Embla - Ívar Daníel Karlsson

Page 10

RPG tölvuleikir Áhrif spunaspilanna hafa náð víða og kemur það kannski engum á óvart að leið þeirra lá að einhverju leiti að heimi tölvuleikjanna. Bæði spunaspil/hlutverkaspil og tölvuleikir litu fyrst dagsins ljós í byrjun áttunda áratugarins og það tók tölvuleikjahönnuði ekki langan tíma að sækja innblástur í heim spunaspilanna. Fyrsti hlutverkaleikurinn

Texti: Ívar Daníel Karlsson

Leikurinn „pedit5“ sem einnig var kallaður „The Dungeon“ (Dýflissan) var búinn til 1975, ári eftir að Dungeons and Dragons kom fyrst út. Þetta er af mörgum talinn einn fyrsti leikurinn til að sækja innblástur frá spunaspilum. Þar stjórnuðu spilarar ævintýramanni sem að ráfaði um dýflissu og sankaði að sér fjársjóði og barðist við skrímsli með bæði vopnum og göldrum. Á þessum tíma voru tölvur það frumstæðar að þær höfðu ekki tök á að skapa þær aðstæður og ævintýraheima sem að ímyndunaraflið gat framkallað við spilaborðið, en þetta bauð upp á það að geta spilað án annara spilara og líkir eftir hinu klassíska „dýflissuskriði“ (e. dungeon crawl) sem var algengt á þeim tíma í spunaspilum. Í því var lögð minni áhersla á að segja einhverja flókna sögu og lifa sig inn í ævintýraheiminn og meiri áhersla á að berjast við skrímsli og sanka að sér fjársjóðum. Í kjölfarið af þessu komu út fleiri og fleiri hlut­ verkatölvuleikir. Þessir leikir tóku ekki bara inn­ blástur frá Dungeons & Dragons en einnig skrifum J.R.R. Tolkien, goðafræði, fornum bókmenntum eins og sögunni af Gilgamesh, og jafnvel skák.

10

Ultima og Wizardry Í byrjun níunda áratugarins komu svo út leikirnir Ultima og Wizardry, sem að byrjuðu að móta grunninn að því sem við í dag köllum RPG tölvuleiki eða hlutverkaleiki. Þar var lögð meiri áhersla á að segja epískar sögur, þú stjórnaðir einni aðal persónu og gast fengið til liðs við þig fleiri persónur og myndað föruneyti og öll kerfi sem að voru notuð til að skilgreina getu og styrk persóna urðu flóknari og nákvæmari með hjálp aukinar reiknigetu tölvunnar. Með tímanum jó­ kst einnig geta tölvunnar í að birta heiminn og persónurnar í betri gæðum.

Ultima 1

Skjáskot: Felipe Pepe

Það var einnig í þessum leikjum þar sem leikja­ hönnuðir byrjuðu að þróa meira hvernig mætti nýta þessa leiki í að segja nýjar og áhugaverðar sögur þar sem að spilarinn hefur bein áhrif á söguna og í rauninni „lifir“ í gegnum þær að­ stæður sem að eiga sér stað í sögunni. Sögurnar í leikjunum byrjuðu að tækla samfélagsvandamál eins og bókstafstrú, rasisma og menningarfælni og klæða þau í ævintýrabúning og létu þig, þá sem spilara, þurfa að horfast í augu við og takast á við þessi vandamál. Tilkoma JRPG leikja

Leikurinn pedit5

Skjáskot: Felipe Pepe

Ultima og Wizardry eru taldir hafa verið einn helsti innblástur fyrir tölvuleikjahönnuði í Japan til að búa til leikina Dragon Quest og Final Fantasy og með komu þeirra á sjónarsviðið varð til hálfgerð tví­ skipting á hlutverkatölvuleikjum sem að þróuðust svo í mismunandi áttir. Þetta varð seinna skilgreint


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.