
1 minute read
Um mig
Ívar Daníel Karlsson
Ég heiti Ívar og er mannvera, einstaklingur, karlmaður, sonur, bróðir, frændi, vinur, og nú einnig grafískur miðlari.
Ég var fæddur í Reykjavík 1. mars 1988 og síðan þá hef ég verið á lífi. Ég hef átt heima bæði í Kanada og Bandaríkjunum en hef að mestu átt heima á Íslandi.
Ég hef stundað fullt af námi en þetta er það fyrsta sem ég klára fyrir utan grunnskóla. Það tók mig smá tíma að finna nám sem að átti við mig, en líka bara að þroskast nóg til að hafa aga í að klára það.
Fyrst fór ég á tölvubraut, svo listabraut, og endaði svo á upplýsinga- og fjölmiðlabraut sem leiddi mig hingað. Það kom í ljós að ég var og er skítsæmilegur í að vinna í Photoshop, InDesign, og Illustrator.
Ég stefni á að klára sveinsprófið í grafískri miðlun og fara svo í Stafræna hönnun (gamla Margmiðlunarskólann) þar sem mig langar að læra meira um þrívíddarvinnslu, tæknibrellur og tölvuleikjagerð.
Ég hef einmitt mikinn áhuga á tölvuleikjum og kvikmyndum og hugsa að draumastarfið bíði eftir mér einhvers staðar í návist þeirra.