Víkurfréttir 18. tbl. 39. árg.

Page 18

18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg.

„Stuðningurinn mun skipta okkur miklu máli í sumar“

„Hópurinn er ungur og hefur spilamennskan verið vaxandi,“ segir Ray Anthony, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu

Ray Anthony Jónssson tók við kvennaliði Grindavíkur í knattspyrnu í vetur og er hann á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Margar af reynsluboltum Grindavíkur lögðu skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og á ungt og efnilegt lið Grindavíkur ærið verkefni fyrir höndum í Pepsi- deildinni í sumar en liðið náði sjöunda sæti í deildinni í fyrra og hafa spekingar hafa spáð þeim falli í sumar. Ray svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um sumarið, undirbúningstímabilið og leikmennina.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? Við höfum verið að æfa vel í vetur og byrjuðum að æfa um miðjan nóvember, þær hafa verið duglegar en fáar. Úrslitin hafa alls ekki verið okkur í hag í æfingarleikjunum en það hafa samt verið margir ljósir punktar í þessum leikjum hjá okkur. Hvernig er staðan á hópnum? Staðan á hópnum er fín, hópurinn er ungur eins og ég sagði og hefur spilamennskan verið vaxandi. Þegar erlendu leikmennirnir okkar koma þá verðum við tilbúin í þetta verkefni og verður gaman að sjá hversu langt ungu stelpurnar eru komnar eftir fínan vetur. Hvert er markmið sumarsins? Markmiðið er að halda okkur í deildinni og reyna að byggja upp góðan kjarna til framtíðar. Þegar það tekst eftir nokkur ár, þá verður kannski markmiðið okkar eitthvað stærra. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn áður en leikmannaglugginn lokar? Já við ætlum að reyna finna einn til tvo leikmenn til að styrkja hópinn en ef það tekst ekki þá eru þessar ungu og efnilegu stelpur alveg nógu góðar til að takast á við þetta. Ykkur er spáð neðarlega og jafnvel falli í deildinni, hvað finnst ykkur um það? Okkur er spáð neðarlega og er það alveg skiljan-

legt held ég, við misstum marga reynda leikmenn frá síðasta tímabili og eftir eru ungar og efnilegar stelpur sem eiga eftir að standa sig í sumar. Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur eða bindur miklar vonir við? Ég get ekki tekið eina út því þær verða nokkrar sem eiga eftir að láta ljós sitt skína, í bland við erlendu leikmennina sem eru bara nokkrum árum eldri en þær. Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman? Við erum með Ísabel sem gerir það og er hún jafnframt fyrirliðin okkur og svo er Viviane að koma sterk inn. Skiptir stuðningurinn máli? Stuðningurinn mun skipta okkur miklu máli í sumar. Að fá fleiri til að koma á völlinn og styðja við bakið á okkur ætti að gera lið okkar ennþá betri. Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki? Styrkleikinn okkar mun vera samvinnan, við erum öll í þessu saman og ef við náum að virkja allar sem eru í þessu 100% á það eftir að fleyta okkur langt. Veikleikarnir verða kannski að við erum ekki með nógu margra eldri og reynslumikla leikmenn en ég held að það eigi ekkert eftir að hrjá okkur of mikið.

„Markmiðið er að njóta þess að spila“

„Að mínu mati erum við samkeppnishæfir við önnur lið í deildinni,“ segir Rafn Markús, þjálfari Njarðvíkinga. Rafn Markús Vilbergsson tók við knattspyrnuliði Njarðvíkur árið 2016 og tryggði Njarðvík sér sæti í Inkasso-deildinni í fyrra en óhætt er að segja að Njarðvík hafi unnið aðra deildina með yfirburðum. Rafn segir að staðan á hópnum sé góð og segir einnig að Njarðvík ætli sér að mæta sterkir til leiks og vera áfram í deildinni í haust. Rafn svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um undirbúningstímabilið, leikmannahópinn og sumarið.

NÆLDU

IÐ ÞÉR Í M Á TIX.IS

TM HÖLLIN KEFLAVÍK

30. MAÍ

LAUGARDALSHÖLLINNI

31. MAÍ Guðmundur Tyrfingsson ehf. Grænir & Góðir

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? Undirbúningurinn hefur gengið vel, við höfum æft við flottar aðstæður, spilað marga leiki og fórum í góða æfingaferð til Hollands fyrir stuttu. Þannig að menn koma brattir til leiks. Hvernig er staðan á hópnum? Staðan á hópnum er góð fyrir utan Styrmi Gauta sem á eitthvað í land eftir að hafa meiðst á hné í febrúar. Það hafa verið smávægileg meiðsli hjá nokkrum en allir verða klárir þegar deildin hefst á laugardaginn, auk þess kom Helgi Þór heim um helgina, úr námi frá USA og er hann í feiknaformi. Þannig að við erum enn að styrkjast. Hvert er markmið sumarsins? Það er mikill meðbyr með okkur og mikilvægt að nýta hann vel. Að mínu mati erum við samkeppnishæfir við önnur lið í deildinni og komum vel undirbúnir til leiks. Leikmannahópurinn hefur lagt mjög hart að sér og þeir þekkja hlutverkin sín vel. Við gerum okkur grein fyrir því að enginn leikur verður auðveldur í

þessari deild, markmiðið er að njóta þess að spila. Við ætlum okkur að mæta sterkir til leiks og vera áfram í deildinni þegar flautað verður til leiksloka í september. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn áður en leikmannaglugginn lokar? Það hafa verið minni breytingar á okkar leikmannahópi en hjá flestum liðum í deildinni en við erum ánægðir með okkar stöðu. Við lögðum áherslu á að byggja liðið í sumar á kjarna þeirra leikmanna sem áttu stærstan þátt í árangri liðsins í fyrra og bæta við nokkrum flottum karakterum og sterkum leikmönnum til að bæta liðið, styrkja og stækka leikmannahópinn. Breiddin í hópnum er meiri en í fyrra en við leggjum áfram mikla áherslu á samheldni innan hópsins, en hún var eitt af megineinkennum liðsins síðasta sumar. Það verða ekki miklar breytingar á hópnum fyrir mót. Ykkur er spáð neðarlega og jafnvel falli í deildinni, hvað finnst ykkur um það? Spáin hefur í raun engin áhrif á okkur. Stemningin innan leikmannahópsins

er mikil þar sem menn hafa mikla trú á eigin getu og liðsins í heild. Við erum meðvitaðir um að þetta verður mjög krefjandi verkefni. Við teljum okkur vera með vel mannaðan hóp sem er tilbúinn að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar í deildinni. Við höfum langt mikla áherslu á að koma vel undirbúnir til leiks og afsanna spánna. Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman? Andri Fannar Freysson er fyrirliði Njarðvíkurliðsins og fer fyrir liðinu. Hann ásamt mörgum öðrum gefa mikið af sér og fórna sér fyrir félagana og félagið. Skiptir stuðningurinn máli? Fyrir okkur Njarðvíkinga er spennandi sumar framundan og vonandi verður áfram aukning á áhorfendum á Njarðtaksvelli en hún var mikil í fyrra. Með betrum bættri áhorfendaaðstöðu á Njarðtaksvelli verður enn skemmtilegra að mæta á leiki. Ekki skemmir fyrir að leiktímar á okkur heimaleikjum verða mun betri en í fyrra og auðveldara fyrir stuðningsmenn og áhugamenn um knattspyrnu að mæta á völlinn. Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki? Við mætum vel undirbúnir til leiks. Við erum með öfluga liðsheild og breiðan hóp leikamanna sem eru spenntir að selja sig dýrt og sanna sig í Inkasso-deildinni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.