3 minute read

Nám í skólagarði

Kafli 1 NÁM Í SKÓLAGARÐI

Viðköllumframímyndunarafliðoghugsumokkuraðviðséumstödd í skólagarði, þar sem við eigum að dveljast um tíma við nám og starf. Þessi skólagarður er á margan hátt öðruvísi en þeir sem íslensk æska hefur kynnst hingað til. Við sjáum mismuninn þegar lengra er lesið.

Umhverfið er hlýlegt. Skjólbelti úr víði, greni og birki hlífa hinum smágerða gróðri sem við erum að rækta. Hér sjáum við nokkrar trjátegundiríuppvextienaukþessrunna, blóm, kálplönturogrótarávextir og er öllu þessu snyrtilega fyrir komið. Jafnframt vinnunni er okkur kennt hið nauðsynlegasia til þess að geta skilið ræktunina og farið rétt að öllu.

Viðbyrjumáþvíaðlæraofurlítiðumlíftrjánnaískólagarðinumen seinna höldum við náminu áfram í Hallormstaðaskógi.

Gerð trjánna

Allar plöntur eru gerðar úr frumum. Utan um þær eru frumu-veggir og innan þeirra er frymið en innst er frumukjarninn.

Ífrymigrænuplantnannaerblaðgrænan.Húnermestofantilíblaðholdinuogíhennifaraframmikilvægustuefnabreytingarplöntunnar.

Íhverjutréerumargskonarfrumursemskipasérsamanogmynda vefi þess. Þar ríkir því verkaskipting eins og á sér stað í mannlegu samfélagi.

Börkurinn eða barkarvefirnir verja tréð gegn hnjaski og varna útgufun. Fyrir innan börkinn liggja sáldæðarnar sem eru myndaðar úr lifandi frumum. Eftir þeim berst næring sú sem grænu kornin vinna úr loftinu. Viðaræðarnar eru aftur á móti gerðar úr dauðum frumum sem eru vel tengdar saman og gefa trénu styrk og sveigjuþol.

Innan undir sáldæðunum er vaxtarlagið sem er eingöngu lifandi frumur. Við kynnumst starfi þess síðar. Þar fyrir innan er svo viðarvefurinn sem er myndaður af dauðum viðaræðum og viðarfrumum. Innst er loks trjámergurinn.

Kolsýrunám

Trén eru lifandi verur eins og menn og dýr og þurfa þess vegna fæðu. Næringarefnin taka þau til sín úr jarðveginum og loftinu.

Áblöðumogbarritrjánnaerusmáaugusemandrúmsloftiðsmýgur inn um. En í loftinu er lítið eitt af koltvísýringi sem er samsettur af tveim frumefnum, kolefni og súrefni. Trén taka til sín koltvísýring úr loftinuengrænukorninvinnakolefnasamböndúrkoltvísýringnumog vatni, svo sem sykur, mjölvi, tréni, olíur og fleiri lífræn efni.

Þessi mikilvæga starfsemi getur aðeins farið fram í nægilegri birtu og hita.

Allt líf á jörðunni á landi og í sjó á rætur sínar að rekja til þessara efnabreytinga og eru því plönturnar undirstaða lífsins á hnetti okkar. Öndun

Kolsýrunámið fer aðeins fram í hinum grænu hlutum plöntunnar í birtu og hita eins og fyrr greinir, en allir hlutar hennar anda jafnt á degi sem á nóttu, bæði rætur, stöngull og blöð.

Trén anda að sér súrefni sem sameinast kolefnasamböndum en á

18 ÆSKAN OG SKÓGURINN

þennan hátt losnar orka sem þau nota til efnabreytingar og vaxtar.

Öndunin er því andstæð við kolsýrunámið.

Öndun:

Súrefnið, sem plantan andar að sér, sameinast kolefnasamböndum hennar. Við það losnar orka, vatn og koltvísýringur. Plantan léttist.

Kolsýrunám:

Úr kolefni og vetni myndar plantan lífræn efni, en súrefnið hverfur út í andrúmsloftið. Plantan þyngist. Öflun vatns og útgufun

Vatn er trjánum lífsnauðsynlegt við fæðuöflunina. Þau afla þess úr jarðveginummeðrótunumogmeðþvíberastnæringarefnintilhinna ýmsu hluta trésins.

Eins er útgufun vatns frá trjánum nauðsynleg, því að hún örvar vökvastrauminn og þar með flutning næringar um tréð. Útgufunin er mest frá laufi og barri trjánna og hún verður því örari sem heitara er í veðri. Einnig örva vindar útgufunina að mun.

Venjulegast geta trén bætt sér allt það vatn sem frá þeim fer við útgufunina.Enséhörgullávatniíjarðveginumt.d.sakirlangvarandi hita og þurranæðinga, þá er hætta á því að tréð geti ekki bætt sér missinn.Blöðþesslinastogjafnvelvisnaogsvogeturfarið, aðtréðdeyi.

Útsprungið blóm Ljósmyndari: Óþekktur

ÆSKAN OG SKÓGURINN 19

Öflun fæðu úr jarðvegi

Jurtanæringarefnin leysast upp í vatni jarðvegsins og berast gegnum ræturnar og upp eftir viðaræðunum.

Næringarefnin sem trén taka til sín úr jarðveginum eru aðallega köfnunarefni, fosfórogkalí.Aföðrumnæringarefnummánefnakalk, magníum, brennistein, járn og bór.

Fyrrgreind efni hverfa aftur til jarðar þegar grös sölna eða tré falla og fúna. Öðru máli gegnir þegar land er slegið eða beitt, tré felld og flutt brott úr skógunum. Þá fer jarðveginn að skorta sum þessara efna, einkum köfnunarefni, fosfór og kalí. En unnt er þá að bæta úr næringarskorti með áburði.

Plönturnarverðaveikbyggðaroghættaaðvaxa, efjarðveginnvantar steinefni eða köfnunarefni. Þess vegna er oft nauðsynlegt að gefa ungumtrjámogrunnumáburðarskammtengætaverðurþessaðhafa hann ekki stóran. Of mikil áburðargjöf hefur skaðleg áhrif og getur grandað smáplöntum.

Eitthiðvandasamastaviðallaræktunerþvíaðskeraúrumáburðarþörfina.

Köfnunarefni eykur vöxt blaða og sprota.

Fosfórogkalíörvarótarvöxtogflýtafyrirblómgunogaldinþroska.

Tré, sem fá næga næringu, verja henni ekki eingöngu til vaxtar, heldur safna þau líka forðanæringu.

Í sólríkum sumrum safnast mikil forðanæring í trjánum til næsta árs. Vöxtur þeirra fer því mjög eftir veðráttu undanfarins sumars.

Vöxtur trjánna

Á hverju ári bætist við hæð trjánna. Þetta sést best á furu og greni, því að krans af greinum vex út úr stofninum þar sem ársvöxturinn byrjar. Þess vegna er auðvelt að geta sér til um aldur ungra trjáa með því að telja greinakransana.

En á gömlum trjám eru neðstu greinarnar fallnar brott svo að þessi

20 ÆSKAN OG SKÓGURINN

This article is from: