
5 minute read
Inngangur
ÞettaersaganafskóginumáÍslandi, aðvísuaðeinsörfáarsvipmyndir af samskiptum þjóðar, lands og skóga. Þessi saga er að því leyti ólík öðrum sögum að sögulok eru jafnlangt undan þegar bókinni lýkur og er hún hefst.
En þetta er bókin ykkar, hinna ungu Íslendinga. Það eruð þið sem haldið sögunni áfram og síðan taka aðrir við af ykkur og enn aðrir af þeim.
Í fáum orðum sagt. Við viljum færa Íslandi aftur þá skóga sem það átti einu sinni, fjölga trjátegundum þess og búa öðrum gróðri yl og næði í skjóli þeirra.
Mikiðverkefnibíðurokkar.Tilþessaðgetaleystþaðafhendiþurfum við að læra margt. Lærdóm og þekkingu getum við sótt til þeirra sem fróðari eru, hlýtt á mál þeirra sótt námskeið og skóla. En við getum líka sótt þekkingu í okkar eigin bók.
Ísland er með yngstu löndum jarðar og bera jarðmyndanir landsins glögg merki þess. Þau öfl sem sköpuðu landið eru enn að verki, enda erÍslandeittafmestueldfjallalöndumheims.Kunnareruaðminnsta
kosti þrjátíu til fjörtíu eldstöðvar sem gosið hafa hundrað og fimmtíu sinnum frá landnámsöld.
Landið hefur að langmestu leyti hlaðist upp af tvenns konar bergtegundum, blágrýti og móbergi. Mótun þeirra er ólík enda breytist landslagið þar sem bergmyndanirnar mætast.
Blágrýtisfjöllinerureglulegaðlögun, hlaðinuppúrhraunlögumen móbergsfjöllin eru úr lausum, öskukenndum gosefnum sem hlaðist hafa upp undir jöklum og orðið síðan að föstu bergi.
Blágrýtissvæðinerutvö, annaðaustanlandsfráBreiðamerkursandi tilÞistilfjarðarenhittvestanlandsfráBárðardaltilKollafjarðar.Ámilli blágrýtisspildnanna er lægð sem fyllst hefur yngri gosmyndunum, einkumgrágrýtiogmóbergi.Áþessusvæðieruennflestarhinnavirku eldstöðva. Auk þessa eru líparítmyndanir á víð og dreif um landið.
Fyrir um tíu þúsund árum eða í lok síðustu ísaldar hafði landslag á Íslandi fengið að mestu þann svip sem það ber nú. Þó hafa margs konarbreytingaráttsérstaðsíðanafvöldumeldgosa, vatnsogvinda. Myndun landsins lýkur raunar aldrei. Eldgos hlaða upp landið en jöklar og ár brjóta það niður og úthafið sverfur strendur þess.
Gróður landsins var harla fáskrúðugur þegar ísöld lauk. Harðgerðar tegundirt.d.birki, víðirogýmsarjurtirlifðuaffimbulveturísaldanna. Seinna barst til landsins fjöldi tegunda frá öðrum löndum.
Borgafjörður Ljósmyndari: Hildur Guðmundsdóttir
10 ÆSKAN OG SKÓGURINN
Fyrst breiddust fáar, nægjusamar plöntur út um auðnina, svo sem grastegundir og nokkrar lágvaxnar blómplöntur ásamt birki og viði. Þetta er unnt að sjá enn í dag þar sem jöklar eyðast. Gróðurinn hafði nægan tíma til að breiðast um landið eftir því sem jöklanir hopuðu og loftslag hlýnaði. Hér voru engar skepnur til að granda honum í tíu þúsund ár, uns mannabyggð kom til sögunnar.
Gróðurinnskipaðisérígróðurhverfieftirþvíhverniglífsskilyrðivoru. Háfjallagróðurinntóksérbólfestuviðefstugróðurmörkinsemneðar tóku önnur gróðurhverfi við. Þar sem vatn stóð uppi og deiglent var settistvotlendisgróðurað, ívötnumogtjörnumhafðistvatnagróðurinn við, en birkið lagði smám saman undir sig mestallt gróðurlendið og í skjóli skóganna dafnaði hinn fegursti blómjurtagróður. Birkið teygði sigeinniguppfjallshlíðarnaralltuppífjögurtilfimmhundruðmetra hæð yfir sjó.
Þannig leit Ísland út, þegar fyrstu landnemarnir komu hingað.
Frá landnámsöld og fram á miðja fjórtándu öld lifðu Íslendingar aðallegaábúskapoghlunnindumlandsins.Enhvaðvarþaðsemgerði vaxandiþjóðkleiftaðlifanæreingönguálandbúnaðiímeirenfjórar aldir? Það var umfram allt víðáttumikið gróðurlendi, ekki hvað síst birkiskógarnir. Úr birkiskógunum fengu menn eldivið og viðarkol og efniviðíallskonarhúsgögnogamboð.ÁfyrstuöldumÍslandsbyggðar var járn unnið úr mýrarrauða. Var sú járnvinnsla nefnd rauðablástur, þurftitilhennarmikiðmagnviðarkola.Einnigþurftiviðarkoltilhvers konar járnsmíða og til að dengja gömlu, íslensku ljáina.
En birkiskógurinn veitti fyrst og fremst öðrum gróðri skjól og verndaði landið gegn uppblæstri. Hann mildaði veðráttuna, skýldi búfé í illviðrum og gerði kvikfjárrækt arðbærari. Hann var líka oft þrautalendingin í harðindum er heyskortur svarf að en þá var lim
ÆSKAN OG SKÓGURINN 11
höggvið til fóðurs fyrir búfé. Þá var kornrækt miklu árvissari í skjóli skóganna.
Á fjórtándu öld dundu yfir þjóðina stórfelldar náttúruhamfarir. Heil byggðarlög eyddust af völdum eldgosa og jökulhlaupa t. d. í Skaftafellssýslum. Þessum hörmungum fylgdu síðan drepsóttir og hungurdauði.
Um miðja öldina fóru atvinnuhættir þjóðarinnar að breytast. Landbúnaði hnignaði þá ört, því að gróðurlendi var tekið að minnka mjög.Þjóðinnihafðifækkað, verkkunnáttuhrakaðiogbúskapurorðið einhæfari, kornyrkja t.d. lagst að mestu leyti niður.
Íslensku landnemunum og afkomendum þeirra hefur eflaust þótt væntumlandiðengusíðurenokkur.Enþáskortireynsluogþekkingu tilaðnytjaþaðskynsamlegaogþettakomharðastniðuráskógunum. ÞeirvoruhöggnirgegndarlaustþegaráfyrstuöldumÍslandsbyggðar. Þjóðin átti fárra kosta völ til þess að halda lífi frá ári til árs, frá öld til aldar. Hún átti þann kost einan að draga fram líf sitt á þeim náttúrugæðum, sem landið lagði í hendur henni. Þetta gerði hún.
Auðlindirlandsinsnýttihúnsértilbjargarogléthverjumdeginægja sína þjáningu. Hún spurði ekki, hvernig sú lind yrði á morgun sem þurrausin var í dag og gekk svo nærri uppsprettunni sjálfri að hún varð aldrei söm eftir.
Fáir hafa lýst þessu betur en Stephan G. Stephansson:
Í þúsund ár hrísið og heyið úr haganum reiddu menn inn. Og naktara og nærskafnar flegið gat næstsetumaður en hinn.
Íslendingar gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingum fyrr en í óefni var komið.
Víðaífornritumokkarerminnstáskóganasemveriðhafaílandinu
12 ÆSKAN OG SKÓGURINN

Þórir og merin hans Fluga Ljósmyndari: Hildur Guðmundsdóttir
þegar ritin voru samin. Ari fróði segir að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru er það byggðist. Þessi frásögn er stórmerk því að hún er skráð af höfundi sem fáir véfengja.
Í Landnámu er víða getið um skóga. Við flettum upp í bókinni, finnumeftirfarandikaflaoglesumþarþessasérstæðuogskemmtilegu frásögn: „ÞórirdúfunefvarleysingiÖxna-Þóris;hannkomskipisínuíGönguskarðsós; þá var byggt hérað allt fyrir vestan; hann fór norður yfir JökulsáaðLandbrotiognamlandámilliGlóðafeykisogDjúpárogbjó áFlugumýri.ÍþanntímakomútskipíKolbeinsárósi, hlaðiðkvikféen þeim hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt en Þórir dúfunef keypti voninaogfannsíðan.ÞaðvarallrahrossaskjótastogvarkölluðFluga.“
ÍbyrjunátjándualdarlýsaÁrniMagnússonprófessorogPállVídalín lögmaður Brimnesi þannig: „Rifhrís er hér nokkuð til eldingar.“
Í dag er land þetta skóglaust með öllu.
Fátækt, einokun og versnandi stjórnarfar á Íslandi gerði þjóðinni æ erfiðara að byggja landið, og loks var svo komið um aldamótin 1700
ÆSKAN OG SKÓGURINN 13
að stjórnvöldin sáu að eitthvað varð að gera til þess að þjóðin yrði ekki aldauða.
FriðrikkonungurfjórðiskipaðiþvíÁrnaMagnússonogPálVídalín til þess að rannsaka hag lands og þjóðar og gera tillögur til umbóta. Bjarni Pálsson, síðar landlæknir og Eggert Ólafsson ferðuðust einnig um landið laust eftir miðja öldina í sama skyni. Eggert samdi rit um ferðir þeirra félaga þar sem mikinn fróðleik er að finna um skógana á Íslandi.
Vegur Skúla Magnússonar landfógeta var þá mestur og eitt af umbótaáformum hans var að stofna til skógræktar í landinu. En þær tilraunir mistókust.
Nítjánda öldin hófst með Norðurálfuófriðnum mikla sem hafði örlagaríkáhrifhérsemannarsstaðar.Skógræktarhugsjóninláígleymsku umsinn.Enekkivarlangtumliðiðáöldinaerýmsiráhrifamennfóru aðritaumskógrækt.Þeirbentuáþærafleiðingarsemeyðingskóganna hefðihaftíförmeðsér.Núværisvokomiðaðsíðustuskógarleifunum væristefntíbeinanvoða.Þessvegnayrðiaðgeraeitthvaðtilaðbjarga þeim frá tortímingu. Ekkert varð þó úr framkvæmdum fyrr en í lok aldarinnar.
Aldamótunum 1900 var fagnað um gervallt Ísland. Skáldin ortu hvatningarljóð til þjóðarinnar. Vonir um batnandi hag mótuðu kynslóðina sem þá tók til starfa og með henni hefst framfaraskeið í öllum greinum þjóðlífsins. Nokkrir einstaklingar höfðu ræktað tré í görðum sínum, náð góðum árangri og sýnt að gróðurskilyrði leyfðu ræktun trjáa.
Árið 1899 hófu danskir áhugamenn tilraunir með ræktun barrtrjáa á nokkrum stöðum og héldu þeim tilraunum áfram fyrstu sjö ár aldarinnar. Nokkru seinna var Ræktunarfélag Norðurlands stofnað
14 ÆSKAN OG SKÓGURINN
en það hafði mikið áhrif, einkum norðanlands. Ungmennafélög voru stofnuðumlíktleytivíðaumlandogtókum.a.skógræktástefnuskrá sína. Árið 1907 voru sett á alþingi lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstrilandsfyrirforgönguHannesarHafsteins.Landssjóðurtók kostnaðafskógræktinniásínarherðar.Skógræktarstjórivarskipaður yfir allt landið en skógarvörður yfir hvern landsfjórðung.
Tilraunummeðræktunbarrtrjáavarhaldiðáframtilársins1913en þávarþeimhættogþráðurinnekkitekinnuppafturfyrreneftir1930. StarfssviðSkógræktarríkisinsverðurnútvíþætt:annarsvegarfriðun skógarleifa eins og fyrr, hins vegar fræsöfnun og uppeldi trjáplantna fráþeimstöðumáhnettinumþarsemloftslagerlíktogáÍslandi.Hér verða því tímamót í sögu íslenskra skógræktarmála.
Loks skal þess getið að Skógræktarfélag Íslands var stofnað á Alþingishátíðinni 1930 og þjóðin minntist lýðveldis á Íslandi 1944 með stofnun Landgræðslusjóðs.
Brautin er þó aðeins mörkuð en verkefnin bíða okkar.
Þetta var árangurinn af hugsjónum íslenskra aldamótamanna sem skáldið Hannes Hafstein lýsir í þessu erindi:
Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.
ÆSKAN OG SKÓGURINN 15
16 ÆSKAN OG SKÓGURINN
