
6 minute read
Jarðvegur og gróska
Í Mörkinni á Hallormsstað standa nokkur tré sem eru yfir hálfrar aldar gömul. Þau hafa vaxið vel og lofa góðu um ræktun blágrenis á Íslandi.
Blágreni hefur verið gróðursett á nokkrum stöðum hin síðari ár, m.a. hafa nokkrar þúsundir plantna vaxið upp af fræi blágrenitrjánna í Mörkinni.
Blágreni er upprunnið í Klettafjöllum Norður-Ameríku.
Lýsishóll nefnist svæði utarlega í skóginum og þarna eigum við að byrja að planta. Hér fer saman mikil gróska, fagurt útsýni og fjöldi erlendra trjátegunda sem fróðlegt er að kynnast. Við nemum staðar hjá sitkagreni fyrir neðan Fálkaklett og hlustum á útskýringar þeirra sem vita meira en við.
Sitkagreni er bráðþroska trjátegund og þrífst best í loftslagi þar sem úrkoma og loftraki er mikill. Það er útbreitt um vesturströnd Norður-Ameríku, allt norður í Alaska en það vex sjaldan meir en hundrað kílómetra frá sjó.
Af þessu sést að sitkagreni þolir vel sjávarseltu og raka og ætti því að vera hentug trjátegund fyrir eyland þar sem veðurskilyrði eru áþekk og í Alaska.
Sitkagreni hefur verið gróðursett í tilraunaskyni á Hallormsstað en þar er of þurrviðrasamt fyrir það.
Auk fyrrgreindra trjátegunda vaxa svartgreni og broddgreni í Hallormsstaðaskógi. Þá vaxa hér einnig nokkrar tegundir af þin: Síberíuþinur, balsamþinur, hvítþinur og fjallaþinur en hann er vænlegastur til ræktunar hér á landi af þessum tegundum.
Fjallaþinur er hið fegursta garðtré og vinsælt jólatré.
Loks er skylt að nefna marþöll og fjallaþöll en lítil reynsla er enn fengin um þroska þeirra við íslenska staðhætti.
Útsýni er fagurt af Lýsishól. Í björtu veðri ber Snæfell við loft yfir sunnanverðu Lagarfljóti. Fljótið býr yfir sérstæðum töfrum á kyrru kvöldi síðsumars í þann mund er bregða tekur birtu.
En þó verður að halda heim. Staðnæmst er við Vínlæk, dálitla lind í Gatnaskógi. Þar nema allir staðar sem leið eiga um skóginn.
Skógarvörðurinn fer með okkur niður í Mörk, áður en við byrjum að vinna næsta dag og sýnir okkur ýmsar furutegundir.
Skógarfuran er með elstu barrtrjám heims. Hún vex um alla Norðurálfu allt frá Suður-Evrópu til nyrsta héraða Noregs og austur að Kyrrahafi.
Skógarfuran hefur verið gróðursett í Hallormsstaðaskógi og fræ fengið frá ýmsum stöðum í Noregi og Svíþjóð. Hún er með nægjusömustu trjám en samt sem áður hefur ræktun hennar á Íslandi gengið misjafnlega. Orsökin er sú að skjaldlús sækir á hana og gengur oft svo nærri henni að ungar
25
plöntur deyja. Aðrar eru að veslast upp í mörg ár. Örfáar standa þó af sér lúsina og sumar ná sér aftur eftir langan tíma.
Elstu skógarfururnar á Hallormsstað voru gróðusettar um 1909 og eru nokkrar þeirra orðnar að fallegum trjám.
Fjallafuran er oftast margstofna runni, sem getur orðið allt að því fimm metra hár. Danir höfðu ræktað fjallafuru á jósku heiðunum í tugi ára áður en skógrækt hófst á Íslandi. Þess vegna var hún flutt hingað til lands, jafnskjótt og byrjað var á skógrækt hér.
Fjallafura er ennþá nægjusamari en skógarfura og þar sem hún vex bætir hún jarðveginn og eykur frjósemi hans. Stundum ber hún hér fullþroska fræ og hefur sáð sér út af sjálfsdáðun. Heimkynni fjallafurunnar eru í Alpafjöllum.
Bergfura er náskyld fjallafuru en sá er munur á þeim að bergfuran vex upp af einum stofni og verður alt að því tíu metra hátt tré. Hún bætir jarðveginn á sama hátt og fjallafuran.Bergfura vex hátt yfir sjó í Alpafjöllum og Pýreneafjöllum.
Broddfura er háfjallatré og er mjög seinþroska. Hún verður aldrei stórvaxin fremur en bergfuran, er jafnvel ennþá harðgerðari og á Hallormsstað hefur hún borið þroskað fræ á hverju ári í meir en áratug. Broddfuru var sáð í Mörkina á árunum 1903–1906 og eru þar nú nokkrir tugir trjáa frá þessum árum.
Stafafura var ekki gróðursett á Hallormsstað fyrr en 1940. Þá voru fáeinar plöntur settar niður á Atlavíkurstekk. En á síðari árum hefur hún verið sett víða um land og dafnar yfirleitt vel. Hún er harðger, hraðvaxta og hefur borið hér þroskað fræ.
26
Heimkynni stafafurunnar eru vesturhéruð Norður-Ameríku.
Lindifura vex í fjöllum Mið-Evrópu og austur um alla Asíu. Til hennar var sáð á Hallormsstað og víðar á árunum 1903–1906. Í Mörkinni standa nú um hundrað lindifurur á víð og dreif og hafa sumar þeirra náð ágætum þroska.
Lindifuran er eitt hið fegursta tré með löngu og mjúku barri og standa fimm nálar ávallt saman í knippi.
Við höfum nú skoðað helstu útlendu trjátegundirnar á Hallormsstað og vinnan verður æ skemmtilegri. Skógurinn er heill ævintýraheimur og við hlökkum til hvers dags því að alltaf gerist eitthvað nýtt.
Við hættum vinnu í þetta sinn, setjumst í hvirfingu og tökum lagið. Ljóð Laxness um skóginn varð fyrir valinu í þetta skipti: Bláfjólu má í birkiskógi líta. Blessað sé norðurhvelið, sem mig ól! Hallormur, má þá ei til einhvers nýta þinn unga vin á nýjum sparikjól, . . .
27

JARÐVEGUR OG GRÓSKA
Skógurinn er töfraheimur sem margir láta sér nægja að hrífast af en færri hafa kynnt sér.
Við skulum enn ganga út í skóg, virða fyrir okkur blóm og grös, fræðast um líf þeirra og sambúð þeirra við skóginn.
Frjómoldin er ein mesta auðlind hvers lands. Hún er kvik af lífi. Þar eru heimar ótal tegunda af smádýrum, gerlum og sveppum. Þessar lífverur breyta leifum plantna og dýra í næringu handa nýjum gróðri og stuðla að aukinni frjósemi. Þar sem hlýju og skjóls nýtur, búa þessar lífverur við betri lífskilyrði en á berangri og því eykst frjósemin á slíkum stöðum.
Ef til vill er brýnna fyrir Íslendinga en nokkra aðra þjóð sem fæst við skógrækt að gera sér grein fyrir þessu því að landið liggur langt í norðurvegi og má heita skóglaust eins og nú er komið. En þegar skógarnir hurfu, þvarr skjólið sem þeir veittu og jafnframt minnkaði frjósemi landsins og gróðurbreytingar fylgdu í kjölfarið. Við þurfum að hafa þetta í huga og velja um sinn til skógræktar þá staði, svæði eða héruð sem hagstæðust eru fyrir trjágróður.
Slíkir staðir eru margir eins og reynslan hefur þegar sannað.
Við skulum drepa á nokkuð atriði sem miklu máli skipta þegar land er valið til skógræktar:
Tré vaxa yfirleitt betur í halla en á flatlendi. Þar seytlar súrefnisríkt jarðvatn í sífellu um efstu lög jarðvegsins, flýtir fyrir rotnun jurtaleifa og þar verður jarðvegur frjór og gljúpur.
Trén þurfa skjól fyrir þurrustu vindáttinni. Helst ætti að velja trjálundum stað í halla mót suðvestri þar sem staðhættir leyfa.
Undir hömrum er skjól og bergið varpar frá sér hita, jafnvel eftir sólsetur.
29
Auðveldast er að átta sig á gæðum jarðvegs með því að athuga gróðurhverfin.
Í skógivöxnum löndum eru hæð og aldur trjáa notuð til að dæma um grósku skógræktarsvæða. Síðan er vaxtarstöðum skipað í gróskuflokka.
Hér á landi er þessu á annan veg farið, þar sem við eigum aðeins birkiskóga sem sætt hafa misjafnri meðferð um langan aldur. En samt getum við haft hliðsjón af þessu. Hallormsstaðaskógi hefur nýlega verið skipt í þrjá gróskuflokka og gróðurhverfin síðan flokkuð eftir þeirri skiptingu. Þetta hefur auðveldað staðarval fyrir ýmsar erlendar trjátegundir og gefið þar með von um betri og árvissari vöxt.
Í fyrsta og besta gróskuflokknum vaxa elftingar, reyrgresi og ýmsar blómplöntur. Í slík gróðurhverfi er grenitegundum, þin og lauftrjám plantað. Í öðrum flokki vex língresi, bugðupunktur ásamt bláberja- og hrútaberjalyngi. Þar er aðallega plantað lerki. Kræki- og sortulyng lendir svo í þriðja og lakasta gróskuflokknum. Furutegundunum er valinn þessi flokkur, enda fá þær fegurstan vöxt í ófrjórri jörð.
Á bersvæði, þar sem land er beitt um langan tíma, hverfa flestar blómplöntur. Allerfitt er því að dæma um grósku slíks lands. En eftir nokkurra ára friðun skjóta blómplönturnar upp kollinum á nýjan leik. Allr kannast við þetta úr laufskógagirðingum víðs vegar um land. Blágresi, brennisóley, brönugrös, fjalldalafífill, maríustakkur og umfeðmingur vaxa t.d. aðeins í frjórri mold. Þar sem raki er mikill vaxa geithvönn og mjaðurt. Gróðurhverfi, þar sem mest ber á heilgrösum, reyrgresi og elftingum er yfirleitt gott skógræktarland. Kræki- og sortulyng, svo og ýmsar blómplöntur, svo sem holtasóley, blóðberg, geldingahnappur, gulmaðra, lambagras og holurt vaxa helst í frjóefnasnauðu landi. Í tirjóttu og þurru mólendi ber oft mest á þursaskeggi og móasefi, en varhugavert er að taka slíkt land til skógræktar nema bylta því fyrst og bera í það lífrænan áburð. Mýrlendi þar sem ýmsar starir vaxa, getur loks orðið ágætt til skógræktar ef það er hæfilega þurrkað. Þar bíða mikli verkefni. Í Lerki grein