Meiri áhrif af lægri dollar en verðhækkunum og 15% tolli
Miðvikudagur 20. ágúst 2025 // 26. tbl. // 46. árg.
DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK
Vitadagar framundan í Suðurnesjabæ
verður á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, Vitadögum en þeir hefjast mánudaginn 25. ágúst og standa til 31. ágúst. Dagskrá verður í Sandgerði og Garði en aðal hátíðarsviðið verður að þessu sinni í Garði. Garðskagi er næst vinsælasti ferðamannastaður Suðurnesja en þangað flykkjast bæði útlendingar og Íslendingar enda oft ægifagurt, ekki síst í rjómablíðu eins og þegar þessi mynd var tekin nýlega. VF/pket.
Fleiri erlendir 30-40 ára karlmenn
á Suðurnesjum en íslenskir
Karlmenn á aldrinum 30-40
ára á Suðurnesjum eru fleiri af erlendum uppruna en íslenskir. Erlendir nýbúar á Suður-
Ljósanæturblað Víkurfrétta í lok næstu viku
Víkurfréttir gefa út veglegt Ljósanæturblað í lok næstu viku. Ljósanótt er dagana 4. til 7. september. Víkurféttir verða hins vegar tímanlega með blaðið fyrir hátíðina. Í Ljósanæturblaðinu verður dagskrá hátíðarinnar birt og vegleg umfjöllun tengd hátíðinni. Nú stendur yfir vinna við blaðið á ritstjórn Víkurfrétta. Auglýsendur eru hvattir til að vera í sambandi við auglýsingadeild á póstfangið andrea@vf.is. Þið sem viljið koma að efni eða ábendingum um áhugavert efni í Ljósanæturblaðið getið sent okkur tölvupóst á vf@vf.is Við hvetjum einnig til þess að efni og auglýsingar berist tímanlega þar sem blaðið er stórt og myndarlegt og tekur tíma í vinnslu.
Þetta kom fram í erindi Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem
meðan landsmeðaltalið er 24,9%. Þetta hefur valið ýmsum vaxtaverkjum í rekstri sveitarfélaganna á svæðinu. Fjárlög ríkisins
hefur ekki mætt miklum skilningi, sagði Berglind. Á Suðurnesjum búa 29.490 íbúar en fjöldinn hefur tvöfaldast frá árinu 1998, á rúmum aldarfjórðungi. Flestir búa í Reykjanesbæ eða 22.630, í Suðurnesjabæ búa 4200 manns, 1850 íbúar eru í Vogum en fæstir búa í Grindavík. Aðeins 810 eru með skráð lögheimili þar og hluti þeirra býr ekki í bæjarfélaginu.
Lúxusíbúðir í Reykja nesbæ og fallegasta gatan í Garðinum 15 2
Formaður Reynis flytur frá Reykjanesi á Reykjanes
Vegleg dagskrá
„Erum
við kaffiskúr starfsmanna sem fylgt hefur fyrirtækinu í áratugi.
að byggja fallegustu götuna í Garðinum“
Nú er uppsteypa hafin á síðasta húsinu við Báruklöpp í Garði. Byggingaverktakinn Bragi Guðmundsson ehf. fékk götunni úthlutað um mitt ár 2018 og fyrsta skóflustungan var tekin í desember 2021 af Báru Bragadóttur. Í Báruklöpp eru níu hús með samtals tuttugu og fjórum íbúðum, parhús og raðhús. Bragi Guðmundsson ehf. er byggingaverktakafyrirtæki í eigu feðganna Braga Guðmundssonar og Sveinbjörns Bragasonar. Þeir feðgar hafa verið afkastamiklir í húsasmíði í Garðinum og reyndar
síðasta hússins í Báruklöpp mun ljúka á næstu vikum og lokið verður við húsið í vetur að sögn Sveinbjörns Bragasonar. Samhliða uppbyggingunni við Báruklöpp hefur fyrirtækið einnig byggt fjögur einbýlishús í Brimklöpp, sem er næsta gata við Báruklöpp. Einn leikskóli í Sandgerði hefur einnig verið hristur fram úr erminni og ýmis önnur verk, þannig að það hefur verið nóg að gera hjá þeim 20 starfsmönnum sem vinna hjá fyrirtækinu.
Kjartan Már snýr aftur í stól bæjarstjóra Reykjanesbæjar
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september eftir 13 mánaða veikindaleyfi vegna krabbameinsmeðferðar. Í tilkynningu segir hann að vegferðin hafi verið krefjandi en lærdómsrík. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann.
Kjartan greindist með krabbamein í júlí 2024 og gekkst undir lyfja- og geislameðferð. Hann segir endurhæfingu hafa gengið vel með aðstoð Ljóssins, sálfræðinga HSS og þjálfunar hjá AlphaGym. „Góð heilsa er það dýrmætasta sem við eigum á og mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda henni,“ segir hann. Hann þakkar samstarfsfólki, bæjarbúum og fjölskyldu fyrir stuðninginn á þessum tímum, sérstaklega eiginkonu sinni, Jónu. „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ segir Kjartan að lokum.
Á ALLTHREINT.IS
Byggja einnig fjögur einbýlishús og þrettán íbúða fjölbýli í sama hverfi
gengið vel en ennþá eru óseldar íbúðir í tveimur fullbúnum parhúsum og önnur íbúðin í síðasta húsinu, sem nú er í byggingu, er óseld. Íbúðirnar sem eru tilbúnar eru 3ja herbergja og um 140 fermetrar með bílskúr. Pétur Bragason teiknaði húsin í götunni. Sveinbjörn segir að það sé búið byggja heila götu frá grunni. „Við erum að byggja fallegustu götuna í Garðinum og ég vil geta komið í þessa götu efir 20 ár og hún verður áfram falleg.“ Í næstu götu við Báruklöpp, Brimklöpp, hefur fyrirtækið reist fjögur einbýlishús og þau verða kláruð í vetur og einangruð og klædd í sama stíl og húsin við Bá
Framundan hjá Braga Guðmundssyni ehf. er svo bygging á þrettán íbúða fjölbýlishúsi í sama hverfi, Klappa- og Teigahverfi í Garði í Suðurnesjabæ. Þeir sem vilja kynna sér íbúðirnar við Báruklöpp nánar geta séð eignirnar á vef fasteignasölunnar Stuðlabergs.
Mikill áhugi á lúxusíbúðum við sjávarsíðuna
n Íbúum við Pósthússtræti í Keflavík fjölgar.
„Aðsóknin var langt umfram væntingar í ljósi stöðunnar á fasteignamarkaðinum sem var mjög ánægjulegt. Við ætlum því að efna til annarrar sýningar næsta laugardag og sýna enn meira af húsinu,“ segir Brynjar Guðlaugsson, fasteignasali á Stuðlabergi en fjölmargir komu að skoða íbúðir í nýju fjölbýlishúsi sem Reykjanes Investment er að ljúka byggingu á við Pósthússtræti 9 í Keflavík.
Fjölbýlishúsið við Pósthússtræti 7, fyrra húsið af tveimur seldist sem frægt er, áður en það var auglýst. Brynjar segir að grunngæðin séu þau sömu í húsunum við Pósthússtræti 7 og 9. Þar er hægt að nefna meiri lofthæð, þrefalt gler, loftskiptikerfi sem er nýjung og gæði innréttinga og tækja. Í húsinu sem er nú í söluferli sé farið enn lengra í gæðum innréttinga og tækja.
„Það má segja að í þessum húsum sé stigið enn lengra skref í að bjóða lúxusíbúðir með útsýni
og miklum gæðum. Kaupendahópurinn er enda fólk á miðjum aldri og eldra og þetta eru íbúðir sem eru hugsaðar fyrir þann markhóp. Fólk sem er að flytja úr einbýlishúsum sínum, vill komast í nýja og minni eign og leyfa sér meiri lúxus og gæði,“ segir Brynjar. Eftir sýninguna síðasta laugardag seldust þrjár íbúðir en fram að því höfðu 19 af 33 íbúðum selst. Það séu því tólf íbúðir enn
lausar og margar af þeim eru á efri hæðum hússins sem Brynjar segir að fari yfirleitt fyrst í fjölbýlishúsum. Þær séu þó dýrari og gæti haft eitthvað segja en fermetraverð í Pósthússtræti 9 er líklega það hæsta sem hefur verið í boði á Suðurnesjum. „Það var gaman að hitta fólk hér síðasta laugardag og við ætlum því að bjóða upp á aðra sýningu næsta
Séð yfir götuna Báruklöpp í Garði þar sem Bragi Guðmundsson ehf. hefur séð um alla uppbyggingu við götuna. VF/Hilmar Bragi
Íbúðir í þessum húsum eru óseldar. Þau eru fagurgræn á litinn og Sveinbjörn Bragason segir litinn í stíl
Fjölmargir komu á opið hús í Pósthússtræti 9 og nú er efnt til annarar sýningar næsta laugardag. Hér má sjá inn í eina af lúxusíbúðunum á efri hæðum fjölbýlishússins. Útsýnið er glæsilegt úr íbúðinni.
Pósthússtræti 7 og 9 í Keflavík.
2.355 fermetra og er með stærstu verslunum Krónunnar. Verslunin við Fitjabraut tekur við af minni verslun Krónunnar á Fitjum sem hefur þjónað íbúum Suðurnesja síðan 2015.
Opnunartími verslunarinnar verður frá 8 til 21 alla daga vikunnar.
Spennt að flytja í nýtt húsnæði Jón Þór Kristinsson, verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut er spenntur að flytja í nýtt húsnæði þar sem hið gamla var fyrir löngu orðið of lítið.
„Okkur hefur lengi dreymt um að komast í stærra húsnæði til að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur en munum auðvitað sakna verslunarinnar á Fitjum,“ segir Jón Þór. „Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir opnun og nú
og hlökkum við til að einfalda líf okkar viðskiptavina enn meira en áður í einni stærstu og glæsilegustu matvöruverslun Suðurnesja.“
Ferskleiki í fyrirrúmi
Að sögn Jóns Þórs verður mikil áhersla lögð á að hafa ferskvöru áberandi innan verslunar og verður meðal annars Tokyo Sushi með útibú í hinni nýju verslun. Krónan kynnir einnig þægilega nýjung innan Skannað og skundað þar sem viðskiptavinir geta leitað að vöru í Krónuappinu inni í verslun og séð á yfirlitskorti hvar hún er staðsett. Verðmerking vörunnar fer þá að blikka þegar notandinn nálgast hana og mun þetta spara mikinn tíma í leit að réttri vöru. Fjölbreytt vöruúrval á sem allra hagstæðasta verði í gegnum alla verslun.
Umhverfisvænar áherslur
Verslunin er Svansvottuð líkt og allar verslanir Krónunnar. Hún verður meðal annars upphituð með nýjum geislahiturum sem eru afar umhverfisvænir og sparsamir á vatn. Sömuleiðis verður orkusparandi LED lýsing um alla verslun, auk þess sem umhverfisvænt CO2 kerfi mun keyra lokaða kæla og frysta. Þyrstir viðskiptavinir og ferðamenn geta síðan fyllt á ferskt vatn í fjölnota brúsa við Krónukranann sem staðsettur er í anddyri verslunarinnar.
Uppbygging á Suðurnesjum
og
rífandi gangur í
snjallverslun
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, er ánægð með að geta loks opnað dyrnar að nýjustu verslun Krónunnar við Fitjabraut. Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu, sem telur í heild 10 þúsund fermetra, fór fram fyrir um tveimur árum og hefur mikil vinna farið í að hanna verslunina með áherslu á gott flæði og rúma ganga til að tryggja sem besta upplifun viðskiptavina. Í tilefni opnunar verða ýmis tilboð í gangi alla opnunarhelgina, meðan birgðir endast. Einnig verður 5% afsláttur af öllum vörum þegar notast er við Skannað og skundað í Krónuappinu laugardag til mánudags.
Jón Þór Kristinsson er verslunarstjóri Krónunnar í Njarðvík. VF/Hilmar Bragi
Séð yfir nýja Krónuverslun við Fitjabraut í Njarðvík. Myndin er tekin á mánudaginn þegar ennþá var unnið við umhverfi verslunarhússins. VF/Hilmar Bragi
Nýja Krónuverslunin er glæsileg og rúmgóð í splunkunýju húsnæði.
borgara á Kaffi Golu, Hvalsnesi Kaffiveitingar til sölu. Halldór Svavarsson heldur fyrirlestur um Jamestown strandið.
16:30-17:30 Fjölskylduquiz Fróðleg og skemmtileg samverustund á bókasafninu.
19:00 Litaganga
Gengið frá Þekkingarsetrinu í Sandgerði kl. 18:15 og frá Víðisvelli í Garði kl. 18:30 að Golfskálanum. Grill í boði Kjörbúðarinnar, kjötsúpa í boði Skólamatar og Kósýbandið spilar vel valin lög.
Þriðjudagur 26. ágúst
14:30 Gömlu góðu lögin í Miðhúsum
Berglind Ragnarsdóttir söngkona ásamt undirleikara syngja og spila gömlu góðu lögin fyrir gesti og gangandi. Kaffi og veitingar.
16:45 Sandkastalagerð í Garðskagafjöru.
Skreytum fjöruna með hinum ýmsu kastölum. Börn í fylgd með forráðamönnum. Glaðningur fyrir börnin. Munið eftir fötu og skóflu.
18:00 Vitahlaupið Tvær hlaupaleiðir í boði. Skráning og nánari upplýsingar á netskraning.is/ vitahlaupid.
19:00 Sjósund Bylgja og Gauja leiða sjósund við Bæjarskersfjöru.
19:00-22:00 Prjónakaffi í Auðarstofu – Öll velkomin Garnbúð Eddu, Steinunn Jóhannsdóttir og Björg Kristinsdóttir verða með „pop-up“.
20:00-22:00 Pottakvöld kvenna í sundlauginni í Sandgerði Sigga Kling, trúbador, léttar veitingar o.fl. Verðlaun fyrir litríkasta sundfatnaðinn. 20 ára aldurstakmark.
Miðvikudagur 27. ágúst
13:00-15:00 Opið hús í dagdvöl aldraðra, Garðbraut 85 Nafnasamkeppni, kynning á starfseminni og vöfflukaffi.
17:30 Söguganga í Garði Söguganga Merkra manna um merkingu gamalla húsa í Suðurnesjabæ. Gengið um Garð. Ný hús hafa bæst við frá því í fyrra. Mæting við Braggann, Skagabraut 17.
Vitadagar
Við hvetjum íbúa í öllum hverfum til að koma saman, grilla og njótaþar sem þið skipuleggið ykkar eigin grillveislu í götu, garði eða opnu rými
20:00-22:00 Pottakvöld karla í sundlauginni í Garði Lalli töframaður og léttar veitingar.
20:00-23:00 Lopapeysupartý ungmennaráðs, Þorsteinsbúð, Björgunarsveitarhúsið í Garði Fram koma: Elín Snæbrá, Guðjón Þorgils, Róbert Andri, Háski og Izleifur. Frítt er á viðburðinn sem er áfengisog vímuefnalaus. 15 ára aldurstakmark.
Fimmtudagur 28. ágúst
12:00 Hádegisskemmtun hjá grunnskólum Suðurnesjabæjar fyrir nemendur.
13:00-16:00 Opið hús í Auðarstofu, Heiðartúni 2 Kaffi og veitingar. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði taka nokkur lög.
16:15 Fjölskyldubingó í Samkomuhúsinu í Sandgerði í umsjón barnaog unglingaráðs Reynis/Víðis. Pizzusala og sjoppa á staðnum. Bingóspjald: 1.000 kr
Aðrir viðburðir 25.–31. ágúst í Suðurnesjabæ
17:30 Söguganga í Sandgerði Söguganga Merkra manna um merkingu eldri húsa í Suðurnesjabæ. Gengið um Sandgerði. Ný hús hafa bæst við frá því í fyrra. Mæting við Sandgerðiskirkju (Safnaðarheimilið).
17:00 Veitingasala og skemmtun í tjaldinu við Brons völlinn. Brons keppni fyrir allan aldur, skráning á staðnum og verðlaunaafhending í hálfleik.
18:00 Reynir S. – Augnablik á Brons vellinum
Frítt inn í boði Sparra ehf.
20:30 Partýbingó í Samkomuhúsinu í Sandgerði í umsjón barna- og unglingaráðs Reynis/Víðis. Bingóstjóri: Birna Rún Eiríksdóttir. Veitingasala á staðnum. 18 ára aldurstakmark. Bingóspjald: 1.000 kr.
Föstudagur 29. ágúst
Hattadagur í Suðurnesjabæ Hattavinafélagið í Suðurnesjabæ hvetur íbúa til að bera höfuðfat í dag.
13:00-17:00 Hoppland við Sandgerðishöfn
Hægt að leigja blautbúninga. Pallar, trampólín og mikil gleði.
14:00-17:00 Opið í Tónlistarskóla Sandgerðis
Fólk er velkomið að kíkja í kaffi, skoða skólann, prófa hljóðfæri og spjalla við starfsfólk.
15:30 Norðurbær-Suðurbær Fótboltamót sem fer fram á Brons vellinum. Skráning og nánari upplýs ingar á nordursudurbaer.is/skraning.
19:00 Knattspyrnufélagið Reynir 90 ára
Afmælishátíð í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Hlaðborð frá Soho, Eyþór Ingi, Emmsjé Gauti og ball með Stuðlabandinu. Nánari upplýsingar á Reynir.is.
20:00 Sinfó í sundlauginni í Garði
Sunnudagur 31. ágúst
Bein útsending í sundlaugum landsins frá sjónvarpstónleikunum: Klassíkin okkar - Söngur lífsins!
19:00-21:00 Súpuhlaðborð og Happy Hour á Sjávarsetrinu
20:00 Íslenskt þungarokk í Suðurnesjabæ Hljómsveitirnar Aesculus og Hrafnablót spila í portinu við Vélsmiðju Sandgerðis.
23:00 Stórdansleikur með Stuðlabandinu Ball í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Miðaverð við hurð: 6.500 kr.
Jóna Margrét og Guðjón Smári, Fríða Dís og Soffía Björg, VÆB, Sverrir Bergmann og Halldór fjallabróðir, Auddi og Steindi og Hljómsveitin Koppafeiti.
Dagskrá utan hátíðarsvæðis
09:00 Golfklúbbur Sandgerðis –Opna Icewear mótið Skráning á golf.is/golfbox. Mótsgjald: 6.500 kr. Glæsilegir vinningar.
12:30 Félagar í mótorhjólaklúbbnum Inmortales MC mæta með hjólin sín út á Garðskaga.
15:00 Bjórhlaup Litla Brugghússins Forskráning og nánari upplýsingar á Facebook síðu Litla brugghússins. Þátttökugjald í forsölu, 4.000 kr. Þátttökugjald á hlaupadegi, 4.500 kr.
og Haffi í Hvalsneskirkju. Miðasala á Tix.is
Sjólyst/Unuhús
Opið laugardag og sunnudag frá 13:00-17:00. Atriði frá Tónlistarskólanum í Garði á laugardag kl. 15:00. Vöfflukaffi o.fl.
Þekkingarsetur Suðurnesja
Opið mán-fös frá 10:00-16:00 og lau-sun frá 13:00-17:00. Frítt inn yfir helgina. Sýningar: Fróðleiksfúsi (á íslensku og ensku), Heimskautin heilla, Huldir heimar hafsins-Þangálfarnir
Bragginn Skagabraut 17
Opið 13:00-16:00 föstudag og 13:0017:00 laugardag
Byggðasafnið á Garðskaga Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00.
Nánari upplýsingar
Við vekjum athygli á því að dagskráin getur tekið breytingum og hvetjum því bæjarbúa til að fylgjast með á heimasíðu Suðurnesjabæjar og Facebook síðu Vitadaga. Núðlusúpa í bílskúrnum á Hólavöllum, Skagabraut 86 Opið föstudag-sunnudags frá kl 11:00-20:00. Verð: 2.000 kr.
sudurnesjabaer.is
Elskulegi bróðir okkar, NÚMI JÓNSSON
varð bráðkvaddur þann 17. júlí á heimili sínu í Noregi. Útförin hefur farið fram að ósk hins látna. Hrafnhildur, Una , Sif og fjölskyldur
Veiðihorfurnar góðar og breytingar í útgerð
Þegar þessi pistill er skrifaður er ansi góð vika í gangi. Blankalogn úti fyrir og það þýðir að færabát arnir geta sótt nokkuð duglega á boðann þar sem þeir eru að veiða ufsa.
Það er hagstætt að sækja ufsa núna. Hátt í 20 þúsund tonn af ufsakvóta mun líklega brenna inni við næstu kvótaáramót, og því er leiguverðið lágt, aðeins um 10 krónur, á sama tíma og verð á mörkuðum er gott.
Nesfisksskip komin á sjóinn
Ástkær faðir minn, sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi,
ARNAR MÁR LILJAN JÓHANNSSON Meiðastaðavegi 7, Garði,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 22. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Jóhann Liljan Arason Sigurborg Garðarsdóttir Stefán Þór Jóhannsson
Sólveig Lilja Jóhannsdóttir Erla Jóhannsdóttir
Ronja Rós Arnarsdóttir og fjölskyldur
Gísli Haraldsson Ann-Kristin Øverli Reynir Þór Jónsson Valgarður Thomas Davíðsson
Veglegt Ljósanæturblað VF kemur út 29. ágúst
Verið tímanlega í að bóka auglýsingar á póstfangið andrea@vf.is
Efni og ábendingar berist á vf@vf.is í síðasta lagi 27. ágúst.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
HEYRN.IS
Smátt og smátt er að færast líf í út gerðina. Þrír bátar frá Nesfiski eru farnir af stað:
Pálína Þórunn GK landaði 61 tonni í Sandgerði. Sigurfari GK er kominn af stað. Siggi Bjarna GK hóf vertíðina með 23 tonn í þremur róðrum.
Einnig má nefna að Margrét GK, sem var við veiðar á Neskaupstað, kom með tæp 5 tonn í sína fyrstu löndun í Sandgerði. Dúddi Gísla GK, sem hafði legið í Sandgerði frá því í maí, fór á veiðar eftir gott sumarfrí og landaði 5,2 tonnum. Hann hélt svo norður á Skagaströnd, og sama gerði Fjölnir GK eftir slipp í Njarðvík.
Netabátarnir í Keflavík
Nú eru orðnir fimm bátar á netaveiðum í Keflavík, allir fyrir Hólmgrím. Veiðin hefur gengið vel: Sunna Líf GK – 46 tonn í níu róðrum, mest 6,7 tonn. Halldór Afi GK – 34,2 tonn í 9 róðrum, mest 5,3 tonn. Addi Afi GK – 30 tonn í 9 róðrum, mest 5,8 tonn. Emma Rós
KE – 7 róðrar, mest 5,4 tonn. Svala Dís KE – ekki búin að landa þegar pistillinn var skrifaður.
Það er vert að geta þess að Sunna Líf GK er aflahæsti netabátur landsins í ágúst – þó enginn stór bátur sé nú á þorsknetaveiðum. Frystitogarinn í Grindavík
Hrafn Sveinbjarnarsson GK kom til Grindavíkur snemma í ágúst með 304 tonn eftir 13 daga túr. Það gerir rúm 23 tonn á dag. Aflinn var blandaður: Ýsa 91 tonn. Gullax 73 tonn. Þorskur 73 tonn. Grindvísk línuskip – þá og nú
Stóru línubátarnir frá Vísi hf. eru ekki enn komnir á veiðar. Páll Jónsson GK er í slipp í Reykjavík og Sighvatur GK í Njarðvík.
Það er þó athyglisvert að horfa til baka. Árið 2025 eru aðeins tveir stórir línubátar á veiðum frá Grindavík. Fyrir rúmum 20 árum voru þeir ellefu talsins. Þá réru
meðal annars: Jóhanna Gísladóttir GK (hóf veiðar í ágúst 2005). Freyr GK, seldur til Flateyrar og nefndur Siggi Þorsteins ÍS. Fjölnir ÍS, síðar nefndur Arnarberg ÁR. Hrungnir GK, Kristín GK, Sighvatur GK og Páll Jónsson GK – allir í eigu Vísis. Þorbjörn ehf. gerði einnig út nokkra báta, þar á meðal Geirfugl GK, Sturlu GK, Ágúst GK og Valdimar GK.
Af þessum ellefu bátum voru fimm áður loðnubátar sem fengu nýtt hlutverk á línu. Þar á meðal voru Jóhanna Gísladóttir GK (fyrrum Guðrún Þorkelsdóttir SU), Páll Jónsson GK (fyrrum Rauðsey AK), Geirfugl GK (fyrrum Háberg GK), Ágúst GK (fyrrum Gullberg VE) og Sturla GK, sem hét áður Guðmundur VE í Vestmannaeyjum og hafði þá um 900 tonna burðargetu.
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Meiri áhrif af lægri dollar en verðhækkunum og 15% tolli
n Eric the Red Seafood ehf. er með fiskvinnslur í Keflavík og Sandgerði og yfir 100 manns í vinnu
Ketill Helgason, fiskverkandi og fiskútflytjandi í Keflavík og Sandgerði segir óljóst hvaða áhrif 15% tollur á fiskafurðir til Bandaríkjanna hafi í för með sér til lengdar litið. Þó virðist sem markaðurinn þar sé það sterkur að hann geti tekið við hækkunum sem af þessu leiðir. Ketill bendir á að ofan á tollahækkun bætist við sterk staða íslensku krónunnar gagnvart dollar og evru sem hafi jafnvel meiri áhrif á fiskútflytjendur en tollarnir.
Ketill rekur fyrirtækið Eric the Red Seafood ehf. og er með vinnslur í Sandgerði og Keflavík. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns við framleiðslu að stærstum hluta á ferskum fiski. Langmest af framleiðslunni fer til Bandaríkjanna. Unnið er úr um það bil 10.000 tonnum af hráefni á ári.
„Það breytist ekkert verðið hjá okkur hérna heima þótt það leggist tollur ofan á þetta úti. Þeir leggjast bara ofan á það verð sem neytendur greiða í Bandaríkjunum. Hingað til hefur þetta ekki leitt til þess að dregið hafi úr eftirspurn. En að sama skapi hefur verð á ýsu til framleiðenda verið að lækka í verði sem vegur aðeins á móti. Það hefur verið meira framboð af henni á markaðnum en það er örugglega tímabundið ástand,“ segir Ketill. 15% tollur lagðist á íslenskar útflutningsvörur til Bandaríkjanna 7. ágúst síðastliðinn.
Fiskverð í hæstu hæðum í Bandaríkjunum
Hann bendir á að dollarinn sé núna lægri um langt skeið sem komi sér illa fyrir fiskútflytjendur.
Auk þess hafi orðið almennar verðlagshækkanir. Segja megi að fiskverð í Bandaríkjunum sé nú í hæðum sem menn hafi ekki áður séð. Þrátt fyrir þetta hafi ekki borið á því að kaupendur haldi að sér höndum.
„Myndir þú hætta að kaupa fisk ef kílóið fer úr 2.800 kr. í 3.600 kr. svo dæmi sé tekið? Ég held að það breyti ekki öllu. Ætli menn sér á annað borð að kaupa fisk þá gera þeir það. Ég sé því ekki að þessi tollahækkun hafi haft áhrif ennþá.
Verra er að það hefur orðið töluverð hráefnisverð hækkun undanfarna tólf mánuði hér innanlands. 95% af okkar framleiðslu fer til Bandaríkjanna og tveir þriðju af framleiðslunni er ferskur fiskur,“ segir Ketill. Hann kveðst ekki uggandi um framhaldið og bendir á að það styrki útflutninginn í þorski að nú sé óheimilt að flytja inn unninn eða óunninn þorsk frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Markaðurinn hafi því ekki úr miklu að moða hvað varðar þorsk. Á móti megi flytja út rússneska ýsu til Bandaríkjanna og hún komi þangað til dæmis í gegnum Kína.
Viðtalið birtist fyrst í Fiskifréttum og er birt með leyfi þeirra.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Hólmbergsbraut 13, (bil 1), 230 Keflavík, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.
Gunnhildur Þórðardóttir
með sýningu í Jónshúsi
n Kerfi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn til 20. september 2025
Sýningin Kerfi með listaverkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur opnaði í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 9. ágúst. Sýningin mun standa til 20. september. Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari og hefur áður haldið einkasýningu í Jónshúsi eða fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. Öll verkin á sýningunni Kerfi eru gerð úr endurunnum lista-
verkum á striga en einnig verða ný grafíkverk sem eru eins konar tilraunir með form.
Listin er alþjóðlegt hreyfiafl og þannig vill listamaðurinn túlka heiminn í gegnum verk sem hreyfa við áhorfandanum með jafnvægi lita og forma eða meta fegurðina og einfaldleikann í að endurnota og uppvinna efni (skapandi endurvinnsla).
Meðan á opnunni stendur mun listamaðurinn lesa upp ljóð úr óútkominni ljóðabók sinni Vetrarmyrkur. Sýningin stendur í 6 vikur eða til 20. september og verður opin á opnunartíma Jónshúss þriðjudaga - föstudaga 11-17 og laugardaga og sunnudaga 10-16. Allir velkomnir og léttar veitingar.
Nýtt deiliskipulag við Hólagötu og Holtsgötu með
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 8. ágúst að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir svæðið við gatnamót Hólagötu og Holtsgötu í Njarðvík. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu sem getur haft umtalsverð áhrif á ásýnd hverfisins og styrkt þjónustu í miðbænum. Tvö fjölbýlishús með þjónustu á jarðhæð
Tillagan, sem unnin er af JeES arkitektum fyrir hönd Sparra ehf., felur í sér að reistir verði tveir þriggja hæða fjölbýlishúsakjarnar. Húsin munu hýsa samtals 21 íbúð, auk þess sem gert er ráð fyrir þjónusturýmum á jarðhæð. Slík blöndun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis er talin styrkja nærþjónustu, auka fjölbreytni í mannlífi og gefa götumyndinni líflegt yfirbragð. Bakarí Kökulistar er á einni lóðinni og fellur inn í húsakjarnann.
Heildstæð götumynd og vistvænt umhverfi
Í greinargerð deiliskipulagsins kemur fram að markmiðið er að ný
mikilli uppbyggingu
byggð falli vel að núverandi húsum og umhverfi. Lögð er áhersla á heildstæða götumynd með skýrum tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Útisvæði milli húsanna verða hönnuð sem vistvæn og notaleg svæði fyrir íbúa, með aðkomu bílastæða þannig að þau rýri ekki ásýnd svæðisins.
Í samræmi við aðalskipulag
Allar meginforsendur fyrir uppbyggingu á reitnum liggja þegar fyrir í aðalskipulagi bæjarins. Því var ákveðið að sleppa sérstakri lýsingu, í samræmi við skipulagsreglugerð. Ráðið samþykkti að deiliskipulagstillagan verði auglýst, sem þýðir að íbúar og hags-
munaaðilar fá nú tækifæri til að kynna sér áformin og leggja fram athugasemdir áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Þekkt horn í bæjarmyndinni
Hornið við Hólagötu og Holtsgötu er vel þekkt í Reykjanesbæ og hefur lengi talist lykilsvæði í miðbænum. Þar eru m.a. bakaríið Kökulist, Reykjanesapótek og verslunin Kostur. Einnig er gamla Biðskýlið í Njarðvík á horninu að taka á sig nýja mynd en þar mun Pizzan opna starfsstöð á næstunni. Uppbyggingin sem nú er í farvatninu getur haft mikil áhrif á hvernig hverfið þróast á næstu árum, bæði hvað varðar búsetu og daglegt mannlíf. Með fjölbýlishúsum og þjónustu á sama stað má búast við aukinni umferð gangandi fólks og líflegri bæjarmynd. Með auglýsingu deiliskipulagstillögunnar hefst formlegt ferli þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Að því loknu tekur umhverfis- og skipulagsráð afstöðu til framkominna athugasemda og leggur tillöguna til lokaafgreiðslu.
Nú síðsumars er tímabil bæjarhátíða á Suðurnesjum. Sveitarfélagið Vogar hélt sína fjölskylduhátíð í liðinni viku með fjölbreyttri dagskrá frá miðvikudegi til sunnudags. Hátíðin náði hámarki síðasta laugardag með lífi og fjöri í Aragerði frá því snemma dags og fram í myrkur þegar haldin var myndarleg flugeldasýning við tjörnina. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari blaðsins á laugardeginum. Fleiri myndir og myndskeið er að finna á vef okkar, vf.is.
Líf og fjör á Fjölskyldudögum
Fleiri myndir og myndskeið eru á vefnum okkar,
Aron toppar kveðjutónleikana með tólf manna hljómsveit
n Fyrsta árið í The Arts Educational krefjandi en bara upphitun
„Til að toppa tónleikana í fyrra ákvað ég að bæta tólf manna hljóm sveit við í ár og lofa frábærri skemmtun,“ segir söng- og danslista maðurinn Aron Gauti Kristinsson. Hann hóf nám við einn virtasta söngleikjalistaháskóla heims, The Arts educational í London, í fyrra og er því að hefja annað námsárið af þremur en hann mun ef allt gengur að óskum, útskrifast með BA gráðu vorið 2027. Námið er dýrt og því hélt hann fjáröflunartónleika í Andrews theater í fyrra og var næstum því húsfyllir, alls 400 manns mættu og á föstudaginn er stefnan að fylla kofann og til að toppa frábæra tónleika í fyrra, fékk hann vin sinn til að mynda tólf manna stórsveit og verður öllu til tjaldað. Tónleikarnir verða aftur haldnir í Andrews theater og hefjast kl. 19:30
Aron Gauti var himinlifandi með tónleikana í fyrra og ætlar að gera enn betur í ár.
„Það er alltaf gaman að reyna gera betur og með því að vera með lifandi hljómsveit á sviðinu verður upplifun tónleikagesta ennþá betri. Ég fékk vin minn úr Verzló, Guðmund Daníel Erlendsson, til að mynda hljómsveit sem er með allt frá trommum til brasssveitar, auk frábærra bakraddasöngvara.
Söngvararnir í ár eru bæði nýir af nálinni og voru með í fyrra, Bjarni Snæbjörnsson, Viktoría Sigurðar dóttir og Diljá Pétursdóttir voru með í fyrra og dæmi um nýja söngvara í ár er Sigga Ósk, Kristinn Óli Haraldsson eða Króli eins og hann kallar sig, auk fleiri söngvara. Þessir söngvarar eru bæði að syngja dúetta með mér, með hvert öðru og fá líka einsöngslög, þetta er mjög fjölbreytt flóra frábærra söngvara
og ég lofa góðri skemmtun. Æfingarnar hafa gengið vel og verið mjög skemmtilegar, við fáum að æfa þar sem pabbi, Guðmundur
Kristinn Jónsson, oft kenndur við Hjálma, er með aðstöðu í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Þema tónleikanna í ár verður það sama og í fyrra, söngleikjalist inni verður gert hátt undir höfði en þessi listgrein hefur alltaf höfðað mest til mín og því var frábært tækifæri fyrir mig að komast inn í þennan einn virtasta söngleikjalistaháskóla heims í fyrra.“
Krefjandi fyrsta ár og enn erfiðara
Námið í The Arts Educational var allt sem Aron dreymdi um en það var krefjandi en bara smjörþefurinn af því sem koma skal.
„Ég vissi að þetta yrði mjög krefjandi, þetta er einn virtasti skóli í heiminum í þessum geira og er mjög eftirsóttur, það voru um
6000 manns sem sóttu um í fyrra en bara 50 sem fengu inngöngu. Þetta er mjög dýr skóli en það er líka ástæða fyrir því, ég var með miklar væntingar og þær stóðust allar og vel það. Það er svo gaman að vera umkringdur fólki sem er með sama áhuga og ástríðu eins og ég, námsefnið og kennararnir eru fyrsta flokks og sama hversu erfitt námið er, við erum öll í þessu saman. Það var gaman að ræða við krakkana á öðru ári, fyrsta árið er bara upphitun má segja enda tilkynnti skólastjórinn okkur það í lok fyrsta skólaársins, róðurinn
mun þyngjast en ég tek þessari áskorun fegins hendi og get ekki beðið eftir að hefja annað árið. Ég fer út í næstu viku og það verður æðislegt að kveðja vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga, með frábærum tónleikum á föstudaginn. Ég vona að það verði uppselt, námið er dýrt og ég þarf að safna peningum fyrir því og þetta er frábær leið til þess,“ sagði þessi efnilegi listamaður að lokum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
MÆTTIRÐU Á SVÆÐIÐ
„Þetta verður gaman, undirbúningur hefur staðið yfir síðan snemma í sumar og verður gaman að hitta gömlu bekkjar- og skólasystkinin, og annað Suðurnesjafólk af hinum rómaða ´75 árgangi,“ segir Birg itta María Vilbergsdóttir. Birgitta er í undirbúningsnefndinni ásamt fólki úr hverju sveitarfélagi af Suðurnesjum og verður öllu til tjaldað í partýi á föstudagskvöldinu á Ljósanótt, m.a. mun hin rómaða kvenna sveit sem Birgitta tók þátt í að stofna, Kolrassa krókríðandi, stíga á stokk í fyrsta skipti í langan tíma og má búast við miklu stuði í KK salnum.
Hefð hefur skapast fyrir því að sá árgangur sem verður 50 ára á árinu leiði árgangagönguna á Ljósanótt. Birgittu er lengi búið að hlakka til þessa dags.
„Nú er komið að okkur í árgangi 1975! Árið sem konur tóku sér kvennafrí og héldu einn stærsta útifund Íslandssögunnar, Bobby Fischer lét eftir heimsmeistaratitil sinn í skák þegar hann neitaði að tefla við Anatolíj Karpov, Bill Gates og Paul Allen stofnuðu Microsoft og lagið Kanínan kom fyrst út á hljómplötu – nei þetta er upprunalega ekki Sálarlag.
Við í hinum rómaða 1975-árgangi á Suðurnesjum ætlum að hittast á Ljósanótt og hafa aðilar frá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum verið í undirbúningsnefndinni og sett saman dagskrá með það að markmiði að hitta gamla félaga og eiga góðar stundir saman. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sveitarfélögin sameinast í að fagna þessum áfanga þann 5. september nk. og ákváðum við að engu yrði til sparað. Föstudaginn 5.september ætlum við að vera með partý í KK salnum þar sem boðið verður upp á hamborgara, ísveislu í boði Valdísar, Partý bingó, uppistand Kristínar Maríu og DJ Stjáni heldur uppi stuðinu það sem eftir lifir
kvölds. Við í Kolrössu ákváðum að koma saman og dusta rykið af nokkrum vel völdum lögum og fengum auk þess Grindvíkinginn
Sibba Dagbjarts með okkur í singa long, ég hlakka mikið til að telja í þetta kvöld.“
´75 bolurinn í Árgangagöngunni
Búið er að hanna lógó á boli sem árgangurinn ætlar að klæðast í Ár gangagöngunni á laugardeginum og fyrir gönguna er fólk hvatt til þess að hittast í dögurði (e. brunch) sem verður í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þar verður sérstakur umst við til að sjá sem flesta. Það að takmarka hann við 100 manns
og því gildir einfaldlega; „fyrstir koma, fyrstir fá.“ Væntanlega þarf ekki að taka fram að partýið er eingöngu hugsað fyrir fólk fætt árið 1975 og ólst upp á Suðurnesjum. Sömuleiðis þarf að senda Ingu tölvupóst til að panta í partýið. Við reynum auðvitað að hafa þetta sem ódýrast, það kostar 8.500 kr. í partýið og kostnaðarverð bolsins er 2.600 kr. Hægt að millifæra inn á þennan reikning; 0511-26-48842, kt: 290175-3809, og senda staðVið í nefndinni hvetjum alla fimmtuga og verðandi fimmtuga til að hafa samband við tengilið úr sínu sveitarfélagi sem fyrst og tryggja sér sæti í partýið og auðvitað verðum við öll í eins bolum á
Komum saman, gleðjumst, hittum gamla félaga og rifjum upp árin á Hafnargötunni, FS, úr íþrótta- og æskulýðsstarfinu eða bara sumrin þegar margir unnu saman í frystihúsunum, sælla minninga,“ sagði Birgitta að lokum. Nefndina skipa: Brynja Björk Harðardóttir og Inga Birna Antonsdóttir, Njarðvík, Birgitta María Vilbergsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Keflavík, Herdís Gunnlaugsdóttir Holm og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, Grindavík, Heiða Ingimundardóttir og Herborg Hjálmarsdóttir, Garði, Sallý Sigurðardóttir og Eygló Viðarsdóttir Biering, Vogum, og Bergný Jóna Sævarsdóttir, Sandgerði.
Óskum íbúum í Suðurnesjabæ og gestum góðrar skemmtunar á Vitadögum - hátíð milli vita
REYKJANESBÆR
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Erlingur Bjarnason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri GTS í Reykjanesbæ. Hann er Suðurnesjamaður með mikla stjórnunarreynslu, meðal annars frá Varnarliðinu og Kapalvæðingu. Hann á fjölskyldutengsl við fyrirtækið og vann að ferðaþjónustuverkefni með því fyrir um áratug síðan tengdu bandarískum ferðamönnum sem vildu sækja gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli heim. Einnig hafi hann starfað í norðurljósaferðum fyrir Guðmund Tyrfingsson og farið með fjölmarga ferðamenn í slíkar ferðir um Reykjanesskagann og Suðurlandsundirlendið.
Núna þegar GTS ehf. ákvað að bjóða í almenningssamgöngur í Reykjanesbæ var leitað til Erlings um að stýra verkefninu. Erlingur segir að hann hafi gaman af því að takast á við spennandi áskoranir og hafi látið slag standa.
Áhersla á að ráða gott fólk
Erlingur segist sjaldan sitja auðum höndum. Auk þess að stýra rekstri almenningssamgangna fyrir GTS ehf. í Reykjanesbæ þá hafi hann nýverið keypt rekstur skiltagerðar og þá er hann einnig þekktur fyrir störf sín hjá Kapalvæðingu og eljuna við það að koma gömlum ljósmyndum og myndskeiðum úr bæjarlífinu í Reykjanesbæ á skjáinn á stöðinni Augnablik.
Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ eiga þó hug hans allan í dag og aðspurður hvernig hafi gengið
að koma verkefninu af stað segir Erlingur að það hafi gengið vel. „Ég lagði mikla áherslu á að ráða gott fólk með þjónustulund og öryggi í fyrirrúmi. Það var stór hópur sem leitaði til okkar eftir starfi og við höfum mannað allar vaktir
og erum einnig með hóp manna á kantinum sem vilja taka stakar vaktir, þannig að þetta hefur farið vel af stað,“ segir Erlingur. Fimm rafmagnsvagnar
„Við byrjuðum 1. ágúst og nú þegar skólar hefjast förum við úr akstri á klukkutímafresti yfir í hálftímafrest. Við erum með fimm rafmagnsrútur sem keyra um Reykjanesbæ. Við sjáum um skólaakstur á morgnana og aftur síðdegis og einnig sérstakar skutlferðir ef þörf krefur.“ Við þessa breytingu, að GTS ehf. tekur við almenningssamgöngum, verða engar breytingar á leiðarkerfi eða tímaáætlunum. Akstur og þjónusta halda áfram með sama fyrirkomulagi og áður. GTS ehf verður með aðsetur að Flugvöllum 15. Vetraráætlun og aðrar hugsan-
legar breytingar verða kynntar sérstaklega síðar.
Eruð þið líka að fara í annan akstur á Suðurnesjum samhliða almenningssamgöngum í Reykjanesbæ?
„Já, við ætlum ekki bara að sinna strætóakstri. Við erum hluti af GTS, sem er með mikla reynslu í ferðamennsku og lúxusakstri, og við viljum bjóða upp á fjölbreyttar ferðir, meðal annars VIP-ferðir.“ Hvernig sérðu framtíðina hjá ykkur?
„Við erum að koma okkur vel fyrir með nýjustu rafmagnsrútur og aðstöðu fyrir viðgerðir og hleðslu. Markmiðið er að þróa þjónustuna áfram, bæði í almenningssamgöngum og ferðamennsku,“ segir Erlingur Bjarnason, rekstrarstjóri GTS ehf. í Reykjanesbæ.
ENGAR BREYTINGAR Á LEIÐAKERFINU
„Við hjá Reykjanesbæ þökkum starfsmönnum Bus4U fyrir góða þjónustu undanfarin 8 ár. Við erum spennt fyrir samstarfi við nýjan rekstraraðila almenningssamgangna. Engar breytingar verða á leiðakerfi sjálfu til að byrja með en það kann að þurfa endurskoðun með stækkandi bæ. Þá eru einnig miklir möguleikar að bæta þjónustuna með nýjum rekstaraðilum á t.d. sölukerfinu og rafrænum lausnum,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar á þessum tímamótum.
Erlingur Bjarnason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri GTS í Reykjanesbæ.
Miðstöð almenningssamgangna í Reykjanesbæ er við Krossmóa. Þar sameinast vagnarnir á heila og hálfa tímanum.
Grænir rafmagnsvagnar GTS eru áberandi á götum Reykjanesbæjar. VF/Hilmar Bragi
Ert þú frumkvöðull á Suðurnesjum?
Leitað er eftir þátttakendum í nýsköpunarhraðalinn Startup Landið sem haldinn verður í fyrsta sinn í september og er um sóknarfrestur til 31. ágúst n.k. Startup Landið er samvinnu verkefni landshlutasamtakanna en þar er lögð áhersla á nýsköpun á landsbyggðinni.
Þar getur þú þróað hugmynd þína og vörur, lært um rekstur fyrirtækja, markaðssetningu, undirbúið fjármögnun og margt fleira. Við aðstoðum þátttakendur að komast lengra með sín verkefni en hraðlinum lýkur á fjárfestahátíð á Norðurlandi.
Hættir með tvo leikskóla í Reykjanesbæ
Frá árinu 2007 hefur Hjallastefnan séð um rekstur leikskólanna Akurs og Vallar með þjónustusamningum við Reykjanesbæ. Nú hefur Hjallastefnan tekið þá ákvörðun að segja upp þessum samningum frá og með 1. desember 2025. Reykjanesbær mun taka yfir reksturinn. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Rekstur leikskólans Akurs færist yfir til Sigrúnar Gyðu Matthíasdóttur, núverandi leikskólastýru, frá og með 1. ágúst 2025. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á daglegu skólastarfi sem börn og foreldrar verða vör við.
Við hvetjum sprota á Suðurnesjum til þess að sækja um þátttöku en hraðalinn hefst 18. september.
Nánari upplýsingar: startuplandid.is og á https:// www.facebook.com/startuplandid
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf isReykjanesbær mun taka við rekstri leikskólans Vallar frá 1. október 2025. Skólinn verður rekinn í samræmi við aðra leikskóla sveitarfélagsins og lögð verður áhersla á faglega og vel skipulagða yfirfærslu í náinni samvinnu við Hjallastefnuna, stjórnendur og starfsfólk leikskólans. Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastýra á Velli mun áfram leiða skólastarfið.
„Þegar horft er til hagsmuna barna og barnafjölskyldna er það sameiginleg sýn aðila, að í kjölfar þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á samfélagi sveitarfélagsins, að rekstur fjölmenningarskóla líkt og Völlur er sé í höndum Reykjanesbæjar. Reykjanesbær leggur ríka áherslu á skýra upplýsingagjöf til starfsfólks, foreldra og annarra hagsmunaaðila varðandi næstu skref. Markmið sveitarfélagsins er að tryggja stöðugleika í skólastarfinu og velferð barnanna sem sækja leikskólana,“ segir í frétt frá Reykjanesbæ.
Vel heppnað kvennagolfmót
Bláa Lónsins á Húsatóftavelli
Árlegt kvennagolfmót Bláa Lónsins var haldið á Húsatóftavelli í Grindavík þann 8. ágúst sl. Mótið hefur notið mikilla vinsælda síð ustu ár og komust færri að en vildu, en rúmlega 80 konur tóku þátt í mótinu.
Karlotta Einarsdóttir sigraði í flokki án forgjafar og Petra Rós Ólafsdóttir í flokki með forgjöf. Eins voru veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sæti í báðum flokkum, sem og nándarverðlaun á öllum sex par-3 brautum vallarins.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa Lóninu setti mótið ásamt Helga Dan Steinssyni, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Grindavíkur.
„Kvennagolfmót Bláa Lónsins er orðið fastur liður í árangursríku og gefandi samstarfi okkar og Golfklúbbs Grindavíkur. Við höfum fylgst með uppbyggingu klúbbsins síðustu misseri með aðdáun og
fögnum aukinni aðsókn þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið, enda utanumhald allt og umsjón til mikillar fyrirmyndar.” sagði Helga við setninguna.
„Bláa Lónið hefur stutt vel við bakið á golfklúbbnum undan farin ár sem hefur verið dýrmætt fyrir uppbyggingu á vellinum og mikilvægt fyrir okkur að finna fyrir stuðningi fyrirtækja í okkar nær samfélagi” sagði Helgi Dan.
Mikil kæti var meðal kylfinga sem létu vindinn ekki stoppa sig, og fögnuðu góðum degi í golf skála Golfklúbbs Grindavíkur að móti loknu með úrvals veitingum frá veitingastaðnum Lava í Bláa Lóninu.
karlalið félagsins er þremur stigum frá fimmta sætinu sem gefur rétt
Í 2. deild eru Víðismenn vaknaðir af værum blundi og Vogamenn í Þrótti stefna upp í Lengju-
Lengjudeild karla 17. umferðin var leikin á sunnudag og var uppskera Suðurnesjaliðanna rýr, einungis Grindvíkingar náðu í stig, gerðu 3-3 jafntefli við HK á útivelli. Keflavík steinlá fyrir botnliði Fylkis og stefnir í hörku botnbaráttu fyrir Grindvíkinga, sem eru aðeins fjórum stigum frá botninum. Keflavík sem hefur gengið illa að ná upp stöðugleika, er þremur stigum frá fimmta sætinu. Njarðvík sem tapaði á heimavelli fyrir Þrótti, er enn á toppnum en einungis munar tveimur stigum á Njarðvík og Þrótti sem er komið í þriðja sætið. Því verður hart barist á toppi og botni Lengjudeildar
Logi og Bylgja klúbbmeistarar GS
Logi Sigurðsson og Bylgja Dís Erlingsdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja 2025 en mótið fór fram á Hólmsvelli 13.16. ágúst. Mjög góð þátttaka var og völlurinn í frábæru standi. Logi endaði mótið á sex undir pari, 278 höggum og vann með ellefu högga mun. Annar varð Sveinn Andri Sigurpálsson á +5 og þriðji varð Pétur Þór Jaidee á +9.
Enginn þátttakandi var í meistaraflokki kvenna og því kom klúbbmeistari kvenna úr 1. flokki og þar sigraði Bylgja Dís Erlingsdóttir á 394 höggum. Sesselja Árnadóttir varð önnur og Sara Guðmundsdóttir þriðja. Eitt draumahögg leit dagsins ljós í mótinu þegar Jón Kristján Harðarson fór holu í höggi á 5. braut á
Eldri GS karlarnir Íslandsmeistarar
Elsta keppnislið Golfklúbbs Suðurnesja sigraði á Íslandsmóti golfklúbba 75 ára og eldri en leikið var á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd. Kapparnir unnu alla leiki sína á mótinu og höfðu betur gegn Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik. Golfklúbbur Suðurnesja sendi líka karlasveit í 65 ára og eldri og varð þar í 5. sæti og hélt sæti sínu í efstu deild. GS sendi líka kvennasveit í 65 ára og eldri og urðu konurnar í 6. sæti og eru áfram í efstu deild. Í sveit GS voru f.v.: Óskar Þórmundsson, Helgi Hólm, Einar Magnússon fyrirliði, Þorsteinn Geirharðsson, Þór Magnússon og Sæmundur Hinriksson.
voru svekktir að tapa síðasta leik sem var á heimavelli gegn Þrótti úr Reykjavík. Þeir halda þó enn efsta sætinu. VF/pket.
Næsta umferð er á laugardaginn, Grindavík - Fylkir kl. 14, Keflavík - Völsungur kl. 16 og Þór Ak. -
Keflavíkurkonur töpuðu á heimavelli gegn toppliði ÍBV, 0-2 en grannarnir úr Grindavík/
2. deild karla Víðismenn eru vaknaðir af þyrnirósarsvefni sínum og eru komnir úr fallsæti eftir tvo sigra í röð. Síðast unnu þeir Dalvík/Reyni á útivelli, 3-5. Þróttur úr Vogum eru komnir nálægt toppsætinu eftir tvo sigra, þar af á toppliðinu Ægi, sem auk þess tapaði í síðustu umferð. Þróttur er tveimur stigum frá Ægi og einu stigi á undan Gróttu sem er í þriðja sæti. Næsta umferð er á laugardaginn, kl. 14:00 Haukar - Þróttur Vogum, kl. 16:00 Víðir - Kormákur/Hvöt.
3. deild karla Reynir tapaði síðasta leik gegn Hvíta riddaranum, 3-1 en er áfram í fjórða sæti deildarinnar en vonin um að komast upp orðin ansi veik. Næsti leikur er á miðvikudagskvöld 20. ágúst kl. 18 á móti Sindra frá Hornafirði.
4. og 5. deild karla. Hafnamenn sem eru í 4. deild töpuðu 3-0 gegn KH og eru í sjöunda sæti. Næsti leikur á fimmtudag kl. 19:15, HafnirVængir Júpiters. Í b-riðli 5. deildar mætti lið RB liði SR í Reykjavík á mánudagskvöld og tapaði Suðurnesjaliðið 0-4. RB leikur næst í Nettóhöllinni næsta mánudag gegn BF 108.
dögum fóru fjórir kylfingar holu í höggi á 2. braut og tveir sama daginn. Kylfingarnir notuðu frá fleygjárni upp í „dræver“! Sandgerðingurinn Erlingur Jónsson var fyrstur í „fernunni“ á ára Lárus Einar Ólafsson fylgdi honum eftir með draumahöggi daginn eftir og notaði 8 járn. Stráksi er nýbyrjaður í golfi! Fimm dögum síðar eða 13. ágúst komu tvö draumahögg á dóttir Blöndal úr Golfklúbbnum Jökli í Snæfellsbæ sem var með sínu besta fólki. Þriðji heimamaðurinn, Friðrik Friðriksson mætti svo síðar um daginnn og gerði slíkt hið sama. Hreint ótrúlegt.
Helga frá Bláa Lóninu með sigurvegurunum Karlottu (efri mynd) og Petru Rós.
Njarðvíkingar
Formaður Reynis flytur frá Reykjanesi
á Reykjanes
n 90 ára afmæli Reynis fagnað á Vitadögum
„Ég stökk á tækifærið þegar haft var samband við mig í vor og kannski skondið að ég flyt frá Reykjanesi til Reykjaness, ég bý á Reykhólum sem eru hluti af öðru Reykjanesi, við Breiðafjörð,“ segir Sandgerðing urinn Ólafur Þór Ólafsson en hann tók við stöðu sveitastjóra Reyk hólahrepps í sumar og af þeim sökum m.a. mun hann láta af embætti formanns Reynis sem hann hefur gegnt frá árinu 2021. Reynir fagnar einmitt 90 ára afmæli á þessu ári og var ákveðið að sameina hátíðar höldin öðrum hátíðarhöldum í Suðurnesjabæ, Vitadögum - hátíð milli vita en hún fer fram 25-31. ágúst.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Ólafur svaraði kallinu frá Reyni þegar mannabreytingar voru í aðsigi hjá aðalstjórninni og það vantaði hendur á dekk.
„Ég var ennþá sveitarstjóri á Tálknafirði þegar ég var beðinn um að koma að aðalstjórn Reynis og gat ekki annað en svarað kallinu, þetta er félagið mitt og ég vildi leggja mitt af mörkum. Í venjulegu árferði er ekki mesta vinnan hjá aðalstjórn heldur hjá deildum félagsins og þar er knattspyrna lang stærst í dag og hefur sjálfsagt alltaf verið fyrirferðamest. Hér áður fyrr var nokkuð mikið um körfubolta og handbolta og Reynir heldur úti körfuknattleiksdeild í dag en handbolti og sund eru í hvíld. Hverju um er að kenna að ekki er eins mikil virkni í dag og þegar ég var t.d. að alast upp er ekki gott að segja en það er held ég ekki hægt að líkja tíðarandanum í dag við þann tíma þegar ég var ungur. Þá var í raun ekkert annað í boði en vera í íþróttum. Það er líka auðveldara í dag fyrir krakka að æfa t.d. körfuknattleik í Reykjanesbæ, það tíðkaðist ekki hér áður fyrr, þá æfðu krakkar bara með sínu liði. Reynir komst upp í úrvalsdeild árið sem Kanarnir voru leyfðir aftur og handknattleiksliðið okkar var hársbreidd frá því að leika á meðal þeirra bestu. Hjá fótboltanum var afrek að hafa orðið bikarmeistarar í öðrum flokki tvö ár í röð og sá árgangur var mjög nálægt því að komast upp í efstu deild. Kvennalið félagsins komst upp í efstu deild árið 1997 ef ég man rétt en þurfti svo að draga sig úr leik þegar á stóra sviðið var komið, þetta er kannski stærsta afrek félagsins en í leiðinni stærsta skömmin. Þetta segir okkur hversu langt við erum komin í dag, þetta myndi aldrei gerast í dag að kvennalið kæmist upp í efstu deild og myndi svo draga sig úr keppni.“
Byggja upp samfélag
Áður en Knattspyrnufélagið Reynir var stofnað var starfandi ungmennafélag í Sandgerði en það lognaðist út af og nokkrum árum síðar tóku nokkrir Sandgerðingar
að slá afmælisdeginum upp með bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, Vita dagar - hátíð milli vita, sem fram fer dagana 25-31. ágúst. 90 ára af mælinu verður fagnað föstudags kvöldið 29. ágúst.
„Það sem er mikilvægast í þessari 90 ára sögu Reynis er hlutverk félagsins við að byggja upp samfélagið í Sandgerði. Samkomuhúsið okkar var upphaflega félagsheimili Reynis, byggt af gallhörðum Sandgerðingum og kvenfélagið Hvöt kom líka að því. Íþróttafélög í bæjarfélögum eru oftar en ekki uppspretta gleði og sorgar í samfélögunum, titlar hafa unnist og vonbrigði koma inn á milli og ekki má gleyma hlutverki félagsins í öllu unglingastarfi, við vitum öll hversu hollt það er börnum að taka þátt í íþróttastarfi. Mér finnst það vera eftirtektarverðast í sögulegu tilliti og áður hef ég minnst á árangur inni á vellinum. Ég var talsmaður þess að félögin í Suðurnesjabæ myndu leika undir sama hatti en það voru greinilega það miklar tilfinningar í spilinu að meirihlutinn gat ekki hugsað sér að ekki yrði lengur keppt undir merkjum Reynis eða Víðis. Svona virkar lýðræðið og það verður að virða en ég viðurkenni fúslega að þetta er hluti ástæðu þess að ég segi skilið við formannsembættið á aðalfundinum í september, ég var á annarri línu og tel best að nýjar raddir taki við. Aðalástæðan er samt sú að ég er fluttur á annað Reykjanes, ég hef tekið við stöðu sveitarstjóra Reykhólahreppar, sem er syðsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Ég bý á Reykhólum og kannski skondið að það tilheyrir öðru Reykjanesi, við Breiðafjörð. Ég hætti nú samt ekki að vera Reynismaður og er viss um íþróttastarf í Suðurnesjabæ eigi sér bjarta framtíð. Byrjum á að fagna þessu stórafmæli og verður því fagnað glæsilega. Við byrjum á hinni árlegu keppni á milli Norður- og Suðurbæjar í Sandgerði á föstudagseftirmiðdegi. Um kvöldið er svo glæsileg afmælishátíð í Samkomuhúsinu í Sandgerði og mun landslið tónlistarfólks koma og skemmta, Stuðlabandið sem er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins mun spila á ballinu og þeir Eyþór
...Svona virkar lýðræðið og það verður að virða en ég viðurkenni fúslega að þetta er hluti ástæðu þess að ég segi skilið við formannsembættið...
Aftur í stól sveitarstjóra
Ólafur Þór gegndi embætti sveitarstjóra Tálknafjarðar á árunum 2020 til 2024 og var það m.a. ástæða þess að haft var samband við hann í vor frá Reykhólahreppi, þegar fyrrverandi sveitarstjóra bauðst annað starf. „Ég tek við góðu búi af Ingibjörgu Birnu en það að reka sveitarfélag er í grunninn eins alls staðar, hvort sem það heitir Reykhólahreppur eða Reykjavík, umfangið er bara misjafnt. Aðalmunurinn á Reykhólahreppi og Tálknafirði þar sem ég var sveitarstjóri, er að svæðið er svo víðfeðmt. Það búa um 300 manns í Reykhólahreppi en þeir eru dreifðir á mun stærra svæði og það hefur í för með sér ýmsar áskoranir, t.d. hvað varðar öryggismál og fyrsta viðbragð. Mér líst vel á mig í þessu starfi, það eru fá störf eins fjölbreytt og starf sveitar- og bæjarstjóra. Eðlilega er ég bara ráðinn fram að næstu sveitarstjórnarkosningum og svo kemur bara í ljós hvort ég verði lengur á Reykhólum en þetta eina ár sem er eftir af kjörtímabilinu, ég tek bara eitt skref í einu. Að sjálfsögðu verð ég áfram viðloðandi Sandgerði enda á ég þar ennþá hús. Þar búa líka yngstu börnin mín, margir kærir vinir og verkefni sem tengjast tónlistargyðjunni.” sagði Ólafur Þór að lokum.
Hafnavegi lokað vegna framkvæmda við gatnamót að Reykjanesbraut
Ingi og og Emmsjé Gauti koma líka fram. Ég held að þetta verði mikið
Stefnt er að því að loka Hafnavegi við gatnamót að Reykjanesbraut vegna framkvæmda
fólk komi og gleðjist með okkur á þessum tímamótum,“ segir Ólafur
Áætlað er að lokun standi yfir frá laugardagsmorgni 23. ágúst kl.07:00 fram til mánudags 25. ágúst kl.12:00
Hjáleið liggur um Grænásbraut og Flugvallarbraut
HANNESAR FRIÐRIKSSONAR
Sumarið það sveik mig !
Verslunarmannahelgin með sínum sudda og sunnanstormi var varla liðin þegar að þungbúnir fréttamenn fluttu fréttir af því að sumarið væri búið. Dæmdu bæði ágúst og september úr leik. Helst var að skilja að sólin myndi ekki skína meira og hitastig færi niður fyrir frostmark . „Sumarið það sveik mig“ ómaði í útvörpum landsmanna um leið og rökkrið og notalegheitin héldu innreið sína. Hvað sem fréttamenn og aðrir segja um þetta sumar, sem enn á nóg eftir, hefur það verið gott. Það byrjaði með látum. Langvarandi hitabylgja í byrjun sumars, á sama tíma og skólum var að ljúka og sumarvinnan að hefjast hjá ungmennum landsins. Mitt í hápunkti hitabylgjunnar átti ég erindi í verslun og leyfi upplifun minni af þeirri verslunarferð að fylgja hér á eftir:
Hitamælirinn í bílnum sýndi tuttugu og átta gráður, notalegur hiti hugsaði ég á leið minni í byggingavörverslunina. Þurfti að redda mér nokkrum skrúfum og málningu. Bílaplanið fyrir utan búðina var fullt. Svo virtist sem allir sómakærir miðaldra menn og þar yfir höfðu hugsað það sama. Það var nú eða ekki, því það er ekki oft sem hitabylgjur gerir á Íslandi þar sem met gætu fallið. Ríkjandi hitamet 30,5° var sett á Teigarhorni þann 22. júní 1939, eða fyrir 86 árum. Ég skynjaði að þetta væri sérstakur dagur. Dagurinn var svona dagur sem bara allra elstu menn muna. Afgreiðslufólkið í búðinni var frekar ungt, ef ég miða við mig. Sá strax að það var frekar máttfarið og vildi frekar tala um veðrið utandyra en skrúfur og málningu. Sjálfum fannst mér það nú reyndar hálfgerður fantaskapur að ætlast til þess að fólk væri að vinna innandyra í þvílíku veðri. Hugsaði einhverja áratugi aftur í tímann þegar í alvöru var rætt að gefa ætti sérstaka frídaga þegar veður væru góð og hiti færi yfir ákveðin mörk. Sú umræða flattist einhvern veginn út í málþófi og ekkert varð úr. Ég kláraði að versla það sem ég þurfti og fór að kassanum. Þar var ein uppistandandi afgreiðslustúlka, hin lá á gólfinu í hálfgerðu móki. Verandi sá sem ég er og ekki alveg sama um samborgara mína spurði ég þá sem uppistandandi var hvort eitthvað væri að, ég kynni skyndihjálp og gæti jafnvel hringt í sjúkrabíl. „Nei , nei þetta er allt í lagi. Við erum í hitaverkfalli, skiptumst á að liggja í ca. 10 mínútur hvor.“
„Þetta er hárrétt ákvörðun hjá ykkur, ég styð þetta,“ sagði ég ákveðið. Fannst gott að sjá að til var ungt fólk sem lét ekki auðvaldið vaða yfir sig.
„Svona hitamisþyrmingar eiga ekki að þekkjast,“ bætti ég við en fann að þrátt fyrir hitann andaði köldu niður um hálsmálið hjá mér. Leit við og sá að baki mér stóð verslunarstjórinn brúnaþungur en þó örlaði á brosi.
„Hannes við þurfum eitthvað að fara að endurskoða afsláttinn hjá þér.“