Víkurfréttir 4. tbl. 40. árg.

Page 8

8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Erum alltaf að æf fyrir stóra leikinn Guðmundur Ragnar Magnússon er Suðurnesjamaður ársins 2018 að mati dómnefndar Víkurfrétta „Tilfinningin er mjög góð. Það er heiður að hafa lent inni á þessum lista,“ segir Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við því að hann hafi hlotið nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2018“ en Guðmundur er maður ársins 2018 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta. Þetta er í 29. sinn sem Víkurfréttir standa fyrir vali á manni ársins á Suðurnesjum. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garði en býr nú í Keflavík með fjölskyldu sinni. Hann tók þátt í björgunaraðgerðum við erfiðar aðstæður í Helguvík um nótt í nóvember 2018 þegar sementsflutningaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar. Um borð voru fjórtán manna áhöfn og hafnsögumaður frá Reykjaneshöfn. Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öllum fimmtán skipbrotsmönnunum heilum upp í þyrluna. Guðmundur Ragnar slasaðist við björgunaraðgerðina en lét það ekki stoppa sig og lauk krefjandi verkefni í samstarfi við félaga sína í áhöfn björgunarþyrlunnar. Guðmundur var frá vinnu í nokkra daga eftir að hann rifbeinsbrotnaði við björgunarstarfið en var fljótt kominn í dagvinnu hjá Landhelgisgæslunni. Hann var við þau störf fram undir miðjan desember en þá átti hann inni frí sem hann notaði vel með fjölskyldunni og skellti sér m.a. í sólina á Tenerife. Eiginkona Guðmundar er Kristjana Björg Vilhjálmsdóttir og þau eiga börnin Magnús

Mána, Kötlu Dröfn og Elvar Dreka. Guðmundur er nýkominn aftur til starfa eftir gott frí. Æfingaflug sem farið var sl. laugardagskvöld var fyrsta flugið eftir björgunarleiðangurinn frækna í Helguvík í byrjun nóvember. Mætti grunlaus til vinnu á laugardaginn Guðmundur var grunlaus að mestu þegar hann mætti til vinnu síðdegis síðasta laugardag í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Framundan var þyrluæfing þar sem æfa átti hífingar úr varðskipinu Tý og úr sjó. Varðskipið var statt á Stakksfirði, skammt frá höfninni í Keflavík. Samstarfsfélagar Guðmundar vissu hins vegar hvað var í vændum og tóku á móti fréttamönnum Víkurfrétta sem höfðu meðferðis viðurkenningarskjal og blómvönd. Gengið var beint til verks og Guðmundi komið á óvart með tilkynningu um útnefningu valnefndar Víkurfrétta sem byggði m.a. á fjölmörgum ábendingum lesenda. Guðmundur sagði að þetta kæmi honum á óvart en þó hafi læðst að honum

Guðmundur Ragnar Magnússon er maður ársins á Suðurnesjum 2018 að mati dómnefndar Víkurfrétta. Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétt grunur eftir að upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar hafði samband við hann til Tenerife til að komast að því hvenær hann væri væntanlegur aftur til starfa. „Það var ekkert lífshættulegt að mér“

Guðmundur í fullum „herskrúða“ og tilbúinn til björgunar á mönnum úr sjó.

Í viðtali við Víkurfréttir í nóvember lýsti Guðmundur verkefninu sem hann og félagar hans á björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar leystu í Helguvík þegar fimmtán mönnum

var bjargað úr strönduðu skipi. Núna, þegar aðeins er um liðið, báðum við Guðmund um að horfa aftur yfir verkefnið. „Það voru hnökrar á þessu verkefni en það gekk vel heilt yfir og við björguðum öllum. Ég veit ekki hvort það hefði verið hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi, þetta bara gerðist.“ - Datt þér í hug í eina sekúndu að bakka út úr verkefninu af því að þú meiddist? „Alls ekki, aldrei. Við leggjum upp með það að ljúka verkefninu þegar

við erum að standa í þessu og ég vissi að það var ekkert lífshættulegt að mér, þannig að það yrði bara að klára þetta.“ - Og þetta gekk ótrúlega vel? „Já, miðað við allt saman og ef við horfum á aðrar bjarganir sem við höfum farið í þá var þetta alveg á pari við þær.“ - Og þetta eruð þið að æfa alla daga eins og í dag á þessari æfingu sem við hjá Víkurfréttum fengum að fylgjast með hjá ykkur. „Algjörlega. Við erum alltaf að æfa