Víkurfréttir 27. tbl. 46. árg.

Page 1


Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,

ÁRNA JÓSEPS JÚLÍUSSONAR Krossmóa 5, Njarðvík.

Sérstakar þakkir fær starfsfólk HSS fyrir einstaka umönnun og hlýja nærveru og Útfararþjónusta Suðurnesja fyrir faglegt og gott viðmót.

Guðfinna J. Árnadóttir

Inga R. Árnadóttir

Arna Steinunn Árnadóttir Jón Júlíus Árnason

Sólveig Steinunn Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Atli Ólafsson Benedikt Jónsson Birgir Haraldsson Elva Hrund Ágústsdóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, fyrrverandi eiginkona og systir,

EYGLÓ HRÖNN KRISTINSDÓTTIR JONES frá Keflavík, lést í faðmi fjölskyldunnar þann 18. ágúst á heimili sínu í Virginíu, USA.

Brynja Jones April Jones Cristopher Jones

Styrktarsamningar við aðalstyrktaraðila Ljósanætur 2025, svokallaða Ljósbera voru undirritaðir í vikunni. Hátíðin verður haldin í 24. sinn dagana 4.–7. september og undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi. Í ár taka á sjötta tug fyrirtækja þátt í að styðja hátíðina með fjárhagslegu framlagi eða þjónustu og enn er að bætast í hópinn. Við undirritun samninganna kom fram að án öflugs stuðnings atvinnulífsins væri ekki hægt að halda Ljósanótt með jafn kröftugum hætti og raun ber vitni.

„Það er ómetanlegt þegar fyrirtæki á svæðinu láta sig samfélagið varða,“ sagði Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri, við þetta tækifæri. „Fjöldi íbúa starfar hjá þessum fyrirtækjum og sýnilegur stuðningur þeirra styrkir bæði traust og stolt starfsfólks. Það er alltaf ánægjulegt þegar allir leggja sitt af mörkum svo vel megi takast til.“

Aðalstyrktaraðilar Ljósanætur – Ljósberarnir – eru í ár: Landsbankinn, KEF Keflavíkurflugvöllur, Skólamatur, BUS4U, Blue Car Rental, Nettó og GTS.

Með stuðningi sínum taka Ljósberarnir virkan þátt í að auðga bæjarlífið og styrkja um leið þá þætti sem eru órjúfanlegur hluti þess að skapa starfsmönnum og viðskiptavinum eftirsóknarvert umhverfi til að lifa og starfa í. Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð sem dregur nafn sitt af lýsingu á sjávarhömrunum „Berginu“ sem blasir við frá hátíðarsvæðinu. Lýsingin var afhjúpuð á fyrstu Ljósanóttinni árið 2000 og hefur allar götur síðan verið táknrænn hápunktur hátíðarinnar,

ásamt stórtónleikum og flugeldasýningu á laugardagskvöldinu. Á Ljósanótt er lögð áhersla á fjölbreyttar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags. Menning hefur verið rauður þráður hátíðarinnar frá upphafi – með tónlist og myndlist í fararbroddi – enda Reykjanesbær annálaður tónlistarbær. Viðburðir eru út um allan bæ á Ljósanótt en hátíðin nær hámarki á laugardagskvöldinu með stórtónleikum á aðalsviðinu. Þar koma fram Væb, Valdimar og Stuðlabandið með Siggu Beinteins & GDRN. Flugeldasýningin er kl. 22:00 og er í boði GTS. Eftir flugeldasýninguna enda svo Auddi og Steindi kvölddagskránna og verða á sviðinu til 22:30. Kynnir á aðalsviðinu verður Hulda G. Geirsdóttir.

Dagskrá Ljósanætur 2025 má nálgast á ljosanott.is.

Ilana, Fallon, Ian, Farrah Rose

Brian Jones

John Gromkowski Eduardo Monson og systkini hinnar látnu.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR

Það verður heilmargt um að vera í Hljómahöll á Ljósanótt í ár. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla verður á boðstólum. Stuðið hefst í Hljómahöll fimmtudagskvöldið klukkan 20:00 þar sem KK & Mugison munu fylla Hljómahöllina af sögum, söng og sál. Langt er um liðið frá því að þeir spiluðu saman síðast í Reykjanesbæ og því alveg kominn tími á tónleika með þeim félögum.

Föstudagskvöldið er ekki síðra, klukkan 20:00 mun grínistinn og skemmtikrafturinn góðkunnugi, Pétur Jóhann, stíga á stokk og skemmta fólki í Stapa í Hljómahöll. Pétur lofar því að ef þú átt erfitt með að hlægja, þá er þessi viðburður eitthvað fyrir þig en líka fyrir þá sem eiga auðvelt með að hlægja. Á eftir Pétri á föstudagskvöldinu, klukkan 22:30, verða eðalmennirnir og Aldamótahetjurnar Magni, Hreimur og Gunni Óla með stórtónleika. Þeir munu taka helling af þjóðhátíðarlögum, júró-lögum og öll hin frábæru dægurlögin sem þeir eiga sín á milli.

Áhorfendur er hvattir til að syngja með því þetta verður alvöru partý. Svo að lokum á laugardagskvöldinu, verður Stuðlabandið, vinsælasta ball hljómsveit landsins, ásamt Siggu Beinteins og Helga Björns með alvöru Stapaball sem hefst klukkan 23:00 og stendur fram á rauðanótt. Ball sem enginn vill láta framhjá sér fara. Ljóst er að fjölbreytt dagskrá verður í Hljómahöll þessa Ljósanæturhelgi og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi, segir í tilkynningu frá Hljómahöll.

Vitadagar - hátíð milli vita, bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, var sett á mánudaginn. Viðburðir hafa verið alla daga vikunnar bæði í Garði og Sandgerði en bæjarhátíðin nær hápunkti í dag, laugardag, með skemmtidagskrá á Garðskaga sem endar með flugeldasýningu. Myndin var tekin við setningarathöfnina þar sem gestum var boðið upp á grillaðar pylsur og kjötsúpu. VF/Hilmar Bragi

LJÓSANÓTT HJÁ LYFJU

ÖLL VELKOMIN

Dagana 4.–7. september er 20% AFSLÁTTUR af húðvörum frá COSRX og MÁDARA.

Veglegir kaupaukar frá Pharmaceris og Mádara

Hjá okkur færð þú allt sem þú þarft fyrir heilbrigði og vellíðan. Við leggjum áherslu á þekkingu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Líttu við hjá okkur, við tökum vel á móti þér. Kveðja starfsfólk Lyfju Reykjanesbæ.

VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Í LYFJU

Opnunartími: 09–19 virka daga 11–18 laugardaga 12–16 sunnudaga

HAUSTIÐ NÁLGAST -

GEYMSLUSKÚRAR, GEYMSLUBOX, JÁRNHILLUR O.FL.

Í myndskeiði á vf.is má sjá áður ósýndar upptökur frá opinberum heimsóknum forseta Íslands til Keflavíkur á árunum 1944 og 1955.

Sögulegar heimsóknir forseta Íslands til Keflavík í lifandi myndum

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað dýrmætan fjársjóð fyrir áhugasama um sögu lands og þjóðar. Meðal myndefnis sem nýlega hefur verið gert aðgengilegt á vef safnsins, islandafilmu.is, eru einstakar heimildir eftir hinn þekkta kvikmyndara Vigfús Sigurgeirsson. Þar má sjá áður ósýndar upptökur frá opinberum heimsóknum forseta Íslands til Keflavíkur á árunum 1944 og 1955. Þessar myndir veita sjaldséða innsýn í hátíðleg augnablik í sögu bæjarins og endurspegla jafnframt upphafsár lýðveldisins.

Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Vefurinn hefur hlotið ákaflega góðar viðtökur frá því að hann opnaði árið 2020 og hefur að geyma um 700 myndskeið og heilar myndir sem fólk getur horft á sem og að fjölmiðlar geta notað hlekki á efni tengt fréttum eða öðrum umfjöllunum sér að kostnaðarlausu.

Vigfús Sigurgeirsson er einn af frumkvöðlum íslenskrar kvikmyndagerðar og í því myndefni sem birtist nú almenningi er að finna hluta af því myndefni sem Vigfús tók á ferðum forseta Íslands. Stærstur hluti þess efnis hefur sjaldan eða aldrei verið sýndur opinberlega, en um er að ræða myndir af fyrstu forsetum Íslands, sér í lagi af Sveini Björnssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni.

Meðal efnis sem birt verður er þetta myndskeið af opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þá nýkjörnum forseta Íslands, til Keflavíkur í september árið 1944. Alfreð Gíslason, lögreglustjóri í Keflavík sést taka á móti Sveini. Ung stúlka, Anna Þorgrímsdóttir, afhendir Sveini blómvönd. Skrúðganga er gengin til heiðurs forsetanum þar sem skátar fara fremstir í flokki með íslenska fánann. Komið að sjúkrahúsinu sem var í byggingu. Keppt í boðsundi í sundlauginni.

Íbúð óskast

Óska eftir 3-4 herbergja íbúð á Suðurnesjum. Upplýsingar í s. 832-6888.

Víkurfréttir koma næst út 10. september

Verið tímanlega í að bóka auglýsingar á póstfangið andrea@vf.is

Efni og ábendingar berist á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Einnig er að finna opinbera heimsókn forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar og Dóru Þórhallsdóttur til Keflavíkur í júní árið 1955. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, tekur á móti þeim og einnig Valtýr Guðjónsson, bæjarstjóri Keflavíkur. Þá heilsa forsetahjónin bæjarfógetafrúnni, Vigdísi Jakobsdóttur og bæjarstjórafrúnni, Elínu Þorkelsdóttur. Skrúðganga í skrúðgarðinn þar sem móttökuhátíð hefst. Að henni lokinni er Keflavíkurkirkja heimsótt, Séra Björn Jónsson stendur fyrir utan kirkjuna. Ýmsar byggingar bæjarins skoðaðar: Sjúkrahúsið, barnaskólinn í Keflavík, gagnfræðaskólinn, sundhöll Keflavíkur og hafnarsvæði Keflavíkur. Myndskeið má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.

Lokasprettur fyrir kvótaárslok

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Það líður að áramótum – þó ekki þeim sem marka nýtt ár á dagatali, heldur nýju kvótaári í sjávarútvegi. Eins og venjulega fylgir því spenna og kapphlaup á sjónum þegar skip og bátar leggja af stað í síðustu róðrana.

Línubátarnir frá Vísi

Stóru línubátarnir frá Vísi eru nú farnir til veiða. Sighvatur GK hélt norður í land og Páll Jónsson GK fór austur. Þegar pistillinn var skrifaður höfðu þeir þó ekki landað neinum afla.

tonnum í tveimur róðrum – einnig með tveggja manna áhöfn.

Sigurfari GK – um 44 tonn í sjö róðrum, þrátt fyrir bilað stýringarkerfi við hífingu úr einu hali. Þaðan fengu þeir þó 2,4 tonn. Maggý VE – aflahæstur með 64 tonn í fimm róðrum og mest 20 tonn í einni löndun. Uppistaðan er koli og langlúra. Skipstjóri á Maggý VE er Karl Ólafsson, sem hefur stýrt dragnótabátum í nær 30 ár, fyrst Haförni KE og síðan Erni KE. Hann hefur mest róið frá Sandgerði en einnig stundað veiðar í Faxaflóanum þegar bugtin opnaði að hausti. Maggý VE getur þó ekki sótt í Faxaflóann, enda er hann of langur – aðeins bátar undir 24 metrum mega róa þar. Sama gildir um Sigurfara GK og Margréti GK. Hins vegar má Auðbjörg HF, sem er undir 24 metrum, stunda bugtarveiðar. Öll þessi skip eru í eigu Kiddó ehf., sem Sigurður Aðalsteinsson á. Hann hefur átt fjölda dragnótabáta í gegnum tíðina og þeir hafa flestir landað mikið í Sandgerði. Veðurspáin næstu daga bendir til þess að færabátarnir á ufsanum nái hugsanlega einum róðri til viðbótar áður en núverandi fiskveiðiár lýkur. Útgefandi: Víkurfréttir

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS

Smærri bátarnir eru þegar komnir með afla:

Óli á Stað GK hóf veiðar 21. ágúst, landaði 4 tonnum í Sandgerði og fór síðan til Skagastrandar þar sem hann landaði 5 tonnum í fyrsta róðri.

Dúddi Gísla GK byrjaði snemma í ágúst, landaði 5,2 tonnum í Sandgerði og hefur síðan landað um 23 tonnum í þremur róðrum á Skagaströnd.

Margrét GK hefur landað mest, eða 27 tonnum í fimm róðrum, þar af tæpum 11 tonnum í einum róðri.

Mokveiði á ufsa í Sandgerði

Síðasta vika var einstaklega góð veðurfarslega, sem nýttist vel færabátunum á ufsaveiðum í Sandgerði. Nokkrir þeirra má segja að hafi beinlínis mokveitt:

Séra Árni GK kom með 13,7 tonn í aðeins tveimur róðrum, þar af 7,1 tonn í einni löndun. Á bátnum eru tveir menn.

Guðrún GK, sams konar bátur og Séra Árni, landaði tæpum 9

Hawkerinn GK skilaði 8,4 tonnum í tveimur róðrum, en þar er aðeins einn maður um borð. Hann hefur verið á sömu slóðum og Séra Árni GK og Dóra Sæm HF, og bátarnir fylgjast náið með hver öðrum.

Bátarnir sóttu langt út – allt að 53 sjómílur frá Sandgerði.

Ævintýri með Garp RE

Óvænt atvik átti sér stað þegar stálbáturinn Garpur RE fór út frá Sandgerði. Þar sem hann er með svokallað A-kerfi í AIS sem nær skemur en B-kerfi, hvarf hann af skjám. Gæslan undirbjó þá leit með þyrlu, en Stakkur GK frá Grindavík fann Garpinn við veiðar. Allt var í lagi um borð og Garpur RE landaði síðar um 3 tonnum af ufsa í Sandgerði.

Dragnótaveiðar – Maggý VE aflahæstur

Dragnótabátarnir hafa einnig veitt vel að undanförnu: Siggi Bjarna GK – um 45 tonn í fimm róðrum.

og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.

Annað par fylgir öllum margskiptum glerjum. Tilboðið gildir til 6. september.

Opnunartími í Ljósanæturviku: Miðvikudag 3. sept. kl. 10–19

Fimmtudag 4. sept. kl. 10–21

Föstudag 5. sept. kl. 10–19

Laugardag 6. sept. kl. 10-18

nema tilboðsvöru.

Glæsilegur hópur sjósundkvenna í Bæjarskersfjöru í Sandgerði. VF/hilmarbragi.

við að fara í kaldan sjóinn

Baujuvaktin tekur sjósundsvaktina á Suðurnesjum og aðstaða víða frábær

„Mér finnst mjög notalegt eftir langan vinnudag að komast í sjósund. Ávinningurinn af því að stunda sjósund er vellíðan, núvitund og góður svefn. Þegar synt eða svamlað er í köldum sjó losar líkaminn um endorfín sem eykur á vellíðan og ekki er síður ánægja sem fylgir því að synda fyrir opnu hafi í Atlantshafinu þegar fuglarnir flögra yfir,“ segir Bylgja Baldursdóttir, félagi í sjósundsfélaginu Baujuvaktin Garðhúsavík - sjósund á Suðurnesjum. Fyrir þremur árum tók hún áskorun Dísu vinkonu sinnar og þær fóru að stunda sjósund reglulega og virkjuðu síðuna Baujuvaktina í Garðhúsavík á Facebook og síðan þá hafa ófá sundtökin verið tekin í sjónum víðsvegar á Suðurnesjum en mest þó út frá Bæjarskersfjöru í Sandgerði, Garðskaga og Þórshöfn.

SJÓSUND

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

„Ég er sannfærð um að einhver gleðihormón losna úr læðingi við að fara í kaldan sjóinn, þetta sjokkerar líkamann og eitthvað gott gerist. Ég upplifi mikla núvitund þegar ég fer í sjósund og er sannfærð um kosti og gildi hennar. Það er örugglega hollt að fara í kaldan pott en ég hef ennþá meiri trú á sjósundi því þú getur svamlað og synt og fengið hreyfingu út úr því líka. Ég hef heyrt að þeir sem glíma við ofnæmi hafi gott af sjósundi, að eitt hvað í seltunni virki vel á ofnæmið en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.“ Bylgja og Dísa [Vigdís Elísdóttir] voru ekki þær fyrstu til að synda í sjónum á Suðurnesjum. Guðríður Brynjarsdóttir úr Garði

hafði mörg ár á undan svamlað í sjónum en tók félagsskapnum fegins hendi og er þakklát fyrir virkni í starfi Baujuvaktarinnar en hún stofnaði Facebook-síðuna Baujuvaktin í Garðhúsavík fyrir mörgum árum.

Frelsi á opnu hafi innan um fuglana

„Gauja var búin að stunda sjósund í mörg ár án þess að um skipulagða starfsemi hefði verið að ræða en fyrir þremur árum á Vitadögum, bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, var kynning á sjósundi í bókasafninu í Sandgerði. Dísa vinkona mín hafði legið í mér að prófa sjósund með sér og við fórum á þessa kynningu. Eftir hana ákváðum við að láta slag standa, kynntumst hópnum og úr varð markviss skipulögð virkni í sjósundinu á Suðurnesjum. Við skipuleggjum sjósundið inni á þessari síðu, fólk merkir við hvort það komist eða ekki og við erum allt frá einu, tveimur upp í 25 að svamla í sjónum í einu.

Oftast förum við út frá Bæjarskersfjöru í Sandgerði, það er stutt þaðan í sundlaugina í Sandgerði. Við förum stundum út frá Garðskaga en það er meiri straumur þar en einnig förum við stundum í Þórshöfn sem er milli Stafness og Hafna, þar er gott að fara þegar mikið brim er því Þórshöfnin er í skjóli. Bæjarskersfjaran er afskaplega hentug sandfjara og minnir á strendur erlendis. Í fjörunni er hægt að ganga mjög langt út í sjóinn á sandi áður en allur líkaminn er kominn ofan í sjóinn. Þetta er mjög hentugt því þá nær líkaminn að venjast kuldanum eftir því sem dýpra er farið og

Bylgja Baldursdóttir, félagi í sjósundsfélaginu Baujuvaktin Garðhúsavík - sjósund á Suðurnesjum.

þegar sund tekur við er búið að aðlagast og sundið verður þægilegt. Mörgum hryllir við kuldanum en það er magnað hvað líkaminn er fljótur að venjast, strax þegar farið er í annað eða þriðja skipti er sjokkið minna og þetta verður einfaldlega dásamleg stund sem ég mæli hiklaust með að fólk prófi. Mér finnst frábært að komast í sjósund eftir langan vinnudag, vera í nánum tengslum við náttúruna og slaka á. Þú upplifir mikið frelsi fyrir opnu hafi, fuglarnir flögra yfir þér og þér líður yndislega, þá má segja að upplifun sé að tíminn standi í stað, gleðihormón í heilanum losna úr læðingi við kæl-

inguna, víðáttuna og tenginguna við náttúruna. Við erum flest í sjósundsskóm og -vettlingum og með húfu, þannig verjumst við kuldanum enn betur. Þegar við komum upp úr sjónum þá fáum við okkur heitan drykk, stundum heitt kakó, klæðum okkur í ullarföt næst líkamanum og förum í heita pottinn í sundlauginni. Flestir koma þangað hressir, kátir og alsælir eftir kælinguna og sundið og það eru ófá hlátursköstin sem hafa verið tekin í heita pottinum og flest ef ekki öll heimsins mál rædd. Yfir sumartímann erum við í u.þ.b. hálftíma í sjónum í einu en á veturna kannski í korter, allt eftir hitastigi sjávar hverju sinni,“ segir

Aðstoða björgunarsveitir

Björgunarsveitin Ægir í Garði setti sig í samband við sjósundshópinn í vetur. „Björgunarsveitarmennirnir voru að prófa nýja dróna sem notaðir eru við leit að fólki í sjónum. Þeir voru að æfa sig og vildu sjá hversu langt drónarnir myndu nema okkur í sjónum. Það er hitamyndavél í þeim og á æfingunni mældu þeir að líkamshiti okkar hafi lækkað um tíu gráður á 15 mínútum, það var mjög fróðlegt að taka þátt í þessu verkefni þeirra. Ég er sannfærð um að sjósund sé allra meina bót og hvet alla til að prófa að koma með okkur. Hægt er að gerast félagi í þessum Facebookhóp, Baujuvaktin í Garðhúsavíksjósund á Suðurnesjum. Við tökum öllum félögum fagnandi,“ sagði Bylgja að lokum.

HLJÓMAHÖLL Á LJÓSANÓTT

Skannaðu QR kóðann til að kaupa miða!

4. SEPT - FIMMTUDAGUR - 20:00

KK & MUGISON

Við fyllum Hljómahöllina af sögum, söng og sál þetta kvöldið og lofum frábærri skemmtun!

Með í för verður gítarsnillingurinn Gummi P.

5. SEPT - FÖSTUDAGUR - 20:00

PÉTUR JÓHANN

,,Ég býð ykkur velkomin á uppistand þar sem „rugl“ verður lögmál og „skipulag“ verður bara óþarft orð. Ef þú átt erfitt með að hlæja þá er þetta eitthvað fyrir þig –ef þú átt auðvelt með það, þá skaltu koma með varamaga! - Pétur Jóhann

5. SEPT - FÖSTUDAGUR - 22:30

MAGNI, HREIMUR & GUNNI ÓLA

Þessir þrír eðalmenn og Aldamótahetjur ætla að renna saman í öll bestu lögin sín og láta nokkrar vel valdar sögur flakka!

6. SEPT - LAUGARDAGUR - 23:00

STUÐLABANDIÐ ÁSAMT SIGGU BEINTEINS & HELGA BJÖRNS

Stuðlabandið - vinsælasta ballhljómsveit Íslands - leikur fyrir dansi fram á rauðanótt í Stapa á Ljósanótt!

Tóku vel á móti nýrri Krónu á Fitjabraut

Suðurnesjafólk tók vel á móti nýrri verslun Krónunnar við Fitjabraut í Njarðvík síðasta laugardag. Við Fitjabraut er risið myndarlegt verslunarhúsnæði þar sem Krónan hefur opnað og BYKO mun flytja sína verslun í húsið á næstunni.

„Við erum í skýjunum yfir móttökunum á nýju versluninni okkar og það er heldur betur búið að vera mikið að gera,“ sagði Jón Þór Kristinsson, verslunarstjóri, í samtali við blaðamann á opnunardeginum. Starfsfólk hafði í nógu að snúast við að fylla á hillur verslunarinnar

Að sögn Jóns Þórs verður mikil áhersla lögð á að hafa ferskvöru áberandi innan verslunar og er Tokyo Sushi með útibú í henni.

Viðskiptavinir hafa einnig lýst ánægju sinni með nýju verslunina við Fitabraut sem er mun rúmbetri en verslunin sem var á Fitjum. Hún lokaði reyndar með stæl því haldin var útsala á öllum vörum búðarinnar tvo síðustu opnunardagana og seldust allar vörur upp.

Opnunartímar á Ljósanótt

Fimmtudagur

4. september

Opið kl. 17:00 - 22:00

Borðapantanir á duus@duus.is

Sunnudagur

7. september

Opið kl. 11:30 - 22:00

Föstudagur

5. september

Opið kl. 17:00 - 22:00

Borðapantanir á duus@duus.is

Laugardagur

6. september

Opið kl. 11:30 - 23:30

Engar borðapantanir á laugardeginum!

Nýja Krónuverslunin er án efa ein glæsilegasta matvöruverslun landsins. VF/hilmarbragi.

Allt fyrir skólann

úrvalið er hjá okkur

Skiptibókamarkaður í fullum gangi

Harðorð mótmæli vegna þjónustu við

sem harðlega var mótmælt ákvörðun ríkisins um að segja einhliða upp samningi um þjónustu við umsækj endur um alþjóðlega vernd. Í bókuninni kemur fram að með þessari ákvörðun skilji ríkið sveitarfélagið eftir með tugmilljóna skuldbindingar í formi húsaleigusamninga, launa og rekstrarkostnaðar sem ekki sé hægt að slíta með svo skömmum fyrirvara.

og flytur í gamla Símahúsið

„Umbót og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ávallt verið mótfallin þessum samningum og nú kemur enn einu sinni í ljós að ríkinu er ekki treystandi fyrir hagsmunum sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt krafist að ríkið bæti sveitarfélaginu þann kostnað sem uppsögnin hefur í för með sér, enda beri ríkið ábyrgð á þjónustunni og að ganga frá henni á ásættanlegan hátt. Undir bókunina skrifuðu Margrét Þórarinsdóttir (Umbót), Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir (Sjálfstæðisflokkur).

Tímamót eru hjá hinu gamal kunna fyrirtæki Kapalvæðingu en starfsemin flytur 1. september í gamla Símahúsið við Hafnar götu 40. Félagið sem er eitt elsta fjarskiptafyrirtæki landsins, stofnað 1994 og er því á fer tugsaldri. Félagið bauð fyrst um sinn aðeins sjónvarpsþjónustu en býður nú alla fjarskiptaþjónustu.

„Félagið álítur sig fjarskipta félag Suðurnesja og er eina fjar skiptafélagið sem býður heima mönnum staðbundna og per sónulega þjónustu. Þá veitum við sjónvarpsþjónustu, netþjónustu, farnet (4G/5G), farsímaþjónustu, heimasíma og seljum auk þess alls konar fjarskiptabúnað. Félagið er með stofn-

Stafapokar sem efla málþroska og

læsi hjá börnum

n Æskuvinkonur stofnuðu fyrirtækið Orðablik sem framleiðir málörvunarvörur

má ekki gleyma sjónvarpsstöðinni okkar, Augnabliki, sem sýnir nýtt og gamalt efni frá svæðinu, Markmiðið er að gera enn meira í þeim rekstri,“ segir Brjánn

„Það er frábært að geta stutt við og eflt málþroska og læsi hjá börnum á Íslandi. Við sjáum fyrir okkur að vörurnar okkar séu góð viðbót við það frábæra starf sem á sér stað í leik- og grunnskólum á Íslandi,“ segja þær Hjördís Hafsteinsdóttir og Ásdís Vala Freysdóttir en þær eru æskuvinkonur og stofnuðu nýlega frumkvöðlafyrirtækið Orðablik og Stafapokinn er afrakstur vinnu þeirra.

Saman hafa þær unnið við að því að þróa og selja skapandi málörvunarvörur sem efla málþroska barna og stuðla að gæðastundum með þeim. Ásdís hefur bakgrunn í sálfræði og Hjördís er talmeinafræðingur.

Hugmyndin að verkefninu kviknaði hjá Ásdísi sem hefur verið búsett erlendis síðustu ellefu ár ásamt eiginmanni og þremur börnum. Markmiðið hennar hefur ávallt verið að börnin alist upp við gott íslenskt málumhverfi. Hjördís kom inn í verkefnið á síðari stigum með hugmyndafræði talmeinafræðings að leiðarljósi. Hugmyndafræði fyrirtækisins snýr að því að

nýta sameiginlega menntun og reynslu stofnenda til að hafa jákvæð áhrif á málþroska barna.

Samverustundir barna og foreldra

„Aðal markmiðið er að stuðla að samverustundum fullorðinna og barna. Á sama tíma eru börnin að læra stafina og bæta við sig orðaforða. Pokarnir eru því mjög hentugir fyrir barnafjölskyldur, ekki síst fjölskyldur af erlendum uppruna og íslenskar fjölskyldur sem búa erlendis. Auk þess geta pokarnir nýst vel í starfi talmeinafræðinga og innan leik- og grunnskóla,“ segja æskuvinkonurnar.

Hvernig hefur verkefnið þróast?

„Við erum í stöðugri vöruþróun og eigum von á þremur nýjum vörum núna í lok september. Þá kemur Litapoki, Tölupoki og Klasapoki. Þá fáum við einnig Stafapoka sem eru prentaðir á þykkari pappír sem við sjáum fyrir okkur að muni henta vel í málörvun í leik- og grunnskólum. Svo erum við að vinna að ótrúlega spennandi jólabók sem við sjáum fyrir okkur að gefa út í byrjun nóvember. Bókin er alveg einstök að því leytinu til að í henni er jóladagatal og hún tvinnar saman samverustundir með börnum og góðan orðaforða. Þannig samræmist hún algjörlega markmiðum Orðabliks sem er að stuðla að gæða samverustundum með börnum og efla málþroska.“

„Við opnum á nýja staðnum mánudaginn 1. september í gamla Símahúsinu sem svo oft er sagt og okkur finnst mjög viðeigandi enda er þá aftur komin símastarfsemi í

Hvað með hönnunina og framleiðsluna?

„Við hönnum allar vörurnar okkar sjálfar. Þær eru svo prentaðar í Kína. Þegar við fáum þær úr prentun þá ‘setjum við vöruna saman’ sem felur í sér að líma franskan límmiða á alla stafina, losa þá í sundur og pakka vörunni.“

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

„Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og við höfum fengið pantanir frá öllum landshlutum. Við erum

húsið. Húsið er einnig fjarskiptamiðja Suðurnesja og miðja fyrir öll ljósleiðara og farsímakerfi á svæðinu,“ segir Brjánn en við flutninginn tekur félagið við verslunarrekstri af Byxa þar sem viðskiptavinir Tengdu og Suðurnesjabúar munu njóta sérkjara. Brjánn er með reynslu úr fjarskiptageiranum en hann er stofnandi Símafélagsins sem sérhæfði sig í fyrirtækjaþjónustu og heildsölu á fjarskiptum milli 2008 og 2018 þegar það var selt til Nova. Nýja verslunin verður opin á fimmtudagskvöld fyrir Ljósanótt og einnig allan laugardaginn. Allir krakkar í bænum fá frítt ljósaarmband á meðan birgðir endast á laugardeginum.

mjög spenntar að fá nýju vörurnar og kynna þær fyrir leik- og grunnskóla landsins.

Stafapokinn var upphaflega þróaður til að efla íslenskuna hjá íslenskum börnum sem eru búsett erlendis. Þá gengur þetta auðvitað í báðar áttir og Stafapokinn getur hjálpað erlendum fjölskyldum á Íslandi að ná tökum á tungumálinu. Þannig að við erum alltaf að sjá ný tækifæri þegar kemur að vörunum okkar,“ segja þær Ásdís og Hjördís.

n Hentugir pokar fyrir barnafjölskyldur og góð hjálp fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna

Starfsmenn Tengdu f.v.: Andri Þór Halldórsson, Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri, Stefán K. Guðlaugsson, verslunarstjóri, Aleksander Klak, Pawel Karol Szaprowski og Pétur Ragnar Pétursson.

LJÓSANÓTTIN OKKAR Á KEF

3.–7. SEPTEMBER

KONUKVÖLD KEF SPA

2 FYRIR 1 Í KEF SPA

LJÓSANÆTURMATSEÐILL KEF & TILBOÐ

LISTASÝNINGAR Á VATNSNESHÚSI

FREYÐIVÍNSKYNNINGAR

LIFANDI TÓNLIST OG FLEIRA

Skannaðu kóðann til að sjá nánari dagskrá

Vatnsnesvegur 12-14 / 230 Keflavík / 420 7000 / Móttaka er opin allan sólarhringinn

Emmsjé Gauti

Birki Frosta

Birkir Frosti Kjartansson er ungur og upprennandi söngvari sem hefur búið í Reykjanesbæ alla sína ævi en á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Þar sem Eyjamenn eru annálaðir söngfuglar má leiða líkur að því að það spili inn í áhuga hans á söng en hann vann söngvakeppnina á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Hann söng lagið Klisja eftir rapparann Emmsé Gauta og hafði ekki hugmynd um að Emmsé væri að fara troða upp á eftir sér. Þegar Birkir Frosti renndi í síðasta viðlagið var átrúnaðargoðið mætt á sviðið með honum og kláraði lagið með honum. Emmsé hrósaði pilti í hástert, sem hafði látið hækka tóntegundina á laginu svo það hentaði honum betur. Þetta var í þriðja skiptið sem Birkir Frosti tók þátt í söngvakeppninni og hér sannaðist að „allt er þegar þrennt er.“

Tenging Birkis Frosta við Vest mannaeyjar er talsverð en báðir foreldrarnir, Kjartan Már Gunn arsson og Elísa Birkisdóttir, eru Eyjafólk. Föður langafi og -amma Birkis flúðu Vestmanna eyjar í gosinu ´73 en langafinn er þekktur í íþróttasögu Keflavíkur og Suðurnesja, knattspyrnuþjálf arinn og íþróttakennarinn góð kunni Kjartan Másson. Móðurafi Birkis Frosta en piltur er skírður í höfuðið á honum, daðraði við lista gyðjuna en hann lék á saxófón með hljómsveitinni Sjöund, sem gerði lagið um Pípuna ódauðlegt á sínum tíma.

Þjóðhátíð hefur alltaf verið stór partur af lífi fjölskyldunnar, sem er alltaf með hvítt tjald og bless unarlega voru þau með sitt fyrir miðju á þjóðhátíðinni ár, það var vel fest niður svo það var ekki í hættu á fyrsta kvöldinu en þá lék allt á reiðiskjálfi í Herjólfsdal. Birki Frosta leist ekki á blikuna.

„Við vorum mætt snemma í dalinn og fyrsta kvöldið var skrýtið, það voru miklu færri í brekkunni en venjulega út af veðrinu en dag skráin á stóra sviðinu hélt sér. Leiðinlegt fyrir listafólkið sem kom fram, að hafa bara nokkur hundruð í brekkunni í stað kannski tuttugu þúsund eins og venjulega er. Tjaldið okkar var ekki í hættu en pabbi og þeir fullorðnu voru að hjálpa öðrum, sum tjöld voru bara

deginum og við vorum öll stödd í íbúðinni okkar og einhverjir gestir í heimsókn, þegar sími mömmu hringdi og hún kannaðist ekki við númerið. Allir höfðu hljótt á meðan mamma kláraði símtalið og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hún var búin að skella á! Þetta var í þriðja skiptið sem ég keppti, var fyrst fyrir fjórum árum, þá níu ára gamall en komst ekki inn ári seinna en keppti í fyrra og í ár. Við vorum einmitt á leiðinni frá Eyjum á Goslokahátíðinni þegar tilkynning um að hægt væri að skrá sig til leiks, kom inn á heimasíðu þjóðhátíðar, dalurinn.is og bara hægt að sækja um þá. Við pössuðum okkur að vera í góðu netsambandi og sem betur fer komst ég inn.“

Óvænt ánægja á stóra sviðinu í Herjólfsdal

Það hefði ekki þurft að hringja í fjölskyldu Birkis Frosta til að biðja þau um að vera mætt tímanlega í dalinn svo Birkir gæti flutt sigurlagið, hefð er hjá þeim eins og mörgum Eyjamönnum, að borða kvöldmatinn í hvíta tjaldinu á sunnudagskvöldinu. Þegar að stóru stundinni kom hafði Birkir ekki hugmynd um að höfundur lagsins sem hann söng, væri að fara troða

„Ég var ofboðslega glaður þegar síminn hringdi hjá mömmu, það er gaman að vinna þessa söngvakeppni og ég var mjög spenntur að flytja sigurlagið. Ég veit ekki hversu margir voru komnir í Brekkuna þegar ég flutti sigurlagið, kannski u.þ.b. tíu þúsund. Ég hafði ekki hugmynd um að Emmsé væri að fara syngja og því kom mér rosalega á óvart þegar hann var kominn á sviðið með mér og söng síðasta viðlagið með mér. Ég hefði ekki

getað óskað mér að þetta hefði gengið betur, þetta var fullkomið. Þegar við vorum búnir að syngja lagið sagði Emmsé að ég syngi lagið betur en hann, ég var búinn að láta hækka tóntegundina svo hentaði mér betur, það var gaman að heyra þetta frá Emmsé,“ segir Birkir Frosti. Söngur, leikur og dans Birkir Frosti hefur starfað með Ungleikhúsinu og Leikfélagi Keflavíkur, tók þátt í uppfærslu á Annie og Jólasögu og í vetur fer hann í stærra leikhús, mun taka þátt í Skoppu og Skrítlu sem verður sett upp hjá Borgarleikhúsinu fyrir jól. Hann tók vel í hugmynd blaðamanns með að læra á gítar fyrst hann er með svo mikið Eyjablóð í sér.

„Ég er að fara í sjöunda bekk í grunnskóla og hef því fjögur ár til að ákveða hvað ég vil læra eftir það. Kannski að ég haldi áfram í því sem mér þykir skemmtilegast, að syngja, leika og dansa. Ég er búinn að vera í Ungleikhúsinu undanfarin ár og var í Flórída þegar HM í dansi var svo ég átti ekki möguleika að taka þátt í því. Ég fór í prufu í Borgarleikhúsinu vegna Skoppu og Skrítlu og var valinn, hlakka mikið til að leika með Jóhönnu Guðrúnu, Páli Óskari og fleirum en söngleikurinn verður frumsýndur fyrir jól. Ég mun pottþétt halda áfram að syngja og fyrst ég hef svona gaman af því þá myndi ég örugglega hafa gaman af því að geta spilað á hljóðfæri, eigum við ekki bara að segja að ég fari að læra á gítar sem fyrst,“ sagði þessi bráðefnilegi söngfugl að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

BYGGJUM TRAUSTARI HEIMABYGGÐ

BM Vallá stóreflir þjónustu og steypuframleiðslu á Suðurnesjum

BM Vallá gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á steypu, steinsteyptum vörum, múr- og flotblöndum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og var fyrirtækið valið umhverfisfyrirtæki ársins og hlaut Kuðunginn 2024. Í haust opnum við nýja steypustöð í Reykjanesbæ og stóreflum þjónustuframboð á Suðurnesjum.

Við hlökkum til að byggja vistvænni framtíð með ykkur.

„Borðið þér orma frú

Norma?“

Sjötugur maður ræktar ánamaðka sem eru ekki bara góð beita fyrir laxfiska heldur líka góður fyrir plöntur og blóm

„Ánamaðkar nýtast í svo miklu meira en bara sem beita,“ segir Guðmundur Óskar Sigurðsson, ánamaðkaræktandi, þú last rétt; hann er ánamaðkaræktandi. Guðmundur er búsettur á Ásbrú í Reykjanesbæ en vann lengi í Garði og bjó þar sömuleiðis. Hann hefur afdrep þar fyrir áhugamál sitt hjá bróður sínum sem býr í Garði og vonast til að áhugamálið geti leitt af sér atvinnurekstur.

Fyrir um tuttugu árum lagði

Guðmundur land undir fót, settist á skólabekk í Englandi og lærði hvernig rækta eigi ánamaðka.

Salan hefur ekki verið í takti við væntingar en ólíkt því sem blaðamaður hélt, þá er hægt að nota þessi dýr í margt annað en bara sem beitu í veiði. Ánamaðkar verja m.a. plöntur og geta því haldið görðum fögrum og Guðmundi langar til að breiða út fagnaðarer indið.

Guðmundur á ættir sínar að rekja til Garðs en bjó lengst af í Reykjavík en ákvað svo að flytja í Garð fyrir u.þ.b. tuttugu árum síðan.

„Ég er múrari og sá að ég gat haft mikla atvinnu hér á svæðinu og ákvað því að flytja hingað og leið strax vel hér. Ég flutti svo til Spánar og bjó þar í sex ár en hef búið á Ásbrú síðan ég flutti aftur heim. Bróðir minn hefur verið með mér í þessu ormaáhugamáli og ég hef getað stundað þetta áhugamál mitt hjá honum þar sem hann býr í Garðinum. Hann fór út í þetta með mér en sumarið gekk ekki nógu

vel svo hvað verður um þetta hjá okkur er spurning, ég er ekkert að yngjast, orðinn 70 ára gamall. Eftir að ég fékk þessa hugmynd varðandi ánamaðkana þá sótti ég um hjá Hugviti og fékk styrk til að fara til Englands og læra fræðin. Ég dvaldi í Halifax í norður Englandi, þar er nokkuð hlýrra en hér en ánamaðkar eru hitabeltisdýr sem líður best í 15-20 gráðu hita, þess vegna spyrja margir sig hvernig þeir lifa og þrífast á Íslandi. Þeir komu með útlenskum laxveiðimönnum fyrir 70-100 árum, þeim var sleppt

og þeir byrjuðu að fjölga sér.

Ormar þola ekki frost og lifa þess vegna ofan í jörðinni en þeir geta verið í u.þ.b. tíu mínútur uppi á yfirborðinu, ef þeir eru lengur þá lamast þeir. Fólk sér ormana oft koma upp þegar rignir en talið er að þeir geri það vegna hættu á drukknun. Ánamaðkar eru á ensku kallaðir „nightcrawler,“ þeir koma upp á nóttunni til að makast og einnig til að næra sig.“ Haugáni

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur fengið kynningu á nýju fyrirhuguðu losunarsvæði fyrir garðaúrgang. Gert er ráð fyrir að svæðið verði staðsett við starfsstöð Kölku, en núverandi losunarsvæði við gatnamót Fitjabrautar og Fitjabakka verður lagt af.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 24. júlí. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs,

mætti á fundinn og fór yfir drög að fyrirkomulaginu.

Bæjarráð fól Guðlaugi að vinna áfram að málinu og leggja fram nánari útfærslur.

Til eru hið minnsta tólf tegundir ánamaðka á Íslandi, ánamaðkurinn sem Guðmundur ræktar heitir Haugáni og er sá minnsti af ánamaðkategundunum hér á landi.

„Ég ákvað að rækta þessa tegund því okkur var að kennt að rækta hana í Englandi. Ávaxtaormurinn sem er hvítur slægist alltaf með en ég er ekki að reyna rækta þá tegund. Þegar ég lagði upp með

en ánamaðkur er fyrirtaks beita en hann er almennt ekki leyfður í laxveiði en í allri annarri veiði hentar ánamaðkurinn mjög vel. Það hefur bara dregið mjög úr sölu að undanförnu, hverju um er að kenna veit ég ekki en ánamaðkar nýtast í margt annað. Talið er að ánamaðkar séu það besta sem blóm og tré fá, þeir éta t.d. lúsina sem leggst á ræturnar og skíturinn úr ormum er besti áburður sem hægt er að fá. Ónæmiskerfið í plöntunum og trjánum lagast og þau lifa því lengur. Ánamaðkurinn heldur líka maurum og sniglum frá og vernda þannig blómin og trén. Því hvet ég alla garðræktendur sem vilja halda garðinum sínum vel við að gefa ánamaðkinum tækifæri. Ég get hjálpað til við að koma ánamaðkaræktun af stað, eftir það leyfi ég mér að fullyrða að garður viðkomandi blómstrar sem aldrei fyrr. Ég vonast eftir að komast í samstarf við skógræktarfélögin, ánamaðkar munu hjálpa til við skógræktina. Svo er annað sem blessaðir ormarnir geta nýst í, öllum Íslendingum þykir vænt um fuglana okkar, fólk er að gefa þeim á veturna, fuglarnir myndu elska að fá orma í staðinn fyrir brauð, það er miklu meiri næring í ormi en brauði fyrir fuglinn. Ensími er efni sem er mikið

er talið eitt það besta. Það kemur ekki nógu mikið frá hverjum ánamaðki og til að framleiða mikið magn slíks ensímis, þyrfti gífurlegt magn ánamaðka. Ennþá er of dýrt að fara í slíka framleiðslu en ég held að þeir muni uppgötva hagstæðar leiðir í því, ánamaðkurinn er fljótur að fjölga sér, milljón ánamaðkar geta verið orðnir að fjórum milljónum mánuði seinna svo það er allt hægt í þessu. Ormur verpir tvisvar sinnum í mánuði og það tekur orm einn mánuð að klekjast út. Til að fara í framleiðslu á ensími þarf hugvit sem aðrir en ég þurfa að finna út úr en þangað til mun ég líta á þetta sem áhugamál og mun glaður aðstoða fólk ef það vill prófa þetta, hægt er að hafa samband við mig í síma 775-8561,“ sagði Guðmundur að lokum.

Þegar ég lagði upp með þetta á sínum tíma sá ég fyrir mér að geta selt mikið til veiðimanna en ánamaðkur er fyrirtaks beita en hann er almennt ekki leyfður í laxveiði en í allri annarri veiði hentar ána

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Frímúrarastúkunnar Sindra um skrúðgarðinn í Njarðvík, svokallaðan Sindragarð.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs sem haldinn var 24. júlí. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda-

sviðs, mætti á fundinn til að fara yfir málið. Samkomulagið var samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum, en Guðbergur Reynisson vék af fundi við afgreiðslu liðarins. Bæjarráð fól Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, starfandi bæjarstjóra, að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Sjáumst á Ljósanótt

Tryggjum að við sjáumst vel á Ljósanótt sem og aðra daga. Kíkið í heimsókn til okkar á Hafnargötu 57 og náið ykkur í endurskinsmerki

VÖFFLUKAFFI á fimmtudaginn milli kl. 16 – 18.

GLIMMERBARINN sem sló í gegn í fyrra verður hjá okkur á laugardag frá kl.13:30-15:30 og ætlar að sjá til þess að við skínum skært á Ljósanótt.

Alæta á tónlist og mæti yfirleitt alltaf á stórtónleikana

Gísli Gíslason, vörubílstjóri hjá Grjótgörðum, fór í tólf daga í sumar til Tenerife ásamt eiginkonu og tveimur yngstu sonunum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fer til eyjunnar fögru suður í höfum. Gísli tók einnig tvær vikur í að lifa og njóta heima í ágústmánuði en núna er dagleg rútína komin í gang að nýju eftir gott sumar.

Hvað stóð upp úr?

„Það sem stóð uppúr í sumar var ferðin til Tenerife, þar var ýmislegt brallað t.d. gokart, sundlaugagarður og dýragarður. Einnig rúntuðum við einn dag hring í kringum eyjuna. Maður yngist bara við smá sprell í þessum görðum.“

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Breytingar á lóðinni hjá mér, fjarlægði tré og gróður, hellulagði og tyrfði. Mesta furða hvað allt stækkar við svona breytingar. Svo að Njarðvíkurdrengirnir í sparkinu séu búnir að vera á toppnum í Lengju-deildinni, vona að það haldi svoleiðis áfram og þeir komist upp í efstu deild.“

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

„Alltaf gaman að koma á Akureyri, einn minn uppáhaldsstaður hér á Fróni.“

Suðurnesjabær styður ný heildarlög um almannavarnir og kallar eftir ríkisframlagi

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt umsögn um frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðið lýsir ánægju með að til standi að endurskoða lögin frá 2008, enda hafi reynsla síðustu ára, bæði vegna náttúruvár og samfélagslegra breytinga, sýnt að skerpa þurfi á lagaumgjörðinni.

Mikil reynsla vegna náttúruváa Í umsögninni er sérstaklega bent á að undanfarið hafi mjög reynt á almannavarnir á Reykjanesi vegna jarðhræringa og eldgosa. Sú reynsla hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa skýrt skipulag og útfærslu á almannavörnum og að sveitarfélög og viðbragðsaðilar vinni saman í því kerfi.

Bæjarráð tekur jákvætt í ákvæði frumvarpsins um að sveitarfélög í

sama lögregluumdæmi skuli skipa sameiginlega almannavarnanefnd. Hins vegar leggur ráðið til að ríkið taki þátt í launakostnaði starfsmanns slíkrar nefndar, í stað þess að sveitarfélögin beri allan þann kostnað. Ráðið bendir á að um sé að ræða umfangsmikið og stöðugt verkefni sem krefjist sérstaks mannafla.

Lögð áhersla á fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir Í umsögn bæjarráðs er jafnframt tekið undir meginmarkmið frumvarpsins: að almannavarnakerfið verði betur í stakk búið til að takast á við hvers kyns vá sem samfélaginu kann að steðja að. Þar er lögð áhersla á aukna fræðslu, fyrirbyggjandi aðgerðir og sterkara samstarf sveitarfélaga, lögreglu og annarra hagaðila.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

„Þar sem ég er í stjórn hjá kkd Njarðvíkur þá er mikil spenna fyrir komandi vetri og næg verkefni í kringum það.“

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

„Þegar ég hugsa um það, þá er ég bara mikill Ljósanæturkall. Hef alltaf mætt á einhverja viðburði og held ég hafi bara aldrei misst af ljósanótt. Ljósanótt er bara yndisleg fyrir okkar frábæra bæjarfélag.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

„Ég mæti yfirleitt í árgangagönguna og tónleikana á laugardagskvöldið. Einnig hef ég nýtt sunnudaginn til að kíkja á sýningar. Svo er þetta bara misjafnt, fer allt eftir veðri og vindum.“

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

„Vá, hmm. Það sem kemur fyrst upp í hugann er Ljósanótt fyrir þremur árum, þegar við í hinum frábæra árgangi úr Keflavík 1972 hittumst og áttum gleðistund saman, 50 ára grúbban. Svo er bara svo margt skemmtilegt.“

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

„Hugsa að ég geti nefnt laugardagskvöldið, mæti yfirleitt alltaf á stórtónleikana, alltaf jafn gaman fyrir mig þar sem ég er alæta á tónlist. Hvort það sé rapp, rokk, popp eða bara jazz, allt jafn spennandi. Ég elska íslenska tónlist og finnst unga listafólkið okkar frábært.“

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda Skipulagsstofnun til staðfestingar breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að miðsvæði M11, svokallaður Bolafótur, stækki um 1,3 hektara inn á opið svæði OP2 við Njarðvíkurskóga.

Helsta ástæða breytingarinnar er mikil eftirspurn eftir lóðum fyrir íbúðarbyggð. Svæðið telst hentugt vegna nálægðar við leikskóla, opin svæði til útivistar og göngustígakerfi. Gert er ráð fyrir byggingum á þremur til fimm hæðum þar sem atvinnustarfsemi verður leyfð á neðri hæðum en íbúðir á efri hæðum.

Í umsögnum sem bárust á kynningartíma komu fram áhyggjur frá

Isavia, Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og Landhelgisgæslu Íslands. Bent var á að svæðið liggi í beinni flugstefnu flugbrautar 10/28 og því verði að gera ráð fyrir miklum flughávaða. Landhelgisgæslan benti sérstaklega á að herflug valdi enn meiri hávaða en oft er gert ráð fyrir í útreikningum, auk þess sem klettabelti við svæðið geti aukið á hljóðendurkast.

Í skilmálum aðalskipulags er tekið fram að gera þurfi sérstakar kröfur um hljóðvist og hljóðeinangrun við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerði ekki athugasemdir við breytinguna en minnti á að á svæðinu væri starfsemi fyrirtækis sem nágrönnum hefði þótt til ama og að unnið væri að lausn á því máli.

Í skilmálunum er lögð áhersla á að atvinnustarfsemi á svæðinu og íbúðarbyggð geti farið saman, en jafnframt að setja megi frekari kvaðir um takmarkanir á starfsemi í deiliskipulagi.

Séð yfir svæðið við Bolafót í Njarðvík. VF/Hilmar Bragi

Listagyðjan losnaði úr læðing í stafrænni

„Þegar ég kynntist stafrænni myndlist þá loksins losnaði listagyðjan í mér úr læðingi,“ segir listakonan Kristín Couch. Hún hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár og fann þar fjöl sína í listinni en áður en hún og eiginmaður hennar fluttu þangað bjuggu þau í Reykjanesbæ. Hún hefur haldið sýningu á Ljósanótt, n.t. árið 2006 en hefur þróast mikið í sinni list síðan þá og er spennt að koma í ár og sýna hvað hún hefur verið að gera undanfarin ár.

Kristín sem er fædd og uppalin í Reykjavík, skellti sér á ball á sínum tíma í K-húsinu og hitti þar eiginmanninn, Guðmund Þórðarson. Segja má að um ást við fyrstu sýn hafi verið ræða, þau voru fljótlega byrjuð að búa í Keflavík, giftu sig og fjölguðu mannkyninu. Myndlist hafði blundað í henni frá unga aldri en það var ekki fyrr en hún lærði stafræna myndlist sem listagyðjan í henni losnaði almennilega úr læðingi.

„Ég hef alltaf verið að teikna og mála, frá því að ég var ung stelpa. Ég fór í Myndlistaskóla Reykjavíkur, fór á ótal námskeið í alls kyns myndlist en fannst ég aldrei ná að koma listinni frá mér eins og ég vildi. Ég komst nærri því þegar ég bjó heima, þá klippti ég myndir úr blöðum og myndskreytti með akríllitum en svo er það ekki fyrr en árið 2000 þegar straumhvörf verða hjá mér. Ég skráði mig þá í Tölvuskóla Suðurnesja og lærði m.a. á Photoshop

vinnu sem innanhússljósmyndari og vann við það í tæp níu ár. Um svipað leyti fór ég í nám í stafrænni myndlist og lærði enn betur á Photoshop og þá opnaðist nýr heimur fyrir mér má segja. Ég ferðaðist um allan Stokkhólm og myndaði íbúðir af öllum stærðum og gerðum og fékk þá oft hugmyndir sem ég gat nýtt í minni listsköpun. Ég gat farið að blanda saman ljósmyndun og listsköpun í tölvunni því ég vinn myndlistina mína í tölvunni, í Photoshop.“

Hvaðan fær Kristín sinn innblástur?

„Frá lífinu má segja, það eru þessir hversdags-

legu hlutir sem oft hreyfa við manni, eins og ég minntist á í ferðalögum mínum sem ljósmyndari. Ég er mjög dugleg að sækja ljósmyndasafnið sem er í Stokkhólmi, það eru reglulega settar

var ljósmyndasýning, ég var ekki búin að læra þá að nýta mér alla galdra Photoshop, gat bara unnið myndirnar eins og ljósmyndarar gera. Ég hef þróast mjög mikið sem listakona síðan þá því Photoshop opnaði algerlega nýjan heim fyrir mér, loksins gat ég komið á fram-

hlakka mikið til. Ég kem þriðjudaginn 2. september til landsins og sýningin opnar svo fimmtudaginn 4. september kl. 18 og verður fram að sunnudeginum á Ljósanæturhelginni. Að sjálfsögðu verður hægt að kaupa verk á sýningunni, ég kem líka með minni útprentanir sem eru ódýrari og verð með tilboð. Listaverkin sem ég hef skapað hlaupa á hundruðum og ef ég á að reyna að taka eitt verk út úr, þá er það lítil krúttleg mynd sem ég verð með á sýningunni. Þegar ég var lítil stelpa hafði ég mikinn áhuga á fatahönnun, ég var alltaf að teikna kjóla, ég elskaði og elska enn, öll dýr. Þessi umrædda mynd er af prinsessu í fínum kjól sem er að bjóða öllum dýrunum sínum í veislu, myndin heitir The party. Mér þykir mjög vænt um þessa mynd og verð með hana til sýnis ásamt ótal öðrum myndum. Ég nótt, hitta fólk og sýna hvað ég hef

Píanó:

Gítar: Þorvarður Ólafsson

Bassi:

Trommur:

„Það sem gefur mér mesta ánægju er að láta aðra skína“

Sigur fyrir sjálfsmyndina

– heimildarmynd frumsýnd í Bíó Paradís

„Framtíðin er þeirra sem láta drauma sína rætast,“ segir Magnús Orri Arnarson, kvikmyndagerðarmaður úr Garði, sem nú stígur sín stærstu skref á hvíta tjaldinu. Þann 30. september verður heimildarmynd hans Sigur fyrir sjálfsmyndina frumsýnd í Bíó Paradís. Myndin veitir einstaka innsýn í heimsleika Special Olympics sem fram fóru á Ítalíu fyrr á árinu – frá undirbúningi íslenska hópsins til sjálfra leikanna – og fangar þann anda sem hreyfingin stendur fyrir: mannúð, virðingu og jöfn tækifæri.

Fyrsta heimildarmynd

Magnúsar Orra

Að baki myndinni stendur Magnús Orri Arnarson, kvikmyndagerðarmaður úr Garði, sem á sér bæði persónulega og faglega tengingu við Special Olympics. Hann keppti sjálfur á heimsleikunum í Abu Dhabi árið 2019 í fimleikum. Þar kviknaði hugmyndin að kvikmyndaferli sem hefur síðan þróast hratt. „Ég gerði kynningarmyndband fyrir íslenska hópinn á leikunum í Abu Dhabi. Það verkefni varð byrjunin á öllu þessu. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, gaf mér það tækifæri og eftir það opnuðust nýjar dyr. Ég hef síðan fengið stærri verkefni, unnið með RÚV og fleiri miðlum, og fylgt Special Olympics á fleiri leika,“ segir Magnús.

Hópurinn og andi leikanna Í Sigur fyrir sjálfsmyndina fylgdi Magnús íslenska hópnum á leið sinni frá undirbúningi heima á Íslandi til þátttöku á leikunum í Ítalíu. Hópurinn samanstóð af fimm keppendum í dansi, alpagreinum og listhlaupi á skautum, auk tveggja grænlenskra íþróttamanna sem fengu að nýta kvóta Íslands í skíðagöngu.

„Ég fylgdi hópnum allan tímann – frá æfingum hér heima og út til Ítalíu. Það var

ótrúleg upplifun að sjá hvernig þau bjuggu sig undir leikana og hvernig þau blómstruðu þegar þau stigu á svið eða í keppni,“ segir hann.

Myndin fangar anda leikanna sem byggir á mannúð, virðingu og jöfnum tækifærum. „Special Olympics snýst ekki bara um medalíur eða úrslit, heldur fyrst og fremst um að allir fái að blómstra og sýna hvað þeir geta. Þetta eru sannarlega leikar fyrir sjálfsmyndina,“ segir Magnús.

Sameiginlegt fjölmiðlateymi

Verkið var unnið í samstarfi við Unified Media Team Iceland, fyrsta fjölmiðlateymi sinnar tegundar innan Special Olympics hreyfingarinnar. Þar starfaði Magnús með Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni, ritstjóra Skinfaxa og kynningarfulltrúa UMFÍ, og Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur.

„Við mynduðum teymi sem vann að þessu saman og það var algjör nýbreytni innan hreyfingarinnar. Það skapaði mikla jákvæðni og áhuga, bæði heima og erlendis,“ segir hann.

Ástríða kvikmyndagerðar frá unga aldri

Áhugi Magnúsar á myndmiðlun hófst snemma. „Ég byrjaði mjög ungur, átta ára, með iPad og iMovie. Við félagarnir gerðum litla „þætti“ eins og EM-stofu þar sem við hermdum eftir sjónvarpsþáttum. Í Gerðaskóla fékk ég að vinna með upptökur og klippingar, og í framhaldsskóla stækkuðu tækifærin. Svo fékk ég að gera kynningarmyndbandið 2019 og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann og brosir. Síðan þá hefur hann unnið með fjölmiðlum á borð við Fréttablaðið, þar sem hann starfaði sem ljósmyndari og trailerklippari fyrir Hringbraut. Garðinum er yndislegur

Magnús er alinn upp í Garði og er búsettur þar enn. „Garðurinn er yndislegur staður. Það er rólegt umhverfi, gott fólk og frábært samfélag. Ég hef búið í sama húsinu síðan

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Jón Aðalsteinn og Magnús Orri ásamt Önnu Karólínu, framkvæmdastjóra Special Olympics á Íslandi. Magnús er mikið þakklátur Önnu Karólínu fyrir þau tækifæri sem hún hefur veitt honum.
Magnús Orri ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, við tökur fyrir sjónvarpsþáttaröðina Með okkar augum.

ég var í leikskóla og er þar enn. Ég er með vinnuað stöðu í bílskúrnum þar sem ég get unnið að kvik myndagerðinni og haft þann hávaða sem þarf. Það er algjör lúxus að hafa slíkt bakland.“

Lífið með Tourette

Magnús er opinn um það að hann sé með Touretteheilkenni. Það hefur stundum haft áhrif á vinnuna, en hann segir sig hafa fundið leiðir til að vinna með það.

„Stundum getur það verið áskorun, sérstaklega þegar ég er að taka upp viðtöl þar sem þögn er mik ilvæg. Þá geta kækirnir komið upp, en í eftirvinnslu er hægt að minnka eða fjarlægja hljóðin. Tourette er bara hluti af mér – ég fæ kæki, er með hljóð og hreyfingar, og fólk verður að sætta sig við það,“ segir hann.

Þrátt fyrir stundum óþægileg viðbrögð annarra segir hann að skilningur sé miklu meiri í dag en áður. „Það er meiri fræðsla núna, bæði í skólum og samfélaginu almennt. Þannig eykst skilningurinn stöðugt, sem skiptir mig miklu máli.“

„Ég vil láta aðra skína“

Magnús segir að heimildarmyndin hafi kennt honum mikilvæga lífslexíu: að segja alltaf „já“ við tækifærum. „Ég hef þurft að stíga út fyrir þæginda rammann margoft, jafnvel þó það hafi krafist mikils af mér. Ég hef staðið á sviði og haldið ræður fyrir þúsundir manns, jafnvel á ensku, sem ég hélt að ég myndi aldrei gera. En með hverju verkefni hef ég vaxið.“

Framtíðarmarkmiðin eru skýr. „Ég vil halda áfram að vera fyrir aftan myndavélina sem framleiðandi og leikstjóri. Það sem gefur mér mesta ánægju er að láta aðra skína – að segja sögur sem skipta máli og geta hvatt bæði fólk með fötlun og almennt fólk til að elta drauma sína. Framtíðin er þeirra sem láta drauma sína rætast,“ segir Magnús Orri Arnarson, kvikmyndagerðarmaður úr Garðinum. Frumsýning Sigurs fyrir sjálfsmyndina fer fram í Bíó Paradís 30. september. Almennar sýningar hefjast daginn eftir, 1. október.

Tímapantanir í síma 420-0077 og á www.reykjanesoptikk.is

K j ö t s ú p a n á

L j ó s a n ó t t

5 . s e p t e m b e r k l . 1 8 - 2 0

Skólamatur býður í kjötsúpu við skrúðgarðinn fyrir framan Tjarnargötu 12

Skólamatarlestin leggur af stað frá Iðavöllum kl 17:45

Grænkerasúpa fyrir þau sem vilja

klippa kvikmyndir og sjónvarpsefni. Myndir úr einkasafni.

Humarinn er vinsæll hátíðarmatur

n „Lítill sem enginn munur

„Við höfum flutt inn humar frá Danmörku allt frá því að hætt var að veiða humar við Ísland,“ segir Guðjón Vilhelm Sigurðsson í Humarsölunni í Njarðvík.

Frá árinu 2022 hafa humarveiðar verið bannaðar við Ísland. Humar hefur verið fluttur inn frá Danmörku og Skotlandi og stærsti hlutinn kemur frá Danmörku í gegnum Humarsöluna ehf.

Guðjón segir eftirspurn jafna og góða en langmesta í kringum jólin þegar fólk vill gera vel við sig í mat.

50-60 tonn af hölum á ári

„Eingöngu er fluttur inn hali og er þetta á milli 50-60 tonn á ári af hölum sem koma frá Danmörku. Þegar mest var, árið 2018, seldi Humarsalan um 100 tonn af innfluttum hölum og úr íslenskum sjó á innanlands markaði. Hann segir að dregið hafi úr sölunni og svo virðist sem margir átti sig ekki á því að þessi vara er fáanleg. Eins og sá íslenski

„Við byrjuðum að flytja inn humar 2016-2017 þegar við sáum í hvað stefndi með veiðarnar hérna. Þá var mikið hringt í okkur og við spurðir um muninn á dönskum og íslenskum humar. Það fór oft langur tími í að útskýra fyrir fólki að það væri lítill sem enginn munur á dönskum og íslenskum humri. Sá danski elst vissulega upp í 3ja gráða heitari sjó og er aðeins smærri en sá íslenski. Núna segjum við bara að hann sé veiddur hinum megin við línuna.“

humar, nephrops novegicus, sem er sá sami og hefur haldið sig við Ísland. Hann segir að lítillega hafi dregið úr sölunni en það sé ekki

sig heldur frekar að þeim hafi verið talin trú um að humar sé í útrýmingarhættu og þess vegna ekki fáanlegur. Ósjálfrátt fari veitingastaðir og aðrir sem hafa boðið upp á humar að setja aðra kosti á sína matseðla og margir haldi að lítið afhendingaröryggi sé á þessari vöru.

Humarstofninn stöðugur við Danmörku

„Við höfum haft aðgengi að

að bent hafi verið á að hugsanlega megi rekja hrunið í humarstofninum við Ísland til hækkandi sjávarhita. Að sínu mati ætti það þó frekar að leiða til bættra búskilyrða humarsins. Hér við land hrygnir kvenhumarinn á tveggja ára fresti vegna lægri sjávarhita en hrygning fer fram á hverju ári í Skagerak og Kattegat.

„Upp úr 2013 eða 2014 fór ég að heyra mikið á tali manna sem þekktu vel til, sérstaklega eldri skipstjóra, að með áframhaldandi sömu sókn myndi þetta enda illa. Menn bentu á þyngd og stærð veiðafæranna sem notuð voru við humarveiðarnar og hve öflug skipin voru. Humarslóðirnar væru það viðkvæmar að þær myndu ekki tímabilið lengt, að mig minnir frá mars og út nóvember. Áður hafði humarvertíð einungis staðið frá enduðum maí fram í byrjun ágúst.

legur því þá var bjart og hann kom upp úr holunum sínum. Þessi sjónarmið hefðu mátt heyrast betur í mati vísindamanna. Mér finnst reynslan og vísindin oft ekki tala saman,“ segir Guðjón.

Jólasala á humri

„Þessi stofn er farinn sem er algjört klúður. Við eyðilögðum flottasta humarstofn í heimi. Við fórnuðum flottasta humarstofninum á altari græðginnar. Núna erum við bara að flytja inn humar og innanlandsneyslan er bara brot af því sem var þegar humar veiddist við landið.“

Mesta salan er í kringum jól. Vetrarveiði á humri er oft mjög góð við Danmörku og Humar-

... Áður hafði humarvertíð einungis staðið frá enduðum maí fram í byrjun

ágúst. Þann tíma var humarinn veiðanlegur því þá var bjart og hann kom upp úr holunum sínum. Þessi sjónarmið hefðu mátt heyrast betur í mati vísindamanna. Mér finnst reynslan og vísindin oft ekki tala saman...

salan ehf. byrjar strax að birgja sig upp í janúar og febrúar til þess að eiga nóg af humri um næstu jól og af réttri stærð. Íslendingar velja helst miðstærð og þaðan af stærri humar en ekki miðstærð og þaðan af minni humar eins og flestir aðrir kjósa. Hlutfall aflans í veiðinni í Danmörku er mun minni í þessum stærðarflokkum og því þarf að byrja að hamstra strax í janúar. Humarsalan er með frystigeymslur sem taka allt að 50 tonn og hefur því getað birgt sig vel upp fyrir jólin. Guðjón segir að það bregðist ekki heldur að Humarsalan er orðin uppiskroppa með humar milli jóla og nýárs, allt selst upp. Það er sterk hefð fyrir neyslu humars yfir hátíðarnar. Úr talsverðu í ekkert

Sú var tíðin að íslenskir bátar veiddu umtalsvert magn af leturhumri, nephrogs norvegicus, fyrir sunnan land. Miðin voru austan frá Stokksnesi og vestur fyrir Reykjanes. Humarveiði hófst fyrst hér við land á sjötta áratug síðustu aldar, nánar tiltekið 1951, og það voru íslensk, belgísk og frönsk skip sem stunduðu veiðarnar. Frá árinu 1975 voru það eingöngu íslenskir bátar sem veiddu humar við landið. Humarinn er við sín nyrstu útbreiðslumörk hér við land og sökum lágs sjávarhita hrygnir kvenhumarinn, sem fyrr segir, ekki nema annað hvert ár en í heitari sjó hrygnir humarinn yfirleitt á hverju ári. Mest var veitt árið 1963, 6.062 tonn af heilum humri en á seinni hluta áttunda áratugarins fór að halla undan fæti og enn frekar á tíunda áratug síðustu aldar og fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar. Hafrannsóknastofnun komst að þeirri niðurstöðu að nýliðun humarstofnsins hefði minnkað allt frá árinu 2005. Frá árinu 2022 hafa humarveiðar við Ísland verið bannaðar í samræmi við ráðgjöf stofnunarinnar. Þeir eru margir sem telja að niðursveifluna í stofni leturhumars við Íslands megi rekja til umfangsmikilla togveiða um áratuga skeið.

Umfjöllun um Humarsöluna birtist upphaflega í Fiskifréttum og er birt með þeira leyfi.

Verðmætari laxaflök

n Hærra verð og viðtökur góðar innanlands sem erlendis

Humarsalan ehf. hefur hafið mjög sérhæfða vinnslu á eldislaxi í vinnslu sinni í Reykjanesbæ. Um er að ræða flökun og beinahreinsun á laxi meðan á dauðastirðnun stendur. Með þessum hætti er hægt að tryggja þéttara fiskhold og stóraukin gæði. Afurðin hefur farið á markað innanlands og til Danmerkur sem „in-rigor“ flök og fengið góðar viðtökur.

„Við erum að flaka lax í dag sem var slátrað í gær. Það tekur laxinn 48 klukkustundir að fara í gegnum dauðastirðnun eða umtalsvert lengri tíma en það tekur hvítfiskinn. Við flökum hann 20-26 klukkustundum eftir slátrun og í þessu vinnsluferli verður fiskholdið þéttara. Við klárum þetta bretti sem við fengum í dag og varan er nú þegar komin í dreifingu,“ segir Guðjón og bætir við að laxeldið eigi eftir að vaxa mikið á næstu árum. Lítil vinnsla á eldislaxi hérlendis

Fram til þessa hefur vinnsla verið í algjöru lágmarki á eldislaxi innanlands. Megnið af framleiðslunni er flutt út óunnið og fer til vinnslu í stórum verksmiðjum í Evrópu. Sjókvíaeldisfyrirtækin framleiddu 48 þúsund tonn af laxi á síðasta ári. Á næsta ári er útlit fyrir að framleiðsla í sjókvíum og landeldi verði 60-70 þúsund tonn. Þess verði ekki langt að bíða að heildarframleiðslan nái 100 þúsund tonna markinu.

Þær fáu innlendu vinnslur sem sérhæfa sig í vinnslu á laxi hafa lítið aðgengi haft að hráefni vegna samninga sem eldisfyrirtækin hafa gert við stórkaupendur erlendis. Sumar af þessum vinnslum hafa

flutt inn eldislax frá Færeyjum til að halda uppi vinnslu hérlendis. Nú hefur þó orðið sú breyting að eldisfyrirtækin hafa opnað aðgengi smærri vinnslna að hráefni.

Styrkja innviðina

Þegar fór að draga lítillega úr umsvifunum í humarinnflutningi fór Guðjón Vilhelm Sigurðsson, framkvæmdastjóri Humarsölunnar, að huga að því að styrkja innviði fyrirtækisins. „Við erum byrjaðir að taka ný slátraðan lax frá Arnarlaxi og Arctic Fish fyrir vestan og vinna hann í „in-rigorr“,“ segir Guðjón Vilhelm. Það þýðir

Vinnsla á flökunum handvirkt tekur dágóðan tíma en afurðin sem fer í sölu heitir „in-rigor“.

að fiskurinn er unninn meðan á dauðastirðnun stendur.

Vandinn við þessa vinnslu er sá að erfiðara er að ná úr honum beinunum. „Við plokkum beinin úr flökunum handvirkt í dauðastirðnuninni og ég veit ekki af öðrum sem gera þetta svona. Þessa afurð náum við að selja sem „inrigor“ flök sem er óhjákvæmilega betri vara. Fiskurinn er stinnari og við erum að fá mjög góð viðbrögð við þessari vöru úti á markaðnum,“ segir Guðjón Vilhelm.

Ágæt hilla

Humarsalan hefur fundið markaði fyrir vöruna, sem er umtalsvert dýrari en hefðbundin laxaflök, jafnt innanlands og í Danmörku. Guðjón Vilhelm sagði að danskur aðili sem hann hefur verið í viðskiptatengslum við, hefði sagt við sig að Humarsalan myndi aldrei geta selt laxaflök til Danmerkur. Þar væru verksmiðjur sem framleiddu mörg þúsund tonn af flökum og þess vegna engin ástæða til að flytja þá vöru inn frá Íslandi. Humarsalan sendi þessum aðila sýnishorn af vörunni sem nú er farinn að panta reglulega frá henni in-rigor flök.

Laxinn er flakaður í dauðastirðnun og flökin beinhreinsuð.

„Við erum að vonast til þess að þarna geti verið ágæt hilla fyrir okkur. Danirnir geta ekki unnið in-rigor laxaflök því laxinn í Noregi fer nánast allur heill í gámum inn á meginland Evrópu og til Bandaríkjanna og fiskurinn er löngu genginn í gegnum dauðastirðnun

... Við plokkum beinin úr flökunum handvirkt í dauðastirðnuninni og ég veit ekki af öðrum sem gera þetta svona. Þessa afurð náum við að selja sem „in-rigor“ flök sem er óhjákvæmilega betri vara....

þegar vinnslan loks fær hann í hendur. Ég veit að „in-rigor“ framleiðsla hefur aðeins verið stunduð í Færeyjum og nú erum við að þróa þessa vinnslu og búnir að selja á innanlandsmarkað og til Danmerkur. Við sendum reglulega til eins aðila í Danmörku og hann vill ekki neitt annað lengur en „in-rigor“ flök og er tilbúinn að greiða fyrir þau talsvert hærra verð en fyrir hefðbundin flök.“ Guðjón Vilhelm spáir því að innan örfárra ára verði flökun á laxi í dauðastirðnun orðin mun algengari hér á landi. Litlar vinnslur sem reiða sig á handflökun eigi mikla möguleika á þessu sviði.

Laxinn er flakaður í dauðastirðnun og flökin beinhreinsuð.

Óskabrunnarnir

Fjölmennt var á sögugöngu Byggðasafns Reykjanesbæjar um Óskabrunnana í Innri-Njarðvík 13. ágúst síðastliðinn. Þrír gamlir vatnsbrunnar hafa fengið nýtt líf – hver með sína sérstöðu: ást, heilsu og fjárhagslega lukku.

Brunnum bjargað frá gleymsku

Sagan hófst þegar Karvel Gränz bjargaði fyrsta brunninum í Kópu undan jarðýtu sem var við það að ryðja yfir hann við framkvæmdir á göngustígnum með ströndinni.

Hann sá í fljótu bragði að þarna var ekki bara fornt mannvirki heldur menningarverðmæti sem tengdist sjósókn fyrri tíma. Síðar uppgötvaði hann að brunnarnir höfðu sérstaka „óskanáttúru“ og með tíð og tíma fengu þeir nöfn sem fest hafa sig í sessi: Ástarbrunnurinn, Heilsubrunnurinn og Peningabrunnurinn.

Ástarbrunnurinn – grunnurinn að lífshamingju

Í Kópu stendur Ástarbrunnurinn, sá fyrsti sem Karvel bjargaði. Hann prófaði krafta hans með því að kasta pening og óska sér ástarævintýris – og innan skamms kynntist hann eiginkonu sinni, Rebekku. Þau hafa nú verið gift í 14 ár og eiga tvö börn. Sagan um Ástarbrunninn hefur síðan fylgt þeim sem heimsækja hann og margir telja hann hafa áhrif á ást og sambönd.

Heilsubrunnurinn – fyrir frjósemi og bata

Annar brunnurinn er staðsettur við tjörnina í Innri-Njarðvík. Þar óskaði Karvel sér barnagetu fyrir eiginkonu sína – og sú ósk rættist skjótt. Í kjölfarið fóru fleiri að láta á mátt brunnsins reyna og segja sögur af barnaláni og heilsubata.

Peningabrunnurinn – happafjár og arfs

Þriðji brunnurinn stendur aftan við Stekkjarkot á Fitjum. Karvel leitaði þangað eftir efnahagshrunið þegar fjárhagurinn var þungur og óskaði sér bættrar stöðu. Hann segir sjálfur að brunnurinn hafi svarað kallinu með happafé og

Endurgerðir með virðingu

Með stuðningi Reykjanesbæjar og Minjastofnunar hafa brunnarnir fengið nýtt útlit og bætt aðgengi. Ástarbrunnurinn var hlaðinn upp að nýju í upprunalegri mynd, Heilsubrunnurinn hreinsaður og upplýstur og Peningabrunnurinn bíður næstu áfanga.

Karvel Granz segir brunnana bera með sér menningarlegt gildi og sögur sem endurspegla líf og drauma fólks í gegnum aldirnar. Hann segist vona að þeir fái áfram þá vernd og virðingu sem þeir eiga

Sögugangan vakti mikla athygli

Sögugangan sem Byggðasafn Reykjanesbæjar efndi til 13. ágúst var vel sótt. Fjölmargir bæjarbúar vels um brunnana þrjá og hlýddu á frásagnir hans af ást, heilsu og fjárhagslegri lukku. Gangan þótti afar vel heppnuð og vakti áhuga á að varðveita og miðla þessum sérstæðu minjum áfram til næstu

Myndirnar tók Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, í sögugöngunni.
Karvel, Rebekka og börn.

Styrmir Geir Jónsson er tæknilegur öryggisstjóri Landsnets, sem þýðir að hann sér um netöryggisvarnir Landsnets. Þrátt fyrir þetta tókst honum ekki að verjast tölvuskeyti frá blaðamanni Víkurfrétta sem vildi vita hvernig sumarið hafi verið og hvernig komandi Ljósanótt legðist í kappann.

Þar sem bærinn okkar lifnar við og vinir

„Við hjónin verjum nánast alltaf sumarfríinu okkar hér heima á Íslandi og þá helst að skoða landið okkar vítt og breitt á jeppanum okkar. Við sofum í bílnum með tjald sem tengist honum við afturhlera. Við eltum oft sólina, en njótum okkar best upp á hálendinu þar sem við leggjum mikið upp úr að skoða eitthvað nýtt á hverju sumri auk þess að heimsækja uppáhaldsstaðina okkar aftur og aftur,“ segir Styrmir Geir þegar hann er spurður út í sumarið 2025.

Hvað stóð upp úr?

„Tíu daga ferð um landið sem endaði í Skaftafelli í 25+ stiga hita, upplifunin var eins og að ver á Majorka þar sem við sátum við Svartafoss og kældum okkur í fersku köldu vatninu ásamt fjölda

og fjölskylda koma saman

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Ég verð nú að segja að veðrið hafi komið á óvart, kannski reiknum við Íslendingar bara með því að það sé alltaf rok og rigning, en þetta var einmuna sumar held ég.“

Styrmir Geir á sér marga uppá halds staði til að heimsækja innan lands. Ásbyrgi og Hljóðaklettar eru þeirra á meðal. „Þar var ein muna blíða í sumar og alltaf gott að koma“.

Er eitthvað sérstakt á verkefna listanum fyrir komandi vetur?

„Að verkefnum sumarsins loknum, sem oft snúast um að bæta og viðhalda gamla timbur húsinu okkar, þá eru verkefni

Nýr losunarstaður garðaúrgangs

Reykjanesbær opnar nýjan losunarstað fyrir garðaúrgang mánudaginn 1 september og er hann staðsettur að Berghólabraut 2, 230 Reykjanesbæ Móttakan verður rekin í samstar fi við Kölku sem mun annast umsjón svæðisins. Losunin er gjaldfrjáls.

skíðaiðkun kemur svo sterk inn ásamt því að fara upp á hálendi Íslands að miðjum vetri þar sem vetrarparadís bíður“.

Styrmi Geir finnst Ljósanótt frábær og segist alltaf hlakka til hennar.

„Þar sem bærinn okkar lifnar við og vinir og fjölskylda koma saman og njóta þeirra viðburða sem í boði eru, já og félagsskapar hvors annars“.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

„Sem flesta. Grunar að það verði kíkt á röltið á fimmtudagskvöldinu og verslað eitthvað. Kíkt á tónleika, listasýningar, auðvitað á laugardeginum á árgangagönguna og svo viðburði kvöldsins bara til að nefna pínulítið“.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

„Þessi er erfið því þær eru margar minningarnar, en ætli það sé ekki frá árdaga Ljósnætur þegar börnin voru lítil og vera með þeim á flugeldasýningunni og horfa upp á undrun þeirra og kátínu á að sjá flugeldana“.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

„Við höfum alveg frá byrjun boðið öllum vinum og kunningjum í opið hús hjá okkur á laugardeginum. Erum með mat, gos og snarl allan daginn ásamt smá brjóstbirtu. Og svo er oft smá teiti eftir flugeldasýninguna“.

Með tilkomu nýs losunarstaðar er lögð áhersla á að bæta þjónustu við íbúa og styðja við sjálfbæra og umhver fisvæna meðhöndlun garðaúrgangs

Leiftrandi Ljósanótt

Við óskum Suðurnesjafólki og öðrum gestum gleðilegrar hátíðar

Ke avíkur ugvöllur er stoltur Ljósberi og einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar

Á myndinni eru f.v.: Brynjar Húnfjörð og Óskar Húnfjörð frá Íslandshúsum, Aron Steinsson, veitustjóri hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Reykjanesbæjar og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs. VF/pket.

.. Síðast en ekki síst er svo merki bæjarfélagsins framan á Ljósálfinum sem sést vel í lýsingunni í myrkri. Þessi framkvæmd er skemmtilegt dæmi um góða samvinnu við viðskiptavininn sem við eigum fleiri dæmi um,“ segja þeir Óskar og Brynjar hjá Íslandshúsum..

Hundrað nýir Ljósálfar lýsa Strandleiðina

n Nýir ofursterkir ljósastólpar hannaðir og framleiddir hjá Íslandshúsum á Ásbrú munu lýsa upp Strandleiðina í Reykjanesbæ

„Það er ánægjulegt að bæjarfélagið skuli vera í samstarfi við frumkvöðlafyrirtæki á svæðinu. Ljósálfur er glæsilegur ljósastöpull, hannaður og framleiddur í Reykjanesbæ og mun leysa af hólmi ljós sem voru sett upp þegar 11 km. strandleiðin opnaði fyrir fimmtán árum síðan,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Nýja ljósið sem mun lýsa upp Strandleiðina er hannað og framleitt af fyrirtækinu Íslandshús sem hefur verið með aðsetur á Ásbrú í þrettán ár. Fyrirtækið er þekkt fyrir forsteyptar einingar úr steypu til

margs konar nota, m.a. svokallaða Dverga sem eru undirstöður undir sólpalla, girðingar, garðhús og fleira. Öll hönnun er gerð í þrívídd og framleiðslan á svæði fyrirtækisins á Ásbrú.

Hönnun og framleiðsla á heimaslóðum Íslandshús er fjölskyldufyrirtæki feðganna Óskars og Brynjars Húnfjörð og þeir segja Ljósálfinn fyrst hafa verið kynntan á sýningunni Verk og vit í Laugardalshöllinni 2024. Þar vakti hann strax mikla athygli.

Ljósálfur var hannaður og þróaður í samstarfi við Reykjanesbæ sérstaklega með það í huga að þola

og geta staðið af sér veðurálag við Strandleiðina í Reykjanesbæ. Þar eru krefjandi aðstæður sem ljósastólpinn þarf að standast, eins og sjógang, salt, snjó og frost. Á gönguleiðinni voru upphaflega settir stólpar sem þurfti að endurnýja.

Notagildi og langtíma ending

„Það var hugsað til notagildis og langtíma endingu við hönnun

Lokaframkvæmdir við uppsetningu sextíu Ljósálfa standa yfir. Hér má sjá hvernig lýsingin kemur út, séð úr lofti í drónamynd. VF/hilmarbragi.

Reykjanesbær er með ljósvistarstefnu í vinnslu um myrkurgæði þar sem segir m.a: Leggja skal áherslu á að vernda myrkur sem mikilvægan þátt fyrir bæði fólk og náttúru. Myrkurgæði hafa áhrif á lífríki, upplifun næturhimins og ferðamennsku. Ljósmengun getur truflað bæði náttúru og öryggi og því þarf lýsing að vera markviss og aðlöguð að staðháttum.Ljósmengun í bænum skiptist í fjóra meginflokka: Óvelkomna lýsingu, glýju, ljóshjúp og oflýsingu og ber að takmarka þessa þætti með vandaðri hönnun og stjórn á lýsingu.

Ljósálfs. Hann er 60 sm. á hæð og er gerður úr ofursteypu eða hertri steypu sem er hrærð úr sérstakri steypublöndu sem er þróuð að Aalborg Portland í Danmörk. Hún er fjórum sinnum sterkari en hefðbundin sökkulsteypa. Við fluttum inn sérstaka steypuhrærivél til verkefnisins og hönnunin krafðist sérsmíðaðra stálmóta sem gerð eru í verksmiðju Íslandshúsa. Lýsingin er auðvitað aðalatriðið en ekki síður að það kæmi lítil ljósmengun frá honum en Ljósálfurinn beinir ljósinu niður á stíginn og svo er gat í gegnum hann svo það kemur ljósskíma frá honum að aftan og bjarmar upp grjótið í garðinum fyrir aftan hann. Hann er ótrúlega sterkbyggður og frágangurinn á lýsingunni er líka þannig að það eru minni líkur á því að hún geti verið skemmd. Stólpinn kemur tilbúinn frá okkur með innbyggðum tengikassa og LED ljósabúnaði sem er hannaður í samstarfi við Hildiberg ljósahönnun. Síðast en ekki síst er svo merki bæjarfélagsins framan á honum sem sést vel í lýsingunni í myrkri. Þessi framkvæmd er skemmtilegt dæmi um góða samvinnu við viðskiptavininn sem við eigum fleiri dæmi um,“ segja þeir Óskar og Brynjar.

Stoltir af Ljósálfum í Reykjanesbæ Íslandshús mun í byrjun framleiða eitthundrað Ljósaálfa fyrir bæinn, en þegar hafa verið settir upp um sextíu. Framleiðslan er nokkuð tímafrek sem og uppsetning og frágangur á Strandleiðinni en þeir feðgar eru mjög ánægðir með árangurinn og segjast stoltir af framkvæmdinni sem hafi verið unnin í mjög góðu samstarfi við starfsmenn Reykjanesbæjar.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Gleðilega Ljósanótt með Ljósálfum

er sterkbyggður ljósastöpull, hannaður og framleiddur á heimaslóðum til að takast á við veðurguði í vondu skapi en lýsir upp hina vinsælu strandleið í Reykjanesbæ

fyrir ánægjulegt samstarf í þessu skemmtilega

í okkar frábæra sveitarfélagi, Reykjanesbæ.

SAMAN MEÐ LJÓS Í HJARTA Á LJÓSANÓTT

4. - 7. SEPTEMBER 2025

Frítt í Ljósanæturstrætó

Miðvikudagur 3. sept

16:00–22:00 Ný snyrtivöruverslun, Viney opnar!

17:00–22:00 Sögusýningin Kirkja er samfélag í Keflavíkurkirkju

17:00–23:00 Konukvöld KEF SPA

18:30–19:30 Ljósanæturhlaupið

20:00–22:00 Ljósanæturgospel í Ytri Njarðvíkurkirkju

20:45–23:00 Ljósanæturball fyrir 8. – 10. bekk

21:00–01:00 Hjöbbquiz á Paddy‘s

Fimmtudagur 4. sept

10:30–11:30 Setning Ljósanætur 2025 í skrúðgarðinum

12:15–13:00 Söngstund og opnunarhátíð bókasafnsins í Hljómahöll

13:00–13:30 Umhverfisviðurkenningar í Hljómahöll

14:00–16:00 Hjartans mál á Nesvöllum

15:00–17:00 Kastalar: leik- og tívolítæki

17:00–22:00 Opnun listsýninga um allan bæ

18:00–20:00 Opnun sýninga í Duus Safnahúsum

19:00–21:00 aura.via sokkakynning í Skóbúðinni

20:00–21:00 Skyggnilýsing hjá Sálarrannsóknarfélaginu

20:00–21:00 Sýnikennsla: Förðun í Viney

20:00–22:00 Góðvinir Geimsteins á Skólavegi 12

20:00–22:00 KK & Mugison í Hljómahöll

21:00–01:00 Partybingó á Paddy’s

22:00–01:00 Eyfi á Ránni

Föstudagur 5. sept

07:00–10:00 Morgunsund gefur gull í mund í Vatnaveröld

14:00–16:00 Föstudagsfjör á Nesvöllum

15:00–20:00 Kastalar: leik- og tívolítæki

16:00–22:00 Sprell Tívolí

16:00–23:00 Taylors Tívolí

16:30–17:30 Hrói Höttur, Leikhópurinn Lotta ókeypis í skrúðgarðinum

17:00–22:00 Flass dagur hjá Nordic Tattoo

Dagskráin er lifandi og er birt með fyrirvara um villur og breytingar Nánari upplýsingar um dagskrá og miðaverð á ljosanott.is

Alltumhátíðinaáljosanott.is

Kjötsúpusviðið

við Tjarnargötu 12

18:00–20:00 Skólamatur býður í kjötsúpu

Skólamatarlestin mætir

DansKompaní

Heimsmeistarar heiðraðir

Ungleikhúsið

Sverrir Bergmann & Halldór Gunnar

Helgi Björns

Nostalgía

20:00–22:00 Pétur Jóhann í Hljómahöll

20:30–23:30 Í holtunum heima

21:00–23:00 Heimatónleikar í gamla bænum

22:30–00:30 Hreimur, Magni & Gunni Óla í Hljómahöll

23:00–01:00 Ingó Veðurguð ásamt hljómsveit á Ránni

23:30–05:00 Birnir á Paddy’s

Laugardagur 6. sept

10:00–12:00 Krakkamót í Taekwondo

10:00–13:00 Morgunverðarhlaðborð í Blue höllinni

12:00–14:00 Fannars bakarí opið

12:00–17:00 Opið hús hjá Sálarrannsóknarfélaginu

12:00–17:00 Bikarmót í hnefaleikum í Blue höllinni

12:00–22:00 Kastalar: leik- og tívolítæki

13:00–00:00 Taylors Tívolí

13:00–23:00 Sprell Tívolí

13:00–16:00 Til Dyflinnar, heimildarmynd kórs

Keflavíkurkirkju í Keflavíkurkirkju

13:30–14:30 Árgangagangan mínus 20 13:30–14:30 Flamingoknapar

13:30–14:30 Stórsveit Karenar Sturlaugsson

14:15–14:20 Listflug yfir aðalsviði

13:30–16:00 Danskompaní á hátíðarsvæðinu 13:30–16:00 Taekwondodeild Keflavíkur á hátíðarsvæðinu

13:30–16:30 DJ Ragga Holm á Hafnargötunni

Ókeypis barnadagskrá

í skrúðgarðinum

STÓRTÓNLEIKAR

og bjartasta flugeldasýning landsins

11:00–11:30 Brúðubíllinn

11:30–17:00 Hoppukastalaland

13:00–16:00 Skynjunarleikir, blöðrur og sápukúlur

14:00–16:30 Veltibíllinn í boði Sjóvá

14:00–16:30 Andlitsmálning

14:30–16:30 Hestateyming

14:30–16:30 Tufti risatröll

16:15–17:00 BMX brós

14:30–17:00 Syngjandi sveifla í Duus safnahúsum

14:30 Félag harmonikuunnenda

15:00 Karlakór Keflavíkur

15:30 Sönghópur Suðurnesja

16:00 Kvennakór Suðurnesja

14:30-16:00 Blue Car Rental fagnar nýrri ásýnd í Blue höllinni

15:00–15:30 Hópakstur bifhjóla og glæsikerra

15:00–16:30 Jazz eftir árgangagöngu á Paddy’s

16:00–18:30 Keflavík-Njarðvík á HS orku vellinum

17:00–22:00 Low-Ish x Steinabón á Iðavöllum

19:00–22:30 DIRJE á Ljósanótt á Víkurbraut 6

21:00–03:00 Páll Óskar á Dubliner

21:10–21:30 Eldlistir Húlladúllunnar við Svarta Pakkhúsið

23:00–03:00 Stuðlabandið ásamt Siggu Beinteins og Helga Björns í Hljómahöll

23:00–05:00 Ingó með brekkusöng á Ránni

00:00–05:00 Ljósanæturball á Paddy’s – Nostalgía

Listsýningar og handverk

20:00 VÆB

20:30 HLJÓMSVEITIN VALDIMAR

21:10 STUÐLABANDIÐ MEÐ SIGGU

BEINTEINS & GDRN

22:00 FLUGELDASÝNING Í BOÐI GTS

22:05 AUDDI OG STEINDI

Sunnudagur 7. sept

07:00–15:00 Ljósanæturmót í golfi í Leiru

11:00–12:30 Söguganga: Jamestown-strandið

11:00–13:00 Ferðalag í níu víddum í OM setrinu

12:00–17:00 Opið hús hjá Sálarrannsóknarfélaginu

12:00–19:00 Taylors Tívolí

13:00–16:00 Kastalar: leik- og tívolítæki

13:00–16:00 Ókeypis hoppukastalaland í skrúðgarðinum

14:00–17:00 Sprell Tívolí

16:00–17:30 Hjálmar og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju

20:00–21:00 Ljósanæturmessa með Bjartmari Guðlaugs

Frekari upplýsingar um hverja sýningu og opnunartíma er að finna á ljosanott.is

Duus safnahús

- Vilhjálmur Bergsson, Hulduefni

- Áki Guðni Gränz, Heimsmynd

- Ásta málari

- Rut Ingólfsdóttir, Endurfundir

Fischershús fyllist af list

- Halldóra Jónsdóttir, Konur í allri sinni dýrð

- Rúnar Ástvaldsson, Tálgaðir fuglar úr íslensku birki

- Kristín Sigurðardóttir, Ljósmyndir

- Kristín Couch, Milli draums og veruleika

- Marta Eiríksdóttir, Þjáningin er fæðingarhríð skilningsins

- Guðmundur Karl Brynjarsson, Englar í skrúðgarðinum...

- Leirbakaríið

Handverksmarkaður á Tjarnargötu 12

Fjölmargir söluaðilar selja spennandi handverk og annan varning

Svarta Pakkhúsið

- Pakkið í Pakkhúsinu

- Blikandi Reykjanes með BIGS

- Agnes Ynja Magnúsdóttir, myndlist

- Valbjörg Ómarsdóttir, Óvart myndlist

- Fríða Rögnvaldsdóttir og Þóra Jóna Dagbjartsdóttir, Fólkið mitt og fólkið þitt

- Katrín Þórey Gullsmiður

- Saja design

- Tíra Reflective Accessories

- ICE Design

- SÝRA

- Guðmunda Hergeirsdóttir, Leirlistarkona

- Valgerður Thoroddsen, No.1 kerti

Annað Vatnsnes húsið

- Hlín Reykdal, Skartgripahönnuður

- Helga Lilja Magnúsdóttir, BAHNS

- Kiosk Grandi

- Sigga Kjerúlf, Textaverk

Park Inn by Radisson

- Fluga design

- Orðablik, Stafapokar

- Sigga Dís, Hvorki fugl né fiskur

- Elísabet Ásberg

- Maju Men

- byKrummi, Reykjavík Candle co.

- Edda Skúladóttir, Varðveisla

- Skrauta endurtekið efni

- 16a Pop up

- GeoSilica

- Kósýföt barnafatnaður

- RYK – íslensk hönnun

Menningarveisla í Oddfellowhúsinu

- Dagmar Róbertsdóttir, Myndlist

- Hrafnhildur Sigurðardóttir, Myndlist

- Rakel Steinþórsdóttir, Myndlist

- Ásta Júlía Hreinsdóttir, Myndlist og hönnun

- Kristvina Magnúsdóttir, Pappamassi

- Egos ehf.

- Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Bryn design fatnaður

- Ragnhildur Jónsdóttir, Jónsdottir & Co

- dásamlega ósamhæf á Cafe petite

- Rokksafn Íslands í Hljómahöll

- Duus Handverk á Hafnargötu

- Skýjaborg í Vatnaveröld

- Charlotta.keramik og

Maríuklæði á vinnustofu Sossu

- Listasýning frá Hæfingarstöð Reykjanesbæjar, Courtyard by Marriott

- XXV - Ljósmyndasýning Larz, Hafnargötu 27

Gott að koma aftur í Reykjanesbæ

Þorsteinn Gíslason er 53ja á árinu, einstæður faðir 13 ára fótboltastelpu, býr í Reykjanesbæ og starfar hjá Icelandair Ground Service á Keflavíkurflugvelli.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Tók lítið sumarfrí þar sem ég skipti um starf í vor. Reyni að nota vaktafríin til að slappa af, spila golf, stunda laugarnar o.fl. Svo var ég að standa í flutningum. Bjó m.a. í fjórtán ár á Akranesi áður en ég flutti aftur „heim“.

Hvað hefur staðið upp úr í sumar?

Án efa þegar ég fór með dóttur mína að sjá Billie Ellish í O2 Arena í London í júlí. Frábær upplifun, bæði að sjá Billie live og að sjá hvað dóttirin elskaði þetta. Það sem stendur einnig upp úr eru bara þessar miklu breytingar að flytja hingað aftur eftir 25 ára fjarveru og að byrja í vinnunni sem ég var í á síðustu öld. Eins og hoppa uppí tímavél að vissu leyti.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Án efa hvað það var gott að koma aftur í Reykjanesbæ. Er alltaf að rekast á gamla vini og kunningja sem ég hef ekki séð mjög lengi. Svo finnst mér veðrið hafa komið bara skemmtilega á óvart, verið einstaklega gott sumar.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Mér hefur alltaf þótt suður- og suðausturland skemmtilegast. Ég keyrði fóðurflutningabíla um allt land í nokkur ár og þar koma uppsveitir Suðurlands, svæðið undir Vatnajökli sterk inn. Ég hef líka alltaf elskað Skaftafell.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

Ég ætla að nota þennan vetur vel í að huga betur að heilsunni, andlegu og líkamlegu. Maður er

að detta á þann aldur að það getur skipt sköpum varðandi næstu 15-20 árin hvernig maður fer með sig. Svo er ég fara að ferma dóttur mína næsta vor.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Ég hef voða gaman af Ljósanótt. Þetta er ein glæsilegasta bæjarhátíð landsins.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Heyrðu, í ár verð ég á næturvakt, annars hefði ég pottþétt farið í árgangagönguna t.d. Ég hef líka alltaf farið á útitónleikana og séð flugeldasýninguna. Verð alltaf 10 ára inní mér þegar ég sé flotta flugeldasýningu.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Ætli það sé ekki reunion-ið 2021. Veðrið var frábært og það var svo gaman að hitta alla þessu gömlu vini og skólafélaga.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Aðallega sú að ég hef oftast tekið dóttur mína með mér og við höfum oftast farið e-ð út að borða með okkar fólki, þ.e. foreldrum mínum og systkinum, a.m.k. hluta þeirra.

Súpuhittingur hjá Newman frænda er ómissandi

Píparanum Rúnari Helgasyni hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja þykir vænt um fasta hefð á Ljósanótt þegar hann fer í súpuhitting hjá frænda sínum úr Höfnunum en Rúnar hefur verið á faraldsfæti þegar færi hefur gefist á síðustu mánuðum.

Hvernig varðir þú sumarfríinu? Það var mjög gaman í Orlando með fjöllunni og barnabörnum.

Hvað stóð upp úr í sumar? Geggjuð mótorhjóla ferð með Róberti málara um Alpana í maí. Við hjóluðum um Þýskaland, Austurríki, Sviss, Liechtenstein, Ítalíu og Þýskaland. Svo fór ég og yngsta dóttirin á Coldplay tónleika á Hard Rock stadium í Miami. Það var líka mjög skemmtilegt.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Hvað lífið getur tekið óvænta stefnu.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Það er alltaf stemmning að koma til Akureyrar.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum í vetur?

Já, það er á verkefnalistanum að flytja í nýja íbúð við sjávarsíðuna.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Geggjuð!

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Í Holtunum heima, árgangagönguna, stóra sviðið á laugar-

dagskvöldið og svo kíkir maður á einhverjar sýningar.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Þegar ‘73 árgangurinn varð fimmtugur og djammaði alla helgina. Það verður seint toppað. Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Þegar maður er með stóra fjölskyldu þá er það svo sem alltaf að breytast en mér þykir voða vænt um um súpuhitting hjá Geira Newman frænda á laugardeginum.

Það stóð uppúr í sumar þegar Þorsteinn fór með dóttur sína, Dísellu Ósk, að sjá Billie Ellish í O2 Arena í London í júlí.
Á fallegum degi, eins og þeir eru alltaf, í Leirunni.

Hestamennskan í fyrirrúmi

Jón Guðlaugsson er fyrrverandi slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og er nú kominn á eftirlaun. Hann hefur í nógu að snúast eftir að hann hætti sínum daglegu störfum.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Sumarfríið hefur farið í reiðtúra á Suðurnesjum og ferðalag sem við Ásta ásamt systrum mínum fórum í til Vestfjarða.

Hvað stóð upp úr?

Það sem stóð uppúr í sumar var fjöskyldumót sem haldið var í Stykkishólmi þar sem við systkinin börn og barnabörn áttum saman yndislega helgi.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem gerist á hverju sumri en að þessu sinna held ég að veðrið hafi komið skemmtilegast á óvart.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Undanfarin ár hef ég ásamt ferðafélögum farið í hestaferðir á Melrakkasléttu og notið gestrisni þeirra heiðurshjóna Helga og Línu á Snartastöðum. Við höfum farið um sléttuna þvera og endilanga, farið í Ásbyrgi og notið leiðsagnar heimamanna í þessum ferðum og séð mikla náttúrufegurð á þessu svæði og er sléttan komin í mikið uppáhald hjá mér.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

Það er alltaf nóg framundan en ég reikna helst með því að hestamennskan verði í fyrirrúmi.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Ljósanótt er frábær menningarviðburður og Reykjanesbær hefur staðið feikna vel að allri skipulagningu í gegnum árin, en að halda slíka hátíð krefst mikillar skipulagningar og samvinnu margra aðila og hefur það samstarf gengið mjög vel alla tíð.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Ég reyni að sækja sem flesta viðburði sem eru í boði en vegna þess hversu fjölbreytnin og framboð er mikið þá kemst maður á allt sem manni langar til.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Þar sem ég hef lengst af verið í hlutverki viðbragðsaðila þá stendur uppúr hjá mér hversu vel hefur tekist til og hátíðin verið án stórra áfalla.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Sú hefð hefur skapast hjá okkur Ástu að systir hennar Ósk og hennar maður hafa verið hjá okkur um Ljósanæturhelgina og notið þeirra viðburða sem boðið er upp á þessa frábæri helgi.

Síðan reyni ég alltaf að þiggja kjötsúpuna hjá snillingnum Axel.

Starfsfólk Sindra Reykjanesbæ óskar öllum gleðilegrar Ljósanætur.

Það er líf eftir 67 ára aldurinn

Sveindís Valdimarsdóttir er nemi í grasalækningum og segir að sjósund sem hún stundaði í sumar standi uppúr frá sumrinu sem nú er að líða. Hún sér fyrir sért að stunda meira af því í framtíðinni.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Fjörið byrjaði í maí þegar við nokkrar vinkonur héldum saman upp á 67 ára afmælið okkar á Borginni með vinum og vandamönnum. Í júní fór ég til Prag með yndislegu samstarfsfólki mínu í MSS. Átti þar dásamlegan tíma í höfuðborg Tékklands. Þá fór ég einnig á Snæfellsnes með vinkonum og skellti mér svolítið langt út fyrir þægindahringinn. Hjólaði á rafhjóli og fór í sjósund og andaði að mér kraftinum frá jöklinum. Síðan fór ég með foreldra mína norður á Hjalteyri á Sæludaga í sveitinni um verslunarmannahelgina. Þar átti ég frábærar stundir í ættaróðalinu,

Knútshúsi. Fyrir utan það naut ég lífsins í sælunni hérna fyrir sunnan með fjölskyldu og vinum.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Það kom skemmtilega á óvart að átta sig á því að það er líf eftir 67 ára aldurinn.

Uppbyggingar- og viðhaldsstjóri

Sæbýli hf. (Aurora Abalone) óskar eftir uppbyggingar- og viðhaldsstjóra á starfsstöð í Grindavík

Sæbýli hf. er spennandi fyrirtæki í örum vexti sem stendur að metnaðarfullu landeldisverkefni í Grindavík. Við bjóðum lifandi og krefjandi starf í nýsköpunarumhverfi þar sem tækifæri gefast til að hafa bein áhrif á uppbyggingu frá grunni.

Við leitum að öflugum og ábyrgum einstaklingi sem er tilbúinn að vinna á gólfinu, leiða teymi og taka virkan þátt í daglegum framkvæmdum. Þekking á eldiskerfum er mikill kostur.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Gerð verk- og kostnaðaráætlana fyrir uppbyggingu í Grindavík

• Umsjón og viðhald með tækjum og húsnæði

• Verkstýring starfsmanna og dagleg eftirfylgni með framkvæmdum og viðhaldi

• Forgangsröðun og skipulag verkefna í samstarfi við teymið

• Samskipti við birgja, verktaka og þjónustuaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

• Iðnmenntun sem nýtist í starfi er skilyrði

• Reynsla af uppbyggingu eða verkefnastjórnun í iðnaði eða innviðarekstri

• Góð tölvufærni og reynsla af verkáætlunum og kostnaðargreiningu

• Með sterka ábyrgðartilfinningu, skipulagshæfni og drifkraft til að leysa úr verkefnum

• Góð samskiptafærni og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Ensku- og/eða íslenskukunnátta

Um vinnustaðinn

Sæbýli er hluti af bláa hagkerfinu og framleiðir sæsnigla í eldiskerfum á landi. Sæeyru eru hágæða matvæli sem eru seld kröfuhörðum viðskiptavinum sem setja gæði og ferskleika í öndvegi.

Umsóknarfrestur er 14. september 2025

Sótt er um starfið á https://alfred.is/starf/uppbyggingar-og-vidhaldsstjori-1

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Ég held að ég verði að segja Hjalteyri og svæðið þar í kring og Stafnesið og svæðið þar í kring. Þvælist mikið um það svæði með barnabörnunum.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

Já, ég er á leiðinni í nám í grasalækningum. Þetta er tveggja ára nám frá Noregi sem ég mun stunda að mestu leyti í fjarnámi. Meðfram því að njóta lífsins sem eldri borgari í öllum þeim ævintýrum sem því fylgja.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Mér finnst þessi tími mjög skemmtilegur og viðburðaríkur. Ljósanótt dregur fram það besta í fólki hér á svæðinu og stuðlar að samveru og sköpunarkrafti.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja

á Ljósanótt?

Ég mun reyna að sækja það sem ég kemst yfir, bókstaflega. Því úr mörgu er að velja.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Ég held að besta minning mín frá Ljósanótt sé þegar ég lék mömmu Rauðhöfða í Duus húsum í uppsetningu Huldu Ólafsdóttur. Þá voru Duus húsin hrá að innan og gott ef þetta var ekki bara fyrsta Ljósanóttin.

Síðan verð ég nú að minnast þess að vera söngkona í Bæjarstjórnarbandinu fræga sem tróð upp á stóra sviðinu á Ljósanótt hér í den. Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Já ég fer alltaf í árgangagönguna og fæ mér hvítvín á Duus eftir á.

Húsarústir í Flekkuvík

verða rifnar

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins

Voga hefur samþykkt að gera ekki athugasemdir við niðurrif brunarústa íbúðarhússins að Flekkuvík 2. Jafnframt var samþykkt að ekki verði reist nýtt íbúðarhús á lóðinni í stað þess sem brann.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi og endurskoðaðri útgáfu þess er gert ráð fyrir að lóðin og nærliggjandi svæði verði nýtt undir iðnaðar- og hafnarstarfsemi. Því fellur niður krafa um að byggja íbúðarhús á lóðinni.

Frá brunanum í Flekkuvík fyrr í sumar. VF/Hilmar Bragi

Hrafnseyri fyrir vestan og Sandvík

á Reykjanesi eru magnaðir staðir

Ný vefsíða Grindavíkurbæjar í vinnslu

Bæjarráð Grindavíkur hefur

samþykkt tilboð frá Hugsmiðjunni um áframhaldandi vinnu við nýja vefsíðu sveitarfélagsins. Tilboðið hljóðaði upp á átta milljónir króna.

Verkið var upphaflega sett á bið í nóvember 2023 en nú hefur verið ákveðið að hefja vinnuna að nýju.

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs hefur fengið það hlutverk að vinna verkefnið áfram og upplýsa bæjarráð reglulega um framvindu þess.

Beiðni um stuðning við námskeið í Höfnum hafnað

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur tekið fyrir beiðni um fjárhagslegan stuðning til að halda grjóthleðslunámskeið í Höfnum. Óskað var eftir að sveitarfélagið greiddi laun fornleifafræðings og grjóthleðslukennara auk kostnaðar vegna leigu á tækjabúnaði. Á fundi bæjarráðs var framtakinu fagnað, en verkefninu var hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

n Ljósanótt ein af ástæðunum fyrir því að Sigurður Helgi Pálmason féll fyrir Reykjanesbæ

Sigurður Helgi Pálmason, alþingismaður og íbúi í Reykjanesbæ, fór hringinn tvisvar sinnum í sumar. „Ég ferðaðist um landið með fjölskyldunni minni. Við fórum hringinn tvisvar og í fyrsta sinn keyrði ég um Vestfirðina með konunni minni, sem var stórkostlegt,“ segir hann m.a. í léttu samtali við Víkurféttir.

Hvað stóð upp úr?

Það var þegar við fórum að skoða Hrafnseyri. Þar tók á móti okkur hin dásamlega Margrét Hrönn Hallmundardóttir, staðarhaldari, og með sinni einstöku nærveru, þekkingu og áhuga sýndi hún okkur allt um þennan fallega stað og umhverfi.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Hversu fljótur yngsti strákurinn minn var að læra að kasta flugu. Við fórum til Vopnafjarðar og eyddum nokkrum dögum með afa Pálma, sem er mikill veiðimaður og snillingur á flugustöngina. Þar fékk strákurinn minn dýrmæta kennslu og ég einnig. Þetta er eitthvað sem ég mun seint gleyma.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

ekki best að nefna eitt: Að reyna að koma Landhelgisgæslunni hingað á svæðið. Það þarf að klára það mál. Svo eru þar fyrir utan nokkrir tugir annarra mála.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Ljósanótt er frábær og virkilega skemmtilegt að taka þátt. Hún er ein af ástæðunum fyrir því að ég féll fyrir bænum mínum.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Ég ætla að leggja áherslu á söfn og tónleikana.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Að fara með krakkana í tívolíið og sjá gleðina sem þau upplifa. Ég gerði tilraun fyrsta árið að fara með í öll tækin, en það var bara gert einu sinni. Það hefur mikið verið hlegið af gamla þegar hann varð grænn eftir bollatækið.

Þú

finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Löööðrandi stemning á LJÓSANÓTT

25% afsláttur af bílaþvotti á Fitjum

Gildir dagana 3.-7. september 2025.

Flotinn hitti ungmenni á

þeirra eigin vettvangi

Í sumar sameinuðust Suðurnesjabær og Reykjanesbær í forvarnarverkefninu Flotanum

– flakkandi félagsmiðstöð, sem ferðaðist milli staða í bæjunum til að hitta ungmenni þar sem þau dvelja. Verkefnið, sem var unnið í samstarfi við samfélagslögreglu og Fjörsmiðjuna, hafði það að markmiði að efla félagsleg tengsl, skapa öruggt rými fyrir unglinga og draga úr áhættuhegðun með skemmtilegum viðburðum.

Flotinn stoppaði meðal annars við Gerðaskóla, Stapaskóla og aðra vinsæla samkomustaði, þar sem boðið var upp á leiki, tónlist, ísveislu og ýmislegt fleira. Starfsfólk sveitarfélaganna, Fjörsmiðjunnar og samfélagslögreglan tóku höndum saman við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins.

Góð þátttaka og jákvæð viðbrögð

Þátttaka í Flotanum reyndist mjög góð og viðbrögð ungmenna og foreldra jákvæð. Verkefnið sýndi að með samvinnu sveitarfélaga og stofnana er hægt að skapa öflugan vettvang fyrir jákvæð samskipti og forvarnir yfir sumarmánuðina. Að sögn aðstandenda hefur Flotinn sannað gildi sitt sem nýtt form félagsmiðstöðvavinnu sem gæti orðið hluti af framtíðarfyrir -

Eddi er elsti veiðimaðurinn

n Veiddi fjóra laxa í Ytri-Rangá, þar af einn stórlax n Ekki ánægður með að þurfa sleppa veiddum laxi og segir það

„Þeir sögðu að ég væri líklega elsti veiðimaðurinn sem hafi komið í ána en þetta var gaman og gekk vel,“ segir Grindvíkingurinn Eðvarð Júlíusson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar og athafnamaður en hann gerði góða veiðiferð í Ytri-Rangá um síðustu helgi og veiddi fjóra laxa. Einn var á leiðinni í pottinn um kvöldið. Eddi vildi fá nýveiddan lax í kvöldmat.

Eddi verður 92 ára 7. september en hann er heilsuhraustur og hress og það lá vel á karli þegar blaðamaður Víkurfrétta hringdi í hann síðdegi á mánudag en þá var hann á heimleið eftir skemmtilega veiðidaga fyrir austan.

Eddi hefur alla tíð verið áhugasamur stangveiðimaður en hann veiddi fjóra laxa í Ytri-Rangá og sá stærsti var 86 sm. eða um 15-16 pund. Það var hængur sem okkar maður þurfti að hafa fyrir, tekinn á einhverja litla flugu. „Hann barðist ansi vel og það tók ágæta stund að landa fiskinum sem var fallegur en ég þurfti að sleppa honum í kistu.

Hvað finnst þér um það að veiða og sleppa svo fiskinum aftur í ána?

„Það er bara tóm þvæla. Það hefur sannað sig. Veiðin hefur bara hnignað síðustu ár eftir að þetta byrjaði. Ég heyrði í einum kunningja mínum nýlega sem var að koma úr Þverá. Þar veiddu þeir á þrjár stangir en það veiddist ekki neitt.“

Var þetta góð veiðiferð?

„Þetta var ansi skemmtilegt og svo var góður matur og gistingin fín. Svo var leiðsögumaðurinn okkar í veiðinni mjög fínn.“

þurfa nú að fara að gera eitthvað Einn laxinn sem Eddi veiddi var nýgenginn og spegilfagur og sá var á leið í pottinn. Með honum var Ottó Hafliðason, tengdasonur Eðvarðs. Hann er líka hörku veiði maður og veiddi sex laxa. Eðvarð er ekki bara lunkinn veiðimaður heldur líka duglegur kylfingur. „Ég fer nokkuð oft í golf. Maður gerir það á meðan heilsan leyfir. Ég skýst á Húsatóftavöll (í Grindavík) og tek nokkrar holur með félögunum.“

En hvað ætlar þú að hafa með laxinum í kvöldmatinn?

„Bara þetta venjulega, kartöflur og smjör. Þverskorinn í pottinn, getur ekki verið betra,“ sagði Eddi.

VEIÐI

Páll Ketilsson pket@vf.is

Þau eru hluti af Flotanum.

Sigurbjörn er hér á svölum 5. hæðar stórhýsis KSK eigna í Krossmóa í Reykjanesbæ. Til hliðar má sjá Nettó verslunina, fyrsta stórmarkað Suðurnesja.

Skólastjóri og nemendur úr Tónlistarskólanum í Keflavík spiluðu á viðburði í Samkaupsversluninni í Njarðvík fyrir mörgum árum síðan.

KSK er fjárhagslega sterkt og lifir góðu lífi

Viðtal við Sigurbjörn Gunnarsson, stjórnarformann KSK, í tilefni 80 ára afmælis félagsins

Kaupfélag Suðurnesja (KSK) fagnar í ár 80 ára afmæli. Félagið, sem á rætur sínar að rekja til pöntunarfélags KRON í Reykjavík, hefur í gegnum áratugina verið stór þátttakandi í atvinnu- og verslunarstarfsemi á Suðurnesjum og víðar. Í dag eru félagsmenn um sjö þúsund talsins. Í tilefni tímamótanna ræddu Víkurfréttir við Sigurbjörn Gunnarsson, stjórnarformann KSK, um sögu, áskoranir og framtíð félagsins.

Frá pöntunarfélagi að landsneti verslana

„Þetta eru stór tímamót,“ segir Sigurbjörn. „KSK er eitt elsta félagið á Suðurnesjum sem enn er í rekstri – og það eru ekki mörg sem ná þessum aldri.“

Glerhýsið í Krossmóa er líklega glæsilegasta atvinnuhúsnæði á Suðurnesjum og þar eru mörg fyrirtæki með aðsetur.

Töluverðar breytingar hafa orðið í rekstrinum í 80 ára sögu félagsins. Í upphafi var þörf fyrir verslanir á svæðinu og úr pöntunarfélagi KRON varð til Kaupfélag Suðurnesja. Í fyrstu var um að ræða almenna dagvöruverslun en síðar komu til sérverslanir eins og vefnaðarvöru- og byggingarvörudeildir einnig útgerð, fiskverkun og sláturhús í Grindavík. Seinna

einbeitti félagið sér að rekstri mat- og dagvöruverslana. Markaðurinn breyttist og KSK þurfti að laga sig að samkeppni. Starfsemin var útvíkkuð út fyrir Suðurnes – til Hafnarfjarðar, Ísafjarðar, Norðurlands og víðar. Af því spratt dótturfélagið Samkaup sem tók yfir verslunarreksturinn og varð mikilvægasti þátturinn í rekstrinum.

Samkaup sameinast stærri samstæðu

Samkaup óx hratt og rekur um 60 verslanir um allt land. Sigurbjörn segir að það hafi að mörgu leyti verið erfiður og flókinn rekstur:

Samkaupsverslunin í Njarðvík fljótlega eftir opnun hennar.

Guðjón Stefánsson var kaupfélagsstjóri í átján ár. Hér veifar hann auglýsingum frá Samkaupum og kaupfélagsblaðinu.

Við byggðum reksturinn á mörgum litlum verslunum víða um land, ólíkt stærstu keppinautum sem höfðu stóru verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þeir fóru í umfangsmeiri rekstur með miklu hærri veltu varð ljóst að við þyrftum að breyta til.

„Við byggðum reksturinn á mörgum litlum verslunum víða um land, ólíkt stærstu keppinautum sem höfðu stóru verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar þeir fóru í umfangsmeiri rekstur með miklu hærri veltu varð ljóst að við þyrftum að breyta til.“

Árið 2024 hófust viðræður um sameiningu Samkaupa og fyrirtækja í eigu Skeljar, fjárfestingarfélags m.a. Orkuna og Lyfjaval. Eftir langar viðræður varð niðurstaðan sl. vor að Samkaup, Orkan, Lyfjaval og fleiri félög sameinuðust og til urðu Drangar hf., félag sem er svipað uppbyggt og helstu keppinautar. „Samkaup styrkist með því að vera hluti af stærri heild sem rekur margvíslega starfsemi – eldsneytissölu, lyfjaverslanir, bílaþvott og fleira,“ segir Sigurbjörn.

Kaupfélagið á nú 15% í Dröngum og er næst stærsti hluthafinn, en heldur jafnframt 100% eignarhaldi í KSK eignum, fasteignafélagi með um 35.000 fermetra í eignum.

Áhrif á starfsmenn og verslanir

Kaupfélag Suðurnesja sjálft er aðeins með tvo starfsmenn í hlutastarfi auk þess sem starfandi er framkvæmdastjóri fyrir KSK eignir. Samkaup heldur áfram starfsemi sinni en eðlilega verða breytingar þar sem Drangar taka yfir félagið.

„Það verður alltaf einhver endurskipulagning – sumar verslanir loka og aðrar opna – en það hefði örugglega gerst hvort sem við hefðum farið í þessa sameiningu eða ekki,“ útskýrir Sigurbjörn.

Á Suðurnesjum eru Samkaup sterk. Þar má nefna Nettó í Krossmóa og á Iðavöllum, sem flyst væntanlega á Aðaltorg á nýju ári. „Þetta er sterkasta markaðssvæði Samkaupa og ég tel að menn vilji viðhalda þeirri stöðu,“ segir hann.

Áskoranir í rekstri – Grindavík og slakt sumar

Samkeppnin við stóru aðilana hefur reynst hörð. Þeir gátu boðið lægra verð og áttu auðveldara með að tryggja sér góðar staðsetningar. „Samkaup hefur verið meira háð sumartúrisma, en sumarið 2024 var mjög slakt samanborið við árið á undan.

Veður voru erfið og ferðamönnum fækkaði,“ segir Sigurbjörn.

Auk þess hafi náttúruhamfarir í Grindavík haft þung áhrif. „Verslunin þar var ein af stærstu í félaginu og féll út á einum degi. Tap vegna þess nam um 200 milljónum á árinu 2024,“ segir hann.

Félagsmenn og samvinnuhugsjónin

Viðbrögð félagsmanna við breytingunum hafa verið misjöfn en á fundi fulltrúaráðs Kaupfélagsins í vor var sameiningin samþykkt einróma. „Menn sáu að núverandi rekstrarmódel gekk ekki lengur,“ segir Sigurbjörn.

Samvinnuhugsjónin lifir áfram. „Hver sem er getur gengið í félagið fyrir 1.000 krónur og tekið þátt í ákvörðunum. Samvinnufélög eru mjög sterk víða erlendis – einn milljarður manna í heiminum eru félagar í slíkum félögum – og ég tel að formið mætti nýta meira hér á landi, jafnvel í rekstri leikskóla eða annarra samfélagslegra verkefna,“ segir hann. Fjárhagsstaða og framtíð

Kaupfélag Suðurnesja er í dag fjárhagslega sterkt. „Við eigum eignir í fasteignafélaginu fyrir a.m.k. sjö milljarða króna og hlut í Dröngum sem er að lágmarki þriggja milljarða virði. Félagið lifir góðu lífi,“ segir Sigurbjörn. Framtíðin felst að hans mati í áframhaldandi fasteignarekstri og nýjum verkefnum sem styrkja samfélagið. „Við ætlum að nota stöðu okkar til að efla hag félagsmanna og styrkja búsetu og mannlíf á Suðurnesjum,“ segir hann að lokum.

Það voru stór tímamót þegar stórverslunin Samkaup opnaði í Njarðvík og hér má sjá myndir úr henni. Að neðan er Birgir Scheving, kjötiðnaðarmaður félagsins ásamt fleirum að munda hnífana við kjötskurð.

Það eru margir sem sakna þess að hafa ekki kjötborð.

Verslunarkjarninn í Krossmóa, Nettó og fleiri fyrirtæki eru hér skemmtilega lýst í morgunskímunni.

Kaupfélag Suðurnesja 80 ára

Frá pöntunarfélagi verkamanna að samvinnufyrirtæki á landsvísu

Árið 2025 eru liðin áttatíu ár frá stofnun Kaupfélags Suðurnesja. Fáir hafa haft jafnmikil áhrif á atvinnu-, menningar- og verslunarsögu Suðurnesja og þetta félag. Saga þess er samofin sögu byggðarinnar og baráttunni fyrir bættum kjörum, auknum réttindum og traustari undirstöðum í verslun og atvinnulífi. KSK varð til í miðri kreppu og örum samfélagsbreytingum, en hefur allt frá stofnun sýnt að samtakamáttur fólks getur skapað ný tækifæri, hvort sem er í verslun, atvinnusköpun eða samfélagsuppbyggingu.

Kaupfélag Suðurnesja á rætur sínar í pöntunarfélagi sem Verka lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur stofnaði árið 1935. Þegar kaupfélagið var formlega stofnað þann 13. ágúst 1945 var grunnurinn þegar sterkur og hugmyndin skýr: að sameina krafta heimamanna, tryggja lægra vöruverð, byggja upp atvinnulíf og skapa fjárhags legan ávinning fyrir almenning. Frá þeim tíma hefur félagið gengið í gegnum ótal breytingar –góðæri og kreppur, uppbyggingu og hrun, samruna og útrás – en alltaf með meginmarkmiðið að þjóna félagsmönnum sínum og samfélaginu í kringum sig. Verðkröfufélög og samvinnuhugsjón á Íslandi Saga samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi er rakin til svokallaðra verðkröfufélaga sem tóku að myndast á fjórða áratug 19. aldar. Þau voru óformleg félög bænda og sjómanna sem sameinuðust um að semja sameiginlega við kaupmenn um betri kjör fyrir afurðir sínar og lægra verð á innfluttum vörum. Þótt flest verðkröfufélögin hafi verið skammvinn, lagði þessi hreyfing

Á Suðurnesjum höfðu menn fljótt áttað sig á tækifærunum sem fólust í þessum félagsskap. Um miðja 19. öld höfðu verðkröfufélög þegar sett mark sitt á viðskiptahætti á svæðinu og stuðlað að hagstæðari kjörum fyrir almenning. Árið 1880 lagði alþingismaðurinn Eggert Gunnarsson til að stofnað yrði vörupöntunarfélag sem myndi flytja inn vörur beint frá Englandi. Fyrsta sendingin kom árið 1881 á skipunum Liv og Ann Warren og markaði tímamót – í fyrsta sinn höfðu heimamenn á Suðurnesjum

Þessi þróun varð undanfari bændaverslana og síðar kaupfélaga á Íslandi. Hugmyndin um að sameina krafta fólksins sjálfs til að tryggja réttlæti í viðskiptum var komin til að vera.

Fyrsta pöntunarfélagið í Keflavík –forveri KSK

Árið 1908 hvatti Ólafur Ásbjarnarson, kaupmaður í Keflavík, til stofnunar bændaverslunar á Suðurnesjum. Sú hugmynd komst þó ekki í fast form fyrr en tæpum þremur áratugum síðar, þegar verkalýðsfélagið í Keflavík tók málið í sínar hendur.

Þann 30. september 1935 var haldinn fundur í húsi Ungmennafélagsins Skildis við Kirkjuveg í Keflavík. Þar flutti Guðmundur Pétursson hugmynd um að stofna pöntunarfélag eftir fyrirmynd Reykjavíkur. Hugmyndinni var vel tekið og Þorbergur P. Sigurjónsson lagði fram tillögu sem var samþykkt samhljóða. Nýstofnað félag hlaut nafnið Pöntunarfélag Verkalýðs- og sjómanna

Þetta félag var í raun fyrsta skrefið að því sem síðar varð Kaupfélag Suðurnesja. Fljótlega eftir stofnun var félagið aðili að nýstofnuðu Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis (KRON) og árið 1937 var opnuð sölubúð í Keflavík. Þessi búð, við Aðalgötu 10, var fyrsta félagsverslunin á Suðurnesjum.

Stofnun Kaupfélags Suðurnesja

Þann 13. ágúst 1945, skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldar, var stofnað Kaupfélag Suðurnesja. Keflavíkurdeild KRON ákvað að ganga út úr aðalfélaginu og stofna sjálfstætt kaupfélag. Fyrsti kaupfélagsstjóri var Björn Pétursson og í fyrstu stjórn sátu m.a. Guðni Magnússon og Ragnar Guðleifsson. Á þessum tíma var vöruúrval takmarkað og viðskiptalíf í endurreisn eftir stríðið, en með kaupfélaginu tóku Suðurnesjamenn málin í eigin hendur. Félagsmenn voru um 230 þegar félagið hóf starfsemi en innan örfárra ára voru þeir orðnir mun fleiri. Fyrsta verslunarhúsið var við Hafnargötu og Tjarnargötu – þá eitt fullkomnasta verslunarhús landsins.

Uppbygging og fjölbreytt starfsemi

Á árunum eftir stríð var mikil uppbygging. Nýjar búðir voru opnaðar í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Árið 1952 var bakarí opnað og skömmu síðar verslun með byggingarefni og veiðarfæri. Árið 1955 hófst nýr kafli þegar kaupfélagið keypti Hraðfrystihús Keflavíkur, sem síðar varð mikilvæg atvinnugrein tengd félaginu.

Gömul mynd frá skrifstofu Kaupfélags Suðurnesja. Guðjón Stefánsson, Fanney Kristinsdóttir og Gunnar Árnason að afgreiða viðskiptavin.

KSK var ekki aðeins verslun, heldur einnig atvinnuuppbyggjandi afl. Félagið rak sláturhús í Grindavík, kjötvinnsluna Kjötsel, útgerð með togurum og tók virkan þátt í nýsköpun í sjávarútvegi. Jafnframt var félagið í fararbroddi við að kynna nýja þjónustu: fyrsta kjörbúðin á Suðurnesjum var opnuð árið 1956 og fljótlega fylgdu fleiri. Á sama tíma styrkti KSK félagslíf og menningu. Haldið var jólaball fyrir börn, skipulögð námskeið fyrir félagskonur og boðið upp á húsmæðraorlof. Samfélagsleg ábyrgð var orðin fastur þáttur í starfseminni. Stækkun og sameiningar Á áttunda áratugnum efldist kaupfélagið enn frekar. Nýjar búðir risu á Víkurbraut í Keflavík og í Grindavík. Árið 1975 sameinaðist KSK Kaupfélagi Ingólfs í Sandgerði og varð félagið þar með ráðandi afl í verslun á Suðurnesjum. Á sama tíma hófst útgáfa blaðsins Hlynur og síðar Kaupfélagsblaðsins, sem urðu mikilvæg miðlunartæki félagsins. Árið 1980 varð mikilvægur áfangi þegar ákveðið var að byggja stórmarkað í Njarðvík. Með Samkaupum, sem opnuðu árið 1982, hófst nýr kafli í sögu félagsins: stórmarkaðsformið, með kjötvinnsluna Kjötsel undir sama þaki, varð að flaggskipi kaupfélagsins.

Félagsmönnum fjölgaði hratt, úr nokkur hundruðum í þúsundir. KSK var orðið ekki aðeins verslun heldur lykilstofnun í samfélaginu, með áhrif á atvinnu, menningu og mannlíf.

Kaupfélagið var á upphafsdögunum og síðar með starfsemi við Hafnargötu 61 í Keflavík.

Líf og fjör í einni af kaupfélagsverslunum í Keflavík.

félagsins í Keflavík í eitt stærsta samvinnufélag landsins. Félagið er enn í eigu félagsmanna, sem nú telja þúsundir, og á því rætur í þeirri samvinnuhugsjón sem mótaði íslenskt samfélag á 20. öld. Stefna félagsins til næstu ára felur í sér aukna áherslu á sjálf bærni, nýsköpun og samfélagslega ábyrgð. Markmiðið er að tryggja að það sé eftirsóknarvert að vera félagsmaður í KSK – að ávinn ingurinn sé ekki aðeins mældur í krónum og aurum heldur einnig í betra samfélagi fyrir alla. Samvinnan sem stendur

Umbrot og endurskipulagning

Á níunda áratugnum skall á erfið kreppa. Árið 1988 varð eitt versta ár í sögu félagsins og tap var umtalsvert. Þá kom til sögunnar ný forysta sem hóf gagngera endurskipulagningu. Flutningar voru lagðir niður, bakarí og fiskvinnsla seld, og áherslan færð á matvöruverslun.

Árið 1993 keypti félagið stórverslun í Hafnarfirði – fyrsta skrefið út fyrir Suðurnes. Þar með hófst útrás KSK og Samkaupa, sem á næstu árum keyptu og sameinuðu verslanir víða um land. Árið 1998 var Samkaup hf. stofnað sem dótturfélag KSK og tók yfir allan verslunarrekstur. Félagið varð smám saman landsvísu aðili, með Nettó, Kjörbúð, Krambúð og fleiri rekstrareiningar undir sínum merkjum. Á sama tíma hélt KSK áfram að fjárfesta í samfélaginu: styrktarsjóðir voru stofnaðir, menningarverkefni studd og heilbrigðisstofnunum veittur stuðningur.

Nýtt árþúsund – Samkaup verður landsfyrirtæki

Á fyrstu árum 21. aldar jókst umfang Samkaupa hratt. Félagið keypti verslanir á Austurlandi, Norðurlandi, Vestfjörðum og víðar. Með sameiningum og kaupum varð Samkaup eitt stærsta matvörufyrirtæki landsins.

Árið 2003 keypti KSK helmingshlut sinn í Kaupfélagi Eyfirðinga og tvöfaldaðist þar með velta Samkaupa. Árið 2005 voru félagsmenn KSK um 3.200 og félagið orðið helsti keppinautur Bónuss og Hagkaupa á landsvísu.

Á sama tíma efldi KSK eignarhald sitt í fasteignum og öðrum félögum, meðal annars Lyfju, og stofnaði fasteignafélagið Urtustein. Félagið sýndi að það gat ekki aðeins lifað af erfiðleika heldur líka nýtt breytingar til vaxtar.

Áföll og áskoranir eftir hrun

Fjármálahrunið 2008 skall einnig á KSK og Samkaupum.

Félagið varð fyrir fjárhagstjóni en tókst að endurskipuleggja reksturinn og standa af sér storminn. Áhersla var lögð á hóflega skuldsetningu og traustari stoðir. Árið 2012 hófst ný stefnumótun þar sem KSK skilgreindi þrjár meginstoðir starfseminnar: samvinnu, traust og samfélagslega ábyrgð. Félagið vildi vera ekki aðeins verslunar- og eignarhaldsfélag heldur hreyfiafl framfara í samfélaginu. Á þessum tíma fjölgaði félagsmönnum hratt og félagssvæðið var stækkað til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið. Samfélagsleg verkefni voru áberandi: KSK gaf Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sneiðmyndatæki að verðmæti 30 milljóna króna, studdi við stofnun Keilis og lagði fram fé í styrktarsjóði fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Félagið varð einn helsti bakhjarl menningar og líknarstarfs á Suðurnesjum.

KSK í dag – 80 ára félag á nýrri öld

Árið 2025 er KSK 80 ára. Samstæða félagsins samanstendur af Samkaup hf., sem rekur 65 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, og fast

eignafélaginu KSK eignir ehf. sem heldur utan um um 30 fasteignir. Alls starfa um 1.300 manns í fyrirtækjunum sem tengjast félaginu.

KSK hefur þannig breyst úr litlu pöntunarfélagi verkalýðs-

Saga Kaupfélags Suðurnesja er saga átaka og árangurs, sveiflna og sigra. Félagið hefur lifað af bruna, hrun og kreppur, en líka byggt upp stórmarkaði, atvinnulíf og menningu. Það hefur verið bakhjarl líknarstarfs, menningarviðburða og menntunar. Það hefur sýnt að samvinna getur skapað traust og byggt samfélag. Á 80 ára afmælinu er ljóst að KSK er ekki aðeins verslunarfélag heldur menningararfur og

framtíðarverkefni. Í anda fyrstu félaganna sem stofnuð voru fyrir nær tveimur öldum heldur það áfram að sýna að samtakamáttur fólksins sjálfs er afl sem mótar samfélag og framtíð.

Þrír góðir á spjalli í Járn og Skip, byggingavöruverslun Kaupfélagsins til marga ár. F.v. Árni Júlíusson, Magnús Haraldsson, stjórnarformaður KSK og Magnús Brimar Jóhannsson, verslunarstjóri í Járn & Skip.

Verkefnastjóri miðlunar

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) leitar að lausnamiðuðum og skapandi verkefnastjóra miðlunar til starfa. Viðkomandi mun vinna þvert á svið og verkefni SSS og sinna m.a. heimasíðum, efnisgerð og upplýsingamiðlun fyrir SSS, Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes jarðvang og Hekluna – atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.

Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og góðrar hæfni í samskiptum, þar sem verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og atvinnulíf á Suðurnesjum.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

• Umsjón og þróun heimasíðna SSS og tengdra stofnana

• Efnis- og textagerð fyrir vefi og samfélagsmiðla

• Ritstýring, fréttir, blogg og viðtöl

• Þróun og uppsetning fréttabréfa

• Aðstoð og samhæfing í miðlunar- og upplýsingaverkefnum

• Almenn samskipti við samstarfsaðila, íbúa og hagsmunaaðila

• Samskipti við erlenda blaðamenn, ljósmyndara og áhrifavalda

• Markaðssetning á áfangastaðnum

• Ferðasýningar og viðburðir

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði miðlunar, markaðssetningar, íslensku eða blaðamennsku

• Reynsla og hæfni í textaskrifum er skilyrði

• Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli

• Þekking á stafrænum miðlum og vefkerfum

• Góð tölvukunnátta og aðlögunarhæfni

• Geta til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og vera lausnamiðaður

• Þjónustulund og framúrskarandi samskipta hæfileikar

• Búseta á Suðurnesjum er kostur

• Hreint sakavottorð

https://alfred.is/starf/verkefnastjori-midlunar-3

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum byggðaþróunar sem miða að því að skapa betra umhverfi fyrir sveitarfélög, atvinnulíf og íbúa. Hjá SSS eru hýst samstarfsverkefni og stofnanir eins og Reykjanes jarðvangur, Markaðsstofa Reykjaness, Heklan – atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Sóknaráætlun og uppbyggingasjóður Suðurnesja og Farsæld barna.

Gunnar Sveinsson til hægri var kaupfélagsstjóri í tæplega fjörutíu ár. Hér er hann á spjalli við Guðmund Sigurðsson í Vogabæ.
Mörg hundruð manns
starfað í verslunum Kaupfélagsins í gegnum árin.

Ferð til Liverpool stendur upp úr

„Ég spilaði slatta golf, fór í bústað og svo skruppum við Binni til Parísar. Hápunkturinn var nú samt kannski strax í byrjun sumars, þegar við Binni fórum ásamt fleiri Liverpool-aðdáendum og sáum okkar menn lyfta Englandstitlinum, sturluð stemning svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir Anna María Sveinsdóttir en hún svaraði nokkrum laufléttum Ljósanætur- og sumarspurningum Víkurfrétta.

„Það var æðislegt að koma til Parísar, við vorum að fara þangað í fyrsta skipti en svo eru sumrin mest samvera með fjölskyldunni, heiti potturinn er óspart notaður. Okkur þykir yndislegt að fá barnabörnin í heimsókn og grilla.

Við spiluðum talsvert golf og hef ég náð að lækka forgjöfina talsvert og það er auðvitað gaman. Veðrið var óvenjugott og það

kom kannski mest á óvart, ég man ekki eins marga daga í logni í Leirunni.

Ég á ekki neinn uppá haldsstað á Íslandi en þeir eru margir mjög fallegir.

Ég á eftir að fara á Vest firðina, geri það pottþétt einhvern daginn.

Þetta sumar verður lengi í minnum haft en upp hafið á því má segja að hafi byrjað í frábærri ferð til Liverpool, að sjá okkar menn lyfta Englandsmeist aratitlinum. Við vorum mætt snemma í borgina og það var magnað að sjá stemninguna og við tókum líka skrúðgönguna á mánudeginum, þvílík stemning.“

Anna María er mikil Ljósanæturkona og reynir að sækja sem flesta viðburði og engin breyting verður á því í ár. „Mér finnst Ljósanótt alltaf mjög skemmtileg og gaman hvað bæjarbúar og þeir sem eru brottfluttir eru duglegir að taka þátt og láta sjá sig. Ég ætla á tónleikana í Holtunum heima, árgangagönguna og svo einhverjar sýningar en er ekki alveg búin að taka þetta allt út. Ef ég á að minnast á eitthvað eftirminnilegt

frá öllum þessum Ljósanóttum, er það fyrstu tónleikarnir sem við vorum með í Holtunum heima, það var svo geggjað veður og sjúklega góð stemning, tónleikarnir endaðu með fallegum norðurljósum og flugeldasýningu, algjörlega geggjuð minning. Við vinkonurnar förum á okkar fimmtudagsrölt, kíkjum á sýningar og fáum okkur að borða og drekka hjá Steina á hótelinu, á föstudeginum eru það svo tónleikarnir í Holtunum heima, að sjálfsögðu er það svo morgunmaturinn hjá Keflavík/karfan á laugardeginum áður en farið er í árgangagönguna, laugardagskvöldið er venjulega súpa hjá Höddu og Sigga með góðu fólki, þetta er svona það helsta og svo er bara þessi samvera með sínu fólki, börnum og barnabörnum. Ég hlakka mikið til komandi Ljósanætur,“ sagði Anna María að lokum.

Ljósanótt á ljóshraða

Það er mér sönn ánægja að óska öllum íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með Ljósanótt. Ljósanótt minnir okkur á samstöðu samfélagsins, á framtíðarsýn og á mikilvægi sterkra innviða. Sterkir innviðir eru grundvöllur vaxtar og hagsældar hvers samfélags. Við hjá Mílu erum stolt af því að hafa átt okkar þátt í vexti og uppbyggingu Reykjanesbæjar með því að ljúka ljósleiðaravæðingu á svæðinu. Það var verkefni sem hefur markað þáttaskil í fjarskiptasögu svæðisins og tryggir íbúum og atvinnulífi traustar nettengingar til framtíðar.

Tífalt betri tenging

En við látum ekki staðar numið þar. Nú vinnum við hörðum höndum að því að tengja Suðurnesin við nýjan 10x vettvang Mílu sem tryggir margfalt meiri hraða og afköst. Við erum nú þegar búin að tengja þúsundir heimila og fyrirtækja við 10x vettvanginn og munum halda áfram á þeirri vegferð næstu misseri. 10x er vettvangur sem tryggir tífalt betri upplifun – ekki bara fallegar tölur í hraðaprófi – heldur einnig raunverulega getu til að sinna öllum tækjum heimilisins

samtímis, án þess að það bitni á neinum. Á sama tíma er 10x umhverfisvæn tækni, með fimmtánfalt minna umhverfisspor en fyrri kynslóðir.

Við erum sannfærð um að þessi uppbygging mun styrkja samfélagið okkar enn frekar og gera Suðurnesin að fyrirmynd á sviði fjarskipta.

Njótið hátíðarinnar – og framtíðarinnar sem við erum að byggja saman.

Með ljósakveðjum! Erik Figueras Torras Forstjóri Mílu

Góða skemmtun á Ljósanótt

Tenerife,“ segir Freyja Sigurðardóttir, fyrrverandi fitnesskona en síðustu ár hefur hún verið á fleygiferð í Sporthúsinu og hefur hjálpað fólki í hreyfingu og hreysti í aldarfjórðung. Og hún bara rétt rúmlega fertug.

Hvað stóð upp úr í sumar hjá þér og fjölskyldunni?

Veðrið er búið að vera þokkalega ágætt í sumar. Við náðum að mála hálft þakið hjá okkur.

Klárum vonandi fljótlega. En gengi Keflavíkur stendur smá uppúr. Vonandi náum við að klára næstu leiki og komast í umspilið góða. En svo má ekki gleyma skemmtilegri frænkuferð í fjörutíu stiga hita til Rómar á tónleika með Ed Sheeran.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Mamma og pabbi eiga sumarbústað í Kjósinni.Þessi staður er algjörlega uppáhalds. Við komum reglulega við hjá þeim og njótum saman. Svo er annar staður sem er alltaf gaman að heimsækja. Við skelltum okkur á Þjóðhátíð með krakkana um verslunarmannahelgina. Það var algjörlega geggjað. Við eigum frábæra vini frá Vestmannaeyjum sem tóku vel á móti okkur öllum og við áttum

listanum í vetur?

Ég er það heppin að ég vinn við skemmtilegustu og bestu vinnu í heimi. Ég hef verið að þjálfa fólk síðan árið 2000 og ég hætti ekki fyrr enn ég þarf að hætta. Stóra verkefnið mitt er að byrja með 8 vikna Þitt Form áskorun í Sporthúsinu sem er fyrir alla sem vilja aðeins trappa sig niður eftir sumarið og setja heilsuna í fyrsta sæti.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Við bíðum öll spennt hér á þessu heimili eftir Ljósanótt. Þessir dagar gera svo mikið fyrir

er alltaf smá hefð að byrja Ljósanótt með frænkum mínum og vinum að hittast saman á fimmtudeginum fyrir Ljósanótt og rölta svo saman niður í bæ. Svo förum við á Heimatónleikana á föstudeginum sem klikka aldrei. Ljósanóttin

Alltaf gaman að hitta brottflutta Suðurnesjamenn á þessari

Bjarki Sigurðsson er birgðastjóri hjá HS Orku. Hann segir sumarið hafa farið að mestu í vinnu í garðinum ásamt því að ferðast upp í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá komu tólf hvolpar í heiminn á heimilinu í sumar og það stendur að sjálfsögðu uppúr af öllu því góða sem gerst hefur í sumar.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Það verður að teljast hvað það er búið að vera gott veður hjá okkur. Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Atlavík ótrúlega fallegur staður.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

Verkefnalistinn er aldrei tómur, en ég ætla að ferðast meira erlendis í vetur.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Ljósanótt skipar stóran sess í mínu hjarta og það er alltaf gaman að hitta brottflutta Suðurnesjamenn á þessari flottu bæjarhátíð.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? Fimmtudagskvöld er alltaf skyldumæting á listasýningar.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Árgangagangan hjá árgangi 1972 heppnaðist frábærlega 2022.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Það er að horfa á bílalestina koma niður Hafnargötu og hlusta

geggjuð fjölskyldu samverustund,

síðustu ár. Alltaf gott fyrir alla að taka sig á í ræktinni og mataræðinu eftir sumarsteikurnar og kræsingarnar. Við byrjum með áskorunina 8. september til 8.nóvember. Er þá með mælingar í upphafi, millimælingar og svo lokamælingar.Hjálpum fólkinu okkar að koma mataræðinu í rétt horf og hugsa vel um heilsuna. Þannig að ég er súper spennt fyrir Ljósanótt og ennþá spenntari að koma öllum í sitt besta form hjá mér í Þitt Form.

á okkar flottu söngvara á sviðinu og ljúka svo kvöldinu á flugeldasýningu.

Bjarki segist eiga góðar minningar úr árgangagöngunni hjá árgangi 1972 sem heppnaðist frábærlega árið 2022.

Góða skemmtun á Ljósanótt

Á leið til Brussel og kveður bæjarpólitíkina

Bæjarfulltrúinn Valgerður Björk Pálsdóttir var á ferð og flugi í sumar og en hún elskar Ljósanótt og haustið. Það eru breytingar framundan hjá henni og fjöskyldunni því hún er að taka við nýju starfi í Brussel.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Ég átti æðislegt sumarfrí, við fjölskyldan fórum í 3ja vikna ferðalag til Frakklands, Sviss og Þýskalands. Gerðum húsaskipti við fjölskyldu sem býr alveg við Genfarvatn Frakklandsmegin þannig að við vorum mikið í því að synda í vötnum og ám og ferðast um fallegu svæðin þarna í kring.

Hvað stóð upp úr?

Rétt fyrir ferðina föttuðum við að við vorum bara í tveggja klukkustunda fjarlægð frá borgunum í Sviss þar sem íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var að keppa á EM. Þannig að við ákváðum að fara á leik og öll sú upplifun ásamt því að láta sig fljóta niður ána í Bern var held ég skemmtilegasta minningin úr sumarfríinu.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Hvað Frakkland og Frakkar voru næs. Hafði aldrei komið til Frakklands og auðvitað heyrt klisjusögur um takmarkaða enskukunnáttu Frakka – sem var að vísu raunin á svæðinu sem við vorum, en það kom ekki að neinni sök heldur voru allir svo hjálplegir og indælir. Og líka hvað húsaskiptin gengu vel en vorum að prófa það í Evrópu í fyrsta skipti, mælum mikið með.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Ég er ekki mikið í því að skoða náttúruperlur, finnst áhugaverðara að heimsækja þéttbýli. Uppáhalds bæirnir mínir á Íslandi eru Flateyri og Ísafjörður. Elska að rölta um gamla bæinn á Ísafirði og fá mér súrdeigsbrauð og kaffi á Heimabyggð og svo er auðvitað besti veitingastaður á landinu þarna, Tjöruhúsið. Á Flateyri er svo einhver ótútskýranleg orka í náttúrunni og fólkinu sem ég hef ekki fundið annars staðar.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum í vetur?

Já, ég elska haustin og nú var haustönnin að byrja í Háskóla Ís lands þar sem ég kenni námskeið í Stjórnmálafræði. Svo er allt á fullu

í pólitíkinni en þetta mun eflaust vera í síðasta skipti sem ég tek þátt í fjárhagsáætlunarferlinu hjá Reykjanesbæ sem kjörinn fulltrúi. Ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram í sveitarstjórnarskosning unum á næsta ári þar sem það eru stórar breytingar hjá okkur fjöl skyldunni á döfinni. Við erum að flytja til Belgíu í vetur en ég var að fá starf í höfuðstöðvum EFTA, hjá Uppbyggingasjóði EES ríkjanna í Brussel.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Ég elska Ljósanótt og finnst æðislegt hvað hátíðin hefur þróast mikið undanfarin ár, sérstaklega þegar kemur að því að dreifa við burðum og að bjóða upp á enn barnvænni dagskrá, m.a. í skrúð

ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Ég ætla að byrja á söngstund í Hljómahöll í hádeginu á fimmtudeginum sem hefur hingað til verið haldin í Ráðhúsinu en verður nú í Bergi. Um leið verður nýja glæsilega bókasafnið opnað formlega. Svo verður auðvitað kíkt á sýningaropnanir á fimmtudeginum, partí

Valgerður með Eyþóri Sæmundssyni manni sínum og tvíburadætrunum Elmu Ísold og Eldey Sögu í Frakklandi í sumar.

og í árgangagönguna á laugardeginum. Væri líka til í að kíkja á Ljósanæturleikinn (KeflavíkNjarðvík í fótboltanum) og svo er það víst VÆB, Valdimar og Auddi og Steindi með familíunni á stóra sviðinu um kvöldið. Mér finnst svo mjög fínt að fara í tívolítækin með börnunum á sunnudeginum, þá eru alltaf minni raðir.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Í fyrra þegar við náðum saman næstum öll fjölskyldan seint á laugardagskvöldinu og dönsuðum saman við Herra Hnetusmjör á stóra sviðinu í geggjuðu veðri. Veðrið og stemningin á laugar

deginum 2024 var eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður á Ljósanótt. Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Já við gamli vinkonuhópurinn úr FS hittumst alltaf á föstudagskvöldinu og gerum eitthvað saman, höfum bæði farið á Heimatónleikana og í Holtunum heima.

Hvað er svo framundan?

Þessa dagana er ég að reyna að klára doktorsritgerðina mína og undirbúa flutninga til Brussel þannig að það er nóg að gera fram-

Góða skemmtun á Ljósanótt

Víkurfréttir

Prentararnir Stefán Jónsson og Baldur Baldursson með eitt af fyrstu tölublöðum Víkurfrétta nýkomið úr prentvélinni í árdaga blaðsins. Á myndinni að neðan er Sigurjón R. Vikarsson að vinna við prentfilmur blaðsins árið 1990. Myndir úr safni Víkurfétta.

Fyrsti

ritstjórinn sá fyrir sér dagblað

Sigurjón R. Vikarsson rifjaði upp fyrstu árin þegar Víkurfréttir fögnuðu tíu ára afmæli árið 1990

Þegar Víkurfréttir voru tíu ára árið 1990 rifjaði Sig urjón Rúnar Vikarsson, fyrsti útgefandi og ritstjóri blaðsins, upp hvernig hugmyndin kviknaði. Hann sagði ákvörðunina að stofna Víkurfréttir hafa verið tekna í „einu æðiskasti“ þegar hann lagði niður Suðurnesjatíðindi. „Þetta var fyrst og fremst hugsað til að skapa atvinnu fyrir prentsmiðjuna og berjast fyrir öllum góðum málum, og þar hefur blaðið staðið fyllilega undir væntingum mínum,“ sagði hann.

Á tíu árum hafði litla uppfyll ingarverkefnið vaxið í glæsilegt bæjar- og héraðsfréttablað. „Víkurfréttir hafa lagt ríka áherslu á að þjóna öllum þeim málefnum sem Suðurnesin varðar og er því mjög gott þjónustublað,“ sagði Sigurjón, sem taldi blaðið hafa orðið mikilvægur málsvari svæðisins.

Fréttaferðalag til árdaga Víkurfrétta

Ósáttir með hraðamælingar lögreglunnar á ómerktum bíl

Hraðakstursmælingar lögreglunnar hafa oft verið fréttamál í gegnum tíðina en í ágústmánuði 1980 voru margir Suðurnesjamenn ósáttir við mælingar á ómerktum bíl. Aðstoðaryfirlögregluþjónn svaraði fyrirspurn blaðsins og sagði það fyllilega löglegt, þarna væru ökumenn brotlegir.

Hann horfði líka til framtíðar og spáði frekari vexti: „Ef fram heldur sem horfir og núverandi stjórnendur halda sama þrótti, held ég að það sé ekki langt í að Víkurfréttir verði hálfgert dagblað, fimm daga vikunnar.“

Í fyrsta tölublaði Víkurfrétta var blaðinu fylgt úr hlaði með ávarpsorðum ritstjóra. Þar sagði að ritstjórn Víkurfrétta lagði ekki upp með stór orð eða draumóra, heldur var markmiðið einfalt: að gefa út frétta- og þjónustublað sem gæti orðið samfélaginu til gagns.

Í leiðaranum kemur fram að blaðið verði fyrst um sinn hálfsmánaðarrit, með von um að þróast í vikublað ef vel gengi. Dreifingin yrði ókeypis og blaðið aðgengilegt í verslunum á svæðinu. Aðaláherslan væri á Keflavík og Njarðvík, en sameiginleg málefni Suðurnesjamanna fengju einnig sitt rými. Lagt var upp með upplag upp á 2000 eintök.

Í lok pistilsins er vísað til þess að Víkurfréttir hafi ákveðna tengingu við Suðurnesjatíðindi, sem hætt höfðu útgáfu. Ástæðan væri einföld: slík útgáfa krefðist fleiri manna í vinnu en mögulegt var á þeim tíma. Víkurfréttir væru því ný tilraun til að halda úti óháðu blaði á svæðinu, þó í smærri mælikvarða en forveri sinn.

Dagblað Víkurfrétta á netinu

Þegar viðtalið við Sigurjón var tekið árið 1990 var netið eins og við þekkjum í dag í raun óþekkt fyrirbæri. Það var ekki fyrr en fimm árum síðar sem netið opnaðist almenningi og Víkurfréttir stukku strax á þann vagn og voru fyrsti fjölmiðillinn á Íslandi með efni blaðsins í opnum að gangi fyrir lesendur. Þarna var efni blaðsins sett inn á vefinn vikulega. Árið 2000 hófst svo dagleg fréttaþjónusta á vf.is. Þar með má segja að dagblað Víkurfrétta hafi verið orðið að veruleika.

Forsíða 2. tölublaðs Víkurfrétta frá 1980 þar sem segir frá mæðginum sem bæði voru tekin fyrir of hraðan akstur á sama stað. Sonurinn var að koma móður sinni til aðstoðar og var tekinn líka!

Slógu tvær flugur í einu höggi

Það spaugilega atvik gerðist nú á dögunum, er lögreglan var með hraðamælinga „rassíu“ sína, að þeir stöðvuðu konu eina sem var á 51 km. hraða. Þetta kom nokkuð á konuna og í fáti varð henni á að læsa lyklana inni í bíl sínum er hún fór yfir í lögreglubifreiðina til að gefa skýrslu. Nú voru góð ráð dýr. Hún hringdi í son sinn og bað hann um að koma með aukalykla til sín á vettvang. Sagt er að sonurinn hafi helgið er hann heyrði að móðir hans hafi verið tekin fyrir of hraðan akstur, og eins og góðum syni sæmir fór hann strax af stað með lyklana. Þegar hann kom með lyklana var hann einnig tekinn fyrir of hraðan akstur, eða 56 km hraða , og þá hló móðirin. Nú er bara að bíða og sjá hvort lögreglan sýni ekki á sér góðu hliðina og veiti þeim fjölskylduafslátt af sektinni.

Sjómaðurinn Arnar Magnússon hefur ratað á síður Víkurfrétta í gegnum tíðina. Hann var kjörinn maður ársins á Suðurnesjum í ársbyrjun 2025 fyrir björgunarafrek utan við Sandgerði á síðasta ári. Þar bjargaði hann lífi sjómanns eftir að flutningaskip hafði siglt niður bát hans djúpt út af Garðskaga. Arnar prýddi einnig síður blaðsins á níunda áratug síðustu aldar. Hann stóð í stafni Hafsúlu KE í Keflavíkurhöfn en Víkurfréttir hafa í gegnum áratugina fylgst vel með sjávarútvegi og sjósókn Suðurnesjamanna.

Lögreglan að störfum á Hafnargötu í Keflavík eftir 1980.

Víkurfréttir á tímamótum

Enn ein tímamót voru núna 14. ágúst þegar 45 ár voru liðin frá því fyrsta eintak Víkurfrétta leit dagsins ljós. Á þessum tímamótum eru líka breytingar hjá okkur á Víkurfréttum.

RITSTJÓRAPISTILL

Páll Ketilsson pket@vf.is

Skrifstofur Víkurfrétta fluttu

úr Krossmóa í Reykjanesbæ að Hólmbergsbraut 13 í maí síðastliðnum. Eftir þrettán skemmtileg ár á þessum fjölsótta reit í bæjarfélaginu færðum við okkur norðar og erum nú orðnir nágrannar smábátahafnarinnar og Duus svæðisins.

Í sumarbyrjun breyttum við útgáfutíðni blaðsins sem nú kemur út hálfsmánaðarlega í stað vikulega. Við erum að upplifa breytingar í fjölmiðlun og útgáfu og höldum áfram að aðlaga okkur að þeim eins og við höfum gert í meira en fjóra áratugi. Við stefnum að því að gefa áfram út fjölbreytt bæjar blað en einnig munum við efla okkur í netheimum þar sem horft verður til frekari landvinninga í hlaðvarps- og sjónvarpsviðtölum.

Það er skemmtilegt að geta skoðað eldri blöð Víkurfrétta á ver aldarvefnum en öll okkar blöð frá árinu 1980 eru aðgengileg ókeypis á vefnum timarit.is. Í upphafi lá blaðið frammi á hinum ýmsu stöðum í Keflavík og Njarðvík en Pósturinn tók svo við dreifingunni. Á upphafsári Covid 19, 2020, sagði Pósturinn þeim samningi upp en hann hafði dreift blaðinu inn á heimili fólks á Suðurnesjum í ára tugi. Þá var horfið til upphafsins og nú er dreifingu blaðsins þannig

háttað og er hægt að grípa með sér eintak á um 30 stöðum á Suðurnesjum og í Salalaug í Kópavogi. Ekki má gleyma því að blaðið er aðgengilegt á Víkurfréttavefnum strax kvöldið fyrir útgáfudag og nú er svo komið að fleiri lesa það þar en í prentaðri útgáfu en að meðaltali er blaðið opnað um 15 þúsund sinnum í hverri viku að meðaltali. Í viðtali við fyrsta ritstjórann og einn af stofnendunum, Sigurjón R. Vikarsson, í 10 ára afmælisblaði VF, segir hann frá tilurð Víkurfrétta sem tóku við af Suðurnesjatíðindum, forvera sínum. Víkurfréttir áttu að vera óháð frétta- og þjónustublað ásamt því að berjast fyrir öllum góðum málum, Suðurnesjum til góðs. Þeirri stefnu hefur verið fylgt frá upphafi. Í seinni tíð höfum við lagt áherslu á jákvæð málefni og umfjöllun en reynsla okkar allan þennan líftíma blaðsins

Hilmar Bragi Bárðarson á sínu fyrsta starfsári hjá Víkurfréttum.

Víkurfrétta var umhverfisvitund ef svo má kalla það, nokkuð fyrir ferðamikil. Sagt var frá sóðaskap hér og þar og nöfn fólks sem höfðu ekki klárað að byggja hús sín jafnvel birt, eftir að bæjarfélögin Keflavík og Njarðvík höfðu birt það í fundargerðum sínum. Það sem vel var gert í umhverfismálum fékk líka pláss og margt sem svæðið var að berjast fyrir, t.d. í samgöngumálum, heilbrigðismálum og fleiru. Líklega hefur ekki verið barist fyrir

Páll Ketilsson teiknar upp útlitið á iþróttasíðu blaðsins árið 1991. Útlitsteikning var skilað á þennan hátt til prentsmiðu þar til umbrot blaðsins var flutt til Víkurfrétta.

Páll Ketilsson og Emil Páll Jónsson blása á afmæliskertin á myndarlegri rjómatertu í tilefni af 10 ára útgáfuafmæli blaðsins árið 1990. Emil var meðeigandi Páls fyrsta áratuginn en sá síðarnefndi eignaðist fyrirtækið að fullu 1993.

mun líklega seint ljúka en vert er þó að geta að þar hafa orðið mikil umskipti að undanförnu. Undirritaður var á fundi sem innviðaráðherra efndi til nýlega og þar átti hann erfitt með að útskýra hvers vegna ýmis framlög frá ríkisvaldinu eru lægri til Suðurnesjum en annarra landshluta. Hvers vegna gengur t.d. svona hægt að tvöfalda Reykjanesbraut frá Fitjum í Njarðvík að flugstöðinni? Samkvæmt samgönguáætlun þá á það að gerast 2032. Nú upplifa ökumenn sem aka þennan fjölfarna veg sem þann hægfarnasta á svæðinu vegna gerð hringtorgs neðan Ásahverfis í Njarðvík. Það leiðir hugann að baráttu Suðurnesjamanna sem sögðu hingað og ekki lengra fyrir aldarfjórðungi síðan og lokuðu Reykjanesbrautinni til að knýja á tvöföldun. Það þætti eflaust of langt gengið núna og ljóst að slík aðgerð fengi ekki jafn mikinn stuðning í ljósi þess að þetta er lang stærsti vinnu-

staður Suðurnesja og einn stærsti á landinu. Það er skemmtileg staðreynd sem fylgir þessari lokun á brautinni en þann dag sem það gerðist hófst dagleg fréttaþjónusta á Víkurfréttavefnum, vf.is. Ritstjórinn var á brautinni og sendi fréttir símleiðis á ritstjórnarskrifstofuna. Síðan hefur ekki verið litið til baka og áfram verður unnið í því að vera með öfluga fréttaþjónustu á Suðurnesjum. Það má til gamans rifja það upp að vf.is var fyrsti miðillinn til að greina frá upphafi fyrsta eldgossins á Reykjanesskaga árið 2021. Víkurfréttavefurinn er okkar daglegi miðill eða dagblaðið sem fyrsti ritstjóri VF sagði í viðtali árið 1990 að gæti orðið framtíðin. Það er við hæfi við lok þessa pistils að þakka fyrir sig. Þakkir fá íbúar, sveitarfélög og eigendur fyrirtækja á Suðurnesjum sem hafa stutt dyggilega við VF frá upphafi og sýna það vel í þessu veglega Ljósanæturblaði.

Opnunartími á Fitjum: 10–19 virka daga og laugardaga 11–15.

Opnunartími á Hólagötu: 9–20 virka daga

Reykjanesapótek: Hólagötu 15 Fitjum 2

Opnun tveggja sýninga hjá Listasafni

Reykjanesbæjar

n Listasafn Reykjanesbæjar opnar tvær sýningar á Ljósanótt, fimmtudaginn 4. september kl. 18:00.

Í fremri sal opnar Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar (1937) frá Grindavík. Vilhjálmur er listamaður með ákveðna sýn og heildstætt ævistarf, þar sem hann var jafnan að vinna út frá því sem hann kallaði lífrænar víddir. Vilhjálmur stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum frá 1951-1953. Haustið 1958 fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldist næstu tvö árin við listnám og síðan var hann önnur tvö ár í París. Sýningarstjóri er Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Myndverk sýningarinnar eru valin úr nýlegri gjöf listamannsins til Listasafns Reykjanesbæjar, elstu verkin eru frá sjötta áratug síðustu aldar, allt til dagsins í dag. Þannig er Hulduefni, yfirlitssýning valdra myndverka frá ferli Vilhjálms Bergssonar.

Skipulag

í Reykjanesbæ

Hólagata – Holtsgata nýtt deiliskipulag

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 19 ágúst 2025 að auglýsa skv 1 mgr 41 gr skipulagslaga nr 123/2010 tillögu að nýju deiliskipulagi sbr uppdrátt JeES arkitekta dags 7 maí 2025 Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur þriggja hæða fjölbýlishúsum með 21 íbúð og þjónustu á jarðhæð Þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi er lýsingu sleppt sbr heimild í 5 2 2 gr skipulagsreglugerðar nr 90/2013 Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar málsnúmer: 1100/2025

Víkurbraut 10 og 14 nýtt deiliskipulag Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 19 ágúst 2025 að auglýsa skv 1 mgr 41 gr skipulagslaga nr 123/2010 tillögu að nýju deiliskipulagi sem samanstendur af húsaþyrpingu fimm, þriggja til sex hæða fjölbýlishúsa með bílageymslu undir inngarði sbr upprætti JeES arkitekta dags 29 6 2025 Heildarfjöldi íbúða er um 128 íbúðir, í mismunandi stærðum frá 60 m2 að 120 m2 Íbúðastærðir skulu vera af fjölbreyttri gerð sem henta bæði einstaklingum sem fjölskyldum Meirihluti bílastæða er í kjallara en gestastæði ofanjarðar, gert er ráð fyrir 1,5 stæðum á íbúð Þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi er lýsingu sleppt sbr heimild í 5 2 2 gr skipulagsreglugerðar nr 90/2013 Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar málsnúmer: 1101/2025

Fjölbrautaskóli Suðurnesja - breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 19 ágúst 2025 að auglýsa skv 1 mgr 41 gr skipulagslaga nr 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar skólans með nýbyggingu sem er 2 hæðir og kjallari, allt að 4860 m2 Lóðamörkum Sunnubrautar 32 og 36 er einnig breytt. Skv. uppdrætti dags 7 júlí 2025

Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt

Skipulagsstofnunar málsnúmer: 1102/2025

Nesvegur 50 - breyting á deiliskipulagi

Bæjarráð fh Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 26 júní 2025 að auglýsa skv 1 mgr 41 gr skipulagslaga nr 123/2010 tillögu breytingu á deiliskipulagi svæðisins, staðfestu 15 03 2022 Skipulagssvæði nær nú einnig utan um lóð austan Hafnarvegs þar sem fyrirhuguð er vatnstaka en vestan megin er lagt til aukið byggingarmagn

Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar málsnúmer: 1103/2025

Athugasemdafrestur vegna ofangreindra skipulagsauglýsinga er til og með 8 október 2025 Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en fyrirspurnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer is

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar 27 ágúst 2025

Reykjanesbaer is

Ásta málari

Í gluggasal opnar Heimsmynd, einkasýning Áka Guðna Gränz (19252014). Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar. Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans. Áki var afkastamikill listmálari, myndhöggvari og hannaði ýmiskonar merki og fána m.a. bæjarmerki Njarðvíkur og merki Kvenfélags Njarðvíkur, Iðnaðarmannafélags Suðurnesja og fleiri. Áki tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum, kjörinn í hreppsnefnd Njarðvíkur árið 1970, var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Njarðvík til 1986 og forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur 1982-1986. Hann sat í stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur, var stofnfélagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur og einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur. Áki sat í undirbúningsnefnd stofnunar félags Keflavíkurverktaka og var bæði meðstofnandi og í stjórn félags málaraverktaka í Keflavík.

Ásta Kristín Árnadóttir frá Narfakoti í Innri-Njarðvík var óhrædd við að brjóta gegn rótgrónum hefðum um samfélagslegt hlutverk kvenna. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og Íslendinga. Ásta ruddi brautina fyrir konur. Hún bjó yfir óbilandi hugrekki og sjálfstrausti og lærði og starfaði víða um heim. Því er viðeigandi að gera sögu Ástu skil nú þegar hálf öld er liðin frá kvennaverkfallinu 1975. Árið 2025 hefur verið tileinkað baráttu fyrir jafnrétti og viðurkenningu á framlagi kvenna og kvár.

Sýningin opnar í Bíósal Duus safnahúsa fimmtudaginn 4. september kl. 18 og eru allir velkomnir. Sýningin stendur út nóvember.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Endurfundir -

landi til

hingað

eru

og hlakka mikið til að hitta gamla og nýja vini. Sýning Rutar er í Gryfjunni og stendur yfir Ljósanótt.

Í fremri sal opnar Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar (1937) frá Grindavík.

Blikandi Reykjanes með BIGS

n Sýning í Frystiklefa Svarta Pakkhússins á Ljósanótt

Samsýning listamanna í Frystiklefanum í Svarta Pakkhúsinu sem eiga það sameiginlegt að kenna listir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sækja innblástur úr nærumhverfinu.

Bragi Einarsson vinnur í málun og mun sýna ný olíumálverk unnin í ár. Íris Jónsdóttir vinnur einnig í málun og blandaðri tækni og sýnir ný verk unnin á striga.

Sólveig Sveinbjörnsdóttir vinnur tvívíð verk á silkipappír og sýnir ný akrýlverk og verður með leirmuni. Gunnhildur Þórðardóttir vinnur með tví - og þrívíð verk unnin á síðustu árum.

Sýningin er opin fimmtudag 1922, föstudag 16-21, laugardag 13-17 og sunnudag 13-16.

Léttar veitingar og allir vel komnir.

n Smáhúsaverkefnið við Hákotstanga:

Fyrsti áfanginn kostaði 25 milljónum meira en áætlað

Lokaskýrsla um smáhúsaverkefnið við Hákotstanga var lögð fram í velferðarráði Reykjanesbæjar á dögunum. Þar kemur fram að fyrsti áfangi verkefnisins fór um 25 milljónir króna fram úr upphaflegri fjárveitingu. Það gera um 50% fram úr áætlun. Verkefninu var upphaflega ætlað 50 milljón króna fjármagn, en heildarkostnaður nam 75,3 millj-

ónum. Þar af fóru 16,4 milljónir í lóðarframkvæmdir, 58,1 milljón í smíði húsanna og tæpar 0,7 milljónir í innbú og húsgögn. Hluti hallans, 16,15 milljónir króna, var færður inn í lokauppgjör 2025. Smáhúsin eru ætluð íbúum með fjölþættan vanda og var markmið starfshópsins að finna hentuga staðsetningu, ákveða stærð og tegund húsa, greina haghafa og

Við ætlum að halda uppi stemningunni alla Ljósanæturhelgina með mat, tónlist og fjöri.

Þú vilt ekki missa af þessari veislu

ræða við þá, ásamt því að gera greiningu á nauðsynlegri stuðningsþjónustu og framkvæmd hennar.

Í bókun velferðarráðs segir að starfshópurinn hafi sinnt verkefnum sínum vel og fær þakkir fyrir unnin störf. Þar er jafnframt undirstrikað að verkefnið sé mikilvægt úrræði til að bæta búsetuskilyrði viðkvæms hóps í samfélaginu.

Fimmtudagur 4.september

KONUKVÖLD Á BRONS INGÓ & DJ.SÓLEY BJARNA

Búbblur & léttvín í boði Ölgerðarinnar frá kl. 20:00 –22:00

Kokteillseðill á Brons Lounge & ostar

Ljósanætur matseðill

Ingó Veðurguð mun spila frá kl. 22:00–23:30

DJ Sóley Bjarna heldur áfram stemningunni fram á nótt

Selt inn frá kl. 22:00, einnig hægt að kaupa miða inná Stubb | Opið til kl. 02:00

Föstudagur 5.september

HERRA HNETUSMJÖR & BENNI B.RUFF

Hádegistilboð á steik og béarnaise frá kl. 11:30 – 14:00

Frítt í pílu frá kl. 14:00 –18:00

Ljósanætur matseðill

Herra Hnetusmjör og Benni B. Ruff DJ sér um að halda partíinu áfram fram eftir nóttu

Selt inn við hurð frá kl. 21:00, einnig hægt að kaupa miða inná Stubb | Opið til kl. 03:00

Laugardagur 6.september

BOTTOMLESS BRUNCH DANIIL & FLÓNI

Bottomless Brons Brunch frá kl. 12:00 – 16:00 (borðpantanir: brons@bronskeflavik.is)

Frítt í pílu frá kl. 14:00 –18:00 Ljósanætur matseðill

Daniil & Flóni á sviði kl. 23–01

DJ Ragga Hólm heldur uppi dansgólfinu allt kvöldið FRÍTT INN! | Opið til kl. 03:00

Fríða Rögnvaldsdóttir með verk í vinnslu.

Fólkið mitt og fólkið þitt á Park Inn

Myndlistarsamsýning Fríðu Rögnvalsdóttur og Þóru Jónu Dagbjartsdóttur verður á Park Inn by Radisson að Hafnargata 57 á Ljósanótt. Fólkið mitt og fólkið þitt er nafn sýningarinnar en listakonurnar báðar eru að skapa fólk í listaverkum sínum.

Víkurfréttir litu við á vinnustofu Fríðu í aðdraganda sýningarinnar. Vinnustofuna er Fríða með í kjallara Pósthússtrætis, þar sem hún býr. Það eru ár og dagar síðan Fríða setti síðast upp sýningu. Það var árið 2019 en listakonan hefur alls ekki setið auðum höndum og er alla daga að vinna að listsköpun sinni.

Þær Fríða og Þóra ákváðu seint að taka þátt í Ljósanótt með sýningu og voru alls ekki vissar um að fá sýningarrými.

Þær leituðu til Fjólu Jónsdóttur á Park Inn by Radisson. Fjóla er sjálf listakona og þekkir þörf listafólks til að miðla list sinni. Hún tók sér nokkra daga og fann gott sýningarrými á hótelinu fyrir þær Fríðu og Þóru.

Liggur listakonan með myndir á lager fyrir sýningu?

„Alls ekki. Ég er búin að vera á fullu síðasta mánuðinn að vinna myndir fyrir þessa sýningu. Þetta er seinvirk vinna,

SAMTAKA HÓPURINN

Söfnum góðum fjölskylduminningum, höfum gaman saman á Ljósanótt. Verum samferða heim

algjör steypa, og ég ákvað að vinna flest verkinn í sömu stærð og þá ætla ég að bæta við nokkrum myndum úr gallerýi sem ég er með á Laugaveginum í Reykjavík. Sýningarrýmið er lítið og því ekki hægt að vera með alltof margar myndir. Það er heldur ekki markmiðið að vera með allt kjaftfullt, heldur bara eitthvað fallegt.“

Fríða er þekkt fyrir steypumyndir sínar en hún er einnig að mála með akríl.

Þóra verður með stór verk á sýningunni. „Hún er rosalega flott listakona og það er heiður að fá að vera með henni og að vera búin að fá hana í bæjarfélagið,“ segir Fríða um Þóru, sem er með vinnustofu á Ásbrú.

BM VALLÁ opnar nýja steypustöð á Suðurnesjum

Ný steypustöð BM Vallár í Reykjanesbæ verður tekin í notkun í haust. Með stöðinni eykur fyrirtækið enn frekar þjónustu sína við byggingar iðnaðinn á Suðurnesjum ásamt því að styðja við þá miklu uppbygg ingu sem framundan er á svæðinu, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Við höfum lengi fengið hvatningu og ábendingar frá samstarfsaðilum og áhugasömum aðilum um að koma okkur fyrir á Suðurnesjum og nú svörum við því kalli. Við sjáum mikla möguleika í framtíðarþróun á svæðinu og hlökkum til að taka þátt í uppbyggingunni með fyrsta flokks vistvænni steypu, framúrskarandi þjónustu og öflugri afkastagetu.“ segir Emil Austmann Kristinsson, framkvæmdastjóri sölusviðs BM Vallár.

HÁÞRÓUÐ FRAMLEIÐSLUTÆKNI

Nýja steypustöðin mun auka umtalsvert þjónustustigið við byggingariðnaðinn á Suðurnesjunum. Stöðin, sem kemur frá þýska fram leiðandanum Nisbau, er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Þessi nálgun er í samræmi við stefnu BM Vallár, sem er með vottað ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi og hefur nýlokið vottun á ISO 45001 heil brigðis- og öryggisstjórnunarkerfi.

UMHVERFISMÁL Í FARARBRODDI

Sjálfbærni og umhverfismál eru lykilþættir í starfsemi BM Vallár og er steypustöðin hönnuð með til liti til jákvæðari umhverfisáhrifa og hringrásarlausna. Í stöðinni er endurvinnslustöð sem kemur til með að endurvinna afgangssteypu og allt skolvatn sem fellur til úr framleiðslunni. Með því verður

hægt að endurnýta hráefnin að fullu í framleiðsluferlinu ásamt því að að engin óæskileg úrgangsefni fara í fráveitukerfið.

Stöðin er útbúin hitunarkerfi, gufukatli, sem gengur bæði fyrir dísilolíu og metangasi frá Sorpu, sem er hluti af hringrásarhag kerfinu og bætir nýtingu úrgangs ásamt því að vera umhverfisvænni orkugjafi.

Berglind, vistvænni steypa, er hluti af vöruframboði fyrirtækisins og verður hægt að fá hana með allt að 45% minna kolefnisspori samanborið við hefðbundna steypu (skv.kröfu byggingarreglugerðar).

FRAMKVÆMDIR Á LOKASPRETTINUM

Síðustu mánuði hefur staðið yfir jarðvinna og steypuframkvæmdir á svæðinu, þar sem búið er að steypa gólfplötu, sex efnishólf og undir stöður fyrir vigtarband og síló.

Reykjanesbæ mun í haust þjónusta viðskiptavini í Keflavík, Njarðvík, Höfnum, Sandgerði, Garði, Vogum ásamt Hafnarfirði. Stöðin er á Ásbrúarsvæðinu, að Ferjutröð 11.

Ný stjórn FKA Suðurenes, frá vinstri: Iðunn Kristín Grétarsdóttir, Gúna Mezule, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Þórdís Anna Njálsdóttir, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Steinunn Snorradóttir, Erna Rán Arndísardóttir

Fimmta starfsár FKA Suðurnes

„Þessi aðalfundur markar fimmta starfsár félagsins okkar og við eru náttúrulega mjög hamingjusamar með það. Deildin var stofnuð árið 2021 og er ein stærsta deild FKA sem við getum við stoltar af,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum.

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir formaður FKA var með stutt ávarp á aðalfundi FKA Suðurnes sem var haldinn á Park Inn hótelinu 18. ágúst. „Hún er að opna nýja stórglæsilega verslun Gæludýr.is hjá Krónunni Fitjum og er full tilhlökkunar að vera með annan fótinn á svæðinu,“ segir Guðný Birna. Á fundinum var Steinunn Snorradóttir með erindi um markmiðasetningu og þægindaramma að lokum hefðbundnum aðalfundarstörfum.

„Það er óhætt að segja að hér hafi verið nóg af fjöri og fræðslu á liðnu starfsári og við ætlum að teikna upp nýtt starfsár og ekki gefa neitt eftir. Í krafti kvenfrumkvöðla á Suðurnesjum var stórglæsileg og vel sótt ráðstefna sem konur úr AWE nýsköpunarhraðlinum voru gestir á. Ráðstefna var haldin á Marriott hótelinu á degi sem hófst á heimsókn í Algalíf sem var mikil upplifun. Á starfsárinu fóru félagskonur líka í ferð saman

á Hótel Varmaland, héldu árlegan ljósmyndadag þar sem Guna Mezule sá til þess að konur ættu góða mynd til að nota í sínum störfum. Á starfsárinu var FKA í Danmörku með viðburð, þrjár af félagskonum Suðurnesja fóru til Danmerkur og Fida Abu Libdeh var þar með öflugan fyrirlestur. Farið var í KEF SPA & Fitness Versace, haldið var Linkedin námskeið, við fórum á hraðstefnumót og fögnuðum vori með því að fara í pílu á Brons og á Kaffi Golu, nýlegu kaffihús á Stafnesi,“ segir Guðný Birna.“

Konur í atvinnulífinu á Suðurnesjum eru hvattar til að skrá sig í Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Stjórn FKA Suðurnes 2025-2026:

Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður Þórdís Anna Njálsdóttir, varaformaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, gjaldkeri

Steinunn Snorradóttir, ritari

Guna Mezule, samskiptastjóri

Erna Rán Arndísardóttir, viðburðastjóri

Anna Tabaszewska (varastjórn)

Bjarklind Sigurðardóttir (varastjórn)

Iðunn Kristín Grétarsdóttir (varastjórn).

„Viðskiptavinurinn getur fylgst með á skjá hvernig næringargildin í hans máltíð breytast,“ segir Karel Ólafsson, annar eigenda Preppbarsins en fyrir þá sem ekki þekkja til, þá býður Preppbarinn upp á hollan skyndibita, þann hollasta vilja sumir meina.

Karel og Birgi Halldórssyni, meðeiganda hans, fannst vanta hollan mat inn á skyndibitamarkaðinn sem er risastór, Karel var í námi í NTV (Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn) þegar þeir fengu hugmyndina, lokaverkefnið fjallaði um stofnun fyrirtækis sem býður upp á hollan mat og hér eru þeir í dag, staddir í Reykjanesbæ, að opna þriðja staðinn síðan í febrúar 2022. Preppbarinn hefur komið sér fyrir á Hafnargötu 90, þ.e. í portinu baka til.

Hollur skyndibiti

Preppbarinn hóf rekstur seint á árinu 2019 en flestir vita hvað gerðist nokkrum mánuðum síðar, í byrjun var samt öðruvísi rekstur í gangi. „Nei, ég er ekki kokkur eða næringarfræðingur, ég er stemningsmaður. Ég fékk hugmyndina þegar ég var í námi í NTV, mér fannst vanta hollan skyndibita á markaðinn og við Birgir ákváðum að kasta okkur út í djúpu laugina og náðum strax góðum sundtökum í henni. Við byrjuðum með heimsendingarþjónustu en nokkrum mánuðum síðar skall covid á en það breytti okkur engu því við vorum hvort sem er í heimsendingarþjónustu en vorum þá komin í samkeppni við aðra staði. Okkur gekk strax vel og við sáum að það var sylla á markaðnum og fórum

Keflavíkurkirkja fagnar því að 110 ár eru liðin frá byggingu Keflavíkurkirkju og 25 ár frá því að Safn aðarheimilið Kirkjulundur var tekið í notkun með af mælissýningu í kirkjunni á Ljósanótt þar sem gestir geta kynnt sér sögu kirkjunnar og fræðst um muni í kirkjuskipinu. Sýningin opnar miðvikudaginn 3. september kl. 17 og verður boðið upp á léttar veitingar.

Bygging Keflavíkurkirkju var þrekvirki í litlu þorpi og stórhuga verkefni en hún var teiknuð af fyrsta íslenska arkitektinum Rögn valdi Ólafssyni (1874-1917) og þykir hún með glæsilegri kirkjum hans. Kirkjan tók við af timburkirkju sem fauk í óveðri 1902 áður en smíði hennar var lokið. Þrátt fyrir brotsjó var áfram haldið og ný kirkja vígð árið 1915. Á sýningunni verður sagt frá endurbótun á Kirkjunni sem stóðu yfir frá 2012 - 2020, fjallað er um byggingu Safnaðarheimilis árið 2000, sagt frá sögu orgelsins og að lokum sagt frá brunanum í Skildi en þann 30. desember n.k. verða 90 ár liðin frá atburðinum sem markaði spor sín í litlu samfélagi suður með sjó.

að huga að opnun staðar og opnuðum þann fyrsta í febrúar 2022, á Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík. Opnuðum svo í júlí á Vesturlandsvegi og erum nú komin til Reykjanesbæjar og hlökkum til samskipta við Suðurnesjafólk og aðra gesti.“

Hversu margar hitaeiningar?

Allt sem Preppbarinn býður upp á er hollt, hið minnsta eins lítið óhollt og hugsast getur.

„Við erum t.d. með sætar kartöflur í stað venjulegra, kjúklingur er vinsæll sem kjöt en við erum líka með annað kjöt og sósurnar eru jógúrt sósur. Svona verður máltíðin hitaeiningasnauðari en mikið af skyndibita er djúpsteiktur og þ.a.l. ekki hollur. Kúnninn okkar sér á skjá hversu margar hitaeiningar hann er að

Gestir geta kynnt sér kirkjumuni og sögu þeirra bæði í kirkjunni sem og í bæklingi og á vef kirkjunnar en þar verða jafnframt birtar ítarlegri upplýsingar og viðtöl við Ragnheiði Ástu Jónsdóttur fyrrverandi formann sóknarnefndar og Pál Bjarnason arkitekt.

Sýningarstjóri er Dagný Maggýjar en um hönnun sá Jón Ágúst Pálmason.

Sjá nánar á keflavikurkirkja.is

fara innbyrða, allt er vigtað fyrir framan kúnnann og hann getur valið úr mörgum tegundum græn metis, hrísgrjóna og kjöts, hvað fer í hans máltíð. Viðskiptavin urinn sér hvernig næringargildin breytast eftir því hvað fer í mál tíðina og getur því fylgst vel með hvað hann er að fara setja ofan í sig. Máltíðin getur farið í box, vefju eða salat og allar sósur eru úr jógúrt, sem er hollasta skyndibita sósan á markaðnum. Við gerum út á hollustu og erum stolt af því að bjóða upp á þennan mögu leika í skyndbita. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, við höfum vaxið stöðugt síðan við opnuðum fyrsta staðinn á Suðurlandsbrautinni og ef við höldum svona áfram munum við opna víðar en byrjum á að koma okkur vel fyrir í Reykjanesbæ,við hlökkum til að taka á móti Suðurnesjamönnum afslátt opnunarhelgina, allir velkomnir. Til að byrja með verðum með veitingastað en viljum þróa okkur út í fyrirtækjaþjónustu, munum þá bjóða upp á sendingu til fyrirtækjanna,“ sagði Karel að lokum.

Góða skemmtun á Ljósanótt

Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda leikskóla í Urriðaholti sem opnar í september nk. Skólar ehf. er um 20 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu. Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla. Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga. Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök Heilsufarsáætlun

Logi er með skýr

markmið í golfinu

n Vann Meistaramót GS með yfirburðum og varð klúbbmeistari í annað sinn

Afrekskylfingurinn Logi Sigurðsson varð klúbbmeistari Golfklúbbs

Suðurnesja í annað sinn í síðustu viku. Minnstu munaði að Logi hefði byrjað mótið á að fara holu í höggi, upphafshögg hans á holu eitt upp á rúma 290m flaug alla leið inn á flöt og lenti boltinn í stönginni! Logi hefur undanfarna vetur dvalið á Costa Ballena á Spáni og mun fara þangað í haust og vonast eftir að taka þátt í nokkrum mótum á Spáni í vetur. Framtíðarmarkmiðin eru skýr, atvinnumennska og ekkert annað.

Logi tók þátt í meistaramóti GS í næstsíðustu viku og hafði mikið gaman af.

„Það var virkilega gaman að taka þátt og hitta allt fólkið í Leirunni. Ég byrjaði frábærlega, fór næstum holu í höggi á fyrstu holunni á degi eitt, það hefði verið saga til næsta bæjar! Holan er par 4, upphafshöggið var um 290 - 300m og ég hafði strax góða tilfinningu fyrir högginu og grínaðist með að boltinn ætti nú bara að fara ofan í. Það munaði ekki miklu, hann fór í stöngina og ég kláraði púttið fyrir erni. Ég spilaði mjög vel og var farinn að gæla við að slá vallarmetið en fékk bara par á síðustu tvær holurnar. Ég var lélegur á degi tvö og missti niður forskotið en náði mér síðan aftur á strik á degi þrjú og spilaði svo frábærlega á lokadeginum og vann að lokum með ellefu höggum. Það var mjög gaman að koma aftur og spila í meistaramótinu, ég tók síðast þátt árið 2023 og vann þá líka.“

Vindur í seglin árið 2023

Logi hefur verið á ferð og flugi í sumar en árið 2023 urðu straumhvörf hjá honum má segja.

„Að verða Íslandsmeistari árið 2023 gaf mér byr undir báða vængi, ég fór í kjölfarið í úrtökumót fyrir Nordic mótaröðina sem er 3. deildin á norðurlöndum og reyndi svo við Áskorendamótaröðina í fyrra en gekk ekki nógu vel. Ég hef dvalið mikið á Costa Ballena á Spáni á haustin og veturna og er þá bæði að kenna og æfi mig sjálfur. Þegar ég kom heim í vor keppti ég á einu móti og fór svo út og keppti á St. Andrews trophy sem er eitt sterkasta áhugamannagolfmót heims og var tveimur höggum frá niðurskurðinum. Ég kom heim og fór skömmu síðar til Englands á Opna breska áhugamannamótið ásamt fleiri íslenskum kylfingum. Ég spilaði vel í mótinu, var á línunni varðandi að komast í gegnum niðurskurðinn en gekk ekki nógu vel í umspilinu. Þegar ég kom heim tók

við Íslandsmótið í holukeppni, ég vann höggleikinn en datt því miður út í 16-manna úrslitunum og svo fór ég með landsliðinu til Írlands að keppa á EM. Við byrjuðum vel á degi eitt en svo hallaði undan fæti og við rétt náðum að halda sæti okkar með tveimur sterkum sigrum í lokin. Á þessari upptalningu sést að ég var talsvert á faraldsfæti í sumar og þegar heim var komið á ný tók Korpubikarinn við, þar lenti ég í sjötta sæti en spilaði frábært golf inn á milli og spilaði m.a. á 29 höggum á níu holum einn daginn. Svo tók Íslandsmótið við og aftur lenti ég í sjötta sæti og aftur náði ég eftirtektarverðum níu holum, spilaði seinni níu í Hvaleyrinni á 30 höggum en þær eru mun erfiðari en fyrri. Næstbesta skor þennan dag var 35 högg svo það sést að ég var heitur þennan dag en það vantaði meiri stöðugleika til að blanda mér virkilega í toppbaráttuna í mótinu,“ segir Logi. Atvinnumennska draumurinn

Logi getur á sínum besta degi keppt við flesta en hvað vantar hann til að komast lengra og hvar sér hann sig eftir þrjú ár?

„Eins og ég segi oft, ég þarf að bæta mig aðeins í öllum þáttum leiksins. Ef ég bæti mig í upphafshöggum, vippum o.s.frv. þá mun ég ná lengra. Púttin eru lík-

... Púttin eru líklega minn sterkasti þáttur og ef ég næ meira að slá mig inn á fimm metra í stað tíu, gefur auga leið að líkurnar aukast á að púttið fari niður.

Ég þarf einfaldlega að vera duglegur að æfa svo ég nái að bæta mig...

lega minn sterkasti þáttur og ef ég næ meira að slá mig inn á fimm metra í stað tíu metra, gefur auga leið að líkurnar aukast á að púttið fari niður. Ég þarf einfaldlega að vera duglegur að æfa svo ég nái að bæta mig, ég er mjög gott lið í kringum mig, hvort sem er þjálfarar, kýrópraktór, styrktarþjálfari eða sálfræðingur. Ég er ungur og ef

á fullt í atvinnugolf á innan við þremur árum. Ég gæti farið í úrtökumót í haust en ég vil frekar gefa mér annað ár í að æfa mig til að verða betri, ég verð talsvert á Spáni í vetur og er þar að æfa við bestu aðstæður og keppi hugsanlega á vetrarmótaröð á suður Spáni, ég er að skoða það. Ég er með skýrt leikskipulag fyrir framtíðina, ég er með stóra markmiðið en til að ná því þarf ég að ná öllum litlu markmiðunum og með því að nálgast þetta á þeim forsendum hef ég fulla trú á að ég verði kominn á Áskorendamótaröðina sem er 2. deildin í Evrópu, jafnvel DP Evróputúrinn sem er næst sterkasta mótaröð í heiminum, eftir þrjú ár,“ sagði Logi að lokum.

Fjóla Íslandsmeistari unglinga í golfi

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja varð Íslandsmeistari unglinga í stúlknaflokki 17-18 ára en leikið var á Þorláksvelli í Þorlákshöfn 15.-17. ágúst. Fjóla lék sitt besta golf í sumar og endaði á tveimur höggum undir pari eftir þrjá hringi sem hún lék á 73-68-73. Hún hafði betur með fjórum höggum í spennandi keppni við Pamelu Ósk Hjaltadóttir úr Mosfellsbæ sem sótti að Fjólu í lokahringnum en Suðurnesjastelpan gaf ekkert eftir á lokasprettinum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík

Lengjudeildarlið Keflavíkur í knattspyrnu mun leika í búningi merktum Píeta samtökunum í völdum leikjum í sumar. Sala er hafin á treyjunni þar sem allur ágóði rennur til Píeta.

Treyjan var fyrst notuð í Lengjudeild karla gegn Völsungi á HS Orku velli og þar vann Keflavík stórsigur 7-2. Ragnar Aron Ragnarsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur segir málið þarft og alltaf eiga við. „Því miður eru alltof margar fjölskyldur sem þekkja þetta. Faðir minn hefði orðið 63 ára á þessu ári, en hann féll fyrir eigin hendi árið 2002. Stöðug áminning er nauðsynleg að mínu mati og þarft að halda á lofti umræðu um andlega heilsu. Við viljum með þessum hætti láta gott af okkur leiða og styðja við bakið á þessum öflugu samtökum,“ segir Ragnar Aron. Treyjan er þegar komin í sölu á Keflavikurbudin.is í takmörkuðu upplagi.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Samkvæmt tillögu JeES arkitekta fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins felur stækkunin í sér nýbyggingu á tveimur hæðum með kjallara, alls allt að 4.860 fermetra. Jafnframt er gert ráð fyrir breytingum á lóðamörkum Sunnubrautar 32 og 36.

Logi undirbýr pútt á 9. flöt í meistaramótinu í Leiru.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Nýjar hlaupaleiðir og rás

staður í Ljósanæturhlaupinu

Ljósanæturhlaupið fer fram mið

Flugstöðvarkerru trillað niður í bæ

Þessir ferðamenn hvíldu lúin bein með farangur sinn eftir flugið til Íslands og trilluðu töskukerrunni úr

Leifsstöð með farangrinum niður í miðbæ Keflavíkur.

Þar var gott var að taka stöðuna í einum kofanum á Baggalág. En hvað varð svo um kerruna? VF/pket.

Stapalaug, Reykjanesbær býður þátttakendum í sund að hlaupi loknu.

Dagskrá og tímasetningar:

Ræsing í 10 km kl. 18:30

Ræsing í 7 km fjarlægð kl. 18:35

Ræsing í 3,5 km kl. 18:40

Verðlaunaafhending verður um kl. 19:50

skráningu á: netskraning.is ( http://netskraning.is/ ) til að forðast óþarfa streitu.

Afhending keppnisgagna hefst kl 17 á hlaupadegi.

Umsjón: Vikar Sigurjónsson sími 899-0501.

starfi hans hefur tekið Þór Hauksson, sem býr yfir víðtækri reynslu í rekstri og stjórnun fyrirtækja, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Guðmundur G. Gunnarsson, stjórnarformaður Ice-Group, þakkar Jóni fyrir hans öfluga og farsæla starf sem forstjóri félagsins sl. 5 ár. „Samhentur hópur eigenda hefur leitt félagið af fagmennsku og skilur eftir sig traustan grunn fyrir framtíðina. Félagið hefur undanfarin ár náð sterkri stöðu á markaði erlendis, eflt innviði og styrkt tengsl við lykilviðskiptavini. Félagið er í dag eitt öflugasta félag

Þórs Haukssonar hefst nýr kafli en að auki kemur Þór inn í hlut hafahóp félagsins. Framundan eru spennandi tímar hjá Ice-Group og Þór mun leiða félagið með krafti og nýrri sýn inn í næsta skeið í þróun þess,“ segir Guðmundur G. Gunn arsson.

Ice-Group er öflugt íslenskt félag í sjávarútvegi sem var stofnað árið 1997 af Guðmundi G. Gunnarssyni sem stýrði því þar til Jón Gunn arsson tók við. Eigendur hafa alla tíð starfað hjá félaginu. Félagið hefur sérhæft sig í framleiðslu og sölu þurrkaðra fiskafurða og rekur meðal annars tvær þurrkverk

Léttar

Börnin

Erum ekki að missa flugið

n segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Lengjudeildarliðs Njarðvíkinga

„Tja, missa flugið, það er djúpt í árina tekið finnst mér þegar við vorum búnir að spila sautján leiki án þess að tapa. Ef þessir tveir leikir sem við töpuðum væru spilaðir tíu sinnum þá vinnum við þá oftar en ekki, ef mið er tekið af allri tölfræði leikjanna,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Lengjudeildarliðs Njarðvíkur. Þegar við-

markið og skoruðu þrjú mörk. Við erum búnir að núllstilla okkur eftir þessi tvö töp og mætum fullir sjálfstrausts í þá þrjá leiki sem eftir eru. Ef við spilum okkar leik erum

HART BARIST Í TEIGNUM

Það er alltaf hart barist og kannski aðeins meira í stórum nágrannaleikjum eins og þegar Keflavík og Njarðvík mætast. Þessi mynd er tekin úr fyrri leik liðanna í sumar á JBÓ vellinum í Njarðvík. Fyrir leikinn verður BLUE Car Rental með „Blue-zone“ fyrir stuðningsfólk beggja liða í b salnum í Blue höllinni í Keflavík frá kl. 14. VF/pket.

06.09.25

Blue Car Rental fagnar nýrri ásýnd á Ljósanótt með glæsilegum viðburði fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar fyrir stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur.

Tónlistarmaðurinn Birnir mun halda stemmningunni á lofti og á svæðinu verða veitingar í fljótandi formi, gjafir og hoppukastalar fyrir yngstu gestina. á Ljósanótt

Dagskrá

14:00 Húsið opnar

15:00 Kynnum nýja ásýnd BLUE

15:15 Birnir

15:45 Allir á leik Keflavíkur og Njarðvíkur

Við hvetjum stuðningmenn beggja liða til að mæta og taka þátt í að skapa alvöru stemmningu fyrir leikinn!

Staðsetning: Blue Höllin ( B-salur)

ÍRISAR VALSDÓTTUR

Ljósin skína skær

Fram undan er besta helgi ársins á Suðurnesjum, sjálf Ljósanóttin. Bærinn verður eins líflegur og best verður á kosið, listamenn á hverju horni og viðburðirnir óteljandi. Það verða líka ákveðin kaflaskil við þessa flottu bæjarhátíð okkar. Þegar ljósin á berginu kvikna er eins og kveikt sé á haustinu og systurnar regla og rútína taka við. Sjálf á ég margar góðar minningar af liðnum Ljósanóttum. Ógleymanlegt var þegar við marseruðum ásamt öllum grunnskólabörnum Reykjanesbæjar í Myllubakkaskóla og sungum „Velkomin á Ljósanótt“ og slepptum hundruðum blaðra út í loftið. Ákveðinn atburður er mér þó alltaf minnistæður frá unglingsárunum. Rétt eftir flugeldasýningu tíðkaðist hér áður fyrr að unglingarnir yrðu eftir á gamla Ný-Ungs planinu þegar þreyttir foreldrar og sofandi börn fóru að týnast heim. Við vinkonurnar, þá rétt nýfermdar, völsuðum um planið innan um aðra táninga sem höfðu enn ekki aldur til þess að komast inn á skemmtistaðina. Flestir ýmist með bakkus og spírítus í bakpokanum eða landa og salem. Þetta þótti okkur æðislega spennandi eða allt þar til mæður okkar fóru að hringja.

„HA? Mamma ég heyri ekkert í þér en ég er alveg að koma heim. Má ég ekki bara gista hjá…Mamma hennar leyfir sko! Æji mamma þær mega allar vera lengur úti.“ Allt var reynt en móðir mín hélt nú ekki. Fyrsta alvöru útihátíðin og ég þurfti endilega að fara heim. Ég ákvað því að vera nokkuð brött og hætta bara að svara símanum. Ein klukkustund í viðbót gat nú ekki sakað.

Eftir um það bil 20 mínútur af ósvöruðum símtölum lýsist allt planið skyndilega upp og hávær kliður ungmennanna dvínar svo um munar. Inn í miðja þvöguna rennir svartur Wolkswagen Polo. Bíllinn hennar mömmu. Móðir mín allt annað en kát undir stýri. Heim skyldi unga daman og ekki mínútu seinna en NÚNA. Ég staulaðist skömmustuleg að bílnum, settist inn og hallaði sætinu eins langt aftur og ég gat.

Á þeim tíma fannst mér þetta uppátæki mömmu hræðilega skömmustulegt. Ég var viss um að sagan myndi örugglega enda framan á Víkurfréttum, af Poloinum á miðju planinu og óþekkum unglingi sem ætlaði ekki heim. Svo var ekki… En í staðinn bæti ég henni við núna, full þakklætis fyrir mömmu sem hafði mitt öryggi ávallt í fyrirrúmi.

Mundi

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.