11 minute read

Starfað að skógrækt

Next Article
Skógrækt

Skógrækt

Kafli 2 STARFAÐ AÐ SKÓGRÆKT

Í skólagarðinum skiptist á vinna og fræðsla jöfnum höndum allt sumarið.

Komiðerframíágúst.Reitirokkareruvelhirtir.Skjólbeltihafaverið klippt, grasfletir slegnir í síðasta sinn og kantar skornir. Á morgun hefst nýr þáttur í náminu. Við eigum að fara í gróðursetningarferð til Austurlands, í Hallormsstaðaskóg en þangað er ferðinni heitið vegna þess að þar er skógrækt á Íslandi lengst á veg komin. Í Hallormsstaðaskógi

Hallormsstaðaskógur er við Lagarfljót sunnanvert. Landslag er þar hæðótt og víða nokkuð brattlent. Fjöllin suðaustur af Hallormsstað rísa allt að sex hundruð metra yfir sjávarmál og setja þau allmikinn svip á landslagið einkum Hallormsstaðaskóg.

Lögurinn, eða Lagarfljót öðru nafni, sígur þarna fram á leið til sjávar. Til að sjá er vatnsfallið líkara firði eða stöðuvatni en venjulegu fljóti. Ískalt jökulvatnið er gulgrænt á litinn og víða er það hyldjúpt.

Svo lygn er þessi mikla móða á kyrrum sumardögum og svo mjúkar eru boglínur hennar í víkum og vogum að landslagið allt fær mildan blæ og ljúfan. Á bökkum þessarar miklu jökulelfar og upp frá þeim hefur vaxið frægasti og mesti skógur á Íslandi.

Grös, blóm,jurtir og lynggróður einkenna jurtagróður Hallormsstaðaskógareinsogannarraíslenskrabirkiskóga.Gras-ogblómlendi eruþarsemjarðvegurerfrjórograkurogvirðistjarðrakinnhafameiri áhrif á gróðurfarið en hæð yfir sjó.

Allt frá 1905 hefur Hallormsstaðaskógur notið meiri eða minni friðunar.Innanskógræktargirðingarinnarerusexhundruðogtuttugu hektarar lands, sem að mestu leyti er skóglendi.

Nú erum við stödd í Hallormsstaðaskógi. Við kynnumst hér nýjum heimiogerumþóáÍslandi.Fyrstadaginnfáumviðaðvitahittogþetta um fræ og meðferð þess.

Fræ

Öll skógrækt hér á landi er undir því komin að afla fræs af trjám sem vaxiðhafaviðsvipaðaveðráttuogríkiráÍslandi.Þaðerbrýnnauðsyn að kunna skil á fræi trjánna og meðferð þess það eð á því veltur allt um framtíð skóganna.

Fræið þarf hæfilegt raka- og hitastig til þess að spíra. Um spírunartímannverðurþvíaðhafavakandiaugaásáðbeðunum.Einnigsækja fuglar mjög í allt fræ en frost og sjúkdómar spilla því oft. Það er því vandasamt starf að sá trjáfræi og annast smáplöntur.

Lauftré eru dulfrævingar. Þau blómgast og bera fræ í flestum árum enoftlíðanokkurármillifræárabarrtrjánna.Effræiðáaðnágóðum þroska, verður meðalhiti mánaðanna júní–september að vera allt að tíu stig á Celsíus.

Þess vegna ræður sumarhitinn mestu um útbreiðslu trjánna á norðurhveli jarðar og hversu hátt þau vaxa til fjalla.

Reklatré. Flest algengustu lauftrén sem vaxa í norðanverðri Evrópu

24 ÆSKAN OG SKÓGURINN

Fura fyrsta árs Ljósmyndari: Óþekktur

teljasttilreklatrjáa.Svoeruþaunefndafþvíaðblóminstandaíreklum sem er þéttstæð, einkynja blómskipun. Til reklatrjánna teljast m. a. birki, víðir og ösp.

Barrtréeruberfrævingar.Fræblöðþeirrastandaþéttsamanogmynda köngla.Fræinliggjaámillifræblaðanna.Kvenblómbarrtrjánnaoftast minni en karlblómin og standa tvö eða þrjú saman á greinarenda en karlblóminstandaíklasaumhverfisneðstahlutasprotans.Kvenblómin mynda könglana. Til barrtrjánna teljast meðal annars fura, greni og lerki.

Gróðrarstöðin

NúvinnumviðumsinnígróðrarstöðinniáHallormsstaðenþákemur sér vel að hafa unnið í skólagarði fyrr um sumarið.

Allir sem kynnast vilja skógræktarstarfseminni verða að þekkja eitthvað til gróðrarstöðva því að þær eru undirstaða íslenskrar skógræktar.

Gróðrarstöðin á Hallormsstað er alls átján þúsund fermetrar eða tæpar sex vallardagsláttur að stærð. Hvergi sést yfir hana alla í einu þvíaðhennierskiptínokkrastórareiti.Áhverjuárikomahéðanum þrjú hundruð þúsund trjáplöntur sem er plantað á ýmsum stöðum, einkumáHallormstaðogaustanlands.Ístöðinnieruaðjafnaðiumein og hálf milljón trjáplantna á aldrinum eins til fjögurra ára. Rétt er að

ÆSKAN OG SKÓGURINN 25

minnastþessþegarhorfteryfirþessarbreiðurafungumtrjáplöntum að þeim er líkt farið og ungum börnum. Þær eru viðkvæmari fyrir hnjaski en fullvaxin tré.

Skógarplöntur í uppeldi nema nú um einni oghálfrimilljónáári.Margarhendurþarfþví til að planta þessu magni á sem skemmstum tíma þar sem íslenska sumarið er svo stutt.

Jarðvinnsla

Jarðvegurígróðrarstöðþarfaðveramyldinn, hæfilegarakurognokkuðsandborinn.Vinna þarf jarðveginn vel en til þess eru nú notuð ýmis vélknúin jarðvinnslutæki.

Sáning

Trjáfræi er ýmist dreifsáð eða raðsáð í beð. Fræið er misjafnt að stærð og gæðum og því erekkialltafsáðsamamagniíhvernfermetra. Faraverðurgætilegameðþaðoggætaþessað spilla því ekki í meðförum. Trjáfræ er dýrt og oftkomiðlanganveg.Skógræktrikisinsfærm. a. fræ frá Alaska, Norður-Noregi og Rússlandi svo að nokkur helstu löndin séu nefnd. Sáning

Hirðing

Fjarlægja verður allt illgresi jafnóðum og það vex og sporna við sjúkdómum eftir mætti.

Vökvun

Vatn er nauðsynlegt öllum plöntum svo sem fyrr greinir. Því þarf að gæta þess vel að hvorki fræ né plöntur þorni um of í beðum, því að

26 ÆSKAN OG SKÓGURINN

þá er dauðinn vís. Hættast er við ofþornun þegar sólfar er mikið og hlýindi. Þarf þá stundum að vökva daglega.

Dreifsetning

Plönturnareruaðjafnaðilátnarstandatvöárísáðbeði.Snemmavors eruþærteknarupp, greittgætilegaúrrótumþeirra, þeimraðaðíkassa og rakur mosi lagður yfir ræturnar. Úr kössunum eru plönturnar dreifsettar, en þá er þeim plantað í beð með fimm til tíu sentimetra millibili svo að þær fái nægilegt vaxtarrými. Í þessum beðum standa þærítvöeðaþrjúárenþáeruþærorðnarsvostóraraðþæreruhæfar til plöntunar.

Vetrarumbúðir

Öll þessi störf væru unnin fyrir gýg, ef ekki væri búið um plönturnar undirhinnumhleypingasamaíslenskavetur.Erþettagertmeðþvíað leggja lim yfir beðin og sand og mosa að plöntunum svo þær sviðni ekki undan vetrarstormum og í vorkuldum. Þetta er þó ekki einhlítt því að ávallt ferst eitthvað af plöntum, þrátt fyrir allan umbúnað.

Trjátegundir

Við sem erum svo lánsöm að dveljast sólríka vor- og sumardaga í skólagarði og höfum nú vikudvöl í Hallormsstaðaskógi, hljótum bráðlega að verða fær um að veita öðrum leiðbeiningar. Við getum strax sagt þeim þetta:

Birkieðailmbjörkhefurmyndaðskóghérálandieinallratrjátegunda. Á Suðurvesturlandi og um Vestfirði er birkið víðast lágvaxið kjarr en svæðið frá Vestfjörðum að Eyjafirði er skóglaust með öllu. Í Þingeyjarsýslum eru allvíðlendir birkiskógar og kunnastur þeirra er Vaglaskógur, sem er einn beinvaxnasti og fegursti birkiskógur landsins. Á Austur- og Suðausturlandi eru Hallormsstaðaskógur og

ÆSKAN OG SKÓGURINN 27

BæjarstaðaskógurfrægastirenáFljótsdalshéraðierumörgskóglendi.Á SuðurlandieruskógarleifaríuppsveitumÁrnessýslu;suðurafHeklu, í Þórsmörk og Skaftártungu.

Birki þarf frjóan og rakan jarðveg ef það á að vaxa vel en það getur líka haldið lífi við erfiðari aðstæður en flestar íslenskar plöntur. Það er ljóselskt og þolir illa að standa í skugga. Stærstu bjarkir á Íslandi eru um 13 metrar á hæð.

Reyniviðurmyndarhvergiskógaenvexhéroghvarinnanumaðrar trjátegundir. Reynirinn verður allt að tíu metrar á hæð.

Auk íslenska reynisins eru þessar erlendu reyniviðartegundir: gráreynir, silfurreynir og seljureynir.

Blæösp hefur fundist villt á fimm stöðum hér á landi og hefur verið ræktuðnokkuðítrjágörðum.Meirivonirerutengdarviðaspartegund þá sem kennd er við Alaska og flutt var þaðan í fyrsta sinn hingað til lands árið 1944.

Alaskaösp hefur nú verið reynd víða um land og vaxið mjög hratt. Aðeins eitt kvæmi1afhennihefurhingaðtilveriðflutt tillandsinsenreynaþarffleiriþvíaðvorhret hafa skemmt hana víða um Suðurland.

Alaskaösp þarf frjóan og rakan jarðveg, gott skjól og gras má ekki vaxa að stofni hennar ef hún á að ná skjótum vexti.

Elri,hvítelriograuðelrisvipartilbirkisogerafsömuætt.Þaðhefur aðeinslítiðeittveriðræktaðítrjágörðumhérálandiogítilraunaskyni í skóginum á Hallormsstað. Elri vex aðallega í rökum og djúpum jarðvegi, einkum meðfram ám og lækjum. Það er útbreitt um Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku og vex þar á norðlægum slóðum. Alaska ösp

1 Kvæmi er notað sem þýðing á erlenda orðinu proveniens sem merkir uppruni.

28 ÆSKAN OG SKÓGURINN

Hið merkasta við elri er að á rótum þess lifa sveppir sem vinna köfnunarefni úr loftinu.

Álmur,ættaðurúrNorður-Noregi, hefurreynstvelhérálandi.Hann er fremur bráðþroska í frjóum jarðvegi og er fremur stormþolinn. Álmur hefur verið notaður í skjólbelti með góðum árangri.

Hlynurerfallegttrémeðstóra, fagurlagaðakrónu.Hannerræktaður sem garðtré á nokkrum stöðum hér á landi.

HlynurvexumEvrópusunnan-ogvestanverðaogáBretlandseyjum.

Enn mætti nefna ýmis lauftré og margar víðitegundir er vaxa í Hallormsstaðaskógi og einnig skrautrunnar sem henta íslenskum staðháttum og notaðir eru í skrúðgarða. En þetta verður að nægja.

Lengi er verið að fara um skóginn, þótt aðeins lauftrén séu skoðuð.

Nú líður að kvöldi og við verðum að halda heim á leið.

Við Kerlingará er numið staðar hjá björk nokkurri sem nú er orðin gömul og feyskin. Sagan segir að einhverju sinni hafi Páll Ólafsson skáld mælt þessi orð til hennar er hann fór þar um veg:

Gott átt þú, hrísla’ á grænum bala, glöðum að hlýða lækjarnið.

Árlanæstamorguns, áðurenvinnahefst, byrjumviðaðskoðabarrtrén og fræðast um líf þeirra. Við förum inn í Guttormslund sem er vísir að fyrsta barrskógi á Íslandi og þar segir skógarvörðurinn okkur frá lerkinu og ræktun þess.

Hér sannast, að sjón er sögu ríkari.

Síberískt lerki hefur verið ræktað á nokkrum stöðum um alllangt skeiðogerþvímeirireynslafenginumvöxtþessviðíslenskaraðstæður en flestra annarra barrtrjáa.

Lerkiðerljóselskttréogermjöghraðvaxtaiæsku.Þaðvexíallskonar jarðvegi en nær bestum þroska í frjórri jörð eins og flest önnur tré.

Lerki er kjörviður og er notaður í vönduð hús, báta og bryggjur.

ÆSKAN OG SKÓGURINN 29

Bændur hafa sóst mjög eftir lerkistaurum úr Hallormsstaðaskógi í girðingar af því að slíkir staurar taka öðrum fram að gæðum. Rauðaviðurinnsemsvovarnefndurárekafjörumáðurfyrr, varlerki.

Lerki er meginlandstré. Þess vegna er áhersla lögð á ræktun þess í innsveitum norðan- og austanlands þar sem úrkoma er lítil.

Næst er ferðinni heitið að Jökullæk til að skoða rauðgrenitré. Þessi tré eru mjög fögur og hafa náð ágætum þroska. Hæstu tré eru yfir 13 m á hæð.

Rauðgreni vex um Norður-Evrópu. Um aldamót var farið að planta því í Tromsfylki í Noregi, jafnvel á stöðum sem eru fimm hundruð kílómetrum norðar en Ísland og þar eru nú gróskumiklir rauðgreniskógar.

Hér á Hallormsstað hefur verið plantað talsverðu rauðgreni hin síðari ár.

Rauðgreni hefur náð góðum vexti víða um land en því verður að veljaskjólríkastaði, helstíhallaogþaðgerirmiklarkröfurtiljarðvegs, einkum að hann sé vel rakur. Árlega er flutt til Íslands töluvert af dönsku rauðgreni sem notuð eru í jólatré. Ekki munu líða mörg ár þar til Íslendingar fá nóg af jólatrjám úr íslenskum barrskógum. Það sáum við hér á Hallormsstað.

Rauðgreni og Hvítgreni Ljósmyndari: Jón A

30 ÆSKAN OG SKÓGURINN

Nú er snúið við og numið staðar á Atlavíkurstekk þar sem ýmsar erlendar trjátegundir vaxa.

Hér stendur nú um tuttugu ára hvítgreni sem dafnað hefur allsæmilega. Heimkynni hvítgrenis er Norður-Ameríka.

Frá Atlavíkurstekk er haldið út í Mörk sem er kunnasti staðurinn í Hallormsstaðaaskógi.Þarergróðrarstöðin, þarvorufyrstutilraunirnar gerðar með ræktun erlendra barrtrjáa og standa þar mörg fögur og hávaxin tré frá þeim tíma.

Blágreni er sú tegund barrtrjáa sem einna fyrst var gróðursett á Íslandi.

Í Mörkinni á Hallormsstað standa nokkur tré sem eru yfir hálfrar aldar gömul. Þau hafa vaxið vel og lofa góðu um ræktun blágrenis á Íslandi.

Blágreni hefur verið gróðursett á nokkrum stöðum hin síðari ár, m.a.hafanokkrarþúsundirplantnavaxiðuppaffræiblágrenitrjánna í Mörkinni.

Blágreni er upprunnið í Klettafjöllum Norður-Ameríku.

Lýsishóll nefnist svæði utarlega í skóginum og þarna eigum við að byrja að planta. Hér fer saman mikil gróska, fagurt útsýni og fjöldi erlendra trjátegunda sem fróðlegt er að kynnast. Við nemum staðar hjá sitkagreni fyrir neðan Fálkaklett og hlustum á útskýringar þeirra sem vita meira en við.

Sitkagrenierbráðþroskatrjátegundogþrífstbestíloftslagiþarsem úrkomaogloftrakiermikill.ÞaðerútbreittumvesturströndNorðurAmeríku, allt norður í Alaska en það vex sjaldan meir en hundrað kílómetra frá sjó.

Afþessuséstaðsitkagreniþolirvelsjávarseltuograkaogættiþvíað vera hentug trjátegund fyrir eyland þar sem veðurskilyrði eru áþekk og í Alaska.

Sitkagreni hefur verið gróðursett í tilraunaskyni á Hallormsstað en þar er of þurrviðrasamt fyrir það.

ÆSKAN OG SKÓGURINN 31

Auk fyrrgreindra trjátegunda vaxa svartgreni og broddgreni í Hallormsstaðaskógi. Þá vaxa hér einnig nokkrar tegundir af þin: Síberíuþinur, balsamþinur, hvítþinur og fjallaþinur en hann er vænlegastur til ræktunar hér á landi af þessum tegundum.

Fjallaþinur er hið fegursta garðtré og vinsælt jólatré.

Loks er skylt að nefna marþöll og fjallaþöll en lítil reynsla er enn fengin um þroska þeirra við íslenska staðhætti.

Útsýni er fagurt af Lýsishól. Í björtu veðri ber Snæfell við loft yfir sunnanverðu Lagarfljóti. Fljótið býr yfir sérstæðum töfrum á kyrru kvöldi síðsumars í þann mund er bregða tekur birtu.

En þó verður að halda heim. Staðnæmst er við Vínlæk, dálitla lind í Gatnaskógi. Þar nema allir staðar sem leið eiga um skóginn.

Skógarvörðurinn fer með okkur niður í Mörk, áður en við byrjum að vinna næsta dag og sýnir okkur ýmsar furutegundir.

Skógarfuran er með elstu barrtrjám heims. Hún vex um alla Norðurálfu allt frá Suður-Evrópu til nyrsta héraða Noregs og austur að Kyrrahafi.

Skógarfuran hefur verið gróðursett í Hallormsstaðaskógi og fræ fengið frá ýmsum stöðum í Noregi og Svíþjóð. Hún er með nægjusömustutrjámensamtsemáðurhefurræktunhennaráÍslandigengið misjafnlega.Orsökinersúaðskjaldlússækiráhanaoggenguroftsvo nærrihenniaðungarplönturdeyja.Aðrareruaðveslastuppímörgár. Örfáar standa þó af sér lúsina og sumar ná sér aftur eftir langan tíma.

Elstu skógarfururnar á Hallormsstað voru gróðusettar um 1909 og eru nokkrar þeirra orðnar að fallegum trjám.

Fjallafuran er oftast margstofna runni, sem getur orðið allt að því fimmmetrahár.Danirhöfðuræktaðfjallafuruájóskuheiðunumítugi ára áður en skógrækt hófst á Íslandi. Þess vegna var hún flutt hingað til lands, jafnskjótt og byrjað var á skógrækt hér.

Fjallafura er ennþá nægjusamari en skógarfura og þar sem hún vex bætir hún jarðveginn og eykur frjósemi hans. Stundum ber hún

32 ÆSKAN OG SKÓGURINN

hér fullþroska fræ og hefur sáð sér út af sjálfsdáðun. Heimkynni fjallafurunnar eru í Alpafjöllum.

Bergfura er náskyld fjallafuru en sá er munur á þeim að bergfuran vex upp af einum stofni og verður alt að því tíu metra hátt tré. Hún bætir jarðveginn á sama hátt og fjallafuran.Bergfura vex hátt yfir sjó í Alpafjöllum og Pýreneafjöllum.

Broddfura er háfjallatré og er mjög seinþroska. Hún verður aldrei stórvaxin fremur en bergfuran, er jafnvel ennþá harðgerðari og á Hallormsstað hefur hún borið þroskað fræ á hverju ári í meir en áratug. Broddfuru var sáð í Mörkina á árunum 1903–1906 og eru þar nú nokkrir tugir trjáa frá þessum árum.

Stafafura var ekki gróðursett á Hallormsstað fyrr en 1940. Þá voru fáeinar plöntur settar niður á Atlavíkurstekk. En á síðari árum hefur hún verið sett víða um land og dafnar yfirleitt vel. Hún er harðger, hraðvaxta og hefur borið hér þroskað fræ.

Heimkynni stafafurunnar eru vesturhéruð Norður-Ameríku.

LindifuravexífjöllumMið-EvrópuogausturumallaAsíu.Tilhennar var sáð á Hallormsstað og víðar á árunum 1903–1906. Í Mörkinni standa nú um hundrað lindifurur á víð og dreif og hafa sumar þeirra náð ágætum þroska.

Lindifuran er eitt hið fegursta tré með löngu og mjúku barri og standa fimm nálar ávallt saman í knippi.

ViðhöfumnúskoðaðhelstuútlendutrjátegundirnaráHallormsstað ogvinnanverðuræskemmtilegri.Skógurinnerheillævintýraheimur og við hlökkum til hvers dags því að alltaf gerist eitthvað nýtt.

Við hættum vinnu í þetta sinn, setjumst í hvirfingu og tökum lagið. Ljóð Laxness um skóginn varð fyrir valinu í þetta skipti:

Bláfjólu má í birkiskógi líta. Blessað sé norðurhvelið, sem mig ól! Hallormur, má þá ei til einhvers nýta

ÆSKAN OG SKÓGURINN 33

þinn unga vin á nýjum sparikjól, . . .

34 ÆSKAN OG SKÓGURINN

This article is from: