8 minute read

Jarðvegur og gróska

Next Article
Girðingar

Girðingar

Kafli 3 JARÐVEGUR OG GRÓSKA

Skógurinn er töfraheimur sem margir láta sér nægja að hrífast af en færri hafa kynnt sér.

Við skulum enn ganga út í skóg, virða fyrir okkur blóm og grös, fræðast um líf þeirra og sambúð þeirra við skóginn.

Frjómoldinereinmestaauðlindhverslands.Húnerkvikaflífi.Þar eru heimar ótal tegunda af smádýrum, gerlum og sveppum. Þessar lífverur breyta leifum plantna og dýra í næringu handa nýjum gróðri og stuðla að aukinni frjósemi. Þar sem hlýju og skjóls nýtur, búa þessarlífverurviðbetrilífskilyrðienáberangriogþvíeykstfrjósemin á slíkum stöðum.

Ef til vill er brýnna fyrir Íslendinga en nokkra aðra þjóð sem fæst við skógrækt að gera sér grein fyrir þessu því að landið liggur langt í norðurvegi og má heita skóglaust eins og nú er komið. En þegar skógarnir hurfu, þvarr skjólið sem þeir veittu og jafnframt minnkaði frjósemi landsins og gróðurbreytingar fylgdu í kjölfarið. Við þurfum að hafa þetta í huga og velja um sinn til skógræktar þá staði, svæði

eðahéruðsemhagstæðusterufyrir trjágróður.

Slíkir staðir eru margir eins og reynslan hefur þegar sannað.

Viðskulumdrepaánokkuðatriði sem miklu máli skipta þegar land er valið til skógræktar:

Tré vaxa yfirleitt betur í halla en á flatlendi. Þar seytlar súrefnisríkt jarðvatnísífelluumefstulögjarðvegsins, flýtirfyrirrotnunjurtaleifa og þar verður jarðvegur frjór og gljúpur.

Trén þurfa skjól fyrir þurrustu vindáttinni. Helst ætti að velja trjálundum stað í halla mót suðvestri þar sem staðhættir leyfa.

Undir hömrum er skjól og bergið varpar frá sér hita, jafnvel eftir sólsetur.

Auðveldast er að átta sig á gæðum jarðvegs með því að athuga gróðurhverfin.

Ískógivöxnumlöndumeruhæðogaldurtrjáanotuðtilaðdæmaum gróskuskógræktarsvæða.Síðanervaxtarstöðumskipaðígróskuflokka.

Hér á landi er þessu á annan veg farið, þar sem við eigum aðeins birkiskógasemsætthafamisjafnrimeðferðumlanganaldur.Ensamt getum við haft hliðsjón af þessu. Hallormsstaðaskógi hefur nýlega verið skipt í þrjá gróskuflokka og gróðurhverfin síðan flokkuð eftir þeirriskiptingu.Þettahefurauðveldaðstaðarvalfyrirýmsarerlendar trjátegundir og gefið þar með von um betri og árvissari vöxt.

Í fyrsta og besta gróskuflokknum vaxa elftingar, reyrgresi og ýmsar blómplöntur. Í slík gróðurhverfi er grenitegundum, þin og lauftrjám plantað. Í öðrum flokki vex língresi, bugðupunktur ásamt bláberjaoghrútaberjalyngi.Þareraðallegaplantaðlerki.Kræki-ogsortulyng lendir svo í þriðja og lakasta gróskuflokknum. Furutegundunum er valinn þessi flokkur, enda fá þær fegurstan vöxt í ófrjórri jörð.

Á bersvæði, þar sem land er beitt um langan tíma, hverfa flestar blómplöntur. Allerfitt er því að dæma um grósku slíks lands. En eftir

36 ÆSKAN OG SKÓGURINN

nokkurra ára friðun skjóta blómplönturnar upp kollinum á nýjan leik. Allr kannast við þetta úr laufskógagirðingum víðs vegar um land. Blágresi, brennisóley, brönugrös, fjalldalafífill, maríustakkur og umfeðmingur vaxa t. d. aðeins í frjórri mold. Þar sem raki er mikill vaxa geithvönn og mjaðurt. Gróðurhverfi, þar sem mest ber á heilgrösum, reyrgresi og elftingum er yfirleitt gott skógræktarland. Kræki- og sortulyng, svo og ýmsar blómplöntur, svo sem holtasóley, blóðberg, geldingahnappur, gulmaðra, lambagras og holurt vaxa helst í frjóefnasnauðu landi. Í tirjóttu og þurru mólendi ber oft mest á þursaskeggi og móasefi, en varhugavert er að taka slíkt land til skógræktarnemabyltaþvífyrstogberaíþaðlífrænanáburð.Mýrlendi þar sem ýmsar starir vaxa, getur loks orðið ágætt til skógræktar ef það er hæfilega þurrkað. Þar bíða mikli verkefni. Í mörgum skógræktargirðingum eru leirflög, melar og rofabörð. Í slíkt land má ekki gróðursetja tré nema rækta jafnhliða annan gróður, til dæmis lúpínur.

Plöntun

Fátt virðist einfaldara en setja niður trjáplöntur. En þetta verk verður að leysa af hendi af nákvæmni og fyllstu alúð. Annars er allt unnið fyrir gýg.

Oft heyrist því fleygt að trjáplöntum sé víða holað niður í flaustri og þar við látið sitja.

Sannarlega má ekki kasta til þess höndum að planta trjám. Sakir hroðvirkni hafa margar plöntur farið forgörðum, margfalt fleiri en þærsemdeyjaaföðrumorsökum, t.d.íþurrki, frostiogillrimeðferð í upptöku eða við flutning.

Hvenær á að planta?

Plöntungeturhafistþegarsnjóaleysirávorinogjafnveláðurenfrost erúrjörðu.Þáerjarðrakinnmestur.Haldamáverkinuáframtilmiðs

ÆSKAN OG SKÓGURINN 37

júníþegartíðervætusöm.Enþáervissaraaðhættaplöntuninniíbili. Mestahitatímabilsumarsinserþáframundanogjarðvegurinnfarinn að þorna. Í byrjun ágúst má venjulega hefjast handa á nýjan leik en hætta aftur í lok þess mánaðar. Þó má halda áfram nokkru lengur ef gróðursett er inni í skógi eða kjarrlendi.

Staðarval

Enginnskyldihefjatrjáplöntunfyrrenhverritegundhefurveriðvalinn staður og reiknað út hve mikið land fer undir væntanlega plöntun. Þetta þarf að gera áður en plönturnar eru pantaðar svo tryggt sé að hver tegund fái jarðveg við sitt hæfi. Flokkun á landi eins og sagt er frá í kaflanum um jarðveg og grósku kemur í veg fyrir að menn panti óhentugar trátegundir. Útvegun plantna

Þá kemur að því að útvega plöntur en þær verður að panta tímanlega frá næstu gróðrarstöð. Ef gróðursetja á greni mega plönturnar ekki vera yngri en fjögurra ára. Stærð og aldur plantnanna verður þó ætíð að miða við vaxtarskilyrði á staðnum. Þar sem grasvöxtur er mikill skaleingönguplantastórumogþroskamiklumplöntum.Ekkisakarað skýra frá plöntunarstað, ástandi girðingar, landstærð og landgæðum umleiðogplönturnarerupantaðarsvoaðskógarverðireigiauðveldara með að átta sig á verkinu og gefa leiðbeiningar.

Vinnutilhögun

Alla vinnu verður að skipuleggja mjög vel áður en plönturnar koma á áfangastað. Verkfæri þurfa að vera næg og góð og útvega þarf eftirfarandi áhöld í tæka tíð: bjúgskóflur, haka, stunguskóflu, þjalir, trjáklippur, beittanhníf, plöntupoka, snúruroghælaeðamerkjaflögg.

Allt á að vera komið á staðinn áður en plönturnar koma svo að verkið geti hafist án tafar.

38 ÆSKAN OG SKÓGURINN

Þegar plöntur koma á áfangastað skulu þær strax leystar úr umbúðunum, greiddar varlega í sundur og síðan settar í rásir.

Rásirnar skulu vera á skuggsælum og skjólgóðum stað. Þannig má geyma plöntur í nokkra daga. Ef sólfar er mikið er nauðsynlegt að breiða yfir þær en forðast skal að vökva þær um of.

Verkfæri

Hér á landi eru einkum notuð tvenns konar verkfæri við plöntun. 1. Bjúgskófla. Hún er aðallega notuð þar sem jarðvegur er ekki grýttur. Fljótlegt er að planta með þessu verkfæri og getur vanur maður sett niður sjö til átta hundruð plöntur með því á einum degi í góðu landi. 2. Plöntuhaki. Hann er notaður þar sem land er grýtt. Nokkru seinlegra og erfiðara er að planta með haka en bjúgskóflu.

Hvernig á að planta?

Trjáplöntur eru settar niður á mismunandi hátt.en eitt verður ávallt að hafa hugfast þegar planta er handleikin:

Hún er lifandi!

Hérálandiermestallttrjáfræinnfluttogkostnaðurviðplöntuuppeldi mikill. Þess vegna er hver planta mikils virði.

Því er brýn nauðsyn að sá sem plantar minnist þess ávallt að án vandvirkni hans er einskis árangurs að vænta.

Þessar aðferðir eru algengastar við plöntun: Stungið með haka

1. Plantað við lóðréttan holuvegg

a) Bjúgskófla Hola er stungin eins og með venjulegri skóflu. Bjúgskófla er þannig gerðaðstingaþarfaðeinsátvogagnstæðaveguþannigaðmoldarhnaus liggurlausáskóflunniíseinnistungu.Þessverðurumframalltaðgæta

ÆSKAN OG SKÓGURINN 39

aðannarveggurholunnar sé lóðréttur. Plantan er sett niður í holuna, lögð að lóðrétta veggnum og greitt úr rótum hennar. Síðan er hnausunum ýtt af skóflublaðinu ofan í holuna þannig að hann falli í fyrri skorður og loks er stigið á hann með öðrum fæti svo að plantan sitji vel föst.

Komi það fyrir að rætur plantna séu langar svo að þær bögglist í botniholunnar, verðuraðrótstýfameðbeittumhnífeðatrjáklippum. b) Haki Þegar haki er notaður við plöntun er grasrótin höggvin af 20x20 sentimetra fleti og hola gerð með hakablaðinu þannig að einn veggur hennar verði lóðréttur, moldinni rótað upp úr holunni með hakablaðinu og mulin, ef með þarf.

Þessi plöntun er að því leyti frábrugðin hinni fyrri að besta gróðurmoldin er nú sett næst rótum plöntunnar, grasrót fjarlægð og áburðargjöf því auðveldari.

Sjálfsagteraðplantameðhakaþarsemlandergrýtteðagrasvöxtur mikill.

Eftir plöntun skulu greni og furutegundir standa jafndjúpt og þær stóðu í græðireit en lerki og lauftrjám nema birki, reyni og elri skal planta nokkru dýpra. Stungið með Bjúgskóflu

2. Plantað með útflattri rót

Grenitegundum er stundum plantað á þennan hátt og er þá haki notaður. Grasrótin er höggvin af eins og getið er um hér að framan. Síðanerjarðvegurlosaðurniðurísjösentimetradýptoghonumrótað uppúrflaginumeðhakanum, Þáerplantantekin, settofaníjarðsárið og greitt úr rótum hennar til allra hliða. Besta gróðurmoldin er lögð

40 ÆSKAN OG SKÓGURINN

á hvolf kringum plöntuna. Ef þjappað er hæfilega að plöntunni með öðrum fæti á hún að hafa nægilega festu í moldinni.

Plantað með haka. Útflöt rót

3. Garðplöntun

Alldjúpholaerþágrafinmeðvenjulegristunguskóflu, lífrænnáburður settur í botn holunnar og honum blandað saman við jarðveg. Þá er plantantekinoghennihaldiðímiðriholuámeðangreitterúrrótum ogholanfylltemðmold.Aðlokumþarfaðstígaþéttingsfastíkringum plöntuna svo að hún sitji föst.

Á þennan hátt eru stórar plöntur yfirleitt settar niður.

Viðhöfumnúrifjaðuppýmislegtsemokkurerkenntumplöntunen viðhöfumekkiennminnstáhvernigvinnaokkarískóginumferfram.

Við byrjum á því að taka nokkra tugi trjáplantna úr beðinu sem þær hafa vaxið í, setjum þær í kassa eða plöntustamp og förum með þær út í Lýsishól. Þar eru plönturnar settar niður eins og fyrr segir. Ráðstafanirerugerðartilþessaðræturplantnannaþorniekki, hvorki íupptökunéviðplöntunogstrangteftirlithaftmeðþví.Fyrstístaðer ætlast til að tveir vinni saman og setji niður og gangi frá einni plöntu á mínútu. En afköstin vaxa með aukinni leikni.

Okkur er skipt í fimm manna hópi og gert ráð fyrir að hver hópur setji niður til jafnaðar áttatíu plöntur á klukkustund. Einn úr fimm mannaflokknumerverkstjórisemfylgistmeðþvíásamtkennaranum, að vandlega sé plantað. Við vinnum þá af kappi í tuttugu mínútur en síðan er hvíld í tíu mínútur. Sá tími er notaður til að fræða okkur um skógrækt en stundum njótum við einnig hvíldarinnar eins og okkur

ÆSKAN OG SKÓGURINN 41

bestlystir.Vinnumsíðanennítuttugumínúturogafturertíumínútna hvíld. Þannig koll af kolli.

Hérhafasnúrurveriðstrengdarogætlastertilaðplantaðsémeðfram þeim svo að bil milli plönturaða sé jafnt. Þá er lerki og greni sett í plöntupokana og vinnan hefst skipulega.

Plantaðeríbrekkuogviðbyrjumneðst.Þegarlokiðerviðaðplanta meðhverrisnúruerhúnfærðtil.Bilmilliþeirraerhaftum1,50mog á milli plantnanna er haft svipað bil. Þó verður að gæta þess að velja bestu staðina fyrir plönturnar þótt gert sé ráð fyrir þessu millibili og planta hvorki á þúfnakolla né í dældir milli þúfna, þar sem hætta er á að vatn safnist fyrir. Ekki má heldur setja í flög eða melfláka.

Unglingarnir planta af krafti og stinga fyrst fyrir með bjúgskóflu eða haka. Þeir gæta þess að taka plönturnar ekki úr pokunum fyrr en holan er fullgerð. Annars þorna ræturnar. Þeir varast einnig að sólin nái nokkuð að skína á ræturnar.

Í fyrstu eru þeim mislagðar hendur en æfast fljótt. Sumir eiga erfitt með að festa plönturnar nægilega, nokkrir böggla ræturnar og aðrir setjaplöntunaofdjúpt.Enþaðverðurhverjumaðlistsemhannleikur.

Þanniglíðurdagurinnogbráttervelunnudagsverkilokið.Viðgöngum frá plöntum og áhöldum og hver hreinsar mold af sínu verkfæri.

Við höfðum nú plantað nokkrum þúsundum trjáa í skóginn. Eftir tuttugu ár getum við vonandi sagt eins og Stephan G. Stephansson í kvæðinu Í Nýjaskógi:

Nú prýða sig hæðirnar tvítugum trjám. – Í tirjunum grúfðu þær sviðnar og auðar er kynni vor hófust, frá kolli o'n að tám með kvikuna bera og vorgróður-snauðar.

Þetta erindi á þó enn betur við þegar við förum að planta í skóglaust land.

42 ÆSKAN OG SKÓGURINN

This article is from: