1 minute read

UNG FRAMSÓKN

Haustið 1936 samþykkti FUF í Reykjavík að gangast fyrir stofnun Landssambands ungra Framsóknarmanna. Félagið kaus síðan í nefnd til þess að annast undirbúning væntanlegrar sambandsstofnunar, og var ákveðið að sambandið skyldi vera stofnað sumarið 1937. En þegar hljóðbært varð að fram skyldu fara alþingiskosningar það sumar, var ákveðið að fresta stofnun sambandsins.

Síðari hluta 1937 var verkefnið hafið á ný . FUF í Reykjavík kaus níu manna nefnd sem annaðist allan undirbúning stofnfundar SUF Starf þessarar nefndar var umfangsmikið Nefndin stóð í bréfsambandi við menn í öllum sveitum, kauptúnum og kaupstöðum landsins, lét útbúa kjörgögn og sendi trúnaðarmönnum sínum, skipulagði ferðir fulltrúanna, sendi út ávarp til ungra Framsóknarmanna, sá um að væntanlegrar sambandsstofnunar væri getið í blöðum flokksins, annaðist fjársöfnun til þess að standa straum af ýmis konar kostnaði við þingið, útvegaði fulltrúum utan af landi ókeypis dvöl í Reykjavík, ræddi skipulag væntanlegs sambands og samdi dagskrá stofnfundarins.

Advertisement

Stofnfundur var haldinn dagana 11.-14. júní, 1938. Alls mættu 104 fulltrúar. Þórarinn Þórarinsson, sem var þá formaður FUF í Reykjavík, setti fundinn með stuttri ræðu og fór svo Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, með ræðu um að ,,Lífshamingjan er fólgin í baráttu og starfi ”

Samband ungra Framsóknarmanna

Samband ungra Framsóknarmanna var svo stofnað þann 13. júní 1938 í Héraðsskólanum að Laugarvatni. Þar var kjörin fyrsta stjórn sambandsins, skipuð fulltrúum úr öllum kjördæmum landsins. Þórarinn Þórarinsson var þar kjörinn formaður sambandsins. Hann gegndi formennsku í sjö ár, þ.e. til ársins 1945.

Hlutverk sambandsins er að kynna stefnu Framsóknar á meðal ungs fólks á Íslandi, auka þátttöku og áhrif ungs fólks innan Framsóknar, berjast fyrir hagsmunamálum ungs fólks við stefnumótun innan flokksins og gera það hæfara til að taka þátt í stjórnmálastarfi

Árið 1990 varð Siv Friðleifsdóttir fyrst kvenna kjörin formaður Sambands ungra Framsóknarmanna og gegndi formennsku í tvö ár, til 1992. Siv sat á Alþingi frá árinu 1995 til 2013: fyrst fyrir Reykjaneskjördæmi (19952003) og fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2003. Hún var umhverfisráðherra 1999-2004 og heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra 2006-2007 Siv var þingflokksformaður Framsóknarflokksins 20072009

Í gegnum árin hefur sambandið komið víða við og margir fyrrum meðlimir þess síðar orðið þingmenn, ráðherrar eða gegnt öðrum ábyrgðarstöðum í samfélaginu. Nú í dag á Framsókn yngsta þingmanninn, yngsta borgarfulltrúa sögunnar og yngsta sveitarstjórann.

Á hverju ári heldur SUF fjölbreytta og skemmtilega viðburði, bæði tengda og ótengda stjórnmálum Má þar nefna skuggaráðuneyti þar sem ungu Framsóknarfólki gefst tækifæri til að hitta ráðherra Framsóknar, kynnast þeirra daglegu störfum, spyrja þá spjörunum úr og bera upp tillögur að því sem betur má fara.

Sambandsþing SUF er haldið árlega og er æðsta stofnun sambandsins. Þar er farið yfir ályktanir, kosið um formann og í þrettán manna stjórn SUF, sem fundar mánaðarlega yfir árið. Í kjölfarið velur stjórnin sex manna framkvæmdastjórn, sem sér um daglegan rekstur samtakanna Hefðin er sú að framkvæmdastjórn er valin á fyrsta fundi stjórnar