á að það sé hægt að búa við þessar viðvarandi aðstæður rétt eins og gerist á snjóflóðasvæðum, munstrið sé þekkt og rýmingar í upphafi eldgosa hafi gengið mjög vel. Heitasta ósk Grindvíkinga er sú að þessum umbrotum fari að linna og vísindamenn flestir telja það ekki ólíklegt. Það er búið að kortleggja af mikilli nákvæmni allar sprungur í Grindavík, fylla í margar þeirra og girða aðrar af. Víða um land eru hættur og við sem búum hér þurfum að kunna á náttúruna og lifa með henni. Varnargarðarnir breyta líka öllu í mínum huga. Í Grindavík eru mikil verðmæti í innviðum og fasteignum og meðal annars hátt í þúsund íbúðir í eigu ríkisins. Það er hagur ríkisins að koma þessum verðmætum í vinnu sem fyrst.“

Fannar ásamt ráðherrum úr ríkisstjórn Íslands, ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar eSB, formanni Grindavíkurnefndarinnar og fulltrúum viðbragðsaðila.

„Ég verð 68 ára þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga og því er þetta góður tímapunktur að stíga upp úr bæjarstjórastólnum. Hamfarirnar undanfarin ár hafa ekki áhrif á þetta, ég er heilsuhraustur og tel mig hafa ágætis starfsþrek. Það eru miklar áskoranir framundan fyrir nýjan bæjarstjóra og bæjarstjórn við að endurreisa Grindavík. Ég er á mínu þriðja kjörtímabili og vil segja að ég hef átt mjög gott samstarf við alla bæjarfulltrúa, bæði úr meirihluta og minnihluta. Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem þetta góða fólk hefur sýnt mér. Ég er líka svo lánsamur að hafa unnið með frábæru starfsfólki Grinda víkurbæjar sem staðið hefur vaktina með mér í gegnum þykkt og þunnt. Grindavík var og er einstakt bæjarfélag, fjárhagurinn

markanna. Grindavík verður í framtíðinni gríðarlega eftirsóttur ferðamannastaður. Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar.

Ferðalög og hestamennska

Áður en spjallið átti sér stað bauð Fannar upp á kaffi en fékk sér sjálfur vatn. „Ég hætti að drekka kaffi fyrir um 30 árum, ég ákvað að prófa það því ég átti oft erfitt

mál. Auðvitað er þetta bara vani og það er hægt að venja sig af kaffidrykkju eins og öðru. Ég veit að margir líta fyrsta kaffisopann hýrum augum á morgnana en fyrir mig var ekkert mál að skipta kaffi út og drekka vatn í staðinn.“

Fjölbreytt störf á ferlinum

Fannar skautaði yfir lífshlaup sitt til þessa.

„Ég fæddist í Reykjavík og bjó þar fyrstu þrjú árin en á eðlilega engar minningar frá þeim tíma. Foreldrar mínir fluttu á Hellu og þar elst ég upp. Kláraði barna- og unglingaskólann þar og gekkst svo undir landspróf á Hvolsvelli sem var skilyrði á þeim tíma til að komast í menntaskóla. Verzlunarskóli Íslands varð fyrir valinu og má segja að ég hafi verið í tvöföldum skóla þessi fjögur ár því ég bjó í Reykjavík hjá afa mínum heitnum. Hann fræddi mig um æsku sína og ævistarf og þjóðhætti liðanna tíma og það var frábær skóli lífsins samhliða Verzló. Afi var áður bóndi í Landeyjunum en flutti til Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Hann var með lítið hesthús þar sem hann bjó á Hjallavegi í Langholtshverfinu í Reykjavík. Í tvo vetur var ég með hest hjá afa og svo riðum við á malbikinu niður í Sundagarða, í Laugardalinn eða hreinlega upp í Mosfellssveit. Það myndu örugglega margir reka upp stór augu í dag ef hesthús væri í miðri íbúðabyggð í Reykjavík og að sjá gamlan mann og ungling í reiðtúr um íbúðagöturnar. Á sumrin vann ég hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, mest í pakkhúsinu en einnig í trésmiðjunni, sláturhúsinu, versluninni og fleiri deildum.

Eftir stúdentspróf fékk ég vinnu í steypuflokki við Sigölduvirkjun

tæki á Hellu ásamt Jóni Bergþóri Hrafnssyni, skólabróður mínum úr Verzló. Það gekk vel í þau tuttugu ár sem við áttum fyrirtækið en ég seldi hlut minn þegar við Hrafnhildur ákváðum að venda okkar kvæði í kross og flytja til höfuðborgarinnar. Þegar þangað var komið starfaði ég sjálfstætt um tíma en réði mig svo í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings árið 2003. Varð síðan aðstoðarútibússtjóri aðalútibús Kaupþings og síðar útibússtjóri í öðrum útibúum bankans. Ég var 5 ár í bankanum fyrir hrun og 5 ár eftir hrun. Ég held að meiri munur sé á þessum tímabilum en degi og Ég lauk störfum í bankanum árið 2013, starfaði um tíma sem fjármálastjóri Fálkans en tók svo við sem bæjarstjóri Grindavíkur eins og ég var búinn að koma inn á. Ég sé ekki fyrir mér að sækjast eftir endurráðningu sem bæjarstjóri á næsta kjörtímabili en er að sjálfsögðu reiðubúinn að koma til aðstoðar þeim sem sem taka við keflinu verði þess óskað. Ýmis áhugamál hafa setið á hakanum undanfarin ár enda hef ég reynt að helga mig starfinu sem mest. Starfið hefur gefið mér mikið, Grindvíkingar hafa tekið okkur hjónunum einstaklega vel, samfélagið í Grindavík var framúrskarandi gott og ég mun ávallt eiga hlýjar og góðar minningar þaðan. Ég gaf áhugamálum ekki mikinn tíma á meðan ég bjó í Grindavík, hestamennskan hefur nánast lognast útaf og er það af sem áður var meðan það var mitt aðal áhugamál. Útreiðartúrar í góðra vina hópi voru mikil lífsfylling. Ég tók að mér sem hálfgert sjálfboðaliðastarf að vera framkvæmdastjóri fjórðungs- og landsmóta hestamanna nokkrum sinnum og ég sé alveg fyrir mér að rifja upp kynnin við þennan þarfasta þjón. Við Hrafnhildur eigum þrjú dugmikil börn og þrjú tengdabörn sem öll hafa spjarað sig vel og níu yndisleg barnabörn. Þetta er mikill auður og samverustundir með þeim eru gleðiríkar. Svo eigum við jörð í Fljótshlíðinni og þar uni ég mér best, fór í húsasmíðanám í iðnskóla á miðjum aldri ásamt lögfræðingnum syni mínum og ég veit fátt ánægjulegra en að dunda mér við smíðar eða aðra útivinnu. Við hjónin höfum ferðast töluvert innan lands og utan og viljum bæta þar í og leggja lönd undir fót í framtíðinni. Svo getur vel verið að ég taki að mér einhver skrifstofuverkefni í smærri stíl, en bara þau sem ég hef gaman af,“ sagði Fannar að lokum.

Fannar í samhæfingastöð almannavarna í Skógarhlíð.
Fannar hefur ekki drukkið kaffi í 30 ár!
Fannar ásamt frú Höllu tómasdóttur, forseta Íslands og Birni Skúlasyni, Grindvíkingi.

Vel heppnaðir Vitadagar í Suðurnesjabæ

FUNDARBOÐ

Stjórn Samkaupa hf., kt. 571298-3769 boðar hér með til hluthafafundar þann 17. september 2025 kl. 15:00 á skrifstofu Prís að Smáratorgi 3, 2. hæð, 201 Kópavogi.

Til hluthafafundar er boðað með meira en einnar viku fyrirvara, sbr. 1. mgr. 88. gr. laga nr. 2/1995 umhlutafélög 1. mgr. 12. gr. samþykkta félags, og er til hans boðað með almennri auglýsingu í samræmi við tilvitnað ákvæði samþykkta félags, sbr. 2. mgr. 88. gr. sömu laga.

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál tekin til umræðu og ákvarðanatöku:

1. Tillaga um breytingu á félagaformi, úr hlutafélagi í einkahlutafélag

2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytt félagaform 3. Önnur mál.

Á fyrirhuguðum hluthafafundi félagsins verða bornar upp tillögur stjórnar félagsins að félagaformi félagsins verði breytt úr hlutafélagi í einkahlutafélag á grundvelli heimildar í ákvæði 132. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og að breytingar verði gerðar á samþykktum félagsins til samræmis við breytingu á félagaformi. Um er að ræða tillögur að eftirfarandi breytingum frá núgildandi samþykktum:

(a) samþykktir aðlagaðar að nýju félagaformi; (b) bæta við ákvæðum sem hæfa einkahlutafélagi með aðeins einum hluthafa; (c) fella brott ákvæði um heimilisfang félagsins (d) fella á brott heimildir stjórnar til þess að hækka hlutafé; (e) ákvæði um rafræna skráningu hlutabréfa félagsins fjarlægð; og (f) ákvæði um samskipti við hluthafa, tillögur til hluthafafundar og atkvæðagreiðslur einfölduð.

Gögn vegna fundarins, þ.m.t. dagskrá, tillögur og nýjar samþykktir, verða aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu Samkaupa við Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ og skrifstofu Prís að Smáratorgi 3, 2. hæð, 201 Kópavogi, viku fyrir hluthafafund í samræmi við 5. mgr. 88.gr. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Ef hluthafar fela umboðsmanni að sækja fundinn fyrir sína hönd skal framvísa skriflegu umboði þess efnis á fundinum eða senda það til stjórnar fyrir fund með rafrænum hætti.

Reykjavík, 10. september 2025 f.h. stjórnar Samkaupa hf.

Vitadagar ­ fjölskylduhátíð í Suðurnesjabæ tókst mjög vel en hún fór fram síðustu vikuna í ágúst. Fjölbreytt dagskrá stóð yfir frá mánudegi til sunnudags í báðum byggðakjörnum Suðurnesjabæjar.

Bæjarhátíðin náði hámarki á laugardagskvöldi með hátíð á Garðskaga þar sem skemmtun var á sviði sem síðan lauk með myndarlegri flugeldasýningu. Áætlað er að um tvö þúsund manns hafi verið á hátíðarsvæðinu.

Hátíðin fór vel fram og lögreglan sá ástæðu til að að hrósa gestum en allir sem yfirgáfu svæðið akandi voru með sín mál á hreinu og enginn undir áhrifum áfengis við stýrið. Á vef Víkurfrétta eru tenglar á myndasöfn Vitadaga en Magnús Orri Arnarson var á ferðinni í Suðurnesjabæ og myndaði það

Reykjanesbæjar hefur samþykkt umsókn um stækkun Sporthússins við Grænásbraut.

Áformað er að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum sem mun hýsa padelvöll, golfhermasvæði og bílgeymslu með viðgerðarsvæði fyrir þjálfunartæki. Einnig verður aðkoma starfsmanna betrumbætt auk þess sem útlit austurhliðar hússins verður endurbætt. Nýbyggingin verður um 680 fermetrar að stærð og allt að 9,5 metra há. Þá er jafnframt óskað

LED-skiltum, hvoru um sig sex fermetrar, á austurhlið hússins. Ráðið leggur áherslu á að tekið verði mið af blágrænum ofanvatnslausnum og umferðaröryggi á bílastæðum. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu í samræmi við skipulagslög. Þá verður heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa skriflega yfir samþykki sínu áður en fjórar vikur eru liðnar.

Íbúar við Óðinsvelli í keflavík héldu götugrill þar sem fólk kom saman kvöldstund eina í upphafi síðustu viku og grillaði langsteikur, sem á Suðurnesjum eru yfirleitt kallaðar pulsur en fáeinir norðanmenn vilja kalla pylsur. Þá var hoppukastali fyrir börnin. kastalinn var af stærstu gerð og gerði mikla lukku hjá yngri íbúum götunnar. Hópurinn stillti sér upp fyrir ljósmyndara VF.

sLangsteikur á grillinu í götuhátíð Óðinsvalla

Sérfræðingar tækni- og kerfismála á varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands

Hefur þú góða þekkingu og reynslu af tækni- og kerfismálum og langar að prófa nýjar áskoranir?

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum og traustum liðsfélögum í samhentan hóp sérfræðinga á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem bera ábyrgð á sérhæfðum tækni- og kerfismálum þar með talið rekstri viðhaldi uppsetningu og þróun á tækni- og kerfisbúnaði Atlantshafsbandalagsins hér á landi

Búnaðurinn og kerfin samanstanda m a af stjórnstöðvar- ratsjár- fjarskipta- samskipta- og kerfisbúnaði sem staðsettur er í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á ratsjár- og fjarskiptastöðvum Atlantshafsbandalagsins á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi Starfið krefst m a skipulagðra og tilfallandi ferða út á stöðvarnar á öllum tímum ársins

Varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar annast framkvæmd rekstrartengdra varnarverkefna Unnið er samkvæmt kröfum, stöðlum, reglum og leiðbeiningum Atlantshafsbandalagsins og fær viðkomandi viðeigandi þjálfun í þeim verkefnum, hér á landi og eftir því sem við á erlendis hjá stofnunum Atlantshafsbandalagsins og aðildaþjóðunum Um er að ræða dagvinnu ásamt bakvöktum og/eða tilfallandi vinnuskyldu utan dagvinnutíma

Helstu verkefni og ábyrgð:

Rekstur, viðhald og bilanagreining

Uppsetning á hátæknibúnaði og kerfum Atlantshafsbandalagsins

Sérhæfður tækni- og kerfisrekstur

Kerfisþróun og tengd verkefni

Uppfærsla handbóka, leiðbeininga og teikninga

Skýrslugerð, áætlanir og eftirlit

Viðhald varahluta verkfæra og mælitækja

Þátttaka í þjálfunarverkefnum

Þátttaka í tækni- og kerfissamstarfi Atlantshafsbandalagsins Þjálfun starfsmanna og stuðningur við erlendan liðsafla

Menntunar- og hæfniskröfur:

Iðnmenntun sem nýtist í starfi s s rafeindavirkjun eða kerfis- og tæknimenntun á háskólastigi

Þekking og/eða reynsla af viðhaldi véla og tækja er kostur

Handlagni og reynsla af viðhaldi, viðgerðum og uppsetningu á rafeindabúnaði

Þekking á kerfis- og hugbúnaði ásamt virkni netkerfa er kostur

Fagmennska, samskiptahæfni og öguð vinnubrögð

Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi

Reglusemi nákvæmni snyrtimennska og stundvísi

Ökuréttindi

Góð enskukunnátta

Vegna eðlis starfs og starfseminnar er búseta á Suðurnesjum kostur

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr 34/2008 og reglugerð nr 959/2012

Um Landhelgisgæslu Íslands:

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr varnarmálalög nr 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið þ m t er rekstur öryggissvæða mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 250 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð

Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www lhg is

Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2025 Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til a kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f h ríkissjóðs

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta is) í síma 511 1225

Spenna hjá Suðurnesjaliðunum fyrir lokaumferðina

n Tvö lið geta farið beint upp, tvö liða geta fallið

Eftir frábært knattspyrnusumar þar sem veðurguðirnir klæddu sig í sparifötin lengstum, er komið að lokaumferðinni og er óhætt að segja að spenna sé á öllum vígstöðvum nema hjá Reynismönnum, þeir sigla á hinum lygna sjó 3. deildar. Í Lengjudeild karla eiga Njarðvíkingar möguleika á að vinna deildina, Keflvíkingar eru í baráttu um að komast í umspil og Grindvíkingar gætu fallið ef þeir tapa og önnur úrslit verða þeim óhagstæð. Þróttur í Vogum eru efstir í 2. deild en einungis einu stigi ofar en næstu tvö lið og þeir mæta öðru þeirra í lokaumferðinni. Loksins kom að því að Víðir tapaði leik og við tapið færðust þeir á ný í fallsæti, og mæta hinu liðinu sem

er að narta í hælana á Þrótti á toppnum, Ægi.

Lengjudeild karla

Allir Suðurnesjamenn vita lík lega af stórleiknum á Ljósanótt inni á milli Keflavíkur og Njarð víkur. Eftir að Njarðvík var betri aðilinn í fyrri hálfleik, setti Keflavík tvö mörk í seinni hálfleik og náði að knýja fram mjög mikilvægan sigur, 2-1. Keflavík mætir Selfossi á útivelli í lokaumferðinni en Selfyssingar færðust niður í fallsæti í síðustu umferð og þurfa nauðsynlega að vinna til að halda sæti sínu. Keflvíkingum dugir ekki sigur, þeir þurfa að treysta á að HK eða ÍR tapi sínum leik, HK fer til Húsavíkur og mætir Völsungi og ÍR mætir Fylkismönnum, sem sömuleiðis eru í fallhættu.

Hátt í tvö þúsund manns mættu á leik keflavíkur og Njarðvíkur á Ljósanæturlaugardegi. VF/hilmarbragi. Nágrannaslagur.

Ragnar Aron Ragnarsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, er bjartsýnn fyrir laugardaginn.

„Ég hef alltaf trú á mínum mönnum og við förum í alla leiki til þess að sækja sigur. Okkur hefur kannski skort stöðugleika en nú smellur það. Vissulega er óþægilegt að þurfa að treysta á aðra en okkur sjálfa en við getum ekki verið að spá of mikið í því. Ég vil hvetja Keflvíkinga til þess að fjölmenna á völlinn í þessum erfiða útileik, við þurfum á því að halda,“ sagði

Ragnar Aron.

Njarðvíkingar voru súrir í leikslok á Ljósanóttunni, eftir að hafa verið betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þórsarar tylltu sér á toppinn, eru með 42 stig, Þróttur með 41 og Njarðvík með 40 og ljóst að æsispennandi lokaumferð er í uppsiglingu. Njarðvíkingar fá grannana frá Grindavík í heimsókn og Þróttur og Þór mætast í Reykjavík. Ingi Þór Þórisson er rekstrarstjóri knattspyrnudeildar UMFN. „Auðvitað vorum við svekktir á laugardaginn, sérstaklega eftir góðan fyrri hálfleik þar sem við vorum mun betri en grannar okkar. Mörk breyta leikjum og upp úr engu fengum við mark á okkur og því fór sem fór. Það breytir því ekki að við erum í bullandi séns á að vinna deildina en ef það gerist ekki, tökum við bara umspilið. Við höfum bætt árangur okkar markvisst undanfarin ár, Gunnar Heiðar var sannkallaður hvalreki á okkar fjörur og laugardagurinn verður stór dagur í sögu knattspyrnudeildar UMFN, við höfum aldrei verið svo

Rúnar Þór til Sönderjyske

Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur átt vistaskipti í atvinnumennskunni í fótboltanum en hann er genginn til liðs við danska liðið Sonderjyske frá hollenska liðinu Willem II.

Rúnar er 25 ára gamall og hefur leikið í stöðu bakvarðar. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við danska félagið. Rúnar fór fyrst utan til sænska liðsins Öster áður en hann hélt til Willem árið 2023. Sönderjyske er með sjö stig eftir tíu umferðir í dönsku deildinni. Rúnar hittir fyrir hjá liðinum tvo Íslendinga, Grindvíkinginn Daníel Leó Grétarsson og Víkinginn Kristal Mána Ingason.

í knattspyrnu og við ætlum að njóta dagsins. Ég trúi ekki öðru en mjög góð mæting verði og býð vini okkar úr Grindavík hjartanlega velkomna. Þeir eru að berjast fyrir sínu lífi en það þarf margt að fara úrskeiðis svo þeir eigi að falla, ég vona innilega að þeir haldi sér á lífi en þá með aðstoð annarra, við ætlum okkur ekkert nema sigur í leiknum,“ sagði Ingi Þór.

2. deild karla

Þróttarar úr Vogum hafa verið frábærir í sumar og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. Þeir eru efstir en bara einu stigi fyrir ofan Ægi og Gróttu og mæta síðnarnefnda liðinu á útivelli á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Ægir mætir Víðismönnum á sama tíma og Víðir komið í fallsæti og því er ljóst að mikil spenna verður á toppi og botni 2. deildar á laugardaginn.

Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum.

„Við ætlum að njóta laugardagsins, það eru forréttindi að fá að spila úrslitaleik um að komast upp í Lengjudeildina og við ætlum að gera okkur glaðan dag með stuðningsmönnum og vonandi sem flestum bæjarbúum. Ég hvet alla til að koma út á Seltjarnarnes og styðja Þróttara til sigurs á móti Gróttu. Við förum pressulausir inn í þennan leik, árangurinn í sumar er umfram væntingar okkar eftir breytingar og þjálfaraskipti skömmu fyrir mót, misstum lykilmann einnig, í kjölfarið var liðinu spáð áttunda sæti af fyrirliðum og þjálfurum annara liða í 2. deild-

inni. Strákarnir hafa sýnt að þeir eru eitt af betri liðinum í deildinni. Við ætlum okkur að vinna leikinn á laugardaginn og spila í Lengjunni að ári.

Einnig vil ég nota tækifærið og óska kvennaliði Grindavíkur/ Njarðvíkur til hamingju með sætið í Bestu deildinni 2026. Frábær árangur og það er mikilvægt fyrir fótboltann á Suðurnesjum að vera með lið í efstu deildum. Þarna eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir unga iðkendur og gangi liðinu sem allra best á næsta ári,“ sagði Marteinn. Víðismenn voru búnir að vera á góðum skriði og höfðu ekki tapað í sex leikjum í röð, en þurftu loks að lúta í gras á laugardaginn og töpuðu fyrir KFA, 2-0 og á sama tíma vann Kári sinn leik og Víðismenn færðust því í næstsíðasta sæti, fallsæti. Þeir verða því að vinna sinn leik og treysta á önnur úrslit og andstæðingurinn er ekki af verri gerðinni, Ægir úr Þorlákshöfn sem eru búnir að vera við toppinn í allt sumar og tryggja sér sæti í Lengjudeildinni að ári með sigri því liðin í kringum þá, Þróttur og Grótta, mætast eins og áður sagði.

3. deild karla

Reynismenn sigla á hinum lygna sjó en þeir unnu góðan sigur í síðustu umferð, unnu KF á útivelli, 0-3 með mörkum Elfars Mána Bragasonar, Sigurðar Orra Ingimarssonar og Ólafs Darra Sigurjónssonar.

Reynismenn mæta Magna á Bronsvellinum í Sandgerði í lokaumferðinni á laugardaginn. Allir leikir á laugardag hefjast kl. 14:00.

Fimleikadeild Keflavíkur- Upphafið

n Fjörutíu ára afmæliskaffi 12. september

Þann 12. september 1985 var Fimleikafélag Keflavíkur stofnað af Margréti Einarsdóttur en með henni í stjórn voru Ingibjörg Óskarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Laufey Kristjánsdóttir og Inga María Ingvarsdóttir. Í upphafi var æft í íþróttahúsinu við Myllubakkaskóla en þar sem félagið stækkaði mjög hratt þurftu æfingar að færast í A­salinn við Sunnubraut.

Haustið sem deildin var stofnuð voru um 93 iðkendur og mikill fjöldi á biðlista. Eftirspurn eftir að því að æfa fimleika var mikil hjá stúlkum á öllum Suðurnesjum, þar sem ekki var algengt á þessum tíma að stúlkur æfðu boltaíþróttir eins og drengir gerðu. Þar sem Fimleikafélagið var ungt félag og ekkert annað slíkt starfrækt á Suðurnesjum var erfitt að fá þjálfara til starfa og tók þá stjórn Fimleikafélagsins til sinna ráða að þjálfa upp sína eigin þjálfara og störfuðu um átta stúlkur hjá félaginu ásamt kínverskum þjálfara sem þjálfaði einnig hjá Björkunum í Hafnarfirði. Í upphafi árs 1986 eignaðist

félagið sitt fyrsta áhald sem var heimasmíðuð jafnvægisslá. Á fyrstu árum deildarinar bættist smátt og smátt við áhaldasafnið. Í desember 1986 var fyrsta jólasýningin haldin í íþróttahúsinu við Sunnubraut, þar tóku allar stúlkurnar þátt sem æfðu hjá félaginu. Það var nóg um að vera hjá þessu unga félagi í upphafi og miklar vonir voru bundnar við að starfsemin myndi aukast með tilkomu nýs íþróttasala í Keflavík. Fimleikadeild Keflavíkur býður í kaffi og köku á 40 ára afmæli deildarinnar föstudaginn 12.september kl:14-17 í Íþróttaakademíunni Sunnubraut. Allir velkomnir.

Grindavík/Njarðvík tryggði sér sæti í deild hinna bestu á næsta ári með sigri í lokaleik sínum í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á móti HK í Njarðvík á fimmtudag á Ljósanæturvikunni. Vel var mætt á leikinn en ljóst var að með sigri myndi hið nýstofnaða lið komast upp fyrir HK og enda í öðru sæti, sem gefur sæti í Bestu deildinni að ári. Það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi, nágrannakonurnar voru komnar í 2-0 eftir tuttugu mínútu en HK tókst að minnka muninn og þannig stóðu leikar í hálfleik. Grindavík/ Njarðvík komst í 3-1 á 58. mínútu og eftir það var í raun bara spurning hvort þær myndu bæta við marki, það kom á fimmtu mínútu uppbótartíma og öruggur sigur í höfn og sæti í deild hinna bestu bíður.

Markaskorarar Grindavíkur/ Njarðvíkur í leiknum voru Sophia Faith Romine sem skoraði fyrstu tvö mörkin, Danai Kaldaridou skoraði úr víti á 58. mínútu og Grindvíkingurinn Ása Björg Einarsdóttir innsiglaði sigurinn á fimmtu mínútu í uppbótartíma.

Gylfi Tryggvason tók við þessu nýstofnaða liði fyrir tímabilið og var í skýjunum í leikslok þegar flugeldum hafði verið skotið upp og mikill fögnuður í gangi.

Stórkostlegt að fara upp

„Ég hef verið verri, það verð ég að segja, það er stórkostlegt að við séum á leið í Bestu deildina! Það var aldrei spurning hvernig

þessi leikur myndi fara hér í dag, hugarfarið hjá þessum stelpum er frábært, ég held ég hafi ekki þjálfað meiri töffara en þessar stelpur. Andinn í þessu hjá okkur hefur verið frábær, umgjörðin utan um liðið er einstök og það hefur verið virkilega gaman að taka þátt í þessu í sumar. Að sjálfsögðu þurfum við að bæta okkur fyrir næsta tímabil, leikmenn þurfa að bæta sig, við þjálfararnir þurfum að bæta okkur o.s.frv. Það er mikill munur á þessum deildum en ef við höldum áfram á þessari braut sem við höfum verið á hef ég engar áhyggjur af næsta tímabili, þetta verður skemmtileg áskorun sem ég og leikmenn mínir hlökkum til að takast á við,“ segir Gylfi.

Hin bandaríska Brooklynne Page Entz var að klára sitt fjórða tímabil á Íslandi, hún hóf ferilinn með Val og varð Íslandsmeistari árið 2022 en lék svo einmitt með HK síðustu tvö tímabil á undan og var ánægð að komast upp í þriðju atrennu.

„Ég er orðlaus, ég er búin að vera reyna komast upp í Bestu deildina undanfarin ár og kannski skrýtið fyrir mig að mæta mínum gömlu

Knattspyrnudeildir Njarðvíkur, Reynis og Víðis hafa undirritað sögulegan samstarfssamning í karlaflokki um rekstur á 3., 4. og 5. flokki. Samningurinn, sem tekur gildi þegar í stað, markar tímamót í þessum aldursflokkum karla og er ætlað að efla íþróttina og skapa öflugri umgjörð fyrir iðkendur á svæðinu.

Það voru þau Grétar Gíslason, formaður Barna- og unglingaráðs Njarðvíkur, Elísabet Amanda Sigurðardóttir, fulltrúi Unglingaráðs Víðis og Ása Lilja Rögnvaldsdóttir, fulltrúi Unglingaráðs Reynis, sem

skrifuðu undir samninginn fyrir hönd félaganna. Samstarfið felur í sér að liðin þrjú munu æfa og keppa saman, nýta bestu aðstöðu sem völ er á hverju sinni og tryggja öllum iðkendum þjálfun við hæfi. Markmiðið er að styrkja leikmannahópa, auka samkeppni og um leið tryggja að allir fái tækifæri til að vaxa og dafna í íþróttinni.

Grétar Gíslason, formaður Barna- og unglingaráðs Njarðvíkur, segir samstarfið mikið fagnaðarefni fyrir alla aðila: „Þetta er gríðarlega spennandi skref fyrir knattspyrnuna á öllu

liðsfélögum hér í dag og við förum upp á þeirra kostnað. Ég elska þetta lið sem ég er í í dag, þessi dagur var fullkominn og að fá flugeldasýningu í leikslok með fulla stúku, þetta hefði ekki getað verið meira fullkomið. Ég er búin að vera reyna komast upp í Bestu deildina á nýjan leik og hlakka mikið til næsta sumars. Við þurfum allar að bæta okkur fyrir næsta tímabil og ég veit að við munum gera það, sagði Brookelynn á góðri íslensku.

Frábær umgjörð

Grindvíkingurinn Sigríður Emma Fanndal Jónsdóttir bar fyrirliðabandið í þessum leik og þeim síðustu en hún hefur verið lykilmaður í vörn Grindavíkur/ Njarðvíkur í sumar.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning og ég gæti ekki verið stoltari af liðinu mínu. Við vorum ekki með miklar væntingar fyrir tímabilið, síðasta tímabil var erfitt og við mættum auðvitað með nýtt lið í ár svo við vissum kannski ekki alveg hvað við vorum að fara út í en andinn hjá okkur var allan tímann frábær.

svæðinu. Það er mikill styrkur fólginn í því að standa saman og með því að sameina krafta getum við boðið strákunum enn betri og faglegri umgjörð. Eitt af okkar aðalmarkmiðum er að halda sem flestum iðkendum í íþróttinni sem lengst og þetta samstarf er besta leiðin til að tryggja það fyrir þessa aldursflokka. Við bjóðum iðk endum og foreldrum frá Reyni og Víði hjartanlega velkomna í þetta metnaðarfulla samstarf og saman erum við öll að byggja upp eitt hvað stærra fyrir strákana okkar og næstu kynslóð knattspyrnu manna á Suðurnesjum.“

Umgjörðin í kringum liðið er fyrsta flokks og það er ótrúlega gaman að fagna þessu hér í dag. Ég er mjög spennt að spila í Bestu deildinni á næsta tímabili, það verður gaman að reyna sig við bestu lið landsins og við mætum

Badmintonæfingar

Badimtonæfingar byrja laugardaginn 13. september í íþróttahúsinu Heiðarskóla. Fyrsti tíminn er klukka 09:05 til 09:55 og seinni tími er 10:00 til 10: 50.

Bjóðum uppá fjöldskyldu- og vinatíma, erum með spaða á staðnum og plastpjarðrir.

Hver tími kostar 500 krónur á einstakling hægt er að millifæra beint inn á reikning deildarinnar eða koma með pening.

Skilyrði er að allir mæti í íþróttafötum.

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.