Samtíminn 2.tbl - 85 ára afmælisútgáfa

Page 1

S A M T Í M I N N

85 ára afmælisrit Samband ungra Framsóknarmanna Sumar 2023 2. tbl.

Útgefandi: Samband ungra Framsóknarmanna

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Sær Ragnarsson

Prentun: Samskipti

Hönnun og umbrot: Díana Íva Gunnarsdóttir

Forsíðumynd:

Halldór Baldursson

Letur í blaði: Cormorant Garamond Cinzel

Ritnefnd Samtímans: Díana Íva Gunnarsdóttir, Gunnar

Sær Ragnarsson, Unnur Þöll

Benediktsdóttir, Berglind Sunna

Bragadóttir, Hafdís Lára Halldórsdóttir

Styrktaraðilar: Mjólkursamlag KS, Steypustöð

Skagafjarðar, Steinull, Minigarðurinn

S A M T Í M I N N SUF 0 2
2 0
2 3

EFNISYFIRLIT

Ragnarsson

Unnur Þöll Benediktsdóttir formaður Ungrar Framsóknar

85 ára afmæli félagsins, saga SUF og umfjöllun um starfið

Ungt framsóknarfólk segir frá sér og sinni upplifun af starfinu

1 8 Ályktanir sem Ung Framsókn hefur birt síðastliðin ár.

Fyrrum formenn SUF

2 2

Fyrrum formenn SUF segja nokkur orð.

Góð og skemmtileg kaka

Uppskrift og fleira skemmtilegt

SUF
ára Ávarp
85
formanns Framsóknar
Leiðari ritstjóra Ávarp formanns SUF Viðtöl við ungt fólk 0 4 0 5 0 6 1 2 1 7
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar Gunnar Sær ritstjóri
6
2
0 3
Samband ungra Framsóknarmanna Ályktanir

LEIÐARI RITSTJÓRA

Þegar undirritaður var valinn ritstjóri 85 afmælisrits Samtímans og var tjáð að því fylgir sú skylda að rita leiðara hugsaði hann til sambandsþings SUF árið 2018, fyrstu skrefin í Framsókn. Það að nýta heila helgi á þingi þar sem hin ýmsu málefni voru rædd og síðan kosið um þekkjandi nær engan var ný upplifun Við tók seta í stjórn og framkvæmdastjórn sambandsins strax í kjölfarið og boltinn fór að rúlla Nokkrum mánuðum áður hefði manni ekki dottið þetta í hug, en það er einmitt það sem starf SUF snýst um Að fara út fyrir þægindarammann, takast á við ný verkefni, leita nýrra upplifana og koma sjálfum sér á óvart.

Meðal markmiða SUF er að gera meðlimi sambandssins betur í stakk búna til að taka þátt í pólítísku starfi Vissulega er það gott og gilt Hins vegar telur undirritaður það markmið vera rýmra í dag. Þeir hæfileikar sem við ræktum í SUF nýtast ekki einungis á hinu pólítíska sviði.

Það að halda ræður, rökræða, vinna að sameiginlegum verkefnum, leysa ágreining og taka pláss eru allt hæfileikar sem gagnast einstaklingi allt hans æviskeið hvort sem hann ákveður að ganga lengra á sviði stjórnmála eða annars staðar Svo sem í atvinnulífinu, samfélagsumræðunni eða öðrum fösum lífsins Markmiðið er, og á að vera, fyrst og fremst að efla ungt fólk almennt Þau sem ákveða að stíga skrefið og taka þátt rækta nýja hæfileika, efla sitt tengslanet og upplifa hluti sem þau hefðu annars ekki gert.

Stjórnmálin eru mikill skóli þar sem hlutir gerast hratt og verkefnalistinn hreinsast aldrei.

Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi Kópavogsbæjar og starfsmaður þingflokks Framsóknar.

Undirritaður segir það sama við alla nýja meðlimi SUF sem hann kynnist; þú færð jafn mikið úr starfinu og þú gefur í það Þrátt fyrir að allir séu velkomnir og alla þá kosti sem flokkstarfið felur í sér þá velta flestir flokksmeðlimir því sama fyrir sér. Hvernig náum við ungu fólki í flokkinn og höldum því? Svarið er einfalt. Ekki setja allt ungt fólk undir sama hatt. Öll erum við mismunandi með okkar kosti og galla. Enginn er verri né betri einungis aldursins vegna. Að vísu geta áherslur og framtíðarsýn grundvallast í því hvar einstaklingurinn er staddur í lífshlaupinu, en fjölbreytnin er einmitt það sem við í Framsókn státum okkur af Ungt fólk vinnur jafn vel og aðrir og á sömu tækifæri skilið Við höldum því unga fólki sem finnur að það hafi sömu tækifæri og aðrir og sé metið af eigin verkum.

S A M T Í M I N N SUF 0 4

ÁVARP FORMANNS

Að taka þátt í ungliðastarfi er gefandi og þroskandi. Aldrei hefði mig grunað hvað félagsstarfið myndi ýta mér út fyrir þægindarammann og hjálpa mér að þroskast sem einstaklingur. Framsókn er þekkt fyrir að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif.

Sem dæmi má nefna að Framsókn er í dag með yngsta þingmanninn, yngsta borgarfulltrúann og yngsta sveitarstjórann á Íslandi Gegnum starfið hef ég kynnst mörgu skemmtilegu og efnilegu ungu fólki sem hefur náð langt og gegnir mikilvægum stöðum innan grasrótar flokksins Það er ekki síður mikilvægt, en það er allt fólkið sem vinnur í grasrótinni sem myndar flokksheildina.

Mín fyrstu kynni af Framsókn var í sveitarstjórnarkosningunum 2014, en það ár var einnig árið sem ég fékk kosningarétt. Þá var faðir minn, Benedikt Benediktsson, í baráttusæti fyrir Framsókn og aðra framfarasinna í Rangárþingi Eystra. Ég byrjaði að mæta einstaka sinnum á kosningaskrifstofuna og tók þátt í kosningavökunni Við unnum stóran sigur það árið Fjórum árum síðar tók ég aukinn þátt í

kosningarbaráttunni sjálfri, þ e að aðstoða frambjóðendur og aðstoða við viðburðarhald Þá var ég einnig orðin stjórnarmeðlimur í

nýsameinaðri stjórn Félags ungra

Framsóknarmanna í Árness- og

Rangárvallasýslu, sem fékk nafnið Guðni í höfuðið á Guðna Ágústssyni. Ég dró mikinn lærdóm af þessum tíma og verð ávallt þakklát fyrir framsóknarfólkið í Rangárþingi.

Unnur Þöll Benediktsdóttir, formaður SUF og varaborgarfulltrúi.

Seinna fékk ég það krefjandi hlutverk að vera kosningastjóri Framsóknar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 Þar kynnist ég verðandi borgarstjóra og jafnframt fyrsta borgarstjóra Framsóknar, Einari Þorsteinssyni, ásamt frábærum frambjóðendum sem prýddu listann. Sem varaborgarfulltrúi held ég áfram að kynnast Reykjavík og hvernig stjórnsýslan þar virkar.

Sagan er mikilvæg. Hún sýnir hvað atburðarrásin getur reynst hröð hjá ungu fólki í Framsókn Hér fáum við tækifæri til að sýna hvað í okkur býr Hvað framtíðin ber í skauti sér vita nú fæstir Þó veit ég það að ég á

Framsókn að þakka fyrir þá eiginleika sem ég hef þróað með mér á þessum tíma Flokkstarfið hefur verið mér afar dýrmætt og ég er hvergi nærri hætt!

0 5
Samband ungra Framsóknarmanna

UNG FRAMSÓKN

Haustið 1936 samþykkti FUF í Reykjavík að gangast fyrir stofnun Landssambands ungra Framsóknarmanna. Félagið kaus síðan í nefnd til þess að annast undirbúning væntanlegrar sambandsstofnunar, og var ákveðið að sambandið skyldi vera stofnað sumarið 1937. En þegar hljóðbært varð að fram skyldu fara alþingiskosningar það sumar, var ákveðið að fresta stofnun sambandsins.

Síðari hluta 1937 var verkefnið hafið á ný . FUF í Reykjavík kaus níu manna nefnd sem annaðist allan undirbúning stofnfundar SUF Starf þessarar nefndar var umfangsmikið Nefndin stóð í bréfsambandi við menn í öllum sveitum, kauptúnum og kaupstöðum landsins, lét útbúa kjörgögn og sendi trúnaðarmönnum sínum, skipulagði ferðir fulltrúanna, sendi út ávarp til ungra Framsóknarmanna, sá um að væntanlegrar sambandsstofnunar væri getið í blöðum flokksins, annaðist fjársöfnun til þess að standa straum af ýmis konar kostnaði við þingið, útvegaði fulltrúum utan af landi ókeypis dvöl í Reykjavík, ræddi skipulag væntanlegs sambands og samdi dagskrá stofnfundarins.

Stofnfundur var haldinn dagana 11.-14. júní, 1938. Alls mættu 104 fulltrúar. Þórarinn Þórarinsson, sem var þá formaður FUF í Reykjavík, setti fundinn með stuttri ræðu og fór svo Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, með ræðu um að ,,Lífshamingjan er fólgin í baráttu og starfi ”

S A M T Í M I N N SUF 0 6

Samband ungra Framsóknarmanna var svo stofnað þann 13. júní 1938 í Héraðsskólanum að Laugarvatni. Þar var kjörin fyrsta stjórn sambandsins, skipuð fulltrúum úr öllum kjördæmum landsins. Þórarinn Þórarinsson var þar kjörinn formaður sambandsins. Hann gegndi formennsku í sjö ár, þ.e. til ársins 1945.

Hlutverk sambandsins er að kynna stefnu Framsóknar á meðal ungs fólks á Íslandi, auka þátttöku og áhrif ungs fólks innan Framsóknar, berjast fyrir hagsmunamálum ungs fólks við stefnumótun innan flokksins og gera það hæfara til að taka þátt í stjórnmálastarfi

Árið 1990 varð Siv Friðleifsdóttir fyrst kvenna kjörin formaður Sambands ungra Framsóknarmanna og gegndi formennsku í tvö ár, til 1992. Siv sat á Alþingi frá árinu 1995 til 2013: fyrst fyrir Reykjaneskjördæmi (19952003) og fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2003. Hún var umhverfisráðherra 1999-2004 og heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra 2006-2007 Siv var þingflokksformaður Framsóknarflokksins 20072009

Í gegnum árin hefur sambandið komið víða við og margir fyrrum meðlimir þess síðar orðið þingmenn, ráðherrar eða gegnt öðrum ábyrgðarstöðum í samfélaginu. Nú í dag á Framsókn yngsta þingmanninn, yngsta borgarfulltrúa sögunnar og yngsta sveitarstjórann.

Á hverju ári heldur SUF fjölbreytta og skemmtilega viðburði, bæði tengda og ótengda stjórnmálum Má þar nefna skuggaráðuneyti þar sem ungu Framsóknarfólki gefst tækifæri til að hitta ráðherra Framsóknar, kynnast þeirra daglegu störfum, spyrja þá spjörunum úr og bera upp tillögur að því sem betur má fara.

Sambandsþing SUF er haldið árlega og er æðsta stofnun sambandsins. Þar er farið yfir ályktanir, kosið um formann og í þrettán manna stjórn SUF, sem fundar mánaðarlega yfir árið. Í kjölfarið velur stjórnin sex manna framkvæmdastjórn, sem sér um daglegan rekstur samtakanna Hefðin er sú að framkvæmdastjórn er valin á fyrsta fundi stjórnar

0 7
S A M T Í M I N N SUF 1 0

UNGT FÓLK Í PÓLITÍK

Ungt fólk á erindi í stjórnmálum, og tækifærin eru mörg á sveitarstjórnarstiginu fyrir ungt og efnilegt fólk til að stíga sín fyrstu skref. Það gerir þeim kleift að hafa raunveruleg áhrif á sitt nærumhverfi og öðlast þekkingu og reynslu. Framsókn hefur lengi veitt ungu fólki tækifæri til að láta rödd sína heyrast og blómstra í stjórnmálum. Þetta hefur flokkurinn fengið lof fyrir ásamt því að hafa verið honum til góðs. Það er mikilvægt að taka ekki skref aftur á bak í þeim efnum

Framsókn bauð fram í 26 sveitarfélögum um allt land en þar mátti finna ungt framsóknarfólk á listum í þeim sveitarfélögum ásamt þeim sveitarfélögum þar sem engan B lista var að finna. Augljóst er að staða ungs fólks innan Framsóknar er sterk og að Framsókn treystir ungu fólki til áhrifa.

Ungt fólk vill sæti við borðið

Ungmenni þurfa tækifæri til að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur framboð á ungu fólki aukist til muna á undanförnum árum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þeirra. Áberandi baráttumál eru jafnrétti samfélagshópa og loftslagsmálin. Ungt fólk krefst þess að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvarðanatöku um málefni sem varða framtíð þeirra og komandi kynslóða.

Ungt fólk er traustsins vert

Unga fólkið býr hér og mun erfa landið. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd til þess að berjast fyrir hagsmunamálum nútímans og framtíðarinnar. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu til að hafa áhrif.

Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að

Ungt fólk sem er virkt í pólitík er talið vera besta hvatningin fyrir jafnaldra þeirra til að taka þátt. Pólitísk þátttaka getur verið af hvaða tagi sem er og hefur lengi verið talin mjög þroskandi fyrir ungmenni ásamt því að nýtast þeim vel seinna meir. Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) gegnir mikilvægu hlutverki í starfi Framsóknar. Okkar samfélag býr yfir mörgu ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterkar skoðanir. Við verðum að veita þeim vettvang og traust til þess að koma sínum áherslum á framfæri

1 1
Samband ungra Framsóknarmanna

VIÐTÖL VIÐ UNGA

Ég hef alltaf haft óstjórnlega þörf fyrir að koma skoðunum mínum á framfæri. Síðan ég man eftir mér voru stjórnmál alltaf rædd við eldhúsborðið heima. Það kom því ekki á óvart að ég bauð mig fram í fyrsta skipti í prófkjöri fyrir alþingiskosningar þegar ég var 18 ára gamall. Síðan þá hef ég tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi og flokkstarfi Framsóknar. Einnig var ég formaður Samtaka ungra bænda árin 2014 – 2018.

E i n a r F r e y r E l í n a r s o n

s v e i t a r s t j ó r i m ý r d a l s h r e p p s

Ég bý á Loðmundarstöðum í Mýrdal ásamt sambýliskonu minni og tveimur börnum Ég tók við starfi sveitarstjóra Mýrdalshrepps í ágúst sl. eftir að B-listi Framsóknar og óháðra náði meirihluta í kosningunum 2022. Helstu verkefni eru daglegur rekstur sveitarfélagsins, stefnumótun í hinum ýmsu málum og almennur stuðningur við uppbyggingu og ímynd sveitarfélagsins. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar gegndi ég stöðu oddvita sveitarstjórnar Mýrdalshrepps

frá árinu 2018 Ásamt þessu hef ég verið varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi

Mín fyrsta minning af Framsókn er þegar Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, kíkti við í félagsmiðstöðina í Vík. Ég man að mér fannst stórmerkilegt að hitta ráðherra á meðan við strákarnir vorum að spila Counter-Strike. Ég var ekki lengi að ganga í flokkinn, en miðjustefnan hefur alltaf átt við mig og það hefur aldrei neitt annað komið til greina en Framsókn.

Ég var kjörinn í stjórn SUF árið 2009 og var síðan gjaldkeri samtakanna um nokkurt skeið Ég tók þátt í að stofna félag ungra í Vestur-Skaftafellssýslu og var svo líka skipaður jafnréttisfulltrúi flokksins um tíma.

SUF hefur fyrst og fremst veitt mér tækifæri til að kynnast öðru fólki, skiptast á skoðunum og rökræða. Það hafa síðan verið forréttindi að vera treyst í ábyrgðarstöður á vegum flokksins og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það traust og þau tækifæri sem mér hafa verið gefin

S A M T Í M I N N SUF 1 2

H e l g i H é ð i n s s o n

F r a m k v æ m d a s t j ó r i

f r a m s ó k n a r

Ég bý ásamt konunni minni og tveimur börnum í Kópavogi Við erum nýlega flutt í bæinn eftir að hafa búið um árabil í Mývatnssveit.

Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Framsóknar, en ég hóf störf síðastliðinn marsmánuð. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og spannar mjög vítt svið.

Ég hóf þátttöku í stjórnmálum á vordögum 2014, en þá setti ég ásamt nokkrum vinum saman framboð til sveitarstjórnarkosninga í

Skútustaðahreppi Á þeim tíma var ég

einfaldlega drifinn áfram af löngun til að gera nærsamfélagið mitt betra og leggja mitt af mörkum til að gera Mývatnssveit að góðum og áhugaverðum stað til að búa á. Á þeim vettvangi starfaði ég þar til ég flutti suður m.a. sem oddviti

Skútustaðahrepps 2018-2022 og sveitarstjóri um tíma.

Ég hef alltaf fundið mig best á þeirri bylgjulengd sem Framsókn starfar á. Yfirvegun, samvinna, skynsemi og lausnamiðuð nálgun án öfga á miðjunni. Þá átti ég mjög ánægjulegt samstarf við þingmenn kjördæmisins og flokksins þann tíma sem ég kom að sveitarstjórnarmálum og það má segja að viðmót þeirra og vinsemd hafi heillað mig og dregið mig sífellt lengra inn í flokksstarfið.

Ég hef ekki verið virkur í starfi SUF, en hef komið að málefnavinnu og starfi flokksins um tíma. Félagsstarfið í mínu nærumhverfi er fyrst og síðast á vettvangi Framsóknarfélags Þingeyinga þar sem haldið er uppi öflugu starfi og reglulegum fundum. Í kjölfarið hlaut ég þann heiður að skipa 4. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021 Sem varaþingmaður hef ég tvívegis tekið sæti á þingi fyrir Framsókn og þannig öðlast dýrmæta reynslu og kynnst því frábæra fólki sem leiðir flokkinn.

Lykillinn að stjórnmálastarfi er að taka þátt. Við eigum að hlusta, læra, vaxa og hafa kjark til að taka af skarið og blanda okkur í málin. Við í Framsókn nálgumst úrlausn mála með lausnamiðuð hætti af samkennd og auðmýkt Sú nálgun hefur reynst okkur vel Framsókn er samvinnuhreyfing sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið frá upphafi og það er engin tilviljun. Kraftur fjöldans, samtakamátturinn og viljinn til að gera gott samfélag betra sameinar okkur, styrkir og eflir.

1 3

H a f d í s H r ö n n

H a f s t e i n s d ó t t i r

þ i n g m a ð u r

f r a m s ó k n a r

Ég er fædd á Ísafirði og bý í dag á Selfossi með eiginmanni og tveimur dætrum mínum. Ég er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Eftir nám starfaði ég sem lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu og svo stoppaði ég stutt á nefndarsviði Alþingis sem nefndarritari. Þar áttaði ég mig á því að ég hafði frekar áhuga á að starfa hinum megin við borðið Stuttu síðar var ég svo fengin í prófkjör í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021 og starfa í dag sem þingmaður.

Í námi byrjaði ég að taka þátt í félagsmálum og það hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég móta lífið í kringum mig, enda er þátttaka í félags-

málum mikilvægur þáttur af því að stíga sterkari inn í atvinnulífið. Hún eykur tengslanet og byggir karakter við að vinna að málefnum sem gagnast heildinni. Í háskóla sat ég í nemenda-félaginu og svo í miðstjórn háskólans sem var ótrúlegur skóli.

Það var jafnframt á Bifröst sem ég kynnist Framsókn fyrst Ýmist við flokkinn heillaði mig, til dæmis samvinnuhugsjónin og lausnamiðað hugarfar, og þegar Sigurður Ingi varð formaður ákvað ég að láta slag standa. Ég viðurkenni það að hafa ekki tekið mikinn þátt í SUF þó ég hafi verið virk í grasrótarstarfi flokksins frá árinu 2018. Fyrst í Framsókn í Árborg og síðan í miðstjórn flokksins. Mér finnst SUF vera aðdáunarvert afl sem við eigum að halda áfram að efla og styrkja. Hispurslausar skoðanir ungra í flokknum eru mikilvægar og móta framtíð flokksins

Ég lít á Framsókn sem eina stóra fjölskyldu sem tekst á við eldhúsborðið og ræðir málin á málefnalegan máta. Fjölskyldan samanstendur af traustri forystu og öflugri grasrót, sem skipta bæði jafn miklu máli og mynda flokkinn eins og hann er í dag. Hver og einn hefur eitthvað til málanna að leggja.

Framsókn á í mér sterka taug og það að fólkið okkar hafi haft trú á því að ég gæti verið góður fulltrúi flokksins er mér ómetanlegt og verður seint þakkað Öll tækifæri eru ekki sjálfgefin og það skiptir máli að gera það mesta út þeim. Þannig

S A M T Í M I N N S 1 4

Samband ungra Framsóknarmanna

hefur Framsókn gefið mér bæði traust innan og utan flokksins og maður hefur fengið tækifæri til að kynnast frábæru fólki í kringum flokkinn sem maður hefði annars líklega aldrei hitt. Fyrir það er ég ótrúlega þakklát.

M a g n e a G n á

J ó h a n n s d ó t t i r

b o r g a r f u l l t r ú i

f r a m s ó k n a r

Ég er nýkomin í borgarstjórn og er þar

að takast á við margar nýjar og

spennandi áskoranir í vinnu við að

breyta og bæta samfélagið. Ég ákvað að

taka þátt í stjórnmálum til þess að hafa

áhrif. Ég vil vera málsvari ungs fólks og

leggja áherslu á málefni sem skipta þau máli. Þar eru húsnæðis- og dagvistunarmál barna efst í huga. Til að mynda mun ég leiða stýrihóp sem verið er að skipa, en markmið hans er að móta heildstæða stefnu um umhverfi og

aðstæður 0-6 ára barna í Reykjavík, og ég vona að hópurinn muni skila af sér góðum lausnum til framtíðar.

Ég man ekki eftir mér öðruvísi en með sterkar skoðanir á samfélaginu Ég á kannski ekki langt að sækja stjórnmálaáhugann því foreldrar mínir hafa báðir verið virkir í stjórnmálum og komið að ýmsum samfélagsverkefnum. Stjórnmálaumræðan var því alltaf hluti af umræðunni við eldhúsborðið. Eftir dvöl erlendis skimaði ég stjórnmálin hér heima og fann að ég átti best heima í Framsókn. Síðan þá hef ég verið virk í flokknum t.a.m. sem kynningarstjóri SUF og núna sem formaður Ung Framsókn í Reykjavík Ég legg mikla áherslu á að efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og skapa vettvang þar sem það getur komið sínum sjónarmiðum á fr st sk

em á ramfæri. Ég hvet ungt fólk til að taka þátt í tjórnmálum - þau eru bæði áhugaverð og kemmtileg.

1 5

T e i t u r E r l i n g s s o n

a ð s t o ð a r m a ð u r

r á ð h e r r a

Ég er 28 ára og bý í Kópavogi. Það má segja að ég hafi kynnst Framsókn þegar ég fæddist, enda alinn upp á bóndabæ í fögrustu sveit landsins, Þingeyjarsveit. Ég byrjaði þó formlega að taka þátt í flokkstarfinu í alþingiskosningunum árið 2021 sem annar tveggja kosningastjóra Ásmundar Einars Daðasonar. Ferill minn innan Framsóknar er nokkuð stuttur og þéttur, eftir þátttöku í

alþingiskosningunum 2021 vann ég sem verkefnisstjóri á skrifstofu flokksins í sveitarstjórnarkosningun 2022 og tók

tímabundið við sem framkvæmdastjóri flokksins frá áramótum 2023 og fram í mars. Áður hafði ég unnið talsvert við að koma málefnum ungs fólks á framfæri, en ég gegndi stöðu stöðu varaforseta

Landssambands íslenskra stúdenta 2018–2019 og tók þátt í gæðastarfi á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla 2018–2020.

Í dag starfa ég sem aðstoðarmaður Ásmundar í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Helstu verkefnin í því starfi felast í pólitískri ráðgjöf, almannatengslum og vinnu innan ráðuneytisins.

Í mínu starfi fyrir Framsókn hef ég fengið að kynnast því öfluga fólki sem Framsókn státar sig af Þá er frábært að sjá hversu kröftug ungliðahreyfing flokksins er og hversu vel ungu fólki er tekið. Þátttaka í Framsókn og SUF hefur gert mér kleift að margfalda tengslanet mitt, öðlast reynslu í heimi stjórnmála og sanna mig hvort sem það er í kosningum eða vinnu við að þjónusta flokksfólk. Þátttaka í ungliðahreyfingum og stjórnmálum almennt er dýrmæt reynsla sem þú öðlast ekki með öðrum hætti

Það er án efa jákvætt skref að taka þátt í ungliðastarfi og efla þannig sjálfan sig sem einstakling. Við slíka þátttöku, sem og öllu öðru sem maður tekur sér fyrir hendur, er lykilregla að vera samkvæmur sjálfum sér og sýna hvað maður getur í verki, ekki orðum.

S A M T Í M I N N SUF 1 6

F O R M A Ð U R

F R A M S Ó K N A R

S I G U R Ð U R I N G I

J Ó H A N N S S O N

Stjórnmál eru stórkostlegt afl til umbóta þegar rétt er á haldið. Þau eru deigla hugmynda og rökræðna um það hvernig samfélag okkar skuli þróast. Ystu svið stjórnmálanna aðhyllast kæfandi ríkishyggju öðru megin og aðrir öfgakennda frjálshyggju hinum megin. Við tölum um vinstri og hægri í stjórnmálum og þriðju leiðina, miðjuna, sem aðhyllist samvinnuhugsjónina sem meitla má í orðin þrjú: Vinna, vöxtur, velferð Á miðjunni gerum við okkur fulla grein fyrir því að öflugt atvinnulíf er grundvöllur sterkrar velferðar.

Gæfa hverrar stjórnmálahreyfingar er að eiga innan sinna vébanda fjölbreyttan hóp fólks af öllum sviðum samfélagsins sem á sér sameiginlegar lífsskoðanir. Í bráðum 107 ár hefur Framsókn notið þess að innan

flokksins hefur starfað öflugt ungt fólk Í ár eru 85 ár liðin frá stofnun SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna Þessi raddsterka

hreyfing ungs fólks hefur allan þann tíma haft mikil áhrif innan flokks og utan og átt kraftmikla fulltrúa í forystusveit flokksins.

Framsókn hefur borið gæfa til að treysta ungu fólki fyrir mikilvægum hlutverkum.

Eysteinn Jónsson er enn þann dag í dag yngsti ráðherra Íslands en hann var aðeins

27 ára þegar hann tók við ráðherraembætti.

Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar er einnig úr okkar röðum, Jóhanna María Sigmundsdóttir Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að Framsókn ekki aðeins virðir raddir ungs fólks, heldur veitir þeim brautargengi. Þessi sterka hreyfing ungs Framsóknarfólk sem nú í ár nær 85 ára aldri hefur haft gríðarlega áhrif á málefnastarf Framsóknar. Ekkert stjórnmálaafl hefur lagt viðlíka áherslu á hagsmuni ungs fólks og þá sérstaklega ungra fjölskyldna eins og Framsókn hefur gert í gegnum tíðina. Menntamál, atvinnumál og þá ekki síst áhersla á ungar og skapandi atvinnugreinar hefur líka sannað gildi sitt fyrir samfélagið Stefna Framsóknar og hugsjónir samvinnunnar eiga stóran þátt í þeirri almennu velmegun sem ríkir á Íslandi Framsýni stjórnmálahreyfingarinnar okkar og trú á ungt fólk eru eiginleikar sem við erum öll þakklát fyrir og ber skylda til að rækta um alla framtíð.

Ég óska SUF hjartanlega til hamingju með 85 árin og þakka fyrir hönd Framsóknar þann mikla sköpunarkraft og hugsjónaeld sem ungt Framsóknarfólk tendrar í starfi flokksins.

1 7
F R A M T Í Ð I N R Æ Ð S T Á M I Ð J U N N I

ÁLYKTANIR

2020-2023

K o s n i n g a r a l d u r v i ð á r

Ungt framsóknarfólk sér ekki rökin fyrir því að neita þeim sem fæðast seinna á árinu um einn þann mikilvægasta rétt sem fyrir finnst í lýðræðisríki, kosningarrétt. Ungt framsóknarfólk (SUF) krefst þess að við breytingu á stjórnarskrá verði orðalegi breytt svo kosningaréttur verði veittur við áramót en ekki afmælisdag.

Samþykkt af stjórn SUF 2020

A ð g e n g i l e g s á l f r æ ð i þ j ó n u s t a

Ungt framsóknarfólk vill gera sérfræðiþjónustu t.a.m. sálfræðiþjónustu aðgengilegri í samfélaginu, t.d. á öllum stigum menntakerfisins og hjá jaðarhópum innan samfélagsins

Samþykkt á sambandsþingi SUF 2020

I n n f l u t t u r m a t u r

Ungt framsóknarfólk vill að innflutt matvæli lúti að lágmarki sömu gæðakröfum og á Íslandi þegar kemur að framleiðslu matvæla t.d. aðbúnaði dýra. Þannig sé best hægt að tryggja gæði varanna og sanngjarna samkeppni við innlenda matvælaframleiðslu

Samþykkt á sambandsþingi SUF 2021

F r

a r t í ð a v ö r u r

Ungt framsóknarfólk vill að tíðarvörur verði aðgengilegar í skólastofnunum landsins endurgjaldslaust og að skattur verði afnuminn af tíðarvörum.

Samþykkt á sambandsþingi SUF 2021

H ú s n æ ð i s m á l

Ungt framsóknarfólk harmar hversu erfitt það reynist ungu fólki að verða sér um eigin fasteign. Ungt framsóknarfólk telur að auka verði framboð á lóðum til byggingar heimila. Með því að auka framboð er hægt að mæta síhækkandi eftirspurn og þannig lækka bæði íbúðaverð og leiguverð. Það myndi auðvelda ungu fólki að flytja úr foreldrahúsum og öðlast

sjálfstæði fyrr á lífsleiðinni

Samþykkt á sambandsþingi SUF 2021

B r ú u m b i l i ð m i l l i f æ ð i n g a r o r l o f s o g l e i k s k ó l a

Ungt framsóknarfólk telur brýnt að ráðist sé í skipulegar fjölþættar aðgerðir til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hlutaðeigandi hagaðilar þurfa að koma að borðinu með skipulegum hætti og búa til langtíma áætlun í þessum málaflokki því ótækt er að foreldrar séu í

óvissu með hvað tekur við að fæðingarorlofi loknu

Samþykkt af stjórn SUF 2023

í

ALÞJÓÐASTARF

Nordiska Centerungdommens Forbund (NCF) er vettvangur fyrir ungliðahreyfingar miðjuflokka á Norðurlöndunum. SUF á fulltrúa í stjórn NCF sem fara reglulega til Norðurlandanna á fundi SUF er eina íslenska ungliðahreyfingin sem er aðili að NCF Saman móta þessar ungliðahreyfingar sér stefnu og vinna að málum sem þau vilja taka áfram á stærri vettvang Norðurlandaráðs Í dag situr Urður Björg Gísladóttir f h SUF í stjórn NCF sem annar varaformaður, hennar varafulltrúi er Hrafn Splidt Þorvaldsson.

Ungdommens Nordiska Råd (UNR), stundum íslenskað í Norðurlandaráð æskunnar, heldur þing einu sinni á ári þar sem fulltrúar ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka af öllum Norðurlöndum koma saman. Þar eru unnar ályktanir sem fulltrúar senda inn, en samþykktar ályktanir eru svo sendar til Norðurlandaráðsins. SUF hefur rétt á fulltrúa á þing UNR sem ungliðahreyfing stjórnmálaflokks á þingi. Fyrir hönd NCF situr einn fulltrúi í stjórn UNR, hún Anne Jensdatter, frá Radikal Ungdom í Danmörku.

S A M T Í M I N N SUF 2 0

Samband ungra Framsóknarmanna

Síðustu tvö ár hefur Gunnar Ásgrímsson, varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna, verið fulltrúi SUF í alþjóðastarfinu, á þingum UNR og sambandsþingi NCF Hefur hann í því starfi ferðast til Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Helsinki og við förum stuttlega yfir reynslu hans.

Haustið 2021 var þing UNR haldið í Kaupmannahöfn. Gunnar Ásgrímsson sótti þingið fyrir hönd SUF Vikum fyrir þingið fékk hann send gögn með nauðsynlegum upplýsingum fyrir þingið. Reyndar voru þau öll á tungumáli sem Gunnar skildi ekki Íslendingarnir komu sér

saman í spjallhóp á samfélagsmiðlum, þar voru fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata ásamt áheyrnafulltrúa Landssambands Ungmennafélaga. Ragna, fulltrúi ungra Jafnaðarmanna, þýddi 40 blaðsíðna skjal með ályktunum með Google Translate svo að Íslendingarnir höfðu einhverja hugmynd um hvað ályktanirnar voru.

,,Ég var þó mjög ánægður með túlkana sem þýddu ræður á þinginu, en með þeirra hjálp gátum við Íslendingarnir flutt ræður á íslensku og fengið að heyra hvað aðrir þinggestir höfðu að segja,” segir Gunnar, en fyrir þingið lögðu Ungir Jafnaðarmenn fram lagabreytingatillögu sem myndi tryggja að allar ályktanir og þinggögn yrðu þýdd á íslensku og finnsku Allir íslensku fulltrúarnir sameinuðust í þeirri mikilvægu baráttu Gaman var að sjá þá samstöðu og baráttu sem Íslendingarnir sýndu á þinginu Öll stigu þau upp og töluðu um mikilvægi þess að jafnræði ríki milli tungumála á þinginu

Vegna mótsstöðu hægri flokka hlaut tillagan ekki meirihluta og var því felld. Loforð voru þó gefin fyrir því að meira púður yrði sett í þýðingu gagna fyrir næsta þing.

,,Mér fannst ég því knúinn til þess að mæta til Helsinki ári seinna til þess að passa upp á að íslenskan fengi að skína sínu skærasta.” Fyrir þingið 2022 heyrði Gunnar í íslensku fulltrúum og lagði til þess að koma lagabreytingunni í gegn. Öll tóku þau vel í hugmyndina og sameinuðust í þeirri baráttu.

Á þingið fóru fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Lögðu þau öll saman lagabreytinguna og eftir styttri baráttu en búist var við var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, einungis tveir kusu á móti. Var sigrinum fagnað að sið heimamanna.

2 1

FYRRUM FORMENN

Félagsskapurinn, skoðanaskiptin, þátttakan í málefnastarfi og að berjast fyrir því að afla hugsjónum fylgis átti vel við mig.

H a f þ ó r E i d e H a f þ ó r s s o n

Þátttaka í félagsstarfi er frábær og lærdómsrík lífsreynsla. Slíka lífsreynslu hef ég öðlast með þátttöku í starfi Samband ungra framsóknarmanna í gegnum árin, þar sem ég gegndi meðal annars stöðu formanns árið 2013.

Við unglingsaldur kviknaði áhugi á þjóðfélagsmálum sem birtist meðal annars í því að ég mátti varla missa af fréttatíma Með tímanum myndaði ég mér skoðanir á stjórnmálum sem leiddi mig í starf Framsóknar og áhugi minn á samfélagsmálum jókst enn frekar fyrir vikið.

Ég fann að það var hægt að hafa áhrif og koma hlutum til leiðar. Það sem sannfærði mig um að stefna Framsóknar væri hin rétta til að styðja var hin heilbrigða miðjublanda af trúnni á athafnafrelsi fólks til þess að standa undir verðmætasköpun og sköpun jafnra tækifæra fyrir fólk með fjárfestingu í velferð þess um allt land. Það sem átti líka vel við mig var menningin innan Framsóknar, sem ég myndi lýsa sem jarðbundinni en skemmtilegri – enda mikið af hressu og góðu fólki í flokknum.

Þátttakan í starfi flokksins leiddi mig á endanum í það starf sem ég gegni í dag, sem er aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og varaformanns Framsóknar. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt og gefandi að starfa á þessum vettvangi og vinna að íslenskum hagsmunum á hverjum degi. Ég hvet ungt fólk til þess að taka skrefið og taka þátt í starfi SUF, en þar er eitthvað fyrir alla. Öll erum við ólík með mismunandi styrkleika, en þegar á öllu er á botninn hvolft snýst starf SUF um liðsheildina og samvinnuna þar sem kostir allra geta notið sín í því verkefni að gera gott samfélag enn betra

S A M T Í M I N N SUF 2 2
2 0 1 3 - 2 0 1 4

Ég hef einnig verið kosningastjóri í tveimur sveitarstjórnarkosningum ásamt því að hafa setið í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd flokksins á sveitarstjórnarstiginu.

Ég er 26 ára úr Kópavoginum góða. Ég stunda meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og hef verið virkur í starfi flokksins frá 15 ára aldri Ég kynnist flokknum í kringum

alþingiskosningarnar 2013 þegar ég var að vinna lokaverkefni í samfélagsfræði í grunnskóla. Eftir að hafa kynnt mér

stefnu flokksins ákvað ég að taka þátt í

starfinu með því að aðstoða við kosningabaráttuna. Eftir það var ekki aftur snúið.

Árið 2014 náði ég fyrst kjöri í stjórn SUF. Síðan hef ég gegnt embætti stjórnamanns, verið í framkvæmdastjórn

SUF sem ritari, kynningarstjóri, varaformaður og formaður Ég hef setið í miðstjórn flokksins frá árinu 2015 sem og í landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins fyrir hönd SUF.

Ég tel að þátttaka í pólitísku starfi sé mjög gefandi og hefur hún reynst mér vel Hvort sem það er að æfa sig í ræðuhöldum, rökræðu eða að auka sjálfstraust, þá hefur þátttaka mín í pólitísku starfi hjálpað mér að eflast á þessum sviðum sem og svo mörgum öðrum. Því tel ég að ungt fólk eigi að taka virkan þátt í ungliðastarfi. Ekki einungis til sjálfseflingar, heldur einnig til þess að láta gott af sér leiða. Ungt fólk á að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og vera óhrætt við að tjá skoðanir sínar Rödd ungs fólks þarf ávallt að heyrast í stjórnmálaumræðunni hverju sinni

2 3 P á l l M a r í s P á l s s o n 2 0 1 6 - 2 0 1 7

S A M T Í M I N N

Þessar áherslur rímuðu vel við stefnu Framsóknar og við nánari skoðun fann ég að þar átti ég heima.

Á mínu heimili var mikið talað um stjórnmál. Pabbi og móðurafi minn voru báðir í Framsókn og ég laumaði mér stundum á fundi með þeim. Hins vegar hafði ég engan áhuga á þátttöku í stjórnmálastarfi þegar ég flutti í bæinn til að fara í menntaskóla Umræðan í kringum mig var á þann veg að mér þótti það ekki töff Hins vegar var ég dregin á fund á vegum SUF og eftir það var ekki aftur snúið.

Ég er 26 ára og bý á sauðfjárbýlinu Bakkakoti í Borgarfirði ásamt manninum mínum, Óla, og tveimur börnum okkar Ég hef verið þingmaður Framsóknar síðan 2021 Á síðasta kjörtímabili var ég varaþingmaður og formaður SUF.

Stjórnmálaþátttaka mín hófst í menntaskóla þegar ég fór að tala fyrir því að fá heimavist á höfuðborgarsvæðið fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðið. Ég vinn enn hörðum höndum á að gera þá hugsjón að veruleika. Í kjölfarið fór ég að leggja áherslu á að búseta eigi ekki að hefta lífsgæði einstaklingsins Við eigum að geta valið okkur menntun, fundið góð störf og fengið jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu.

Ég var búin að vera í stjórn SUF í þrjú ár þegar ég bauð mig fram til formanns SUF árið 2018. Ég hlaut kjör sem formaður og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár. Á þeim árum lagði ég mikla áherslu á innra starfið og tengsl kjörinna fulltrúa við ungt fólk í flokknum Rétt áður en ég varð formaður tók ég þátt í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi 2017 og varð varaþingmaður. Á kjörtímabilinu tók ég tvisvar sæti á Alþingi og varð á þeim tíma yngsta varaþingkonan til að taka sæti á Alþingi.

Ég get klárlega sagt að ég væri ekki þingmaður í dag ef ég hefði ekki verið í SUF. Þar kynntist ég grasrótinni og hvernig flokkstarfið virkaði ásamt því að læra að koma mínum málum á framfæri Ég vil hvetja allt ungt fólk til að taka þátt í

stjórnmálastarfi Þú þarft ekki að kunna öll hugtökin eða skilja allt til að byrja. Það sem skiptir mestu máli er viljinn til að bæta samfélagið.

SUF 2
4
L i l j a R a n n v e i g S i g u r g e i r s d ó t t i r 2 0 1 8 - 2 0 2 1
Samband ungra Framsóknarmanna 2 5

Ritzkexkaka með salthnetum

Skemmtileg og góð kaka að hætti Gunnars Ásgrímssonar

HRÁEFNI

Kakan:

3 eggjahvítur (íslensk egg)

175g sykur

1 tsk lyftiduft

100g salthnetur

70g ritzkex

Kremið:

3 eggjarauður (auðvitað hinn parturinn af íslensku eggjunum)

75g flórsykur

75g Nóa suðusúkkulaði

75g íslenskt smjör

Styðjum íslenskan landbúnað!

LEIÐBEININGAR

Byrjið á að stilla ofninn á 180°C

Stífþeytið eggjahvítur með sykrinum

Setjið ritzkexið og hneturnar í matvinnsluvél í nokkrum pörtum til að mylja

Bætið lyftidufti við kexið og hneturnar og blandið vel Blandið kexblöndunni varlega við eggjahvíturnar með sleif

Smyrjið form með smjöri eða olíu

Setjið kökublönduna í form og bakið í 25-30 mínútur Passið að kakan dökkni ekki um of

Kælið kökuna vel áður en kremið er sett á hana Gott er að setja hana í plastpoka svo hún haldist mjúk

Bræðið súkkulaðið og smjörið í potti við vægan hita

Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til það verður ljóst og þykkt Kælið súkkulaðiblönduna aðeins áður en henni er blandað saman við eggjarauðurnar

Hvolfið kökunni úr forminu og leyfið miðjunni að síga aðeins Setjið kremið á kökuna þegar hún er orðin alveg köld. Kremið fer bara ofan á kökuna en ekki á hliðarnar

S A M T Í M I N N SUF 2 6
Kakan 1 2. 3 4 5. 6 7. 8 Kremið 1 2. 3 4 5.
6-8 manns 30 mínútur

L á r é t t

5 . A ð a l f u n d u r S U F

8 . S t j ó r n m á l a l e g h u g m y n d a f r æ ð i

9 . F u n d a r t v i s v a r á á r i , a ð v o r i o g h a u s t i .

1 0 . H a n n v a r a l þ i n g i s m a ð u r á

á r u n u m 1 9 8 7 t i l 2 0 0 8

1 1 . Y n g s t i b o r g a r f u l l t r ú i s ö g u n n a r

1 3 . 9 . þ i n g m a ð u r

R e y k j a v í k u r k j ö r d æ m i s s u ð u r

1 4 . H v a r f é k k S i g u r ð u r I n g i a l m e n n t d ý r a l æ k n i n g a l e y f i

L ó ð r é t t

1 . O r ð s e m v o r u n o t u ð t i l a ð l ý s a s t e f n u

F r a m s ó k n a r f l o k k s i n s

2 . W i l l u m Þ ó r r æ ð u r y f i r h v a ð a

r á ð u n e y t i

3 . H e f u r æ ð s t a v a l d í m á l e f n u m

F r a m s ó k n a r

4 . Í l o k m a í 2 0 1 1 f j ö l g a ð i þ i n g m ö n n u m

F r a m s ó k n a r f l o k k s i n s í t í u e r h a n n

g e k k í f l o k k i n n .

6 . H ö f u ð s t ö ð v a r F r a m s ó k n a r f l o k k s i n s

7 . L a g e f t i r Í s ó l f G y l f a P á l m a s o n

1 2 . F u l l m ó t u ð s t e f n a s e m

F r a m s ó k n a r f l o k k u r i n n k y n n t i h a u s t i ð

2 0 1 1

Samband ungra Framsóknarmanna 2 7

VILTU VERA MEÐ?

E f þ ú v i l t t a k a þ á t t o g f y l g j a s t m e ð s t a r f i n u

g e t u r þ ú f y l g s t m e ð w w w s u f i s e ð a f y l g t

o k k u r á s a m f é l a g s m i ð l u m : F a c e b o o k

S a m b a n d u n g r a F r a m s ó k n a r m a n n a o g

I n s t a g r a m u n d i r u n g f r a m s o k n

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.