Embla - Ívar Daníel Karlsson

Page 14

Hvar á ég að byrja? Þetta er því miður sorglega algeng spurning frá þeim sem eru forvitnir um áhugamálið eða langar að prufa að spila. Oft vex fólki það í augum hversu erfitt það er að byrja að spila spunaspil. Það e.t.v. að reglurnar séu of flóknar eða það þurfi að þekkja einhvern sem hefur spilað áður og vera leiddur inn í áhugamálið. En sannleikurinn er sá að það hefur aldrei verið auðveldara að byrja spila spunaspil en núna. Bæði út af því hversu aðgengileg mörg spilin og kerfin eru orðin en líka með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla. Hér eru nokkur góð ráð um hvert þú getur snúið þér ef þú vilt byrja að spila. Roleplayers á Íslandi

Hlutkesti Hlutkesti eru samtök spunaspilara á Íslandi sem skipuleggja og halda oft spilamót og aðra viðburði tengdum spunaspilum. Hlutkesti er einnig með facebook hóp og discord rás þar sem að meðlimir geta spjallað og skipulagt spilahópa eða spilakvöld.

Það er vissulega upphafskostnaður þegar þessi leið er farinn en þetta er líklega auðveldasta og áreiðanlegasta leiðin til að byrja að spila spunaspil. Þó að reglubækurnar séu vissulega stórar og ógnvekjandi þá er alls ekki gert ráð fyrir því að þú lærir þær utanbókar. Það að gera sér grein fyrir grunn reglunum í grófum dráttum og það að vera með reglubókina við hendina á meðan þú lærir restina á meðan þú spilar er mjög algeng leið til að læra reglurnar í spunaspilum. Horfa eða hlusta á raunspilunarþætti Það að horfa eða hlusta á raunspilunarþætti eða hlaðvörp eins og Dimension 20 eða Critical Role er frábær leið til að læra reglurnar í spunaspilum og að sjá hvernig spilun fer fram undir góðum kringumstæðum. Þetta er bæði góð leið til að læra og einnig skemmtilegt afþreyingarefni. Mikið af reglunum í spilinu eru útskýrðar þegar þær koma first við sögu og spilarar spyrja oft um frekari skýringar á leikreglum frá leikjameistaranum. Einnig eru sumir raunspilunarþættir með auka efni þar sem að spunameistarinn svarar spurningum, gefur góð ráð, og útskýrir reglur.

Dreki

Mynd: LadyofHats

Texti: Ívar Daníel Karlsson

Facebook hópurinn „Roleplayers á Íslandi“ er frábær staður til að bæði kynna sér áhugamálið, spyrja spurningar og jafnvel finna sér hóp til að spila með. Þar eru einnig oft settar inn fréttir og viðburðir tengdum hlutverkaspilum á Íslandi.

Kauptu bækurnar og byrjaðu að spila

14


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.