6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 9. mars 2017
RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson
Vegatollar Vegatollar fá ekki atkvæði frá fólki og í könnun sem gerð var á Víkurfréttavefnum í síðustu viku voru meira en átta af hverjum tíu sem kaupa ekki þá hugmynd sem samgönguráðherra hefur slegið fram. Hann vill flýta samgönguverkefnum, fá fjármagn í lagfæringar á vegum víða um land. Ökumenn á Íslandi eru hins vegar ekki ginkeyptir fyrir hugmyndinni því þeir treysta ekki stjórnvöldum til að fara með tollpeninginn sem þeir myndu greiða, - í vegabætur. Það eru margir tugir milljarða sem koma í ríkiskassann með bensíngjaldi en þeir fara ekki nema að hluta til í samgöngubætur. Ríkið segir að það sé ekki hægt að eyrnamerkja peninga þannig, þ.e. að einhver ákveðin gjaldtaka skili sér á þann stað þar sem hún er tekin. Með öðrum orðum: Gjaldtaka á Reykjanesbraut myndi ekki endilega fara í framkvæmdir við brautina. Þetta á almenningur erfitt með að skilja. Sá sem þetta skrifar er mjög fylgjandi því að setja vegatolla því annars verða úrbætur á vegakefinu alltof hægar. Það er mikilvægt að fá meiri hraða í úrbætur á vegum því annars tapa fleiri lífinu í bílslysum. Með betri vegum er hægt að minnka þá hættu. Það yrði hins vegar að vera öruggt að svona bein gjaldtaka skilaði sér í vegakerfið. Svo hefur hugmynd um gjaldtöku á ferðamönnum verið í umræðunni. Ég held að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær við förum að rukka þá. Íslenskir ferðamenn eru vanir gjaldtöku víða um heim. Þetta væri ekki sjokk fyrir útlendinga sem hingað koma. Grindavíkurvegurinn er dæmi um veg sem þolir ekki bið á því að eitthvað verði gert. Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist mjög mikið undanfarin ár. Þegar fjöldi bíla á vegi er orðinn svona mikill þá aukast mjög mikið líkurnar á að fari ökumaður yfir á rangan vegarhelming þá lendi hann á öðrum bíl. Það er því brýnt að aðgreina gagnstæðar aksturstefnur til dæmis með víravegriði en þannig yrði hægt að koma í veg fyrir framanáakstur. Forráðamenn Grindavíkurbæjar telja hins vegar veginn ekki nógu breiðan og góðan til þess og segja brýnt að ráðist verði í framkvæmdir og langbest sé að tvöfalda veginn. En raunhæft væri að byrja á 2+1. Umræða um Grindavíkurveg hefur náð hámæli í kjölfar annars banaslyss þar á þessu ári. Fólk á Suðurnesjum tók sig til og lokaði Reykjanesbrautinni fyrir tæpum tveimur áratugum og notaði þá umræðu og kraft sem til varð - til að þrýsta á að framkvæmdir við tvöföldun færu í gang en málið hafði verið í umræðunni á Alþingi í mörg, mörg ár, án þess að nokkuð gerðist. Hlutir fóru að gerast þegar almenningur tók til óspilltra málanna. Nú hefur sú umræða komist á kreik að réttast væri að loka brautinni aftur og þannig að bílar kæmust ekki heldur til og frá Grindavík. Forsvarsmenn Stopp hópsins sem hefur staðið vaktina í samgöngumálum á Reykjanesbraut eru smeykir við að fara þá leið og vilja nota þá aðferð sem hefur virkað vel hjá þeim, að vinna málið með umræðu og viðræðum við stjórnvöld. Undir það má taka. Þó svo að lokunin hafi virkað á sínum tíma þá er nokkuð ljóst að hún myndi ekki gera það á sama hátt núna. Það eru allir upplýstir um nauðsyn þess að hjóla í málin og samgönguráðherra sagði í fjölmiðlum í vikunni að það þyrfti að gera einhvers konar bráðabirgðaframkvæmdir á Grindavíkurvegi. Slíkar framkvæmdir eru komnar af stað á Reykjanesbraut og tvö hringtorg frá Fitjum í Njarðvík að flugstöðinni eru í hönnun og þeirri vinnu lýkur á næstunni, klára á þessi torg á þessu ári. Hér hefur ekki verið rætt um kaflann frá Hvassahrauni og inn í Hafnarfjörð. Hann þolir heldur ekki bið. Nú reynir á stjórnvöld og ráðherra. Það er ekki hægt að bíða lengur.
TIL SÖLU Skemmtilegt tækifæri fyrir duglegt fólk. Söluturninn Tjarnagrill er til sölu ásamt húsnæði. Nú er að ganga í garð besti tími í þessum rekstri miklir möguleikar fyrir hendi. Upplýsingar veitir Þórður á staðnum.
TJARNAGRILL Tjarnabraut 24 // Njarðvík
Hrikalega öflugur: Arnar er ekki nema 4 til 5 mínútur upp fjallið ef færðin er góð en hann notast alltaf við göngustafi á ferðum sínum. Hann lætur ekki veður stoppa sig og pakkar góðu nesti í lengri ferðum. VF-Mynd: Eyþór Sæm.
HERRA ÞORBJÖRN:
GENGUR BÆJARFJALLIÐ OFT Á DAG ●●Arnar Már Ólafsson missti 50 kíló eftir að hann fór að stunda göngur Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is
Það verður seint sagt að Grindvíkingurinn Arnar Már Ólafsson sitji auðum höndum. Fyrir sex árum síðan hóf hann að stunda göngur. Þannig hefur hann umturnað lífi sínu og bætt heilsu sína til muna. Árið 2010 var Arnar rétt rúm 130 kg. Nú eftir að hafa gengið Þorbjörninn nánast sundur og saman og Reykjanesið endilangt, er hann um 50 kílóum léttari. Arnar gengur aðallega á Þorbjörn, bæjarfjallið fallega. Hann er ekki nema nokkrar mínútur að skokka upp fjallið og suma daga fer hann oft á dag. Einn daginn fór hann 15 sinnum upp fjallið en nafn hans er orðið ansi áberandi í gestabókinni á toppi fjallsins. „Það er smá pása hjá mér í bókinni. Þannig að ég klári nú ekki enn eina bókina,“ segir Arnar léttur í lundu. „Einhvers staðar verður maður að byrja. Finna það sem manni finnst skemmtilegt. Ég hugsaði mér að nota náttúruna enda er hún yndisleg. Af
hverju ekki að nýta þessa náttúru sem við eigum hérna í Grindavík, þetta er algjör paradís.“ Arnar ætlar sér stærri hluti hvað göngur varðar og langar hann mikið til þess að ganga Laugarveginn - Þórsmörk og Landmannalaugar. Arnar segist ekki vera nema 4 til 5 mínútur upp fjallið ef færðin er góð en hann notast alltaf við göngustafi á ferðum sínum. Hann lætur ekki veður stoppa sig og fer út að ganga í hvaða aðstæðum sem er. „Þetta er bara hugarfar. Mér finnst aldrei eins og það sé vont veður á Íslandi,“ segir göngugarpurinn. Málið sé bara að klæða sig vel og taka með sér kakó og nesti og rölta upp á næsta fjall. Þetta er ekki flóknara en það. Arnar segir að honum líði nánast eins og hann sé veikur ef hann kemst ekki í göngu. „Þá er ég alveg ónýtur og slappur. Þetta er orðin hálfgerð fíkn. Matarfíknin er farin og hreyfifíknin tekin við,“ segir þessi öflugi strákur og hlær.
Arnar, sem er 23 ára, starfar sem húsvörður í Hópsskóla. Hann er einnig liðsstjóri hjá meistaraflokki Grindavíkur í fótboltanum þar sem hann leggur mikinn metnað í starfið og er jafnan mættur til þess að undirbúa kappleiki nokkrum tímum á undan öðrum.
Mokaði innkeyrslur Grindvíkinga
Það væri nær að virkja orkuna úr Arnari en á dögunum tók hann sig til og mokaði fjöldann allan af innkeyrslum og gangstígum hjá bæjarbúum. Þar lá heill vinnudagur í valnum og fjölmargir þökkuðu Arnari fyrir hjálpina á samfélagsmiðlunum. Flestar helgar er Arnar á ferðinni. Síðustu helgi pakkaði hann góðu og kraftmiklu nesti og gekk samtals í 16 klukkustundir þá helgina víða um Reykjanesið. Hann stefndi svo á að ganga 20 tíma helgina eftir að hann hitti blaðamann Víkurfrétta þannig að aldrei er dauð stund hjá Arnari. Sjáið göngugarpinn í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 20:00 á Hringbraut.
Störf í boði í Reykjanesbæ hjá Urta Islandica við pökkun Urta Islandica er ölskyldufyrirtæki í örum vexti, sem framleiðir jurtasalt, jurtate og jurtasýróp ásamt sultum úr íslenskum hráefnum. Í boði eru framtíðarstörf fyrir rétta aðila við pökkun á framleiðsluvörum í nýrri og glæsilegri starfsstöð okkar að Básvegi 10 í Reykjanesbæ.
Vinnutími er frá 9.00 – 17.00 Hlutastarf kemur vel til greina Helstu kröfur okkar til þín eru stundvísi, snyrtimennska, handlagni, tölvufærni, íslenskukunnátta og geta unnið sem hluti af teymi. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Verið velkomin að senda umsókn með ferilskrá á urta@urta.is fyrir 17. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Ríkarður M. Ríkarðsson í síma 8218290.