Hér á landi er mestallt trjáfræ innflutt og kostnaður við plöntuuppeldi mikill. Þess vegna er hver planta mikils virði. Því er brýn nauðsyn að sá sem plantar minnist þess ávallt að án vandvirkni hans er einskis árangurs að vænta. Þessar aðferðir eru algengastar við plöntun: 1. Plantað við lóðréttan holuvegg a) Bjúgskófla Hola er stungin eins og með venjulegri skóflu. Bjúgskófla er þannig gerð að stinga þarf aðeins á tvo gagnstæða vegu þannig að moldarhnaus liggur laus á skóflunni í seinni stungu. Þess verður umfram allt að gæta að annar veggur holunnar sé lóðréttur. Plantan er sett niður í holuna, lögð að lóðrétta veggnum og greitt úr rótum hennar. Síðan er hnausunum ýtt af skóflublaðinu ofan í holuna þannig að hann falli í fyrri skorður og loks er stigið á hann með öðrum fæti svo að plantan sitji vel föst. Komi það fyrir að rætur plantna séu langar svo að þær bögglist í botni holunnar, verður að rótstýfa með beittum hníf eða trjáklippum. b) Haki Þegar haki er notaður við plöntun er grasrótin höggvin af 20x20 sentimetra fleti og hola gerð með hakablaðinu þannig að einn veggur hennar verði lóðréttur, moldinni rótað upp úr holunni með hakablaðinu og mulin, ef með þarf. Þessi plöntun er að því leyti frábrugðin hinni fyrri að besta gróðurmoldin er nú sett næst rótum plöntunnar, grasrót fjarlægð og áburðargjöf því auðveldari. Sjálfsagt er að planta með haka þar sem land er grýtt eða grasvöxtur mikill. Eftir plöntun skulu greni og furutegundir standa jafndjúpt og þær
Plantað með haka, útflött rót
33