1 minute read

ÁVARP FORMANNS

Að taka þátt í ungliðastarfi er gefandi og þroskandi. Aldrei hefði mig grunað hvað félagsstarfið myndi ýta mér út fyrir þægindarammann og hjálpa mér að þroskast sem einstaklingur. Framsókn er þekkt fyrir að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif.

Sem dæmi má nefna að Framsókn er í dag með yngsta þingmanninn, yngsta borgarfulltrúann og yngsta sveitarstjórann á Íslandi Gegnum starfið hef ég kynnst mörgu skemmtilegu og efnilegu ungu fólki sem hefur náð langt og gegnir mikilvægum stöðum innan grasrótar flokksins Það er ekki síður mikilvægt, en það er allt fólkið sem vinnur í grasrótinni sem myndar flokksheildina.

Advertisement

Mín fyrstu kynni af Framsókn var í sveitarstjórnarkosningunum 2014, en það ár var einnig árið sem ég fékk kosningarétt. Þá var faðir minn, Benedikt Benediktsson, í baráttusæti fyrir Framsókn og aðra framfarasinna í Rangárþingi Eystra. Ég byrjaði að mæta einstaka sinnum á kosningaskrifstofuna og tók þátt í kosningavökunni Við unnum stóran sigur það árið Fjórum árum síðar tók ég aukinn þátt í kosningarbaráttunni sjálfri, þ e að aðstoða frambjóðendur og aðstoða við viðburðarhald Þá var ég einnig orðin stjórnarmeðlimur í nýsameinaðri stjórn Félags ungra

Framsóknarmanna í Árness- og

Rangárvallasýslu, sem fékk nafnið Guðni í höfuðið á Guðna Ágústssyni. Ég dró mikinn lærdóm af þessum tíma og verð ávallt þakklát fyrir framsóknarfólkið í Rangárþingi.

Unnur Þöll Benediktsdóttir, formaður SUF og varaborgarfulltrúi.

Seinna fékk ég það krefjandi hlutverk að vera kosningastjóri Framsóknar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 Þar kynnist ég verðandi borgarstjóra og jafnframt fyrsta borgarstjóra Framsóknar, Einari Þorsteinssyni, ásamt frábærum frambjóðendum sem prýddu listann. Sem varaborgarfulltrúi held ég áfram að kynnast Reykjavík og hvernig stjórnsýslan þar virkar.

Sagan er mikilvæg. Hún sýnir hvað atburðarrásin getur reynst hröð hjá ungu fólki í Framsókn Hér fáum við tækifæri til að sýna hvað í okkur býr Hvað framtíðin ber í skauti sér vita nú fæstir Þó veit ég það að ég á

Framsókn að þakka fyrir þá eiginleika sem ég hef þróað með mér á þessum tíma Flokkstarfið hefur verið mér afar dýrmætt og ég er hvergi nærri hætt!